Hæstiréttur íslands
Mál nr. 96/2016
Lykilorð
- Fjármögnunarleiga
- Samningur
- Fyrning
Reifun
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Eiríkur Tómasson og Þorgeir Örlygsson.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 9. febrúar 2016. Hann krefst aðallega sýknu af kröfu stefnda, en til vara að fjárhæð hennar verði lækkuð. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
Málsatvikum er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Með vísan til forsendna hans verður staðfest sú niðurstaða að hafna kröfu áfrýjanda um sýknu af fjárkröfu stefnda eða lækkun kröfunnar af öðrum ástæðum en að hluti hennar sé fyrndur, meðal annars vegna þess að gagnkrafa áfrýjanda til skuldajafnaðar sé ekki á rökum reist.
Samkvæmt 13. grein samnings um fjármögnunarleigu 27. apríl 2005, sem fjárkrafa stefnda er reist á, bar áfrýjanda sem leigutaka að standa skil á leigu af hinu leigða, sem var vörubifreið af gerðinni MAN H36, á umsömdum gjalddögum sem voru 15. hvers mánaðar frá og með 15. júní 2005. Í máli þessu krefur stefndi áfrýjanda um mánaðarlegar leigugreiðslur frá og með 15. júlí 2009. Samkvæmt 3. gr., sbr. 1. mgr. 2. gr., laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda fyrndist hver greiðsla á fjórum árum, sbr. 28. gr. þeirra. Voru því fyrndar þær greiðslur, sem fallið höfðu í gjalddaga fyrir 19. febrúar 2011 eða fjórum árum áður en málið var höfðað, sbr. 15. gr. laganna, nema fyrningunni hefði verið slitið með öðrum hætti.
Með bréfi 28. júlí 2011 tilkynnti stefndi áfrýjanda að þann dag hefðu verið greiddar 896.169 krónur inn á ógreiddar kröfur stefnda samkvæmt áðurgreindum samningi með inneign áfrýjanda hjá stefnda vegna endurútreiknings á tveimur kaupleigusamningum milli aðila. Í aðilaskýrslu sinni fyrir héraðsdómi kvaðst áfrýjandi hafa fengið bréfið með tilkynningu þessa efnis, en ekki liggur fyrir að hann hafi aðhafst neitt af því tilefni.
Í 14. gr. laga nr. 150/2007 er kveðið á um að fyrningu sé slitið þegar skuldari hefur gagnvart kröfuhafa beinlínis eða með atferli sínu viðurkennt skylduna, svo sem með loforði um greiðslu eða með því að greiða afborgun höfuðstóls, verðbætur eða vexti. Í ákvæði þessu er við það miðað að skuldari hafi sjálfur í orði eða verki viðurkennt skuld gagnvart kröfuhafa sem skýra verður á þann veg að aðgerðaleysi af hálfu skuldara við því að kröfuhafi hafi greitt af skuldinni yrði sjaldnast lagt að jöfnu við viðurkenningu hans á henni. Sé litið til allra atvika málsins, þar á meðal stöðu stefnda sem fjármálafyrirtækis, verður ekki talið að einhliða ráðstöfun hans, sem tilkynnt var áfrýjanda 28. júlí 2011, hafi haft það í för með sér að fyrningu hafi verið slitið, enda mátti stefndi ekki líta svo á að í aðgerðaleysi áfrýjanda fælist viðurkenning á skuldinni. Þá verður heldur ekki fallist á að áfrýjandi hafi viðurkennt skuldina í skilningi umrædds lagaákvæðis þótt því hafi verið haldið fram af hans hálfu í máli, þar sem stefndi krafðist afhendingar á vörubifreiðinni sem áfrýjandi leigði af honum, að stefndi hefði tekið án fyrirvara við greiðslum samkvæmt kaupleigusamningunum tveimur og þar með fyrirgert rétti til riftunar þeirra og samningsins frá 2005.
Samkvæmt öllu framansögðu verður áfrýjanda gert að greiða stefnda 3.462.100 krónur með dráttarvöxtum eins og greinir í dómsorði.
Eftir þessum málsúrslitum verður hvorum málsaðila gert að bera sinn kostnað af rekstri málsins á báðum dómstigum.
Dómsorð:
Áfrýjandi, Nathanael B. Ágústsson, greiði stefnda, Lýsingu hf., 3.462.100 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 193.399 krónum frá 15. mars til 15. apríl 2011, af 385.262 krónum frá þeim degi til 15. maí 2011, af 581.245 krónum frá þeim degi til 15. júní 2011, af 779.468 krónum frá þeim degi til 15. júlí 2011, af 982.316 krónum frá þeim degi til 15. ágúst 2011, af 1.183.628 krónum frá þeim degi til 15. september 2011, af 1.383.053 krónum frá þeim degi til 15. október 2011, af 1.580.474 krónum frá þeim degi til 15. nóvember 2011, af 1.778.742 krónum frá þeim degi til 15. desember 2011, af 1.980.979 krónum frá þeim degi til 15. janúar 2012, af 2.016.556 krónum frá þeim degi til 15. febrúar 2012, af 2.052.035 krónum frá þeim degi til 15. mars 2012, af 2.088.153 krónum frá þeim degi til 15. apríl 2012, af 2.124.555 krónum frá þeim degi til 15. maí 2012, af 2.160.562 krónum frá þeim degi til 15. júní 2012, af 2.196.403 krónum frá þeim degi til 15. júlí 2012, af 2.232.242 krónum frá þeim degi til 15. ágúst 2012, af 2.265.713 krónum frá þeim degi til 15. september 2012, af 2.300.559 krónum frá þeim degi til 15. október 2012, af 2.335.738 krónum frá þeim degi til 15. nóvember 2012, af 2.371.911 krónum frá þeim degi til 15. desember 2012, af 2.407.915 krónum frá þeim degi til 15. janúar 2013, af 2.444.235 krónum frá þeim degi til 15. febrúar 2013, af 2.480.324 krónum frá þeim degi til 15. mars 2013, af 2.514.759 krónum frá þeim degi til 15. apríl 2013, af 2.547.317 krónum frá þeim degi til 15. maí 2013, af 2.580.459 krónum frá þeim degi til 15. júní 2013, af 2.613.927 krónum frá þeim degi til 15. júlí 2013, af 2.647.364 krónum frá þeim degi til 15. ágúst 2013, af 2.680.560 krónum frá þeim degi til 15. september 2013, af 2.714.057 krónum frá þeim degi til 15. október 2013, af 2.747.755 krónum frá þeim degi til 15. nóvember 2013, af 2.781.395 krónum frá þeim degi til 15. desember 2013, af 2.814.031 krónu frá þeim degi til 20. desember 2013, af 2.832.531 krónu frá þeim degi til 15. janúar 2014, af 2.864.470 krónum frá þeim degi til 15. febrúar 2014, af 2.896.067 krónum frá þeim degi til 15. mars 2014, af 2.927.696 krónum frá þeim degi til 1. apríl 2014, af 3.007.212 krónum frá þeim degi til 15. apríl 2014, af 3.038.648 krónum frá þeim degi til 15. maí 2014, af 3.070.087 krónum frá þeim degi til 15. júní 2014, af 3.101.749 krónum frá þeim degi til 15. júlí 2014, af 3.133.356 krónum frá þeim degi til 15. ágúst 2014, af 3.165.293 krónum frá þeim degi til 15. september 2014, af 3.197.148 krónum frá þeim degi til 2. október 2014, af 3.365.895 krónum frá þeim degi til 15. október 2014, af 3.397.821 krónu frá þeim degi til 15. nóvember 2014, af 3.429.957 krónum frá þeim degi til 15. desember 2014 og af fyrstgreindri fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags.
Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 23. nóvember 2015.
Mál þetta sem dómtekið var 13. nóvember 2015 var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, 19. febrúar 2015, af Lýsingu hf., Ármúla 3, Reykjavík, á hendur Nathanael B. Ágústssyni, Kjarrheiði 3, Hveragerði.
