Hæstiréttur íslands
Mál nr. 663/2007
Lykilorð
- Þjófnaður
- Fíkniefnalagabrot
- Skilorðsrof
- Skjalafals
- Umferðarlagabrot
- Hlutdeild
- Nytjastuldur
- Fjársvik
- Gripdeild
- Hegningarauki
- Tilraun
|
|
Fimmtudaginn 18. desember 2008. |
|
Nr. 663/2007. |
Ákæruvaldið(Daði Kristjánsson, settur saksóknari) gegn Bergþóri Leifssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.) |
Hlutdeild. Tilraun. Fjársvik. Fíkniefnalagabrot. Gripdeild. Nytjastuldur. Skjalafals. Umferðarlagabrot. Hegningarauki. Skilorðsrof. Þjófnaðir.
B var dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir
25 þjófnaði og hlutdeild í þjófnaði, nytjastuld, gripdeild, skjalafals í þrjú
skipti og tilraun til skjalafals, fjársvik í tvö skipti og tilraun til slíkra
svika, eitt fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot í tvö skipti. B var virt það
til refsiþyngingar að sakarferill hans var töluverður og þá hafði hann ítrekað
gerst sekur um sumar tegundir brotanna. Vísað var til 77. gr. almennra
hegningarlaga auk 78. gr. um hegningarauka, auk þess sem tekin var upp
skilorðsbundin fangelsisrefsing er B hlaut með dómi í maí 2007.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson.
Ríkissaksóknari skaut tveimur dómum Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnum 6. desember 2007 og 14. mars 2008 í samræmi við yfirlýsingar ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds sem krefst staðfestingar á niðurstöðum hinna áfrýjuðu dóma um sakfellingu, refsiákvörðun, ökuréttarsviptingu, upptöku fíkniefna og greiðslu skaðabóta. Dómarnir voru kveðnir upp 11. október 2007 og 28. febrúar 2008. Fyrir Hæstarétti hafa málin verið sameinuð.
Með ákæru 7. ágúst 2007 var mál höfðað á hendur fjórum einstaklingum vegna þeirra sakargifta, sem dæmt var um í dóminum 11. október 2007. Ákærði og meðákærði Pétur Áskell Svavarsson áfrýjuðu héraðsdómi fyrir sitt leyti. Í samræmi við beiðni ríkissaksóknara var þáttur ákærða Péturs Áskels skilinn frá málinu og er hann ekki til endurskoðunar nú.
Ákærði krefst sýknu af XXI. kafla ákæru 7. ágúst 2007 en hann var í héraðsdómi 11. október 2007 sakfelldur fyrir þá háttsemi sem þar greinir. Þá krefst hann mildunar refsingar að öðru leyti og að bótakröfu Vátryggingafélags Íslands hf. verði vísað frá dómi.
I
Í XXI. kafla ákæru 7. ágúst 2007 eru ákærði og meðákærða í héraði, Björt Karlsdóttir, ákærð „fyrir þjófnað, með því að hafa að morgni mánudagsins 11. júní 2007, í félagi með X ... brotist inn í einbýlishúsið að Efstasundi 44 í Reykjavík, með því að fara inn um glugga á salerni hússins, og stolið þaðan ... samtals að verðmæti um 550.000 krónur.“ Málið var flutt í héraði og fyrir Hæstarétti með tilliti til þess að verknaður ákærða kynni að teljast hlutdeild í innbrotinu. Þá ber þess að geta að með dómi Hæstaréttar 21. febrúar 2008 í máli nr. 665/2007 var X sýknaður af ákæru fyrir þetta innbrot.
Ákærði neitar sök og vísaði meðal annars til þess í framburði sínum fyrir héraðsdómi að hann brytist ekki inn í heimahús. Hins vegar kvaðst hann hafa umrætt sinn verið í ökuferð ásamt áðurnefndu fólki, en tilgangur ferðarinnar hafi verið að leita að mannlausu íbúðarhúsi til að brjótast inn í. Björt hafi fyrst kannað hvort umrætt íbúðarhús var mannlaust og í kjölfarið hafi X farið þangað inn. Þá sagði ákærði: „Ég bara parkeraði bílnum fyrir utan.“ Aðspurður hvort hann hafi fengið hluta af þýfinu sagði hann: „Já, ég fékk 25.000 krónur, það er nú ekki mikið.“ Að þessu virtu og því sem tíundað er í héraðsdómi er sannað að ákærði átti þátt í innbrotinu. Þegar hins vegar er litið til verknaðarlýsingar í ákæru og þess sem fram er komið um háttsemi ákærða verður þáttur hans metinn svo að hann teljist hlutdeildarmaður í brotinu. Verður brotið því heimfært undir 244. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Hinir áfrýjuðu dómar verða staðfestir að öðru leyti um sakfellingu ákærða og heimfærslu brota hans til refsiákvæða.
II
Ákærði hefur unnið sér til refsingar með brotum sínum, en um er að ræða 25 þjófnaði og hlutdeild í þjófnaði, nytjastuld, gripdeild, skjalafals í þrjú skipti og tilraun til skjalafals, fjársvik í tvö skipti og tilraun til slíkra svika, eitt fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot í tvö skipti. Með hinum áfrýjuðu dómum var ákærði dæmdur til fangelsisrefsingar í samtals 23 mánuði.
Ákærði er fæddur á árinu 1974 og er sakarferill hans töluverður. Hann hlaut fyrst dóm 1996, skilorðsbundið fangelsi í einn mánuð, fyrir þjófnað og fíkniefnalagabrot. Á árunum 1997 til og með 2002 var hann fjórum sinnum dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og tilraun til þjófnaðar. Á árinu 2006 hlaut hann tvo dóma, annars vegar fyrir þjófnað og fíkniefnalagabrot, en hins vegar fyrir tilraun til þjófnaðar. Var hann í fyrrgreinda dóminum dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi auk sektar, en í þeim síðargreinda í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið að hluta. Í lok sama árs gekkst hann svo undir sátt hjá lögreglustjóra fyrir fíkniefnalagabrot. Á árinu 2007 var ákærði dæmdur fimm sinnum fyrir ýmis brot. Fyrst í janúar í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir nytjastuld, þá í maí í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og fjársvik, svo 11. október í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi með öðrum þeim dómi sem er til endurskoðunar í þessu máli. Degi síðar var hann dæmdur fyrir þjófnað og fjársvik en ekki gerð sérstök refsing. Þá var hann í desember dæmdur í fangelsi í einn mánuð fyrir þjófnað. Ákærði hefur á árinu 2008 hlotið tvo dóma. Er annar þeirra átta mánaða fangelsisdómur frá 28. febrúar sem er til endurskoðunar nú. Hinn er frá því í september þar sem ákærði var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir tíu þjófnaði og gripdeild, en þessi brot voru framin á tímabilinu frá janúar til maí 2008. Brot ákærða, sem hinir áfrýjuðu dómar taka til, voru framin á tímabilinu frá 20. mars 2007 til 9. janúar 2008.
Ákærða verður ákveðin refsing að teknu tilliti til ákvæða 77. gr. og 78. gr. almennra hegningarlaga, auk þess sem fallist er á úrlausn héraðsdóms 11. október 2007 um að taka beri upp samkvæmt ákvæðum 60. gr. almennra hegningarlaga skilorðbundna fangelsisrefsingu er ákærði hlaut með framangreindum dómi í maí 2007. Ákærði verður nú dæmdur fyrir fjölmörg brot, einkum auðgunarbrot. Hins vegar eru fjárhæðir í flestum tilvikum óverulegar og er þá aðallega um að ræða þjófnað á mat og öðrum neysluvörum úr verslunum. Þá er ákærði nú fundinn sekur um hlutdeild í innbroti í íbúðarhúsnæði samkvæmt XXI. kafla ákæru 7. ágúst 2007. Þegar sérstaklega er litið til þessa og sakarferils ákærða verður refsing hans ákveðin fangelsi í 20 mánuði.
Framangreind skaðabótakrafa
Vátryggingafélags Íslands hf. á hendur ákærða er tilkomin vegna þess atviks sem
um getur í XXI. kafla ákæru 7. ágúst 2007. Með dómi héraðsdóms voru ákærði og
meðákærða Björt dæmd til að greiða félaginu samtals 436.015 krónur en kröfu um
vexti vísað frá dómi. Ekki var tekið fram hvernig innbyrðis greiðsluskyldu
þeirra væri háttað. Björt áfrýjaði héraðsdómi ekki fyrir sitt leyti. Eigendur
hússins höfðu fengið bætur með hinni dæmdu fjárhæð samkvæmt vátryggingu þeirra
hjá Vátryggingafélagi Íslands hf. á grundvelli framburðar síns hjá lögreglu og
annarra gagna málsins. Er fjárhæð kröfunnar nægilega studd gögnum og verður hún
staðfest að öðru leyti en því að skartgripir að verðmæti 20.000 krónur komust
aftur í hendur eiganda þótt vátryggingarbætur hafi verið greiddar fyrir þá.
Eigandinn mun síðar hafa hent þessum munum. Samkvæmt framansögðu verður ákærði
dæmdur til að greiða skaðabætur sem nema helmingi þess tjóns sem bóta er
krafist fyrir að teknu tilliti til framanritaðs, eða 208.007 krónur.
Staðfest verða ákvæði hinna áfrýjuðu héraðsdóma um skaðabætur að öðru leyti, ökuréttarsviptingu, upptöku fíkniefna og sakarkostnað að því er ákærða varðar.
