Hæstiréttur íslands

Mál nr. 94/2015


Lykilorð

  • Málsgögn
  • Frávísun frá Hæstarétti


                                     

Fimmtudaginn 3. desember 2015.

Nr. 94/2015.

Benedikt G. Stefánsson og

(sjálfur)

Plötupressa ehf.

(Benedikt G. Stefánsson fyrirsvarsmaður)

gegn

Íslandsbanka hf.

(Eiríkur Gunnsteinsson hrl.)

Málsgögn. Frávísun frá Hæstarétti.

Máli B og P ehf. gegn Í hf. var vísað frá Hæstarétti þar sem frágangur málsgagna var ekki í samræmi við reglur nr. 601/2014 um málsgögn í einkamálum, sbr. 4. mgr. 156. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.

Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 3. febrúar 2015. Þeir krefjast sýknu af kröfu stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.

Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.

Svo sem greinir í hinum áfrýjaða dómi gerði áfrýjandinn Plötupressa ehf. fjármögnunarleigusamning 9. desember 2009 við stefnda um plötupressu og gekkst áfrýjandinn Benedikt G. Stefánsson í sjálfskuldarábyrgð fyrir efndum samkvæmt samningnum. Áfrýjendur munu ekki hafa staðið í skilum með greiðslur samkvæmt samningnum og rifti stefndi honum 22. febrúar 2011. Í kjölfar þess að stefndi ráðstafaði hinu leigða tæki höfðaði hann málið til heimtu eftirstöðva skuldar samkvæmt samningnum og var krafa hans á hendur áfrýjendum tekin til greina með hinum áfrýjaða dómi.

Við þingfestingu málsins fyrir Hæstarétti 18. mars 2015 lögðu áfrýjendur fram áfrýjunarstefnu ásamt birtingarvottorði og hefti með greinargerð og málsgögnum. Stefndi lagði síðan fram greinargerð 15. apríl 2015, en þann dag afhentu áfrýjendur annað bindi málgagna. Því næst var málið sett á dagskrá réttarins og var fyrirhugað að það yrði munnlega flutt 14. október sama ár. Áður en til þess kom var áfrýjendum tilkynnt með bréfi 8. þess mánaðar að málflutningi væri frestað ótiltekið sökum þess að frágangur málsgagna væri ekki í samræmi við reglur nr. 601/2014 um málsgögn í einkamálum, sbr. 4. mgr. 156. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Var áfrýjendum veittur frestur til 4. nóvember sama ár til að bæta úr og skila aftur málsgögnum. Þessu erindi svöruðu áfrýjendur með bréfi þann dag, en því fylgdi endurrit úr þingbók í héraði af bókunum vegna málsins. Með bréfi 5. nóvember 2015 var áfrýjendum tilkynnt sú ákvörðun réttarins að taka málið til úrlausnar um hvort vísa ætti því frá Hæstarétti sökum þess að málsgögn hefðu ekki verið lögð fram í réttum búningi, sbr. 2. mgr. 161. gr. laga nr. 91/1991. Jafnframt var áfrýjendum veittur frestur til 18. þess mánaðar til að tjá sig um það atriði. Hinn 16. nóvember 2015 barst réttinum nýtt bindi málsgagna frá áfrýjendum.

Um frágang málsgagna í einkamálum við rekstur máls fyrir Hæstarétti gilda fyrrgreindar reglur nr. 601/2014. Áfrýjendur hafa ekki tekið mið af þeim reglum við gerð málsgagna og er frágangur þeirra í verulegum atriðum í ósamræmi við þær. Í þeim efnum má helst nefna að meðal málsgagna er ekki stefna og greinargerð í héraði, en þau skjöl eiga að vera þar að finna. Jafnframt hafa málsgögn ekki að geyma fjölda skjala sem lögð voru fram í héraði, en þar eru hins vegar ýmis ný gögn sem ekki verður séð að snerti það sakarefni sem er til úrlausnar. Þá verður ekki ráðið af greinargerð áfrýjenda hvaða málsástæðum þeir tefla fram til stuðnings kröfu sinni um sýknu af fjárkröfu stefnda. Loks er röð skjala í málsgögnum ekki í samræmi við 3. gr. reglnanna og þar er ekki að finna efnisskrá í samræmi við 4. gr. þeirra. Úr þessum annmörkum á málatilbúnaði áfrýjenda hefur ekki verið bætt þótt áfrýjandinn Benedikt, sem fer sjálfur með málið fyrir sína hönd og sem fyrirsvarsmaður áfrýjandans Plötupressu ehf., hafi notið leiðbeininga frá réttinum um frágang málsgagna og fengið frest til að bæta þar úr. Eru þeir slíkir að óhjákvæmilegt er að vísa málinu frá Hæstarétti án kröfu.

