Hæstiréttur íslands
Mál nr. 212/1999
Lykilorð
- Kærumál
- Farbann
|
|
Mánudaginn 31. maí 1999. |
|
Nr. 212/1999. |
Ríkislögreglustjóri (enginn) gegn Sixtusi Mbah Nto (enginn) |
Kærumál. Farbann.
Úrskurður héraðsdóms um að S skyldi sæta farbanni á grundvelli b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. maí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 28. maí 1999, þar sem varnaraðila var bönnuð för frá Íslandi allt til 1. desember nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að kröfu um farbann verði hafnað, en til vara að því verði markaður skemmri tími.
Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti.
Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 28. maí 1999.
Ár 1999, föstudaginn 28. maí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjaness, sem háð er að Brekkugötu 2, Hafnarfirði, af Jónasi Jóhannssyni héraðsdómara kveðinn upp úrskurður í málinu nr. R-28/1999: Beiðni Ríkislögreglustjórans um áframhaldandi farbann yfir Sixtusi Mbah Nto.
Ríkislögreglustjórinn hefur krafist þess með vísan til 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála að Sixtus Mbah Nto, kt. 060375-2249, til lögheimilis að Hjallavegi 7e, Njarðvík, verði bönnuð brottför af landinu allt til miðvikudagsins 1. desember 1999 kl. 16:00 eða þar til afplánun hefst eða þar til dómur verður upp kveðinn í Hæstarétti.
Sixtus Mbah Noto var í morgun í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik samkvæmt 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Á meðan áfrýjunarfrestur er að líða og ekki er ljóst hverjar verða endanlegar lyktir refsimálsins þykir hætta á að dómfelldi Sixtus muni reyna að komast úr landi og koma sér þannig undan fullnustu refsingarinnar, en dómfelldi er útlendingur með nígerískt ríkisfang. Samkvæmt þessu og með vísan til 110. gr. laga um meðferð opinberra mála er rétt að verða við kröfu Ríkislögreglustjórans. Er dómfellda Sixtus Mbah Nto því bönnuð brottför af landinu allt til miðvikudagsins 1. desember nk. kl. 16:00 eða þar til afplánun hefst eða þar til dómur verður upp kveðinn í Hæstarétti.
Úrskurðarorð:
Sixtus Mbah Nto er bönnuð brottför frá Íslandi allt til miðvikudagsins 1.desember 1999 kl. 16:00.