Hæstiréttur íslands

Mál nr. 175/2011


Lykilorð

  • Fjármálafyrirtæki
  • Verðbréfaviðskipti
  • Ábyrgð
  • Stjórnsýsla


                                     

Fimmtudaginn 26. janúar 2012.

Nr. 175/2011.

Hörður Hilmarsson

A.G. Eignarhald hf.

Aðalgeir Jónsson

Aðalsteinn Gottskálksson

Anna Helgadóttir

Anna Jóna Jóhannsdóttir

Anna Jónsdóttir

Anna Lilja Gunnarsdóttir

Anna M. Thoroddsen

Anna S. Guðmundsdóttir

Ari Eydal Egilsson

Ágúst Sigurður Sigurðsson

Áki Guðmundsson

Árni B. Ingvarsson

Ásdís Gunnlaugsdóttir

Ásdís Hannesdóttir

Ásgeir Guðmundsson

Áslaug Ragnhildur Holm Johnson

Ásmundur Karlsson

Ástrúður K. Jónsdóttir

Baldur Gunnlaugsson

Baldur Hjörleifsson

Barði Ólafsson

Bergdís Kristjánsdóttir

Bergljót Rist

Bergþóra Skúladóttir

Bessi Eydal Egilsson

Birgir Jóh. Jóhannsson

Birgir Sigurpálsson

Birna Óladóttir
Bjarnfinnur Hjaltason

Björg Þórhallsdóttir

Björn Hrafnkelsson

Björn Ómar Jónsson

Björn Ragnar Björnsson

Björn S. Stefánsson

Bryngeir Kristinsson

Brynja Böðvarsdóttir

Brynja Stephanie Swan

D7 ehf.

Dagbjört Aðalsteinsdóttir

Dagbjört Óskarsdóttir

Daníel Björnsson

Dóra Lydia Haraldsdóttir

Edda Björnsdóttir

EGI ehf.

Eiríkur Stephensen

Elín Dís Marinósdóttir

Elín Eik Stefánsdóttir

Elín Þóra Dagbjartsdóttir

Elísabet Helga Harðardóttir

Emil H. Ólafsson

Erla Charlesdóttir

Finnur V. Gunnarsson

Fisk Gallerý ehf.

Friðrik S. Oddsson

G & K Seafood ehf.

Gauti Arnþórsson

Gerður Helgadóttir

Gestamóttakan ehf.

Gísli Grétar Magnússon

Gísli Guðmundsson

Gísli H. Baldursson

Gísli Jón Kristinsson

Gísli Snæbjörnsson

Gíslína Garðarsdóttir

Gréta Mjöll Bjarnadóttir

Guðbjörg Magnúsdóttir

Guðbjörn Sigurpálsson

Guðfinna Eydal

Guðmundur B. Guðmundsson

Guðmundur Bjarnason

Guðmundur Einarsson

Guðmundur Erlendsson

Guðmundur Óli Helgason

Guðmundur R. Guðmundsson

Guðmundur Sveinsson

Guðmundur Þ. Albertsson

Guðni Sigmundsson

Guðni Þórir Jóhannsson

Guðný Ósk Agnarsdóttir

Guðrún Bríet Gunnarsdóttir

Guðrún Edda Matthíasdóttir

Guðrún Elva Hjörleifsdóttir

Guðrún Guðlaugsdóttir

Guðrún Hansdóttir

Guðrún M. Vigfúsdóttir

Gunnar Á. Kristjánsson

Gunnar Guðjónsson

Gunnar Guðmundsson

Gunnar Gunnþórsson

Gunnar Ingi Þórðarson

Gunnar Kristófersson

Gunnar Rúnar Gunnarsson

Gunnar Sigurðsson

Gunnar Snorrason

Gunnar Steinn Aðalsteinsson

Gunnhildur Valgarðsdóttir

Gunnþór Halldórsson

Gústa Þórlaug Svavarsdóttir

Gústaf Arnar

Gústav Björgvin Helgason

Gylfi Gylfason

Halldór fiskvinnsla ehf.

Halldór Jón Sigurðsson

Halldór Þorsteinsson

Halldóra B. Jónsdóttir

Halldóra Ólafsdóttir

Haraldur J. Hamar

Haraldur Magnússon

Haukur Einarsson

Heimsfriðarsamtök fjölskyldna

Helga Jósefsdóttir

Helga Þórhallsdóttir

Helgi Guðnason

Henry Þór Henrysson

Hildur B. Eydal Egilsdóttir

Hildur Jörundsdóttir

Hilmar Jónsson

Hjálmar Guðmundsson

Hjalti Guðmundsson

Hjalti P. Þorvarðarson

Hjalti Sigurðarson

Höfðabrekka ehf.

Hörður Pálsson

Hrafnhildur Magnúsdóttir

Hrafnkell Björnsson

Hrefna Gísladóttir

Hreinn Guðmundsson

Hreinn Ómar Arason

Hrönn Ólína Jörundsdóttir

Hulda Elma Guðmundsdóttir

Inga Dóra Jónsdóttir

Inga Sólnes

Ingibjörg Baldursdóttir

Ingibjörg Þorvaldsdóttir

Ingunn Elín Jónasdóttir

Ingunn Vígmundsdóttir

Ísleifur Ottesen

ÍT - ferðir ehf.

Jakob Kristinsson

Jakobína Edda Sigurðardóttir

Johan Rolfsson

Jóhann Sigurjónsson

Jóhann Þorgeirsson

Jóhanna D. Magnúsdóttir

Jóhanna Gunnlaugsdóttir

Jóhanna Magnúsdóttir

Jón Garðar Hafsteinsson

Jón J. Ragnarsson

Jón Óli Jónsson

Jóna Valdimarsdóttir

Júlía P. Andersen

Júlíus Kristjánsson

Karl Jóhannsson

Katla Jörundsdóttir

Katrín Rolfsdóttir

Kjartan Skaftason

Kjör ehf.

Kolbeinn Ingi Kolbeinsson

Kristín Finnbogadóttir

Kristín Katla Swan

Kristinn Kristmundsson

Kristinn Magnússon

Kristinn Magnússon Michelsen

Kristján Kristjánsson

Kristján Þ. Stephensen

Kristófer Bjarnason

Kvikmyndafélag Íslands

Lára Ágústa Gunnarsdóttir

Laufey Steingrímsdóttir

Leifur Sveinsson

Lilja Dóra Gunnarsdóttir

Lovísa Jónsdóttir

Lýðræðissetrið ehf.

Magnús Ægir Karlsson

Magnús Bjarnason

Magnús E Svavarsson

Magnús Finnsson

Magnús R. Jónsson

Magnús R. Magnússon

Magnús Sigurðsson

Magnús Tryggvason

Margrét Árnadóttir

Margrét Guðmundsdóttir

Margrét Gunnarsdóttir

Margrét Helgadóttir

Margrét Loftsdóttir

Margrét Tryggvadóttir

Marinó H. Sveinsson

Marteinn Þór Arnar

Oddur Sæmundsson

Ólafur Kjartansson

Ólafur Sigurðsson

Ómar Þórðarson

Óskar J. Sandholt

Pálína Árnadóttir

Páll Þór Elísson

Passamyndir ehf.

Pétur Eggerz Pétursson

Pétur Pétursson

Ragnar Ólafsson

Ragnar Pétursson

Ragnheiður Heiðreksdóttir

Ragnheiður Hermannsdóttir

Ragnheiður Torfadóttir

Randver Ármannsson

Rannveig Guðmundsdóttir

Ríkharður Jónsson

Rohan Stefan Nandkisore

Rúnar G. Sigmarsson

Sigríður Árnadóttir

Sigríður Björg Jónsdóttir

Sigríður Friðþjófsdóttir

Sigríður Jónsdóttir

Sigríður Stefánsdóttir

Sigrún J. Sveinbjörnsdóttir

Sigrún L. Baldvinsdóttir

Sigrún Sigurbjörnsdóttir

Sigrún Steingrímsdóttir

Sigtryggur Aðalbjarnarson

Sigurbjörn Viðarsson

Sigurður E. Marinósson

Sigurður Kr. Jóhannesson

Sigurður Oddsson

Sigurður Oddsson

Sigurður Þ. Sigurðsson

Sigurður Vilhelm Benediktsson

Sigurgeir Þorkelsson

Skarphéðinn Lýðsson

Snjólaug Sigurðardóttir

Snorri Aðalsteinsson

Snæbjörn Gíslason

Sólrún Sveinsdóttir

Sonja Jóhanna Kristjánsdóttir

Stefán Albertsson

Stefán Guðmundsson

Steinar Jónsson

Steinunn Magnúsdóttir

Stuðlasel ehf.

Sturla Ómarsson

Svandís Kristinsdóttir

Svavar B. Bjarnason

Svavar Benediktsson

Sveinn Atli Gunnarsson

Sveinn Ívarsson ehf.

Sveinn Jónsson

Sæmundur Örn Sveinsson

Sævar Brynjólfsson

Sævar Óskarsson

Unnur Óskarsdóttir

Valdimar Sigurjónsson

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

Violeta Calian

Willard Fiske Ólason

Þóra Óskarsdóttir

Þorbergur Jóhannsson

Þórður Jónsson

Þorgeir Pétursson

Þorgerður Nielsen

Þórhallur Vilmundarson

Þorsteinn Jónasson

Þorsteinn Sigurbjörnsson

Þorsteinn Skaftason

Þorvarður Björn Jónsson

Þröstur Leó Stefánsson

Þuríður Hermannsdóttir

Þyri Jensdóttir

Örn Agnarsson

Örn Ingólfsson og

Örn Johnson

(Hilmar Gunnlaugsson hrl.)

gegn

íslenska ríkinu

(Einar Karl Hallvarðsson hrl.

Soffía Jónsdóttir hdl..)

Fjármálafyrirtæki. Verðbréfaviðskipti. Ábyrgð. Stjórnsýsla.

H o.fl. kröfðust þess að viðurkennd yrði sjálfskuldarábyrgð, en til vara einföld ábyrgð, íslenska ríkisins á tjóni þeirra vegna mismunar sem var á verðmæti hlutdeildarskírteina í Peningabréfum Landsbankans ISK við lokun markaða 3. október 2008 annars vegar og við uppgjör hlutdeildarskírteinishafa 29. sama mánaðar hins vegar. Voru kröfurnar reistar á opinberum yfirlýsingum þáverandi forsætisráðherra og viðskiptaráðherra í október 2008. Hæstiréttur taldi að í engri þeirra yfirlýsinga sem vísað hefði verið til hefði komið fram að íslenska ríkið myndi tryggja hlutdeildarskírteini í Peningabréfum Landsbankans eða taka á sig ábyrgð á tjóni áfrýjenda. Þegar af þeirri ástæðu var niðurstaða héraðsdóms um sýknu íslenska ríkisins staðfest.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Þorgeir Örlygsson og Benedikt Bogason settur hæstaréttardómari.

Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 22. mars 2011 og krefjast þess aðallega að viðurkennd verði sjálfskuldarábyrgð, en til vara einföld ábyrgð, stefnda á tjóni áfrýjenda vegna mismunar sem var á verðmæti hlutdeildarskírteina í Peningabréfum Landsbankans ISK við lokun markaða 3. október 2008 annars vegar og við uppgjör til hlutdeildarskírteinishafa 29. sama mánaðar hins vegar. Í báðum tilvikum krefjast áfrýjendur málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.

Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.

Svo sem nánar greinir í héraðsdómi áttu áfrýjendur hlutdeildarskírteini í fjárfestingarsjóði, sem nefndist Peningabréf Landsbankans ISK. Sjóðurinn var rekinn af Landsvaka hf. en svokallaður vörsluaðili sjóðsins var Landsbanki Íslands hf. Samkvæmt 2. gr. reglna sjóðsins skyldi Landsvaki hf. veita viðtöku fé frá almenningi til sameiginlegrar fjárfestingar í fjármálagerningum og öðrum eignum á grundvelli áhættudreifingar samkvæmt fyrirfram kunngerðri fjárfestingarstefnu sjóðsins og í samræmi við ákvæði laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði og gefa út hlutdeildarskírteini í sjóðnum til staðfestingar á hlutdeild í eignum hans. Samkvæmt 6. gr. reglnanna var markmið með útgáfu peningabréfanna „að ná góðri ávöxtun og dreifingu áhættu með því að fjárfesta í vel tryggðum skammtímaverðbréfum, einkum ríkis- og bankatryggðum víxlum og skuldabréfum, víxlum og skuldabréfum sveitarfélaga og öðrum vel tryggðum verðbréfum að mati stjórnar Landsvaka hf.“ Í 7. gr. var síðan ákvæði um að eigandi hlutdeildarskírteinis hefði réttarstöðu lánardrottins gagnvart sjóðnum. Fyrir liggur í málinu að lokað var fyrir innlausn hlutdeildarskírteina í þessum peningamarkaðssjóði 6. október 2008. Með ódagsettu bréfi Landsvaka hf. til sjóðfélaga var tilkynnt að Fjármálaeftirlitið hafi 17. október 2008 mælst til þess að peningamarkaðssjóðum yrði slitið. Það yrði gert við þann sjóð, sem hér um ræðir, með útborgun til sjóðfélaganna 29. sama mánaðar á fjárhæð, sem svaraði til 68,8% af hlutdeild hvers þeirra í honum.

Kröfur áfrýjenda eru á því reistar að með yfirlýsingum þáverandi forsætisráðherra og viðskiptaráðherra hafi stofnast ábyrgð stefnda, sjálfskuldarábyrgð eða einföld ábyrgð, á ætluðu tjóni áfrýjenda vegna þess mismunar á verðmæti hlutdeildarskírteinanna sem í kröfunum greinir. Nefndar yfirlýsingar eru raktar í héraðsdómi, en þær voru gefnar af forsætisráðherra í hádegisfréttum ríkisútvarpsins 3. október 2008 og í ávarpi hans til íslensku þjóðarinnar 6. sama mánaðar, svo og af honum og viðskiptaráðherra síðargreinda daginn í umræðum á Alþingi um frumvarp sem varð að lögum nr. 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.

Yfirlýsingar ráðherranna vörðuðu þau stefnumið sem stjórnvöld töldu rétt að fylgja á þessum tíma, þegar yfir vofði áhlaup á íslenska viðskiptabanka. Í yfirlýsingu þeirri sem ríkisstjórnin gaf út 6. október 2008 var því heitið að allar innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum yrðu tryggðar að fullu og í kjölfar hennar voru samþykkt lög nr. 125/2008 þann 7. sama mánaðar. Í 6. gr. þeirra laga var kveðið á um forgangsrétt innstæðukrafna við slit fjármálafyrirtækja. Bankakinnstæður eru kröfur á banka í formi veltu- eða sparifjárreikninga. Í engri þeirra yfirlýsinga sem áfrýjendur reisa kröfur sínar á kom fram að stefndi myndi á nokkurn hátt tryggja hlutdeildarskírteini í Peningabréfum Landsbankans eða taka á sig ábyrgð á tjóni áfrýjenda. Þegar af þessari ástæðu verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest.

Áfrýjendur verða dæmdir til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.

Dómsorð:

Héraðsdómur skal vera óraskaður.

Áfrýjendur, Hörður Hilmarsson, A.G. Eignarhald hf., Aðalgeir Jónsson, Aðalsteinn Gottskálksson, Anna Helgadóttir, Anna Jóna Jóhannsdóttir, Anna Jónsdóttir, Anna Lilja Gunnarsdóttir, Anna M. Thoroddsen, Anna S. Guðmundsdóttir, Ari Eydal Egilsson, Ágúst Sigurður Sigurðsson, Áki Guðmundsson, Árni B. Ingvarsson, Ásdís Gunnlaugsdóttir, Ásdís Hannesdóttir, Ásgeir Guðmundsson, Áslaug Ragnhildur Holm Johnson, Ásmundur Karlsson, Ástrúður K. Jónsdóttir, Baldur Gunnlaugsson, Baldur Hjörleifsson, Barði Ólafsson, Bergdís Kristjánsdóttir, Bergljót Rist, Bergþóra Skúladóttir, Bessi Eydal Egilsson, Birgir Jóh. Jóhannsson, Birgir Sigurpálsson, Birna Óladóttir, Bjarnfinnur Hjaltason, Björg Þórhallsdóttir, Björn Hrafnkelsson, Björn Ómar Jónsson, Björn Ragnar Björnsson, Björn S. Stefánsson, Bryngeir Kristinsson, Brynja Böðvarsdóttir, Brynja Stephanie Swan, D7 ehf., Dagbjört Aðalsteinsdóttir, Dagbjört Óskarsdóttir, Daníel Björnsson, Dóra Lydia Haraldsdóttir, Edda Björnsdóttir, EGI ehf., Eiríkur Stephensen, Elín Dís Marinósdóttir, Elín Eik Stefánsdóttir, Elín Þóra Dagbjartsdóttir, Elísabet Helga Harðardóttir, Emil H. Ólafsson, Erla Charlesdóttir, Finnur V. Gunnarsson, Fisk Gallerý ehf., Friðrik S. Oddsson, G & K Seafood ehf., Gauti Arnþórsson, Gerður Helgadóttir, Gestamóttakan ehf., Gísli Grétar Magnússon, Gísli Guðmundsson, Gísli H. Baldursson, Gísli Jón Kristinsson, Gísli Snæbjörnsson, Gíslína Garðarsdóttir, Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir, Guðbjörn Sigurpálsson, Guðfinna Eydal, Guðmundur B. Guðmundsson, Guðmundur Bjarnason, Guðmundur Einarsson, Guðmundur Erlendsson, Guðmundur Óli Helgason, Guðmundur R. Guðmundsson, Guðmundur Sveinsson, Guðmundur Þ. Albertsson, Guðni Sigmundsson, Guðni Þórir Jóhannsson, Guðný Ósk Agnarsdóttir, Guðrún Bríet Gunnarsdóttir, Guðrún Edda Matthíasdóttir, Guðrún Elva Hjörleifsdóttir, Guðrún Guðlaugsdóttir, Guðrún Hansdóttir, Guðrún M. Vigfúsdóttir, Gunnar Á. Kristjánsson, Gunnar Guðjónsson, Gunnar Guðmundsson, Gunnar Gunnþórsson, Gunnar Ingi Þórðarson, Gunnar Kristófersson, Gunnar Rúnar Gunnarsson, Gunnar Sigurðsson, Gunnar Snorrason, Gunnar Steinn Aðalsteinsson, Gunnhildur Valgarðsdóttir, Gunnþór Halldórsson, Gústa Þórlaug Svavarsdóttir, Gústaf Arnar, Gústav Björgvin Helgason, Gylfi Gylfason, Halldór fiskvinnsla ehf., Halldór Jón Sigurðsson, Halldór Þorsteinsson, Halldóra B. Jónsdóttir, Halldóra Ólafsdóttir, Haraldur J. Hamar, Haraldur Magnússon, Haukur Einarsson, Heimsfriðarsamtök fjölskyldna, Helga Jósefsdóttir, Helga Þórhallsdóttir, Helgi Guðnason, Henry Þór Henrysson, Hildur B. Eydal Egilsdóttir, Hildur Jörundsdóttir, Hilmar Jónsson, Hjálmar Guðmundsson, Hjalti Guðmundsson, Hjalti P. Þorvarðarson, Hjalti Sigurðarson, Höfðabrekka ehf., Hörður Pálsson, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Hrafnkell Björnsson, Hrefna Gísladóttir, Hreinn Guðmundsson, Hreinn Ómar Arason, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Hulda Elma Guðmundsdóttir, Inga Dóra Jónsdóttir, Inga Sólnes, Ingibjörg Baldursdóttir, Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Ingunn Elín Jónasdóttir, Ingunn Vígmundsdóttir, Ísleifur Ottesen, ÍT - ferðir ehf., Jakob Kristinsson, Jakobína Edda Sigurðardóttir, Johan Rolfsson, Jóhann Sigurjónsson, Jóhann Þorgeirsson, Jóhanna D. Magnúsdóttir, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Jóhanna Magnúsdóttir, Jón Garðar Hafsteinsson, Jón J. Ragnarsson, Jón Óli Jónsson, Jóna Valdimarsdóttir, Júlía P. Andersen, Júlíus Kristjánsson, Karl Jóhannsson, Katla Jörundsdóttir, Katrín Rolfsdóttir, Kjartan Skaftason, Kjör ehf., Kolbeinn Ingi Kolbeinsson, Kristín Finnbogadóttir, Kristín Katla Swan, Kristinn Kristmundsson, Kristinn Magnússon, Kristinn Magnússon Michelsen, Kristján Kristjánsson, Kristján Þ. Stephensen, Kristófer Bjarnason, Kvikmyndafélag Íslands, Lára Ágústa Gunnarsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir, Leifur Sveinsson, Lilja Dóra Gunnarsdóttir, Lovísa Jónsdóttir, Lýðræðissetrið ehf., Magnús Ægir Karlsson, Magnús Bjarnason, Magnús E Svavarsson, Magnús Finnsson, Magnús R. Jónsson, Magnús R. Magnússon, Magnús Sigurðsson, Magnús Tryggvason, Margrét Árnadóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Margrét Helgadóttir, Margrét Loftsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Marinó H. Sveinsson, Marteinn Þór Arnar, Oddur Sæmundsson, Ólafur Kjartansson, Ólafur Sigurðsson, Ómar Þórðarson, Óskar J. Sandholt, Pálína Árnadóttir, Páll Þór Elísson, Passamyndir ehf., Pétur Eggerz Pétursson, Pétur Pétursson, Ragnar Ólafsson, Ragnar Pétursson, Ragnheiður Heiðreksdóttir, Ragnheiður Hermannsdóttir, Ragnheiður Torfadóttir, Randver Ármannsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Ríkharður Jónsson, Rohan Stefan Nandkisore, Rúnar G. Sigmarsson, Sigríður Árnadóttir, Sigríður Björg Jónsdóttir, Sigríður Friðþjófsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Sigrún J. Sveinbjörnsdóttir, Sigrún L. Baldvinsdóttir, Sigrún Sigurbjörnsdóttir, Sigrún Steingrímsdóttir, Sigtryggur Aðalbjarnarson, Sigurbjörn Viðarsson, Sigurður E. Marinósson, Sigurður Kr. Jóhannesson, Sigurður Oddsson, Sigurður Oddsson, Sigurður Þ. Sigurðsson, Sigurður Vilhelm Benediktsson, Sigurgeir Þorkelsson, Skarphéðinn Lýðsson, Snjólaug Sigurðardóttir, Snorri Aðalsteinsson, Snæbjörn Gíslason, Sólrún Sveinsdóttir, Sonja Jóhanna Kristjánsdóttir, Stefán Albertsson, Stefán Guðmundsson, Steinar Jónsson, Steinunn Magnúsdóttir, Stuðlasel ehf., Sturla Ómarsson, Svandís Kristinsdóttir, Svavar B. Bjarnason, Svavar Benediktsson, Sveinn Atli Gunnarsson, Sveinn Ívarsson ehf., Sveinn Jónsson, Sæmundur Örn Sveinsson, Sævar Brynjólfsson, Sævar Óskarsson, Unnur Óskarsdóttir, Valdimar Sigurjónsson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Violeta Calian, Willard Fiske Ólason, Þóra Óskarsdóttir, Þorbergur Jóhannsson, Þórður Jónsson, Þorgeir Pétursson, Þorgerður Nielsen, Þórhallur Vilmundarson, Þorsteinn Jónasson, Þorsteinn Sigurbjörnsson, Þorsteinn Skaftason, Þorvarður Björn Jónsson, Þröstur Leó Stefánsson, Þuríður Hermannsdóttir, Þyri Jensdóttir, Örn Agnarsson, Örn Ingólfsson og Örn Johnson, greiði óskipt stefnda, íslenska ríkinu, 750.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 22. desember 2010.

