Hæstiréttur íslands

Mál nr. 807/2015


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gjaldþrotaskipti
  • Riftun
  • Samningur
  • Lögvarðir hagsmunir
  • Sakarefni
  • Gerðardómur
  • Frávísunarúrskurður felldur úr gildi að hluta


                                     

Miðvikudaginn 20. janúar 2016.

Nr. 807/2015.

Þrotabú GM framleiðslu hf.

(Lilja Jónasdóttir hrl.)

gegn

Gunnars ehf. og

Kleópötru K. Stefánsdóttur

(Haukur Örn Birgisson hrl.)

Kærumál. Gjaldþrotaskipti. Riftun. Samningur. Lögvarðir hagsmunir. Sakarefni. Gerðardómur. Frávísunarúrskurður felldur úr gildi að hluta.

Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli Þb.GM hf. gegn G ehf. og K var vísað frá dómi. Í málinu krafðist Þb.GM hf. þess aðallega að kaupsamningur dags. 2014, sem gerður var um sölu allra eigna GM hf. til G ehf., væri óskuldbindandi fyrir sig og að G ehf. yrði gert að skylt að afhenda sér andlag samningsins að viðlögðum dagsektum. Til vara og þrautavara krafðist Þb. GM hf. riftunar á kaupsamningnum og skilum á eignum og skaðabóta. Málinu var vísað frá héraðsdómi með vísan til þess að ágreiningur vegna kaupsamningsins ætti undir gerðardóm samkvæmt 8. gr. hans, sbr. 1. og 2. mgr. laga nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma. Með dómi Hæstaréttar var niðurstaða héraðsdóms staðfest um frávísun á aðalkröfu Þb. GM hf. þar sem hún var í raun talin fela í sér riftunarkröfu og þar sem Þb.GM hf. hafði teflt fram slíkri kröfu til vara í málinu hafði hann ekki lögvarða hagsmuni af því að hafa aðalkröfuna uppi. Hvað varðaði riftunarkröfur Þb. GM hf. vísaði Hæstiréttur m.a. til þess að dómsmál til að koma fram riftun á ráðstöfunum þrotamanns, sbr. 148. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. væri höfðað eftir almennum reglum einkamála. Var talið að kröfum Þb. GM hf. í máli sem hann hafði höfðað gegn G ehf. og K til riftunar á kaupsamningnum eftir ákvæðum XX. kafla laga nr. 21/1991 yrði ekki vísað frá dómi á grundvelli 8. gr. hans um gerðardómsmeðferð. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi að því er vara- og þrautavarakröfu Þb. GM hf. varðaði og lagt fyrir héraðsdóm að taka þær til efnislegrar meðferðar.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Eiríkur Tómasson og Greta Baldursdóttir.

Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. nóvember 2015, en kærumálsgögn bárust réttinum 11. desember sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 17. nóvember 2015 þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.

Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.

I

Samkvæmt gögnum málsins var gerður samningur 4. mars 2014 milli Gunnars majónes hf., sem síðar hlaut heitið GM framleiðsla hf., og varnaraðilans Gunnars ehf. þar sem hið fyrrnefnda félag seldi „allar eignir Gunnars majónes hf. er varða rekstur fyrirtækisins, s.s. öll tæki og tól, helstu upplýsingar úr tölvukerfi s.s. sölusaga síðustu ára, skrifstofubúnaður, heimasíða, markaðsefni, símanúmer og fleira.“ Þá var einnig undir hinu selda vörumerkin „Gunnars” og „Gunnars majónes”, öll viðskiptasambönd og viðskiptavild sem og nánar tilgreind vöruheiti og vörunúmer. Einnig fylgdu sölunni allar uppskriftir, formúlur, aðrar heimildir og gögn sem þyrfti til að framleiða vörur Gunnars majónes hf. Kaupverðið var 62.500.000 krónur sem greiða skyldi með útgáfu varnaraðilans Gunnars ehf. á skuldabréfi til 10 ára með mánaðarlegum afborgunum höfuðstóls og vaxta. Skyldi fyrsta afborgun vaxta vera 4. september 2014, en höfuðstóls 4. mars 2015. Varnaraðilinn Kleópatra K. Stefánsdóttir er eini eigandi vararnaraðilans Gunnars ehf. og á þeim tíma er samningurinn var gerður var hún jafnframt fyrirsvarsmaður beggja aðila kaupsamningsins.

Í 1. mgr. 8. gr. kaupsamningsins sagði meðal annars að ef ekki tækist að leysa ágreining samningsaðila í tengslum við framkvæmd eða túlkun samningsins með samkomulagi innan 30 daga frá því að ágreiningur kæmi upp væri hvorum aðila heimilt að vísa ágreiningum í gerð. Þá sagði í 2. mgr.: „Öll ágreiningsefni sem kunna að rísa vegna eða í tengslum við þennan kaupsamning, túlkun hans eða framkvæmd skal skotið til endanlegrar úrlausnar Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands.“

Bú GM framleiðslu hf. var tekið til gjaldþrotaskipta 12. júní 2014. Höfðaði sóknaraðili mál á hendur varnaraðilum 22. febrúar 2015 og gerði aðallega kröfu um „að viðurkennt verði með dómi að kaupsamningur, dags. 4. mars 2014 ... hafi verið og sé óskuldbindandi“ fyrir sig og að varnaraðila Gunnars ehf. yrði „að viðlögðum dagsektum að mati dómsins ... gert skylt að afhenda [sér] allar eignir, réttindi og verðmæti sem voru andlag kaupsamningsins“. Til vara krafðist sóknaraðili riftunar samningsins og afhendingu þeirra sömu eigna og getið var um í aðalkröfu að viðlögðum dagsektum. Jafnframt krafðist sóknaraðili, bæði í aðal- og varakröfu, að varnaraðilar greiddu sér óskipt 13.720.747 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 22. febrúar 2015 til greiðsludags. Þá gerði sóknaraðili kröfu til þrautavara um riftun samningsins, en í stað skila á eignum kæmu skaðabætur að fjárhæð 173.720.747 krónur með tilgreindum vöxtum. Um aðalkröfu sína vísaði sóknaraðili einkum til reglna laga nr. 2/1995 um hlutafélög, en vara- og þrautavarakröfur hans voru einkum reistar á ákvæðum XX. kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.  

Með hinum kærða úrskurði var málinu vísað frá héraðsdómi með vísan til þess að ágreiningur vegna kaupsamningsins ætti undir gerðardóm samkvæmt 8. gr. hans, sbr. 1. og 2. gr. laga nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma.

II

 Í 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 er mælt fyrir um að dómstólar hafi vald til að dæma um hvert það sakarefni sem lög og landsréttur ná til, nema það sé skilið undan lögsögu þeirra eftir lögum, samningi, venju eða eðli máls. Samkvæmt ákvæðinu er unnt að semja svo um að úrlausn ágreiningsefna eigi ekki undir dómstóla, heldur verði leyst úr þeim eftir öðrum leiðum, svo sem með því að leggja ágreininginn í gerð, sbr. lög nr. 53/1989.    

Samkvæmt 1. mgr. 72. gr. laga nr. 21/1991 tekur þrotabú skuldara við uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti við öllum fjárhagslegum réttindum sem skuldarinn átti eða naut við uppkvaðningu úrskurðarins, nema annað leiði af réttarreglum, eðli réttindanna eða löggerningi sem ekki verður hnekkt vegna gjaldþrotaskiptanna. Þá kemur fram í 2. mgr. greinarinnar að þrotabú tekur við öllum fjárhagslegum skyldum sem hvíldu á þrotamanni við sama tímamark nema réttarreglur eða löggerningur kveði á um annað eða það leiði af eðli réttindanna. Dómsmál til að koma fram riftun á ráðstöfunum þrotamanns, sbr. 148. gr. laganna, verður höfðað eftir almennum reglum einkamála. Markmið slíkrar riftunar er að endurheimta fjárhagsleg verðmæti sem skotið hefur verið undan skiptum, þannig að þeim verði úthlutað til þeirra sem eiga kröfur á hendur þrotabúi í samræmi við ákvæði XXII. kafla laganna. Verður kröfum sóknaraðila í máli því sem hann hefur höfðað gegn varnaraðilum til riftunar á umræddum kaupsamningi eftir ákvæðum XX. kafla sömu laga ekki vísað frá dómi á grundvelli framangreinds ákvæðis í 2. mgr. 8. gr. hans um gerðardómsmeðferð, enda var sóknaraðili ekki aðili að samningnum.

