Hæstiréttur íslands

Mál nr. 68/2004


Lykilorð

  • Kærumál
  • Niðurfelling máls
  • Gjafsókn


Miðvikudaginn 25

 

Miðvikudaginn 25. febrúar 2004.

Nr. 68/2004.

K

(Vilhjálmur Þórhallsson hrl.)

gegn

M

(Valborg Þ. Snævarr hrl.)

 

Kærumál. Niðurfelling máls. Gjafsókn.

Mál K gegn M  var fellt niður fyrir Hæstarétti að ósk K. Var málskostnaður felldur niður en ákveðið að gjafsóknarkostnaður M skyldi greiðast  úr ríkissjóði.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 7. febrúar 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 29. janúar 2004, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að hann færi til bráðabirgða með forsjá dóttur málsaðila. Kæruheimild er í 5. mgr. 35. gr. barnalaga nr. 76/2003. Með bréfi 17. febrúar 2004 tilkynnti sóknaraðili að hún óskaði þess að málið yrði fellt niður. Af hálfu varnaraðila er gerð krafa um kærumálskostnað fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem honum hefur verið veitt fyrir Hæstarétti. 

Þegar litið er til atvika málsins þykir rétt að aðilarnar beri hvor sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Um gjafsóknarkostnað varnaraðila fyrir Hæstarétti fer samkvæmt því, sem í dómsorði segir.

Dómsorð:

 Mál þetta er fellt niður.

Allur gjafsóknarkostnaður varnaraðila, M, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Valborgar Þ. Snævarr hæstaréttarlögmanns, 30.000 krónur.