Hæstiréttur íslands

Mál nr. 177/2009


Lykilorð

  • Umferðarlagabrot
  • Ölvunarakstur
  • Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna
  • Akstur án ökuréttar
  • Vanaafbrotamaður


                                                        

Fimmtudaginn 18. mars 2010.

Nr. 177/2009.

Ákæruvaldið

(Hulda Elsa Björgvinsdóttir

 settur saksóknari)

gegn

Hirti Þórarni Sigurðssyni

(Kristján Stefánsson hrl.)

Umferðalagabrot. Ölvunarakstur. Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Akstur án ökuréttar. Vanaafbrotamaður.

H var gefið að sök að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis, óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna og sviptur ökuréttindum. Hann var í héraði dæmdur í 20 mánaða fangelsi og var sú refsing staðfest í Hæstarétti. Við ákvörðun refsingarinnar var höfð hliðsjón af töfum á málinu, sakaferli H, þess að áfengismagn í blóði hans var verulegt og að um hættubrot var að ræða, sem ákærði virtist leggja í vana sinn að fremja, en einnig til þess að með brotinu rauf H skilorð reynslulausnar á 295 dögum sem dæmd var með, sbr. 72. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 65. gr. laga nr. 49/2005.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson.

Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 31. mars 2009 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Af hálfu ákæruvalds er krafist staðfestingar hins áfrýjaða dóms.

Ákærði krefst aðallega sýknu, en til vara að refsing verði milduð.

Með vísan til forsendna héraðsdóms verður sakfelling ákærða staðfest.

Ákærði á að baki samfelldan brotaferil frá árinu 1983. Hann hefur hlotið 25 refsidóma fyrir nytjastuld, þjófnað, líkamsárás, brot gegn valdstjórninni, fjársvik, tilraun til ráns, tékkalagabrot og ýmis umferðalagabrot, þar af 23 sinnum fyrir ölvun við akstur og 22 sinnum fyrir akstur sviptur ökurétti eða án ökuréttar. Eftir að hinn áfrýjaði dómur gekk hefur hann tvisvar verið dæmdur til refsingar. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 14. október 2009 var hann sakfelldur fyrir þjófnað og dæmd refsing 45 daga fangelsi og með dómi Héraðsdóms Suðurlands 3. febrúar 2010 var honum dæmdur hegningarauki 18 mánaða fangelsisrefsing fyrir ölvunarakstur og akstur sviptur ökurétti auk þess sem ævilöng svipting ökuréttar var ítrekuð.

Nokkrar tafir hafa orðið á meðferð málsins og hafa ekki verið gefnar viðhlítandi skýringar á þeim að öllu leyti. Við ákvörðun refsingar verður litið til þessa, sakaferils ákærða, þess að áfengismagn í blóði hans var verulegt og að akstur í slíku ástandi er hættubrot, auk þess sem hann var óhæfur til þess að stjórna ökutæki örugglega vegna neyslu fíkniefna. Ákærði verður að teljast vanaafbrotamaður að því er lýtur að ölvunarakstri og akstri sviptur ökurétti. Þegar allt þetta er virt sem og að dæmd er með reynslulausn á 295 dögum, en með háttsemi sinni rauf hann skilorð hennar, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin í hinum áfrýjaða dómi, sbr. 72. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 65. gr. laga nr. 49/2005 um fullnustu refsinga, og verður hún staðfest.

Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað verður staðfest. Ákærði greiði sakarkostnað fyrir Hæstarétti eins og nánar greinir í dómsorði.

Dómsorð:

Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.

Ákærði, Hjörtur Þórarinn Sigurðsson, greiði allan sakarkostnað fyrir Hæstarétti samtals 199.954 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 188.250 krónur.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2008.

Málið er höfðað með ákæru útgefinni 21. október 2008 á hendur:

,,Hirti Þórarni Sigurðssyni kt. [...],

Eyjabakka 15, Reykjavík,

fyrir umferðarlagabrot, með því hafa ekið bifreiðinni TJ-035, mánudaginn 7. apríl 2008, undir áhrifum áfengis (vínandamagn í blóði 2,50‰), óhæfur um stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna og sviptur ökuréttindum, austur Hringbraut í Reykjavík og með því hafa ekið bifreiðinni svo óvarlega henni var ekið aftan á bifreiðina SZ-590, sem var kyrrstæð á gatnamótum Hringbrautar og Vatnsmýrarvegar.

