Hæstiréttur íslands
Mál nr. 376/2007
Lykilorð
- Niðurfelling máls
- Málskostnaður
- Gjafsókn
|
|
Fimmtudaginn 7. febrúar 2008. |
|
Nr. 376/2007. |
M(Valgeir Kristinsson hrl.) gegn K (Dögg Pálsdóttir hrl.) |
Niðurfelling máls. Málskostnaður. Gjafsókn.
Mál M gegn K var fellt niður að ósk M. K krafðist greiðslu málskostnaðar fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar hennar. Í samræmi við 2. mgr. 130. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 var M gert að greiða málskostnað í ríkissjóð. Gjafsóknarkostnaður K fyrir réttinum greiddist úr ríkissjóði.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 13. júlí 2007. Með tilkynningu 10. janúar 2008 óskaði hann eftir því að málið yrði fellt niður þar sem því hefði verið áfrýjað að liðnum áfrýjunarfresti. Óskaði hann eftir að málskostnaður fyrir Hæstarétti yrði felldur niður. Með bréfi 21. janúar 2008 tilkynnti stefnda að hún krefðist málskostnaðar fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar hennar.
Með vísan c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er málið fellt niður fyrir Hæstarétti.
Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 130. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 verður áfrýjanda gert að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.
Gjafsóknarkostnaður stefndu fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði eins og nánar greinir í dómsorði.
Dómsorð:
Mál þetta er fellt niður.
Áfrýjandi, M, greiði í ríkissjóð málskostnað fyrir Hæstarétti 200.000 krónur.
Allur gjafsóknarkostnaður stefndu, K, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 200.000 krónur.