Hæstiréttur íslands
Mál nr. 669/2017
Lykilorð
- Kærumál
- Fjármálafyrirtæki
- Slit
- Kröfulýsing
- Skipting sakarefnis
- Kærumálsgögn
Reifun
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Greta Baldursdóttir og Karl Axelsson.
Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. október 2017 en kærumálsgögn bárust réttinum 6. nóvember sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. október 2017 þar sem hafnað var kröfum sóknaraðila sem hann hafði lýst við slit varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess að teknar verði til efnismeðferðar kröfur hans við slitin sem lúta annars vegar að skilyrtri almennri kröfu að fjárhæð 58.247.847,95 sterlingspund en hins vegar til vara að fjárhæð 12.253.553,12 sterlingspund með stöðu í réttindaröð samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.
Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.
I
Svo sem nánar greinir í hinum kærða úrskurði neytti Fjármálaeftirlitið 7. október 2008 heimildar í 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008, til að víkja frá störfum stjórn varnaraðila, sem þá hét Landsbanki Íslands hf., taka yfir vald hluthafafundar í félaginu og setja yfir það skilanefnd. Slitameðferð á varnaraðila hófst 22. apríl 2009 og gaf slitastjórn út innköllun til skuldheimtumanna hans, en kröfulýsingarfresti mun hafa lokið 30. október sama ár.
Varnaraðili keypti bankann Heritable Bank Plc. árið 2000 og gaf út yfirlýsingu 19. janúar 2004 þar sem hann gekkst í ábyrgð fyrir skuldbindingum hans en ábyrgðin náði meðal annars til innlánaskuldbindinga bankans. Sama dag og Fjármálaeftirlitið vék stjórn varnaraðila frá störfum, var dótturfélag hans, Heritable Bank Plc. settur í slitameðferð að kröfu breskra yfirvalda.
Sóknaraðili er innstæðutryggingarsjóður í Bretlandi og er hlutverk hans að veita innstæðueigendum og viðskiptavinum fyrirtækja á Bretlandi, sem stunda fjárfestingarstarfsemi, lágmarksvernd gegn greiðsluörðugleikum viðkomandi fyrirtækis. Þegar Heritable Bank Plc. var tekinn til slitameðferðar greiddi sóknaraðili þeim sem áttu innstæðu í þeim banka fjárhæð sem samsvaraði innlánsskuldbindingum bankans við þá. Til að standa undir þeim greiðslum tók sóknaraðili lán hjá Englandsbanka.
Með bréfi 22. október 2009 lýsti sóknaraðili kröfu við slit varnaraðila á grundvelli fyrrnefndar ábyrgðar sem varnaraðili hafði gefið út til að tryggja greiðslu skulda Heritable Bank Plc. Sóknaraðili krafðist greiðslu höfuðstóls þeirra innstæðna sem hann hafði leyst til sín auk skilyrtrar kröfu vegna innstæðna sem hann taldi mögulegt að hann þyrfti að greiða. Auk höfuðstóls krafðist sóknaraðili aðallega dráttarvaxta samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu en til vara 8% enskra vanskilavaxta á grundvelli laga Englands og Wales.
Með bréfi 8. nóvember 2011 samþykkti slitastjórn varnaraðila kröfuna sem almenna kröfu samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991 án fjárhæðar, þar sem ekki var komið endanlega í ljós hvað bú Heritable Bank Plc. myndi greiða upp í kröfuna, en öllum kröfum um vexti og kostnað var hafnað.
Sóknaraðili sendi varnaraðila 17. september 2015 uppfærða kröfulýsingu en í henni var höfuðstóll kröfunnar færður niður þar sem slitastjórn Heritable Bank Plc. hafði úthlutað sóknaraðila 98% höfuðstólsins sem sóknaraðili hafði upphaflega lýst við slit varnaraðila. Var því höfuðstólskrafan færð niður í 10.987.320,15 sterlingspund úr 549.366.007,81 sterlingspundum. Þá krafðist sóknaraðili vaxta á grundvelli skoskra gjaldþrotalaga en til vara krafðist hann skaðabóta sem nam fjármögnunarkostnaði sóknaraðila. Sóknaraðili breytti því vaxtakröfu sinni sem og féll frá skilyrtri kröfu vegna mögulegra innstæðukrafna og kröfu um kostnað. Varnaraðili samþykkti höfuðstól kröfunnar sem skilyrta kröfu með bréfi 18. september 2015 en hafnaði kröfum sóknaraðila að öðru leyti.
II
Ágreiningur í aðalkröfu lýtur eingöngu að því, öndvert við varakröfu, hvort sóknaraðili geti krafist vaxta til viðbótar höfuðstól kröfu sinnar eins og þeirra var krafist í uppfærðri kröfulýsingu hans 17. september 2015. Í þinghaldi 24. mars 2017 var ákveðið með stoð í 1. mgr. 31. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að skipta sakarefni málsins á þann hátt að fyrst yrði leyst úr því hvort kröfur sóknaraðila væru fallnar niður fyrir vanlýsingu en að því búnu yrði eftir atvikum leyst úr efnisatriðum þeirra. Það athugist að ekki verður séð að héraðsdómara hafi verið rétt að fallast á ósk varnaraðila um að skipta sakarefni málsins með þessum hættu en það varðar þó ekki ómerkingu hins kærða úrskurðar.
Í hinum kærða úrskurði var komist að þeirri niðurstöðu að kröfurnar væru fallnar niður fyrir vanlýsingu samkvæmt 118. gr. laga nr. 21/1991 og kröfum sóknaraðila því hafnað.
Samkvæmt 2. mgr. 117. gr. laga nr. 21/1991 skal kröfu, sem lýst er á hendur þrotabúi, tiltekin eins skýrt og verða má, svo sem fjárhæð kröfu í krónum og hverrar stöðu sé krafist að hún njóti í skuldaröð. Í kröfulýsingu skal enn fremur greina þær málsástæður sem kröfuhafi byggir rétt sinn á hendur þrotabúinu, svo og önnur atvik sem þarf að greina samhengis vegna. Þegar kröfulýsingarfresti er lokið skal skiptastjóri gera skrá um þær kröfur sem komið hafa fram, þar sem hann lætur í ljós sjálfstæða afstöðu sína til þess hvort og þá hvernig hann telji að viðurkenna eigi hverja kröfu um sig, sbr. 1. mgr. 119. gr. laganna. Rísi ágreiningur um lýsta kröfu og ekki tekst að jafna hann skal skiptastjóri beina honum til héraðsdóms eftir 171. gr. sömu laga. Skal héraðsdómari gefa kröfuhafa sem sóknaraðila málsins kost á að skila greinargerð af sinni hálfu þar sem fram á að koma til fullnaðar hverjar kröfur hann hafi uppi fyrir dómi og á hverju þær séu byggðar, sbr. 1. mgr. 177. gr. laganna.
Af framangreindum ákvæðum leiðir að kröfulýsing á hendur þrotabúi skal vera ákveðin og ljós, einkum um fjárhæð sé um peningakröfu að ræða. Einnig þarf að greina helstu málsástæður, sem búa að baki kröfunni, þar á meðal hvernig kröfufjárhæðin er reiknuð eða fundin út, en eftir atvikum má vísa um það til meðfylgjandi gagna. Þá skal við þingfestingu ágreiningsmáls af því tagi sem hér um ræðir gefa sóknaraðila kost á að leggja fram greinargerð, þar sem komi fram til fullnaðar hverjar kröfur hann hafi uppi og á hverju þær séu byggðar ásamt frekari gögnum sem hann hyggst styðja málstað sinn við. Að framkomnum gögnum sóknaraðila skal varnaraðila gefinn kostur á að leggja fram greinargerð af sinni hálfu, þar sem fram komi kröfur hans ásamt gögnum þeim til stuðnings. Samkvæmt þessu verður grundvöllur málsins treystur með greinargerðum aðila í héraði.
