Hæstiréttur íslands
Mál nr. 274/2016
Lykilorð
- Kaupleiga
- Tryggingarbréf
- Veð
- Túlkun samnings
Reifun
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson og Karl Axelsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 12. apríl 2016. Hann krefst sýknu af kröfum stefnda. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
Með hinum áfrýjaða dómi var Fjarðargrjót ehf. dæmt til að greiða skuld við stefnda samkvæmt þremur kaupleigusamningum, 5. september 2006, nr. 810198-199, 13. mars 2007 nr. 811547-548 og 26. maí 2008 nr. 814607-608 og áfrýjanda gert að þola staðfestingu þess að tryggingarbréf sem útgefið var 31. maí 2010, í eigu stefnda að fjárhæð 15.500.000 krónur með veði í Brekkutröð 1, Hafnarfirði, þinglýstri eign áfrýjanda, stæði til tryggingar kröfunum. Samkvæmt kaupleigusamningunum var stefndi eigandi leigumunanna. Fyrir Hæstarétti lýtur ágreiningur einvörðungu að því hvort skuld sú sem Fjarðargrjót ehf. var dæmt til að greiða falli undir tryggingarbréfið.
Á fremri síðu tryggingarbréfsins sagði að um væri að ræða allsherjarveð, þar á meðal til tryggingar ,,skilvísum og skaðlausum greiðslum á öllum núverandi og tilvonandi skuldum og fjárskuldbindingum við Lýsingu hf. ... að hvaða tagi sem er, t.d. samkvæmt víxlum, skuldabréfum, lánssamningum, fjármögnunar- eða kaupleigusamningum, rekstrarleigu- eða bílasamningum, eða öðrum eignarleigusamningum“. Þá sagði í bréfinu að sett væri að veði fyrrgreind fasteign fyrir höfuðstólsfjárhæð allt að 15.500.000 krónur ,,auk verðbóta, vísitöluhækkunar, gengismunar, dráttarvaxta, vanskilaálaga, kostnaðar af fjárnámsgerð og frekari fullnustuaðgerðum eða öðrum kostnaði, hverju nafni sem nefnist ... er kröfuhafi kann að greiða“. Á aftari síðu bréfsins sagði á hinn bóginn: ,,Tryggingarbréf þetta er gert vegna útflutnings á tveimur vinnuvélum; 1) CAT 325D beltagrafa ... og 2) Komatsu PW140-7 hjólagrafa ... Tækin eru eign Lýsingar en leigð Fjarðargrjóti ehf. með kaupleigusamningum nr. 812233 og 815309. Tryggingarbréf þetta er til tryggingar á hvers kyns kostnaði, sköttum, opinberum álögum, tjóni, stuldi og öllum öðrum kostnaði sem kann að falla á Lýsingu, hvort sem er vegna tilverknaðar leigutaka eða annarra, á meðan tækin eru staðsett í öðru landi en á Íslandi. Einnig er tryggingarbréfið til tryggingar á kostnaði og gjöldum sem kunna að falla á tækin vegna flutnings þeirra til og frá Íslandi.“ Samkvæmt 20. gr. fyrrgreindra kaupleigusamninga var leigutaka, Fjarðargrjóti ehf., óheimilt að flytja hið leigða úr landi án skriflegs samþykkis stefnda. Ágreiningslaust er að á tilteknu tímamarki óskaði leigutaki eftir því að fá að flytja þá leigumuni til Noregs sem fyrr greinir.
Stefndi heldur því fram að fyrrgreindur texti á aftari síðu tryggingarbréfsins hafi verið viðauki við textann á fremri síðu þess og aðeins falið í sér áréttingu á því að tryggingin tæki til þess kostnaðar sem þar væri tilgreindur. Sé litið til orðalags fyrrnefnda textans fær þetta ekki staðist, heldur eru ákvæðin tvö með öllu ósamþýðanleg. Fyrir vikið verða ákvæði bréfsins um hvaða skuldir því sé ætlað að tryggja óskiljanleg.
Þegar svo háttar til sem áður greinir ber að jafnaði að skýra ákvæði skjals á borð við tryggingarbréf þeim aðila í óhag sem samið hefur skjalið einhliða. Þegar vafi leikur á því hvernig túlka skuli slík ákvæði ber að öðru jöfnu að beita þeim skýringarkosti sem er síður íþyngjandi fyrir þann sem tekur á sig þá skuldbindingu að setja eign sína að veði, ekki síst þegar um er að ræða veð til tryggingar skuldum annars en hans sjálfs.
Að teknu tilliti til þess að stefndi er fjármálastofnun og ágreiningslaust er að umrætt tryggingarbréf var samið einhliða af honum hvíldi sérstök skylda á honum að búa svo um hnútana að ekki léki vafi á til hvaða skuldbindinga bréfið næði. Samkvæmt öllu framangreindu og þegar horft er til þess sem fram kemur á aftari síðu tryggingarbréfsins um tilgang þess að það var gert verður lagt til grundvallar að ætlun aðila hafi aðeins verið að tryggja með því þann kostnað sem þar var tilgreindur og takmarkaðist við kaupleigusamninga nr. 812233 og 815309. Þar sem mál þetta lýtur ekki að skuldbindingum vegna þeirra samninga er áfrýjandi sýknaður af kröfu stefnda.
Stefnda verður gert að greiða áfrýjanda málskostnað sem ákveðinn verður í einu lagi á báðum dómstigum eins og í dómsorði greinir, en við ákvörðun málskostnaðar er tekið mið af því að fyrir Hæstarétti eru rekin samhliða þessu máli þrjú samkynja mál.
Dómsorð:
Áfrýjandi, B1–Fjarðargrjót ehf., er sýkn af kröfu stefnda, Lýsingar hf.
Stefndi greiði áfrýjanda samtals 800.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 13. janúar 2016.
Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 19. maí 2015 og dómtekið að lokinni aðalmeðferð 7. janúar sl. Stefnandi er Lýsing hf., Ármúla 1, Reykjavík. Stefndu eru Fjarðargrjót ehf. og B1-Fjarðargrjót ehf., Furuhlíð 4, Hafnarfirði.
