Hæstiréttur íslands
Mál nr. 760/2017
Lykilorð
- Kröfugerð
- Dómur
- Ómerking héraðsdóms
Reifun
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Karl Axelsson og Jóhannes Sigurðsson landsréttardómari.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 5. desember 2017. Hann krefst aðallega sýknu af kröfu stefnda, en til vara að fjárhæð hennar verði lækkuð. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
Stefndi höfðaði mál þetta með stefnu 24. febrúar 2017. Þar krafðist hann þess að áfrýjanda yrði gert að greiða sér 1.838.609 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 370.506 krónum frá 1. janúar 2013 til 1. febrúar sama ár, af 428.670 krónum frá þeim degi til 1. apríl sama ár, af 378.670 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2014, af 970.308 krónum frá þeim degi til 1. nóvember sama ár, af 1.369.015 krónum frá þeim degi til 1. febrúar 2015, af 2.438.514 krónum frá þeim degi til 1. ágúst sama ár og af 1.838.609 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krafðist stefndi málskostnaðar. Af gögnum málsins verður ráðið að með þessari kröfugerð, sem sætti engum breytingum undir rekstri þess í héraði, hafi stefndi tekið tillit til greiðslna áfrýjanda á samtals 599.905 krónum inn á ætlaða kröfu 30. apríl 2013, 30. desember 2013 og 31. júlí 2015 á þann hátt að hann hafi látið þær koma jafnharðan til lækkunar á höfuðstól hennar og þar með einnig á þeim fjárhæðum, sem hann krafðist að bæru dráttarvexti á hverjum tíma.
Samkvæmt því, sem fram kemur í hinum áfrýjaða dómi, varð niðurstaða málsins þar sú að krafa stefnda yrði tekin að fullu til greina. Eftir dómsorði var það þó gert á þann hátt að áfrýjandi var dæmdur til að greiða stefnda 2.438.514 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt fyrrnefndu lagaákvæði af 408.186 krónum frá 24. desember 2012 til 24. janúar 2013, af 472.265 krónum frá þeim degi til 24. ágúst sama ár, af 961.270 krónum frá þeim degi til 24. desember sama ár, af 1.021.440 krónum frá þeim degi til 24. október 2014, af 1.613.078 krónum frá þeim degi til 24. janúar 2015 og af 2.438.514 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum greiðslum áfrýjanda 30. apríl 2013, 30. desember 2013 og 31. júlí 2015 á samtals 599.905 krónum en að viðbættum 800.000 krónum í málskostnað.
Með framangreindu dómsorði var stefnda án nokkurra skýringa dæmd fjárhæð, sem að höfuðstól var 599.905 krónum hærri en hann gerði kröfu um. Virðist því sem héraðsdómur hafi tekið upp hjá sér að lækka ekki höfuðstól kröfu stefnda um fjárhæðir, sem svöruðu til greiðslna áfrýjanda eins og stefndi hafði gert í kröfugerð sinni, og mæla þess í stað sérstaklega fyrir um að greiðslurnar kæmu til frádráttar heildarkröfu stefnda eins og hún stæði á tilgreindum greiðsludögum. Höfuðstóll kröfunnar, sem stefnda var þannig dæmd, er þrátt fyrir þessa frádrætti í raun ekki sá sami og hann krafðist dóms um samkvæmt kröfugerð sinni, enda verður að gæta að því að eftir dómsorðinu áttu greiðslur áfrýjanda að ganga á tilgreindum dögum inn á skuld hans að meðtöldum áföllnum dráttarvöxtum og koma þá samkvæmt viðtekinni venju fyrst til uppgjörs á þeim vöxtum en afgangur síðan eftir atvikum til skerðingar á höfuðstól, sem bæri upp frá því dráttarvexti. Af þessum sökum er heildarfjárhæðin, sem áfrýjandi var þannig dæmdur til að greiða samkvæmt dómsorði, að öllu samanlögðu hærri en stefndi gerði kröfu um. Að auki var áfrýjanda samkvæmt dómsorðinu í nær öllum tilvikum gert að greiða dráttarvexti af hærri fjárhæðum á einstökum tímabilum en stefndi hafði krafist, en í hinum áfrýjaða dómi voru þær fjárhæðir ekkert skýrðar út og verður munurinn á þeim og kröfugerð stefnda ekki rakinn eingöngu til þess hvernig þar var farið með fyrrnefndar greiðslur áfrýjanda. Þá er ekki samræmi milli kröfugerðar stefnda annars vegar og dómsorðs hins áfrýjaða dóms hins vegar um dagsetningar þegar fjárhæðir, sem bera áttu dráttarvexti, voru látnar taka breytingum, en frávik í dómsorði í þessum efnum eru áfrýjanda í óhag.
Með framangreindu var farið í hinum áfrýjaða dómi út fyrir kröfugerð stefnda í andstöðu við 1. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Verður því án kröfu að ómerkja dóminn og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný.
Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.
Dómsorð:
Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar.
Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.
Dómur Héraðsdóms Reykjaness 24. október 2017.
Mál þetta, sem þingfest var 1. mars sl., og dómtekið 29. september sl., var höfðað með stefnu, birtri 24. febrúar 2017.
Stefnandi er Guðmundur Vikar Sigurðsson, kt. [...], Kjarrhólma 8, 200 Kópavogi. Stefndi er Miklatorg hf., kt. [...], Kauptúni 4, 210, Garðabæ.
Stefnandi krefst þess að hið stefnda félag verði dæmt til greiðslu launa og orlofs að fjárhæð kr. 1.838.609,- ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, af kr. 370.506 frá 1. janúar 2013 til 1. febrúar 2013 og frá þeim degi af kr. 428.670,- til 1. apríl 2013 og frá þeim degi af kr. 378.670 til 1. janúar 2014 og frá þeim degi af kr. 970.308,- til 1. nóvember 2014 og frá þeim degi af kr. 1.369.015,- til 1. febrúar 2015 og frá þeim degi af kr. 2.438.514 til 1. ágúst 2015 og frá þeim degi af kr. 1.838.609 til greiðsludags.
Þess er krafist að dæmt verði að dráttarvextir skuli leggjast við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 1. janúar 2015 en síðan árlega þann dag.
Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt mati dómsins. Einnig er krafist virðisauka af málskostnaði þar sem stefnandi er ekki virðisaukaskattsskyldur.
Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda en til vara að fjárkrafa stefnanda verði lækkuð. Þá er krafist málskostnaðar.
Málsatvik.
Stefnandi, sem er bakari, skrifaði undir ráðningarsamning þann 2. júní 2012 hjá stefnda og hóf störf í ágúst 2012. Í starfslýsingu segir að stefnandi sé bakari og starfi samkvæmt starfslýsingu auk annarra verkefna sem yfirmaður feli honum. Vinnustaður er í IKEA við Kauptún í Garðabæ. Á ráðningartímanum geti starfsmanni verið falið að sinna sömu eða samsvarandi störfum á öðrum starfsstöðvum á vegum fyrirtækisins. Ráðningartíminn var ótímabundinn og var starfið fullt starf. Þá segir að heildarvinnustundir yfir mánuðinn séu að meðaltali 184 yfir árið og að vinnutími sé í samráði við yfirmann. Samfelldur hvíldartími skyldi að lágmarki vera 11 klukkustundir á sólarhring reiknað frá byrjun vinnudags. Óski yfirmaður eftir því að starfsmaður vinni það lengi að ekki náist 11 klukkustunda hvíld fyrir upphaf næsta vinnudags skuli starfsmaður ekki mæta aftur til vinnu fyrr en 11 klukkustunda hvíld sé náð nema annars sé sértaklega óskað eða starfsmaður hafi fyrr um daginn fengið tilskilda 11 klukkustunda hvíld. Mánaðarlaun fyrir 100% starf var ákveðið 370.000 krónur, flöt laun. Undir liðnum „Annað/nánari skýring á launakjörum/greiðslufyrirkomulag:“ segir að laun séu greidd mánaðarlega, fyrsta dag eftir að mánuði þeim ljúki sem laun séu greidd fyrir. Mánaðarlaun reiknist frá 1. til 31. hvers mánaðar og eftir- og yfirvinna frá 25. til 24. hvers mánaðar. Þá segir að stefnandi greiði sjálfur fyrir allar ferðir milli vinnustaðar og heimilis og sé yfirborgun starfsmanns miðuð við það. Þá er gerð grein fyrir neysluhléum og segir þar að sé unnið í neysluhléum milli kl. 9.00 og 18.00 greiðist það með eftirvinnukaupi til hlutastarfsfólks en yfirvinnukaupi til starfsfólks í fullu starfi. Að öðru leyti fór um réttindi og skyldur samkvæmt kjarasamningi VR. Stefnandi hætti störfum hjá stefnda í janúar 2015.
Hinn 14. janúar 2014 lagði stefnandi fram fyrirspurn til stefnda vegna yfirvinnu stefnanda og svaraði stefndi því að allir tímar væru skráðir í tímaviðverukerfi stefnda. Þá segir stefndi að kaupaukinn sem stefnandi hafi fengið greiddan í desember hafi verið ætlaður til að ná yfir alla yfirvinnu á haustmánuðum (september-desember). Þann 24. febrúar 2014 sendi stefnandi tölvupóst til stefnda og spurði hvort hann ætti einhverja orlofsdaga eftir frá því í fyrra þar sem hann væri að fara í nokkurra daga frí. Þá spyr stefnandi stefnda um uppsafnaða yfirvinnutíma sína og þá hvort hann geti gripið til þeirra ef það komi rólegur mánuður eða það vanti tíma upp á kvótann og svoleiðis. Stefndi svaraði stefnanda með tölvupósti og segir stefnanda eiga 24 orlofsdaga fyrir orlofsárið. Þá segir stefndi jafnframt að það hafi verið meiningin að stefnandi myndi jafna út yfirvinnustundir með því að taka frí á móti en stefndi sjái að stefnandi hafi unnið mikla yfirvinnu í janúar og febrúar. Auk þess segir stefndi að best væri ef stefnandi gæti tekið þá út í fríi fljótlega og spyr hvernig verkefnastaðan sé hjá honum á næstunni.