Mál þetta var höfðað 13. október 2009 og tekið til dóms 1. nóvember sl.

Stefnendur eru Hörður Hilmarsson, Andahvarfi 11a, Kópavogi, ÍT-ferðir ehf., Engjavegi 6, Reykjavík, A.G. Eignarhald hf., Holtastíg 15, Bolungarvík, Aðalgeir Jónsson, Lækjasmára 92, Kópavogi, Aðalsteinn Gottskálksson, Norðurtúni 19, Álftanesi, Ágúst Sigurður Sigurðsson, Lækjasmára 78, Kópavogi, Áki Guðmundsson, Bæjarási 1, Bakkafirði, Anna Helgadóttir, Garðarsvegi 28, Seyðisfirði, Anna Jóna Jóhannsdóttir, Baughóli 33, Húsavík, Anna Jónsdóttir, Hellulandi 14, Reykjavík, Anna Lilja Gunnarsdóttir, Grenilundi 6, Garðabæ, Anna M. Thoroddsen, Móaflöt 2, Garðabæ, Anna S. Guðmundsdóttir, Grundarhvarfi 9, Kópavogi, Anton Ingvason, Engblommevej 29, Horsens, Danmörku, Ari Eydal Egilsson, Garðastræti 25, Reykjavík, Árni B. Ingvarsson, Fannafold 28, Reykjavík, Ásdís Gunnlaugsdóttir, Háalundi 9, Akureyri, Ásdís Hannesdóttir, Sóltúni 7, Reykjavík, Ásgeir Guðmundsson, Mánatúni 4, Reykjavík, Áslaug Ragnhildur Holm Johnson, Grenimel 16, Reykjavík, Ásmundur Karlsson, Grasarima 9, Reykjavík, Ástríður Ólafsdóttir, Ítalíu, Ástríður K. Jónsdóttir, Gerðhömrum 14, Reykjavík, Baldur Gunnlaugsson, Borgargarði 3, Djúpavogi, Baldur Hjörleifsson, Hrísmóum 1, Garðabæ, Bára Guðmundsdóttir, kt. 041044-7219, Barði Ólafsson, Háaleitisbraut 20, Reykjavík, Bergdís Kristjánsdóttir, Garðsstöðum 35, Reykjavík, Bergljót Rist, Skriðustekk 4, Reykjavík, Bergþóra Skúladóttir, Funafold 75, Reykjavík, Bessi Eydal Egilsson, Garðastræti 25, Reykjavík, Birgir Jóh. Jóhannsson, Mánatúni 2, Reykjavík, Birgir M. Bárðarson, Álftahólum 2, Reykjavík, Birgir Sigurpálsson, Borgargerði 4, Stöðvarfirði, Bjarnfinnur Hjaltason, Rjúpufelli 24, Reykjavík, Björg Þórhallsdóttir, Prestastíg 8, Reykjavík, Björn Hrafnkelsson, Skúlabraut 33, Blönduósi, Björn Ómar Jónsson, Suðurhlíð 38d, Reykjavík, Björn S. Stefánsson, Sólvallagötu 80, Reykjavík, Bryngeir Kristinsson, Háalundi 9, Akureyri, Brynja Böðvarsdóttir, Ársölum 1, Kópavogi, Brynja Stephanie Swan, Klukkubergi 35, Hafnarfirði, D7 ehf., Laufásvegi 27, Reykjavík, Dagbjört Aðalsteinsdóttir, Hjálmholti 9, Reykjavík, Dagbjört Óskarsdóttir, Ásabraut 7, Grindavík, Daníel Björnsson, Múlavegi 7, Seyðisfirði, Dóra Lydía Haraldsdóttir, Geitlandi 3, Reykjavík, Edda Björnsdóttir, Brekkuseli 36, Reykjavík, Edda Erlendsdóttir, Frakklandi, EGI ehf., Fellahvarfi 27b, Kópavogi, Eiríkur Stephensen, Skeiðarvogi 95, Reykjavík, Elín Dís Marinósdóttir, Tjarnarbóli 2, Seltjarnarnesi, Elín Eik Stefánsdóttir, Borgarlandi 1b, Djúpavogi, Elín Þóra Dagbjartsdóttir, Skipastíg 9, Grindavík Elísabet Helga Harðardóttir, Lambhaga 36, Selfossi, Ella Björt Teague, kt. 071280-5869, Emil H. Ólafsson, Lónabraut 30, Vopnafirði, Finnur V. Gunnarsson, Hraungerði 3, Akureyri, Fisk Gallerí ehf., Nethyl 2, Reykjavík, Friðrik S. Oddsson, Ásabraut 7, Grindavík, G & K Seafood ehf., Bæjarlind 12, Kópavogi, Gauti Arnþórsson, Fjallalind 15, Kópavogi, Gerður Helgadóttir, Fellsmúla 11, Reykjavík, Gestamóttakan ehf., Þingholtsstræti 6, Reykjavík, Gísli Grétar Magnússon, Stekkholti 18, Selfossi, Gísli Guðmundsson, Garðsstöðum 19, Reykjavík, Gísli H. Baldursson, Borgargarði 3, Djúpavogi, Gísli Jón Kristinsson, Löngumýri 36, Akureyri, Gísli Sævarr Guðmundsson, Glósölum 7, Kópavogi, Gísli Sigurbergsson, Svínafelli, Hornafirði, Gísli Snæbjörnsson, Forsölum 1, Kópavogi, Gíslína Garðarsdóttir, Melseli 6, Reykjavík, Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Móvaði 7, Reykjavík, Guðbjörg Magnúsdóttir, Dragavegi 9a, Reykjavík, Guðbjörn Sigurpálsson, Borgargerði 4, Stöðvarfirði, Guðfinna Eydal, Garðastræti 25, Reykjavík, Guðmundur B. Guðmundsson, Borgartúni 30a, Reykjavík, Guðmundur Bjarnason, Garðsstöðum 35, Reykjavík, Guðmundur Einarsson, Skipastíg 7, Grindavík, Guðmundur Einarsson, Kópavogsbraut 41, Kópavogi, Guðmundur Erlendsson, Dverghömrum 16, Reykjavík, Guðmundur Óli Helgason, Sunnuvegi 7, Reykjavík, Guðmundur R. Guðmundsson, Holtagötu 2, Drangsnesi, Guðmundur Sveinsson, Lundi 1, Kópavogi, Guðmundur Þ. Albertsson, Álfheimum 46, Reykjavík, Guðni Þórir Jóhannsson, Vörðu 18,  Djúpavogi, Guðný Ósk Agnarsdóttir, Huldugili 6, Akureyri, Guðrún Alda Gísladóttir, Sörlaskjóli 70, Reykjavík, Guðrún Bríet Gunnarsdóttir, Klapparholti 6, Hafnarfirði, Guðrún Edda Matthíasdóttir, Austurtúni 6, Álftanesi, Guðrún Elva Hjörleifsdóttir, Álftröð 3, Kópavogi, Guðrún Guðlaugsdóttir, Grandavegi 47, Reykjavík, Guðrún Hansdóttir, Brekkuseli 30, Reykjavík, Guðrún M. Vigfúsdóttir, Breiðuvík 61, Reykjavík, Gunnar Á. Kristjánsson, Stakkhömrum 15, Reykjavík, Gunnar Guðjónsson, Laugarásvegi 15, Reykjavík, Gunnar Guðmundsson, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, Gunnar Gunnþórsson, Njálsgötu 6, Reykjavík, Gunnar Ingi Þórðarson, Laugarnesvegi 89, Reykjavík, Gunnar Kristófersson, Bæjarlind 12, Kópavogi, Gunnar Rúnar Gunnarsson, Hnaukum, 765 Djúpavogi, Gunnar Sigurðsson, Lækjasmára 78, Kópavogi, Gunnar Snorrason, Aftanhæð 3, Garðabæ, Gunnar Steinn Aðalsteinsson,  Norðurtúni 19, Álftanesi, Gunnhildur Valgarðsdóttir, Laugavegi 64, Reykjavík, Gunnþór Halldórsson, Goðheimum 3, Reykjavík, Gústa Þórlaug Svavarsdóttir, Borgarlandi 1b, Djúpavogi, Gústaf Arnar, Dalalandi 6, Reykjavík, Gústav Björgvin Helgason, Grettisgötu 78, Reykjavík, Gylfi Gylfason, Bjargartanga 10, Mosfellsbæ, Hafsteinn Svavarsson, Kársnesbraut 103, Kópavogi, Halldór fiskvinnsla ehf., Bæjarási 1, Bakkafirði, Halldór Jón Sigurðsson, Brekkuseli 36, Reykjavík, Halldór Þorsteinsson, Bakkabakka 4b, Fjarðabyggð, Halldóra B. Jónsdóttir, Hrísbraut 13, Höfn. Halldóra Ólafsdóttir, Kambavaði 1, Reykjavík, Haraldur J. Hamar, Miðleiti 6, Reykjavík, Haraldur Magnússon, Þrastarhöfða 7, Mosfellsbæ, Haukur Einarsson, Hálsaseli 54, Reykjavík, Heimsfriðarsamtök fjölskyldna, Víkurbakka 4, Reykjavík, Helga Jósefsdóttir, Borgarhrauni 8, Hveragerði, Helga Þórhallsdóttir, Dunhaga 11, Reykjavík, Henry Þór Henrysson, Melseli 6, Reykjavík, Hildur B. Eydal Egilsdóttir, Garðastræti 25, Reykjavík, Hildur Jörundsdóttir, Arnartanga 39, Mosfellsbæ, Hildur Óttarsdóttir, kt. 160477-4319, Hjálmar Guðmundsson, Borgarlandi 5, Djúpavogi, Hjalti Guðmundsson, Huldugili 6, Akureyri, Hjalti P. Þorvarðarson, Breiðuvík 61, Reykjavík, Hjalti Sigurðarson, Lækjasmára 78, Kópavogi, Höfðabrekka ehf., Höfðabrekku, Vík, Hörður Pálsson, Kirkjubraut 12, Akranesi, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Hrísbraut 3, Höfn, Hrafnkell Björnsson, Hjálmholti 9, Reykjavík, Hrefna Gísladóttir, Grænumörk 2, Selfossi, Hreinn Guðmundsson, Borgarlandi 5, Djúpavogi,  Hreinn Ómar Arason, Stuðlaseli 36, Reykjavík, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Hjallahlíð 19d, Mosfellsbæ, Hulda Elma Guðmundsdóttir, Nesbakka 17, Fjarðabyggð, Inga Dóra Jónsdóttir, Jakaseli 21, Reykjavík, Inga G. Guðmannsdóttir, Vesturbergi 21, Reykjavík, Inga Jónsdóttir, Sóltúni 5, Reykjavík, Inga Sólnes, Þingholtsstræti 6, Reykjavík, Ingibjörg Baldursdóttir, Hlynsölum 1, Kópavogi, Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Keldulandi 1, Reykjavík, Ingrid M. Paulsen, Bollagötu 7, Reykjavík, Ingunn Vígmundsdóttir, Núpalind 2, Kópavogi, Ísleifur Ottesen, 12 Clelo Vista, Anthony, 88021 NM USA, Jakob Kristinsson, Sautjándajúnítorgi 5,  Garðabær, Jakobína Edda Sigurðardóttir, Lækjasmára 78, Kópavogi, Johan Rolfsson, Háalundi 9, Akureyri, Jóhann B. Arnarsson, kt. 130692-2309, Jóhann Sigurjónsson, Eyrarlandsvegi 16, Akureyri, Jóhann Þorgeirsson, Álfheimum 25, Reykjavík, Jóhanna D. Magnúsdóttir, Víkurbraut 32d, Höfn, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Grundarlandi 6, Reykjavík, Jóhanna Magnúsdóttir, Múlavegi 7, Seyðisfirði, Jóhannes Jóhannsson, Silfrastöðum, Varmahlíð, Jón Erlingsson, Kleppsvegi 16, Reykjavík, Jón Garðar Hafsteinsson, Þrastarási 26, Hafnarfirði, Jón J. Ragnarsson, Suðurhópi 1, Grindavík, Jón Óli Jónsson, Fannafold 155, Reykjavík, Jóna Valdimarsdóttir, Aftanhæð 3, Garðabæ, Júlía P. Andersen, Laugateigi 16, Reykjavík, Júlíus Kristjánsson, Langholti 19, Akureyri, Karl Jóhannsson, Lækjarsmára 2, Kópavogi, Katla Jörundsdóttir, Bramles, Newchester Cross, Merriot, Somerset, TA16 5QJ, UK, Katrín Rolfsdóttir, Háalundi 9, Akureyri, Kjartan Jónsson, Tröllateigi 41, Mosfellsbæ, Kjartan Skaftason, Njálsgötu 112, Reykjavík, Kjör ehf., Kópavogsbarði 10, Kópavogi, Kolbeinn Ingi Kolbeinsson, 10, Rue Jean Engcing, 1466 Luxembourg, Kristín Finnbogadóttir, Hörðukór 5, Kópavogi, Kristín Katla Swan, Snægili 30, Akureyri, Kristinn Kristmundsson, Safamýri 73, Reykjavík, Kristinn Magnússon, Reykjamel 10,  Mosfellsbæ, Kristinn Magnússon Michelsen, Austurströnd 6, Seltjarnarnesi, Kristján Kristjánsson, Furugerði 5, Reykjavík, Kristján Þ. Stephensen, Beykihlíð 9, Reykjavík, Kristófer Bjarnason, Þjóðbraut 1, Akranesi, Kvikmyndafélag Íslands, Bankastræti 11, Reykjavík, Lára Ágústa Gunnarsdóttir, Goðheimum 3, Reykjavík, Lárus Bjarnason, Miðtúni 13, Seyðisfirði, Laufey Steingrímsdóttir, Ásvallagötu 60, Reykjavík, Leifur Sveinsson, Tjarnargötu 36, Reykjavík, Lilja Dóra Gunnarsdóttir, Akurgerði 33, Reykjavík, Lovísa Jónsdóttir, Bjargartanga 10, Mosfellsbæ, Lýðræðissetrið ehf., Hringbraut 121, Reykjavík, Magnús Ægir Karlsson, Bæjargili 64, Garðabæ, Magnús Bjarnason, Urðarholti 1, Mosfellsbæ, Magnús E. Svavarsson, Víðihlíð 17, Sauðárkróki, Magnús Finnsson, Hraungerði 3, Akureyri, Magnús R. Jónsson, Eskiholti 15, Garðabæ, Magnús R. Magnússon, Tjarnarflöt 5, Garðabæ, Magnús Sigurðsson, Melabraut 23, Seltjarnarnesi, Magnús Tryggvason, Bleikjukvísl 4, Reykjavík, Margrét Árnadóttir, Geitlandi 3, Reykjavík, Margrét Guðmundsdóttir, Grasarima 9, Reykjavík, Margrét Gunnarsdóttir, Þinghólsbraut 62, Kópavogi, Margrét Helgadóttir, Kirkjusandi 3, Reykjavík, Margrét Loftsdóttir, Lautasmára 1, Kópavogi, Margrét Tryggvadóttir, Hvolsvegi 9, Hvolsvelli, Marinó H. Sveinsson, Tjarnarstíg 12, Seltjarnarnesi, Marteinn Þór Arnar, Fiskakvísl 26, Reykjavík, Oddur Sæmundsson, Stuðlaseli 12, Reykjavík, Ólafur Jón Einarsson, Sunnubraut 33, Kópavogi, Ólafur Kjartansson, Hólavallagötu 11, Reykjavík, Ólafur Sigurðsson, Kambavaði 1, Reykjavík, Ómar Þórðarson, Fellahvarfi 12, Kópavogi, Örn Ingólfsson, Bogahlíð 8, Reykjavík, Örn Johnson, Fellsási 9, Mosfellsbæ, Óskar J. Sandholt, Langholtsvegi 62, Reykjavík, Óttar Eggertsson, Súlugranda 16, Reykjavík, Pálína Árnadóttir, Geitlandi 3, Reykjavík, Páll Skúli Leifsson, Blytsvej 9, 2000 FRB, Danmörk, Páll Þór Elísson, Melgerði 13, Fjarðabyggð, Passamyndir ehf., Sundaborg 7, Reykjavík, Pétur Eggerz Pétursson, Keilufelli 47, Reykjavík, Pétur Pétursson, Baughóli 33, Húsavík, Ragnar Ólafsson, Hellulandi 14, Reykjavík, Ragnar Pétursson, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, Ragnheiður Heiðreksdóttir, Beykihlíð 9, Reykjavík, Ragnheiður Hermannsdóttir, Tinnubergi 8, Hafnarfirði, Ragnheiður Torfadóttir, Ingólfsstræti 14, Reykjavík, Randver Ármannsson, Strandvegi 24, Garðabæ, Rannveig Guðmundsdóttir, Hálsaseli 50, Reykjavík, Ríkharður Jónsson, Heiðarbraut 53, Akranesi, Rohan Stefan Nandkisore, Víkurbakka 4, Reykjavík, Rúnar G. Sigmarsson, Brekkuseli 30, Reykjavík, Sæmundur Örn Sveinsson, Espigerði 14, Reykjavík, Sævar Brynjólfsson, Klapparstíg 5, Reykjavík, Sævar Óskarsson, Ásabraut 7, Grindavík, Sigríður Árnadóttir, Rafstöðvarvegi 23, Reykjavík, Sigríður Friðþjófsdóttir, Sóleyjarima 5, Reykjavík, Sigríður Jónsdóttir, Mánatúni 4, Reykjavík, Sigríður Stefánsdóttir, Brekkuvegi 5, Seyðisfirði, Sigrún J. Sveinbjörnsdóttir, Kringlubraut 8, Höfn, Sigrún L. Baldvinsdóttir, Brekkustíg 6a, Reykjavík, Sigrún Sigurbjörnsdóttir, Baughóli 33, Húsavík, Sigrún Steingrímsdóttir, Hagamel 38, Reykjavík, Sigtryggur Aðalbjarnarson, Skipholti 60, Reykjavík, Sigurbjörn Viðarsson, Laufásvegi 44, Reykjavík, Sigurður E. Marinósson, Lækjasmára 78, Kópavogi, Sigurður Kr. Jóhannesson, Laugarásvegi 2a, Reykjavík,  Sigurður Oddsson, Selbrekku 5, Kópavogi, Sigurður Oddsson, Túngötu 8, Stöðvarfirði, Sigurður Þ. Sigurðsson, Túngötu 8, Stöðvarfirði, Sigurður Vilhelm Benediktsson, Dalskógum 11, Egilsstöðum, Sigurgeir Þorkelsson, Ásakór 7, Kópavogi, Skarphéðinn Lýðsson, Burknavöllum 17b, Hafnarfirði, Snæbjörn Gíslason, Hörðukór 5, Kópavogi, Snjólaug Sigurðardóttir, Klapparhlíð 51, Mosfellsbæ, Sólrún Sveinsdóttir, Fjallalind 15, Kópavogi, Sonja Jóhanna Kristjánsdóttir, Hrauntungu 99, Kópavogi, Stefán Guðmundsson, Borgarlandi 1b, Djúpavogi, Steinar Jónsson, Melseli 20, Reykjavík, Steingrímur Karl Teague, kt. 260983-5129, Steinunn Magnúsdóttir, Álfheimum 35, Reykjavík, Stuðlasel ehf., Blásölum 15, Kópavogi, Sturla Ómarsson, Blásölum 15, Kópavogi, Svandís Kristinsdóttir, Borgargörðum 3, Djúpavogi, Svavar B. Bjarnason, Grænlandsleið 40, Reykjavík, Svavar Benediktsson, Hrauntungu 99, Kópavogi, Sveinn Ívarsson ehf., Grundarhvarfi 9, Kópavogi, Sveinn Jónsson, Fjarðarbraut 25, Stöðvarfirði, Þóra Óskarsdóttir, Sæbraut 8, Seltjarnarnesi, Þorbergur Jóhannsson, Foldarsmára 13, Kópavogi, Þórdís Jónsdóttir, Stigahlíð 60, Reykjavík, Þórður Jónsson, Austurströnd 12, Seltjarnarnesi, Þorgeir Pétursson, Sæviðarsundi 9, Reykjavík, Þorgerður Nielsen, Sjávargötu 23, Álftanesi, Þórhallur Vilmundarson, Ingólfsstræti 14, Reykjavík, Þorsteinn Jónasson, Orrahólum 7, Reykjavík, Þorsteinn Sigurbjörnsson, Múlasíðu 18a, Akureyri, Þorsteinn Skaftason, Ásvegi 14, Dalvík, Þorvarður Björn Jónsson, Austurgerði 2, Reykjavík, Þröstur Leó Stefánsson, Borgarlandi 1b, Djúpavogi, Þuríður Hermannsdóttir, Hátúni 8, Reykjavík, Þyri Jensdóttir, Furugrund 68, Kópavogi, Unnur Óskarsdóttir, Lækjasmára 2, Kópavogi, Valdimar Sigurjónsson, Dverghólum 22, Selfossi, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Þinghólsbraut 62, Kópavogi, Violeta Calian, Austurströnd 12, Seltjarnarnesi og Willard Fiske Ólason, Skipastíg 5, Grindavík.

