Hæstiréttur íslands

Mál nr. 376/2001


Lykilorð

  • Verksamningur


Fimmtudaginn 28

 

Fimmtudaginn 28. febrúar 2002.

Nr. 376/2001.

Héraðsverk ehf.

(Bjarni G. Björgvinsson hdl.)

gegn

Skipasmíðastöðinni Skipavík hf.

(Kristinn Bjarnason hrl.)

 

Verksamningur.

H ehf. tók að sér verk fyrir V, sem að hluta fólst í því að reisa brú. Tók S hf. að sér brúarsmíðina sem undirverktaki H ehf. Af hálfu V var gerð athugasemd við frágang á brúarstöpli, sem leiddi til þess að S hf. breytti honum og krafði síðan H ehf. um greiðslu kostnaðar af þessu, sem félagið taldi nema 1.706.319 kr. Eftir að H ehf. hafði gengið frá sátt við V um uppgjör samnings þeirra, bauðst H ehf. til þess að greiða S hf. 600.000 kr. vegna lagfæringa á stöplinum. S hf. sendi þá reikning að fjárhæð 1.000.000 kr., sem H ehf. hafnaði að greiða, einkum með vísan til þess að S hf. hefði áður lagt fram lokareikning fyrir verkið og þar hefði ekki verið gert ráð fyrir greiðslu vegna viðgerðar á brúarstöplinum. Þessu til stuðnings vísaði H ehf. til greina 31.6 og 31.8 í ÍST 30, sem verið hefði hluti verksamnings málsaðila. Talið var að með því að H ehf. hafði boðið S hf. greiðslu fyrir verkið umfram það sem fólst í lokareikningi S hf., gæti ÍST 30 þegar af þeirri ástæðu ekki átt við um uppgjör fyrir þennan þátt í verki S hf. Þá hafði H ehf. ekki hnekkt því að S hf. ætti rétt á að fá bættan kostnaðinn úr hendi H ehf., svo sem krafist var. Samkvæmt þessu var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að H ehf. skyldi greiða S hf. 1.000.000 kr. 

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 8. október 2001. Hann krefst sýknu af kröfu stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.

Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.

I.

Með verksamningi 2. nóvember 1998 tók áfrýjandi að sér fyrir Vegagerðina að leggja veg á norðanverðu Snæfellsnesi. Hluti verksins fólst í því að reisa brú yfir Tunguós og tók stefndi að sér brúarsmíðina sem undirverktaki áfrýjanda með samningi 4. maí 1999. Samkvæmt samningnum skyldi verkinu lokið 1. ágúst sama árs, en verklok urðu þó ekki fyrr en rúmum mánuði síðar. Í byrjun ágúst gerði fulltrúi verkkaupa athugasemd við frágang á brúarstöpli, sem leiddi til þess að stefndi breytti honum með þeim hætti, sem nánar er lýst í héraðsdómi. Krafði hann áfrýjanda sem viðsemjanda sinn um greiðslu kostnaðar af þessu, sem hann taldi nema 1.706.319 krónum. Áfrýjandi bar upp kröfu af þessu tilefni á verkfundum með verkkaupanum, sem hafnaði greiðsluskyldu og taldi missmíði á brúarstöplinum vera sök stefnda sjálfs. Á verkfundi 7. mars 2000 bauðst hann engu að síður til að „taka þátt í tjóni verktaka sem nemur óbeinum kostnaði hans við breytinguna“ með 1.000.000 krónum.

Með bréfi 30. mars 2000 greindi áfrýjandi stefnda frá því að hann hafi gengið frá sátt við verkkaupann um uppgjör samnings þeirra. Bauðst áfrýjandi þar til þess að greiða stefnda 600.000 krónur vegna lagfæringa, sem stefndi hafi orðið að gera á brúarstöplinum, og óskaði eftir að hann sendi sér reikning fyrir þeirri fjárhæð. Sendi stefndi honum degi síðar reikning að fjárhæð 1.000.000 krónur, sem áfrýjandi hafnaði að greiða. Krefur stefndi hann í máli þessu um greiðslu reikningsins. Tekur stefndi fram að þótt kostnaður við að breyta brúarstöplinum hafi orðið mun meiri sætti hann sig við að fá hann ekki bættan nema að því marki, sem í reikningnum felst.

II.