Samkvæmt launaseðlum fékk stefnandi greidd í föst laun 370.000 krónur á mánuði. Stefnandi fékk hækkun á launum sínum samkvæmt kjarasamningi í febrúar 2013. Þann 30. apríl 2013 fékk stefnandi greitt aukalega 50.000 krónur sem kemur fram sem kaupauki með orlofi. Í september 2013 hækkuðu föst laun stefnanda í 430.000 krónur. Í desember 2013 fékk stefnandi kaupauka með orlofi vegna mikillar yfirvinnu, 300.000 krónur. Í janúar 2014 hækkuðu laun stefnanda samkvæmt kjarasamningi í 442.040 krónur.
Í gögnum málsins er afrit bréfs, dagsett 22. júní 2015, frá VR til stefnda þar sem krafa stefnanda er reifuð og skorað á stefnda að greiða 2.088.514 krónur til VR eða stefnanda innan tíu daga. Bréf frá lögmanni stefnda, dagsett 13. júlí 2015, liggur frammi í málinu þar sem tekið er fram að stefndi hafi greitt stefnanda 249.905 krónur að frádregnum gjöldum fyrir 99,05 klukkustundir, sem stefnandi hefði ella fengið að njóta með frítökum. Með bréfi lögmanns stefnanda, dagsettu 13. október 2015, til stefnda gerði stefnandi kröfu um að stefndi greiddi umkrafða launakröfu að frádreginni innborgun að fjárhæð 249.905 krónur auk fyrri greiðslna. Lögmaður stefnda mótmælti þeirri kröfu lögmanns stefnanda með bréfi 13. nóvember 2015.
Málsástæður og lagarök stefnanda.
Stefnandi byggir kröfu sína á því að hann hafi starfað í fullu starfi sem bakari hjá stefnda frá 22. ágúst 2012 og þar til í janúar 2015. Hafi laun hans verið ákveðin 370.000 krónur á mánuði miðað við 184 klukkustunda vinnu að meðaltali á mánuði. Hafi mánaðarlaun samkvæmt kjarasamningi í dagvinnu miðast við 171,15 klukkustundir og því yfirvinna verið 12,85 klukkustundir á mánuði. Stefnandi hafi unnið flesta mánuði umfram meðaltals vinnutíma sem samið hafði verið um en stefnandi hafi ekki fengið þá yfirvinnutíma greidda. Ástæðan hafi verið sú að stefndi hafi óskað eftir því við stefnanda að hann tæki yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gæfist. Verkefnastaðan hafi hins vegar verið þannig að stefnandi hafi átt mjög erfitt með að taka frí á móti yfirvinnunni. Oftar en ekki hafi stefnandi verið kallaður til vinnu úr fríi vegna anna en stefnandi hafi getað tekið út fimm aukafrídaga á árinu 2014. Stefnandi byggir á því að hann hafi krafið stefnda um vangoldna yfirvinnu en stefndi hafnað því og haldið því fram að í umsömdum mánaðarlaunum fælist fullnaðargreiðsla fyrir alla vinnu.
Stefnandi byggir á því að samkvæmt ráðningarsamningi hafi verið samið um föst laun miðað við 184 stunda vinnuframlag að meðaltali á mánuði. Laun umfram þá tíma beri að greiða með yfirvinnu sem nemi 1,0385% af mánaðarlaunum eins og fram komi í kjarasamningi VR og SA, grein 1.7. Stefnandi hafi ekki fengið tækifæri til að taka yfirvinnu út í fríi og beri stefnda því að gera upp við stefnanda á grundvelli kjarasamnings. Sönnunarbyrði fyrir að samið hafi verið um annað eða að þær greiðslur sem inntar voru af hendi teljist fullnaðargreiðslur samkvæmt samningi hvíli alfarið á stefnda.
Stefnandi hafi á árinu 2012 unnið 15,6 tíma í ágúst, 185,15 í september, 206,47 tíma í október, 231,81 tíma í nóvember og 232,39 tíma í desember eða alls 871,42 tíma en fengið greitt fyrir 184 tíma á mánuði eða samtals 761,47 tíma. Hafði stefnandi þá unnið 109,947 klukkustundir umfram umsaminn vinnutíma. Tímakaup í yfirvinnu hafi verið 3.369,86 krónur á tímann samkvæmt kjarasamningi. Sé mismunur á greiddum tímum samkvæmt ráðningarsamningi og gildandi kjarasamningi því 370.506 krónur auk 10,17% orlofs, 37.680 krónur.