Stefnda er íslenska ríkið, Sölvhólsgötu, Reykjavík.

Kröfur stefnenda í málinu eru eftirfarandi:

Aðallega að viðurkennd verði sjálfskuldarábyrgð íslenska ríkisins á tjóni stefnenda vegna þess mismunar sem var á verðmæti hlutdeildarskírteina í Peningabréfum Landsbankans ISK, kt. 600390-9969, við lokun markaða 3. október 2008 annars vegar og við uppgjör til hlutdeildarskírteinishafa þann 29. október 2008 hins vegar.

Til vara að viðurkennd verði einföld ábyrgð íslenska ríkisins á tjóni stefnenda vegna þess mismunar sem var á verðmæti hlutdeildarskírteina í Peningabréfum Landsbankans ISK, kt. 600390-9969, við lokun markaða 3. október 2008 annars  vegar og við uppgjör til hlutdeildarskírteinishafa þann 29. október 2008 hins vegar.

Til þrautavara að viðurkennd verði með dómi skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins á tjóni stefnenda vegna skerðingar á verðmæti hlutdeildarskírteina í Peningabréfum Landsbankans ISK, kt. 600390-9969, sem hlaust af setningu 1. mgr. 103. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, sbr. 6. gr. laga nr. 125/2008.

Til þrautaþrautavara að viðurkennd verði með dómi fébótaábyrgð íslenska ríkisins á tjóni stefnenda vegna skerðingar á verðmæti hlutdeildarskírteina í Peningabréfum Landsbankans ISK, kt. 600390-9969, sem hlaust af setningu 1. mgr. 103. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, sbr. 6. gr. laga nr. 125/2008.

Í öllum tilvikum krefjast stefnendur málskostnaðar úr hendi stefnda.

Stefnda krefst sýknu af öllum kröfum stefnenda. Þá krefst stefnda þess jafnframt að stefnendum verði gert að greiða því málskostnað in solidum.

I.

A.

Af hálfu stefnenda er til þess vísað að þeir hafi allir verið eigendur hlutdeildar­skírteina í peningamarkaðssjóði sem nefndur hafi verið Peningabréf Landsbankans ISK. Af hálfu starfsmanna Landsbankans hafi viðskiptavinir bankans verið hvattir til að fjárfesta í hlutdeildarskírteinum sem áhættulausum eða -litlum fjárfestingarkosti, jafnvel tryggari en innstæður þegar um stærri fjárhæðir væri að ræða, en með betri ávöxtun en hefðbundnir innstæðureikningar. Hafi flestir stefnenda staðið í þeirri trú að Peningabréf Landsbankans væru hefðbundnir innstæðureikningar, hávaxtareikningur.

Er stefnendur hafi tekið ákvörðun um kaup í Peningabréfum Landsbankans ISK hafi legið fyrir að innstæðureikningar nytu ábyrgðar sérstaks tryggingarsjóðs upp að jafnvirði 20.887 evra. Réttarstaða krafna í bú fjármálastofnana hafi hins vegar verið sú að kröfur vegna innstæðna og skuldabréfa, útgefnum af fjármálastofnunum, voru jafnréttháar, en sú réttarstaða hafi leitt af áratuga réttarframkvæmd á grundvelli almennra laga sem um málið giltu.

Þrátt fyrir erfiða tíma á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og mikið umrót í kringum íslenskar fjármálastofnanir hafi verið jákvæð ávöxtun á Peningabréfum Landsbankans ISK upp á hvern dag. Út á það hafi bankinn gert og kynnt sjóðinn sem öruggan kost allt fram að hruni bankanna.

B.

Stefnendur segja íslenska ráðamenn hafa gengið langt við að fegra stöðu íslensku bankanna allt árið fyrir hrun þeirra. Yfirlýsingar þeirra rétt fyrir og við bankahrunið verði að skoða í því ljósi. Þannig hafi Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, sagt meðal annars á Viðskiptaþingi 13. febrúar 2008:

Þrátt fyrir þessar jákvæðu niðurstöður og greinargerðir Fjármálaeftirlitsins, Moody‘s, Credit Sights og fleiri aðila gætir enn neikvæðrar umfjöllunar hjá einstaka greiningaraðilum og fjölmiðlum. Þar er iðulega farið með hreinar staðreyndavillur og lýsingar á stöðu íslenska hagkerfisins eru mjög ýktar. Það er áhyggjuefni að þessir aðilar skuli ekki taka tillit til þeirra ítarlegu upplýsinga sem öllum eru aðgengilegar og lýsa sterkri stöðu bankanna og ríkissjóðs. Hér virðast önnur öfl ráða ferðinni en leitin að sannleikanum. Til að mæta þessu er nauðsynlegt að allir snúi bökum saman og bregðist við. Ríkisstjórnin er reiðubúin til samstarfs við hin ýmsu samtök atvinnulífsins, hvort sem það er á vettvangi Viðskiptaráðsins, Samtaka fjármálafyrirtækja eða annarra samtaka, með það að meginmarkmiði að miðla upplýsingum og greiningum um íslenskt efnahags- og atvinnulíf til erlendra greiningaraðila, fjárfesta og fjölmiðla. Jafnframt munu ráðherrar áfram verða reiðubúnir að mæta ásamt fulltrúum atvinnulífsins á fundi erlendis til að gera grein fyrir stöðu íslensks efnahags- og atvinnulífs og leiðrétta þær rangfærslur sem kunna að vera á ferðinni.

Í viðtali við sama ráðherra 9. apríl 2008 kveða stefnendur hafa verið eftir honum haft að sögusagnir um að ríkissjóður gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar væru „út í hött“. Í sama viðtali hefði ráðherrann fyrrverandi sagt íslensku bankana standa stöðuga.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þá menntamálaráðherra, hafi 25. júlí 2008 sagt eftirfarandi, vegna gagnrýni Richard Thomas hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Merryl Lynch á aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda:

Ég er eiginlega alveg undrandi. Mér finnst þetta makalaus ummæli hjá svona virtum fjárfestingarbanka og ég velti því fyrir mér hvaða annarlegu sjónarmið búa þarna að baki því að þetta á ekki við nein rök að styðjast og ég spyr líka sem menntamálaráðherra, þarf þessi maður ekki á endurmenntun að halda?“

Þá hafi Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, og þar með ráðherra bankamála, oft farið mikinn í umfjöllun sinni um stöðu íslensku bankanna og útrásarmanna. Hinn 25. júlí 2007 hafi hann ritað á heimasíðu sína, undir fyrirsögninni Actavis-Qingdao og útrásin:

Umbreyting íslensks atvinnulífs á undanförnum árum hefur meðal annars leitt til ævintýralegrar framrásar ýmiss konar alþjóðlegrar þjónustustarfsemi, þar á meðal fjármálaþjónustunnar sem enn æðir áfram nú síðast með kaupum Novators á Actavis. ... Kaup Novators á Actavis renna enn frekari stoðum undir útrásina. Stærstu viðskipti Íslandssögunnar og verða vonandi til þess að auka enn á styrk útrásarmanna til frekari landvinninga erlendis.

Sami ráðherra hafi í Viðskiptablaðinu í desember 2007, sem borið hafi yfirskriftina „Sterk staða íslenskra banka“, meðal annars sagt:

Þegar KB banki opnaði útibúið í Lúxemburg fyrir nokkrum árum óraði líklega engan fyrir því hve vel íslensku fjármálafyrirtækjunum ætti eftir að ganga við að hasla sér völl á erlendri grundu. Ævintýralega vel er kannski rétta orðið yfir það. Kraftur, kjarkur og góð þekking íslensku útrásarmannanna skilaði meiri árangri hraðar við fjárfestingar erlendis en hægt var að sjá fyrir og víkingurinn hefur vakið athygli á alþjóðavísu. ... – Auðvitað skortir ekki úrtölur eða þá sem telja sig knúna til að tala útrás og fjárfestingarævintýri Íslendinga erlendis niður. Þannig eru nú hlutirnir einu sinni og því er mikilvægt nú þegar hægir tímabundið á útrásinni vegna þrenginga á erlendum mörkuðum að halda frábærum árangri þessara flaggskipa atvinnulífs okkar ríkulega til haga. Þetta eru okkar voldugustu fyrirtæki og nokkrar af helstu undirstöðum efnahagskerfis okkar til lengri tíma litið.

Þá hafi ráðherrann fyrrverandi ritað aðra grein í Viðskiptablaðið í mars 2008 sem borið hafi yfirskriftina „Peningamál og pólitískir vindar“. Þar hafi hann lagt sig fram um að færa rök fyrir sterkri stöðu bankanna.

C.

Stefnendur vísa til þess að mánudaginn 29. september 2008 hafi verið tilkynnt um kaup íslenska ríkisins á 75% hlut í Glitni. Vikuna 29. september til 3. október hafi innstæðueigendur og eigendur hlutdeildarskírteina í peningamarkaðssjóðum ókyrrst. Ráðamenn, líkt og starfsmenn fjármálastofnana, hafi lagt á það mikla áherslu að eignir nefndra aðila væru tryggar og að ríkið myndi sjá til þess að bæta tjón á sparnaði fólks ef svo ólíklega vildi til að einhver bankanna færi í þrot. Engu að síður hafi margir sparifjáreigendur tekið út innstæður sínar og innleyst hlutdeildarskírteini. Viðskiptum með peningamarkaðssjóði Glitnis hafi verið lokað mánudaginn 29. september en að kvöldi dags 30. september hafi stjórn Glitnis ákveðið að opna fyrir viðskipti í sjóðunum morguninn eftir, sem og að kaupa þau skuldabréf Stoða sem verið hafi í tveimur sjóðanna. Þessi viðskipti hafi verið tilkynnt forsætis- og fjármálaráðherra og notið blessunar þeirra. Glitnir hafi þannig tekið á sig tapið af bréfunum. Alla þessa viku hafi ráðamenn keppst við að róa reiðufjáreigendur og lýst því yfir að eignir þeirra í bönkunum væru öruggar. Hafi þáverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri báðir lýst því yfir í hádegisfréttum ríkisútvarpsins 3. október að sparnaður væri öruggur.

Engin viðskipti hafi átt sér stað með hlutdeildarskírteini eftir föstudaginn 3. október 2008, þar sem lokað hafi verið fyrir slík viðskipti, en vikuna áður hafi um 80 milljarðar streymt úr Peningabréfum Landsbankans ISK vegna innlausna hlutdeildarskírteinishafa. Eftir hafi setið um 100 milljarðar.

Að morgni mánudagsins 6. október 2008 hafi stjórn Landsvaka tekið þá ákvörðun að fresta tímabundið innlausnum hlutdeildarskírteina í ýmsa sjóði, þar á meðal Peningabréf Landsbankans ISK. Fyrir hádegi þann dag hafi birst formleg yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands þar sem áréttaðar hafi verið fyrri yfirlýsingar ráðherra og fleiri ráðamanna um að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi yrðu tryggðar að fullu.

Við lokun banka mánudaginn 6. október 2008 hafi forsætisráðherra ávarpað íslensku þjóðina í beinni sjónvarpsútsendingu. Þar hafi hann meðal annars sagt:

Ég vil taka af öll tvímæli um að innstæður Íslendinga og séreignarsparnaður í íslensku bönkunum öllum er tryggur og ríkissjóður mun sjá til þess að slíkar inneignir skili sér til sparifjáreigenda að fullu. Um þetta þarf enginn að efast.

Síðar þennan sama dag, eftir að bönkum hafði verið lokað, hafi ríkisstjórnin lagt fram frumvarp það er orðið hafi að lögum nr. 125/2008 aðfaranótt 7. október 2008 með staðfestingu forseta Íslands.

Samhliða setningu laga nr. 125/2008 segja stefnendur ráðherra hafa lýst því yfir að innstæður í fjármálafyrirtækjum yrðu tryggðar að fullu. Þannig hafi forsætisráðherra meðal annars sagt við fyrstu umræðu frumvarps til laganna:

Þá eru lagðar til nokkrar breytingar á lögum um innstæðutryggingar og tryggingarkerfi. Þær felast m.a. í því að lagt er til að innstæður séu forgangskröfur við gjaldþrotaskipti. Það er mikilvægt atriði sem ekki hefur verið lögfest áður en er til að ítreka yfirlýsingar mínar og ríkisstjórnarinnar um að innstæður í íslenskum bönkum og sparisjóðum eru tryggðar og ef tryggingasjóður er ekki nægjanlega öflugur til að sinna þeim skyldum mun ríkissjóður gera það. Þetta vil ég ítreka hér.

Þá hafi verið staðhæft á Alþingi að séreignarsparnaður, sem sparnaður í peningamarkaðssjóðum falli undir, yrði tryggður að fullu. Þannig hafi viðskiptaráðherra sagt við fyrstu umræðu frumvarps til ofangreindra laga:

Ýmsu er ósvarað fyrir almenningi eins og hvað varðar innstæðutryggingarnar-margir spurðu sig í dag eftir flugufréttir um að innstæður barna undir 18 ára aldri, sem væru undir lögaldri, væru ekki tryggðar. Svarið við því er afdráttarlaust: Þær innstæður eru tryggðar. Allar innstæður á kennitölu eru tryggðar. Séreignarsparnaðurinn er tryggður og svo mætti lengi telja.

Stefnendur kveða ekki verða séð að lagaheimild hafi staðið að baki tilvitnuðum ábyrgðaryfirlýsingum ráðherra. Lögum um tryggingavernd innstæðna hafi ekki verið breytt. Engin lög hafi verið sett sem heimili ríkisábyrgð á greiðslum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, utan við sérlög um ábyrgð á láni sjóðsins frá breska og hollenska ríkinu, sbr. lög nr. 93/2009. Þau gildi ekki um innstæður á Íslandi.