Ákærði verður dæmdur til að greiða áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, sem ákveðin verða með virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði.
Dómsorð:
Ákærði, Bergþór Leifsson, sæti fangelsi í 20 mánuði.
Ákærði greiði Vátryggingafélagi Íslands hf. 208.007 krónur, en ákvæði hinna áfrýjuðu dóma um skaðabætur að öðru leyti, ökuréttarsviptingu, upptöku fíkniefna og sakarkostnað eru óröskuð að því er ákærða varðar.
Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins 353.670 krónur þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 249.000 krónur.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur
11. október 2007.
Málið er höfðað með tveimur
ákærum Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
Í fyrsta lagi er málið
höfðað með ákæru, dagsettri 7. ágúst sl. á hendur Pétri Áskatli Svavarssyni,
kt. 240580-3819, Bröttukinn 14, Hafnarfirði, Ragnari Má Skúlasyni, kt.
240987-2369, Merkjateigi 1, Mosfellsbæ, Bergþóri Leifssyni, kt. 080774-3549,
Kleppsvegi 72, Reykjavík, og Björtu Karlsdóttur, kt. 1709862619, Lindasmára 5,
Kópavogi “fyrir eftirtalin fíkniefna-, hegningar-, vopna- og umferðarlagabrot:
I. (028-2007-2699)
Á hendur ákærðu Pétri
Áskeli, Ragnari Má og Björtu fyrir þjófnað, með því að hafa á tímabilinu 23.
til 25. júní 2007, brotist inn í sumarbústað Skógarbýlisins Skriðu ehf. kt.
491006-1880, að Skriðu í Hornarfjarðarbæ, með því að spenna upp glugga á
norður- og vesturhlið hússins og stolið þaðan sex vínflöskum, borvél og
útvarpstæki.
Telst þetta varða við 244.
gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
II. (031-2007-2689)
Á hendur ákærðu Pétri Áskeli,
Ragnari Má og Björtu fyrir þjófnað, með því að hafa á tímabilinu 23. til 25.
júní 2007, brotist inn í sumarbústað skammt vestan við Foss á Síðu í
Skaftárhreppi, með því að spenna upp glugga og stolið þaðan peysu, DVD-spilara,
10 DVD-diskum, rafmagnshandsög, tveimur hleðslu-borvélum, bútsög,
rafmagnsborvél, naglabyssu, tveimur áfengisflöskum og vasaljósi.
Telst þetta varða við 244.
gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
III. (028-2007-2722)
Á hendur ákærðu Pétri Áskeli
og Björtu fyrir þjófnað, með því að hafa á tímabilinu 23. til 25. júní 2007,
brotist inn fiskiskipið Öðling SF 165, þar sem það lá bundið við Álaugarbryggju
í Hornarfjarðarbæ, með því að spenna niður lúkutessa á hurð á dekki
stjórnborðsmegin, og stolið þaðan úr skipstjóraklefa skipsins lyfjakistu og
blóðþrýstingsmæli.
Telst þetta varða við 244.
gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
IV. (010-2006-53466)
Á hendur ákærðu Pétri Áskeli
og Björtu fyrir þjófnað, með því að hafa á tímabilinu 23. til 25. júní 2007,
brotist inn fiskiskipið Álftafell SU 100, þar sem það lá bundið við
Álaugarbryggju í Hornarfjarðarbæ, með því að höggva í sundur skrúfuhausa á
læsingu á brúarhurð stjórnborðsmegin og stolið eftirfarandi lyfjum úr
lyfjakistu skipsins:
10 stk. 1,0 ml. af
Adrenalíni
30 töflum af Nitróglýseríni
5 stk. 2,0 ml. af Furix
1 pakka af Parkódín forte
10 ambulum af Petidin
25 töflum af Klórdízep
10 stk. 2,0 ml. af Phenergan
10 stk. 2,0 ml. af Haldol
25 stk. Postafen
100 mg. Hýdrókortisón
10 ml. Cilopr
20 ml. Lídókain
1 l. saltvatn
1 pakka Lídókaín gel
Telst þetta varða við 244.
gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
V. (010-2006-61843)
Á hendur
ákærða Pétri Áskeli fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 7.
desember 2006, haft í vörslum sínum á þáverandi heimili sínu á Austurströnd 14
á Seltjarnarnesi, 0,63 g af kókaíni, sem lögregla fann við húsleit.
Telst
þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr.
65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um
ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð
nr. 848/2002.
VI. (010-2006-62680)
Á hendur
ákærða Pétri Áskeli fyrir þjófnað, með því að hafa þriðjudaginn 12. desember
2006, í félagi með S kt. [...], og F kt. [...], brotist í sameiningu inn í
íbúðarhúsnæði að Dvergholti 24 í Mosfellsbæ, með því að spenna upp glugga og
stolið þaðan gullarmbandi, silfurhring, gullfesti með rauðum steinum, fjórum
perlufestum, skrautnælu, myndavél af gerðinni Canon Ixus, farsími af gerðinni
Sony Ericson, Hp tölvuskanna með filmulesara, ermahnöppum og gull
giftingahring.
Telst
þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
VII. (007-2007-6421)
Á hendur
ákærða Pétri Áskeli, fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa aðfaranótt
þriðjudagsins 30. janúar 2007 ekið bifreiðinni [...], sviptur ökurétti, um
Skemmuveg í Kópavogi og inn á Valahjalla, þar sem lögregla stöðvaði akstur
hans.
Telst
þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr.
50/1987.
VIII. (007-2007-38980)
Á hendur
ákærða Pétri Áskeli fyrir þjófnað, með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 29.
maí 2007, farið inn í kjallaraherbergi að Snorrabraut 35 í Reykjavík og stolið
þaðan tölvuturni, heimabíókerfi og ferðatösku.
Telst
þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
IX. (007-2007-39714)
Á hendur
ákærða Pétri Áskeli fyrir þjófnað, með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 31.
maí 2007, brotist inn í bifreiðina [...], þar sem hún stóð við Öldugranda 3 í
Reykjavík, með því að brjóta afturglugga á vinstri hlið hennar og stolið þaðan
veski með greiðslukortum N.
Telst
þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
X. (007-2007-39820)
Á hendur
ákærða Pétri Áskeli fyrir þjófnað, með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 31.
maí 2007, brotist inn í tvær geymslur í fjölbýlishúsi að Öldugranda 9 í
Reykjavík, með því að sparka upp hurðum þeirra og þaðan stolið gagnamöppu og
tösku með ýmsum vélhjólafatnaði.
Telst
þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
XI. (007-2007-39820)
Á hendur
ákærða Pétri Áskeli fyrir tilraun til fjársvika, með því að hafa fimmtudaginn
31. maí 2007, reynt að svíkja út vörur í verslun Würth að Vesturhrauni 5 í
Garðabæ, að verðmæti 141.695 krónur, með því að gefa starfsmanni verslunarinnar
upp greiðslukortanúmer Ágústu Dúu Jónsdóttur, kt. 180556-2579, sem ákærði komst
yfir í innbroti skv. IX. ákærulið, og þannig reynt að skuldfæra andvirði
varanna á greiðslukorta reikning hennar.
Telst
þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
XII. (007-2007-44115)
Á hendur
ákærða Pétri Áskeli fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 14.
júní 2007, haft í vörslum sínum á þáverandi heimili sínu, Austurströnd 14 á
Seltjarnarnesi, 1,18 g af tóbaksblönduðu kannabisefni, sem lögregla fann við
húsleit.
Telst
þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr.
65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um
ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð
nr. 848/2002.
XIII. (007-2007-254)
Á hendur
ákærða Pétri Áskeli fyrir þjófnað, með því að hafa að morgni þriðjudagsins 26.
júní 2007, farið inn í bifreiðageymslu fjölbýlishússins að Flétturima 9-13 í
Reykjavík, og stolið þaðan tveimur leigubílaljóskerum, Black&Decker stingsög, skíðaskóm, tveimur
pörum af skautum, golfsetti og þremur snjóbrettum. (007-2007-48631 og -48392)
Telst
þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
XIV. (007-2007-39252)
Á hendur
ákærðu Pétri Áskeli og Ragnari Má, fyrir hylmingu, með því að hafa fimmtudaginn
24. maí 2007, haft í vörslum sínum, í bifreiðinni [...], rauða ferðatösku og
Samsung myndbandsupptökuvél, en munum þessum var stolið úr innbroti að
Meðalholti 3 í Reykjavík.
(007-2007-37750)
Telst
þetta varða við 1.mgr. 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
XV. (007-2007-8006)
Á hendur
ákærða Ragnari Má fyrir tilraun til þjófnaðar, með því að hafa mánudaginn 5.
febrúar 2007, í auðgunarskyni farið, í félagi með A kt [...], S kt. [...], og Ö
kt. [...], inn í einbýlishúsið að S 18 í Mosfellsbæ, með því að brjóta upp
útidyrahurð, en ákærði hvarf af vettvangi er húsráðandi kom að honum.
Telst
þetta varða við 244. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr.
19/1940.
XVI. (007-2007-254)
Á hendur
ákærða Ragnari Má fyrir hylmingu með því að hafa að morgni þriðjudagsins 26.
júní 2007, tekið við ofangreindu þýfi, sbr. ákærulið XIII, úr höndum meðákærða
Péturs Áskels, og komið leigubílaljóskerunum, stingsöginni, skíðaskónum og
skautunum, fyrir í geymslu í fjölbýlishúsi að Dyrhömrum 2-10 í Reykjavík, en
haldið golfsettinu og snjóbrettunum í sínum vörslum.
