Hæstiréttur íslands
Mál nr. 373/2014
Lykilorð
- Kærumál
- Innsetningargerð
- Fjármögnunarleiga
|
|
Fimmtudaginn 5. júní 2014. |
|
Nr. 373/2014.
|
Íslensk erfðagreining ehf. (Hlynur Halldórsson hrl.) gegn Lýsingu hf. (Árni Ármann Árnason hrl.) |
Kærumál. Innsetningargerð. Fjármögnunarleiga.
L hf. krafðist þess að félaginu yrði með beinni aðfarargerð afhentir nánar tilteknir lausafjármunir sem Í ehf. hafði í sínum vörslum samkvæmt þremur samningum aðilanna um fjármögnunarleigu. Ágreiningur aðilanna laut að því hvort samningarnir teldust hafa verið um leigu eða lán og þar með háðir banni 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 og vexti og verðtryggingu við því að fjárhæð láns í íslenskum krónum verði bundin við gengi erlends gjaldmiðils. Í hinum kærða úrskurði, sem staðfestur var með vísan til forsendna hans í Hæstarétti, var talið að samningarnir væru leigusamningar en ekki lánssamningar, sem klæddir hefðu verið í búning leigusamninga. Ákvæði VI. kafla laga nr. 38/2001 girtu þannig ekki fyrir að aðilunum hefði verið heimilt að semja um að leigugjald í viðskiptum þeirra tæki mið af breytingum á gengi erlends gjaldmiðils. Þá lægi fyrir að Í ehf. hefði verið í slíkum vanskilum að L hf. hefði verið heimilt að rifta samningunum. Var því staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar um heimild L hf. til að fá munina tekna úr vörslum Í ehf.
Dómur Hæstaréttar
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.
Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. maí 2014, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. maí 2014, þar sem tekin var til greina krafa varnaraðila um að nánar tilteknir lausafjármunir yrðu teknir með beinni aðfarargerð úr vörslum sóknaraðila og fengnir sér. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Sóknaraðili krefst þess að kröfu varnaraðila um aðfarargerð verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.
Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Sóknaraðili, Íslensk erfðagreining ehf., greiði varnaraðila, Lýsingu hf., 350.000 krónur í kærumálskostnað.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. maí 2014.
Mál þetta barst Héraðsdómi Reykjavíkur með aðfararbeiðni, sem móttekin var 25. júní 2013. Málið var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 10. apríl sl.
Sóknaraðili er Lýsing hf., Ármúla 3, Reykjavík.
Varnaraðili er Íslensk erfðagreining ehf., Sturlugötu 8, Reykjavík.
Sóknaraðili krefst dómsúrskurðar um að eftirtalin tæki verði tekin með beinni aðfarargerð úr vörslum varnaraðila og fengin sér:
· Illumina Scanner 8, raðnúmer: S381, eignarnúmer: E000350 samkvæmt reikningi nr. R000594, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. 33721 (fylgiskjal nr. IS19666).
· Illumina Liquid Handler 11, raðnúmer: 704000001, eignarnúmer: E000351 samkvæmt reikningi nr. R000594, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. 33753 (fylgiskjal nr. IR79725).
· Illumina Cluster Station 2, raðnúmer: 100118, eignarnúmer: E000352 samkvæmt reikningi nr. R000594, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. IN10987 (fylgiskjal nr. IR79721).
· Illumina Genoma Analyzer, raðnúmer: 300073, eignarnúmer: E000353 samkvæmt reikningi nr. R000594, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. IN10780 (fylgiskjal nr. IR79722).
· Illumina Genoma Analyzer, raðnúmer: 300064, eignarnúmer: E000354 samkvæmt reikningi nr. R000594, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. IN10780 (fylgiskjal nr. IR79722).
· Illumina Cluster Station 1, raðnúmer: 100088, eignarnúmer: E000355 samkvæmt reikningi nr. R000954, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. IN10780 (fylgiskjal nr. IR79722).
· IBM DS8100 9.6T Diskastækkun, raðnúmer: 7500CVYG0, eignarnúmer: E000312 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. 90540604 (fylgiskjal nr. IR74954).
· Microplate Spectrofluorometer, raðnúmer: EM01527, eignarnúmer: E000315 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning frá Fisher Scientific GTF (fylgiskjal nr. IR75378).
· CryoPlus3-Köfnunarefnisfrystir, raðnúmer: 505539-126, eignarnúmer: E000316 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. SR135929 (fylgiskjal nr. IR75673).
· IBM TapeLibary Expansion, raðnúmer: 5780040410, eignarnúmer: E000318 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. 90553539 (fylgiskjal nr. IR75642).
· IBM DS8100 4.8TB Diskastækkun, eignarnúmer: E000321 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. 90564277 (fylgiskjal nr. IR76338).
· IBM Blade SAN Sviss, raðnúmer: 1S32R181223A6768, eignarnúmer: E000326 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. 90585830 (fylgiskjal nr. IR77373).
· IBM Blade SAN Sviss, raðnúmer: 1S32R181223A8147, eignarnúmer: E000327 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. 90585830 (fylgiskjal nr. IR77373).
· Cisco Catalyst 3560 Sviss, raðnúmer: SF0C1046Y1HL, eignarnúmer: E000328 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. Srn004036 (fylgiskjal nr. IR77382).
· Cisco Catalyst 3560 Sviss, raðnúmer: SF0C1046Y1FV, eignarnúmer: E000329 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. Srn004036 (fylgiskjal nr. IR77382).
· Cisco Catalyst 3560 Sviss, raðnúmer: SF0C1046Y1H2, eignarnúmer: E000330 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. Srn004036 (fylgiskjal nr. IR77382).
· IBM DS8100 9,6TB Diskastækkun, eignarnúmer: E000331 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. 90588897 (fylgiskjal nr. IR77512).
· IBM LTO3 Drive, raðnúmer: 7826770, eignarnúmer: E000332 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. 90590116 (fylgiskjal nr. IR77687).
· IBM x3650 VMwar Servers, raðnúmer: 1S797961YKDCCNKN, eignarnúmer: E000333 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. 90598542 (fylgiskjal nr. IR78005).
· IBM x3650 VMwar Servers, raðnúmer: 1S797961YKDCNTNV, eignarnúmer: E000334 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. 90598542 (fylgiskjal nr. IR78005).
· IBM x3650 VMwar Servers, raðnúmer: 1S797961YKDCNTNY, eignarnúmer: E000335 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. 90598542 (fylgiskjal nr. IR78005).
· Cisco Catalyst 3560, raðnúmer: F0C1115Z3TC, eignarnúmer: E000336 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. Srn004572 (fylgiskjal nr. IR78043).
· Cisco Catalyst 3560, raðnúmer: F0C1115Z3T8, eignarnúmer: E000337 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. Srn004572 (fylgiskjal nr. IR78043).
· Cisco Catalyst 3560, raðnúmer: F0C1115Z3TT, eignarnúmer: E000338 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. Srn004572 (fylgiskjal nr. IR78043).
· Cisco Catalyst 3560, raðnúmer: F0C1115Z3T7, eignarnúmer: E000339 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. Srn004572 (fylgiskjal nr. IR78043).
· Cisco Catalyst 3560, raðnúmer: F0C1115Z3ST, eignarnúmer: E000340 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. Srn004572 (fylgiskjal nr. IR78043).
· IBM DS8100 9,6TB Diskastækkun, eignarnúmer: E000341 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. 90610966 (fylgiskjal nr. IR78813).
· IBM DS8100 14,4TB Diskastækkun, eignarnúmer: E000342 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. 90610967 (fylgiskjal nr. IR78812).
· IBM BladeCenter Chassis H, raðnúmer: 1S88524XG99A5080, eignarnúmer: E000343 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. 90613963 (fylgiskjal nr. IR79057).
· Cisco IP Phone 7941G- GE, raðnúmer: CP-7941G-GE, eignarnúmer: E000344 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007 og reikning nr. Srn004909 (fylgiskjal nr. IR78902).
· Juniper WXC500 Accelerator US, raðnúmer: 500004226, eignarnúmer: E000345 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007.
· Juniper WXC500 Acc. Iceland, raðnúmer: 500005047, eignarnúmer: E000346 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007.
· IBM 3584 ExpansionFrame, raðnúmer: 1S3584D537841655, eignarnúmer: E000347 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007.
· IBM LTO4 Tapedrive (3588), raðnúmer: S780050841, eignarnúmer: E000348 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007.
· IBM 3588 LTO4 TapeDrive, raðnúmer: S780051197, eignarnúmer: E000349 samkvæmt reikningi nr. R000595, sbr. tækjalista dags. 25. september 2007.
· Plate reader scintillation, raðnúmer 4502744, eignarnúmer: E000248 ásamt fylgihlutum samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. S004896 (fylgiskjal nr. IR72907).
· PFA Analyzer, raðnúmer: 2823, eignarnúmer: E000268 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. SR127333 (fylgiskjal nr. IR73417).
· Leica DFC320 digital camera, eignarnúmer: E000274 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 1725 (fylgiskjal nr. IR73855).
· Acquity Uplc Core System, eignarnúmer: E000253 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 212601200 (fylgiskjal nr. IR73092).
· ABI 7900HT, raðnúmer: 279000667, vörunúmer: 4329002 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 2700800643 (fylgiskjal nr. IR73034), ásamt neðangreindum fylgihlutum:
- Kit, 384 Well Cycler 7900HT, vörunúmer: 4329009 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- Twister w/ext Capacity Option 7900HT, vörunúmer: 4316211 samkvæmt reikningi nr. 2700800643 (sjá dskj. nr. 31).
- Assy, Mainframe 7900HT Generic, vörunúmer: 4330966 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- CD, Excel for windows program, vörunúmer: 4313107 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- CD, V2i Protector 2.0 Desktop Edition, vörunúmer 4350094 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- Card, Dual Ser & Par (PCI), vörunúmer: 4319571 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- CMPTR, Dell GX280 2.8GHz DVD+RW, vörunúmer: 4365879 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- Kit, GX280 2.8 & 3GHZ Image CD Winxp SP2, vörunúmer: 4367106 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- Monitor, Dell 17" Flat 1704FPv Gray, vörunúmer: 4364304 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- 7900HT 384 Well Installation Kit, vörunúmer: 4325646 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- 2 stk. FG, 384 Well Rnase P Inst Verif Plate, vörunúmer: 4323306 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- FG, 384 Well Dye Calibration Plate Kit, vörunúmer: 4323977 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- Kit, Taqman 18S Starter Kit, vörunúmer: 4352405 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- CD, Genomic Assays Catalog, vörunúmer: 4362363 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- TF, SDS SW V2.X Enterprise Edit, vörunúmer: 4350490 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- RAM, 256MB 100Hz SDRAM 1DIMM GX 100/110, vörunúmer: 4322630 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- CD, Windows 2000 Server, vörunúmer: 4338429 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- CBL, ASSY SHLD Ethernet 10´ EXT 3400, vörunúmer: 4339998 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- Router 4-Port 10/100 MBPS Broadband, vörunúmer: 4342733 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- CD, SP3 Upgrade for Windows 2000, vörunúmer: 4343045 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- Kit, ADPTR, ELEC Outlet, International, vörunúmer: 4346474 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- LBL, Chassis CMPTR Client-Server, vörunúmer: 4349390 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- Kit, GX 150 Image CD, Win 2K SP 3, vörunúmer: 4349987 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- CD, V2i Protector 2.0 Desktop Edition, vörunúmer: 4350094 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- Kit, GX 110 733MHz Image WIN2KPROSP4, vörunúmer: 4350525 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- Kit, SDS V2.2.2 Enterprise Edition, vörunúmer: 4363970 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- Kit, GX280 3 GHZ Image CD server W2KSP4, vörunúmer: 4367500 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- CMPTR, Dell GX280 3.0GHz DVD+RW, vörunúmer: 4365878 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- SW, OEM Win XP Pro OS SP2 W/LIC, vörunúmer: 4366861 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
- Monitor, Dell 17" Flat 1704FPv Grey, vörunúmer: 4364304 samkvæmt reikningi nr. 2700800643.
· Packard Multiprobe II HT EX Liquid Handler, raðnúmer: 427399, eignarnúmer: E000267, ásamt fylgihlutum samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 611-A (fylgiskjal nr. IR73574).
· New Brunswick-Frystir U725, raðnúmer: 1005-2667-120B, eignarnúmer: E000271, ásamt fylgihlutum samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 298943 (fylgiskjal nr. IR73880).
· Micro1 Robotic Dispenser MC-1201, vörunúmer: 500170, eignarnúmer: E000270, ásamt fylgihlutum samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 8555 (fylgiskjal nr. G05005).
· Gemini XPS System, eignarnúmer E000277, ásamt fylgihlutum samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 327742 (fylgiskjal nr. IR74130).
· Infinium Plus Auto72 Optn 220V samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 18738.
· 8 stk. Infinium Auto Expansion 220V samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 18738.
· Lims Infinium Beadstation 220V samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 18738.
· Upgr.Dasl Beadstation 500 GX samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 18738.
· Beadstation 500 GX 220V samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 18821.
· 6 stk. Beadarray Reader Alone 22V samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 18821.
· 10 stk. Inf Auto Roma Post-AMP 220V samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 18821.
· 4 stk. Dual Autoloader samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 18821.
· Cisco Sviss 3560, raðnúmer: SFOC0949Y4N4, eignarnúmer: E000241, ásamt fylgihlutum samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikningur nr. 90498706 (fylgiskjal nr. IR72226).
· Blade SAN sviss, raðnúmer: ILL000333736, eignarnúmer: E000246 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 90504395 (fylgiskjal nr. IR72354).
· Sun X4200, raðnúmer: S0603AN1469, eignarnúmer: E000243 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 507139 (fylgiskjal nr. IR72353).
· Sun X4200, raðnúmer: S0603AN1473, eignarnúmer: E000244 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 507139 (fylgiskjal nr. IR72353).
· Sun X4200, raðnúmer: S0603AN1476, eignarnúmer: E000245 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 507139 (fylgiskjal nr. IR72353).
· IBM Blade SAN sviss, raðnúmer: 1S90P016523A1276, eignarnúmer: E000247 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 90505233 (fylgiskjal nr. IR72476).
· IBM DS8100 4,8TB diskastækkun, vörunúmer: 2107MESDG, eignarnúmer: E000249 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 90513790 (fylgiskjal nr. IR72957).
· Cisco Catalyst 3560, raðnúmer: FOC1009V1V1, eignarnúmer: E000256 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. Srn001815 (fylgiskjal nr. IR73299).
· Cisco Catalyst 3560, raðnúmer: FOC1009Y1ZW, eignarnúmer: E000257 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. Srn001815 (fylgiskjal nr. IR73299).
· Cisco Catalyst 3560, raðnúmer: FOC1009Y1YD, eignarnúmer: E000258 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. Srn001815 (fylgiskjal nr. IR73299).
· Cisco Catalyst 3560, raðnúmer: FOC1009Y1Z2, eignarnúmer: E000259 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. Srn001815 (fylgiskjal nr. IR73299).
· Cisco Catalyst 3560, raðnúmer: FOC1008Y3ZW, eignarnúmer: E000260 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. Srn001815 (fylgiskjal nr. IR73299).
· Cisco Catalyst 3560, raðnúmer: FOC1011Y1NK, eignarnúmer: E000261 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. Srn001815 (fylgiskjal nr. IR73299).
· Cisco Catalyst 3560, raðnúmer: FOC1009Y1VA, eignarnúmer: E000262 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. Srn001815 (fylgiskjal nr. IR73299).
· Cisco Catalyst 3560, raðnúmer: FOC1008Y3TC, eignarnúmer: E000263 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. Srn001815 (fylgiskjal nr. IR73299).
· IBM x445, raðnúmer: 1S88704EXKKWMW1N, eignarnúmer: E000255 ásamt fylgihlutum samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 90515230 (fylgiskjal nr. IR73298).
· DS4100 Dual-Controller Storage Server, raðnúmer: S13D2349, eignarnúmer: E000264, ásamt DS4100 AIX Host Kit, vörunúmer: 25R0063 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 90517211 (fylgiskjal nr. IR73350).
· IBM 3584 UltraScalable Tape Library, raðnúmer: 7819711, eignarnúmer: E000266 ásamt fylgihlutum samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 90521622 (sjá fylgiskjal nr. IR73547).
· Cisco catalyst 3560, raðnúmer: SF0C1012Y316, eignarnúmer: E000269 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. Srn002037 (sjá fylgiskjal nr. IR73704).
· IBM SAN sviss Brocade, raðnúmer: S23A8876, eignarnúmer: E000273 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 90527293 (fylgiskjal nr. IR73896).
· Cisco Catalyst 3560, raðnúmer: SFOC1002Z4HA, eignarnúmer: E000272 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. Srn002232 (fylgiskjal nr. IR73895).
· IBM Blade SAN sviss, raðnúmer: 1S90P016523A9796, eignarnúmer E000275 ásamt fylgigögnum samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 90532626 (fylgiskjal nr. IR74218).
· Cisco Catalyst 3560, vörunúmer: WS-C3560G-48PS-S, samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. Srn002568 (fylgiskjal nr. IR74695).
· Dell PowerEdge 2950, raðnúmer: HZ37D2J, eignarnúmer: E000310 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 534951 (fylgiskjal nr. IR74896).
· Dell PowerEdge 2950, raðnúmer: 8047D2J, eignarnúmer: E000311 samkvæmt reikningi nr. R000464, sbr. lista frá varnaraðila og reikning nr. 534951 (fylgiskjal nr. IR74896).
Sóknaraðili krefst einnig málskostnaðar úr hendi varnaraðila.
Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað. Verði fallist á beiðni sóknaraðila að einhverju leyti, krefst varnaraðili þess að kveðið verði á um að málskot til Hæstaréttar fresti aðfarargerð á hendur honum þar til endanlegur dómur Hæstaréttar gengur. Þá krefst hann þess að honum verði dæmdur málskostnaðar úr hendi sóknaraðila.
I
Samkvæmt gögnum málsins gerðu málsaðilar, sóknaraðili sem leigusali og varnaraðili sem leigutaki, með sér þrjá samninga, einn þann 24. ágúst 2006 og tvo þann 27. september 2007, sem bera allir yfirskriftina „Fjármögnunarleigusamningur“. Samningarnir eru í 35 greinum. Um staðlað samningsform er að ræða, þar sem efni fyrstu tíu greinanna er fyllt út, eftir því sem við á, en aðrar greinar þeirra eru staðlaðar.
Í 1. gr. samninganna er hinu leigða lýst. Samkvæmt samningnum frá 24. ágúst 2006, nr. 136261-263, er um að ræða ýmis tæki og tölvubúnað, arfgreiningartæki, rannsóknartæki og tölvubúnað, samkvæmt reikningi seljanda nr. R00464, dags. 22. ágúst 2008. Samkvæmt samningi nr. 143744 frá 27. september 2007 er hið leigða rannsóknarbúnaður, sbr. meðfylgjandi tækjalista, samkvæmt reikningi seljanda nr. R000594, dags. 26. september 2007. Samkvæmt samningi nr. 143745 frá 27. september 2007 er um að ræða tölvubúnað, sbr. tækjalista, samkvæmt reikningi seljanda nr. R000959, dags. 26. september 2007. Í 15. gr. samninganna allra kemur fram að sóknaraðili sé einn eigandi hins leigða.
Samkvæmt 2. gr. samningsins nr. 136261-263 er ,,leigugrunnur“ 353.098.507 krónur og virðisaukaskattur 86.509.134 krónur, samtals 439.607.641 króna. ,,Skipting leigugr.“ var þannig ákveðin að fjárhæðin var ,,tengd USD“, miðað við gengi 70,09 og var ,,erlend mynt“ tilgreind 5.037.787 Bandaríkjadollarar. Samkvæmt samningi nr. 143744 er ,,leigugrunnur“ 71.461.211 krónur og virðisaukaskattur 17.507.997 krónur, samtals 88.969.208 krónur. ,,Skipting leigugr.“ var þannig ákveðin að fjárhæðin var ,,tengd USD“, miðað við gengi 61,50898 og var ,,erlend mynt“ tilgreind 1.161.801,27 Bandaríkjadollarar. Samkvæmt samningi nr. 143745 er ,,leigugrunnur“ 58.312.891 króna og virðisaukaskattur 14.286.685 krónur, samtals 72.599.549 krónur. ,,Skipting leigugr.“ var þannig ákveðin að fjárhæðin var ,,tengd USD“, miðað við gengi 61,50898 og var ,,erlend mynt“ tilgreind 948.038,66 Bandaríkjadollarar.