Þetta telst varða við 1. mgr. 4. gr., 1. mgr., sbr. 3. mgr., 45. gr., 1. og 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 1. gr. laga nr. 48/1997 og 5. gr. laga nr. 66/2006.

Þess er krafist ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/2006.“

Verjandi ákærða krefst aðallega sýknu en til vægustu refsingar sem lög leyfa. Þess er krafist sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun, verði greidd úr ríkissjóði mati dómsins.

Samkvæmt frumskýrslu lögreglunnar var lögreglan kvödd á vettvang kl. 15.44 hinn 7. apríl 2008. Segir í skýrslunni ákærði og Hildur Fríða Þórhallsdóttir hafi bæði verið handtekin og færð á lögreglustöð. Á vettvangi lýsti Arna Haraldsdóttir, ökumaður bifreiðarinnar SZ-590, því ákærði hefði verið ökumaður bifreiðarinnar TJ-035. Ákærði hefði sagst hafa verið farþegi í bifreiðinni sem Hildur Fríða ók.

verður rakinn framburður ákærða fyrir dómi og hjá lögreglu og vitnisburður.

         Ákærði neitar sök. Hann kvað Hildi Fríðu Þórhallsdóttur hafa verið ökumann bifreiðarinnar á þeim tíma sem hér um ræðir en hann hefði setið í farþegasæti við hlið hennar.

         Tekin var skýrsla af ákærða hjá lögreglunni 8. apríl 2008. Þar var honum gefinn kostur á tjá sig sjálfstætt um sakarefnið. Þá kvaðst hann hafa ekið bifreiðinni TJ-035 sem var ekið aftan á bifreiðina SZ-590 og hann hefði drukkið áfengi fyrir aksturinn. Hann hefði verið koma frá Skúlagötu og á leið í Kringluna. Hann kvaðst hafa verið sviptur ökurétti.

         Fyrir dómi var ákærði spurður um skýringar á breyttum framburði eins og rakið hefur verið. Hvað hann ástæðu framburðar síns þann hann hefði sagst hafa verið ökumaður til koma skráðum eigendum bifreiðarinnar ekki í vanda. Hann hefði ekki verið búinn skrá bifreiðina á nafn sitt á þessum tíma. Þá hefði hann vitað Hildur Fríða hefði ekki verið borgunarmaður tjóns sem varð.

         Vitnið Arna Haraldsdóttir var ökumaður bifreiðarinnar SZ-590 á þeim tíma sem hér um ræðir. Hún lýsti því er ekið var aftan á bifreið hennar. Tvennt var í bílnum sem ók á hana. Hún kvað ákærða hafa verið ökumann. Hann var kominn út úr bíl sínum strax og hefði staðið þar er Arna kom út úr bíl sínum sem hún gerði strax eftir áreksturinn. Kona hefði verið með ákærða í för og setið í farþegasæti við hlið ökumanns. Hún hefði ekki verið viðræðuhæf. Hún hafi öskrað og látið illum látum.

Vitnið Hildur Fríða Þórhallsdóttir kvaðst muna þennan atburð illa. Hún kvað sig gruna að hún hefði verið ökumaður, en hún myndi þetta ekki. Í skýrslutöku hjá lögreglunni bar hún um það aðspurð hvort hún hafi ekið bifreiðinni að hún vssi það ekki. Þá var hún spurð hver hefði verið ökumaður ef hún var það ekki. Hún kvað það hljóta að vera ákærða. Er Hildur var nánar spurð um þetta fyrir dóminum og atburðinn sem hér um ræðir kom berlega fram hjá henni að hún man ekki eftir þessu sökum ölvunar að sögn. Hún mundi ekki hversu margir voru í bifreiðinni á þessum tíma. Vitnisburður Hildar Fríðu er mjög ótraustur og að engu hafandi.