Sundurliðun á ári 2012 hafi verið sem hér segir:
|
|
|||||||
|
2012 |
Alls klst. |
Skv. samn. |
Mism. |
Mánaðarlaun |
|
||
|
Ágúst |
15,6 |
25,47 |
-9,87 |
||||
|
September |
185,15 |
184 |
1,15 |
135% |
370.000 kr. |
499.500 kr. |
|
|
Október |
206,47 |
184 |
22,47 |
100% |
370.000 kr. |
370.000 kr. |
|
|
Nóvember |
231,81 |
184 |
47,81 |
100% |
370.000 kr. |
370.000 kr. |
|
|
Desember |
232,39 |
184 |
48,39 |
100% |
370.000 kr. |
370.000 kr. |
|
|
871,42 |
761,47 |
109,95 |
|||||
Árið 2012 hafi stefnandi unnið á tímabilinu 22. október til og með 8. desember alls 20 daga í röð. Hafi myndast frítökuréttur, tveir dagar, þar sem brotið hafi verið á hvíldartímaákvæði kjarasamnings skv. gr. 2.4.3. í kjarasamningi VR og SA. Auk þess hafi komið fyrir að það vantaði 1,66 klst. upp á að 11 klst. hvíld væri náð.
Samkvæmt gr. 2.4.2 í kjarasamningi VR og SA ávinnur starfsmaður sér frítökurétt ef ekki næst 11 klst. hvíld milli vinnulotna sem nemi 1,5 dagvinnutímum fyrir hvern tíma sem á vanti í 11 stunda hvíld. Stefnandi eigi því í lok árs 2012 tvo frídaga á dagvinnulaunum, samtals 16 klst., og vegna brots á 11 klst. hvíldarreglunni 2,49 klst. í dagvinnu.
Árið 2013 hafi laun stefnanda hækkað um 2,8% skv. kjarasamningi þann 1. febrúar 2013. Því hafi hækkun á yfirvinnukaupi verið í hlutfalli við það sem nam 3.479,38 kr. (3.369,86 x 1,028). Í janúar 2013 hafi verið mismunur á unnum vinnutímum og tímum samkvæmt ráðningarsamningi fyrir tímabilið 25. desember 2012 – 24. janúar 2013, en þá hafi unnir tímar verið alls 201,26 eða 17,26 tímar umfram ráðningarsamning. Tekur stefnandi fram að á tímaskýrslu hafa rauðir dagar (25. des., 26. des. og 31. des., og 1. janúar) ekki verið reiknaðir með í vinnuskyldu en þeim sé bætt hér við 8 stundir á dag 2 stundir vegna 31. des. Mismunur þennan mánuð vegna yfirvinnu sé því 17,26 stundir margfaldað með 3.369,86 á tímann, þ.e. tímakaup fyrir hækkun eða samtals 58.164 krónur auk 10,17% orlofs upp á 5.915 krónur.
Milli 21. og 22. janúar 2013 hafi vantað 2 klukkustundir upp á 11 klukkustunda hvíld og voru aðstæður þannig að stefnandi komst ekki upp með að mæta eftir að 11 klukkustunda hvíld lauk eins og hann átti að gera og því hafi stefnandi verið búinn að ávinna sér 3 klukkustundir í frítökurétt, skv. gr. 2.4.2 í kjarasamningi VR og SA.
Frá og með 1. febrúar og til 31. ágúst 2013 hafi tímakaup stefnanda breyst vegna kjarasamningsbundinna hækkana um 2,8%. Breyttist yfirvinnukaup þá í 3.479,38 krónur. Á þessu tímabili hafi alls 127,57 klukkustundir verið unnar umfram 184 klst. að meðaltali á mánuði og því sé yfirvinnukaup alls 443.864 krónur auk 10,17% orlofs. Á því tímabili hafi einnig verið skilgreindir frídagar skv. gr. 2.3 í kjarasamningi og hafi þeir ekki verið skráðir í tímaskýrslu. Á þessu tímabili hafi stefnandi einnig unnið tvisvar umfram 7 daga í röð sem gefi honum rétt til frídags. Fyrst á tímabilinu 28. janúar 2013 til og með 13. febrúar 2013, sem séu 17 dagar, hafi stefnandi áunnið sér 2 frídaga og svo hafi hann aftur unnið meira en 12 daga í röð frá 1. til og með 13. júlí 2013 og hafi þá bæst við 3 frídagar á dagvinulaunum á þessu tímabili.