III
Í hinni uppfærðu kröfulýsingu kom fram að sóknaraðili krefðist hvorki lengur vaxta samkvæmt lögum nr. 38/2001 né samkvæmt breskum lögum heldur krefðist hann nú aðallega dráttarvaxta að fjárhæð 58.247.847,95 sterlingspund samkvæmt skoskum lögum og tiltók að vaxtafótur væri 15%. Samkvæmt framangreindum ákvæðum laga nr. 21/1991 markar kröfulýsing ákveðinn ramma sem ekki verður verulega vikið frá en ekki leiðir það til þess að kröfuhafa sé með öllu óheimilt að gera breytingar er varða málatilbúnað hans, svo framarlega sem það er innan marka upphaflegrar kröfulýsingar. Samkvæmt því er ljóst að fjárhæð hinnar uppfærðu vaxtakröfu sóknaraðila samkvæmt aðalkröfu hans rúmast innan upphaflegrar kröfu hans um vexti. Þannig var sóknaraðili með aðalkröfu sinni ekki að lýsa nýrri kröfu. Hafði hann frá upphafi krafist vaxta á höfuðstól kröfunnar en lækkaði einungis fjárhæð hennar að teknu tilliti til breytts lagagrundvallar og vaxtaviðmiðunar er komu fram í hinni nýju kröfulýsingu og sóknaraðili útlistaði til fullnaðar í greinargerð sinni í héraði á hvaða rökum vaxtakrafan byggði. Með vísan til þessa féll hin umdeilda vaxtakrafa ekki niður fyrir vanlýsingu samkvæmt 118. gr. laga nr. 21/1991. Bar héraðsdómi að taka efnislega afstöðu til hennar og hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi hvað hana varðar. Eins og mál þetta er lagt fyrir Hæstarétt verður á hinn bóginn staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar um varakröfu sóknaraðila.
Rétt er að málskostnaður í héraði bíði efnisúrlausnar þar en hvor aðila beri kostnað af rekstri málsins fyrir Hæstarétti.
Það athugast að við málskot þetta hefur sóknaraðili ekki farið eftir reglum nr. 677/2015 um kærumálsgögn í einkamálum, sem settar voru með stoð í 6. mgr. 147. gr. laga nr. 91/1991. Þannig hefur hann ekki gætt þess að leggja einungis fyrir Hæstarétt þau skjöl sem þörf er á til úrlausnar um ágreining þann er kærumálið varðar. Efnisyfirlit er ekki í samræmi við 4. gr. reglnanna og röð skjala er ekki sú sem mælt er fyrir um í 5. gr. Þá eru gögnin ekki með síðutali, svo sem boðið er í 7. gr. reglnanna. Ber að átelja sóknaraðila fyrir þessa ágalla.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi hvað aðalkröfu sóknaraðila, Financial Services Compensation Scheme Ltd. varðar.
Kærumálskostnaður fellur niður.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. október 2017.
Þetta mál, sem barst dóminum, 16. desember 2015, með bréfi slitastjórnar LBI hf., var þingfest 1. apríl 2016 og tekið til úrskurðar 1. september 2017.
Sóknaraðili, Financial Services Compensation Scheme Ltd., Beaufort House, 15 St. Botolph Street, Lundúnum, Englandi, krefst þess aðallega að krafa hans að fjárhæð 69.235.168,10 bresk pund verði viðurkennd við slitameðferð og eftirfarandi nauðasamninga varnaraðila sem skilyrt almenn krafa samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl.
Hann krefst þess til vara að krafa hans að fjárhæð 23.240.873,27 bresk pund verði viðurkennd við slitameðferð og eftirfarandi nauðasamninga varnaraðila sem skilyrt almenn krafa samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl.
Til þrautarvara krefst sóknaraðili þess að krafa hans að fjárhæð 10.987.320,15 bresk pund verði viðurkennd við slitameðferð og eftirfarandi nauðasamninga varnaraðila sem skilyrt almenn krafa samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl.
Í öllum tilvikum krefst sóknaraðili málskostnaðar úr hendi varnaraðila sér að skaðlausu.
Varnaraðili, LBI ehf., kt. 540291-2259, Álfheimum 74, Reykjavík, krefst þess aðallega að vísað verði frá dómi þeirri kröfu sóknaraðila að viðurkenndar verði eftirstöðvar höfuðstóls að fjárhæð 10.987.320,15 bresk pund, að jafnvirði 2.099.457.134 króna í kröfuskrá, sem slitastjórn hefur þegar viðurkennt og ekki er ágreiningur um. Varnaraðili krefst þess jafnframt að öðrum kröfum sóknaraðila verði hafnað.
Varnaraðili krefst þess til vara að öllum kröfum sóknaraðila verði hafnað.
Til þrautarvara krefst varnaraðili þess að fjárkröfur sóknaraðila verði lækkaðar.
Í öllum tilvikum krefst varnaraðili málskostnaðar úr hendi sóknaraðila sér að skaðlausu.
Málavextir
Sóknaraðili, Financial Services Compensation Scheme Ltd. (FSCS), er innstæðutryggingasjóður í Bretlandi, sem var stofnaður samkvæmt 15. hluta enskra laga 2000 um Fjármálaþjónustu og -markað (e. Financial Services and Markets Act 2000). Hann er viðurkenndur samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins um innlánstryggingar (94/19/EC). Hún tryggir að innlánstryggingarvernd sé að nokkru samræmd innan ESB og EES. Hlutverk sóknaraðila er að veita innstæðueigendum og viðskiptavinum fyrirtækja á Bretlandi, sem stunda fjárfestingarstarfsemi, lágmarksvernd gegn greiðsluörðugleikum viðkomandi fyrirtækis. Starfsemi sóknaraðila er fjármögnuð með álagningu á fjármálastarfsemi í Bretlandi sem og endurheimtum frá fjármálafyrirtækjum sem hafa lent í greiðsluerfiðleikum.
Varnaraðili er lögaðili sem var og hét Landsbanki Íslands hf. Hann stundaði fjármálastarfsemi víða um heim fyrir gjaldþrot íslensku viðskiptabankanna haustið 2008. Árið 2000 keypti hann Heritable Bank Plc, banka með takmarkaða ábyrgð sem var stofnaður og skrásettur í Skotlandi en með höfuðstöðvar í London. Heritable-banki sérhæfði sig í fjármálaráðgjöf og fjármögnun fasteignaþróunarverkefna.
Varnaraðili gaf út ábyrgðaryfirlýsingu 19. janúar 2004 þar sem hann gekkst í ábyrgð fyrir skuldbindingum dótturfélagsins Heritable eins og nánar greinir í yfirlýsingunni.
Á fyrstu árum aldarinnar höfðu bankar almennt greiðan aðgang að lánsfé á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Á árinu 2007 dró úr honum og um og upp úr miðju ári 2008 áttu mörg fjármálafyrirtæki erfitt með að afla sér fjármagns meðal annars til að greiða skuldbindingar sem á þeim hvíldu. Í lok september var svo komið að óttast var að Landsbanki Íslands hf., ásamt tveimur öðrum íslenskum bönkum, færi í þrot. Það varð til þess að í byrjun október hófst áhlaup á íslensku bankana og útibú þeirra erlendis þar á meðal í Bretlandi.
Af þessum sökum tilkynnti breska fjármálaeftirlitið (Financial Services Authority, FSA) Landsbanka Íslands 3. október 2008 að það myndi beita hann formlegum valdheimildum sínum. Með ákvörðun FSA var bankanum meðal annars gert að hækka varasjóð sinn í 20% af óbundnum innstæðum sem geyma ætti í Seðlabanka Bretlands (Bank of England). Þessi hækkun skyldi komin til framkvæmda 6. október 2008. Þann dag ákvað FSA að beita bankann frekari valdheimildum. Þær fólust í því að bankanum var ekki heimilt að bera fyrir sig ákvæði í samningum við viðskiptavini, sem ella hefðu heimilað honum að seinka útgreiðslu innstæðna tímabundið um allt að 60 daga, nema að fengnu samþykki FSA.
