Hæstiréttur íslands

Nr. 2025-57

B (Karl Georg Sigurbjörnsson lögmaður)
gegn
A (sjálfur)

Lykilorð

  • Kæruleyfi
  • Fjárslit
  • Opinber skipti
  • Óvígð sambúð
  • Kærufrestur
  • Hafnað

Ákvörðun Hæstaréttar

1. Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen og Skúli Magnússon.

2. Með beiðni sem dagsett er 27. mars 2025 en barst Landsrétti 28. sama mánaðar leitar B leyfis Hæstaréttar, á grundvelli 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti dánarbúa o.fl., til að kæra úrskurð Landsréttar 14. mars 2025 í máli nr. 947/2024: A gegn B. Gagnaðili leggst gegn beiðninni.

3. Mál þetta lýtur að ágreiningi aðila við opinber skipti vegna slita á óvígðri sambúð þeirra.

4. Leyfisbeiðandi afhenti Landsrétti beiðni um kæruleyfi 28. mars 2025. Hins vegar var kæra í málinu móttekin af Landsrétti 31. mars 2025 en úrskurður Landsréttar í málinu var kveðinn upp 14. sama mánaðar.

5. Samkvæmt 1. mgr. 168. gr. laga nr. 91/1991 er frestur til að afhenda Landsrétti skriflega kæru, ef við á með ósk um kæruleyfi Hæstaréttar, tvær vikur frá uppkvaðningu dómsathafnar ef leyfisbeiðandi eða umboðsmaður hans var þá staddur á dómþingi, en ella áður en tvær vikur eru liðnar frá því hann eða umboðsmaður hans fékk vitneskju um dómsathöfn. Beiðni sóknaraðila um kæruleyfi fullnægir því ekki skilyrðum 1. mgr. 169. gr. laga nr. 91/1991. Frestur til að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og óska samhliða eftir kæruleyfi var því liðinn þegar kæra leyfisbeiðanda var afhent Landsrétti. Þegar af þeirri ástæðu er beiðni um kæruleyfi hafnað.