Kröfur aðila
Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur, til að greiða honum kr. 7.373.295,- auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 196.986,- frá 15.07.2009 til 15.08.2009, af kr. 395.175, frá þeim degi til 15.09.2009, af kr. 595.708,- frá þeim degi til 15.10.2009, af kr. 794.903,- frá þeim degi til 15.11.2009, af kr. 995.255,- frá þeim degi til 15.12.2009, af kr. 1.196.839,- frá þeim degi til 15.01.2010, af kr. 1.396.637,- frá þeim degi til 15.02.2010, af kr. 1.600.215,- frá þeim degi til 15.03.2010, af kr. 1.802.430,- frá þeim degi til 15.04.2010, af kr. 2.003.023,- frá þeim degi til 15.05.2010, af kr. 2.201.803,- frá þeim degi til 15.06.2010, af kr. 2.395.959,- frá þeim degi til 15.07.2010, af kr. 2.588.000,- frá þeim degi til 15.08.2010, af kr. 2.780.709,- frá þeim degi til 15.09.2010, af kr. 2.970.070,- frá þeim degi til 15.10.2010, af kr. 3.156.058,- frá þeim degi til 15.11.2010, af kr. 3.341.613,- frá þeim degi til 15.12.2010, af kr. 3.529.032,- frá þeim degi til 15.01.2011, af kr. 3.718.880,- frá þeim degi til 15.02.2011, af kr. 3.911.195,- frá þeim degi til 15.03.2011, af kr. 4.104.594,- frá þeim degi til 15.04.2011, af kr. 4.296.457,- frá þeim degi til 15.05.2011, af kr. 4.492.440,- frá þeim degi til 15.06.2011, af kr. 4.690.663,- frá þeim degi til 15.07.2011, af kr. 4.893.511,- frá þeim degi til 15.08.2011, af kr. 5.094.823,- frá þeim degi til 15.09.2011, af kr. 5.294.248,- frá þeim degi til 15.10.2011, af kr. 5.491.669,- frá þeim degi til 15.11.2011, af kr. 5.689.937,- frá þeim degi til 15.12.2011, af kr. 5.892.174,- frá þeim degi til 15.01.2012, af kr. 5.927.751,- frá þeim degi til 15.02.2012, af kr. 5.963.230,- frá þeim degi til 15.03.2012, af kr. 5.999.348,- frá þeim degi til 15.04.2012, af kr. 6.035.750,- frá þeim degi til 15.05.2012, af kr. 6.071.757,- frá þeim degi til 15.06.2012, af kr. 6.107.598,- frá þeim degi til 15.07.2012, af kr. 6.143.437,- frá þeim degi til 15.08.2012, af kr. 6.176.908,- frá þeim degi til 15.09.2012, af kr. 6.211.754,- frá þeim degi til 15.10.2012, af kr. 6.246.933,- frá þeim degi til 15.11.2012, af kr. 6.283.106,- frá þeim degi til 15.12.2012, af kr. 6.319.110,- frá þeim degi til 15.01.2013, af kr. 6.355.430,- frá þeim degi til 15.02.2013, af kr. 6.391.519,- frá þeim degi til 15.03.2013, af kr. 6.425.954,- frá þeim degi til 15.04.2013, af kr. 6.458.512,- frá þeim degi til 15.05.2013, af kr. 6.491.654,- frá þeim degi til 15.06.2013, af kr. 6.525.122,- frá þeim degi til 15.07.2013, af kr. 6.558.559,- frá þeim degi til 15.08.2013, af kr. 6.591.755,- frá þeim degi til 15.09.2013, af kr. 6.625.252,- frá þeim degi til 15.10.2013, af kr. 6.658.950,- frá þeim degi til 15.11.2013, af kr. 6.692.590,- frá þeim degi til 15.12.2013, af kr. 6.725.226,- frá þeim degi til 20.12.2013, af kr. 6.743.726,- frá þeim degi til 15.01.2014, af kr. 6.775.665,- frá þeim degi til 15.02.2014, af kr. 6.807.262,- frá þeim degi til 15.03.2014, af kr. 6.838.891,- frá þeim degi til 01.04.2014, af kr. 6.918.407,- frá þeim degi til 15.04.2014, af kr. 6.949.843,- frá þeim degi til 15.05.2014, af kr. 6.981.282,- frá þeim degi til 15.06.2014, af kr. 7.012.944,- frá þeim degi til 15.07.2014, af kr. 7.044.551,- frá þeim degi til 15.08.2014, af kr. 7.076.488,- frá þeim degi til 15.09.2014, af kr. 7.108.343,- frá þeim degi til 02.10.2014, af kr. 7.277.090,- frá þeim degi til 15.10.2014, af kr. 7.309.016,- frá þeim degi til 15.11.2014, af kr. 7.341.152,- frá þeim degi til 15.12.2014, af kr. 7.373.295,- frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð kr. 243.637,- þann 28.07.2011. Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi.
Af hálfu stefnda er þess krafist að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að skaðlausu að mati réttarins, auk virðisaukaskatts á málflutningsþóknun.
Atvik máls
Stefnandi í máli þessu er eignaleigufyrirtæki í merkingu 3. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Stefndi er sjálfstæður atvinnurekandi á sviði byggingaframkvæmda og mannvirkjagerðar.
Þann 27. apríl 2005 gerðu stefnandi og Verktaki Leó ehf. með sér fjármögnunar-leigusamning um flutningabifreið af tegundinni MAN TGA 35.530, fnr. RP-745, árg. 2005. Fékk samningurinn auðkennisnúmerið 117849. Seljandi bifreiðarinnar var Kraftur hf. Leigugreiðslur samkvæmt samningnum voru skv. 2. gr. hans, sbr. 2. mgr. 14. gr., tengdar gengi evru, Bandaríkjadals, japanskra jena og svissneskra franka.
Á tímabilinu frá 23. febrúar 2007 til og með 11. desember 2008 voru gerðar samtals sex skriflegar breytingar á samningnum. Fólu þær m.a. í sér að stefndi tók, 5. júlí 2007, ábyrgð á efndum samningsins og að samningstíminn var ýmist styttur eða lengdur og fjárhæðum skuldbreytt. Þá fékk samningurinn tvívegis nýtt auðkennis-númer og ber hann nú auðkennisnúmerið 147528. Þá yfirtók stefndi,11. desember 2008, allar skyldur og öll réttindi upphaflegs leigutaka gagnvart stefnanda auk þess sem Ólafur Jón Leósson, fyrirsvarsmaður fyrri leigutaka, tók sjálfskuldarábyrgð á efndum samningsins.
Með símskeyti til stefnda, 14. október 2014, lýsti stefnandi yfir riftun á framangreindum fjármögnunarleigusamningi vegna meintra vanskila stefnda á leigugreiðslum og öðrum greiðslum sem stefnda hefði borið að greiða skv. samningnum. Þá krafðist stefnandi skila á leigumun.
Í máli þessu er deilt um hvort víkja beri ákvæðum framangreinds fjármögnunarleigusamnings til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga eða 36. gr. a., 36. gr. b. eða 36. gr. c., sömu laga, eða vegna brostinna forsendna. Þá deila aðila um skuldajafnaðarkröfu stefnda og hvort kröfur stefnanda séu að hluta fyrndar.
Málsástæður stefnanda og tilvísun til réttarheimilda
Stefnandi byggir á því að skuld stefnda, Nathanaels B. Ágústssonar, samkvæmt fjármögnunarleigusamningi, upphaflega nr. 117849 en nú nr. 147528, dags. 27. apríl 2005, að fjárhæð 7.394.690 krónur sé ógreidd auk dráttarvaxta, allt að frádreginni innborgun, 28. júlí 2011, að fjárhæð 243.637 krónur. Skuldin sé skv. eftirgreindum reikningum og sundurliðist þannig:
|
Nr. reiknings |
Tegund reiknings |
Tímabil |
Gjalddagi |
Fjárhæð |
|
10954927 |
Leigureikningur |
15.07.2009-14.08.2009 |
15.7.2009 |
196.986 |
|
10980654 |
Leigureikningur |
15.08.2009-14.09.2009 |
15.8.2009 |
198.189 |
|
11005650 |
Leigureikningur |
15.09.2009-14.10.2009 |
15.9.2009 |
200.533 |
|
11034173 |
Leigureikningur |
15.10.2009-14.11.2009 |
15.10.2009 |
199.195 |
|
11057373 |
Leigureikningur |
15.11.2009-14.12.2009 |
15.11.2009 |
200.352 |
|
11082519 |
Leigureikningur |
15.12.2009-14.01.2010 |
15.12.2009 |
201.584 |
|
11110142 |
Leigureikningur |
15.01.2010-14.02.2010 |
15.1.2010 |
199.798 |
|
11132631 |
Leigureikningur |
15.02.2010-14.03.2010 |
15.2.2010 |
203.578 |
|
11155434 |
Leigureikningur |
15.03.2010-14.04.2010 |
15.3.2010 |
202.215 |
|
11179110 |
Leigureikningur |
15.04.2010-14.05.2010 |
15.4.2010 |
200.593 |
|
11200432 |
Leigureikningur |
15.05.2010-14.06.2010 |
15.5.2010 |
198.780 |
|
11223146 |
Leigureikningur |
15.06.2010-14.07.2010 |
15.6.2010 |
194.156 |
|
11234361 |
Leigureikningur |
15.07.2010-14.08.2010 |
15.7.2010 |
192.041 |
|
11237822 |
Leigureikningur |
15.08.2010-14.09.2010 |
15.8.2010 |
192.709 |
|
11244105 |
Leigureikningur |
15.09.2010-14.10.2010 |
15.9.2010 |
189.361 |
|
11254812 |
Leigureikningur |
15.10.2010-14.11.2010 |
15.10.2010 |
185.988 |
|
11259898 |
Leigureikningur |
15.11.2010-14.12.2010 |
15.11.2010 |
185.555 |
|
11740746 |
Leigureikningur |
15.12.2010-14.01.2011 |
15.12.2010 |
187.419 |
|
11740747 |
Leigureikningur |
15.01.2011-14.02.2011 |
15.1.2011 |
189.848 |
|
11740748 |
Leigureikningur |
15.02.2011-14.03.2011 |
15.2.2011 |
192.315 |
|
11740749 |
Leigureikningur |
15.03.2011-14.04.2011 |
15.3.2011 |
193.399 |
|
|
||||
|
11740750 |
Leigureikningur |
15.04.2011-14.05.2011 |
15.4.2011 |
191.863 |
|
11740751 |
Leigureikningur |
15.05.2011-14.06.2011 |
15.5.2011 |
195.983 |
|
11740752 |
Leigureikningur |
15.06.2011-14.07.2011 |
15.6.2011 |
198.223 |
|
11740753 |
Leigureikningur |
15.07.2011-14.08.2011 |
15.7.2011 |
202.848 |
|
11740754 |
Leigureikningur |
15.08.2011-14.09.2011 |
15.8.2011 |
201.312 |
|
11740755 |
Leigureikningur |
15.09.2011-14.10.2011 |
15.9.2011 |
199.425 |
|
11740756 |
Leigureikningur |
15.10.2011-14.11.2011 |
15.10.2011 |
197.421 |
|
11740757 |
Leigureikningur |
15.11.2011-14.12.2011 |
15.11.2011 |
198.268 |
|
11740758 |
Leigureikningur |
15.12.2011-14.01.2012 |
15.12.2011 |
202.237 |
|
11753330 |
Framhaldsleiga |
|
15.1.2012 |
35.577 |
|
11753331 |
Framhaldsleiga |
|
15.2.2012 |
35.479 |
|
11753332 |
Framhaldsleiga |
|
15.3.2012 |
36.118 |
|
11753333 |
Framhaldsleiga |
|
15.4.2012 |
36.402 |
|
11753334 |
Framhaldsleiga |
|
15.5.2012 |
36.007 |
|
11753335 |
Framhaldsleiga |
|
15.6.2012 |
35.841 |
|
11753336 |
Framhaldsleiga |
|
15.7.2012 |
35.839 |
|
11753337 |
Framhaldsleiga |
|
15.8.2012 |
