Hæstiréttur íslands

Mál nr. 294/2002


Lykilorð

  • Lífeyrissjóður
  • Lífeyrisréttur
  • Eftirlaun
  • Aðild


Fimmtudaginn 17

 

Fimmtudaginn 17. október 2002.

Nr. 294/2002.

Félag prófessora í Háskóla Íslands

(Ragnar Aðalsteinsson hrl.)

gegn

Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins

(Þórunn Guðmundsdóttir hrl.)

 

Lífeyrissjóður. Lífeyrisréttur. Eftirlaun. Aðild.

F krafðist að viðurkennt yrði að þeir prófessorar við Háskóla Íslands sem heyrðu undir ákvörðun kjaranefndar og greiddu eða hefðu greitt lífeyrisiðgjöld til starfsloka til B-deildar L samkvæmt lögum nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins ættu frá starfslokadegi rétt á lífeyri sem tæki mið af heildarmánaðarlaunum þeirra fyrir dagvinnu, þ.e. dagvinnu að viðbættum einingum fyrir fasta yfirvinnu samkvæmt skilgreiningu kjaranefndar í úrskurði hennar 2. júlí 1998, enda greiddu prófessorarnir frá 1. janúar 1998 til starfsloka 4% lífeyrisiðgjald til viðbótar af greiðslum fyrir þessa föstu yfirvinnu sem ekki hefði verið dregið af launum þeirra. Í héraðsdómi var tekið fram að ekki hefði verið hnekkt því mati kjaranefndar að hluti af vinnu prófessora yrði ekki látinn í té á hinum daglega vinnutíma en væri þó þáttur í venjubundnu starfi þeirra. Var talið að þó svo að kjaranefnd hefði talið að starfinu fylgdi yfirvinna sem rétt væri að launa og greiða fyrir alla mánuði ársins án þess að sýnt væri fram á að vinna þessi væri unnin utan hins venjulega vinnutíma eða jafnvel innt af hendi á dagvinnutíma væri ekki þar með verið að launa fyrir dagvinnu. Var því ekki fallist á að greiðslur fyrir fasta yfirvinnu hefðu verið þess eðlis að skylt væri að líta á þær sem hluta af launum fyrir dagvinnu er veitti rétt til eftirlauna á grundvelli laga nr. 1/1997. Með vísan til forsendna héraðsdóms og þess að F væri réttur aðili að málinu var hann staðfestur.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen, Haraldur Henrysson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Pétur Kr. Hafstein.

Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar 20. júní 2002. Hann gerir þær dómkröfur, að viðurkennt verði, að þeir prófessorar við Háskóla Íslands, sem heyra undir ákvörðun kjaranefndar samkvæmt II. kafla laga nr. 120/1992 um Kjaradóm og kjaranefnd með síðari breytingum og greiða eða hafa greitt lífeyrisiðgjöld til starfsloka til B-deildar stefnda samkvæmt lögum nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, eigi frá starfslokadegi rétt á lífeyri, sem taki mið af heildarmánaðarlaunum þeirra fyrir dagvinnu, það er dagvinnu að viðbættum „einingum fyrir fasta yfirvinnu“ samkvæmt skilgreiningu kjaranefndar í úrskurði hennar 2. júlí 1998, enda greiði prófessorarnir frá 1. janúar 1998 til starfsloka, auk þegar greidds lífeyrisiðgjalds, 4% iðgjald til viðbótar af greiðslum, sem kjaranefnd nefnir einingar fyrir fasta yfirvinnu, og ekki hefur verið dregið af launum prófessoranna. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.

Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.

Áfrýjandi sækir heimild sína til málshöfðunar þessarar til 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, en þar er sett það skilyrði fyrir því, að félag eða samtök manna geti rekið mál til viðurkenningar á tilteknum réttindum félagsmanna, að það samrýmist tilgangi félagsins eða samtakanna að gæta þeirra hagsmuna, sem dómkrafan tekur til. Samkvæmt lögum áfrýjanda er tilgangur félagsins meðal annars að standa vörð um réttarstöðu prófessora og vinna að bættum kjörum og auknum réttindum félagsmanna. Er félagið réttur aðili að máli þessu.

Að þessu virtu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann.

Rétt þykir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.

Dómsorð:

Héraðsdómur skal vera óraskaður.

Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.

 

Dómur Héraðs­dóms Reykja­víkur 12. mars 2002.

I

Mál þetta, var dómtekið hinn 10. janúar sl., að loknum munn­legum mál­flutningi, en endurupptekið og flutt að nýju og dómtekið í dag.  Málið var höfðað fyrir dóm­þinginu af Fé­lagi prófessora í Há­skóla Ís­lands, kt. 490896-2369, Odda við Sturlu­götu, á hendur Líf­ey­ris­s­jóði starfs­manna ríkisins, kt. 430269-6669, Banka­stræti 7, Reykja­vík.