Í málatilbúnaði sínum fyrir Hæstarétti ber áfrýjandi einkum fyrir sig að stefndi hafi lagt fram lokareikning fyrir verkið 29. september 1999 og þar hafi ekki verið gert ráð fyrir greiðslu vegna viðgerðar á brúarstöplinum. Vísar hann til greina 31.6 og 31.8 í almennum útboðs- og samningsskilmálum um verkframkvæmdir, ÍST 30, með sérskilmálum Flugmálastjórnar, Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar, en þessi staðall hafi verið hluti verksamnings málsaðila. Í fyrrnefndu greininni segi að verktaki skuli senda verkkaupa fullnaðarreikning vegna verksins innan tveggja mánaða frá því að hann skilar verkinu í hendur verkkaupa og í reikningnum skuli greina allar kröfur um greiðslur vegna aukaverka og breytinga. Í hinni síðari komi fram að eftir að verktaki hefur lagt fram fullnaðarreikning geti hann ekki haft uppi frekari kröfur. Þar sem þessa hafi ekki verið gætt telur áfrýjandi að stefndi hafi firrt sig rétti til að hafa uppi þá síðbúnu kröfu, sem komið hafi fram í reikningi hans 31. mars 2000. Stefndi mótmælir því að ÍST 30 hafi verið hluti af samningi málsaðila þótt víst sé að hann hafi átt við í verksamningi áfrýjanda og verkkaupans. Þá hafi áfrýjandi fylgt kröfunni eftir gagnvart verkkaupanum haustið 1999 og aðilunum verið fyllilega ljóst að málið væri ekki útkljáð þegar lokareikningur var gerður.

Þótt fallist yrði á með áfrýjanda að ákvæði ÍST 30 hafi átt við um lögskipti aðilanna fengi það því ekki breytt að áfrýjandi hefur boðið stefnda greiðslu fyrir verkið umfram það, sem fólst í lokareikningi hins síðarnefnda. Getur ÍST 30 þegar af þeirri ástæðu ekki átt við um uppgjör fyrir þennan þátt í verki stefnda. Áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á að kenna megi stefnda um missmíðina á brúarstöplinum og að hann eigi af þeim sökum ekki rétt á að fá bættan kostnað sinn við að lagfæra mannvirkið. Mótmælti áfrýjandi heldur ekki að kostnaður stefnda hafi verið 1.706.319 krónur, eins og hinn síðarnefndi hélt fram, heldur fylgdi hann kröfunni eftir við verkkaupann. Hefur því ekki verið hnekkt að stefndi eigi rétt á að fá bættan kostnaðinn úr hendi viðsemjanda síns, svo sem hann krefst í málinu. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms verður niðurstaða hans staðfest.

Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og nánar greinir í dómsorði.

Dómsorð:

Héraðsdómur skal vera óraskaður.

Áfrýjandi, Héraðsverk ehf., greiði stefnda, Skipasmíðastöðinni Skipavík hf., 200.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.

 

 

Dómur Héraðsdóms Vesturlands 4. júlí 2001.

I

Mál þetta, sem dómtekið var 20. júní 2001, hefur Skipavík hf., kt. 700175-0149, Nesvegi 20 Stykkishólmi, höfðað fyrir dóminum gegn Héraðverki ehf., kt. 680388-1489, Miðvangi 2-4 Egilsstöðum, með stefnu birtri 23. október 2000.

Dómkröfur stefnda eru þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð kr. 1.000.000 ásamt dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af þeirri fjárhæð frá 20. apríl 2000 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins.

Af hálfu stefnda er þess krafist að stefndi  verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda í máli þessu og stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins.

II

Dómkröfu sinni lýsir stefnandi svo að hún sé byggð á reikningi, útgefnum 31. mars 2000 með gjalddaga 20. apríl 2000. Reikningurinn sé vegna viðgerðar á stöpli á brú á Tunguósi í Snæfellsbæ.

Stefnandi hafi byggt framangreinda brú sem undirverktaki hjá stefnda á árinu 1999. Þegar byggingu brúarinnar hafi verið lokið hafi komið í ljós að gera hafi þurft við vestari stöpul hennar vegna hönnunargalla sem á honum hefði verið. Stefndi hafi falið stefnanda að vinna verkið án þess að fyrirfram væri samið um verð þess. Kostnaður stefnanda miðað við  útselda vinnu vegna viðgerðarinnar hafi verið kr. 1.706.319, og  stefndi hafi verið upplýstur um þann kostnað.

Með bréfi, dagsettu 30. mars 2000, hafi stefndi boðið stefnanda kr 600.000 vegna viðgerðarinnar og byggt þá tölu á sátt sem hann hefði gert við Vegagerð ríkisins [svo í stefnu]. Því hafi stefnandi hafnað, en hafi hins vegar viljað gefa stefnda verulegan aflátt af sínum kostnaði og krafið  því aðeins um kr. 1.000.000 vegna verksins.

