Hæstiréttur íslands
Mál nr. 415/2002
Lykilorð
- Virðisaukaskattur
- Tekjuskattur
- Bókhald
- Skilorð
|
|
Fimmtudaginn 16. janúar 2003. |
|
Nr. 415/2002. |
Ákæruvaldið(Sigríður Jósefsdóttir saksóknari) gegn Birgi Engilbertssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.) |
Virðisaukaskattur. Tekjuskattur. Bókhald. Skilorð.
B var ákærður fyrir brot gegnum lögum um virðisaukaskatt, lögum um tekjuskatt og eignarskatt, lögum um tekjustofna sveitarfélaga, lögum um bókhald og almennum hegningarlögum. B gekkst við brotunum. Var hann dæmdur til að sæta fangelsi í sex mánuði, sem var skilorðsbundið í tvö ár, og til að greiða 16.900.000 krónur í sekt til ríkissjóðs.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.
Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 26. ágúst 2002 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess nú að héraðsdómur verði staðfestur.
Ákærði krefst þess að refsing hans samkvæmt héraðsdómi verði milduð og skilorðsbundin.
Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.
Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og nánar greinir í dómsorði.
Dómsorð:
Héraðsdómur skal vera óraskaður.
Ákærði, Birgir Engilbertsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 75.000 krónur.
Dómur Héraðsdóms Suðurlands 5. júlí 2002.
Mál þetta er höfðað með ákæru Ríkislögreglustjóra, dags. 15. febrúar 2002, á hendur Birgi Engilbertssyni, kt. 300165-4869, Langholti 1 b, Árnessýslu
“I. Fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt.
Með því að ákærði lét undir höfuð leggjast að standa skil á virðisaukaskattsskýrslum vegna sjálfstæðrar atvinnustarfsemi hans fyrir öll uppgjörstímabil virðisaukaskatts á árunum 1995 til og með 1998 að frátöldum tímabilunum janúar febrúar, maí júní og nóvember desember 1996, en vegna þeirra skilaði ákærði virðsaukaskattsskýrslum þar sem tilgreindur var of lágur útskattur, skattskyld velta og rangar fjárhæðir innskatts og með þessu komst hann hjá að standa Tollstjóranum í Reykjavík skil innheimtum virðisaukaskatti, í samræmi við það sem lög áskilja, samtals að fjárhæð kr. 4.913.630 og sundurliðast sem hér greinir:
Uppgjörstímabil: Vantalin skattskyld Vangoldinn
velta: virðisaukaskattur:
Árið 1995
Janúar - febrúar kr. 1.149.209 kr. 272.782
Mars - apríl kr. 171.797 kr. 37.947
Maí - júní kr. 283.083 kr. 64.528
Júlí - ágúst kr. 627.286 kr. 144.332
September - október kr. 1.047.257 kr. 247.337
Nóvember - desember kr. 497.557 kr. 117.090
kr. 3.776.189 kr. 884.016
Árið 1996
Janúar - febrúar kr. 182.293 kr. 41.012
Mars - apríl kr. 1.428.752 kr. 344.977
Maí - júní kr. 1.006.000 kr. 267.013
Júlí - ágúst kr. 633.267 kr. 141.277
September - október kr. 785.735 kr. 177.260
Nóvember - desember kr. 52.060 kr. 30.181
kr. 4.088.107 kr. 1.001.720
Árið 1997
Janúar - febrúar kr. 189.724 kr. 41.557
Mars - apríl kr. 643.648 kr. 152.268
Maí - júní kr. 1.653.207 kr. 394.612
Júlí - ágúst kr. 1.528.967 kr. 346.417
September - október kr. 913.652 kr. 181.621
Nóvember - desember kr. 894.893 kr. 62.126
kr. 5.824.091 kr. 1.178.601
Árið 1998
Janúar - febrúar kr. 1.673.169 kr. 329.465
Mars - apríl kr. 522.088 kr. 90.951
Maí - júní kr. 3.025.908 kr. 608.214
Júlí - ágúst kr. 1.183.895 kr. 244.077
September - október kr. 2.057.041 kr. 426.539
Nóvember - desember kr. 838.227 kr. 150.047
kr. 9.300.328 kr. 1.849.293
Samtals: kr. 22.988.715 kr. 4.913.630
Telst þetta varða við 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50, 1988, um virðisaukaskatt, sbr. 3. gr. laga nr. 42, 1995 og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995 og 139. gr. laga nr. 82, 1998.