Dóm­kröfur stefnanda eru þær, að viðurkennt verði með dómi, að þeir prófessorar við Há­skóla Ís­lands, sem heyra undir ákvörðun kjara­nefndar sam­kvæmt II. kafla laga nr. 120/1992, um Kjara­dóm og kjara­nefnd, með síðari breytingum, og greiða eða hafa greitt líf­ey­ri­s­ið­gjöld til starfs­loka til B-deildar Líf­ey­ris­s­jóðs starfs­manna ríkisins, sam­kvæmt lögum nr. 1/1997 um Líf­ey­ris­s­jóð starfs­manna ríkisins, eigi frá starfs­loka­degi rétt á líf­eyri sem taki mið af heildar­mánaðar­launum þeirra fyrir dag­vinnu, þ.e. dag­vinnu að við­bættum „einingum fyrir fasta yfir­vinnu” sam­kvæmt skil­greiningu kjara­nefndar í úr­skurði nefndarinnar hinn 2. júlí 1998, enda greiði prófessorarnir frá 1. janúar 1998 til starfs­loka, auk þegar greidds líf­ey­ri­s­ið­gjalds, 4% iðgjald til við­bótar af greiðslum sem kjara­nefnd nefnir einingar fyrir fasta yfir­vinnu og ekki hefur verið dregið af launum prófessoranna.  Þá er krafist máls­kostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi.

Dóm­kröfur stefnda eru þær, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og honum dæmdur máls­kostnaður úr hendi stefnanda, sam­kvæmt mati dómsins.

II

Prófessorum við Há­skóla Ís­lands voru greidd laun sam­kvæmt kjara­samningi fjár­mála­ráð­herra f.h. ríkis­sjóðs og Fé­lags há­skóla­kennara.  Hinn 1. janúar 1998 tók nýtt launa­kerfi gildi.

Sam­kvæmt 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/1992, um Kjara­dóm og kjara­nefnd, sbr. 6. gr. laga nr. 150/1996, skal kjara­nefnd ákveða föst laun og starfs­kjör prófessora, enda verði talið að þeir gegni þeim störfum að að­al­s­tarfi.

Hinn 2. júlí 1998 tók kjara­nefnd ákvörðun um launa­kjör prófessora og skyldu hin nýju launa­kjör gilda frá 1. janúar 1998.  Í ákvörðuninni er prófessorum skipað í fimm laun­a­f­lokka, sem nefndir eru I.-V. flokkur.  Í 2. lið úr­skurðar­orða kjaranefndar er kveðið á um fjár­hæð mánaðarlauna eftir flokkum.  Í 3. lið er kveðið á um skyldu launa­greiðanda til að greiða prófessorum í flokkum II til V „einingar fyrir fasta yfir­vinnu”.  Svonefnd „föst yfir­vinna” er ekki reiknuð sem fjöldi klukku­stunda heldur í einingum, sem eru skil­greindar í 8. lið úr­skurðar­orðanna, og sé hún 1% af 127. launa­flokki kjara­nefndar.  Te­kið er fram á sama stað, að „föst yfir­vinna” í formi eininga skuli greidd alla mánuði ársins og því sé ekki greitt orlofs­fé á einingarnar.  Mánaðar­laun prófessora í fyrr­greindum flokkum hækka um 6 - 23% vegna eininganna.

Í 3. lið í ákvörðuninni er einnig fjallað um venju­lega yfir­vinnu.  Sam­kvæmt þessum lið er heimilt að greiða prófessorum fyrir slíka vinnu, en þó þannig að há­marks­fjöldi greiddra yfir­vinnu­stunda má ekki fara fram úr til­teknum fjölda, sem er mis­mun­andi eftir laun­a­f­lokki I-IV, mest 30 stundir á mánuði í I. flokki, en 8 stundir í IV. flokki.

Í lið 6 í ákvörðun kjara­nefndar er kveðið á um greiðslur ríkis­sjóðs í rit­la­una- og rannsóknar­sjóð prófessora.  Kjara­nefnd hefur sett reglur um sjóðinn og sam­kvæmt þeim er unnt að greiða prófessorum við­bótar­greiðslur á laun fyrir rannsóknir, kennslu, stjórnun og annað, sam­kvæmt mats­reglum kjara­nefndar.