Þótt aðalkrafa sóknaraðila í máli þessu sé klædd í búning kröfu um ógildingu kaupsamningsins felur hún í raun í sér kröfu um riftun hans samfara skilum á eignum, réttindum og verðmætum sem samningurinn tók til. Vegna þess að sóknaraðili teflir fram slíkri kröfu til vara í málinu hefur hann ekki lögvarða hagsmuni af því að hafa aðalkröfuna uppi og ber því að vísa henni frá héraðsdómi. 

Varnaraðilar reisa frávísunarkröfu sína ennfremur á því að héraðsdómsstefna hafi ekki fullnægt skilyrðum e. liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um skýran málsgrundvöll. Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði er stefnan 43 blaðsíður að lengd. Þótt fallist sé á með sóknaraðila að málið sé nokkuð umfangsmikið hefur hann ekki gætt þess að greina í stefnu svo glöggt sem verða má dómkröfur sínar og málsástæður á gagnorðan hátt, svo sem áskilið er í tilvitnaðri málsgrein. Hins vegar verða þessir annmarkar ekki taldir leiða til þess að vörn hafi verið áfátt. Verður því fallist á með héraðsdómi að þeir geti ekki einir og sér leitt til frávísunar málsins í heild sinni.

Loks byggja varnaraðilar frávísunarkröfu sína á því að aðild sé vanreifuð í héraðsdómsstefnu auk þess sem þeim verði ekki báðum stefnt í málinu nema að uppfylltum skilyrðum 18. gr. laga nr. 91/1991. Eins og áður greinir lúta dómkröfur sóknaraðila að riftun framangreinds kaupsamnings milli GM framleiðslu hf. og varnaraðilans Gunnars ehf. Þá er í stefnu lýst aðkomu varnaraðilans Kleópötru að kaupsamningnum og kveður sóknaraðili kröfur sínar á hendur henni eiga rætur að rekja til þessa sama löggernings. Samkvæmt þessu verður ekki fallist á með varnaraðilum að málinu skuli vísað frá héraðsdómi vegna vanreifunar á aðild þess. Þá leiða varnir byggðar á aðildarskorti til sýknu en ekki frávísunar verði á þær fallist, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991.

Samkvæmt öllu framansögðu verður aðalkröfu sóknaraðila á hendur varnaraðilum vísað frá héraðsdómi, en lagt fyrir héraðsdóm að taka til efnismeðferðar vara- og þrautavarakröfu sóknaraðila á hendur þeim.

Að öllu framangreindu virtu verður málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður felldur niður.

Dómsorð:

           Aðalkröfu sóknaraðila, þrotabús GM framleiðslu hf., á hendur varnaraðilum, Gunnars ehf. og Kleópötru K. Stefánsdóttur, er vísað frá héraðsdómi, en lagt fyrir héraðsdóm að taka til efnismeðferðar vara- og þrautavarakröfu sóknaraðila.

Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður.

 

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 17. nóvember 2015.

Mál þetta, sem var þingfest 4. mars 2015, var höfðað af þrotabúi GM framleiðslu hf., (áður Gunnars majónesi hf.), kt. 540169-7809, Borgartúni 28, 105 Reykjavík.

Stefndu eru Gunnars ehf., kt. 430314-0410, Dalshrauni 7, 220 Hafnarfirði, og Kleópatra K. Stefánsdóttir, kt. 241057-4969, Langholtsvegi 100, 104 Reykjavík.

Stefnandi gerir þær dómkröfur að viðurkennt verði með dómi að kaupsamningur, dagsettur 4. mars 2014, á milli stefnanda (þá Gunnars majónes hf.) og stefnda Gunnars ehf. hafi verið og sé óskuldbindandi fyrir  stefnanda. Fallið var frá kröfugerð aðalkröfu merkt (2)a í stefnu. Verður ekki fjallað um þá kröfu frekar.

Stefnandi gerir þá kröfu í kröfulið (2)b að stefnda Gunnars ehf. verði þegar í stað, og að viðlögðum dagsektum að mati dómsins frá dómsuppkvaðningardegi og til afhendingardags, gert skylt að afhenda stefnanda, gegn afhendingu stefnanda á skuldabréfi útgefnu af stefnda Gunnars ehf., dags. 4. mars 2014, að fjárhæð kr. 62.500.000, allar eignir, réttindi og verðmæti sem voru andlag kaupsamningsins á milli stefnanda og stefnda Gunnars ehf., dags. 4. mars 2014, sem stefndi Gunnars fékk afhent 5. mars 2014 en tilheyra stefnanda með réttu, þ.m.t. eftirtaldar eignir, réttindi og verðmæti:

(i)       Allar eignir er vörðuðu rekstur Gunnars majónes hf. (nú þrotabú GM framleiðslu hf.), á kaupsamningsdegi þann 4. mars 2014, s.s. öll tæki og tól, helstu upplýsingar úr tölvukerfi, s.s. sölusaga síðustu ára, skrifstofubúnaður, heimasíða, markaðsefni og símanúmer, þ.m.t. eftirtaldar bifreiðar, tæki, vélar, húsgögn og tól í verksmiðju, þurrlager og vörulager: Subaru Impreza bifreið, árg. 2008, skráningarnr. UJ-K70; Ford Transit bifreið, árg. 2007, skráningarnr. BK-703; Ford Transit bifreið, árg. 2006, skráningarnr. LO-340; Toyota Corolla bifreið, árg. 2010, skráningarnr. SR-D01; Kælivélar merktar Kæliver; Olíutankar og dælur; Vélar – 1990; Vélar – 1991; Vélar –1992; Vélar – 1993; Áfyllingarvél – 1994; Vélar – 1995; Hobart þvottavél – 1997; Gufupottar – 1998; BWL vél – 1998; Plastco merkivél – 1999;  Plastco – 1999; Áfyll- og átöpp.vél – 2000; Plastco rot. – 2001; Plastco – 2002; Plastco – 2002; Kraftvélar – Toyota PP13 Powered pall – 2005; Lyfta í vinnslusal – 2005; Brettavafningsvél – 2008; Plastco Vacumdæla – 2011; JL4842 Toyota SM 10; JL3288 BV.Vestergaard EHS 10; ZA0076 Eimkatlar, 1. flokkur Metos culinho 120; ZA0077 Eimkatlar, 1. flokkur Metos culinho 80; Stephan hrærivél; Brúsafyllingsvél; Kryddpottur; Majóneshrærivél; Tankar; Plastpökkunarvél; 9 stykki skrifborð; 9 stykki skrifborðsstólar; 3 stykki skrifborðskálfar (skúffueiningar undir skrifborð); 1 stykki tölvuþjónn (e. server) og tölvuskápur; 10 stykki borðtölvur; 13 stykki tölvuskjáir; 7 stykki hillur; fundarborð; 10 stykki rauðir fundarstólar; 1 stykki sófi; 4 stykki leðurstólar; 3 stykki geislaprentarar, þar af 1 stykki sem er ljósritunarvél og skanni; lita bleksprautuprentari; faxtæki; 2 stykki stórir járnskápar; skjalaskápur úr járni með fjórum skúffum; 10 stykki borðsímar; 4 stykki borðreiknivélar; 3 stykki handlyftarar; ýmis handverkfæri; rafmagnshrærari; 2 stykki sósu- og vökvadælur af gerðinni Bredel; 3 rafmagns vigtar; 2 stykki strikamerkjavélar; 5 stykki hjólavagnar; 3 stykki stálvaskar; 10 stykki stálborð bæði föst og á hjólum; lagerhillur á þurrlager, vörulager og í vinnslusal; 30 stykki 170 lítra stáltankar; loftræstiháfur; 15 stykki vörugrindur; 4 stykki stálskápar; frystiskápur; og tauþvottavél.