33.471 |
|
11753338 |
Framhaldsleiga |
|
15.9.2012 |
34.846 |
|
11753339 |
Framhaldsleiga |
|
15.10.2012 |
35.179 |
|
11753340 |
Framhaldsleiga |
|
15.11.2012 |
36.173 |
|
11753341 |
Framhaldsleiga |
|
15.12.2012 |
36.004 |
|
11753342 |
Framhaldsleiga |
|
15.1.2013 |
36.320 |
|
|
||||
|
11753343 |
Framhaldsleiga |
|
15.2.2013 |
36.089 |
|
11753344 |
Framhaldsleiga |
|
15.3.2013 |
34.435 |
|
11753345 |
Framhaldsleiga |
|
15.4.2013 |
32.558 |
|
11753346 |
Framhaldsleiga |
|
15.5.2013 |
33.142 |
|
11753347 |
Framhaldsleiga |
|
15.6.2013 |
33.468 |
|
11753348 |
Framhaldsleiga |
|
15.7.2013 |
33.437 |
|
11753349 |
Framhaldsleiga |
|
15.8.2013 |
33.196 |
|
11753350 |
Framhaldsleiga |
|
15.9.2013 |
33.497 |
|
11753351 |
Framhaldsleiga |
|
15.10.2013 |
33.698 |
|
11753352 |
Framhaldsleiga |
|
15.11.2013 |
33.640 |
|
11753353 |
Framhaldsleiga |
|
15.12.2013 |
32.636 |
|
11719547 |
Vanrækslugjald 2013-10 RP 745 |
|
20.12.2013 |
18.500 |
|
11753354 |
Framhaldsleiga |
|
15.1.2014 |
31.939 |
|
11753355 |
Framhaldsleiga |
|
15.2.2014 |
31.597 |
|
11753356 |
Framhaldsleiga |
|
15.3.2014 |
31.629 |
|
11737766 |
Bifreiðagjald RP 745 2014-01 |
|
1.4.2014 |
79.516 |
|
11753357 |
Framhaldsleiga |
|
15.4.2014 |
31.436 |
|
11753358 |
Framhaldsleiga |
|
15.5.2014 |
31.439 |
|
11753359 |
Framhaldsleiga |
|
15.6.2014 |
31.662 |
|
11756625 |
Framhaldsleiga |
|
15.7.2014 |
31.607 |
|
11765781 |
Framhaldsleiga |
|
15.8.2014 |
31.937 |
|
11773784 |
Framhaldsleiga |
|
15.9.2014 |
31.855 |
|
11775235 |
Þungaskattur RP 745. 1.tb. 14. |
|
2.10.2014 |
89.176 |
|
11775245 |
Bifreiðagjald RP 745 2014-02 |
|
2.10.2014 |
79.571 |
|
11781004 |
Framhaldsleiga |
|
15.10.2014 |
31.926 |
|
11787733 |
Framhaldsleiga |
|
15.11.2014 |
32.136 |
|
11793883 |
Framhaldsleiga |
|
15.12.2014 |
32.143 |
|
7.373.295 |
Um sé að ræða ógreidda leigureikninga, bæði vegna grunn- og framhaldsleigu. Fjárhæð hvers leigureiknings hafi verið umreiknuð úr erlendum myntum yfir í íslenskar krónur, í samræmi við ákvæði 2. gr. og 14. gr. leigusamnings stefnanda og stefnda. Nánari sundurliðun á þeim útreikningum sé að finna á umræddum leigureikningum sem lagðir hafi verið fram við þingfestingu málsins. Jafnframt sé krafist greiðslu vegna vanrækslugjalds, bifreiðagjalda og þungaskatts. Umræddar kröfur séu ógreiddir reikningar, sem stefnandi hafi greitt en stefnda beri að greiða samkvæmt fjármögnunarleigusamningi aðila, sbr. 26., 27. og 29. gr. samningsins. Stefnandi hafi endurkrafið stefnda um þennan kostnað með útgáfu reikninga, sem stefndi hafi ekki greitt. Dráttavextir reiknist frá gjalddaga hverrar leigugreiðslu, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Gjalddagi leigugreiðslna komi fram í leigusamningi aðila, svo og í útgefnum reikningum. Dráttarvextir á reikninga vegna útlagðs kostnaðar, sem stefnandi hafi greitt en stefnda borið að greiða, reiknist frá gjalddaga hvers reiknings, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.
Hvað þá kröfu stefnda varði að víkja beri samningi aðila til hliðar með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936 byggi stefnandi á því að skilyrði 36. gr. laga nr. 7/1936 séu ekki uppfyllt. Sönnunarbyrðin fyrir því að skilyrði 36. gr. laga nr. 7/1936 séu uppfyllt hvíli á stefnda en hann hafi með engu móti sýnt fram á að skilyrðunum sé fullnægt. Stefnandi mótmæli því að samningur aðila sé í eðli sínu ósanngjarn. Um sé að ræða fjármögnunarleigusamning, sem bundinn sé gengi erlendra gjaldmiðla. Því fylgi gengisáhætta sem stefnda hafi verið kunnugt um. Þá hafi vaxtakjör samningsins verið hagstæðari en almennt hafi verið um ógengistryggða samninga. Skuldarasamband fyrri leigutaka og stefnanda sé stefnda óviðkomandi og geti stefndi ekki borið fyrir sig atvik samningsins gagnvart fyrri skuldara. Sú regla gildi í íslenskum rétti að samningur um yfirtöku skuldar hafi almennt ekki önnur réttaráhrif en þau sem aðilar samningsins hafi gagngert ætlað honum. Í því samhengi sé einnig á því byggt að samningur aðila sé skýr leigusamningur og um samningsformið hafi margsinnis verið fjallað í dómum Hæstaréttar. Í þeim málum hafi aldrei verið fallist á að samningar sambærilegir þeim sem um sé deilt í málinu væru ósanngjarnir heldur þvert á móti verið tekið fram að samningarnir væru skýrir og að ákvæði þeirra væru hefðbundin fyrir fjármögnunarleigusamninga. Af hálfu stefnanda sé því hafnað að efni samningsins hafi verið íþyngjandi fyrir stefnda. Þá sé með öllu ósannað og því mótmælt sem röngu að stefndi hafi tekið yfir samninginn í greiðaskyni og að alltaf hafi staðið til að fyrri leigutaki yrði aftur leigutaki. Stefnandi mótmæli því að röngu og ósönnuðu að atvik og aðstæður við samningsgerð aðila eigi að leiða til þess að samningi aðila verði vikið til hliðar. Þá sé því mótmælt sem röngu og ósönnuðu að samningurinn hafi verið yfirtekinn til málamynda. Því sé mótmælt að sú staðreynd að stefnandi sé fjármálafyrirtæki og stefndi einstaklingur í atvinnurekstri eigi að leiða til þess að víkja beri samningi aðila til hliðar. Stefnandi mótmæli því sem röngu og ósönnuðu að til hafi staðið af hálfu stefnanda að skrá samninginn af nafni stefnda og þaðan af síður að samningurinn sé bersýnilega ósanngjarn vegna þessa. Þá sé á því byggt af hálfu stefnanda að stefndi hafi með engu móti sýnt fram á að það sé andstætt góðum viðskiptavenjum að stefnandi beri samninginn fyrir sig. Stefnandi mótmæli því sem röngu og ósönnuðu að stefnandi hafi synjað um útgáfu afsals fyrir bifreið af tegundinni Volvo og krana af gerðinni Hiab sem og því að þeir kaupleigusamningar sem taki til bifreiðarinnar og kranans séu að fullu greiddir. Þá mótmæli stefnandi öllum fullyrðingum stefnda vegna meintra fullnaðarkvittana. Hvað varði tilvísun stefnda í ákvæði 36. gr. a – 36. gr. c laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga sé því mótmælt að stefndi geti talist neytandi í skilningi ákvæðanna þar sem samningur aðila hafi verið gerður í atvinnuskyni hvað stefnda varði. Verði ekki fallist á það með stefnanda að stefndi sé ekki neytandi í skilningi fyrrgreindra ákvæða sé á því byggt að skilyrði ákvæðanna séu ekki uppfyllt hvað ógildingu samningsins varði. Stefnandi mótmæli því að víkja beri samningi aðila til hliðar á grundvelli brostinna forsendna. Þá sé því mótmælt sem ósönnuðu og röngu að það hafi verið forsenda að samningurinn yrði færður aftur á nafn upphaflegs leigutaka. Stefnandi hafni því og mótmæli sem ósönnuðu og röngu að stefndi eigi gagnkröfu á hendur stefnanda enda hafi stefndi ekki sýnt fram á, á hvaða grundvelli krafan sé byggð. Stefndi sé með gagnkröfu sinni að bera því við að hann hafi yfir að ráða fullnaðarkvittun fyrir svokölluðum viðbótarvöxtum. Dómstólar hafi í sumum tilfellum fallist á að undantekningarregla kröfuréttar um fullnaðarkvittanir sé uppfyllt. Bent sé á að um undantekningarreglu sé að ræða og hafi stefndi með engu móti sýnt fram á að skilyrði hennar séu uppfyllt. Stefndi hafi eingöngu lagt fram samninga aðila ásamt endurútreikningum á þeim frá því í apríl 2011. Þessi gögn geti með engu móti talist vera til þess fallin að hægt sé að taka meinta gagnkröfu stefnda til greina. Þá hafi stefndi ekki lagt fram nein gögn sem sýni fram á að umræddir kaupleigusamningar aðila séu uppgreiddir, hvort um vanskil sé að ræða eða hver staða þeirra sé. Þar sem stefndi hafi ekki með neinu móti sýnt fram á eða lagt fram gögn sem styðji meinta gagnkröfu sína byggi stefnandi á því að hann eigi enga gagnkröfu. Stefnandi mótmæli einnig að meint gagnkrafa stefnda beri dráttarvexti frá þeim degi er endurútreikningar hafi farið fram. Stefnandi byggi á því að engar sérreglur gildi um tilkall til vaxta af ofgreiddu fé, sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Þá hafi stefndi ekki krafið stefnanda um þessa meintu gagnkröfu og því séu engin skilyrði til þess að sú meinta krafa beri vexti. Hvað meinta fyrningu stefnukrafna varði byggi stefnandi á því að slit fyrningar hafi átt sér stað með innborgun stefnda inn á samning aðila, 28. júlí 2011, sbr. 14. gr. laga nr. 150/2007. Stefnandi byggi á því að á þeim tímapunkti hafi nýr fyrningarfrestur byrjað að líða, sbr. 20. gr. sömu laga. Stefnandi byggi einnig á því að með stefnu birtri, 19. febrúar 2015, hafi stefnandi slitið fyrningu og því séu engar kröfur eldri en fjögurra ára í skilningi 3. gr. laga nr. 150/2007 á máli þessu sem leiði aftur til þess að þau fyrningarsjónarmið sem stefndi haldi fram eigi ekki við. Beri því að fallast á kröfur stefnanda. Af hálfu stefnanda hafi verið fallið frá kröfum um útlagðan kostnað vegna vörslusviptingargjalds. Stefnandi mótmæli því að krafa hans um útlagðan kostnað vegna vanrækslugjalds, bifreiðargjalds og þungaskatt sé engum gögnum studd en í málinu sé að finna hreyfingaryfirlit frá tollstjóra sem sýni þau gjöld, sem stefndi hafi skuldbundið sig til að greiða með samningnum og stefnandi krefjist endurgreiðslu á.
