Hæstiréttur íslands
Mál nr. 431/2016
Lykilorð
- Niðurfelling máls
- Málskostnaður
Reifun
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson, Karl Axelsson og Viðar Már Matthíasson.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 7. júní 2016. Við munnlegan flutning málsins tilkynnti áfrýjandi að hann félli frá áfrýjun þess, en dæmt yrði um málskostnað. Stefndi krefst málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður málið fellt niður fyrir Hæstarétti.
Samkvæmt 2. mgr. 130. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 verður áfrýjanda gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Mál þetta er fellt niður.
Áfrýjandi, Landsbankinn hf., greiði stefnda, Lúðvík Brynjólfssyni, 600.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.