Hæstiréttur íslands

Mál nr. 255/2004


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991


Föstudaginn 18

 

Föstudaginn 18. júní 2004.

Nr. 255/2004.

Lögreglustjórinn í Reykjavík

(Egill Stephensen saksóknari)

gegn

X

(Guðrún Sesselja Arnardóttir hdl.)

 

Kærumál. Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

X var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. júní 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. júní sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. júní 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 5. júlí 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verður felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hún kærumálskostnaðar.

Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.

Skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um gæluvarðhald yfir varnaraðila eru fyrir hendi. Ber því og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar að staðfesta hann.

Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

 

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. júní 2004.

             Ár 2004, mánudaginn 14. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Sigurði T. Magnússyni héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður þessi.

Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X, verði á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi til mánudagsins 5. júlí 2004 kl. 16:00.

             [...]

             Með vísan til fyrirliggjandi rannsóknargagna er fallist á með lögreglu að rökstuddur grunur sé fyrir hendi um að kærða hafi banað dóttur sinni með hnífi og veitt syni sínum áverka einnig með hnífi aðfaranótt mánudagsins 31. maí sl. og þannig brotið gegn 211. gr. og 211. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Enn hefur ekki gefist tækifæri til að taka ítarlega skýrslu af kærðu um hin meintu brot og ýmsum þáttum rannsóknar málsins er enn ekki lokið. Með vísan til framangreinds og þar sem skilyrði a-liðs 1. mgr., og 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 þykir uppfyllt er fallist á kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um að kærða sæti áfram gæsluvarðhaldi svo sem greinir í úrskurðarorði. 

Úrskurðarorð:

             Kærða, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi allt til mánu­dagsins 5. júlí 2004 kl. 16.00.