Hæstiréttur íslands
Mál nr. 341/2012
Lykilorð
- Kærumál
- Frávísunarúrskurður staðfestur
- Matsgerð
- Meðdómsmaður
|
|
Þriðjudaginn 12. júní 2012. |
|
Nr. 341/2012.
|
Steingrímur Einarsson Sigríður J. Sigurjónsdóttir Sigurjón Kristinn Sigurjónsson Svanlaug Guðnadóttir Kristján G. Jóhannsson Inga Steinunn Ólafsdóttir Víðir Ólafsson Erla Jónsdóttir og Urtusteinn ehf. (Björn Jóhannesson hrl.) gegn Björgmundi Erni Guðmundssyni Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og (Ingvar Sveinbjörnsson hrl.) Hreini Jónssyni (Kristján B. Thorlacius hrl.) |
Kærumál. Frávísunarúrskurður staðfestur. Matsgerð. Meðdómsmenn.
S og fleiri keyptu íbúðir í fjöleignahúsi af Á ehf. Í málinu stefndu þau B, byggingarstjóra hússins og H, múrarameistara, til heimtu skaðabóta vegna galla á múrklæðningu fasteignarinnar. Þá krafðist einn íbúðareigandi viðurkenningar á greiðsluskyldu S hf. á grundvelli starfsábyrgðartryggingar B. Í málinu lágu fyrir tvær matsgerðir og gerðu þær báðar ráð fyrir að ráðast þyrfti í heildarendurnýjun á múrhúð hússins, þó út frá ólíkum forsendum. Var það mat sérfróðra meðdómsmanna í héraði að slík heildarendurnýjun væri óþörf. Í undir- og yfirmatsgerð kom hins vegar ekki fram umfang þess kostnaðar sem leggja þyrfti í til að bæta úr göllum á múrhúð hússins að þessu virtu, né hversu stór hluti verksins var gallaður þegar B og H hurfu frá verkinu. Var máli S og fleiri gegn B, H og S hf. því vísað frá héraðsdómi.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Greta Baldursdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir.
Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 10. maí 2012 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl 2012, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefjast þau kærumálskostnaðar.
Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur um annað en málskostnað, en rétt þykir að hver aðili beri sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað.
Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl 2012.
Mál þetta var upphaflega dómtekið 1. mars sl. en var endurupptekið fyrr í dag og dómtekið að nýju í sama þinghaldi. Málið er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Steingrími Einarssyni, Sigríði J. Sigurjónsdóttur, Sigurjóni Kr. Sigurjónssyni, Svanlaugu Guðnadóttur, Kristjáni G. Jóhannssyni, Ingu St. Ólafsdóttur, Víði Ólafssyni og Erlu Jónsdóttur, öllum til heimilis að Hafnarstræti 19, Ísafirði, og Urtusteini ehf., Hafnargötu 62, Keflavík, með stefnu birtri 9. febrúar 2011 og áritaðri um birtingu 11. sama mánaðar, á hendur Björgmundi Erni Guðmundssyni, Helgubraut 25, Kópavogi, Hreini Jónssyni, Rauðalæk 30, Reykjavík, og Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Kringlunni 5, Reykjavík.
Dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi:
1. Stefnendur, Steingrímur Einarsson og Sigríður J. Sigurjónsdóttir, gera kröfu um að stefndu, Björgmundur Örn Guðmundsson og Hreinn Jónsson, verði in solidum gert að greiða þeim 1.640.830 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þingfestingardegi málsins til greiðsludags.
2. Stefnendur, Sigurjón Kr. Sigurjónsson og Svanlaug Guðnadóttir, gera kröfu um að stefndu, Björgmundur Örn Guðmundsson og Hreinn Jónsson, verði in solidum gert að greiða þeim 1.651.348 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þingfestingardegi til greiðsludags.
3. Stefnendur, Kristján G. Jóhannsson og Inga St. Ólafsdóttir, gera kröfu um að stefndu, Björgmundur Örn Guðmundsson og Hreinn Jónsson, verði in solidum gert að greiða þeim 1.616.638 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þingfestingardegi til greiðsludags.
4. Stefnendur, Víðir Ólafsson og Erla Jónsdóttir, gera kröfu um að stefndu, Björgmundur Örn Guðmundsson og Hreinn Jónsson, verði in solidum gert að greiða þeim 1.667.125 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þingfestingardegi til greiðsludags.
5. Stefnandi, Urtusteinn ehf., gerir kröfu um að stefndu, Björgmundur Örn Guðmundsson og Hreinn Jónsson, verði in solidum gert að greiða honum 3.942.200 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þingfestingardegi til greiðsludags.
Þá krefst stefnandi, Urtusteinn ehf., viðurkenningar á greiðsluskyldu stefnda, Sjóvár-Almennra trygginga hf. gagnvart sér, á grundvelli starfsábyrgðartryggingar Björgmundar Arnar Guðmundssonar, vegna skaðabótaskyldu hans sem byggingarstjóra, og að greiðsluskylda félagsins nemi 1.700.777 krónum með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þingfestingardegi málsins til greiðsludags.
Þá er gerð krafa um að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnendum málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins.
Stefndu, Björgmundur Örn Guðmundsson og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda og málskostnaðar að mati réttarins.
Stefndi, Hreinn Jónsson, krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnenda og að stefnendum verði gert að greiða honum málskostnað að skaðlausu auk virðisaukaskatts, samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða mati dómsins. Stefndi krefst þess til vara að dómkröfur stefnenda verði lækkaðar verulega og að málskostnaður falli niður.
I.
Málavextir eru þeir að stefnendur máls þessa gerðu á tímabilinu 1. desember 2005 til 14. mars 2006 kaupsamninga við Ágúst og Flosa ehf. um kaup stefnenda á ákveðnum eignarhlutum í fasteigninni að Hafnarstræti 19 á Ísafirði. Samkvæmt fyrrgreindum kaupsamningum átti að afhenda stefnendum eignarhluta fasteignarinnar í samræmi við sérstaka skilalýsingu, sem fylgdi hverjum kaupsamningi, þar sem kveðið var á um hvert ástand hvers eignarhluta skyldi vera við afhendingu til stefnenda. Í kaupsamningunum var jafnframt kveðið á um það að kaupverðið skyldi greitt mánaðarlega samkvæmt mati seljanda og óháðs úttektaraðila á verkstöðu byggingarinnar hverju sinni. Á grundvelli þess ákvæðis í kaupsamningunum var Árni Traustason hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. á Ísafirði fenginn til að taka að sér starf hins óháða úttektaraðila til að leggja mat á verkstöðu verksins á verktímanum sem síðan varð grundvöllur að greiðslum stefnenda til Ágústs og Flosa ehf. á byggingartímanum.
Þáverandi eigandi og forsvarsmaður Ágústs og Flosa ehf. var stefndi, Björgmundur Örn Guðmundsson, og var hann jafnframt byggingarstjóri byggingarinnar að Hafnarstræti 19, Ísafirði. Með yfirlýsingum til byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsettum 17. nóvember 2005, staðfesti stefndi, Björgmundur Örn, að hann fullnægði kröfum sem húsasmíðameistari og byggingarstjóri byggingarinnar og staðfesti jafnframt ábyrgð sína sem byggingarstjóri, sbr. 3. mgr. 44. gr. sömu laga. Stefndi, Björgmundur Örn, tilkynnti byggingarfulltrúa í nóvember 2005 um skráningu þeirra löggiltu iðnmeistara, þ.e. húsasmíðameistara, múrarameistara, pípulagningameistara, blikksmíðameistara, rafvirkjameistara og málarameistara, sem ráðnir höfðu verið til að standa fyrir verkum í sínu fagi við bygginguna, sbr. 51. og 52. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, og staðfestu þeir ábyrgð sína með áritun til byggingaryfirvalda. Staðfesting stefnda, Hreins Jónssonar, er dagsett 23. nóvember 2005. Stefndi, Björgmundur Örn, var sem byggingarstjóri við framkvæmdina tryggður starfsábyrgðartryggingu, sbr. 3. mgr. 51. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, hjá stefnda, Sjóvá-Almennum tryggingum hf.
Ágúst og Flosi ehf. hóf byggingarframkvæmdir við fasteignina í árslok 2005 og voru sökklar hússins steyptir seinni hluta desembermánaðar sama ár og í byrjun janúar 2006. Veggir neðri hæðar voru steyptir á tímabilinu mars til maí 2006 og veggir efri hæðar í júlí 2006. Fokheldisvottorð fyrir bygginguna var gefið út í september 2006. Samkvæmt kaupsamningum stefnenda við Ágúst og Flosa ehf. átti að afhenda þeim eignina 1. ágúst 2006 en fljótlega á árinu 2006 varð ljóst að það stæðist ekki þar sem framkvæmdir við bygginguna gengu mjög hægt, m.a. sökum margvíslegra erfiðleika í rekstri Ágústs og Flosa ehf.
Stefnendur kveðast hafa gert athugasemdir við ýmislegt í framkvæmd verksins og vinnubrögð, sem viðhöfð voru af hálfu byggingaraðila, en ekki hafi verið tekið tillit til sjónarmiða þeirra nema að mjög litlu leyti. Stefndu, Björgmundur Örn og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., kveða hins vegar aldrei hafa verið gerðar athugasemdir við gæði verksins á framkvæmdatíma og þeir hafi því verið með öllu grunlausir um að smiðir og iðnlærðir múrarar hefðu ekki staðið með faglega réttum hætti að verkinu.
Bú Ágústs og Flosa ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta 5. janúar 2007 og lýstu stefnendur kröfum í búið.