Íslenska fjármálaeftirlitið skipaði Landsbanka Íslands skilanefnd snemma morguns degi síðar, 7. október 2008, vegna ógjaldfærni hans. Seinna sama dag var dótturfélag hans, Heritable-banki, settur í skiptameðferð (e. administration) að kröfu breskra yfirvalda. Varnaraðili áréttar að hann hafi því ekki verið í venjulegum rekstri þegar Heritable-banki varð ógjaldfær.
Heritable var tekinn til slitameðferðar á grundvelli breskra gjaldþrotaskiptalaga frá 1986 (e. Insolvency Act 1986). Lögin munu einnig gilda í Skotlandi en þar í landi gilda, að sögn sóknaraðila, jafnframt tilteknar sérreglur. Reglur viðauka B1 við framangreind lög gilda um slitameðferð (e. administration) almennt. Um slitameðferð í Skotlandi gildi jafnframt gjaldþrotareglur Skotlands frá 1986 (e. Insolvency (Scotland) Rules 1986) sem verða hér eftir nefndar skosku reglurnar (e. Scottish Rules).
Þegar Heritable-banki var tekinn til slitameðferðar greiddi sóknaraðili þeim sem áttu innstæðu í þeim banka fjárhæð sem samsvaraði innlánsskuldbindingum bankans við þá. Þær voru að mestu fluttar til bankans ING Direct á þann hátt að sóknaraðili greiddi þeim banka fjárhæð sem samsvaraði innlánunum og með þeirri greiðslu tók sá banki yfir skuldbindingar Heritable við innlánseigendur.
Til þess að sóknaraðila væri kleift að greiða þá fjárhæð, sem samsvaraði innstæðuskuldbindingum Heritable, varð hann að taka lán hjá Seðlabanka Bretlands (Bank of England) en það bar breytilega vexti.
Innlánsskuldbindingar Heritable voru fluttar til ING Direct á grundvelli ákvæða tilskipunar (e. order) 2008 nr. 2644 um flutning tiltekinna réttinda og skyldna Heritable-banka (e. the Heritable Bank plc Transfer of Certain Rights and Liabilities Order 2008). Tilskipunin kveður meðal annars á um, sbr. gr. 15(1), að Heritable-banki skuli greiða FSCS fjárhæð sem samsvarar þeim kröfum sem fluttar voru á grundvelli tilskipunarinnar. Umsjónarmenn slitameðferðar Heritable tilkynntu sóknaraðila 9. júlí 2009 að þeir hefðu fengið kröfu hans um endurgreiðslu og samþykkt hana.
Sama dag og innlánsskuldbindingar Heritable voru fluttar yfir til ING Direct, 8. október 2008, yfirtóku bresk stjórnvöld útibú varnaraðila í London og kyrrsettu eignir bankans sem og eignir sem tengdust honum, en voru í eigu, vörslu eða undir yfirráðum íslenskra stjórnvalda, allt á grundvelli laga um varnir gegn hryðjuverkum, glæpum og um öryggi frá 2001 (e. Antiterrorism, Crime and Security Act 2001).
Fjórir starfsmenn endurskoðunarstofunnar Ernst & Young LLP, voru skipaðir skiptastjórar Heritable. Forgangskröfuhafar lýstu kröfum að fjárhæð 35 milljónir breskra punda við slit þess banka en þær kröfur voru að öllu leyti greiddar í júlí 2009. Almennar kröfur á hendur Heritable námu samtals um 1.073 milljónum breskra punda. Þar af nam krafa sóknaraðila um 547 milljónum punda og krafa varnaraðila 70 milljónum punda. Á tímabilinu júlí 2009 til ágúst 2015 úthlutuðu skiptastjórar fimmtán sinnum upp í almennar kröfur og greiddu samtals 98% almennra krafna. Frekari endurheimtur úr búinu munu vera mögulegar þannig að almennar kröfur greiðist að fullu og jafnvel að eitthvað fáist upp í eftirstöðvar kröfu varnaraðila sem nema sjö milljónum punda. Sú krafa er eftirstæð samkvæmt samningi varnaraðila og Heritable en stendur öðrum eftirstæðum kröfum, svo sem vaxtakröfum, framar í réttindaröð.
Með lögum nr. 44/2009, sem breyttu lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, var Landsbanki Íslands hf. tekinn til slita. Upphaf þeirra miðaði við 22. apríl 2009 þegar lögin tóku gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur skipaði varnaraðila slitastjórn 29. apríl 2009. Hún gaf út innköllun til skuldheimtumanna og veitti kröfuhöfum frest til 30. október sama ár til að lýsa kröfum sínum. Samkvæmt 102. gr. laga nr. 161/2002 gilda reglur laga nr. 21/1991 um meðferð krafna við slitin, sbr. 2. tölulið ákvæðis II til bráðabirgða með lögum nr. 44/2009.
Sóknaraðili lýsti upphaflega kröfu við slit varnaraðila viku fyrir lok kröfulýsingarfrests með kröfulýsingu dagsettri 22. október 2009. Krafan byggði á ábyrgðinni sem varnaraðili hafði gefið út til að tryggja greiðslu skulda Heritable-banka. Þá krafðist sóknaraðili greiðslu höfuðstóls þeirra innstæðna sem hann hafði leyst til sín auk skilyrtrar kröfu vegna innstæðna sem hann taldi mögulegt að hann þyrfti að greiða. Auk þess krafðist sóknaraðili vaxta frá 8. október 2008 til og með 22. apríl 2009 og kostnaðar. Hann krafðist aðallega íslenskra dráttarvaxta samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, og kostnaðar, samtals að fjárhæð 691.740.505,12 bresk pund og að sú krafa yrði samþykkt sem forgangskrafa. Til vara krafðist sóknaraðili 8% enskra vanskilavaxta á grundvelli laga Englands og Wales. Hann krafðist þess einnig að krafa hans nyti stöðu forgangskröfu samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. Slitastjórn hafnaði forgangi kröfunnar en féllst á gildi ábyrgðaryfirlýsingarinnar.
Fyrir tiltekinn kröfuhafafund hjá varnaraðila, þar sem fyrsta hlutagreiðsla upp í forgangskröfur var til umfjöllunar, féll FSCS frá kröfu um forgang og krafðist þess að fjárkrafan yrði samþykkt sem almenn krafa.
Til viðbótar við þá kröfu sem er hér til umfjöllunar lýsti sóknaraðili tveimur öðrum kröfum við slit varnaraðila. Sú umfangsmesta var vegna innstæðna í útibúi Landsbanka Íslands í London, Icesave-innstæðukrafa. Í öðru lagi lýsti hann skilyrtri kröfu vegna innstæðna sem hann hafði ekki leyst til sín. Í öllum þessum þremur tilvikum lýsti sóknaraðili sambærilegum vaxtakröfum. Hann krafðist þess aðallega að höfuðstóll kröfunnar bæri vanskilavexti á grundvelli íslenskra laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, en til vara að hann bæri 8% vanskilavexti á grundvelli laga Englands og Wales.
Við slit varnaraðila var lýst fleiri en 12.000 kröfum. Slitastjórn hans leit svo á að brýnna væri að fá afstöðu dómstóla til sumra krafna svo sem um stöðu innstæðna í forgangsröð krafna. Aðrar kröfur mættu bíða svo sem ábyrgðarkröfur eins og sú sem sóknaraðili lýsti og er hér til meðferðar. Slitastjórn vísaði því ágreiningi um innstæður fyrst til dómstóla til úrlausnar
Með dómi Hæstaréttar 28. október 2011 í máli nr. 340/2011 (Icesave-innstæðudómi) var staðfest sú afstaða slitastjórnar að hafna þeirri kröfu að höfuðstóll krafnanna bæri íslenska dráttarvexti. Jafnframt taldi rétturinn að ekki væru uppfyllt skilyrði til þess að á höfuðstólinn legðust 8% vanskilavextir samkvæmt enskum lögum.