Í 3. gr. samninganna er varnaraðili tilgreindur sem seljandi. Í 4. og 5. gr. samnings nr. 136261-263 segir að ,,grunnleigutími“ sé frá 10. október 2006 til 9. október 2009. Fyrstu leigugreiðslu skyldi inna af hendi 10. október 2006, en fjöldi greiðslna væri 12, og skyldi greiða á þriggja mánaða fresti, hver greiðsla væri að fjárhæð 32.691.944 krónur án virðisaukaskatts. Fram kemur í 6. gr. samningsins að mánaðarleg framhaldsleiga hefjist frá lokum grunnleigutíma 10. október 2009 og ,,leiga tengd USD“ sé 914.690 krónur án virðisaukaskatts. Samkvæmt samningi nr. 143744 er ,,grunnleigutími“ frá 20. október 2007 til 19. október 2009. Fyrstu leigugreiðslu skyldi inna af hendi 20. október 2007, en fjöldi greiðslna væri 8, og skyldi greiða á þriggja mánaða fresti, hver greiðsla væri að fjárhæð 9.542.400 krónur án virðisaukaskatts. Fram kemur í 6. gr. samningsins að mánaðarleg framhaldsleiga hefjist frá lokum grunnleigutíma 20. október 2009 og ,,leiga tengd USD“ sé 266.883 krónur án virðisaukaskatts. Í samningi nr. 143745 er greint frá því að ,,grunnleigutími“ sé frá 20. október 2007 til 19. október 2009. Fyrstu leigugreiðslu skyldi inna af hendi 20. október 2007, en fjöldi greiðslna væri 8, og skyldi greiða á þriggja mánaða fresti, hver greiðsla væri að fjárhæð 7.786.704 krónur án virðisaukaskatts. Fram kemur í 6. gr. samningsins að mánaðarleg framhaldsleiga hefjist frá lokum grunnleigutíma 20. október 2009 og ,,leiga tengd USD“ sé 217.778 krónur án virðisaukaskatts.
Í 10. gr. samningsins nr. 136261-263 er meðal annars tekið fram að LIBOR-vextir á samningsdegi séu 5,4% auk 2,5% álags. Samkvæmt samningum nr. 143744 og 143745 eru LIBOR-vextir á samningsdegi 5,23% auk 2,5% álags.
Í 12. gr. samninganna allra segir meðal annars að leigutaki geti ekki sagt samningnum upp á grunnleigutíma. Að grunnleigutíma loknum framlengist hann ótímabundið samkvæmt 6. gr. Leigutaki getur sagt hinum framlengda leigusamningi upp skriflega með eins mánaðar fyrirvara, enda skili hann þá tafarlaust hinu leigða.
Þann 23. febrúar 2010 gerðu aðilar með sér samkomulag um breytingu á fjármögnunarleigusamningunum, en þá var skuldbreytt útgefnum en ógreiddum leigugreiðslum frá 10. apríl 2009 til 10. júlí 2009. Samningarnir voru lengdir úr 0 í 24 mánuði og urðu greiðslur mánaðarlegar. Skyldi varnaraðili inna af hendi 50% af mánaðargreiðslu samninganna í febrúar til júlí 2010. Þá var vaxtaálagi breytt úr 2,5% í 4,5%. Við breytinguna fengu samningarnir ný númer, samningur nr. 136261-263 varð nr. 153718, samningur nr. 143744 varð nr. 153721 og samningur nr. 143745 varð nr. 153722.
Með bréfi, dags. 25. október 2012, tilkynnti sóknaraðili varnaraðila að grunnleigutíma samninga nr. 153722 (143745) og 153721 (143744) hefði lokið 20. febrúar 2012 og grunnleigutíma samnings nr. 153718 (136261-263) þann 10. febrúar 2012. Samkvæmt samningnum hefði hafist eftir þann tíma ótímabundin framhaldsleiga.
Sóknaraðili kveður vanskil varnaraðila á leigugreiðslum vegna framangreindra fjármögnunarleigusamninga vera allt frá ágúst 2010. Þann 26. apríl 2013 hafi vanskil vegna samnings nr. 136261-263 (153718) numið 179.836.985 krónum, vanskil vegna samnings nr. 143744 (153721) hafi numið 63.184.606 krónum og vanskil vegna samnings nr. 143745 (153722) hafi numið 51.517.882 krónum. Heildarvanskil varnaraðila vegna samninganna hafi því numið 294.539.473 krónum að meðtöldum vöxtum og kostnaði.
Þann 6. desember 2012 rifti sóknaraðili samningunum samkvæmt heimild í 28. gr. samninganna með skeyti til varnaraðila. Varnaraðili andmælti riftuninni með bréfi, dags. 10. desember 2012. Sóknaraðili kveður vanskil á riftunardegi hafa numið 264.819.696 krónum. Með bréfi til dómsins sem móttekið var 25. júní 2013 krafðist sóknaraðili umráða yfir framangreindum tækjum með vísan til 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför.
Með stefnu sem þingfest var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 14. nóvember 2013 höfðaði varnaraðili mál gegn sóknaraðila þar sem þess er meðal annars krafist að viðurkennt verði að framangreindir samningar séu lánssamningar í skilningi VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, með ólögmætri verðtryggingu.
II
Sóknaraðili byggir kröfu sína á því að fjármögnunarleigusamningar aðila séu leigusamningar. Í því sambandi vísi hann meðal annars til alþjóðlegs reikningsskilastaðals, IAS 17, sem hafi lagagildi hér á landi. Krafan byggist einnig á því að 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, um bann við gengistryggingu, stangist á við skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt samningi um Evrópska efnahagssvæðið og þá einkum 40. gr. hans um frjálst fjármagnsflæði. Í því sambandi sé meðal annars vísað til rökstudds álits Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá 22. maí sl.
Með dómi Hæstaréttar Íslands frá 24. maí 2012 í málinu nr. 652/2011 (Smákranamálið) hafi verið fjallað um sambærilegan samning og þá sem mál þetta sé sprottið af. Þar hafi rétturinn staðfest að umþrættur fjármögnunarleigusamningur væri leigusamningur eins og heiti hans benti til. Í dómi Hæstaréttar komi fram að stöðluð ákvæði samningsins séu skýr og eigi eingöngu við um fjármögnunarleigusamninga. Einnig komi fram að í samningi aðila sé fjallað um leigu og sé sóknaraðili þar ítrekað nefndur leigusali. Þóttu ákvæði laga nr. 38/2001 því ekki girða fyrir að aðilum hefði verið heimilt að semja um að leigugjald í viðskiptum þeirra tæki mið af breytingum á gengi erlendra gjaldmiðla. Ekki verði séð annað en að varnaraðili byggi mál sitt á svipuðum málsástæðum í þessu máli og stefnandi hafi haft uppi í framangreindu máli.
Sóknaraðili mótmælir því sem röngu og ósönnuðu að hann hafi ávallt gert tilboð í lánsviðskipti aðila í formi fjármögnunarleigusamninga til að geta boðið samkeppnishæf lánsviðskipti. Sóknaraðili sé fjármögnunarfyrirtæki sem hafi eignaleigu að meginstarfsemi. Hann hafi, auk fjármögnunarleigu, boðið upp á fjölmargar aðrar fjármögnunarleiðir, svo sem kaupleigu, rekstrarleigu, einkaleigu, bílalán o.s.frv. Það sé í höndum viðskiptavinarins að velja þá leið sem henti hans rekstrarumhverfi best. Það sé rangt að sóknaraðili hafi sóst eftir því að vera að nafninu til skráður eigandi rannsóknarbúnaðarins í þeim tilgangi að hafa nokkurs konar tryggingu í búnaðinum fyrir viðskiptunum. Eðli fjármögnunarleigusamninga sé einfaldlega þannig að leigusali kaupi leigumunina og leigi þá leigutakanum. Sóknaraðili hafi ekki sóst sérstaklega eftir því að vera skráður eigandi, heldur leiði það beint af eðli samningssambandsins.
Fjármögnunarleiga sé ein tegund eignaleigusamninga. Eignaleiga feli í sér leigustarfsemi á lausafé eða fasteignum þar sem leigusali selur leigutaka hið leigða gegn umsömdu leigugjaldi í tiltekinn lágmarksleigutíma, samkvæmt sérstökum skilmálum um eignar- eða afnotarétt að lágmarkstíma liðnum. Í 3. tölulið 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki komi fram að með eignaleigu sé átt við leigustarfsemi með lausafé eða fasteignir þar sem leigusali selur leigutaka hið leigða gegn umsömdu leigugjaldi í tiltekinn lágmarksleigutíma. Í fjármögnunarleigu felist að leigugjald og lágmarksleigutími sé ákvarðað með hliðsjón af því, að í lok lágmarksleigutíma hafi leigusali fengið í sinn hlut upphaflegt kaupverð leigumunar, auk vaxta og kostnaðar. Eftir það hafi leigutaki að jafnaði rétt til áframhaldandi leigu munar gegn lækkuðu leigugjaldi. Gert sé ráð fyrir því að leigutaki geti haft leigumun á framhaldsleigu allt þar til hann sé orðinn úr sér genginn eða ónothæfur. Þetta sé einmitt eitt af grunneinkennum fjármögnunarleigusamninga og eitt af því sem aðgreini þá frá kaupleigusamningum, þar sem leigutaki verði að jafnaði sjálfkrafa eigandi hins leigða í lok leigutímans án sérstakrar greiðslu eða frekari samninga. Sóknaraðili vísi um þetta til c-liðar 11. gr. IAS 17, alþjóðlegs reikningsskilastaðals um leigusamninga, þar sem komi fram að það sé einkenni fjármögnunarleigusamninga að þá megi framlengja um annað tímabil gegn leigu sem sé töluvert lægri en markaðsleiga.
Í lögum um eignarleigustarfsemi nr. 19/1989, sem nú hafi verið afnumin, hafi fjármögnunarleiga verið skilgreind sem sú samningsaðstaða samkvæmt eignarleigusamningi að leigusali hafi afsalað sér að verulegu leyti áhættu og rétti til arðs sem tengist eignarrétti leigusala, en eignarréttur haldist þó hjá leigusala. Í athugasemdum með frumvarpi því sem orðið hafi að lögum nr. 19/1989 komi fram að þær skilgreiningar sem byggt væri á í forminu, tækju mið af IAS 17. Í 4. gr. IAS-17 sé fjármögnunarleiga skilgreind á þann hátt að um sé að ræða leigusamning þar sem svo til öll áhætta og ávinningur sem fylgi eignarhaldi á eign sé yfirfærð og að eignarréttur ýmist færist eða færist ekki á milli aðila að lokum.
Sóknaraðili telji samningsform það sem notast hafi verið við eingöngu eiga við um fjármögnunarleigusamninga. Það sé mjög skýrt fjármögnunarleigusamningsform þar sem allt innihald samningsins bendi til þess að um leigusamning sé að ræða. Samningsformið hafi verið gert að norskri fyrirmynd um fjármögnunarleigusamninga og byggi á alþjóðlegum viðmiðunum um fjármögnunarleigusamninga.
Fjármögnunarleigusamningarnir í þessu máli hafi öll einkenni fjármögnunarleigusamninga, meðal annars hvað varði form, hugtakanotkun og efnislegt innihald. Varnaraðili hafi kosið að tryggja sér afnot af umræddum leigumunum með fjármögnunarleigusamningum við sóknaraðila. Val á þessari samningstegund hafi byggst á fjölmörgum öðrum þáttum en beinum útgjöldum, svo sem þeim mun sem lögum samkvæmt sé á bókhaldslegri og skattalegri meðferð mismunandi samningstegunda.
Sóknaraðili bendi á að samningsform aðila uppfylli öll skilyrði fyrir því að teljast leigusamningur samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastaðli IAS 17. Byggt hafi verið á þessum staðli um leigusamninga á Íslandi í áratugi og skilgreiningar á fjármögnunarleigu samkvæmt honum hafi verið notaðar í lögum nr. 19/1989 um eignarleigustarfsemi. Í 4. gr. staðalsins sé fjármögnunarleiga skilgreind sem leigusamningur sem yfirfæri svo til alla áhættu og allan ávinning sem fylgi eignarhaldi á eign. Eignarréttur kunni, eða kunni ekki, að færast á milli aðila að lokum. Fjölmörg atriði staðalsins sýni ótvírætt fram á það að fjármögnunarleigusamningur sóknaraðila sé leigusamningur, en ekki lánssamningur. Þá megi nefna að túlkanir með reikningsskilastöðlum, frá túlkunarnefnd um alþjóðlega reikningsskilastaðla, þ.e. IFRS Interpretations Committee, bendi einnig til þess að fjármögnunarleigusamningsform sóknaraðila sé leigusamningur.
Sóknaraðili byggi á því að tilvísun ársreikningalaga í reglugerð og alþjóðlega reikningsskilastaðla sé samhangandi heild sem hafi lagagildi hér á landi. Í því sambandi sé vísað til 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið þar sem fram komi að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við eigi, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggi. Út frá þessu ákvæði verði ekki komist hjá því að túlka hugtökin „leigusamningur“ og „fjármögnunarleigusamningur“ í samræmi við ákvæði IAS 17 í íslenskum rétti. Það leiði tvímælalaust til þess að fjármögnunarleigusamningur sóknaraðila teljist vera leigusamningur.
Leigusamningur sé gagnkvæmur samningur, þar sem annar aðilinn, leigusali, heimili gagnaðilanum, leigutaka, tiltekin afnot af leigumun, gegn greiðslu endurgjalds sem kallist leiga eða leigugjald. Um sé að ræða gagnkvæman samning þar sem báðir samningsaðilar eigi rétt og beri skyldur. Það sé kallað lánssamningur þegar lánveitandi veiti, eða lofi að veita, lántaka lán í formi greiðslufrests eða svipaðrar fjárhagslegrar fyrirgreiðslu og lántaki lofi að greiða lánið til baka samkvæmt ákvæðum lánssamningsins. Þeir lánssamningar sem falli undir lög nr. 38/2001 séu lánssamningar um peninga eins og skýrt komi fram í 1. gr. laganna þar sem segi að lögin gildi um vexti af peningakröfum á sviði fjármunaréttar. Af mismunandi skilgreiningum á leigusamningum og lánssamningum megi ráða að hinir umþrættu fjármögnunarleigusamningar aðila séu leigusamningar en ekki lánssamningar.
Benda megi á ýmis önnur atriði til stuðnings því að um sé að ræða leigusamninga en ekki lánssamninga, t.d. heiti samninganna, þ.e. „fjármögnunarleigusamningur“. Þá er í gegnum alla samningana miðað við „leigusala“ og „leigutaka“. Varnaraðili hafi til dæmis skrifað undir samningana í reit sem auðkenndur sé með heitinu „leigutaki“. Orðnotkun í samningnum gangi út frá því að um leigusamninga sé að ræða en í gegnum allan samninginn séu notuð orð eins og leigumunur, leigugrunnur, grunnleigutími, framhaldsleiga, greiðslutilhögun leigu o.s.frv. Eignarréttur haldist hjá leigusala allan grunnleigutímann og á framhaldsleigutímabilinu. Leigusali hafi, sem eigandi hins leigða, einn þær heimildir sem teljist til grunneignarréttar eins og að geta selt eða veðsett eignarrétt sinn. Virðisaukaskattur leggist ofan á einstakar leigugreiðslur fjármögnunarleigusamninga, en slíkt tíðkist aldrei í lánssamningum. Skattyfirvöld geri til dæmis skýran greinarmun á meðhöndlun virðisaukaskatts í kaupleigusamningum annars vegar og fjármögnunarleigusamningum hins vegar. Þegar leiga sé innheimt séu sendir út „reikningar fyrir leigu“. Á tilgreindum leigureikningum komi skýrt fram að við leiguna bætist virðisaukaskattur.
Varnaraðili byggi á því að fjármögnunarleigusamningarnir séu lánssamningar í þeirri von að það skapi honum rétt til endurreiknings og lækkunar á leigu og jafnframt að það veiti honum eignarrétt yfir leigumununum. Hins vegar byggi hann á því gagnvart skattyfirvöldum að fjármögnunarleigusamningurinn sé leigusamningur. Varnaraðili eigi ekki að geta komist upp með að kalla samningana ýmist leigusamninga eða lánssamninga eftir því hvað honum henti hverju sinni. Komist hann upp með það auðgist hann á ólögmætan hátt. Hafa verði í huga að reglur um bókhald og ársreikninga séu opinberar reglur sem eigi að tryggja festu og öryggi í viðskiptum. Þær veiti upplýsingar um starfsemi og fjárhagsstöðu fyrirtækja til hagsbóta fyrir viðskiptavini og hið opinbera. Af þeim sökum sé markmið slíkra reglna að segja til um hvert sé inntak viðskipta og hlutast til um að þau séu bókuð á réttan hátt, þannig að rekja megi þau og notkun fjármuna, sbr. 6. gr. laga um bókhald nr. 145/1994. Þá eigi bókhald og ársreikningar að veita glögga mynd af afkomu og efnahag, sbr. 5. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga.
Í ársreikningum varnaraðila séu fjármögnunarleigusamningar í reikningsskilum hans skilgreindir sem leigusamningar. Þannig megi sjá í ársreikningi hans vegna ársins 2009 eftirfarandi í skýringu: „Leigusamningar eru flokkaðir sem fjármögnunarleigusamningar þegar samningsskilmálar gera ráð fyrir að verulegur hluti áhættunnar og hagur af eignarréttindunum er framseldur leigukaupa. Eignir samkvæmt fjármögnunar- og kaupleigusamningum eru færðar meðal varanlegra rekstrarfjármuna og afskrifaðar á líftíma þeirra. Skuldbinding við leigusala er færð til skuldar í efnahagsreikningi.“
Fyrri hluti skilgreiningarinnar í reikningsskilum í ársreikningi varnaraðila sé í samræmi við 4. gr. IAS 17, en þar komi fram að fjármögnunarleiga sé leigusamningur þar sem svo til öll áhætta og ávinningur sem fylgi eignarhaldi á eign sé yfirfærður. Síðari hluti skilgreiningarinnar sé í samræmi við 20. gr. IAS 17. Rökin fyrir því að færa þetta á þennan hátt í reikningsskilum komi fram í 21. gr. staðalsins, en þar sé tiltekið að í tilviki fjármögnunarleigu fái leigutakinn efnahagslega ávinninginn af notkun leigðu eignarinnar megnið af hagrænum endingartíma hennar gegn því að skuldbinda sig til að greiða fyrir þennan rétt fjárhæð sem svarar, þegar leigusamningurinn er gerður, u.þ.b. til gangvirðis eignarinnar og tengds fjármagnskostnaðar. Þetta þýði með öðrum orðum að með fjármögnunarleigusamningana sé farið sem leigusamninga í reikningsskilum og skattskilum varnaraðila. Varnaraðili haldi því fram að hann hafi fengið lán og að um dulbúinn lánssamning, sé að ræða en ekki leigusamning. Þessi málsástæða hans standist engan veginn í ljósi þess að hann færi samninginn sem leigusamning í ársreikningi sínum og gjaldfæri leigugreiðslurnar í skattalegu uppgjöri sínu.
Varnaraðili byggi á því að hann hafi verið eigandi rannsóknarbúnaðarins í upphafi og hafi því ekki leitað til sóknaraðila um að taka slíkan búnað á leigu. Sóknaraðili hafi hvergi komið nærri vali eða kaupum á þeim búnaði sem fjármögnunarleigusamningarnir taki til. Varnaraðili telji að slík tilhögun á fyrirkomulagi viðskiptanna gangi þvert á helsta einkenni eignaleigusamninga. Sóknaraðili mótmæli framangreindri málsástæðu sem rangri. Þetta atriði geti ekki skipt máli í því sambandi hvort líta beri á samning aðila sem leigusamning eða lánssamning. Þvert á móti sé algengt að þessi háttur sé hafður á varðandi fjármögnunarleigusamninga. Staðan hafi til dæmis verði með þessum hætti í framangreindu máli Hæstaréttar nr. 652/2011. Í 16. gr. fjármögnunarleigusamnings aðila sé beinlínis gert ráð fyrir því að varnaraðili velji leigumuninn. Í þessu sambandi megi einnig vísa til norrænna fjármögnunarleigusamninga.
Sú málsástæða varnaraðila að sóknaraðili hafi klætt lánsviðskipti sín í búning fjármögnunarleigusamninga til að geta boðið samkeppnishæfari lánaviðskipti á markaði sé með öllu óskiljanleg og úr lausu lofti gripin. Beri þegar af þeirri ástæðu að hafna henni. Sóknaraðili sé fjármögnunarfyrirtæki með eignaleigu að meginstarfsemi. Þetta hafi legið skýrt fyrir þegar varnaraðili hafi sóst eftir að eiga í viðskiptum við sóknaraðila. Það hafi alla tíð legið skýrt fyrir að um leigusamninga væri að ræða. Það komi fram í öllum samskiptum milli aðila málsins og í samningum aðila. Jafnframt hafi upplýsingar um eðli mismunandi fjármögnunarleiða verið aðgengilegar á heimasíðu sóknaraðila. Varnaraðila hefði verið í lófa lagið að leita eftir tilboðum í lánsviðskipti eða annars konar fjármögnun hafi hann verið ósáttur við fyrirkomulag fjármögnunarleigusamninganna. Hann hafi kosið að nýta sér það hagræði sem hafi falist í því að taka búnaðinn á fjármögnunarleigu. Hann hafi nýtt sér það form athugasemdalaust frá 1998. Varnaraðili þekki því umrætt samningsform vel og sé vel upplýstur um að um leigusamning sé að ræða. Hér fari því ekki fram neinn búningaleikur.
