Hæstiréttur íslands

Mál nr. 357/2014


Lykilorð

  • Niðurfelling máls
  • Málskostnaður


                               

Fimmtudaginn 15. janúar 2015.

Nr. 357/2014.

Gunnar Örn Friðriksson

(Guðjón Ólafur Jónsson hrl.)

gegn

Hallgrími Hallgrímssyni

Steinunni Jónsdóttur og

(Guðjón Ármannsson hrl.)

Jóni Ólafssyni

og til réttargæslu

Tryggingamiðstöðinni hf.

(Valgeir Pálsson hrl.)

Niðurfelling máls. Málskostnaður.

Eftir kröfu G var mál hans á hendur H o.fl. fellt niður fyrir Hæstarétti. Var G dæmdur til greiða málskostnað H og S fyrir Hæstarétti að kröfu þeirra, en J féll frá kröfu sinni um málskostnað fyrir réttinum og réttargæslustefndi T hf. hafði engar kröfur uppi í málinu. 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.

Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 23. maí 2014. Með bréfi 6. janúar 2015 krafðist hann þess að málið yrði fellt niður hér fyrir dómi. Stefndu Hallgrímur Hallgrímsson og Steinunn Jónsdóttir krefjast málskostnaðar fyrir Hæstarétti, en hvorki stefndi Jón Ólafsson né réttargæslustefndi, Tryggingamiðstöðin hf.

Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður málið fellt niður fyrir Hæstarétti.

Samkvæmt 2. mgr. 130. gr. sömu laga verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefndu Hallgrími og Steinunni málskostnað fyrir Hæstarétti eins og greinir í dómsorði.

Dómsorð:

Mál þetta er fellt niður.

Áfrýjandi, Gunnar Örn Friðriksson, greiði stefndu Hallgrími Hallgrímssyni og Steinunni Jónsdóttur 750.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.