Sama dag, 28. október 2011, kvað rétturinn einnig upp dóm í máli nr. 311/2011, sem sóknaraðili átti ekki aðild að. Kröfuhafi í því máli, breskt sveitarfélag, krafðist vanskilavaxta, eins og sóknaraðili hafði gert í máli nr. 340/2011, aðallega dráttarvaxta samkvæmt lögum nr. 38/2001 en til vara vanskilavaxta samkvæmt enskum lögum. Hæstiréttur taldi, eins og í fyrra málinu, að ensk lög ættu við um vanskilavexti á höfuðstól lýstrar kröfu þannig að ekki bæri að greiða dráttarvexti samkvæmt íslenskum lögum. Rétturinn taldi jafnframt að skilyrði enskra laga til greiðslu vanskilavaxta væru ekki uppfyllt.
Tæplega sex árum eftir lok kröfulýsingarfrests 17. september 2015 sendi sóknaraðili varnaraðila breytta kröfulýsingu vegna þeirrar kröfu sem þetta mál varðar. Í henni var höfuðstóll kröfunnar færður niður þar eð skiptastjórar Heritable höfðu úthlutað sóknaraðila 98 hundraðshlutum höfuðstólsins. Eftirstöðvarnar nema 10.987.320,15 breskum pundum en upphaflegur höfuðstóll var 549.366.007,81 breskt pund.
Sóknaraðili féll bæði frá kröfum um dráttarvexti á grundvelli íslenskra vaxtalaga og varakröfu um vanskilavexti á grundvelli laga Englands og Wales en vöxtum á þeim grundvelli hafði Hæstiréttur hafnað í dómum árið 2011. Þess í stað krafðist hann vaxta á grundvelli skoskra gjaldþrotalaga og til vara krafðist hann skaðabóta sem nema fjármögnunarkostnaði sóknaraðila. Hann féll einnig frá skilyrtri kröfu vegna mögulegra innstæðukrafna sem og kröfu um kostnað.
Með breyttri kröfulýsingu gerði sóknaraðili eftirtaldar kröfur við slit varn¬ar¬aðila:
a. aðallega að 69.235.168,10 bresk pund yrði samþykkt sem almenn krafa;
b. til vara að 23.240.873,27 bresk pund yrði samþykkt sem almenn krafa; og
c. til þrautavara að 10.987.320,15 bresk pund yrði samþykkt sem almenn krafa.
Í öllum tilvikum er höfuðstóll sem nemur 10.987.320,15 breskum pundum hluti af fjárhæðinni.
Í aðalkröfunni er þess jafnframt krafist að 58.247.847,95 bresk pund vegna vaxta á grundvelli skoskra gjaldþrotaskiptareglna verði samþykkt. Sú krafa grundvallast á því að aðalskuldin, þ.e. krafa sóknaraðila á hendur Heritable, sé á hendur skosku félagi sem er í slitameðferð samkvæmt þarlendum reglum. Þar af leiðandi gildi skosku reglurnar um þá vexti sem aðalskuldin ber. Framangreind fjárhæð svari til 15% ársvaxta á upphaflegan höfuðstól kröfunnar frá 7. október 2008 til 22. apríl 2009.
Í varakröfunni er þess krafist að 12.253.553,12 bresk pund verði samþykkt sem almenn krafa, ásamt áðurnefndum höfuðstól aðalskuldarinnar, á grundvelli greinar 3.3 í ábyrgðinni. Með ákvæðinu lofar varnaraðili að halda sóknaraðila skaðlausum af öllum kostnaði, tjóni, tapi o.s.frv., sem af vanskilum aðalskuldara, Heritable, leiðir. Fjárhæðin svarar til þeirra vaxta sem FSCS þurfti að greiða Bank of England af láni sem sóknaraðili tók til þess að mæta innlánsskuldbindingunum Heritable.
Í þrautavarakröfunni er einungis krafist höfuðstólsins. Varnaraðili hafi þegar samþykkt hana sem skilyrta kröfu og telur sóknaraðili að ekki standi ágreiningur um hana. Hún sé því eingöngu sett fram til áréttingar.
Daginn eftir að varnaraðili fékk breytta kröfulýsingu sóknaraðila, 18. september 2015, samþykkti slitastjórn varnaraðila þrautavarakröfu sóknaraðila um eftirstöðvar höfuðstóls Heritable-kröfunnar að fjárhæð 10.987.320,15 breskra punda sem almenna kröfu, háð því skilyrði að sóknaraðili fengi ekki frekari úthlutun upp í kröfuna í skiptameðferð Heritable, en hafnaði öllum vaxtakröfum. Sóknaraðili mótmælti þeirri afstöðu slitastjórnarinnar. Reynt var að jafna ágreining aðila. Þar eð það bar ekki árangur var honum vísað til Héraðsdóms Reykjavíkur til úrlausnar með bréfi dagsettu 16. desember 2015.
Þetta mál varðar því eingöngu hvort og að hvaða leyti sóknaraðili eigi rétt á vöxtum. Um grundvöll höfuðstóls kröfunnar, rétthæð og fjárhæð er ekki ágreiningur.
Málsástæður sóknaraðila
Aðalkrafa
Sóknaraðili vísar til þess að aðalkrafa hans grundvallist á ábyrgðaryfirlýsingu sem fyrirrennari varnaraðila, Landsbanki Íslands hf., gaf út. Með henni hafi bankinn ábyrgst skilyrðislaust að greiða allar skuldir dótturfélags síns, Heritable-banka.
Þar eð Heritable sé skoskt félag í slitameðferð gildi skoskar reglur um þá meðferð. Samkvæmt þeim beri kröfur á hendur félagi í slitameðferð 15% ársvexti frá upphafsdegi slitameðferðarinnar til greiðsludags. Aðalkrafa sóknaraðila í þessu máli varði því vexti á aðalskuldina á grundvelli skosku reglnanna sem lögákveða bæði upphafsdag og hundraðshluta þeirra vaxta sem krafist er.
Sóknaraðili fái líkast til ekki vaxtakröfu sína á hendur Heritable greidda vegna ákvæða skosku reglnanna um réttindaröð krafna. Engu að síður beri aðalskuldin þessa vexti og samkvæmt ábyrgðinni beri varnaraðila að greiða skuldir Heritable eins og þær eru á hverjum tíma. Sökum slitameðferðar varnaraðila takmarkist krafan á hendur honum við stöðu hennar á úrskurðardegi hans, 22. apríl 2009.
Ábyrgðin nær yfir alla skuld Heritable gagnvart sóknaraðila
Þegar fyrirrennari varnaraðila, Landsbanki Íslands hf., hafi ritað undir ábyrgðaryfirlýsingu hafi hann tekið á sig ábyrgð á öllum skuldum Heritable. Ábyrgðin sé óskilyrt og án nokkurra takmarkana. Í henni sé hugtakið skuldbindingar (e. Liabilities) skilgreint svo:
means all monies and liabilities due, owing or incurred by Heritable Bank to Creditors provided that in the case of debts due, owing or incurred by Heritable Bank to the suppliers of goods and services the relevant amount is in excess of £30,000 or in the case of related obligations £30,000 in aggregate.
Samkvæmt þessu orðalagi þýði hugtakið „skuldbindingar“ alla fjármuni og skuldbindingar sem greiða þurfi kröfuhöfum, vegna skulda sem Heritable hafi stofnað til eða hafi fallið á Heritable. Hugtakið kröfuhafar (e. Creditors) sé í sama skjali skilgreint þannig:
means creditors to whom the Liabilities are due, owing or incurred by Heritable Bank now or at any time in the future.
Kröfuhafar samkvæmt ábyrgðinni séu því allir þeir sem Heritable-banki standi í skuld við á hverjum tíma.
Loks segi í grein 3.2:
The Guarantor irrevocably and unconditionally Guarantees the due and punctual performance and discharge by Heritable Bank of the Liabilities and that it will pay to any Creditors on demand, and in the currency in which the same falls due for payment, all monies which are from time to time due by Heritable Bank to the Creditor.
Þannig hafi varnaraðili ábyrgst óafturkallanlega og skilyrðislaust, að greiða kröfuhöfum, sem hafi krafist þess, á réttum tíma allar skuldir Heritable eins og þær standa hverju sinni og í gjaldmiðli skuldarinnar.
