Hæstiréttur íslands
Mál nr. 57/2022
Lykilorð
- Kærumál
- Niðurfelling máls
- Kærumálskostnaður
- Gjafsókn
Reifun
Dómur Hæstaréttar
1. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson
2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. október 2022 en kærumálsgögn bárust réttinum 4. nóvember sama ár. Kærður er úrskurður Landsréttar 13. október 2022 þar sem staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að fallast á kröfu B um að viðurkennt yrði að kaupmáli milli hans og sóknaraðila frá 14. ágúst 2017 yrði lagður til grundvallar við fjárskipti þeirra þannig að fasteignin að […] í […] teldist séreign B.
3. Leyfi til að kæra úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar var veitt 28. nóvember 2022, með ákvörðun réttarins nr. 2022-126, á þeim grundvelli að kæruefnið gæti haft fordæmisgildi um skýringu á 104. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993.
4. B lést […] 2023. Í samræmi við 2. mgr. 22. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála hefur dánarbú hans tekið við aðild að málinu fyrir Hæstarétti.
5. Með bréfi 23. ágúst 2023 lýsti sóknaraðili því yfir að hún óskaði eftir að málið yrði fellt niður en gerði allt að einu kröfu um kærumálskostnað án tillits til gjafsóknar sem henni hefði verið veitt. Af hálfu varnaraðila er gerð krafa um kærumálskostnað fyrir Hæstarétti.
6. Með vísan til c-liðar 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 5. mgr. 174. gr., 190. gr. og 166. gr. laganna er málið fellt niður fyrir Hæstarétti.
7. Rétt er að kærumálskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.
8. Um gjafsóknarkostnað sóknaraðila fer eftir því sem segir í dómsorði.
Dómsorð:
Mál þetta er fellt niður.
Kærumálskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.
Allur gjafsóknarkostnaður sóknaraðila, A, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 450.000 krónur.