Við uppkvaðningu gjaldþrotaúrskurðarins átti Ágúst og Flosi ehf. eftir að framkvæma umtalsvert við bygginguna svo náð yrði þeirri verkstöðu sem átti að vera á eigninni við afhendingu hennar til stefnenda, einkum til þeirra sem fest höfðu kaup á íbúðum á efri hæð. Skiptastjóri þrotabúsins fékk Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. (VST) til að framkvæma mat á verkstöðu hússins og áætluðum kostnaði við að ljúka verkinu. Var það niðurstaða VST að búið væri að framkvæma á bilinu 7078% af verkstöðu samkvæmt skilalýsingu íbúðanna, mismunandi eftir íbúðum. Kostnaður við að ljúka verkinu var umtalsvert hærri en sem nam ógreiddum eftirstöðvum kaupverðs af hálfu stefnenda. Þegar þetta lá fyrir ákvað skiptastjóri þrotabúsins að afhenda stefnendum eignina til umráða svo það yrði þá alfarið í verkahring þeirra að ljúka framkvæmdum við bygginguna.
Er því lýst í stefnu, að þegar eigendur íbúða á efri hæð hússins hafi tekið við fasteigninni, hafi blasað við þeim að ýmsu hafi verið ábótavant og að margvíslegir ágallar á byggingunni hafi fljótlega komið í ljós. Þá hafi jafnframt legið fyrir að nauðsynlegt væri að fá nýjan byggingarstjóra að verkinu. Í ljósi framkominna galla og byggingastjóraskiptanna hafi stefnendur ákveðið að láta framkvæma heildarúttekt á fasteigninni og hafi Gísli Gunnlaugsson, tæknifræðingur hjá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf., verið fenginn til verksins. Formleg úttekt af hálfu stefnda, Björgmundar Arnar, hafi hins vegar ekki farið fram. Úttektarfundur hafi verið haldinn 24. janúar 2007 og hafi auk stefnenda verið boðaðir til fundarins stefndi, Björgmundur Örn byggingarstjóri, og fulltrúi stefnda, Sjóvár-Almennra trygginga hf., byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar og Magnús Jónsson, húsasmíðameistari hjá Spýtunni hf., sem hafði samþykkt að taka við sem byggingarstjóri byggingarinnar.
Í úttekt Gísla Gunnlaugssonar frá 26. febrúar 2007 hafi verið gerð grein fyrir verkstöðu byggingarinnar við gjaldþrot Ágústs og Flosa ehf. og því sem ólokið var við byggingu hússins. Þá hafi einnig verið gerð ítarleg grein fyrir þeim göllum, sem Gísli hafi talið að væru á byggingunni og hafi stærstu liðirnir í því sambandi m.a. verið gallar á múrklæðningu utanhúss, lagnir í loftum bílageymslna, gólfílögn á 2. hæð, of lítil lofthæð á 2. hæð, skakkir veggir og leki á svölum.
Lögmaður stefnenda sendi bréf til stefnda, Sjóvár-Almennra trygginga hf., hinn 22. júlí 2007 þar sem félaginu var gerð grein fyrir niðurstöðum úttektarinnar. Var m.a. vikið að því að umfangsmestu gallarnir á fasteigninni sneru að múrklæðningu hússins. Óskað var eftir afstöðu tryggingafélagsins til bótaskyldu á grundvelli þeirrar ábyrgðartryggingar sem stefndi, Björgmundur Örn, hefði sem byggingarstjóri fasteignarinnar hjá félaginu. Stefndi, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., svaraði bréfinu hinn 1. ágúst 2007 og taldi félagið að hluti þeirra verkþátta, sem taldir væru gallaðir, gætu verið bótaskyldir af hálfu félagsins en taldi líklegt að öðrum liðum yrði hafnað, þ.á m. vegna meintra galla á múrklæðningu. Lögmaður stefnenda skrifaði félaginu að nýju hinn 13. ágúst 2007 vegna málsins og var þar m.a. vísað til þess að í ljósi þess hvernig staðið var að múrklæðningu hússins, sem hefði verið unnin við algjörlega óforsvaranlegar aðstæður um hávetur við afar slæm veðurskilyrði og óviðunandi aðbúnað, yrði ekki horft framhjá því að ábyrgðin á slíku verklagi væri alfarið á ábyrgð byggingarstjórans. Einnig var vísað til þess að ljóst væri að byggingarstjórinn hefði vanrækt eftirlits- og umsjónarskyldu sína þar sem hann hefði lítið sem ekkert sést á byggingarstað þegar unnið var að múrhúðun hússins. Þá væri einnig óljóst hvort og þá með hvaða hætti múrarameistari hússins hefði komið að því verki.
Í samræmi við tillögu frá stefnda, Sjóvá-Almennum tryggingum hf., í bréfi þeirra frá 1. ágúst 2007 var ákveðið að fá Gísla Gunnlaugsson hjá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. til að leggja mat á þá kostnaðarliði í úttekt Gísla sem stefndi, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., taldi að gætu mögulega verið bótaskyldir af þeirra hálfu. Gísli vann kostnaðarmatið í apríl 2008.
Í júlí 2008 náðist samkomulag milli þeirra stefnenda, sem eiga íbúðir á efri hæð fasteignarinnar, og stefnda, Sjóvár-Almennra trygginga hf., um bætur úr starfsábyrgðartryggingu byggingarstjórans varðandi þá galla, sem voru á íbúðunum innan húss, í samræmi við kostnaðarmat Gísla Gunnlaugssonar. Náðist jafnframt samkomulag um að undanskilinn væri að öllu leyti sá ágreiningur aðila, sem stefnendur töldu vera á múrklæðningu hússins, og þá hvort þeir væru einnig bótaskyldir úr tryggingunni en ljóst var að nauðsynlegt væri að fram færi mat dómkvadds matsmanns á klæðningunni áður en endanleg afstaða yrði tekin af hálfu stefnda, Sjóvár-Almennra trygginga hf., til bótaskyldu hvað það varðaði.
Í stefnu er því lýst, að á árinu 2007 hafi komið í ljós að múrhúðun hússins var í slæmu ástandi og hafi fagmenn talið líklegt að það þyrfti að múra húsið að nýju. Að mati stefnenda hafi verkið verið unnið með óforsvaranlegum hætti við afar slæmar aðstæður. Reistir hafi verið vinnupallar við húsið, sem klæddir hafi verið með segli, og reynt að nýta hitablásara með misjöfnum árangri til að halda hita á því svæði sem unnið var við hverju sinni. Hafi þetta verklag verið viðhaft, þrátt fyrir að seljandi múrefnisins hefði ekki mælt með því að verkið væri unnið við slíkar aðstæður. Hafi verið talið að lágmarkshiti þyrfti að vera 5°C þegar unnið væri með þessi múrefni. Aðstæður á verktímanum hafi verið slæmar sökum veðurs og þess, hversu illa var staðið að framkvæmdinni. Þá hafi jafnframt verið óljóst hvort fagmenn hefðu komið að verkinu, t.d. hvort byggingarstjóri eða múrarameistari hússins eða aðrir, sem hefðu nægilega verkþekkingu til verksins, hefðu komið að því eða haft eftirlit með því. Sú ákvörðun að framkvæma verkið á þessum tíma og við þessar aðstæður hafi verið alfarið á ábyrgð múrarameistara og byggingarstjóra hússins, þrátt fyrir að óljóst hafi verið, að hve miklu leyti þeir hefðu verið á staðnum þegar verkið var unnið.