Stefnandi krefst þess í fyrsta lagi að stefndi, Fjarðargrjót ehf., verði dæmt til að greiða stefnanda kr. 16.083.617 auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 222.898 frá 10.05.2011 til 10.06.2011, af kr. 489.904 frá þeim degi til 10.07.2011, af kr. 756.897 frá þeim degi til 10.08.2011, af kr. 1.023.890 frá þeim degi til 10.09.2011, af kr. 1.290.883 frá þeim degi til 10.10.2011, af kr. 1.557.876 frá þeim degi til 10.12.2011, af kr. 1.824.855 frá þeim degi til 10.01.2012, af kr. 2.091.848 frá þeim degi til 10.02.2012, af kr. 2.360.280 frá þeim degi til 10.03.2012, af kr. 2.628.686 frá þeim degi til 10.04.2012, af kr. 2.897.065 frá þeim degi til 10.05.2012, af kr. 3.167.806 frá þeim degi til 10.06.2012, af kr. 3.438.475 frá þeim degi til 10.07.2012, af kr. 3.709.072 frá þeim degi til 10.08.2012, af kr. 3.986.352 frá þeim degi til 10.09.2012, af kr. 4.263.423 frá þeim degi til 10.10.2012, af kr. 4.540.285 frá þeim degi til 10.11.2012, af kr. 4.816.936 frá þeim degi til 10.12.2012, af kr. 5.093.375 frá þeim degi til 10.01.2013, af kr. 5.369.602 frá þeim degi til 10.02.2013, af kr. 5.648.380 frá þeim degi til 10.03.2013, af kr. 5.926.878 frá þeim degi til 10.04.2013, af kr. 6.205.096 frá þeim degi til 10.05.2013, af kr. 6.483.032 frá þeim degi til 10.06.2013, af kr. 6.760.684 frá þeim degi til 10.07.2013, af kr. 7.038.052 frá þeim degi til 10.08.2013, af kr. 7.315.134 frá þeim degi til 10.09.2013, af kr. 7.591.929 frá þeim degi til 10.10.2013, af kr. 7.868.436 frá þeim degi til 10.11.2013, af kr. 8.144.654 frá þeim degi til 10.12.2013, af kr. 8.420.581 frá þeim degi til 10.01.2014, af kr. 8.696.216 frá þeim degi til 10.02.2014, af kr. 8.971.557 frá þeim degi til 10.03.2014, af kr. 9.246.604 frá þeim degi til 10.04.2014, af kr. 9.521.355 frá þeim degi til 10.05.2014, af kr. 9.795.809 frá þeim degi til 10.06.2014, af kr. 10.069.964 frá þeim degi til 10.07.2014, af kr. 10.343.820 frá þeim degi til 10.08.2014, af kr. 10.617.425 frá þeim degi til 10.09.2014, af kr. 10.890.727 frá þeim degi til 22.09.2014, af kr. 10.905.913 frá þeim degi til 01.10.2014, af kr. 15.778.341 frá þeim degi til 10.10.2014, af kr. 16.051.339 frá þeim degi til 21.10.2014, af kr. 16.064.517 frá þeim degi til 06.11.2014, af kr. 16.083.617 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð kr. 6.913.718 þann 29.12.2014.
Stefnandi krefst þess í öðru lagi að stefndi, Fjarðargrjót ehf., verði dæmt til að greiða stefnanda kr. 7.067.595 auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 106.364 frá 20.05.2011 til 20.06.2011, af kr. 223.202 frá þeim degi til 20.07.2011, af kr. 340.033 frá þeim degi til 20.08.2011, af kr. 456.864 frá þeim degi til 20.09.2011, af kr. 573.695 frá þeim degi til 20.10.2011, af kr. 690.526 frá þeim degi til 20.12.2011, af kr. 807.350 frá þeim degi til 20.01.2012, af kr. 924.181 frá þeim degi til 20.02.2012, af kr. 1.041.598 frá þeim degi til 20.03.2012, af kr. 1.159.004 frá þeim degi til 20.04.2012, af kr. 1.276.398 frá þeim degi til 20.05.2012, af kr. 1.394.824 frá þeim degi til 20.06.2012, af kr. 1.513.219 frá þeim degi til 20.07.2012, af kr. 1.631.582 frá þeim degi til 20.08.2012, af kr. 1.752.865 frá þeim degi til 20.09.2012, af kr. 1.874.056 frá þeim degi til 20.10.2012, af kr. 1.995.156 frá þeim degi til 20.11.2012, af kr. 2.116.164 frá þeim degi til 20.12.2012, af kr. 2.237.079 frá þeim degi til 20.01.2013, af kr. 2.357.901 frá þeim degi til 20.02.2013, af kr. 2.479.838 frá þeim degi til 20.03.2013, af kr. 2.601.653 frá þeim degi til 20.04.2013, af kr. 2.723.345 frá þeim degi til 20.05.2013, af kr. 2.844.914 frá þeim degi til 20.06.2013, af kr. 2.966.359 frá þeim degi til 20.07.2013, af kr. 3.087.680 frá þeim degi til 20.08.2013, af kr. 3.208.876 frá þeim degi til 20.09.2013, af kr. 3.329.947 frá þeim degi til 20.10.2013, af kr. 3.450.892 frá þeim degi til 20.11.2013, af kr. 3.571.710 frá þeim degi til 20.12.2013, af kr. 3.692.401 frá þeim degi til 20.01.2014, af kr. 3.812.965 frá þeim degi til 20.02.2014, af kr. 3.933.401 frá þeim degi til 20.03.2014, af kr. 4.053.708 frá þeim degi til 20.04.2014, af kr. 4.173.886 frá þeim degi til 20.05.2014, af kr. 4.293.934 frá þeim degi til 20.06.2014, af kr. 4.413.851 frá þeim degi til 20.07.2014, af kr. 4.533.638 frá þeim degi til 20.08.2014, af kr. 4.653.343 frá þeim degi til 20.09.2014, af kr. 4.772.916 frá þeim degi til 01.10.2014, af kr. 6.901.397 frá þeim degi til 20.10.2014, af kr. 7.020.837 frá þeim degi til 21.10.2014, af kr. 7.034.015 frá þeim degi til 22.10.2014, af kr. 7.048.495 frá þeim degi til 06.11.2014, af kr. 7.067.595 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð kr. 1.307.085 þann 29.12.2014.