Þann 1. september 2013 hafi aðilar samið um kauphækkun sem nam 12,56%. Þar með hafi tímakaup fyrir yfirvinnu hækkað í hlutfalli við það. Í september 2013 til og með desember 2013 hafi stefnandi unnið 151,07 klukkustundir umfram umsamdar vinnustundir, þ.e. 184 klukkustundir á þessu tímabili. Mismunur launa sé því vegna þessa 591.638 krónur auk 10,17% orlofs upp á 60.170 krónur.
Sundurliðun fyrir árið 2013 sé eftirfarandi:
|
2013 |
Alls klst. |
skv. samn. |
Mism. |
Mánaðarlaun |
||
|
Janúar |
201,26 |
184 |
17,26 |
100% |
370.000 kr. |
370.000 kr. |
|
Febrúar |
241,14 |
184 |
57,14 |
100% |
382.025 kr. |
382.025 kr. |
|
Mars |
152,62 |
184 |
-31,38 |
100% |
382.025 kr. |
382.025 kr. |
|
Apríl |
193,99 |
184 |
9,99 |
100% |
382.025 kr. |
382.025 kr. |
|
Maí |
212,54 |
184 |
28,54 |
100% |
382.025 kr. |
382.025 kr. |
|
Júní |
199,33 |
184 |
15,33 |
100% |
382.025 kr. |
382.025 kr. |
|
Júlí |
208,3 |
184 |
24,3 |
100% |
382.025 kr. |
382.025 kr. |
|
Ágúst |
207,65 |
184 |
23,65 |
100% |
382.025 kr. |
382.025 kr. |
|
September |
181,18 |
184 |
-2,82 |
100% |
430.000 kr. |
430.000 kr. |
|
Október |
250,3 |
184 |
66,3 |
100% |
430.000 kr. |
430.000 kr. |
|
Nóvember |
255,73 |
184 |
71,73 |
100% |
430.000 kr. |
430.000 kr. |
|
Desember |
199,86 |
184 |
15,86 |
100% |
430.000 kr. |
430.000 kr. |
|
2503,9 |
2208 |
295,9 |
||||
Á tímabilinu 13. október 2013 til og með 26. október 2013 hafi stefnandi unnið 13 daga í röð og áunnið sér einn frídag á dagvinnulaunum vegna þess. Árið 2013 hafi því áunnir frídagar verið alls fjórir. Árið 2013 hafi stefnandi fengið 50.000 krónur greitt sem kaupauka með orlofi í apríl 2013 og aftur í desember 2013. Hafi stefnandi fengið 300.000 krónur greiddar í kaupauka með orlofi. Þessar upphæðir séu því alls 350.000 krónur og komi til frádráttar sem uppgjör á kröfum sem til féllu á árinu 2012.
Þann 1. janúar 2014 hafi laun hækkað samkvæmt kjarasamningi um 2,8%. Þar með hafi tímakaup hækkað fyrir yfirvinnu í sama hlutfalli. Laun hafi aftur hækkað þann 1. nóvember og því er mismunur launa, þ.e. umfram meðaltal 184 klukkustundir, vegna tímabils janúar til og með október 2014, samtals 99,11 klukkustundir margfaldað með 4.025,98 krónum (reiknast út 3.916,32 x 1,028) þ.e. alls 399.015 krónur, auk 10,17% orlofs, 40.580 krónur. Á þessu tímabili hafi ekki verið tekið tillit í tímaskýrslu til skilgreindra frídaga samkvæmt kjarasamningi og einnig hafi orlofsdagar og veikindi verið skráðir inn sem 7,5 klukkustundir en hefðu átt að vera skráð sem 8,49 klukkustundir.
Á tímabilinu 10. til og með 22. febrúar 2014 hafi stefnandi unnið 13 daga í röð án hvíldar og áunnið sér frídag á launum. Frá 18. apríl til og með 10. maí 2014 hafi stefnandi unnið aftur 13 daga í röð og áunnið sér aftur frídag á launum. Á tímabilinu 1. til og með 19. september 2014 hafi stefnandi unnið 19 daga í röð og áunnið sér tvo frídaga á launum. Á tímabilinu 3. til og með 15. nóvember 2014 hafi stefnandi unnið 13 daga í röð og áunnið sér frídag og aftur á tímabilinu 1. til 13. desember 2014. Árið 2014 hafi stefnandi því áunnið sér inn 6 frídaga vegna brots á 7 daga hvíldarreglunni.