Um lagarök kveðst stefnandi vísa til meginreglu kröfuréttarins um efndir fjárskuldbindinga, en regla þessi fái m. a. lagastoð í 5., 6. og 28. gr. laga 39/1922. Um gjalddaga kröfunnar er einkum vísað til meginreglu 12. gr. sömu laga. Kröfur um dráttarvexti, þ. m. t. vaxtavexti, styður stefnandi við reglur III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breytingum. Krafan um málskostnað styðst við 1. mgr. 130. gr. laga 91/1991 um meðferð einkamála. Varðandi varnarþing er vísað til 35. og 36 gr. laga númer 91/1991.

III

Af hálfu stefnda er á það bent að í verksamningi aðila máls er m.a. vísað til verk- og útboðslýsingar Vegagerðarinnar, teikninga og Alverks 95. Á verkferlinum hafi komið í ljós galli á fláa við stöpulvæng við brúarstöpul og stefnandi þurft að lagfæra þann galla á verki sínu. Vegagerð ríkisins [svo í grg. stefnda], verkkaupi af stefnda, hafi talið gallann stafa af mistökum stefnanda sjálfs við verkið og neitað að greiða kostnað vegna lagfæringa á gallanum. Verkinu hafi átti að ljúka þann 1. ágúst 1999, en því hafi lokið í septemberbyrjun 1999. Stefnandi hafi gefið út síðasta reikning sinn vegna verksins þann 29. sept. 1999. Stefndi hafi greitt stefnanda síðustu greiðslu vegna verksins ásamt vöxtum þann 16. febrúar 2000.

Milli stefnanda og stefnda hafi enginn sérstakur samningur verið gerður um lagfæringu á gallanum á brúarstöplinum og ekki samið um neina greiðslu fyrir lagfæringarnar, sem verið hafi á ábyrgð stefnanda sjálfs sem undirverktaka og unnar jafnhliða brúarsmíðinni en ekki sem sérstakt verk.

Þann 25. ágúst 1999 hafi stefnandi sent stefnda bréf vegna beiðni Vegagerðarinnar um lagfæringu á umræddum vestari stöpli á brú yfir Tunguós. Í því bréfi komur fram að stefnandi telji að Vegagerðin eigi að bera kostnaðinn af lagfæringum. Með bréfi, dags. 29. okt. 1999, hafi stefnandi sent stefnda ,,sundurliðun á kostnaði vegna vestari brúarstöpla”. Stefnandi hafi flutt erindin inn á verkfundi til Vegagerðarinnar sem hafnað hafi greiðsluskyldu.

Í marsbyrjun 2000 hafi lokauppgjör vegna Snæfellsnesvegar í heild við verkkaupann, Vegagerð ríkisins, farið fram. Í framhaldi af því hafi stefndi boðið stefnanda að greiða honum kr. 600.000 vegna lagfæringanna á brúarstöplinum. Það boð hafi verið gert án nokkurra samninga eða skyldu stefnda til greiðslu. Þessu tilboði stefnda hafi stefnandi hafnað með því að gefa út reikning þann að fjárhæð kr. 1.000.000 sem hann byggi málsókn þessa á. Stefndi hafi þegar hafnað kröfu stefnanda skv. reikningnum og dregið tilboð sitt til baka og sé því óbundinn af því.

Stefndi kveðst byggja sýknukröfu sína á þessum forsendum: Í fyrsta lagi að hann beri ekki ábyrgð á þeim galla sem á stöpulvængnum var og verði stefnandi sjálfur að bera þann skaða sem af gallanum hlaust. Í öðru lagi á þeim grundvelli að uppgjöri stefnanda og stefnda vegna brúar á Tunguósi hafi verið lokið og lokareikningur hafi verið gefinn út skv. verksamningnum þann 28. september 1999. Engir fyrirvarar um frekari kröfur vegna verksins hafi verið gerðir af hálfu stefnanda við útgáfu síðasta reiknings skv. verksamningnum eða við greiðslur stefnda og viðskiptum þeirra því lokið í raun í lok september 1999.

Þá byggir stefndi á ákvæðum ÍST gr. 31.6. og 31.8. Samkv. 31.6. beri verktaka að senda fullnaðarreikning innan tveggja mánaða frá því hann skilaði verkinu í hendur verkkaupa. Stefnandi hafi sent stefnda lokareikning sinn 28. sept. 1999. Í ÍST 30, gr. 31.8,segi: ,,Eftir að verktaki hefur lagt fram fullnaðarreikning getur hann ekki haft uppi frekari  kröfur.” Þar sem stefnandi hafi lagt fram síðasta reikning sinn vegna verksins í september 1999 og stefndi hafi greitt lokagreiðslu skv. viðskiptareikningi þeirra þann 16. febrúar 2000 geti stefnandi ekki haft uppi frekari kröfur. Málefni stefnanda hafi verið tekin fyrir á verkfundum stefnda og Vegagerðarinnar þann 18.ágúst og 31.ágúst og á verkfundi þann 14. september 1999 og Vegagerðin hafnað öllum kröfum vegna gallans á stöpulvængnum. Hálfum mánuði síðar hafi stefnandi gefið út lokareikning sinn án nokkurs fyrirvara um frekari kröfur. Reikningur stefnanda frá 28. september 1999 hafi verið síðasti reikningur hans skv. verksamningnum, þá hafi verki hans verið lokið og stefndi hafi greitt stefnanda að fullu skv. verksamningnum.