Því sé mótmælt að sóknaraðili hafi alfarið ráðið formi viðskiptanna. Hér sé um að ræða samningssamband þar sem báðir aðilar séu sáttir við fyrirkomulag viðskiptanna. Þó svo að varnaraðili sé rannsóknarfyrirtæki á sviði lífvísinda sé ekki svo að félagið hafi ekki þekkingu á hefðbundnum samningsformum. Um sé að ræða gríðarstórt félag sem hafi yfir fjármáladeild og lögfræðideild að ráða. Félagið hafi verið virkur þátttakandi í íslensku og erlendu viðskiptalífi frá því að það hafi verið stofnað. Það sé því ljóst að innanbúðar hjá varnaraðila sé að finna hæfileikaríkt starfsfólk sem búi yfir mikilli lögfræði-, viðskipta-, banka- og fjármálaþekkingu. Varnaraðili geti því ekki borið fyrir sig aðstöðumun og að félagið hafi ekki haft þekkingu til að greina á milli lánssamnings og leigusamnings í viðskiptum sínum. Prókúruhafi varnaraðila hafi skrifað upp á fjármögnunarleigusamningana, f.h. félagsins, í reit sem hafi verið auðkenndur með heitinu leigutaki.
Því sé mótmælt að viðskiptasaga aðila bendi til þess að samið hafi verið um það í upphafi viðskipta að varnaraðili eignaðist leigumunina við lok samninga. Ekkert komi fram um þetta í þeim samningum sem lagðir hafi verið fram, heldur sé þar þvert á móti að finna ákvæði í 6. og 12. gr. sem gangi út á framhaldsleigu eða uppsögn. Varnaraðili hafi bent á að hann hafi í öllum tilvikum eignast leigumuni við lok samningstíma. Ekkert sé óeðlilegt við það að fjármögnunarleigusamningum aðila hafi lokið með því að varnaraðili hafi keypt viðkomandi búnað af sóknaraðila. Það sé hins vegar röng ályktun hjá varnaraðila að það hafi verið gert á grundvelli samkomulags við upphaf samnings aðila. Samningar aðila séu skýrir að því leyti að við lok grunnleigutíma fari samningurinn á framhaldsleigu nema leigutaki skili leigumunum til leigusala. Að loknum grunnleigutíma geti leigusali tekið einhliða ákvörðun um að veita leigutaka þriðja möguleikann og bjóða honum leigumunina til kaups gegn tilteknu gjaldi. Leigutaka sé þá í sjálfsvald sett að ákveða hvort hann taki tilboðinu eða hafni því og eftir atvikum haldi þá áfram að leigja leigumunina á framhaldsleigu gegn umtalsvert lægra leigugjaldi eða skili leigumununum til leigusala. Það sé því á engan hátt sjálfgefið að leigutaki eignist leigumuni að grunnleigutíma loknum og í raun þvert á móti, því samningurinn fari sjálfkrafa á framhaldsleigu nema leigutaki skili leigumunum eða aðrir samningar komi til. Það breyti því ekki innihaldi og eðli fjármögnunarleigusamninganna þótt varnaraðili hafi fengið að kaupa leigumuni vegna eldri fjármögnunarleigusamninga á milli aðila.
Því sé hafnað sem varnaraðili haldi fram, að samningar þar sem aðilar hafi samið um að leigutaki kaupi búnað í lok samningstíma séu lánssamningar en ekki eignaleigusamningar. Þá sé það rangt að aðilar þessa máls hafi samið í upphafi um kaup í lok samningstíma. Vísað sé til skilgreiningar á fjármögnunarleigusamningum sem einu formi af eignaleigusamningum. Þó svo að eðli fjármögnunarleigusamninga sé að eignarréttur haldist hjá leigusala og færist ekki sjálfkrafa yfir til leigutaka í lok samnings, eins og eigi við um þá samninga sem hér séu til umfjöllunar, sé það ekki svo með alla eignaleigusamninga. Samkvæmt skilgreiningum á fjármögnunarleigu færist eignarréttur ýmist milli aðila að lokum eða ekki. Önnur tegund eignaleigusamninga sé kaupleiga. Eitt af því sem aðgreini kaupleigusamninga frá fjármögnunarleigusamningum sé að í kaupleigusamningum verði leigutaki að jafnaði sjálfkrafa eigandi hins leigða í lok leigutímans án sérstakrar greiðslu eða frekari samninga. Þrátt fyrir það séu kaupleigusamningar skilgreindir sem eitt form eignaleigusamninga. Hvergi í skilgreiningum á eignaleigu sé að finna ákvæði þess efnis að samningsbundin eignayfirfærsla, kaupskylda eða kaupréttur í lok samningstíma valdi því að kaupleigu- eða fjármögnunarleigusamningar teljist ekki til eignaleigu. Umrædd málsástæða falli því um sig sjálfa.
Ákvæði umþrættra fjármögnunarleigusamninga séu skýr. Hvergi komi fram að leigutaki eignist leigumunina við lok grunnleigutíma samninganna. Þvert á móti komi skýrt fram að samningarnir fari á framhaldsleigu við lok grunnleigutíma, nema leigutaki skili leigumunum til leigusala, sbr. 12. og 6. gr. samninganna. Það sé því ljóst að leigutaki eignist ekki leigumunina án þess að til frekari samninga komi, svo sem með viðaukum þess efnis, sölutilboðum eða sölureikningum. Hafi aðilar ætlað að semja um kaupskyldu eða sjálfvirka eignayfirfærslu í lok samningstíma hefði þeim verið í lófa lagið að setja slíkt ákvæði inn í samningana. Þá hefði heldur ekki verið tekið fram í samningum aðila að samningurinn færi sjálfkrafa á framhaldsleigu að grunnleigutíma loknum. Enn fremur hefði bókhaldsleg og skattaleg meðferð samninganna þurft að vera önnur. Varnaraðili hafi kynnt sér öll ákvæði samninganna og staðfest með undirritun sinni að hann hefði ekkert við þau að athuga, þar á meðal ákvæði 12. gr. samninganna. Því sé alveg ljóst að ekki hafi verið samið um að leigutaki eignaðist leigumunina við lok leigutíma.
Því sé mótmælt að sóknaraðili hafi með yfirlýsingum sínum og athöfnum breytt efni þess samningsforms sem hann hafi sjálfur lagt fram. Í öllum samskiptum, tilboðum og framkvæmd hafi verið skýrt tekið fram að samningar aðila fari sjálfkrafa á framhaldsleigu að grunnleigutíma loknum, nema leigutaki skili hinu leigða eða aðrir samningar komi til. Af málatilbúnaði varnaraðila megi álykta að hann líti svo á að efni umþrættra samninga sé í samræmi við eðli og efni leigusamninga. Samskipti og umræður um hugsanleg kaup að samningstíma loknum geti því ekki breytt eðli þeirra samninga sem hafi verið lagðir fram og aðilar hafi samþykkt án athugasemda.
Það sé ekki rétt að í tilboðum við upphaf samningsgerðar komi fram að hann verði eigandi tækja við lok grunnleigutíma gegn greiðslu lokagjalds og því sé um lánssamning en ekki leigusamning að ræða. Í umræddum tilboðum komi fram að miðað sé við fjármögnunarleigu og þar sé skýrt tekið fram að um leigugreiðslur sé að ræða. Til viðbótar komi fram ýmis önnur hugtök sem bendi til þess að um leigusamning sé að ræða, sbr. hugtökin leigutaki og grunnleigutími. Í umræddum tilboðum komi fram að fjármögnunarleigusamningur fari á framhaldsleigu í lok grunnleigutíma og leigugjald verði þá 1/12 af leigu á grunnleigutíma. Í tilboðunum komi ekkert fram um eignayfirfærslu við lok grunnleigutímans. Eftir að framangreind tilboð hafi verið send hafi málsaðilar gert með sér hina umþrættu fjármögnunarleigusamninga. Þar hafi ekkert verið minnst á kauprétti eða eignayfirfærslu við lok grunnleigutíma samninganna, heldur eingöngu miðað við hið staðlaða samningsákvæði 12. gr. á þá leið að við lok grunnleigutíma samninganna kæmi til ótímabundinnar framlengingar samkvæmt 6. gr. og samningurinn færi þannig á framhaldsleigu. Það sé í samræmi við fyrrgreint ákvæði í tilvísuðum tilboðum. Í 12. gr. sé þannig skýrt tekið fram að framhaldsleiga hefjist að loknum grunnleigutíma og ekki sé gert ráð fyrir neinum undantekningum frá því nema leigutaki vilji skila leigumun. Sóknaraðili mótmæli því að í framangreindum tilboðum felist óskilyrtur réttur varnaraðila til að kaupa tækin í lok grunnleigutímans gegn greiðslu söluverðs.
Í fjármögnunarleigusamningunum sé ekkert minnst á lokagjald eða kauprétt. Þegar beiðnir berist til sóknaraðila um að kaupa leigumun í lok leigutíma sé það skoðað í hverju tilviki og meðal annars horft á það hvort viðkomandi leigutaki sé með viðkomandi leigusamning eða aðra samninga í vanskilum. Ef um slík vanskil sé að ræða sé leigutaka að sjálfsögðu neitað um að kaupa hið leigða. Sé tekin ákvörðun um sölu á hinu leigða við lok grunnleigutímans sé gengið frá sölunni með sölureikningi/afsali samhliða greiðslu á kaupverðinu. Undanfari slíkrar sölu sé í mörgum tilvikum sá að sóknaraðili sendi leigutaka bréf við lok grunnleigutímans og bjóði honum að kaupa leigumuninn fyrir ákveðna fjárhæð, frekar en að hið leigða fari á framhaldsleigu. Sóknaraðili sé ekki, frekar en önnur eignaleigufyrirtæki, í þeim viðskiptum að safna að sér gömlum leigumunum sem skilað hafi verið í lok grunnleigutímans, heldur leitist við að selja eða losna við munina, þannig að félagið hafi a.m.k. ekki kostnað af. Í mörgum tilvikum sé eðlilegast að kaupandi leigumunar sé leigutakinn sjálfur, enda þekki hann leigumuninn og hafi væntanlega not fyrir hann.
Sé tekin ákvörðun um sölu eftir lok grunnleigutímans, sé um sjálfstæðan samning að ræða sem breyti ekki eðli hins upphaflega fjármögnunarleigusamnings og breyti honum þannig ekki úr fjármögnunarleigusamningi í kaupleigusamning og enn síður í lánssamning eða ígildi hans. Þessu til stuðnings megi vísa í skilgreiningu á fjármögnunarleigu í 4. gr. alþjóðlega reikningsskilastaðalsins um leigusamninga, IAS 17, þar sem fram komi að ekki skipti máli hvort eignarréttur færist á milli samningsaðila í lokin því að í öllum tilvikum falli samningarnir undir staðalinn og teljist þar með leigusamningar. Í 10. gr. a í IAS 17 sé gert ráð fyrir því að eignarhaldið samkvæmt fjármögnunarleigusamningi geti færst á milli aðila í lok grunnleigutímans. Í 10. gr. b sé gert ráð fyrir því að í fjármögnunarleigusamningum geti verið ákvæði um kauprétt leigutaka á verði sem vænta megi að sé nægilega mikið undir gangvirði, daginn sem kauprétturinn verði nýtanlegur, þannig að nokkuð víst sé við upphaf samningstímans að kauprétturinn verði nýttur. Samkvæmt þessu sé ljóst að viðkomandi reikningsskilastaðall um leigusamninga, sem hafi verið innleiddur með reglugerð sem hafi lagagildi hér á landi, gangi út frá því að engu máli skipti hvort eignarréttur kunni eða kunni ekki að færast á milli aðila að lokum og hvort samið sé um kauprétt eða ekki við lok grunnleigutímans, viðkomandi samningur sé í öllum tilvikum leigusamningur. Hefði varnaraðili talið að 12. gr. samningsins ætti ekki við hefði hann átt að óska eftir því að sú grein yrði strikuð út og ný grein sett í hennar stað. Það hafi hann ekki gert. Á eftir 35. gr. samningsins sé sérstaklega tekið fram með feitu letri að leigutaki hafi kynnt sér og hafi ekkert að athuga við alla skilmála samningsins, en þar komi fram með feitu letri að undirritaður leigutaki og ábyrgðarmenn hafi kynnt sér og hafi ekkert við að athuga alla skilmála samnings þessa, greinar 1-35.
Sóknaraðili byggi á því að varnaraðili sé bundinn af þessari staðfestingu sinni á endanlegu innihaldi samninga aðila. Í 34. gr. fjármögnunarleigusamninga aðila komi skýrlega fram að breytingar á samningunum megi aðeins gera með skriflegum viðauka, undirrituðum af samningsaðilum. Með 34. gr. hafi leikreglurnar á milli aðila, um það hvernig hægt væri að breyta samningunum síðar meir, verið ákveðnar, þ.e.a.s. gerð hafi verið krafa um skriflegan viðauka. Aðilar hafi virt ákvæði 34. gr. við framkvæmd samninganna. Gengið hafi verið frá skriflegum viðaukum á grundvelli 34. gr. þegar varnaraðili hafi lent í vandræðum með leigugreiðslurnar og óskað eftir tilhliðrun. Enginn skriflegur viðauki hafi verið útbúinn á milli aðila sem breyti réttarstöðunni við lok grunnleigutímans frá því sem ákveðið hafi verið í 12. gr. í hinum umþrættu fjármögnunarleigusamningum aðila. Dæmi sé um slíkan viðauka á milli aðila, þar sem sérstaklega hafi verið samið um kauprétt varðandi annan fjármögnunarleigusamning aðila frá árinu 2001. Í þeim viðauka komi fram að varnaraðila sé heimilt hvenær sem er að kaupa hinn leigða búnað af sóknaraðila gegn greiðslu lokagjalds, sem sé 0,2% af uppfærðum leigugrunni. Jafnvel þótt varnaraðila tækist að sanna að samið hefði verið um kauprétt honum til handa í upphafi jafngildi slíkt ekki óskilyrtri eignayfirfærslu við lok grunnleigutíma. Í ljósi framangreinds sé ósannað að samið hafi verið um að varnaraðili myndi eignast hið leigða gegn ákveðinni greiðslu við lok grunnleigutímans. Liggi því ekki annað fyrir en að á þeim tíma hafi stofnast ótímabundinn leigumáli gegn verulega lægra gjaldi, sem varnaraðila hafi verið heimilt að segja upp með eins mánaðar fyrirvara ásamt því að skila hinu leigða, svo sem nánar sé mælt fyrir um í samningum aðila. Samkvæmt þessu sé ljóst að varnaraðili verði ekki eigandi að leigðum tækjum án þess að til frekari samninga komi á milli aðila og ef til þess komi verði þá um sjálfstæðan samning að ræða.
Varnaraðili byggi á því að einstök ákvæði samninganna séu ekki einkennandi fyrir eignaleigusamninga. Hann telji að það að leigugrunnur hafi verið ákvarðaður út frá fjármögnunarkostnaði bendi til þess að um sé að ræða endurgreiðslu á láni, en ekki leigu. Þetta sé rangt. Alþekkt sé í fjármögnunarleigusamningum á alþjóðavísu að leigugjaldið taki mið af fjármögnunarkostnaði leigusala sem haldist í hendur við upphaflegt kaupverð leiguandlagsins. Í þessu sambandi megi vísa til norrænna fjármögnunarleigusamninga.
Varnaraðili byggi enn fremur á því að þar sem í skilmálum samninga aðila séu ákvæði um vexti, bendi það til þess að um lánssamninga sé að ræða. Sóknaraðili mótmæli þessu. Hinir umþrættu fjármögnunarleigusamningar aðila beri alls ekki vexti. Hér sé um misskilning að ræða hjá varnaraðila. Tilvísun til vaxta í fjármögnunarleigusamningum sé einungis sett fram sem viðmiðun fyrir ákvörðun leigugreiðslna. Þetta breyti ekki skýru inntaki samninganna sem séu að formi og efni dæmigerðir fjármögnunarleigusamningar. Í 10. gr. fjármögnunarleigusamninganna komi fram hvaða vaxtaviðmið hafi verið notast við þegar leigugreiðslur hafi verið ákvarðaðar í upphafi. Þetta sé sambærilegt við það þegar grunnvísitölu sé getið í hefðbundnum húsaleigusamningum. Í 2. mgr. 13. gr. samninganna sé síðan tekið fram að sóknaraðila sé heimilt að endurreikna leigugreiðslur samkvæmt breytingum sem verði á LIBOR-vöxtum þess erlenda gjaldmiðils sem leigan sé tilgreind í. Hækki eða lækki LIBOR-vextir hafi það áhrif á fjárhæð einstakra leigugreiðslna. Í fjármögnunarleigusamningum sé byggt á ákveðnum leigugrunni, sem taki mið af breytingum út frá gengi tiltekinna gjaldmiðla og LIBOR-vöxtum. Leigutaki greiði leigugreiðslur á grundvelli þess leigugrunns auk virðisaukaskatts á hverja greiðslu. Vaxtaviðmiðið sé einn þáttur í heildarleiguverðinu. Heildarleiguverðið eigi síðan að miða við það að þegar tiltekinn lágmarksleigutími sé liðinn hafi leigusali fengið greitt til baka, því sem næst, kaupverðið ásamt kostnaði og þeirri ávöxtun sem leigusalinn telji sig þurfa, sbr. skilgreiningu á vöxtum í d-lið 10. gr. IAS 17.
Sambærilegar viðmiðunarheimildir séu algengar í íslenskum leigusamningum. Í þessu sambandi megi meðal annars vísa til 37. gr. laga nr. 36/1994 um húsaleigu og dóms Hæstaréttar í málinu nr. 98/1978 (1980/1291). Þessi tenging sé því ekkert óeðlilegri en þegar t.d. húsaleigusamningar séu tengdir hækkunum sem verði á neysluvísitölu frá ákveðinni grunnvísitölu við upphaf leigutíma. Þegar alþjóðlegir LIBOR-vextir hækki hafi það áhrif á fjármögnunarkostnað sóknaraðila gagnvart erlendum fjármögnunaraðilum og þar með á leigugrunninn sem verði til þess að einstakar leigugreiðslur hækki. Sóknaraðili hefði eins getað áætlað ávöxtunarkröfu inn í leigugreiðslur strax frá upphafi og jafnframt metið til fjár þá áhættu sem hann hefði af mögulegum gengisbreytingum og vaxtahækkunum. Samningsaðilar hafi hins vegar kosið að koma þessari áhættu inn í samninginn með þeim hætti sem gert hafi verið, enda hefði varnaraðili notið góðs af því ef þróun gengis og vaxta hefði orðið með gagnstæðum hætti.
Ekkert banni sóknaraðila að áskilja sér breytingar á fjárhæð leigugreiðslna á þann hátt að hækkun á LIBOR-vöxtum á tilgreindum myntum hafi áhrif á leigugreiðslur til hækkunar. Megi benda á síðustu málsgrein 4. gr. IAS 17, en þar sé gert ráð fyrir sams konar breytingum á leigufjárhæðum. Þar sé slíkt kallað „skilyrt leiga“ og sé hún nánar skilgreind sem sá hluti leigunnar sem ekki sé föst fjárhæð, heldur miðist við aðra þætti en framrás tímans eingöngu (t.d. hundraðshluti af sölu, notkun verðvísitalna og markaðsvaxta). Einnig sé gert ráð fyrir þessu í 5. gr. IAS 17. Sambærileg ákvæði um vaxta- og gengisviðmið megi finna í leigusamningum um fjármögnunarleigu hjá öðrum Norðurlandaþjóðum.
Varnaraðili haldi því fram að samkomulag um breytingar á samningunum bendi til þess að um lánssamninga sé að ræða. Sóknaraðili mótmæli þessu. Ekkert sé því til fyrirstöðu að leigusali og leigutaki semji um greiðslufresti ef leigutaki á í erfiðleikum með að inna leigugreiðslur af hendi á réttum tíma. Ekkert komi annað fram í gögnum málins en að verið sé að skuldbreyta gjaldföllnum leigugreiðslum og gefið sé upp hver séu leiguvanskil fyrir skuldbreytingu. Ekkert sé óeðlilegt við þessi gögn. Eingöngu sé verið að koma til móts við óskir leigutaka. Varnaraðili hafi vísað til upplýsingablaðs þar sem fram komi hugtökin höfuðstóll, grunnvextir, meðalvextir og vaxtaálag og telji að slík tilgreining eigi við um lán, en ekki leigu. Hér sé um sambærilega málsástæðu að ræða og byggt hafi verið á í svokölluðu Smákranamáli. Hún hafi ekki fengið brautargengi. Um innbyggðu vextina hafi áður verið fjallað. Við þetta megi bæta að aðilum sé frjálst að semja um hækkun á vaxtaviðmiði leigugreiðslna þegar leigutími sé lengdur um tvö ár. Með höfuðstól sé átt við þá fjárhæð sem sóknaraðili hafi greitt fyrir tækið frá seljanda án virðisaukaskatts. Í samningum aðila sé þetta kallað leigugrunnur. Hvað tilvísun varnaraðila í greiðsluáætlanir varði sé jafnframt um að ræða sams konar málsástæðu og byggt hafi verið á í Smákranamálinu. Um sé að ræða óundirritað greiðsluyfirlit sem sé ekki partur af fjármögnunarleigusamningi aðila. Það sé einungis hugsað til þess að auðvelda leigutaka áætlanagerð vegna framtíðarleigugreiðslna. Ekki sé óeðlilegt að tilgreina afborgunarhlutann sem sé einn þáttur í heildarleiguverðinu. Eftirstöðvatalan sýni núvirði eftirstöðva af heildarleigugreiðslum á grunnleigutíma samkvæmt fjármögnunarleigusamningum aðila, áður en framhaldsleiga hefjist. Slík upplýsingagjöf sé ekki óeðlileg í tilviki leigusamninga. Bendi sóknaraðili á 20. gr. IAS 17 þar sem gengið sé út frá því að þessa fjárhæð þurfi að tilgreina í efnahagsreikningi í reikningsskilum leigutaka.