Ensk lög gildi um ábyrgðina, sbr. 17. gr. hennar. Samkvæmt þeim ensku lögum sem um hana gilda beri að túlka samninga samkvæmt orðanna hljóðan. Ekki eigi að beita þröngri túlkun eða skýringu á ákvæðum ábyrgðarinnar. Því sé ekkert tilefni til að gefa ábyrgðinni, eða ákvæðum hennar, aðra merkingu en leiðir af orðalagi hennar.
Að mati sóknaraðila sýnir þetta að beri krafa hans á hendur Heritable-banka vexti, falli þeir undir ábyrgðaryfirlýsinguna.
Samkvæmt íslenskum gjaldþrotaskiptarétti skuli kröfur á hendur þrotamanni miðast við úrskurðardag. Vextir sem falli á almennar kröfur eftir úrskurðardag skipist í kröfuröð skv. 114. gr. laga um gjaldþrotaskipti. Þessar sömu reglur gildi og hafi gilt um slitameðferð varnaraðila. Úrskurðardagur varnaraðila sé 22. apríl 2009. Í samræmi við framangreint, falli undir ábyrgð varnaraðila, skuld Heritable við sóknaraðila eins og hún stóð 22. apríl 2009. Sóknaraðili krefst því ekki vaxta sem fallið hafa á skuld Heritable eftir þann dag.
Samkvæmt skoskum reglum ber krafa sóknaraðila á hendur Heritable dráttarvexti
Sóknaraðili vísar næst til þess að Heritable banki hafi orðið ógjaldfær 7. október 2008 og hafi sóknaraðili greitt fjárhæð sem samsvaraði öllum innstæðuskuldbindingum Heritable í Bretlandi til þess að innstæðueigendur yrðu ekki fyrir tjóni vegna ógjaldfærni bankans. Varnaraðili hafi þá þegar eignast kröfu á hendur Heritable að sömu fjárhæð og hann greiddi vegna innstæðuskuldbindinga bankans.
Þrátt fyrir að ensk lög gildi um innstæður hjá Heritable, sbr. gr. 101 í almennum skilmálum Heritable, gildi skoskar reglur um vexti á kröfur á hendur Heritable eftir að slitameðferð bankans hófst. Ástæða þess sé að Heritable sé skoskt félag og ákvæði skosku reglnanna, nánar tiltekið regla 4.66(1)(d)(ii), sbr. einnig 4.66(2)(b), kveði á um að kröfur á hendur félagi sem hafi verið tekið til slitameðferðar á grundvelli skosku reglnanna beri vexti og að þá beri að greiða í samræmi við reglur um stöðu krafna í forgangsröð.
Þær ensku og skosku lagareglur sem hér skipti máli séu þessar:
- Í 1. mgr. reglu 2.40 skosku reglnanna segi: This Chapter applies in any case where the administrator proposes to make a distribution to creditors or any class of them. Þannig gildi þessi tiltekni kafli skosku reglnanna um greiðslur til kröfuhafa skuldara í slitameðferð á grundvelli þeirra.
- Í reglu 2.41 sé vísað til reglu 4.66, sem sé í 9. kafla skosku reglnanna, um greiðslur úr slíkri slitameðferð.
- Í reglu 4.66(1)(c) segi að greiða eigi fjármuni félagsins, Heritable í þessu tilviki, til þess að mæta skuldbindingum vegna almennra krafna, þ.e. krafna sem séu ekki tryggðar eða njóti forgangs, ásamt gjaldföllnum vöxtum vegna þeirra fram að upphafsdegi slitameðferðarinnar (7. október 2008), áður en áfallnir lögbundnir vextir eftir upphafsdag slitameðferðar Heritable eru greiddir.
- Regla 4.66(1)(d) segi að lögákveðna vexti skuli greiða á kröfu á tímabilinu frá upphafsdegi slitameðferðar þar til krafan sé greidd.
- Samkvæmt reglu 4.66(2)(b) séu lögbundnir vextir 15% ársvextir.
Þar eð tilteknar sérreglur gildi um slita- og gjaldþrotameðferð félaga sem eru skrásett og stofnuð í Skotlandi hafi sóknaraðili fengið skoska lögmenn til að taka saman þær sem hafi þýðingu fyrir málið til þess að sanna tilvist og efni þeirra erlendu réttarreglna sem hann byggir aðalkröfu sína á.
Samantektin sé afdráttarlaus um hvernig skuli farið með vexti á aðalskuldina sem hafa fallið til eftir upphaf slitameðferðar Heritable. Allar almennar kröfur í slitameðferð Heritable, þar með talin krafa sóknaraðila, beri 15% ársvexti frá upphafsdegi slitameðferðarinnar til greiðsludags. Slíkar vaxtakröfur séu, eins og gildi skv. íslenskum lögum, eftirstæð krafa að einhverju leyti í slitameðferð Heritable. Það breyti þó ekki því að krafan um þá vexti sé til en víki fyrir öðrum kröfum í kröfuröð vegna úthlutana við slit Heritable. Ábyrgð varnaraðila nái þrátt fyrir það til þessara vaxta enda séu þeir skuld Heritable við sóknaraðila.
Sóknaraðili telur ljóst af viðkomandi ákvæðum og samantekt skosku lögmannanna að aðalskuldin beri vexti samkvæmt skoskum lögum. Þrátt fyrir að aðalskuldin fáist ekki að fullu greidd frá Heritable, þar eð Heritable sé í slitameðferð og hinir lögákveðnu vextir, sem falla til eftir upphafsdag slitameðferðarinnar, fáist heldur ekki greiddir frá aðalskuldara, sé krafa sóknaraðila um vextina engu að síður til.
Af því leiði jafnframt að varnaraðila, sem hafi ábyrgst greiðslu skulda Heritable eins og þær standa á hverjum tíma, beri að greiða sóknaraðila höfuðstól kröfunnar ásamt þeim vöxtum sem aðalskuldin hafi borið í samræmi við ákvæði skosku reglnanna fram til 22. apríl 2009, úrskurðardags varnaraðila.
Þegar Heritable-banki varð ógjaldfær var varnaraðili enn í rekstri
Þrátt fyrir að varnaraðila hafi verið skipuð skilanefnd 8. október 2008 hafi örlög hans þá verið fullkomlega óviss. Varnaraðili hafi því áfram starfað undir stjórn skilanefndar. Síðar hafi verið ákveðið að honum yrði slitið og ákveðið með lögum að úrskurðardagur varnaraðila yrði 22. apríl 2009. Í kjölfarið hafi honum verið skipuð slitastjórn og hin eiginlega slitameðferð varnaraðila hafist. Við hana hafi staðan almennt verið sú, að beri krafa vexti beri hún þá til úrskurðardags. Þeir vextir njóti sömu stöðu í réttindaröð krafna og samþykktur höfuðstóll kröfunnar. Sú meginregla hafi verið staðfest og dæmt eftir henni í fjölmörgum dómum Hæstaréttar og sé hún óumdeild í þeim ágreiningi sem hér er til úrlausnar.
Varakrafa
Sóknaraðili byggir varakröfu sína á ákvæði greinar 3.3 í ábyrgðinni, sem Landsbanki Íslands hf. gaf út vegna skulda Heritable-banka. Ákvæðið kveður á um að:
The Guarantor, as primary obligor and as a separate and independent obligation and liability from its obligations and liabilities under clause 3.2, irrevocably and unconditionally agrees to indemnify all Creditors full on demand against all losses, costs and expenses suffered or incurred by the Creditor arising from or in connection with any failure by Heritable Bank duly and punctually to perform and discharge the Liabilities.
Þar eð varnaraðili hafi tekið yfir skyldur Landsbanka Íslands þýði þetta að hann ábyrgist skaðleysi sóknaraðila vegna vanefnda Heritable. Sóknaraðili ítrekar að þessi skuldbinding varnaraðila sé sjálfstæð skuldbinding sem hvíli á honum sem aðalskuldara og standi til viðbótar þeirri skuldbindingu sem hvíli á varnaraðila sem ábyrgðarmanni.