Stefnandi krefst þess í þriðja lagi að stefndi, Fjarðargrjót ehf., verði dæmt til að greiða stefnanda kr. 4.084.210 auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 105.496 frá 20.05.2011 til 20.06.2011, af kr. 217.606 frá þeim degi til 20.07.2011, af kr. 329.711 frá þeim degi til 20.08.2011, af kr. 441.816 frá þeim degi til 20.09.2011, af kr. 553.921 frá þeim degi til 20.10.2011, af kr. 666.026 frá þeim degi til 20.12.2011, af kr. 778.125 frá þeim degi til 20.01.2012, af kr. 890.231 frá þeim degi til 20.02.2012, af kr. 1.002.615 frá þeim degi til 20.03.2012, af kr. 1.114.987 frá þeim degi til 20.04.2012, af kr. 1.227.347 frá þeim degi til 20.05.2012, af kr. 1.340.221 frá þeim degi til 20.06.2012, af kr. 1.453.062 frá þeim degi til 20.07.2012, af kr. 1.565.869 frá þeim degi til 20.08.2012, af kr. 1.680.033 frá þeim degi til 20.09.2012, af kr. 1.794.100 frá þeim degi til 20.10.2012, af kr. 1.908.069 frá þeim degi til 20.11.2012, af kr. 2.021.940 frá þeim degi til 20.12.2012, af kr. 2.135.713 frá þeim degi til 20.01.2013, af kr. 2.249.387 frá þeim degi til 20.02.2013, af kr. 2.363.431 frá þeim degi til 20.03.2013, af kr. 2.477.344 frá þeim degi til 20.04.2013, af kr. 2.591.127 frá þeim degi til 20.05.2013, af kr. 2.704.778 frá þeim degi til 20.06.2013, af kr. 2.818.298 frá þeim degi til 20.07.02103, af kr. 2.931.685 frá þeim degi til 20.08.2013, af kr. 3.044.939 frá þeim degi til 20.09.2013, af kr. 3.158.060 frá þeim degi til 20.10.2013, af kr. 3.271.047 frá þeim degi til 20.11.2013, af kr. 3.383.899 frá þeim degi til 20.12.2013, af kr. 3.496.615 frá þeim degi til 20.01.2014, af kr. 3.609.196 frá þeim degi til 20.02.2014, af kr. 3.721.640 frá þeim degi til 20.03.2014, af kr. 3.833.947 frá þeim degi til 20.04.2014, af kr. 3.946.116 frá þeim degi til 20.05.2014, af kr. 4.058.116 frá þeim degi til 27.08.2014, af kr. 4.065.110 frá þeim degi til 06.11.2014, af kr. 4.084.210 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð kr. 975.908 þann 29.12.2014.
Gagnvart stefnda B1 – Fjarðargrjóti ehf. krefst stefnandi þess að staðfest verði með dómi að tryggingarbréf í eigu stefnanda að fjárhæð kr. 15.500.000 útgefið 31. maí 2010 er hvílir á 5. veðrétti og uppfærslurétti á fasteigninni Brekkutröð 1, Hafnarfirði, í eigu stefnda B1 – Fjarðargrjóts ehf., standi til tryggingar skuldum stefnda Fjarðargrjóts ehf., samkvæmt kaupleigusamningum við stefnanda nr. 810198-199, alls að fjárhæð kr. 16.083.617 nr. 814607-608, alls að fjárhæð kr. 7.067.595 og nr. 811547-548, alls að fjárhæð kr. 4.084.210 auk áfallinna dráttarvaxta samkvæmt framangreindum dómkröfum. Þá er þess krafist að stefnanda sé heimilt að gera fjárnám inn í veðrétt sinn samkvæmt ofangreindu tryggingarbréfi, að því leyti sem það nær fyrir framangreindum kröfum stefnanda á hendur stefnda, Fjarðargrjóti ehf. Stefnandi krefst þess að stefndu verði sameiginlega dæmdir til greiðslu málskostnaðar.
Stefndu krefjast sýknu auk málskostnaðar.
Helstu ágreiningsefni og yfirlit um málsatvik.
Ágreiningur aðila snýr í fyrsta lagi að því hvort við endurútreikning tiltekinna kaupleigusamninga, sem nánar er gerð grein fyrir síðar, hafi borið að taka tilliti til fullnaðarkvittana vegna samningsvaxta, meðal annars vegna samningsvaxta sem félagið B3 ehf. (áður Fjarðargrjót ehf.) greiddi áður en stefndi Fjarðargrjót ehf. tók yfir samningana 2. mars 2010. Ef því er hafnað að þessi stefndi geti byggt rétt á fullnaðarkvittunum er deilt um matsverð tiltekinna tækja sem samningarnir lutu að. Þá deila stefnandi og stefndi B1-Fjarðargrjót ehf. um það hvort tryggingabréf, sem stefndi Fjarðargrjót ehf. gaf út 31. maí 2010 og stefndi B1-Fjarðargrjót ehf. samþykkti sem þinglýstur eigandi Brekkutraðar 1, Hafnarfirði, taki til skulda samkvæmt fyrrgreindum kaupleigusamningum. Atvik málsins eru að meginstefnu ágreiningslaus og er ekki um það deilt að umræddir samningar hafi falið í sér lán sem hafi verið bundin ólögmætri gengistryggingu.
Málið lýtur að þremur neðangreindum kaupleigusamningum:
- Kaupleigusamningur nr. 810198-199. Samningsdagur var 5. september 2006. Leiguandlag var CAM316C hjólagrafa, fnr. EA 0415, árg. 2006. Við endurútreikning samningsins þann 14. apríl 2011 fékk samningurinn númerið 821122.
- Kaupleigusamningur nr. 814607-608. Samningsdagur var 26. maí 2008. Leiguandlag var Hitachi hjólagrafa ásamt rótortilt, skóflum o.fl., fnr. EA 0536, árg. 2008. Með viðauka við samninginn dags. 15. apríl 2010 voru gerð leigumunaskipti á samningnum og fékk stefndi Fjarðargrjót ehf. Langendorf SKS20/28 malarvagn, fnr. SA 967, árg. 2007 í stað hjólagröfunnar fnr. EA 0536. Við endurútreikning samningsins þann 14. apríl 2011 fékk samningurinn númerið 821316.