Sundurliðun fyrir árið 2015 sé eftirfarandi:
|
2014 |
Alls klst. |
skv. samn. |
Mism. |
Mánaðarlaun |
||
|
Janúar |
197,58 |
184 |
13,58 |
100% |
442.040 kr. |
442.040 kr. |
|
Febrúar |
236,33 |
184 |
52,33 |
100% |
442.040 kr. |
442.040 kr. |
|
Mars |
149,23 |
184 |
-34,77 |
100% |
442.040 kr. |
442.040 kr. |
|
Apríl |
196,36 |
184 |
12,36 |
100% |
442.040 kr. |
442.040 kr. |
|
Maí |
203,47 |
184 |
19,47 |
100% |
442.040 kr. |
442.040 kr. |
|
Júní |
175,13 |
184 |
-8,87 |
100% |
442.040 kr. |
442.040 kr. |
|
Júlí |
199,25 |
184 |
15,25 |
100% |
442.040 kr. |
442.040 kr. |
|
Ágúst |
186,15 |
184 |
2,15 |
100% |
442.040 kr. |
442.040 kr. |
|
September |
214,31 |
184 |
30,31 |
100% |
442.040 kr. |
442.040 kr. |
|
Október |
181,3 |
184 |
-2,7 |
100% |
442.040 kr. |
442.040 kr. |
|
Nóvember |
186,54 |
184 |
2,54 |
100% |
464.142 kr. |
464.142 kr. |
|
Desember |
210,85 |
184 |
26,85 |
100% |
464.142 kr. |
464.142 kr. |
|
2336,5 |
2208 |
128,5 |
||||
Þann 1. nóvember hafi laun hækkað um 5%. Hækkaði tímakaup í yfirvinnu í samræmi við það og nam 4.227,28 krónum (4.025,98 x 1,05). Mismunur launa vegna 1. nóvember 2014 til 24. janúar 2015 hafi því verið alls 50,85 klukkustundir og hafi því verið vegna þessa 214.957 krónur auk 10,17% orlofs upp á 21.861 krónu. Á starfstímanum hafi stefnandi áunnið sér alls 12 frídaga á dagvinnulaunum (m.v. 8 klst. á dag) samtals 96 klukkustundir auk 5,49 klukkustundir (2,49 klst. x 3 klst.) í frítökurétt, alls 101 klukkustund á dagvinnulaunum (101 t x1.339.27 kr.) eða 135.266 krónur. Stefnandi hafi fengið frí vegna unninnar yfirvinnu í 5 daga margfaldað með 7,5 klst. eða alls 37,5 klst. auk þess sem hann hafi verið einn dag frá vegna jarðarfarar sem vinnuveitanda beri ekki skylda að greiða. Til frádráttar koma því 45 klukkustundir en eftirstöðvar séu 56,49 dagvinnustundir x 2.394,52 krónur sem var dagvinnukaup stefnanda við starfslok, samtals 135.266 krónur auk 10,17% orlofs, 13.757krónur. Einnig komi til frádráttar kröfunni innborgun að fjárhæð 249.905 krónur, sem tilkynnt var með bréfi lögmanns stefnda þann 15. júlí 2015, og séu innborganir því samtals 599.950 krónur, sem kemur til frádráttar.
Krafan sé sett þannig fram að þar sem í einhverjum tilfellum hafi stefnandi ekki unnið fulla vinnuskyldu sé krafan ekki reiknuð frá mánuði til mánaðar heldur á ákveðnu tímabili og sé dráttarvaxtakrafan miðuð við það, en í dómskjölum fylgi sundurliðaður útreikningur.
Krafan sundurliðast sem hér segir:
|
Mismunur launa 22. ágúst – 24. desember 2012 |
370.506,- |
|
Orlof 10,17% vegna kr. 370.506,- |
37.680,- |
|
Mismunur launa 25. desember 2012 – 24. janúar 2013 |
58.164,- |
|
Orlof 10,17 vegna kr. 58.164,- |
5.915,- |
|
Mismunur launa 25. janúar – 24. ágúst 2013 |
443.864,- |
|
Orlof 10,17% vegna kr. 443.864,- |
45.141,- |
|
Mismunur launa 25. ágúst – 24. desember 2013 |
591.638,- |
|
Orlof 10,17% vegna kr. 591.638,- |
60.170,- |
|
Mismunur launa 25. desember 2013 – 24. október 2014 |
399.015,- |
|
Orlof 10,17% vegna kr. 399.015,- |
40.580,- |
|
Mismunur launa 25. október 2013 – 24. janúar 2015 |
214.957,- |
|
Orlof 10,17% vegna kr. 214.957,- |
21.861,- |
|
Eftirstöðvar frítökuréttar v/7daga reglu og 11 klst. hvíld |
135.266,- |
|
Orlof 10,17% vegna kr. 135.266,- |
13.757,- |
|
Höfuðstóll |
2.438.514,- |
|
Innborgun |
-599.905,- |
|
Samtals |
1.838.609,- |
Stefnandi byggir á því að samkvæmt gr. 1.9 í kjarasamningi VR og SA, sem gildi frá 1. maí 2015, eigi laun að greiðast fyrsta dag eftir að mánuði þeim lýkur sem laun séu greidd fyrir. Að auki skuli vinnuveitandi greiða áunnið orlof til launþega við lok ráðningarsambands skv. 8. gr. orlofslaga nr. 30/1987.