Sam­kvæmt 3. gr., laga nr. 129/1997, um skyldu­tryggingu líf­ey­ris­réttinda og starf­semi líf­ey­ris­s­jóða, skal lág­mark­s­ið­gjald til líf­ey­ris­s­jóðs reiknað af heildar­fjár­hæð greiddra launa og endur­gjalds fyrir hvers konar vinnu, starf og þjónustu.  Stofn til iðgjalds skal vera allar tegundir launa eða þóknana fyrir störf, sem skatt­skyld eru sam­kvæmt lögum um tekju­skatt og eignar­skatt.

Um Líf­ey­ris­s­jóð starfs­manna ríkisins gilda lög nr. 1/1997.  Sjóðnum er skipt í tvær deildir, A-deild og B-deild.  Upp­hæð ellilífeyris sjóð­fé­laga í B-deild ákvarðast sam­kvæmt 2. mgr. 24. gr. laganna sem hundraðs­hluti af föstum launum fyrir dag­vinnu, persónu­upp­bót og orlofs­upp­bót, sam­kvæmt kjara­samningum, sem við starfs­lok fylgja stöðu þeirra fyrir fullt starf er sjóð­fé­lagi gegndi síðast.

Ágreiningur málsins snýst um það hvort sú fasta yfir­vinna, sem kjara­nefnd hefur ákvarðað fé­lögum stefnanda, geti talist til fastra launa fyrir dag­vinnu.

Stefnandi byggir á því að fé­lags­menn hans eigi rétt til líf­ey­ris­greiðslna ekki einungis af grunn­launum, heldur einnig af föstum yfir­vinnu­greiðslum.  Stefndi telur lög ekki standa til þess.

III

Eins og áður greinir byggir stefnandi kröfur sínar á því, að fé­lags­menn hans, sem heyri undir ákvörðun kjara­nefndar og greiða eða greiddu til starfs­loka til B-deildar sjóðsins, eigi rétt til líf­ey­ris sem taki mið af heildar­mánaðar­launum þeirra fyrir dag­vinnu, þ.e. svonefnd mánaðar­laun að við­bættum einingum fyrir fasta yfir­vinnu.

Stefnandi telur að skilja beri 23. gr. 1. mgr. laga nr. 1/1997 svo, að miða beri töku líf­ey­ris ekki einungis við mánaðarlaun heldur einnig aðra hluta fastra mánaðar­launa, svo sem einingar fyrir fasta yfir­vinnu.  Telur stefnandi það engu breyta um skilning á hug­takinu „föst laun fyrir dag­vinnu” þó hluti fastra lág­marks­launa sé gefið annað heiti, svo sem áhættu­á­lag, óþarfa­á­lag eða einingar fyrir fasta yfir­vinnu.  Í hug­takinu felist öll þau laun, sem greidd séu starfs­manni fyrir störf hans í dag­vinnu og ekki verði lækkuð af neinum ást­æðum, svo sem vegna slakra af­kasta eða ár­angurs.  Mánaðar­laun að við­bættum einingum þeirra prófessora, sem þeirra njóti, séu föst laun prófessoranna, sem ekki verði skert með neinum hætti.  Launin séu óbreytt allt árið og þar með á orlof­s­tíma.  Launin séu á engan hátt tengd af­köstum eða vinnu­tíma prófessoranna.  Krafa um vinnu umfram venju­legan dag­vinnu­tíma sé ekki gerð að skil­yrði fyrir greiðslum fyrir einingarnar.

Stefnandi telur reglu 2. mgr. 24. gr. laga nr. 1/1997, um að upp­hæð líf­ey­ris í B-deild sé hundraðs­hluti af föstum launum fyrir dag­vinnu, persónuuppbót og orlofs­upp­bót sam­kvæmt kjara­samningum, vera undan­tekningar­reglu í ís­lenskum rétti.  Að­al­reglan sé sú að elli­líf­eyrir taki mið af raun­launum sjóð­fé­laga og sé ákveðið hlut­fall af þeim.  Með raun­launum sé átt við heildar­fjár­hæð greiddra launa og endur­gjalds fyrir hvers konar vinnu, starf og þjónustu, þar með talin stjórnar­laun og nefndar­laun.  Þar sem um undan­tekningar­reglu sé að ræða, beri að túlka hana þröngt þegar skil­greint sé hvað til­heyri föstum launum fyrir dag­vinnu, þannig að líf­eyrir taki mið af öllum launum og þóknunum, sem ekki verði ótví­rætt talin til óreglu­legra tekna.  Hæsti­réttur hafi í dómi hinn 30. mars 2000 komist að þeirri niður­stöðu, að greiðslur til ríkis­starfs­manna geti verið tengdar hinum föstu launum með þeim hætti að skylt sé að líta á þær sem hluta af launum fyrir dag­vinnu, er veiti rétt til eftir­launa.  Með dómi þessum, sem vísi til eldri laga og eldra rétta­r­á­stands, sé því slegið föstu að í því sam­hengi sem hér sé fjallað um skuli eftir­laun taka mið af föstum launum og öðrum greiðslum, sem skylt sé að líta á sem hluta af launum fyrir dag­vinnu.