Enn byggir stefndi sýknukröfu sína á því, að stefnandi hafi verið að lagfæra eigin mistök við brúarsmíðina og hann verði að bera sjálfur þann kostnað sem af mistökunum hafi hlotist. Um verksamning stefnda og stefnanda um brúarsmíðina hafi gilt reglur ÍST 30. Í gr. 29.2  í ÍST 30 segi, að verktaki skuli bæta úr göllum á verki sem í ljós komi. Enginn sérstakur samningur hafi verið gerður um viðgerðina og hún ekki verið aðskilin sérstaklega í verki stefnanda, heldur unnin samhliða brúarsmíðinni.

Loks byggir stefndi á því, að boð hans um greiðslu, kr. 600.000, hafi verið sett fram án nokkurrar skyldu til greiðslu. Fullnaðaruppgjöri málsaðila hafi þá verið lokið og engir fyrirvarar verið settir af hálfu stefnanda við útgáfu lokareikningsins, sem gefinn hafi verið út nær mánuði eftir að verki hans lauk. Í raun hafi stefnandi aldrei beint kröfu að stefnda vegna lagfæringarinnar meðan á samningssambandi þeirra stóð. Stefnandi hafi sent til stefnda yfirlit yfir kostnað, en enga beina kröfu borið fram á hendur honum, enda komi fram hjá stefnanda að hann hafi ekki talið stefnda ekki bera ábyrgð á hinum umþrætta verkþætti. Þar sem stefnandi hafi hafnað boði stefnda um greiðslu kr. 600.000 sé stefndi óbundinn af því, sbr. ákvæði 5. gr. 1. nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga.

Þá bendir stefndi á að í ÍST 30, gr. 31.9., segi, að reikningar skuli vera sundurliðaðir og studdir fylgiskjölum. Þótt ekki sé byggt á þessari grein sem sérstakri málsástæðu, telur stefndi að reikningur stefnanda, sem dómkrafa hans byggir á, sé ekki í samræmi við verksamning aðila og auk þess ósundurliðaður. Í yfirskrift hans segi: ,,Áfangi 12 Viðgerð á stöpli”. Stefnandi segi í texta reiknings að um sé að ræða  ,,Verk skv. tilboði. Samkv. samningi. við Vegagerðina”. Í honum standi: ,,Samtals áfangi 12 með VSK: 1.000.000.-“ Reikningurinn sjálfur sé algerlega ósundurliðaður. Þá sé það rangt sem í texta reikningsins segi, að um sé að ræða verk skv. tilboði skv. samningi við Vegagerðina, því enginn samningur hafi legið fyrir um viðgerðina eða kostnað sem af henni myndi leiða. Hér hafi verið um að ræða úrbætur á gölluðu verki.

Stefndi vísar til ákvæða 5. gr. l. nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Varðandi málskostnað vísar stefndi til 129. gr. og 130. gr. laga. um meðferð einkamála nr. 91/1991.

IV

Í þeim fundargerðum verkfunda verkkaupa, Vegagerðarinnar, og verktaka, Héraðsverks ehf., stefnda í máli þessu, sem fram hafa verið lagðar í máli þessu, er fyrst minnst á umræddan brúarstöpul hinn 4. ágúst 1999, á 17. verkfundi, og var þá bókað: ,,Í ljós hefur komið að flái á vestari stöpli er ekki réttur og verður úrbóta krafist. Með hvaða hætti úrbætur verða gerðar liggur ekki fyrir en tillaga verður gerð af verkkaupa.”

Í framlagðri fundargerð 18. verkfundar 18. ágúst 1999, þar sem í forsvari verktaka var þáverandi framkvæmdastjóri stefnda, Sveinn Jónsson, var bókað um brúargerð: ,,Lokið er uppsteypu brúar á Tunguós.[...] Í ljós hefir komið að flái á vestari stöpli er ekki réttur og er úrbóta krafist. Verktaki [Héraðsverk, Sveinn] telur að teikningar hafa verið óljósar varðandi framangreindan boga. Verktaki áskilur allan rétt í þessu samhengi og telur sig ekki eiga að bera kostnað af viðgerð. Hann mun leggja fram bréf með kröfugerð og rökstuðningi varðandi þetta mál. Verkkaupi leggur fram tillögu af viðgerð í samræmi við bókun á síðasta verkfundi.”

