Hæstiréttur íslands
Mál nr. 651/2012
Lykilorð
- Niðurfelling máls
- Málskostnaður
|
|
Fimmtudaginn 18. apríl 2013. |
|
Nr. 651/2012.
|
Mango Tree B.V. (Hróbjartur Jónatansson hrl.) gegn Mogul Holding ehf. (Garðar Garðarsson hrl.) |
Niðurfelling máls. Málskostnaður.
Mál MT B.V. gegn MH ehf. var fellt niður fyrir Hæstarétti að kröfu þess fyrrnefnda en félagið dæmt til greiðslu málskostnaðar að kröfu MH ehf.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir og Benedikt Bogason.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 19. október 2012. Með bréfi til réttarins 8. apríl 2013 tilkynnti áfrýjandi að hann félli frá áfrýjun málsins. Af hálfu stefnda var með bréfi degi síðar gerð krafa um málskostnað fyrir Hæstarétti. Með bréfi 10. apríl 2013 krafðist áfrýjandi þess að málskostnaður yrði felldur niður eða lækkaður.
Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður málið fellt niður fyrir Hæstarétti.
Samkvæmt 2. mgr. 130. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 verður áfrýjandi dæmdur til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti svo sem í dómsorði segir.
Dómsorð:
Mál þetta er fellt niður.
Áfrýjandi, Mango Tree B.V., greiði stefnda, Mogul Holding ehf., 450.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.