II. Fyrir brot gegn lögum um tekjuskatt og eignaskatt og lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
Með því að ákærði lét undir höfuð leggjast að telja fram til skatts tekjur af sjálfstæðri atvinnustarfsemi sinni á árunum 1995, 1996, 1997 og 1998, skila skattframtölum árin 1996, 1997, 1998 og 1999 og þar sem áætlanir skattstjórans í Reykjavík á tekjuskattsstofnum ákærða, framangreind fjögur ár, voru sem nam kr. 9.026.156 lægri en raunverulegir skattstofnar hans komst ákærði hjá greiðslu tekjuskatts og útsvars sem nam samtals kr. 4.057.097 og sundurliðast sem hér greinir:
Tekjuárið 1995
Tekjuskattsstofn samkvæmt niðurstöðu rannsóknar: kr. 3.540.972
Áætlaður tekjuskattsstofn með álagi: kr. 1.610.000
Vanframtalinn tekjuskattsstofn: kr. 1.930.972
Vangreiddur tekjuskattur, tekjuskattsprósenta 33,15 kr. 640.117
Sérstakur tekjuskattur á stofn yfir kr. 2.805.840 gjaldstig 5 % kr. 36.758
Vangreitt útsvar, útsvarsprósenta 8,40 kr. 162.201
Vangreiddur tekjuskattur og útsvar gjaldaárið 1996 samtals: kr. 839.074
Tekjuárið 1996
Tekjuskattsstofn samkvæmt niðurstöðu rannsóknar: kr. 3.533.933
Áætlaður tekjuskattsstofn með álagi: kr. 2.036.314
Vanframtalinn tekjuskattsstofn: kr. 1.497.619
Vangreiddur tekjuskattur, tekjuskattsprósenta 33,15 kr. 496.460
Sérstakur tekjuskattur á stofn yfir kr. 2.805.840 gjaldstig 5 % kr. 36.404
Vangreitt útsvar, útsvarsprósenta 8,40 kr. 125.800
Vangreiddur tekjuskattur og útsvar gjaldaárið 1997 samtals: kr. 658.664
Tekjuárið 1997
Tekjuskattsstofn samkvæmt niðurstöðu rannsóknar: kr. 4.468.089
Áætlaður tekjuskattsstofn með álagi: kr. 1.979.179
Vanframtalinn tekjuskattsstofn: kr. 2.488.910
Vangreiddur tekjuskattur, tekjuskattsprósenta 29,31 kr. 729.499
Sérstakur tekjuskattur á stofn yfir kr. 2.805.840 gjaldstig 5 % kr. 83.112
Vangreitt útsvar, útsvarsprósenta 11,19 kr. 278.509
Vangreiddur tekjuskattur og útsvar gjaldaárið 1998 samtals: kr. 1.091.120
Tekjuárið 1998
Tekjuskattsstofn samkvæmt niðurstöðu rannsóknar: kr. 7.008.655
Áætlaður tekjuskattsstofn með álagi: kr. 3.900.000
Vanframtalinn tekjuskattsstofn: kr. 3.108.655
Vangreiddur tekjuskattur, tekjuskattsprósenta 27,41 kr. 852.082
Sérstakur tekjuskattur á stofn yfir kr. 3.198.000 gjaldstig 7 % kr. 266.745
Vangreitt útsvar, útsvarsprósenta 11,24 kr. 349.412
Vangreiddur tekjuskattur og útsvar gjaldaárið 1999 samtals: kr. 1.468.239
Vangreidd opinber gjöld samtals: kr. 4.057.097
Telst þetta varða við 2. mgr. 107. gr. laga nr. 75, 1981, um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 1. gr. laga nr. 42, 1995 um breytingu á þeim lögum og 2. mgr. 22. gr. laga nr. 4, 1995, um tekjustofna sveitarfélaga og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995 um breyting á þeim lögum.