Á 19. verkfundi 31. ágúst 1999, þar sem Sveinn var enn í forsvari, var bókað um brúargerð:

,,Brú er nú tilbúin til umferðar, háð því að ekki verði mæst á brú og vagnlestir verði ekki yfirlestaðar. Ekki er leyfð umferð Moxy trukka að svo komnu. Brúar­smiðir eru langt komnir að fram­kvæma lag­færingu á vængjum við vestur­enda brúar. Verk­taki [Sveinn] leggur fram bréf dags. 25.8.99. frá undir­verk­taka við byggingu brúar á Tungu­ós, Skipa­vík ehf., þar sem mót­mælt er að undir­verk­taki beri kostnað af lag­færingu á vestari stöpli brúar yfir Tungu­ós, saman­ber fundar­gerð síðasta verk­fundar.”

Bréf stefnanda, Skipa­víkur hf., til stefnda, Héraðs­verks ehf., dags. 25. ágúst 1999, sem getið er um í þessari fundar­gerð, hljóðar svo :

,,Varð­andi upp­steypu á stöpli vill Skipa­vík koma eftir­far­andi á fram­færi. Við upp­steypu á vestari stöpli var farið eftir teikningum þeim og málum sem fyrir lágu og upp voru gefin á teikningu. Halli á flága [svo] á stöpli var settur út í sam­ráði við eftir­lits­mann Vega­gerðarinnar.

Þegar verk­stjóri Skipa­víkur tekur eftir því að um magn­aukningu er að ræða og eftir­lits­maður Vega­gerðarinnar fer að at­huga má­lið, kemur í ljós að halli á flága er annar en ætlað var.

Skipa­vík telur að ekki komi fram á teikningu mál­setning á halla bogans og hallinn te­kinn í sam­ráði við eftir­lits­mann Vega­gerðarinnar beri Skipa­vík því ekki kostnað af að taka af veggnum heldur sé það Vega­gerðarinnar að bera þann kostnað.

Far­sæ­last teljum við eins og fram hefur komið áður að láta vegginn standa en taka af honum sam­kvæmt ósk og tillögu Vega­gerðarinnar.”

Á 20. verk­fundi stefnda og Vega­gerðarinnar 14. september 1999 var bókað:

,,Lokið er lag­færingu á vestari stöpli brúar á Tungu­ós í sam­ræmi við bókanir á verk­fundun 17, 18, og 19.

Kröfu sem sett var fram í bréfi Skipa­víkur hf., undir­verk­taka við brúar­gerð, dags. 25. ágúst, þar sem hann krefst þess að verk­kaupi beri allan kostnað af lag­færingu, er hafnað.

Verk­taki ítrekar fyrri kröfur og áskilur sér allan rétt í því sam­bandi. Verk­taki telur kostnað við lag­færingu ekki vera undir einni og hálfri milljón.”

Fram er lagt í má­linu bréf stefnanda til stefnda, dags. 29. ok­tó­ber 19­99, þar sem kostnaður vegna vestari brúar­stöpuls er þannig sundur­liðaður:

Umfram magn vegna veggja :

Steypa2,5 m3 2309757.743

Upp­sláttur15 m2 660­299.030

Járn63 kg1398.757
Vinna við brot af stöpli og upp­sláttur:

Dag­vinna 105 tímar 2400252.000

Nætur­vinna 91 tímar3300300.300

Steypa 1,5 m3 2309734.646

Brot á vegg953.844Sam­tals:1.706.319

Fylgi­skjal með sundur­liðun þessari er sundur­liðum Ofna­smiðju Reykja­víkur, að því er virðist til stuðnings liðnum “Brot á vegg” í framan­greindri sundur­liðun:

Vöru­bíll 500 km. x    80 kr.  pr. km.40. 000

vinna 2 menn 60 klst dv.   x 1.800 kr. pr.klst.  108.000

vinna 2 menn 56 klst. ev.  x 3.240 kr. pr. klst.  181.440

stein­s­ögun 36 m. x l.500 kr. pr. m. -54.000

grafan34 klst. , x 1.800 kr. pr. klst.61.200

ró­bót3l klst. x 8.800kr. pr. klst,263.500

vöru­bíl580 km x 100 kr.   pr. km.-58.000

Án vsk.  Sam­tals kr.766.140”

Loks er á 29. verk­fundi, er haldinn var í Reykja­vík hinn 7. mars 2000, bókað:

,,Verk­taki gerði kröfu um greiðslu kr. 2.500.000 vegna kostnaðar vegna mis­taka við byggingu á vestari brúar­stöpli, þar sem flái stöpul­vængja var ekki réttur. Rök verk­taka fyrir kröfunni voru þau, að teikningar hafi verið ófull­nægjandi. Verk­kaupi áréttar fyrri svör við þessari kröfu, en getur fallist á að taka þátt í tjóni verk­taka sem nemur óbeinum kostnaði hans við breytinguna, eða sam­tals um kr. 1.000.000.”