(ii)     Vörumerkin „Gunnars“ og „Gunnars majónes“, ásamt öllum viðskiptasamböndum og viðskiptavild sem vörumerkjunum tilheyrir, auk allra vöruheita og vörunúmera, þ.m.t.: M0025 – MAJONES 250 ML; M0050 – MAJONES 500 ML; M0100 – MAJONES 1.0 LÍTRI; M0250 – MAJONES 2,5 LÍTRA; M0400 – MAJÓNES 4.LÍTRAR; M1000 – MAJONES 10.LÍTRAR; MP170 – MAJONES POTTUR 170 LTR; R0020 REMOLAÐI 200 ML Dós; RB0020 – REMOLAÐI Í 200ML BRÚSUM; R0040 – REMOLAÐI 400 ML; R0072 – REMOLAÐI 720 ML; R0250 2,5 LÍTRAR REMOLAÐI; R0400 – REMOLAÐI 4.LITRAR; RÞ400 – ÞYKKT REMOLAÐI 4.LÍTRAR, L0025 – LÉTT MAJONES 250 ML; L0050 – LÉTT MAJONES 500 ML; L0400 LÉTT MAJONES 4.LÍTRAR; L1000 – LÉTT MAJONES 10.LITRAR; SA0400 – SALAT MAJONES 4.LITRAR; SA1000 – SALAT MAJONES10 lítra; K0005 – KOKTEILSÓSA 50 ML; K0020 – KOKTEILSÓSA 200 ML; K0040 – KOKTEILSÓSA 400 ML; K0072 – KOKTEILSÓSA 720ml; K0400 – KOKTEILSÓSA 4 LÍTRA; K1000 – KOKTEILSÓSA 10 LÍTRA; H0020 – HAMBORGARASÓSA 200ML; H0040 – HAMBORGARASÓSA 400 ML; H0072 – HAMBORGARASÓSA 720 ML; H0400 – HAMBORGARASÓSA 4 LÍTRA; H1000 – HAMBORGARASÓSA 10 LÍTRA; P0020 – PÍTUSÓSA 20 ML; P0040 – PÍTUSÓSA 40 ML; P0072 – PÍTUSÓSA 720 ML; P0400 – PÍTUSÓSA 4 LÍTRA; P1000 – PÍTUSÓSA 10 LÍTRA; HV0020 – HVÍTLAUKSSÓSA 200 ML; HV0072 – HVÍTLAUKSSÓSA 720 ML; HV0400 – HVÍTLAUKSSÓSA 4 LÍTRA; HV1000 – HVÍTLAUKSSÓSA 10 LÍTRA, S0020 – SINNEPSSÓSA 200 ML; S0072 – SINNEPSSÓSA 720 ML; S0400 – SINNEPSSÓSA 4 LÍTRA; S1000 – SINNEPSSÓSA 10 LÍTRA; G0020 – GRÆNMETISSÓSA 200 ml; G0072 – GRÆNMETISSÓSA 720 ML; G0400 – GRÆNMETISSÓSA 4 LÍTRA; G1000 – GRÆNMETISSÓSA 10 lítra; DH0020 – DIJON-HUNGANGSSÓSA 200 ML; DH0072 – DIJON-HUNANGSSÓSA 720 ML; DH0400 – DIJON-HUNANGSSÓSA 4 LÍTRA; Þ1000 – ÞÚSUNDEYJASÓSA 10 LÍTRA; B0072 – BEIKONSÓSA 720 ML; B0400 – BEIKONSÓSA 720 ML; B1000 – BEIKONSÓSA 10L; GL00170 – GRAFLAXSÓSA 170 ML; GL0400 – GRAFLAXSÓSA 720 ML; GL0400 – GRAFLAXSÓSA 4 LÍTRAR; GL1000 – GRAFLAXSÓSA 10 LÍTRA; T0080 – TÓMATSÓSA808 GROMMM; T0450 – TÓMATSÓSA 4,5 KG; T1150 – TÓMATSÓSA 11,5 KG; PT080 PYLSUTÓMATSÓSA 808 ml; PT450 – PYLSUTÓMATSÓSA 4 LÍTRA; PT1150 – PYLSUTÓMATSÓSA 11 LÍTRA; OHV1000 – hvítlauksolía 10 LÍTRAR; 100 – OLÍA 10 Lítra; OLIA 20L – OLÍA 20 Lítra; KK005 – KFC KOKTEILSÓSA 50 ML; KP0072 – KFC PIPARSÓSA 720 ML; KL0072 – KFC LÉTTMAJONES 720 ML; KC0072 – KFC CIPOTLESÓSA 720 ML; AM-AK1000 – AM KOKTEILSÓSA 10 LÍTRA; AM-PÍTUSÓSA10 – PÍTUSÓSA 10 lítra; AM-AK005 – AM-KOKTEILSÓSA 50 ML; SP0017 – SPÖNSK HVÍTLAUKSSÓSA 170; SP0072 – SPÖNSK HVÍTLAUKSSÓSA 720ml; SP0400 – SPÖNSK HVÍTLAUKSSÓSA 4 LÍTRA; PI0017 – PIPARSÓSA 170 ML; PI0072 – PIPARSÓSA 720 ML; PI0400 – PIPARSÓSA 4 LÍTRA; PR0017 – PIPARRÓTARSÓSA 170 ML; PR072 – PIPARRÓTARSÓSA 720 ML; PR0400 – PIPARRÓTARSÓSA 4L; PR1000 – PIPARRÓTARSÓSA 10L; PSS0400 – SÆTT SINNEP 4 Lítra; MK0020 – MANGÓ KARRYSÓSA 200 ML; MK0072 – MANGÓ KARRYSÓSA 720 ML; MK0400 – MANGÓ KARRYSÓSA 4 LÍTRA; MK1000 – MANGÓ KARRYSÓSA 10 LÍTRA; SM0400 – SÍTRÓNU MAJONES 4 LÍTRA; SM1000 – SÍTRÓNU MAJONES 10 LÍTRA; MÞ0400 – 4 LÍTRA MAJONES ÞYKKT; MÞ1000 – MAJONES 10L ÞYKKT; AK005 – AKTU TAKTU KOKTEILSÓSA; KG00050 – KOKTEILSÓSA GULLNESTI; PK0005 – PYLSUVAGN SELFOSSI KOKTEILSÓSA; BK0005 – Burger Inn Kokteilsósa 50 ml; BH1000 – BURGER INN HAMBORGARASÓSA 10 L; PK0005 – PÍTAN KOKTEILSÓSA 50ML; PS1000 PÍTAN SINNEPSSÓSA 10 LÍTRA; PP1000 – PÍTAN PÍTUSÓSA 10L; PH1000 – PÍTAN HAMBORGARASÓSA 10 L; PN1000 – PÍTAN NAUTASÓSA 10 L; JUMBÓ-CHNTILLI – JUMBÓ-CHONTILLISÓSA; JUMBÓ-GUL LÉTT – JUMBÓ-GUL LÉTT; JUMBÓ-PASTA LÉTTSÓSA – JUMBÓ-PASTA LÉTTSÓSA 60 ML; JUMBÓ-KJÖTLOKUSÓSA – JUMBÓ KJÖTLOKUSÓSA; JUMBÓ-PÍTUSÓSA – JUMBÓ-PÍTUSÓSA; JUMBÓ – JUMBÓ CHILLI-HAMBORGARASÓSA; JUMBÓ-BEIKONSÓSA – JUMBÓ-BEIKONSÓSA; JUMBÓ-REMOLAÐI – JUMBÓ-REMOLAÐI 10 lítrar; SÓMI-HAMBORGARASÓSA – sómi hamborgarasósa 10 LÍTRA; SÓMI-REMOLAÐI – SÓMI-REMOLAÐI 10 LÍTRA; SÓMI-SINNEPSSÓSA – sómi sinnepssósa 10 LÍTRA; SÓMI-PÍTUSÓSA – SÓMI-PÍTUSÓSA 10 LÍTRA; SÓMI-TACO SÓSA – Taco sósa 10 LÍTRA; SÓMI-ÞÚSUNDEYJASÓSA – ÞÚSUNDEYJASÓSA 50 ML; SÓMI-SALATMAJONES – Salat-majones 10 LÍTRA; DL0020 – DÝFA LAUK; RS0400 – RANCH SÓSA 4 lítrar; R1000 REMOLAÐI 10 LÍTRA; ALR0400 – ALLRA REMÚLAÐI 400ML; ALH 0400 – ALLRA HAMBORGARA 400ML; ALK0400 – ALLRA KOKTEIL 400ML; ALP0400 – ALLRA PÍTU 400ML; ALPI0025 – ALLRA PIPAR 250ML; ALHV0025 – ALLRA HVÍTLAUKS 250ML; NINGS – NINGS-SÚRSÆTSÓSA; PSS1000 – SÆTT SINNEP 10 lítra; PS0072 – Pylsusinnep 720; BR0009 – Wilson BRAUÐSTANGASÓSA; M0072 – MAJONES 720 ML; ORA-MP170 – ORA-MAJONES POTTUR; AKR 0072 – AKR GUNNARS REMOLAÐI; NONNI-REMO – NONNI REMOLAÐI; R0005 – REMOLAÐI 50 ML; BE002 – Bearnaisesósa 200ml; TSA002 – Túnfisksalat; RSA002 – Rækjusalat; SSA002 – Skinkusalat; KSA002 – Kjúklingasalat; og ESA002 – Eggjasalat.

