Hæstiréttur íslands

Mál nr. 304/2000


Lykilorð

  • Mál fellt niður fyrir Hæstarétti
  • Málskostnaður


Miðvikudaginn 13

 

Miðvikudaginn 13. desember 2000.

Nr. 304/2000.

Bifreiðastjórafélagið Sleipnir

(Lára V. Júlíusdóttir hrl.)

gegn

Austurleið hf.

(Jakob R. Möller hrl.)

 

Mál fellt niður fyrir Hæstarétti. Málskostnaður.

Mál B gegn A var fellt niður fyrir Hæstarétti að kröfu B. Féllst A á niðurfellingu málsins, en krafðist málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með vísan til meginreglu 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 166. gr. sömu laga var B dæmdur til að greiða A málskostnað fyrir Hæstarétti.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein.

Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 4. ágúst 2000. Með bréfi 7. nóvember 2000 tilkynnti áfrýjandi að hann óskaði þess að málið yrði fellt niður. Af hálfu stefnda var fallist á kröfu áfrýjanda um að málið félli niður en hann gerði hins vegar kröfu um málskostnað fyrir Hæstarétti. Með bréfi 16. nóvember 2000 fór áfrýjandi þess á leit með vísan til 3. mgr. 161. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að málið yrði tekið til dóms um málskostnað án sérstaks málflutnings og samþykkti stefndi það.

Með vísan til c-liðar 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991 svo og 2. mgr. 164. gr. og 166. gr. þeirra laga, eins og þeim greinum var breytt með lögum nr. 38/1994, er málið fellt niður fyrir Hæstarétti.

Í samræmi við meginreglu 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 166. gr. sömu laga, ber að dæma áfrýjanda til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti, svo sem í dómsorði segir.

Dómsorð:

Mál þetta er fellt niður.

Áfrýjandi, Bifreiðastjórafélagið Sleipnir, greiði stefnda, Austurleið hf., 70.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.