Hæstiréttur íslands

Mál nr. 372/2013


Lykilorð

  • Börn
  • Forsjársvipting
  • Gjafsókn


                                     

Fimmtudaginn 24. október 2013.

Nr. 372/2013.

M og

(Valborg Þ. Snævarr hrl.)

K

(Guðrún Sesselja Arnardóttir hrl.)

gegn

Reykjavíkurborg

(Kristbjörg Stephensen hrl.)

Börn. Forsjársvipting. Gjafsókn.

Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að M og K skyldu svipt forsjá barna sinna A og B á grundvelli a. og d. liðar 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Var sú niðurstaða einkum byggð á fjórum álitsgerðum um forsjárhæfni M og K sem gerð höfðu verið á fimm ára tímabili og skýrslum dómkvaddra matsmanna fyrir héraðsdómi, en ítrekað hafði verið reynt að beita öðrum og vægari úrræðum, sbr. 2. mgr. sömu greinar, en þau ekki borið árangur.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Greta Baldursdóttir.

Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 3. og 11. júní 2013. Þau krefjast hvort um sig sýknu af kröfu stefnda og málskostnaðar fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar sem þeim hefur verið veitt.

Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms.

Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi krefst áfrýjandinn M þess að hann verði sýknaður vegna aðildarskorts stefnda. Er þetta reist á því að stefndi eigi ekki lögsögu í málinu sökum þess að áfrýjandinn hafi flutt frá Reykjavík til [...] 18. október 2010, en börnin eigi lögheimili hjá honum. Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 á barnaverndarnefnd í umdæmi þar sem barn á fasta búsetu úrlausn um málefni þess. Þó geta viðkomandi barnaverndarnefndir samkvæmt heimild í 3. mgr. sömu greinar samið um það sín á milli að mál verði að einhverju eða öllu leyti rekið í öðru umdæmi en þar sem barn á fasta búsetu ef það þykir hentugra. Þá fer barnaverndarnefnd sem ráðstafað hefur barni í fóstur eða vistun í annað umdæmi áfram með málið, sbr. 4. mgr. greinarinnar. Í 2. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 56/2004 um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd eru nánari ákvæði um valdsvið barnaverndarnefnda þegar barn er í fóstri eða vistun. Þar segir að flytji forsjáraðili á því tímabili skuli barnaverndarnefnd í umdæmi sem aðilinn flytur í taka við meðferð málsins þegar fóstur- eða vistunarsamningur fellur úr gildi nema annað sé ákveðið með heimild í 15. gr. barnaverndarlaga.

Allt frá því áfrýjandinn M flutti frá Reykjavík til [...] hafa börn hans verið í fóstri á vegum stefnda. Þar sem fóstursamningur vegna barnanna er enn í gildi átti stefndi úrlausn um málið. Þessi málsástæða áfrýjandans er því haldlaus. Samkvæmt þessu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.

Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður áfrýjenda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði eins og í dómsorði greinir.

Dómsorð:

Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.

Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.

Gjafsóknarkostnaður áfrýjenda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanna þeirra 600.000 krónur til hvors um sig.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 28. maí 2013.

Mál þetta, sem dómtekið var 18. apríl sl., er höfðað af Reykjavíkurborg, á hendur M, [...], [...] og K, [...], [...], með stefnu birtri 1. desember 2011.

Stefnandi gerir þær dómkröfur að stefndu verði svipt forsjá barna sinna, A, kt. [...]-[...], og B, kt. [...]-[...], sem nú dvelja á fósturheimili á vegum stefnanda.

Stefndi M gerir þá kröfu að hann verði sýknaður af kröfu stefnanda um að hann verði sviptur forsjá barna sinna, A og B. Þá gerir hann þá kröfu að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar í samræmi við framlagða tímaskýrslu eins og málið væri eigi gjafsóknarmál.

Stefnda K krefst þess aðallega að kröfu stefnanda um að stefnda verði svipt forsjá barna sinna A og B verði hafnað og að henni verði dæmd forsjá barnanna. Þá gerir hún þá kröfu að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar samkvæmt framlagðri tímaskýrslu eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál. Þá krefst stefnda virðisaukaskatts af málflutningsþóknun.

Með úrskurði héraðsdóms frá 30. mars 2012 var kröfu stefnda M um að málinu yrði vísað frá dómi hafnað.

Mál þetta er rekið fyrir dómi í samræmi við fyrirmæli í X. kafla barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Málavextir

Stefndu, K og M, hófu samband í janúar 1998 og gengu í hjónaband 17. september 2006. Þau eignuðust saman börnin B og A, sem eru tvíburar og fæddust [...] 2006. Í máli þessu er deilt um það hvort svipta skuli stefndu forsjá þeirra. Starfsmenn stefnanda hafa haft afskipti af börnunum frá því skömmu eftir fæðingu þeirra. Börnin fæddust átta vikum fyrir tímann og við útskrift af vökudeild LSH var send beiðni til þjónustumiðstöðvar um stuðning fyrir stefndu, sótt var um forgang á leikskóla og félagslega heimaþjónustu. Í október 2007 barst barnaverndarnefnd tilkynning þar sem lýst var áhyggjum af uppeldisaðstæðum barnanna. Tilkynningin var tekin til meðferðar á fundi 20. nóvember 2007 og var þá bókað: „Foreldrar komu til viðtals og sögðu tilkynningu tilhæfulausa. Þau taka fram varðandi umönnun barnanna að fæðuval sé fjölbreytt þau sjá reglulega um matinn auk þess að fara reglulega til ættingja í mat. Móðir segist þó eiga í erfiðleikum með þrif vegna líkamlegs ástands, en hún segist vera slæm í skrokknum. Hún vill frekar sinna börnunum heldur en þrífa íbúð. Hún sagði börnin fara reglulega í bað, ýmist annan hvorn dag eða einu sinni í viku. Faðir segir að hann sé leigubílstjóri. Fram kom að börnin væru á bið eftir leikskólavistun en byrja hjá dagmóður í næsta mánuði. Stuðningur frá Þjónustumiðstöð hefur staðið til boða. Móðir samþykkir stuðninginn en ekki faðir. Móðir sagðist gjarnan vilja aðstoð, en hún viðurkenndi vanmátt sinn í því að sinna heimili og börnum.“ Í sömu bókun kemur fram að bæði stefndu hafi haft samband símleiðis og lýst vandamálum sem væru komin upp á milli þeirra. Þá kemur fram í bókun að það sé mat starfsmanna að stefndu þyrftu töluverðan stuðning við uppeldi barnanna og við að sjá um heimilið. Í kjölfar þessa eða 21. nóvember 2007 undirrituðu stefndu meðferðaráætlun, sbr. 23. gr. laga nr. 80/2002, þar sem þau féllust á að þiggja stuðningsúrræði á vegum stefnanda, m.a. að undirgangast greiningar- og kennsluvistun á Vistheimili barna. Stefndu tóku börnin af heimilinu í lok janúar 2008, þrátt fyrir að vistunartíma væri ekki lokið. Í greinargerð um vistunina segir að í ljós hafi komið að stefnda K hafi aðallega verið umönnunaraðili barnanna og hún hafi verið dugleg að virkja stefnda M með sér. Börnin hafi verið tengdari móður sinni og hafi notað grát til að ná sínu fram. Þá segir í greinargerðinni:

„Foreldrar tóku leiðbeiningum, K var jákvæðari og átti miklu auðveldara með að taka hrósi og fannst gott að fá hrós. Hún var tilbúnari til að viðurkenna að hún þyrfti aðstoð við uppeldi og umönnun barna sinna en M maldaði oft í móinn en tók samt leiðbeiningum. Einnig var talað um hve skap og lundarfar foreldra hefðu mikil áhrif á líðan barnanna.

Í upphafi vistunnar voru matartímar sá tími sem foreldrarnir þurftu mestu aðstoð við. Það kom fram að K hefði matað bæði börnin í einu og að þau væru ekki vön að sitja til borðs. Unnið var með þetta þannig að foreldrarnir sætu til borðs með börnunum, hlustuðu á þau, töluðu við þau og létu þau borða sjálf og að það væru foreldrarnir sem stjórnuðu matartímanum. Starfsmenn sáu framfarir hjá öllum.

Svefntímar var annar þáttur sem horft var á. Foreldrar sögðust alltaf hafa lagt börnin og þau sofnað strax. Börnin áttu erfitt með að sofna fyrstu kvöldin á Vistheimilinu og var þá foreldrum bent [á] að nú væru nýjar aðstæður hjá börnunum því þau voru líka að byrja hjá dagforeldrum. Foreldrar voru á móti að breyta sínum aðferðum en gerðu það þó með aðstoð starfsmanna eftir það urðu börnin öruggari og sofnuðu fljótlega eftir að þau voru lögð.

Eins og áður segir fór börnunum fram í þroska og voru farin að gera meiri og aðrar kröfur á foreldra sína og var eins og þau áttuðu sig ekki á því og var þeim leiðbeint áfram með það.“

Í vitjun starfsmanna barnaverndar á heimili barnanna 13. febrúar 2008 var það mat þeirra að aðstæður barnanna væru ótryggar og aðbúnaður allur óásættanlegur. Segir í gögnum barnaverndar að þegar starfsmaður kom á heimilið hafi verið ljóst að aðstæður voru óviðunandi fyrir börnin, „alger óreiða og óhreinindi“. Móðir hafi verið í miklu ójafnvægi, á heimilinu hafi verið önnur börn og var ástæðan sú að móðir hafði gerst dagmóðir án leyfis yfirvalda. Samþykktu stefndu þá að börnin yrðu vistuð á ný á Vistheimili barna. Upphaflega átti vistunin að vara í eina viku á meðan stefndu kæmu fjölskyldulífinu í viðunandi ástand en dvölin stóð í alls sex mánuði eða þar til í júlí 2008. Þá samþykktu stefndu 3. mars 2008 að gangast undir forsjárhæfnimat. Í gögnum frá barnavernd má sjá að samkomulag milli stefndu var ekki gott á þessu tímabili og skildu þau að borði og sæng áður en vistun barnanna lauk. Ástandi barnanna er lýst svo fyrstu viku dvalarinnar, 13.-17. febrúar 2008, að „B sé tæplega tveggja ára vansæl stúlka sem sjúgi mikið fingur og nái sér í „huggara, t.d. tuskudúkkur, sem hún situr með afsíðis og er raunamædd“. Málþroski hennar hafi ekki verið góður og sé hún varla farin að segja skýr orð en noti væl og suð til að fá sínu framgengt, einkum við foreldra sína. Um A segir að honum hafi fleygt fram í þroska þessa daga, hann hafi frá mörgu að segja þegar hann komi úr leikskóla og tjái sig á sínu tungumáli sem fáir skilji. Hann sé áhugasamur um umhverfi sitt og blandar sér í leik með öðrum börnum. Um stefndu segir að þegar þau annist börnin sé næstum stöðugur grátur hjá börnunum og skýra þau það svo að börnin séu þreytt eða að þetta sé frekja. Þá segir að þegar þeim hafi verið bent á leiðir til að stöðva grát segjast þau vera búin að reyna allt. Virtust þau ekki geta lesið tungumál barnanna né líðan þeirra. Ítrekað hafi verið nefnt við foreldra að bannað væri að nota farsíma á heimilinu en þau hafi verið mjög upptekin af símanum, sífellt í sambandi út í bæ að ræða vandamál sín. Meðal annars sökum þess hafi þau ekki getað gefið sig að börnunum sem skyldi. Meðan á vistuninni stóð var ágreiningur milli foreldra um tilhögum umgengni þeirra við börnin. Þá voru m.a. gerðar athugasemdir við mætingu stefndu í umgengni, slæma umgengni þeirra innan vistheimilisins, og að þau hafi sinnt illa þvotti á fötum barnanna.

Ingþór Bjarnason sálfræðingur framkvæmdi forsjármat vegna stefndu og er það dagsett 17. júní 2008. Þar kemur fram að stefndu hafi staðið í erfiðu skilnaðarferli og deilt um forsjá barna sinna. Í viðtölum við báða aðila hafi komið fram mikið vantraust og ásakanir á báða bóga um hver ætti sök á erfiðleikunum. Einnig hafi verið fullyrðingar á báða bóga varðandi vanhæfni hins í foreldrahlutverkinu. Niðurstaða hans var sú að stefndu hafi bæði verið hæf til að sinna foreldrahlutverkinu, vitsmunaþroski beggja mælist innan meðalmarka þó í lægra meðalagi sé, og persónuleikapróf gefi ekki til kynna að um sé að ræða alvarlega geðræna erfiðleika eða geðraskanir. Ákveðin persónuleikaeinkenni birtist þó hjá þeim báðum sem geti haft áhrif á dómgreind þeirra, innsæi í eigin vanda og færni til að eiga samskipti. Hjá stefndu K sé um að ræða óöryggi, sveiflukennt geðslag, hvatvísi og innsæisskort og hjá stefnda M ósveigjanleika, stjórnsemi, tortryggni og tilhneigingu til að væna annað fólk um neikvæðar hugsanir eða fyrirætlanir. Telur hann að til að stefndu geti sinnt foreldrahlutverki sínu af fullri ábyrgð og skyldurækni verði þau að leggja deilumál sín til hliðar og einbeita sér að hag barnanna og bæta uppeldisaðstæður þeirra. „Geri þau það ekki og nýti sér ekki þá ráðgjöf sem í boði er, bæði varðandi uppeldi barnanna og vinnu með eigin veikleika, þ.e. uppeldis- og sálfræðiráðgjöf sem veitt er af barnaverndaryfirvöldum, verður ekki séð að þau geti talist hæf til að sinna foreldrahlutverkinu.“

Við skilnað stefndu í júní 2008 var ákveðið að þau færu sameiginlega með forsjá barnanna og að börnin yrðu með lögheimili hjá stefnda, M. Stefndu undirrituðu meðferðaráætlun samkvæmt 23. gr. laga nr. 80/2002 dagsetta 4. júlí 2008 þar sem þau m.a. samþykktu óboðað eftirlit og sálfræðiráðgjöf varðandi samskiptaerfiðleika og uppeldi barnanna. Við útskrift af Vistheimilinu fóru börnin til stefnda M en stefnda K hafði ekki húsnæði á þeim tíma.

Stefndi M býr nú að [...], [...], og er kvæntur C. Hann er 75% öryrki vegna spasma í vinstri hlið líkamans en starfar í fullu starfi sem [...]. Stefnda K býr að [...], [...]. Hún er öryrki vegna gigtarsjúkdóma.

Barnaverndaryfirvöld leituðu eftir upplýsingum um lögregluafskipti af stefndu og í svari, dagsettu 4. júlí 2008, kom fram að lögregla hefði í alls 16 skipti haft afskipti af stefndu frá því 1. desember 2007. Einnig var leitað eftir upplýsingum frá slysa- og bráðamóttöku LSH og í bréfi stofnunarinnar, dagsettu 9. júlí 2008, kom fram að stefnda K hafði leitað þangað í þrígang vegna ofbeldis af hálfu stefnda, M.

Í fundargerð barnaverndar frá 9. október 2008 kemur fram að sótt hafi verið um uppeldisnámskeið en móðir hafi mótmælti því að sækja námskeiðið á sama tíma og faðir. Fram kom að stuðningsúrræðið „greining og ráðgjöf“ væri hafið í samvinnu við stefndu og var lagt til að meðferðaráætlun yrði framlengd um fjóra mánuði. Leikskólinn hefði lýst áhyggjum af afskiptum fjölskyldunnar inni á leikskólanum og hafi það verið rætt við stefndu. Upplýsingar frá leikskóla bendi til ágætrar líðanar barnanna. Þá hafi tilkynningar borist undir nafnleynd þar sem áhyggjum hafi verið lýst af högum og aðstæðum barnanna hjá föður en aðspurður hafnaði stefndi þeim alfarið. Varð það niðurstaðan að fyrri meðferðaráætlun var framlengd í fjóra mánuði.

Á meðferðarfundi 3. desember 2009 kom fram að tilkynning hefði borist þar sem lýst var áhyggjum af umönnun barnanna hjá móður en aðspurð taldi stefnda K tilkynninguna vera tilhæfulausa. Sótt var um viðtöl fyrir foreldra í fjölskyldumiðstöð. Stefndi M neitaði því úrræði en stefnda K sagðist ætla að fara en ekki hafi orðið úr því. Samkvæmt upplýsingum frá leikskóla hafi ekki verið gerðar athugasemdir við umönnun barnanna en áhyggjum lýst af samskiptum foreldra. Kemur fram í bókuninni að stefndi M hafi ítrekað lýst yfir vantrausti á starfsmann í leikskóla þar sem hann tengist stefndu K. Þá barst lögreglu 29. mars 2009 tilkynning um heimilisófrið milli stefnda M og sambýliskonu hans og 9. apríl hafði stefnda K samband við neyðarlínu þar sem stefndi M neitaði að afhenda henni börnin í umgengni. Þann 16. apríl barst tilkynning um að stefnda væri að þvælast með börnin í strætisvagni á kvöldin. Þann 29. maí barst tilkynning þar sem lýst var áhyggjum af börnunum í umsjá föður, þau væru illa hirt hjá honum og hann beitti þau ofbeldi og 19. júní var tilkynnt frá leikskóla að starfsfólk þar hefði áhyggjur af sambandi stefndu K og kærasta hennar, en börnin hefðu sagt að hann væri vondur við stefndu K og berði hana. Þá barst tilkynning 10. október um að faðir vanrækti börnin og þau væru hjá föðurömmu sem ekki væri heil heilsu. Samkvæmt upplýsingum frá þjónustumiðstöð hefði föðuramma annast börnin mikið undanfarið og væri hún þreytt og pirruð og léti það bitna á börnunum. Stefndu lýstu bæði yfir áhyggjum af börnunum er þau dveldust hjá hinu foreldrinu. Frá ársbyrjun 2009 til haustbyrjunar sama árs bárust barnaverndaryfirvöldum alls 12 tilkynningar í málinu, þar sem áhyggjum var lýst af börnunum í umsjá beggja stefndu. Vegna framkominna tilkynninga var óskað eftir upplýsingum um líðan barnanna í leikskóla. Þá bárust upplýsingar frá leikskóla 20. október 2009 þess efnis að líðan barnanna færi versnandi. Þau væru ekki eins glöð og áður, væru grátgjörn og sýndu mótþróa og fýlu. Tekið var fram að þau hefðu verið að skipta um deild sem gæti haft áhrif á líðan þeirra. Þá sé tekið fram að umhirða sé ágæt, rígur og ósætti milli foreldra virðist hafa áhrif á líðan barnanna, þau hafi ekki mætt reglulega á leikskóla, og þá hafi samskiptum þeirra við önnur börn hrakað. Leikskólastjóri hafi svo haft samband nokkru síðar og viljað láta vita að nokkuð betur gengi með börnin en áður. Varð niðurstaðan sú að á ný var gerð meðferðaráætlun til fjögurra mánaða og ákveðið að gera meðferðaráætlun með stefndu, þar sem m.a. var gert ráð fyrir aðkomu sálfræðings Barnaverndar Reykjavíkur að málinu til að ræða við börnin og meta líðan þeirra. Samkvæmt meðferðaráætluninni skyldu stefndu leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi með það að markmiði að vinna saman sem forsjáraðilar barnanna. Var þar kveðið á um samvinnu stefndu við leikskóla, að sálfræðingur ræddi við börnin og gerði mat á líðan þeirra og að starfsmaður barnaverndar fylgdist með börnunum þar sem þau dveldu hverju sinni. Tilkynningar bárust á ný 15. og 16. desember 2009 þar sem lýst var áhyggjum af börnunum á heimili stefnda, M. Stefndu mættu í viðtal 18. desember 2009 og skrifaði stefnda, K, undir áætlun um meðferð máls, en stefndi M var ekki til samvinnu við barnaverndaryfirvöld og neitaði að skrifa undir meðferðaráætlun.