Stefnendur benda á að strax eftir gildistöku laga nr. 125/2008 og fyrir opnun banka þriðjudaginn 7. október 2008 hafi skilanefnd verið skipuð yfir Landsbanka Íslands og Nýi Landsbanki Íslands hf. tekið til starfa, sbr. ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 7. október 2008. Viðskipti með hlutdeildarskírteini hafi ekki verið opnuð að nýu og 17. október 2008 hafi Fjármálaeftirlitið beint þeim tilmælum til rekstrarfélags verðbréfasjóðsins Peningabréf Landsbankans ISK að sjóðnum yrði slitið og gert upp við eigendur hlutdeildarskírteinishafa. Við uppgjör í lok október 2008 hafi einungis komið 68,6% af verðmætum við lokun markaða 3. október 2008 til greiðslu. Um ástæður lækkunar á verðmæti eigna stefnenda segi í bréfi NBI hf., dagsettu 10. desember 2008:

Varðandi þá 31,2% lækkun sem varð á gengi sjóðsins við slit stöfuðu um ⅔ hlutar lækkunarinnar af lækkun á skuldabréfum íslensku viðskiptabankanna. Svo sem fram hefur komið áður vógu skuldabréf útgefin af Kaupþingi banka hf. þungt í eignasafni sjóðsins eða um 30% af heildareignum, sem skýrir stærstan hluta þessarar lækkunar. Önnur lækkun stafaði af verðlækkun á skuldabréfum annarra fyrirtækja og fjárfestingafélaga.

Neyðarlög voru boðuð af forsætisráðherra 6. október s.l. þar sem meðal markmiða var að verja innlendan hluta fjármálastarfseminnar í landinu og tryggja innlán á Íslandi umfram aðrar kröfur á bankana með því að gera innlán að forgangskröfum. Peningamarkaðssjóðurinn hafði að mjög miklu leyti fjárfest í skuldabréfum íslensku bankanna, sem voru fyrir lagasetninguna metin jafntrygg innlánum hjá þeim ef ekki er tekið tillit til þeirrar fjárhæðar sem tryggð var af Tryggingasjóði innstæðueigenda.

Afgerandi hluti af tapi Peningamarkaðssjóða Landsbankans kemur til af þessum sökum.

Stefnendur halda því fram að gagnvart þeim hafi setning laga nr. 125/2008 í reynd verið afturvirk. Eftir setningu laganna hafi ráðherrar farið að draga í land um það hversu tryggur sparnaður í peningamarkaðssjóðum væri. Þannig hafi þáverandi viðskiptaráðherra sagt á blaðamannafundi 8. október 2008 að verið væri að leita leiða til að koma að minnsta kosti hluta af peningamarkaðssjóðum bankanna í það form að fólk tapaði ekki á að eiga þar fé. Ekkert væri gefið um það fyrirfram að fólk væri að tapa aleigu sinni, svo sem margir hafi óttast.

II.

A.

Stefnda kveðst mótmæla lýsingu stefnenda á málsatvikum í heild, en tekur þó fram að með ýmislegt sé þar rétt farið. Hins vegar sé annað þar sem sé rangt, byggt á misskilningi, eða hafi ekki bein tengsl við sakarefnið.

Stefnda segir stefnendur halda því fram að íslensk stjórnvöld hafi látið sér ýmis hættumerki í léttu rúmi liggja og þau leitt áhyggjur af íslensku fjármálakerfi hjá sér. Þetta kveður stefnda rangt.

Af hálfu stefnda er til þess vísað að íslenska bankakerfið hafi hrunið til grunna í október 2008. Beinan aðdraganda þess megi rekja til upphafs alþjóðlegrar fjármálakreppu á árinu 2007 vegna undirmálslána sem upprunnin hafi verið á bandaríska húsnæðislánamarkaðnum. Stefnda segir þrjá stærstu viðskiptabanka Íslands ekki hafa staðist hina alþjóðlegu lausafjárkreppu. Fall fjárfestingabankans Lehman-brothers um miðjan september 2008 hafi haft veruleg áhrif á lausa- og eiginfjárstöðu íslensku bankanna. Þeir hafi átt erfitt með að lagfæra lausafjárstöðu sína með sölu eigna vegna erfiðra markaðsaðstæðna og eftir að fjármögnunarvandræði Glitnis banka hf. hafi komist í hámæli í lok september hafi lánshæfismat íslensku bankanna og íslenska ríkisins lækkað. Bankarnir hafi verið mjög skuldsettir og háðir aðgangi að alþjóðlegum lánamörkuðum til endurfjármögnunar en á þessum tímapunkti hafi þeir markaðir nánast verið orðnir lokaðir. Segja megi að íslenskum bönkum og stjórnvöldum hafi verið nánast allar bjargir bannaðar á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Um leið hafi gengi íslensku krónunnar hrunið. Íslenska hagkerfið hafi því samtímis glímt við lausafjárkreppu, ört lækkandi eignaverð, gjaldeyriskreppu og þá staðreynd að íslensku bankarnir stunduðu starfsemi sína víða um heim með tilheyrandi erfiðleikum við að sporna við hruni þeirra.

Í lok september 2008 hafi úttektir hafist í stórum stíl af innstæðureikningum Landsbanka Íslands og Kaupþings í erlendum útibúum þeirra, svokölluðum Icesave og Kaupthing Edge reikningum. Nærri láti að á tímabilinu frá 29. september til 5. október 2008 hafi úttektir numið á milli 20-30% af heildarfjárhæð þessara innstæðna. Á Íslandi hafi einnig hafist stórfelldar úttektir úr viðskiptabönkunum. Til marks um það hafi peningamagn í umferð aukist úr 15 milljörðum í 35 milljarða á sama tímabili.

Í uppsiglingu hafi því verið nokkurs konar áhlaup á íslensku bankana og ljóst að þeir myndu ekki geta staðið við skuldbindingar sínar gengi það eftir. Stærð bankanna hafi gert íslenska ríkinu algjörlega ókleift að veita nothæfan stuðning í formi eigin fjár eða lána. Ofan á þetta hafi gjaldeyriskreppan komið.

Stefnda segir fyrstu dagana í október 2008 hafa verið gríðarlega hættu á því að greiðslukerfi landsins höktuðu eða stöðvuðust, en af því hefði hlotist gríðarlegt og óbætanlegt tjón fyrir íslenskt samfélag. Óvissa um aðgengi að innstæðum og um það að hve miklu leyti innstæður séu tryggðar myndi verulega hættu á því að einstaklingar og fyrirtæki taki alla sína peninga út úr öllum bönkum, en þess háttar „bankaáhlaup“ geti ekkert bankakerfi staðist. Allir íslenskir bankar hefðu líklega lent í greiðsluþroti ef einhverjar hindranir hefðu staðið í vegi fyrir úttekt peninga, millifærslum, greiðslu reikninga o.s.frv. Tjón allra kröfuhafa íslensku bankanna hefði orðið enn meira en það varð ef ekki hefði verið gripið til raunhæfra aðgerða. Þó svo ýmislegt hefði bent til þess að umskipti yrðu til hins verra hefði fáa órað fyrir því að atburðarásin yrði eins hröð og raun varð á, sbr. fundargerð stjórnar Landsbanka Íslands hf. frá fundi að kvöldi 6. október 2008: „... á morgun getur komið upp sú staða að ekki verði staðið við venjulegar greiðslur vegna takmarkaðra gjaldeyrisviðskipta“. Öllum sem að málum komu hafi verið ljóst að þetta mætti ekki gerast því ef svo færi blasti við algjört og skyndilegt hrun á Íslandi.

Meginmarkmið stjórnvalda kveður stefnda hafa verið að koma í veg fyrir bankaáhlaup, hrun greiðslukerfa landsins og þá allsherjar upplausn sem af því hefði leitt. Við aðstæður sem hér hafi verið uppi sé grundvallaratriði að tryggja með öllum ráðum óhindraðan aðgang að innstæðum í bönkum svo áfram sé til dæmis hægt að kaupa nauðsynjavörur og greiða út laun. Forgangsatriði hafi því verið að halda uppi bankastarfsemi og tryggja með öllum ráðum aðgang fólks og fyrirtækja að innstæðum í bönkum. Ekki af þeirri ástæðu að það sparnaðarform væri betra en önnur heldur vegna þess allt hið raunverulega hagkerfi fari í gengum slíka reikninga. Ríkisstjórnin hafi því gefið út pólitíska yfirlýsingu 6. október 2008 um að allar innstæður í íslenskum bankaútibúum væru tryggðar. Eftir á að hyggja hafi hún verið mjög mikilvæg til að koma í veg fyrir frekara tjón en orðið var.

B.

Stefnda segir fjármálafyrirtækið Landsvaka hf. hafa stofnað fjárfestingarsjóð í janúar 1995 sem borið hafi heitið Peningabréf Landsbankans ISK. Sjóðurinn hafi verið svokallaður peningamarkaðssjóður. Landsvaki muni vera með starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða, en skv. lögum nr. 30/2003 sé rekstrarfélögum einum heimilt að starfrækja fjárfestingarsjóði. Rekstur slíkra sjóða sé undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Gildi afmarkaðar heimildir um útvistun tiltekinna verkefna rekstrarfélaga til þriðja aðila og hafi Landsvaki hf. nýtt sér heimild til útvistunar á markaðssetningu Peningabréfa Landsbankans ISK á grundvelli 18. gr. áðurnefndra laga til Landsbanka Íslands hf. Enn fremur hafi Landsbankinn haft með höndum vörslu fjármálagerninga sjóðsins á grundvelli samnings við Landsvaka, sbr. 20. gr. sömu laga. Rekstur sjóðsins, fjárfestingarákvarðanir og framkvæmd þeirra hafi alfarið verið í höndum Landsvaka hf. í samræmi við ákvæði laga nr. 30/2003, reglur sjóðsins, útboðslýsingu og eftirlit Fjármálaeftirlitsins.

Í samræmi við ákvæði laga nr. 30/2003 kveður stefnda fyrrgreindan fjárfestingarsjóð hafa veitt viðtöku fjármunum frá almenningi til sameiginlegrar fjárfestingar í fjármálagerningum og öðrum eignum á grundvelli áhættudreifingar í samræmi við fjárfestingarstefnu sjóðsins. Eignum Peningamarkaðssjóðsins hafi verið haldið aðskildum frá eignum Landsbankans og rekstrarfélagsins og virði hans verið reiknað út frá metnu innlausnarvirði eigna sjóðsins á hverjum degi. Grundvallarreglan muni hafa verið sú að innlausn sjóðfélaga hafi verið heimil daglega, þó víkja hafi mátt frá henni undir sérstökum kringumstæðum.

Fjárfestingarviðmið sjóðsins segir stefnda samkvæmt reglum hans hafa verið þriggja mánaða millibanka ávöxtun. Sjóðurinn hafi þannig stefnt að því að ná betri ávöxtun en sem næmi ávöxtun bankareikninga, með fjárfestingum í ríkis- og bankatryggðum víxlum og skuldabréfum, víxlum og skuldabréfum sveitarfélaga og öðrum veltryggðum verðbréfum, að mati stjórnar á hverjum tíma. Markmið sjóðsins hafi verið að skila jafnri og stöðugri ávöxtun sem væri betri en ávöxtun af innlánsreikningum banka og sparisjóða. Því markmiði hafi verið framfylgt í samræmi við markaðsaðstæður á hverjum tíma. Hafi sjóðnum gengið vel að ná þessu markmiði sínu og hafi meðalnafnávöxtun á ári verið 9,288% fram til október 2008.

C.

Samkvæmt framansögðu kveður stefnda neyðarlögin svokölluðu, nr. 125/2008, hafa verið svar við yfirvofandi neyð. Þó svo lokagerð þeirra hafi verið unnin á nokkrum sólarhringum hafi verið búið að undirbúa efni þeirra talsvert löngu áður. Ástæða þess að frumvarpið var ekki kynnt hefði verið sú að stjórnvöld óttuðust að það eitt að kynna tilvist þess myndi skapa ringulreið í því umhverfi tortryggni og glundroða sem haustið 2008 ríkti á bankamarkaði. Með neyðarlögunum hafi Fjármálaeftirlitinu verið heimilað að grípa til aðgerða lentu fjármálastofnanir í alvarlegum rekstrarerfiðleikum, ráðstafa skuldbindingum og eignum til annarra aðila gegn eðlilegu endurgjaldi og auk þess hafi fjármálaráðherra verið veitt heimild til að stofna nýja banka. Heimildir þessar hafi verið nauðsynlegar í því skyni að forða þeirri allsherjarhættu sem verið hafi á því að greiðslukerfi hryndu til grunna á Íslandi. Heimildirnar hafi þurft að vera mjög yfirgripsmiklar og skjótvirkar svo ná mætti tilgangi laganna. Hafi þess ekki verið langt að bíða að beita þurfti umræddum heimildum, en dagana 6.-8. október 2008 hafi stjórnir Glitnis, Kaupþings og Landsbanka Íslands leitað eftir því að stjórn Fjármálaeftirlitsins beitti heimildum skv. lögum nr. 125/2008 og tæki við stjórn bankanna. Þá þegar hafi verið ljóst að enginn banki hefði bolmagn til að taka við skuldbindingum gömlu bankanna og að stofna þyrfti nýja banka á þeirra grunni.

Stefnda segir við mat á aðgerðum stjórnvalda verða að horfast í augu við þann efnahagslega veruleika sem við hafi blasað. Innstæðuskuldbindingar stóru viðskiptabankanna þriggja hafi numið ríflega 2.700 milljörðum króna, miðað við gengi íslensku krónunnar 6. október 2008. Til samanburðar hafi landsframleiðsla Íslands verið um 1.300 milljarðar árið 2007. Erlendar innstæðuskuldbindingar hafi numið jafngildi 1.550 milljarða króna, en allur gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands hafi jafngilt 410 milljörðum. Allar skuldbindingar stóru bankanna þriggja hafi numið á milli 14.000-15.000 milljörðum króna, eða meira en tífaldri landsframleiðslu. Af þessu megi sjá að til að koma í veg fyrir efnahagslega upplausn á Íslandi hafi einungis verið takmörkuð úrræði í boði. Einnig verði að hafa í huga að íslenska bankahrunið hafi verið af áður óþekktri stærðargráðu. Um hafi verið að ræða þrjú langstærstu fyrirtæki landsins, hvort sem litið hafi verið til veltu, stærðar á hlutabréfamarkaði eða markaðshlutdeildar. Þeir hafi jafnframt verið nánast allt bankakerfið. Kerfishrun sem þetta hafi ekki orðið í sambærilegum hagkerfum. Hafi allar aðgerðir stjórnvalda miðað að því að grípa til raunhæfra úrræða sem ná myndu nauðsynlegum markmiðum, en samtímis að tryggja fjárhagslegt uppgjör til handa kröfuhöfum gömlu bankanna.

D.

Í lok september 2008 kveður stefnda Fjármálaeftirlitinu hafa verið ljóst að alvarleg hætta væri á að Glitnir kæmist í lausafjárþrot. Mánudaginn 6. október 2008 hafi borist upplýsingar frá Landsbankanum um að hann kynni að vanefna skyldur sínar daginn eftir. Heimildum neyðarlaganna hafi því verið beitt gagnvart Landsbankanum aðfaranótt 7. október 2008 og skilanefnd skipuð fyrir bankann. Morguninn eftir hafi breska þingið samþykkt tillögu breska fjármálaráðuneytisins um að beita svokölluðum hryðjuverkalögum og kyrrsetja allar eignir sem tengst hafi starfsemi Landsbankans, hvort sem þær eignir væru í eigu bankans eða annarra. Í millitíðinni hefðu stjórnendur Glitnis banka hf. sett fram ósk þess efnis að Fjármálaeftirlitið gripi til aðgerða samkvæmt neyðarlögunum sökum þess að önnur úrræði væru bankanum ekki tæk. Glitni hafi því verið skipuð skilanefnd 7. október. Síðla dags 8. október hafi Fjármálaeftirlitinu síðan borist bréf frá stjórnendum Kaupþings banka hf. þar sem óskað hefði verið eftir því að heimildum laga nr. 125/2008 yrði beitt gagnvart bankanum. Hafi það verið gert samdægurs og skilanefnd skipuð.

Er hér var komið sögu segir stefnda hafa verið orðið ljóst að allir íslensku bankarnir væru komnir í rekstrarþrot og að yfir vofði algjört bankahrun. Jafnframt hafi verið alveg skýrt að starfsemi bankanna erlendis væri í uppnámi og kyrrsettu yfirvöld í hverju landinu á fætur öðru eignir eða mæltu fyrir um fullnustuaðgerðir. Hafi íslensk stjórnvöld engin tök haft á þeirri ógnvænlegu framvindu mála sem orðið hafi. Við hafi blasað neyðarástand, hugsanleg lokun banka um ófyrirsjáanlegan tíma með tilheyrandi afleiðingum fyrir atvinnulífið og heimilin í landinu. Aðgerðir Fjármálaeftirlitsins hafi tekið mið af þessari stöðu. Ákveðið hafi verið að vel athuguðu máli að ráðstafa innstæðuskuldbindingum bankanna í útibúum þeirra á Íslandi til nýrra lögaðila og þannig verið tryggt að viðskiptamenn gætu áfram haft aðgang að fjármunum sínum og bankarnir gegnt grundvallarhlutverki sínu við greiðslumiðlun. Jafnframt hafi verið ákveðið að flytja innlendar eignir bankanna, einkum útlán sömu útibúa og höfuðstöðva bankanna á Íslandi til hinna nýju banka. Með því hefði verið tryggð áframhaldandi þjónusta við lántakendur og einnig skyldu nýju bankarnir greiða þeim gömlu sannvirði fyrir þær eignir sem umrædd útlán séu, svo sem nánar greini í ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins. Ákvarðanir um flutning útlána og innlána hafi verið teknar 9. október 2008 í tilviki Landsbankans, 14. október hjá Glitni banka hf. og 22. október hjá Kaupþingi banka hf. Með aðgerðum Fjármálaeftirlitsins hafi tekist að flytja innstæður og yfirdráttarskuldir án hnökra yfir í nýju bankana sem íslenska ríkið hafi tekið að sér að fjármagna. Meginhluti eigna og skuldbindinga hinna gömlu banka hafi hins vegar orðið eftir í þeim, en bankarnir séu nú í slitaferli í samræmi við lög nr. 44/2009.

E.

Stefnda vísar til þess að þar sem fjármálamarkaðir hafi verið í miklu uppnámi haustið 2008 hafi sú ákvörðun verið tekin að morgni mánudagsins 6. október, með hagsmuni sjóðfélaga í huga, að loka fyrir innlausnir í öllum sjóðum Landsvaka hf. Samhliða hafi Fjármálaeftirlitið tekið þá ákvörðun að lokað yrði fyrir viðskipti í Kauphöll Íslands með öll verðbréf útgefin af Landsbanka, Glitni, Kaupþingi, SPRON, Exista og Straumi. Síðar sama dag hafi forsætisráðherra ávarpað íslensku þjóðina í beinni útsendingu og gert grein fyrir því að staða íslensks efnahagslífs væri grafalvarleg og mikil hætta á ferðum. Boðaði ráðherrann setningu neyðarlaga sem hefðu það að markmiði að verja innlendan hluta fjármálastarfsemi í landinu og tryggja innlán á Íslandi umfram aðrar kröfur á bankana. Til að ná því markmiði hefðu innlán verið gerð að forgangskröfum við gjaldþrot fjármálafyrirtækja. Lagasetning þessi hefði verið mikið áfall fyrir Peningamarkaðssjóð Landsbankans ISK sem mikið hafði fjárfest í skuldabréfum íslensku bankanna, sem fyrir lagasetninguna hafi verið jafntrygg innlánum hjá bönkunum, að því undanskildu að tiltekin fjárhæð innlána hafi verið tryggð af Tryggingarsjóði innstæðueigenda. Lagasetningin hafi haft í för með sér að innlán voru sett fram fyrir kröfur Peningamarkaðssjóðsins á bankana og hún þannig veruleg rýrt verðmæti eigna sjóðsins.