Málsástæða varnaraðila um að óeðlilegt sé að sóknaraðili hafi reiknað dráttarvexti á leigugreiðslur sem fallnar hafi verið í eindaga eigi sér enga stoð, enda byggist slík innheimta á heimild í lögum nr. 38/2001.
Varnaraðili byggi á því að leigugreiðslur séu ekki tengdar afnotum. Það bendi til þess að ekki sé um leigusamninga að ræða. Sóknaraðili hafni þessu enda sé ekkert óeðlilegt við ákvæði 22. gr. fjármögnunarleigusamninga aðila, eða 21. gr., sem varnaraðili virðist eiga við þótt hann nefni 22. gr. í því samhengi. Hér sé um hefðbundin ákvæði að ræða í fjármögnunarleigusamningum þar sem leigusali hafi í frjálsum samningi aðila afsalað sér að verulegu leyti áhættu og bótaskyldu af hinu leigða eða því tjóni sem kunni að verða á leigumun eða af hans völdum. Í þessu sambandi megi benda á að þetta atriði hafi komið skýrt fram í skilgreiningu á fjármögnunarleigu í 1. gr. laga nr. 19/1989, sem og í IAS 17. Samkvæmt þessu sé ljóst að umræddar reglur, eins og þær séu settar fram í fjármögnunarleigusamningunum, séu í fullu samræmi við alþjóðlegt fyrirkomulag og reikningsskilastaðal sem hafi verið innleiddur með reglugerð sem hafi lagagildi hér á landi. Reglurnar séu sambærilegar við áhættureglur í norrænum fjármögnunarleigusamningum. Um sé að ræða leigu á lausafé sem taki til mikils hluta af endingartíma þess. Áhætta varðandi viðhald og meðferð verði þannig mun meiri en varðandi t.d. fasteignir, þar sem leigusali beri ábyrgð á meiri háttar viðhaldi.
Það gefi augaleið að ekki sé hægt að hafa þetta á annan veg en gengið sé út frá í samningum aðila. Sem dæmi megi nefna að á framhaldsleigutíma sé leigugjald oft tólf sinnum lægra en á grunnleigutíma. Það myndi aldrei ganga upp að leigusali ætti að fá þessa lágu leigu á framhaldsleigutímanum, en bæri alla ábyrgð á ástandi og tjóni úr sér gengins leigumunar. Ef leigusali ætti að bera áhættuna þyrfti leigugjaldið einfaldlega að vera miklu hærra. Aðilar hafi samið um að fara ekki þá leið. Til samanburðar megi nefna að sams konar reglur um ábyrgð á tjóni sé að finna í ákvæðum staðlaðra samninga bílaleigufyrirtækja þar sem leigutaki beri ábyrgð á tjóni. Slíkir samningar séu óumdeilanlega leigusamningar.
Varnaraðili telji það benda til þess að um lánssamninga sé að ræða að í skilmálum samninga aðila sé gengið út frá því að við vanefndir geti sóknaraðili rift samningunum og allt að einu krafið hann um fullar greiðslur til loka samningstímans. Ákvæðið um að við riftun af hálfu leigusala geti hann krafið leigutaka um alla ógjaldfallna leigu sé að finna í 1. tölulið 30. gr. samninganna. Jafnvel þó að slíkt ákvæði sé óhefðbundið í leigusamningum sé ekkert sem banni að hafa slíkt ákvæði í þeim. Horfa þurfi á þetta ákvæði í tengslum við önnur ákvæði í 30. gr. samninganna og það að við riftun fari fram heildaruppgjör á milli aðila. Þannig sé t.d. kveðið á um það í 4. tölulið 30. gr. að frá skuld leigutaka við sóknaraðila samkvæmt töluliðum 1 til 3 skuli draga verðmat hins leigða. Taka þurfi mið af því við skýringu á þessu ákvæði að oft á tíðum séu leiguhlutir sérhæft lausafé sem úreldist hratt og erfitt sé að endurleigja. Því sé nauðsynlegt að hafa ákvæði í samningum á þá leið að leigutaki verði að greiða ógjaldfallna leigu til að minnka líkur á því að leigusali verði fyrir verulegu fjárhagstjóni vegna vanefnda leigutaka.
Uppgjörsreglur vegna vanskila í umræddum samningum séu þær sömu og uppgjörsreglur í kjölfar riftunar í norrænum fjármögnunarleigusamningum. Uppgjörsreglurnar byggist á því að í framhaldi af riftun fjármögnunarleigusamnings fari fram heildaruppgjör á milli aðila. Inn í þetta spili einnig að í mörgum tilvikum sé hið leigða í mjög slæmu ástandi við riftun og vörslusviptingu og leiga til þriðja aðila því ómöguleg. Hugsunin á bak við 1. tölulið 30. gr. samningsskilmálanna sé því að geta krafið um áframhaldandi leigu sem ígildi skaðabóta í formi efndabóta innan samninga vegna samningsrofa. Í efndabótakröfunni felist að gera stöðu leigusalans þá sömu og ef samningarnir hefðu verið efndir að fullu á þann hátt að leigusalinn fái ígildi framtíðarleigugreiðslna að frádregnu verðmæti leiguandlagsins. Líta megi á heimildarákvæðið í 1. tölulið 30. gr. samninganna og uppgjör samkvæmt því sem mögulegar skaðabætur innan samninga vegna samningsrofa. Með því að beita heildstæðu mati á 30. gr. samninganna standist sú fullyrðing varnaraðila ekki að 1. töluliður 30. gr. bendi til þess að um lánssamninga sé að ræða.
Rétt sé að halda því til haga að í 5. gr. samninganna sé að finna ákvæði um greiðslutilhögun leigugreiðslna, en ekki tilgreiningu á heildarhöfuðstól, eins og varnaraðili haldi fram. Skýrt komi fram hver sé fjárhæð greiddrar leigu við undirritun samnings og hverjar og hversu tíðar leigugreiðslur séu. Hvergi sé minnst á höfuðstól í þeim efnum.
Varnaraðili haldi því fram að með því að hætta að taka fram eftirstöðvar ógreiddra leigugreiðslna á leigureikningum hafi sóknaraðili sjálfur litið svo á að samningarnir væru lánssamningar. Með breytingunni hafi sóknaraðili reynt að breyta samningssambandi aðila og afmá óræk merki um að samningar aðila væru dæmigerðir lánssamningar. Þessu sé harðlega mótmælt. Sóknaraðili geri sér fulla grein fyrir því að eldri leigureikningar séu til í öllum góðum bókhaldsgögnum viðskiptavina sinna. Auk þess sé það mat sóknaraðila að ekkert sé óeðlilegt við tilgreiningu á núvirði eftirstöðva af heildarleigugreiðslum á grunnleigutíma samkvæmt fjármögnunarleigusamningum aðila. Í því sambandi sé vísað til 20. gr. IAS 17 þar sem gengið sé út frá því að þessa fjárhæð þurfi að tilgreina í efnahagsreikningi í reikningsskilum leigutaka. Ekki sé heldur neitt óeðlilegt að sóknaraðili sem fjármálafyrirtæki endurskoði stöðluð skjöl og geri breytingar á þeim. Það sé á engan hátt hægt að túlka það sem svo að hann hafi litið á fjármögnunarleigusamninga sína sem lánssamninga en ekki leigusamninga.
Bókhaldsleg og skattaleg meðferð samninganna skipti máli, en meðferð á leigusamningum sé gjörólík meðferð á lánssamningum og gefi því vísbendingar um hvernig aðilar hafi litið á samningssambandið. Virðisaukaskattur af leigugreiðslum leiki til dæmis stórt hlutverk í því samhengi. Varnaraðili geti ekki bæði innskattað samviskusamlega virðisaukaskatt af leigugreiðslum og hins vegar haldið því fram að um afborganir af láni sé að ræða. Ákvæði samninganna, framkvæmd þeirra og skattaleg meðferð bendi til þess að aðilar hafi alla tíð litið svo á að um leigusamninga væri að ræða.
Varnaraðili telji efni samnings það eina sem hægt sé að horfa til við mat á því um hvers konar samning sé að ræða. Hæstiréttur hafi þegar komist að þeirri niðurstöðu í Smákranamálinu að fjármögnunarleigusamningsform sóknaraðila sé skýrt fjármögnunarleigusamningsform og ákvæði þess séu skýr. Í dómum Hæstaréttar um lögmæti gengislána hafi komið fram að það verði fyrst og fremst að horfa til texta þeirra samninga sem séu til skoðunar. Sem dæmi um þetta megi nefna málin nr. 524/2011 og 446/2013 þar sem form og efni skuldaskjalsins hafi þótt það skýr að ekki hafi þurft að líta til annarra atriða varðandi framkvæmd samningsins. Ef óskýrt er í samningnum sjálfum hvort samningurinn sé erlent lán eða gengistryggt lán séu samskipti aðilanna og framkvæmd tekin til athugunar til að kanna hvort þau varpi einhverju ljósi á álitaefnið. Varnaraðili telji samningsgerð sóknaraðila óskýra og vitni til andskýringarreglu í því sambandi. Engan veginn sé hægt að átta sig á því hvað hann sé að fara með þessu og hvaða ákvæði samningsins hann telji óskýr. Hæstiréttur hafi þegar staðfest í máli nr. 652/2011 að efni fjármögnunarleigusamnings sóknaraðila sé skýrt og að stöðluð ákvæði samningsins eigi eingöngu við um fjármögnunarleigusamninga. Sóknaraðili telji því að ekki þurfi að skoða önnur atriði varðandi framkvæmd samninga aðila.
Varnaraðili telji samninga aðila lánssamninga og gengistrygging þeirra sé því brot á 13., 14. og 15. gr. laga nr. 38/2001. Sóknaraðili bendi á að heimilt sé að láta leigugreiðslur af fjármögnunarleigusamningum taka mið af gengi erlendra mynta vegna þess að um sé að ræða leigusamninga, en þeir falli ekki undir ákvæði laga nr. 38/2001. Gildissvið laganna sé skilgreint með víðtækum hætti í 1. gr. þeirra. Samkvæmt ákvæðinu nái lögin yfir vexti af peningakröfum á sviði fjármunaréttar og á öðrum sviðum réttarins, eftir því sem við geti átt, svo og yfir annað endurgjald sem áskilið sé eða tekið fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar. Samkvæmt 2. gr. gildi lögin einnig um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Í VI. kafla laganna, sem fjalli um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, sé gildissvið kaflans skilgreint með þrengri hætti en í 1. gr. laganna. Öfugt við önnur ákvæði laganna sem taki til vaxta á peningakröfum á sviði fjármunaréttar takmarkist verðtryggingarákvæði laganna við sparifé og lánsfé í íslenskum krónum. Ákvæði 13. og 14. gr., sem banni gengistrygginguna, taki því samkvæmt orðalagi sínu einungis til sparifjár og lánsfjár í íslenskum krónum, en ekki til annars konar samninga eins og leigusamninga. Leigusamningur sé gagnkvæmur samningur og annars eðlis en hefðbundið peningalán. Til þess að samningsskuldbinding geti fallið undir 1. mgr. 13. gr. laganna þurfi að vera um hefðbundin peningalánsviðskipti að ræða. Fjármögnunarleigusamningur feli í sér leigu á tækjum, en ekki afhendingu á peningum og geti því ekki fallið undir ákvæði VI. kafla laganna.
Af dómaframkvæmd megi ráða að við mat á lögmæti verðtryggingar verði að gera greinarmun á hreinum fjárskuldbindingum eða peningalánsviðskiptum annars vegar og gagnkvæmum samningum hins vegar. Hvað síðarnefnda atriðið varði eigi báðir samningsaðilar að inna af hendi framlög á tilteknum tíma eftir samningsgerð, t.d. gerð húsaleigusamninga, verksamninga og kaupsamninga um fasteignir. Lagaákvæði um verðtryggingu fjárskuldbindinga hafi í dómum ekki verið talin ná til þeirra gagnkvæmu samninga, sem hér sé vitnað til. Í þessu sambandi megi nefna dóma Hæstaréttar í málunum nr. 98/1978 (1980:1291) og nr. 652/2011.
Í ljósi framangreinds sé ljóst að ákvæði 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 eigi ekki við um þá fjármögnunarleigusamninga sem hér séu til umfjöllunar. Vísun varnaraðila til reglna Seðlabanka Íslands nr. 492/2001 um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár eigi ekki við hér, þar sem í 1. mgr. 4. gr. reglnanna sé einungis vísað til vísitölu neysluverðs en ekki annarrar verðtryggingar. Það hafi því engin áhrif á heimild til gengistryggingar samninganna þótt grunnleigutími þeirra sé skemmri en fimm ár. Jafnframt megi benda á skýrt ákvæði 12. gr. samninganna þar sem fram komi að þegar grunnleigutíma þeirra ljúki stofnist ótímabundinn leigumáli um leiguandlagið gegn verulega lægra gjaldi.
Sóknaraðili byggi á reglunni um samningsfrelsi. Í henni felist meðal annars að aðilar samnings eigi forræði á því hvers efnis sá samningur sem þeir geri sé, þ.e. hvernig þeir ráðstafi réttindum sínum með samningum og undir hvaða skuldbindingar þeir gangist. Af sama meiði sé meginregla leiguréttar um að aðilum samnings sé frjálst að semja um fjárhæð leigu og hvort og þá með hvaða hætti hún skuli breytast á leigutímanum. Meginregla þessi komi meðal annars fram í 37. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994. Reglan geri það að verkum að gengisviðmiðun sé heimil nema skýrt sé tekið fram í lögum að svo sé ekki. Ekkert lagaákvæði sé í íslenskum lögum sem banni slíka gengisviðmiðun í leigusamningum og sé hún því heimil.
Varnaraðili telji að við túlkun á því hvort um leigusamninga eða lánssamninga sé að ræða verði að taka mið af forsendum samningsaðila við samningsgerðina. Sóknaraðili byggi á því að við gerð fjármögnunarleigusamninganna hafi báðum aðilum verið það ljóst að gengisáhrif fylgdu því að hafa samningana gengistryggða fjármögnunarleigusamninga. Í þessu sambandi sé bent á að í rökstuddu áliti ESA frá 22. maí 2013 sé sérstaklega fjallað um það að hin íslenska löggjöf um bann við gengistryggingu samrýmist ekki meðalhófsreglu. Þetta sjónarmið eigi alveg sérstaklega við um lögpersónur þar sem sá hópur hafi nauðsynleg efni og aðstöðu til að meta áhættu á fullnægjandi hátt þegar hugað sé að gengistryggðum lánssamningi.
Það hafi verið forsenda af hálfu sóknaraðila að þar sem um gengistryggða leigusamninga væri að ræða, skyldu endurgreiðslur bundnar gengi á hinni erlendu mynt. Varnaraðili hafi valið myntina og að við ákvörðun leigugreiðslna skyldi taka mið af LIBOR-vöxtum með nánar tilgreindu álagi. Varnaraðila hafi mátt vera þessi forsenda sóknaraðila ljós. Varnaraðili hafi sérstaklega óskað eftir því að samningarnir yrðu allir í Bandaríkjadollurum, enda séu helstu tekjur félagsins í þeirri mynt. Því hafi verið um að ræða verulega forsendu sem hafi verið ákvörðunarástæða af hálfu sóknaraðila fyrir því að ganga til samningsgerðarinnar. Gengisviðmiðunin hafi haft úrslitaáhrif á samninga aðila um vaxtaviðmiðun. Það sjáist vel á þeirri staðreynd að mun hærri vaxtaviðmiðun hafi ávallt verið hjá sóknaraðila á þeim samningum sem ekki séu með gengisviðmið.
Þótt svo ólíklega vildi til að talið væri að fjármögnunarleigusamningar aðila væru lánssamningar myndi það ekki hafa áhrif á skuldastöðu varnaraðila gagnvart sóknaraðila eða eignarrétt sóknaraðila á leigumununum. Samningar aðila séu í erlendum myntum, en lán í erlendri mynt falli ekki undir bannreglur VI. kafla laga nr. 38/2001. Gengisviðmiðun fjármögnunarleigusamninganna sé lögmæt. Í 2. gr. samninganna sé leigugrunnur tilgreindur nákvæmlega í erlendum myntum. Erlendar myntir séu einnig tilgreindar á leigureikningum. Varnaraðili hafi sjálfur óskað eftir því að samningarnir yrðu í erlendri mynt, nánar til tekið í Bandaríkjadollurum. Skýrt komi fram í dómum Hæstaréttar í málunum nr. 520/2011 og 551/2011 að samkvæmt forsendum dóma réttarins í málum frá 16. júní 2010 fari skuldbinding í erlendum gjaldmiðli ekki gegn nefndum ákvæðum laga nr. 38/2001.
Varnaraðili telji að hann hafi þegar greitt allar kröfur sem sóknaraðili kunni að eiga á hendur honum samkvæmt samningunum og byggi það á því að samningarnir feli í sér lánsskuldbindingu í íslenskum krónum með ólögmætri gengistryggingu. Samningarnir séu vissulega leigusamningar í erlendri mynt, eins og heiti þeirra, efni, eðli og framkvæmd bendi til. Í aðfararmáli þessu skuli einungis fjalla um rétt sóknaraðila til umráða yfir eignum sínum. Af samningum aðila megi sjá að eignarréttur sóknaraðila sé skýr, sbr. 15. gr. samninganna. Af fjölmörgum reikningum sem liggi fyrir megi sjá að varnaraðili hafi selt sóknaraðila umrædda leigumuni og endurleigt þá svo með fjármögnunarleigusamningum þess efnis.
Varnaraðili fari í löngu máli yfir útreikninga og forsendur þeirra sem sanna eigi að hann hafi þegar greitt skuld sína við sóknaraðila. Þar sem þeir útreikningar komi ekki til skoðunar í aðfararmáli þessu, auk þess sem ekkert bendi til þess að endurreikna beri umrædda samninga, verði ekki farið ítarlega í útreikningana, en látið nægja að vísa til þess að fjölmörg atriði þeirra standist ekki skoðun. Megi í þeim efnum nefna að þeir séu ekki í samræmi við fordæmi Hæstaréttar. Þeir séu heldur ekki í samræmi við meginreglur í kröfurétti um að kröfuhafi sem fengið hafi minna greitt en hann eigi rétt til í lögskiptum aðila, eigi viðbótarkröfu á hendur skuldara um það sem vangreitt sé. Þá beri samningar aðila ekki vexti. Ósamræmi sé í forsendum greinargerðar og útreikningum. Þá hafi varnaraðili ákveðið að hunsa þau tilvik þar sem mismunur sé á meintum vaxtagreiðslum honum í óhag. Þetta sýni ljóslega að útreikningar varnaraðila séu rangir. Varnaraðili hafi ekki, fyrr en nú, lagt útreikningana fyrir sóknaraðila, eða boðið fram greiðslur á þeim grundvelli.
Öllum málsástæðum varnaraðila varðandi skuldajöfnuð sé mótmælt. Skilyrði skuldajafnaðar séu bersýnilega ekki fyrir hendi. Varnaraðili hafi ekki átt gilda kröfu á sóknaraðila þegar hann hafi lýst yfir skuldajöfnuði, hvað þá að krafan hafi á þessum tíma verið skýr um efni og gjalddaga.
Varnaraðili telji sóknaraðila ekki hafa verið heimilt að rifta samningunum, þar sem engin vanefnd hafi verið til staðar. Sóknaraðili telji ljóst að vanefndir hafi verið á samningunum eins og sjá megi af gögnum málsins. Það að varnaraðili hafi tekið ákvörðun um að víkja frá fyrri túlkun sinni og skilningi á eðli og efni leigusamninganna í þeirri von að það skapi honum rétt til endurreiknings og lækkunar á leigu, geti á engan hátt haft áhrif þar á. Sóknaraðili hafi því verið í fullum rétti til að rifta samningunum á grundvelli 28. gr. þeirra.