Málið var á ný bókað á meðferðarfundi starfsmanna barnaverndar 7. janúar 2010, þar sem verulegum áhyggjum var lýst af framvindu málsins. Tilkynningar héldu áfram að berast í málinu um vaxandi áhyggjur af börnunum og samvinna við stefndu var engin. Kemur fram í bókuninni að sambýliskona föður hafi hringt í neyðarlínu og þá verið í uppnámi og óskað eftir aðstoð þar sem stefndi sinnti ekki börnunum og hún gæti ekki horft upp á ástandið lengur. Mikil læti hafi verið á staðnum og hafi tilkynnandi og börnin verið grátandi. Þegar lögregla kom á staðinn hafði föðurafi komið og flutt börnin til föðurömmu. Staðfestu tilkynnandi og stefndi M að þau hefðu verið að rífast en á sama tíma barst einnig tilkynning frá öðrum aðila þar sem lýst var áhyggjum af börnunum vegna láta á heimilinu. Stefndu mættu í viðtal hvort í sínu lagi 13. janúar 2010 þar sem þeim var kynnt bókun meðferðarfundar og lagði stefndi M fram tilkynningu um mögulegt kynferðislegt ofbeldi stefndu K gagnvart telpunni. Stefndu mættu í framhaldi af þessu til barnaverndar og ritaði stefnda þá undir nýja meðferðaráætlun en stefndi M neitaði að rita undir hana. Síðan er bókað að hann hafi ekki verið tilbúinn til samvinnu og sérlega ekki að vinna með K hjá sálfræðingi með samskiptavanda foreldra. Síðan segir í bókuninni: „Tilkynningar hafa borist um líðan og aðstæður barnanna. Samvinna við föður gengur ekki. Móðir hefur skrifað undir meðferðaráætlun. Ekki gengur þó að samvinna náist milli foreldranna en það var skilyrði í forsjárhæfnimati sem gert var árið 2008 að foreldrar gætu unnið saman og að forsjárhæfni foreldranna væru bundin því.“

Málið var á ný bókað á meðferðarfundi starfsmanna barnaverndar 14. janúar 2010 og í framhaldi af því fór telpan í könnunarviðtal í Barnahúsi 19. janúar 2010 en ekkert kom þar fram sem benti til þess að hún hefði orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Stefnda undirritaði meðferðaráætlun dagsetta 5. mars 2010 þar sem henni var gert að gangast undir forsjárhæfnimat á ný og þiggja sálfræðiaðstoð með það að markmiði að þau gætu betur unnið saman sem forsjáraðilar barnanna auk þess sem sálfræðilegt mat yrði gert á börnunum með tilliti til líðanar þeirra og stöðu.

Í upplýsingum frá lögreglu, dagsettum 24. mars 2010, kom fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði 16 sinnum haft afskipti af málefnum stefndu á tímabilinu frá 4. júlí 2008 til 10. mars 2010. Tilkynningar héldu áfram að berast starfsmönnum Barnaverndar Reykjavíkur um áhyggjur af börnunum í umsjá stefndu og í aprílmánuði 2010 bárust þrjár tilkynningar þar sem áhyggjum var lýst af umönnun barnanna hjá stefnda M.

Ragna Ólafsdóttir sálfræðingur framkvæmdi sálfræðilegt mat á börnunum og er það dagsett 19. maí 2010. Þar kemur fram að kannað hafi verið hvernig börnunum leið og hvernig tengslum þeirra við foreldra sína hafi verið háttað. Það hafi verið gert með því að skoða hegðun þeirra á heimilum foreldranna og ræða við þá sem hafa með umönnun þeirra að gera, foreldrana og leikskólakennara auk þess að ræða einslega við börnin. Um börnin segir í matsgerðinni:

„B virðist ákveðnari en A og svaraði stundum fyrir þau bæði. Fram kom í athugun og í viðtölum að börnin eru eðlilega þroskuð, vitsmunalega og félagslega. Þau eru alla jafna í góðu jafnvægi og ekki er hægt að greina neina óeðlilega og viðvarandi vanlíðan hjá þeim.

Þá segir um samskipti barnanna við stefndu:

„Samskipti barnanna við foreldra virðast með eðlilegum hætti og ekki annað að sjá [en] að börnin beri traust og væntumþykju til foreldra sinna. Grunnþörfum barnanna er vel sinnt hjá báðum foreldrum.

Togstreita sú sem ríkir á milli foreldra virðist ekki setja greinilegt merki á börnin ennþá en mikilvægt er að foreldrarnir geti unnið saman að velferð barna sinna, það eru hagsmunir barnanna.“

Í umsögn frá leikskóla, dagsettri 16. júní 2010, kemur fram að frá því að leikskólinn sendi seinast umsögn um börnin í október 2009 virðist málin hafa frekar þróast til hins verra en að mörgu leyti sé svipað ástand og þá. Líðan barnanna virðist fara hrakandi, viðvarandi togstreita sé á milli foreldranna sem börnin finni fyrir og taki meiri þátt í eftir því sem þau eldist. Báðir foreldrar láti börnin heyra umkvartanir og telur hún að þetta hafi þau áhrif að börnin verði óörugg og fari að svara þessu með meðvirkni „þau eru meðfærileg börn að eðlisfari held ég og vilji þóknast foreldrum sínum báðum og lenda því í klemmu. Börnin eru oft ekki í jafnvægi, þau sýna mótþróa og fýlu og eru nokkuð grátgjörn bæði, þó að það sé dagamunur á þessu.“ Þá kemur fram í umsögninni að báðir foreldrar gefi þeim skilaboð um vanhæfni hins foreldrisins. Þá segir að börnin mæti reglulega en einhver kergja sé um þetta milli foreldra og þau hringi stundum til að athuga hvort börnin séu mætt þegar þau eru hjá hinu foreldrinu. Stefndi M hafi kvartað undan því að stefnda K fái að vera eins og hún vilji í samskiptum við leikskóla og stefnda K hafi kvartað undan því fyrir framan börnin að stefndi M skemmi fyrir henni samvistir við börnin, t.d. hafi hann komið í veg fyrir að þau gætu farið í sveitaferð skólans þar sem hann hafi ætlað annað og það væri „hans tími“. Jafnframt segir að þessi túlkun stefndu K sé dæmi um þá kergju og misklíð sem ríki og smiti flest samskipti varðandi börnin. Þá segir í umsögninni að stefndu hafi hringt til að fá upplýsingar um börnin sem eðlilegra væri að þau fengu frá hvort öðru og hafi þeim þá verið sagt að starfsmenn leikskólans gætu ekki verið milligöngumenn á milli þeirra heldur yrðu þau að tala saman sem foreldrar barnanna.

Ingþór Bjarnason sálfræðingur gerði nýtt forsjárhæfnimat á stefndu og er það dagsett 23. júní 2010. Niðurstaða hans var svipuð og í matinu frá 2008. Sagði í niðurstöðu Ingþórs að heildareinkunn ASPECT foreldrahæfnimatsins gæfi til kynna að foreldrahæfni beggja foreldra væri undir meðallagi miðað við bandarískar viðmiðanir og væri hæfi föður lakara en móður. Í niðurstöðu persónuleikaprófs á stefnda M kom fram að stefndi hefði mikla tilhneigingu til að fegra sjálfan sig og afneita neikvæðum þáttum í fari sínu sem fólk almennt viðurkenndi að það hefði. Miklir veikleikar komi fram hjá báðum foreldrum á matsþættinum „hegðun og viðhorf í foreldrahlutverkinu“ þar sem ósættið á milli þeirra endurspeglast skýrt. Síðan segir í matinu: „Ljóst er að þau hafa ekki lagt niður ágreining sinn og virðast ekki nema að hluta hafa nýtt sér þá ráðgjöf sem veitt hefur verið bæði varðandi uppeldi barnanna og vinnu með eigin veikleika. Ósætti foreldrana virðist vera farið að hafa neikvæð áhrif á líðan barnanna samkvæmt umsögnum leikskóla og beggja foreldra, og að því leyti er staða málsins erfiðari en var.“ Forsjárhæfni stefndu væri skert vegna ósættisins og því full ástæða til að halda áfram því eftirliti sem verið hefði með málefnum barnanna.

Brynjar Emilsson sálfræðingur tók að sér að aðstoða stefndu við að vinna saman sem forsjáraðilar barnanna og er skýrsla hans um þær tilraunir dagsett 10. júlí 2010. Taldi hann að stefndu gætu ekki unnið saman að því að bæta samskipti sín og að áfram yrðu deilur varðandi börnin og í raun varðandi alla hluti. Hvorugt þeirra hafi vilja til að sættast eða þiggja ráðgjöf varðandi bætt samskipti. Sagði hann að í raun mætti segja að þau væru í stríði hvort við annað sem að öllum líkindum bitnaði á börnunum.

Síðan segir í skýrslunni: „Að mati undirritaðs leggja foreldrar höfuð áherslu á að vera í stríði við hvort annað og láta það vera í forgangi fram yfir velferð barnanna. Ólíklegt verði að teljast að hægt verði að sætta foreldra og ekki mælt með að barnavernd haldi áfram vinnu með samskipti milli foreldra. Einnig vill undirritaður leggja áherslu á slæmar afleiðingar af samskiptum þeirra á börnin.

Ég tel því engar forsendur fyrir áframhaldandi vinnu með samskipti foreldra varðandi uppeldi barnanna.“

Þann 18. júlí 2010 barst á ný tilkynning undir nafnleynd þess efnis, að telpan væri í umsjá skyldmennis sem ekki væri treystandi og 27. júlí 2010, barst tilkynning frá stefnda M þess efnis, að telpan hefði lýst harðræði og vanrækslu af hálfu stefndu K. Sálfræðingur Barnaverndar Reykjavíkur ræddi við bæði börnin 27. ágúst 2010 og staðfestu börnin að móðirin hefði rassskellt þau og sögðu að það gerði hún oft. Óskað var eftir upplýsingum frá slysadeild LSH um meinta áverka á telpunni og barst svar frá slysadeild LSH 3. september 2010 þar sem staðfest var að faðir hefði mætt þangað með telpuna.

Í bókun vegna meðferðarfundar 9. september 2010 kemur fram að frá því að málið var tekið fyrir seinast á fundi í febrúar 2010 hafi borist fimm tilkynningar. Tilkynnt hafi verið um vanrækslu á börnunum, efasemdir um getu foreldra til að annast börnin, og talið að börnin væru beitt harðræði af stefndu. Faðir hafi tilkynnt um ofbeldi á telpunni í júlí, læknir hafi staðfest að áverkar á henni gætu verið af mannavöldum og börnin hafi lýst ofbeldi af hálfu móður. Er bókað að á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir verði að telja hæpið að börnin nái eðlilegum þroska í þeim aðstæðum sem foreldrar bjóða þeim nú. Mikill óstöðugleiki sé í lífi barnanna og virðist líðan þeirra af upplýsingum að dæma fara versnandi og deilur foreldra vaxandi. Var lagt til að börnin yrðu vistuð tímabundið utan heimilis í allt að eitt ár.

Málið var tekið fyrir á fundi barnaverndarnefndar 21. september 2010. Var það mat nefndarinnar, á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga í málinu, niðurstöðum forsjárhæfnimatsskýrslna og fjölmargra tilkynninga, þar sem áhyggjum var lýst af velferð barnanna í umsjá stefndu, að stefndu gengdu ekki forsjárskyldum sínum líkt og lög gerðu ráð fyrir og að börnin gætu ekki búið við ríkjandi ástand. Var það mat nefndarinnar að nauðsynlegt væri, til að tryggja hagsmuni, öryggi og velferð barnanna, að börnin yrðu vistuð utan heimilis stefndu í sex mánuði, meðan unnið yrði með stefndu að bættum aðstæðum barnanna.

Börnin hafa frá 21. september 2010 verið vistuð á fósturheimili í [...], upphaflega í samræmi við úrskurð Barnaverndar Reykjavíkur frá 21. september 2010 og dómsátt, dagsettri 8. desember 2010, sem gerð var á grundvelli úrskurðarins um að börnin yrðu vistuð utan heimilis til 21. mars 2011. Barnaverndarnefnd kvað upp úrskurð 22. mars 2011, um áframhaldandi vistun barnanna utan heimilis, sbr. a-lið 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga, þar sem stefndi, M, hafi ekki samþykkt áframhaldandi vistun barnanna utan heimilis. Héraðsdómur féllst á kröfu nefndarinnar um vistun barnanna til 22. september 2011, með úrskurði uppkveðnum 25. maí 2011. Úrskurðurinn var staðfestur með dómi Hæstaréttar, dagsettum 22. júní 2011, í máli nr. 374/2011. Barnaverndarnefnd kvað að nýju upp úrskurð 4. október 2011, um vistun barnanna utan heimilis í tvo mánuði, sbr. a-lið 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga. Stefndi M kærði úrskurð nefndarinnar til héraðsdóms sem staðfesti hann 10. nóvember 2011. Þann úrskurð kærði stefndi M til Hæstaréttar sem vísaði málinu frá með dómi, dagsettum 7. desember 2011, þar sem hinn kærði úrskurður kvað á um vistun barnanna til 4. desember 2011 og því hafi sóknaraðili málsins ekki haft lögvarða hagsmuni af því að fá úrskurðinum hnekkt.

Á fyrrgreindum fundi 21. september 2011 ákvað nefndin einnig að börnin skyldu fara í könnunarviðtal í Barnahúsi, sbr. b-lið 1. mgr. 26. gr. barnaverndarlaga. Í kjölfar framangreinds úrskurðar fóru börnin í könnunarviðtal 30. september 2010 og greindu þau þar frá ofbeldi af hálfu móður.

Málið var tekið fyrir á meðferðarfundi starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur 29. september og 4. október 2010, þar sem bókað var að nauðsynlegt væri að láta enn frekar á það reyna að bæta uppeldisskilyrði barnanna hjá stefndu þannig að hagsmunir barnanna yrðu í fyrirrúmi. Stefndu undirrituðu þá meðferðaráætlun, dagsetta 18. og 19. október 2010, þar sem fram kom að þau mundu sækja viðtöl hjá fjölskylduráðgjafa og geðlækni auk þess sem stefnda K samþykkti að sækja viðtöl hjá sálfræðingi sem sérhæfði sig í því að vinna með foreldra sem beittu ofbeldi. Þann 8. desember 2010 var gerð dómsátt í málinu og var héraðsdómsmálið fellt niður í kjölfarið.

Starfsmenn barnaverndar kölluðu eftir upplýsingum frá meðferðarfulltrúum foreldra í janúar 2011. Í skýrslu Hrefnu Ólafsdóttur, félagsráðgjafa, dagsettri 10. janúar 2011, kom fram að samskiptaerfiðleikar á milli stefndu ættu sér margþætta skýringu. Á meðferðartímabilinu hefði orðið jákvæð breyting hjá báðum stefndu. Hvað stefnda M varðaði væri mikilvægt að vinna með tengslin milli hans og stefndu K með það að markmiði að styrkja þau í foreldrahlutverkinu. Það ferli krefðist góðrar samvinnu milli stefndu, meðferðaraðilanna og starfsmanna barnaverndar.

Þá liggur fyrir skýrsla Andrésar Ragnarssonar, sálfræðings, dagsett 13. janúar 2011, vegna stefndu K, þar sem segir m.a. að þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir kannist stefnda K ekki við að hafa beitt börnin ofbeldi. Sálfræðingurinn telur stefndu hafa takmarkað innsæi, hún aðgreini ekki vel eigin þarfir og barnanna og eigi erfitt með að sjá langtímaþarfir þeirra. Niðurstaða sálfræðingsins var sú að meðferðartíminn hefði verið allt of stuttur til að meta hvort stefnda K tæki meðferð.

Einnig liggur fyrir erindi Óttars Guðmundssonar geðlæknis, vegna stefnda M, frá 17. janúar 2011. Óttar mat það svo að erfitt væri fyrir hann að koma að málinu sem umsagnaraðili eftir aðeins fjögur viðtöl með stefnda M þar sem stefndi sæi enga þörf fyrir geðlæknisaðstoð og teldi sig ekki eiga við nein vandamál að stríða og hafi þetta viðhorf hans sett viðtölunum miklar skorður.

Þann 14. janúar 2011, barst erindi frá fósturforeldrum barnanna þar sem þau lýstu áhyggjum af líðan barnanna eftir umgengni við stefndu og sögðu drenginn hafa upplýst að hann hefði verið beittur harðræði heima hjá stefnda M bæði af honum og eiginkonu hans. Hafði drengurinn þá einnig tjáð sálfræðingi barnaverndar að eiginkona stefnda K, hefði meitt sig. Fósturforeldrar óskuðu eftir að þurfa ekki að eiga bein samskipti við stefnda M en í staðinn færu samskiptin fram í gegnum barnaverndaryfirvöld. Upplýsingar bárust frá leikskóla barnanna, 17. febrúar 2011, þar sem fram kom að líðan þeirra væri með miklum ágætum, þau hefðu tekið stórstígum framförum og væru í mjög góðu jafnvægi. Málið var enn á ný tekið fyrir á fundi barnaverndarnefndar 8. mars 2011. Fyrir lá greinargerð starfsmanna barnaverndar, dagsett 2. mars 2011, þar sem lagt var til að börnin færu í umsjá stefndu á ný og veittur yrði öflugur stuðningur á heimili stefndu. Var það þó mat nefndarinnar með tilliti til gagna málsins í heild, að uppeldisfærni stefndu hefði ekki styrkst nægjanlega á tímabilinu til þess að það þjónaði hagsmunum barnanna að fara aftur í umsjá stefndu og teldist forsjárhæfni þeirra enn vera skert. Í samræmi við framangreint samþykkti stefnda K 15. mars 2011 áframhaldandi vistun barnanna til sex mánaða. Stefndi M féllst á hinn bóginn ekki á framangreinda ráðstöfun. Sálfræðingur barnaverndar ræddi við börnin á fósturheimilinu 17. mars 2011, og lýstu þau yfir mikilli ánægju með veru sína á fósturheimilinu og ljóst var að málþroski þeirra hafði tekið miklum framförum.

Málið var tekið fyrir á fundi barnaverndarnefndar 22. mars 2011, þar sem nefndin ítrekaði það mat sitt, sem kom fram í bókun frá 8. mars, að uppeldisfærni stefndu hefði ekki styrkst nægjanlega til að það þjónaði hagsmunum barnanna að fara aftur í umsjá þeirra og teldist forsjárhæfni stefndu enn vera skert. Fól nefndin borgarlögmanni að gera kröfu fyrir héraðsdómi um að vistun barnanna utan heimilis stæði í sex mánuði. Á tímabilinu yrði gerð meðferðaráætlun á grundvelli 23. gr. barnaverndarlaga í samvinnu við stefndu þar sem m.a. yrði kveðið á um áframhaldandi viðtalsmeðferð hjá fjölskylduráðgjafa, tengslamat færi fram á börnunum og sálfræðimeðferð fyrir stefndu, þar sem lögð yrði áhersla á að vinna með þá veikleika stefndu sem fram kæmu í forsjárhæfnimatsskýrslum Ingþórs Bjarnasonar, dagsettum 17. júní 2008 og 23. júní 2010, og sálfræðimati Brynjars Emilssonar, dagsettu. 10. júlí 2010.

