Hæstiréttur íslands

Mál nr. 596/2010


Lykilorð

  • Kærumál
  • Kæruheimild
  • Frávísun frá Hæstarétti


Mánudaginn 8. nóvember 2010.

Nr. 596/2010.

Landsbanki Íslands hf.

(Eggert Páll Ólafsson hdl.)

gegn

Þorbergi Aðalsteinssyni

(Hildur Sólveig Pétursdóttir hrl.)

Kærumál. Kæruheimild. Frávísun máls frá Hæstarétti.

Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu L um að fá að leggja fram gögn um nánar tilgreint efni í trúnaði fyrir dómara. Kröfur L lutu að gögnum  sem hann kvaðst hafa undir höndum um viðskipti sín við félög, þar sem Þ hafði átt sæti í stjórn. Talið var að L bæri enga skyldu samkvæmt 1. mgr. 67. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til að leggja umrædd gögn fram í málinu, enda hefði Þ ekki krafist þess. Ákvæði d. liðar 1. mgr. 143. gr. sömu laga gæti ekki átt við sem heimild til að kæra úrskurð héraðsdóms og yrði slík heimild heldur ekki fundin annars staðar í lögum. Var málinu því vísað af sjálfsdáðum frá Hæstarétti.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Páll Hreinsson.

Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. október 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. september 2010, þar sem hafnað var beiðni sóknaraðila um að fá að leggja gögn um nánar tilgreint efni í trúnaði fyrir dómara. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til d. liðar 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess aðallega að „úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur ... verði snúið við og framlagning gagna fyrir dóminn verði heimiluð samkvæmt 70. gr., sbr. 69. gr. laga nr. 91/1991.“ Til vara gerir sóknaraðili sömu kröfu að frátalinni tilvísun til framangreindra lagaákvæða, en í þeirra stað eigi krafa hans stoð í „almennri heimild sem X. kafli laga nr. 91/1991 inniheldur og á grundvelli óskráðra réttarreglna sem gilda um réttarfar í einkamálum.“ Að þessu frágengnu krefst sóknaraðili að sér verði „heimilað að leggja gögnin fyrir dómara í trúnaði og dómari í framhaldinu geri endurrit af gögnunum þannig að gögnin geti verið lögð fram í opnu þinghaldi og að dómarinn geri endurritið þannig úr garði gert að gögnin innihaldi einungis atriði sem heimilt er að gefa upp með tilliti til 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.“ Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.

Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.

Eins og greinir í hinum kærða úrskurði lúta framangreindar kröfur sóknaraðila að gögnum, sem hann kveðst hafa undir höndum um viðskipti sín við félög, þar sem varnaraðili hafi átt sæti í stjórn. Sóknaraðili ber enga skyldu samkvæmt 1. mgr. 67. gr. laga nr. 91/1991 til að leggja þessi gögn fram í málinu, enda hefur varnaraðili ekki krafist þess. Með d. lið 1. mgr. 143. gr. sömu laga er veitt heimild til að kæra til Hæstaréttar úrskurð héraðsdóms um skyldu aðila eða vörslumanns til að láta skjal eða annað sýnilegt sönnunargagn af hendi eða veita aðgang að því. Í ljósi þess, sem áður segir, getur ákvæði þetta ekki átt við sem heimild til að kæra úrskurð héraðsdóms og verður slík heimild heldur ekki fundin annars staðar í lögum. Ber því að vísa máli þessu af sjálfsdáðum frá Hæstarétti.

Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir, en við ákvörðun hans er tekið tillit til þess að kæra í máli þessu er gersamlega að ófyrirsynju.

Dómsorð:

Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.

Sóknaraðili, Landsbanki Íslands hf., greiði varnaraðila, Þorbergi Aðalsteinssyni, 350.000 krónur í kærumálskostnað.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. september 2010.

Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 17. september sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Landsbanka Íslands, Austurstræti 16, Reykjavík, gegn Þorbergi Aðalsteinssyni, Hjallalandi 36, Reykjavík, með stefnu birtri 29. október 2009.

Dómkröfur stefnanda eru þær stefnda verði gert greiða 1.126.640 sænskar krónur (SEK) með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. nóvember 2008 til greiðsludags gegn útgáfu afsals fyrir 5.500,00 hlutum í Swedbank AB.  Þá er krafist málskostnaðar mati dómsins.

Dómkröfur stefnda eru þær hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og dæmdur málskostnaður úr hendi hans.