Hinn 9. desember 2008 var Maríus Þ. Jónasson byggingartæknifræðingur dómkvaddur til að framkvæma umbeðið mat á múrklæðningu utanhúss á Hafnarstræti 19. Matsgerð er dagsett 17. mars 2009 og eru helstu niðurstöður hennar þær að múrklæðning hússins sé haldin verulegum ágöllum, sem ekki verði lagfærðir nema með heildarendurnýjun. Matsmaður taldi að ekki hafi verið vanhöld á því að byggingarstjóri rækti umsjónarskyldu sína samkvæmt byggingarreglugerð varðandi öflun uppáskrifta iðnmeistara vegna framkvæmdarinnar. Hins vegar virtist byggingarstjóri ekki hafa rækt skyldu sína varðandi eftirlit með framkvæmdinni né varðandi það. Matsmaður áætlaði heildarkostnað vegna nauðsynlegrar endurnýjunar til að færa húsið í það horf, sem vænta hefði mátt af nýju húsi, að fjárhæð 12.070.021 krónu, að meðtöldum virðisaukaskatti. Er sundurliðun kostnaðarmats eftirfarandi:
|
Verkþáttur |
eining |
magn |
ein.verð |
alls |
vinna |
efni |
vsk vinnu |
vsk efni |
Almennt Uppsetning og rekstur aðstöðu
|
aUndirb. frkv. öflunaðf., véla- leiga o.fl. |
heild |
1,0 |
150.000 |
150.000 |
105.000 |
45.000 |
20.663 |
8.855 |
|
b Verkpallar, stigar o.fl. |
heild |
1,0 |
2.200.000 |
2.200.000 |
1.430.000 |
770.000 |
281.406 |
151.526 |
|
d Efnisfl. og annar akstur |
heild |
1,0 |
55.000 |
55.000 |
0 |
55.000 |
0 |
10.823 |
|
e Hirðing og förgun bygg.- sorps |
heild |
1 |
80.000 |
80.000 |
32.000 |
48.000 |
6.297 |
9.446 |
|
Samtals |
|
|
|
2.485.000 |
1.567.000 |
918.000 |
308.000 |
180.651 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Rif og hreinsun - Rif núv. múrkerfis
|
a Hreinsun múrhúðar og einangrunar af veggjum |
m² |
355 |
3.650 |
1.295.750 |
1.295.750 |
0 |
254.987 |
0 |
|
b Flutn. og förgun |
heild |
1,0 |
300.000 |
300.000 |
270.000 |
30.000 |
53.133 |
5.904 |
|
c Tímav., ófyrirséðir verkþættir og stjórnun verks |
klst. |
35,0 |
4.350 |
152.250 |
152.250 |
0 |
29.961 |
0 |
|
Samtals |
|
|
|
1.748.000 |
1.718.000 |
30.000 |
338.080 |
5.904 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Einangrun útveggja og múrhúðun Suðausturhlið
|
a Steyptir veggir með ein. og múrkerfi |
m² |
66,8 |
19.728 |
1.317.830 |
737.985 |
579.845 |
145.226 |
114.106 |
|
b Kantar við glugga |
m |
39,0 |
2.455 |
95.745 |
78.511 |
17.234 |
15.450 |
3.391 |
|
c Kantar við dyr |
m |
9,6 |
2.670 |
25.632 |
20.506 |
5.126 |
4.035 |
1.009 |
Norðvesturhlið
|
a Steyptir veggir með ein. og múrkerfi |
m² |
69,4 |
19.728 |
1.369.123 |
766.709 |
602.414 |
150.878 |
118.547 |
|
b Kantar við glugga |
m |
36,0 |
2.455 |
88.380 |
72.472 |
15.908 |
14.261 |
3.131 |
|
c Kantar við dyr |
m |
4,8 |
2.670 |
12.816 |
10.253 |
2.563 |
2.018 |
504 |
Norðausturhlið
|
a Steyptir veggir með ein. og múrkerfi |
m² |
127,6 |
19.728 |
2.517.293 |
1.409.684 |
1.107.609 |
277.408 |
217.963 |
|
b Kantar við glugga |
m |
135,0 |
2.455 |
331.425 |
271.769 |
59.657 |
53.481 |
11.740 |
|
c Kantar við dyr |
m |
0,0 |
2.670 |
0 |
0 |
0 |
0 |
0 |
Suðvesturhlið
|
a Steyptir veggir með ein. og múrkerfi |
m² |
91,3 |
19.728 |
1.801.166 |
1.008.653 |
792.513 |
198.490 |
155.956 |
|
b Kantar við glugga |
m |
50,0 |
2.455 |
122.750 |
100.655 |
22.095 |
19.808 |
4.348 |
|
c Kantar við dyr |
m |
58,0 |
2.670 |
154.860 |
123.888 |
30.972 |
24.380 |
6.095 |
|
Samtals |
|
|
|
7.837.021 |
4.601.084 |
3.235.937 |
905.434 |
636.791 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Heildar-kostnaður |
|
|
|
12.070.021 |
7.886.084 |
4.183.937 |
1.551.880 |
823.345 |
Með bréfi lögmanns stefnenda, dagsettu 26. mars 2009, til stefnda, Sjóvár-Almennra trygginga hf., var niðurstaða matsgerðarinnar kynnt og gerð krafa um greiðslu kostnaðar við lagfæringar á múrklæðningunni á grundvelli hennar. Var krafan grundvölluð á þeirri starfsábyrgðartryggingu sem stefndi, Björgmundur Örn, hafði hjá stefnda, Sjóvá-Almennum tryggingum hf., sem byggingarstjóri.
Stefndi, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., hafnaði með bréfi, dagsettu 11. maí 2009, frekari greiðslu úr starfsábyrgðartryggingu byggingarstjórans og vísaði í því sambandi fyrst og fremst til þess að hámarksbætur úr tryggingunni hefðu þegar verið greiddar út til hluta stefnenda með þeirri greiðslu sem félagið hefði innt af hendi á árinu 2008. Var vísað til greinar 3.1. í skilmálum starfsábyrgðartryggingar byggingarstjóra, þar sem fram kemur að ábyrgð félagsins vegna hvers einstaks tjónsatviks takmarkist við 5.000.000 króna. Greiðsla félagsins á árinu 2008 hefði verið hærri en sem nam uppreiknaðri vátryggingarfjárhæð og því var greiðsluskyldu hafnað þar sem litið var svo á að um eitt tjónsatvik væri að ræða.
Undir rekstri málsins öfluðu stefndu, Björgmundur Örn og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., yfirmats um það, hvort múrklæðning hússins að Hafnarstræti 19 væri gölluð og ef svo væri, hverjar væru orsakir þess, auk þess sem óskað var mats á því hvort unnt væri að gera við meinta galla og þá eftir atvikum, hvort nauðsynlegt væri að endurnýja múrkerfið. Loks var óskað eftir kostnaðarmati vegna úrbóta. Yfirmatsgerð Auðuns Elísonar, byggingafræðings og húsasmíðameistara, og Tryggva Jakobssonar, byggingafræðings og múrarameistara, dagsett 19. október 2011, liggur frammi. Segir þar, að sú einangrun, sem notuð var, hafi ekki verið í samræmi við fylgigögn, þ.e. leiðbeiningarblað Brunamálastofnunar nr. 135.7 BR1 og bréf frá Brunamálastofnun til Múrbúðarinnar 6. janúar 2009. Hafi einangrunin átt að vera í flokki E og vera óbrennanleg eða hægbrennanleg. Er það því mat yfirmatsmanna að umrædd plasteinangrun hafi ekki uppfyllt kröfur um brunavarnir. Þá segir að frágangur múrklæðningar við glugga og hurðir sé ekki faglega unninn og umtalsverðar skekkjur séu í láréttum línum yfir gluggum, bæði á hæð og lengd. Einnig sé greinileg skekkja í lárétta línu við glugga á efri hæð hússins, bæði á norðurhlið og á báðum göflum hússins. Frágangur múrhúðar inn að gluggum og hurðum og frágangur við vatnsbretti sé hvorki í samræmi við góðan og vandaðan frágang né leiðbeiningar framleiðanda múrkerfis. Jafnframt sé frágangur við glugga ekki unninn í samræmi við teikningar hönnuðar. Segir að kuldi frá steyptum fleti (skyggni) hafi skemmt múrhúð í upphafi. Er það síðan mat yfirmatsmanna að merkja megi áferðarmun á yfirborði múrhúðar þegar horft sé á það úr nokkurra metra fjarlægt en engu að síður sé um að ræða óveruleg lýti á henni. Loks er tekið fram að hvorki hafi verið lokið við frágang múrhúðar á suðurhlið hússins né frágang við glugga og hurðir og nokkuð hafi verið um að fletir hafi verið skemmdir. Einnig séu skemmdir á yfirborði múrhúðar eftir vatnsleka frá þaki.
Sem svar við spurningu yfirmatsbeiðanda um það, hver sé orsök meintra galla, kemur fram að skipta þurfi út múrklæðningunni þar sem einangrunin sé ekki í flokki E og þar með ekki óbrennanleg eða hægbrennanleg. Þá sé ekki hægt að greina af myndum að einangrun hafi verið slitin í sundur á hæðarskilum eins og skylt sé að gera samkvæmt leiðbeiningarblaði Brunamálastofnunar nr. 135.7 BR1. Einungis sé um það að ræða hins vegar að frost hafi valdið skemmdum á múrhúð við skyggni yfir inngöngum á suðurhlið hússins. Orsök þessara skemmda og ójafnan frágang við úthorn, m.a. við glugga og hurðir, megi rekja til vinnubragða og þekkingarleysis þeirra, sem unnu við múrkerfið. Í yfirmatsgerð er að finna kostnaðarmat við að endurgera múrkerfið í heild sinni og er það eftirfarandi:
Efni-vélar
|
Lýsing |
akstur |
Vinna |
Samtals |
|
Uppsetning, rekstur vinnusvæðis, varnir og akstur |
340.000 |
470.000 |
810.000 |
|
Verkpallar-uppsetning-leiga-niðurtekt |
400.000 |
227.000 |
627.000 |
|
Fjarlægja múrefni og einangrun af yfirborði útveggja-förgun |
362.000 |
1.278.000 |
1.640.000 |
|
Einangrun útveggja með treg- brennanlegri plasteinangrun í flokki E |
1.180.700 |
1.102.500 |
2.283.200 |
|
Frágangur einangrunar á hæðarskilum |
134.900 |
126.000 |
260.000 |
|
Frágangur múrkerfis-undirmúr-net- kantar-yfirmúr |
3.158.600 |
3.290.000 |
6.448.600 |
|
Vatnsbretti undir gluggum og hurðum |
332.500 |
475.000 |
807.500 |
|
Samtals |
5.908.700 |
6.968.500 |
12.877.200 |
|
|
|
|
|
II.
Stefnendur byggja kröfur sínar á því, að staðfest hafi verið með matsgerð Maríusar Þ. Jónassonar, að veigamiklir gallar séu á múrklæðningu fasteignarinnar að Hafnarstræti 19 á Ísafirði. Komi fram í matsgerðinni að bæði sé um að ræða tæknilega og útlitslega galla á múrkerfinu. Þá telji matsmaður að meginástæður galla megi rekja til þess að múrklæðningin hafi verið sett á húsið við slæmar veðurfarslegar aðstæður í desember 2006 en samkvæmt gögnum frá framleiðanda múrefnisins sé óráðlegt að vinna með efnið í hitastigi undir 5°C og sé lögð á það áhersla að múra ekki með efninu ef líkur séu á frosti á næstu 24 tímum eftir að það er sett á. Þá telji matsmaður að galla á múrklæðningunni megi auk þess rekja til óvandaðra vinnubragða og skorts á fagmennsku við verkið.
Telja stefnendur það engum vafa undirorpið að múrklæðningin sé haldin miklum göllum í skilningi III. kafla laga nr. 40/2002, um fasteignakaup, en þau lög gildi um kaupin, sbr. ákvæði í framlögðum kaupsamningum. Stefnendur hafi lýst kröfum vegna fyrrgreindra galla í þrotabú Ágústs og Flosa ehf. en skiptum á þrotabúinu sé nú lokið, án þess að nokkuð hafi fengist upp í lýstar kröfur stefnenda.
