Hæstiréttur íslands

Mál nr. 228/2005


Lykilorð

  • Niðurfelling máls
  • Málskostnaður
  • Gjafsókn


Fimmtudaginn 19

 

Fimmtudaginn 19. janúar 2006.

Nr. 228/2005.

Magnús Sigurðsson

(Guðni Á. Haraldsson hrl.)

gegn

Reykjavíkurborg og

(Ólafur Haraldsson hrl.)

íslenska ríkinu

(Óskar Thorarensen hrl.)

og gagnsök

 

Niðurfelling máls. Málskostnaður. Gjafsókn.

Mál M gegn R og Í og gagnsök var fellt niður að ósk aðila, sem jafnframt voru sammála um að leggja það í dóm um málskostnað. Talið var rétt að málskostnaður fyrir Hæstarétti félli niður og að gjafsóknarkostnaður M fyrir réttinum greiddist úr ríkissjóði.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson.

Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 1. júní 2005. Gagnáfrýjandinn Reykjavíkurborg áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 27. júlí 2005 og gagnáfrýjandinn íslenska ríkið 10. ágúst sama árs. Með bréfi 15. desember 2005 lýstu aðilarnir því yfir að samkomulag hefði tekist um að fella málið niður fyrir Hæstarétti og féllu gagnáfrýjendur frá kröfu um málskostnað úr hendi aðaláfrýjanda. Aðaláfrýjandi krefst málskostnaðar fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem honum hefur verið veitt hér fyrir dómi.

Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 166. gr. sömu laga eins og henni var breytt með 20. gr. laga nr. 38/1994, er málið fellt niður fyrir Hæstarétti.

Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.

Gjafsóknarkostnaður aðaláfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði eins og nánar greinir í dómsorði.

Dómsorð:

Mál þetta er fellt niður.

Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.

Allur gjafsóknarkostnaður aðaláfrýjanda, Magnúsar Sigurðssonar, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 150.000 krónur.