Málið var bókað á meðferðarfundi starfsmanna barnaverndar 23. mars 2011, þar sem ágreiningur var milli stefndu um umgengni við börnin meðan þau væru í fósturvistun, sem varð til þess að barnaverndarnefnd úrskurðaði 5. apríl sl., um umgengni meðan á fósturvistun stæði. Í samræmi við bókun nefndarinnar 22. mars 2011, undirritaði stefnda K meðferðaráætlun 27. apríl 2011, og óskaði eftir að fá viðtöl við Gunnar Hrafn Birgisson sálfræðing. Í skýrslu sálfræðingsins, dagsettri 19. ágúst 2011, kemur fram að það sem stefnda K hafi lært sé líklegt til að styrkja hana sem foreldri og uppalanda. Líðan stefndu K hafi sveiflast töluvert í viðtölum þeirra og taldi sálfræðingurinn það líkt og búast mætti við miðað við streituálagið á henni sem helst tengdist óvissu um framtíð barnanna, umgengni við þau og erfiðleikum í samskiptum við stefnda M.

Þá liggur fyrir skýrsla Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings, dagsett 15. ágúst 2012, en þá hafi stefnda K þá verið búin að sækja 30 tíma hjá honum. Kemur þar fram að hún hafi verið áhugasöm um að auka sjálfsstyrk sinn og hæfni á ýmsum sviðum, hún hafi sýnt málum barna sinna mikinn áhuga og verið umhugað um það hvernig hún gæti sem best mætt þörfum þeirra. Hún hafi verið opin fyrir því að líta í eigin barm, skoða veikleika sína og vinna á þeim. Loks segir í skýrslunni að Gunnar Hrafn telji að árangur af viðtölunum sé góður.

Meðferðaráætlun, dagsett 11. apríl 2011, var send lögmanni stefnda M en var aldrei undirrituð af honum. Bæði stefndu óskuðu eftir því að nýr fjölskyldumeðferðarfræðingur kæmi að málinu þar sem þau kváðust ekki treysta Hrefnu Ólafsdóttur félagsráðgjafa. Sátt náðist milli stefndu um að Hannes J. Eðvarðsson sálfræðingur yrði fenginn til verksins. Stefnda K mætti strax í boðuð viðtöl en stefndi M neitaði alfarið að hitta sálfræðinginn fyrstu vikurnar nema að uppfylltum tilteknum skilyrðum, þ.e. að eiginkona sín fengi að vera með í öllum viðtölunum. Í viðtali stefnda M og eiginkonu hans við starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur 31. maí 2011 var lögð fram ný meðferðaráætlun til samþykktar. Þá samþykkti eiginkona stefnda M á fundinum að gangast undir sálfræðimat m.t.t. uppeldishæfni, kæmi til þess að börnin flyttu heim til þeirra í september 2011. Á fundinum kvaðst stjúpmóðir barnanna reiðubúin að samþykkja að fara í slíkt sálfræðimat. Rætt var um tengslamatið á börnunum og sagðist stefndi M ekki samþykkja að það færi fram. Viðtalið endaði þannig að stefndi M og eiginkona hans skrifuðu ekki undir meðferðaráætlunina en tóku hana með sér. Undirrituð meðferðaráætlun barst aldrei en stefndi M samþykkti með tölvupósti, dagsettum 7. júní 2011, að gert yrði tengslamat á börnunum. Með tölvupósti, dagsettum 21. júní 2011, dró eiginkona stefnda M til baka samþykki sitt um að gert yrði sálfræðimat á henni.

Stefndi M hafði samband við starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur 13. júlí 2011, og óskaði eftir að fá að fara í viðtöl til Eyjólfs Arnar Jónssonar sálfræðings og var það samþykkt. Fyrir liggur skýrsla sálfræðingsins, dagsett 30. ágúst 2011, þar sem fram kemur að stefndi M hafi haft samband um miðjan júlí 2011 og sagst þurfa að hitta sálfræðing hið snarasta því börn hans væru vistuð á fósturheimili á vegum stefnanda. Stuttu síðar mætti stefndi M í sitt fyrsta viðtal en virtist ekki hafa hugmynd um ástæður viðtalsins. Stefndi tjáði sálfræðingnum frá gangi mála eins og hann leit út frá hans sjónarhorni og virtist hafa allt á hornum sér. Í öðru viðtalinu varð sálfræðingnum ljóst að stefndi M hafði lítinn áhuga á að vinna með eitthvað í sínu fari. Var það mat sálfræðingsins að samskipti stefndu skiptu sköpum fyrir vellíðan og þroska barnanna. Mat sálfræðingsins var það að börnunum væri betur borgið í fóstri á meðan stefndu neituðu að vinna saman og stefndi M neitaði að horfast í augu við sína eigin vankanta. Áframhaldandi viðtalsvinna með stefnda M var að mati sálfræðingsins ekki vænleg, þar sem hún væri gegn vilja hans.

Fram kemur í skýrslu Hannesar J. Eðvarðssonar sálfræðings dagsettri 18. ágúst 2011, að stefnda K hefði strax mætt í boðað viðtal en það hefði tekið þrjú samtöl við stefnda M og vilyrði um að ganga að skilyrði hans um að eiginkona hans fengi einnig að sitja viðtölin sem stefndi M féllst á að mæta. Var það mat sálfræðingsins að meiri árangur hefði náðst í tengslum við samskiptaráðgjöf milli aðila máls en í fyrri tveimur tilraunum. Sálfræðingurinn dró þá ályktun að stefndu gætu átt í samskiptum er varðaði börnin, væru mörk skýr, samskiptaleiðir skilgreindar og þau nytu stuðnings þangað til þau næðu aukinni hæfni í samskiptum. Ætti frekari vinna með samskipti stefndu að fara fram skyldi hún unnin af fagaðila, auk þess sem samskipti stefndu skyldu vera undir eftirliti þangað til þau næðu aukinni færni.

Í tengslamati, dagsettu 26. ágúst 2011, sem Davíð Vikarsson sálfræðingur gerði á börnunum kemur fram að drengurinn virðist hafa hvað jákvæðust tengsl gagnvart stefndu K og móðurfjölskyldu. Tengsl drengsins gagnvart föður virðast samkvæmt viðtölum og niðurstöðum tengslaprófs gefa vísbendingar um að drengurinn sé mjög óöruggur gagnvart honum og óttist hann jafnvel. Þá hafi drengurinn virst hafa fremur hlutlaus tengsl gagnvart stjúpmóður sinni. Tengsl drengsins við fósturforeldra, sérstaklega við fósturmóður eru jákvæð, bæði samkvæmt viðtölum og því sem kom fram á tengslaprófi. Mat á tengslum telpunnar við sína nánustu endurspeglaði ákveðið óöryggi þar sem hún virðist efast um að fólk skilji þarfir hennar. Virðist telpan að þessu leyti vera fremur ógagnrýnin á tengsl sín við fólk sem hún þekkir jafnvel lítið eða ekkert, og er til að mynda tilbúin að vingast við flesta, faðma þá og kyssa og jafnvel sitja í fangi þeirra sem hún þekkir lítið. Tengsl telpunnar gagnvart báðum stefndu bæru vott um ákveðið óöryggi þar sem hún væri bæði hlutlaus og lokuð gagnvart þeim. Telpan virtist hins vegar hafa myndað jákvæð tengsl gagnvart stjúpmóður sinni, C. Tengsl telpunnar gagnvart fósturfjölskyldu væru almennt mjög jákvæð auk þess sem hún virtist treysta mikið á samskipti og tengsl við bróður sinn.

Ingþór Bjarnason sálfræðingur gerði forsjárhæfnimat á stefndu á ný á árinu 2010. Í niðurstöðum hans þá kom fram, eins og í fyrra matinu, að telja yrði forsjárhæfni beggja stefndu skerta vegna ósættis á milli þeirra. Sálfræðingur Barnaverndar Reykjavíkur óskaði með bréfi, dagsettu 19. ágúst 2011, eftir nánari útskýringum á framangreindum niðurstöðum. Í svarbréfi sálfræðingsins, dagsettu 1. september 2011, kemur fram að í niðurstöðum síðara matsins væri eins og í fyrra matinu bent á margvíslega veikleika í fari beggja foreldra sem skertu mjög færni þeirra í foreldrahlutverkinu. Vitnað var til óöryggis, sveiflukennds geðslags og hvatvísi. Þá var vitnað til innsæisskorts hjá stefndu K og ósveigjanleika, stjórnsemi, tortryggni og tilhneigingar til að væna annað fólk um neikvæðar hugsanir og fyrirætlanir hjá stefnda M. Veikleikar kæmu einnig fram í greindargetu beggja aðila en þó ekki að því marki að þeir veikleikar einir út af fyrir sig rýrðu færni þeirra í foreldrahlutverkinu. Í matinu frá árinu 2010 væri geta og vilji stefndu til að leggja deilumál sín til hliðar talin hafa afgerandi áhrif á það hvort þau gætu talist hæf til að sinna foreldrahlutverki og því talið mikilvægt að þau ynnu vel með þann þátt.

Málið var enn á ný lagt fyrir fund barnaverndarnefndar 20. september 2011. Fyrir fundinum lá greinargerð starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur, dagsett 14. september 2011, þar sem fram kom að ekki væri hægt að leggja til að börnin færu heim til stefnda M og eiginkonu hans í nánast óbreytt ástand, enda ljóst að stefndi M hefði ekki verið til neinnar  samvinnu. Þrátt fyrir að nefndin teldi á fundi sínum að stefndu K hefði tekist að styrkja uppeldishæfni sína að einhverju leyti á tímabili vistunar barnanna, var það mat hennar að það þjónaði ekki hagsmunum barnanna að ró þeirra yrði raskað á fósturheimilinu þar sem þau hafa náð góðu jafnvægi og tekið miklum framförum í þroska. Á sama fundi kom í ljós að augljós samskiptavandi væri til staðar hjá stefndu, þrátt fyrir að stefndu héldu því fram að samskipti þeirra væru góð. Hvorugt stefndu treystir hinum aðilanum fyrir umsjá barnanna. Að mati nefndarinnar væri því of mikil áhætta tekin gagnvart þroska og líðan barnanna með ófyrirséðum afleiðingum ef þau færu aftur í umsjá stefndu við óbreyttar aðstæður. Af framangreindum sökum fól nefndin starfsmönnum sínum að afla samþykkis stefndu fyrir vistun barnanna í varanlegu fóstri, sbr. 1. mgr. 25. gr. barnaverndarlaga, og var ákveðið að taka málið fyrir að nýju 4. október 2011. Í framhaldinu var neyðarráðstöfun samkvæmt. 31. gr. barnaverndarlaga beitt og börnin kyrrsett á heimili á vegum stefnanda í allt að 14 daga.

Málið var tekið fyrir að nýju á fundi nefndarinnar 4. október 2011. Þar kom fram að bæði stefndu kröfðust þess að börnin færu í umsjá þeirra og að þau samþykktu ekki varanlegt fóstur barnanna. Var það mat nefndarinnar að í fjögur ár hefði verið reynt árangurslaust að vinna með stefndu til að bæta uppeldisaðstæður barna þeirra en átök og deilur þeirra í millum hefðu gengið verulega nærri börnunum að mati fagaðila. Yrði að telja að of mikil áhætta væri tekin gagnvart þroska og líðan barnanna með ófyrirséðum afleiðingum ef þau færu aftur í umsjá stefndu við óbreyttar aðstæður. Vísaði stefnandi til tengslamats Davíðs Vikarssonar sálfræðings þar sem fram kemur að börnin hefðu mjög blendin og ruglingsleg tengsl við stefndu. Þá styddu matsskýrslur Ingþórs Bjarnasonar sálfræðings, frá árunum 2008 og 2010, sbr. bréf hans frá 1. september sl., að forsjárhæfni beggja stefndu væri enn afar skert vegna margvíslegra veikleika í fari stefndu. Fól nefndin því borgarlögmanni að gera þá kröfu fyrir héraðsdómi að stefndu yrðu svipt forsjá barnanna, sbr. a- og d-lið 1. mgr. 29. gr. laga nr. 80/2002.

Fyrir liggur greinargerð Soffíu Elínar Sigurðardóttur sálfræðings, dagsett 6. febrúar 2012, en hún fylgdi börnunum eftir með viðtölum á tímabilinu 2. desember 2012 til 17. nóvember 2011. Niðurstaða hennar var sú að börnin hefðu tekið miklum breytingum á tímabilinu frá því þau komu til fósturforeldra þrátt fyrir streituvalda vegna umgengni og vegna þess hversu mikið börnin höfðu verið sett inn í málið. Þá telur hún mikilvægt að börnin stundi áfram leikskóla og búi við stöðugleika til þess að viðhalda aldurssamsvarandi þroskastöðu.

Samkvæmt skýrslu Más Viðars Mássonar sálfræðings, dagsettri 27. ágúst 2012, mætti stefndi M fjórum sinnum til hans í viðtöl í júlí 2012. Segir þar að stefnda hafi verið mikið í mun að sýna fram á að hann væri ekki sami maður og stóð í stappi við stefndu K þegar hjónabandinu var að ljúka. Í skýrslunni segir: „Við höfum rætt um uppeldismál, atferlismótun, hlutverk foreldris, tilfinningar og tilfinningatengsl, áhrif eigin galla á hegðun, viðbrögð við hegðun annarra (áreitni/andsvar), viðhorf og áhrif þeirra á hegðun, og margt fleira. Það er auðvelt að eiga þessi samskipti við M, hann hlustar vel og skilur allt sem ég segi. Ekkert sérkennilegt kemur fram í viðbrögðum hans við því sem við ræðum. Þá virðist hann vera ágætlega heima í þessum málum, enda varla komist hjá því. Hann segir t.d. að gera þurfi mun á sínum þörfum og barnanna, og hann mótmælir engu sem ég segi með vitsmunalegum röksemdum (rökræðum). Hann er alltaf tilbúinn til að ræða málin á þeirra eigin forsendum. Þá kemur M vel fyrir og sýnir mér engar verri hliðar. Víst er að hann er áhugasamur um að vernda mannorð sitt sem föður, en viðurkennir að skilnaðarferlið hafi verið erfitt.“

Í sálfræðiskýrslu Heiðrúnar Hörpu Helgadóttur sálfræðings, dagsettri 8. apríl 2013, kemur fram að hún hafi fylgst með börnunum frá því í maí 2012. Í samantekt hennar segir að á þessu ári sem hún hafi hitt börnin hafi afstaða þeirra til framtíðarbúsetu breyst frá því að vilja búa hjá kynforeldrum til þess að vilja búa hjá fósturforeldrum og virðast þau vera sátt við það. Hjá fósturforeldrum búi þau við öryggi og stöðugleika og þar hafi þau eignast góða vini. Tengsl barnanna og fósturforeldra hafi einnig orðið sterkari og traustari með tímanum. Samspil þessara þátta hafi óneitanlega haft jákvæð áhrif á þroska þeirra og líðan. „Verði niðurstaða sú að börnin þurfi að flytja frá fósturforeldrum og í leiðinni flytja frá þeim stöðugleika og öryggi sem þau búa núna við og tengslin við fósturforeldra og vini í [...] verða rofin er það mat undirritaðar að það gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á þroska þeirra og líðan.“

Þann 2. maí 2012 var Einar Ingi Magnússon sálfræðingur dómkvaddur sem matsmaður til að meta eftirfarandi:

1. Hæfi stefndu, hvors um sig til að fara með forsjá barnanna og skilningur þeirra á þörfum þeirra og hagsmunum barnanna. Teljist eitthvað á skorta, þá að skoðað verði hvort stuðningsúrræði séu fyrir hendi til þess að unnt sé að skapa börnunum góð uppeldisskilyrði.

Í svari matsmannsins við þessari spurningu segir:

„Í niðurstöðu núverandi forsjárhæfnismats má sjá að báðir foreldrarnir eru mun meðvitaðri um foreldrahlutverið en áður og hafa tekið nokkrum framförum. Hins vegar reynir ekki mikið á daglegt uppeldi í takmarkaðri umgengni sem hefur skroppið saman á undangengnum misserum og því örðugt að meta hve færir foreldrarnir eru til langs tíma. Hins vegar hafa tengsl barnanna gagnvart foreldrum sínum í heild dvínað, þótt ný tilfinningatengsl séu í mótum einkum gagnvart fósturmóður.“

Matsmaður telur að í heild hafi foreldrarnir nokkuð góða sýn á þarfir barnanna en engu að síður skorti nokkuð á.

„M, faðir þeirra, þarf að geta gefið þeim meira af sér tilfinningalega, bæði meiri tilfinningalega hlýju og jafnframt að sýna hana í verki. Hluti þeirrar vinnu snýst um að þróa betra innsæi og næmari samskiptatækni. Til þess þarf hann að leita til fagaðila til að vinna í sjálfum sér á því sviði. Festa, öryggi og fjárhagsleg afkoma eru ekki nægileg skilyrði í góðum uppeldisaðstæðum.

K, móðir barnanna, veitir börnunum mikla tilfinningalega hlýju en líklegt er að hana skorti úthald til að annast uppeldið, auk þess sem hún hefur sjálf alla tíð virst þurfa á ríkulegum stuðningi annarra að halda og torvelt að sjá hana stýra uppeldinu á öruggan og sjálfstæðan veg.“

2. Mat á persónuleika og atgervi beggja stefndu.

Niðurstaða matsmannsins var sú að greindarmælingar sýndu að stefnda K væri með heildargreind í neðra meðallagi og að litlar styrkleikasveiflur væru í greindarfari. Þá segir að niðurstöður persónuleikaprófa sýni með fáeinum undantekningum að stefnda K gefi mjög neikvæða mynd af sér almennt og hafi takmörkuð persónuleg bjargráð. „Hún virðist þó hafa myndað og haldið traustum vinatengslum til langs tíma. Almennt gefur hún þá mynd af sér að hún sé veikbyggður einstaklingur sem þurfi mikinn stuðning. Hún dregur þó upp einfalda en ekki ósannfærandi mynd af foreldrahlutverki sínu og tengslum við börnin.“

Hvað varðar stefnda M þá sýndu niðurstöður greindarmælinga að hann væri með greind í meðallagi. „Niðurstöður persónuleikaprófa og matslista sýna allmiklar varnir og sjálfsfegrun, sem bendir m.a. til takmarkaðs innsæis og M virðist forðast sjálfsskoðun. Hann gerir hins vegar ágæta grein fyrir foreldrahlutverkinu og tengslum sínum við börnin.“

3. Geta stefndu til að annast uppeldishlutverk sitt.

Matsmaður taldi að geta stefndu til að annast uppeldi barnanna væri mismikil. Margt bendi til þess að stefndi M og C eiginkona hans geti búið börnunum eðlileg uppeldisskilyrði á heimili sínu en þó með ákveðnum skilyrðum og vísar matsmaður þá til svars við fyrstu spurningunni. Hann telur hins vegar að stefnda K hafi ekki þá persónulegu styrkleika sem þurfi til þess að geta axlað ábyrgð á uppeldi barnanna en hún þyrfti að geta umgengist þau reglulega.

4. Tengsl barnanna við stefndu.

Um tengsl barnanna við stefndu sagði matsmaður:

„Niðurstöður fjölskyldumatsprófa sem lögð voru fyrir börnin, auk þess sem kom fram í viðtölum voru samhljóða hjá báðum börnunum, sterkustu tengslin voru við kynmóður og þau eru nokkur en mun minni við kynföður. Drengurinn virðist einnig á góðri leið með að tengjast fósturmóður sinni og er einnig mjög tengdur nánum vini móður.