Stefnendur byggja á því að stefndi, Björgmundur Örn, beri bótaábyrgð á fyrrgreindum göllum á múrklæðningunni á grundvelli 51. gr. laga nr. 73/1997. Samkvæmt 2. mgr. lagagreinarinnar sé byggingarstjóri framkvæmdastjóri byggingarframkvæmdanna og beri m.a. ábyrgð á því að byggt sé í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir. Sé hér verið að vísa til þeirra fyrirmæla, almennra og sérstakra, sem lög og reglugerðir setja um byggingarframkvæmdir, þ.á m. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 en í 118. gr. hennar komi m.a fram að tryggt skuli að allar framkvæmdir séu unnar tæknilega og faglega með fullnægjandi hætti. Þá séu lagðar sérstakar skyldur á byggingarstjóra varðandi þá iðnmeistara, sem komi að framkvæmdunum. Samkvæmt 3. mgr. 51. gr. skuli hann ráða iðnmeistara í upphafi verksins með samþykki eiganda eða samþykkja ráðningu þeirra og gildi það sama um uppsögn iðnmeistara. Beri viðkomandi iðnmeistari ábyrgð á því gagnvart byggingarstjóra og eiganda byggingaframkvæmdanna að þeir verkþættir, sem hann tekur að sér að hafa umsjón með, séu unnir í samræmi við viðurkennda verkhætti, samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir og að uppfylltum ýtrustu kröfum um faglega framkvæmd, efnisval, o.s.frv. Samkvæmt framansögðu verði að telja að þær skyldur séu lagðar á byggingarstjóra, að hann hafi yfirumsjón og eftirlit með þeim byggingar-framkvæmdum, sem hann stýri, þ.á m. að þeir iðnmeistarar, sem að verkinu komi fyrir hans atbeina, sinni skyldum sínum og að framkvæmdin öll sé með tæknilega og faglega fullnægjandi hætti. Vanræki byggingarstjóri þessar skyldur sínar, sé hann skaðabótaskyldur gagnvart eiganda viðkomandi mannvirkis vegna þess tjóns sem af vanrækslu hans hafi hlotist.
Stefndi, Björgmundur Örn, hafi sem byggingarstjóri, ekki staðið með fullnægjandi hætti skil á framkvæmdum við múrklæðningu hússins í samræmi við verklýsingu eða almennar reglur og venjur um skil á framkvæmdum sem þessum. Framkvæmdin hafi verið algjörlega ófullnægjandi bæði tæknilega og faglega. Staðfest hafi verið með matsgerð að margvíslegir og umfangsmiklir gallar séu á múrklæðningunni. Hafi verkið m.a. verið unnið af ófaglærðum mönnum við óforsvarandi aðstæður og ekki í samræmi þau fyrirmæli sem fyrir lágu varðandi notkun múrefnanna. Ljóst sé að stefndi, Björgmundur Örn, hafi sem byggingarstjóri byggingarinnar vanrækt umsjónar- og eftirlitsskyldu sína þar sem framkvæmd þess verks, sem sneri að múrklæðningunni, hafi verið með öllu óforsvaranleg. Verði þannig að virða honum það til vanrækslu að hafa látið slík vinnubrögð viðgangast. Þá liggi fyrir samkvæmt matsgerð að stefndi, Björgmundur Örn, var ekki að staðaldri á verkstaðnum og hafi hann því augljóslega ekki getað sinnt daglegu eftirliti við framkvæmdina. Ekkert liggi fyrir um að hann hafi fengið annan bæran aðila til að sinna því eftirliti fyrir sína hönd og sé staðfest að múrarameistari byggingarinnar, stefndi Hreinn Jónsson, kom aldrei á verkstaðinn á verktíma.
Samkvæmt framansögðu beri stefndi, Björgmundur Örn, skaðabótaábyrgð vegna þess tjóns, sem sannanlega hafi hlotist af saknæmri vanrækslu hans á lögbundnum skyldum sínum á grundvelli 51. gr. laga nr. 73/1997 og 32. gr. reglugerðar nr. 441/1997. Vísa stefnendur um bótaábyrgð stefnda, Björgmundar Arnar, jafnframt til almennu skaðabótareglunnar.
Stefnendur byggja skaðabótakröfu sína á hendur stefnda, Hreini Jónssyni, fyrst og fremst á ákvæðum 1. mgr. 52. gr. laga nr. 73/1997 og ákvæðum 37. og 39. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998. Fyrir liggi að stefndi, Hreinn, tók að sér að vera múrarameistari við byggingu umræddrar fasteignar en í því hafi falist m.a. ábyrgð hans gagnvart byggingarstjóra hússins og stefnendum, sem eigendum byggingarframkvæmdanna, á því að þeir verkþættir, sem hann tæki að sér að hafa umsjón með, væru unnir í samræmi við viðurkennda verkþætti, samþykkta uppdrætti og lög og reglugerðir, sbr. 1. mgr. 52. gr. laga nr. 73/1997. Samkvæmt 39. gr. reglugerðar nr. 441/1998 sé múrhúðun meðal þeirra verkþátta sem múrameistari beri ábyrgð á. Framlögð gögn málsins staðfesti með óyggjandi hætti að öll framkvæmd við múrklæðningu hússins utan húss í desember 2006 hafi verið ófullnægjandi. Sem múrarameistari hússins hafi stefndi, Hreinn, borið ábyrgð á þeirri framkvæmd þó svo að staðfest hafi verið að hann hafi ekki komið á verkstað þegar unnið við múrklæðninguna. Þá verði ekki annað séð en að með því að vera ekki á staðnum þegar múrklæðningin var sett á húsið, hafi hann vanrækt skyldur sínar sem múrarameistari hússins.
Krafa um viðurkenningu á greiðsluskyldu stefnda, Sjóvár-Almennra trygginga hf., gagnvart stefnendum grundvallist á þeirri starfsábyrgðartryggingu, sem stefndi, Björgmundur Örn, hafi haft hjá félaginu sem byggingarstjóri í samræmi við ákvæði 3. mgr. 51. gr. laga nr. 73/1997. Samkvæmt fyrrgreindu ákvæði skuli byggingarstjóri hafa fullnægjandi ábyrgðartryggingu vegna starfa sinna sem gildi í a.m.k. fimm ár frá lokum þeirra framkvæmda sem hann stýrði. Stefnendur telji að fullnægjandi sönnun hafi verið færð fyrir skaðabótaábyrgð stefnda, Björgmundar Arnar, á því tjóni sem stefnendur hafi sannanlega orðið fyrir vegna þeirra miklu ágalla sem séu á múrklæðningu hússins. Stefndi, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., hafi hins vegar hafnað bótaskyldu á þeim grunni að félagið hafi nú þegar greitt hámarksvátryggingarfjárhæð úr tryggingunni og vísi til þeirrar greiðslu sem félagið hafi innt af hendi á árinu 2008 til hluta stefnenda, þ.e. þeirra sem eigi íbúðir á efri hæð fasteignarinnar. Engin greiðsla hafi hins vegar átt sér stað til eigenda neðri hæðar. Svo virðist sem stefndi, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., hafni bótaskyldu eingöngu á þessum grundvelli.
Ljóst sé að stefndi, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., hafi ekki staðið rétt að greiðslum til stefnenda, því einn stefnenda, Urtusteinn ehf., hafi ekkert fengið greitt úr tryggingunni, þrátt fyrir að stefnda, Sjóvá-Almennum tryggingum hf., hafi verið kunnugt um tjónið á múrklæðningunni þegar þeir greiddu hluta stefnenda bætur á árinu 2008. Óeðlilegt sé að hluti stefnenda geti tæmt trygginguna með þeim hætti að sá, sem fyrstur setur fram kröfu um bætur, fái sitt tjón bætt en aðrir ekki. Slíkt geti ekki staðist og allra síst þar sem stefnda, Sjóvá-Almennum tryggingum hf., hafi verið kunnugt um framkomnar kröfur eigenda eignarinnar um greiðslu úr ábyrgðartryggingu byggingarstjórans, áður en greiðsla var innt af hendi til hluta húseigenda. Þannig kunni stefndi, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., að hafa greitt hluta stefnenda umfram skyldu.
Um sundurliðun dómkrafna vísa stefnendur til áætlaðs heildarkostnaðar við endurnýjun á múrklæðningu samkvæmt undirmatsgerð, sem nemi 12.070.021 krónu að meðtöldum virðisaukaskatti. Ljóst sé að stefnendur muni fá endurgreiddan virðisaukaskatt af vinnu á verkstað í samræmi við ákvæði laga nr. 50/1988 en þar sé um að ræða 1.551.880 krónur, sem komi til frádráttar kröfunni, svo eftir standi 10.518.141 króna, sem sé heildarfjárhæð dómkrafna stefnenda á hendur stefndu, Björgmundi Erni og Hreini. Stefnufjárhæðin skiptist síðan milli stefnenda í samræmi við eignarhluta þeirra í húsnæðinu. Þannig eigi Steingrímur og Sigríður 15,6% í eigninni, Sigurjón og Svanlaug 15,70%, Kristján og Inga 15,37%, Víðir og Erla 15,85% og Urtusteinn ehf. 37,48%.
