Hæstiréttur íslands
Mál nr. 288/1999
Lykilorð
- Kærumál
- Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
|
|
Föstudaginn 23. júlí 1999. |
|
Nr. 288/1999.
|
Lögreglustjórinn í Reykjavík (Kolbrún Sævarsdóttir fulltrúi) gegn X (Sveinn Andri Sveinsson hrl.) |
Kærumál. Gæsluvarðhald. a. liður 1. mgr. og 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. og 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. júlí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. júlí 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 22. september 1999 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar.
Sóknaraðili krefst staðfestingar úrskurðar héraðsdóms.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur, sbr. 3. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991 sbr. 38. gr. laga nr. 36/1999.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. júlí 1999.
Í greinargerð lögreglunnar kemur fram [...]
Að mati lögreglu liggur fyrir sterkur grunur um að kærði hafi framið brot sem varðað getur hann allt að 10 ára fangelsi samkvæmt 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Brotið sé stórfellt, en ef umrædd fíkniefni hefðu komist til dreifingar sé ljóst að þau hefðu getað stofnað lífi og heilsu fjölda fólks í hættu. Almannahagsmunir standi til þess að þeir sem grunaðir séu um slík brot fari ekki frjálsir ferða sinna og sé því nauðsynlegt að kærði sæti áfram gæslu þar til dómur verði kveðinn upp í máli hans.
Með hliðsjón af málavöxtum og rannsóknargögnum þykir hafa komið fram rökstuddur grunur um að kærði hafi framið þau brot sem honum eru gefin að sök. Í ljósi þess hve sakarefnið er alvarlegt telur dómurinn að skilyrði a-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, vera fyrir hendi til að verða við kröfu lögreglustjórans í Reykjavík.
Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurð þennan.
Úrskurðarorð :
Kærði, X, sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 22. september nk. kl. 16:00.