Telst þetta varða við 1. mgr. 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.
XVII. (007-2007-48975)
Á hendur
ákærða Ragnari Má fyrir tilraun til þjófnaðar, með því að hafa fimmtudaginn 28.
júní 2007, í auðgunarskyni farið inn í íbúðarhúsnæði að Barrholti 13 í
Mosfellsbæ og borið út úr húsnæðinu Dell tölvuturn, Panasonic sjónvarpstæki og
tvær töskur sem höfðu að geyma skartgripi, borðbúnað og rafmagnstæki, en ákærði
hvarf af vettvangi er komið var að honum.
Telst
þetta varða við 244. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr.
19/1940.
XVIII. (007-2007-30338)
Á hendur
ákærðu Bergþóri og Björtu, fyrir nytjastuld, með því að hafa í félagi með O,
mánudaginn 30. apríl, tekið bifreiðina [...] til eigin nota í heimildarleysi,
þar sem hún stóð fyrir utan Landspítalann háskólasjúkrahús í Fossvogi, ekið
henni að Kleppsvegi 72 í Reykjavík, því næst að Álfhólsvegi 41 í Kópavogi og
loks að bifreiðageymslu í Hamraborg 12 í Kópavogi þar sem lögreglan hafði
afskipti af þeim.
Telst
þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög
nr. 20, 1956.
XIX. (007-2007-30338)
Á hendur
ákærðu Bergþóri og Björtu, fyrir tilraun til þjófnaðar, með því að hafa í
félagi með O, mánudaginn 30. apríl 2007,
í heimildarleysi og í auðgunarskyni, reynt að fara inn um framdyr
íbúðarhúsnæðisins að Álfhólsvegi 41 í Kópavogi, með húslyklum sem ákærðu höfðu
komist yfir með nytjastuldi á bifreiðinni [...], sbr. ákærulið XVIII, en hætt
við er þau urðu þess áskynja að húsráðandi var heima.
Telst
þetta varða við 244. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,
1940.
XX. (007-2007-46285)
Á hendur
ákærðu Bergþóri og Björtu fyrir gripdeild, með því að hafa fimmtudaginn 24. maí
2007, á bensínafgreiðslustöð Olís við Hafnarfjarðarveg í Garðabæ, dælt
eldsneyti að fjárhæð 6.076 krónur á bifreiðina [...] og ekið á brott án þess að
greiða fyrir það.
Telst
þetta varða við 245. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Í málinu gerir Eiríkur Beck
f.h. Olíuverzlunar Íslands hf., þá kröfu að ákærðu verði dæmd til að greiða
skaðabætur að fjárhæð kr. 6.076, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og
verðtryggingu nr. 38/2001 frá tjónsdegi en síðan dráttarvaxta skv. 9. gr. sömu
laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.
XXI. (007-2007-42876)
Á hendur
ákærðu Bergþóri og Björtu fyrir þjófnað, með því að hafa að morgni mánudagsins
11. júní 2007, í félagi með X, brotist inn í einbýlishúsið að Efstasundi 44 í
Reykjavík, með því að fara inn um glugga á salerni hússins, og stolið þaðan
fartölvu af gerðinni Dell, 200 enskum pundum, 200 dönskum krónum, fjórum
veskjum, þar af einu er innihélt 75.000 krónur í reiðufé, sykurmæli,
MP3-spilara, skartgripum og ávísunarhefti, samtals að verðmæti um 550.000 krónur
Telst
þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Í málinu gerir Jón Trausti
Guðjónsson f.h. Vátryggingafélags Íslands, þá kröfu að ákærðu verði dæmd til að
greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 436.015, auk vaxta „af upphæðinni samkvæmt 7.
gr. vaxtalaga frá greiðsludegi bótanna, en síðan dráttarvaxta samkvæmt III.
kafla vaxtalaga til greiðsludags.”
XXII. (007-2007-44704)
Á hendur ákærðu Bergþóri og Björtu fyrir skjalafals, með því að hafa á tímabilinu
11. til 14. júní 2007 í sameiningu notað í viðskiptum á höfuðborgarsvæðinu fimm falsaða tékka, alls að fjárhæð 58.000
krónur, sem ákærði Bergþór hafði falsað
á illa fengin eyðublöð úr tékkhefti, sem stolið var í innbroti að Efstasundi
44, sbr. ákærulið XXI, frá Sparisjóði vélstjóra, sem hér greinir:
Útgáfudags. Tékkanr. Upphæð Staður
10. júní 2007 8059089 20.000 kr. 11/11,
Gilsbúð í Garðabæ
13. júní 2007 8059091 10.000 kr. 11/11,
Gilsbúð í Garðabæ
14. júní 2007 8059096 10.000 kr. N1,
Stórahjalla í Kópavogi
14. júní 2007 8059098 9.000 kr. Olíuverslun Íslands
14. júní 2007 8059099 9.000 kr. Olíuverslun Íslands
Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra
hegningarlaga nr. 19/1940.
Í málinu gerir Magnús Rúnar
Magnússon f.h. Kaupáss hf., þá kröfu að ákærðu verði dæmd til að greiða skaðabætur
að fjárhæð kr. 19.580, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu
nr. 38/2001 frá tjónsdegi, 11. júní 2007, en síðan dráttarvaxta skv. 9. gr.
sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.
Í málinu gerir Magnús Rúnar
Magnússon f.h. Kaupáss hf., þá kröfu að ákærðu verði dæmd til að greiða
skaðabætur að fjárhæð kr. 10.511, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og
verðtryggingu nr. 38/2001 frá tjónsdegi, 13. júní 2007, en síðan dráttarvaxta
skv. 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.
XXIII. (007-2007-44704)
Á hendur ákærðu Bergþóri og Björtu fyrir tilraun til skjalafals, með því að hafa
föstudaginn 15. júní 2007 í sameiningu reynt að nota í viðskiptum í verslun
11/11 að Grensásvegi í Reykjavík falsaðan tékka, að fjárhæð kr. 20.000, nr.
80591000, sem ákærði Bergþór hafði
falsað á illa fengið eyðublað, úr tékkhefti sem stolið var í innbroti að
Efstasundi 44, sbr. ákærulið XXI frá Sparisjóði vélstjóra, en starfsmaður verslunarinnar neitaði að
taka við tékkanum.
Telst þetta varða við 1. mgr.
155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Í málinu gerir Magnús Rúnar
Magnússon f.h. Kaupáss hf., þá kröfu að ákærðu verði dæmd til að greiða
skaðabætur að fjárhæð kr. 5.559, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og
verðtryggingu nr. 38/2001 frá tjónsdegi, en síðan dráttarvaxta skv. 9. gr. sömu
laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.
XXIV. (007-2007-46285)
Á hendur
ákærðu Bergþóri og Björtu fyrir gripdeild, með því að hafa aðfaranótt
laugardagsins 16. júní 2007, á bensínafgreiðslustöð Essó við Ártúnsbrekku í
Reykjavík, dælt eldsneyti að fjárhæð 5.409 krónur á bifreiðina [...] og ekið á
brott án þess að greiða fyrir það.
Telst
þetta varða við 245. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
XXV. (007-2007-19815)
Á hendur
ákærða Bergþóri, fyrir skjalafals, með því að hafa á tímabilinu frá 20. mars
til 2. apríl, framvísað í útibú Glitnis banka hf. við Kirkjusand í Reykjavík,
tveimur víxlum að fjárhæð kr. 150.000 hvor, en ákærði hafði falsað undirritun
Ú, sem útgefanda víxlanna og undirritanir
L og H, sem ábekinga.
Telst þetta varða við 1.
mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.
XXVI. (007-2007-20267)
Á hendur
ákærða Bergþóri, fyrir fjársvik, með því að hafa þriðjudaginn 20. mars og
miðvikudaginn 21. mars, svikið út eldsneyti og vörur í neðangreindum verslunum
Esso samtals að fjárhæð kr. 34.999, með því að framvísa viðskiptakorti í eigu
Véla- og skipaþjóns Framtaks ehf., kt. 420588-1949, og þannig í heimildarleysi látið
skuldfæra andvirðið á viðskiptareikning Véla- og skipaþjóns Framtaks ehf.:
Kl. 22:09, Esso Gagnvegi,
Reykjavík, kr. 8.959
Kl. 02:17, Esso Lækjargötu,
Reykjavík, kr. 24.850
Telst þetta varða við 248.
gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.
Í málinu
gerir Árni Pálsson, kt. 190766-5519, þá kröfu f.h. Véla- og skipaþjónustunnar
Framtaks ehf., kt. 420588-1949, að ákærði Bergþór verði dæmdur til að greiða
skaðabætur að fjárhæð kr. 48.641 ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr.
38/2001 frá tjónsdegi, en síðan dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9.
gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.
XXVII. (007-2007-27167)
Á hendur
ákærða Bergþóri, fyrir þjófnað, með því að hafa miðvikudaginn 18. apríl, í
verslun Hagkaupa í Smáralind, stolið 100 ml. flösku af CK Truth for men
rakspíra, 100 ml. flösku af Eternety aftershave og 50 ml. flösku af CK1 edt.
ato rakspíra, samtals að verðmæti kr.
13.277, með því að stinga vörunum inn á sig og ganga með þær út úr versluninni.
Telst
þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.