Kröfu varnaraðila um frestun aðfarargerðar sé mótmælt, enda sé heimild til þess eingöngu ætluð til nota í algjörum undantekningartilvikum og þá helst þegar tjón af aðfarargerð yrði vart bætt með fjármunum. Varnaraðili hafi ekki sýnt fram á í málinu að bótaréttur dugi ekki fyrir tjóni sem af kunni að hljótast vegna þessa. Þá séu yfirlýsingar um óvissu í sambærilegum málum ekki á rökum reistar, enda hafi fjölmargir úrskurðir og dómar þegar fallið í sambærilegum málum.
Varnaraðili andmæli sérstaklega fjárhæð kröfunnar í aðfararbeiðni. Hann vísi til þess að þar ægi saman höfuðstólsgreiðslum, vöxtum, framleigugreiðslum, afborgunum á skuldabréfi og gengistryggingu. Verði því ekki séð á hverju fjárhæð krafna sóknaraðila sé grundvölluð. Sóknaraðili mótmæli þessu og bendi á að umræddar fjárhæðir séu einfaldlega grundvallaðar á samningum aðila. Um innbyggða vexti sé vísað til fyrri umfjöllunar. Um framhaldsleigugreiðslur sé vísað til 6. og 12. gr. samninganna. Kröfur um dráttarvexti og innheimtukostnað séu eðlilegar þegar um vanskil á leigugreiðslum sé að ræða. Vísað sé til 27. gr. samninganna hvað það varði. Þá sé það sérstaklega tekið fram að afborganir samkvæmt skuldabréfi sé hvergi að finna á umræddum skuldayfirlitum.
III
Varnaraðili telur ágreining aðila lúta að því hvort tilteknir samningar milli þeirra með yfirskriftinni „fjármögnunarleigusamningur“ séu í raun lánssamningar, sem innihaldi ákvæði um verðtryggingu sem brjóti gegn ófrávíkjanlegum reglum 13., 14. og 15. gr., sbr. 2. gr., laga nr. 38/2001, um verðtryggingu lánsfjár, en ekki leigusamningar, svo sem sóknaraðili haldi fram.
Varnaraðili sé fyrirtæki sem stundi rannsóknir og þróunarstarf í líftækni og erfðavísindum. Rannsóknir og vöruþróun á sviði erfðavísinda séu langtímaverkefni. Liðið geti 8 til 15 ár frá því að grunnrannsóknir leiði til markaðshæfrar vöru eða þjónustu. Rannsóknirnar séu kostnaðarsamar og krefjist mikilla fjárfestinga í sérhæfðum rannsókna- og vísindatækjum og tölvubúnaði, sem verði hér kallaður rannsóknarbúnaður, sem taki mið af rannsóknar- og þróunarverkefnum varnaraðila á hverjum tíma. Sökum þess að rannsóknir og vöruþróun taki yfirleitt langan tíma sé fjármögnun og fjárstýring stór þáttur í starfsemi varnaraðila. Reksturinn hafi allt frá stofnun félagsins árið 1995 verið fjármagnaður með ýmsum hætti, svo sem með útgáfu skuldabréfa og hlutabréfa af hálfu móðurfélags varnaraðila. Þá hafi varnaraðili leitað út á fjármálamarkaðinn eftir tilboðum í lánsviðskipti erlendis og á Íslandi, meðal annars við sóknaraðila.
Aðilar hafi átt viðskipti allt frá árinu 1998 þegar sóknaraðili hafi fyrst fjármagnað kaup á rannsóknarbúnaði varnaraðila. Í öllum viðskiptum aðila hafi varnaraðili valið og keypt rannsóknarbúnaðinn áður en sóknaraðili hafi gert tilboð í lánsviðskipti. Til að geta boðið samkeppnishæf lánsviðskipti hafi sóknaraðili ávallt gert tilboð í lánsviðskipti aðila í formi fjármögnunarleigusamninga. Sóknaraðili hafi sóst eftir því að vera að nafninu til skráður eigandi rannsóknarbúnaðarins í þeim tilgangi að hafa nokkurs konar tryggingu í honum fyrir lánsviðskiptunum.
Forsenda varnaraðila fyrir framangreindum lánsviðskiptum hafi verið að hann eignaðist rannsóknarbúnaðinn í lok samningstímans. Vísindarannsóknir varnaraðila séu sérhæfðar, flóknar og taki langan tíma. Í öllum fjármögnunarviðskiptum varnaraðila hafi verið grundvallarforsenda að hann eignaðist rannsóknarbúnaðinn í lok samningstíma lánsviðskipta. Tímalengd fjármögnunarleigusamninga vegna rannsóknarbúnaðar sé undantekningarlaust skemmri en þær rannsóknir sem búnaðurinn sé notaður við. Óvissa um eignarhald og afnotarétt af rannsóknartækjum hefði skapað ólíðandi óvissu um rannsóknir og starfsemi varnaraðila. Af þeim sökum hafi viðskipti aðila endað án undantekninga á því að varnaraðili hafi keypt rannsóknarbúnaðinn af sóknaraðila á fyrir fram umsömdu kaupverði. Sem dæmi megi nefna að aðilar hafi fyrst gert með sér samning nr. 108237, dags. 10. júní 1998, um fjármögnunarleigu að fjárhæð 498.000.000 króna fyrir ýmis rannsóknartæki og búnað. Samningurinn hafi verið gerður á framangreindum grunni. Aðilar hafi gert með sér samning um fjármögnun rannsóknarbúnaðar nr. 105591, dags. 13. desember 2001, að fjárhæð 1.608.201.000 krónur með sams konar sniði. Framangreindur fjármögnunarleigusamningur sé að efni og formi til eins og þeir samningar sem um sé deilt í máli þessu. Í samningnum og skjölum honum tengdum komi skýrt fram ætlun samningsaðila um kaup varnaraðila á rannsóknarbúnaðinum í lok samningstíma. Framangreind tilhögun komi einnig fram í bréfi sem sóknaraðili hefi sent varnaraðila 22. október 2001 þar sem hann hafi tiltekið hugmyndir frá fundi 9. sama mánaðar varðandi endurfjármögnun sóknaraðila á hluta af tækjabúnaði varnaraðila. Í bréfinu hafi m.a. meðal annars komið fram að í öllum tilvikum væri „... gert ráð fyrir 0,5% stofngjaldi og gjaldi í lok grunnleigutíma 0,2% af uppfærðum leigugrunni (er söluverð til Í.E. hf.)“. Aðilar hafi aftur gert með sér sams konar samning um fjármögnun rannsóknarbúnaðar nr. 110049, dags. 27. júní 2003, að fjárhæð 455.200.572 krónur. Skilmálar samningsins séu þeir sömu og í samningnum sem getið sé að framan og framkvæmd og útfærsla nákvæmlega sú sama.
Í ágúst 2006 hafi varnaraðili leitað til nokkurra fjármálafyrirtækja vegna fjármögnunar á kaupum á rannsóknarbúnaði, meðal annars til sóknaraðila. Í tölvupóstsamskiptum milli þáverandi fjárreiðustjóra varnaraðila og starfsmanns sóknaraðila komi fram að varnaraðili sé að leita eftir tilboði í fjármögnun á tækjakaupum. Í samskiptunum komi fram að varnaraðili yrði, líkt og ávallt hafði verið í sambærilegum viðskiptum aðila, eigandi rannsóknarbúnaðarins sem hin fyrirhugaða fjármögnun skyldi taka til.
Sóknaraðili hafi sent varnaraðila tilboð í fjármögnun rannsóknartækjanna sem dagsett sé 3. ágúst 2006. Þar komi fram að í lok grunnleigutíma geti varnaraðili keypt hið leigða gegn lokagjaldi. Sóknaraðili tiltaki sérstaklega í tilboðinu að ekkert stimpilgjald sé tekið af eignarleigusamningum auk þess að hugsanlegt skattalegt hagræði fylgi fjármögnunarleigusamningum. Varnaraðili hafi samþykkt tilboð sóknaraðila og aðilar hafi gert með sér samning á grundvelli þess þann 25. ágúst 2006, nr. 136216, nú nr. 153718. Skilmálar samningsins séu tvíþættir, almennir og sérstakir, þeir sömu og í samningnum sem getið sé að framan.
Í júní 2007 hafi varnaraðili aftur leitað að lánsfé til að fjármagna rannsóknarbúnað sem hann hafi keypt. Í tölvupóstsamskiptum milli fjárreiðustjóra varnaraðila og starfsmanns sóknaraðila, dags. 26. júní 2007, séu fyrirhuguð lánsviðskipti rædd. Í tilboði sama dag hafi sóknaraðili gert tilboð í tvenns konar fjármögnun. Þar komi fram eftirfarandi fram: „Í lok grunnleigutíma fjármögnunarleigusamnings getur leigutaki keypt hið leigða á 1% lokagjaldi.“ Framangreint sé í samræmi við þann hátt, sem aðilar hafi haft með sér um alla fyrri samninga um fjármögnun rannsóknartækja, að varnaraðili keypti án undantekninga tækin í lok leigutíma. Í viðræðunum hafi varnaraðili leitað eftir frekari fjármögnun á fleiri tækjum, meðal annars fjármögnun á eignfærðum tölvu- og tækjabúnaði, þar á meðal stafrænu símkerfi sem hann hafi keypt. Sóknaraðili hafi samþykkt frekari fjármögnun á sömu kjörum og sömu skilmálum og komist hafi verið að samkomulagi um þann 26. júní 2007. Í samræmi við framangreint tilboð frá 26. júní 2007 hafi aðilar því undirritað tvo samninga, nr. 143744 og nr. 143745, þann 27. september 2007. Samningsform sóknaraðila fyrir samninga nr. 143744 og 143745 sé það sama og við fyrri samninga aðila.
Þann 19. október 2007 hafi fjárreiðustjóri varnaraðila sent sóknaraðila tölvupóst vegna samninganna þriggja. Þar hafi verið óskað upplýsinga um hvar ákvæði væri að finna um kaupverð í samningslok. Í svari sóknaraðila hafi komið fram að lokagjald væri aldrei tekið fram í fjármögnunarleigusamningum. Í raun ætti varnaraðili val um þrennt í lok samningstíma í fjármögnunarleigu; í fyrsta lagi að skila tækjunum til sóknaraðila, í öðru lagi að borga framhaldsleigu sem sé 1/12 af mánaðargreiðslu og í þriðja lagi að kaupa tækið gegn 1% lokagjaldi. Það sé forsenda fyrir gjaldfærslu á leigugreiðslunum að ekki sé kaupskylda í lokin, því sé þetta haft svona opið í endann.
Vegna alþjóðlegrar fjármálakreppu hafi móðurfélag varnaraðila, deCode Genetics Inc. í Bandaríkjunum lent í rekstrarerfiðleikum af völdum lausafjárskorts og farið í greiðslustöðvun í október 2009. Þetta hafi haft þau áhrif að varnaraðili hafi einnig lent í verulegum lausafjárskorti. Í apríl 2009 hafi varnaraðili ekki lengur haft handbært fé til að greiða afborganir af samningum við sóknaraðila. Sóknaraðili hafi verið upplýstur um ástand mála. Í janúar 2010 hafi rekstur varnaraðila verið keyptur út úr þrotabúi móðurfélagsins af nýjum eigendum SAGA Investments LLC og reksturinn verið endurfjármagnaður. Í kjölfarið hafi málsaðilar átt með sér viðræður þar sem samið hafi verið um þann hluta afborgana samninga sem þá hafi verið í vanskilum. Varnaraðili hafi greitt afborganir af samningi nr. 136261 til 10. ágúst 2010, en af samningum nr. 143744 og nr. 143745 til 3. ágúst 2010.
Í kjölfar dóma Hæstaréttar í málunum nr. 93/2010 og nr. 153/2010 hafi varnaraðili sent sóknaraðila bréf, dags. 19. ágúst 2010, þar sem hann hafi lýst þeirri skoðun sinni að framangreindir samningar aðila væru ótvírætt gerðir í íslenskum krónum, en verðtryggðir með vísan til gengis Bandaríkjadollars, en gengistrygging í samningum milli aðila væri ólögmæt. Hann hafi, máli sínu til stuðnings, meðal annars vísað til 14. gr. í almennum skilmálum framangreindra samninga. Varnaraðili teldi því óvissu um hvaða vaxtaviðmiðun skyldi ráða í skuldaskilum aðila. Í ljósi dóms sem kveðinn hafi verið upp 23. júlí 2010 í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli nr. E-4787/2010, þar sem komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að reikna skyldi vexti af láni, sem hafi innihaldið ákvæði um gengistryggingu sem metið hafi verið ólögmætt, með þeim hætti að reikna skyldi vexti af umræddu láni samkvæmt 4. gr., sbr. 3. gr., laga nr. 38/2001 og reikna vexti af umræddu láni til samræmis við þá vexti, sem Seðlabanki Íslands ákveði með hliðsjón af lægstu vöxtum af nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir séu samkvæmt 10. gr. sömu laga. Varnaraðili hafi óskað eftir því að sóknaraðili endurreiknaði stöðu samninga milli aðila frá upphafi miðað við framangreind viðmið. Jafnframt hafi varnaraðili tilkynnt að hann myndi að svo stöddu ekki greiða útsenda reikninga vegna samninganna þar sem hann teldi þá ranga og byggða á ólögmætum forsendum. Sóknaraðili hafi svarað bréfi varnaraðila með tölvupósti, dags. 20. ágúst 2010. Þar komi fram að hann muni innheimta framangreinda samninga með sama hætti og áður, en jafnframt tekið fram að varnaraðili myndi ekki tapa betri rétti, yrði sýnt fram á slíkt síðar.
Frá ágúst 2010 fram á mitt ár 2012 hafi sóknaraðili hvorki sent greiðsluseðla til varnaraðila á gjalddögum né haft samband vegna kröfu hans í bréfi frá 19. ágúst. Þá hafi hann ekkert aðhafst til að innheimta kröfur sínar samkvæmt samningunum. Þann 24. júlí 2012 hafi varnaraðila borist í einu lagi fjöldi greiðsluseðla frá sóknaraðila. Einnig hafi borist innheimtubréf frá sóknaraðila, sem hafi öllum verið andmælt af hálfu varnaraðila.
Sóknaraðili byggi aðfararheimild sína á því að hann sé eigandi rannsóknartækjanna og að varnaraðili hafi tækin í sínum vörslum á grundvelli þriggja samninga sem sóknaraðili kalli fjármögnunarleigusamninga. Varnaraðili byggi á því samningarnir þrír séu lánssamningar. Sóknaraðili hafi lánað varnaraðila fé til kaupa á rannsóknarbúnaði. Þau lánsviðskipti hafi sóknaraðili kosið að klæða í búning fjármögnunarleigusamninga. Aðilar hafi samið um, með skýrum og skuldbindandi hætti, að í lok samningstíma samninganna myndi varnaraðili kaupa tækin til baka gegn fyrir fram umsömdu gjaldi, sem nemi 2% af lánsfjárhæð samninga aðila. Varnaraðili hafi þegar greitt samningana að fullu. Í reynd hafi varnaraðili ofgreitt samkvæmt þeim um rúmar 22 milljónir króna vegna lögvillu og reikningsskekkju sóknaraðila.
Varnaraðili byggi á því að samningar nr. 152718, 153721 og 153722 séu samningar um peningalán í íslenskum krónum verðtryggðir við gengi Bandaríkjadollars, en ekki leigusamningar. Gengistryggingin komi skýrt fram í öllum framangreindum samningum í 2., 5. og 14. gr. þeirra. Varnaraðili byggi á því að framangreind verðtrygging sé ólögmæt og brjóti gegn ófrávíkjanlegum reglum 13., 14. og 15. gr., sbr. 2. gr., laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.
Varnaraðili hafi ekki leitað til sóknaraðila um að taka á leigu rannsóknarbúnað. Hann hafi verið eigandi búnaðarins áður en aðilar hafi stofnað til lánsviðskiptanna. Sóknaraðili hafi hvergi komið nærri vali eða kaupum á rannsóknarbúnaði þeim sem samningarnir taki til, heldur hafi varnaraðili sjálfur valið allan búnaðinn, sem sóknaraðili hafi síðar gert tilboð í að fjármagna með láni til varnaraðila. Framangreint komi skýrlega fram í samskiptum aðila og í samningunum sjálfum. Þessu til viðbótar bendi varnaraðili á að sóknaraðili hafi hvorki þekkingu, reynslu né skilning á búnaðinum til þess að velja og kaupa þau rannsóknar- og vísindatæki sem um ræði, ólíkt því sem gildi um venjulegt lausafé sem fjármögnunarleiga nái til, svo sem vinnuvélar, bifreiðar og einföld iðnaðartæki og vélar. Tilhögun sóknaraðila á fyrirkomulagi viðskiptanna gangi þvert á helsta einkenni eignaleigusamninga, líkt og fjármögnunarleigusamninga, þar sem leigusali kaupi leiguandlagið af framleiðanda eða seljanda búnaðar, en geri síðar sjálfstæðan leigusamning við leigutaka.
Sóknaraðili hafi klætt lánsviðskipti sín í búning fjármögnunarleigusamninga til að geta boðið samkeppnishæfari og kostnaðarminni lánsviðskipti á markaði. Þrír kostir hafi verið í boði fyrir sóknaraðila. Í fyrsta lagi að veita lán í formi veðskuldabréfs með veði í rannsóknarbúnaðinum, en af því hefði varnaraðili þurft að greiða umtalsverð stimpilgjöld samkvæmt 24. gr. laga nr. 36/1978 um stimpilgjald. Í öðru lagi hafi sóknaraðili getað farið fram á að varnaraðili gæfi út tryggingarbréf með veði í framangreindum rannsóknarbúnaði, sem jafnframt hefði þurft að greiða stimpilgjald af samkvæmt 24. gr. sömu laga. Hvoru tveggja hefði haft í för með sér umtalsverðan kostnað í tengslum við lánveitinguna fyrir varnaraðila, enda um háar fjárhæðir að ræða. Í þriðja lagi hefði sóknaraðili getað boðið upp á lánssamning, sem ekki þyrfti að greiða stimpilgjald af. Hann hafi hvorki boðið varnaraðila upp á þá leið né vakið máls á þeim möguleika. Sóknaraðili hafi á þessum tíma boðið upp á alla framangreinda fjármálaþjónustu, bæði gerð lánssamninga og kaup skuldabréfa.
Með því að klæða lánsviðskiptin í búning fjármögnunarleigusamnings hafi sóknaraðili gert tilboð sitt um fjármögnun kostnaðarminna og þar með samkeppnishæfara. Sóknaraðili hafi ítrekað bent varnaraðila á að fjármögnunarleigusamningar bæru ekki stimpilgjöld. Hann hafi stöðugt haldið að varnaraðila skattalegu hagræði fjármögnunarleigusamninga. Sóknaraðili hafi stillt upp tilboðum, alfarið ráðið formi lánsviðskiptanna og haft þar allt frumkvæði. Hann sé fjármálafyrirtæki sem starfi samkvæmt opinberu starfsleyfi sem sérfræðiráðgjafi á sviði fjármálaþjónustu. Varnaraðili hafi ekki yfir að ráða sérfræðilegri þekkingu á fjármálagerningum, en hann sé rannsóknarfyrirtæki á sviði lífvísinda. Hann hafi ekki óskað eftir því að gerður yrði fjármögnunarleigusamningur, enda hafi hann fyrst og fremst leitað að lánsfjármagni á sem hagstæðustum kjörum, einkum í ljósi þess að hann hafi engin veð boðið til tryggingar lánsviðskiptum við sig. Sóknaraðila hafi alltaf verið ljóst að hann væri að keppa um lánsviðskipti við varnaraðila í samkeppni við aðra lánveitendur.
Málsaðilar hafi átt með sér lánsviðskipti með sama sniði frá árinu 1998, þar sem sóknaraðili hafi fjármagnað kaup varnaraðila á rannsóknarbúnaði. Varnaraðili hafi undantekningarlaust eignast rannsóknarbúnaðinn í lok samningstímans. Fyrri samningar séu efnislega samhljóða þeim samningum sem mál þetta varði. Sóknaraðili hafi hagað framkvæmd þeirra með nákvæmlega sama hætti, þar til hann hafi einhliða og án skýringa tekið að halda því fram, í bréfi dags. 25. október 2012, að ekki væri lengur kaupréttur til staðar. Sóknaraðili geti ekki einhliða breytt samningssambandi aðila þvert á það sem um hafi verið samið. Ekkert dæmi sé um að við lok samninga milli aðila hafi stofnast ótímabundinn leigumáli um búnað sem sóknaraðili hafi fjármagnað líkt og hann virðist nú halda fram að einkenni viðskipti þeirra.
