Hæstiréttur íslands
Mál nr. 302/1998
Lykilorð
- Mál fellt niður fyrir Hæstarétti
- Málskostnaður
|
|
Miðvikudaginn 21. apríl 1999. |
|
Nr. 302/1998. |
M (Kristján Stefánsson hrl.) gegn K (Ingólfur Hjartarson hrl.) |
Mál fellt niður fyrir Hæstarétti. Málskostnaður.
Mál M gegn K var fellt niður fyrir Hæstarétti að kröfu M en með samþykki K. Var M dæmdur til greiðslu málskostnaðar en gjafsóknarkostnaður K skyldi greiðast úr ríkissjóði.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 24. júlí 1998. Þegar málið var tekið fyrir á dómþingi 19. apríl 1999 tilkynnti lögmaður áfrýjanda að þess væri nú krafist að málið yrði fellt niður en málskostnaður látinn niður falla fyrir Hæstarétti. Af hálfu stefndu var fallist á kröfu áfrýjanda um að málið yrði fellt niður en gerð krafa um málskostnað fyrir Hæstarétti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál.
Með vísan til c-liðar 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, svo og 2. mgr. 164. gr. og 166. gr. þeirra, eins og þeim greinum var breytt með lögum nr. 38/1994, er málið fellt niður fyrir Hæstarétti.
Í samræmi við meginreglu 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 166. gr. sömu laga, ber að dæma áfrýjanda til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti svo sem í dómsorði segir, en gjafsóknarkostnaður stefndu, þar með talin þóknun lögmanns hennar, greiðist úr ríkissjóði.
Dómsorð:
Mál þetta er fellt niður.
Áfrýjandi, M, greiði 100.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti og renni þær í ríkissjóð.
Gjafsóknarkostnaður stefndu, K, þar með talin þóknun lögmanns hennar, 100.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.