Þegar kannað er hvað liggi að baki sterkum tengslum við móður kemur í ljós að hún er mun skemmtilegri og líflegri í umgengninni en faðir þeirra og ljóst er að hún veitir þeim einnig mun meiri tilfinningalega hlýju.“

Þá voru Hörður Þorgilsson og Oddi Erlingsson dómkvaddir sem yfirmatsmenn til að svara framangreindum spurningum 1-3. Þá óskuðu lögmenn stefndu eftir því á matsfundi að þeir endurtækju mat á tengslum barnanna við foreldra og legðu mat á inngrip og aðgerðir barnaverndar þegar börnin voru vistuð utan heimilis árið 2010 og hvort það hafi verið til hagsbóta fyrir börnin.

Varðandi spurningu 1 segja yfirmatsmenn:

„Hvort um sig uppfylla þau K og M lágmarksskilyrði forsjárhæfni, hvorki greindarskortur, geðröskun eða neysla er til staðar. Þau hafa bæði lýst viðunandi skilningi á þörfum barnanna og sýnt viðleitni til þess að taka sig á. Það breytir því þó ekki að breytni þeirra í formi samskipta hefur miklu frekar endurspeglað þeirra eigin þarfir, takmarkanir og átök en að þarfir og hagsmunir barnanna hafi verið settar í forgang. Það er niðurstaða yfirmatsmanna að ekki séu horfur á að þetta muni breytast.

Telja verður líklegt að K muni nýta sér stuðningsúrræði sem væru í boði, en alls óvíst að hún muni geta tileinkað sér það, sérstaklega í samskiptum við M. Hún verður að vera áfram í samskiptum við M og þar mun spennan fyrirsjáanlega halda áfram. Aftur á móti væri líklegt að M myndi hafna öllum stuðningi eða ráðum og fara sína eigin leið, jafnvel þótt hún teljist óheppileg og hafa slæm áhrif á líðan barnanna.

Eins og fram kemur í þessari matsgerð eru þau K og M afar ólík. Þau hafa hvort um sig sína styrkleika og veikleika. K er einlæg og hlý og öll að vilja gerð til þess að gera vel og rétt. Hins vegar má efast um raunsæi hennar og getu til að standast mótlæti eða ráða við erjur. M er mjög viss í sinni sök og gefst ekki upp þótt móti blási. Það kann hins vegar að vera á kostnað samskipta við aðra. Í ljósi þess hvernig málið er vaxið telja yfirmatsmenn erfitt að leggja mat á það hvort sé hæfara.  Ljóst er þó að börnin tengjast móður sterkari böndum.“

   Varðandi spurningu 2 segja matsmenn:

   „Í undirmati (bls. 15) kemur fram í samantekt um móður barnanna, K „að greind hennar mælist í neðra meðallagi og nokkur óstöðugleiki kemur fram í athygli. Niðurstöður persónuleikaprófa sýna mikla persónulega erfiðleika, líkamlega erfiðleika, í hugsun, ályktunarhæfni og dómgreind auk þess sem tilfinningalíf er neikvætt og K virðist ekki hafa nægilegt innsæi í innri ferli. Hún er félagslynd en þarf að þekkja fólkið vel til að njóta sín. Hún er almennt mjög hjálparþurfi, hefur fá persónuleg bjargráð er almennt fremur veikburða og ósjálfstæður einstaklingur en þrífst vel við hvetjandi aðstæður og traustan félagslegan stuðning. K virðist gefa nokkuð raunsæa mynd af tengslum sínum við börnin og álagi vegna uppeldisins. Hún hafnar öllum athugasemdum um að hún hafi vanrækt heimilið áður fyrr. Hún kveðst almennt geta boðið þeim góða framtíð, þótt hún geti ekki hjálpað þeim mikið í námi. Vitjun matsmanns á heimili K þegar börnin voru þar í umgengni benti til gagnkvæmrar gleði og náinna samskipta milli móður og barna. K leysti þau vandkvæði sem upp komu á árangursríkan hátt.“

Í viðtölum við K í yfirmati koma mörg ofantalinna einkenna í ljós. Hún neitar öllum athugasemdum sem fram koma í skýrslum barnaverndar, lögreglu og matsmanna varðandi barnauppeldið á sambúðarárum hennar og M. Hún neitar því einnig að hafa vanrækt heimilið. Hún segir öll inngrip barnaverndaryfirvalda ósanngjörn, margar kærur hafi verið hreint og klárt rugl og barnavernd hafi unnið illa í máli þeirra. Hún hafi alltaf passað upp á að ekki væri hægt að setja út á neitt. Hún afneitar vanda sem gæti beinst að henni sjálfri, en sér vandann fyrst og fremst sem yfirvalda og M, en viðurkennir að samskiptavandi foreldranna hafi verið mikill.

Í mati á persónuleika (bls. 9) í undirmati kemur eftirfarandi fram: „K íhugar mjög sjaldan hvaða sálrænu ástæður gætu legið að baki hegðun sinni og hegðun annarra sem bendi til þess að hún hafi slakt innsæi. [...] Hún er tortryggin og er fljót að mynda vantraust gagnvart fólki og hefur vott af aðsóknarkennd og telur þá að einhverjir hyggist gera sér eitthvað illt. Að sama skapi á hún erfitt með að mynda dýpri tengsl gagnvart öðrum. Hún á erfitt með að sjá orsakir erfiðleikanna hjá sér og kennir öðrum um.“

Í persónuleikaprófi í yfirmati koma fram niðurstöður sem eru í samhljómi við próf í undirmati. Í yfirmati kemur fram að athygli og einbeiting K er góð, en í samskiptum sé hún óframfærin, láti gjarnan eftir í deilum og stjórnist af þeim sem í kringum hana eru. Í samskiptum líði henni illa og hún einangri sig félagslega. Búast má við að varnarhættir K séu oft frekar frumstæðir og einkennist af bælingu, afneitun og réttlætingu og að hún hafi ofurstjórn á neikvæðum tilfinningum sem geta brotist út í reiðiköstum. Þar kemur einnig fram að hún sé tortryggin, búi við skert innsæi og að tilfærsla tilfinningalegrar spennu séu rótgróin persónuleikaeinkenni og beri vott um almenna aðlögunarerfiðleika. Þó að þessum einkennum verði varla breytt með sálfræðilegri meðferð má ætla að hún geti nýtt sér markvissa þjálfun í ákveðni og almennri félagshæfni.

Í undirmati (bls. 26) kemur eftirfarandi fram í samantekt um föður barnanna, M: „Niðurstöður greindarmælinga sýna heildargreind í meðallagi og er styrkurinn heldur meiri á sjónræna sviðinu en því mállega. Í persónuleikaprófum og öðrum matslistum, þar með töldu álagsprófi fyrir foreldra, ber á mjög sterkum vörnum, sem birtast í sjálfsfegrun og afneitun á almennum göllum. Á móti dregur M upp mjög jákvæða og gallalausa mynd af sér sem ber ekki með sér nein frávik. Hins vegar má draga þær ályktanir af gefnum forsendum, að hann hafi takmarkað innsæi einkum á eigið tilfinningalíf og geðshræringar og forðast sjálfsskoðun mjög en leiti miklu heldur að einföldum, handföstum lausnum á vandamálum sínum þótt vandamálin séu ekki síst runnin af félags-tilfinningalegum rótum.“

Á persónuleikaprófi í yfirmati koma fram persónuleikaeinkenni sem styðja þessa mynd af M. Prófið sýnir „einstakling sem er í töluverðri varnarstöðu og skýrir frá minniháttar tilfinningalegum erfiðleikum. Vísbendingar eru um viðleitni til þess að draga upp af sér dyggðuga mynd. Líklegt er að hér sé á ferð meðvituð vörn í ljósi þess samhengis sem prófið er í en einnig að svörunin endurspegli ákveðinn skort á innsæi. [...] Á yfirborðinu birtast þeir sem frekar hæglátir og venjubundnir og öruggir með sig, sýna oftast reiði sína á óbeinan hátt, eru þrjóskir og stífir. Þeir eiga sér gjarnan sögu um árekstra og óæskilega hegðun sem gegnir því hlutverki að vera farvegur fyrir innibyggða andúð. [...] Tengsl við aðra eru jafnan ekki flókin, oft yfirborðskennd og þessir einstaklingar eru ekki uppteknir af því hvað öðrum kann að finnast. Þeir geta þó verið hörundssárir. Afleiðingin eru tíð rifrildi og deilur. Batahorfur í meðferð eru ekki góðar vegna þess hversu einkenni eru jafnan hluti persónugerðar, vanlíðan er takmörkuð og vangaveltur um eigin hegðun litlar.

Af viðtölum við M í yfirmati má sjá að hann er í vörn. Hann fullyrðir að í málsgöngum sé hvergi sé að finna sanngjarnan rökstuðning fyrir því að hann hafi verið sviptur forsjá barnanna og börnunum verið haldið frá honum í rúm tvö ár. Hvergi sé að finna rök sem réttlæti vanhæfni hans sem foreldri eða að aðstæður hjá honum séu börnunum óboðlegar. M telur inngrip barnaverndar ófagleg og rök þeirra fyrir forsjársviptingu óskiljanleg. Hann telur þó öll afskipti barnaverndar á árunum 2007 til 2009 hafi verið eðlileg og átt rétt á sér, en það þau hafi fyrst of fremst snúist um ágreining og deilur foreldranna. M velur að horfa fram hjá því að í lögregluskýrslu sem fjallar um 16 afskipti lögreglu af málum hans frá júlí 2008 til mars 2010 að meirihluti atvika sem þar er fjallað um er vegna ágreinings og ófriðar milli foreldranna oft að börnunum viðstöddum. Hann velur einnig að skýra vanlíðan barnanna á leikskólanum í júní 2010 út frá erfiðum aðstæðum í skólanum en ekki vegna erfiðra aðstæðna heima fyrir.“

Hvað varðar spurningu 3 segja yfirmatsmenn:

„Varðandi þessa spurningu þá vísa yfirmatsmenn í svör við fyrri spurningum og taka að mörgu leyti undir þær niðurstöður sem koma fram í undirmati. Þótt geta M virðist að mörgu leyti sterkari þegar kemur að því að skapa umgjörð og stöðugleika verður ekki það sama sagt um tilfinningaleg samskipti og tengsl. Þar eru verulegir erfiðleikar og birtast skýrt í mati á tengslum barnanna við föður sinn. K stendur mun lakar að vígi en M þegar kemur að því að standa að rekstri fjölskyldu og því að standa á eigin fótum. Hins vegar á hún mun betur með að tjá væntumþykju sína og eiga góð samskipti við börnin. Þessi sterkari staða hennar er greinileg í því tengslamati sem gert var.“

Loks svara yfirmatsmenn þeirri spurningu hvort það sé börnunum í hag að þau verði alin upp annars staðar en hjá foreldrum sínum og hvort tímabært sé að taka ákvörðun um sviptingu forsjár allt til 18 ára aldurs barnanna, þannig:

„Börnin hafa lifað við mikla óvissu um nokkurra ára skeið og hafa ítrekað þurft að ganga í gegnum mat þar sem aftur og aftur er spurt um afstöðu þeirra og vilja. Þótt ekki sé hægt að gefa sér að svo ung börn viti hvað þau vilja verður ekki hjá því komist að ígrunda vel hverjar þarfir þeirra eru og hvernig tengslum þeirra er háttað. Í fyrstu virðast tengsl beggja systkina gagnvart foreldrum sínum hafa verið frekar ráðvillt og óörugg. Þá eru þau ekki alltaf samstíga. Systkinin eru hins vegar náin og hvort öðru mikilvæg og því ætti ekki að skilja þau í sundur.

A hefur í byrjun einna jákvæðust tengsl við móður en er óöruggur, jafnvel óttasleginn gagnvart föður. Þá byrja tengslin gagnvart fósturmóður nokkuð fljótlega að verða sterk. Í fyrri fyrirlögn í yfirmati lýsir A langsterkustu tengslum við K móður sína en í seinna skiptið snúast niðurstöður alveg við, en þá lýsir hann langmestum tengslum við D fósturmóður sína. Hann virðist vera mjög leitandi en þegar niðurstöður tengslaprófa í yfirmati eru bornar saman við niðurstöður í undirmati eru breytingarnar einkum þær að nú horfir A einkum til D sem þess aðila sem hann tengist sterkustu böndunum. Þar virðist hann finna þá hlýju og umgjörð sem hann metur og líður best í. Tengsl við móður eru áfram jákvæð. Þá má sjá að þau frekar rýru tengsl sem hann hafði við föður sinn hafa orðið enn minni og nokkuð skýrt að hann horfir ekki til hans með það í huga að dveljast hjá honum.

Tengsl B eru í upphafi bæði óljósari og óöruggari, hún hafi í upphafi hallað sér að öðrum en foreldrum sínum s.s. bróður og sambýliskonu föður. Þá virðist hún eiga erfitt með að höndla neikvæðar tilfinningar. Tengslin virðast síðan dreifast en verða þó mest og jákvæðust við móður hennar, K. Í báðum fyrirlögnum í yfirmati lýsir B langmestum tengslum við K móður sína, síðan við föður og eiginkonu hans og minnstum við fósturforeldana. Hjá B er helsti munurinn sá að B lýsir nú tengslunum við fóstur¬foreldrana í góðu jafnvægi, en í undirmatinu kemur fram að tengslin við fósturforeldrana séu blendin og nokkuð tvískipt.

Það má einnig ráða af frásögn barnanna og öðrum gögnum málsins að þau hafi eignast góða vini í því umhverfi sem þau eru og taki virkan þátt í tómstundum sem þeim líkar. Allt hafi þetta stuðlað að því að þroski þeirra er góður og mikil breyting átt sér stað frá þeim tíma þegar þau sýndu ýmis merki vanlíðanar.

Eins og fram hefur komið er ekki margt sem bendir til að breytingar verði í afstöðu og persónugerð foreldra. Það er því tímabært að taka endanlega afstöðu til forsjár og skapa börnunum öruggt og stöðugt umhverfi sem er eins laust við togstreitu og mögulegt er.“

Loks voru yfirmatsmenn beðnir um mat sitt á því hvort inngrip barnaverndar þegar börnin voru vistuð utan heimilis árið 2010 hafi verið til hagsbóta fyrir börnin. Svar þeirra var svohljóðandi:

„Bæði stefndu hafa gert athugasemdir við vinnubrögð barnaverndar og M t.d talið að ef hann hefði ekki látið vita af áverkum sumarið 2010 hefði málið aldrei farið í þann farveg sem það fór í. Á þeim tíma hafi ekkert verið hægt að finna að aðstæðum barnanna á heimili hans. Niðurstöður yfirmats benda til þess að þær stærðir sem hafa ráðið miklu í för þessa máls, þ.e. persónugerðir beggja stefndu, hafi ekki breyst á málsmeðferðartímanum og séu ekki líklegar til þess að taka miklum breytingum. Augljóst er, m.a. út frá tengslamati sem gert var núna, að dvöl barnanna á fósturheimilinu hafi gert þeim gott. Viðvarandi togstreita sé ekki fyrir hendi og tengslamyndun sé enn í vinnslu. Af málsgögnum að dæma, finnst yfirmatsmönnum aðgerðir barnaverndar haustið 2010 þegar börnin voru vistuð utan heimilis réttlætanlegar og til hagsbóta fyrir börnin.“

   Við meðferð málsins hafa aðilar lagt fram mikið af gögnum sem sýna samskipti stefndu við þá sem þau þurfa að vera í samskiptum við vegna barnanna t.d. barnavernd, leikskóla, skóla, og fósturforeldra. Má þar nefna ítrekaðar fyrirspurnir af hálfu stefnda M um heilsu barnanna og fjarveru frá skóla.

Málsástæður og lagarök stefnanda

Stefnandi telur að gögn málsins sýni svo ekki verði um villst að daglegri umönnun barnanna verði stefnt í verulega hættu, bæði heilsu þeirra, velferð og ekki síst þroska, fari stefndu með forsjá þeirra. Hagsmunir barnanna mæli eindregið með því að stefndu verði svipt forsjá þeirra og þau vistuð á heimili fósturforeldra sinna þar sem vel sé að þeim hlúð og réttur til viðunandi uppeldis og umönnunar tryggður auk þess sem öryggi þeirra verði tryggt. Stefnandi byggir á því að skilyrði a- og d-liðar 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 séu uppfyllt, stuðningsaðgerðir á grundvelli barnaverndarlaga séu fullreyndar og dugi ekki til að tryggja öryggi barnanna til frambúðar á heimili stefndu. Gögn málsins sýni að stefndu hafi takmarkað innsæi í eigin vanda og grunnþarfir barnanna og setji sínar þarfir ætíð framar þörfum og hagsmunum barnanna. Mjög erfiðlega hafi gengið að eiga samvinnu við stefndu í málinu, en þau hafi algerlega neitað því að eiga í samskiptaerjum sem þó þyki einsýnt að mati fagaðila að séu mjög miklar og viðvarandi og séu farnar að há börnunum verulega í lífi og leik. Stefndi M og eiginkona hans hafi ekki verið til samvinnu við barnaverndaryfirvöld. Einsýnt þyki að þrátt fyrir fjölmörg boðin og veitt stuðningsúrræði, og sérstaklega í ljósi reynslunnar, verði stefndi M ekki til samvinnu við barnaverndaryfirvöld. Samdóma álit þeirra sérfræðinga og fagaðila sem tekið hafi að sér að vinna með stefnda M sé á einn veg, samvinnugrundvöllur sé enginn, stefnda M virðist algerlega skorta innsýn í vanda sinn og ekki axla ábyrgð á eigin hegðun. Hannes J. Eðvarðsson sálfræðingur er fjórði fjölskylduráðgjafinn sem tók að sér að vinna með stefndu. Í skýrslu hans dagsettri 18. ágúst 2011, komi fram að stefndi M virðist vera tilbúinn að teygja sig mjög langt til að ná sínu fram án tillits til þess hver eða hvað eigi í hlut. Jafnframt komi fram að stefndi M sé illa móttækilegur fyrir tillögum, sér í lagi ef þær stangist á við hans skilning, vilja eða langanir. Þá hafi Eyjólfur Jónsson sálfræðingur tekið að sér að vinna með stefnda M. Í skýrslu hans, dagsettri 30. ágúst 2011, komi fram að stefndi M eigi mjög auðvelt með að sjá galla og sök hjá öðrum og vilji meina að flest þau vandamál sem hann glími við í dag eigi rætur sínar að rekja til misferils annarra, bæði einstaklinga og stofnana. Áframhaldandi viðtalsvinna hafi að mati sálfræðingsins ekki verið vænleg þar sem hún væri gegn vilja stefnda M.

Þá byggir stefnandi á því að þrátt fyrir að stefnda K hafi verið til samvinnu við barnaverndaryfirvöld hafi það ekki skilað nægilega góðum árangri, t.a.m. hafi hún ekki enn náð að vinna bug á samskiptavanda sínum við stefnda M. Það hafi ekki tekist þrátt fyrir að stefnda K hafi tekið þátt í öllum þeim stuðningsúrræðum sem séu á forræði barnaverndaryfirvalda til að ráða bug á slíkum samskiptavanda. Vandi stefndu sé of mikill að mati stefnanda og árangurinn af samvinnunni of lítill sé litið til brýnna hagsmuna barnanna af því að fá stöðugleika í líf sitt en börnin hafi mátt búa við mikið óöryggi og rót um fjögurra ára skeið af fimm ára ævi. Stefnda K hafi enn ekki, að mati stefnanda, innsæi í þörf barnanna fyrir stöðugleika, öryggi og ró. Þá telji stefnandi að stefnda sé ekki fær nú, frekar en áður, um að greina á milli þarfa barna sinna og eigin þarfa. Hafi það komið berlega í ljós þegar stefnda mætti, ásamt stefnda M, á fund barnaverndarnefndar 20. september 2011. Stefnandi telur því að fullreynt sé að ná fram úrbótum gagnvart stefndu. Frekari árangurs sé ekki að vænta, vandinn sé einfaldlega of mikill eins og fram komi í niðurstöðum Ingþórs Bjarnasonar, sem framkvæmdi forsjárhæfnimöt á stefndu á árunum 2008 og 2010. Í bréfi hans dagsettu 1. september sl., komi fram að hafi stefndu þá ekki tekist að sinna uppeldishlutverki sínu á fullnægjandi hátt megi ætla að þeir veikleikar sem fram komu í forsjárhæfnimötum séu alvarlegri en matsgerðirnar gefi til kynna og geri foreldra þar með enn síður færa um að sinna foreldrahlutverki sínu.