(iii)

Allar uppskriftir, formúlur, aðrar heimildir og gögn sem þarf til að framleiða þær vörur sem framleiddar hafa verið undir vörumerkjunum „Gunnars“ og „Gunnars majónes“, í þeirri mynd sem þær eru í dag og í þeirri mynd sem þær hafa verið frá stofnun stefnanda og       

(3) að stefndu Gunnars ehf. og Kleópötru Kristbjörgu Stefánsdóttur verði  in solidum gert að greiða stefnanda kr. 13.720.747, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 22. febrúar 2015 til greiðsludags.

Til vara gerir stefnandi þær dómkröfur

(1)        rift verði með dómi gjafagerningi  stefnanda (þá Gunnars majónes hf.) sem fólst í kaupsamningi hans við stefnda Gunnars ehf., dags. 4. mars 2014, ásamt viðaukum I og II; og

(2)     að stefnda Gunnars ehf. verði þegar í stað, og að viðlögðum dagsektum að mati dómsins frá dómsuppkvaðningardegi og til afhendingardags, gert skylt að skila og afhenda stefnanda, gegn afhendingu stefnanda á skuldabréfi útgefnu af stefnda Gunnars ehf., dags. 4. mars 2014, að fjárhæð kr. 62.500.000, allar eignir, réttindi og verðmæti sem voru andlag kaupsamnings á milli stefnanda og stefnda Gunnars ehf., dags. 4. mars 2014, sem stefndi Gunnars ehf. fékk afhent 5. mars 2014 en tilheyra stefnanda með réttu, þ.m.t. eftirtaldar eignir, réttindi og verðmæti:

(i)       Allar eignir er vörðuðu rekstur Gunnars majónes hf. (nú þrotabú GM framleiðslu ehf.), á kaupsamningsdegi þann 4. mars 2014, s.s. öll tæki og tól, helstu upplýsingar úr tölvukerfi, s.s. sölusaga síðustu ára, skrifstofubúnaður, heimasíða, markaðsefni og símanúmer, þ.m.t. eftirtaldar bifreiðar, tæki, vélar, húsgögn og tól í verksmiðju, þurrlager og vörulager: Subaru Impreza bifreið, árg. 2008, skráningarnr. UJ-K70; Ford Transit bifreið, árg. 2007, skráningarnr. BK-703; Ford Transit bifreið, árg. 2006, skráningarnr. LO-340; Toyota Corolla bifreið, árg. 2010, skráningarnr. SR-D01; Kælivélar merktar Kæliver; Olíutankar og dælur; Vélar – 1990; Vélar – 1991; Vélar –1992; Vélar – 1993; Áfyllingarvél – 1994; Vélar – 1995; Hobart þvottavél – 1997; Gufupottar – 1998; BWL vél – 1998; Plastco merkivél – 1999;  Plastco – 1999; Áfyll.- og átöpp.vél – 2000; Plastco rot. – 2001; Plastco – 2002; Plastco – 2002; Kraftvélar – Toyota PP13 Powered pall – 2005; Lyfta í vinnslusal – 2005; Brettavafningsvél – 2008; Plastco Vacumdæla – 2011; JL4842 Toyota SM 10; JL3288 BV.Vestergaard EHS 10; ZA0076 Eimkatlar, 1. flokkur Metos culinho 120; ZA0077 Eimkatlar, 1. flokkur Metos culinho 80; Stephan hrærivél; Brúsafyllingsvél; Kryddpottur; Majóneshrærivél; Tankar; Plastpökk­unar­vél; 9 stykki skrifborð; 9 stykki skrifborðsstólar; 3 stykki skrifborðskálfar (skúffu­einingar undir skrifborð); 1 stykki tölvuþjónn (e. server) og tölvuskápur; 10 stykki borðtölvur; 13 stykki tölvuskjáir; 7 stykki hillur; fundarborð; 10 stykki rauðir fundarstólar; 1 stykki sófi; 4 stykki leðurstólar; 3 stykki geislaprentarar, þar af 1 stykki sem er ljósritunarvél og skanni; lita bleksprautuprentari; faxtæki; 2 stykki stórir járnskápar; skjalaskápur úr járni með fjórum skúffum; 10 stykki borðsímar; 4 stykki borðreiknivélar; 3 stykki handlyftarar; ýmis handverkfæri; rafmagnshrærari; 2 stykki sósu- og vökvadælur af gerðinni Bredel; 3 rafmagns vigtar; 2 stykki strika­merkjavélar; 5 stykki hjólavagnar; 3 stykki stálvaskar; 10 stykki stálborð bæði föst og á hjólum; lagerhillur á þurrlager, vörulager og í vinnslusal; 30 stykki 170 lítra stáltankar; loftræstiháfur; 15 stykki vörugrindur; 4 stykki stálskápar; frystiskápur; og tauþvottavél.