Sam­kvæmt framan­sögðu verði ekki hjá því komist að líta svo á að greiðsla eininga fyrir fasta yfir­vinnu, sé hluti af launum fyrir dag­vinnu.

Stefnandi byggir og á því, að um aðra sjóðs­fé­laga í B-deild líf­ey­ris­s­jóðs stefnda gildi sú ótví­ræða regla, að líf­eyrir taki mið af föstum óskerðan­legum launum þeirra við starfs­lok, en ekki einungis hluta fastra, óskerðan­legra launa þeirra eins og gildi um prófessora við Há­skóla Ís­lands.  Slíkt sé and­stætt jafn­ræðis­reglu 65. gr. stjórnar­skrár og beri því af þeirri ástæðu að taka kröfur stefnanda til greina.

Stefnandi byggir einnig á því, að áunnin líf­ey­ris­réttindi teljist eign í stjórn­skipu­legri merkingu og njóti þannig verndar 72. gr. stjórnar­skrárinnar.  Með því að miða líf­ey­ris­greiðslur til prófessora við laun án greiðslna fyrir einingar skerði stefndi eignar­réttindi prófessoranna án þess að lag­a­sk­il­yrða sé gætt, þar á með­al laga­heimildar um fullar bætur.

Stefnandi kveður, að í kröfu­gerð sinni felist, að þeir prófessorar, sem þegar hafi hafið töku líf­ey­ris, en te­kið við starfs­lok laun sam­kvæmt ákvörðun kjara­nefndar, skuli fá leið­réttingu á líf­eyri sínum frá því að þeir hafi hafið töku hans, en þeir prófessorar, sem enn greiði iðgjöld til stefnda, skuli, þegar að starfs­lokum komi, fá greiddan líf­eyri, sem taki mið af mánaðar­launum að við­bættum einingum fyrir fasta yfir­vinnu.

Há­skóli Ís­lands sé launa­greiðandi prófessora í Há­skóla Ís­lands.  Ríkis­bók­hald annist út­reikning á launum þeirra og þar með frá­drátt vegna 4% líf­ey­ri­s­ið­gjalds prófessoranna til stefnda og 6% iðgjalda­fram­laga launa­greiðandans til stefnda.  Með bréfi dag­settu 1. nóvember 2000 krafðist lög­maður stefnanda þess f.h. stefnanda, að Há­skóli Ís­lands innti af hendi, allt frá 1. janúar 1998, 6% iðgjalda­fram­lag launa­greiðanda vegna eininga fyrir fasta yfir­vinnu.  Ekki hafi verið farið að þeim kröfum stefnanda.  Stefnandi kveður það skyldu stefnda að krefja launa­greiðandann um 6% fram­lag hans einnig vegna eininga fyrir fasta yfir­vinnu frá 1. janúar 1998.  Fé­lags­menn stefnanda hafi ætíð verið reiðubúnir til þess að greiða 4% iðgjalda­fram­lag af þessum einingum, en vegna fyrir­komu­lags á launa­greiðslum og frá­drætti vegna líf­eyri­s­ið­gjalda hafi þeir ekki átt þess kost.

Stefnandi telur það ekki rýra réttar­stöðu fé­lags­manna sinna, að hafa ekki hver um sig sent 4% iðgjalda­greiðslur til stefnda, enda hafi það ekki haft neina þýðingu vegna af­stöðu stefnda.  Iðgjalda­fram­lag prófessoranna verði þá fyrst kræft þegar stefndi hafi viðurkennt þær skyldur sínar, sem krafist sé viður­kenningar á í máli þessu, eða dómur genginn um skylduna.

Stefnandi kveðst gæta hagsmuna fé­lags­manna sinna á sviði kjara­mála og sæki heimild sína til að höfða viður­kenningar­mál um um­stefnd réttindi fé­lags­manna sinna til 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, um með­ferð einka­mála, enda sam­rýmist máls­sóknin til­gangi fé­lagsins til að gæta kjara­hags­muna þeirra sem dóm­kröfurnar lúti að.