Í þinghaldi í málinu 10. september sl. óskaði lögmaður stefnanda leggja fram gögn um aðkomu stefnda viðskiptum félaga þar sem hann sat í stjórn. Gögnin sýni stefndi hafi haft milligöngu um umtalsverð afleiðuviðskipti. Var þess óskað gögnin yrðu lögð fram fyrir dómara í trúnaði sökum þess þau væru háð bankaleynd, sbr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Um heimild til framlagningar gagna fyrir dóminn með þessum hætti var vísað til 70. gr., sbr. 69. gr. laga nr. 91/1991.

Lögmaður stefnda andmælti því gögnin yrðu lögð fram fyrir dómara einan. Slíkt brjóti í fyrsta lagi gegn jafnræði aðila, stefndi geti ekki varist fyrir dómi ef hann viti ekki um hvaða gögn ræða. Í öðru lagi þá því hafnað ákvæði laga um meðferð einkamála gangi framar sérreglum í lögum um þagnar- og trúnaðarskyldu bankastarfsmanna. Því það brot á þeim reglum leggja fram gögn í málinu um viðskipti þriðja aðila. Lögmaðurinn telur tilvitnuð ákvæði laga nr. 91/1991 heimili ekki framlagningu gagnanna með þessum hætti.

Munnlegur málflutningur vegna þessa ágreinings fór fram 17. september sl. og var málið tekið til úrskurðar.

Niðurstaða

Með áskorun dags. 26. mars sl., sem lögð var fram í dóminum 19. apríl sl. skoraði stefnandi á stefnda sýna fram á hann hafi aldrei átt í afleiðu- og /eða hlutabréfaviðskiptum við gamla Kaupþing banka hf., Arion banka hf. eða gamla Glitni hf., ‚Íslandsbanka hf.  Einnig var skorað á stefnda leggja fram gögn um öll afleiðu- og/eða hlutabréfaviðskipti Eldfells ehf., kt. 470898-2259, þar sem hann á sæti í stjórn sem stjórnarformaður. Jafnframt skoraði stefnandi á stefnda upplýsa hvaða viðskipti hann hafi stundað fyrir hönd félaga þar sem hann í stjórn eða prókúruhafi, frá ársbyrjun 2000 til ársloka 2008. Með skriflegri yfirlýsingu stefnda, sem lögð var fram í málinu 25. maí sl., gerði hann grein fyrir aðkomu sinni nokkrum einkahlutafélögum og lýsti því jafnframt yfir hann hefði aldrei átt í afleiðuviðskiptum við gamla Kaupþing banka hf., Arion banka eða gamla Glitni, Íslandsbanka hf.  Þá lagði stefndi  fram í málinu 10. september sl. bréf Kaupþings banka hf., dags. 22. júlí sl., þar sem staðfest er hann hafi ekki átt nein afleiðuviðskipti við bankann. Jafnframt var því lýst yfir af hálfu stefnda í þinghaldi þessu lokið væri framlagningu skjallegra gagna af hans hálfu, þar með talið vegna greindrar áskorunar stefnanda um gagnaöflun.

Heimild til framlagningar skjala samkvæmt 69. gr. laga nr. 91/1991 er við það bundin skylt láta skjal af hendi samkvæmt 67. gr. laganna. Stefnandi hefur upplýst gögn þau sem hann hefur óskað eftir lögð verði fyrir dómara í trúnaði varði aðkomu stefnda viðskiptum félaga þar sem stefndi sat í stjórn. Gögnin sýni stefndi hafi haft milligöngu um umtalsverð afleiðuviðskipti. Farið fram á gögnin verði lögð fram með þessum hætti, þar sem þau séu háð bankaleynd, sbr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Af þessu verður ráðið gögnin varði þriðja aðila, sem ekki aðili máls þessa. Ekki verður séð uppfyllt séu skilyrði 3. mgr. 67. gr. laganna um skyldu þriðja aðila til afhendingar viðkomandi gagna án tillits til málsins eða skyldu hans til bera vitni um efni þeirra fyrir dómi, sbr. b-lið 53. gr. laga nr. 91/1991. Verður því hafnað beiðni stefnanda um framlagningu greindra gagna fyrir dóminn.

Eggert Óskarsson héraðsdómari kvað upp úrskurð þennan.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð :

Beiðni stefnanda um framlagningu greindra gagna fyrir dóminn er hafnað.