Samkvæmt 2. mgr. 33. gr. reglugerðar nr. 441/1998 skuli lágmark ábyrgðartryggingar byggingarstjóra vera 5.000.000 króna vegna hvers einstaks tjónsatviks. Heildarfjárhæð tryggingarbóta innan hvers tólf mánaða tímabils skal vera að lágmarki 15.000.000 króna. Þessar fjárhæðir breytist 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu. Vátryggingaskilmálar stefnda, Sjóvár-Almennra trygginga hf., séu í samræmi við fyrrgreind ákvæði. Hinn 1. janúar 2007 hafi lágmarksfjárhæð tryggingarinnar vegna hvers tjónsatviks, 7.728.460 krónur (5.000.000 króna x 355,2 (vísitala jan. 2007) / 229,8 (grunnvísitala)).
Stefnendur telja galla, sem falla undir starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra, vera:
- Gallar á fasteigninni að Hafnarstræti 19 á Ísafirði,
sem samþykktir hafi verið af stefnda,
Sjóvá-Almennum tryggingum hf.
Greitt af félaginu í júlí 2008 kr. 7.395.496
- Gallar á múrklæðningu hússins skv. matsgerð
Maríusar Þ. Jónssonar kr. 10.518.141
Samtals kr. 17.913.637
Stefnendur kveða hlutfall galla á múrklæðningu af heildargöllum hússins reiknað sem hlutfall af lágmarksfjárhæð ábyrgðartryggingar byggingarstjóra vera með eftirfarandi hætti:
10.518.141/17.913.637 krónur = 58,7158% af heild
7.728.460 krónur x 58,7158% = 4.537.827 krónur
Krafa eins stefnenda, Urtusteins ehf., um hlutdeild í vátryggingarbótum vegna galla á fasteigninni miðað við eignaprósentu félagsins í allri fasteigninni nemi 1.700.777 krónum (4.537.827 x 37,48%).
Um aðild sína vísa stefnendur til 1. mgr. 19. gr. laga nr. 19/1991 þar sem sé að finna heimild til að sækja málið í félagi þar sem dómkröfur þeirra eigi rót sína að rekja til sama atviksins. Stefnendur séu allir þinglýstir eigendur fasteignarinnar að Hafnarstræti 19 á Ísafirði og snúi tjónið að ytra byrði hússins sem sé í sameign allra, sbr. 1. mgr. 6. gr. og 1. tl. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 26/1994. Sundatangi ehf., sem upphaflega hafi staðið að kaupum á eignarhlutum nr. 0101 og 0102 í eigninni, hafi verið sameinað Urtusteini ehf. og hafi það félag tekið við öllum réttindum og skyldum Sundatanga ehf. Varðandi aðild stefnda, Sjóvár-Almennra trygginga hf., er vísað til bótaskyldu félagsins á grundvelli lögboðinnar starfsábyrgðartryggingar byggingarstjóra, svo og til 44. og 45. gr. laga um vátryggingasamninga nr. 30/2004. Stefnendur krefjast dráttarvaxta frá þingfestingardegi málsins í samræmi við ákvæði 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 og styðja dráttarvaxtakröfu sína að öðru leyti við ákvæði laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, einkum III. og IV. kafla laganna.
Þá vísa stefnendur til ákvæða skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, einkum 51. og 52. gr. laganna. Þá er vísað til ákvæða laga nr. 40/2002, um fasteignakaup, og til 2. mgr. 8. gr. iðnaðarlaga nr. 42/1978. Þá er einnig vísað til byggingareglugerðar nr. 441/1998. Jafnframt er vísað til meginreglna skaðabótaréttarins um bótaábyrgð, sönnunarbyrði og sönnunarfærslu.
Krafa um málskostnað er byggð á XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, einkum 129. og 130. gr. laganna. Um varnarþing vísast til 1. mgr. 32, 1. mgr. 33. gr. og 1. mgr. 42. gr. sömu laga. Í vátryggingarskilmálum stefnda, Sjóvár-Almennra trygginga hf., komi fram að mál, sem rísa kunni vegna starfsábyrgðartryggingar byggingarstjóra, skuli rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
III.
Sýknukröfur stefndu, Björgmundar Arnar Guðmundssonar og Sjóvár-Almennra trygginga hf., er í fyrsta lagi byggð á því, að byggingarstjóri geti ekki borið ábyrgð á faglegri vinnu við múrverk. Byggingarstjóri, sem sé húsasmíðameistari, hafi enga sérþekkingu á múrverki sem geri honum kleift að fylgjast við múrvinnu með fullnægjandi hætti. Það hafi verið á hendi viðkomandi múrarameistara og/eða eftirlitsaðila stefnenda að fylgjast með að múrvinna væri faglega rétt af hendi leyst. Múrarameistari geti ekki að gildandi lögum firrt sig ábyrgð með því að mæta ekki á staðinn. Hafi eitthvað farið úrskeiðis við framkvæmd múrvinnu, sé ekki við byggingarstjóra að sakast, enda séu þau faglegu mistök á ábyrgð viðkomandi múrarameistara, múrara sem unnu verkið og verktaka við framkvæmdina, Ágústs og Flosa ehf.
Sé gerð krafa um það að byggingarstjóri beri hér ábyrgð, felist í því krafa um hlutlæga ábyrgð sem sé ekki í samræmi við þá dóma sem hingað til hafi fallið um ábyrgð byggingarstjóra á faglegri vinnu. Dómarnir hafi allir byggt á því að byggingarstjóra hafi orðið á saknæm mistök við byggingarstjórn en slíku sé ekki til að dreifa hér. Um sé að ræða fagleg mistök við múrklæðingu, þ.e.a.s ef um galla er að ræða, og jafnframt sé ljóst að viðkomandi byggingarstjóri hafi enga sérþekkingu á múrverki sem geri honum kleyft að fylgjast með gæði múrvinnu.
Núgildandi lög um mannvirki nr. 160/2010 taki það sérstaklega fram að byggingarstjóri beri ekki ábyrgð á faglegri vinnu, sbr. 7. mgr. 29. grein laganna. Ákvæði þetta hafi verið sett í lög til að taka af allan vafa um ábyrgð byggingarstjóra á faglegri vinnu sem meistarar bera ábyrgð á.
Fyrirliggjandi undirmatsgerð sé mótmælt sem vilhallri og ómarktækri hvað varðar meinta galla á múrverki. Fyrir það fyrsta virðist boðun stefnda, Björgmundar Arnar, ekki í samræmi við lög. Í öðru lagi komi fram í matsgerðinni að viðkomandi matsmaður gerði ekki reka að því að kanna, hverjir hefðu unnið múrverkið og hafi þó verið hæg heimatökin. Það eina, sem matsmaðurinn hafi gert, var að fá staðfest að viðkomandi múrarameistari hefði ekki komið á verkstað sem staðfesti þó hrein og klár brot á faglegum skyldum viðkomandi múrarameistara. Í ljósi þeirrar vitneskju hefði verið brýn ástæða til að kanna hvaða múrarar unnu verkið og ræða við þá og fá fram sjónarmið þeirra. Í þriðja lagi komi það fram í matsgerðinni að viðkomandi matsmaður hafi ekki rætt við stefnda, Björgmund Örn, en full ástæða hefði verið til þess, þar sem fram hafi komið á matsfundi að viðkomandi byggingarstjóri hefði lítið verið á verkstað þegar múrvinna fór fram. Í fjórða lagi sé umfjöllun í matsgerðinni um ábyrgð viðkomandi byggingarstjóra ekki í samræmi við matsbeiðni en viðkomandi matsmaður fari langt út fyrir verksvið sitt í þeirri umfjöllun. Öll þessi atriði valdi því að matsgerðin sé ómarktæk sem sönnunargagn.
Stefndu byggja sýknukröfu sína í öðru lagi á því, að kröfum vegna galla á múrklæðningu hafi ekki verið lýst í þrotabú stefnda, Björgmundar Arnar, og sé krafa um bætur vegna galla á múrklæðningu því fallin niður, sbr. 118. grein laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti.
Stefndi, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., hafni því alfarið að um geti verið að ræða greiðsluskyldu umfram 6.888.600 krónur og/eða 7.395.496 krónur. Um sé að ræða eitt byggingarleyfi og eina framkvæmd og taki ábyrgð félagins eingöngu til verksins í heild. Þekkst hafi, að samið hafi verið um hærri vátryggingarfjárhæðir fyrir einstök verk, enda geti byggingarfulltrúi krafist hærri vátryggingarfjárhæða en svo hafi ekki verið í þessu tilviki. Þegar um sé að ræða ábyrgð byggingarstjóra, sé litið svo á að ábyrgð hans sé bundin tilteknu verki og að ábyrgðartímabil sé í fimm ár frá lokum lokaúttektar. Í máli þessu hafi félagið litið svo á að tjónsdagur væri 19. september 2006 og miðað vísitöluútreikning á vátryggingarfjárhæð við það. Meintir gallar á múrklæðningu hafi verið staðreyndir við úttekt hinn 24. janúar 2007 og megi í samræmi við það halda því fram að tjónsdagur sé þá í síðasta lagi 24. janúar 2007.
Ábyrgð byggingarstjóra sé að mörgu leyti eðlislík framleiðsluábyrgð á vöru þar sem gölluð vara geti ratað víða og valdið margs konar tjóni í framleiðslu á annarri vöru en ábyrgð vátryggjanda sé bundin ákveðinni vátryggingarfjárhæð.
Hvað varðar þær viðbárur stefnenda, að ekki hafi verið staðið rétt að greiðslu hámarksfjárhæðar, sé bent á þá staðreynd að fulltrúi allra stefnenda hafi móttekið greiðsluna og ráðstafað henni án samráðs við stefnda, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Hafi fulltrúi stefnenda ráðstafað greiðslunni til greiðslu tiltekinna galla, og þá án þess að taka tillit til meintra galla á múrklæðningu, sé það ekki á ábyrgð stefnda, Sjóvár-Almennra trygginga hf. Fulltrúa stefnenda hafi verið fullkunnugt um þá afstöðu stefnda að um væri að ræða hámarksábyrgð og hafi honum því borið að ráðstafa greiðslunni í samræmi við hagsmuni allra stefnenda og á þann veg að réttindi allra væru tryggð.