III. Fyrir bókhaldsbrot.
Með því að ákærði lét undir höfuð leggjast að halda bókhald og gera ársreikninga, í samræmi við það sem lög áskilja, vegna sjálfstæðrar atvinnustarfsemi hans á árunum 1995, 1996, 1997 og 1998.
Telst þetta varða við 1. og 5. tölulið 1. mgr. 37. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145, 1994, um bókhald, sbr. 1. gr. laga nr. 37, 1995 um breytingu á þeim lögum og 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995.
Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar fyrir framangreind brot.“
Í þinghaldi 19. júní sl. breytti fulltrúi ákæruvalds ákæruskjali og tók tillit til framlagðra gagna frá verjanda ákærða. Endanlegar fjárhæðir samkvæmt I. og II. kafla ákæruskjals eru eftirfarandi:
„ Endanlegar fjárhæðir samkvæmt I. kafla ákæru eftir breytingu.
Uppgjörstímabil: Vantalin skattskyld Vangoldinn
velta: virðisaukaskattur:
Árið 1995
Janúar - febrúar kr. 1.149.209 kr. 272.782
Mars - apríl kr. 171.797 kr. 37.947
Maí - júní kr. 283.083 kr. 64.528
Júlí - ágúst kr. 627.286 kr. 144.332
September - október kr. 1.047.257 kr. 247.337
Nóvember - desember kr. 497.557 kr. 117.090
kr. 3.776.189 kr. 884.016
Árið 1996
Janúar - febrúar kr. 182.293 kr. 41.012
Mars - apríl kr. 1.428.752 kr. 344.977
Maí - júní kr. 1.006.000 kr. 267.013
Júlí - ágúst kr. 633.267 kr. 141.277
September - október kr. 785.735 kr. 177.260
Nóvember - desember kr. 52.060 kr. 30.181
kr. 4.088.107 kr. 1.001.720
Árið 1997
Janúar - febrúar kr. 189.724 kr. 41.557
Mars - apríl kr. 643.648 kr. 152.268
Maí - júní kr. 1.653.207 kr. 394.612
Júlí - ágúst kr. 1.528.967 kr. 346.417
September - október kr. 913.652 kr. 181.621
Nóvember - desember kr. 894.893 kr. 62.126
kr. 5.824.091 kr. 1.178.601
Árið 1998
Janúar - febrúar kr. 1.673.169 kr. 329.465
Mars - apríl kr. 522.088 kr. 90.951
Maí - júní kr. 2.306.660 kr. 431.998
Júlí - ágúst kr. 1.183.895 kr. 244.077
September - október kr. 2.057.041 kr. 426.539
Nóvember - desember kr. 838.227 kr. 150.047
kr. 8.581.080 kr. 1.673.077
Samtals: kr. 22.269.467 kr. 4.737.414
II. Endanlegar fjárhæðir samkvæmt II. kafla eftir breytingu.
Tekjuárið 1995
Tekjuskattsstofn samkvæmt niðurstöðu rannsóknar: kr. 3.540.972
Áætlaður tekjuskattsstofn með álagi: kr. 1.610.000
Vanframtalinn tekjuskattsstofn: kr. 1.930.972
Vangreiddur tekjuskattur, tekjuskattsprósenta 33,15 kr. 640.117
Sérstakur tekjuskattur á stofn yfir kr. 2.805.840 gjaldstig 5 % kr. 36.758
Vangreitt útsvar, útsvarsprósenta 8,40 kr. 162.201
Vangreiddur tekjuskattur og útsvar gjaldaárið 1996 samtals: kr. 839.074
Tekjuárið 1996
Tekjuskattsstofn samkvæmt niðurstöðu rannsóknar: kr. 3.533.933
Áætlaður tekjuskattsstofn með álagi: kr. 2.036.314
Vanframtalinn tekjuskattsstofn: kr. 1.497.619
Vangreiddur tekjuskattur, tekjuskattsprósenta 33,15 kr. 496.460
Sérstakur tekjuskattur á stofn yfir kr. 2.805.840 gjaldstig 5 % kr. 36.404
Vangreitt útsvar, útsvarsprósenta 8,40 kr. 125.800
Vangreiddur tekjuskattur og útsvar gjaldaárið 1997 samtals: kr. 658.664
Tekjuárið 1997
Tekjuskattsstofn samkvæmt niðurstöðu rannsóknar: kr. 4.468.089
Áætlaður tekjuskattsstofn með álagi: kr. 1.979.179
Vanframtalinn tekjuskattsstofn: kr. 2.488.910