XXVIII. (007-2007-28487)
Á hendur
ákærða Bergþóri, fyrir þjófnað, með því að hafa mánudaginn 23. apríl, í verslun
Europris, Fiskislóð 3 í Reykjavík, stolið DVD spilara af gerðinni Sontech með
17" LCD skjá, samtals að verðmæti kr. 29.900, með því að hylja spilarann
með jakka áður en hann gekk með spilarann út úr versluninni.
Telst
þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.
Í málinu gerir Eyþór Österby
f.h. Léttkaupa ehf., þá kröfu að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur
að fjárhæð kr. 29.900.
XXIX. (007-2007-30338)
Á hendur
ákærða Bergþóri, fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa mánudaginn 30. apríl
2007, fyrir utan Hamraborg 12 í Kópavogi, haft í vörslum sínum 1,29 g af tóbaksblönduðu
kannabisefni, sem lögregla fann í buxnavasa ákærða við leit.
Telst
þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr.
65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14.
gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr.
233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002.
XXX. (007-2007-34988)
Á hendur
ákærða Bergþóri, fyrir þjófnað, með því að hafa þriðjudaginn 15. maí 2007, í
verslun N1, Skógarseli 10 í Reykjavík, stolið DVD spilara af gerðinni Scott
portable, samtals að verðmæti kr. 24.900 kr., með því að hylja spilarann með
jakka áður en hann gekk með spilarann út úr versluninni.
Telst
þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.
Í málinu
gerir Einar Nikulásson þá kröfu f.h. N1, Skógarseli í Reykjavík, að ákærði
verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 24.900.
XXXI. (007-2007-36372)
Á hendur
ákærða Bergþóri, fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa aðfaranótt
sunnudagsins 20. maí 2007, ekið bifreiðinni [...] undir áhrifum ávana- og
fíkniefna og óhæfur til að stjórna henni örugglega, vestur Skúlagötu í
Reykjavík, þar sem lögreglan stöðvaði aksturinn til móts við veitingastaðinn
Aktu-taktu.
Telst
þetta varða við 1. og 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga
nr. 50, 1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66, 2006.
XXXII. (007-2007-37806)
Á hendur
ákærða Bergþóri, fyrir þjófnað, með því að hafa fimmtudaginn 24. maí, í verslun
Bónus við Holtagarða í Reykjavík, stolið sjö pökkum af SS grill lambafillet,
samtals að verðmæti kr. 10.858.
Telst þetta varða við 244.
gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.
XXXIII. (007-2007-44704)
Á hendur ákærða Bergþóri fyrir skjalafals, með því að hafa miðvikudaginn 13. júní 2007 notað í
viðskiptum á höfuðborgarsvæðinu fjóra falsaða
tékka, alls að fjárhæð 32.000 krónur, sem ákærði sjálfur hafði falsað á illa fengin eyðublöð úr tékkhefti,
sem stolið var í innbroti að Efstasundi 44 (ákæruliður XXI), frá Sparisjóði
vélstjóra, sem hér greinir:
Útgáfudags. Tékkanr. Upphæð Staður
13. júní 2007 8059090 10.000 kr. 11/11,Grensásvegi
í Reykjavík
13. júní 2007 8059093 7.000 kr. N1, Ártúnsbrekku í Reykjavík
13. júní 2007 8059094 7.000 kr. N1, Ártúnsbrekku í Reykjavík
13. júní 2007 8059095 8.000 kr. N1, Gagnvegi í Reykjavík
Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra
hegningarlaga nr. 19/1940.
Í málinu gerir Magnús Rúnar
Magnússon f.h. Kaupáss hf., þá kröfu að ákærði verði dæmdur til að greiða
skaðabætur að fjárhæð kr. 9.183, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og
verðtryggingu nr. 38/2001 frá tjónsdegi, 13. júní 2007, en síðan dráttarvaxta
skv. 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.
XXXIV. (007-2007-39714)
Á hendur
ákærða Bergþóri fyrir þjófnað, með því að hafa þriðjudaginn 29. maí 2007,
stolið samtals 50.000 krónum af greiðslukortareikningi G, með því að nota í
fjögur skipti greiðslukort G og leyninúmer reikningsins í hraðbanka Glitnis við
Garðartorg í Garðabæ.
Telst
þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
XXXV. (007-2007-39163)
Á hendur
ákærða Bergþóri fyrir þjófnað, með því að hafa fimmtudaginn 31. maí 2007,
stolið tveimur DVD-myndum, samtals að verðmæti 4.960 krónur, úr verslun
Fjarðarkaupa að Hólshrauni 1b í Hafnarfirði.
Telst þetta varða við 244.
gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
XXXVI. (007-2007-39714)
Á hendur
ákærða Bergþóri fyrir fjársvik, með því að hafa fimmtudaginn 31. maí 2007,
svikið út vörur að verðmæti 8.599 krónur í bensínafgreiðslu Olís við Ánanaust,
með því að framvísa eldsneytiskort Knattspyrnufélags ÍA og þannig látið
skuldfæra andvirði varanna á viðskiptareikning félagsins.
Telst þetta varða við 248.
gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Í málinu gerir Harpa
Steingrímsdóttir f.h. Olíuverzlunar Íslands hf., þá kröfu að ákærði verði dæmdur
til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 8.599, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga
um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá tjónsdegi en síðan dráttarvaxta skv.
9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.
XXXVII. (007-2007-39749)
Á hendur
ákærða Bergþóri fyrir tilraun til fjársvika, með því að hafa fimmtudaginn 31.
maí 2007, reynt að svíkja út vörur í bensínafgreiðslu Olís við Hafnarfjarðarveg
í Garðabæ, með því að framvísa ofangreindu eldsneytiskorti Knattspyrnufélags ÍA
og þannig reynt að skuldfæra andvirði varanna á viðskiptareikning félagsins.
Telst þetta varða við 248.
gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
XXXVIII. (007-2007-39749)
Á hendur
ákærða Bergþóri fyrir þjófnað, með því að hafa fimmtudaginn 31. maí 2007,
stolið tveimur símakortum, samtals að verðmæti 3.000 krónur, í bensínafgreiðslu
Olís við Hafnarfjarðarveg í Garðabæ.
Telst þetta varða við 244.
gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Í málinu gerir Harpa
Steingrímsdóttir f.h. Olíuverzlunar Íslands hf., þá kröfu að ákærði verði
dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 3.000, auk vaxta samkvæmt 8. gr.
laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá tjónsdegi en síðan dráttarvaxta
skv. 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.
XXXIX. (007-2007-52635)
Á hendur
ákærða Bergþóri fyrir þjófnað, með því að hafa miðvikudaginn 13. júní 2007,
stolið tveimur kryddlegnum lambalærum, að verðmæti 10.103 krónur, úr verslun
11/11 að Grensásvegi í Reykjavík, með því að stinga þeim undir úlpu sína og
ganga með þau út án þess að greiða.
Telst þetta varða við 244.
gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Í málinu gerir Magnús Rúnar
Magnússon f.h. Kaupáss hf., þá kröfu að ákærði verði dæmdur til að greiða
skaðabætur að fjárhæð kr. 10.103, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og
verðtryggingu nr. 38/2001 frá tjónsdegi en síðan dráttarvaxta skv. 9. gr. sömu
laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.
XL. ( 007-2007-30416)
Á hendur
ákærðu Björtu, fyrir skjalafals, með því að hafa miðvikudaginn 28. mars, svikið
út fartölvu af gerðinni Toshiba að verðmæti kr. 186.989, með því að gefa upp
nafn og kennitölu H, í verslun Elko, Skeifunni 7 í Reykjavík, og þar falsað
undirritun H á lánasamning dagsettur 28. mars 2007.
Telst þetta varða við 1.
mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.
XLI. (007-2007-28559)
Á hendur
ákærðu Björtu, fyrir þjófnað, með því að hafa mánudaginn 23. apríl, brotist inn
í neðri hæð íbúðarhúsnæðisins að Bakkaseli 33 í Reykjavík, með því að spenna
upp opnanlegt gluggafag í þvottahúsi íbúðarinnar, og stolið þaðan lyfjum af
gerðinni Contalgen, Panódil, Ibokode og Ridalin.
Telst þetta varða við 244.
gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.
XLII. (007-2007-30338)
Á hendur
ákærðu Björtu, fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa mánudaginn 30. apríl,
fyrir utan Hamraborg 12 í Kópavogi, haft í vörslum sínum 0,18 g af hassi, sem
lögregla fann við leit í handtösku ákærðu.
Telst
þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr.
65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14.
gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr.
233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002.
XLIII. (007-2007-30338)
Á hendur
ákærðu Björtu, fyrir vopnalagabrot, með því að hafa á sama stað og tíma og
greinir í ákærulið XVIII., haft í vörslum sínum veiðihníf í svörtu hulstri með
15 sm löngu blaði, sem ákærða framvísaði við leit lögreglu.
Telst
brotið varða við a-lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr.
16/1998.
XLIV. (007-2007-45504)
Á hendur
ákærðu Björtu fyrir þjófnað, með því að hafa mánudaginn 18. júní 2007, stolið
grillkjöti og tveimur nærbuxum, að verðmæti 5.652 krónur, í verslun Bónuss við
Holtagarða í Reykjavík, með því að stinga vörunum í handtösku sína.