Hvað lagarök varði vísi stefnandi til almennra reglna kröfuréttarins um greiðslu fjárskuldbindinga og til ákvæða laga nr. 7/1936. Vaxtakröfur styðji stefnandi við 1., 2. og 3. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001. Kröfu um málskostnað styðji stefnandi við XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Ekki sé gerð krafa um virðisaukaskatt á málskostnað, sbr. lög nr. 50/1988, þar sem stefnandi sé virðisaukaskattsskyldur. Varnarþing stefnda byggi á 3. mgr. 42. gr. laga nr. 91/1991 en fram komi í 35. gr. fjármögnunarleigusamnings aðila að heimilt sé að höfða mál þetta fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málsástæður stefnda og tilvísun til réttarheimilda
Stefndi byggir á því að víkja eigi samningi aðila til hliðar í heild sinni á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, sem og ólögfestra ógildingarreglna samningaréttarins, þar sem bersýnilega ósanngjarnt sé af hálfu stefnanda að bera samninginn fyrir sig. Þessu til stuðnings vísi stefndi einkum til eftirfarandi. Samningur aðila sé í eðli sínu ósanngjarn gagnvart stefnda. Þannig sé um að ræða samning um fjármögnunarleigu sem bundinn sé gengi erlendra gjaldmiðla. Í kjölfar hruns íslensku krónunnar hafi greiðslur samkvæmt samningnum hækkað verulega á meðan samningsfjárhæðin hafi lítið breyst, þrátt fyrir greiðslu afborgana og innborganir þar fyrir utan. Hafi fjárhæð samningsins aðeins lækkað um rúmar þrjár milljónir króna þótt greitt hafi verið af samningnum frá því að hann var gerður í apríl 2005 og fram til ágúst 2009, auk nokkurra greiðslna þar á eftir, og greidd hafi verið innborgun inn á samninginn að fjárhæð 5.500.000 krónur. Þá hafi ábyrgðarmaður samningsins fallið frá. Að mati stefnda leiði þetta eitt og sér til þess að samningur aðila tejist ósanngjarn í skilningi 36. gr. laga nr. 7/1936, enda hljóti það í besta falli að teljast ósanngjarnt að annar aðili samnings skuli látinn bera alla áhættu af utanaðkomandi atburðum sem hann hafi enga stjórn á. Stefndi bendi á að við mat á því hvort samningur teljist ósanngjarn í skilningi 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 beri samkvæmt 2. mgr. sömu greinar að líta til efnis þess samnings sem um ræði. Bendi stefndi á að við það mat verði að taka tillit til þess að efni samningsins hafi verið afar íþyngjandi fyrir stefnda en ívilnandi fyrir stefnanda. Í því sambandi verði að líta til þess að stefndi hafi þurft að bera alla áhættu af þeim breytingum sem orðið hafi á höfuðstól samningsins og fjárhæð afborgana í kjölfar hins íslenska efnahagshruns. Stefnandi hafi hins vegar enga áhættu þurft að bera vegna samningsins, enda hafi hagsmunir hans ráðið för við samningsgerðina. Þá verði að hafa í huga í þessu sambandi að stefndi hafi aldrei haft neitt forræði á efni samningsins eða skilmálum hans. Þannig hafi stefndi yfirtekið samninginn í greiðaskyni við vin sinn og félaga, Ólaf Jón Leósson, sem rekið hafi félagið Verktaka Leó ehf. Þá hafi alltaf staðið til að félagið tæki samninginn yfir að nýju eftir að búið væri að ganga frá því uppgjöri sem þá hafi staðið yfir. Hafi nefndur Ólafur Jón og tekið á sig ábyrgð á efndum samningsins. Það hafi hins vegar aldrei komið til yfirtöku samningsins þar sem Ólafur Jón hafi látist áður en af því gæti orðið. Eftir sitji stefndi með bersýnilega ósanngjarnan samning sem hann hafi aldrei haft neitt forræði á og aldrei staðið til að yrði lengi á hans hendi. Að mati stefnda verði ekki, þegar verið sé að leggja mat á ósanngirni samningsins, litið framhjá þessum sérstöku aðstæðum sem uppi hafi verið er hann hafi tekið á sig samningsskuldbindingar upphaflegs viðsemjanda stefnanda. Stefndi hafi aðeins yfirtekið samninginn til málamynda og í þeim tilgangi einum að aðstoða félaga sinn í þrengingum hans. Mannlegur harmleikur hafi hins vegar orðið til þess að stefndi hafi setið uppi með samninginn, sem hann hafi engan þátt átt í að gera og engu ráðið um hvers efnis væri. Í ljósi þessara aðstæðna verði svo ósanngjarn samningur ekki talinn skuldbindandi fyrir stefnda. Stefndi bendi á að við mat á samningi aðila verði með hliðsjón af ákvæði 36. gr. laga nr. 7/1936 að hafa í huga þá yfirburðastöðu sem stefnandi hafi verið í við samningsgerðina, bæði þegar samningurinn hafi verið gerður og þegar stefndi hafi yfirtekið hann. Bendi stefndi á að stefnandi sé fjármálafyrirtæki sem afli sér tekna með lánastarfsemi og hafi á að skipa sérþekkingu á því sviði. Samningurinn hafi verið saminn af sérfræðingum stefnanda og eigi það sama við um samkomulag það er stefndi hafi skrifað undir, þegar hann hafi yfirtekið samninginn. Skilmálar samningsins hafi verið samdir einhliða af hálfu stefnanda og þeim komið fyrir með smáu letri á sérblöðum sem fylgt hafi með meginefni samningsins. Stefndi hafi hins vegar hvergi komið nærri þessari vinnu fyrir utan það eitt að skrifa nafn sitt undir samkomulagið. Þá hafi stefndi enga sérstaka þekkingu eða reynslu af viðskiptum af þessu tagi. Stefndi hafi aðeins yfirtekið samninginn nokkrum árum eftir að hann hafi verið gerður. Það hafi hann gert í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem áður sé lýst. Hafi stefnanda verið fullkunnugt um ástæður og aðdraganda þess að stefndi hafi yfirtekið samninginn. Staða aðila hafi því verið eins ólík og hugsast geti, þar sem stefndi hafi tekið yfir samning, sem stefnandi hafi búið til og annar aðili skrifað undir. Sé samkvæmt því enn ósanngjarnara en ella að stefnandi beri samninginn fyrir sig gagnvart stefnda. Stefndi bendi jafnframt á að við mat á því hvort víkja beri samningi aðila til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 verði ekki litið framhjá þeim aðstæðum sem uppi hafi verið er stefndi hafi yfirtekið samninginn og þeirra atburða sem átt hafi sér stað í kjölfarið. Líkt og áður sé rakið hafi samningurinn aldrei verið skráður af nafni stefnda eins og þó hafi staðið til. Hafi það komið til sökum andláts áðurnefnds Ólafs Jóns Leóssonar, félaga og vinar stefnda. Hafi þar verið um hörmulegan atburð að ræða sem stefnda hafi að sjálfsögðu verið ómögulegt að sjá fyrir, er hann hafi gengist undir samningsskuldbindinguna. Í ljósi þessara hörmulegu og ófyrirsjáanlegu atvika sé að mati stefnda bersýnilega ósanngjarnt af hálfu stefnanda að bera samninginn fyrir sig. Að lokum bendi stefndi á að það sé andstætt góðum viðskipvenjum af hálfu stefnanda að bera samning aðila fyrir sig. Árétti stefndi í því sambandi að stefnandi sé fjármálafyrirtæki í skilningi 1. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/ 2002 og beri því að haga starfsháttum sínum í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði, sbr. 19. gr. laganna. Á stefnanda hvíli því ríkar skyldur til að haga starfsemi sinni á þann veg að eðlilegir viðskiptahættir fái notið sín. Stefndi bendi á að sú háttsemi stefnanda að nýta sér aðstöðu sína gagnvart sér til að krefja sig um fullar efndir á samningi þeim sem um sé deilt í máli þessu en synja á móti um útgáfu afsals fyrir bifreið af tegundinni VOLVO FL10 og krana af tegundinni HIAB 220C, skv. kaupleigu-samningum aðila, sem stefndi hafi þegar greitt að fullu, eigi ekkert skylt við góða viðskiptahætti. Eigi það ekki hvað síst við í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi hafi verið er stefndi hafi yfirtekið umræddan samning og þeirra atburða sem síðar hafi gerst. Að mati stefnda sé slík háttsemi í besta falli andstæð góðum viðskiptaháttum og venjum og sýni svo ekki verði um villst að stefnandi neyti allra bragða við gæslu eigin hagsmuna á kostnað hagsmuna stefnda. Leiði það eitt og sér til þess að samningur aðila teljist ósanngjarn í skilningi 36. gr. laga nr. 7/1936. Stefndi bendi jafnframt sérstaklega á, í þessu sambandi, að endurútreikningur stefnanda á kaupleigu-samningum aðila virðist í fullkomnu ósamræmi við dóma Hæstaréttar Íslands frá 5. mars 2015 í málum nr. 625/2014 og nr. 626/2014. Verði þannig ekki annað séð en að stefnandi sé að krefja stefnda um viðbótarvexti og mismun afborgana fyrir tímabil sem stefndi hafi þegar staðið full skil á og fengið fullnaðarkvittanir fyrir. Samkvæmt því eigi stefndi kröfu á hendur stefnanda sem nemi mismuninum á þeim viðbótarvöxtum og viðbótarafborgunum, sem stefnandi hafi ranglega krafið stefnda um í kjölfar endurútreiknings síns. Sé framferði stefnanda vegna þess samnings, sem til umfjöllunar sé í þessu máli, enn ámælisverðari í því ljósi. Vísi stefndi að öðru leyti hvað þetta varði til umfjöllunar um gagnkröfu sína. Til viðbótar við framangreint telji stefndi að við mat á því hvort víkja beri samningi aðila til hliðar, verði að líta til ákvæða 36. gr. a, 36. gr. b og 36. gr. c, laga nr. 7/1936. Ákvæðin gildi um samninga, m.a. samningsskilmála, sem ekki hafi verið samið sérstaklega um, enda séu samningarnir liður í starfsemi annars aðilans en ekki liður í starfsemi hins. Ákvæðin gildi því óumdeilanlega um lögskipti stefnda og stefnanda þar sem stefnandi hafi atvinnu af gerð samninga eins og þess samnings sem stefndi hafi yfirtekið á meðan stefndi sé neytandi í skilningi ákvæðis 36. gr. a, laga nr. 7/1936. Stefndi bendi á að samkvæmt 36. gr. beri að túlka allan vafa um skýringu á stöðluðum samningi sem annar aðili noti í starfsemi sinni í viðskiptum við neytanda, neytandanum í hag. Þá leiði af 36. gr. c að við mat á því hvort samningur teljist ósanngjarn skuli ekki aðeins líta til þeirra atriða og atvika sem nefnd séu í 36. gr. laga nr. 7/1936 heldur einnig til skilmála í öðrum samningi sem hann tengist. Staða stefnanda og stefnda hafi verið ójöfn við samningsgerðina. Þá hafi stefnandi, eins og rakið hafi verið, gætt hagsmuna sinna með ráðum og dáð, m.a. með því að tengja samning aðila við tvo aðra samninga sem stefndi hafi þegar staðið full skil á. Að mati stefnda stríði sú háttsemi stefnanda gegn góðum viskiptaháttum og raski til muna jafnvæginu á milli réttinda og skyldna aðila, stefnda í óhag. Leiði það eitt og sér til þess að samningur aðila teljist ósanngjarn, sbr. 36. gr. c, laga nr. 7/1936. Með vísan til alls þess sem að framan sé rakið sé ljóst að samningur aðila sé svo bersýnilega ósanngjarn að víkja beri honum í heild sinni til hliðar með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936. Leiði það og til þess að sýkna verði stefnda af kröfum stefnanda.
Stefndi byggi einnig sjálfstætt á því að víkja beri samningi aðila til hliðar á grundvelli meginreglu íslensks samningaréttar um brostnar forsendur. Bendi stefndi í því sambandi á að það hafi verið grundvallarforsenda af hans hálfu að samningurinn yrði færður aftur yfir á nafn upphaflegs samningsaðila stefnanda. Vegna andláts áðurnefnds Ólafs Jóns Leóssonar, hafi hins vegar aldrei komið til þess að það væri gert. Samkvæmt því verði að líta svo á að þær forsendur sem stefndi hafi lagt til grundvallar þeirri ákvörðun sinni að yfirtaka margnefndan samning og stefnanda mátt vera ljósar, hafi brostið. Leiði það eitt og sér til þess að margumræddur samningur teljist ekki skuldbindandi fyrir stefnda. Verði þá þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda af kröfum stefnanda.
Líkt og áður sé rakið telji stefndi ljóst að stefnandi hafi staðið ranglega að endurútreikningi sínum á kaupleigusamningum aðila. Verði þannig ráðið af fyrirliggjandi gögnum að stefnandi hafi reiknað sér vexti á afborganir sem stefndi hefði þegar innt af hendi og fengið fullnaðarkvittanir fyrir. Sé sú framkvæmd í fullkomnu ósamræmi við nýfallna dóma Hæstaréttar Íslands frá 5. mars 2015 í málum nr. 625/2014 og nr. 626/2014 en í þeim málum hafi verið talið að ekki væri hægt að krefjast viðbótargreiðslna vegna þegar greiddra vaxta aftur í tímann. Af endurútreikningi stefnanda sjálfs verði ráðið að fjárhæð þessara viðbótarvaxta nemi 214.667 krónum vegna samnings nr. 813457 (427.865 – 213.198) og 77.573 króna vegna samnings nr. 813455 (158.039 – 80.466). Þá verði sömuleiðis ráðið að stefnandi hafi reiknað sér viðbótarafborganir sem nemi 19.820 krónum vegna samnings nr. 813455 (1.101.299 – 1.081.479) og 271.059 krónum vegna samnings nr. 813457 (1.929.531 – 1.658.427). Eigi stefndi samkvæmt því kröfu á hendur stefnanda sem nemi að lágmarki 583.119 krónum. Verði ekki fallist á að víkja beri samningi aðila til hliðar, krefjist stefndi skuldajafnaðar á þeirri kröfu sinni við kröfu stefnanda, sbr. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991. Verður því í öllu falli að lækka kröfu stefnanda sem nemi gagnkröfu stefnda, en stefndi eigi rétt til dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af gagnkröfu sinni frá þeim degi er endurútreikningur stefnanda hafi farið fram.
Verði ekki fallist á að víkja beri samningi aðila til hliðar og sýkna stefnda af kröfum stefnanda, bendi stefndi á að samkvæmt 3. gr. laga um fyrningu kröfuréttinda nr. 150/2007, fyrnist almennar kröfur á fjórum árum. Kröfur stefnanda um leigugreiðslur, sem séu eldri en fjögurra ára frá birtingu stefnu, séu því fyrndar. Verði því í öllu falli að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda sem séu eldri en fjögurra ára.
Stefndi bendi jafnframt á að krafa stefnanda um útlagðan kostnað, sem samanstandi af vörslusviptingargjaldi, vanrækslugjaldi, bifreiðagjöldum og þungaskatti, sé ekki studd neinum gögnum. Um grundvöll kröfunnar vísi stefnandi til innheimtuseðla stefnanda á hendur stefnda, þ.á m. vegna umrædds kostnaðar. Þar sé hins vegar ekki að finna neina reikninga frá þeim aðilum sem þessi kostnaður stafi frá og hljóti að vera grundvöllur kröfu stefnanda að þessu leyti. Þar sem engin gögn liggi fyrir um fjárhæð þess ætlaða kostnaðar sem um ræði eða að stefnandi hafi greitt þann ætlaða kostnað, sé krafa stefnanda, hvað þetta varði, ósönnuð og verði því að sýkna stefnanda af henni og lækka kröfu stefnanda sem því nemi.
Máli sínu til stuðnings vísi stefndi til almennra meginreglna íslensks samninga- og kröfuréttar. Þá vísi stefndi til laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 og þeirra meginreglna sem þau hvíla á. Stefndi vísi jafnframt til laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936, einkum 36. gr. og 36. gr. a-c. Þá vísi stefndi til meginreglna samningaréttarins um brostnar forsendur. Stefndi vísi einnig til laga um fyrningu kröfuréttinda nr. 150/2007, einkum 3. gr. laganna, svo og til almennra tómlætissjónarmiða. Stefndi vísi jafnframt til laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, einkum 6. gr. laganna og til laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, einkum 1. og 19. gr. laganna. Þá vísi stefndi til laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, en krafa stefnda um málskostnað styðjist við XXI. kafla þeirra laga. Um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun vísist til laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988.
Forsendur og niðurstaða
Í máli þessu deila aðilar um hvort víkja beri ákvæðum fjármögnunarleigu-samnings aðila til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga eða 36. gr. a, 36. gr. b eða 36. gr. c, sömu laga, eða vegna brostinna forsendna. Þá deila aðila um gagnkröfu stefnda til skuldajafnaðar og hvort sýkna eigi stefnda að hluta vegna fyrningar. Í málinu er ekki tölulegur ágreiningur.