(ii)     Vörumerkin „Gunnars“ og „Gunnars majónes“, ásamt öllum viðskipta­samböndum og viðskiptavild sem vörumerkjunum tilheyrir, auk allra vöruheita og vörunúmera, þ.m.t.: M0025 – MAJONES 250 ML; M0050 – MAJONES 500 ML; M0100 – MAJONES 1.0 LÍTRI; M0250 – MAJONES 2,5 LÍTRA; M0400 – MAJÓNES 4.LÍTRAR; M1000 – MAJONES 10.LÍTRAR; MP170 – MAJONES POTTUR 170 LTR; R0020 REMOLAÐI 200 ML Dós; RB0020 – REMOLAÐI Í 200ML BRÚSUM; R0040 – REMOLAÐI 400 ML; R0072 – REMOLAÐI 720 ML; R0250 2,5 LÍTRAR REMOLAÐI; R0400 – REMOLAÐI 4.LITRAR; RÞ400 – ÞYKKT REMOLAÐI 4.LÍTRAR, L0025 – LÉTT MAJONES 250 ML; L0050 – LÉTT MAJONES 500 ML; L0400 LÉTT MAJONES 4.LÍTRAR; L1000 – LÉTT MAJONES 10.LITRAR; SA0400 – SALAT MAJONES 4.LITRAR; SA1000 – SALAT MAJONES10 lítra; K0005 – KOKTEILSÓSA 50 ML; K0020 – KOKTEILSÓSA 200 ML; K0040 – KOKTEILSÓSA 400 ML; K0072 – KOKTEILSÓSA 720ml; K0400 – KOKTEILSÓSA 4 LÍTRA; K1000 – KOKTEILSÓSA 10 LÍTRA; H0020 – HAMBORGARA­SÓSA 200ML; H0040 – HAMBORGARASÓSA 400 ML; H0072 – HAMBORGARASÓSA 720 ML; H0400 – HAMBORGARASÓSA 4 LÍTRA; H1000 – HAMBORGARASÓSA 10 LÍTRA; P0020 – PÍTUSÓSA 20 ML; P0040 – PÍTUSÓSA 40 ML; P0072 – PÍTUSÓSA 720 ML; P0400 – PÍTUSÓSA 4 LÍTRA; P1000 – PÍTUSÓSA 10 LÍTRA; HV0020 – HVÍTLAUKSSÓSA 200 ML; HV0072 – HVÍTLAUKSSÓSA 720 ML; HV0400 – HVÍTLAUKSSÓSA 4 LÍTRA; HV1000 – HVÍTLAUKSSÓSA 10 LÍTRA, S0020 – SINNEPSSÓSA 200 ML; S0072 – SINNEPSSÓSA 720 ML; S0400 – SINNEPSSÓSA 4 LÍTRA; S1000 – SINNEPSSÓSA 10 LÍTRA; G0020 – GRÆNMETISSÓSA 200 ml; G0072 – GRÆNMETISSÓSA 720 ML; G0400 – GRÆNMETISSÓSA 4 LÍTRA; G1000 – GRÆNMETISSÓSA 10 lítra; DH0020 – DIJON-HUNGANGSSÓSA 200 ML; DH0072 – DIJON-HUNANGSSÓSA 720 ML; DH0400 – DIJON-HUNANGSSÓSA 4 LÍTRA; Þ1000 – ÞÚSUNDEYJASÓSA 10 LÍTRA; B0072 – BEIKONSÓSA 720 ML; B0400 – BEIKONSÓSA 720 ML; B1000 – BEIKONSÓSA 10L; GL00170 – GRAFLAXSÓSA 170 ML; GL0400 – GRAFLAXSÓSA 720 ML; GL0400 – GRAFLAXSÓSA 4 LÍTRAR; GL1000 – GRAFLAXSÓSA 10 LÍTRA; T0080 – TÓMATSÓSA808 GROMMM; T0450 – TÓMATSÓSA 4,5 KG; T1150 – TÓMATSÓSA 11,5 KG; PT080 PYLSUTÓMATSÓSA 808 ml; PT450 – PYLSUTÓMATSÓSA 4 LÍTRA; PT1150 – PYLSUTÓMATSÓSA 11 LÍTRA; OHV1000 – hvítlauksolía 10 LÍTRAR; 100 – OLÍA 10 Lítra; OLIA 20L – OLÍA 20 Lítra; KK005 – KFC KOKTEILSÓSA 50 ML; KP0072 – KFC PIPARSÓSA 720 ML; KL0072 – KFC LÉTTMAJONES 720 ML; KC0072 – KFC CIPOTLESÓSA 720 ML; AM-AK1000 – AM KOKTEILSÓSA 10 LÍTRA; AM-PÍTUSÓSA10 – PÍTUSÓSA 10 lítra; AM-AK005 – AM-KOKTEILSÓSA 50 ML; SP0017 – SPÖNSK HVÍTLAUKSSÓSA 170; SP0072 – SPÖNSK HVÍTLAUKSSÓSA 720ml; SP0400 – SPÖNSK HVÍTLAUKSSÓSA 4 LÍTRA; PI0017 – PIPARSÓSA 170 ML; PI0072 – PIPARSÓSA 720 ML; PI0400 – PIPARSÓSA 4 LÍTRA; PR0017 – PIPARRÓTARSÓSA 170 ML; PR072 – PIPARRÓTARSÓSA 720 ML; PR0400 – PIPARRÓTARSÓSA 4L; PR1000 – PIPARRÓTARSÓSA 10L; PSS0400 – SÆTT SINNEP 4 Lítra; MK0020 – MANGÓ KARRYSÓSA 200 ML; MK0072 – MANGÓ KARRYSÓSA 720 ML; MK0400 – MANGÓ KARRYSÓSA 4 LÍTRA; MK1000 – MANGÓ KARRYSÓSA 10 LÍTRA; SM0400 – SÍTRÓNU MAJONES 4 LÍTRA; SM1000 – SÍTRÓNU MAJONES 10 LÍTRA; MÞ0400 – 4 LÍTRA MAJONES ÞYKKT; MÞ1000 – MAJONES 10L ÞYKKT; AK005 – AKTU TAKTU KOKTEILSÓSA; KG00050 – KOKTEILSÓSA GULLNESTI; PK0005 – PYLSUVAGN SELFOSSI KOKTEILSÓSA; BK0005 – Burger Inn Kokteilsósa 50 ml; BH1000 – BURGER INN HAMBORGARASÓSA 10 L; PK0005 – PÍTAN KOKTEILSÓSA 50ML; PS1000 PÍTAN SINNEPSSÓSA 10 LÍTRA; PP1000 – PÍTAN PÍTUSÓSA 10L; PH1000 – PÍTAN HAMBORGARASÓSA 10 L; PN1000 – PÍTAN NAUTASÓSA 10 L; JUMBÓ-CHNTILLI – JUMBÓ-CHONTILLISÓSA; JUMBÓ-GUL LÉTT – JUMBÓ-GUL LÉTT; JUMBÓ-PASTA LÉTTSÓSA – JUMBÓ-PASTA LÉTTSÓSA 60 ML; JUMBÓ-KJÖTLOKUSÓSA – JUMBÓ KJÖTLOKUSÓSA; JUMBÓ-PÍTUSÓSA – JUMBÓ-PÍTUSÓSA; JUMBÓ – JUMBÓ CHILLI-HAMBORGARASÓSA; JUMBÓ-BEIKONSÓSA – JUMBÓ-BEIKONSÓSA; JUMBÓ-REMOLAÐI – JUMBÓ-REMOLAÐI 10 lítrar; SÓMI-HAMBORGARASÓSA – sómi hamborgarasósa 10 LÍTRA; SÓMI-REMOLAÐI – SÓMI-REMOLAÐI 10 LÍTRA; SÓMI-SINNEPSSÓSA – sómi sinnepssósa 10 LÍTRA; SÓMI-PÍTUSÓSA – SÓMI-PÍTUSÓSA 10 LÍTRA; SÓMI-TACO SÓSA – Taco sósa 10 LÍTRA; SÓMI-ÞÚSUNDEYJASÓSA – ÞÚSUNDEYJASÓSA 50 ML; SÓMI-SALATMAJONES – Salat-majones 10 LÍTRA; DL0020 – DÝFA LAUK; RS0400 – RANCH SÓSA 4 lítrar; R1000 REMOLAÐI 10 LÍTRA; ALR0400 – ALLRA REMÚLAÐI 400ML; ALH 0400 – ALLRA HAMBORGARA 400ML; ALK0400 – ALLRA KOKTEIL 400ML; ALP0400 – ALLRA PÍTU 400ML; ALPI0025 – ALLRA PIPAR 250ML; ALHV0025 – ALLRA HVÍTLAUKS 250ML; NINGS – NINGS-SÚRSÆTSÓSA; PSS1000 – SÆTT SINNEP 10 lítra; PS0072 – Pylsusinnep 720; BR0009 – Wilson BRAUÐSTANGASÓSA; M0072 – MAJONES 720 ML; ORA-MP170 – ORA-MAJONES POTTUR; AKR 0072 – AKR GUNNARS REMOLAÐI; NONNI-REMO – NONNI REMOLAÐI; R0005 – REMOLAÐI 50 ML; BE002 – Bearnaisesósa 200ml; TSA002 – Túnfisksalat; RSA002 – Rækjusalat; SSA002 – Skinkusalat; KSA002 – Kjúklingasalat; og ESA002 – Eggjasalat.