- Kaupleigusamningur nr. 811547-548. Samningsdagur var 13. mars 2007. Leiguandlag var Valtari CS-535E, fnr. LS 0356, árg. 2006. Með viðauka við samninginn dags. 27. apríl 2010 voru gerð leigumunaskipti á samningnum og fékk stefndi Fjarðargrjót ehf. Lamborgini Grand Prix 4x4, fnr. MU 047, árg. 2004 og Man vörubifreið, fnr. KH 473, árg. 2002 í stað valtarans fnr. LS 0356. Með viðauka við samninginn dags. 17. janúar 2011 voru gerð önnur leigumunaskipti á samningnum og fékk stefndi Fjarðargrjót ehf. ökutækið Toyota Land Cruiser 120, fnr. LY 877, árg. 2004 í stað Man vörubifreiðar, fnr. KH 473, árg. 2002. Við endurútreikning samningsins þann 14. apríl 2011 fékk samningurinn númerið 821368.
Með samkomulagi um yfirtöku dags. 2. mars 2010 tók stefndi Fjarðargrjót ehf. (þá „B3 ehf.) yfir alla framangreinda samninga.
Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á öllum skuldbindingum stefnda Fjarðargrjóts ehf., gagnvart stefnanda var stefnanda veitt eftirfarandi trygging: Tryggingarbréf að fjárhæð kr. 15.500.000, m.v. grunnvísitölu 362,9, sem breytist í samræmi við vísitölu neysluverðs, útgefið 31. maí 2010, með 5. veðrétti og uppfærslurétti í fasteigninni, Brekkutröð 1, Hafnarfirði, fastanúmer 226-6213. Tryggingarbréfið er undirritað af stefnda, Fjarðargrjóti ehf. sem skuldara svo og af stefnda, B1 – Fjarðargrjóti ehf., sem þinglýstum eiganda fasteignarinnar.
Í stefnu er því lýst að í kjölfar dóma Hæstaréttar á árinu 2010 og í kjölfar setningar laga nr. 151/2010 hafi stefnandi ákveðið að endurreikna alla gengistryggða kaupleigusamninga. Allir kaupleigusamningar stefnanda og stefnda Fjarðargrjóts ehf., hafi verið endurreiknaðir í apríl 2011. Leiðrétting á grundvelli endurútreiknings á samningstímanum fram að yfirtöku stefnda Fjarðargrjóts ehf. í mars 2010, hafi numið kr. 93.636.880 vegna allra kaupleigusamningum stefnda. Á þessum tíma hafi upphaflegur leigutaki verið orðinn gjaldþrota en þrotabúið krafist þess að leiðréttingunni yrði ráðstafað til sín. Stefnandi hafi ákveðið á eigin áhættu að hafna kröfum þrotabúsins og ráðstafa inneigninni inn á skuld stefnda Fjarðargrjóts ehf. samkvæmt samningum aðila. Með hliðsjón af sakarefni málsins og úrlausn þess er ekki þörf á því á því að lýsa nánar hvernig umræddri inneign var ráðstafað til lækkunar skulda stefnda Fjarðargrjóts ehf. Sama á við um endurútreikning samninganna eftir það tímamark sem stefndi Fjarðargrjót ehf. hafði tekið yfir samningana.
Samkvæmt stefnu voru allir þeir reikningar sem krafist eru greiðslu á í þessari stefnu útgefnir eftir endurútreikning stefnanda í samræmi við dóma Hæstaréttar. Er ekki um það deilt að eina greiðslan sem stefndi Fjarðargrjót ehf. hafi innt til stefnanda hafi verið 8. febrúar 2012 þegar félagið greiddi kr. 2.000.000 vegna vangreiddra afborgana og gjalda samkvæmt öllum kaupleigusamningum aðila. Vegna vanskila var öllum ofangreindum kaupleigusamningum rift 8. október 2012 og stefndi Fjarðargrjót ehf. krafinn um greiðslu auk vaxta og kostnaðar í samræmi við 28. gr. samninga aðila. Var þar jafnframt skorað á stefnda Fjarðargrjót ehf. að skila leigumunum samninganna.
Leigumunum var skilað og 27. október 2014 fóru fram uppgjör á kaupleigusamningunum. Við framkvæmd uppgjöranna voru allar eftirstöðvar umræddra kaupleigusamninga gjaldfelldar í heild sinni, sbr. 30. gr. samninganna. Til frádráttar skuld stefnda Fjarðargrjóts ehf. samkvæmt hverjum samningi skyldi koma matsverð leigumuna. Stefndi Fjarðargrjót ehf. mótmælti hins vegar matsverðum og því voru tækin seld á nauðungarsölu, sbr. 4. tl. 30. gr. samninganna.
Með bréfi 11. mars 2015 óskaði lögmaður stefndu eftir endurútreikningi á kröfum stefnanda á grundvelli undantekningarreglunnar um fullnaðarkvittanir en því var hafnað með bréfi dags. 7. apríl 2015. Er ekki ástæða til að rekja frekar samskipti aðila vegna þessa ágreinings.
Ekki var um að ræða munnlegar skýrslur við aðalmeðferð málsins.
Helstu málsástæður og lagarök stefnanda
Stefnandi hafnar sjónarmiðum stefnda Fjarðargrjóts ehf. um að félagið geti byggt rétt á fullnaðarkvittunum fyrir greiðslu vaxta sem eldri leigutaki innti af hendi. Er um þetta vísað til 7. mgr. 18. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 1. gr. laga nr. 151/2010, svo og almennra reglna kröfuréttar. Er á það bent að téður stefndi hafi einungis reitt eina greiðslu af hendi á þeim tíma sem hann var aðili samningsins en um hafi verið að ræða vanskil allan samningstímann. Að því er varðar sjónarmið stefnda um að verð hinna skiluðu leigumuna hafi ekki réttilega komið til lækkunar byggir stefnandi á því að honum hafi verið heimilt að láta bjóða tækin upp á uppboði eftir að stefndi Fjarðagrjót ehf. andmælti matsverði. Um kröfur gegn stefnda B-1 Fjarðargrjóti ehf. er vísað til þess að skilmálar áðurlýsts tryggingarbréfs séu skýrir og fortakslausir um að bréfið standi til tryggingar hvers kyns skuldum stefnda Fjarðargrjóts ehf. við stefnanda. Bréfið hafi verið undirritað af þinglýstum eiganda fasteignarinnar og þinglýst á umrædda fasteign
Hver og ein greiðslukrafa stefnanda byggist á leigugreiðslum að viðbættri uppgjörskröfu vegna riftunar og kröfum stefnanda vegna ýmiss kostnaðar. Með hliðsjón af málatilbúnaði stefndu og úrlausn málsins þykir ekki ástæða til gera sérstaka grein fyrir tölulegri greinargerð stefnanda, dráttarvaxtakröfum hans eða tilgreiningu á innborgunum stefnda Fjarðargrjóts ehf.