Um laga­rök vísar stefnandi til 65. gr. og 72. gr. stjórnar­skrárinnar.  Einnig vísar stefnandi til 8. og 11. gr. laga nr. 120/1992, um Kjara­dóm og kjara­nefnd, með síðari breytingum.  Stefnandi vísar og til 3. gr. laga nr. 129/1997, um skyldu­tryggingu líf­ey­ris­réttinda og starf­semi líf­ey­ris­s­jóða, 1. gr., 6. gr., 7. gr., 13. gr., 23. gr., 24. gr. og 32. gr. laga nr. 1/1997, um Líf­ey­ris­s­jóð starfs­manna ríkisins.  Þá vísar stefnandi til 25. gr. og XXI. kafla laga nr. 91/1991, um með­ferð einka­mála.

IV

Stefndi byggir kröfu sína um sýknu á því, að lög standi ekki til þess að fé­lags­menn í stefnanda eigi rétt til líf­ey­ris­greiðslna af föstum yfir­vinnu­greiðslum.  Sú fasta yfir­vinna, sem kjara­nefnd hafi ákvarðað fé­lögum í stefnanda, teljist ekki til fastra launa fyrir dag­vinnu.

Er breyting hafi verið gerð á lögum nr. 120/1992 um Kjara­dóm og kjara­nefnd með lögum nr. 150/1996, hafi laun og starfs­kjör prófessora, þeirra sem gegni þeim störfum að að­al­s­tarfi, verið felld undir ákvörðunar­vald kjara­nefndar.  Sam­kvæmt 1. mgr. 11. gr. laganna skuli kjara­nefnd ákveða föst laun fyrir dag­vinnu og kveða á um önnur starfs­kjör, úr­skurða hvaða auka­störf til­heyri að­al­s­tarfi og hver beri að launa sér­stak­lega.

Vegna þessara breytinga hafi kjara­nefnd farið þess á leit við stefnanda í byrjun árs 1997, að fé­lagið til­nefndi 2-3 full­trúa til þess að koma sjón­ar­m­iðum prófessora á fram­færi við kjara­nefnd.  Fé­lagið hafi orðið við þessari beiðni, auk þess sem það hafi sent kjara­nefnd sér­staka greinar­gerð um laun og starfs­kjör prófessora.  Í henni sé gerð grein fyrir störfum prófessora.  Einn kafli greinar­gerðarinnar beri yfir­skrif­tina sér­stakar starfs­skyldur, þar sem m.a. komi fram, að prófessorar þurfi oft og tíðum að gefa um­sagnir um nemendur til erlendra skóla vegna fram­halds­náms eða starfs­um­sókna.  Þá beri annar kafli greinar­gerðarinnar yfir­skrif­tina störf í þágu sam­fé­lagsins, þar sem fram komi að prófessorar gegni ýmsum störfum í þágu bæði þjóð­fé­lagsins og vísinda­sam­fé­lagsins, án endur­gjalds.  Í greinar­gerðinni sé og bent á að eitt af því sem hafi gert Há­skólanum erfitt fyrir sé að aðrar ríkis­stofnanir og ráðu­neyti hafi haft svig­rúm til þess að greiða svonefnda óm­ælda yfir­vinnu, en prófessorar fái ekkert greitt fyrir óm­ælda yfir­vinnu við um­sagnir um nemendur, upp­lýsinga­gjöf til fjöl­miðla og ráðu­neyta, ritrýningu fyrir fræði­rit, þjónustu við fag­fé­lög o.fl.  Af þessu sé ljóst að prófessors­starfið feli í sér meiri vinnu­ en svo að henni verði lokið á venju­legum dag­vinnu­tíma.

Í ákvörðun kjara­nefndar sé með­al annars vikið að þessum sér­stöku starfs­skyldum prófessora í þágu þjóð­fé­lagsins og vísinda­sam­fé­lagsins.  Á grund­velli allra fyrir­liggjandi gagna hafi það verið niður­staða kjaranefndar að auk þess að ákveða föst dag­vinnu­laun prófessora, hafi þeim verið ákvörðuð föst yfir­vinna.  Þá hafi það verið ákvarðað að auk fastrar yfir­vinnu væri heimilt að greiða þeim fyrir kennslu­yfir­vinnu.  Af þessari ákvörðun kjara­nefndar sé því ljóst að fasta yfir­vinnan sé alls ekki greidd fyrir dag­vinnu.  Þá komi og fram í reglum kjara­nefndar, að þar sem rætt sé um mánaðar­laun í úrskurðum hennar sé átt við laun sem séu ákvörðuð fyrir dag­vinnu, þ.e. laun án eininga.  Einnig segi þar, að kjara­nefnd geti ákveðið fastar mánaðar­legar greiðslur í formi eininga fyrir alla yfir­vinnu sem starfinu fylgi.