(iii)   Allar uppskriftir, formúlur, aðrar heimildir og gögn sem þarf til að framleiða þær vörur sem framleiddar hafa verið undir vörumerkjunum „Gunnars“ og „Gunnars majónes“, í þeirri mynd sem þær eru í dag og í þeirri mynd sem þær hafa verið frá stofnun stefnanda og

(3)     að stefndu Gunnars ehf. og Kleópötru Kristbjörgu Stefánsdóttur verði  in solidum gert að greiða stefnanda kr. 13.720.747, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 22. febrúar 2015 til greiðsludags.                     

Til þrautavara:

(1)     að rift verði með dómi gjafagerningi stefnanda (þá Gunnars majónes hf.) sem fólst í kaupsamningi félagsins við stefnda Gunnars ehf., dags. 4. mars 2014, ásamt viðaukum I og II; og

(2)     að stefndu Gunnars ehf. og Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir verði dæmd in solidum til að greiða stefnanda kr. 173.720.747 ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 160.000.000 frá 5. mars 2014 til 25. júlí 2014, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 160.000.000 frá 25. júlí 2014 til 22. febrúar 2015, en af kr. 173.720.747 frá þeim degi til greiðsludags.

Í öllum tilvikum er þess krafist að stefndu Gunnars ehf. og Kleópatra K. Stefánsdóttir verði dæmd in solidum til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu.   

Stefndu gera aðallega þær dómkröfur að máli þessu verði vísað frá dómi. Til vara krefjast stefndu sýknu af öllum kröfum stefnanda og til þrautavara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Auk þess krefjast stefndu málskostnaðar í öllum tilvikum.

Var krafa stefndu um frávísun málsins frá dómi tekin til úrskurðar að málflutningi loknum þann 5. nóvember sl.

I.

Málavextir eru þeir að nafni félags, sem áður hét Gunnars majónes hf., var breytt í GM framleiðsla ehf. Var Gunnars majónes hf. stofnað árið 1960 af Gunnari Jónssyni sem átti og rak félagið þar til eiginkona hans og tvær dætur hans tóku við rekstri og eignarhaldi eftir andlát Gunnars á árinu 1998. Með tilkynningu til fyrirtækjaskrár 23. apríl 2014 var tilkynnt um breytt nafn félagsins í GM framleiðslu ehf. Í mars 2014 hallaði fjárhagslega undan Gunnars majónesi hf. og var staðan orðin mjög slæm. Á stjórnarfundi félagsins 4. mars 2014 var ákveðið að selja allar eignir, réttindi og verðmæti félagsins til framkvæmdastjóra félagsins, stefndu Kleópötru Kristbjargar, en drög að kaupsamningi munu hafa legið fyrir á fundinum.

 Stefndi Gunnars ehf. var stofnað 25. febrúar 2014 og var stefnda Kleópatra skrifuð fyrir öllu hlutafé og var einnig stjórnarformaður félagsins. Var tilgangur Gunnars ehf. sá sami og Gunnars majónes hf. Var stefnda Kleópatra jafnframt framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í Gunnars majónesi hf. á sama tíma.

4. mars 2014 gerðu Gunnars majónes hf. og stefndi Gunnars ehf. með sér kaupsamning þannig að stefndi Gunnars ehf. keypti rekstur og eignir Gunnars majónes hf. Voru allar eignir Gunnars majónes hf. er varðaði rekstur fyrirtækisins, s.s. öll tæki og tól, helstu upplýsingar úr tölvukerfi, s.s. sölusaga síðustu ára, skrifstofubúnaður, heimasíða, markaðsefni, símanúmer og fleira, allt í eigu seljanda selt stefnda Gunnars ehf. Er nánar talið upp í stefnu og kaupsamningi á milli aðila þau tæki og hlunnindi sem fylgdu sölunni. Samkvæmt 3. gr. kaupsamningsins var umsamið kaupverð 62.500.000 krónur sem var greitt með útgáfu skuldabréfs með 7,25% ársvöxtum til tíu ára með mánaðarlegum afborgunum höfuðstóls og vaxta og var fyrsta afborgunin ári eftir gerð kaupsamningsins eða 4. mars 2015. Fyrsta greiðsla vaxta átti að vera 4. september 2015. Í 8. gr. kaupsamningsins segir að aðilar séu sammála um að komi til ágreinings þeirra í milli í tengslum við framkvæmd og túlkun þessa kaupsamnings skuli þeir eftir fremsta megni og í góðri trú leitast við að jafna allan ágreining með samkomulagi sín á milli. Nái aðilar ekki samkomulagi innan 30 daga frá því að ágreiningur kemur upp skuli hvorum aðila heimilt að hefja gerðarmeðferð í samræmi við ákvæði þessarar greinar. Í 2. mgr. 8. gr. segir að öllum ágreiningsefnum sem kunni að rísa vegna eða í tengslum við þennan kaupsamning, túlkun hans eða framkvæmd skuli skotið til endanlegrar úrlausnar Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands. Gerðardómurinn skuli skipaður einum gerðarmanni tilnefndum sameiginlega af aðilum samnings þessa. Verði aðilar ekki sammála um tilnefningu gerðarmanns innan 15 daga frá því að krafa um gerðarmeðferð kom fram skuli stjórn Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands tilnefna gerðarmann og sé sú tilnefning bindandi fyrir aðila samningsins. Í 3. mgr. segir að ákvæði þetta ásamt reglum Gerðardóms, Viðskiptaráðs Íslands, eins og þær kunni að vera á hverjum tíma, teljist gerðarsamningur milli aðila samnings þessa. öðru leyti gildi lög nr. 53/1989 um störf gerðardómsins.

Bú Gunnars majónes hf. var úrskurðað gjaldþrota 12. júní 2014. Innköllun birtist fyrst í Lögbirtingablaði 23. júní 2014 og rann kröfulýsingarfrestur út 23. ágúst s.á. Voru lýstar kröfur í búið 183.086.418 krónur.

II.

Stefndu byggja frávísunarkröfu sína í fyrsta lagi á því að sakarefni málsins sé undanskilið lögsögu almennra dómstóla. Á því sé byggt að 8. gr. kaupsamnings aðila, dags. 4. mars 2014, valdi því að almennir dómstólar hafi ekki lögsögu til að leysa úr ágreiningi er varði efni kaupsamningsins. Í ákvæði 8. gr. samningsins komi fram að öllum ágreiningsmálum sem kunni að rísa vegna eða í tengslum við kaupsamninginn, túlkun hans eða framkvæmd skuli skotið til endanlegrar úrlausnar Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands. Aðilar hafi verið bærir til að gera þennan samning og taki þrotabúið við þeim samningum og skuldbindingum sem voru í gildi á þeim tíma er félagið fór í gjaldþrot. Ekki sé um svokallað heimildarákvæði að ræða í samningnum heldur skyldu samningsaðila. Beri því að vísa málinu frá dómi.