Eins og rakið sé í málsatvikalýsingu hafi sóknaraðili dregið á ádráttarlán hjá Englandsbanka til þess að standa straum af greiðslum vegna innstæðuskuldbindinga Heritable. Lán sóknaraðila hafi borið breytilega LIBOR-vexti auk 0,30% vaxtaálags. Fram lögð gögn sýni hvaða vexti framangreint lán bar á hverjum tíma. Á því tímabili sem um ræðir, þ.e. frá 7. október 2008 til og með 22. apríl 2009, hafi vextir, sem námu 12.253.533,12 breskum pundum, fallið á lán sóknaraðila.
Að mati sóknaraðila er orðalag ábyrgðarinnar skýrt. Varnaraðili hafi, með sjálfstæðu loforði, lofað að halda sóknaraðila skaðlausum af því að Heritable greiddi ekki skuldir sínar á réttum tíma. Varnaraðili hafi því lofað að halda sóknaraðila skaðlausum af öllu tjóni, kostnaði og útgjöldum sem leiddi af vanefndum Heritable.
Eins og rakið hafi verið hafi sóknaraðili, vegna lagaskyldu, neyðst til að greiða fjárhæð sem samsvaraði innstæðuskuldbindingum Heritable þar eð bankinn efndi ekki skuldbindingar sjálfur. Til þess að sóknaraðili gæti innt þá greiðslu af hendi hafi hann orðið að taka lán hjá Seðlabanka Bretlands sömu fjárhæðar. Þann kostnað sóknaraðila sem hafi hlotist af lántökunni hafi varnaraðili lofað að greiða sóknaraðila.
Sóknaraðili bendir á að orðalag greinar 3.3 í ábyrgðinni sé ekki takmarkandi og afar víðtækt enda sé því ætlað að bæta sóknaraðila allt það tjón eða kostnað sem hann verði fyrir sökum þess að Heritable hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar.
Varakrafa sóknaraðila varði vaxtakostnað sem hann hafi sannanlega þurft að greiða vegna vanefnda Heritable og varnaraðili hafi lofað að halda sóknaraðila skaðlausum af. Orðalag ábyrgðarinnar um þetta sé skýrt. Með henni hafi varnaraðili tekið á sig sjálfstæða skuldbindingu, sem sé óháð aðalskuldinni í þessu máli.
Þrautavarakrafa
Sóknaraðili vísar til þess að þrautavarakrafa hans sé, eins og áður er nefnt, sett fram til áréttingar. Í henni felist einungis krafa um höfuðstól aðalskuldarinnar. Slitastjórn varnaraðila hafi þegar samþykkt kröfu sömu fjárhæðar og hann tilgreini í þrautavarakröfunni.
Almennt um kröfugerð sóknaraðila
Sóknaraðili áréttar að ágreiningur málsaðila varði vaxtakröfur sóknaraðila í aðal- og varakröfu.
Í beiðni varnaraðila til Héraðsdóms um úrlausn þessa ágreinings segi:
Ekki fæst séð að kröfur þessar kæmust að við slitameðferðina enda hafði krafan ekki verið sett fram á þessum grundvelli áður.
Þótt sóknaraðili telji ekki fyllilega ljóst til hvers varnaraðili vísar með þessum orðum bendir sóknaraðili á að hann telji ótvírætt að þær kröfur sem hann geri í málinu og komu fram í breyttri kröfulýsingu rúmist allar innan upphaflegrar kröfugerðar og málsástæðna. Grundvöllur þeirra krafna sem var lýst og eru gerðar í þessu dómsmáli sé sá sami og var í upphaflegri kröfulýsingu sóknaraðila, kröfurnar byggjast allar á ákvæðum ábyrgðarlýsingarinnar sem varnaraðili gaf út. Grundvallarmálsástæður sóknaraðila hafi ekki breyst frá upphaflegri kröfulýsingu, þ.e. að varnaraðili gekkst í ábyrgð fyrir tilteknum skuldbindingum og að sóknaraðili eigi kröfur á hendur varnaraðila á grundvelli þeirrar ábyrgðaryfirlýsingar sem varnaraðili gaf út.
Sóknaraðili áréttar að hann hafi ekki aukið kröfur sínar heldur þvert á móti dregið verulega úr þeim enda hafi bæði verið dregið úr kröfum hvað varðar rétthæð og fjárhæð. Sóknaraðili telur því ljóst að þær kröfur sem hann gerir í þessu máli komist að við slitameðferð og eftirfarandi nauðasamninga varnaraðila.
Sóknaraðili tekur fram að aðalskuldin, eða eftirstöðvar hennar, eins og varnaraðili hafi samþykkt hana sé mynduð af höfuðstól innstæðuskuldbindinga Heritable ásamt samningsvöxtum sem þær báru til 7. október 2008. Kröfur sóknaraðila í þessu máli varði vexti sem hafa fallið til frá 7. október 2008, annars vegar á höfuðstólinn hjá aðalskuldara á grundvelli skoskra laga og hins vegar að vaxtakostnaði sem sóknaraðili varð fyrir við að inna af hendi greiðslu vegna innlánsskuldbindinganna.
Sóknaraðili áréttar að slitameðferð Heritable sé ekki lokið og því ekki útilokað að umsjónarmaður slitameðferðarinnar úthluti frekara fé upp í kröfu sóknaraðila. Fari svo muni það koma til frádráttar kröfum hans á hendur varnaraðila. Af þeim sökum krefjist sóknaraðili þess að fjárkröfur hans verði samþykktar sem skilyrtar kröfur utan málskostnaðarkröfu sóknaraðila.
Til stuðnings kröfu sinni vísar sóknaraðili meðal annars til breskra gjaldþrotaskiptalaga frá 1986 (e. Insolvency Act 1986), einkum viðauka B1 og ákvæða 1. mgr. reglu 2.40, svo og reglna 2.41 og 4.66 í skosku reglunum en einnig til almennra reglna íslensks og ensks samninga- og kröfuréttar, laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991 og laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991.
Málsástæður varnaraðila
Krafa um frávísun
Varnaraðili áréttar að í slitameðferð hans hafi höfuðstóll kröfu sóknaraðila samkvæmt breyttri kröfulýsingu að fjárhæð 10.987.320,15 bresk pund verið samþykktur sem almenn krafa, háð því skilyrði að ekki kæmi til frekari úthlutunar úr skiptameðferð Heritable-banka í Skotlandi. Fjárhæðin umreiknaðist í 2.099.457.134 kr. í kröfuskrá. Hin samþykkta fjárhæð samsvari eftirstöðvum samþykktrar kröfu við skiptameðferð Heritable, þ.e. innstæðurnar ásamt samningsbundnum vöxtum til og með 7. október 2008 sem hafi ekki enn verið greiddar. Þar eð enn megi vænta úthlutunar í skiptameðferð Heritable sé afstaðan skilyrt. Þess sé vænst að almennar kröfur verði að fullu greiddar og eitthvað fáist greitt upp í eftirstæða kröfu varnaraðila. Ekki séu líkur til að fjármunir umfram það komi til úthlutunar.
Þegar ágreiningur þessa máls var sendur dóminum til úrlausnar hafi málsaðila ekki greint á um skilyrtan hluta kröfunnar sem slitastjórn hafði samþykkt. Sá hluti fjárkröfunnar sé engu að síður hluti af fjárhæð aðal- og varakröfu og jafnframt sérstök þrautavarakrafa í kröfugerð sóknaraðila. Þar eð þessi afstaða slitastjórnar sé endanleg og sæti ekki ágreiningi hafi sóknaraðili ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um þennan hluta kröfunnar. Af þeim sökum komist varnaraðili ekki hjá því að krefjast frávísunar á kröfum sóknaraðila að þessu leyti. Þau atriði sem málsaðila greini á um, og rétturinn þurfi að leysa úr, sé réttur sóknaraðila til vaxta eða skaðabóta.