Atburðarás næstu daga segir stefnda hafa verið hraða. Íslensku bankarnir hafi fallið einn af öðrum og Fjármálaeftirlitið tekið yfir stjórn þeirra með skipun skilanefnda. Atburðir þessir hafi bæði verið óvæntir og ófyrirséðir. Bresk stjórnvöld hafi gripið til áður óþekktra aðferða gagnvart Landsbankanum, íslenskum stjórnvöldum og Seðlabanka Íslands og lýst yfir beitingu hryðjuverkalaga gegn þessum aðilum. Ennfremur hafi bresk stjórnvöld tekið yfir starfsemi Kaupþings, Singer&Friedlander í Bretlandi. Aðgerðin hafi leitt til þess að Landsbankinn og Kaupþing banki misstu allt lánstraust erlendis og lán voru gjaldfelld gagnvart þeim sem aftur hafi leitt til þess að bankarnir gátu ekki haldið starfsemi sinni áfram.

Strax og ofangreint lá fyrir kveður stefnda á vegum Landsvaka hf. hafa verið farið í mikla vinnu við að reyna að tryggja hlutskipti hlutdeildarskírteinishafa með því að reyna að tryggja peningamarkaðssjóðum fullt virði bankaskuldabréfanna. Viðræður hafi átt sér stað við ráðherra, Fjármálaeftirlitið og aðra hagsmunaaðila um tillögu til lausnar. Á endanum hafi niðurstaðan orðið sú að Fjármálaeftirlitið beindi þeim tilmælum til rekstrarfélaga peningamarkaðssjóða 17. október 2008 að sjóðunum yrði slitið og hlutdeildarskírteinishöfum greitt út laust fé í formi innlána. Landsvaki hafi orðið við þessum tilmælum og tekið ákvörðun um að selja eignir sjóðsins og leggja inn á innlánsreikninga í nafni hlutdeildarskírteinishafa. Niðurstaðan hafi orðið sú að verðmæti sjóðsins við slit hafi numið 68,8% af verðmæti hans miðað við síðasta skráða gengi.

III.

A.

Um tjón sitt vísa stefnendur til þess að þeir hafi átt hlutdeildarskírteini í Peningabréfum Landsbanka Íslands ISK. Sá sjóður hafi átt umtalsverðar skuldabréfakröfur á fjármálafyrirtæki, kröfur sem fyrir setningu laga nr. 125/2008 hafi verið jafnréttháar og innstæður við skipti á þrotabúi fjármálafyrirtækja, en orðið réttlægri með lagasetningunni og fengjust þá aðeins greiddar að innstæður hefðu að fullu verið greiddar. Áhrif lagasetningarinnar hafi því falið í sér að hlutdeildarskírteini í eigu stefnenda misstu umtalsverðan hluta af verðgildi sínu.

Stefnendur segja tjón sitt liggja fyrir. Tjónið felist í því að hlutdeildarskírteini þeirra hafi verið metin 68,8% af skráðu verðgildi þeirra síðasta opna markaðsdag hjá Kauphöll Íslands. Í aðalkröfu stefnenda sé á því byggt að krafa stefnenda á stefnda nemi þessum mismun, eða 31,2% af skráðu verðgildi hlutdeildarskírteina 3. október 2008.

Verði ekki fallist á aðalkröfu stefnenda segja þeir á þessu stigi ekki unnt að fullyrða að allt tjón stefnenda sé á ábyrgð stefnda. Þannig leiði einföld ábyrgð til þess að fyrst þurfi að fullreyna innheimtu á hendur aðalskuldurum, sbr. varakröfu stefnenda. Þá megi vera að allt tjón stefnenda sé ekki tilkomið vegna setningar 1. mgr. 103. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, sbr. 6. gr. laga nr. 125/2008, sbr. þrautavara- og þrautaþrautavarakröfur stefnenda. Aðrar ástæður geti skýrt hluta af tjóni stefnenda. Af þessum sökum sé stefnendum nauðsyn að tryggja viðurkenningu fyrir bótaskyldu ríkisins, jafnvel þótt enn eigi eftir að leiða í ljós nákvæmlega hve mikinn hluta tjóns stefnenda megi rekja til lagasetningarinnar.

Þá byggja stefnendur á því að lagasetningin hafi þegar valdið þeim tjóni þó svo að fjármálafyrirtæki hafi ekki enn verið úrskurðuð gjaldþrota þar sem lagasetningin hafi þegar haft áhrif á mat á fjármálagerningum sem stofnað hafi verið til fyrir lagasetninguna, en misstu verðgildi sitt við hana. Stefnendur hafi orðið að sæta slitum á Peningabréfum Landsbankans ISK og sitji þannig uppi með óafturkræft tjón á verðmæti hlutdeildarskírteina sinna. Endanleg fjárhæð kröfu stefnenda á hendur íslenska ríkinu vegna vara-, þrautavara- og þrautaþrautavarakröfu komi í ljós þegar bú fjármálafyrirtækjanna hafi verið gerð upp.

B.

Stefnendur reisa kröfur sínar á því að þáverandi forsætis- og viðskiptaráðherra hafi með yfirlýsingum þess efnis að íslenska ríkið myndi tryggja að séreignar­sparnaður skilaði sér til eigenda skuldbundið stefnda til að tryggja að fullu skil innstæðna og séreignarsparnaðar. Umræddar yfirlýsingar ráðherranna verði ekki skildar öðruvísi en sem loforð um greiðslur úr ríkissjóði, fengju þegnar landsins séreignarsparnað sinn ekki bættan frá viðkomandi fjármálastofnun eða tryggingarsjóði.

Skv. 14. gr. stjórnarskrárinnar beri ráðherrar ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Yfirlýsingar ráðherra séu því skuldbindandi fyrir ríkissjóð. Þá sé ljóst af ákvæðum laga nr. 4/1963 um ráðherraábyrgð að ráðherra geti bakað ríkissjóði tjón með yfirlýsingum, jafnvel þó svo talið verði að skipa hafi átt viðkomandi málefni með lögum.

Stefnendur kveða forsætis- og viðskiptaráðherra hvorn um sig hafa skuldbundið stefnda með yfirlýsingum sínum og að ráðherrarnir hafi haft til þess umboð, sbr. til dæmis 10. gr. laga nr. 7/1936. Engin lagaheimild hafi verið til staðar fyrir ábyrgðar­yfirlýsingum ráðherranna, en  með breytingu á reglum um forgangsröð krafna í þrotabú fjármálafyrirtækja, sbr. 6. gr. laga nr. 125/2008, hafi ríkisvaldið nýtt löggjafarheimild sína til að haga málum þannig að ábyrgðarskuldbindingar á grundvelli yfirlýsinga ráðherra féllu ekki á ríkissjóð, heldur aðra kröfuhafa fjármálastofnana.

Í málinu segjast stefnendur aðallega byggja á því að ábyrgðaryfirlýsingar ráðherra hafi falið í sér sjálfskuldarábyrgð stefnda. Stefnendum hafi verið lofað að tryggt yrði að innstæður og séreignarsparnaður yrði til ráðstöfunar þrátt fyrir greiðsluþrot bankanna og að eigendur þyrftu ekki að bíða eftir uppgjöri á þrotabúum fjármálastofnana til að geta nýtt sér fjármuni sína.

Að sögn stefnenda er málatilbúnaður þeirra á því reistur að eign þeirra í hlutdeildarskírteinum í Peningabréfum Landsbankans ISK falli undir hugtakið séreignarsparnaður. Ráðherrarnir hafi sjálfir talið svo vera og jafnframt hafi þeim mátt vera ljóst að stefnendur álitu að með hugtakinu séreignarsparnaður væri verið að vísa til sparnaðar eins og Peningabréfa Landsbankans ISK. Umrætt hugtak sé einungis að finna í lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sbr. til dæmis 5., 9. og 10. gr. Þar sé hugtakið notað jöfnum höndum með hugtakinu viðbótartryggingarvernd og vísi til þess hluta lífeyrissparnaðar sem einstaklingar geti sjálfir stýrt fjárfestingarstefnu sinni, þó þannig að samrýmist grein 36 a. í lögunum.

Stefnendur segja það leiða af samhenginu að augljóst sé að hvorki forsætis- né viðskiptaráðherra hafi verið að tala um innstæður þegar þeir nefndu séreignarsparnað. Þeir hafi verið að ræða um eitthvað annað. Jafnljóst sé að ráðherrarnir hafi ekki verið að vísa til séreignarsparnaðar þar sem fjárfest var í hlutabréfum. Þá leiði af framansögðu og efni 36. gr. a. laga nr. 129/1997 að notkun ráðherra á hugtakinu séreignarsparnaður hafi ekki náð til viðbótar­tryggingar­verndar skv. lögum nr. 129/1997, en í 36. gr. a. sé ráð fyrir því gert að viðbótartryggingarvernd fjárfesti fyrir allt að 70% í hlutabréfum fyrirtækja og 10% í afleiðusamningum. Nærtækast sé því að ætla að með séreignarsparnaði hafi ráðherrarnir verið að vísa til þeirra sem fjárfest hafi í áhættuminnstu peningamarkaðsskjölum sem völ var á. Þannig hafi áhætta þeirra sem settu sparnað sinn í Peningabréf Landsbankans ISK verið metin 1 á skalanum 1-7 þar sem 1 hafi táknað áhættuminnstu leiðina. Skýringarkostur þessi verði enn nærtækari þegar litið sé til eðlis séreignarsparnaðar sem stefnendur hafi fest í Peningabréfum Landsbankans ISK. Skv. 6. gr. reglna sjóðsins skyldi einungis fjárfest í verðbréfum og öðrum kröfum með ríkisábyrgð, verðbréfum og öðrum kröfum með ábyrgð sveitarfélaga, bankavíxlum, peningamarkaðsskjölum, innlánum, skuldabréfum fjármálafyrirtækja og öðrum skuldabréfum. Óheimilt hafi verið að fjárfesta í hlutabréfum og gerð afleiðusamninga einungis verið heimil til að minnka áhættu, til dæmis vegna gengisþróunar.

C.

Í varakröfu sinni segja stefnendur felast, að verði ekki fallist á að ábyrgðaryfirlýsingar ráðherra hafi falið í sér sjálfskuldarábyrgð, þá hafi falist í þeim einföld ábyrgð. Einkenni slíkrar ábyrgðar sé að greiðsluskylda verði ekki virk fyrr en sýnt hafi verið fram á að aðalskuldari sé ófær um að efna skyldu sína. Að öðru leyti vísa stefnendur til stuðnings varakröfu sinni til sömu málsástæðna og að framan eru raktar til stuðnings aðalkröfu.

D.

Þrautavarakröfu sína reisa stefnendur á því að stefnda beri skaðabótaábyrgð á tjóni þeirra. Stefnendur byggi á ólögfestum meginreglum skaðabótaréttarins, svo sem sakarreglunni og reglum um vinnuveitandaábyrgð stefnda. Segja stefnendur sakarregluna ná yfir háttsemi einstaklinga sem stefnda beri ábyrgð á samkvæmt viðurkenndum sjónarmiðum íslensks skaðabótaréttar um vinnuveitandaábyrgð. Stefnendur leggi til grundvallar umræddri kröfu sinni að með sakarreglunni sé átt við þau tilvik er maður beri skaðabótaábyrgð á tjóni sem hann valdi með saknæmum og ólögmætum hætti, enda sé tjónið sennileg afleiðing af hegðun hans og raski hagsmunum sem verndaðir séu með skaðabótareglum.

Stefnendur byggja á því að legið hafi fyrir, eða að liggja hafi átt fyrir, við setningu 6. gr. laga nr. 125/2008, sú augljósa afleiðing að löggjöfin myndi valda eigendum skuldabréfa á fjármálastofnanir umtalsverðu tjóni. Lögin hafi breytt réttarstöðu og þar með verðmæti eigna Peningabréfa Landsbankans ISK eftir að lokað hafði verið fyrir á viðskipti með hlutdeildarskírteini í þeim sjóði. Um meðvitaða ákvörðun hafi verið að ræða þar sem ætlunin hafi verið að vernda hagsmuni innstæðueigenda á kostnað skuldabréfaeigenda og annarra almennra kröfuhafa. Ekki hafi verið sýnt fram á að slík mismunun hafi verið nauðsynleg eða yfir höfuð réttlætanleg.

Verði talið að ábyrgðaryfirlýsingar forsætis- og viðskiptaráðherra hafi ekki skuldbundið stefnda sem slíkar byggja stefnendur á því að með  þeim hafi ráðherrarnir skapað sér skaðabótaábyrgð sem stefnda beri ábyrgð á sem vinnuveitandi þeirra. Yfirlýsingar ráðherra og fleiri þess efnis að eigendur innstæðna og séreignarsparnaðar þyrftu ekki að óttast um eigur sínar hafi skapað væntingar af hálfu stefnenda sem síðan hafi ekki staðist. Það hafi beinlínis verið tilgangur yfirlýsinganna að skapa þessar væntingar um öryggi í því skyni að koma í veg fyrir úttektir peninga og innlausnir hlutdeildarskírteina. Væntingar þessar hafi verið um sama öryggi og innstæðueigendur og með setningu 6. gr. laga nr. 125/2008 hafi verið brotið á rétti stefnenda með því að gengið hafi verið gegn réttmætum væntingum þeirra.

Þá byggja stefnendur og á því að stefnda hafi með saknæmum hætti gengið gegn meginreglu réttarríkisins um fyrirsjáanleika laga. Stefnendum hafi ekki gefist tóm til að selja hlutdeildarskírteini eftir að tillaga kom fram um að breyta réttarstöðu helstu eigna Peningabréfa Landsbankans ISK þar sem viðskiptum með hlutdeildarskírteini hafi verið lokað áður en tillagan kom fram og aldrei verið opnað fyrir þau aftur. Sjóðsstjóra Peningabréfa Landsbankans ISK hafi þannig ekkert tóm gefist til að breyta eignasamsetningu sjóðsins eftir setningu laga nr. 125/2008, þar sem ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að skipa Landsbanka Íslands skilanefnd hafi verið tekin fyrir opnun næsta bankadags eftir setningu laganna, eða að morgni 7. október 2008. Setning laganna hafi því verst komið við starfsemi Landsbanka Íslands og þar með viðskiptavini hans. Peningamarkaðssjóðir hafi setið eftir með eignir sem valdar hafi verið saman í þágildandi lagaumhverfi og ekkert svigrúm hefði myndast til að breyta eignasamsetningunni. Segja stefnendur umrædda lagasetningu og áhrif hennar á eignir hlutdeildarskírteinishafa Peningabréfa Landsbankans ISK hafa brotið gegn einni af grunnreglum réttarríkisins um fyrirsjáanleika laga, en sú regla birtist meðal annars í 1. málslið 61. gr. stjórnarskrárinnar og hana megi einnig leiða af ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar.

Stefnendur reisa kröfur sínar einnig á því að löggjafarvald stefnda hafi verið misnotað í þeim tilgangi að fella skuldbindingar, sem fólust í ábyrgðaryfirlýsingum forsætis- og viðskiptaráðherra á almenna kröfuhafa fjármálastofnana í stað stefnda sjálfs. Yfirlýsingarnar hafi miðað að því að koma í veg fyrir úttektir innstæðna og innlausn hlutdeildarskírteina. Þær hafi leitt til þess að stefnda tók á sig ábyrgð umfram þá lagaskyldu sem leitt hafi af ákvæðum laga nr. 98/19999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Yfirlýsingarnar hefðu að óbreyttu átt að leiða til þess að á stefnda myndi falla allt sem sjóðir samkvæmt lögum nr. 98/1999 stæðu ekki undir og sem ekki fengist til almennra kröfuhafa við skipti á búum fjármálafyrirtækja. Af hálfu stefnda hafi hins vegar verið leitast við að komast undan þeim eðlilegu áhrifum ábyrgðarloforða ráðamanna með því að lögfesta ákvæði um breytta réttarstöðu innstæðukrafna í þrotabú fjármálafyrirtækja. Með þeirri lagasetningu hafi verið leitast við að tryggja að innstæðueigendur fengju allt sitt greitt frá viðkomandi fjármálastofnun, áður en til skoðunar kæmi hvað greiða ætti almennum kröfuhöfum. Lagasetningin hafi haft þann tilgang að takmarka ábyrgð stefnda á kostnað almennra kröfuhafa í bú fjármálastofnana. Telji stefnendur það grófa misnotkun valdhafa á löggjafarvaldi að nota það gagngert til að færa skuldbindingar að einkarétti, sem að óbreyttu hefðu hvílt á honum vegna eigin loforða, yfir á hóp almennra kröfuhafa fjármálastofnana. Halda stefnendur því fram að stefnda hefði í langan tíma verið ljóst að íslensk löggjöf væri ekki í stakk búin fyrir stóráföll á þessu sviði og ríkinu því lengi verið ljóst til hvaða ráðstafana þyrfti að grípa, þróuðust mál á versta veg. Þannig hefði legið fyrir að auka þyrfti valdheimildir Fjármálaeftirlitsins og breyta reglum um tryggingarsjóð þegar árið 2001. Þá hafi fyrr á árinu 2008, og jafnvel á árinu 2007, verið gerðar viðbragðsáætlanir af hálfu stjórnvalda sem leitt hafi í ljós að auka þyrfti öryggi og tryggingu innstæðueigenda til að koma í veg fyrir áhlaup á banka á viðkvæmum tímum. Það hversu seint þetta var gert hafi komið í veg fyrir að jafnræði ríkti og gerði stefnendum þannig ómögulegt að endurskoða samsetningu sparnaðar síns.

Í málinu byggja stefnendur jafnframt á því að löggjafarvald stefnda hafi verið misnotað svo að gegn jafnræðissjónarmiðum gangi sem meðal annars séu vernduð í 65. gr. stjórnarskrárinnar. Lög nr. 125/2008 hafi verið staðfest aðfaranótt 7. október 2008 og fyrir opnun banka þann dag hafi Fjármálaeftirlitið yfirtekið starfsemi Landsbanka Íslands. Sá banki hafi þannig verið eina fjármálastofnunin sem ekkert starfaði með hefðbundnum hætti eftir gildistöku laganna fyrir yfirtöku af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Glitnir hafi verið yfirtekinn degi síðar, eða 8. október 2008, og Kaupþing banki 9. október 2008. Sjóðsstjórum hjá síðastnefndum tveimur fjármálastofnunum hafi þannig gefist tóm til að breyta eignasamsetningu peningamarkaðssjóða sinna eftir setningu laganna. Setning þeirra og framkvæmd hafi þannig í reynd mismunað eigendum hlutdeildarskírteina í peningamarkaðssjóðum stóru bankanna þriggja. Telja stefnendur ójafnræði þetta skýra þann mun sem reynst hefði vera á tjóni eigenda hlutdeildarskírteina í peningamarkaðssjóðum. Þannig hafi útgreiðsluhlutfall Peningabréfa Landsbankans ISK verið 68,8%, en 85,12 % í Sjóði 9 hjá Glitni. Hjá Kaupþingi hafi Skammtímasjóður verið gerður upp á 75,1% og Peningamarkaðssjóður á 85,3%.

Verði talið að neyðarréttarsjónarmið hafi réttlætt setningu 6. gr. laga nr. 125/2008 byggja stefnendur á því að eftir sem áður verði að bæta þeim tjón þeirra. Segja stefnendur neyðarréttarbótareglur leiða til þeirrar niðurstöðu að bæta eigi eigendum þeirra hagsmuna, sem fórnað sé, tjón sitt. Stefnda hafi metið það svo að mikilvægara væri fyrir íslenska þjóð að innstæðueigendur héldu eigum sínum við þrot bankanna en að farið væri að gildandi lögum. Jafnframt að hagsmunir innstæðueigenda og traust á lágmarksöryggi fjármálakerfisins væri mikilvægara en hagsmunir annarra almennra kröfuhafa skv. 113. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti. Enn fremur að það hefði reynst dýrkeyptara fyrir íslenska þjóð ef almennar gjaldþrotareglur hefðu gilt með tilheyrandi áhlaupi á bankana.

