Hæstiréttur íslands
Mál nr. 13/2024
Lykilorð
- Kærumál
- Hæfi dómara
- Vanhæfi
Reifun
Dómur Hæstaréttar
1. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.
2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. mars 2024 en kærumálsgögn bárust réttinum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 16. febrúar 2024 í máli nr. 636/2022 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson og Ragnheiður Harðardóttir vikju sæti í málinu.
3. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að fyrrgreindir landsréttardómarar víki sæti í málinu. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðila.
4. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og að sóknaraðila verði gert að greiða kærumálskostnað.
5. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
6. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og greinir í dómsorði.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Sóknaraðili, A, greiði varnaraðila, B, 300.000 krónur í kærumálskostnað.