Hæstiréttur íslands

Mál nr. 157/2012


Lykilorð

  • Niðurfelling máls
  • Málskostnaður


                                     

Fimmtudaginn 20. september 2012.

Nr. 157/2012.

Gísli Þorvaldsson

Jóhann Gíslason og

Sæmundur Gíslason

(Marteinn Másson hrl.)

gegn

Íslandsbanka hf.

(Jón Auðunn Jónsson hrl.)

Niðurfelling máls. Málskostnaður.

Mál G, J og S gegn Í var fellt niður fyrir Hæstarétti eftir samkomulagi aðila. Að kröfu Í, voru G, J og S dæmdir til greiðslu málskostnaðar fyrir Hæstarétti.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Ólafur Börkur Þorvaldsson og Benedikt Bogason settur hæstaréttardómari.

Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 9. mars 2012. Með bréfi til réttarins 13. september sama ár tilkynntu aðilar málsins að þeir hefðu komið sér saman um að óska eftir niðurfellingu þess fyrir Hæstarétti. Þá kom fram að af hálfu áfrýjenda væri þess krafist að málið yrði fellt niður án kostnaðar en að stefndi ítrekaði kröfu sína um málskostnað fyrir Hæstarétti.

Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður málið fellt niður fyrir Hæstarétti.

Samkvæmt 2. mgr. 130. gr. og 2. mgr. 132. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 verða áfrýjendur dæmdir til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti svo sem í dómsorði segir.

Dómsorð:

Mál þetta er fellt niður.

Áfrýjendur, Gísli Þorvaldsson, Jóhann Gíslason og Sæmundur Gíslason, greiði óskipt stefnda, Íslandsbanka hf., 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.