Telst
þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Þess
krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og að ákærði Bergþór verði jafnframt
sviptur ökurétti samkvæmt 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. 25. gr.
laga nr. 44/1993, 2. gr. laga nr. 23/1998, 8. gr. laga nr. 84/2004 og 18. gr.
laga nr. 66/2006, og jafnframt að framangreind fíkniefni sem hald var lagt á,
verði gerð upptæk samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 14. gr.
reglugerðar nr. 233, 2001, svo og áðurnefndur veiðihnífur samkvæmt 1. mgr. 37.
gr. laga nr. 16/1998.”
Ákæruvaldið
hefur fallið frá ákæruliðum XIX og XXIV.
Þá er málið höfðað með ákæru, dagsettri 7.
september sl. á hendur ákærða Bergþóri “fyrir þjófnað, með því að hafa þriðjudaginn
29. maí 2007, í verslun Nóatúns við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, stolið
tveimur kjötlærum að andvirði kr. 7.852, með því að vefja úlpu utan um lærin og
ganga með þau út úr versluninni án þess að greiða fyrir þau.
Telst
þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist
að ákærði verði dæmdur til refsingar.
í málinu
gerir Magnús Rúnar Magnússon, kt. 190456-5289, þá kröfu f.h. Kaupás hf., að
ákærði Bergþór verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 7.852, ásamt
vöxtum samkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en síðan
dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar
til greiðsludags.
Fyrri ákæran.
Málavextir
Ákærðu hafa, fyrir utan þá ákæruliði sem gerð
verður grein fyrir hér á eftir, skýlaust játað þau brot sem þau eru saksótt
fyrir. Hafa þau orðið sek um háttsemi
þá sem lýst er í ákærunni og réttilega eru þar færð til refsiákvæða.
I.
Samkvæmt staðfestri frumskýrslu lögreglu var brotist inn í sumarbústað við
skógarbýlið Skriðu á þeim tíma sem segir í ákæru. Höfðu tveir gluggar verið spenntir upp og nokkrum áfengisflöskum
verið stolið, svo og borvél, útvarpstæki og hnífar.
Ákærði Ragnar Már var yfirheyrður um þetta
mál 4. júlí sl. í fangelsinu á Litla-Hrauni að viðstöddum verjanda sínum. Í sjálfstæðri frásögn kannaðist hann við að
hafa farið inn í bústaðinn sem Björk hefði brotið upp. Honum hefði ekki listist á neitt af því sem
þarna var og því farið aftur út í bílinn sem þau voru á. Þau hin hefðu svo komið út með áfengisflöskur. Hann áréttaði það svo aðspurður að Pétur
hefði brotið upp en Björt farið inn um glugga og opnað fyrir þeim.
Í skýrslu sem tekin var af ákærða Pétri á
Litla-Hrauni 16. júlí sl. að viðstöddum verjanda neitaði hann því að hafa verið
viðriðinn þetta innbrot. Hann kannaðist
þó við það að hafa verið á Höfn á þessum tíma á bíl föður síns í þeim erindum
að sækja bíl fyrir mann.
Ákærða Björt gaf skýrslu hjá lögreglu um
þetta mál 23. júlí sl. Játaði hún þá að
hafa átt þátt í þessum þjófnaði ásamt þeim Pétri og Ragnari. Hafi þau verið saman á bíl sem faðir Péturs
eigi og stolið einhverjum verðmætum úr bústaðnum. Hún hafi verið í fíkniefnaneyslu á þessum tím og ekki muna vel
eftir þessu atviki. Erindi þeirra
austur hafi annars verið að sækja bíl fyrir þann sem Pétur tilgreindi.
Ákærði Ragnar Már segir fyrir dómi að hann
hafi verið á ferð með Pétri og Björtu á þessum slóðum á þeim tíma sem um
ræðir. Hann hafi hins vegar ekki
brotist inn í skógarbýlið Skriður. Hann
kveðst hafa verið undir áhrifum af sex mismunandi lyfja þegar hann játaði aðild
sína að innbrotinu hjá lögreglu. Hafi
hann ekki vitað hvað hann sagði. Sé það
rangt sem haft sé eftir honum í lögregluskýrslunni. Hann segist halda að hann hafi verið úti í bíl meðan brotist var
inn. Viti hann ekki hverjir hafi gert
það.
Ákærði Pétur Áskell kveðst hafa farið austur
á land að sækja bíl fyrir föður sinn í þetta sinn. Neitar hann því að hafa brotist inn. Með honum hafi verið Ragnar og Björt. Hann segir það rangt sem komið hafi fram hjá þeim að hann hafi
brotist inn með þeim þarna.
Ákærða Björt játar sök í málinu. Hún hefur skýrt frá því að þau hafi öll þrjú
átt þátt í verknaðinum. Hafi þau verið
stödd á Hornafirði og verið á suðurleið.
Hafi eitthvert þeirra brotið glugga til þess að komast inn, annað hvort
í þessum bústað eða bústaðnum í II. tölulið.
Hafi þau öll farið inn í bústaðinn.
Annars muni hún óljóst eftir atvikum og ekki muna hvaða hluti hún tók þarna.
S lögreglumaður á Hornafirði
hefur komið fyrir dóm og staðfest frumskýrslu sem hann gerði í málinu.
Þ lögreglumaður sem tók skýrslur af ákærða
Ragnari á Litla-Hrauni kannast við það að Ragnar Már hafi verið svo illa
slappur og syfjaður í fyrri skýrslunni vegna lyfja að fresta hafi þurft
skýrslutökunni.
Niðurstaða
Ákærðu ber öllum saman um það að hafa verið á
ferð í bíl á þessum slóðum og á þeim tíma sem um ræðir og verður því slegið
föstu. Í staðfestri skýrslu S
lögreglumanns kemur það fram að gluggar hafi verið spenntir upp og að áfengisflöskum
hafi verið stolið úr þessum bústað. Í
skýrslu Ragnars Más hjá lögreglu sem gefin var að viðstöddum verjanda kemur
fram að þau þrjú hafi farið að þessum bústað þar sem brotist var inn og
áfengisflöskum stolið. Hafi þau öll
farið inn í bústaðinn. Björt hefur frá
upphafi játað þátt sinn í þessum verknaði og segir þau öll hafa átt þar hlut að
máli, þótt hún muni annars óljóst eftir atvikum. Þykir vera óhætt að telja það sannað, þrátt fyrir neitun Péturs í
málinu og Ragnars fyrir dómi og viðbáru hans um sljóleika við
lögregluyfirheyrsluna, að þau hafi öll staðið að þessum innbrotsþjófnaði. Hafa þau öll orðið sek um brot gegn 244. gr.
almennra hegningarlaga.
II.
Í málinu er óstaðfest lögregluskýrsla um
innbrot í sumarbústað við Foss á Síðu og er efni hennar því ekki rakið hér eða
á henni byggt í málinu, sbr. 1. mgr. 48. gr. laga um meðferð opinberra mála nr.
19, 1991.
Ákærði Ragnar segir fyrir dómi að því sama
gegni um innbrotið í sumarbústaðinn hjá Fossi á Síðu og um Skógarbýlið að því
er hann áhrærir.
Ákærði Pétur Áskell neitar því einnig að hafa
brotist inn í bústaðinn. Hann segist
hafa ekið um þjóðveginn og kunni að hafa sést til hans á þeirri ferð. Með honum hafi verið Ragnar og Björt. Hann segir það rangt sem komið hafi fram hjá
þeim að hann hafi brotist inn með þeim þarna.
Ákærða
Björt játar sök í málinu og segir að eins hafi verið um þetta innbrot og hið
fyrra.
A
lögreglumaður sem gerði skýrslu um það sem fannst í geymslunni heima hjá ákærða
Ragnari Má í Dyrhömrum, sbr. ákærulið XVI., hefur komið fyrir dóm og skýrt frá
því að hann muni eftir því að meðal þess sem hafi verið DVD-diskar. Muni þeir hafa verið úr einhverjum af
sumarbústöðunum við Hvolsvöll.
Niðurstaða
Ákærði Ragnar sagði hjá lögreglu að hann
hefði ekki farið að sumarbústaðnum en þau hin örugglega gert það. Hann hefur dregið játningu sína til
baka. Pétur hefur neitað aðild að þessu
máli frá upphafi. Björt hefur játað
bæði hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa átt þátt í þessu. Framburður hennar um þetta er þó afar
óljós. Er ekki óhætt að telja sannað að
þau hafi gerst sek um þetta brot og ber því að sýkna þau af þessum ákærulið.
VIII.
Í málinu
eru allmargar óstaðfestar lögregluskýrslur um upphaf þessa máls og fyrstu
aðgerðir lögreglu í því. Er efni þeirra
því ekki rakið hér eða á þeim byggt í málinu, sbr. 1. mgr. 48. gr. laga um
meðferð opinberra mála.
Í
skýrslu sem G tók af ákærða 29. maí sl. viðurkenndi ákærði að hafa farið inn í
kjallaraherbergi á Snorrabraut 35 um þá morguninn og stolið þar þeim verðmætum
sem ákært er fyrir. Hefði stúlka að
nafni C hjálpað honum að pakka þessu niður í tösku. Hefði hann ekið með þetta góss heim til sín á Austurströnd 14.
Ákærði
Pétur Áskell neitar sök fyrir dómi og segist ekki hafa brotist inn á
Snorrabraut 35. Segir hann að einhver
hafi komið með þýfið heim til hans.