Helstu málsástæður og lagarök stefndu
Stefndi Fjarðargrjót ehf. byggir málatilbúnað sinn á því að félagið hafi með yfirtöku sinni á áðurlýstum kaupleigusamningum tekið yfir öll réttindi fyrri leigutaka, að meðtöldum þeim rétti sem fyrri skuldari hafði áunnið sér vegna ofgreiðslna sem tengdust ólögmætri gengistryggingu, þ.á m. vegna fullnaðarkvittana fyrir greiðslu samningsvaxta. Þessi stefndi telur 7. mgr. 18. gr. laga nr. 38/2001 ekki geta haggað þessum rétti enda sé með almennum lögum ekki unnt, með svo íþyngjandi hætti sem á reynir í málinu, að hrófla með afturvirkum hætti við réttarreglum um efni skuldbindinga og greiðslur skulda frá því sem gilti þegar til þeirra var stofnað og af þeim greitt. Færi slíkt í bága við þá vernd eignarréttinda sem leiðir af 72. gr. stjórnarskrárinnar. Téður stefndi vísar einnig til þess að stefnandi hafi viðurkennt þennan rétt stefnda með því að fallast á að láta ofgreiðslur fyrri eldri leigutaka renna til lækkunar höfuðstóls lánanna til hagsbóta fyrir stefnda, sbr. bréf stefnanda til þrotabús B3 ehf. 4. júlí 2011 og yfirlýsingu stefnanda 17. október 2011. Með vísan til þessa er á því byggt að endurreikna beri hina umþrættu samninga frá stofndegi þeirra til samræmis við dómafordæmi Hæstaréttar, um ólögmæti gengistryggingar og um gildi fullnaðarkvittana. Af þessu leiðir að stefndi Fjarðagrjót ehf. telur endurútreikninga stefnanda vera ranga þar sem ekki hafi verið tekið tillit til fullnaðarkvittana.
Án tillits til framangreindra sjónarmiða um fullnaðarkvittanir telur stefndi Fjarðargrjót ehf. að lækka beri kröfur stefnanda með vísan til þess að ekki hafi verið miðað við rétt söluverð tækjanna. Stefndi vísar til þess að hann hafi mótmælt matsverði stefnanda og óskað eftir viðræðum af því tilefni. Við því hafi ekki verið orðið af hálfu stefnanda og hafi tækin verið seld á opinberu uppboði. Stefndi vekur hins vegar athygli á því að í útreikningum stefnanda sé miðað við lægra verð en fékkst fyrir tækin á uppboðinu. Þá vísar stefndi til verðmats sem hann hefur aflað frá óháðum sérfróðum aðila þar sem fram kemur hærra mat á verði tækjanna. Telur stefndi að sala á opinberu uppboði, þar sem staðgreiða þurfi tæki við hamarshögg án þess að unnt sé að ganga úr skugga um ástand þeirra, leiði til lægra verðs. Með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936 telur stefndi því að miða beri við framangreint verðmat hins óháða aðila en ekki það verð sem fékkst við fyrir tækin á uppboði.
Stefndi B1-Fjarðargrjót ehf. hafnar því að tryggingarbréfið sem deilt er um sé til tryggingar á öllum kröfum stefnanda á hendur meðstefnda. Stefndi hafi viðurkennt skuld að fjárhæð kr. 928.897 auk dráttarvaxta vegna kaupleigusamnings nr. 815309. Ekki sé deilt um skuld samkvæmt þeim samningi í máli þessu. Orðalag tryggingarbréfsins sé skýrt um það til hvers ábyrgð stefnda samkvæmt tryggingarbréfinu nái sbr. eftirfarandi texta á aftari síðu tryggingarbréfsins: „Tryggingarbréf þetta er gert vegna útflutnings á tveimur vinnuvélum; 1) CAT 325D beltagrafa með raðnúmer GPB00541 og íslenskt skráningarnúmer EB-1260, og 2) Komatsu PW140-7 hjólagrafa með verksmiðjunúmer/raðnúmer H55481 og með íslenskt skráningarnúmer EA-0554 ásamt Rotortilt PUP54A með verksmiðjunúmer/raðnúmer M33315 . Tækin eru eign Lýsingar en leigð Fjarðargrjóti ehf. með kaupleigusamningum nr. 812233 og 815309. [/] Tryggingarbréf þetta er til tryggingar á hvers kyns kostnaði, sköttum, opinberum álögum, tjóni, stuldi og öllum öðrum kostnaði sem kann að falla á Lýsingu, hvort sem er vegna tilverknaðar leigutaka eða annara, á meðan tækin eru staðsett í öðru landi en á Íslandi. Einnig er tryggingarbréfið til tryggingar á kostnaði og gjöldum sem kunna að falla á tækin vegna flutnings þeirra til og frá Íslandi.“
Ábyrgðin hafi samkvæmt þessu takmarkast við þann tíma sem vinnuvélarnar tvær voru erlendis auk kostnaðar við flutning þeirra til og frá Íslandi. Tryggingarbréfið sé almennt orðað í upphafi en skýr takmörkun um hversu langt ábyrgðin nái sé á aftari síðunni og bréfið undirritað fyrir neðan takmörkunina til staðfestingar. Stefndi hafi hvergi ritað undir fyrri síðu tryggingarbréfsins. Stefnandi beri sönnunarbyrði fyrir því að tryggingarbréfið sé til tryggingar öllum kröfum stefnanda á hendur stefnda en hann hafi alfarið séð um að útbúa skjalið og beri vegna stöðu sinnar ábyrgð á því að form þess og sé fullnægjandi.