Í ákvörðun kjara­nefndar felist að viðurkennt sé að prófessors­starfið kalli óhjákvæmi­lega á einhverja yfir­vinnu og sé ekki starf sem hægt sé að ljúka á dag­vinnu­tíma.  Sam­kvæmt 2. mgr. 24. gr. laga nr. 1/1997, um Líf­ey­ris­s­jóð starfs­manna ríkisins, reiknist elli­líf­eyrir einungis af föstum launum fyrir dag­vinnu, persónu­upp­bót og orlofs­upp­bót.  Það þýði að óheimilt sé að reikna elli­líf­eyri af yfir­vinnu, enda þótt starfið sé þess eðlis að það kalli á yfir­vinnu og jafnvel fasta yfir­vinnu.

Ljóst sé að einingar, sem kjara­nefnd hafi ákvarðað fyrir fasta yfir­vinnu séu greiddar fyrir yfir­vinnu og að ekki sé heimilt að taka yfir­vinnu­greiðslur af neinu tagi til við­miðunar við ákvörðun lífeyrisréttinda hjá B-deild stefnda.  Skipti þá ekki máli þó svo kjara­nefnd hafi ákveðið í úr­skurði sínum að tví­skipta yfir­vinnu­greiðslum til prófessora, þ.e.a.s. að ákveða annars vegar greiðslu fyrir fasta yfir­vinnu og hins vegar greiðslur fyrir kennslu­yfir­vinnu.  Í báðum til­vikum sé um greiðslu fyrir yfir­vinnu að ræða og sam­kvæmt áður ­til­vitnuðu ákvæði í lögum um stefnda, sé ekki heimilt að taka þær inn í út­reikning réttinda hjá B-deild stefnda.

Stefndi mót­mælir sér­stak­lega sem röngu því sem fram komi í stefnu, um að föst laun fyrir dag­vinnu merki öll þau laun sem greidd séu fyrir lág­marks­vinnu án frá­dráttar og án til­lits til þess hvaða heiti vinnunni sé gefið og að krafa um vinnu umfram venju­legan dag­vinnu­tíma sé ekki gerð að skil­yrði fyrir greiðslum fyrir þær einingar sem séu greiddar fyrir fasta yfir­vinnu.

Stefndi kveður að um alla sjóð­fé­laga í B-deild gildi sú regla, að elli­líf­eyrir þeirra sé hundraðs­hluti af föstum launum fyrir dag­vinnu, persónu­upp­bót og orlofs­upp­bót, sam­kvæmt kjara­samningum, sem við starfs­lok fylgi stöðu þeirri fyrir fullt starf sem sjóðs­fé­lagi gegndi síðast.  Þetta gildi jafnt um alla sjóð­fé­laga og því sé ekki um brot á jafn­ræðis­reglu að ræða.

Stefndi hafnar því að ákvæði 2. mgr. 24. gr. laga nr. 1/1997, feli í sér brot á eignarréttarákvæði stjórnar­skrárinnar.  Allt frá því að Líf­ey­ris­sjóður starfs­manna ríkisins hafi verið stofnaður með lögum nr. 72/1919 og fram til gildis­töku laga nr. 1/1997, hafi iðgjöld aldrei verið reiknuð af yfir­vinnu, hvorki mældri né óm­ældri.  Líf­ey­ris­réttindi hafi því aldrei verið reiknuð af þeim launum.  Því geti ekki verið um brot á eignar­rétta­r­á­kvæði stjórnar­skrárinnar að ræða, þar sem að því leyti hafi aldrei stofnast eigna­rréttur til handa fé­lögum í stefnanda.

Kröfu um máls­kostnað byggir stefndi á 1. mgr. 130. gr., sbr. 4. mgr. 129. gr. laga nr. 91/1991, um með­ferð einka­mála.

Kröfu um virðis­auka­skatt á mál­flutnings­þóknun byggir stefndi á lögum nr. 50/1988, um virðis­auka­skatt.  Þar sem stefndi sé ekki virðis­auka­skatt­skyldur beri honum nauðsyn á að fá fjár­hæð þessa til­dæmda sér, úr hendi stefnanda.

V

Mál þetta varðar réttindi stefnanda til lífeyris úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.  Snýst málið um hvort þeir félagsmenn stefnanda sem greitt hafa og greiða í B-deild sjóðsins eigi rétt á að lífeyrir þeirra sé miðaður við greiðslur sem þeir fá fyrir dagvinnu og einnig fasta yfirvinnu, sem þeim hefur verið ákveðin.