Af hálfu stefnda er á því byggt að víkja eigi fjármögnunarleigusamningi aðila til hliðar, í heild sinni eða hluta, á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936, þar sem bersýnilega ósanngjarnt sé af hálfu stefnanda og í andstöðu við góða viðskiptavenju að bera samninginn fyrir sig. Málsástæður stefnda þessu til stuðnings eru einkum eftirfarandi: Um sé að ræða samning sem bundinn sé gengi erlendra gjaldmiðla og hafi stefndi þurft að bera alla áhættu af þeim breytingum sem orðið hafi á höfuðstól samningsins og fjárhæð afborgana, í kjölfar efnahagshrunsins og afleiðinga gengishruns íslensku krónunnar. Skilmálar samningsins hafi verið samdir einhliða af stefnanda sem haft hafi yfirburðastöðu við samningsgerðina, bæði þegar samningurinn hafi upphaflega verið gerður og þegar stefndi hafi yfirtekið hann. Sú háttsemi stefnanda að nýta sér aðstöðu sína gagnvart sér og krefja sig um fullar efndir á samningi þeim sem um sé deilt í máli þessu en synja sér hins vegar um afsal fyrir leigumunum skv. tveimur kaupleigusamningum aðila, sem verið hafi að fullu uppgerðir, sé í andstöðu við góða viðskiptahætti.
Auk framangreinds byggir stefndi á því að víkja beri fjármögnunar-leigusamningi aðila til hliðar á grundvelli meginreglu íslensks samningaréttar um brostnar forsendur. Grundvallarforsenda hans fyrir yfirtöku samningsins hafi verið að samningurinn yrði færður aftur yfir á nafn upphaflegs leigutaka, þegar búið væri að ganga frá uppgjöri, sem þá hafi staðið yfir við stefnanda. Þetta hafi stefnanda verið eða mátt vera ljóst. Vegna andláts fyrirsvarsmanns fyrri leigutaka hafi hins vegar aldrei komið til þess að það væri gert. Stefndi hafi í raun yfirtekið samninginn til málamynda og í þeim tilgangi einum að aðstoða félaga sinn í þrengingum hans.
Þá byggir stefndi á því að víkja beri samningi aðila til hliðar með vísan til 36. gr. a., 36. gr. b. og 36. gr. c., laga nr. 7/1936. Ákvæði fjármögnunarleigusamnings aðila feli í sér staðlaða samningsskilmála í skilningi ákvæðanna, sem ekki hafi verið samið sérstaklega um, enda hafi samningurinn verið liður í starfsemi stefnanda en ekki stefnda.
Af hálfu stefnanda er öllum framangreindum málsástæðum stefnda hafnað enda hafi skilmálar fjármögnunarleigusamnings aðila ekki verið ósanngjarnir gagnvart stefnda eða brotið í bága við góða viðskiptahætti. Um sé að ræða skilmála sem séu í fullu samræmi við sérkenni og eðli fjármögnunarleigusamninga eins og það hugtak hafi verið skilgreint í lögum hér á landi. Þá hafi aðilar samið um að leigugreiðslur samkvæmt samningnum tækju breytingum samkvæmt breytingum á gengi þeirra erlendu gjaldmiðla sem í samningnum greini. Gengistrygging af þessu tagi hafi falið í sér áhættu sem stefnda hafi verið eða mátt vera ljós og fráleitt að hún hafi falið í sér sérstaka ósanngirni gagnvart honum. Þá sé því sérstaklega mótmælt að stefndi hafi verið neytandi í merkingu 36. gr. a., 36. gr. b. og 36. gr. c., laga nr. 7/1936, enda sé stefndi og hafi verið sjálfstæður atvinnurekandi. Þá sé því hafnað að víkja beri ákvæðum fjármögnunarleigusamningsins til hliðar vegna brostinna forsendna enda engin skilyrði til slíks þar sem stefnanda hafi ekki verið ljóst eða mátt vera ljóst að yfirtaka samningsins væri af hálfu stefnda á því reist að fyrri leigutaki tæki samninginn aftur yfir.
Eins og áður greinir reisir stefnandi kröfu sína um að fjármögnunarleigusamningi aðila verði vikið til hliðar m.a. á 1. og 2. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Samkvæmt 1. mgr. ákvæðisins má víkja samningi til hliðar í heild eða að hluta eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Við sanngirnismatið skal skv. 2. mgr. líta til efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til. Sanngirnismat samkvæmt ákvæðinu ræðst af heildarmati á þeim fjórum þáttum, sem tilgreindir eru í 2. mgr.
Af hálfu stefnda hafa ekki verið færð rök fyrir því að ákvæði fjármögnunarleigusamnings aðila feli í sér, hvað hann varðar, ósanngjarna samningsskilmála eða skilmála, sem séu andstæðir góðri viðskiptavenju, að undanskildum þeim ákvæðum sem mæla fyrir um tengingu leigugreiðslna við gengi tiltekinna erlendra gjaldmiðla, sbr. 2. gr og 2. mgr. 14. gr. Koma því önnur ákvæði samningsins en umrædd gengistryggingarákvæði ekki til sérstakrar skoðunar.
Fallast má á það með stefnda að stefnandi hafi, þegar stefndi yfirtók réttindi og skyldur fyrri leigutaka, 11. desember 2008, haft til muna sterkari samningsstöðu en stefndi. Hins vegar verður ekki séð að stefnandi hafi á einhvern hátt beitt þessari stöðu sinni gagnvart stefnda í þeim tilgangi að fá hann til að undirgangast þá samningsskilmála sem stefndi telur nú ósanngjarna og í andstöðu við góða viðskiptahætti. Er ekki annað upplýst en að stefndi hafi að eigin frumkvæði yfirtekið umræddan samning. Þá átti stefndi þess alltaf kost að leita sér sérfræðiaðstoðar við samningsgerðina, teldi hann þess þörf.
Ljóst er að leigufjárhæðir samkvæmt samningnum taka breytingum í samræmi við breytingar á gengi þeirra erlendu gjaldmiðla sem tilgreindir eru í samningnum. Þá er ljóst að stórfellt gengisfall íslensku krónunnar, í kjölfar bankahrunsins svonefnda, hafði veruleg áhrif á fjárhæð leigugreiðslna leigutaka í óhag. Stefnda mátti vera ljóst að yfirtaka á leigusamningi þar sem leigugreiðslur voru tengdar gengi erlendra gjaldmiðla fól í sér áhættutöku, ef til þess kæmi að gengi íslensku krónunnar veiktist verulega gagnvart þeim erlendu gjaldmiðlum sem í samningnum greinir. Verður stefndi að bera hallann af þeirri áhættu enda ósannað að það hafi verið forsenda eða ákvörðunarástæða stefnda að gengisþróun yrði með tilteknum hætti eftir yfirtöku samningsins og að stefnanda hafi verið eða mátt vera það ljóst. Þá verður ekki fallist á það með stefnda að einhver þau tengsl hafi verið milli aðila, hvað varðar uppgjör kaupleigusamninga aðila og umdeilds fjármögnunarleigusamnings, að varða eigi ógildingu fjármögnunarleigusamningsins, að öllu leyti eða hluta. Að öllu framangreindu virtu verður ekki fallist á þá kröfu stefnanda að sýkna beri hann með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936 þar sem samningur aðila hafi verið ósanngjarn eða andstæður góðri viðskiptavenju. Þá er því ennfremur hafnað að ákvæði 36. gr. a., 36. gr. b. eða 36. gr. c., laga nr. 7/1936, geti átt við um skilmála fjármögnunarleigusamnings aðila þegar af þeirri ástæðu að ekki er hægt að skilgreina stefnda sem neytanda í merkingu tilvitnaðra ákvæða enda verður að telja að samningurinn hafi í meginatriðum verið liður í starfsemi hans sem sjálfstæðs atvinnurekanda.
Á stefnda hvílir sönnunarbyrði fyrir því að fjármögnunarleigusamningi aðila beri að víkja til hliðar vegna brostinna forsendna. Verður ekki talið, gegn andmælum stefnanda, að honum hafi verið eða mátt vera ljóst að yfirtaka stefnda á skuldbindingum fyrri leigutaka væri á því reist og ákvörðunarástæða af hans hálfu að samningurinn yrði síðar færður að nýju yfir á nafn fyrri leigutaka. Verður þessari málsástæðu stefnda því hafnað. Því síður verður á það fallist að andlát fyrri leigutaki geti falið í sér brostna forsendu gagnvart stefnanda.
Gagnkrafa stefnda til skuldajafnaðar byggir á því að stefnandi hafi staðið ranglega að endurútreikningi á tveimur fyrirliggjandi kaupleigusamningum aðila. Verði þannig ráðið af fyrirliggjandi gögnum að stefnandi hafi reiknað sér viðbótarvexti á afborganir sem stefndi hafi þegar innt af hendi og fengið fullnaðarkvittanir fyrir. Sé sú framkvæmd í fullkomnu ósamræmi við dóma Hæstaréttar Íslands frá 5. mars 2015 í málum nr. 625/2014 og nr. 626/2014. Af endurútreikningum stefnanda sjálfs verði ráðið að fjárhæð þessara viðbótarvaxta nemi 214.667 krónum vegna samnings nr. 813457 (427.865 – 213.198) og 77.573 krónum vegna samnings nr. 813455 (158.039 – 80.466). Þá verði sömuleiðis ráðið að stefnandi hafi reiknað sér viðbótarafborganir sem nemi 19.820 krónum vegna samnings nr. 813455 (1.101.299 – 1.081.479) og 271.059 krónum vegna samnings nr. 813457 (1.929.531 – 1.658.427). Eigi stefndi samkvæmt því kröfu á hendur stefnanda sem nemi að lágmarki 583.119 krónum. Verði ekki fallist á að víkja beri samningi aðila til hliðar, krefjist stefndi skuldajafnaðar á þeirri kröfu sinni við kröfu stefnanda, sbr. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991. Þá eigi stefndi rétt til dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af gagnkröfu sinni frá 13. apríl 2011, þegar endurútreikningur stefnanda hafi farið fram.