Áfrýjendum verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.

Dómsorð:

Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.

Áfrýjendur, Benedikt G. Stefánsson og Plötupressa ehf., greiði óskipt stefnda, Íslandsbanka hf., 500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. 

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 26. nóvember 2014.

                Þetta mál, sem var tekið til dóms 12. nóvember 2014, er höfðað af Íslands­banka hf., kt. 491008-0160, Suður­lands­braut 14, Reykjavík, á hendur Plötupressu ehf., kt. 600499-2389, og Benedikt G. Stefánssyni, kt. 190449-2119, Miklubraut 90, Reykja­vík.

                Stefnandi krefst þess að stefndu verði dæmdir sameiginlega (in solidum) til þess að greiða stefn­anda skuld að fjárhæð 4.108.093 kr. ásamt dráttarvöxtum, sam­kvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, af 44.112 kr. frá 15. apríl 2010 til 15. maí 2010, af 145.831 kr. frá þeim degi til 15. júní 2010, af 238.766 kr. frá þeim degi til 15. júlí 2010, af 331.783 kr. frá þeim degi til 15. ágúst 2010, af 424.882 kr. frá þeim degi til 15. sept­em­ber 2010, af 516.848 kr. frá þeim degi til 15. október 2010, af 608.923 kr. frá þeim degi til 15. nóvember 2010, af 699.004 kr. frá þeim degi til 15. desember 2010, af 789.241 kr. frá þeim degi til 15.janúar 2011, af 877.396 kr. frá þeim degi til 15. febrúar 2011, af 965.762 kr. frá þeim degi til 15. mars 2011, af 1.034.342 frá þeim degi til 15. apríl 2011, af 1.123.138 kr. frá þeim degi til 15. maí 2011, af 1.212.154 frá þeim degi til 15. júní 2011, af 1.301.393 kr. frá þeim degi til 15. júlí 2011, af 1.390.857 kr. frá þeim degi til 15. ágúst 2011, af 1.480.549 kr. frá þeim degi til 15. sept­em­ber 2011, af 1.570.473 kr. frá þeim degi til 15. október 2011, af 1.660.631 kr. frá þeim degi til 15. nóv­em­ber 2011, af 1.751.027 kr. frá þeim degi til 15. desember 2011, af 1.841.663 kr. frá þeim degi til 15. janúar 2012, af 1.932.543 kr. frá þeim degi til 15. febrúar 2012, af 2.023.670 kr. frá þeim degi til 15. mars 2012, af 2.115.047 kr. frá þeim degi til 15. apríl 2012, af 2.206.677 kr. frá þeim degi til 15. maí 2012, af 2.298.563 kr. frá þeim degi til 15. júní 2012, af 2.391.029 kr. frá þeim degi til 15. júlí 2012, af 2.484.350 kr. frá þeim degi til 15. ágúst 2012, af 2.577.889 kr. frá þeim degi til 15. september 2012, af 2.671.650 kr. frá þeim degi til 15. október 2012, af 2.765.635 kr. frá þeim degi til 15. nóv­em­ber 2012, af 2.859.847 kr. frá þeim degi til 15. desember 2012, af 2.954.289 kr. frá þeim degi til 15. janúar 2013, af 3.049.083 kr. frá þeim degi til 15. febrúar 2013, af 3.144.113 kr. frá þeim degi til 15. mars 2013, af 3.239.382 kr. frá þeim degi til 15. apríl 2013, af 3.334.894 kr. frá þeim degi til 15. maí 2013, af 3.430.651 kr. frá þeim degi til 15. júní 2013, af 3.526.656 kr. frá þeim degi til 15. júlí 2013, af 3.622.913 kr. frá þeim degi til 15. ágúst 2013, af 3.719.425 kr. frá þeim degi til 15. september 2013, af 3.816.196 kr. frá þeim degi til 15. október 2013, af 3.913.229 kr. frá þeim degi til 15. nóvember 2013, af  4.010.527 kr. frá þeim degi til 15. desember 2013 og af 4.108.093 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frá­dreg­inni inn­borgun, 5. febrúar 2014, að fjárhæð 1.148.979 kr. sem dregst frá skuldinni miðað við stöðu hennar á þeim degi.

                Stefnandi krefst þess einnig að staðfestur verði veðréttur hans í eign stefnda, Benedikts G. Stefánssonar, að Miklubraut 90, Reykjavík, með fastanúmerið 203-0616, til tryggingar greiðslu skuldar að fjárhæð 4.125.000 kr. auk dráttarvaxta og alls kostn­aðar við innheimtuaðgerðir.