Vísað er til þágildandi skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, einkum 51. greinar, til byggingarreglugerðar nr. 441/1998, til laga nr. 160/2010, um mannvirki, og þá einkum 29. greinar laganna, til almennra reglna kröfuréttar og almennra reglna skaðabótaréttar, bæði innan og utan samninga. Vísað er til laga um gjaldþrot nr. 21/1991. Auk þess er vísað til eldri byggingarlaga nr. 54/1978 og byggingarreglugerðar nr. 192/1979.
IV.
Stefndi, Hreinn Jónsson, byggir aðalkröfu sína um sýknu í fyrsta lagi á því, að stefnendur hafi glatað öllum mögulegum kröfum sínum á hendur honum vegna meintra galla fyrir tómlæti. Fyrir liggi að stefnendur beindu fyrst kröfu að stefnda vegna hinna meintu galla með birtingu stefnu í febrúar 2011, þrátt fyrir að þeim hafi verið þeir ljósir í janúar 2007. Stefndi telur að hafi þau ætlað að hafa uppi kröfu á hendur honum vegna þessa, hefðu þau orðið að tilkynna honum það án ástæðulauss dráttar. Það hafi þau ekki gert, þrátt fyrir að hafa haft uppi kröfur gegn öðrum aðilum sem þau telja ábyrga. Verði að teljast ljóst að þar sem svo langur tími leið frá því þau urðu vör við hina meintu galla og þar til þau settu fram kröfur á hendur stefnda, að þau hafi fyrirgert mögulegum bótarétti sínum gagnvart honum fyrir tómlæti.
Í öðru lagi er sýknukrafan byggð á því að stefndi hafi ekki annast vinnu við múrklæðninguna á húsinu, sem meintir gallar varði, og að sú vinna hafi heldur ekki verið unnin undir verkstjórn hans. Sé ljóst að vinna að þessu leyti hafi alfarið verið undir stjórn stefnda, Björgmundar Arnar, sem hafi ekki haft samráð við stefnda vegna þess, eins og samið hafði verið um, og ekki látið hann vita af meintum göllum. Þá hafi byggingarstjórinn ráðið múrarameistara og verkamenn til verksins. Stefnendur leggi það m.a. til grundvallar í matsbeiðni sinni, dagsettri 12. nóvember 2008, að það hafi verið ákvörðun stefnda, Björgmundar Arnar, að framkvæma verkið á þeim tíma sem það var unnið og að sú ákvörðun hafi verið alfarið á ábyrgð hans. Þá haldi þeir því sama fram í bréfi til stefnda, Sjóvár-Almennra trygginga hf., í ágúst 2007. Það hafi fyrst verið í stefnu sem stefnendur breyttu um skoðun að þessu leyti, svo skráð sé, og tiltaki þá stefnda, sem múrarameistara verksins, einnig sem ábyrgðaraðila, þrátt fyrir að vita að hann hafi í engu komið nálægt verkinu.
Stefndi telji að í skyldum byggingarstjóra, samkvæmt 3. mgr. 51. gr. þágildandi skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og byggingarreglugerð nr. 441/1998, felist að hafa yfirumsjón og eftirlit með þeim byggingarframkvæmdum sem hann stýri, þ.á m. að þeir iðnmeistarar, sem komi að verkinu fyrir hans atbeina, sinni skyldum sínum og að framkvæmdin öll sé unnin með fullnægjandi hætti, bæði tæknilega og faglega. Stefndi bendir á að þessi túlkun sé ítrekuð í dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands. Stefndi, Björgmundur Örn, byggingarstjóri verksins, hafi ekki sinnt þessum skyldum sínum sem skyldi og þar að auki hafi hann ekki virt samkomulag þeirra stefnda um ráðningu fagmanna til verksins. Stefndi, Björgmundur Örn, hafi aldrei haft samráð við stefnda um vinnu verksins, hvorki áður né eftir að meintir gallar komu fram. Þá hafi byggingarstjórinn hvorki fengið faglegar ráðleggingar varðandi framkvæmd verksins eða mögulegar úrbætur eftir að aðfinnslur vegna meintra galla voru bornar fram frá honum, né látið hann vita með öðrum hætti að verkinu væri mögulega ábótavant. Stefndi hafi heldur ekki verið boðaður í úttektir á verkinu, hvorki af hálfu stefnda, Björgmundar Arnar, eftirlitsaðila verksins né byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar. Hafi stefndi því aldrei getað gripið inn í framkvæmd verksins og athugað með úrbætur. Stefndi telji að þegar af þeirri ástæðu sé ljóst að ábyrgð hans sem múrarameistara vegna verksins komi ekki til skoðunar, enda sé ekki um að ræða hlutlæga ábyrgð iðnmeistara samkvæmt lögum nr. 73/1997.
Í þriðja lagi er á því byggt að slíkir annmarkar séu á fyrirliggjandi matsgerð dómkvadds undirmatsmanns að hún veiti ekki fullnægjandi sönnun um ætlaða ábyrgð stefnda og bótarétt stefnenda. Í matsgerðinni leggi matsmaður fullyrðingar stefnenda um að verkið hafi verið unnið við slæm veðurskilyrði til grundvallar, án þess að kanna þær nánar og afla gagna þeim til sönnunar. Stefnendur hafi enn fremur ekki lagt fram gögn þessu til stuðnings. Matsmaður haldi því einnig fram að ekki hafi verið beitt fullnægjandi aðferð við að ná upp tilskildum hita þegar verkið var unnið. Hann taki þó fram að mögulegt sé að gera það með fullnægjandi hætti. Stefndi telji, eins og matsmaður, ljóst að unnt sé að nota hitablásara og vinna undir segli við vinnu sem þessa svo fullnægjandi sé, líkt og gert var við hið umdeilda verk. Sú aðferð vinni á móti frosti sé það til staðar. Stefndi kveðst einnig telja að gerð múrkerfisins sé ekki jafn viðkvæm fyrir frosti og byggt sé á í matsgerðinni, þar sem það sé ekki úr akrýlefni. Matsmaður hafi hins vegar hvorki kannað það sjálfstætt né aflað sér upplýsinga með öðrum hætti um það, hvernig staðið var að verkinu og leggi lýsingar í matsbeiðni stefnenda því eingöngu til grundvallar. Þrátt fyrir að vita að stefndi hafi ekki komið að verkinu, hafi matsmaður ekki kannað hverjir unnu verkið og/eða hvernig þeir gerðu það. Þá bendir stefndi á að matsmaður hafi engar aðrar leiðir kannað til að bæta úr meintum göllum en þá að endurnýja múrkerfið í heild.
Fram komi í 5. mgr. 61. gr. og 1. mgr. 63. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála að matsmanni beri að semja rökstudda matsgerð. Segi enn fremur í 2. mgr. 62. gr. sömu laga að matsmanni sé rétt að afla sér gagna til afnota við matið. Þá segi í 4. mgr. sama ákvæðis að matsmaður framkvæmi starf sitt þótt aðilar mæti ekki þegar metið sé, nema upplýsingar vanti sem þeir hefðu mátt veita. Stefndi telji ljóst með vísan til þessa að verulegur annmarki sé á fyrirliggjandi matsgerð dómkvadds matsmanns, enda hafi hann ekki aflað sér nauðsynlegra gagna og/eða upplýsinga til þess að honum væri unnt að semja rökstudda matsgerð eins og honum er skylt samkvæmt lögum. Sé því ekki hægt að leggja matsgerðina til grundvallar niðurstöðu í málinu um meinta galla og ábyrgð á þeim.
Stefndi kveðst hafna því sérstaklega að sakarregla skaðabótaréttar eigi við varðandi þátt hans í málinu. Hvorki hafi verið lögð fram gögn um saknæma háttsemi af hans hálfu né sýnt fram á það með öðrum hætti að hann hafi valdið stefnendum tjóni. Óumdeilt sé að stefndi hafi í engu komið að verkinu sjálfu og framkvæmd þess. Þá hafi ekki verið haft samráð við stefnda, hann boðaður til úttekta né heldur látinn vita af meintum göllum. Stefndi bendi á í því sambandi að meginregla skaðabótaréttar sé sú að menn verði ekki bótaskyldir vegna athafnaleysis nema hvílt hafi á þeim sérstök skylda til athafna, t.d. samkvæmt lögum eða samningi, sem ekki hafi verið í þessu tilviki.
Varakröfu sína byggir stefndi m.a. á því að múrhúðun hafi ekki verið lokið þegar fengnir voru nýir verktakar og byggingarstjóri til verksins. Stefndi telur að hann geti ekki borið ábyrgð á verkinu eftir það tímamark, er það var komið úr höndum stefnda, Björgmundar Arnar, sem byggingarstjóra og félags hans, Ágústs og Flosa ehf., þ.e. í janúar 2007. Stefndi hafi þá einnig sagt sig frá verkinu og tilkynnt það bæði til byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar og til stefnda, Björgmundar Arnar. Af 3. mgr. 52. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 megi ráða að iðnmeistari geti sagt sig frá verki en þá sé það hlutverk byggingarstjóra að sjá um að nýr iðnmeistari sé ráðinn til starfa án tafar. Stefndi geti ekki borið hallann af því að það hafi stefndi, Björgmundur Örn, ekki gert. Enn fremur megi ráða af 1. mgr. 36. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 að hætti byggingarstjóri verks, skuli nýr byggingarstjóri annað hvort endurráða fyrri iðnmeistara eða ráða nýja iðnmeistara til verksins. Stefndi telji því að fyrri iðnmeistarar geti ekki borið ábyrgð eftir að byggingarstjóraskipti hafa farið fram, nema þeir hafi verið endurráðnir, og það hafi ekki verið svo í hans tilviki.