Af hálfu stefnanda er því hafnað sem ósönnuðu og röngu að stefndi eigi gagnkröfu á hendur honum enda hafi stefndi ekki sýnt fram það á hvaða grundvelli krafan sé byggð. Stefndi sé með gagnkröfu sinni að bera því við að hann hafi yfir að ráða fullnaðarkvittun fyrir svonefndum viðbótarvöxtum. Dómstólar hafi fallist á, í sumum tilfellum, að undantekningarregla kröfuréttar um fullnaðarkvittanir sé uppfyllt. Um undantekningarreglu sé að ræða og hafi stefndi með engu móti sýnt fram á að skilyrði hennar séu uppfyllt. Stefndi hafi eingöngu lagt fram kaupleigusamninga aðila ásamt endurútreikningum á þeim frá 13. apríl 2011. Þessi gögn geti ekki staðið undir gagnkröfu stefnda. Þá hafi stefndi ekki lagt fram nein gögn sem sýni að kaupleigusamningar aðila séu uppgreiddir, hvort um vanskil sé að ræða eða hver staða þeirra sé. Þá sé því sérstaklega mótmælt að meint gagnkrafa stefnda beri dráttarvexti frá 13. apríl 2011. Stefnandi byggi á því að engar sérreglur gildi um tilkall til vaxta af ofgreiddu fé, sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Þá hafi stefndi ekki krafið stefnanda um þessa meintu gagnkröfu og því séu engin skilyrði til þess að sú krafa beri vexti.
Gagnkrafa stefnda á hendur stefnanda er hvað fjárhæð varðar reist á tveimur fyrirliggjandi yfirlitum stefnanda vegna endurútreikninga á kaupleigusamningum aðila nr. 813457 og 813455. Er endurútreikningurinn sagður í samræmi við dóma Hæstaréttar í málum nr. 153/2010 og nr. 471/2010. Mun með þeim tilvitnunum vera vísað til þess að gengistryggingarákvæði samninganna hafi reynst ólögmæt og var yfirlitunum ætlað að sýna stöðu samninganna miðað við stöðu þeirra 13. apríl 2011 eftir endurútreikninga vegna ólögmætra gengistrygginga. Þá liggur fyrir að endur-útreikningurinn er hvað vexti varðar byggður á vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001, sbr. 18. gr. þeirra laga eins og greininni var breytt með 1. gr. laga nr. 151/2010 og stefnandi þannig reiknað sér viðbótarvexti fyrir tímabilið 10. janúar 2008 til og með 10. apríl 2011.
Eins og áður er rakið vísar stefndi gagnkröfu sinni til stuðnings til dóma Hæstaréttar í málum nr. 625/2014 og nr. 626/2014. Einu gögnin sem liggja fyrir í málinu um greiðslur stefnda skv. kaupleigusamningum aðila eru áður tilvitnuð yfirlit stefnanda frá 13. apríl 2011 vegna endurútreiknings samninganna. Yfirlitin bera með sér að greiðslur stefnda hafi í meira en helmingi tilvika verið óskilvísar m.v. umsamda gjalddaga. Verður þannig ekki séð að festa hafi verið komin á við framkvæmd samninganna. Eins og áður er rakið námu viðbótarkröfur stefnanda vegna endurútreiknings á vöxtum vegna samnings nr. 813455, 77.573 krónum og vegna samnings nr. 813457, 214.667 krónum eða samtals 292.240 krónum. Þessar fjárhæðir, hvor í sínu lagi eða sameignlega, geta ekki talist verulegar m.v. hina gengistryggðu höfuðstóla samninganna, sem hvor um sig var að fjárhæð 2.000.000 króna. Verður þannig ekki séð að krafa um viðbótarvexti hafi haft í för með sér verulega röskun á fjárhagslegum hagsmunum stefnda. Þá liggja ekki fyrir í málinu greiðslutilkynningar stefnanda vegna vaxta af kaupleigusamningum aðila eða kvittanir stefnanda vegna móttöku þessara greiðslna né er það viðurkennt af hálfu stefnanda að umræddum greiðslum hafi verið veitt viðtaka án fyrirvara.
Sá hluti gagnkröfu stefnda sem lýtur að endurútreikningi afborgana skv. kaupleigusamningum aðila og afleiddri kröfu er með öllu vanreifaður. Verður stefnandi þegar af þeirri ástæðu sýknaður af þeim hluta gagnkröfunnar.
Með vísan til alls framangreinds verður gagnkröfu stefnda til skuldajafnaðar hafnað.
Af hálfu stefnda er á því byggt að sýkna beri hann af kröfum stefnanda vegna fyrningar. Skv. 3. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda fyrnist almennar kröfur á fjórum árum. Kröfur stefnanda um leigugreiðslur, sem séu eldri en fjögurra ára, frá birtingu stefnu séu því fyrndar og verði því í öllu falli að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda sem séu eldri en fjögurra ára.
Um fyrningu kröfuréttinda á grundvelli fjármögnunarleigusamnings aðila, sem stofnuðust eftir 1. janúar 2008, fer eftir lögum nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda, sbr. 28. gr. laganna. Í máli þessu krefur stefnandi stefnda um greiðslu reikninga vegna leigu og annarra gjalda samkvæmt samningnum, sem fallið hafi í gjalddaga frá og með 14. ágúst 2009. Umrædd kröfuréttindi stefnanda fyrnast á fjórum árum skv. 3. gr. laga nr. 150/2007 og reiknast fyrningarfrestur frá gjalddögum hvers reiknings skv. 1. mgr. 2. gr. sömu laga. Samkvæmt 14. gr. laganna er fyrningu m.a. slitið þegar skuldari hefur gagnvart kröfuhafa beinlínis eða með atferli sínu viðurkennt skylduna, svo sem með loforði um greiðslu eða með því að greiða afborgun höfuðstóls, verðbætur eða vexti. Framangreind tilvik eru aðeins nefnd í dæmaskyni og getur því t.d. greiðsla leigu á grundvelli fjármögnunarleigusamnings falið í sér viðurkenningu skyldu í merkingu ákvæðisins að því tilskyldu að kröfuhafi hafi haft ástæðu til að skilja aðgerðir skuldara á þá leið að hann kannist við að skuldin sé til staðar og lofi að greiða hana.
Af hálfu stefnanda er hvað meinta fyrningu varðar á því byggt að stefndi hafi hinn 28. júlí 2011 greitt leigugjöld samkvæmt fjármögnunarleigusamningi aðila sem féllu í gjalddaga 15. júní 2009 og hluta leigugjalda sem féllu í gjalddaga 15. júlí 2009, samtals 802.361 krónu. Hefur stefnandi þessu til sönnunar lagt fram í málinu afrit reiknings stefnanda vegna leigugjaldsins 15. júlí 2009 og afrit kvittunar stílaða á stefnda, dags. 28. júlí 2011, m.a. vegna leigugjaldanna 15. júní og 15. júlí. Af hálfu stefnda er því mótmælt að hann hafi innt framangreindar leigugreiðslur af hendi. Stefnandi hefur með framlagningu framangreindra gagna lagt líkur að því að stefndi hafi innt framangreindrar greiðslur af hendi. Hefur því ekki verið hrundið af stefnda. Er fallist á það með stefnanda að greiðslurnar hafi falið í sér viðurkenningu á gjaldfallinni skuld stefnda fyrir tímabilið 14. ágúst 2009 til 28. júlí 2011, í merkingu 14. gr. laga nr. 150/2007, og því rofið fyrningu skuldarinnar. Byrjaði því nýr fyrningarfrestur að líða frá og með 29. júlí 2011. Stefna í máli þessu var árituð um birtingu, 19. febrúar 2015, og er því málsástæðu stefnda um fyrningu stefnukrafna hafnað.
Stefndi byggir á að krafa stefnanda um útlagðan kostnað, sem samanstandi af vanrækslugjaldi, bifreiðagjöldum og þungaskatti sé engum gögnum studd. Um grundvöll kröfunnar vísi stefnandi til innheimtuseðla stefnanda á hendur stefnda, þ. á m. vegna umrædds kostnaðar. Þar sé hins vegar ekki að finna neina reikninga frá þeim aðilum sem þessi kostnaður stafi frá og hljóti að vera grundvöllur kröfu stefnanda að þessu leyti. Þar sem engin gögn liggi fyrir um fjárhæð þess ætlaða kostnaðar sem um ræði eða að stefnandi hafi greitt þann ætlaða kostnað, sé krafa stefnanda, hvað þetta varði, ósönnuð og verði því að sýkna stefnanda af henni og lækka kröfu stefnanda sem því nemi.
Í máli þessu er eins og áður greinir ekki deilt um fjárhæðir. Við aðalmeðferð málsins féll stefnandi frá kröfum á hendur stefnda vegna svonefnds vörslusviptingargjalds en gerir eftir sem áður kröfu á hendur honum um endurgreiðslu svonefnds vanrækslugjalds, bifeiðagjalda og þungaskatts. Hefur stefnandi hvað greiðsluskyldu varðar vísað til 26., 27. og 29. gr. fjármögnunarleigusamnings aðla, fyrirliggjandi reiknings á hendur stefnda vegna gjaldanna og hreifingaryfirlits frá Tollstjóra. Verður fallist á það með stefnanda að hann hafi sýnt nægilega fram á samningsbundna greiðsluskyldu stefnda hvað umrædd gjöld varðar og verður því fallist á þennan lið dómkröfu stefnanda.
