Hæstiréttur íslands

Mál nr. 148/2003


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991


Mánudaginn 28

 

Mánudaginn 28. apríl 2003.

Nr. 148/2003.

Ákæruvaldið

(Bogi Nilsson ríkissaksóknari)

gegn

X

(Hilmar Ingimundarson hrl.)

 

Kærumál. Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

X var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. apríl 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. apríl 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 25. júní nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að honum verði gert að sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds. Að því frágengnu krefst hann þess að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími.

Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.

Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur á þann hátt, sem í dómsorði greinir.

Dómsorð:

Varnaraðili, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 25. júní 2003 kl. 16.

 

 

 

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. apríl 2003.

Ríkissaksóknari hefur í dag krafist þess að X, kt. [...], með lögheimili að [...], Kópavogi, verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, en þó ekki lengur en til miðvikudagsins 25. júní nk. kl. 16.00.

Í greinargerð ríkissaksóknara kemur fram að [...]

                Með vísan til framlagðra gagna er ákærði undir sterkum grun um þátttöku í stórfelldu broti sem varðað getur allt að 10 ára fangelsi skv. 173. gr. a almennra hegningarlaga.  Ákærði er þýskur ríkisborgari og hefur verið búsettur þar.  Af gögnum málsins kemur m.a. fram að rannsókn hafi áður beinst að kærða vegna fíkniefnabrota, en hann hafi farið af landi brott áður en tekist hafi að birta honum ákærur í þeim málum.  Ekki hafi verið unnt að fá hann framseldan hingað, þar sem þýsk lög banni framsal þarlendra ríkisborgara.  Þar sem fyrir liggur að ákærði hefur áður reynt að komast undan réttvísinni er hann fór úr landi eftir að ákærur vegna fíkniefnabrota höfðu verið gefnar út á hendur honum á árinu 2000, má ætla að ákærði muni reyna að komast úr landi eða á annan hátt reyna að koma sér undan málssókn eða fullnustu refsingar.  Er því fullnægt skilyrðum til að beita gæsluvarðhaldi yfir kærða á grundvelli b- lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19,1991, en ekki verður fallist á að farbann geti komið í stað gæsluvarðhalds.

                Með hliðsjón af umfangi málsins þykir ekki ástæða til að marka gæsluvarðhaldinu skemmri tíma en krafist er.

Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.

Úrskurðarorð:

                Ákærði, X, kt. [...9, með lögheim­ili að [...], Kópavogi, sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, en þó ekki lengur en til miðvikudagsins 25. júní nk. kl. 16.00.