Samkvæmt 23. gr. laga nr. 1/1997, eiga sjóðfélagar í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins að greiða iðgjald af föstum launum fyrir dagvinnu, persónuuppbót og orlofsuppbót.  Í  24. gr. sömu laga er kveðið á um hvernig lífeyrisgreiðslur skuli reiknast.  Segir þar í 1. mgr.: „Hver sjóðfélagi, sem greitt hefur iðgjald til sjóðsins, á rétt á lífeyri frá næstu mánaðamótum eftir að hann verður 65 ára, enda hafi hann þá látið af þeim störfum sem veitt hafa honum aðild að sjóðnum.”  2. mgr. 24. gr. laganna hljóðar svo: „Upphæð ellilífeyris er hundraðshluti af þeim föstu launum fyrir dagvinnu, persónuuppbót og orlofsuppbót samkvæmt kjarasamningum sem við starfslok fylgja stöðu þeirri fyrir fullt starf er sjóðfélagi gegndi síðast.  Hundraðshluti þess fer eftir iðgjaldagreiðslutíma og starfshlutfalli sjóðfélagans og er 2% fyrir hvert ár í fullu starfi sem iðgjöld hafa verið greidd fyrir, en hlutfallslega lægri fyrir minna starfshlutfall.  Fyrir hvert fullt ársstarf eftir að iðgjaldagreiðslu lýkur og þar til sjóðfélaginn öðlast rétt til að láta af störfum og fá ellilífeyri bætist við 1% af föstum árslaunum fyrir fullt starf en 2% fyrir hvert fullt ársstarf eftir að iðgjaldagreiðslu er lokið og hann hefur öðlast rétt til að fá lífeyri.”

Samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/1992, um Kjaradóm og kjaranefnd, sbr. 6. gr. laga nr. 150/1996, skal kjaranefnd ákveða laun prófessora.  Í 11. gr. þeirra laga segir svo: „Kjaranefnd skal ákveða föst laun fyrir dagvinnu og kveða á um önnur starfskjör.  Hún úrskurðar hvaða aukastörf tilheyra aðalstarfi og hver beri að launa sérstaklega.  Við ákvarðanir sínar getur nefndin tekið tillit til sérstakrar hæfni er nýtist í starfi og sérstaks álags sem starfinu fylgir.

Kjaranefnd skal og taka tillit til kvaða sem störfunum kunna að fylgja, svo og hlunninda og réttinda sem þeim fylgja, svo sem lífeyrisréttinda og ráðningarkjara.”

Í athugasemdum með frumvarpi að lögum nr. 120/1992 kemur fram að meta beri laun fyrir þá vinnu sem látin er í té utan hins daglega vinnutíma og talinn er þáttur í venjubundnu starfi viðkomandi aðila.  Beri að skipta heildarlaunum í laun fyrir venjulega dagvinnu og önnur laun.  Sé þetta gert til þess að leiðrétta misræmi sem skapast hafi, þar sem lífeyrisréttindi þeirra sem fallið hafi undir úrskurðarvald Kjaradóms, hafi miðast við heildarlaun, en lífeyrisréttindi þeirra, sem haft hafi launakjör samkvæmt kjarasamningum eða ákvörðun fjármálaráðherra, hafi miðast við dagvinnulaun þeirra, auk persónuuppbótar og orlofsuppbótar.  Þannig sé gert ráð fyrir að lífeyrisréttindi verði í öllum tilvikum miðuð við laun fyrir dagvinnu, eins og þau séu skilgreind í lífeyrissjóðslögum, nema samningar eða lög mæli fyrir um annað.

Í samræmi við fyrrgreint lagaákvæði ákvað kjaranefnd prófessorum laun með úrskurði dagsettum 2. júlí 1998.   Í úrskurðinum er greint frá því að áður en hann hefði verið kveðinn upp hefði kjaranefnd aflað sér ýmissa þar tilgreindra gagna svo sem greinargerðar frá stefnanda með sjónarmiðum þeirra um launaákvörðun þeim til handa.  Á grundvelli þessa hafi nefndin úrskurðað  prófessorum mánaðarlaun, þar sem þeim var raðað í fimm flokka og mánaðarlaun hvers flokks ákveðin.  Auk mánaðarlauna skyldi prófessorum í flokki II til V greidd föst yfirvinna, alla mánuði ársins.  Þá skyldi auk þess greiða prófessorum í flokki I til IV kennsluyfirvinnu.   Í rökstuðningi nefndarinnar fyrir ákvörðun sinni segir m.a.: „ Starfsskyldur prófessora felast einkum í rannsóknum, kennslu og stjórnun.  Í reglum um starfsskyldur, sem háskólaráð hefur sett, kemur fram hvernig vinnutími skiptist milli þessara þriggja þátta.  Þá gegna prófessorar oft ýmsum störfum í þágu þjóðfélagsins og vísindasamfélagsins.