Þar sem innheimtutilraunir, sbr. bréf frá VR, dagsett 22. júní 2015, og ítrekunarbréf frá Guðmundi B. Ólafssyni hrl., dagsett 13. október 2015, og sáttatilraunir í framhaldi af bréfaskriftum milli aðila, hafi reynst árangurslausar sé málshöfðun því nauðsynleg. Sé hér farið fram á ýtrustu kröfur samkvæmt lögum og kjarasamningum.
Stefnandi byggir kröfur sínar á lögum nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups, lögum nr. 55/1980 um starfskjör o.fl., lögum nr. 30/1987 um orlof, lögum nr. 7/1936 um samninga umboð o.fl., meginreglum kröfuréttar, meginreglum vinnuréttar, kjarasamningum VR og vinnuveitenda og bókunum sem teljast hluti kjarasamninga. Kröfur um dráttarvexti og vaxtavexti styður stefnandi við reglur III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001. Kröfur um málskostnað styður stefnandi við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 129. gr. 4. tl. um vexti af málskostnaði. Einnig sé krafist virðisaukaskatts af málskostnaði þar sem stefnandi sé ekki virðisaukaskattsskyldur.
Málsástæður og lagarök stefnda.
Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda þar sem hann hafi þegar greitt stefnanda laun fyrir þann tíma sem hann sinnti störfum fyrir stefnda og gott betur eins og rakið sé í málavaxtalýsingu stefnda. Stefnandi hafi notið fastra mánaðarlauna fyrir allt vinnuframlag sitt. Umsamið kaup hafi verið langt umfram alla launataxta VR og bakara. Aðilum hafi því verið heimilt að semja um kaup sín á milli og sé á því byggt að umsamið kaup, hvernig sem á málið sé litið, hafi á hverjum tíma farið langt fram úr lágmarkslaunum.
Við samningsgerðina hafi verið ákveðið að tilgreina í ráðningarsamningnum að heildarvinnustundir í hverjum mánuði yrðu að meðaltali 184 en ákveðið að skoða síðar, að ef viðvera stefnanda færi verulega fram úr því meðaltali á ársgrundvelli, myndu aðilar leitast við að jafna það með því að hækka kaup stefnanda, með því að greiða honum kaupauka eða með frítöku hans en jafnframt var við það miðað að stefnanda bæri að stilla vinnutíma sínum í hóf og taka sér frí í samráði við yfirmann ef vinnutími færi fram úr viðmiðinu enda hafi hann ráðið vinnutíma sínum að miklu leyti sjálfur. Á því sé byggt að stefnanda hafi verið þetta fullkomlega ljóst við ráðninguna og að með þessu hafi samist með aðilum um að stefnandi nyti fastra mánaðarlauna fyrir allt vinnuframlag sitt.
Stefndi byggir á því að umsamin laun frá upphafi hafi átt að ná til allrar vinnu og að tilgreining í ráðningarsamningi um að heildarvinnustundir yfir mánuðinn væru að meðaltali 184 stundir hafi einungis verið áætlun. Þegar þannig hátti til að launamanni séu greidd föst laun fyrir alla vinnu sé ekki um það að ræða að hann eigi kröfu til frekari launagreiðslna, sbr. niðurstöðu í Hæstaréttarmálum nr. 83/2000, nr. 273/2010 og nr. 678/2012. Eftir því sem starf stefnanda þróaðist hafi komið í ljós að viðvera hans hafi verið að meðaltali nokkuð umfram hinar áætluðu viðmiðunarstundir og af þeim sökum hafi honum, í samræmi við tilætlan aðila við samningsgerðina, verið greiddur kaupauki í apríl 2013 að fjárhæð kr. 50.000, kaup hans hækkað í september 2013 upp í 430.000 krónur á mánuði og í árslok 2013 hafi honum verið greiddur kaupauki að fjárhæð 300.000 krónur. Þá hafi kaup hans aftur verið hækkað í nóvember 2014 upp í 464.142 krónur á mánuði, m.a. af sömu ástæðu. Á því sé byggt að stefnandi hafi samþykkt að greiðslur þessar væru til að mæta vinnuframlagi hans sem var umfram það sem aðilar hafi gert ráð fyrir og að þær væru ekki eingöngu vegna þess að stefndi væri sáttur við störf stefnanda. Þá hafi stefnandi fengið á starfstíma sínum hjá stefnda ítrekað frí umfram reglubundið orlof, einnig til að mæta slíkri yfirvinnu. Á því sé byggt að stefnanda hafi borið að segja alveg sérstaklega til þess ef hann teldi að greiðslur þessar og frítaka hans væru ekki nægjanlegar til að mæta þessari umframvinnu. Það hafi hann ekki gert og aldrei óskað eftir endurskoðun á ráðningarsamningnum eða að forsendum launaútreiknings yrði breytt, auk þess sem hann hafi enga athugasemd gert við orlofstöku sumarið 2014 og frítöku umfram hefðbundinn orlofsrétt. Stefndi telji alveg ljóst að með sérstakri frítöku 2014 hafi stefnandi fengið að fullu gert upp alla hugsanlega yfirvinnu fram til loka orlofsársins frá 1. maí 2013 til 30. apríl 2014. Verði stefnandi að bera hallann af því að hafa ekki sett fram þær kröfur sem hann hafi nú uppi fyrr en eftir starfslok sín. Í þessu ljósi verði jafnframt að telja þá skýringu stefnanda ekki standast að telja að launahækkanir og kaupaukar hafi eingöngu helgast af ánægju stefnda með vinnu hans.
