Hæstiréttur íslands
Mál nr. 17/2025
Lykilorð
- Kærumál
- Stjórnvaldsúrskurður
- Aðild
- Lögvarðir hagsmunir
- Frávísun frá Landsrétti staðfest
Reifun
Dómur Hæstaréttar
1. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Skúli Magnússon.
2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. mars 2025 sem barst réttinum 21. sama mánaðar en kærumálsgögn bárust réttinum 28. þess mánaðar. Kærður er dómur Landsréttar 6. mars sama ár í máli nr. 169/2024 þar sem málinu var vísað frá Landsrétti án kröfu. Kæruheimild er í a-lið 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
3. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði dómur verði felldur úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka málið til efnismeðferðar. Til vara krefst hann þess að málskostnaður vegna reksturs málsins fyrir Landsrétti verði felldur niður. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar fyrir Hæstarétti.
4. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða dóms og kærumálskostnaðar fyrir Hæstarétti.
5. Með vísan til forsendna hins kærða dóms verður hann staðfestur.
6. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði.
Dómsorð:
Hinn kærði dómur er staðfestur.
Sóknaraðili, Einar Schweitz Ágústsson, greiði varnaraðila, Orkuveitu Reykjavíkur, 300.000 krónur í kærumálskostnað.