Einnig byggir stefnandi á því að samkvæmt 7. mgr. 4. gr. laga nr. 80/2002 skulu barnaverndaryfirvöld eftir föngum gæta þess að almenn úrræði til stuðnings fjölskyldu séu reynd áður en gripið sé til annarra úrræða. Þá skuli þau jafnframt ávallt miða við að beitt sé vægustu ráðstöfunum til að ná þeim markmiðum sem að sé stefnt. Skuli því aðeins gert ráð fyrir íþyngjandi ráðstöfunum að lögmæltum markmiðum verði ekki náð með öðru og vægara móti. Í 2. mgr. 27. gr. laganna sé þessi regla um meðalhóf sérstaklega áréttuð að því er tekur til kröfu um forsjársviptingu, en hún skuli því aðeins gerð að ekki sé unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta eða slíkar aðgerðir hafi verið reyndar án viðunandi árangurs. Þrátt fyrir ítrekaða samninga barnaverndaryfirvalda við stefndu á árunum 2007-2011, hafi þeim ekki tekist að vinna úr vandamálum sínum og sýna fram á hæfni sína sem forsjárforeldri svo óyggjandi sé. Börnin hafi ítrekað verið vistuð utan heimilis og barnaverndaryfirvöld veitt stefndu og börnunum margvíslega aðstoð og stuðning en stuðningsúrræðin hafi hins vegar ekki skilað tilætluðum árangri. Í húfi séu brýnir hagsmunir tveggja ungra barna sem hafi búið við óöryggi, vanlíðan og vanrækslu um mjög langan tíma, sem hamlað hafi þroska þeirra. Börnin hafi tengst fósturforeldrum sínum náið enda dvalið hjá þeim um langt skeið. Tengsl barnanna við stefndu séu hins vegar óörugg, ruglingsleg og jafnvel blönduð ótta. Að mati stefnanda séu vægari úrræði fullreynd.

Stefnandi vísar til þess að ávallt hafi verið leitast við að eiga eins góða samvinnu við stefndu og aðstæður hafa leyft. Leitast hafi verið við að beita eins vægum úrræðum gagnvart þeim og unnt hafi verið hverju sinni en óhjákvæmilegt hafi reynst að vista börnin utan heimilis sökum djúpstæðs vanda stefndu og þeirrar hættu sem þau skapi börnum sínum. Geti þau stuðningsúrræði sem stefnandi hafi yfir að ráða ekki megnað að skapa börnunum þau uppeldisskilyrði sem þau eigi skýlausan rétt til. Önnur barnaverndarúrræði en forsjársvipting séu því ekki tiltæk nú, en brýna nauðsyn beri til að skapa börnunum það öryggi og þá umönnun sem þau hafi farið á mis við hjá stefndu. Að mati stefnanda hafi meðalhófsreglunnar verið gætt í hvívetna við meðferð málsins og ekki hafi verið gripið til viðurhlutameiri úrræða en nauðsyn hafi krafist. Stefnandi telur að heilsu og ekki síst þroska barnanna sé hætta búin fari stefndu með forsjá þeirra eins og málum sé háttað. Hagsmunir barnanna mæli eindregið með því að stefndu verði svipt forsjá þeirra og að þau verði áfram vistuð utan heimilis, þar sem vel sé hlúð að þeim og réttur þeirra til viðunandi uppeldis og umönnunar sé tryggður. Vel gangi með börnin hjá fósturforeldrum og sýni tengslamat að börnin séu mjög hænd að þeim.

Þá telur stefnandi að vissulega séu það mannréttindi foreldra að ala upp börn sín en forsjárréttur foreldra takmarkist af þeim mannréttindum barna að njóta forsvaranlegra uppeldisskilyrða. Þegar hagsmunir foreldra og barns vegist á, séu hagsmunir barnsins, hvað því sé fyrir bestu, þyngri á vogarskálunum. Þessi regla sé grundvallarregla í íslenskum barnarétti og komi einnig fram í þeim alþjóðlegu sáttmálum sem Ísland sé aðili að. Hinu opinbera sé skylt að veita börnum vernd svo sem mælt er fyrir í 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, barnaverndarlögum nr. 80/2002 og samningi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 18/1992. Þá eigi þessi regla sér einnig stoð í 2. mgr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Afskipti eða inngrip af hálfu barnaverndaryfirvalda séu með vissum hætti alltaf inngrip í friðhelgi fjölskyldunnar. Slíkt inngrip sé réttlætt með þörf barns fyrir vernd og umönnun, sbr. 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. barnaverndarlaga. Barn eigi að njóta verndar gegn ofbeldi og vanrækslu og réttindi þess til verndar eiga að vega þyngra en réttur foreldra til að halda fjölskyldu og heimili án afskipta stjórnvalda.

Með skírskotun til framangreinds, meginreglna í barnaverndarrétti, sbr. 4. gr. laga nr. 80/2002, og gagna málsins, gerir stefnandi þá kröfu að stefndi M og stefnda K, verði svipt forsjá barna sinna, B og A, sbr. a- og d-liði 1. mgr. 29. gr. laganna.

Um lagarök vísar stefnandi til barnaverndarlaga nr. 80/2002, mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, samnings SÞ um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 18/1992 og laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

Málsástæður og lagarök stefnda M

Stefndi M gerir þá kröfu að hann verði sýknaður af kröfu stefnanda vegna aðildarskorts og vísar til þess að samkvæmt 1. mgr. 15. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 heyri úrlausn barnaverndarmáls undir það umdæmi þar sem barn eigi fasta búsetu, sbr. þó 3. og 4. mgr. sömu greinar. Í 2. mgr. 15. gr. komi skýrt fram að ef barn flyst úr umdæmi nefndar á meðan hún hefur mál þess til meðferðar skuli barnaverndarnefnd í umdæminu sem barnið flytur í taka við meðferð þess. Barnaverndarnefnd sem hafi mál til meðferðar skuli tilkynna um flutninginn til nefndar í viðkomandi umdæmi og jafnframt upplýsa þá nefnd um öll afskipti af málefnum barnsins og láta henni í té gögn þess. Í 1. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 56/2004 um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd sé þetta áréttað en þar komi fram að ef barnaverndarnefnd hefur ráðstafað barni í fóstur eða vistun í annað umdæmi fari nefndin áfram með málið meðan ráðstöfun varir. Flytjist forsjáraðili úr umdæminu á meðan fóstur eða vistun varir skuli barnaverndarnefnd í umdæminu sem forsjáraðili flytur í taka við meðferð þess þegar fóstur- eða vistunarsamningur fellur úr gildi nema annað sé ákveðið með heimild í 15. gr. laga nr. 80/2002. Barnaverndarnefnd sem ráðstafaði barni skal tilkynna um flutning til nefndar í viðkomandi umdæmi tímanlega áður en fóstur- eða vistunarsamningur fellur úr gildi. Þá vísar stefndi til þess að stefndu fari sameiginlega með forsjá barnanna, en þau eigi lögheimili hjá honum. Hann hafi flutt 18. október 2010 úr umdæmi Barnaverndarnefndar Reykjavíkur og því hefði átt að flytja málið til Barnaverndar [...] er vistun lauk samkvæmt úrskurðinum frá 21. september 2010, sem var 21. nóvember 2010. Eina skjalið sem stefndi M hafi fengið um að Barnaverndarnefnd [...] hafi samþykkt að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur færi áfram með málið sé bréf sem [...], lögfræðingur velferðarsviðs [...], ritaði undir. Það veki athygli að skjalið er dagsett 7. apríl 2011 sem sé löngu eftir að stefndi M flutti lögheimili sitt og barnanna til [...] og eftir að vistun utan heimilis lauk. Stefnandi hafi þar að auki verið búinn að úrskurða á ný um vistun barnanna utan heimilis, sbr. úrskurð dagsettan 22. mars 2011. Telur stefndi M að þessir úrskurðir séu í raun ólögmætir þar sem stefnandi hafi ekki haft lögsögu í málinu

Þá byggir stefndi M á því að í 15. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 komi skýrt fram að barnaverndarnefnd í viðkomandi umdæmi geti komist að samkomulagi við þá barnaverndarnefnd sem upphaflega fór með mál um að hún haldi áfram með málið. Það sé nefndarinnar að taka ákvörðun en ekki einstakra starfsmanna. Því sé ekki nóg að [...]lögmaður samþykki að stefnandi fari áfram með málið. Það sé lögbundið að nefndin skuli taka ákvörðunina og geti hún ekki framselt vald sitt til einstakra starfsmanna sinna. Þá segi í bréfinu að samkomulag sé á milli Barnaverndar [...] og Barnaverndar Reykjavíkur en ekki milli viðkomandi barnaverndarnefnda og nauðsynlegt sé að gera greinarmun á þessu tvennu. Þá byggir stefndi á því að ekki liggi fyrir að Barnaverndarnefnd [...] hafi samþykkt að málið skyldi áfram rekið hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur.

Stefndi bendir jafnframt á að svipting forsjár vegna samskiptavanda foreldra eigi sér ekki lagastoð og engin fordæmi séu fyrir sviptingu forsjár af þessum sökum. Þá vísar hann til þess að í 2. mgr. 29. gr. laga nr. 80/2002 komi fram að kröfu um sviptingu forsjár skuli því aðeins gera að ekki sé unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta eða slíkar aðgerðir hafi verið reyndar án viðunandi árangurs. Í greinargerð Hannesar J. Eðvarðssonar sálfræðings, dagsettri 18. ágúst 2011, segi eftirfarandi á bls. 7: „Að ofansögðu má draga þá ályktun að þau geti átt samskiptum er varða börnin séu mörk skýr, samskiptaleiðir skilgreindar og þau njóti stuðnings þangað til að þau hafa náð aukinni hæfni í samskiptum.“ Þrátt fyrir þetta hafi stefnandi ekki aðstoðað stefndu við að skilgreina samskiptaleiðir né að setja þeim skýr mörk. Skorað er á stefnanda að sýna fram á að hann hafi aðstoðað stefndu við að njóta þessara úrræða í raun og veru. Skýrslan hafi verið gerð í lok ágúst 2011, eða um það bil þremur og hálfum mánuði áður en stefnandi birti stefnu sína. Starfsmenn stefnanda, sem teljist væntanlega vera sérfræðingar í málefnum barna, telji ekki einu sinni að börnin séu í nokkurri hættu í umsjón stefndu, sbr. fundargerð meðferðarfundar frá 12. október 2011, en þar segi orðrétt: „Miðað við gögn málsins telja starfsmenn að börnunum sé ekki hætta búin í umsjá foreldra á þeirra heimili.“ Í yfirlýsingu heimilislæknis barnanna og stefnda M frá 17. mars 2011 segi að börnin njóti ástríkis frá föður sínum og engin merki séu um vanhirðu barnanna. Í yfirlýsingu leikskólastjóra frá 3. október 2011 segi að líkamleg umhirða barnanna hafi verið til fyrirmyndar, aðbúnaður einnig og auðvelt hafi verið að ná í báða foreldra. Enn fremur hafi námsleg staða barnanna verið góð og félagsþroski góður. Stefndi telur því ljóst að skilyrði a-liðar 29. gr. laga nr. 80/2002 séu ekki uppfyllt. Þá telur hann að hafa beri í huga að ákvæðið eigi einungis við um samskipti foreldra og barns, en ekki um samskipti foreldra innbyrðis. Því sé alveg ljóst að þó svo að stefndu kunni að eiga í deilum sín á milli nái lögin ekki yfir slíkt. Því beri að sýkna stefndu. Stefndi telur nauðsynlegt að hafa í huga að forsjársvipting sé verulega íþyngjandi ráðstöfun fyrir foreldri og feli í sér skerðingu á grundvallarrétti sem varinn sé af 71. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá bendir hann á að í greinargerð Hrefnu Ólafsdóttur, félagsráðgjafa, dagsettri 10. janúar 2011, komi fram að hún telji það vera möguleika að vinna úr þessum aðstæðum þannig að erfið samskipti ættu að geta orðið viðunandi góð en til að það ferli geti átt sér stað þurfi góða samvinnu milli stefndu, meðferðaraðilanna og starfsmanna barnaverndar.

Stefndi telur einnig að til að þau skilyrði sem komi fram í d- lið 29. gr. laga nr. 80/2002 teljist uppfyllt verði að telja fullvíst að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska þess geti verið hætta búin sökum þess að foreldrar séu augljóslega vanhæfir til að fara með forsjá, svo sem vegna vímuefnaneyslu, geðrænna truflana eða greindarskorts eða að hegðun foreldra sé líkleg til að valda barni alvarlegum skaða. Hvergi komi neitt fram í gögnum sem styðji það að líkamlegri heilsu barnanna geti verið hætta búin sökum þess að stefndi M sé augljóslega vanhæfur. Starfsmenn leikskólans [...] hafi staðfest að líkamleg umhirða barnanna hafi verið til fyrirmyndar þegar börnin voru á leikskólanum en á þeim tíma bjuggu börnin hjá stefnda M, en stefnda K hafði umgengni við þau. Þá staðfesti Benedikt B. Ægisson tannlæknir að börnin hafi komið í skoðun til hans 26. nóvember 2009. Varðandi andlega heilsu barnanna sé það að segja að þau séu vel stödd í félagsþroska og í skýrslu Rögnu Ólafsdóttur sálfræðings, dagsettri 19. maí 2010, segi að grunnþörfum barnanna sé vel sinnt hjá báðum foreldrum. Ekki sé annað að sjá en að börnin hafi þroskast eðlilega í umsjón foreldra sinna og sama eigi við um þann tíma sem þau hafi dvalið hjá fósturforeldrum sínum. Varðandi vímuefnaneyslu þá sé hún ekki vandamál hjá stefnda M. Aðilar máls hafi mætt til geðlækna og sálfræðinga að beiðni stefnanda og hvergi komi fram í málsskjölum að foreldrar séu vanhæfir til að sinna uppeldi barna sinna sökum geðrænna truflana. Í sálfræðilegri álitsgerð Ingþórs Bjarnasonar, dagsettri 17. júní 2008, komi fram að vitsmunaþroski beggja stefndu mælist innan meðalmarka. Því sé ljóst að stefndu eigi ekki við greindarskort að etja sem sé líklegur til að valda börnunum skaða. Þá sé einungis eftir að líta til þess hvort hegðun forelda sé líkleg til að valda börnunum skaða. Stefndu hafi margsinnis lýst því yfir að þau hafi ýtt deilumálum sínum til hliðar og tekið hagsmuni barnanna fram yfir deilur sínar, sbr. til dæmis yfirlýsing sem þau undirrituðu 15. nóvember 2010. Þá hafi stefndu hist ein án nokkurra vandkvæða. Þegar skilnaðarferlið var í gangi hafi verið full þörf á því að vista börnin utan heimilis sökum hegðunar stefndu en í dag sé staðan önnur og ekkert bendi til þess að hegðun þeirra sé líkleg til að valda börnunum skaða. Stefnandi verði að sýna fram á að hegðun stefndu, annars eða beggja, hafi án nokkurs vafa valdið börnunum skaða og muni halda því áfram. Hafi hegðun annars stefndu valdið eða sé líkleg til að valda börnunum skaða í framtíðinni skuli það ekki bitna á hinu. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á með hvaða hætti hegðun stefnda M hafi valdið eða muni valda börnunum skaða og eigi þessi liður því ekki við hvað hann varðar. Með vísan til framangreinds telur stefndi ljóst að hvorki séu uppfyllt skilyrði forsjársviptingar samkvæmt a- né d-lið 1. mgr. 29. gr. laga nr. 80/2002 hvað stefnda M varðar. Þegar af þeirri ástæðu beri að hafna kröfu stefnanda. Í greinargerð með frumvarpi að barnaverndarlögum sé tekið fram að barnaverndaryfirvöldum sé ekki falið það verkefni að stuðla að því að öll börn búi við bestu mögulegu aðstæður, heldur fyrst og fremst að aðstæður einstakra barna séu viðunandi. Það geti verið breytilegt á hverjum tíma og eftir almennum efnahag hvað teljist viðunandi. Aðstæður hjá stefnda M séu ekki einungis viðunandi heldur séu þær í raun mjög góðar enda hafi stefnandi ekki sett út á þær.

Á því er byggt af hálfu stefnda M að samkvæmt 7. mgr. 4. gr. laga nr. 80/2002, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, skuli barnaverndaryfirvöld eftir föngum gæta þess að almenn úrræði til stuðnings fjölskyldu séu fullreynd áður en gripið sé til annarra úrræða. Þá skuli þau jafnframt ávallt miða við að beitt sé vægustu ráðstöfunum til að ná þeim markmiðum sem að sé stefnt. Forsjársvipting samkvæmt 1. mgr. 29. gr. laga nr. 80/2002 verði að vera studd nægjanlegum og jafnframt ótvíræðum rökum, bæði að því er taki til a- og d-liðar og í þessu tilviki sé þeim skilyrðum ekki fullnægt. Samkvæmt 2. mgr. tilvitnaðrar lagagreinar skuli því aðeins krafist sviptingar forsjár að ekki sé unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta. Slíkt hafi ekki verið fullreynt eins og sjá megi af gögnum málsins og því komi forsjársvipting í þessu máli ekki til greina.

Samkvæmt 8. gr. mannréttindasáttmála SÞ beri stjórnvöldum að stuðla að því að sameina fjölskyldur, en ekki að sundra þeim eða búa til nýjar fjölskyldur með því að taka börn af öðrum fjölskyldum og færa þau til annarra aðila. Markmið laganna sé að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar og það almenna sjónarmið að hagsmunir barna séu að öllu jöfnu best tryggðir með því að þau alist upp hjá foreldrum sínum. Það sé í samræmi við almenna meðalhófsreglu, sbr. 7. mgr. 4. gr. laga nr. 80/2002, sbr. 12. gr. laga nr. 37/1993. Almenna reglan sé sú að vistun utan heimilis vari í sem skemmstan tíma og að barn snúi aftur til foreldra sinna. Börnin í þessu máli hafi nú verið vistuð utan heimilis í tæpt eitt og hálft ár. Því sé í raun ekki skrýtið að stefndu skuli ekki koma vel út úr tengslamati sem Davíð Vikarsson framkvæmdi. Stefndi M hafi miklar athugasemdir við umrætt tengslamat en það hafi verið framkvæmt á þrjá mismunandi vegu og geti því varla talist marktækt. Stefndi byggir á því að það sé meginregla í íslenskum rétti að barni sé fyrir bestu að alast upp hjá kynforeldrum sínum en stefndu fari nú saman með forsjá barnanna. Þá byggir stefndi M á því að forsjá feli í sér þrjá þætti. Í fyrsta lagi rétt foreldra til að ráða persónulegum högum barns. Í öðru lagi skyldu foreldra til að annast barn sitt og í þriðja lagi rétt barnsins til forsjár foreldra sinna. Í 4. mgr. 28. gr. barnalaga nr. 76/2003 komi fram að foreldrar hafi rúma heimild til að ákveða hvers konar uppeldi börn þeirra fái. Heimild þessi sé í raun í samræmi við grundvallarreglur um friðhelgi einkalífs. Í 71. gr. stjórnarskrárinnar sé friðhelgi fjölskyldunnar lögfest. Með henni sé tryggð sú grundvallarregla að fjölskyldan fái að búa saman og að foreldrar fái að annast uppeldi barna sinna án utanaðkomandi afskipta. Grundvallarreglan um friðhelgi fjölskyldunnar eigi sér einnig lagastoð í 1. mgr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Foreldrum sé ekki einungis tryggður réttur til þess að ráða persónulegum högum barna sinna, heldur sé þeim það einnig skylt, sbr. 4. mgr. 28. gr. laga nr. 76/2003. Í 5. mgr. sömu greinar sé tekið fram að börnin eigi rétt á forsjá foreldra sinna uns þau verði sjálfráða. Af þessu sjáist að meginreglan sé sú að foreldrar skuli fara með sameiginlega forsjá barna sinna og ráða yfir högum þeirra. Þessari meginreglu séu sett takmörk með hagsmuni barnsins í huga. Þá beri að gæta að því að hagur barnsins geti oft verið sá að búa hjá foreldri þrátt fyrir einhverjar misfellur á aðbúnaði þess.