                Stefnandi krefst enn fremur málskostnaðar úr hendi stefndu.

                Stefndu krefjast sýknu af öllum kröfum stefnanda.

                Þeir krefjast einnig miskabóta úr hendi stefnanda.

Málsatvik, málsástæður og lagarök stefnanda

                Að sögn stefnanda er skuld stefndu komin til vegna fjár­mögn­un­ar­leigu­samn­ings nr. 606779-002, dags. 9. desember 2009, milli Íslandsbanka fjármögnunar, sem leigu­sala og hins stefnda félags, Plötupressu ehf., kt. 600499-2389, sem leigutaka, en sam­kvæmt samn­ingnum leigði leigusali leigutaka plötupressu. Samningurinn skyldi greið­ast með 47 mánaðarlegum leigugreiðslum, í fyrsta sinn 15. febrúar 2010, hver að fjár­hæð 77.210 kr. Samningurinn hafi frá upphafi miðast við íslenskar krónur að öllu leyti (100%). Vaxtahluti í íslenskum krónum skyldi óverðtryggður.

                Í 1. tölulið 2. gr. skilmála samningsins segi að óverðtryggðar leigugreiðslur geti tekið breytingum á hverjum gjalddaga til hækkunar eða lækkunar í samræmi við breyt­ingar á kjörvöxtum Íslandsbanka hf.

                Stefndi, Benedikt, hafi tekist á hendur óskipta sjálfskuldarábyrgð samkvæmt samn­ingnum.

                Leigutaki hafi greitt umsamdar greiðslur til og með 15. mars 2010 en frá og með þeim tíma hafi hann ekki fengist til að greiða gjaldfallnar greiðslur þrátt fyrir ítrekaðar áskor­anir þar um. Samningnum hafi því verið rift með skeyti 22. febrúar 2011. Héraðsdómur Reykjavíkur hafi, 2. október 2012, fallist á að stefnanda væri heim­ilt að taka vélina úr vörslum stefnda, Plötupressu ehf. Hið leigða tæki hafi verið selt ábyrgðarmanni, stefnda Benedikt, 24. október 2013. Uppgjör aðil­anna miðist við 5. febrúar 2014. Verðmæti hins leigða tækis hafi, að frádregnum kostn­aði, reynst 1.148.979 kr. Því sé skuld stefnda miðað við 5. febrúar 2014, reiknuð sam­kvæmt 12. gr. skilmála samningsins, sem hér segir:

15. apríl 2010

44.112

15. mars 2012

91.377

15. maí 2010

101.719

15. apr. 2012

91.630

15. júní 2010

92.935

15. maí 2012

91.886

15. júlí 2010

93.017

15. júní 2012

92.466

15. ágúst 2010

93.099

15. júlí 2012

93.321

15. sept. 2010

91.966

15. ág. 2012

93.539

15. okt. 2010

92.075

15. sept. 2012

93.761

15. nóv. 2010

90.081

15. okt. 2012

93.985

15. des. 2010

90.237

15. nóv. 2012

94.212

15. jan. 2011

88.155

15. des. 2012

94.442

15. feb. 2011

88.366

15. jan. 2013

94.794

15. mars 2011

68.580

15. feb. 2013

95.030

15. apr. 2011

88.796

15. mars 2013

95.269

15. maí 2011

89.016

15. apr. 2013

95.512

15. júní 2011

89.239

15. maí 2013

95.757

15. júlí 2011

89.464

15. júní 2013

96.005

15. ág. 2011

89.692

15. júlí 2013

96.257

15. sept. 2011

89.924

15. ág. 2013

96.512

15. okt. 2011

90.158

15. sept. 2013

96.771

15. nóv. 2011

90.396

15. okt. 2013

97.033

15. des. 2011

90.636

15. nóv. 2013

97.298

15. jan. 2012

90.880

15. des. 2013

97.566

15. feb. 2012

91.127

Samtals

4.108.093

                Samtals gjaldfallnar leigugreiðslur                                               4.108.093

                Andvirði leigumunar til lækkunar                                               -1.148.979

                Samtals                                                                                             2.959.114

                Innheimtukostnaður, sem dreginn hafi verið frá andvirði leigumunar, sé kostn­aður vegna innheimtu sem hófst áður en eignarleigusamningnum var rift.

                Eftirstöðvar skuldarinnar hafi ekki fengist greiddar, þrátt fyrir inn­heimtu­til­raunir, og því sé stefnanda nauðsynlegt að höfða mál til greiðslu hennar.