Verði fallist á lögmæti framangreinds hagsmunamats, og þar af leiðandi lögmæti hinnar umdeildu lagasetningar, segja stefnendur eftir standa þá almennu reglu að bæta verði eiganda hinna minni hagsmuna tjón hans, að ákveðnum skilyrðum fullnægðum. Í því tilviki sem hér um ræði teljist stefnda bæði sá aðili sem neyðarrétti beitti og sá sem beri bótaábyrgðina. Samkvæmt áðursögðu hafi neyðarréttinum verið beitt með yfirlýsingum ráðamanna og setningu laga nr. 125/2008. Þær athafnir hafi verið á ábyrgð stefnda. Halda megi því fram að eigendur innstæðna hafi hagnast til samans jafn mikið og tjón annarra almennra kröfuhafa hafi orðið við að neyðarrétti var beitt. Hinir miklu hagsmunir þjóðarbúsins af virkni greiðslukerfisins og áframhaldandi innlendri starfsemi séu hins vegar almenns eðlis. Ómögulegt sé fyrir stefnendur að sýna fram á hversu mikið hver innstæðueigandi hafi fengið í sinn hlut á kostnað almennra kröfuhafa. Líkt og ábyrgð stefnda á innstæðum hefði átt að lenda á stefnda sé á því byggt að stefnda skuli teljast sá aðili sem ávinninginn hlaut af beitingu neyðarréttarins. Eðlilegt sé því, þegar af þessari ástæðu, að stefnda beri bótaábyrgðina. Enn fremur sé eðlilegt að stefnda bæti stefnendum tjón sitt með sömu rökum og stefnda bæti til dæmis tjón landeiganda við eignarnám vegna vegalagningar í almannaþágu. Verndarandlagið hafi einnig verið ríkir almannahagsmunir sem stefnda beri ábyrgð á gagnvart eigendum hinna minni hagsmuna.

Ef ekki verði fallist á framangreind sjónarmið kveðast stefnendur byggja á því að í lögfestingu 6. gr. laga nr. 125/2008 hafi falist ólögmæt bótalaus eignaupptaka. Færsla innstæðna framar í kröfuröð fjármálafyrirtækja, eftir að starfsemi viðkomandi fjármálafyrirtækis hafði verið hætt, sé ekkert annað en upptaka eigna frá öðrum almennum kröfuhöfum. Eignaupptaka hafi verið talin heimil í tengslum við refsiverða háttsemi og sé sú krafa gerð að slík upptaka eigi sér skýra lagastoð. Svo hafi ekki verið þegar ákvörðun hafi verið tekin um umrædda eignaskerðingu af ráðamönnum stefnda. Vísa stefnendur til þess að þegar eignaskerðing eigi sér stað með lagasetningu sé lagt á það mat hvort um almenna eignaskerðingu sé að ræða, sem þeir er fyrir henni verði þurfi að þola bótalaust, eða skerðingu sem feli í sér bótaskylda töku eigna, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Hvað það varði vísist til umfjöllunar um þrautaþrauta­varakröfu hér á eftir.

E.

Þrautaþrauta­varakröfu sína segja stefnendur byggja á því að stefnda beri fébótaábyrgð á tjóni stefnenda, jafnvel þótt ábyrgð samkvæmt fyrri kröfum og málsástæðum verði hafnað. Halda stefnendur því fram að 6. gr. laga nr. 125/2008 sé ekki gild réttarheimild. Setning laga sem gangi gegn kröfunni um fyrirsjáanleika laga fullnægi ekki meginreglum íslenskrar stjórnskipunar og teljist því, þegar af þeirri ástæðu, ekki gild réttarheimild. Þar sem uppgjör og slit hafi farið fram á sjóðnum Peningabréf Landsbankans ISK miðað við umrædda löggjöf sé tjónið orðið óafturkræft af hálfu stefnenda og á því beri stefnda fébótaábyrgð, óháð saknæmissjónarmiðum.

Skv. 1. málslið 26. gr. stjórnarskrárinnar öðlist lög gildi við staðfestingu forseta lýðveldisins. Á því sé byggt af hálfu stefnenda að slík staðfesting hafi fyrst fengist kl. 01:30 aðfaranótt þriðjudagsins 7. október 2008. Skv. 1. málslið 27. gr. stjórnarskrár­innar skuli birta lög og öðlist lög ekki gildi fyrr en þau hafi verið birt, sbr. og 8. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað. Lagaákvæði sem gegn þessu stjórnarskrárákvæði gangi verði að virða að vettugi. Lög nr. 125/2008 hafi því ekki öðlast gildi fyrr en næsta virka dag eftir birtingu, enda sé enginn tími tilgreindur á birtingu laganna, einungis dagsetningin 7. október 2008. Útgáfudagur laganna hafi verið 7. október 2008 og þau því ekki öðlast gildi fyrr en 8. október 2008. Þá þegar hafi stjórnvöld verið búin að taka yfir rekstur Landsbanka Íslands hf. og dótturfyrirtækja, þar á meðal Landsvaka hf., sem meðal annars hafi annast rekstur Peningabréfa Landsbankans ISK. Þannig hafi verið komið í veg fyrir að bankanum tækist að bregðast við umræddri 6. gr. og því hafi tjón stefnenda og annarra hlutdeildarskírteinishafa í Peningabréfum Landsbankans ISK orðið meira en tjón þeirra sem í sambærilegri stöðu voru gagnvart Glitni og Kaupþingi. Þegar lögin loks öðluðust gildi hafi tjónið því verið orðið staðreynd og eftirfarandi gildistaka laganna geti ekki orðið til þess að girða fyrir fébótaábyrgð stefnda.

Stefnendur byggja enn fremur á því að í raun hafi verið um eignarnám að ræða gagnvart stefnendum og öðrum almennum kröfuhöfum fjármálafyrirtækjanna. Ekki verði séð að almannaþörf hafi krafist þessarar sértæku og afturvirku lagasetningar og því hafi hún sem slík ekki staðist ákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þar sem búið sé að slíta Peningabréfum Landsbankans ISK dugi ekki fyrir stefnendur að fá viðurkenningu á því að lögin gangi gegn stjórnarskrá, heldur verði að fá viðurkenningu á ábyrgð stefnda á þeim hluta tjónsins sem verði rakinn til lækkunar á útgreiðslu vegna breytinga á verðmæti krafna sem breyst hafi úr hliðstæðum kröfum við peningainnstæður í eftirstæðar.

Verði það niðurstaða dómsins að skilyrði eignarnáms hafi verið til staðar krefjast stefnendur þess að viðurkennt verði að stefnda skuli tryggja þeim fullar bætur, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Með setningu 6. gr. laga nr. 125/20080 hafi stefnendum, sem hlutdeildarskírteinishöfum Peningabréfa Landsbankans ISK, í raun verið gert að þola umtalsverða eignaskerðingu. Verði talið að almenningsþörf hafi verið til staðar sé á því byggt af hálfu stefnenda að stefnda skuli tryggja fullt verð fyrir þau verðmæti sem af hafi verið tekin með setningu 6. gr. laga nr. 125/2008. Þótt hér hátti svo til að raunveruleg ákvörðun um beitingu eignarnáms hafi verið tekin með setningu laga nr. 125/2008 vísi stefnendur til laga um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973.

Stefnendur halda því fram að 6. gr. laga nr. 125/2008 hafi falið í sér eignarnám, enda hafi í ákvæðinu falist sértæk aðgerð en ekki lögheimil almenn skerðing eignarréttinda. Lögin hafi sérstaklega haft áhrif á verðgildi skuldabréfa fjármálastofnana sem heimild hafi haft til að geyma innstæður. Lögin hafi verið sértæk þar sem þau hafi gilt um ákveðnar og þekktar aðstæður er kallað hafi á aðgerðir þegar í stað, sbr. þá stöðu að Landsbankinn hafi í raun verið yfirtekinn áður en lögin tóku gildi. Í málinu sé krafist viðurkenningar á skyldu stefnda til greiðslu fulls verðs, en fyrir liggi að fullt verð skv. 72. gr. stjórnarskrárinnar verði ekki fundið út fyrr en ljóst sé hvað fengist hefði við skipti á búi fjármálafyrirtækja hefðu innstæður fallið í flokk almennra krafna, líkt og fyrir lagasetninguna. Þær upplýsingar muni liggja fyrir við lok skipta á búum umræddra fjármálafyrirtækja.

Að endingu er á því byggt af hálfu stefnenda að reglur EES-samningsins leiði til bótaskyldu stefnda jafnvel þótt ekki verði talið að um saknæma háttsemi hafi verið að ræða. Yfirlýsingar ráðamanna og lögfesting 6. gr. laga nr. 125/2008 hafi þannig falið í sér brot gegn því markmiði EES-samningsins að tryggja einsleitni og sama rétt allra á samningssvæðinu á sviði fjórfrelsisins, í þessu tilviki fjármagnsfrelsis, og falið í sér mismunun sem andsnúin sé grunnreglum Evrópuréttar og þar með þeim skuldbindingum sem stefnda hafi gengist undir við gildistöku EES-samningsins, sbr. lög nr. 2/1993. Taka verði til skoðunar hvort lagasetning og lagaframkvæmd íslenskra stjórnvalda standist bann EES-samningsins við mismunun, sbr. 4. gr. samningsins, sbr. og lög nr. 2/1993. Þótt ákvæðinu sé hér einkum ætlað að tryggja aðra ríkisborgara en íslenska gagnvart íslenskum valdhöfum leiði það af eðli máls að ef erlendir ríkisborgarar, sem séu almennir kröfuhafar fjármálastofnana, geti fengið ákvæðum 6. gr. laga nr. 125/2008 hnekkt með vísan í bann við mismunun, þá feli það í sér að íslenskir ríkisborgarar skuli njóta sömu réttarstöðu.

Sameiginlega aðild sína að málinu styðja stefnendur við ákvæði 1. málsliðar 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Kröfur allra stefnenda eigi rætur að rekja til sömu atvika, aðstöðu eða löggernings. Stefnendur allir byggi á sömu málavaxtalýsingu, sömu málsástæðum og sömu lagarökum.

Um heimild sína til að hafa uppi viðurkenningarkröfu í málinu vísa stefnendur til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

IV.

A.

Við aðalmeðferð málsins áréttaði stefnda að stefna málsins væri ófullkomin að því leyti að hún uppfyllti ekki, hvað nokkra stefnendur varðaði, skilyrði b-liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Frá því að dómurinn hafnaði frávísunarkröfu stefnda hefði verið úr bætt hvað nokkra stefnendur varðaði, en ekki alla.

B.

Stefnda hafnar kröfugerð stefnenda sem ósannaðri og órökstuddri. Kröfu sína um sýknu byggir stefnda á því að dómkröfur stefnenda séu háðar síðar tilkomnum atvikum í þeim skilningi að enn hafi hvorki reynt á gjaldþrotaskil Landsvaka hf. né Landsbanka Íslands hf. Fyrir endanlega slitameðferð félaganna sé ekki hægt að fullyrða að stefnendur hafi orðið fyrir tjóni vegna viðskipta þeirra við félögin. Bendir stefnda á að á þessu stigi liggi ekki fyrir hve mikið muni fást upp í greiddar kröfur. Því sé ekki hægt að fullyrða að stefnendur hafi orðið fyrir tjóni vegna umræddra viðskipta. Uppfylli málatilbúnaður stefnenda að þessu virtu hvorki kröfur 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála né meginreglur einkamála­réttarfars um nauðsyn skýrrar afmörkunar á sakarefni.

Þá verði að gera ráð fyrir að stefnendur muni lýsa kröfum sínum á hendur Landsvaka hf. og eða Landsbanka Íslands hf. við slitameðferð þeirra. Einnig megi ráðgera að stefnendur geri skaðabótakröfur á hendur sömu fjármálafyrirtækjum vegna hugsanlegs tjóns sem ráðstafanir þeirra hafi valdið stefnendum. Því sé ljóst að málatilbúnaður í þessu máli á hendur stefnda hljóti að teljast ótímabær þar sem óvíst sé hvernig kröfum stefnenda á hendur fjármálafyrirtækjunum muni reiða af.

Stefnda bendir einnig á í tengslum við ofangreint að yrði endurheimtuhlutfall krafna úr fjármálafyrirtækjunum hærra en samkvæmt gefnum forsendum stefnenda feli viðurkenning á kröfum stefnenda í sér óréttmæta auðgun þeirra. Slík niðurstaða fái ekki staðist.

Af hálfu stefnda er í þessu sambandi einnig vísað til 1. mgr. 26. gr. laga nr. 91/1991 sem feli meðal annars í sér að ekki megi höfða mál um hagsmuni sem byrjað hafi að myndast að einhverju leyti, en endanleg tilvist þeirra ráðist þó af forsendu sem geti fyrst ræst í framtíðinni. Þessari reglu sé ætlað að koma í veg fyrir að dómstólar þurfi að fjalla um afstæð réttindi, þ.e.a.s. tilvik þar sem tilurð réttinda sé háð ókomnum atvikum.

Enn fremur er á því byggt af hálfu stefnda að rökræn tengsl milli dómkrafna og málsástæðna skorti algerlega. Þar sem þetta samhengi skorti sé málatilbúnaður stefnenda í reynd beiðni um lögfræðilega álitsgerð í ýmsum atriðum, andstætt 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991.

Stefnda segir stefnendur krefjast viðurkenningar ábyrgðar og skaðabóta úr hendi stefnda vegna tjóns sem enn hafi ekki orðið í þeim skilningi að hægt sé að staðreyna fjárhæðir. Dómkröfur stefnenda séu því algjörlega ósannaðar, sem og vanreifaðar, líkt og stefnda hafi bent á er frávísunarkrafa þess var til meðferðar fyrir dóminum. Á skorti einnig að skilmerkilega sé gerð grein fyrir viðskiptum stefnenda við gagnaðila sína í þeim viðskiptum sem dómsmál þetta fjalli um. Óvissa sé til dæmis um einstaka stefnendur, því fjöldi þeirra virðist á reiki, og engin fullnægjandi staðfesting liggi fyrir í málinu um viðskipti einstakra stefnenda við viðkomandi fjármálafyrirtæki. Í þeirri umfjöllun stefnenda sé ekki gerð grein fyrir því hvernig hver og einn af stefnendum málsins hafi orðið fyrir tjóni og hvernig tengsl þess séu við atvik málsins. Stefnendur hafi því í stefnu málsins hvorki leitt nægar líkur að því að þeir hafi orðið fyrir tjóni né lýst nægilega í hverju tjónið felist.

Í þessu sambandi bendir stefnda einnig á að ekkert samningssamband sé á milli stefnenda og stefnda. Óbeinar útskýringar stefnenda sjálfra á lögvörðum hagsmunum þeirra séu mjög takmarkaðar og vægast sagt langsóttar. Krafist sé viðurkenningar á sjálfskuldarábyrgð og einfaldri ábyrgð stefnda þegar slíkt sé augljóslega ekki fyrir hendi og/eða skaðabóta- og fébótaábyrgðar þegar engin skilyrði séu að svo komnu máli til þess að leggja dóm á slíkt.

Að lokum segir stefnda ljóst að það hafi aldrei komið fram gagnvart stefnendum í viðskiptum þeirra með peningamarkaðsbréf og stefnendur hafi ekki útskýrt á eðlilegan hátt hvers vegna stefnda ætti að bera ábyrgð á viðskiptum stefnenda við fjármálafyrirtækin áður en endanlegt uppgjör liggi fyrir um viðskiptin. Kröfugerð stefnenda sé því ekki í samræmi við e-lið 80. gr. laga nr. 91/1991.

Frávísunarkrafa stefnda var reist á málsástæðum þeim sem að framan eru raktar. Að þeirri niðurstöðu dómsins fenginni, að hafna frávísunarkröfu stefnda, sbr. úrskurð dómsins frá 10. mars 2010, byggir stefnda á því að málsástæðurnar eigi að leiða til sýknu. Vísar stefnda til þess að stefnendur hafi ekki reifað eða sýnt fram á orsakatengsl, það er lögmæt skilyrði sjálfskuldarábyrgðar eða einfaldrar ábyrgðar, sbr. aðal- og varakröfu stefnenda, eða að ætlað tjón stefnenda geti verið afleiðing af athöfnum eða athafnaleysi stefnda, sbr. þrautavara- og þrautaþrautavarakröfu þeirra. Mótmælir stefnda ætluðu tjóni stefnenda og því að skilyrði bótareglna, meðal annars um orsakatengsl, séu uppfyllt. Engin orsakatengsl séu fyrir hendi þannig að málsástæður stefnenda geti leitt til þess að unnt sé að taka kröfur þeirra til greina. Þá byggir stefnda á því að það hafi ekki átt aðild að réttarsambandi við stefnendur málsins eða hafi ekki haft ákvörðunarvald um viðskipti þau sem stefnendur áttu við Landsvaka hf./Landsbanka Íslands hf. Almennt sé því byggt á aðildarskorti stefnda, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991.

Kröfu um sýknu af aðalkröfu stefnenda byggir stefnda nánar á því að af þess hálfu sé alfarið mótmælt að ráðherrar íslensku ríkisstjórnarinnar hafi á einhverjum tímapunkti lýst því yfir að íslenska ríkið myndi á einhvern hátt tryggja hlutdeildar­skírteini í Peningabréfum Landsbankans ISK. Sú fullyrðing stefnenda sé hrein staðleysa. Stefnendur geti því ekki byggt rétt á þeim yfirlýsingum sem þeir vísi til enda hafi umræddum yfirlýsingum ekki verið að þeim beint. Hitt sé annað mál að ríkisstjórnin hafi 6. október 2008 gefið út þá pólitísku yfirlýsingu að allar innstæður, þ.e. bankainnstæður, í íslenskum bönkum væru tryggðar. Yfirlýsingin hafi verið gefin í mjög þröngri stöðu vegna yfirvofandi neyðar þar sem raunveruleg hætta hafi verið á allsherjar kerfishruni hér á landi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Í kjölfar yfirlýsingarinnar hafi verið samþykkt lög á Alþingi, lög nr. 125/2008, hinn 7. október 2008, þar sem í 6. gr. hafi verið kveðið á um forgangsrétt innstæðukrafna við slit fjármálafyrirtækja. Af gefnu tilefni verði að undirstrika að lagaákvæðið eigi einungis við um „... innstæður samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta...“ Ákvæðið taki því ekki til hinna ýmsu ávöxtunarsjóða, svo sem peningamarkaðsbréfa, sem starfræktir hafi verið og séu af hálfu fjármálafyrirtækja. Í þessu tiltekna samhengi verði að skilja yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og sé afmörkun hennar mjög skýr. Tilvísun stefnenda til 10. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og fleira í þessu samhengi sé því hreinn útúrsnúningur og fjarri raunveruleikanum.