Framkvæmda­stjóri stefnda sendi stefnanda hinn 30. mars 2000 bréf svohljóðandi:  

Héraðs­verk hefur gengið frá sátt við Vega­gerð ríkisins um uppgjör vegna fram­kvæmda við Snæ­fells­veg um Bú­lands­höfða. Með vísan til fram­gangs verka við brúar­gerðina býður Héraðs­verk greiðslu að upp­hæð kr. 600.000.- vegna lag­færinga þeirra, sem Skipa­vík varð að vinna á vestari stöpli brúarinnar.

Vin­sam­lega sendið því reikning, svo unnt verði að ganga frá greiðslu. Með því telur Héraðs­verk að lokið sé upp­gjöri vegna samnings um gerð brúar á Tungu­ós.”

Reikninginn sendi stefnandi þegar í stað, hann er dag­settur 31. mars 2000, en hafði hann kr. 1.000.000, sem stefndi vildi ekki sam­þykkja. Hinn 1. ágúst sama ár ritar lög­maður stefnanda inn­heimtu­bréf.

V

Framkvæmdarstjóri stefnanda, Sævar Harðar­son, kt. 070766-5159, Lág­holti 11 Stykkis­hólmi, sagði í aðila­skýrslu við að­al­með­ferð: “Á teikningum var gefinn upp upp­hafs­punktur og enda­punktur og menn álitu að það væri bein lína. Það var gefinn upp efsti og neðsti kvóti á fláanum, uppi og niðri.  Þegar búið var að steypa kom í ljós að þetta var ekki eins og þeir óskuðu eftir og þeir létu okkur hafa aðra teikningu með kvótum með vissu milli­bili upp á að sýna að þetta sé boga­dregin lína. Það var ekki ágreiningur um það við að­al­verk­taka að þetta væri á þeirra kostnað, enda sótti hann má­lið á Vega­gerðina. Við komum náttúru­lega ekki ná­l­ægt því vegna þess að við erum undir­verktakar þeirra.”

Aðilinn sagði að þegar uppgjör fyrir til­boðs­ver­kið milli aðila máls þessa fór fram um haustið hefðu stefndi og Vega­gerðin ekki verið búin að ljúka upp­gjöri sínu fyrir ýmis auka­verk, þ. á m. þetta og  má­linu því verið haldið opnu. Sveinn hefði sagt að það væri ekki hægt að ganga frá þessu því þeir væru enn að semja um heildar­pakkann við Vega­gerðina, magn­aukningu og fleira. ,,Ég taldi ekki ástæðu til að taka neitt fram um þetta á reikningnum því þetta var allt í far­vegi að mínu mati.”

“Svo kemur í ljós, þegar eftirlitsmaður Vega­gerðarinnar Guð­mundur Waage þarf að fá lán­aðan hjá okkur bíl í öðru verki í Ólafs­vík, og þá vissi ég ekki að það væri búið að ljúka þessu máli, að þá sagði hann mér þegar ég fór að spyrja hann út í þetta mál, að það væri búið að ganga frá því og Héraðs­verk hefði fengið eina milljón. Þá hef ég sam­band við Svein Jóns­son, og svo fékk ég bréf frá honum þar sem hann vildi greiða 600.000. Ég taldi að það væri ekki það sem um var talað og við höfðum samið um þannig að ég sætti mig engan vegin við það.”

Framkvæmda­stjórinn sagðist að­eins hafa setið einn verk­fund, í júlí 1999.

Sveinn Jóns­son, kt. 070948-2819, Tjarnar­löndum 14 Egils­stöðum, sem var framkvæmda­stjóri stefnda á þeim tíma sem at­burðir þeir gerðust er mál þetta fjallar um en hefur nú látið af því starfi, benti á það í vætti sínu fyrir dómi, að eftir­lits­maður Vega­gerðarinnar hefði ekki gert sér grein fyrir þessum mis­tökum áður en vængirnir voru steyptir þannig að mis­tökin hefðu ekki komið í ljós fyrr en um seinan. ,,Þegar þetta kom til þá út­bjó Vega­gerðin sér­staka töflu sem sýndi ná­kvæma mál­setningu fyrir þessum bogum.” ,,Við gengumst í það sem samnings­aðili gagn­vart Vega­gerðinni að leita réttar Skipa­víkur í þessu og fá Vega­gerðina til þess að sam­þykkja bætur. Ég hafði hug­mynd um það hver þeirra kostnaður var, en það var ekki bara Skipa­vík sem varð fyrir kostnaði, við urðum einnig fyrir kostnaði, ver­kið tafðist og af því höfðum við kostnaðar­auka og lentum í töfum vegna veðurs, m.a. sem væntan­lega hefði ekki komið til annars.”