Þá byggja stefndu á því að stefnandi krefjist þess aðallega að viðurkennt verði með dómi að umræddur kaupsamningur hafi verið og sé óskuldbindandi fyrir stefnanda. Byggi stefnandi dómkröfu sína á þeirri málsástæðu að samningurinn hafi aldrei öðlast gildi í samræmi við ófrávíkjanleg gildistökuskilyrði samningsins og vísi stefnandi þar til 9. gr. kaupsamningsins. Ágreining um gildi samningsins beri að bera undir gerðardóm en ekki fyrst undir almenna dómstóla. Almennir dómstólar skv. lögum um dómstóla nr. 15/1998 hafi ekki lögsögu til að dæma um sakarefni málsins, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og 2. gr. laga nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma. Ber því að vísa málinu í heild sinni frá dómi.

Stefndu kveða að stefnandi byggi á því að kaupsamningurinn hafi aldrei öðlast gildi, m.a. þar sem hann hafi ekki verið samþykktur á hluthafafundi, sbr. 95. gr. a laga nr. 2/1995. Mótmæla stefndu þessari málsástæðu. Kveða þeir 95. gr. a hlutafélagalaga ekki eiga við í þessu tilviki, enda sé tæmandi talið í hvaða tilvikum samningar teljist ógildir og eigi þau tilvik ekki við í þessu máli, Gunnars ehf. teljist ekki nákominn í skilningi laganna. Því hafi ekki þurft samþykki hluthafafundar við þessa sölu. Kaupsamningurinn sé því gildur og ágreining um hann skuli bera undir gerðardóm. Því beri að vísa máli þessu frá dómi.

Í öðru lagi byggja stefndu á því að málatilbúnaður stefnanda í stefnu uppfylli ekki skilyrði e-liðar 1. mgr. 80. gr. einkamálalaga um skýrleika. Í ákvæðinu segi að í stefnu skuli greina svo glöggt sem verða megi málsástæður sem stefnandi byggi málsókn sína á, svo og önnur atvik sem þurfi að greina til þess að samhengi málsástæðna verði ljóst, en þessi lýsing skuli vera gagnorð og svo skýr að ekki fari á milli mála hvert sakarefnið sé. Í stefnu málsins, sem sé 43 blaðsíður að lengd, sé fjallað um málsástæður á 27 þéttskrifuðum blaðsíðum sem séu margkaflaskiptar. Þá séu dómkröfur stefnanda taldar upp á sjö blaðsíðum. Þessi umfjöllun stefnanda og uppsetning geri það að verkum að stefndu eigi erfitt með að greina á milli málsástæðna og annarra atvika. Þá sé málatilbúnaður stefnanda í heild sinni skriflegur málflutningur sem sé í andstöðu við kröfuna um skírleika.

Í aðalkröfu stefnanda (1) sé krafist viðurkenningar á því að kaupsamningurinn hafi verið og sé óskuldbindandi fyrir stefnanda. Ekki verði annað ráðið af stefnu en að kröfugerðinni sé beint sameiginlega að báðum stefndu í málinu án þess þó að stefnda Kleópatra sé aðili samningsins. Þá sé ekkert fjallað um aðildina í stefnu né grein gerð fyrir henni. Því sé útilokað að sjá með hvaða hætti báðir stefndu eigi að þola ólíkar dómkröfur stefnanda. Stefnda Kleópatra sé framkvæmdastjóri stefnda Gunnars ehf. og fyrrverandi framkvæmdastjóri stefnanda. Stefnda Kleópatra hafi ekki setið fundi stjórnar félagsins né skrifað undir kaupsamninginn fyrir hönd stefnanda. Hún hafi hins vegar undirritað kaupsamninginn fyrir hönd stefnda Gunnars ehf. Skilyrði samaðildar skv. 18. gr. einkamálalaga séu ekki uppfyllt í málinu og þá sé ekki einu orði vikið að aðild málsins í stefnu eða önnur grein gerð fyrir henni. Útilokað er að sjá með hvaða hætti stefndu eiga að geta þolað sameiginlega ólíkar dómkröfur stefnanda.

Stefndu gera athugasemdir við að stefnandi hafi lagt fram einhliða yfirlýsingu um að fallið sé frá hluta aðalkröfu (2)b og engin gögn því til stuðnings. Stefndu gera athugasemdir við dómkröfu (2)b-iii í varakröfu en þar sé krafist afhendingar á uppskriftum, formúlum, heimildum og gögnum sem þurfi til að framleiða þær vörur sem framleiddar hafi verið undir vörumerkjunum „Gunnars“ og „Gunnars majónes“, í þeirri mynd sem þær séu í dag og í þeirri mynd sem þær hafa verið frá stofnun stefnanda. Ekki hafi verið sýnt fram á á hvaða grundvelli stefnandi geti átt slíka kröfu í dag.

Stefndu gera athugasemdir við kröfu (3) í aðalkröfu, varakröfu og þrautavarakröfu. Ómögulegt sé að taka til varna vegna þessarar kröfu. Stefnandi hafi væntanlega greitt einhverja reikninga sem hafi tilheyrt stefnda Gunnars ehf. Ljóst sé að Kleópatra hafi ekki gert það sjálf. Þá geti Kleópatra ekki verið ábyrg in solidum með Gunnars ehf.  Það sé ekki rökstutt hvernig Kleópatra geti verið ábyrg fyrir þessum greiðslum. Varðandi þrautavarakröfuna þá sé það eina krafan þar sem stefndu séu krafin „in solidum“ um greiðslu. Enginn rökstuðningur er fyrir því hvers vegna þau séu krafin „in solidum“. Eingöngu séu hugleiðingar í stefnu um hugsanlegar gerðir stefndu Kleópötru. Hvergi sé skýrt út í stefnu hvers vegna þessir tveir aðilar geti verið samábyrgir fyrir kröfum stefnanda.

III.

Stefnandi krefst þess að frávísunarkröfu stefndu verði hafnað auk þess sem hann krefst málskostnaðar úr hendi stefndu þegar efnisdómur liggur fyrir. Stefndu byggja á því að ágreiningur aðila eigi heima hjá gerðardómi og sé undanskilinn lögsögu almennra dómstóla. Þessu mótmælir stefnandi. Stefnandi byggir í fyrsta lagi á því að enginn gildur gerðarsamningur liggi fyrir. Í öðrum lagi byggir hann á því  að sakarefni þessa máls séu ekki gerðartæk og í þriðja lagi byggir hann á því að lög nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti geri ráð fyrir því að mál séu rekin fyrir almennum dómstólum og því komi ekki til álita að reka slík mál fyrir gerðardómi. Segir stefnandi að umþrættur kaupsamningur sé ógildur og óskuldbindandi fyrir stefnanda, enda liggi fyrir að ófrávíkjanlegar reglur hlutafélaga 2/1995 hafi verið virtar að vettugi. Kaupsamningurinn hafi ekki verið borinn undir ákvörðun hluthafafundar og komi berum orðum fram í 95. gr. a laganna að samningar sem séu gerðir í andstöðu við félagið bindi félagið ekki. Þá bendir stefnandi á ákvæði 2. gr. laga nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma. Það segi að aðeins skuli vísa máli í gerðardóm samkvæmt gildum gerðarsamningi. Í þessu máli sé ekki til að dreifa gildum gerðarsamningi. Því verði að skera úr um það í máli þessu hvort umþrættur kaupsamningur sé gildur áður en máli sé vísað frá. Gerðarsamningurinn hafi því aldrei öðlast réttaráhrif. Því verði að hafna kröfu stefndu á þessum forsendum. Þá telur stefnandi að sakarefnið sé ekki gerðartækt.

                 

IV.

Stefndu krefjast frávísunar málsins í heild. Stefnandi mótmælir öllum kröfum stefndu.

