Hæstiréttur íslands

Mál nr. 13/2023

Reykjavíkurborg (Ebba Schram lögmaður)
gegn
A (Agnar Þór Guðmundsson lögmaður)

Lykilorð

  • Niðurfelling máls
  • Málskostnaður
  • Gjafsókn

Reifun

Mál R gegn A var fellt niður að ósk R. R lagði ákvörðun um málskostnað í mat Hæstaréttar og A gerði kröfu um málskostnað án tillits til gjafsóknar. Með dómi Hæstaréttar var R gert að greiða A málskostnað sem skyldi renna í ríkissjóð.

Dómur Hæstaréttar

1. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.

2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar 29. mars 2023. Með tölvubréfi til réttarins 24. október sama ár óskaði áfrýjandi eftir því að málið yrði fellt niður og lagði ákvörðun um málskostnað í mat réttarins.

3. Stefnda krefst málskostnaðar án tillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt.

4. Með vísan til c-liðar 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 190. gr. og 166. gr. laganna, er málið fellt niður fyrir Hæstarétti.

5. Samkvæmt 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður áfrýjanda gert að greiða stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti eins og nánar greinir í dómsorði sem renni í ríkissjóð, sbr. 4. mgr. 128. gr. laga nr. 91/1991.

6. Um gjafsóknarkostnað stefndu fyrir Hæstarétti fer eins og í dómsorði greinir.

Dómsorð:

Mál þetta er fellt niður.

Áfrýjandi, Reykjavíkurborg, greiði stefndu, A, 900.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti sem renni í ríkissjóð.

Allur gjafsóknarkostnaður stefndu fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 900.000 krónur.