                Stefndi, Benedikt, hafi, 26. apríl 1999, ásamt Hildi Benediktsdóttur, gefið út trygg­ingar­bréf til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á skuldum Plötupressu ehf., kt. 600499-2389, við Glitni hf, að höfuðstól allt að fjárhæð 4.125.000 kr., auk drátt­ar­vaxta og alls kostnaðar við innheimtuaðgerðir. Með tryggingarbréfinu hafi þau sett þau Glitni hf. að veði fast­eign­ina Miklubraut 90, Reykjavík, með fastanúmerið 203-0616, á 1. veðrétti. Stefndi, Benedikt, eigi nú þá fasteign.

                Félagið Glitnir hf. var sameinað Íslandsbanka hf. samkvæmt samrunaáætlun dags. 4. mars 2003, sem var staðfest á hluthafafundi 16. desember 2003. Eftir sam­ein­ing­una fékk Glitnir kennitöluna 490503-3230. Nafni Íslandsbanka hf., var breytt í Glitnir banki hf., og nafni Glitnis í Glitnir fjármögnun. Frá og með 15. október 2008 yfir­tók Nýi Glitnir banki hf. réttindi og skyldur Glitnis banka hf. Nafni Nýja Glitnis banka hf. breytt í Íslandsbanki hf., 20. febrúar 2009. Enn fremur var nafni Glitnis fjár­mögn­unar breytt í Íslandsbanki fjármögnun. Nafni Íslandsbanka fjármögnunar var, 11. júlí 2011, breytt í Ergo.

                Stefnandi byggir kröfur sínar á fjármögnunarleigusamningi aðil­anna nr. 606779-002 og þeirri grundvallarreglu kröfu- og samningsréttarins að samninga beri að halda. Kröfur um dráttarvexti, þar með talið vaxtavexti, styður stefnandi við reglur III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu með síðari breytingum. Krafa hans um máls­kostnað styðst við 1. mgr. 130. gr. laga 91/1991 um meðferð einkamála. Varð­andi varn­ar­þing vísast til 36. gr. laga nr. 91/1991.

Málsatvik, málsástæður og lagarök stefndu

                Stefndu vísa til þess að Íslandsbanki, Ergo og Lögmannsstofan S.S. ehf. sem allt séu lögaðilar, hafi lögmenn sem virðist hafa bundist samtökum. Þeir séu allir í sama félagi ásamt lögmönnum og dómurum héraðsdóms.

                Í málinu hafi enginn lögmaður sýnt löggilt umboð.

                Stefndu vísa einnig til 155. gr. hegningarlaga nr. 19/1940.

                Stefndu vísa að auki til þess að Íslandsbanki hafi greininguna BB+B. Það þýði að bankinn stefni í gjaldþrot. Þessu til stuðnings vísa þeir til ensks heitis flokkunar­innar „Non-Investment Grade (also known as speculative-grade).“

BB: An obligor rated 'BB' is less vulnerable in the near term than other lower-rated oblig­ors. However, it faces major ongoing uncertainties and exposure to adverse busi­ness, financial, or economic conditions, which could lead to the obligor‘s inade­quate capa­city to meet its financial commitments.

                Stefndu fullyrða að öll stjórn Íslandsbanka hafi stöðu sakbornings hjá alþjóða­saka­máladómstólnum (International Criminal Court).

                Plötupressa hafi gert samning nr. 606779-001 við Glitni, kt.: 511185-0259. Þeim samningi hafi verið lokið og hafi tryggingarbréfið átt að fara í hendur stefnda Bene­dikts. Glitnir hafi ekki staðið við þann samning.

                Ríkisskattstjóri segi að Íslandsbanki og Glitnir, kt. 511185-0259 hafi sameinast í Glitni, kt. 550500-3530. Lögmaður stefnanda segi að ríkisskattstjóri fari ekki með rétt mál. Hún verði að sanna mál sitt.

                Íslandsbanki = Ergo, kt. 490503-3230, hafi þvingað Plötupressu til að selja 1st Punch press vél, sbr. fram lagðan reikning frá Plötupressu, sem sanni að Plötupressa hafi á þeim tíma átt vélina.

                Samningi nr. 606779-002 hafi verið þröngvað upp á ólöglærðan og grand­lausan mann með hótunum um vörslusviptingu á þessari vél. Það telja stefndu fjár­kúgun.

                Íslandsbanki = Ergo, kt. 490503-3230, hafi aldrei greitt reikning frá Plötu­pressu ehf., kt. 600499-2389.

                Íslandsbanki = Ergo, kt. 490503-3230, vilji fá greitt tryggingarbréf nr. 7461 sem Glitnir hafi átt að láta stefnda, Benedikt, fá þegar samningnum hafi verið lokið.