Verði talið að vafi sé fyrir hendi um orðalag tryggingarbréfsins og skýringu þess telur þessi stefndi að meginreglur samningaréttar um túlkun löggerninga leiði til þess að skýra beri allan vafa stefnda í hag. Tryggingarbréfið sem um er deilt hafi verið samið af hálfu stefnanda sem sé fjármálafyrirtæki og hafi sérþekkingu á þessu sviði. Andskýringarregla samningaréttar leiði til þess að skýra ber samningsákvæði sem eru umdeilanleg eða óljós þeim aðila í óhag sem hefur samið þau einhliða, líkt og hér á við. Tryggingarbréfið sé einnig byggt á stöðluðum samningsskilmálum frá stefnanda. Sú túlkunarregla gildi um staðlaða samningsskilmála að einstaklingsbundin ákvæði, svo sem þeim sem bætt var inn í staðlaðan texta bréfsins, gangi að jafnaði framar hinum almennu skilmálum. Verður því að telja að almennir skilmálar á fyrri síðu bréfsins víki fyrir þeirri takmörkun sem gerð er á aftari síðunni. Að framangreindu virtu beri að sýkna téðan stefnda af kröfum stefnanda um að staðfest verði að tryggingarbréfið standi til tryggingar skuld meðstefnda og að stefnandi eigi rétt á því að gera fjárnám í eign stefnda samkvæmt tryggingarbréfinu.
Niðurstaða
Í máli þessu liggur fyrir að stefndi Fjarðargrjót ehf. tók yfir áðurlýsta kaupleigusamninga með samkomulagi 2. mars 2010 sem undirritað var fyrir hönd stefnanda og eldri leigutaka. Samkvæmt almennum reglum fjármunaréttar fólst í yfirtöku samningsins að fyrri leigutaki var leystur undan skyldum sínum og tók téður stefndi þær yfir, einkum þá að inna af hendi reglulegar greiðslur af samningunum gegn því að hafa umráð og afnot þeirra tækja sem þar var vísað til. Hins vegar leiðir það ekki af þessum reglum að stefndi hafi með þessu orðið eigandi að sjálfstæðum kröfum sem fyrri leigutaki kunni að eiga gegn stefnanda vegna lögskipta þeirra fram að þessu tímamarki, enda væri ekki um annað samið. Samkomulagið 2. mars 2010 ber ekki með sér að með því hafi fyrri leigutaki framselt rétt sem hann kynni að eiga gegn stefnanda vegna ofgreiðslna vaxta. Verður því ekki á það fallist að þessi réttur hafi færst yfir til stefnda Fjarðargrjóts ehf. með umræddu samkomulagi, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 12. mars 2012 í máli nr. 113/2012.
Í 7. mgr. 18. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 1. gr. laga nr. 151/2010, er kveðið á um sjálfstæðan rétt skuldara gengistryggðra lána til leiðréttingar á greiðslum sem þeir inntu af hendi vegna láns, svo og rétt eða skyldu til leiðréttingar vegna breytinga á höfuðstól lánsins vegna áhrifa gengistryggingar. Skal réttur hvers og eins miðast við þann tíma sem viðkomandi var skuldari. Kemur fram í athugasemdum við það frumvarp sem varð að lögum nr. 151/2010 að reglan miði að því að sá skuldari sem orðið hefur fyrir tjóni fái það bætt beint úr hendi lánveitanda.
Líkt og áður greinir verður ekki á það fallist að stefndi Fjarðargrjót ehf. hafi fengið framseldan rétt fyrri leigutaka vegna ofgreiðslna samningsvaxta fram að þeim tíma er félagið tók samninginn yfir. Átti þessi stefndi því aðeins rétt til endurgreiðslu eða lækkunar höfuðstóls vegna þeirra greiðslna sem hann hafði innt af hendi eftir yfirtöku samningsins en um það atriði er ekki deilt í málinu. Samkvæmt þessu er ekki á það fallist að með setningu 1. gr. laga nr. 151/2010 hafi téður stefndi verið með afturvirkum og íþyngjandi hætti svitptur fjárhagslegum réttindum sem hann hafði öðlast fyrir gildistöku laganna. Er því hafnað málsástæðum stefnda Fjarðargrjóts ehf. byggðum á 72. gr. stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 10. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, og verður regla 7. mgr. 18. gr. laga nr. 38/2001 lögð til grundvallar úrlausn málsins að því marki sem hún á við.
Svo sem áður greinir sýndi endurútreikningur stefnanda að ofgreitt hafði verið af áðurlýstum kaupleigusamningum og ákvað stefnandi í framhaldinu, með vísan til sanngirnisraka, að ráðstafa þessum ofgreiðslum til lækkunar höfuðstóls samninganna til hagsbóta stefnda Fjarðargrjóti ehf. Í gögnum málsins er hvergi að finna nánari upplýsingar um þau viðskipti sem lágu yfirtöku stefnda Fjarðargrjóts ehf. á samningunum til grundvallar, svo sem hvort stefndi Fjarðargrjót ehf. innti af hendi greiðslu til fyrri leigutaka við yfirtöku samninganna. Hins vegar var stefnanda það í sjálfsvald sett að víkja frá fyrirmælum 7. mgr. 18. gr. laga nr. 38/2001 á eigin ábyrgð til hagsbóta fyrir stefnda Fjarðargrjót ehf. þannig að endurgreiðslur, sem með réttu báru upphaflegum skuldara samninganna, væru nýttar til að lækka höfuðstól samninganna. Dómurinn getur hins vegar ekki fallist á að með þessu hafi stefnandi viðurkennt rétt stefnda Fjarðargrjóts ehf. til frekari lækkunar vegna kröfu sem fyrri leigutaki kunni að eiga vegna fullnaðarkvittana fyrir greidda samningsvexti, sbr. 7. mgr. 18. gr. laga nr. 38/2001. Samkvæmt þessu hefur stefndi Fjarðargrjót ehf. ekki sýnt fram á að hann eigi nokkurn frekari rétt gegn stefnanda sem grundvallast greiðslum fyrri leigutaka fram að yfirtöku samningana.