Kröfur sóknaraðila eru fallnar niður fyrir vanlýsingu
Varnaraðili vísar til þess að í upphaflegri kröfu sóknaraðila, dagsettri 22. október 2009 sem varnaraðili fékk degi síðar, hafi sóknaraðili krafist höfuðstóls innstæðna ásamt samningsbundnum vöxtum til 7. október 2008. Með aðilum sé óumdeilt að sá hluti kröfunnar svari til þess hluta sem skiptastjórar Heritable hafa samþykkt. Sóknaraðili hafi fengið 98 hundraðshluta þessa hluta kröfunnar greiddan. Eftirstöðvar þeirrar kröfu, að fjárhæð 10.987.320,15 bresk pund, hafi slitastjórn varnaraðila samþykkt háð því skilyrði að ekki fengist frekari úthlutun við slit Heritable. Í upphaflegri kröfulýsingu hafi sóknaraðili þess utan sett fram skilyrta kröfu vegna mögulegra krafna um innlausn innstæðukrafna. Þá hafi sóknaraðili aðallega krafist dráttarvaxta til samræmis við íslensk lög um vexti og verðbætur, nr. 38/2001, frá 8. október 2008 til og með 22. nóvember 2009 og til vara krafist 8% enskra vanskilavaxta á grundvelli laga Englands og Wales. Í báðum tilvikum hafi hann krafist kostnaðar.
Varnaraðili mótmæli því að sá málsgrundvöllur sem sóknaraðili setji fram í þessu dómsmáli hafi verið lagður í upphaflegri kröfulýsingu. Umþrættar kröfur séu því nýjar í skilningi gjaldþrotalaganna og þær fallnar niður fyrir vanlýsingu. Sóknaraðili beri ábyrgð á að útbúa kröfulýsingu sína og setja fram þær kröfur og málsástæður sem hann byggði á þannig að hún uppfyllti skilyrði 2. mgr. 117. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl.
Með breyttri kröfulýsingu, dagsettri 17, september 2015, sem sóknaraðili setti fram eftir að kröfulýsingarfrestur rann út, hafi hann breytt kröfum sínum á þann veg að höfuðstóll var lækkaður til samræmis við það sem sóknaraðili hafði fengið greitt við slit Heritable. Fallið hafi verið frá skilyrtri kröfu vegna mögulegra umsókna um bætur og kröfu um kostnað. Hann hafi einnig fallið frá kröfum um vexti á þeim grundvelli sem var lagður í upphaflegri kröfulýsingu. Þess í stað hafi hann aðallega krafist dráttarvaxta á grundvelli skoskra gjaldþrotareglna og til vara skaðabóta sem nemi fjármögnunarkostnaði sóknaraðila vegna lántöku og sé sú krafa grundvölluð á ábyrgðinni sjálfri.
Varnaraðili byggi á því að af 2. mgr. 117. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, leiði að í kröfulýsingu skuli koma fram hvaða kröfur séu hafðar uppi og á hvaða grundvelli ásamt þeim málsástæðum sem sóknaraðili vilji styðja þær við. Kröfulýsing marki grundvöll krafna og ekki verði aukið við þær röksemdir sem þar komi fram. Kröfur sóknaraðila, eins og þær eru settar fram fyrir dómi, og þær málsástæður sem þær styðjast við hafi fyrst komið fram í aðlagaðri kröfulýsingu sem var send í september 2015, eftir lok kröfulýsingarfrests. Í upphaflegri kröfulýsingu sé hvergi vísað til skoskra gjaldþrotalaga eða vaxtakröfu sem leiddi af skiptameðferð Heritable í Skotlandi. Í henni hafi sóknaraðili hvorki krafist skaðabóta né minnst á fjármögnunarkostnað FSCS eins og fyllsta ástæða hafi verið til. Báðar kröfurnar byggist á erlendum réttarreglum sem geti ekki talist hluti af upphaflegri kröfugerð. Rík ástæða hafi verið til að gera grein fyrir efni og tilvist réttarreglna sem málsástæður sóknaraðila grundvölluðust á. Það leiði af reglu 2. mgr. 44. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991. Með vísan til ofangreinds byggi varnaraðili á því að kröfur sóknaraðila séu fallnar niður sökum vanlýsingar, sbr. 118. gr. laga nr. 21/1991.
Niðurstaða
Dómurinn
féllst á þá ósk varnaraðila að sakarefni málsins yrði skipt þannig að fyrst
verði dæmt um það hvort krafa sóknaraðila komist að eða hvort hún teljist
fallin niður vegna vanlýsingar og umfjöllun um efnisatriði krafnanna sem
byggja á erlendri löggjöf látin bíða þar til leyst hefur verið úr því hvort
kröfurnar komist að.
Eins og fram er komið lýsti sóknaraðili kröfu við slit varnaraðila. Í upphaflegri kröfulýsingu hans, sem varnaraðili fékk 23. október 2009, krafðist sóknaraðili höfuðstóls þeirrar fjárhæðar sem hann hafði innt af hendi til að mæta skuldbindingum Heritable-banka við þá sem áttu innstæður í þeim banka þegar sá var tekinn til slita í Bretlandi.
Í kröfulýsingunni er gerð grein fyrir því að sóknaraðili hafi á grundvelli enskra laga annars vegar greitt sumum þeim sem áttu innstæður í Heritable-banka andvirði þeirra ásamt vöxtum og hins vegar greitt andvirði innstæðna annarra í sama banka til bankans ING Direct. Af þessum sökum hafi hann eignast þann rétt sem þessir innstæðueigendur áttu á hendur Heritable-banka. Hann hafi því lýst kröfu við slit þess banka. Hún hafi verið tekin á kröfuskrá og verið samþykkt.
Í kröfulýsingunni kveðst sóknaraðili einnig bera ábyrgð á óvissum kröfum sem nokkrir þeirra, sem áttu innstæður í Heritable-banka, hafi ekki enn krafist að sóknaraðili greiddi þeim.
Landsbanki Íslands hf., fyrirrennari varnaraðila og móðurfélag Heritable-banka, hafi gefið út tvær ábyrgðaryfirlýsingar og hafi með þeim tekið á sig óafturkræfa og óskilyrta ábyrgð á skuldbindingum dótturfélagsins. Kröfu sína við slit varnaraðila byggi sóknaraðili á þeirri kröfu sem hann hafi eignast á hendur Heritable og á þessum tveimur ábyrgðaryfirlýsingum sem Landsbanki Íslands hf. hafi gefið út.
Í kröfulýsingunni færir sóknaraðili enn frekari rök fyrir kröfum sínum. Þar kemur skýrt og ótvírætt fram að aðalkrafa hans grundvallast á því að höfuðstóll innstæðnanna í Heritable, sem sóknaraðili hafði bætt innstæðueigendunum, beri dráttarvexti samkvæmt 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 7. október 2008 til og með 22. apríl 2009.
Einnig kemur skýrt og ótvírætt fram að varakrafan byggist á því að innstæðurnar beri 8% vanskilavexti samkvæmt enskum lögum.
Til viðbótar þessum fjárkröfum krafðist sóknaraðili í upphaflegri kröfulýsingu ýmislegs sem hefur ekki þýðingu hér. Að síðustu gerði sóknaraðili grein fyrir því að hann lýsti höfuðstól kröfunnar svo og vöxtum í aðal- og varakröfu til 22. apríl 2009 aðallega sem forgangskröfu samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991 en til vara sem almennri kröfu samkvæmt 113. gr. Vöxtum sem féllu á lýsta kröfu eftir 22. apríl 2009 svo og kostnaði sem félli til eftir sama dag lýsti hann sem eftirstæðri kröfu samkvæmt 114. gr. laganna.
Um tveimur árum eftir lok frests til að lýsa kröfum við slit varnaraðila kvað Hæstiréttur upp dóma í málum sem vörðuðu annars vegar innstæður í Heritable-banka, dótturfélagi varnaraðila og hins vegar heildsöluinnlán í útibúi varnaraðila í London.