Á hefur komið fyrir dóm. Segist hann ekki muna eftir þessu
atviki. Í lögregluskýrslu sem tekin var
af honum sagði að hann hefði orðið var við að ákærði fór niður og hafi hann svo
heyrt brothljóð þaðan. Hafi hann þá
farið á brott úr húsinu með C. Hann
kveðst ekki muna eftir þessari skýrslu en kannast við að hafa undirritað
hana.
G lögreglumaður hefur komið
fyrir dóm og kannast við að hafa rannsakað mál sem reis af innbroti í geymslu á
Snorrabraut 35. Segir hann ákærða Pétur
hafa játað brot sitt og vísað á þýfið heima hjá sér. Hafi þeir farið þangað og fundið það. Í málinu er skýrsla hans um þessi verðmæti og það að þeim hafi
verið komið til skila.
Vitnið C hefur komið fyrir dóm. Hún segist ekki muna vel eftir þessu atviki
en þau hafi verið stödd uppi hjá Pétri.
Hafi hann farið niður en annar strákur, D að nafni, hafi svo komið upp
og sagt að Pétur væri að brjótast inn í geymslu þarna niðri. Á hafi verið þarna og sagt það sama og hvatt
þau til þess að forða sér svo þau lentu ekki í vandræðum. Hafi þau þá farið á brott.
Vitnið P hefur skýrt frá því fyrir dómi að á
þessum tíma hafi hún verið í fíkniefnum og muni ekki vel eftir atvikum. Hún muni þó að einhverjir, þ. á m. Pétur
hafi farið niður í kjallara. Hún hafi
farið niður á eftir þeim og hafi þeir verið búnir að brjótast inn þegar hún kom
niður í kjallarann. Hafi þeir verið að
gramsa í dóti þarna og taka eitthvað af því.
Niðurstaða.
Ákærði hefur ekki gefið neina skýringu á því
að hann hefur breytt framburði sínum í málinu.
Sannað þykir með framburðum G lögreglumanns og þeirra C og P, svo og
játningu ákærða hjá lögreglunni, að hann hafi brotist inn í kjallarageymsluna á
Snorrabraut og stolið þeim verðmætum sem ákært er fyrir. Hefur hann brotið gegn 244. gr. almennra
hegningarlaga.
XIV.
Í málinu
er staðfest frumskýrsla J lögreglumanns um þjófnað í Meðalholti 3. Segir þar að lögreglumenn hafi verið kvaddir
á staðinn 29. maí sl. og hitt fyrir húsráðendur sem hafi sagt að stolið hefði
verið tveimur ferðatöskum, gamalli ritvél, hleðsluborvél, DVD-diskum, 20-30
geisladiskum, myndbandsupptökuvél og stafrænni myndavél. Sagði K að hún hefði ákærða Pétur grunaðan
um þjófnaðinn en hann hefði vanið komur sínar í húsið að undanförnu. Samkvæmt staðfestri frumskýrslu P
lögreglumanns voru ákærðu Pétur og Ragnar handteknir 24. maí þar sem þeir voru
í bíl við verslunarmiðstöðina Arnarbakka.
Voru þeir í mikilli vímu og þegar reynt var að inna þá eftir varningi
sem var í bílnum gáfu þeir óljós og ruglingsleg svör, sem ekki er ástæða til að
gera grein fyrir. Samkvæmt skýrslunni
var bíll þessi í eigu stúlku að nafni M.
Hefur hún ekki komið fyrir dóm og ekki heldur móðir hennar, Ó sem gaf
upplýsingar um bílinn og sitthvað fleira tengt málinu og þýðingu gæti haft
fyrir það. Verður það ekki rakið hér
eða á því byggt í málinu.
Ákærði
Ragnar Már var yfirheyrður hjá lögreglu 25. maí. Hann var þá spurður um upptökuvél sem verið hefði í bílnum og
sagðist eiga hana og hafa fengið upp í skuld.
Ákærði var aftur yfirheyrður hjá lögreglu 4. júlí og sagðist þá ekki
vita neitt um þetta góss annað en það að það hefði verið í bílnum þegar Pétur
kom á honum að sækja hann. Hann sagði
að þeir hefðu báðir verið í mikilli vímu þegar þetta var.
Ákærði Pétur var yfirheyrður 25. maí um
góssið sem fannst í bílnum og kvaðst hann enga skýringu geta gefið á því. Þá sagðist hann ekki vita hvernig stæði á
þessu dóti í bílnum þegar hann var yfirheyrður 16. júlí. Kvaðst hann hafa verið í mikilli vímu þegar
þetta var.
Fyrir
dómi hefur ákærði Ragnar sagt að hann hafi hitt meðákærða Pétur þegar hann var
með þetta dót. Hafi Pétur komið á bíl
að sækja hann og dótið verið í bílnum.
Kveðst ákærði ekki hafa haft hugmynd um að þetta væri þýfi og ekkert
leitt hugann að þessu dóti. Hafi þeir
báðir verið svo “dópaðir” að þeir hafi sofnað í bílnum í Bakkahverfi í
Breiðholti og þá verið handteknir. Ekki
muni hann hvar hann hafi verið staddur þegar meðákærði kom að sækja hann. Hann segist ekki muna að hafa sagt við
lögreglu að hann ætti myndavélin og fengið hana upp í skuld, eins og haft er eftir
honum í lögregluskýrslu.
Ákærði Pétur segist ekki muna eftir þessu
atriði eða neinu í sambandi við það, hvorki skýrslutöku hjá lögreglu né
öðru.
P lögreglumaður ritaði
frumskýrslu í málinu. Hann hefur komið
fyrir dóm og staðfest hana. Hann segist
muna eftir ferðatösku og myndbandsupptökuvél sem verið hafi í bílnum.
Þ lögreglumaður sem tók
skýrslur af ákærðu kveðst geta staðfest það að Ragnar hafi sagst hafa fengið
vélina upp í skuld hjá strá sem hann vildi ekki nafngreina. Þá hafi Pétur viðurkennt að hafa haft þessa
muni í vörslum sínum en ekki getað gert grein fyrir tilkomu þeirra.
J lögreglumaður sem ritaði
frumskýrslu lögreglu um þetta sakaratriði hefur komið fyrir dóm og skýrt frá
því að í bílnum hafi fundist ferðatöskur og einhver verkfæri.
Niðurstaða
Fyrir liggur að ákærðu voru langt leiddir í
vímu þegar þeir voru teknir úr bílnum.
Þeir neita sök og segjast ekki geta skýrt varninginn sem fannst í
bílnum. Að Ragnar hafi sagst eiga
einhverja upptökuvél í skýrslunni 25. maí, sem reyndar verður ekki séð að hafi
verið sýnd honum, er ekki óhætt að leggja mikið upp úr því við þessar
aðstæður. Verður að telja ósannað að
ákærðu, sem voru í lánsbíl og ruglaðir, hafi komið varningnum fyrir í bílnum
eða haft með hann að gera. Ber því að
sýkna þá af þessum ákærulið.
XV.
Í málinu eru margar óstaðfestar lögregluskýrslur og óstaðfest
rannsóknargögn varðandi innbrotsþjófnað í S í Mosfellsbæ. Er efni þessara gagna því ekki rakið hér eða
á þeim byggt í málinu, sbr. 1. mgr. 48. gr. laga um meðferð opinberra mála.
Ákærði
Ragnar Már segir það um innbrotið í S að strákur sem þarna eigi heima hafi rétt
þeim Á lykil að húsinu og lánað þeim bílinn sinn. Hafi hann beðið þá um að fara heim til sín og sækja dót fyrir sig
og mættu þau eiga dótið. Hann segist
hafa verið í slíku ástandi að hann geti ekki sagt hvort hann hafi farið þarna
inn eða ekki. Hafi því ekki þurft að
brjóta upp útidyrnar til þess að komast inn.
Segir ákærði að þetta hafi átt að líkjast innbroti og því muni einhver
annar hafa séð um að það liti þannig út.
Á hefur skýrt frá því fyrir dómi að hann muni
eftir þessu atviki. Hafi strákur sem
þarna átti heima látið þau hafa lykil og beðið þau um að fara þarna inn og láta
líta út eins og um innbrot væri að ræða.
Ekki muni hann hvort Ragnar Már hafi farið inn í húsið eða ekki. Hafi þau tekkið saman eitthvert dót og farið
með þá. Hafi þau notað lykilinn til
þess að komast inn og ekki valdið neinum skemmdum. Séu skemmdirnar ekki eftir þau.
H sem átti heima í S á þessum tíma hefur
komið fyrir dóm og skýrt frá því að hann hafi komið heim í hádeginu og þá séð
bláan bíl á hlaðinu. Þegar hann kom inn
hafi allt verið á tjá og tundri í húsinu.
Hann hafi komið að strák inni í einu herberginu og annan stökkva út um
glugga. Þá hafi einnig verið stúlka
þarna. Hafi fólkið komist undan á
bílnum. Hann kannast ekki við að búið
hafi verið að setja innbrot á svið.
Þ sem átti heima í S á þessum tíma hefur
skýrt frá því að Á hafi komið til hans og þeir farið að rífast. Hafi Á haft í hótunum og tekið af honum
húslyklana að S og sagt að hann myndi hafa verra af ef hann klagaði í
lögregluna. Daginn eftir hafi verið
brotist inn þarna.
Niðurstaða
Ákærði Ragnar segist hafa verið í slíkri vímu
að hann viti ekki hvort hann hafi farið inn í S. Það sem hann segir um tilganginn með förinni hefur stuðning af
því sem Á hefur sagt um hann og að nokkru leyti af því sem Þ hefur borið. Þykir vera vafi á því að um þjófnaðarbrot
hafi verið að ræða og ber að sýkna ákærða af þessum ákærulið.