 Framkvæmda­stjórinn fyrr­verandi sagði að Skipa­vík hefði átt að skila verkinu um mánaða­mó­tin júlí/águst, en þetta og annað hefði tafið, það hefðu ekki verið verk­lok hjá þeim fyrr en um mánaða­mót águst/september.

Spurður um hvort Skipa­vík hefði við uppgjörið um haustið gert fyrir­vara varð­andi þetta mál sagði framkvæmda­stjórinn fyrr­verandi: ,,Sæ­vari var það ljóst þarna í september að Vega­gerðin hafði hafnað þessu, og við gerðum upp við þá ver­kið í sjálfu sér og Skipa­vík gefur út loka­reikning í sam­ræmi við það. En ég hugsa að Sævar hafi vitað að ég var með þetta ennþá inni.”

Vit­nið sagði ennfremur: ,,Það uppgjör sem átti sér stað þarna fram eftir vetri var um­fangs­mikið og þar hafði ég uppi fjöl­margar kröfur, og ég hélt þar vakandi þessari kröfu frá Skipa­vík þrátt fyrir það að Vega­gerðin hefði á sínum tíma hafnað henni. Það var ein­fald­lega safnað saman öllu því sem við töldum að Vega­gerðinni bæri að greiða. Á þessum síðasta fundi var langt í frá að Héraðs­verk fengi allar sínar kröfur upp­fylltar, og það var spurning hvað Vega­gerðin vildi láta það heita sem þeir voru að sam­þykkja, og í þessu þá var færð ein milljón á þennan ver­k­lið af þessari heildar púlíu sem þarna var til af­greiðslu. Ég veit ekkert hvernig Skipa­vík komst yfir þessa fundar­gerð frá Vega­gerðinni. Ef fundar­gerðin er frá þeim komin þá tel ég að Vega­gerðin hafi brotið ákveðinn trúnað í sam­skiptum. En al­veg burtséð frá því, var Skipa­vík al­veg með­vituð um að þetta vari gangi og fékk af­rit af þessari niður­stöðu, og þá minnir mig að Sævar hafi óskað eftir því að fá þá upp­hæð alla - við vorum nú ekki sam­mála um það - og hafði uppi máls­hótanir. Og frekar en að því lenti þannig, þá var það til mála­miðlunar boðið af ok­kar hálfu að þeir fengju 600.000.”

Er framkvæmda­stjórinn fyrr­verandi var spurður að því hvernig þessi fjár­hæð, kr. 600.000, hefði verið fundin svaraði hann: “Krafan sem sett var fram var tvær og hálf milljón, um ein og hálf miljón vegna Skipa­víkur og ein miljón vegna Héraðs­verks. Það er ekkert sem segir til um það að Skipa­vík eigi til­kall til þessarar miljónar sér­stak­lega.”

Spurður hvort hann vildi taka eitthvað fram að lokum sagði vit­nið: “ Ég held að má­lið hafi verið af­greitt hjá okkur þarna í september- ok­tó­ber með reikningum og það er bara í sam­ræmi við ís­lenskan stað­al að eftir það uppgjör með loka­reikningi þá getur verk­taki ekki gert frekari kröfur á verk­kaupa, sem Héraðs­verk var í þessu til­viki.”

Álit rétt­arins.

Stefnandi sló upp fyrir og steypti stöpul­væng um­ræddrar brúar með öðrum hætti en Vega­gerðin ætlaðist til; hann hafði til­tekna línu á stöpul­vængnum beina, sem ætlast var til að væri boga­dregin. Stefnandi skýrir þetta svo, að á verk­teikningum og fylgi­s­kjölum með þeim hafi að­eins verið gefnir upp kvótar við enda um­ræddrar línu, og því hafi hann lesið svo úr  þessum gögnum, að línan ætti að vera bein.

Aðilar eru sam­mála um, að áður en til þess kom að slegið væri upp fyrir stöplinum hinum megin og áður en verk það, breyting, sem mál þetta snýst um, var unnið, hafi  Vega­gerðin látið stefnanda í té ná­kvæmari gögn, verk­teikningu eða töflu er sýndi bogann svo ekki varð um villst, þ.e. verk­teikningu eða töflu er sýndi kvóta­setningu með hæfi­legu milli­bili á lín­unni.