Prófessorstarfið hefur um margt sérstöðu.  Til prófessora eru gerðar miklar hæfniskröfur og til að tryggja að þær verði uppfylltar eru skipaðar dómnefndir hverju sinni til þess að meta hæfni umsækjenda.  Prófessor er sinn eigin stjórnandi að því marki sem skor, deild eða háskólaráð setja honum ekki sérstakar reglur.  Honum ber að skila af sér ákveðinni kennslu samkvæmt þeirri kennsluskyldu sem á honum hvílir og að sinna ákveðnum stjórnunarstörfum, t.d. setu á deildarfundum.  Að öðru leyti ráðstafar prófessor tíma sínum sjálfur.  Starfsfrelsið felur í sér mikla ábyrgð.”

Þá liggur og fyrir að kjaranefnd hefur sett sér almennar viðmiðunarreglur og ákvæði um starfskjör embættismanna, þar sem meðal annars er fjallað um yfirvinnu.  En þar kemur fram að kjaranefnd geti ákveðið fastar mánaðarlegar greiðslur í formi eininga fyrir alla yfirvinnu sem starfinu fylgir og skuli þær greiddar alla mánuði ársins, líka í sumarleyfi, og því sé ekki greitt af þeim orlof.  Einnig er þar kveðið á um að þegar rætt sé um mánaðarlaun í úrskurðum kjaranefndar sé átt við laun sem séu ákvörðuð fyrir dagvinnu, þ.e. laun án eininga fyrir fasta yfirvinnu. 

Stefnandi telur að í hugtakinu föst laun felist öll þau laun, sem greidd hafi verið fyrir störf í dagvinnu. Mánaðarlaun að viðbættum einingum, sem þær hafi, séu föst laun prófessoranna, sem ekki sæti lækkun af neinum ástæðum.  Launin séu óbreytt allt árið og þar með á orlofstíma og á engan hátt tengd afköstum eða vinnutíma prófessoranna.  Engin krafa sé gerð til vinnu umfram venjulegan dagvinnutíma. 

Þeir sem greiða iðgjöld í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins greiða iðgjald af launum fyrir dagvinnu, persónuuppbót og orlofsuppbót, en ekki fyrir „fasta yfirvinnu.”  Eins og að framan greinir er ljóst að kjaranefnd ákvað prófessorum annars vegar mánaðarlaun fyrir dagvinnu og hins vegar laun fyrir yfirvinnu, sem samkvæmt bæði úrskurði hennar og reglum, sem nefndin hefur sett sér, skyldi greiðast alla mánuði ársins.  Samkvæmt umdeildum úrskurði mat kjaranefnd það svo að hluti af vinnu prófessora yrði ekki látinn í té á hinum daglega vinnutíma, en væri þó þáttur í venjubundnu starfi prófessora. Hefur þessu mati ekki verið hnekkt, en þvert á móti styðst það við greinargerð prófessoranna sjálfra um vinnuframlag þeirra.  Þó svo að kjaranefnd hafi talið að starfinu fylgdi yfirvinna, sem rétt væri að launa og greiða fyrir alla mánuði ársins,  án þess að prófessorar sýni fram á að vinna þessi sé unnin utan hins venjulega vinnutíma og geti jafnvel innt hana af hendi á dagvinnutíma, er ekki þar með verið að launa fyrir dagvinnu.  Verður því ekki á það fallist, að greiðslurnar hafi, með því að vera þær sömu og greiddar alla mánuði ársins, verið þess eðlis að skylt sé að líta á þær sem hluta af launum fyrir dagvinnu, er veiti rétt til eftirlauna á grundvelli fyrrgreindra laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.  Hefur Hæstiréttur og metið það lögmætt að iðgjaldagreiðslur hafi verið takmarkaðar við laun fyrir dagvinnu.  Verður og ekki séð að með því að greiða ekki prófessorum lífeyri af þessum yfirvinnugreiðslum hafi verið brotið jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar, enda hefur eins verið farið með hliðstæðar greiðslur til annarra ríkisstarfsmanna er greiða iðgjöld sín til stefnda.  Samkvæmt fyrrgreindri niðurstöðu er ekki um áunnin lífeyrisréttindi vegna þessara launa að ræða og því ekki brot á 72. gr. stjórnarskrárinnar. 

Samkvæmt framansögðu ber því að hafna kröfu stefnanda.

Rétt þykir að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. 

Hervör Þorvaldsdóttir, héraðsdómari, kvað upp dóm þennan.

D Ó M S O R Ð :

Stefndi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, er sýkn af kröfum stefnanda, Félagi prófessora við Háskóla Íslands.

Málskostnaður fellur niður.