XVI.
Í málinu
eru margar óstaðfestar lögregluskýrslur og óstaðfest rannsóknargögn varðandi
innbrotsþjófnað í Flétturima 9-11. Er
efni þessara gagna því ekki rakið hér eða á þeim byggt í málinu, sbr. 1. mgr.
48. gr. laga um meðferð opinberra mála.
Ákærði
Ragnar gaf skýrslu hjá lögreglu 3. júlí sl. að viðstöddum verjanda sínum. Sagði hann meðákærða Pétur hafa hringt í sig
og beðið að koma í Flétturima 9-11 og hann farið þangað með manni að nafni
H. Hefðu þeir farið í bílakjallara
undir húsinu og þar hafi Pétur verið fyrir og ýmislegt dót í hrúgu þar á
gólfinu, en Pétur hefur játað, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, að hafa stolið
þessu góssi þarna í kjallaranum.
Sagðist ákærði hafa álitið að þetta væri dót sem Pétur ætti, enda hefði
Pétur sagt þetta vera búslóð sína og beðið ákærða að geyma fyrir sig. Kvað hann það ekki hafa hvarflað að sér að
um þýfi væri að ræða. Þeir hefðu svo hjálpast að við að setja dótið í bíl og
þeir H flutt það í geymslu sem piltur að nafni S hefði lánað til þess arna.
Ákærði
Ragnar Már kannast við það fyrir dómi að hafa tekið við munum þeim sem
tilgreindir eru í ákærunni úr hendi meðákærða Péturs. Hann segist hins vegar ekki hafa vitað að um þýfi væri að
ræða. Hafi hann fengið að geyma þetta
hjá kunningja sínum. Hann kveður Pétur
hafa haft samband þennan morgun og beðið sig um að koma ásamt H nokkrum í
Flétturima og taka dót þetta, sem hann ætti.
Hafi þeir farið með þetta í Grafarvogshverfi.
Ákærði Pétur hefur sagt það fyrir dómi segir
það ekki rétt hjá Ragnari Má að hann hafi hringt í hann að biðja hann að sækja
munina í Flétturima. Hafi hann ekki
þurft þess enda hafi Ragnar Már verið með honum í innbrotinu, en þetta atriði
hefur ekki komið fram í málinu áður.
Hann segist hafa verið í annarlegu ástandi þegar þetta var og varla muna
eftir atvikum. Hann muni þó eftir því
að hafa verið handtekinn þarna á staðnum.
A lögreglumaður hefur sagt
fyrir dómi að ákærði Ragnar Már hafi verið mjög sljór í yfirheyrslunni á
Litla-Hrauni og við það að sofna. Var
því ákveðið að hætta yfirheyrslunni.
Hrannar sá sem nefndur er hér
að framan hefur ekki náðst fyrir dóm í málinu.
Ekki eru þó skilyrði til þess að byggja á skýrslu hans hjá lögreglu,
sbr. 2. mgr. 48. gr. laga um meðferð opinberra mála.
Niðurstaða
Ákærði hefur frá upphafi neitað sök og ekkert
er fram komið í málinu sem beinlínis hnekkir þeirri viðbáru hans að hann hafi
haldið að meðákærði ætti verðmætin sem hann tók við af meðákærða og það þótt
meðákærði hafi nú sagt ákærða hafa verið með sér í því að stela þeim. Ber að sýkna ákærða af þessum ákærulið.
XXI.
Í málinu
er óstaðfest lögregluskýrsla L um innbrotsþjófnað í Efstasundi 44 og mörg önnur
óstaðfest rannsóknargögn. Er efni gagna
þessara því ekki rakið hér eða á þeim byggt í málinu, sbr. 1. mgr. 48. gr. laga
um meðferð opinberra mála. Á hinn bóginn
er í málinu staðfest skýrsla um brotavettvang og þýfið og verðmæti þess sem S
rannsóknarlögreglumaður gerði eftir upplýsingum frá tjónþola. Er þar hver einstakur hlutur tilgreindur svo
og verðmæti hans.
Ákærði
Bergþór skýrði frá því í skýrslu hjá lögreglu 18. júní sl. að hann, meðákærða
Björt og X hefðu farið í bíl sem ákærði keyrði. Hefði meðákærða farið að finna hús og athugað hvort einhver væri
heima. X hefði farið og brotist inn
meðan þau meðákærða biðu í bílnum.
Hefði hann komið allt þýfið í tösku.
Hefði hann látið sig hafa 25 þúsund krónur og ávísanahefti, Björtu
skartgripi en sjálfur hefði hann haldið 50 þúsund krónum, tölvu og
vegabréfum.
Ákærða
Björt skýrði frá því í skýrslu hjá lögreglu 19. júní sl. að þau X og meðákærði
Bergþór, kærasti hennar, hefðu farið út að keyra, gagngert í því skyni að
brjótast inn. Hefði hún farið að húsinu
að beiðni X og hringt dyrabjöllunni til þess að aðgæta hvort einhver væri
heima. Hefði hún svo komið aftur í
bílinn til þeirra X og Bergþórs og þau Bergþór beðið þar meðan X fór inn í
húsið. Hefði hann komið til baka með
þýfið í tösku. Hefði hann svo látið þau
Bergþór hafa 25 þúsund krónur í reiðufé og hana auk þess skartgripi.
X var
yfirheyrður hjá lögreglu 18. júlí sl. og neitaði allri aðild eða vitneskju um
þennan innbrotsþjófnað.
Ákærði
Bergþór neitar sök fyrir dómi. Hann segir þau Björtu og X hafa farið út úr
bílnum, sem þau voru öll í, að athuga með húsið í Efstasundi 44. Hafi þau farið þarna inn og komið út aftur
og sest í bílinn. Hafi þau svo ekið á
brott. Á meðan þau fóru inn í húsið
hafi hann sjálfur setið í bílnum fyrir utan húsið. Ekki viti hann hvað X hafi komið með út úr húsinu og ekki leitt
hugann mikið að því. Hann kannast við
að hafa fengið hluta af þýfinu í sinn hlut, 25.000 krónur sem hann hafi keypt
sér rítalín fyrir. Þá hafi hann fengið
ávísanahefti í sinn hlut úr þessu innbroti.
X hafi sagt áður en hann fór úr bílnum að brjótast inn að hann ætlaði að
fara að “búa sér einhverja peninga” með því að brjótast inn. Hafi Björt valið húsið sem brotist var inn í
meðan þeir tveir biðu. Hafi hún svo
komið til baka og sagt að enginn væri heima og segist ákærði þá hafa vitað hvað
stæði til.
S rannsóknarlögreglumaður hefur
komið fyrir dóm og skýrt frá því að þau Björt og Bergþór hafi verið handtekin
með ávísanir úr þessu innbroti. Hafi
þau viðurkennt aðild að því við yfirheyrslur.
Hafi komið fram að Björt hefði farið að athuga með húsið en Bergþór beðið
í bílnum á meðan X hefði svo farið inn.
Ákærða Björt játar sök í málinu
og hefur skýrt frá því að þau hafi öll ákveðið að brjótast inn. Hún hafi fyrst farið að húsinu og hringt
dyrabjöllu til þess að aðgæta hvort einhver væri heima. Þegar ekki hafi veri ansað hafi hún farið í
bílinn aftur. Bergþór hafi verið
bílstjórinn í ferðinni og vitað hvað til stæði en X hafi brotist inn í
húsið.
X hefur
komið fyrir dóm og skýrt frá því að hann hafi ekki farið inn í hús þetta ásamt
þeim hinum. Hann þekki þau hin og hafa
verið í slagtogi með þeim á þessum tíma. Segir hann framburð þeirra um þetta
atriði líklega vera tilkominn vegna þess að hann hafi lent í útistöðum við
þau. Viti hann ekkert um þetta
innbrot.
Niðurstaða
Ákærða Björt hefur frá upphafi játað hlut
sinn í þessu broti. Þá hefur hún
eindregið borið um þátt meðákærða í því og sagt að það hafi verið samantekin
ráð þeirra þriggja að fara í innbrot. Ákærði hefur að sínu leyti kannast við að
hafa verið með þeim hinum, ekið þeim á innbrotsstaðinn og beðið meðan X fór inn
í húsið og stal þar verðmætum. Telst
vera sannað með framburðum þeirra beggja að þau stóðu að því að brotist var inn
í húsið og stolið úr því þeim verðmætum sem tilgreind eru í ákærunni. Hafa þau orðið brotleg við 244. gr. almennra
hegningarlaga.
Síðari ákæran.
Málavextir
Ákærði Bergþór hefur skýlaust játað það brot
sem hann er saksóttur fyrir. Hefur hann
orðið sekur um háttsemi þá sem lýst er í þessari ákæru og réttilega er þar færð
til refsiákvæðis.
Viðurlög, skaðabætur og sakarkostnaður
Ákærði Pétur Áskell á að baki nokkurn
sakferil. Hann var fyrst dæmdur í 20
daga skilorðsbundið fangelsi fyrir eignaspjöll árið 1996. Síðan hefur hann hlotið fjóra refsidóma
fyrir hegningarlagabrot, síðast 12. júlí 2007.