Í fyrstu hafnaði Vega­gerðin greiðslu­skyldu sinni. Að­al­verktakinn, stefndi í máli þessu, sem hafði kröfuna uppi sem samnings­aðili Vega­gerðarinnar, féll þó ekki frá kröfunni heldur hélt henni til streitu, bæði á verk­tak­a­f­undum og með gagna­öflun, allt í sam­ráði við undir­verktakann, stefnanda í máli þessu, uns hann náði þeim samningi við Vega­gerðina, hinn 7. mars 2000, jafn­hliða samningum um greiðslur hennar fyrir önnur auka­verk, að Vega­gerðin féllst á ,,að taka þátt í tjóni verk­taka sem nemur óbeinum kostnaði hans við breytinguna, eða sam­tals um kr. 1.000.000.” Óum­deilt er að stefndi hafði ekkert sam­ráð við stefnanda er gengið var frá þessum samningi um bóta­fjár­hæð og að stefnandi frétti af þessu sam­komu­lagi á skot­spónum. Einnig er óum­deilt er að að­al­verktakinn hefur fengið þessa fjár­hæð að fullu greidda.

Að­al­verktakinn hafði uppi á fundi þessum hinn 7. mars kröfu að fjár­hæð kr. 2.500.000 vegna brúar­stólpans og segist þáverandi framkvæmda­stjóri stefnda hafa hugsað fjár­hæðina þannig að ein og hálf milljón væri vegna kostnaðar Skipa­víkur en ein milljón vegna kostnaðar Héraðs­verks. Vega­gerðin hafði þá í höndum hina tölu­legu sundur­liðum stefnanda í máli þessu á 1.706.319 króna kostnaði hans af um­ræddri breytingu á brúar­stólpa, er hann hafði sent að­al­verktakanum hinn 29. ok­tó­ber 19­99, til þess að nota í við kröfu­gerð á hendur Vega­gerðinni.

Stefndi telur sig hafa haft “óbeinan kostnað” af verktöfum og fleiru vegna beytingarinnar á brúar­stólpanum, en hann hefur enga til­raun gert í máli þessu til þess að sundur­liða þann kostnað tölu­lega og styðja þá full­yrðingu hald­bærum sönnunar­gögnum. Þar á með­al hefur hann ekki skýrt hvernig boð hans um 600.000 króna greiðslu til stefnanda, og þar með að hann héldi sjálfur eftir kr 400.000, var út reiknað, að öðru leyti en því að þetta eru svipuð hlut­föll og hann segist hafa miðað 2,5 milljón króna kröfuna við.

Ekki verður á það fallist með stefnda, að stefnandi hafi glatað rétti sínum vegna tóm­lætis. Upp­lýst er að aðilar máls þessa unnu að því sam­eigin­lega og í fullu sam­komu­lagi að fá bætur úr hendi verkkaupans þegar loka­uppgjör þeirra að öðru leyti fór fram og báðum var ljóst að þessari bóta­kröfu á hendur verkaupans var þá ekki til lykta ráðið.

Úr­s­lit máls þessa verða því þau, að þar sem Vega­gerðin hefur greitt bætur að fjár­hæð kr. 1.000.000 og þar með óbeint viðurkennt að verk­teikningum og verk­lýsingu hafi verið áfátt, stefndi hefur te­kið við bótunum, stefnandi hefur lækkað kröfu sína veru­lega frá upp­haf­legri sundur­liðun, sem þó var aldrei hnekkt, auk þess sem stefndi áætlaði sjálfur á verk­fundi hinn 14. september 1999 að kostnaður við lag­færingu væri ekki undir einni og hálfri milljón, og einkum þar sem stefndi hefur ekki sýnt fram á að hann eigi betri rétt en stefnandi til neins hluta bóta­fjárins, þá verða kröfur stefnanda teknar til greina. Það athugist að 1. júlí 2001 tóku gildi ný lög um vexti og verð­tryggingu, nr. 38/2001.

Rétt er að stefndi greiði stefnanda máls­kostnað, og  ákveðst hann 200.000 krónur.

Pétur Kristins­son hdl. sótti má­lið fyrir stefnanda, en Bjarni G. Björgvins­son hdl. hélt uppi vörnum fyrir stefnda.

Finnur Torfi Hjör­leifs­son kveður upp dóm þennan.

D Ó M S O R Ð

Stefndi, Héraðs­verk ehf. greiði stefnanda, Skipa­vík hf, kr. 1.000.000 ás­amt dráttar­vöxtum skv. III. kafla vax­ta­l­aga nr. 25/1987 af þeirri fjár­hæð frá 20. apríl 2000 til 30. júní 2001, en sam­kvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðslu­dags og 200.000 krónur í máls­kostnað.