                Stefndu árétta að Glitnir hafi ekki farið eftir tilskipun frá 9. febrúar 1798 um áritun afborgana á skuldabréf þar sem segi:

1. gr. Eins og það er skylda lánardrottins, þegar skuldunautur borgar allan höfuð­stól skuldabréfs, að skila honum aftur bréfinu með áritaðri kvittun, eins á hann, þegar nokkuð er afborgað af höfuðstólnum, að hafa við höndina frumrit skulda­bréfsins, og vera skyldur til, í nærveru skuldunauts eða umboðsmanns hans, að rita bæði á bréfið sjálft það, er afborgað er, og að gefa auk þess sér­staka kvittun fyrir því.

                Ef lánardrottinn skorast undan að gera þetta, þá er skuldunaut (sem vott­fast býður fram afborgun þá, er greiða skyldi) heimilt að fresta afborgun­inni, þangað til lánar­drottinn gegnir fyrrgreindri skyldu sinni; og er skuldunaut eigi skylt, meðan svo stendur, að svara vöxtum af þeim hluta höfuðstólsins, sem í gjalddaga var fallinn og boð­inn var fram.

                Þegar Glitnir hafi farið í gjaldþrot hafi stefndi, Benedikt, átt að fá að neyta for­kaups­réttar síns að bréfinu. Af þeim sökum skorti Íslandsbanka = Ergo, kt. 490503-3230, aðild að þessu máli.

                Til stuðnings kröfum sínum vísa stefndu til Haag-samnings um einka­mála­rétt­ar­far, sem var gerður 1. mars 1954, (Convention on Civil Procedure (Concluded March 1st, 1954)). Þeir vísa einnig til meginreglunnar um það að samninga skuli halda (Pacta sunt servanda), laga nr. 121/1994 um neytendalán, 10., 12., 14. og 15. gr. Jafn­framt til 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, svo og tilskipunar um áritun afborg­ana á skuldabréf, settrar 9. febrúar 1798.

                Þeir vísa einnig til Actio Pauliana, reglu úr rómarrétti kennda við lögmanninn Julius Paulius, sem heimilar málshöfðun á hendur þriðja manni sem gjaldþrota skuld­ari hefur komið eignum til, til þess að forða þeim frá kröfuhöfum hans.

                Þessu til stuðnings vísa þeir til fræðigreinar sem Dr. Laura Carballo-Piñeiro hefur ritað um Actio Pauliana í ritinu Revista de Sociedades, 2011.

Niðurstaða

                Forsaga þessa máls mun vera sú að 22. júní 1999 gerðu Glitnir hf., sem þá var dótt­ur­fyrirtæki Íslandsbanka, og stefndi, Plötupressa ehf., samning um fjár­mögnunar­leigu nr. 606779-001. Með þeim samningi tók stefndi á leigu tæki sem nefnt er plötu­pressa. Í samningnum er því lýst svo að félagið taki á leigu „Plötupressu skv. reikn. frá Nibbler nr. 9059. Tækjanúmar: 118049“. Gjalddagar voru 120 og var lág­marks­samn­ings­tími til 14. júlí 2009. Jafnframt var Plötupressu veitt lán til þess að kaupa tölvu og hug­búnað sem stýrði vélinni. Vélin og tölvan sem nauðsynleg er til að stýra henni voru í eigu Glitnis þar til samningurinn hefði verið gerður upp.

                Að sögn stefnda Benedikts hafði samningur með númerið 606779-001 nánast verið greiddur upp þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir stjórn Glitnis hf.

                Áður en þessi samningur um fjármögnunarleigu var gerður höfðu stefndi, Bene­dikt, og Hildur Benediktsdóttir gefið úr tryggingarbréf þar sem íbúð þeirra að Hring­braut 90 er sett Glitni hf. (kt. 511185-0259) að veði til tryggingar greiðslu allra skulda Plötu­pressu ehf. við bankann. Stefndi Benedikt á íbúðina nú einn og bréfið nýtur nú fyrsta veðréttar í eigninni.

                Að sögn stefnanda gerðu hann og stefndi, Plötupressa, með sér samning, 7. des­em­ber 2009, þess efnis að stefnandi greiddi stefnda 3.364.413 kr. fyrir vélina. Stefndi telur sig hafa átt að fá peningana afhenta en að sögn stefnanda gengu þeir til að gera upp fjármögnunarleigusamning nr. 606779-001 sem stefndu hafi verið í van­skilum með.