Í fyrsta lagi er byggt því að kaupsamning frá 4. mars 2014 á milli Gunnars majónes hf., nú GM framleiðsla hf., og Gunnars ehf. beri að leggja fyrir gerðardóm samkvæmt 8. gr. kaupsamningsins, sbr. 2. gr. laga nr. 53/1989. Í 12. gr. laga nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma segir að gerðardóm megi ógilda að nokkru leyti eða öllu með málsókn í héraði ef: 1. gerðarsamningur var ógildur, 2. ef gerðarmenn voru vanhæfir, 3. ef málsmeðferð var áfátt í verulegum atriðum, 4. ef gerðarmenn hafa farið út fyrir valdsvið sitt, 5. ef gerðardómur er ekki í lögmætu formi og 6. ef gerðardómur er bersýnilega reistur á ólögmætum sjónarmiðum eða fer í bága við allsherjarreglu. Í 2. gr. sömu laga segir að hafi mál verið höfðað fyrir almennum dómstólum um ágreiningsefni sem eigi undir gerðardóm samkvæmt gildum gerðarsamningi skuli ekki vísa því frá dómi nema krafa komi fram um það. Í máli þessu er þess krafist að málinu verði vísað frá dómi m.a. vegna þessarar ástæðu.

                Ljóst er að aðilar kaupsamningsins voru bærir til að gera hann þegar hann var undirritaður 4. mars 2014 og báðir aðilar bundnir af ákvæðum hans. Kaupsamningurinn heldur því gildi sínu sem slíkur verði hann ekki ógiltur eða talinn ógildum af þar til bærum dómstól.

Gunnars majónes hf. var úrskurðað gjaldþrota með úrskurði uppkveðnum 12. júní 2014. Var skipaður skiptastjóri sem þá tók við rekstri búsins. Í 72. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti segir að þegar héraðsdómari kveður upp úrskurð um að bú skuldara sé tekið til gjaldþrotaskipta taki þrotabú skuldarans við fjárhagslegum réttindum sem hann átti eða naut við uppkvaðningu úrskurðarins, nema annað leiði af réttarreglum, eðli réttindanna eða löggerningi sem verði ekki hnekkt vegna gjaldþrotaskiptanna. Við uppkvaðningu úrskurðar verður til sjálfstæð persóna að lögum, þrotabú sem tekur við réttindum og skyldum þrotamanns og lýtur stjórn skiptastjóra með þátttöku kröfuhafa. Í 73. gr. sömu laga segir m.a. að á meðan á gjaldþrotaskiptum standi eignist þrotabúið þau fjárhagslegu réttindi sem hefðu ella fallið til þrotamannsins, enda hefðu þau ekki verið undanþegin skv. 1. mgr. 72. gr. Í 74. gr. segir að við uppkvaðningu úrskurðar héraðsdómara um að bú sé tekið til gjaldþrotaskipta missi þrotamaður rétt til að ráða yfir réttindum, sem falli til þrotabúsins eftir 72. og 73. gr. og þýðingu hafi gagnvart því. Í 1. mgr. 91. gr. sömu laga segir að þrotabúi sé heimilt að taka við réttindum og skyldum þrotamannsins eftir gagnkvæmum samningi. Að framangreindu sögðu liggur fyrir að við uppkvaðningu úrskurðar um að bú stefnanda var tekið til gjaldþrotaskipta varð til lögaðili sem fer með réttindi og skyldur þrotabúsins eftir atvikum. Í þessu tilviki sem hér um ræðir snýr ágreiningur aðila um það hvort héraðsdómur sé bær um að dæma um efni samnings aðila þar sem bera hefði hann undir gerðardóm, sbr. samningsákvæði seljanda og kaupanda, áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Í 2. mgr. 1. gr. laga nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma segir að aðilar geti með samningi ákveðið að leggja réttarágreining sín á milli í gerð ef þeir hafa forræði á sakarefninu. Eins og málum er háttað hér hefur annar samningsaðilinn, Gunnars majónes hf., nú GM framleiðsla hf., tekið við forræði á sakarefninu, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna, og uppfyllir því skilyrði 2. mgr. 1. gr. laga nr. 53/1989. Af því leiðir að stefnandi hefur nú sömu réttindi og sömu skyldur og GM framleiðsla hf., hafði áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta nema annað leiði af lögum. Því er stefnandi bundinn öllum þeim ákvæðum sem í kaupsamningi aðila er, að engri grein samningsins undanskilinni. Með vísan til þess sem að ofan er rakið, kröfu stefndu og 2. gr. laga nr. 53/1989 ber að vísa máli þessu frá dómi. 

                Stefndu byggja frávísunarkröfu sína einnig á því að stefna uppfylli ekki kröfuna um skýran og glöggan málatilbúnað, sbr. e-lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Ekki sé skýrt frá í stefnu hver málsgrundvöllur stefnanda sé og því sé stefndu ómögulegt að taka til varna. Stefndu þurfi að giska á varnir sínar í greinargerð. Slíkur málatilbúnaður sé ótækur. Þá séu framlögð gögn ófullnægjandi og komi niður á vörnum stefndu.

Stefnandi kveður öll skilyrði réttarfars vera uppfyllt svo leggja megi dóm á kröfuna. Sé eitthvað óskýrt fyrir stefndu megi bæta úr því við efnismeðferð málsins.

Stefndu vísa aðallega til e- og g-liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Í e-lið segir að koma eigi fram í stefnu málsástæður, sem stefnandi byggi málsókn sína á, svo og önnur atvik sem þurfi að greina til þess að samhengi málsástæðna verði ljóst, en þessi lýsing skuli vera gagnorð og svo skýr, að ekki fari milli mála hvert sakarefnið er. Í aðalkröfu stefnanda (1) sé krafist viðurkenningar á því að kaupsamningurinn hafi verið og sé óskuldbindandi fyrir stefnanda. Ekki verði annað ráðið af stefnu en að kröfugerðinni sé beint sameiginlega að báðum stefndu í málinu án þess þó að stefnda Kleópatra sé aðili samningsins eða skilgreint nánar hvort þeirri kröfu sé beint að henni eða ekki. Um samaðildina sé eingöngu vísað til 1. mgr. 19. gr. einkamálalaga en engar frekari útskýringar á aðildinni. Skilyrði samaðildar skv. 18. gr. einkamálalaga séu ekki uppfyllt í málinu og þá sé ekki einu orði vikið að aðild málsins í stefnu eða önnur grein gerð fyrir henni. Útilokað sé að sjá með hvaða hætti stefndu eigi að geta þolað sameiginlega ólíkar dómkröfur stefnanda. Þá sé stefnan svo löng eða 43 blaðsíður og sé málavöxtum og málsástæðum þar blandað svo saman að erfitt sé að greina á milli.

Eins og rakið er að ofan er stefna í máli þessu 43 blaðsíður. Dómkröfur eru níu blaðsíður, málavextir raktir á fjórum og hálfri blaðsíðu og málsástæður á tuttugu og hálfri blaðsíðu. Verður tekið undir það með stefndu að málavextir og málsástæður í stefnu séu þannig úr garði gerð að það jaðrar við skriflegan málflutning. Fer það í bága við e-lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Þrátt fyrir það telur dómurinn að það eitt og sér valdi ekki frávísun málsins frá dómi.

Þar sem aðalkrafa stefndu um frávísun málsins frá dómi er tekin til greina er ekki ástæða til að leysa úr öðrum kröfum þeirra. Þá varða allar dómkröfu stefnanda efni og efndir kaupsamningsins frá 4. mars 2014 ber að vísa málinu í heild sinni frá dómi.

Að þessum niðurstöðum fengnum verður stefnandi dæmdur til að greiða stefndu málskostnað sem er hæfilega ákveðinn 500.000 krónur til handa hvorum stefnda. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts.

                Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp þennan úrskurð.

ú r s k u r ð a r o r ð :

Máli þessu er vísað frá dómi.

Stefnandi, þrotabú GM framleiðslu hf., greiði hvorum stefndu 500.000 krónur í málskostnað.