         Vitnið Rafn Hilmar Guðmundsson lögreglumaður lýsti því er hann fór á vettvang á þeim tíma sem hér um ræðir. Allir hefðu verið fyrir utan bílana er hann kom á vettvang. Hann kvaðst hafa spurt hver hefði ekið bifreiðinni TJ-035 og hann minnti Hildur Fríða hafi sagst hafa ekið. Við nánari athugun féll grunur á ákærða. Leiddi þetta til þess þau Hildur Fríða voru handtekin og færð á lögreglustöð, en þau voru sýnilega bæði í annarlegu ástandi sögn Rafns Hilmars.

         Jóhann Björn Skúlason lögreglumaður lýsti aðkomu sinni á vettvang. Hann flutti Hildi Fríðu á lögreglustöðina en kom ekki rannsókn málsins og kvaðst ekkert geta borið um sakarefnið.

Niðurstaða

         Ákærði játaði ölvunarakstur og akstur sviptur ökurétti er hann gaf skýrslu hjá lögreglunni 8. apríl 2008. Framburður ákærða fyrir dómi er mjög ótrúverðugur og einnig skýringar á breyttum framburði. Það er mat dómsins ekki byggjandi á vitnisburði Hildar Fríðu Þórhallsdóttur sem alls ekki man atburði. Dómurinn telur sannað með vitnisburði Örnu Haraldsdóttur og með játningu ákærða hjá lögreglu, en gegn neitun hans fyrir dómi, hann hafi gerst sekur um háttsemi þá sem í ákæru greinir og eru brotin rétt færð til refsiákvæða í ákærunni en við rannsókn blóðsýnis úr ákærða eftir aksturinn mældist alkóhólmagn eins og lýst er í ákærunni. Í þvagsýni ákærða mældist amfetamín og varðar háttsemi við 45. gr. a umfl., eins og lýst er ákærunni. Rétt hefði verið geta efnistegundarinnar og mælds efnismagn í ákærunni. Þetta kemur hins vegar skýrlega fram í gögnum málsins og varðar þessi háttsemi lagagreinina sem lýst er í ákærunni.

         Ákærði á baki óslitinn sakaferil frá árinu 1983. Hann hefur síðan hlotið 28 refsidóma, þar af eru 3 dómar Hæstaréttar. Í hinum síðasta þeirra segir ákærði hafi 22 sinnum verið dæmdur fyrir ölvunarakstur og 21 sinni fyrir akstur sviptur ökurétti. Ítrekunarsamband er á milli brotanna. Auk dóma fyrir umferðarlagabrot hefur ákærði hlotið dóma fyrir nytjastuld, brot gegn valdstjórninni, þjófnaði, líkamsárásir, fíkniefnabrot, fjársvik, tékkalagabrot og ýmis önnur umferðarlagabrot en þau sem hér um ræðir.

         Hinn 10. janúar 2008, hlaut ákærði reynslulausn á eftirstöðum 295 daga refsingar. Með brotum sínum hefur ákærði rofið skilorð reynslulausnarinnar og er hún dæmd upp og ákærða gerð refsing í einu lagi, sbr. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 49/2005 og 77. gr. almennra hegningarlaga. Við refsiákvörðun ber líta til sakaferils ákærða og þess ákærði hefur lagt í vana sinn fremja ölvunarakstursbrot og aka sviptur ökurétti og er því við refsiákvörðun höfð hliðsjón af 72. gr. almennra hegningarlaga.

         öllu þessu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákvörðuð fangelsi í  20 mánuði.            

         Með vísan til tilvitnaðra ákvæða umferðarlaga í ákæru ber árétta ævilanga ökuréttarsviptingu ákærða.

         Ákærði greiði 118.374 krónur í útlagðan sakarkostnað lögreglu.

         Ákærði greiði Kristjáni Stefánssyni hæstaréttarlögmanni 149.400 krónur í málsvarnarlaun meðtöldum virðisaukaskatti.

         Óli Ingi Ólason fulltrúi flutti málið fyrir ákæruvaldið.

Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveður upp dóminn.

Dómsorð:

Ákærði, Hjörtur Þórarinn Sigurðsson, sæti fangelsi í 20 mánuði.

Áréttuð er ævilöng ökuréttarsvipting ákærða.

Ákærði greiði 118.374 krónur í útlagðan sakarkostnað lögreglu.

Ákærði greiði Kristjáni Stefánssyni hæstaréttarlögmanni 149.400 krónur í málsvarnarlaun.