Stefnendur byggi á því að orðið „séreignarsparnaður“, sem forsætisráðherra hafi tekið sér í munn þegar hann gaf yfirlýsinguna 6. október 2008, merki að ráðherra hafi verið að vísa til Peningabréfa Landsbankans ISK. Þessi skoðun stefnenda sé fráleit. Í fyrsta lagi sé samhengi yfirlýsingarinnar skýrt og túlka verði orðanotkun ráðherra á þann hátt að einungis sé átt við hefðbundinn sparnað innstæðueigenda á bankareikningum. Skýringin fái aukið vægi sé 6. gr. laga nr. 125/2008 skoðuð og lögskýringargögn með greininni. Þar sé fullljóst að einungis sé átt við hefðbundnar innstæður í bönkum. Í öðru lagi hafi hið umdeilda hugtak ákveðna og afmarkaða merkingu í íslensku fjármálakerfi, en með því sé átt við kerfisbundinn lífeyrissparnað einstaklinga með tilteknu skattahagræði, sem vinnuveitendur geti tekið þátt í, er komi til endurgreiðslu eftir ákveðin aldursmörk og á ákveðnu tímabili. Það kerfi hafi ekkert með Peningabréf Landsbankans ISK að gera. Samanburður stefnenda við þetta kerfi sé því langsóttur og eigi hér ekki við. Enn fremur sé löngu orðið ljóst að ríkisstjórnin átti heldur ekki við þetta fyrirkomulag, þrátt fyrir orðanotkun ráðherrans. Hið umdeilda orð hafi einungis verið notað til áherslu með lykilorðunum „innstæður í íslensku bönkunum“ og þær innstæður átti að vernda til að koma í veg fyrir kerfishrun. Í þriðja lagi sé útilokað að stefnendur geti lesið annað og meira út úr orðum ráðherra en það sem hann þó sagði. Ógerningur sé að lesa út úr orðum ráðherrans að átt hafi að bæta eigendum Peningabréfa Landsbankans ISK að fullu tjón þeirra. Það hafi ráðherra aldrei sagt og hafi ekki meint það heldur.

C.

Um varakröfu stefnenda vísar stefnda til málsástæðna sinna með aðalkröfu. Sömu sýknumálsástæður eigi við um varakröfuna að breyttu breytanda. Þær yfirlýsingar ráðherra sem stefnendur vísi til sé ekki hægt að líta á sem einfalda ábyrgð. Þar að auki virðist sem stefnendur hafi ekki heldur látið reyna á frumábyrgð viðkomandi fjármálafyrirtækis.

D.

Þrautavarakröfu stefnenda kveður stefnda byggja á sakarreglunni og reglum um ábyrgð vinnuveitenda. Almennt segist stefnda byggja sýknukröfu sína á því að forsendur nefndra bótareglna eigi hér ekki við.

Umrædd krafa byggi á því að stefnda sé skaðabótaskylt vegna rekstrar fyrirtækis sem stefnda hafi sjálft ekki borið ábyrgð á. Þrátt fyrir þá staðreynd geri stefnendur takmarkaðar tilraunir til að sýna fram á aðalskilyrði skaðabótakrafna um tiltekna athöfn eða athafnaleysi, sem teljist saknæm, og orsakatengsl á milli þeirra og þess tjóns sem þeir telji sig hafa orðið fyrir.

Stefnendur telji sig munu tapa fé vegna greiðsluþrots Landsbankans hf. og slitameðferðar sem bankinn sé í. Engin leið sé að dæma um kröfur stefnenda fyrr en ljóst sé hvað þeir fái greitt af skuld viðsemjanda síns við slitin á Landsbankanum. Því sé óskiljanlegt hvers vegna mál þetta sé höfðað nú.

Stefnda segir stefnendur gera athugasemdir við framgang stjórnvalda og löggjöf Alþingis án þess þó að skilgreina á viðhlítandi hátt hvernig framganga stjórnvalda hafi valdið þeim skaðabótaskyldu tjóni. Ekki sé rökstutt hvernig staðan hefði verið ef stjórnvöld hefðu ekkert aðhafst eða gert eitthvað allt annað. Þannig sé ekki borin saman atburðarásin eins og hún hefði líklegast orðið ef ákvæði neyðarlaganna og ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins á grundvelli þeirra hefðu aldrei komið til sögunnar og sú staða sem uppi sé nú. Því fari ekki fram nein umfjöllun af hálfu stefnenda um orsakatengsl í skilningi skaðabótaréttar. Svo virðist sem ekki sé tekið neitt mið af því í málatilbúnaði stefnenda hvaða þýðingu það hefði haft ef ekki hefði verið gripið til neinna aðgerða af hálfu íslenska ríkisins, það er ef ekki hefði komið til skiptingar bankanna og breytinga í formi forgangs innstæðna. Jafnframt verði að telja að stefnendur hafi sönnunarbyrði fyrir því að heildareignir Landsbankans hefðu orðið meiri ef ekki hefði komið til umræddra ráðstafana.

Stefnda mótmælir því harðlega að eignarréttindum stefnenda hafi verið settar skorður með lögum nr. 125/2008, sem varði bótaskyldu stefnda, eða að eignarnám hafi átt sér stað. Þau lagafyrirmæli sem sé að finna í 6. og 9. gr. laga nr. 125/2008 feli ekki í sér skorður á eignarréttindum eða eignarnám. Lögin beinist ekki að tilgreindum eignum heldur ótilgreindu safni krafna. Þau geri ekki ráð fyrir sviptingu tiltekinna verðmæta eða yfirfærslu þeirra þannig að samsvarandi eignarréttur skapist hjá opinberum aðilum. Ekki sé heldur hægt að slá því föstu hvort einhver skerðing hafi orðið á eignarréttindum.

Staða krafna í kröfuröð samkvæmt gjaldþrotaskiptalögum er að sögn stefnda ein af þeim almennu takmörkunum sem heimilt sé og nauðsynlegt að setja kröfuréttindum. Innbyrðis mismunun kröfuréttinda í almennum lögum sé löngu viðurkennd í framkvæmd og jafnframt að löggjafinn eigi um það mat á hverjum tíma hvernig þeim málum skuli skipað. Sú heimild löggjafans byggi á 2. gr. stjórnar­skrárinnar sem mæli fyrir um verksvið löggjafans, en snerti ekki efni 72. gr. stjórnarskrárinnar.

Viðurkennt sé í íslenskri dómaframkvæmd að þó svo reglur séu settar um eignarréttindi, eftir að til þeirra er stofnað, þýði það ekki að um afturvirka og ólögmæta skerðingu á eignarrétti sé að ræða. Um það megi t.d. vísa til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 182/2007.

Umrædd lagafyrirmæli segir stefnda vera almenns eðlis og gæti áhrifa þeirra gagnvart stórum hópi. Takmarkanirnar séu almennar og nái til allra eigna af tilteknu tagi. Enginn munur sé gerður á þjóðerni. Markmið skerðingarinnar hafi verið verndun ríkra almannahagsmuna og að fyrirbyggja algeran glundroða í samfélaginu, sem meðal annars hefði haft þau áhrif að stefnendur hefðu borið minna úr býtum við skipti á búi Landsbanka hf. eða Landsvaka hf. Markmiðið hafi verið málefnalegt og nauðsynlegt.

Stefnda fullyrðir að brýna nauðsyn hafi borið til þess að breyta lögum með þeim hætti sem gert hafi verið. Skapast hafði skyndilegt neyðarástand, við hafi blasað hrun bankanna og þar með greiðslukerfa sem allur almenningur og atvinnurekstur noti og reiði sig á. Hefði óvissa ríkt áfram um afdrif bankainnstæðna borgara og fyrirtækja hefðu hjól íslensks efnahagslífs og hagkerfis stöðvast. Lagasetningin, ásamt með  yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 6. október 2008, hefði verið til þess fallin að viðhalda grundvallarverðmætum í þjóðfélaginu og koma í veg fyrir óbætanlegt tjón. Áhlaup á bankana hefði þýtt það að einungis þeir sem fyrstir hefðu komist í bankana hefðu fengið sína peninga, en þegar lausafé þryti hefði öðrum innstæðueigendum verið allar bjargir bannaðar. Neyðarástandið hafi því lotið að mikilvægum almannahagsmunum. Grundvöllur 6. og 9. gr. ákvæða laga nr. 125/2008 sé því fyllilega í samræmi við viðurkennd viðhorf um heimildir til að setja eignarréttindum mörk.

Af hálfu stefnda er einnig á því byggt að tíðkað sé í löggjöf að við gjaldþrotaskipti eða sambærileg úrræði vegna rekstrarhruns eða ógjaldfærni sé kröfum skipað í röð. Þetta sé alþekkt einkenni krafna og löggjöf þar að lútandi geti tekið breytingum á líftíma viðkomandi kröfu. Lagasetningin beinist ekki að tilteknum hópi manna eða lögaðila og geri engan greinarmun á innlendum eða útlendum kröfueigendum. Þannig sé um að ræða meðferð krafna eftir mismunandi eðli þeirra. Slík skipan sé hlutlaus, byggi á lögum og á málefnalegum rökum. Í þessu sambandi sé einnig rétt að taka fram að meginreglur við skuldaskil séu að kröfur sæti mismunandi meðferð og einnig að kröfuhafar skuli njóta jafnræðis. Ótímabær málsókn stefnenda gangi þvert á þessar meginreglur. Miði hún að því að stefnendur fái kröfur sínar vegna viðskipta við hlutafélag greiddar þvert á hagsmuni annarra kröfuhafa.

Stefnda bendir jafnframt á að almennt sé viðurkennt að löggjafinn geti breytt tilteknu gildandi fyrirkomulagi á grundvelli almennra og hlutlægra sjónarmiða og í þágu réttmæts markmiðs. Þessi skilyrði séu uppfyllt hér, enda breytingar þær sem af lögum nr. 125/2008 hafi leitt verið almennar í þeim skilningi að þær hafi tekið til allra almennra kröfuhafa, annarra en innstæðueigenda, ásamt því að vera í þágu réttmæts markmiðs.

Enn fremur bendir stefnda á að játa verði hinu opinbera ákveðið svigrúm í umræddu tilliti, það er við mat á því hvort tilteknar ráðstafanir, sem í för með sér hafi skerðingu eignarréttinda, geti samrýmst almannahagsmunum og séu þar með í þágu réttmæts markmiðs. Þá telur stefnda að meðalhófs hafi verið gætt, enda ráðstöfunum eingöngu ætlað að tryggja viðhlítandi fjármálastöðugleika og vernd innstæðueigenda.

Af hálfu stefnda er áréttað að tilgangur framangreindra ráðstafana hafi verið að tryggja viðhlítandi fjármálastöðugleika. Tilgangurinn hafi ekki verið sá að veita öðrum „kröfuhöfum“ en innstæðueigendum betri stöðu eða hygla sparifjáreigendum sérstaklega. Allt hið raunverulega hagkerfi fari í gegnum innlánsreikninga, tékkareikninga og sparireikninga. Hömlur á aðgangi að slíkum reikningum, í stóru sem smáu, valdi gríðarlegum kerfislegum vandkvæðum og allar kenningar um björgun fjármálakerfa séu á einu máli um að innstæður verði að vernda.

Hvað varði umfjöllun stefnenda um réttmætar væntingar bendir stefnda á að slík sjónarmið hafi almennt verið talin heldur langsótt í dómaframkvæmd., sbr. t.d. dóm Hæstaréttar Íslands frá 1997, á blaðsíðu 2563 í dómasafni réttarins. Í því sambandi ítrekar stefnda að yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands hafi á engan hátt beinst að stefnendum. Yfirlýsingin hafi verið gefin til að forða kerfishruni og þar með efnahagslegu neyðarástandi.

Stefnda kveðst ekki átta sig á því hvað stefnendur eigi við í umfjöllun sinni um „meginreglu réttarríkisins um fyrirsjáanleika laga“ í tilefni af setningu laga nr. 125/2008. Að framan hafi verið reynt að útskýra tilefni laganna vegna yfirvofandi neyðarástands. Sem fyrr sagði hefðu lögin ekki beinst að stefnendum. Með lögunum hefði þess verið freistað að viðhalda grundvallarverðmætum í þjóðfélaginu og koma í veg fyrir óbætanlegt tjón. Ef hægt sé að tala um fyrirsjáanleika laga þá hafi einmitt þetta verið sá fyrirsjáanleiki sem löggjafinn hafi séð fyrir eða vonast til. Ekki síðari hugmyndir stefnenda um ætlað tjón sitt vegna bankahrunsins.

Stefnda kveðst vísa á bug og mótmæla harðlega sem ómálefnalegum öllum hugmyndum stefnenda um að „... löggjafarvald stefnda hafi verið misnotað í þeim tilgangi að fella skuldbindingar sem fólust í ábyrgðaryfirlýsingum forsætis- og viðskiptaráðherra á almenna kröfuhafa fjármálastofnana í stað stefnda sjálfs.“ Vísar stefnda til fyrri umfjöllunar um forsendur og tilurð laga nr. 125/2008 og þröngrar stöðu íslensku ríkisstjórnarinnar.

Einnig mótmælir stefnda því að það hafi átt að geta séð fyrir þau áföll sem leiddu til bankahrunsins í október 2008, sem aftur hafi leitt til meints tjóns stefnenda. Enginn fótur sé fyrir þessari fullyrðingu og málsástæðu. Vísar stefnda í þessu sambandi til þess sem áður er rakið um afstöðu ríkisins til atburða þeirra sem leiddu til bankakreppunnar í október 2008.

Stefnda segir af hálfu stefnenda á því byggt að stefnda sé ábyrgt fyrir því á hvaða dögum bankarnir Glitnir og Kaupþing hafi verið yfirteknir af Fjármálaeftirlitinu. Landsbankinn hafi verið yfirtekinn einum degi á undan Glitni en tveimur dögum á undan Kaupþingi og hafi það leitt til tjóns fyrir stefnendur. Kveðst stefnda mótmæla þessari málsástæðu stefnenda. Nefndar tímasetningar hafi ráðist af ákvörðunum viðkomandi banka en ekki ákvörðunum stefnda. Það hafi verið stjórnir bankanna sem óskuðu eftir inngripi Fjármálaeftirlitsins vegna aðstæðna hvers banka fyrir sig. Bankarnir hafi verið komnir í þrot og þeir hafi ekki verið á forræði stefnda. Í öðru lagi liggi ekkert fyrir um að Glitnir og Kaupþing hafi breytt eignasamsetningu peningamarkaðssjóða sinna frá því að Landsbankinn fór í þrot og þar til hinir bankarnir fóru það einnig. Hafi það hins vegar verið gert hafi það verið á ábyrgð og samkvæmt ákvörðun viðkomandi banka sem ekkert hafði með stefnda að gera. Fullyrðing um annað sé vægast sagt langsótt.

Þá vísi stefnendur til bótaskyldu stefnda á grundvelli svokallaðrar neyðarréttar­bótareglu. Stefnda kveðst ekki þekkja þessa reglu og átti sig ekki á hvernig henni verði beitt. Yfirlýstur bótagrundvöllur stefnenda sé sakarreglan og vinnuveitenda­ábyrgð og hljóti neyðarréttarbótareglan því að vera afsprengi þeirrar bótareglu. Stefnda hafi ekki séð lögfræðilegan rökstuðning af hálfu stefnenda um þessa bótareglu þar sem sakarreglan sé brotin til mergjar með tilliti til viðfangsefnisins og afstaða tekin til einstakra efnisþátta reglunnar. Þess í stað sé einungis fullyrt og þar við látið sitja. Stefnda mótmæli þessum málatilbúnaði og þessari málsástæðu sem eigi sér engan sýnilegan rökrænan lagagrundvöll.

Af hálfu stefnda er því harðlega mótmælt að einhvers konar eignarnám hafi átt sér stað, eða að eignarréttindum stefnenda hafi verið settar skorður á þann hátt að varði bótaskyldu stefnda. Vísar stefnda til fyrri umfjöllunar um sömu atriði og sjónarmið.

E.

Fyrsta hluta þrautaþrautavarakröfu stefnenda kveður stefnda byggja á því „... að 6. gr. laga nr. 125/2008 sé ekki gild réttarheimild (standist ekki stjórnarskrá).“ Stefnda segist mótmæla þessari fullyrðingu og halda því fram í málinu að lögin, og þar með 6. gr. þeirra, hafi verið stjórnskipulega sett að öllu leyti. Þegar af þeirri ástæðu geti ákvæði 6. gr. ekki orðið grundvöllur einhvers konar bótaábyrgðar gagnvart stefnendum. Lagatextinn sjálfur standi óhaggaður sem sett lög.

Undir umræddum kröfulið kveður stefnda virðast sem stefnendur vísi til hlutlægrar bótaábyrgðar stefnda vegna þess að setning laga nr. 125/2008 „fullnægi ekki meginreglum íslenskrar stjórnskipunar og teljist því ekki gild réttarheimild ...“ Mótmælir stefnda þessum hugmyndum stefnanda sem það segir vera fjarlægar.

Stefnda ítrekar að stefnendur hafi átt í viðskiptum við hlutafélög sem ekki hafi lotið forræði opinberra aðila. Fyrirtækin hafi farið í þrot og á því hafi þau sjálf borið ábyrgð. Orsök gjaldþrots fyrirtækja sé alla jafna óábyrg stjórnun eða óhagstæðar aðstæður í viðskiptaumhverfi. Stefnendur beri sönnunarbyrðina fyrir því að orsakir hafi verið aðrar og þá sönnunarbyrði hafi þeir ekki axlað. Af framangreindu leiði jafnframt að telja verði það standa stefnendum nær að beina bótakröfum að öðrum en stefnda.

Þá bendir stefnda á að enda þótt það sé almennt talið fullnægja skilyrðum skaðabótaréttar um orsakatengsl að um svokallaða meðorsök sé að ræða, þá séu þess hins vegar skýr dæmi í dómaframkvæmd að tjónþoli þurfi að sýna fram á að tiltekin orsök sé veigamikil orsök tjóns. Önnur niðurstaða fæli í reynd í sér að öll áhætta af falli banka hvíldi á hinu opinbera, þ.e. ef staðan væri sú að kröfuhafar gætu skákað í skjóli bótaábyrgðar ríkisins við fall banka. Slík niðurstaða fái vart staðist.

Enn fremur bendir stefnda á að færa megi sterk rök fyrir því að eftirlitsskyld starfsemi sé fyrst og síðast í þágu almannahagsmuna, fremur en almennra kröfuhafa. Eftirlitsskyldir aðilar hafi þannig engar skyldur gagnvart almennum kröfuhöfum, en það hljóti að vera forsenda hvers konar skaðabótaskyldu þeirra. Engin heimild, hvað þá skylda að lögum, hafi gert stefnda kleift að koma í veg fyrir eða banna umrædd viðskipti stefnenda við Landsbanka/Landsvaka, sem hvorki hafi verið opinberar stofnanir né á forræði stefnda heldur hlutafélög.

Um samspil afturvirkni laga og ákvæða 72. gr. stjórnarskrárinnar kveðst stefnda vísa til fyrri umfjöllunar vegna þrautavarakröfu stefnenda. Jafnframt vísar stefnda til fyrri umfjöllunar vegna þeirra málsástæðna stefnenda sem varði eignarnám og skerðingu eignarréttar, enda virðist stefnda sem þrautaþrautavarakrafa stefnenda sé að þessu leyti efnislega sú hin sama og þrautavarakrafa stefnenda um sömu atriði.

Að endingu byggi stefnendur bótakröfu sína á EES-samningnum. Svo virðist sem sú krafa byggist á hlutlægri bótaábyrgð. Sú meinta ábyrgð sé ekki rökstudd á neinn hátt af stefnendum. Mótmæli stefnda þessum hugleiðingum stefnenda sem órökstuddum. Þá séu aðrar fullyrðingar stefnenda um brot á EES-samningnum heldur ekki rökstuddar í stefnu. Annars vegar sé einfaldlega fullyrt að lögfesting 6. gr. laga nr. 125/2008 sé brot gegn því markmiði að tryggja einsleitni, mismunun o.fl. og hins vegar að taka verði til skoðunar hvort lagasetning og lagaframkvæmd íslenskra stjórnvalda standist bann EES-samningsins við mismunun, sbr. 4. gr. hans, sbr. lög nr. 2/1993. Mótmæli stefnda því að ákvæði EES-samningsins hafi verið brotin og sjái það enga ástæðu til þess að dómstóllinn taki til skoðunar framangreinda lagasetningu og lagaframkvæmd. Engar forsendur séu til þess, enda sé ekki gerð um það dómkrafa í málinu.