Ljóst hafi verið að aldrei hafi komið til greina að sóknaraðili yrði eigandi tækjanna í lok leigutíma þar sem samningstími samninga hafi í öllum tilfellum verið styttri en þær rannsóknir sem búnaðurinn hafi verið notaður við. Eini tilgangur þess að sóknaraðili gerði kröfu um að vera skráður eigandi rannsóknarbúnaðarins að nafninu til hafi verið sá að hann hefði ígildi tryggingar fyrir greiðslu lánsins. Af þessum sökum hafi það verið forsenda varnaraðila fyrir lánsviðskiptunum að fyrir fram væri samið um að í lok samningstíma myndi hann kaupa rannsóknarbúnaðinn á fyrir fram ákveðnu verði, sem hafi verið 1-2% af andvirði, og tryggja sér eignarrétt yfir búnaðinum, eða þegar hann hafði greitt lán fyrir fjármögnun búnaðarins að fullu. Hann hafi litið á það sem kostnað af láninu.
Varnaraðili byggi á því að samningar þar sem aðilar hafi samið um að lántaki kaupi búnað í lok samningstíma séu lánssamningar, en ekki eignaleigusamningar. Í 3. tölulið 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki sé að finna lagalega skilgreiningu á hugtakinu „eignaleigusamningur“, en fjármögnunarleiga sé ein tegund eignaleigusamninga. Þar segi að með eignaleigu sé átt við leigustarfsemi með lausafé eða fasteignir þar sem leigusali selji leigutaka hið leigða gegn umsömdu leigugjaldi í tiltekinn lágmarksleigutíma. Í skýringum með 3. gr. frumvarps er orðið hafi að lögum nr. 161/2002 segi: „Eignaleigu er gjarnan skipt í þrennt: fjármögnunarleigu, kaupleigu og rekstrarleigu. Í fjármögnunarleigu helst eignarréttur hjá leigusala.“
Gögn málsins sýni að aðilar hafi í upphafi samið um kaup í lok samningstíma þrátt fyrir ákvæði samningsins. Með vísan til staðreynda málsins og framangreindra lögskýringargagna falli samningar aðila ekki innan skilgreiningar 3. töluliðar 1. mgr. 3. gr. laga um fjármálafyrirtæki um eignaleigusamninga. Af þeim sökum teljist samningarnir vera lánssamningar. Við lok lágmarksleigutíma fjármögnunarleigusamnings verði leigutaki ekki eigandi hlutarins, án þess að til frekari samninga komi. Gögn málsins sýni að aðilar hafi fyrir fram samið um það að varnaraðili yrði eigandi tækjanna við lok samningstímans, á fyrir fram ákveðnu verði, sbr. tilboð sóknaraðila þar sem tiltekið sé hvert kaupverð tækjanna sé. Sóknaraðili hafi staðfest framangreind kaup í lok samningstíma í tölvupósti 23. október 2007.
Varnaraðili byggi á því að efni framangreindra tilboða hafi verið forsenda fyrir viðskiptum aðila, bæði þau vaxtakjör sem sóknaraðili hafi boðið og að búnaðurinn yrði keyptur í lok samningstíma, vegna þess að eftir að rannsóknarbúnaður hafi verið tekinn í notkun sé nánast ógerlegt að skipta honum út án þess að veruleg hætta sé á að rannsóknir eyðileggist. Verði því að horfa fram hjá ákvæði 12. gr. í samningum aðila og líta til inntaks þeirra samninga sem aðilar hafi gert með sér til að meta hvort þeir séu leigusamningar eða lánssamningar. Í raun hafi sóknaraðili með yfirlýsingum sínum og athöfnum breytt efni þess samningsforms sem hann hafi sjálfur lagt fram. Hann geti því ekki síðar borið fyrir sig ákvæði og skilmála sem gangi þvert á yfirlýsingar hans og framkvæmd.
Varnaraðili telji einstök ákvæði í samningunum vera einkennandi fyrir lánssamninga, en ekki eignaleigusamninga. „Leigugrunnur“ samkvæmt 2. gr. samninga aðila, þ.e. höfuðstóll lánsins, sé sama fjárhæð og kaupverð rannsóknar- og vísindatækjanna samkvæmt reikningum frá varnaraðila. Framangreint sé bein sönnun þess að um lán sé að ræða, þar sem sóknaraðili hafi lánað varnaraðila fyrir kaupverði tækjanna, sem sé höfuðstóll lánsins.
Í 10. gr. samninganna sé ákvæði um að varnaraðili skuli greiða vexti af hverri afborgun. Vextir af leigugreiðslum sé óþekkt fyrirbrigði, en hins vegar fastur þáttur í peningalánum þar sem vextir séu það gjald sem lánveitandi taki fyrir umlíðun skuldar. Þá komi fram í 2. mgr. 13. gr. samninganna að sóknaraðila sé heimilt, ef samningur er í íslenskum krónum, að endurreikna leiguna í 5. og 6. gr. samkvæmt breytingum á lánskjörum sóknaraðila. Það sama eigi við um gengistryggðar greiðslur. Enn fremur sé sóknaraðila heimilt að endurreikna þær greiðslur samkvæmt breytingum sem verði á LIBOR-vöxtum þess erlenda gjaldmiðils sem leiga sé tilgreind í. Varnaraðili byggi á því að framangreind ákvæði séu hefðbundin ákvæði í lánssamningum og eigi engan veginn við í samningum þar sem greitt sé fyrir afnot af búnaði.
Aðilar hafi samið um breytingar á framangreindum samningum 23. febrúar 2010. Sóknaraðili hafi fallist á að skuldbreyta útgefnum en ógreiddum greiðslum frá 10. apríl 2009 til 10. júlí 2009 með því að fella afborganirnar niður og bæta við „...eftirstöðvar samnings...“ gegn því að samningstími væri lengdur um 24 mánuði. Með framangreindu hafi sér stað skilmálabreyting á skuld sem sé einkennandi fyrir lánssamninga. Samið hafi verið um greiðslufrest á afborgunum. Þessu til frekari stuðnings komi fram að vaxtaálag hafi verið aukið úr 2,5% í 4,5%, eins og venjubundið sé að gera í lánssamningum þegar kröfuhafi veiti skuldara lengri greiðslufrest á peningaláni en upphaflega hafi verið samið um.
Í samkomulagi aðila um skuldbreytingu komi fram yfirlýsing sóknaraðila um að aðilar „samnings/lánsins“ hafi kynnt sér þar greinda viðauka og samþykkt án athugasemda. „Samningurinn/lánið“ sé að öðru leyti óbreyttur og telist samkomulagið viðauki „hans/þess“. Framangreint orðalag sem stafi frá sóknaraðila sjálfum beri skýrlega með sér að sóknaraðili sé að fjalla um skilmálabreytingu á lánssamningi, en ekki um niðurfellingu á leigugreiðslu. Þá komi fram á upplýsingablaði, dags. 3. febrúar 2010, sem sóknaraðili hafi sent varnaraðila fyrir hvern samning að sóknaraðili tilgreini sjálfur að „höfuðstóll“ samnings sé tiltekin fjárhæð, auk þess að tilgreina sérstaklega „grunnvexti“ auk „vaxtaálags“. Hvort tveggja séu skýr merki um lánssamning milli aðila þar sem sóknaraðili staðfesti við varnaraðila hvaða vexti höfuðstóll lánsins beri. Orðin „höfuðstóll“, „grunnvextir“, „álag“ og „meðalvextir“ séu eingöngu notuð um peningalán og helstu grunnþætti í tengslum við kjör á lánsfé, en aldrei um leigugreiðslur. Þá komi fram í fylgiskjali um greiðsluáætlun með framangreindu samkomulagi fyrir hvern samning sundurliðun á fjölda greiðslna, hver afborgunarhluti höfuðstóls sé í hverri greiðslu ásamt vaxtagreiðslu, auk þess sem tilgreindar séu eftirstöðvar skuldarinnar eftir hverja greiðslu. Framangreint skjal sé einkennandi fyrir greiðsluáætlanir í tengslum við peningalán.
Greiðslur hafi ekki verið felldar niður, heldur hafi greiðslur og samningsvextir verið færð til og bætt aftan við samninginn, en auk þess hafi sóknaraðili krafist dráttarvaxta á hvern gjalddaga. Sóknaraðili hafi krafist þess að varnaraðili gæfi út skuldabréf nr. 904025 fyrir þeim dráttarvöxtum sem safnast hafi á hverja afborgun frá gjalddaga allra samninganna. Þetta sé einkennandi fyrir skuldbreytingu á lánssamningum.
Í 22. gr. samninga aðila komi fram að varnaraðili beri ábyrgð á öllu tjóni og bilunum á hinu leigða. Skylda hans til greiðslu leigu falli ekki niður þótt notkun hins leigða búnaðar stöðvist vegna tjóns eða bilunar. Engin tenging sé á milli notkunar á hinu leigða og endurgjaldsins, en samkvæmt leigurétti haldist skylda leigjanda til þess að greiða leigu í hendur við afnotarétt hans af hinu leigða. Framangreint bendi ótvírætt til þess að efni samninganna hafi verið peningalán.
Í ákvæðum samninganna um riftun haldist greiðsluskylda varnaraðila óbreytt. Riftunarákvæði sóknaraðila sé í reynd gjaldfellingarákvæði á heildarskuld sem tíðkist eingöngu í lánssamningum. Í 30. gr. samninganna segi að við uppgjör milli aðila vegna loka samnings á grundvelli riftunar samkvæmt 28. gr. skuli varnaraðili greiða alla ógjaldfallna leigu samkvæmt 5. gr. Í þeirri grein sé heildarhöfuðstóll tiltekinn, skattar og gjöld samkvæmt 26. gr., vátryggingar samkvæmt 23. gr. og allur kostnaður af hinu leigða ásamt dráttarvöxtum frá uppgjörsdegi. Þá komi fram í 4. tölulið 30. gr. að frá skuld leigutaka við sóknaraðila skuli draga verðmat hins leigða.
Varnaraðili telji að eðli máls samkvæmt falli skylda leigutaka til áframhaldandi greiðslu á leigu niður við riftun leigusamnings, þótt leigusali gæti eftir atvikum krafið hann um bætur vegna missis leigutekna að því afstöðnu. Í riftunarákvæði sóknaraðila felist hins vegar að öll skuldin sé gjaldfelld í heild sinni og gjaldkræf í einu lagi frá riftunardegi. Slíkt sé skýrt einkenni lánssamnings þar sem markmiðið sé að kröfuhafi fái peningalánið greitt í heild til baka, en ekki að fá hinn leigða hlut til baka. Af þessum sökum geti samningarnir ekki verið leigusamningar, heldur séu þeir lánssamningar. Framangreindar uppgjörsreglur samrýmist því að við uppgjör skuli lántaki greiða eftirstöðvar höfuðstóls lánsins en njóta þess hluta andvirðis hlutar sem keyptur hafi verið fyrir lánsféð sem eftir stæði þegar lánveitandi hefði nýtt sér tryggingarrétt sinn í hlutnum. Reglurnar samrýmist á engan hátt reglum um uppgjör við slit fjármögnunarleigusamnings.
Á greiðsluseðlum vegna samninganna hafi sóknaraðili ávallt tilgreint hverjar eftirstöðvar lánsfjárhæðarinnar eftir greiðslu á viðkomandi gjalddaga væru. Hafi verið tiltekið „núvirði ógreiddrar leigu án vsk/lokagjalds eftir greiðslu“ í íslenskum krónum. Í júlí 2010 hafi sóknaraðili fjarlægt þessar upplýsingar af greiðsluseðlum. Varnaraðili telji að í breytingu á greiðsluseðlum felist bein sönnun þess sóknaraðili hafi sjálfur litið svo á að samningar hans við varnaraðila væru í raun lánssamningar. Breytingin hafi átt sér stað eftir dóma Hæstaréttar í málunum nr. 92/2010 og 153/2010 þann 16. júní 2010. Þetta hafi verið eitt af þeim atriðum sem Hæstiréttur hafi bent á að væru einkennandi fyrir lánssamninga en ekki leigusamninga. Sóknaraðili hafi þannig reynt að breyta samningssambandi aðila og afmá óræk merki þess að samningarnir væru dæmigerðir lánssamningar.
Varnaraðili byggi á því að bókhaldsleg og skattaleg meðferð samninganna skipti engu máli við úrlausn á því hvers eðlis samningssamband aðila sé í raun. Ákvæði laga nr. 3/2006 um ársreikninga, eða forverar þeirra, komi samningssambandi aðila eða formi samninganna ekkert við. Tilgangur laga nr. 3/2006 sé að tryggja að lögaðilar skili upplýsingum um rekstur og afkomu til meðal annars hluthafa, kröfuhafa og opinberra aðila, s.s. skattayfirvalda, í stöðluðum og samræmdum ársreikningum, sbr. 109. gr. laganna. Til að skera úr um hvort samningar aðila séu lánssamningar eða leigusamningar verði eingöngu horft til efnisákvæða í samningum aðila og samningsgerðar milli aðila, líkt og Hæstiréttur hafi lagt til grundvallar meðal annars í málunum nr. 282/2011 og 652/2011. Það með hvaða hætti sóknaraðili kjósi að færa á efnahags- og rekstrarreikninga sína löggerninga sem hann hafi staðið að við viðskiptavini sína, komi máli þessu ekkert við. Þá byggi varnaraðili jafnframt á því að ákvæði alþjóðlega reikningsskilastaðalsins IAS 17 séu ekki hluti af efni samninga aðila og geti ekki haft nein áhrif á það hvers eðlis samningssamband aðila sé.
Þegar horft sé til framangreindra atriða, efni samninganna, tilboðs- og samningsgerðar og framkvæmd samninganna að öðru leyti, verði að telja að komin sé fram full sönnun þess að samningarnir hafi verið um lán til kaupa á rannsóknarbúnaði, samið hafi verið fyrir fram um að varnaraðili eignaðist rannsóknarbúnaðinn í lok samningstíma á fyrir fram ákveðnu verði og að sóknaraðili hafi sjálfur kosið að klæða samningana í búning leigusamnings.
Umræddir samningar hafi verið samdir einhliða af sóknaraðila. Stór hluti þeirra séu staðlaðir samningsskilmálar sóknaraðila. Við þær aðstæður beri að beita andskýringarreglu við túlkun ákvæða samninganna, en samkvæmt reglunni skuli óljós samningsákvæði skýrð þeim aðila í óhag sem hafi samið þau einhliða eða sem ráðið hafi þeim atriðum til lykta sem ágreiningi geti valdið. Löggerninga skuli í samræmi við þetta túlka þeim aðila í óhag sem átt hafi að hlutast til um skýrara form samnings eða tjá sig skýrar um viðkomandi ágreiningsatriði. Sóknaraðili beri því hallann af óljósum ákvæðum samninganna, sér í lagi þegar litið sé til skuldbindandi yfirlýsinga og loforða forsvarsmanns sóknaraðila sem varnaraðili hafi treyst á, en þau hafi í raun breytt efnislegu inntaki samninganna og eðli þeirra, jafnvel þótt fallist yrði á þá þröngu túlkun á þeim sem sóknaraðili hafi lagt til grundvallar í öðrum dómsmálum, þar sem atvik kunni að hafa verið önnur. Efni þeirra samkvæmt þröngri bókstafstúlkun hafi því ekki verið í samhengi við yfirlýsingar sóknaraðila við samningsgerðina, raunverulega framkvæmd, tilhögun samningssambands aðila og það hvernig sóknaraðili hafi skýrt efni samninganna fyrir varnaraðila.
Varnaraðili byggi á því að skuld hans samkvæmt áðurnefndum samningum sé vegna láns í íslenskum krónum bundið við gengi erlends gjaldmiðils með ólögmætum hætti. Ákvæði í samningum sóknaraðila um gengistryggingu brjóti gegn reglum 13., 14. og 15. gr. laga nr. 38/2001. Hin ólögmæta gengistrygging sjáist glöggt í 3. gr. samninganna þar sem vísað sé til leigugrunns, sem sé í íslenskum krónum en síðan hver einstök leigugreiðsla tengd gengi Bandaríkjadollars. Í 5. gr. sé einnig vísað til þess að leigufjárhæðin, sem sé í íslenskum krónum, sé tengd Bandaríkjadollar. Í 2. mgr. 14. gr. samninganna segi: „Leiga sú, sem er gengistryggð miðað við breytingar á gengi erlends og/eða erlendra gjaldmiðla er greind í ísl. kr. Leigugjald er innheimt í ísl. kr. Við útreikning leigu skal hafa til viðmiðunar skráð sölugengi Seðlabanka Íslands á viðkomandi gjaldmiðli eða gjaldmiðlum skv. ákvörðun Lýsingar hf. við útgáfudag reiknings.“
Samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar ráðist það, hvort skuldbinding sé í gengistryggðum íslenskum krónum, og þannig andstæð ákvæðum VI. kafla laga nr. 38/2001, eða erlendum myntum, meðal annars af skýringu á texta viðkomandi samnings, þar sem lýst sé þeirri skuldbindingu sem lántaki takist á hendur. Hafi þar skipt mestu máli sá gjaldmiðill sem beint eða óbeint sé tilgreindur í viðkomandi samningi. Dugi orðalag í samningi um skuldbindingu ekki eitt og sér til að komast að niðurstöðu um gjaldmiðil hennar hafi Hæstiréttur talið að gæta verði að því hvernig ákvæðum samningsins um efndir aðilanna hafi verið háttað og hvernig að þeim hafi verið staðið í raun.
Samkvæmt 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 sé ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Löggjafinn hafi beinlínis sett reglu 14. gr. í þessum tilgangi. Samkvæmt 2. gr. laganna sé ákvæði 14. gr. ófrávíkjanlegt. Verði því ekki samið um grundvöll verðtryggingar, sem ekki sé stoð fyrir í lögum. Ákvæði samninga aðila um gengistryggingu séu í andstöðu við þessi fyrirmæli laga nr. 38/2001 og því óskuldbindandi fyrir varnaraðila.
Í öllum framangreindum samningum sé höfuðstólsfjárhæð lánsins tilgreind skýrlega í íslenskum krónum. Mánaðarlegar greiðslur séu einnig tilgreindar í íslenskum krónum í greiðsluáætlun sóknaraðila. Allar upphæðir séu tilteknar í íslenskum krónum. Sóknaraðili hafi innheimt lánið alfarið í íslenskum krónum og varnaraðili hafi ávallt greitt af láninu í íslenskum krónum. Það hefði verið varnaraðila að vandkvæðalausu að hafa framangreind lán í erlendum gjaldmiðli, svo sem Bandaríkjadollar. Sóknaraðili hafi hins vegar viljað að lánið væri í íslenskum krónum eins og samningarnir beri skýrlega með sér.
Í 15. gr. laga nr. 38/2001 komi fram að Seðlabankinn geti að fengnu samþykki ráðherra ákveðið lágmarkstíma verðtryggðra innstæðna og lána. Seðlabankinn hafi sett reglur nr. 492/2001 um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár sem settar séu með tilvísun til ákvæða VI. kafla laga nr. 38/2001. Reglurnar hafi öðlast gildi 1. júlí 2001. Í 4. gr. þeirra komi fram að verðtrygging láns með ákvæði um að höfuðstóll þess miðist við vísitölu neysluverðs sé því aðeins heimil að lánið sé til fimm ára hið minnsta. Samningar aðila séu allir til skemmri tíma en fimm ára. Ákvæði þeirra um gengistryggingu brjóti því gegn 4. gr. reglna nr. 492/2001, sbr. 15. gr. laga nr. 38/2001, en það ákvæði sé ófrávíkjanlegt, sbr. 2. gr. sömu laga. Samningur nr. 153718 hafi verið gerður 25. ágúst 2006 með lokadag 9. október 2009, eða til þriggja ára og samningar nr. 153721 og 153722 hafi báðir verið gerðir 27. september 2007 með lokadag 19. október 2009, eða til tveggja ára. Af þeim sökum geti sóknaraðili ekki byggt nein réttindi á ákvæði um verðtryggingu sem annars vegar sé ólögmæt á þeim grunni að hún miðist við gengi erlends gjaldmiðils og hins vegar að lánstími nái ekki hinum tilgreinda fimm ára lágmarkstíma sem sé skilyrði þess að lánveitandi megi verðtryggja höfuðstól lánsins samkvæmt ákvæðum VI. kafla laga nr. 38/2001.
Þar sem samningar aðila séu um peningalán sem feli í sér lánsskuldbindingu í íslenskum krónum með ólögmætri gengistryggingu, sé ákvæði um gengistryggingu í samningum aðila ógilt. Það leiði til þess að líta verði með öllu fram hjá ákvæðum samningsins um vaxtahæð, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 471/2010. Við þær aðstæður beri að ákvarða vexti frá stofndegi láns með hliðsjón af 4. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001, nema í þeim tilfellum þar sem þegar greiddar afborganir feli í sér fullnaðargreiðslu. Fullnaðarkvittun geti að vissum skilyrðum fullnægðum valdið því að kröfuhafi glati frekari kröfu vegna þegar greiddra afborgana. Varnaraðili byggi á því að hann hafi að fullu greitt lánssamninga nr. 153721 og nr. 153722 þann 20. janúar 2009 og nr. 153718 þann 10. júní 2010 og hafi fengið fullnaðarkvittun fyrir greiðslu þeirra.