Vangreiddur tekjuskattur, tekjuskattsprósenta 29,31 kr. 729.499
Sérstakur tekjuskattur á stofn yfir kr. 2.805.840 gjaldstig 5 % kr. 83.112
Vangreitt útsvar, útsvarsprósenta 11,19 kr. 278.509
Vangreiddur tekjuskattur og útsvar gjaldaárið 1998 samtals: kr. 1.091.120
Tekjuárið 1998
Tekjuskattsstofn samkvæmt niðurstöðu rannsóknar: kr. 6.289.407
Áætlaður tekjuskattsstofn með álagi: kr. 3.900.000
Vanframtalinn tekjuskattsstofn: kr. 2.389.407
Vangreiddur tekjuskattur, tekjuskattsprósenta 27,41 kr. 648.485
Sérstakur tekjuskattur á stofn yfir kr. 3.198.000 gjaldstig 7 % kr. 167.258
Vangreitt útsvar, útsvarsprósenta 11,24 kr. 268.569
Vangreiddur tekjuskattur og útsvar gjaldaárið 1999 samtals: kr. 1.084.312
Vangreidd opinber gjöld samtals: kr. 3.673.170“
Að fram komnum ofangreindum breytingum á ákæruskjali játaði ákærði þá háttsemi sem honum er gefin að sök í öllum liðum ákæru.
Af hálfu ákærða er þess krafist að hann verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög heimila. Þá krefst verjandi ákærða þess að honum verði tildæmd hæfileg málsvarnarlaun að mati réttarins.
Á grundvelli skýlausrar játningar ákærða á öllum liðum ákæruskjals var farið með málið og það dæmt á grundvelli 125. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Í gögnum málsins kemur fram að skattrannsóknarstjóra barst 20. apríl 1999 tilkynning frá skattstjóra Suðurlands sem leiddi til þess að rannsókn skattrannsóknarstjóra á máli ákærða hófst formlega 18. ágúst 1999. Rannsókninni lauk með skýrslu skattrannsóknarstjóra 6. desember 1999 og sendi hann efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra málið til meðferðar 4. ágúst 2000. Ákærði var yfirheyrður hjá ríkislögreglustjóra 30. maí 2001. Ákæra í máli þessu var gefin út 15. febrúar 2002. Um málavexti vísast að öðru leyti til ákæruskjals.
Ákærði hefur þrisvar á árabilinu 1982 til 1996 gengist undir sektargreiðslur vegna brota á umferðarlögum. Þá var ákærði dæmdur í 75.000 króna sekt og til sviptingar ökuréttar í 12 mánuði 23. janúar 1998. Með dómi 16. desember 1996 var ákærði dæmdur í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Brot ákærða á lögum um virðisaukaskatt sem tilgreind eru í I. kafla ákæruskjals stóðu yfir frá ársbyrjun 1995 til ársloka 1998 og varða þau við 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988. Lögunum um virðisaukaskatt var breytt með 3. gr. laga nr. 42/1995 og eiga lögin svo breytt við um virðisaukaskattskil ákærða öll árin, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr. 274/2001. Ákærði hefur því með greindri háttsemi brotið gegn 1. mgr. 40. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, sbr. 3. gr. laga nr. 42/1995. Með lögum nr. 39/1995 var 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 breytt og tók lagabreytingin gildi 1. júlí 1995. Virðisaukaskattur sem ákærði stóð ekki skil á eftir gildistöku laganna nam um fjórum milljónum króna. Er því uppfyllt það skilyrði laganna að brot lúti að verulegum fjárhæðum til að verknaður teljist vera meiri háttar brot. Verður því ákærði sakfelldur samkvæmt 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995 og 139. gr. laga nr. 82/1998.