Í málinu liggur fyrir að stefndi Fjarðargrjót ehf. mótmælti því matsverði leigumuna sem stefnandi hugðist leggja til grundvallar uppgjöri samninganna. Samkvæmt 29. og 30. gr. áðurgreindra samninga var stefnanda við þessar aðstæður heimilt að láta selja munina á opinberu uppboði, svo sem gert var og áður er lýst. Var það verð sem fékkst á uppboði í öllum tilvikum töluvert hærra en matsverð stefnanda. Er ekki fram komið að þetta verð hafi verið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju þannig að til greina komi að víkja samningi aðila um þetta efni frá eða breyta honum, sbr. 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, sbr. 6. gr. laga nr. 11/1986. Á það verður fallist með stefnanda að honum sé rétt að miða við þá greiðslu sem honum barst sem endurgjald fyrir hina seldu muni á uppboði án þess að tekið sé tillit til virðisaukaskatts, svo sem haldið var fram af stefndu við munnlegan flutning málsins. Þá hefur ekki verið rökstutt að stefnanda hafi skort heimild til að draga frá söluverði tækjanna tiltekna kostnaðarliði. Samkvæmt þessu verða kröfur stefnanda gegn stefnda Fjarðargjróti ehf. teknar til greina eins og þær eru fram settar í stefnu og nánar greinir í dómsorði.
Samkvæmt áðurlýstu tryggingarbréfi 31. maí 2005 var fasteignin að Brekkutröð 1, Hafnarfirði, sett að veði á fimmta veðrétti til tryggingar á öllum núverandi og tilvonandi skuldum og fjárskuldbindingum við stefnanda og voru kaupleigusamningar, rekstrarleigu- eða bílasamningar eða aðrir eignarleigusamningar, þar sérstaklega tilgreindir. Er þetta orðalag fortakslaust. Þótt fram komi í bréfinu að það sé gert vegna útflutnings á tveimur nánar tilgreindum vinnuvélum, sem voru skráðar eignir stefnanda, og kostnaðar sem kynni að falla á stefnanda af þeim sökum, verður því ekki á það fallist að með þessu hafi efni bréfsins verið takmarkað við skuldir sem einungis tengdust þessum tveimur tækjum. Ekki hafa komið fram rökstutt andmæli við tölulegri útlistun stefnanda í þessum þætti málsins. Verða því teknar til greina kröfur stefnanda um staðfestingu þess að téð bréf standi til tryggingar fyrrgreindum dæmdum skuldum stefnda Fjarðargrjóts ehf. og að stefnanda sé heimilt að gera fjárnám samkvæmt bréfinu að því marki sem það nægir fyrir kröfum stefnanda.
Með ákvörðun málskostnaðar verður litið til þess að málið er eitt fjögurra mála sem rekin eru samhliða á samskonar grundvelli. Samkvæmt þessu verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts.
Af hálfu stefnanda flutti málið Gunnhildur Erla Kristjánsdóttir hdl.
Af hálfu stefnda flutti máli Almar Þór Möller hdl.
Skúli Magnússon héraðsdómari kveður upp dóm þennan.
D Ó M S O R Ð
Stefndi, Fjarðargrjót ehf., greiði stefnanda, Lýsingu hf., kr. 16.083.617 auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 222.898 frá 10.05.2011 til 10.06.2011, af kr. 489.904 frá þeim degi til 10.07.2011, af kr. 756.897 frá þeim degi til 10.08.2011, af kr. 1.023.890 frá þeim degi til 10.09.2011, af kr. 1.290.883 frá þeim degi til 10.10.2011, af kr. 1.557.876 frá þeim degi til 10.12.2011, af kr. 1.824.855 frá þeim degi til 10.01.2012, af kr. 2.091.848 frá þeim degi til 10.02.2012, af kr. 2.360.280 frá þeim degi til 10.03.2012, af kr. 2.628.686 frá þeim degi til 10.04.2012, af kr. 2.897.065 frá þeim degi til 10.05.2012, af kr. 3.167.806 frá þeim degi til 10.06.2012, af kr. 3.438.475 frá þeim degi til 10.07.2012, af kr. 3.709.072 frá þeim degi til 10.08.2012, af kr. 3.986.352 frá þeim degi til 10.09.2012, af kr. 4.263.423 frá þeim degi til 10.10.2012, af kr. 4.540.285 frá þeim degi til 10.11.2012, af kr. 4.816.936 frá þeim degi til 10.12.2012, af kr. 5.093.375 frá þeim degi til 10.01.2013, af kr. 5.369.602 frá þeim degi til 10.02.2013, af kr. 5.648.380 frá þeim degi til 10.03.2013, af kr. 5.926.878 frá þeim degi til 10.04.2013, af kr. 6.205.096 frá þeim degi til 10.05.2013, af kr. 6.483.032 frá þeim degi til 10.06.2013, af kr. 6.760.684 frá þeim degi til 10.07.2013, af kr. 7.038.052 frá þeim degi til 10.08.2013, af kr. 7.315.134 frá þeim degi til 10.09.2013, af kr. 7.591.929 frá þeim degi til 10.10.2013, af kr. 7.868.436 frá þeim degi til 10.11.2013, af kr. 8.144.654 frá þeim degi til 10.12.2013, af kr. 8.420.581 frá þeim degi til 10.01.2014, af kr. 8.696.216 frá þeim degi til 10.02.2014, af kr. 8.971.557 frá þeim degi til 10.03.2014, af kr. 9.246.604 frá þeim degi til 10.04.2014, af kr. 9.521.355 frá þeim degi til 10.05.2014, af kr. 9.795.809 frá þeim degi til 10.06.2014, af kr. 10.069.964 frá þeim degi til 10.07.2014, af kr. 10.343.820 frá þeim degi til 10.08.2014, af kr. 10.617.425 frá þeim degi til 10.09.2014, af kr. 10.890.727 frá þeim degi til 22.09.2014, af kr. 10.905.913 frá þeim degi til 01.10.2014, af kr. 15.778.341 frá þeim degi til 10.10.2014, af kr. 16.051.339 frá þeim degi til 21.10.2014, af kr. 16.064.517 frá þeim degi til 06.11.2014, af kr. 16.083.617 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð kr. 6.913.718 þann 29.12.2014.