Fyrir hvern gjalddaga samninganna hafi sóknaraðili sent varnaraðila greiðslutilkynningu. Varnaraðili hafi greitt með millifærslu í heimabanka. Þessum greiðsluhætti verði jafnað til þess að fyrir liggi fullnaðarkvittun vegna hverrar greiðslu. Báðir aðilar hafi gengið út frá því við hverja greiðslu að útreikningur sóknaraðila á fjárhæð afborgunar og vaxta tæki mið af því að ákvæði um gengistryggingu höfuðstóls væru gild. Varnaraðili hafi verið í góðri trú um lögmæti skuldbindingarinnar og þar með að umræddar greiðslur fælu í sér réttar og fullar efndir af hans hálfu. Mikil festa hafi verið á framkvæmd samninga aðila, enda hafi aðilar gert með sér fjölmarga samninga með nákvæmlega sama sniði og tilhögun allt frá árinu 1999. Varnaraðili hafi enga ástæðu haft til þess að ætla annað en að útreikningar og tilhögun sóknaraðila væru lögmæt.
Þá vísi varnaraðili til þess að verulegur aðstöðumunur sé á samningsaðilum. Hann sé ekki sérfræðingur um fjármálaþjónustu eða lánamarkaði, heldur reiði hann sig á sérhæfða aðila líkt og sóknaraðili gefur sig út fyrir að vera. Það hafi staðið sóknaraðila nær að gæta að því að samningar hans við varnaraðila væru í samræmi við heimildir laga nr. 38/2001. Hann hafi einhliða samið öll samningsskjöl og verði því að bera hallann af því að hafa ekki gætt að lögmæti samningsákvæða. Sé litið til samningsskilmála í samningum sóknaraðila frá árinu 1999, í gildistíð þáverandi vaxtalaga nr. 25/1987, sjáist að samningsskilmálarnir séu nánast þeir sömu eftir gildistöku laga nr. 38/2001, þrátt fyrir að gerðar hafi verið veigamiklar breytingar með setningu laga nr. 38/2001 á heimildum til þess að verðtryggja lánsfé.
Þegar framangreind skilyrði og atvik séu öll virt í heild eigi sóknaraðili ekki rétt á hendur varnaraðila um viðbótargreiðslur vegna þegar greiddra vaxta aftur í tímann. Vegna þessa eigi varnaraðili lögvarinn rétt á því að greiðslur, sem hann hafi innt af hendi, verði notaðar til þess að ráðstafa inn á afborganir vaxta og höfuðstóls hvers samnings eftir að horft hafi verið fram hjá ólögmætri gengistryggingu þeirra.
Samningar aðila feli í sér jafngreiðsluskuldbindingu (annuitet). Í henni felist að varnaraðili greiði sömu upphæð á hverjum gjalddaga, en hlutfall vaxta og afborgunar höfuðstóls sé breytilegt eftir hverri greiðslu. Hlutfall vaxta af mánaðarlegri heildargreiðslu sé hærra en afborgun af höfuðstól í fyrstu, en hlutfall vaxta fari lækkandi eftir því sem á líði og hlutfall afborgunar höfuðstóls hækki að sama skapi. Framangreint sjáist skýrlega á greiðsluáætlunum sem fylgt hafi hverjum samningi. Af framangreindum sökum krefjist varnaraðili þess að öllum greiðslum, sem hann hafi þegar greitt samkvæmt greiðsluseðlum frá sóknaraðila, verði ráðstafað inn á hvern samning þannig að fyrst gangi greiðsla upp í áfallna vexti samkvæmt ákvæði 10. gr. hvers samnings, en greiðslum umfram áfallna vexti skuli hverju sinni ráðstafað á gjalddaga viðkomandi greiðslu inn á höfuðstól lánsins eins og hann hefði verið frá upphafi án gengistryggingar í íslenskum krónum. Í útreikningum varnaraðila komi fram hvernig ráðstafa skuli afborgunum inn á lán miðað við framangreindar forsendur, annars vegar afborgunarhluta vaxta og hins vegar afborgunar á höfuðstól.
Útreikningar vegna samnings nr. 153722 (143745) séu þannig:
|
Gjalddagi |
Staða fyrir |
Afborgunarhluti höfuðstóls |
Afborgunarhluti vaxta |
Raunveruleg afborgun varnaraðila |
Reiknaðir Libor vextir |
Ofgreiddir vextir |
Staða eftir |
|
20.10.2007 |
58.312.891 |
6.629.847 |
1.510.600 |
8.140.447 |
282.862 |
1.227.738 |
50.455.306 |
|
20.1.2008 |
50.455.306 |
7.014.169 |
854.431 |
7.868.600 |
818.455 |
35.976 |
43.405.161 |
|
20.4.2008 |
43.405.161 |
8.745.332 |
880.243 |
9.625.575 |
594.675 |
285.568 |
34.374.261 |
|
20.7.2008 |
34.374.261 |
9.345.878 |
769.614 |
10.115.492 |
460.466 |
309.148 |
24.719.235 |
|
20.10.2008 |
24.719.235 |
11.364.865 |
673.050 |
12.037.915 |
414.325 |
258.725 |
13.095.645 |
|
20.1.2009 |
13.095.645 |
14.768.178 |
577.196 |
15.345.374 |
121.233 |
455.963 |
-2.128.496 |
|
20.2.2010 |
-2.128.496 |
684.816 |
217.880 |
902.696 |
-8.388 |
217.880 |
-3.031.192 |
|
20.3.2010 |
-3.031.192 |
684.546 |
121.192 |
805.738 |
-11.192 |
121.192 |
-3.836.930 |
|
20.4.2010 |
-3.836.930 |
689.534 |
119.099 |
808.633 |
-15.723 |
119.099 |
-4.645.563 |
|
20.5.2010 |
-4.645.563 |
693.054 |
116.524 |
809.578 |
-18.742 |
116.524 |
-5.455.141 |
|
20.6.2010 |
-5.455.141 |
696.484 |
113.866 |
810.350 |
-22.770 |
113.866 |
-6.265.491 |
|
20.7.2010 |
-6.265.491 |
666.863 |
105.970 |
772.833 |
-25.232 |
105.970 |
-7.038.324 |
|
61.983.566 |
6.059.665 |
68.043.231 |
3.367.649 |
Útreikningar vegna samnings nr. 153721 (143744) séu eftirfarandi:
|
Gjalddagi |
Staða fyrir |
Afborgunarhluti höfuðstóls |
Afborgunarhluti vaxta |
Raunveruleg afborgun varnaraðila |
Reiknaðir Libor vextir |
Ofgreiddir vextir |
Staða eftir |
|
20.10.2007 |
71.461.211 |
8.124.738 |
1.851.208 |
9.975.946 |
346.641 |
1.504.567 |
61.831.906 |
|
20.1.2008 |
61.831.906 |
8.595.715 |
1.047.088 |
9.642.803 |
1.002.999 |
44.089 |
53.192.103 |
|
20.4.2008 |
53.192.103 |
10.717.219 |
1.078.719 |
11.795.938 |
728.761 |
349.958 |
42.124.926 |
|
20.7.2008 |
42.124.926 |
11.481.916 |
914.405 |
12.396.321 |
564.291 |
350.114 |
30.292.896 |
|
20.10.2008 |
30.292.896 |
13.927.401 |
824.809 |
14.752.210 |
507.747 |
317.062 |
16.048.433 |
|
20.1.2009 |
16.048.433 |
18.098.089 |
707.341 |
18.805.430 |
148.568 |
558.773 |
-2.608.429 |
|
20.2.2010 |
-2.608.429 |
839.226 |
267.005 |
1.106.231 |
-10.279 |
267.005 |
-3.714.660 |
|
20.3.2010 |
-3.714.660 |
838.960 |
148.453 |
987.413 |
-13.687 |
148.453 |
-4.702.073 |
|
20.4.2010 |
-4.702.073 |
845.008 |
145.953 |
990.961 |
-19.258 |
145.953 |
-5.693.034 |
|
20.5.2010 |
-5.693.034 |
849.322 |
142.798 |
992.120 |
-22.957 |
142.798 |
-6.685.154 |
|
20.6.2010 |
-6.685.154 |
853.525 |
139.540 |
993.065 |
-27.911 |
139.540 |
-7.678.219 |
|
20.7.2010 |
-7.678.219 |
815.042 |
132.043 |
947.085 |
-30.973 |
132.043 |
-8.625.304 |
|
75.986.161 |
7.399.362 |
83.385.523 |
4.100.354 |
Af framangreindum útreikningum verði ráðið að varnaraðili hafi greitt lán samkvæmt samningum nr. 153721 og 153722 að fullu þann 20. janúar 2009. Eftir þann gjalddaga hafi hann ofgreitt, í þeirri trú að honum væri það skylt, sem nemi þeim fjárhæðum sem tilgreindar séu í töflunni. Samtals nemi ofgreiðsla 7.038.324 krónum vegna samnings nr. 153722 þann 20. júlí 2010 og 8.625.304 krónum vegna samnings nr. 153721 sama dag. Hvor höfuðstóll um sig beri dráttarvexti frá þeim degi sem hver einstök greiðsla hafi verið innt af hendi.
Vegna láns samkvæmt samningi nr. 153718 hafi ógreiddar eftirstöðvar þann 10. ágúst 2010 numið 2.063.279 krónum. Á þeim tíma hafi varnaraðili átt kröfu á sóknaraðila vegna ofgreidds fjár vegna samnings nr. 153722 að fjárhæð 7.915.313 krónur, þar af hafi dráttarvextir verið 876.989 krónur, og vegna samnings nr. 153721 að fjárhæð 9.700.035 krónur, þar af hafi dráttarvextir verið 1.074.731 króna, eða samtals að fjárhæð 17.615.348 krónur. Útreikningar vegna samnings nr. 153718 (136261) séu eftirfarandi:
|
Gjalddagi |
Staða fyrir |
Afborgunarhluti höfuðstóls |
Afborgunarhluti vaxta |
Raunveruleg afborgun varnaraðila |
Reiknaðir Libor vextir |
Ofgreiddir vextir |
Staða eftir |
|
10.10.2006 |
353.098.507 |
26.399.793 |
9.904.076 |
36.303.869 |
3.628.856 |
6.275.220 |
320.423.494 |
|
10.1.2007 |
320.423.494 |
27.485.804 |
5.830.322 |
33.316.126 |
6.436.240 |
0 |
292.937.690 |
|
10.4.2007 |
292.937.690 |
26.021.347 |
5.067.179 |
31.088.526 |
5.752.564 |
0 |
266.916.343 |
|
10.7.2007 |
266.916.343 |
24.999.730 |
4.213.755 |
29.213.485 |
5.303.183 |
0 |
241.916.613 |
|
10.10.2007 |
241.916.613 |
25.241.291 |
3.625.147 |
28.866.438 |
4.789.747 |
0 |
216.675.322 |
|
10.1.2008 |
216.675.322 |
25.731.524 |
3.190.033 |
28.921.557 |
3.807.906 |
0 |
190.943.798 |
|
10.4.2008 |
190.943.798 |
32.105.983 |
3.285.641 |
35.391.624 |
2.514.677 |
770.964 |
158.066.851 |
|
10.7.2008 |
158.066.851 |
34.417.900 |
2.789.555 |
37.207.455 |
2.112.914 |
676.641 |
122.972.310 |
|
10.10.2008 |
122.972.310 |
41.782.900 |
2.513.412 |
44.296.312 |
2.300.009 |
213.403 |
80.976.007 |
|
10.1.2009 |
80.976.007 |
54.332.017 |
2.156.847 |
56.488.864 |
778.089 |
1.378.758 |
25.265.232 |
|
20.2.2010 |
25.265.232 |
2.506.312 |
641.605 |
3.147.917 |
99.561 |
542.044 |
22.216.876 |
|
20.3.2010 |
22.216.876 |
2.521.857 |
446.008 |
2.967.865 |
82.030 |
363.978 |
19.331.041 |
|
20.4.2010 |
19.331.041 |
2.539.838 |
438.694 |
2.978.532 |
79.215 |
359.479 |
16.431.724 |
|
20.5.2010 |
16.431.724 |
2.552.804 |
429.210 |
2.982.014 |
66.293 |
362.917 |
13.516.003 |
|
20.6.2010 |
13.516.003 |
2.565.437 |
419.416 |
2.984.853 |
56.415 |
363.001 |
10.587.565 |
|
20.7.2010 |
10.587.565 |
2.478.932 |
401.964 |
2.880.896 |
42.637 |
359.327 |
7.749.306 |
|
10.8.2010 |
7.749.306 |
5.337.257 |
370.307 |
5.707.564 |
21.537 |
348.770 |
2.063.279 |
|
339.020.726 |
45.723.171 |
384.743.897 |
12.014.502 |
Varnaraðili hafi lýst yfir skuldajöfnuði við kröfu sóknaraðila með bréfi 10. desember 2012. Á þeim degi hafi krafa varnaraðila á hendur sóknaraðila verið eftirfarandi:
|
Samningur nr. |
Höfuðstóll |
Dráttarvextir |
Samtals |
|
153721 |
8.625.304 |
4.033.535 |
12.658.839 |
|
153722 |
7.038.324 |
3.291.723 |
10.330.047 |
|
Samtals |
15.663.628 |
7.325.258 |
22.988.886 |
Dráttarvextir séu reiknaðir frá þeim degi er hver einstök ofgreiðsla hafi farið fram vegna samninga nr. 153721 og 153722. Vaxtakrafa varnaraðila byggi á því að hver einstök ofgreiðsla af hans hálfu beri dráttarvexti frá þeim degi er hann hafi innt greiðslu af hendi til 10. desember 2012 er hann hafi lýst yfir skuldajöfnuði, en ella beri krafa hans dráttarvexti einum mánuði frá þeim degi er hann hafi sent sóknaraðila bréf 19. ágúst 2010. Um dráttarvexti vísist til ákvæða 3. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001.
Þann 10. desember 2012 hafi ógreiddar eftirstöðvar samnings nr. 153718, þ.e. höfuðstóll og dráttarvextir, numið 2.699.485 krónum. Það hafi þannig verið raunveruleg skuld varnaraðila við sóknaraðila. Kröfu sem varnaraðili hafi átt á hendur sóknaraðila samkvæmt framansögðu hafi varnaraðili skuldajafnað við kröfu sóknaraðila, með bréfi, dags. 10. desember 2012, og hafi kröfur hvors aðila um sig þannig gengið á móti kröfum gagnaðila, svo langt sem þær hafi náð.
|
Kröfur aðila þann 10.12.2012 |
Fjárhæð |
|
Krafa varnaraðila vegna samnings nr. 153721 (sjá tafla nr. 2 og 4) |
12.658.839 |
|
Krafa varnaraðila vegna samnings nr. 153722 (sjá tafla nr. 1 og 4) |
10.329.723 |
|
Skuld varnaraðila við sóknaraðila samkvæmt samningi nr. 153718 |
<2.699.485> |
|
Krafa varnaraðila eftir skuldajöfnuð |
20.289.401 |
Mismunur þeirrar fjárhæðar sem eftir standi að loknum skuldajöfnuði sé 20.289.401 króna. Varnaraðili telji að framangreindur útreikningur og forsendur sanni að hann hafi ekki verið í skuld við sóknaraðila þegar hann hafi lýst yfir riftun 6. desember 2012 og því hafi ekki verið um vanefnd af hans hálfu að ræða. Varnaraðili hafi á þeim tíma greitt skuld sína við sóknaraðila að fullu. Sóknaraðila beri að endurgreiða varnaraðila framangreindar ofgreiðslur. Varnaraðili byggi á því að endurgreiðslukrafa hans hafi orðið gjaldkræf eftir 16. júní 2010 þegar ljóst hafi verið af dómsúrlausnum Hæstaréttar að hann hafi átt lögvarinn rétt til endurgreiðslu úr hendi sóknaraðila. Þar sem lánssamningarnir séu allir þegar greiddir geti sóknaraðili ekki átt þau eignarréttindi sem hann leggi til grundvallar beiðni sinni. Af þeim sökum verði að hafna aðfararbeiðni sóknaraðila.
Varnaraðili byggi á því að öll skilyrði skuldajöfnuðar séu uppfyllt. Almenn skilyrði skuldajöfnuðar séu í fyrsta lagi að kröfur þurfi að vera gagnkvæmar, þ.e. að á þeim tíma þegar skuldajöfnuður eigi sér stað sé fyrir hendi gagnkvæm krafa milli aðila skuldajöfnuðar. Þetta skilyrði sé uppfyllt. Í öðru lagi þurfi kröfur að vera sambærilegar, t.d. peningakröfur. Ljóst sé að það skilyrði sé uppfyllt. Í þriðja lagi þurfi kröfurnar að vera gildar og í fjórða lagi að vera skýrar að efni til, s.s. um efni og gjalddaga. Hvort tveggja sé uppfyllt. Í fimmta lagi þurfi kröfurnar að vera hæfar til að mætast hvað greiðslutíma varði. Síðastgreinda skilyrðið sé einnig uppfyllt. Vegna þessa hafi varnaraðili greitt skuld vegna eftirstöðva samnings nr. 153718 að fullu við sóknaraðila í síðasta lagi þann 10. desember 2012 þegar hann hafi lýst yfir skuldajöfnuði.
Varnaraðili byggi á því að skilyrði riftunar samkvæmt samningum aðila séu ekki fyrir hendi. Full sönnun liggi fyrir um að ekki sé nein vanefnd til staðar sem heimili riftun. Þegar litið sé til ofgreiðslna varnaraðila allt frá janúar 2009, sem hafi leitt til kröfu að fjárhæð 20.289.401 króna, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 10. desember 2012 til greiðsludags, telji varnaraðili að hann hafi sýnt fram á að hann hafi í raun ekki verið í vanskilum við sóknaraðila þegar sóknaraðili hafi lýst yfir riftun samninganna. Samkvæmt 28. gr. staðlaðra samningsákvæða sóknaraðila þurfi vanskil greiðslna að standa í 15 daga hið skemmsta til þess að riftun sé heimil. Sóknaraðili hafi ekki sýnt fram á að honum hafi verið heimilt að rifta samningunum 6. desember 2012. Hann hafi því ekki sýnt fram á að fullnægt sé skilyrðum 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989 til þess að fallast megi á beiðni hans. Hann hafi heldur ekki sýnt fram á að riftun samninganna sé gerð á réttmætum forsendum heldur aðeins vísað til vanskila. Forsenda sóknaraðila sé grundvölluð á ólögmætum forsendum og útreikningi vegna breytinga á gengi erlendra gjaldmiðla. Riftunaryfirlýsingin geti ekki skapað sóknaraðila rétt til innsetningar í rannsóknarbúnaðinn, þar sem forsendur hennar standist ekki lög. Sóknaraðili hafi hafnað öllum málaumleitunum varnaraðila og í raun gert honum ókleift að greiða upp samninginn með tilliti til ákvæða 13. gr., sbr. og 14. og 15. gr., laga nr. 38/2001, þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir hans þar um allt frá júlí 2010.
Varnaraðili telji að slík óvissa sé um ætluð vanskil hans við riftun samnings málsaðila að ekki séu uppfyllt skilyrði 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför til að fallast á kröfu sóknaraðila. Verði því að hafna kröfunni.
Varnaraðili vísi til 3. mgr. 83. gr. laga nr. 90/1989, en varhugavert verði að telja að gerðin nái fram að ganga á grundvelli þeirra sönnunargagna sem heimilt sé að afla.
Verði fallist á aðför samkvæmt beiðni sóknaraðila séu verulegar líkur á að sóknaraðili geti ekki bætt varnaraðila það tjón sem hann kunni að verða fyrir. Nái gerðin fram að ganga muni rannsóknastarfsemi og vísindarannsóknir varnaraðila verða fyrir verulegu tjóni sem hlaupi á hundruðum milljóna. Mjög kostnaðarsamt sé fyrir varnaraðila að koma fyrir sambærilegum rannsóknarbúnaði þar sem hann hafi verið sérsniðinn að viðkomandi rannsóknum og starfsfólk hans hlotið sérstaka þjálfun í notkun hans. Gríðarlegur fjöldi mannstunda liggi í slíkri vinnu. Áður en ráðist sé í beina innsetningargerð sé alger forsenda að hafið sé yfir allan vafa að sóknaraðili eigi þau réttindi sem hann kveðist eiga og liggi til grundvallar beiðni hans. Varnaraðili haldi því fram í máli þessu að gögn málsins sýni að sóknaraðili eigi ekki þann rétt sem hann byggi á. Varnaraðili veki athygli á því að fjölmörg dómsmál séu nú rekin um sams konar efnislegan ágreining og deilt sé um milli aðila og bíði sum þeirra endanlegs dóms Hæstaréttar. Sé það skýr vísbending um þá réttaróvissu sem ríki um efni samninga líkum þeim sem sóknaraðili byggi rétt sinn á. Í því ljósi sé beiðni sóknaraðila um aðför með öllu óviðeigandi. Væri honum réttara að fá skorið úr um réttindi sín endanlega fyrir dómi. Varnaraðili hafi ítrekað allt frá júlí 2010 reynt að eiga samningaviðræður við sóknaraðila og margoft bent honum á að aðilar þyrftu að gera út um ágreining þeirra á milli í almennu einkamáli. Varnaraðili hafi nú þegar höfðað slíkt einkamál, sem þingfest hafi verið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 14. nóvember 2013. Þess sé krafist að úrlausn dómsins um aðfararbeiðnina verði frestað þar til efnisleg niðurstaða úr einkamálinu liggi fyrir.