Á þeim tíma þegar stefndi hafi sagt sig frá verkinu, hafi átt eftir að múra inn að gluggum og hurðum á norðvesturgafli, suðvesturhlið og að hluta á norðausturhlið hússins. Einnig hafi vantað múrhúðun á veggi, sem skildu að svalir íbúða, og þá hafi átt eftir að ganga frá neðri brún múrhúðunar niðri við jörðu, sbr. framlagðar myndir af verkinu frá 11. janúar 2007. Undirmatsmaður komist m.a. að þeirri niðurstöðu í matsgerð sinni að meintir gallar séu víða vegna óvandaðs frágangs við glugga og hurðir og ekki samkvæmt viðteknum venjum við múrhúðun húsa. Kantar hafi verið illa réttir af við múrverkið og séu línur víða bylgjóttar. Í undirmatsgerð sé ekki tilgreind frekar staðsetning meintra galla vegna þessa með öðrum hætti en að þeir séu „víða“. Stefndi telji því að hann geti ekki borið ábyrgð á meintum göllum er varða múrun við glugga og hurðir. Lækka verði kröfur á hendur honum vegna þessa, enda geti framkvæmd, sem unnin sé eftir að hann sagði sig frá verkinu og stefndi, Björgmundur Örn, hætti sem byggingarstjóri, aldrei talist á ábyrgð hans. Samkvæmt fyrirliggjandi matsgerð sé beinn kostnaður vegna lagfæringa á köntum við glugga og hurðir og annar óbeinn kostnaður, t.d. vegna undirbúnings, hreinsunar o.fl., þó nokkur. Stefndi telji ljóst að lækka verði kröfur á hendur honum í samræmi við þetta. Eins yrði að draga frá kostnað vegna lagfæringa á veggjum, sem skilji að svalir íbúða, og neðri brún múrhúðunar niðri við jörðu.
Stefndi bendir enn fremur á að byggt sé á því í undirmatsgerð að meintir gallar á múrverki við glugga séu m.a. vegna þess að múrað sé of nálægt gluggarömmum þótt nægjanlegt bil verði að vera frá múrnum eða kantinum við gluggann og að álramma glugganna til að hægt sé að taka þá af og skipta um glugga. Stefndi telji ljóst að það verði að fella ábyrgð vegna þessa eingöngu á byggingarstjóra verksins, enda hafi þessi verkframkvæmd ekki verið í samræmi við snið af gluggunum, samþykktar teikningar og viðteknar venjur við byggingu húsa. Byggir stefndi það á 3. mgr. 51. gr. laga nr. 37/1997 þar sem segi ótvírætt að byggingarstjóri beri ábyrgð á því að byggt sé í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir. Enn fremur verði að lækka kröfur stefnenda á hendur stefnda vegna þessa, enda hafi hann hvorki haft stjórn á verkinu líkt og stefndi, Björgmundur Örn, né verið í sömu aðstöðu til að grípa inn í verkframkvæmdir.
Þá byggir stefndi á því að samkvæmt meginreglu skaðabótaréttar beri tjónþola að takmarka tjón sitt. Í því sambandi bendir stefndi á að rökstuðningur í undirmatsgerð fyrir því að endurnýja þurfi múrkerfið í heild sé afar fátæklegur. Þótt afmarkaðir hlutar byggingarinnar séu mögulega haldnir göllum, rökstyðji matsmaður ekki nægilega þá fullyrðingu sína að öll múrklæðningin sé ónýt. Stefndi andmæli t.d. þeirri fullyrðingu að það að múrverkið sé mislitt valdi því að það sé ónýtt eða gallað líkt og matsmaður haldi fram. Af hálfu stefnda sé á því byggt að unnt sé að vinna fullnægjandi lagfæringar á byggingunni, án þess að endurnýja múrkerfið í heild. Samkvæmt upplýsingum, sem stefndi hafi aflað sér frá söluaðila múrkerfisins, Flotlögnum ehf., sé unnt með sérstakri málningu að mála múrkerfið og bæta þannig úr mögulegum annmörkum. Dæmin hafi sannað að slíkar viðgerðir hafi reynst vel. Þar sem það sé mun viðurhlutaminni aðgerð og ódýrari en það að endurnýja múrkerfið að fullu, telji stefndi að lækka beri kröfur á hendur honum vegna þessa.
Stefndi bendir einnig á, að verði fallist á dómkröfur stefnenda að öllu leyti, bæði hvað varðar hann, stefnda, Björgmund Örn, og stefnda, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., sé ljóst að stefnendur fái meint tjón sitt bætt tvívegis. Sé það í andstöðu við meginreglur skaðabótaréttar, enda sé tilgangur skaðabóta að gera tjónþola eins settan og tjón hefði ekki orðið en ekki að gera stöðu hans betri. Sé á því byggt af hálfu stefnda að ef fallist verði á kröfur stefnenda á hendur stefnda, Sjóvá-Almennum tryggingum hf., í heild eða hluta, verði að draga viðkomandi fjárhæðir frá kröfum á hendur honum.
Stefndi mótmælir einstökum kostnaðarliðum vegna viðgerða samkvæmt undirmatsgerð. Í fyrsta lagi sé kostnaði vegna verkpalla mótmælt sem of háum þar sem ekki sé nauðsynlegt að setja upp svo umfangsmikla palla eins og matsgerð geri ráð fyrir til að vinna nauðsynlegar úrbætur. Í öðru lagi sé kostnaði vegna rifa og hreinsunar mótmælt þar sem jafn umfangsmiklar aðgerðir sé ekki nauðsynlegar vegna hinna meintu galla. Í þriðja lagi sé kostnaði vegna einangrunar og endurmúrunar útveggja mótmælt sem of háum.
Loks sé upphafstíma dráttarvaxta í stefnu sérstaklega mótmælt og vísar til þess, að þar sem um sé að ræða umdeilda kröfu, geti hún aldrei borið dráttarvexti fyrr en í fyrsta lagi við uppkvaðningu dóms um hana.
Um lagarök vísar stefndi til ákvæða þágildandi skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, byggingarreglugerðar nr. 441/1998 og almennra reglna kröfu- og skaðabótaréttar. Varðandi annmarka á undirmatsgerð vísast til IX. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Varðandi kröfu um málskostnað vísast til 129. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og um virðisaukaskatt til laga nr. 50/1988.
V.
Stefnendur eru eigendur íbúða í fjöleignarhúsinu við Hafnarstræti 19 á Ísafirði og hafa höfðað mál þetta til heimtu skaðabóta in solidum úr hendi stefndu, Björgmundar Arnar Guðmundssonar sem byggingarstjóra og Hreins Jónssonar sem múrarameistara að húsinu. Þá krefst stefnandi, Urtusteinn ehf., viðurkenningar á greiðsluskyldu stefnda, Sjóvár-Almennra trygginga hf., á grundvelli starfsábyrgðartryggingar stefnda, Björgmundar Arnar, sem byggingarstjóra. Stefnendur byggja skaðabótakröfur sínar á því að veigamiklir gallar séu á múrklæðningu fasteignarinnar að Hafnarstræti 19 og vísa til fyrirliggjandi matsgerða því til sönnunar. Beri byggingarstjóri ábyrgð á þeim göllum samkvæmt ákvæðum 51. gr. þágildandi skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og 32. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Múrarameistarinn beri ábyrgð samkvæmt 1. mgr. 52. gr. laganna og ákvæðum 37. og 39. gr. reglugerðarinnar.
Stefndu, Björgmundur Örn og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., byggja sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að stefndi, Björgmundur Örn, geti ekki, sem byggingarstjóri, borið ábyrgð á faglegri vinnu við múrverk. Það hafi verið á hendi viðkomandi múrarameistara og/eða eftirlitsaðila stefnenda að fylgjast með að múrvinna væri faglega rétt af hendi leyst.
Reglur um starfsskyldur byggingarstjóra var einkum að finna í 3. mgr. 51. gr. þágildandi skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og 32. gr. byggingarreglugerðar. Hafa þessi ákvæði verið skýrð í ýmsum dómum Hæstaréttar Íslands og samkvæmt þeim hvíldi ekki aðeins skylda á byggingarstjóra að sjá til þess að byggt væri í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir, heldur einnig skylda til að hafa yfirumsjón og eftirlit með byggingarframkvæmdum, sem hann stýrði, þar á meðal að iðnmeistarar, sem að verkinu kæmu, fyrir hans atbeina, sinntu skyldum sínum og að framkvæmdin væri tæknilega og faglega fullnægjandi. Verður því að telja að stefndi, Björgmundur Örn, beri sem byggingarstjóri skaðabótaábyrgð á því tjóni, sem hlytist af göllum á faglegri vinnu við múrverk.
Stefndu, Björgmundur Örn og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., byggja sýknukröfu sína í öðru lagi á því, með vísan til 118. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl, að skaðabótakrafa stefnenda vegna galla á múrklæðningu sé fallin niður þar sem henni hafi ekki verið lýst í þrotabú stefnda, Björgmundar Arnar. Ekki verður á þetta fallist, enda er í framangreindu lagaákvæði einungis tiltekið hvernig kröfu reiði af við ákvörðun um úthlutun krafna úr viðkomandi þrotabúi ef henni er ekki lýst í búið en fjallar ekki um gildi hennar að öðru leyti.