Stefnda segir bann við mismunun á grundvelli þjóðernis vera eina af grundvallarreglum EES-réttar og komi sú regla fram í 4. og 40. gr. EES-samningsins, sbr. lög nr. 2/1993. Í því felist að óheimilt sé að afgreiða sambærileg mál á mismunandi hátt á grundvelli ríkisfangs. Þannig sé óheimilt að mismuna aðilum sem séu í sambærilegri stöðu, á grundvelli þjóðernis þeirra.

Í framangreindri reglu segir stefnda felast að bannað sé að mismuna eða meðhöndla aðila í sömu stöðu á mismunandi hátt, án gildra efnisraka, og þá sé jafnframt bannað að afgreiða ósambærileg mál með sama hætti, án gildra efnisraka. Við uppskiptingu Landsbankans í gamla og nýja Landsbankann hafi tilteknar eignir og skuldir gamla bankans verið færðar yfir í nýja bankann, en aðra eignir og skuldir verið skildar eftir í gamla bankanum. Við þá uppskiptingu hafi verið farið með sambærilegum hætti með sambærilegar kröfur, óháð þjóðerni kröfuhafa eða skuldara.

Í þeirri fullyrðingu stefnenda, að um ólögmæta mismunun hafi verið að ræða, kveður stefnda væntanlega felast að stefnendur telji að farið hafi verið með kröfur þeirra á hendur Landsbankanum með öðrum hætti en sambærilegar kröfur innlendra aðila, þannig að bótaskylt tjón hafi hlotist af. Því mótmæli stefnda, enda hafi engar kröfur innlendra aðila, sem telja megi sambærilegar við kröfur stefnenda, verið færðar yfir í Nýja Landsbankann. Þar hafi eingöngu verið um að ræða eftirtaldar skuldbindingar: Skuldbindingar í útibúum Landsbanka hf. á Íslandi vegna innlána frá fjármálafyrirtækjum, Seðlabanka Íslands og öðrum viðskiptavinum, það er innstæður. Skuldbindingar samkvæmt inn- og útflutningsábyrgðum og ábyrgðir vegna efnda fyrirtækja og einstaklinga er reglubundinni starfsemi tengist, það er ábyrgðir. Og að lokum skuldbindingar bankans gagnvart kröfuhöfum sem veð hafi átt í eignum er færðar hafi verið yfir til Nýja Landsbankans. Engar aðrar skuldir hafi verið færðar til Nýja Landsbankans. Tekur stefnda fram í þessu sambandi að markmiðið með því að skipta bönkunum upp hafa verið að halda greiðslukerfum landsins gangandi.

Til viðbótar lætur stefnda þess getið að það hafi gripið til ýmissa ráðstafana til að tryggja jafnræði kröfuhafa, meðal annars með setningu laga nr. 44/2009, en með þeim lögum hefði verið tryggt að uppgjör Landsbankans færi fram í skipulögðu slitaferli í samræmi við tilskipun nr. 2001/24/EB um endurskipulagningu og slit lánastofnana. Þá hafi verið gerðir samningar milli Landsbankans og Nýja Landsbankans um greiðslu fyrir þær skuldbindingar sem færðar hafi verið yfir til Nýja Landsbankans við uppskiptingu gamla bankans og hafi óháðir aðilar verið fengnir til að meta og endurmeta eignirnar. Fyllsta jafnræðis hafi því verið gætt og ekki á nokkurn hátt verið um mismunun á grundvelli þjóðernis að ræða.

Að endingu ítrekar stefnda um allt framangreint að ekki hafi verið sýnt fram á orsakasamband eða rökræn tengsl milli málsástæðna og kröfugerðar stefnenda. Ógjörningur sé að segja til um hvort tjón hafi orðið og þá hve mikið í tilviki hvers stefnanda fyrir sig. Athafnir eða háttsemi stefnda hafi ekki valdið stefnendum tjóni og engri saknæmri eða ólögmætri háttsemi sé til að dreifa af stefnda hálfu. Telji stefnendur sig hafa orðið fyrir tjóni sé það vegna eigin ákvarðana um viðskipti sem getað hafi haft í för með sér áhættu.

V.

A.

Við aðalmeðferð málsins áréttaði stefnda sjónarmið sem haldið var uppi vegna frávísunarkröfu ríkisins, en kröfunni hafnaði dómurinn með úrskurði 10. mars sl., þess efnis að stefna málsins væri ófullkomin að því leyti að hún uppfyllti ekki, hvað nokkra stefnendur varðaði, skilyrði b-liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Af hálfu stefnenda var undir rekstri málsins úr þessum annmörkum bætt hvað nokkra stefnendur varðaði. Hins vegar verður ekki séð að úr hafi verið bætt í tilviki stefnendanna Ástríðar Ólafsdóttur, Báru Guðmundsdóttur, Ellu Bjartar Teague, Eddu Erlendsdóttur, Hildar Óttarsdóttur, Jóhanns B. Arnarsonar og Steingríms Karls Teague. Á dómurinn þess því ekki annan kost en vísa kröfum þeirra frá dómi með vísan til fyrrnefnds stafliðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991.

B.

Svo sem áður er rakið krefjast stefnendur þess aðallega í málinu að viðurkennd verði sjálfskuldarábyrgð stefnda á tjóni stefnenda vegna þess mismunar sem var á verðmæti hlutdeildarskírteina í Peningabréfum Landsbankans ISK við lokun markaða 3. október 2008 annars vegar og við uppgjör til hlutdeildarskírteinishafa 29. október 2008 hins vegar. Varakrafa stefnenda er sú að viðurkennd verði einföld ábyrgð stefnda á lýstu tjóni stefnenda.

Hugtakið ábyrgð hefur í kröfurétti verið skilgreint sem viljayfirlýsing aðila um að standa skil á skuldbindingu þriðja aðila. Með sjálfskuldarábyrgð er átt við ábyrgð þar sem kröfuhafa er heimilt að ganga að ábyrgðarmanni skuldar þegar skuldari hennar efnir ekki samningsskyldur sínar á réttum tíma. Þá er með einfaldri ábyrgð átt við ábyrgð þar sem greiðsluskylda ábyrgðarmanns verður ekki virk fyrr en eftir að sýnt er að aðalskuldari geti ekki efnt skyldu sína. Með öðrum orðum þarf kröfuhafi fyrst að ganga að aðalskuldaranum, og eftir atvikum láta gera hjá honum árangurslaust fjárnám, áður en honum er heimilt að ganga að ábyrgðarmanninum.

Málatilbúnaður stefnenda, hvað aðal- og varakröfur varðar, er á því reistur að með yfirlýsingum þáverandi forsætis- og viðskiptaráðherra, sbr. kafla I C hér að framan, hafi stofnast ábyrgð stefnda, eftir atvikum sjálfskuldarábyrgð eða einföld ábyrgð, á meintu tjóni stefnenda. Verður að skilja þennan málatilbúnað svo að yfirlýsingar ráðherranna hafi að áliti stefnenda falið í sér loforð í skilningi kröfuréttar sem beint hafi verið til stefnenda og ætlað að stofna rétt þeim til handa.

Þær yfirlýsingar sem stefnendur vísa til voru í fyrsta lagi settar fram af forsætisráðherra í viðtali sem leikið var í hádegisfréttum ríkisútvarpsins 3. október 2008, í öðru lagi í ávarpi þess sama ráðherra til íslensku þjóðarinnar 6. október 2008 og í þriðja lagi af forsætis- og viðskiptaráðherrum í ræðustól Alþingis við afgreiðslu frumvarps þess sem varð að lögum nr. 125/2008. Svo sem fram kemur í málatilbúnaði stefnenda sjálfra, sbr. fyrrnefndan kafla I C, höfðu ráðherrarnir ekki heimild í lögum til að takast á hendur, fyrir hönd stefnda, ábyrgð á innstæðuskuldbindingum Landsbanka Íslands hf., eða eftir atvikum annarra hérlendra banka. Hið sama gilti um ábyrgð á skuldbindingum vegna fjárfestingarsjóðsins Peningabréfa Landsbankans ISK gagnvart stefnendum. Þá felst í 14. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. lög 33/1944, svo sem hún hefur verið skýrð í stjórnskipunarrétti, ekki heimild til handa ráðherrum til að takast á hendur, fyrir hönd stefnda, slíkar ábyrgðir sem hér um ræðir. Stóðu lög þannig ekki til þess að ráðherrarnir gæfu út yfirlýsingar þess efnis sem aðal- og varakröfur stefnenda byggja á. Þá hafa stefnendur ekki sýnt fram á að ráðherrunum hafi verið það heimilt á grundvelli venju, sbr. þvert á móti grunnreglu 40. og 41. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. lög nr. 33/1944. Verður að þessu virtu að telja tilvísun stefnenda til 10. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga haldlausa. Þá er það mat dómsins í ljósi alls framangreinds að umræddar yfirlýsingar og ummæli ráðherranna tveggja verði ekki taldar loforð í skilningi kröfuréttar. Með þeim gat því ekki stofnast ábyrgð þeirrar gerðar sem stefnendur krefjast viðurkenningar á í aðal- og varakröfum sínum. Þegar að þessu virtu verður stefnda sýknað af þeim kröfum annarra stefnenda en nafngreindir eru í kafla V A.

C.

Til þrautavara krefjast stefnendur þess í málinu að viðurkennd verði með dómi skaðabótaábyrgð stefnda á tjóni er stefnendur halda fram að þeir hafi orðið fyrir vegna skerðingar á verðmæti hlutdeildarskírteina í Peningabréfum Landsbankans ISK er hlotist hafi af setningu 1. mgr. 103. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, sbr. 6. gr. laga nr. 125/2008. Þrautaþrautavarakrafa stefnenda er samhljóða þrautavara­kröfunni að því undanskildu að krafist er viðurkenningar á fébótaábyrgð stefnda í stað viðurkenningar á skaðabótaábyrgð þess.

Stefnendur byggja á því að tjón þeirra liggi nú þegar fyrir en tjónið felist í því að hlutdeildarskírteini þeirra í peningamarkaðssjóðnum Peningabréf Landsbankans ISK hafi við slit sjóðsins verið metin á einungis 68,8% af skráðu verðgildi þeirra síðasta opna markaðsdag hjá Kauphöll Íslands. Tjón stefnenda nemi mismuninum, eða 31,2% af skráðu verðgildi hlutdeildarskírteinanna 3. október 2008. Byggja stefnendur þannig á því að lagasetningin hafi þegar valdið þeim tjóni þó svo uppgjöri fjármálafyrirtækja sé enn ekki lokið þar sem lagasetningin hafi þegar haft áhrif á mat á fjármálagerningum sem stofnað hafi verið til fyrir lagasetninguna. Stefnendur taka þó fram hvað þrauta- og þrautaþrautavarakröfur þeirra varðar að vera megi að allt tjón þeirra sé ekki tilkomið vegna setningar 1. mgr. 103. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, sbr. 6. gr. laga nr. 125/2008. Aðrar ástæður geti skýrt hluta af tjóni þeirra.

Í málatilbúnaði sínum hefur stefnda fallist á að setning 1. mgr. 103. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, sbr. 6. gr. laga nr. 125/2008, hafi verið mikið áfall fyrir Peningamarkaðssjóð Landsbankans ISK sem mikið hafi fjárfest í skuldabréfum íslensku bankanna, sem fyrir lagasetninguna hefðu verið jafntrygg innlánum hjá bönkunum, að því undanskildu að tiltekin fjárhæð innlána hafi verið tryggð af Tryggingasjóði innstæðueigenda. Segir í greinargerð stefnda að lagasetningin hafi haft í för með sér að innlán voru sett fram fyrir kröfur Peningamarkaðssjóðsins á bankana og hún þannig verulega rýrt verðmæti eigna sjóðsins. Þrátt fyrir þessi ummæli í greinargerð mótmælir stefnda því harðlega í málinu að stefnendur hafi orðið fyrir tjóni vegna athafna eða athafnaleysis stefnda og kveður það stefnendur hvorki hafa leitt að  því nægar líkur að þeir hafi orðið fyrir tjóni, né nægilega lýst í hverju tjónið felist.

Eftir að dómurinn kvað upp úrskurð 10. mars 2010, og hratt frávísunarkröfu stefnda, hafa bæst við miklar upplýsingar um málsatvik í formi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna og tengda atburði, en skýrsluna alla lögðu stefnendur fram í þinghaldi 15. júní sl. Hvorki stefnendur né stefnda sáu hins vegar ástæðu til þess að reifa efni skýrslunnar svo nokkru næmi við aðalmeðferð málsins eða víkja að þeim fjölmörgu atriðum í skýrslunni sem telja verður varða sakarefni máls þessa. Allt að einu verður ekki fram hjá efni skýrslunnar litið þegar leyst er úr málinu á grundvelli málatilbúnaðar aðila.

Í kafla 14.12.4 í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur meðal annars fram að á stjórnarfundi Nýja Landsbanka Íslands hf. (síðar NBI hf.) 22. október 2008 hafi bankaráð samþykkt að ganga frá kaupum á eignasafni peningamarkaðssjóða Landsvaka, en endanlegri afgreiðslu hafi þó verið vísað til næsta fundar 27. sama mánaðar. Á fundinum 22. október 2008 mun framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Landsbankans og stjórnarformaður Landsvaka hafa gert grein fyrir verðmati á eignum peningamarkaðssjóða Landsvaka. Í máli hans mun meðal annars hafa komið fram „... að talsverð hætta væri þó á að heildarniðurstaðan yrði tap fyrir NBI hf.“ Áður hafði komið fram hjá honum að skuldabréf sem bankar hefðu gefið út hefðu „... nánast orðið verðlaus við lagabreytingu sem setti kröfur vegna innlána skör hærra við gjaldþrot banka.“

Í tilvitnuðum kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er einnig vitnað í bréf forstöðumanns og deildarstjóra útlánaeftirlits til bankaráðs, dags. 21. október 2008. Um efni bréfsins segir meðal annars svo í skýrslu rannsóknarnefndarinnar:

... kom fram að mat eftirlitsins á endurheimtuhlutfalli við þessar aðstæður byggðist meira á tilfinningu vegna þess hve upplýsingar væru af skornum skammti og óvissuþættir margir. Gerði eftirlitið einkum fyrirvara um þetta hlutfall hjá Baugi og Eimskipum. Í flestum tilvikum væri um að ræða markaðsskuldabréf sem hefðu ekki sérgreindar tryggingar. Félögin ættu bæði í miklum erfiðleikum. Lentu þau í þroti mætti allt eins búast við því að ekki fengjust allar kröfur greiddar og þættu hlutföllin á þau há. ... Þá sagði að Stoðir væru í greiðslustöðvun en að gert væri ráð fyrir að veð í Landic sem væru á móti til tryggingar skuldinni héldu. Um endurheimtuhlutfall skuldabréfa í Kaupþingi ríkti enn óvissa. Ljóst þætti að innlán kæmu framar í röðinni þegar kæmi að uppgjöri skulda Kaupþings. Því þætti 45% hlutfall hátt og sama mætti segja um hina íslensku bankana. Þá sagði að ekkert mat væri lagt á erlendar lánastofnanir og eins hefði eftirlitið ekki upplýsingar um Mosaic.

Hinn 27. október 2008 var haldinn stjórnarfundur í Nýja Landsbanka Íslands hf. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir meðal annars að á fundinum hafi nokkuð verið rætt;

... um áhættu af kaupum NBI á lánasafninu og kom fram að mesta áhættan væri talin fólgin í lánum til Kaupþings sem metin væru á 45% af höfuðstól. Ljóst væri að mikil óvissa væri um það verðmæti. Skuldir Eimskipafélags Íslands hf. væru metnar á 70% en talsverð umræða hefði verið um stöðu þess félags. ... Skuldir Stoða væru tryggðar með veði í Landic sem ætti mikið safn fasteigna víðs vegar um heim. Nokkur umræða varð um mat á einstökum eignum en bankaráð taldi ekki forsendur til að breyta verðmati eignasafns frá síðasta fundi þrátt fyrir að unnt væri að benda á veikleika einstakra eigna. ... Bankaráð samþykkti að kaupa allt eignasafn peningamarkaðssjóða Landsvaka hf. Stefnt skyldi að því að greiða allt kaupverðið í einu lagi þannig að unnt væri að slíta sjóðunum á sem skemmstum tíma.

Þeir sem kröfu gera um bætur, sbr. þrauta- og þrautaþrautavarakröfur stefnenda, bera sönnunarbyrðina fyrir því að þeir hafi orðið fyrir tjóni og einnig að tjónið hafi orsakast af háttsemi þess sem þeir beina kröfum sínum að. Af framansögðu og ýmsu öðru því sem rakið er í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er ljóst að mikil óvissa var uppi um verðmæti eignasafns peningamarkaðs­sjóða Landsvaka er Nýi Landsbanki Íslands hf. festi á því kaup, en bankinn var þá að fullu í eigu stefnda. Hafa stefnendur engin gögn lagt fram í málinu sem eru til þess fallin að leysa úr þeirri óvissu. Þá hafa þeir heldur ekki borið saman atburðarásina eins og hún hefði líklegast orðið ef ákvæði laga nr. 125/2008 og ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins á grundvelli þeirra hefðu aldrei komið til sögunnar og þá stöðu sem uppi var er peningamarkaðssjóði Landsbankans ISK var slitið, en telja verður slíka reifun hafa verið nauðsynlega í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir með framlagningu títtnefndrar skýrslu rannsóknar­nefndar Alþingis. Þegar allt þetta er virt heildstætt er það mat dómsins að stefnendur hafi ekki fært fyrir því sönnur að þeir hafi orðið fyrir tjóni vegna setningar 1. mgr. 103. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, sbr. 6. gr. laga nr. 125/2008. Að þeirri niðurstöðu fenginni þykja stefnendur ekki hafa sýnt fram á að þeir hafi lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um þrauta- og þrautaþrautavarakröfur sínar í málinu.

Skv. 3. mgr. 100. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er dómari, sem hrindir frávísunarkröfu, ekki bundinn af þeim úrskurði ef nýjar upplýsingar koma fram síðar undir rekstri máls um þau atriði sem úrskurðað var um. Með vísan til þess, alls framangreinds og þeirrar niðurstöðu dómsins, að stefnendur þyki ekki hafa sýnt fram á að þeir hafi lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um þrauta- og þrautaþrautavarakröfur sínar í málinu, verður þeim kröfum vísað frá dómi.

Að ágreiningi málsaðila og atvikum öllum virtum, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þykir rétt að málsaðilar beri hver um sig sinn kostnað af málinu.

 Dóm þennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsdómari. Fyrir uppkvaðningu dómsins var gætt ákvæðis 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

D Ó M S O R Ð:

Aðal- og varakröfum stefnendanna Ástríðar Ólafsdóttur, Báru Guðmundsdóttur, Ellu Bjartar Teague, Eddu Erlendsdóttur, Hildar Óttarsdóttur, Jóhanns B. Arnarsonar og Steingríms Karls Teague, á hendur stefnda, íslenska ríkinu, er vísað frá dómi. Stefnda skal sýkn af aðal- og varakröfum annarra stefnenda.

Þrautavara- og þrautaþrautavarakröfum stefnenda er vísað frá dómi.

Málskostnaður fellur niður.