Hæstiréttur íslands

Mál nr. 287/1999


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhaldsvist


Föstudaginn 23

Föstudaginn 23. júlí 1999.

Nr. 287/1999.

Lögreglustjórinn í Reykjavík

(Kolbrún Sævarsdóttir fulltrúi)

gegn

X

(Brynjar Níelsson hrl.)

Kærumál. Gæsluvarðhaldsvist.

Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta einangrun var staðfestur með vísan til b. liðar 1. mgr. 108. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. júlí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. júlí 1999, þar sem staðfest var ákvörðun sóknaraðila um að varnaraðili sæti einangrun í gæsluvarðhaldi meðan rannsóknarhagsmunir krefjast þess. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, auk kærumálskostnaðar.

Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar.

Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem einnig var kveðinn upp 20. júlí sl., var varnaraðila gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 22. september nk. Sá úrskurður var ekki kærður til Hæstaréttar. 

Með vísan til b. liðar 1. mgr. 108. gr. laga nr. 19/1991 verður á það fallist, að rannsóknarnauðsyn réttlæti, að svo stöddu, að varnaraðili sæti einangrun í gæsluvarðhaldi. Verður hinn kærði úrskurður staðfestur.

Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur, sbr. 3. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991 sbr. 38. gr. laga nr. 36/1999.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. júlí 1999.

Með vísan til þess sem fram er komið er ljóst að kærða var í sambandi við aðila erlendis, sem ekki hafa verið yfirheyrðir vegna málsins og kærða hefur gefið nákvæm deili á. Það má fallast á að það gæti skaðað rannsóknarhagsmuni, verði kærða í þeirri aðstöðu að geta haft samband við þess aðila áður en næst til þeirra af lögregluyfirvöldum. Verður því fallist á ákvörðun lögreglunnar í Reykjavík um fyrirhugað fyrirkomulag á gæsluvarðhaldi kærðu.

                Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurð þennan.

Úrskurðarorð :

Fallist er á að kærðu verði gert að sæta einangrunarvist í gæsluvarðhaldi, meðan rannsóknarhagsmunir krefjast þess.