Stefndi, Hreinn, byggir sýknukröfu sína á því að stefnendur hafi glatað mögulegum kröfum sínum á hendur honum vegna meintra galla fyrir tómlæti en stefnendur hafi fyrst beint kröfu að honum vegna þessa með birtingu stefnu í febrúar 2011, þrátt fyrir að þeim hafi verið þeir ljósir í janúar 2007. Af gögnum málsins er ljóst að hinn 12. nóvember 2008 óskuðu stefnendur dómkvaðningar matsmanns til að skoða og meta ástand múrklæðningar á húseigninni auk annarra atriða. Óumdeilt er að stefndi, Hreinn, var boðaður til dómkvaðningarinnar en sótti ekki þing. Gaf hann þá skýringu á því fyrir dóminum, að hann hefði ekki verið upplýstur um að hann þyrfti að mæta auk þess sem hann hefði talið að stefndu, Björgmundur Örn og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., myndu mæta. Telja verður að stefnda, Hreini, hafi mátt vera ljóst þegar hann fékk boðun til þinghalds vegna beiðni stefnenda um dómkvaðningu matsmanns vegna fasteignarinnar, að stefnendur teldu einhverju ábótavant við ástand múrklæðningar hússins og aðkomu hans að því verki. Matsgerð dómkvadds matsmanns er dagsett 17. mars 2009 en stefna þessa máls var birt fyrir stefnda, Hreini, 13. febrúar 2011. Að framangreindu virtu verður ekki fallist á það með stefnda, Hreini, að stefnendur hafi sýnt af sér slíkt tómlæti að kröfur þeirra á hendur honum séu fallnar niður vegna þess.
Þá byggir stefndi, Hreinn, á því að hann hafi ekki annast vinnu við múrklæðningu hússins og að ekkert samráð hafi verið haft við hann vegna þess, eins og samið hefði verið um, heldur beri stefndi, Björgmundur Örn, alla ábyrgð vegna meintra galla. Hér verður að líta til þess að samkvæmt 1. mgr. 52. gr. þágildandi skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 bar iðnmeistari ábyrgð gagnvart byggingarstjóra og eiganda byggingarframkvæmda á að þeir verkþættir, sem hann tók að sér að hafa umsjón með, væru unnir í samræmi við viðurkennda verkhætti, samþykkta uppdrætti og lög og reglugerðir. Er síðan í 39. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 kveðið á um að múrarameistari, sem staðfest hefur ábyrgð sína á verki, beri m.a. ábyrgð á múrhúðun og frágangi á einangrun undir múrvinnu. Að þessu virtu verður að fallast á það með stefnendum að stefndi, Hreinn, beri skaðabótaábyrgð á tjóni af völdum galla á faglegri vinnu við múrverkið.
Allir stefndu byggja sýknukröfur sínar á því slíkir annmarkar séu á undirmatsgerð að á henni verði ekki byggt, auk þess sem henni hafi verið hnekkt með matsgerð dómkvaddra yfirmatsmanna. Hins vegar mótmæla stefndu þeirri niðurstöðu yfirmatsmanna að óheimilt hafi verið að nota umrædda plasteinangrun. Ljóst sé að yfirmatsmenn hafi miðað niðurstöðu sína að því leyti við gögn og leiðbeiningar sem komu til eftir að umrædd múrvinna fór fram og verði því ekki á þeim byggt við mat á því, hvort heimilt hafi verið að nota slíka einangrun umrætt sinn.
Í framlagðri undirmatsgerð, dagsettri 17. mars 2009, komst Maríus Þ. Jónasson byggingatæknifræðingur og húsasmíðameistari, að þeirri niðurstöðu að múrklæðning hússins væri haldin verulegum ágöllum, sem ekki yrðu lagfærðir nema með heildarendurnýjun. Matsmaður áætlaði heildarkostnað vegna nauðsynlegrar endurnýjunar til að færa húsið í það horf, sem vænta hefði mátt af nýju húsi, að fjárhæð 12.070.021 krónu, að meðtöldum virðisaukaskatti. Taldi matsmaðurinn meginástæðu gallanna vera þá, að unnið hefði verið við múrklæðninguna við óhagstæð veðurskilyrði.
Samkvæmt framlagðri yfirmatsgerð er það niðurstaða yfirmatsmannanna, Auðuns Elísonar byggingafræðings og húsasmíðameistara og Tryggva Jakobssonar byggingafræðings og múrarameistara, að áferðarmunur sé ekki merkjanlegur á yfirborði múrhúðar þegar horft sé á hann úr nokkurri fjarlægð en hins vegar sé hann greinilegur þegar komið sé nær. Allt að einu teljist þetta einungis vera óveruleg lýti á múrhúðinni og sé múrinn á hliðum hússins að meginstefnu til í lagi. Megingallarnir felist í því að frágangur við glugga og hurðir sé ekki faglega unninn og þá séu frostskemmdir fyrir ofan skyggni hússins. Niðurstöðu undirmatsins um að orsakir galla hafi verið þær, að unnið hafi verið við múrhúðina við óhagsstæð veðurskilyrði er hnekkt með yfirmatsgerðinni en þar segir að múrhúð sé ekki skemmd vegna frosts nema við skyggni á suðurhlið hússins. Telja yfirmatsmenn að orsök gallanna sé að rekja til vinnubragða og þekkingarleysis þeirra, sem unnu við múrkerfið.
Yfirmatsmenn byggja niðurstöðu sína um að fjarlægja þurfi alla múrhúð af húsinu á því að ekki hafi verið heimilt að nota þá plasteinangrun sem sett var undir múr hússins samkvæmt leiðbeiningum Brunamálastofnunar nr. 135.7 BR1 frá 1996, 148.1.BR2 frá 11.2007 og bréfi Brunamálastofnunar til Múrbúðarinnar, dagsettu 6. janúar 2009. Í framangreindum leiðbeiningum segir að í húsum, sem eru tveggja hæða og hærri, beri að nota óbrennanlega einangrun en einnig er heimilt að nota brennanlega einangrun sé hún klædd af með klæðningu í flokki 1 og sé án holrúms og slitin sundur á hæðaskilum með B30 byggingarhluta (t.d. 300 mm steinull, a.m.k. 30 kg/m3). Um múrklæðningu á steyptan vegg segir að heimilt er að nota plasteinangrun og múrhúð mest 8 hæðir sé einangrun slitin á hæðaskilum sbr. að ofan. Af grein 135.10b í byggingarreglugerð nr. 441/1998 verður jafnframt ráðið að brennanleg plasteinangrun, eins og sú sem notast var við, er leyfileg ef hún er sett á undirlag úr steinsteypu og yfir hana kemur klæðning í flokki 1. Ekkert er komið fram um það í málinu að múrhúðin uppfylli ekki skilyrði klæðningar í þeim flokki. Áðurgreint bréf Brunamálastofnunar til Múrbúðarinnar sem og leiðbeiningarblað 148.1.BR2 eru dagsett eftir að umrædd múrvinna fór fram og verður því ekki talið að efni þess verði lagt til grundvallar við mat á því, hvernig standa hafi átt að vinnu umrætt sinn. Að öllu framangreindu virtu verður því ekki talið að óheimilt hafi verið að notast við þá tegund einangrunar sem gert var umrætt sinn og er það mat hinna sérfróður meðdómsmanna að því sé af þeim orsökum ekki nauðsynlegt að fjarlægja alla múrhúð og einangrun af húsinu.
Yfirlit kostnaðarmats undirmatsgerðar og yfirmatsgerðar hafa verið rakin í málavaxtalýsingu dómsins hér að framan. Ekki er þar sundurgreint sérstaklega hver kostnaður er við það, sem telst til ágalla á múrhúð hússins samkvæmt framangreindu. Verður ekki ráðið af þeim útreikningum hvert er umfang þess kostnaðar sem leggja þarf í til að bæta úr göllum samkvæmt framangreindu, þ.e. að því er varðar múrun inn að gluggum og hurðum, frostskemmdir við skyggni og við að slíta einangrun í sundur á hæðaskilum. Þá er ekki fullljóst af framlögðum gögnum að hve miklu leyti enn átti eftir að múra inn að gluggum og hurðum né hversu stór hluti þess verks var gallaður þegar stefndu, Björgmundur Örn og Hreinn, hurfu frá verkinu í byrjun árs 2007. Er tekið fram að það hafi verið víða, án nánari útlistunar. Að öllu framangreindu virtu er það mat dómsins að vísa verði málinu frá dómi af sjálfsdáðum þegar af þessum ástæðum. Kemur því hvorki til þess að fjallað verði að öðru leyti um varakröfu stefnda, Hreins, og málsástæður að baki henni, né kröfur á hendur Sjóvá-Almennum tryggingum hf.
Eftir þessari niðurstöðu og með vísan til 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, verða stefnendur dæmdir til að greiða stefndu málskostnað eins og nánar greinir í úrskurðarorði.
Úrskurð þennan kveða upp Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari sem dómsformaður ásamt meðdómsmönnunum Ásmundi Ingvarssyni verkfræðingi og Jóni Ágústi Péturssyni byggingatæknifræðingi.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð :
Máli þessu er vísað frá dómi af sjálfsdáðum.
Stefnendur, Steingrímur Einarsson, Sigríður J. Sigurjónsdóttir, Sigurjón Kr. Sigurjónsson, Svanlaug Guðnadóttir, Kristján G. Jóhannsson, Inga St. Ólafsdóttir, Víðir Ólafsson og Erla Jónsdóttir og Urtusteinn ehf., greiði stefnda, Björgmundi Erni Guðmundssyni, 425.000 krónur í málskostnað, að meðtöldum virðisaukaskatti, stefnda, Sjóvá-Almennum tryggingum hf., 425.000 krónur í málskostnað, að meðtöldum virðisaukaskatti, og stefnda, Hreini Jónssyni, 550.000 krónur í málskostnað að meðtöldum virðisaukaskatti.