Auk þess hefur hann verið sektaður nokkrum sinnum fyrir umferðarlaga og
fíkniefnalagabrot. Refsingu ákærða ber
að tiltaka sem hegningarauka við síðasta dóminn og þykir hún hæfilega ákveðin
fangelsi í 7 mánuði. Frá refsingunni
ber að draga gæsluvarðhald sem hann hefur sætt vegna málsins, 107 daga.
Ákærði Ragnar Már hefur hlotið fjóra
refsidóma fyrir auðgunarbrot á árunum 2004 og 2006. Síðast var hann dæmdur í 7 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir
þjófnaðarbrot 19. apríl 2006. Þá hlaut
hann sektardóm fyrir fíkniefnalagabrot 2005.
Ákærði hefur rofið skilorð dómsins frá 2006 og ber að dæma hann upp og
gera ákærða refsingu í einu lagi. Þykir
hún hæfilega ákveðin fangelsi í 10 mánuði.
Ákærði Bergþór hefur til þessa hlotið átta
refsidóma fyrir auðgunarbrot og einn fyrir nytjastuld. Síðast var hann dæmdur 14. maí sl. í 6
mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og fjársvik. Refsing hans verður að hluta til
hegningarauki við síðasta dóminn sem dæma ber upp og gera ákærða refsingu í
einu lagi. Þykir refsingin hæfilega
ákveðin fangelsi í 15 mánuði.
Ákærða Björt hefur hlotið eina sekt fyrir
þjófnaðarbrot. Refsing hennar þykir
vera hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði.
Rétt þykir að fresta framkvæmd refsingarinnar og ákveða að hún falli
niður að liðnum 3 árum frá dómsuppsögu, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr.
almennra hegningarlaga.
Dæma ber ákærða Bergþór til þess að sæta
sviptingu ökuréttar í 5 mánuði frá dómsbirtingu að telja, samkvæmt tilfærðum
lagaheimildum.
Pétur Áskel, 0,63 grömmum af
kókaíni.
Bergþór, 1,29 grömmum af
kannabisefnum.
Björtu, 1,18 grömmum af
kannabisefnum.
Dæma ber
ákærðu Björtu til þess að sæta upptöku á veiðihníf samkvæmt 37. gr. vopnalaga.
Dæma ber
ákærðu Bergþór og Björtu til þess að greiða skaðabætur sem hér segir:
Vátryggingafélagi Íslands hf. 436.015 krónur,
en kröfu um vexti er vísað frá vegna vanreifunar.
Kaupási hf., 19.580 krónur ásamt almennum vöxtum
samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001 frá 11. júní 2007,
en síðan dráttarvöxtum skv. 9. gr. sömu laga frá dómsuppsögu til greiðsludags.
Kaupási hf., 10.511 krónur
ásamt almennum vöxtum frá 13. júní 2007, en síðan dráttarvöxtum frá dómsuppsögu
til greiðsludags.
Kaupási hf., 5.559 krónur
ásamt almennum vöxtum frá 15. júní 2007, en síðan dráttarvöxtum frá dómsuppsögu
til greiðsludags.
Dæma ber ákærða Bergþór til þess að greiða
skaðabætur sem hér segir:
Véla- og
skipaþjónustunni Framtaki ehf., kt. 420588-1949, 48.641 krónur ásamt almennum
vöxtum frá 21. mars 2007, en síðan dráttarvöxtum frá dómsuppsögu til
greiðsludags.
Léttkaupum
ehf. 29.900 krónur.
N1 hf.,
24.900 krónur.
Kaupási hf., 19.286 krónur
ásamt almennum vöxtum frá 13. júní 2007, en síðan dráttarvöxtum frá dómsuppsögu
til greiðsludags.
Olíuverslun Íslands hf.
11.599 krónur ásamt almennum vöxtum frá 31. maí 2007, en síðan dráttarvöxtum
frá dómsuppsögu til greiðsludags.
Kaupási hf., 7.852 krónur
ásamt almennum vöxtum frá 29. maí 2007, en síðan dráttarvöxtum frá dómsuppsögu
til greiðsludags.
Dæma ber ákærðu til þess að
sætu upptöku á fíkniefnum samkvæmt 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni:
Dæma ber ákærðu Pétur Áskel
og Bergþór til þess óskipt að greiða verjanda sínum, Hilmari Ingimundarsyni
hrl. 125.000 krónur í málsvarnarlaun vegna meðferðar málsins fyrir dómi en
125.000 króna málsvarnarlaun ber að greiða verjandanum úr ríkissjóði eftir
úrslitum málsins. Þá ber að dæma ákærða
Pétur Áskel til þess að greiða verjandanum 479.001 krónu í málsvarnarlaun og
kostnað vegna meðferðar málsins hjá lögreglu og ákærða Bergþór til þess að
greiða honum 50.223 krónur í málsvarnarlaun og kostnað vegna meðferðar málsins
hjá lögreglu.
Dæma ber ákærða Ragnar Má
til þess að greiða verjanda sínum Oddgeiri Einarssyni hdl. 125.000 krónur í
málsvarnarlaun vegna meðferðar málsins fyrir dómi en 125.000 króna
málsvarnarlaun ber eftir úrslitum málsins að greiða verjandanum úr ríkissjóði. Þá ber að dæma ákærða til þess að greiða
verjandanum 434.200 krónur í málsvarnarlaun vegna meðferðar málsins hjá
lögreglu.
Dæma ber ákærðu Björtu til
þess að greiða verjanda sínum, Sveini Andra Sveinssyni hrl. 200.000 krónur í
málsvarnarlaun vegna meðferðar málsins fyrir dómi og hjá lögreglu. Öll málsvarnarlaun og kostnaður dæmast með
virðisaukaskatti.
Loks ber að dæma ákærða
Bergþór til þess að greiða 201.496 krónur í annan sakarkostnað.
Pétur Guðgeirsson
héraðsdómari kvað upp dóminn.
DÓMSORÐ:
Ákærði,
Pétur Áskell Svavarsson, sæti fangelsi í 7 mánuði. Frá refsingunni dregst 107 daga gæsluvarðhaldsvist.
Ákærði, Ragnar Már Skúlason, sæti fangelsi í
10 mánuði.
Ákærði, Bergþór Leifsson, sæti fangelsi í 15
mánuði.
Ákærða, Björt Karlsdóttir, sæti fangelsi í 6
mánuði. Frestað er því að framkvæma
refsinguna og fellur hún niður að liðnum 3 árum frá dómsuppsögu, haldi ákærða
almennt skilorð.
Ákærði Bergþór sæta sviptingu ökuréttar í 5
mánuði frá dómsbirtingu að telja.
Ákærðu sæti upptöku á
fíkniefnum sem hér segir:
Pétur Áskell, 0,63 grömmum
af kókaíni.
Bergþór, 1,29 grömmum af
kannabisefnum.
Björt, 1,18 grömmum af
kannabisefnum.
Ákærða
Björt sæti upptöku á veiðihníf.
Ákærðu
Bergþór og Björt greiði skaðabætur sem hér segir:
Vátryggingafélagi Íslands hf. 436.015 krónur.
Kaupási hf., 19.580 krónur ásamt almennum vöxtum
frá 11. júní 2007, en dráttarvöxtum frá dómsuppsögu til greiðsludags.
Kaupási hf., 10.511 krónur
ásamt almennum vöxtum frá 13. júní 2007, en dráttarvöxtum frá dómsuppsögu til
greiðsludags.
Kaupási hf., 5.559 krónur
ásamt almennum vöxtum frá 15. júní 2007, en dráttarvöxtum frá dómsuppsögu til
greiðsludags.
Ákærði Bergþór greiði skaðabætur sem hér
segir:
Véla- og
skipaþjónustunni Framtaki ehf., kt. 420588-1949, 48.641 krónur ásamt almennum
vöxtum frá 21. mars 2007, en dráttarvöxtum frá dómsuppsögu til greiðsludags.
Léttkaupum
ehf. 29.900 krónur.
N1 hf.,
24.900 krónur.
Kaupási hf., 19.286 krónur
ásamt almennum vöxtum frá 13. júní 2007 en dráttarvöxtum frá dómsuppsögu til
greiðsludags.
Olíuverslun Íslands hf.
11.599 krónur ásamt almennum vöxtum frá 31. maí 2007, en dráttarvöxtum frá
dómsuppsögu til greiðsludags.
Kaupási hf., 7.852 krónur
ásamt almennum vöxtum frá 29. maí 2007, en dráttarvöxtum frá dómsuppsögu til
greiðsludags.
Ákærðu Pétur Áskell og
Bergþór greiði verjanda sínum, Hilmari Ingimundarsyni hrl. óskipt 125.000
krónur í málsvarnarlaun vegna meðferðar málsins fyrir dómi en 125.000 króna
málsvarnarlaun greiðist verjandanum úr ríkissjóði. Þá greiði ákærði Pétur Áskell verjandanum 479.001 krónu í
málsvarnarlaun og kostnað vegna meðferðar málsins hjá lögreglu og ákærði
Bergþór 50.223 krónur í málsvarnarlaun og kostnað vegna meðferðar málsins hjá
lögreglu.
Ákærði Ragnar Már greiði
verjanda sínum Oddgeiri Einarssyni hdl. 559.200 krónur í málsvarnarlaun en
125.000 króna málsvarnarlaun greiðist verjandanum úr ríkissjóði.
Ákærða Björt greiða verjanda
sínum, Sveini Andra Sveinssyni hrl., 200.000 krónur í málsvarnarlaun.
Ákærði Bergþór greiði
201.496 krónur í annan sakarkostnað.