Í báðum tilvikum hafnaði rétturinn því að höfuðstóll innstæðnanna og innlánanna sem var lýst við slit varnaraðila bæri dráttarvexti á grundvelli íslenskra laga um vexti, nr. 38/2001, heldur bæru slík lán vexti samkvæmt enskum lögum. Rétturinn hafnaði því jafnframt að uppfyllt væru skilyrði enskra laga fyrir því að greiða bæri vanskilavexti af þeim höfuðstól sem kröfuhafarnir lýstu við slit varnaraðila.
Í september 2015, þegar nær sex ár voru liðin frá því að frestur til að lýsa kröfum við slit varnaraðila rann út, lagði sóknaraðili fram breytta lýsingu á þeirri kröfu sem hann taldi sig eiga rétt á við slit hans.
Sóknaraðili lækkaði höfuðstólinn um 98% enda hafði slitastjóri Heritable-banka greitt honum andvirði þess hundraðshluta úr búi þess banka. Hann lækkaði fjárhæð þeirra vanskilavaxta sem hann krafðist úr 76.912.190,70 í 58.247.847,95 bresk pund. Hann féll frá þeim málsástæðum og lagarökum að greiða bæri íslenska dráttarvexti í samræmi við lög um vexti og verðbætur nr. 38/2001 eða til vara 8% dómstólavexti samkvæmt lögum Englands og Wales. Þess í stað byggði hann kröfu um vanskilavexti á skoskum reglum sem gildi við slit á skoskum fyrirtækjum enda væri Heritable skoskur banki og við slit hans giltu skoskar reglur, þar á meðal um vanskilavexti af fjárkröfum við slit fyrirtækja.
Til vara krafðist sóknaraðili ekki vanskilavaxta á höfuðstól þeirra innstæðna sem hann hafði greitt heldur vaxta sem hann þurfti að greiða af láni sem hann tók hjá Englandsbanka til þess að geta greitt innstæðurnar og hafði greitt á tímabilinu frá 7. október 2008 til og með 22. apríl 2009. Þessa kröfu byggði hann á því að með ábyrgðaryfirlýsingu hefði varnaraðili (áður Landsbanki Íslands hf.) lofað að halda kröfuhöfum Heritable-banka skaðlausum af viðskiptum sínum við þann banka.
Samkvæmt 1. mgr. 117. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., skal sá sem vill halda uppi kröfu á hendur þrotabúi lýsa henni fyrir skiptastjóra. Samkvæmt 2. mgr. skulu, í skriflegri lýsingu, kröfur tilteknar svo skýrt sem verða má, svo sem fjárhæð kröfu og vaxta í krónum. Í kröfulýsingu skal enn fremur greina þær málsástæður sem kröfuhafi byggir rétt sinn á hendur þrotabúinu á, svo og önnur atvik sem þarf að greina samhengis vegna.
Dómurinn getur ekki fallist á að skýra megi þetta ákvæði þannig að unnt sé að koma að, eftir lok kröfulýsingarfrests, málsástæðu sem ekki var vikið einu orði að í upphaflegri kröfulýsingu, það er að lög þriðja landsins, Skotlands, veiti sóknaraðila rétt sem Hæstiréttur hafi hafnað að íslensk eða ensk lög geti veitt honum.
Jafnframt má benda á að þegar sóknaraðili lýsti kröfu sinni í upphafi, 23. október 2009, hafði slitameðferð Heritable-banka staðið í ríflega ár eða frá 7. október 2008. Þá hlýtur sóknaraðili að hafa vitað að skosk lög giltu um ákveðna þætti hennar, eins og hann heldur nú fram að þau geri.
Þar eð dómurinn telur þessa málsástæðu ekki komast að nú er krafa sóknaraðila um vanskilavexti á samanlagðan höfuðstól Heritable-innstæðnanna fallin niður fyrir vanlýsingu enda féll sóknaraðili frá þeim málsástæðum sem hann hafði áður fært fyrir þeim vöxtum.
Varakrafan sem sóknaraðili lýsti í síðari kröfulýsingu sinni byggir ekki á því að skuld Heritable-banka við hann beri vanskilavexti samkvæmt lögum tiltekins lands. Þess í stað byggir hann einvörðungu á ábyrgðaryfirlýsingunni og því ákvæði hennar að varnaraðila beri að bæta þeim sem getur byggt rétt á því skjali allt það tjón sem hann verður fyrir vegna vanefnda Heritable-banka.
Með öðrum orðum krefst sóknaraðili í nýrri varakröfu ekki vanskilavaxta á höfuðstól innstæðnanna sem hann greiddi, heldur þess að varnaraðili haldi honum skaðlausum af því að hafa þurft að taka lán til þess að greiða þær. Hún er því í reynd um skaðabætur en ekki vexti.
Að mati dómsins verður ekki að liðnum kröfulýsingarfresti breytt svo verulega málsgrundvelli þeirrar fjárkröfu sem kröfuhafi telur sig eiga við slit fyrirtækis. Um þessa málsástæðu á það sama við og þá sem byggir á skosku reglunum. Hún er ný og mátti vera sóknaraðila kunn þegar hann ritaði upphaflega kröfulýsingu sína.
Fyrir því að hann komi að öðrum málsástæðum en hann færði fram í upphaflegri kröfulýsingu færir sóknaraðili þau rök að fjárkrafa hans sé í báðum tilvikum lægri í síðari lýsingunni en þeirri fyrri og til grundvallar kröfunni liggi í öllum tilvikum sú ábyrgð sem fyrirrennari varnaraðila, Landsbanki Íslands hf., gaf út til tryggingar öllum skuldum Heritable-banka.
Að mati dómsins er, þegar kröfu er lýst, ekki hægt að geyma uppi í erminni málsástæður sem þá lá fyrir að hægt væri að byggja á og draga þær fyrst fram þegar í ljós er komið að þær málsástæður sem sóknaraðili lagði upphaflega á borðið munu ekki megna að trompa málsástæður varnaraðila.
Þess konar leikur er kröfulýsing ekki. Skiptir þá ekki máli þótt fjárhæðin sem spilað er um í síðari slögum sé lægri en sú sem upphaflega var lögð undir og spil sóknaraðila (málsástæður hans) komi öll úr sömu hendinni (ábyrgðinni). Þegar kröfu er lýst við slit fyrirtækis þarf kröfuhafi að sýna slitastjórn eða skiptastjóra á öll þau spil sem hann hefur þá á hendi.
Eins og komið hefur fram samþykkti varnaraðili að sóknaraðili ætti rétt á, við slit þess síðarnefnda, fjárhæð sem samsvaraði þeim hluta höfuðstóls Heritable-innstæðnanna sem ekki hefði enn fengist greiddur við slit þess banka, þó með því skilyrði að sóknaraðili fengi ekki frekari úthlutun við slit Heritable-banka.
Engu að síður tilgreinir sóknaraðili ógreiddan hluta höfuðstólsins sem þrautavarakröfu í þessu dómsmáli. Þar eð málsaðila greinir ekki á um rétt sóknaraðila til þessarar fjárhæðar, að skilyrðinu uppfylltu, þarf hann ekki afstöðu dómsins til réttmætis hennar. Af þeim sökum er þrautavarakröfu sóknaraðila vísað frá dómi af sjálfsdáðum.
Dómurinn hefur því hafnað aðal- og varakröfu sóknaraðila en vísað þrautavarakröfu hans frá dómi. Af þessum sökum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 2. mgr. 178. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., sbr. 4. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, ber sóknaraðila að greiða varnaraðila málskostnað sem þykir, að teknu tilliti til virðisaukaskatts, hæfilega ákveðinn 1.800.000 kr.
Ingiríður Lúðvíksdóttir, settur héraðsdómari, kveður upp þennan úrskurð.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð
Aðal- og varakröfu sóknaraðila, Financial Services Compensation Scheme Ltd., við slit varnaraðila, LBI hf., er hafnað.
Þrautavarakröfu sóknaraðila er vísað frá dómi.
Sóknaraðili greiði varnaraðila 1.800.000. kr. í málskostnað.