Stefndi telur að stefnandi vilji svipta stefndu forsjá barna sinna og vista þau varanlega utan heimilis með þeim einu rökum að foreldrar hafi átt í örðugleikum með samskipti sín á milli. Stefndu séu bæði sammála um að samskipti þeirra hafi batnað til muna. Þau hafi hist án utanaðkomandi aðila og rætt saman án nokkurra vandkvæða. Báðir foreldrarnir hafi einnig samþykkt að hitt foreldrið geti haft ríkulega umgengni við börnin. Þetta tvennt bendi eindregið til þess að samskiptavandi foreldra sé ekki lengur eins mikill og stefnandi vilji láta líta út fyrir, og alls ekki þess eðlis að hann réttlæti svo alvarleg og íþyngjandi inngrip í líf stefndu og barnanna. Í 1. mgr. 18. gr. samnings SÞ um réttindi barnsins sem öðlaðist gildi gagnvart Íslandi 27. nóvember 1992 komi fram sú meginregla að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. Í 5. gr. samningsins segi að aðildarríkin skuli virða ábyrgð, réttindi og skyldur foreldra til að veita barninu tilhlýðilega leiðsögn og handleiðslu í samræmi við þroska barnsins. Í raun skuli afskiptum hins opinbera haldið í lágmarki. Í 9. gr. samningsins sé svo áréttað að barn skuli ekki skilið frá foreldrum sínum, nema aðskilnaður sé nauðsynlegur með tilliti til hagsmuna barnsins. Svo sé ekki í þessu máli. Ef opnuð yrði leið fyrir stjórnvöld til að svipta foreldra forsjá barna sinna sökum þess eins að foreldrar geti ekki komið sér saman um forsjá þeirra, þá sé hættan vís. Eina deiluefnið á milli stefndu í dag sé hvar lögheimili barnanna eigi að vera.

Stefndi M telur sig vera færari til að sinna uppeldi barna sinna en stefnda K. Hann sé fjárhagslega sjálfstæður en vitað sé að stefnda K hafi átt erfitt fjárhagslega. Hún hafi sótt styrki til Reykjavíkurborgar fyrir litum og leigubílaakstri auk þess sem faðir hennar hafi styrkt hana fjárhagslega. Börnin hafi aldrei orðið fyrir neinu ofbeldi í umsjón stefnda M né í umsjón eiginkonu hans en þau hafi orðið fyrir slíku í umsjón stefndu K. Hún hafi ekki fengist til að vinna í sínum málum hvað þetta varði. Þeir sem þekki vel til stefnda M telja hann vel færan um að fara með forsjá barna sinna jafnframt því sem fyrrum tengdamóðir hans telji að dóttir sín, stefnda K, sé ekki hæf til að ala upp börn sín. Sjálf hafi stefnda K áhyggjur af því að hún muni ekki geta aðstoðað börnin við heimalærdóm er þau fari í grunnskóla og að skólinn í hennar hverfi sé ekki nægjanlega góður. Komin sé festa í líf stefnda M og búi hann í eigin húsnæði nálægt góðum grunnskóla. Samkvæmt eftirlitsskýrslu sem gerð hafi verið eftir að börnin komu síðast í heimsókn til stefnda M, hafi börnin fagnað því að fara heim til hans og ekki viljað fara þaðan þegar umgengnistímanum lauk. Þurft hafi að taka börnin út af heimilinu gegn þeirra vilja.

Loks byggir stefndi á því að markmið barnaverndarlaga sé meðal annars að tryggja að börn sem búi við óviðunandi uppeldisaðstæður fái nauðsynlega aðstoð, sbr. 2. gr. laganna. Í lögunum séu fyrirmæli um að barnaverndaryfirvöldum beri að grípa til viðeigandi úrræða þegar aðstæður barns séu óviðunandi eða þegar líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska þess geti verið hætta búin vegna vanrækslu foreldris, vanhæfi eða framferðis þess. Ef hagsmunir foreldris og barns rekist á verði hagsmunir foreldris að víkja. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að börnunum stafi nein hætta, hvorki líkamleg né andleg, af því að stefndi M fari með forsjá þeirra. Né heldur hafi stefnandi sýnt fram á að stefndi M muni stefna þroska þeirra í hættu, enda hafi þroski barnanna verið í samræmi við aldur þegar þau fóru í fóstur. Hagsmunir barnanna fari vel saman við hagsmuni stefnda M, enda sé börnum talið fyrir bestu að alast upp hjá kynforeldrum sínum. Stefndi M ítrekar að best sé að börnin alist upp hjá honum, enda hafi hann fram yfir stefndu K þá persónulegu eiginleika sem þurfi til að ala upp börnin. Hann þekki vel til grunnþarfa barnanna og viti hvernig þeim verði mætt. Að auki séu heimilishagir hans góðir.

Um lagarök vísast að öðru leyti til IV. kafla barnaverndarlaga nr. 80/2002, meginreglna barnalaga nr. 76/2003 og stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Jafnframt vísast til grundvallarreglna um friðhelgi einkalífs sem sé varinn í 71. gr. stjórnarskrárinnar, sem og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Krafa um málskostnað er byggð á 60. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 130. gr.

Málsástæður og lagarök stefndu K

Stefnda K byggir á því að samkvæmt sálfræðilegri álitsgerð frá því í júní 2008 séu stefndu bæði hæf til þess að fara með forsjá, en vandinn sé ósætti þeirra á milli. Í samantekt komi fram að vandi hennar sé óöryggi, sveiflukennt geðslag, hvatvísi og innsæisskortur. Vandi M sé ósveigjanleiki, stjórnsemi, tortryggni og tilhneiging til að væna annað fólk um neikvæðar hugsanir eða fyrirætlanir. Stefnda K hafi alla tíð í sambúð sinni með stefnda M búið við ofbeldi af hans hálfu. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá lögreglu komi fram að á sex mánaða tímabili hafi lögregla komið að málum tvisvar vegna ofbeldis stefnda M gagnvart henni, þrisvar hafi hann setið um hana, auk þess sem stefndi M hafi í þrígang farið inn á heimili hennar í óleyfi. Lýst sé þremur tilvikum þar sem stefnda K fór á slysa- og bráðamóttöku LSH. Ofbeldisleg hegðun stefnda M hafi haldið áfram gagnvart síðari sambýliskonu og á sama tímabili hafi lögregla tíu sinnum verið kölluð til vegna ágreinings og ófriðar milli stefnda K annars vegar og stefndu M og C núverandi eiginkonu hans hins vegar. Þá sé móðir stefnda M engan veginn fær um að aðstoða við uppeldi barnanna. Lítinn stuðning sé þannig að fá frá fjölskyldu hans við uppeldi þeirra.

Stefnda byggir einnig á því að samkvæmt sálfræðilegri álitsgerð, dagsettri 23. júní 2010, sé hún talin hæfari en stefndi til að fara með forsjá barnanna. Frá þeim tíma hafi staða stefndu batnað mikið, eins og síðar verði vikið að. Sálfræðiskýrsla Brynjars Emilssonar, dagsett 10. júlí 2010, sé hvorki fugl né fiskur, sálfræðingurinn virðist ekki hafa getað höndlað aðstæður.

Þá bendir stefnda á að 8. desember 2010 hafi verið gerð dómsátt milli stefnanda og beggja stefndu þar sem þau lýsa því yfir að þau muni leita sér þeirrar aðstoðar sem barnaverndarnefnd hafi lagt til og að þau muni fara í einu og öllu að óskum nefndarinnar vegna barnanna. Þá samþykkti stefnandi að leggja málið fyrir fund 25. janúar 2011 með tilliti til styttingar vistunartíma barnanna og þar komi einnig fram að kæmi sú staða  upp að annað foreldri uppfyllti ekki kröfur nefndarinnar, skyldi það ekki metið því foreldrinu í óhag, sem uppfyllti kröfurnar „enda er um foreldra að ræða sem ekki eru í samvistum“. Þá bendir stefnda á að 14. janúar 2011 hafi fósturforeldrar barnanna séð ástæðu til þess að senda barnaverndarnefnd bréf, þar sem þau höfðu miklar áhyggjur af umgengni barnanna hjá stefnda M og konu hans. Stefndi M sjái enga þörf fyrir aðstoð geðlæknis og telji ekki að hann hafi nein vandamál sem þarfnist meðferðar. Stefnda K hafi farið í viðtöl hjá geðlækni sem hafi talið að hún þyrfti tíma til þess að vinna úr þeim sársauka og reiði sem hún bæri til stefnda M og vantrausti gagnvart stefnda M og C varðandi umönnun barnanna. Á fundi Barnaverndarnefndar Reykjavíkur 8. mars 2011 hafi stefnda K lagt til að börnin yrðu vistuð áfram hjá fósturforeldrum í sex mánuði á meðan foreldrar tækju bæði á sínum málum. Stefndi M hafi ekki fallist á það en stefnda K hafi æ síðan tekið verulega á sínum málum hvað varðar bætta sjálfsmynd, sjálfsöryggi o.fl. Þann 11. apríl hafi verið gerð meðferðaráætlun við bæði stefndu og komi þar fram, eins og í fyrri áætlunum og í dómssátt, að stefndu ætli að vera í samvinnu við starfsmenn barnaverndarnefndar, auk þess að sækja viðtöl hjá fjölskylduráðgjafa og sálfræðingi. Gögn frá Hannesi J. Eðvarðssyni sálfræðingi sýni svo ekki verði um villst að stefnda K sé öll af vilja gerð til þess að reyna að ná einhverjum árangri í samskiptum við stefnda M. Þar komi fram að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og mikla eftirgangssemi sýni stefndi M ekki nokkurn vilja til samstarfs, þótt hann hafi lofað hinu gagnstæða. Gögn um samskipti stefnda M við ofangreindan sálfræðing undirstriki enn frekar skort á skilningi stefnda varðandi nauðsyn á bættu samstarfi hans við stefndu K vegna barnanna. Í lok maí 2011 hafi með úrskurði héraðsdóms verið fallist á kröfu barnaverndarnefndar um sex mánaða fósturvistun barnanna, frá 22. mars til 22. september 2011. Sem fyrr segi féllst stefnda K á þá ráðstöfun til að geta unnið að sínum málum, með umgengnisaðlögun í huga er liði á tímabilið. Bókun á meðferðarfundi 20. júní 2011 sýni enn frekar skort á samstarfsvilja hans. Þar komi fram að hann telji að stefnda K hafi eitthvað að gera með þá skoðun sálfræðings að einungis stefndu mæti á fundi en stefndi M hafi krafist þess að kona hans C myndi einnig mæta á alla fundi með stefndu K. C hafi þó ekki verið tilbúin að gangast undir mat á forsjárhæfni og virðist samstarfsvilji hennar við barnavernd vera á sömu nótum og stefnda M. Skýrsla Eyjólfs Jónssonar sálfræðings sé sönnun þess að stefndi M geri sér enga grein fyrir því að hann þurfi að taka á sínum málum og að hann þurfi að taka tillit til annarra. Hæfni hans til eðlilegra samskipta á jafnréttisgrunni sé samkvæmt öllu framansögðu afar slök. Framangreint sýni svo ekki verði um villst að stefnda leggi sig fram og nái árangri og vilji hún halda áfram viðtölum við Gunnar Hrafn Birgisson sálfræðing, en því hafi verið hafnað. Þá telji stefnda að tengslamat Davíðs Vikarssonar sálfræðings sé ekki mikið til að byggja á, en þó sé greinilegt að A hafi betri tengsl við móður. Varðandi B sé varla hægt að sjá mun á afstöðu hennar til foreldra.

Stefnda bendir á að 20. september 2011 hafi mál hennar og stefnda M verið lagt fyrir barnaverndarnefnd og hafi starfsmenn sem starfað höfðu að málinu árum saman og þekktu því manna best til gert tillögu um að leitað yrði samþykkis stefnda M fyrir því að lögheimili barnanna flyttist til stefndu K að lokinni aðlögun. Lagt var til að ef faðir féllist ekki á tillöguna yrði úrskurðað um vistun barnanna hjá stefndu K, sem féllst á tillögurnar og hét því jafnframt að vera til samvinnu. Þessi tillaga starfsmanna barnaverndarnefndar hafi verið í fullu samræmi við gang málsins, allt frá því að börnin voru fyrst vistuð utan heimilis, í lok september 2010. Í byrjun hafi líðan stefndu K verið þannig að hún taldi sig ekki færa um að annast börnin. Hún hafi tekið þá ákvörðun að gera það sem í hennar valdi stæði til þess að bæta stöðu sína og búa þannig um hnútana að hún gæti annast börnin. Hún hafi mætt í sálfræðiviðtöl og leitað sér stuðnings án afskipta barnaverndarnefndar, t.d. verið á sjálfstyrkingarnámskeiði hjá Baujunni. Eins og fram komi í greinargerð starfsmanna barnaverndarnefndar hafi hún ekki lengur þörf fyrir lyf til að vinna bug á vanlíðan og líði henni nú mun betur án þeirra. Barnaverndarnefnd fjallaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu að stefndi M hefði ekki bætt úr þeim veikleikum sem háð hafi honum í uppeldishlutverkinu, en stefndu K hafi tekist það að „einhverju leyti“. Með dómsátt, meðferðaráætlunum og vistunum utan heimilis á meðan stefndu tækju á sínum málum, hafi þeim verið gefin fyrirheit um að börnin kæmu á ný til þeirra. Stefnda K hafi lagt sig alla fram um að bæta sig sem uppalanda en það skal tekið fram að hún er bindindismanneskja á vín og tóbak. Með því að nýta sér allt sem í boði var af hálfu barnaverndarnefndar jafnframt því að sækja sér aðstoð annað og með því að stunda heilbrigt líferni, hafi stefnda K náð árangri sem tekið hafi verið eftir. Hún sé frjálslegri í framkomu, öruggari og búi yfir meira jafnaðargeði en fyrir nokkrum mánuðum. Ástæða vanlíðunar stefndu K þar til nú á síðustu mánuðum megi að stórum hluta rekja til ofbeldisfullrar sambúðar með stefnda M. Stjórnsemi stefnda M komi skýrt fram í málinu auk þess sem hann sé lítið tilbúinn til samvinnu. Barnaverndarnefnd hafi lagt til að stefnda M verði svipt forsjá vegna aðstæðna er varði stefnda M. Sálfræðingum, félagsráðgjöfum, geðlækni, fjölskylduráðgjafa og starfsfólki barnaverndarnefndar hafi ekki með nokkru móti tekist að eiga samvinnu við hann og en nú sé lagt til að stefnda K verði svipt forsjá fyrir að eiga erfitt með að vinna með honum. Hún hafi lagt sig fram og sé reiðubúin til að halda þeirri viðleitni áfram og telur sig reyndar nú vera betur í stakk búna til slíks, þar sem hún óttist M ekki lengur og treysti sér betur til þess að standa á eigin fótum í slíkri samvinnu. Þá sé hún tilbúin til samvinnu og muni óska eftir aðstoð við uppeldi barnanna, eftir því sem þurfa þyki að mati barnaverndarnefndar. Með stefnukröfu gangi stefnandi á svig við fyrirheit sem gefið hafi verið í dómsátt, þ.e. að ekki skuli metið foreldri í óhag ef hitt foreldrið uppfyllir ekki kröfur um samvinnu, enda foreldrarnir ekki í samvistum, eins og þar segi.

Þá byggir stefnda á því að þau séu bæði talin hæf til að fara með forsjá barnanna og því sé hæpið að 29. laga nr. 80/2002 eigi við, þar sem hið eina sem skorti á sé gott samstarf foreldra. Í 2. mgr. sömu greinar sé tekið fram að beita skuli vægari úrræðum en forsjársviptingu, ef kostur er. Í tillögum starfsmanna barnaverndarnefndar sem lagðar voru fyrir fund nefndarinnar 20. september 2011 hafi verið rætt um aðlögunartíma fyrir móður, áður en börnin kæmu til hennar, eftirlit og aðstoð og jafnframt að málið yrði tekið upp á fundi nefndarinnar að liðnum fjórum mánuðum. Þessi leið hefði verið í samræmi við 2. mgr. 29. gr. Niðurstaða barnaverndarnefndar byggi að grunni til á mötum sálfræðings frá 2008 og 2010, sem sé með öllu óskiljanlegt. Nefndin segi líka að stefnda M hafi að „einhverju leyti“ bætt uppeldishæfi sitt. Með ákvörðun á þessum grunni sé gróflega farið á svig við rannsóknarregluna í 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Rétt sé í þessu sambandi að benda á meðalhófsregluna í 12. gr. sömu laga.

Stefnda byggir kröfu um málskostnað á XXI. kafla laga nr. 91/1991, aðallega 129. og 130. gr.

Forsendur og niðurstaða

Þann 11. júní 2011 tóku gildi lög nr. 80/2011, en með þeim var bætt inn í lög nr. 80/2002 ákvæði 53. gr. b, en samkvæmt því sæta mál eins og það sem hér er til úrlausnar flýtimeðferð í samræmi við ákvæði XIX. kafla laga um nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnandi gaf sjálfur út stefnu í stað þess að leita eftir útgáfu réttarstefnu og var hún þingfest 1. desember 2011. Stefndu fengu frest til að skila greinargerð vegna málsins og skilaði stefndi M greinargerð 12. janúar 2012, en stefnda K 19. sama mánaðar. Málinu var úthlutað til þess dómara sem fór með það 5. febrúar 2012 og var það tekið fyrir 13. febrúar 2012, en var þá frestað til 20. mars til flutnings um frávísunarkröfu stefnda M. Þeim flutningi var flýtt til 6. mars og 30. mars var frávísunarkröfunni hafnað með úrskurði. Málið var næst tekið fyrir 10. apríl til framlagningar gagna, og var þá frestað til frekari gagnaöflunar til 27. apríl, og var þá meðal annars lögð fram beiðni um dómkvaðningu matsmanns til að meta forsjárhæfni stefndu. Þá var málinu að beiðni lögmanns stefnanda frestað til 2. maí til að hann gæti kynnt sér framkomna matsbeiðni en í því þinghaldi var, auk framlagningar gagna, dómkvaddur matsmaður. Þá var málið tekið fyrir 29. júní til framlagningar gagna en matsgerð reyndist þá ekki vera tilbúin og var þá málinu frestað til nýs þinghalds 5. júlí. Þann dag var matsgerðin lögð fram og óskuðu lögmenn þá eftir fresti til að kynna sér framlögð gögn og var málinu þá frestað til 29. ágúst. Þá voru lögð fram frekari gögn auk þess sem lögmaður stefndu K lagði fram beiðni um yfirmat sem lögmenn stefnanda og stefnda M mótmæltu. Málinu var þá frestað til þinghalds 10. september og ákvað dómari þá að dómkvaddir yrðu matsmenn til að framkvæma yfirmat vegna spurningar nr. 1-3 í matsbeiðni. Í þinghaldi 18. september voru matsmenn dómkvaddir og var þeim þá gefinn frestur til 15. nóvember til að ljúka matinu. Þann dag var matið ekki tilbúið og var málinu þá frestað til 4. febrúar 2013. Voru þá lögð fram frekari gögn auk þess sem lögmaður stefndu K upplýsti að skammt væri í að dómkvaddir matsmenn skiluðu matsgerðinni. Var málinu þá frestað til 4. mars, en þann dag var yfirmatsgerð lögð fram og ákveðið að aðalmeðferð málsins færi fram 18. apríl.