Með hliðsjón af öllu framangreindu verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda kr. 7.373.295 auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 196.986 frá 15.07.2009 til 15.08.2009, af kr. 395.175, frá þeim degi til 15.09.2009, af kr. 595.708 frá þeim degi til 15.10.2009, af kr. 794.903 frá þeim degi til 15.11.2009, af kr. 995.255 frá þeim degi til 15.12.2009, af kr. 1.196.839 frá þeim degi til 15.01.2010, af kr. 1.396.637 frá þeim degi til 15.02.2010, af kr. 1.600.215 frá þeim degi til 15.03.2010, af kr. 1.802.430 frá þeim degi til 15.04.2010, af kr. 2.003.023 frá þeim degi til 15.05.2010, af kr. 2.201.803 frá þeim degi til 15.06.2010, af kr. 2.395.959 frá þeim degi til 15.07.2010, af kr. 2.588.000 frá þeim degi til 15.08.2010, af kr. 2.780.709 frá þeim degi til 15.09.2010, af kr. 2.970.070 frá þeim degi til 15.10.2010, af kr. 3.156.058 frá þeim degi til 15.11.2010, af kr. 3.341.613 frá þeim degi til 15.12.2010, af kr. 3.529.032 frá þeim degi til 15.01.2011, af kr. 3.718.880 frá þeim degi til 15.02.2011, af kr. 3.911.195 frá þeim degi til 15.03.2011, af kr. 4.104.594 frá þeim degi til 15.04.2011, af kr. 4.296.457 frá þeim degi til 15.05.2011, af kr. 4.492.440 frá þeim degi til 15.06.2011, af kr. 4.690.663 frá þeim degi til 15.07.2011, af kr. 4.893.511 frá þeim degi til 15.08.2011, af kr. 5.094.823 frá þeim degi til 15.09.2011, af kr. 5.294.248 frá þeim degi til 15.10.2011, af kr. 5.491.669 frá þeim degi til 15.11.2011, af kr. 5.689.937 frá þeim degi til 15.12.2011, af kr. 5.892.174 frá þeim degi til 15.01.2012, af kr. 5.927.751 frá þeim degi til 15.02.2012, af kr. 5.963.230 frá þeim degi til 15.03.2012, af kr. 5.999.348 frá þeim degi til 15.04.2012, af kr. 6.035.750 frá þeim degi til 15.05.2012, af kr. 6.071.757 frá þeim degi til 15.06.2012, af kr. 6.107.598 frá þeim degi til 15.07.2012, af kr. 6.143.437 frá þeim degi til 15.08.2012, af kr. 6.176.908 frá þeim degi til 15.09.2012, af kr. 6.211.754 frá þeim degi til 15.10.2012, af kr. 6.246.933 frá þeim degi til 15.11.2012, af kr. 6.283.106 frá þeim degi til 15.12.2012, af kr. 6.319.110 frá þeim degi til 15.01.2013, af kr. 6.355.430 frá þeim degi til 15.02.2013, af kr. 6.391.519 frá þeim degi til 15.03.2013, af kr. 6.425.954 frá þeim degi til 15.04.2013, af kr. 6.458.512 frá þeim degi til 15.05.2013, af kr. 6.491.654 frá þeim degi til 15.06.2013, af kr. 6.525.122 frá þeim degi til 15.07.2013, af kr. 6.558.559 frá þeim degi til 15.08.2013, af kr. 6.591.755 frá þeim degi til 15.09.2013, af kr. 6.625.252 frá þeim degi til 15.10.2013, af kr. 6.658.950 frá þeim degi til 15.11.2013, af kr. 6.692.590 frá þeim degi til 15.12.2013, af kr. 6.725.226 frá þeim degi til 20.12.2013, af kr. 6.743.726 frá þeim degi til 15.01.2014, af kr. 6.775.665 frá þeim degi til 15.02.2014, af kr. 6.807.262 frá þeim degi til 15.03.2014, af kr. 6.838.891 frá þeim degi til 01.04.2014, af kr. 6.918.407 frá þeim degi til 15.04.2014, af kr. 6.949.843 frá þeim degi til 15.05.2014, af kr. 6.981.282 frá þeim degi til 15.06.2014, af kr. 7.012.944 frá þeim degi til 15.07.2014, af kr. 7.044.551 frá þeim degi til 15.08.2014, af kr. 7.076.488 frá þeim degi til 15.09.2014, af kr. 7.108.343 frá þeim degi til 02.10.2014, af kr. 7.277.090 frá þeim degi til 15.10.2014, af kr. 7.309.016 frá þeim degi til 15.11.2014, af kr. 7.341.152 frá þeim degi til 15.12.2014, af kr. 7.373.295 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð kr. 243.637 þann 28.07.2011.
Með hliðsjón af framangreindri niðurstöðu og vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, sem telst hæfilega ákveðinn 1.000.000 króna.
Þórður S. Gunnarsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.
Dómsorð
Stefndi, Nathanael B. Ágústsson, greiði stefnanda, Lýsingu hf., kr. 7.373.295 auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 196.986 frá 15.07.2009 til 15.08.2009, af kr. 395.175, frá þeim degi til 15.09.2009, af kr. 595.708 frá þeim degi til 15.10.2009, af kr. 794.903 frá þeim degi til 15.11.2009, af kr. 995.255 frá þeim degi til 15.12.2009, af kr. 1.196.839 frá þeim degi til 15.01.2010, af kr. 1.396.637 frá þeim degi til 15.02.2010, af kr. 1.600.215 frá þeim degi til 15.03.2010, af kr. 1.802.430 frá þeim degi til 15.04.2010, af kr. 2.003.023 frá þeim degi til 15.05.2010, af kr. 2.201.803 frá þeim degi til 15.06.2010, af kr. 2.395.959 frá þeim degi til 15.07.2010, af kr. 2.588.000 frá þeim degi til 15.08.2010, af kr. 2.780.709 frá þeim degi til 15.09.2010, af kr. 2.970.070 frá þeim degi til 15.10.2010, af kr. 3.156.058 frá þeim degi til 15.11.2010, af kr. 3.341.613 frá þeim degi til 15.12.2010, af kr. 3.529.032 frá þeim degi til 15.01.2011, af kr. 3.718.880 frá þeim degi til 15.02.2011, af kr. 3.911.195 frá þeim degi til 15.03.2011, af kr. 4.104.594 frá þeim degi til 15.04.2011, af kr. 4.296.457 frá þeim degi til 15.05.2011, af kr. 4.492.440 frá þeim degi til 15.06.2011, af kr. 4.690.663 frá þeim degi til 15.07.2011, af kr. 4.893.511 frá þeim degi til 15.08.2011, af kr. 5.094.823 frá þeim degi til 15.09.2011, af kr. 5.294.248 frá þeim degi til 15.10.2011, af kr. 5.491.669 frá þeim degi til 15.11.2011, af kr. 5.689.937 frá þeim degi til 15.12.2011, af kr. 5.892.174 frá þeim degi til 15.01.2012, af kr. 5.927.751 frá þeim degi til 15.02.2012, af kr. 5.963.230 frá þeim degi til 15.03.2012, af kr. 5.999.348 frá þeim degi til 15.04.2012, af kr. 6.035.750 frá þeim degi til 15.05.2012, af kr. 6.071.757 frá þeim degi til 15.06.2012, af kr. 6.107.598 frá þeim degi til 15.07.2012, af kr. 6.143.437 frá þeim degi til 15.08.2012, af kr. 6.176.908 frá þeim degi til 15.09.2012, af kr. 6.211.754 frá þeim degi til 15.10.2012, af kr. 6.246.933 frá þeim degi til 15.11.2012, af kr. 6.283.106 frá þeim degi til 15.12.2012, af kr. 6.319.110 frá þeim degi til 15.01.2013, af kr. 6.355.430 frá þeim degi til 15.02.2013, af kr. 6.391.519 frá þeim degi til 15.03.2013, af kr. 6.425.954 frá þeim degi til 15.04.2013, af kr. 6.458.512 frá þeim degi til 15.05.2013, af kr. 6.491.654 frá þeim degi til 15.06.2013, af kr. 6.525.122 frá þeim degi til 15.07.2013, af kr. 6.558.559 frá þeim degi til 15.08.2013, af kr. 6.591.755 frá þeim degi til 15.09.2013, af kr. 6.625.252 frá þeim degi til 15.10.2013, af kr. 6.658.950 frá þeim degi til 15.11.2013, af kr. 6.692.590 frá þeim degi til 15.12.2013, af kr. 6.725.226 frá þeim degi til 20.12.2013, af kr. 6.743.726 frá þeim degi til 15.01.2014, af kr. 6.775.665 frá þeim degi til 15.02.2014, af kr. 6.807.262 frá þeim degi til 15.03.2014, af kr. 6.838.891 frá þeim degi til 01.04.2014, af kr. 6.918.407 frá þeim degi til 15.04.2014, af kr. 6.949.843 frá þeim degi til 15.05.2014, af kr. 6.981.282 frá þeim degi til 15.06.2014, af kr. 7.012.944 frá þeim degi til 15.07.2014, af kr. 7.044.551 frá þeim degi til 15.08.2014, af kr. 7.076.488 frá þeim degi til 15.09.2014, af kr. 7.108.343 frá þeim degi til 02.10.2014, af kr. 7.277.090 frá þeim degi til 15.10.2014, af kr. 7.309.016 frá þeim degi til 15.11.2014, af kr. 7.341.152 frá þeim degi til 15.12.2014, af kr. 7.373.295 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð kr. 243.637 þann 28.07.2011. Stefndi greiði stefnanda 1.000.000 króna í málskostnað.