Varnaraðili mótmæli sérstaklega fjárhæð kröfunnar í aðfararbeiðni. Krafan sé vanreifuð með öllu. Engin leið sé fyrir hann að átta sig á því hvernig sóknaraðili hafi reiknað út fjárhæð þeirra krafna sem hann leggi til grundvallar. Engin skipuleg eða sundurliðuð framsetning á kröfu sóknaraðila sé fyrir hendi, heldur ægi þar saman höfuðstólsgreiðslum, vöxtum, framleigugreiðslum og afborgunum af skuldabréfi sem ekki sé hluti af aðfararbeiðni, auk þess sem varnaraðila sýnist að fjárhæðir sem byggt sé á taki mið af verðtryggingu, sem hann haldi fram að sé ólögmæt og gangi gegn ákvæðum laga nr. 38/2001. Með vísan til framangreinds ágalla verði að hafna aðfararbeiðni sóknaraðila, meðal annars með vísan til þess að aðfararbeiðni hans uppfylli ekki skilyrði 10. gr. laga nr. 90/1989.
Með vísan til alls framangreinds telji varnaraðili að ekki verði hjá því komist að hafna beiðni sóknaraðila, enda sé réttur sóknaraðila alls ekki svo skýr sem 78. gr. laga nr. 90/1989 áskilur. Þá sé þess krafist, fallist dómurinn á kröfur sóknaraðila, í heild eða að hluta, að aðfarargerð verði frestað þar sem varnaraðili muni skjóta slíkri úrlausn til Hæstaréttar Íslands, sbr. 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989.
Krafist sé málskostnaðar á grundvelli XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 84. gr. laga nr. 90/1989.
IV
Sóknaraðili krefst í máli þessu innsetningar í nánar tilgreindan rannsóknarbúnað sem er í vörslum varnaraðila. Aðilar málsins gerðu með sér einn samning 24. ágúst 2006 og tvo samninga 27. september 2007, sem báru allir yfirskriftina fjármögnunarleigusamningur, um fjármögnun búnaðarins. Ágreiningslaust er að varnaraðili valdi umræddan búnað og leitaði til sóknaraðila um fjármögnun hans. Aðilar málsins eru einnig sammála um að samningurinn var gengistryggður og allar fjárhæðir hans bundnar við gengi Bandaríkjadollars gagnvart íslenskri krónu. Varnaraðili greiddi leigu samkvæmt samningunum þar til í ágúst 2010.
Ágreiningur málsaðila lýtur að því hvort samningar aðila séu leigusamningar, eins og sóknaraðili byggir á, eða lánssamningar sem sóknaraðili hafi kosið að klæða í búning leigusamnings, eins og varnaraðili heldur fram, og þar með háðir banni 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu við því að fjárhæð peningaláns í íslenskum krónum verði bundin við gengi erlends gjaldmiðils.
Í 3. tölulið 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki er eignaleiga skilgreind þannig að átt sé við leigustarfsemi með lausafé eða fasteignir þar sem leigusali selur leigutaka hið leigða gegn umsömdu leigugjaldi í tiltekinn lágmarksleigutíma. Í athugasemdum við 3. gr. frumvarps sem varð að lögum nr. 161/2002 segir meðal annars um þennan tölulið að úr skilgreiningu á eignaleigu sé fellt brott ákvæði um skilmála um eignar- og afnotarétt að lágmarksleigutíma liðnum þar sem í sumum formum eignaleigu skuli skila hinu leigða skilyrðislaust í lok leigutíma. Eignaleigu sé gjarnan skipt í þrennt: fjármögnunarleigu, kaupleigu og rekstrarleigu. Í fjármögnunarleigu haldist eignarréttur hjá leigusala. Lagt sé til að starfsemin nefnist eignaleiga í stað eignarleigu. Eignarleiga sé ekki réttnefni fyrir þá starfsemi sem orðið á að lýsa. Eignarleiga merki leigu á einhverju sem leigutaki eignist síðan. Eignaleiga merki hins vegar leigu á eign, óháð því hvort leigutaki eignist hið leigða í lok samningstíma.
Í dómi Hæstaréttar Íslands 20. október 2011 í máli nr. 282/2011 var leyst úr ágreiningi um það hvort samningur málsaðila, sem bar yfirskriftina fjármögnunarleigusamningur, væri lánssamningur eða leigusamningur. Rétturinn taldi að þegar ákvæði sérstakra og almennra skilmála samningsins væru virt í heild yrði að telja að þótt samningurinn væri nefndur fjármögnunarleigusamningur væri það heiti nafnið tómt. Yrði að líta svo á að í raun hefði verið veitt lán til kaupa á vinnuvél, sem lánveitandi hefði kosið að klæða í búning leigusamnings.
Í dómi Hæstaréttar Íslands 24. maí 2012 í máli nr. 652/2011 var sömuleiðis leyst úr ágreiningi um það hvort fjármögnunarleigusamningur sem sóknaraðili, sem var áfrýjandi málsins, hafði gert við stefnda þess máls, væri lánssamningur eða leigusamningur. Í dómi Hæstaréttar er því slegið föstu að samningurinn sé í ýmsum atriðum frábrugðinn þeim samningi, sem fjallað var um í dómi réttarins í máli nr. 282/2011. Í dóminum segir að stöðluð ákvæði samningsins í því máli séu skýr og eigi eingöngu við um fjármögnunarleigusamninga. Þá sé í samningnum fjallað um leigu og sé áfrýjandi málsins þar ítrekað nefndur leigusali. Nokkur ákvæði í samningnum séu þó hliðstæð samningnum sem dómur í máli nr. 282/2011 tók til. Milli þessara tilvika skilji þó um það meginatriði að gagnstætt því sem var í máli nr. 282/2011 sé ósannað í þessu máli að samið hafi verið um að stefndi málsins myndi eignast hið leigða gegn ákveðinni greiðslu við lok leigutímans og liggi því ekki annað fyrir en að á þeim tíma stofnist ótímabundinn leigumáli gegn verulega lægra gjaldi, sem stefnda sé heimilt að segja upp með eins mánaðar fyrirvara ásamt því að skila hinu leigða. Sé því ekki annað leitt í ljós en að samningurinn sé um fjármögnunarleigu. Af þeim sökum girði ákvæði VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu ekki fyrir að aðilunum hafi verið heimilt að semja um að leigugjald í viðskiptum þeirra taki mið af breytingum á gengi erlendra gjaldmiðla.
Afrit samningsins sem deilt var um í síðarnefndum dómi Hæstaréttar er meðal gagna málsins. Sá samningur er greinilega á sama staðlaða samningsformi og þeir samningar sem deilt er um í máli þessu. Fyrstu tíu greinar allra samninganna bera sömu fyrirsagnir og eru fylltar út með sambærilegum hætti. Þá eru greinar 11 til 35 í samningunum samhljóða. Að mati dómsins hefur umræddur dómur Hæstaréttar ótvírætt fordæmisgildi um úrlausn þessa máls. Verður því ekki talið að ákvæði samninga aðila ein og sér bendi til þess að um lánssamninga sé að ræða sem sóknaraðili hafi kosið að klæða í búning leigusamnings. Tilvísun varnaraðila til andskýringarreglu samningaréttar getur ekki hnekkt þessari ályktun. Þessi ályktun fær einnig skýra stoð í fyrrnefndum 3. tölulið 3. gr. laga nr. 161/2002 og athugasemdum við það ákvæði.
Málsaðilar hafa átt í viðskiptum um margra ára skeið, eða allt frá árinu 1998, og gert með sér fjölmarga samninga. Fyrir liggur að varnaraðili hefur á að skipa ýmsum sérfræðingum á sviði fjármála og lögfræði. Tilvísun varnaraðila til verulegs munar á stöðu aðila getur því ekki hnekkt þeirri ályktun að ákvæði samninga aðila, bendi til þess að um leigusamninga sé að ræða.
Varnaraðili byggir mál sitt meðal annars á því að hann hafi verið eigandi rannsóknarbúnaðarins áður en til viðskipta aðila hafi verið stofnað og sóknaraðili hafi í engu komið að vali eða kaupum á búnaðinum. Í 16. gr. samninga aðila kemur fram að leigutaki hafi valið hið leigða og annist skoðun á því fyrir hönd sóknaraðila. Er þannig gert ráð fyrir því að slíkt sé í höndum varnaraðila. Þetta fyrirkomulag þykir ekki gefa tilefni til ályktana um hvort samningar aðila teljist vera lánssamningar eða leigusamningar, enda eru ekki að lögum lagðar hindranir við því að leigusali kaupi leigumun að frumkvæði og ábendingu væntanlegs leigutaka og leigi hann síðan leigutakanum. Þá hefur Hæstiréttur þegar hafnað þessari málsástæðu í málinu nr. 652/2011.
Varnaraðili hefur vísað til viðskiptasögu aðila, þar sem hann hafi undantekningarlaust eignast þann búnað sem kaup hafi verið fjármögnuð á í lok samningstíma. Í málinu liggur fyrir viðauki við fjármögnunarleigusamning sem aðilar undirrituðu 13. desember 2001. Í þeim viðauka er sérstaklega um það samið að varnaraðila sé, hvenær sem er, heimilt að kaupa hinn leigða búnað af sóknaraðila gegn greiðslu lokagjalds, sem sé 0,2% af uppfærðum leigugrunni. Slíkt ákvæði er hins vegar ekki að finna í öðrum samningum milli aðila sem lagðir hafa verið fram. Ekkert í gögnum málsins bendir til þess að aðilar hafi í fyrri samningsgerð sinni samið um það fyrir fram að varnaraðili yrði eigandi leigumunanna við lok leigutímans. Þá getur það ekki ráðið úrslitum í málinu þótt varnaraðili hafi alltaf keypt þann búnað sem hann hafi gert fjármögnunarleigusamning um, sbr. dóma Hæstaréttar Íslands frá 13. mars 2014 í málinu nr. 638/2013 og frá 3. apríl 2014 í málinu nr. 717/2013.
Varnaraðili byggir á því að samningar þar sem aðilar hafi samið um að leigutaki kaupi búnað í lok samningstíma séu lánssamningar, en ekki leigusamningar. Í athugasemdum með greinargerð vegna 3. gr. laga nr. 161/2002, sem greint hefur verið frá, kemur fram að um leigusamning getur verið að ræða þótt eignarréttur færist milli aðila við lok hans. Varnaraðili telur aðila hins vegar hafa samið um það í upphafi að hann myndi kaupa búnaðinn í lok samningstíma sem valdi því að talið verði um lánssamning að ræða. Hefur hann þessu til staðfestingar vísað til tilboða sóknaraðila og tölvupóstsamskipta aðila.
Í samningum aðila kemur fram í 6. gr. að mánaðarleg framhaldsleiga hefjist frá lokum grunnleigutíma. Samkvæmt 12. gr. getur leigutaki ekki sagt samningunum upp á grunnleigutíma. Að honum loknum framlengist samningurinn ótímabundið samkvæmt 6. gr. Leigutaki getur sagt framlengdum leigusamningi upp skriflega með eins mánaðar fyrirvara, enda skili hann þá tafarlaust hinu leigða. Í 34. gr. samningsins kemur fram að honum megi einungis breyta með skriflegum viðauka, undirrituðum af samningsaðilum. Engir viðaukar hafa verið gerðir við samninga aðila, aðrir en það samkomulag um breytingu sem lýst hefur verið.
Í tilboðum sóknaraðila frá 3. ágúst 2006 og 26. júní 2007 kemur fram að fjármögnunarleigusamningur fari á framhaldsleigu í lok grunnleigutíma. Leigugjald verði þá 1/12 af leigu á grunnleigutíma. Þá kemur fram að í lok grunnleigutíma geti leigutaki keypt hið leigða gegn 1% lokagjaldi. Í tölvupóstsamskiptum aðila í október 2007 kemur fram hjá sóknaraðila að varnaraðili eigi þrjá kosti í lok samningstíma; að skila tækjunum, að borga framhaldsleigu, eða að kaupa tækið gegn 1% lokagjaldi. Fram kemur að það sé forsenda fyrir gjaldfærslu á leigugreiðslum að ekki sé kaupskylda í lokin. Því sé þetta haft með svona opnum hætti.
Af framangreindum tilboðum og tölvupóstsamskiptum verður ekki ráðið að varnaraðili hafi átt fyrirvaralausan rétt til þess að kaupa leigumuni að grunnleigutíma loknum, án þess að samþykki sóknaraðila hefði þurft að koma til. Þá er skýrt af gögnunum að varnaraðili var ekki skuldbundinn til kaupanna. Samkvæmt framangreindu verður ekki talið sannað að samið hafi verið um það í upphafi viðskipta aðila að varnaraðili yrði eigandi rannsóknarbúnaðar þess sem samningarnir tóku til við lok grunnleigutíma, gegn greiðslu lokagjalds.
Varnaraðili byggir á því að einstök ákvæði samninga aðila séu einkennandi fyrir lánssamninga, en ekki leigusamninga. Hefur hann um það vísað til þess að leigugrunnur samkvæmt 2. gr. samninganna sé sama fjárhæð og kaupverð rannsóknarbúnaðarins og þess að ákvæði sé um vexti í 10. gr. samninganna. Ekki verður fallist á það með varnaraðila að óeðlilegt sé að leigugreiðslur taki mið af kaupverði búnaðarins, en fjármögnunarkostnaður leigusala tekur mið af því. Þá hefur þegar verið fjallað um þá málsástæðu að samningsverð hafi verið ákvarðað út frá fjármögnunarkostnaði í fyrrgreindum dómum Hæstaréttar. Varðandi málsástæðu varnaraðila um vexti er til þess að líta að um hana hefur einnig verið fjallað í dómum Hæstaréttar og henni hafnað. Þegar af þeirri ástæðu er ekki unnt að fallast á framangreint.
Varnaraðili telur að þær breytingar sem gerðar voru á fjármögnunarleigusamningum aðila 23. febrúar 2010 séu einkennandi fyrir lánssamninga. Þá bendi orðalag samkomulagsins til þess að þar sé verið að fjalla um lán. Ekki er að finna neinar skorður við því í lögum að leigusali og leigutaki semji um greiðslufrest eða framlengingu leigutímabils og þykir slíkt samkomulag því ekki verða til þess að talið verði að um lánssamninga sé að ræða. Orðalag samkomulagsins, þar sem meðal annars segir „samningurinn/lánið“ bendir til þess að sama form sé notað fyrir breytingar á samningum hvort sem um er að ræða lánssamninga eða annað samningsform en staðfestir ekki að um lánssamninga sé að ræða. Varnaraðili hefur vísað til þess að hugtök sem fram komi á upplýsingablaði frá sóknaraðila bendi til þess að um lánssamning sé að ræða. Ljóst er að hugtakið „höfuðstóll“ vísar til „leigugrunns“ samkvæmt fjármögnunarleigusamningum aðila. Varðandi vaxtahugtök er vísað til þess sem að framan greinir um vexti, en þeirri málsástæðu hefur þegar verið hafnað með dómum Hæstaréttar. Þá hefur málsástæðu varnaraðila um greiðsluáætlun þegar verið hafnað með dómi Hæstaréttar í málinu nr. 652/2011.
Varnaraðili byggir á því að leigugreiðslur séu ekki tengdar afnotum rannsóknarbúnaðarins og því verði að telja að um lánssamninga sé að ræða. Því hefur þegar verið hafnað af Hæstarétti í málunum nr. 652/2011, 638/2013 og 717/2013 að þessi málsástæða hafi það í för með sér að samningur teljist lánssamningur. Verður henni þegar af þeirri ástæðu hafnað.
Varnaraðili telur að riftunarákvæði samninga aðila sé í raun gjaldfellingarákvæði sem leiði til þess að líta verði á samningana sem lánssamninga. Í 30. gr. samninganna segir að við uppgjör milli aðila vegna loka samnings á grundvelli riftunar samkvæmt 28. gr. skuli varnaraðili greiða alla ógjaldfallna leigu samkvæmt 5. gr. Þá dragist verðmat hins leigða frá skuld varnaraðila við sóknaraðila. Í ákvæði þessu felst skaðabótakrafa leigusala. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 652/2011 var ekki fallist á að framangreint ákvæði leiddi til þess að líta yrði á samninginn sem lánssamning. Verður því ekki fallist á framangreinda málsástæðu varnaraðila.
Í júlí 2010 breytti sóknaraðili leigureikningum á þann hátt að ekki komu lengur fram á þeim eftirstöðvar samninganna. Fallist verður á það með sóknaraðila að tilgreining eftirstöðva á reikningum vegna samninganna sé ekki óeðlileg í ljósi samninganna. Breyting forms reikninganna var sóknaraðila heimil. Þykir ekki unnt að álykta á þann veg að með henni hafi sóknaraðili fallist á að um lánssamninga væri að ræða.
Við úrlausn þess hvort samningar aðila séu láns- eða leigusamningar er fyrst og fremst litið til efnis samninganna sjálfra. Með hliðsjón af því og samskiptum á milli aðila í aðdraganda samningsgerðarinnar er það niðurstaða dómsins að samningarnir teljist vera leigusamningar en ekki lánssamningar, sem klæddir hafi verið í búning leigusamninga. Þær málsástæður varnaraðila sem reifaðar hafa verið hér að framan geta ekki breytt þeirri niðurstöðu. Í samræmi við framangreint girða ákvæði VI. kafla laga nr. 38/2001 þar af leiðandi ekki fyrir að aðilunum hafi verið heimilt að semja um að leigugjald í viðskiptum þeirra taki mið af breytingum á gengi erlends gjaldmiðils.
Varnaraðili hefur andmælt fjárhæð vanskila þeirra sem getið er í aðfararbeiðni, en fjárhæðin sé vanreifuð. Í máli þessu er einungis til umfjöllunar hvort sóknaraðila sé heimilt að fá framangreindan rannsóknarbúnað afhentan sér með beinni aðfarargerð, en uppgjör vegna samninganna er ekki til úrlausnar. Ljóst er að varnaraðili hefur ekki greitt af umræddum þremur samningum frá því í júlí 2010. Samkvæmt 28. gr. samninga aðila var sóknaraðila heimilt að rifta þeim án fyrirvara ef leigutaki greiddi ekki tilskildar greiðslur á umsömdum gjalddögum og vanskil stæðu lengur en í fimmtán daga. Ljóst er að vanskil varnaraðila voru slík að riftun sóknaraðila á samningunum 6. desember 2012 var lögmæt og umráðaréttur varnaraðila yfir umræddum búnaði því niður fallinn. Tölulegur ágreiningur aðila getur ekki, eins og hér stendur á, haggað rétti sóknaraðila til þess að krefjast þess að aðfarargerðin fari fram. Þá stendur það ekki því í vegi að fallist verði á beiðni sóknaraðila þótt varnaraðili hafi höfðað mál á hendur honum í því skyni að fá það viðurkennt að framangreindir samningar séu lánssamningar í skilningi VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, með ólögmætri verðtryggingu.
Samkvæmt öllu framangreindu verður talið að skilyrði 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför séu uppfyllt, enda verður ekki talið varhugavert að gerðin nái fram að ganga. Verður krafa sóknaraðila því tekin til greina.
Ákvæði 3. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 hefur í réttarframkvæmd verið túlkað til samræmis við þau ummæli sem fram koma í athugasemdum við 84. gr. frumvarps sem varð að þeim lögum, á þann veg að sú regla eigi við tilvik þar sem hagsmunir gerðarþola af málefni eru ófjárhagslegs eðlis og tjón hans yrði ekki bætt með fégreiðslu, ef gerðin yrði framkvæmd í kjölfar úrskurðar og æðri dómur kæmist síðar að gagnstæðri niðurstöðu við héraðsdómara. Þeir hagsmunir sem varnaraðili hefur af því að gerðinni verði frestað þar til Hæstiréttur hafi komist að niðurstöðu í málinu eru fjárhagslegs eðlis. Eru því ekki skilyrði til þess að fallast á kröfu varnaraðila um að málskot til Hæstaréttar fresti aðfarargerð á hendur honum þar til endanlegur dómur Hæstaréttar gengur.
Með hliðsjón af úrslitum málsins verður varnaraðila gert að greiða sóknaraðila málskostnað, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 1. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989, sem þykir hæfilega ákveðinn 400.000 krónur.
Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp þennan úrskurð.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð :
Hin umbeðna gerð má fara fram.
Málskot til Hæstaréttar frestar ekki aðför samkvæmt þessum úrskurði.
Varnaraðili, Íslensk erfðagreining ehf., greiði sóknaraðila, Lýsingu hf., 400.000 krónur í málskostnað.