Hæstiréttur íslands
Mál nr. 46/2025
Lykilorð
- Kærumál
- Hæfi dómara
- Vanhæfi
- Meðdómsmaður
Reifun
Dómur Hæstaréttar
1. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Ólafur Börkur Þorvaldsson, Sigurður Tómas Magnússon og Skúli Magnússon.
2. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 10. júlí 2025 sem barst réttinum 11. sama mánaðar en kærumálsgögn bárust réttinum 18. þess mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 27. júní 2025 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að sérfróðum meðdómsmanni fyrir Landsrétti, Guðmundi Arnari Sigmundssyni, yrði gert að víkja sæti í málinu. Kæruheimild er í b-lið 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
3. Sóknaraðilar krefjast þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og nefndum meðdómsmanni gert að víkja sæti í málinu. Þá krefjast sóknaraðilar hvor um sig kærumálskostnaðar fyrir Landsrétti og Hæstarétti.
4. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar fyrir Hæstarétti.
5. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
6. Sóknaraðilum verður gert að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og greinir í dómsorði. Við ákvörðun hans er litið til þess að samhliða eru rekin tvö önnur mál gegn varnaraðilum um sama atriði.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Sóknaraðilar, Ólafur Þór Jónsson og Sigríður Jónsdóttir, greiði óskipt varnaraðilum, Landsneti hf. og íslenska ríkinu, hvorum um sig 150.000 krónur í kærumálskostnað fyrir Hæstarétti.