                Stefndu lögðu fram greinargerð á dómþingi 26. júní 2014. Í henni halda þeir því hvergi fram að greiðsluskylda stefnda, Plötupressu, samkvæmt samningi um fjár­mögn­un­ar­leigu nr. 606779-002 sé af einhverjum ástæðum fallin niður og með þeim rökum beri að sýkna stefndu af greiðsluskyldu.

                Gegn kröfum stefnanda vísa stefndu til þess í greinargerð sinni að stefnandi hafi ekki látið sækja fyrir sig dómþing, lögmann sem geti framvísað fullgildu umboði frá stefn­anda. Á þess­ari málsástæðu byggðu stefndu einnig þá kröfu sína að málinu yrði vísað frá dómi. Þeirri kröfu var hafnað með úrskurði 20. október sl. og jafnframt var hafnað þeirri málsástæðu að þeir lögmenn sem hefðu sótt þing fyrir stefnanda hefðu ekki haft til þess fullgilt umboð. Þykir ekki þörf á að endurtaka þá umfjöllun hér.

                Stefndu vísa einnig til 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þar sem segir:

                Hver, sem notar falsað skjal til þess að blekkja með því í lögskiptum, skal sæta fang­elsi allt að 8 árum. Skal það einkum metið refsingu til þyngingar, ef skjalið er notað sem opinbert skjal, viðskiptabréf eða erfðaskrá.

                Sömu refsingu varðar að nota fölsuð gögn, sem geymd eru á tölvutæku formi, til að blekkja með þeim í lögskiptum.

                Hafi aðeins verið um lítilræði að tefla, eða miklar málsbætur eru að öðru leyti, einkum ef fremjandi hefur ekki ætlað að baka öðrum tjón, má beita fangelsi allt að 1 ári eða sektum.

                Dómurinn fær ekki séð að ákvæðið geti haft nokkur réttaráhrif í þessu máli enda reifa stefndu hvorki vísun sína til ákvæðisins né halda því fram að stefn­andi byggi rétt sinn á fölsuðu skjali.

                Stefndu vísa jafnframt til þess að lánshæfiseinkunn Íslandsbanka sé BB+B og sanni sú einkunn það að bankinn stefni í gjaldþrot. Hins vegar gera stefndu ekki neina grein fyrir því hvernig staðhæfing um yfirvofandi gjaldþrot Íslandsbanka á að hafa rétt­ar­áhrif í þessu máli.

                Stefndu fullyrða að auki að öll stjórn Íslandsbanka hafi stöðu sakbornings hjá alþjóða­saka­máladómstólnum en gera ekki, fremur en áður, neina grein fyrir því hvaða rétt­ar­áhrif sú staða, ef rétt reyndist, hefði á kröfu bankans á hendur stefndu í þessu máli.

                Í fjórða lagi vísa stefndu til þess að stefndi, Plötupressa, hafi gert samning nr. 606779-001 við Glitni, kt.: 511185-0259. Þeim samningi hafi verið lokið og hafi trygg­ing­ar­bréfið átt að fara í hendur stefnda Bene­dikts. Glitnir hafi ekki staðið við þann samning.

                Við aðalmeðferð málsins gerði stefndi Benedikt grein fyrir því að samn­ing­ur Glitnis og Plötupressu hefði ekki verið fyllilega upp greiddur þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir stjórn Íslands­banka og skipaði honum skilanefnd í október 2008. Stefndi Plötu­pressa hafi hins vegar átt forkaupsrétt að honum, það er rétt til að greiða hann upp, þegar Glitnir hafi verið kominn í greiðsluþrot. Hefði félagið fengið það hefði stefnda Benedikt jafnframt verið afhent tryggingarbréfið.

                Hvað sem þessu líður gerðu Íslandsbanki fjármögnun og stefndi Plötupressa með sér samning, 7. desember 2009, þar sem sá síðarnefndi seldi þeim fyrrnefnda „Punch press skv. reikn. frá Nibbler nr. 9059“ gegn því að sá fyrrnefndi greiddi þeim síðar­nefnda 3.364.413 kr. Að sögn stefnanda gekk öll fjárhæð þessa kaupsamings til þess að gera upp eftirstöðvar fjármögnunarleigusamnings nr. 606779-001.

                Tveimur dögum síðar, 9. desember 2009, gerðu stefnandi og stefndi Plötu­pressa með sér samning um fjármögnunarleigu, nr. 606779-002, þar sem stefndi tók á leigu sömu vél og áður en hún er tilgreind svona í samningnum: „Plötupressa skv. reikn. frá Nibbler *, *nr. 9059 (reikn. frá Plötupressu ehf. nr. 33).“

                Af þessum samningi greiddi stefndi leigugreiðslur til og með 15. mars 2010 en frá þeim tíma greiddi hann ekki gjaldfallnar greiðslur þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir.