Stefndi, Fjarðargrjót ehf., greiði stefnanda kr. 7.067.595 auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 106.364 frá 20.05.2011 til 20.06.2011, af kr. 223.202 frá þeim degi til 20.07.2011, af kr. 340.033 frá þeim degi til 20.08.2011, af kr. 456.864 frá þeim degi til 20.09.2011, af kr. 573.695 frá þeim degi til 20.10.2011, af kr. 690.526 frá þeim degi til 20.12.2011, af kr. 807.350 frá þeim degi til 20.01.2012, af kr. 924.181 frá þeim degi til 20.02.2012, af kr. 1.041.598 frá þeim degi til 20.03.2012, af kr. 1.159.004 frá þeim degi til 20.04.2012, af kr. 1.276.398 frá þeim degi til 20.05.2012, af kr. 1.394.824 frá þeim degi til 20.06.2012, af kr. 1.513.219 frá þeim degi til 20.07.2012, af kr. 1.631.582 frá þeim degi til 20.08.2012, af kr. 1.752.865 frá þeim degi til 20.09.2012, af kr. 1.874.056 frá þeim degi til 20.10.2012, af kr. 1.995.156 frá þeim degi til 20.11.2012, af kr. 2.116.164 frá þeim degi til 20.12.2012, af kr. 2.237.079 frá þeim degi til 20.01.2013, af kr. 2.357.901 frá þeim degi til 20.02.2013, af kr. 2.479.838 frá þeim degi til 20.03.2013, af kr. 2.601.653 frá þeim degi til 20.04.2013, af kr. 2.723.345 frá þeim degi til 20.05.2013, af kr. 2.844.914 frá þeim degi til 20.06.2013, af kr. 2.966.359 frá þeim degi til 20.07.2013, af kr. 3.087.680 frá þeim degi til 20.08.2013, af kr. 3.208.876 frá þeim degi til 20.09.2013, af kr. 3.329.947 frá þeim degi til 20.10.2013, af kr. 3.450.892 frá þeim degi til 20.11.2013, af kr. 3.571.710 frá þeim degi til 20.12.2013, af kr. 3.692.401 frá þeim degi til 20.01.2014, af kr. 3.812.965 frá þeim degi til 20.02.2014, af kr. 3.933.401 frá þeim degi til 20.03.2014, af kr. 4.053.708 frá þeim degi til 20.04.2014, af kr. 4.173.886 frá þeim degi til 20.05.2014, af kr. 4.293.934 frá þeim degi til 20.06.2014, af kr. 4.413.851 frá þeim degi til 20.07.2014, af kr. 4.533.638 frá þeim degi til 20.08.2014, af kr. 4.653.343 frá þeim degi til 20.09.2014, af kr. 4.772.916 frá þeim degi til 01.10.2014, af kr. 6.901.397 frá þeim degi til 20.10.2014, af kr. 7.020.837 frá þeim degi til 21.10.2014, af kr. 7.034.015 frá þeim degi til 22.10.2014, af kr. 7.048.495 frá þeim degi til 06.11.2014, af kr. 7.067.595 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð kr. 1.307.085 þann 29.12.2014.
Stefndi, Fjarðargrjót ehf., greiði stefnanda kr. 4.084.210 auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 105.496 frá 20.05.2011 til 20.06.2011, af kr. 217.606 frá þeim degi til 20.07.2011, af kr. 329.711 frá þeim degi til 20.08.2011, af kr. 441.816 frá þeim degi til 20.09.2011, af kr. 553.921 frá þeim degi til 20.10.2011, af kr. 666.026 frá þeim degi til 20.12.2011, af kr. 778.125 frá þeim degi til 20.01.2012, af kr. 890.231 frá þeim degi til 20.02.2012, af kr. 1.002.615 frá þeim degi til 20.03.2012, af kr. 1.114.987 frá þeim degi til 20.04.2012, af kr. 1.227.347 frá þeim degi til 20.05.2012, af kr. 1.340.221 frá þeim degi til 20.06.2012, af kr. 1.453.062 frá þeim degi til 20.07.2012, af kr. 1.565.869 frá þeim degi til 20.08.2012, af kr. 1.680.033 frá þeim degi til 20.09.2012, af kr. 1.794.100 frá þeim degi til 20.10.2012, af kr. 1.908.069 frá þeim degi til 20.11.2012, af kr. 2.021.940 frá þeim degi til 20.12.2012, af kr. 2.135.713 frá þeim degi til 20.01.2013, af kr. 2.249.387 frá þeim degi til 20.02.2013, af kr. 2.363.431 frá þeim degi til 20.03.2013, af kr. 2.477.344 frá þeim degi til 20.04.2013, af kr. 2.591.127 frá þeim degi til 20.05.2013, af kr. 2.704.778 frá þeim degi til 20.06.2013, af kr. 2.818.298 frá þeim degi til 20.07.02103, af kr. 2.931.685 frá þeim degi til 20.08.2013, af kr. 3.044.939 frá þeim degi til 20.09.2013, af kr. 3.158.060 frá þeim degi til 20.10.2013, af kr. 3.271.047 frá þeim degi til 20.11.2013, af kr. 3.383.899 frá þeim degi til 20.12.2013, af kr. 3.496.615 frá þeim degi til 20.01.2014, af kr. 3.609.196 frá þeim degi til 20.02.2014, af kr. 3.721.640 frá þeim degi til 20.03.2014, af kr. 3.833.947 frá þeim degi til 20.04.2014, af kr. 3.946.116 frá þeim degi til 20.05.2014, af kr. 4.058.116 frá þeim degi til 27.08.2014, af kr. 4.065.110 frá þeim degi til 06.11.2014, af kr. 4.084.210 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð kr. 975.908 þann 29.12.2014.
Staðfest er að tryggingarbréf í eigu stefnanda að fjárhæð kr. 15.500.000 útgefið 31. maí 2010, er hvílir á 5. veðrétti og uppfærslurétti á fasteigninni Brekkutröð 1, Hafnarfirði, þinglýstri eign stefnda B1-Fjarðargrjóts ehf., standi til tryggingar dæmdum skuldum stefnda Fjarðargrjóts ehf., samkvæmt kaupleigusamningum við stefnanda nr. 810198-199, nr. 814607-608 og nr. 811547-548. Viðurkennt er að stefnanda sé heimilt að gera fjárnám inn í veðrétt sinn samkvæmt ofangreindu tryggingarbréfi, að því leyti sem það nær fyrir dæmdum kröfum stefnanda á hendur stefnda, Fjarðargrjóti ehf.
Stefndu greiði stefnanda sameiginlega 500.000 krónur í málskostnað.