Hæstiréttur íslands
Mál nr. 156/2014
Lykilorð
- Niðurfelling máls
- Málskostnaður
|
|
Fimmtudaginn 23. október 2014 |
|
Nr. 156/2014. |
Þrotabú
Bara ehf. (Ólafur Örn Svansson hrl.) gegn Byggðastofnun (Garðar Garðarsson hrl.) |
Niðurfelling máls. Málskostnaður.
Eftir kröfu þrotabús
B ehf. var mál þess á hendur BS fellt niður fyrir Hæstarétti. Var þrotabú B
ehf. dæmt til greiðslu málskostnaðar fyrir réttinum að kröfu BS.
Dómur
Hæstaréttar
Mál þetta dæma hæstaréttardómarinn Eiríkur Tómason og Guðrún Erlendsdóttir og Karl Axelsson settir hæstaréttardómarar.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 28. febrúar 2014. Með bréfi til réttarins 15. október 2014 tilkynnti áfrýjandi að hann félli frá áfrýjun málsins. Jafnframt óska aðilar málsins eftir því að dómur gangi um málskostnað fyrir Hæstarétti úr hendi hins.
Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður málið fellt niður fyrir Hæstarétti.
Samkvæmt 2. mgr. 130. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 verður áfrýjandi dæmdur til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti eins og greinir í dómsorði.
Dómsorð:
Mál þetta er fellt niður.
Áfrýjandi, þrotabú Bara ehf., greiði stefnda, Byggðastofnun, 500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.