                Með úrskurði 2. október 2012 féllst héraðsdómur Reykjavíkur á það að Íslands­banka hf., fyrir hönd Ergo, væri heimilt að fá tekna úr vörslum stefnda Plötu­pressu, með beinni aðfarargerð, þá plötupressu sem þetta mál er sprottið af. Vélin mun þó aldrei hafa horfið úr umráðum stefnda, Plötupressu, að sögn stefnda Benedikts vegna hættunnar á að hún skemmdist við það.

                Stefnandi fann ekki kaupanda að vélinni og með samningi 24. október 2013 keypti stefndi Benedikt vélina af stefnanda. Fullt verð hefur verið greitt og hefur vélinni verið afsalað til hans.

                Stefndu byggja ekki á því í greinargerð en byggðu á því í málflutningi að með þeim kaupsamningi hefðu allar skuldir sem stefndi Plötupressa hefði stofnað til vegna fjár­mögn­un­ar­leigusamnings nr. 606779-002 fallið niður. Stefnandi mótmælti því að nokkrar nýjar málsástæður, sem hefði ekki verið byggt á í greinargerð, kæmust að við munn­legan málflutning.

                Þrátt fyrir það þykir dóminum það mega koma fram að stefndu hafa ekki lagt fram nein gögn um það að svo hafi samist milli stefnda Plötupressu og stefnanda að keypti stefndi Benedikt vélina myndi stefnandi fella niður allar kröfur á hendur stefnda Plötupressu sem stofnast hefðu vegna seinni fjármögnunarleigusamningsins.

                Af þeim sökum er ekki hægt að fallast á þá síðbúnu málsástæðu stefndu að með kaupum stefnda Benedikts á margnefndri vél hafi allar fjárkröfur stefnanda á hendur félaginu Plötupressu fallið niður.

                Við málflutning lýsti stefndi Benedikt yfir því að fyrri fjár­mögn­un­ar­leigu­samn­ing­ur­inn, nr. 606779-001, kæmi þessu máli ekkert við. Af þeim sökum þykir hvorki þurfa að taka afstöðu til umfjöllunar stefndu um það að Íslandsbanki og Glitnir hafi sameinast né þá málsástæðu hans að stefnandi hafi ekki farið eftir tilskipun um áritun afborgana á skuldabréf þar sem sú tilvísun hlýtur að varða fyrri fjár­mögn­un­ar­leigu­samn­inginn.

                Vegna þeirrar málsástæðu að fjármögnunarleigusamningi nr. 606779-002 hafi verið þröngvað upp á saklausan og ólöglærðan mann hafa stefndu ekkert lagt fram sem færir sönnur á að stefndi, Benedikt, hafi verið þvingaður til þess að gera samn­ing­inn.

                Stefndu vísa til þess að Íslandsbanki fjármögnun hafi aldrei greitt kaup­verð sam­kvæmt reikningi sem stefndi Plötupressa gaf út, 7. desember 2009. Stefndu hafa ekki reynt að hnekkja þeirri málsástæðu stefnanda að það kaupverð hafi verið nýtt til þess að gera upp fjár­mögn­un­ar­leigusamning nr. 606779-001, sem stefndu hafi verið í van­skilum með. Fram kom hjá stefnda, Benedikt, við munnlegan flutning málsins að sá samningur hefði ekki verið að fullu uppgerður þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir stjórn Glitnis í október 2008.

                Að mati dómsins hafa stefndu ekki fært fram nein rök fyrir því að greiðslu­skylda stefnda Plötupressu og sjálfskuldarábyrgð stefnda Benedikts samkvæmt samn­ingi við stefnanda um fjármögnunarleigu nr. 606779-002 hafi fallið niður og því beri að sýkna þá af fjárkröfum stefnanda.

                Stefnandi krefst staðfestingar veðréttar í fasteign stefnda Benedikts fyrir höf­uð­stól að fjárhæð 4.125.000 kr. auk dráttarvaxta og alls kostnaðar á grundvelli trygg­ing­ar­bréfs sem hann gaf út 26. apríl 1999. Í því bréfi er tiltekið að það tryggi greiðslu höfuð­stóls að fjárhæð 4.125.000 kr. svo og dráttarvexti og allan kostnað við inn­heimtu­aðgerðir. Þar sem sú fjárhæð sem fallist hefur verið á að stefndu beri að greiða stefn­anda nemur ekki svo hárri fjárhæð verður aðeins staðfestur veð­réttur stefnanda í eign stefnda til tryggingar greiðslu á tildæmdum fjárhæðum.