Boðað var sérstaklega til þinghalds í máli þessu 15. mars sl. eftir að dómur í máli Hæstaréttar nr. 653/2012 hafði verið kveðinn upp 7. mars sl. Dómari gaf lögmönnum aðila þá kost á því að tjá sig um það hvort ofangreindur dómur og dómur í máli réttarins nr. 654/2012 sem þá hafði einnig verið kveðinn upp, ætti að hafa áhrif á meðferð þessa máls, þ.e. hvort ástæða væri til að vísa málinu sjálfkrafa (ex officio) frá vegna rangrar málsmeðferðar þar sem ekki hefði í upphafi meðferðar málsins verið gætt ákvæða 2. mgr. 123. gr. laga nr. 91/1991 og 53. gr. b laga nr. 80/2002. Dómari taldi að hagsmunir málsaðila fælust í því að ekki yrðu frekari tafir á málinu. Meðferð málsins fyrir héraðsdómi var þá langt á veg komin, ákveðið hafði verið að aðalmeðferð málsins færi fram um mánuði síðar, eða 18. apríl 2013, og umfangsmikilli gagnaöflun var lokið. Með vísan til framangreinds, þess að málið varðar brýna hagsmuni tveggja ungra barna og til dóma Hæstaréttar í málum nr. 653/2012 og 654/2012 taldi dómari að ekki væri ástæða til að vísa málinu sjálfkrafa (ex officio) frá af þessum sökum.

Í þinghaldi 29. ágúst 2012 gerði stefndi M þá kröfu að hann yrði sýknaður vegna aðildarskorts og við aðalmeðferð málsins vísaði hann að mestu leyti hvað þetta varðar til sama rökstuðnings og hann setti fram í greinargerð til að styðja frávísunarkröfu sína. Stefnandi mótmælti þessari málsástæðu sem of seint fram kominni. Samkvæmt 57. gr. laga nr. 80/2002 og greinargerð sem fylgdi frumvarpi því sem varð að lögunum eru engar takmarkanir á því hvaða málsástæðum verði komið að fram að dómtöku máls. Með hliðsjón af framangreindu er því hafnað að málsástæða þessi sé of seint fram komin þó að fullt tilefni hafi verið til að setja hana fram í greinargerð. Stefndi M byggir kröfuna á því að ekki liggi fyrir samþykki Barnaverndarnefndar [...] fyrir því að málið skyldi rekið áfram hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur eftir að stefndi flutti í [...] og stefnandi sé því ekki réttur aðili til að höfða mál þetta. Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. laga nr. 80/2002 fer barnaverndarnefnd í umdæmi þar sem barn á fasta búsetu með málefni þess. Eins og rakið hefur verið ákváðu stefndu er þau skildu að forsjá barnanna yrði sameiginleg en lögheimili þeirra yrði hjá stefnda M. Hann flutti 18. október 2010 frá Reykjavík í  [...] og um leið var lögheimili barnanna flutt þangað. Samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laganna skal barnaverndarnefnd sem ráðstafar barni í fóstur fara áfram með málið en flytjist forsjáraðili úr umdæmi þeirrar nefndar skal barnaverndarnefnd í umdæminu sem forsjáraðili flytur í taka við meðferð þess þegar fóstur- eða vistunarsamningur fellur úr gildi, nema annað sé ákveðið með heimild í 15. gr. Þá segir að barnaverndarnefndin sem ráðstafaði barni skuli tilkynna um flutninginn til nefndar í viðkomandi umdæmi tímanlega áður en fóstur- eða vistunarsamningur fellur úr gildi. Stefndi byggir á því að einungis liggi fyrir bréf [...], lögfræðings velferðarsviðs [...], dagsett 7. apríl 2011, þar sem hún staðfestir að samkomulag hafi orðið milli barnaverndar í þessum tveimur sveitarfélögum um að Barnavernd Reykjavíkur haldi áfram með meðferð málsins. Hún hafi hins vegar ekki heimild til að skuldbinda nefndina. Fyrir liggur einnig bréf [...], lögfræðings velferðarsviðs [...], dagsett 31. júlí 2012, þar sem staðfest er að málið var tekið fyrir á fundi Barnaverndarnefndar [...] í apríl 2011. Þær stofnanir sem kallaðar eru barnavernd vinna að einhverju leyti störf sem viðkomandi barnaverndarnefnd eru falin á grundvelli laga nr. 80/2002. Samkvæmt núgildandi samþykkt fyrir Barnaverndarnefnd [...], sem tók gildi 18. ágúst 2011, er nefndin og starfsemi á hennar vegum hluti af skipuriti félagsþjónustu [...] og tilheyrir starfsmanna- og skrifstofuhaldi hennar. Í 3. mgr. 14. gr. laga nr. 80/2002 er tilgreint að barnaverndarnefndum sé heimilt að fela starfsmönnum sínum ákveðin verkefni og skuli um það settar reglur sem tilkynna þurfi Barnaverndarstofu. Í 4. mgr. 14. gr. og 16. gr. áðurnefndrar samþykktar er tilgreint hvaða ákvarðanir nefndinni sé óheimilt að framselja til einstakra starfsmanna og er ákvörðun sú sem hér er til umfjöllunar ekki þeirra á meðal. Verður óvissa um það hvort reglurnar hafi verið kynntar Barnaverndarstofu ekki talin hafa áhrif á heimild viðkomandi starfsmanns til ráðstöfunarinnar. Með nefndu bréfi hefur verið sýnt fram á að samkomulag hafi orðið milli nefndanna um áframhaldandi vinnslu málsins á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur og er því hafnað kröfu stefnda um sýknu vegna aðildarskorts.

Í máli þessu krefst stefnandi þess að stefndu verði svipt forsjá sameiginlegra barna stefndu, þeirra A og B, og byggir hann kröfu sína á a- og d-lið 1. mgr. 29. gr. laga nr. 80/2002. Samkvæmt þeim ákvæðum sé barnaverndarnefnd heimilt að krefjast þess fyrir dómi að foreldrar verði sviptir forsjá ef hún telur að daglegri umönnun, uppeldi eða samskiptum foreldra og barns sé alvarlega ábótavant með hliðsjón af aldri þess og þroska eða ef fullvíst er að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska sé hætta búin sökum þess að foreldrar séu augljóslega vanhæfir til að fara með forsjána, svo sem vegna vímuefnaneyslu, geðrænna truflana eða greindarskorts eða að breytni foreldra sé líkleg til að valda barni alvarlegum skaða. Samkvæmt 2. mgr. 29. gr. skal því aðeins gera kröfu um sviptingu forsjár að ekki sé unnt að beita öðrum vægari úrræðum til úrbóta eða að slíkar aðgerðir hafi verið reyndar án viðunandi árangurs. Stefndu byggja sýknukröfu sína á því að skilyrðum a- og d-liðar 1. mgr. 29. gr. laga nr. 80/2002 sé ekki fullnægt í málinu og að hægt sé að beita vægari úrræðum samkvæmt lögunum.

Stefnda K lýsti aðstæðum sínum í skýrslu við aðalmeðferð málsins og sagði þá m.a. að hún væri öryrki vegna slitgigtar, vefjagigtar og liðbandaslits í fótum en taldi þetta ekki hafa áhrif á getu sína gagnvart börnunum. Henni hafi liðið mjög illa þegar börnin voru fyrst vistuð utan heimilis, mikið hafi gengið á og hafi hún orðið mjög reið en það hafi lagast með tímanum. Hún hafi unnið í sínum málum og sótt tíma hjá Gunnari Hrafni Birgissyni sálfræðingi og hafi þau m.a. unnið með skap hennar. Einnig hafi hún farið á skyndihjálparnámskeið og sjálfstyrkingarnámskeið á vegum félagsþjónustunnar. Nú líði henni miklu betur en sakni barnanna mikið. Hún sagði samskipti sín og stefnda M hafa verið lítil undanfarin eitt til tvö ár en þau hafi gengið vel. Þá kom fram hjá henni að þessi samskipti hafi aðallega farið fram með tölvupóstsendingum og almennt sé sent afrit af þeim skeytum til lögmanns hennar. Þá telur hún að þau ættu að geta talað saman um umgengni barnanna. Hún telur einnig að ef annað þeirra fengi börnin gætu þau unnið úr þeirri stöðu og hún væri þá tilbúin að þiggja alla þá aðstoð sem hún gæti fengið. Aðspurð hvað hefði breyst sagði hún þau hafa þroskast, en ennþá hefði þó ekkert gerst sem hefði sýnt henni að stefndi M hefði breyst. Þá kom fram hjá henni að hún hafi á tímabili beðið [...] um að skila inn tilhæfulausum tilkynningum til barnaverndar um stefnda M. Þá sagði hún að hún hefði einu sinni rassskellt B en ekki beitt börnin öðru ofbeldi. Hún taldi sig ekki glíma við neinn vanda í dag.

Í skýrslu stefnda M fyrir dóminum kom m.a. fram að hann telji sig geta átt eðlileg samskipti við stefndu K og geta unnið með henni varðandi börnin. Nánar aðspurður sagði hann að samskiptin væru ekki mikil. Þau töluðu ekki saman í síma en samskiptin væru ekki vandamál af hans hálfu. Hann telur að börnunum líði vel á fósturheimilinu. Þá kvaðst hann vera tilbúinn að hlíta eftirliti barnaverndar ef börnin kæmu til hans en muni ekki samþykkja að núverandi fósturforeldrar yrðu stuðningsfjölskylda. Aðspurður hvort hann héldi að það yrði erfitt fyrir börnin ef þau yrðu tekin frá fósturfjölskyldu svaraði hann því að það yrði ekkert erfiðara en þegar þau voru tekin frá foreldrum sínum að ástæðulausu og vísaði til þess að tengsl þeirra við fósturforeldra væru enn í mótun. Einnig kom fram hjá honum að hann teldi að ef börnin kæmu heim þyrftu þau á langvarandi sálfræðiaðstoð að halda þar sem búið væri að eyðileggja sálarlíf þeirra. Hann teldi sig hafa verið í samstarfi við barnavernd þar til að dómsátt hafi verið slitið og hafnaði því að hann hefði ítrekað afþakkað aðstoð barnaverndar. Loks kom fram hjá honum að hann hefði leitað sér aðstoðar hjá Má Viðari Mássyni sálfræðingi og það hafi gengið ágætlega. Þar sé verið að vinna með hann en það sem snúi að honum sem foreldri komi þar sterkt inn. Aðspurður sagðist hann nú ekki glíma við neinn vanda. Þá kveðst hann hafa sótt námskeið þegar börnin voru yngri og nýlega einnig SOS-námskeið en hann geti ekki látið reyna á þá aðferð sem hann hafi lært þar vegna þess að allir sem að börnunum koma þyrftu að nota sömu aðferð. Vandi hans áður fyrr hefði verið sá að til þess að láta sér líða betur hafi hann drekkt sér í vinnu en nú sé hann búinn að finna aðrar aðferðir. Hann telur að þunglyndið hafi fjarað út með tímanum. Aðspurður hvað gerði hann nú hæfari en áður sagðist hann hafa þroskast, farið á námskeið og verið hjá sálfræðingnum. Þetta hafi allt hjálpið til. Þá telur hann að hann hefði tekið öðruvísi á mörgu sem gerst hefur ef hann hefði þá verið með sömu reynslu og þroska og nú, t.d. hefði hann ekki orðið eins fljótur upp í skapi þegar hann fékk eitthvað framan í sig sem hann ekki samþykkti.

Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu, auk stefndu, Elísabet Guðrún Snorradóttir, Elín Þórðardóttir og Heiðrún Harpa Helgadóttir, starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur, Gunnar Hrafn Birgisson sálfræðingur, Einar Ingi Magnússon sálfræðingur og dómkvaddur matsmaður, Oddi Erlingsson sálfræðingur og dómkvaddur yfirmatsmaður, og Hörður Þorgilsson sálfræðingur og dómkvaddur yfirmatsmaður, en framangreindir þrír matsmenn staðfestu allir matsgerðir sínar fyrir dóminum, Ragna Ólafsdóttir sálfræðingur, D, fósturmóðir A og B, E, vinkona stefndu K, F, systurdóttir eiginkonu stefnda M og G, tengdamóðir stefnda M. Ekki er ástæða til að rekja sérstaklega það sem fram kom við skýrslugjöf, utan þess að vikið verður að einstökum atriðum í rökstuðningi fyrir niðurstöðu dómenda eftir því sem þörf þykir.

Tæplega tvö og hálft ár eru liðin frá því að börnin fóru í fóstur utan heimilis. Eru samskipti stefndu við börnin á þeim tíma því lituð af því að einungis hefur verið um að ræða umgengni og seinasta eina og hálfa árið hafa þau einnig litast af þeim ágreiningi sem hér er til úrlausnar. Þá verður heldur ekki fram hjá því litið að á meðan stefndu voru í hjúskap náði skylda þeirra ekki einungis til þess að annast börnin á fullnægjandi hátt, heldur einnig að tryggja að umönnun þeirra af hálfu annarra sem um þau önnuðust, svo sem maka, væri það einnig. Við mat á hæfni þeirra verður að líta til þess hvernig stefndu gekk að annast börnin þegar þau voru með þau auk atvika sem síðar hafa komið til. Eins og rakið er hér að framan hafa málefni barnanna verið til meðferðar hjá starfsmönnum stefnanda frá fæðingu þeirra en þá var óskað eftir stuðningi þjónustumiðstöðvar við stefndu, forgangi á leikskóla og félagslegri heimaþjónustu. Í nóvember 2007 samþykktu stefndu að gangast undir greiningar- og kennsluvistun á Vistheimili barna. Stefndu útskrifuðu börnin sjálf þaðan í janúar 2008 en í febrúar 2008 komu þau þangað á ný með samþykki stefndu þegar í ljós kom að aðbúnaður þeirra var óásættanlegur á heimili stefndu að mati barnaverndar. Þegar stefndu voru með börnin á heimilinu töldu starfsmenn að á skorti að þau væru fær um að sinna grundvallaratriðum í umönnun barnanna á þeim tíma, eins og að fæða og svæfa börnin. Auk þess skorti mjög á að stefndu hafi verið fær um að veita börnunum og vandamálum þeirra óskipta athygli og ganga í það að leysa vandamálin. Þess í stað trufluðu eigin vandamál mjög alla umönnun barnanna. Börnin dvöldust á heimilinu þar til í júlí 2008 þegar þau fóru til stefnda M en málsaðilar höfðu þá skilið að borði og sæng. Vegna versnandi líðanar barnanna voru þau í september 2010 vistuð utan heimilis og hafa síðan þá verið á fósturheimili í [...]. Á þessu tímabili hafa ítrekað verið gerðar meðferðaráætlanir samkvæmt 23. gr. laga nr. 80/2002, m.a. 21. nóvember 2007, en samkvæmt henni samþykktu stefndu vistun barnanna á Vistheimili barna á meðan aðstæður barnanna voru kannaðar til hlítar. Þá samþykktu stefndu 3. mars 2008 að gangast undir forsjárhæfnimat og í áætlun dagsettri 4. júní 2007 samþykktu stefndu að gangast undir sálfræðiráðgjöf vegna samskiptaörðugleika og uppeldis barnanna. Þá samþykktu þau að sótt yrði um greiningu fyrir börnin vegna gruns um þroskafrávik.

Frá árinu 2008 hefur forsjárhæfni stefndu verið metin fjórum sinnum. Í fyrsta forsjárhæfnimatinu sem Ingþór Bjarnason sálfræðingur framkvæmdi 2008 taldi hann að stefndu væru bæði hæf til að sinna foreldrahlutverkinu en þau yrðu að leggja deilumál sín til hliðar svo að hæfni þeirra nýttist börnunum og þiggja alla ráðgjöf sem þeim stæði til boða. Tækist það ekki taldi hann að ekki yrði séð að þau teldust vera hæf. Ingþór gerði einnig annað matið sem er frá árinu 2010. Niðurstaða hans var þá á sama veg og taldi hann að stefndu hefðu ekki sett deilumál sín til hliðar og væri það farið að hafa áhrif á börnin. Ingþór endurskoðaði þetta mat á árinu 2011. Hann ítrekaði að hann hefði bent á ýmsa veikleika í fari foreldra bæði hvað varðar persónuleikaeinkenni og greindargetu. Hvað varðar stefndu K snérist þetta um óöryggi, sveiflukennt geðslag, hvatvísi og skort á innsæi. Hjá stefnda M væri hins vegar um að ræða ósveigjanleika, stjórnsemi og tortryggni. Þriðja matið var framkvæmt af Einari Inga Magnússyni sálfræðingi, sem dómkvöddum matsmanni árið 2012. Komst hann að þeirri niðurstöðu að bæði stefndu hefðu tekið nokkrum framförum en engu að síður skorti nokkuð á. Stefndi M þyrfti að gefa af sér meiri tilfinningalega hlýju og sýna hana í verki og einnig þyrfti hann að þróa með sér betra innsæi og næmari samskiptatækni. Stefndu K skorti úthald. Hún hefði lengi þurft ríkulegan stuðning og gæti vart stýrt uppeldinu á öruggan og sjálfstæðan hátt. Taldi hann að stefndi M gæti, ásamt eiginkonu sinni, með ákveðnum skilyrðum búið börnunum eðlileg uppeldisskilyrði en stefnda K hefði ekki þá persónulegu styrkleika sem þurfti til að geta axlað ábyrgð á uppeldi þeirra. Fjórða forsjárhæfnimatið er mat dómkvaddra yfirmatsmanna. Tóku þeir að mörgu leyti undir mat Einars Inga. Telja þeir að þó að geta stefnda M sé að mörgu leyti sterkari þegar kemur að því að skapa umgjörð og stöðugleika en ekki verði það sama sagt um tilfinningaleg samskipti og tengsl. Þar séu verulegir erfiðleikar og birtist þeir skýrt í mati á tengslum barnanna við stefnda. Stefnda K standi lakar að vígi þegar komi að því að reka fjölskyldu og standa á eigin fótum en hún eigi betra með að tjá væntumþykju og eiga góð samskipti við börnin. Þessi sterkari staða hennar sé greinileg í tengslamati. Yfirmatsmenn telja að stefndu hvort um sig uppfylli lágmarksskilyrði fyrir forsjárhæfni. Þau hafi lýst viðunandi skilningi á þörfum barnanna og sýnt viðleitni til þess að taka sig á en það breyti því ekki að breytni þeirra í formi samskipta hafi miklu fremur endurspeglað þeirra eigin þarfir, takmarkanir og átök en að þarfir og hagsmunir barnanna hafi verið sett í forgang. Þá töldu yfirmatsmenn ekki horfur á því að þetta myndi breytast og töldu tímabært að taka endanlega afstöðu til forsjár og skapa börnunum öruggt og stöðugt umhverfi sem væri eins laust við togstreitu og mögulegt er.

