Hæstiréttur íslands

Mál nr. 308/2011


Lykilorð

  • Ávana- og fíkniefni
  • Vopnalög


                                                                                              

Fimmtudaginn 6. október 2011

Nr. 308/2011.

Ákæruvaldið

(Hulda María Stefánsdóttir

Settur saksóknari

gegn

Stephan Hafsteini Magnússyni

(Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hrl.)

Ávana- og fíkniefni. Vopnalög.

S var ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot fyrir hafa haft í vörslum sínum amfetamín og maríhúana og sverð sem fundust við húsleit á heimili hans. Í málinu krafðist S þess refsing hans yrði milduð vegna þess við húsleitina hefði myndatökumaður frá tilgreindum vefmiðli verið í för með lögreglu og myndskeið er sýndi handtöku hans og húsleitina birst á opinberu svæði vefmiðilsins. Mættu kunnugir þekkja hann þó andlit hans hefði verið hulið. Í dómi Hæstaréttar sagði hafi húsleit á heimili S og handtaka hans verið framkvæmd á óþarflega meiðandi hátt kynni slíkt skapa honum rétt til miskabóta eða hafa í för með sér aðrar lögfylgjur en ekki væri til úrlausnar í málinu hvort svo hefði verið. Þessi atriði gætu á hinn bóginn engin áhrif haft á ákvörðun refsingar fyrir þau brot sem S væri sakfelldur fyrir. Var niðurstaða héraðsdóms því staðfest.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Viðar Már Matthíasson og Þorgeir Örlygsson.

Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 16. maí 2011 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Af hálfu ákæruvaldsins er krafist staðfestingar á ákvæði héraðsdóms um upptöku ávana- og fíkniefna og sverðs og þyngingar refsingar.

Ákærði krefst þess að refsing hans verði milduð.

Af hálfu ákærða er krafa um mildun refsingar einkum studd þeim rökum að við húsleit hjá honum 16. desember 2010 hafi myndatökumaður frá tilgreindum vefmiðli verið í för með lögreglu og hafi myndskeið er sýni handtöku hans og húsleit á heimili hans birst á opinberu svæði vefmiðilsins. Megi kunnugir þar þekkja ákærða þótt andlit hans hafi verið dulið. Þá sjáist lögreglumenn á myndskeiðinu lýsa húsleitinni og samrýmist lýsing þeirra á magni fíkniefna og muna er fundist hafi í vörslum ákærða engan veginn því sem honum hafi verið gefið að sök í ákæru og hann síðan sakfelldur fyrir í hinum áfrýjaða dómi. Allt hafi þetta verið til þess fallið að gera ákærða málið þungbærara en ella.

Hafi húsleit á heimili ákærða og handtaka hans verið framkvæmd á óþarflega meiðandi hátt kann slíkt að skapa honum rétt til miskabóta eða hafa í för með sér aðrar lögfylgjur, en ekki er til úrlausnar hér hvort svo hafi verið. Þessi atriði geta á hinn bóginn engin áhrif haft á ákvörðun refsingar fyrir þau brot sem ákærði er sakfelldur fyrir. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms og 1. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verður hann staðfestur.

Ákærði verður dæmdur til að greiða áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði.

Dómsorð:

          Héraðsdómur skal vera óraskaður.

Ákærði, Stephan Hafsteinn Magnússon, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, samtals 369.616 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns, 313.750 krónur.

Dómur Héraðsdóms Reykjaness 2. maí 2011.

                Mál þetta, sem dómtekið var 18. apríl 2011, er höfðað með ákæru útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 8. mars 2011 á hendur Stephan Hafsteini Magnússyni, kt.[...] , [...] Hafnarfirði, „fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot, með því hafa fimmtudaginn 16. desember 2010 haft í vörslum sínum 0,22 grömm af amfetamíni, 18,23 grömm af maríhúana og sverð af samuraigerð (blaðlengd 63 sm.). Efnin og sverðið fundust við húsleit lögreglu hjá ákærða sama dag.

                Telst þetta annars vegar varða við 1., sbr. 4. mgr. 2. gr., sbr. 1. mgr. 5. gr. og 6. gr. laga nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni, sbr. 1. gr. laga nr. 60/1980 og 1. gr. laga nr. 13/1985, sbr. og reglugerð nr. 233/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 490/2001 og reglugerð nr. 848/2002 og hins vegar við d. lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998.“                 

Þess er krafist ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er þess krafist gerð verði upptæk ofangreind fíkniefni sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. 2. gr. laga nr. 68/2001 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Þá er einnig krafist upptöku á sverði af samuraigerð samkvæmt heimild í 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998.

                Ákærði krefst vægustu refsingar er lög leyfa.

                Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga.

                Ákærði hefur skýlaust játað hafa haft umrædd fíkniefni og sverð í vörslum sínum. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins hann er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.

                Ákærði er fæddur í september 1982. Samkvæmt sakavottorði ákærða gekkst hann undir sektargreiðslu með lögreglustjórasátt á árinu 2001 fyrir fíkniefnalagabrot. Á árinu 2006 var hann dæmdur til greiða 52.500 kr. sekt fyrir fíkniefnalagabrot og á árinu 2007 var hann dæmdur til greiða 284.000 kr. sekt, einnig fyrir fíkniefnalagabrot. Með dómi 25. júní 2008 var ákærði dæmdur til greiða 140.000 kr. sekt fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Jafnframt var hann sviptur ökurétti í 12 mánuði. Þá var hann hinn 9. september 2010 dæmdur til sæta fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir fíkniefnalagabrot og akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig var hann sviptur ökurétti í 8 mánuði. Með brotum þeim sem ákærði er sakfelldur fyrir hefur hann rofið skilorðsdóminn og ber með vísan til 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 taka hann upp og ákveða refsingu ákærða í einu lagi. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. Vegna sakaferils ákærða er ekki unnt skilorðsbinda refsingu hans.

                kröfu ákæruvaldsins og með vísan til framangreindra laga- og reglugerðarákvæða skulu upptæk til ríkissjóðs 0,22 g af amfetamíni, 18,23 g af maríhúana og sverð af samuraigerð.

                Dóm þennan kveður upp Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari.

D ó m s o r ð:

Ákærði, Stephan Hafsteinn Magnússon, sæti fangelsi í sex mánuði.

                Ákærði sæti upptöku á 0,22 g af amfetamíni, 18,23 g af maríhúana og sverði af samuraigerð.