                Með vísan til þessarar niðurstöðu, og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um með­ferð einka­mála, ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir að teknu tilliti til sérstaks flutnings um kröfu stefnda um vísun málsins frá dómi og meðtöldum virðis­auka­skatti, hæfilega ákveðin 375.000 kr.

                Ingiríður Lúðvíksdóttir, settur héraðsdómari, kveður upp þennan dóm.

D Ó M s o r ð :

                Stefndu, Plötupressa ehf. og Benedikt G. Stefánsson, greiði stefnanda, Íslands­banka ehf., sameiginlega (in solidum) skuld að fjárhæð 4.108.093 kr. ásamt dráttar­vöxtum, sam­kvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, af 44.112 kr. frá 15. apríl 2010 til 15. maí 2010, af 145.831 kr. frá þeim degi til 15. júní 2010, af 238.766 kr. frá þeim degi til 15. júlí 2010, af 331.783 kr. frá þeim degi til 15. ágúst 2010, af 424.882 kr. frá þeim degi til 15. sept­em­ber 2010, af 516.848 kr. frá þeim degi til 15. október 2010, af 608.923 kr. frá þeim degi til 15. nóvember 2010, af 699.004 kr. frá þeim degi til 15. des­em­ber 2010, af 789.241 kr. frá þeim degi til 15.janúar 2011, af 877.396 kr. frá þeim degi til 15. febrúar 2011, af 965.762 kr. frá þeim degi til 15. mars 2011, af 1.034.342 frá þeim degi til 15. apríl 2011, af 1.123.138 kr. frá þeim degi til 15. maí 2011, af 1.212.154 frá þeim degi til 15. júní 2011, af 1.301.393 kr. frá þeim degi til 15. júlí 2011, af 1.390.857 kr. frá þeim degi til 15. ágúst 2011, af 1.480.549 kr. frá þeim degi til 15. sept­em­ber 2011, af 1.570.473 kr. frá þeim degi til 15. október 2011, af 1.660.631 kr. frá þeim degi til 15. nóv­em­ber 2011, af 1.751.027 kr. frá þeim degi til 15. desember 2011, af 1.841.663 kr. frá þeim degi til 15. janúar 2012, af 1.932.543 kr. frá þeim degi til 15. febrúar 2012, af 2.023.670 kr. frá þeim degi til 15. mars 2012, af 2.115.047 kr. frá þeim degi til 15. apríl 2012, af 2.206.677 kr. frá þeim degi til 15. maí 2012, af 2.298.563 kr. frá þeim degi til 15. júní 2012, af 2.391.029 kr. frá þeim degi til 15. júlí 2012, af 2.484.350 kr. frá þeim degi til 15. ágúst 2012, af 2.577.889 kr. frá þeim degi til 15. september 2012, af 2.671.650 kr. frá þeim degi til 15. október 2012, af 2.765.635 kr. frá þeim degi til 15. nóv­em­ber 2012, af 2.859.847 kr. frá þeim degi til 15. desember 2012, af 2.954.289 kr. frá þeim degi til 15. janúar 2013, af 3.049.083 kr. frá þeim degi til 15. febrúar 2013, af 3.144.113 kr. frá þeim degi til 15. mars 2013, af 3.239.382 kr. frá þeim degi til 15. apríl 2013, af 3.334.894 kr. frá þeim degi til 15. maí 2013, af 3.430.651 kr. frá þeim degi til 15. júní 2013, af 3.526.656 kr. frá þeim degi til 15. júlí 2013, af 3.622.913 kr. frá þeim degi til 15. ágúst 2013, af 3.719.425 kr. frá þeim degi til 15. september 2013, af 3.816.196 kr. frá þeim degi til 15. október 2013, af 3.913.229 kr. frá þeim degi til 15. nóvember 2013, af 4.010.527 kr. frá þeim degi til 15. desember 2013 og af 4.108.093 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni inn­borgun, 5. febrúar 2014, að fjárhæð 1.148.979 kr. sem dregst frá skuldinni miðað við stöðu hennar á þeim degi.

                Stefndu greiði stefnanda óskipt 375.000 kr. í málskostnað.

                Staðfestur er veðréttur stefnanda í eign stefnda, Benedikts G. Stefánssonar, að Miklu­braut 90, Reykjavík, með fastanúmerið 203-0616, til tryggingar greiðslu þeirra fjár­hæða sem stefndu, Plötupressa og Benedikt G. Stefánsson, hafa verið dæmd til þess að greiða stefnanda óskipt.