Undirmatsmaður Einar Ingi Magnússon og yfirmatsmenn, Hörður Þorgilsson og Oddi Erlingsson, voru sammála um að forsjárhæfni stefndu takmarkaðist af persónueinkennum þeirra og að litlar líkur væru á því að þau gætu bætt sig. Einar Ingi lýsti því í skýrslu sinni fyrir dóminum að þegar horft væri á sögu stefndu saman þá virtist sem hlutirnir hefðu farið úr skorðum þegar börnin fæddust. Aðstæður hafi þá krafist verulegs framlags af þeirra hálfu hvað varðar samskipti, umönnun, mörk og hvatningu. Auk þess hafi þessar aðstæður haft í för með sér almennt tilfinningalegt, líkamlegt og félagslegt álag. Þetta hafi leitt til þess að samband þeirra hafi brostið. Þá taldi hann að inngrip barnaverndar hefði átt að eiga sér stað fyrr, á meðan stefndu bjuggu saman. Í framburði Harðar kom fram að mesti veikleiki stefndu fælist í breytni þeirra og hafi yfirmatsmenn þá litið til persónuleika stefndu og áhrifa þeirra í samskiptum. Töldu þeir þetta hafa gert það að verkum að málið fór í þennan farveg. Frá upphafi hafi verið bent á þennan þátt en ekkert bendi til þess að hann muni breytast. Þá sagði hann að þeir hafi ekki gengið svo langt að greina stefndu með persónuleikaröskun. Almennt megi segja að þegar persónuleiki sé hnökróttur eða skapi erfiðleika í samskiptum sé yfirleitt skoðað hvort það gæti nálgast einhverja persónuleikaröskun en þeir hafi ekki farið þá leið til enda. Framburður Odda var á sama veg hvað þetta varðar og sagði hann jafnframt að einkennin væru frekar alvarlegri en þeir nefndu í yfirmatsgerðinni.

Forsjárhæfnimati er ætlað að kanna hvort viðkomandi sé fær um að fara með forsjá barns með hliðsjón af því hvað barni sé fyrir bestu, að því er andlega og líkamlega heilsu þess og þroska varðar. Þegar niðurstaðan er eins og hér að á skorti að stefndu séu hæf til að sinna þessu hlutverki hlýtur að felast í því hætta á að þau geti ekki sinnt börnunum með hliðsjón af ofangreindu. Af fyrirliggjandi mötum má ráða að forsjárhæfni beggja stefndu hafi ekki aukist á þessu fimm ára tímabili þrátt fyrir þá miklu hagsmuni sem eru í húfi. Við meðferð málsins hefur verið lagt fram mikið af gögnum sem sýna samskipti sem átt hafa sér stað milli stefndu og annarra aðila vegna barnanna. Sýna þessi gögn glöggt að ekki er tilefni til að ætla að stefndu hafi unnið bug á þeim vandamálum sem leiddu til þess að börnin voru sett á fósturheimili. Þá benda gögn málsins til þess að þau hafi hvorki saman né í sitt hvoru lagi getað sinnt börnunum með fullnægjandi hætti. Fyrirliggjandi gögn benda til vanlíðunar barnanna og má þar nefna líðan á vistheimili og vaxandi vanlíðan barnanna þegar þau voru tekin af heimili stefnda M í september 2010. Þá benda gögn málsins til þess að síðan þá hafi þroski barnanna tekið stakkaskiptum til hins betra. Í skýrslu Harðar Þorgilssonar fyrir dómi kom fram að umgjörð og aðbúnaður barnanna hafi ekki verið nægilega góður fyrstu tvö ár ævi þeirra og ekki sé fráleitt að álykta að vegna þeirrar umgjarðar sem hafi verið um þau undanfarið hafi þau náð góðum þroska. Vitsmunaþroski þeirra sé nú kominn á ákveðið ról og sé þeim nú minni hætta búin færu þau í umsjá foreldra en meiri áhætta sé tekin með tilfinningaþroska og mögulega andlegt jafnvægi ef rótleysi og efi verður í lífi þeirra. Oddi Erlingsson var í skýrslu sinni fyrir dómi spurður hvort það væri eðlilegur framgangur hjá börnunum að hafa áður verið sein í þroska en vera nú vitsmunalega sterk. Sagði hann að um leið og jafnvægið yrði meira í kringum þau yxu þau hraðar og efldust heilmikið. Þetta komi ekki bara innan frá heldur séu það líka aðstæðurnar sem skipti máli. Í skýrslu Heiðrúnar Hörpu Helgadóttur sálfræðings, dagsettri 8. apríl sl., og í skýrslu hennar fyrir dómi kom fram að börnin væru orðin sátt við að framtíðarheimili þeirra verði hjá fósturforeldrum. Þar búi þau við öryggi og stöðugleika og hafi eignast góða vini, auk þess sem tengsl barnanna og fósturforeldra hafi orðið sterkari og traustari með tímanum. Samspil þessara þátta hafi haft jákvæð áhrif á þroska þeirra og líðan.

Ekkert hefur komið fram sem mælir með öðru en að við ákvörðun forsjár fylgist börnin að. Vegna ungs aldurs barnanna leitaði dómurinn ekki eftir afstöðu þeirra til skipan forsjár til frambúðar en samkvæmt gögnum málsins hefur það ítrekað verið gert. Auk ofangreindrar skýrslu Heiðrúnar Hörpu liggja fyrir skýrslur Guðrúnar Hrefnu Sverrisdóttur, talsmanns barnanna, dagsettar 25. febrúar 2013. Í þeim kemur fram að þau vilji bæði búa áfram í [...] hjá fósturforeldum og að umgengni við stefndu yrði hagað með sama hætti og nú er. Þá var tvívegis lagt tengslapróf fyrir börnin við gerð yfirmats og verður niðurstaðan túlkuð svo að bæði börnin hafi góð tengsl við fósturmóður og séu jákvæðust gagnvart því að vera áfram hjá fósturforeldrum en einnig séu tengsl við stefndu K jákvæð. Í skýrslu sinni við aðalmeðferð málsins og í matsgerð sagði Einar Ingi Magnússon matsmaður að tengslin við móður geti skýrst af því að hún sé næmari í leik við börnin og að þau hafi nefnt að hún fari oft með þau í skemmtigarðinn. Við það myndist ákveðin tengsl og hafi þau því meira upp úr heimsókn til stefndu K.

Almennar þarfir barna snúast um alúð og umhyggju, öryggi, stöðugleika og þroskavænleg samskipti við umönnunaraðila. Fyrstu æviár barna einkennast af miklum framförum og mikilvægum þroskaáföngum. Á fyrsta ári byrjar barnið að mynda geðtengsl við sína nánustu, sem er talið eitt mikilvægasta verkefni fyrsta æviskeiðsins og nauðsynlegur grundvöllur fyrir áframhaldandi þroska barnsins. Mikilvægt er að stuðlað sé að því að þetta ferli fái að þróast án þess að rof verði þar á, því að við rof skapast hætta á margvíslegum misfellum í þroska. Við mat á tengslum ungs barns við foreldra sína er því mikilvægt að skoða hvort barnið hafi náð að þróa við þá jákvæð geðtengsl. Sá sem annast barnið mest og þekkir það best gegnir þar lykilhlutverki. Þegar litið er til sögu barnanna má færa rök fyrir því að ekki hafi tekist sem skyldi að mynda örugg geðtengsl þar sem ágreiningur á milli foreldra yfirskyggði þarfir barnanna. Foreldrarnir voru þannig uppteknari af ágreiningi sín í milli en mikilvægustu þörfum barnanna og skorti verulega á stöðugleika og almennan aðbúnað. Sagan sýnir að börnin fóru að sýna umtalsverðar framfarir í þroska þegar þau komu til fósturforeldranna og að tengsl barnanna, sérstaklega við fósturmóður, hafa verið að styrkjast. Enn fremur kom fram í skýrslum sérfróðra matsmanna fyrir dómi að þær miklu framfarir sem hafa orðið á þroska barnanna megi útskýra að miklu leyti út frá umhverfisáhrifum og þeim aðbúnaði sem þau hafa búið við hjá fósturforeldrum.

Stefnda K hefur leitað sér aðstoðar hjá Gunnari Hrafni Birgissyni sálfræðingi og kemur fram í vottorði hans, dagsettu 15. ágúst 2012, að árangur af viðtölunum hafi verið góður og að horfur hennar séu góðar haldi hún áfram á sömu braut. Gunnar Hrafn gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins og kom þá fram hjá honum að hann hefði ekki kannað hana sem foreldri en hann teldi að almennt höndlaði hún nú betur en áður erfiðar aðstæður. Fyrir liggur bréf Guðrúnar Birnu Gísladóttur félagsráðgjafa, frá 25. mars 2013, þar sem hún lýsir þeim stuðningi sem stefnda K hefur fengið frá Þjónustumiðstöð [...] og hvernig hún hafi nýtt sér hann. Af bréfinu má ráða að um mikinn stuðning hafi verið að ræða, m.a. í reglubundnum viðtölum auk símtala. Þá segir þar að stefnda hafi verið dugleg að nýta sér þann stuðning sem sé í boði. Erfitt sé hins vegar að segja til um hvort andleg staða hennar sé nægilega sterk til að hún geti farið með forsjá barnanna. Börnin hafi einungis verið í takmarkaðri umgengni í langan tíma og því sé erfitt að meta hæfni og aðstæður hennar en ljóst sé að hún þurfi umtalsverðan stuðning inn á heimilið. Með hliðsjón af framangreindu tekur dómurinn undir það sem fram kemur í matsgerð og vætti Einars Inga Magnússonar matsmanns þar sem hann telur að stefndu K mjög veikburða í því hlutverki að sinna öllum þörfum barnanna, hafa úthald og að geta verið burðarásinn í uppeldi þeirra. Á skorti að hún geti gefið af sér á stöðugan hátt, framfylgt öðrum uppeldisatriðum, eins og að setja þeim mörk, annast þau alla daga vikunnar til lengri tíma og hafa yfirsýn yfir þarfir þeirra.

Þá tekur dómurinn einnig undir það sem fram kemur í matsgerð og vætti sama matsmanns, þar sem hann telur það vera skilyrði þess að faðir verði hæfur til að fara með forsjá barnanna að á honum verði umtalsverð breyting. Þar skipti mestu máli að hann geti gefið meira af sér tilfinningalega gagnvart börnunum og haft dýpri skilning á þörfum þeirra. Hann sé mjög lokaður tilfinningalega og með sterkar varnir. Þetta séu djúpstæðir þættir í persónuleika hans og því ólíklegt að þeir taki miklum breytingum. Samkvæmt bæði undir– og yfirmatsgerð hafi honum aldrei fundist hann þurfa á aðstoð að halda vegna þessa. Staðan í dag sé þannig að hann skorti sýn á stöðu barnanna og eigi erfitt með að gefa þeim af sér. Hann eigi erfitt með samskipti við fólk eins og sjáist á því að hann og stefnda K geti ekki talað saman, fósturforeldrar biðjist undan samskiptum við hann og samskipti hans við skóla barnanna nýlega beri merki um þráhyggjukennda ágengni út af smávægilegu atviki. Ótrúlegt sé að hann muni geta átt góð samskipti við stefndu K og aðra sem koma að uppeldi barnanna þótt hann segi sjálfur að samskiptin verði í lagi. Besta forspá um komandi hegðun einstaklings er fyrri hegðun og því séu horfur á breytingum hjá stefnda M ekki jákvæðar, þrátt fyrir að hann hafi samkvæmt skýrslu Más Viðars Mássonar sálfræðings lýst einhverjum skilningi á aðstæðum sínum. Í gögnum málsins kemur fram að börnin hafi þroskast vel á allan hátt þann tíma sem þau hafa verið í fóstri. Stefndi M telur hins vegar að sálarlíf þeirra hafi verið eyðilagt og ber það vott um skort hans á skilningi á líðan barnanna og að óskhyggja hans sjálfs ráði för.

Samkvæmt 1. gr. laga nr. 80/2008 eiga börn rétt á vernd og umönnun í samræmi við aldur sinn og þroska. Þá ber foreldrum að sýna börnum sínum umhyggju og nærfærni og gegna forsjár- og uppeldisskyldum við börn sín svo sem best hentar hag og þörfum þeirra. Þeim ber og að búa börnum sínum viðunandi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra í hvívetna. Markmið laganna er að tryggja að börn sem búa við aðstæður sem taldar eru geta stofnað heilsu þeirra eða þroska í hættu skuli fái nauðsynlega aðstoð. Leitast skal við að ná þeim markmiðum með því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu. Barnaverndaryfirvöldum ber ávallt að beita vægustu úrræðum til að ná fram markmiðum barnaverndarlaga og einungis skal beita íþyngjandi ráðstöfunum ef lögmætum markmiðum laganna verður ekki náð með öðru og vægara móti. Forsjársvipting er alvarlegt inngrip og verður slík krafa ekki tekin til greina nema ríkar ástæður liggi þar að baki, enda sé hverju barni eðlilegt að alast upp hjá eigin foreldrum.

Með vísan til þess sem rakið hefur verið, og þá sérstaklega undirmatsgerðar Einars Inga Magnússonar og yfirmatsgerðar Harðar Þorgilssonar og Odda Erlingssonar og skýrslna þeirra fyrir dóminum, er það mat dómsins að vegna þeirra takmarkana stefndu sem lýst hefur verið, hafi daglegri umönnun, uppeldi og samskiptum stefndu og barnanna verið alvarlega ábótavant með hliðsjón af aldri barnanna og þroska þegar þau voru hjá stefndu og að ætla verði að svo verði áfram fari börnin til annars stefndu. Í d-lið 1. mgr. 29. gr. laga nr. 80/2002 eru ekki tæmandi talin þau atvik sem geta valdið því að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska þess sé hætta búin. Með hliðsjón af ofangreindum gögnum þykja nefnd persónueinkenni stefndu, auk breytni þeirra, hafa haft þau áhrif að andlegri heilsu og þroska barnanna hafi verið hætta búin og á sama hátt sé hætt við að svo verði áfram fari börnin til annars stefndu, enda eru þau augljóslega vanhæf til að fara með forsjá þeirra.

Samkvæmt 2. mgr. 29. gr. laga nr. 80/2002 skal einungis gera kröfu um forsjársviptingu að ekki sé unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta eða að slíkar aðgerðir hafi verið reyndar án viðunandi árangurs. Með hliðsjón af gögnum málsins er það mat dómsins að þau úrræði sem barnaverndaryfirvöld ráða yfir, hafi verið reynd til þrautar, en ekki skilað viðunandi árangri m.a. vegna lítils vilja til samstarfs, sérstaklega af hálfu stefnda M. Stefndu hafa fengið fjölmörg tækifæri til að bæta sig í því skyni að geta tekið við börnunum aftur en augljóst er að það hefur ekki tekist þrátt fyrir þá miklu hagsmuni sem í húfi eru fyrir þau. Ljóst er að stefnda K hefur sýnt meiri vilja til samstarfs en stefndi M en það dugar samt engan veginn. Þá bera gögn málsins með sér að stefndu hafi ekki tekist að ráða bót á þeim vanda sem matsmenn lýsa, og ekki sé að mati þeirra líklegt að það takist. Hefur meðalhófsreglunnar verið gætt í hvívetna af hálfu stefnanda og ítrekað reynt að beita vægustu úrræðum fyrir stefndu og börnin áður en til þess kom að setja þau í fóstur. Þrátt fyrir að upp hafi komið sú staða að starfsmenn barnaverndar hafi talið að reyna ætti að færa forsjá barnanna til stefndu K tímabundið í september 2011 þá var barnaverndarnefnd ekki sama sinnis. Ekki er hægt annað en að fallast á það mat nefndarinnar og telja að á þeim tíma hafi það úrræði ekki verið tækt með hliðsjón af hagsmunum barnanna. Þrátt fyrir yfirlýsingar stefndu nú fyrir dómi um að þau séu í góðum samskiptum fær það enga stoð í gögnum málsins að hegðun þeirra sín á milli eða gagnvart öðrum sem þau þurfa að hafa samskipti við vegna barnanna hafi breyst til batnaðar. Telur dómurinn að þessi ummæli stefndu séu sett fram af þeirra hálfu vegna þeirrar stöðu sem þau eru í nú. Fullreynt sé að stefndu nýti sér með fullnægjandi árangri eða þiggi þá aðstoð og tilsjón sem þeim er nauðsynleg til að sinna foreldrahlutverki sínu og tryggja börnunum viðunandi uppeldisaðstæður og sé þar aðallega um að kenna þeim persónuleikaeinkennum stefndu sem rakin hafa verið. Það er mat dómsins að með því að samþykkja að stefndu fari áfram með forsjá barnanna væri verið að taka áhættu sem væri óásættanleg með hliðsjón af hagsmunum barnanna. Samkvæmt öllu framansögðu, einkum niðurstöðu framangreindra fjögurra álitsgerða um forsjárhæfni stefndu sem gerðar hafa verið á fimm ára tímabili og skýrslna hinna dómkvöddu matsmanna fyrir héraðsdómi, er talið að fullnægt sé skilyrðum a- og d-liða 1. mgr. 29. gr. laga nr. 80/2002 til að svipta stefndu forsjá barna sinna, A og B. og verður því krafa stefnanda um forsjársviptingu tekin til greina.

Stefnandi gerir ekki kröfu um málskostnað. Rétt þykir að allir aðilar beri sinn kostnað af málinu. Stefndu var veitt gjafsókn í málinu, stefnda M með bréfi innanríkisráðuneytisins dagsettu 9. janúar 2012 og stefndu K með bréfi sama ráðuneytis dagsettu 23. febrúar 2012. Allur gjafsóknarkostnaður stefndu, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns stefnda M, Leifs Runólfssonar héraðsdómslögmanns og lögmanns stefndu K, Hilmars Baldurssonar héraðsdómslögmanns, greiðist úr ríkissjóði. Þykir hún hæfilega ákveðinn með hliðsjón af umfangi málsins og þess að málið hefur áður verið flutt um frávísunarkröfu stefnda M, 1.500.000 krónur til hvors þeirra. Við ákvörðun málskostnaðar hefur verið tekið tilliti til virðisaukaskatts. Með vísan til 1. mgr. 127. gr. laga nr. 91/1991 tekur dómurinn að öðru leyti ekki afstöðu til málskostnaðar stefndu.

Af hálfu stefnanda flutti málið Þórhildur Lilja Ólafsdóttir héraðsdómslögmaður, af hálfu stefnda M flutti málið Leifur Runólfsson héraðsdómslögmaður og af hálfu stefndu K flutti málið Hilmar Baldursson héraðsdómslögmaður.

Vegna anna dómara og umfangs málsins hefur uppkvaðning dómsins dregist fram yfir frest samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Aðilar og dómari málsins töldu ekki að þörf á að málið yrði flutt að nýju vegna þess.

   Dóminn kveða upp Sigríður Elsa Kjartansdóttir, settur héraðsdómari, og Rúnar Helgi Andrason og Valgerður Magnúsdóttir sálfræðingar.

D Ó M S O R Ð

Stefndu, M og K, eru svipt forsjá barna sinna A og B sem fædd eru [...] 2006.

Málskostnaður fellur niður.

Gjafsóknarkostnaður stefnda, M, greiðist út ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Leifs Runólfssonar hdl., 1.500.000 krónur.

Gjafsóknarkostnaður stefndu, K, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Hilmars Baldurssonar hdl., 1.500.000 krónur.