Brot ákærða í II. kafla ákæruskjals tekur yfir fjögur ár í atvinnustarfsemi ákærða. Það leiddi til þess að ákærði komst hjá greiðslu tekjuskatts og útsvars sem nam 3.673.170 krónum vegna tekjuáranna 1995-1998. Þar sem um verulegar fjárhæðir var að ræða telst brot ákærða meiri háttar. Ákærði hefur því með greindri háttsemi brotið gegn 2. mgr. 107. gr. laga um tekju- og eignaskatt, nr. 75/1981, sbr. 1. gr. laga nr. 42/1995 og 2. mgr. 22. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995.
Brot ákærða í III. kafla ákæruskjals tekur yfir fjögur ár í atvinnustarfsemi ákærða, þ.e. árin 1995-1998 og telst brot hans meiriháttar. Ákærði hefur því með greindri háttsemi brotið gegn 1. og 5. tölulið 1. mgr. 37. gr., sbr 36. gr. laga 145/1994, sbr. 1. gr. laga nr. 37/1995 og 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995.
Í máli þessu var um að ræða brot sem framin voru vísvitandi og með skipulegum hætti í þeim tilgangi að halda eftir innheimtum skatti í stað þess að skila honum til ríkissjóðs og til að komast hjá greiðslu tekjuskatts og útsvars. Brot ákærða í máli þessu eru samkynja og verður að virða þau heildstætt sem samfellda brotastarfsemi, framhaldsbrot. Samkvæmt þessu hófst fyrningarfrestur vegna brota ákærða þegar umræddri brotastarfsemi lauk í desemberlok 1998 og eru þau því ófyrnd, sbr. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fyrir liggur að ákærði vanrækti að halda bókhald og gera ársreikninga vegna starfsemi sinnar á árunum 1995-1998. Á sama hátt verður á líta á brot ákærða gegn bókhaldslögum sem framhaldsbrot.
Við ákvörðun refsingar verður til þess að líta að brot þau sem ákærða eru gefin að sök teljast meiriháttar. Hins vegar ber og að hafa í huga að ákærði hefur hreinskilnislega játað brot sín og að hann hefur ekki áður sætt refsingum, sem hér skipta máli. Jafnframt þykir rétt að líta til þess dráttar sem varð á rannsókn málsins. Að öllu þessu athuguðu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði, en eftir atvikum þykir rétt að skilorðsbinda refsinguna eins og nánar segir í dómsorði. Vanskil ákærða á virðisaukaskatti námu 4.737.414 krónum og vanskil staðgreiðslu opinberra gjalda námu 3.673.170 krónum, samtals 8.410.584 krónur. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 42/1995 og 2. mgr. 107. gr. laga nr. 75/1981 varða brot á lögunum fésekt sem nemur að lágmarki tvöfaldri skattfjárhæðinni sem um ræðir. Af því virtu verður ákærða gert að greiða sekt í ríkissjóð sem telst hæfilega ákveðin 16.900.000 krónur. Skal ákærði sæta ella fangelsi í 8 mánuði verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá dómsuppkvaðningu.
Þá verður ákærði dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 65.000 krónur.
Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan.
Dómsorð:
Ákærði, Birgir Engilbertsson, sæti fangelsi í sex mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.
Ákærði greiði 16.900.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins að telja, en sæti ella fangelsi í 8 mánuði.
Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 65.000 krónur.