Hæstiréttur íslands
Mál nr. 810/2014
Lykilorð
- Niðurfelling máls
- Málskostnaður
- Gjafsókn
|
|
Fimmtudaginn 7. maí 2015. |
|
Nr. 810/2014.
|
Hrafnhildur Þórarinsdóttir (Þorbjörg I. Jónsdóttir hrl.) gegn Elliðafélaginu, áhugamannafélagi (Kristján Örn Elíasson fyrirsvarsmaður) og til réttargæslu Landsbankanum hf. (enginn) |
Niðurfelling máls. Málskostnaður. Gjafsókn.
Eftir kröfu H var mál hennar á hendur E og L hf. til réttargæslu fellt niður. Í ljósi atvika málsins þótti rétt að málskostnaður félli niður, en gjafsóknarkostnaður H greiddist úr ríkissjóði.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Eiríkur Tómasson og Þorgeir Örlygsson.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 15. desember 2014. Með bréfi til réttarins 31. mars 2015 tilkynnti áfrýjandi að samkomulag hefði tekist milli hennar og réttargæslustefnda um þau réttindi sem um var deilt í málinu og félli hún frá áfrýjun málsins að öðru leyti en því að hún gerði kröfu um að málskostnaður fyrir Hæstarétti yrði felldur niður. Hefur áfrýjanda verið veitt gjafsókn vegna meðferðar málsins hér fyrir dómi.
Af hálfu stefnda er gerð krafa um málskostnað fyrir Hæstarétti.
Réttargæslustefndi hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti.
Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er málið fellt niður.
Í ljósi atvika málsins þykir rétt að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.
Um gjafsóknarkostnað áfrýjanda fer eftir því sem segir í dómsorði.
Dómsorð:
Mál þetta er fellt niður.
Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.
Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, Hrafnhildar Þórarinsdóttur, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 600.000 krónur.