Stefndi mótmælir þeim málatilbúnaði stefnanda að telja að í ráðningarsamningnum hafi falist að 12,85 yfirvinnustundir væru fyrirfram reiknaðar inn í föst laun á mánuði og vinna sem stefnandi ynni umfram það ætti að greiðast sérstaklega með tiltekinni krónutölu fyrir hverja stund eða brot úr stund, nánar tiltekið með 1,0385% af mánaðarlaunum. Þessari túlkun verði hvergi fundin stoð í samningi aðila og tilvísun til þess í ráðningarsamningnum, um það að að öðru leyti fari um „réttindi og skyldur skv. kjarasamningi VR“, geti ekki vísað til slíks grundvallaratriðis þegar á það sé ekki minnst í texta samningsins. Verði að telja að tilvísun ráðningarsamningsins til þess að um „flöt laun“ sé að ræða vísi til þess að ekki hafi verið tilætlan aðila að greiða sérstaklega fyrir unnar stundir sem stefnandi kynni að vinna umfram þær 184 stundir „að meðaltali“. Þessar meðaltalsstundir hafi því verið áætlun við samningsgerðina en ekki fast viðmið til útreiknings.
Vísað sé til þess að framkvæmd samningsins gefi vísbendingu um að skilningur stefnda að þessu leyti sé réttur enda hafi stefndi tekið tillit til þess að viðvera stefnanda við vinnu hafi reynst meiri en áætlað var og því hafi kaup hans hækkað, honum greiddir kaupaukar og honum heimiluð frítaka umfram það sem upphaflega var ráðgert. Hafi þetta allt verið gert í fullkominni sátt við stefnanda og athugasemdalaust af hans hálfu um að hann teldi sig eiga betri rétt.
Við starfslok stefnanda hafi stefndi ekki gert sérstaklega upp yfirvinnu, sem ætla megi að hafi verið umfram það sem aðilar hafi ráðgert við samningsgerðina, fyrir tímabilið frá 1. maí 2014 til starfsloka. Það gerði stefndi hins vegar eftir að hann móttók kröfubréf VR í júlí 2015. Þá hafi stefndi greitt stefnanda jafnframt til viðbótar fyrir 46,05 klukkustunda vinnu, sem stefnandi vann umfram framangreint meðaltal á tímabilinu frá 1. janúar 2014 til 30. apríl 2014, á sömu forsendum. Geti stefnandi því ekki átt neina kröfu á hendur stefnda vegna þessa umfram þær 249.905 krónur, að frádregnum gjöldum, sem stefndi hafi greitt honum hinn 14. júlí 2015 fyrir 99,05 klst. vinnustundir miðað við að meðallaun stefnanda fyrir hverja klukkustund hafi verið 2.523 krónur (kr. 464.142/184 klst.).
Stefndi kveðst hafna öllum kröfum stefnanda er lúti að því að hann hafi ekki notið 11 klukkustunda hvíldar í einhver skipti enda liggi fyrir að samkvæmt ráðningarsamningi hafi stefnanda borið að gæta að þessu og sé því algerlega neitað að yfirmaður hafi nokkurn tíma óskað eftir því að stefnandi tæki sér minni hvíld. Stefndi vísar því á bug, að vinnuálag stefnanda hafi á einhverjum tíma verið það mikið að hann hafi ekki getað tekið 11 klst. hvíld og jafnframt er því mótmælt að veitingastjóri eða framkvæmdastjóri hafi einhvern tíma óskað sérstaklega eftir því að hann tæki minni hvíld. Stefnanda hafi ekki getað dulist að mjög mikilvægt var fyrir hann að tefla strax fram slíkum kröfum ef hann teldi vera tilefni til þeirra og í því sambandi sé vísað til ákvæðis í ráðningarsamningnum um skyldu hans til að tilkynna um minnstu frávik í neysluhléum ef hann ætlaðist til þess að stefndi greiddi sérstaklega fyrir þau. Af sömu ástæðum mótmælir stefndi því að stefnandi geti átt kröfur á grundvelli þess að hann hafi á tilteknum tímabilum unnið samfleytt í það marga daga umfram sjö daga í samfellu að vegna þess hafi myndast frítökuréttur. Stefnanda hafi sjálfum borið að gæta að því að vinna ekki í lengri lotum en eðlilegt væri og engin fyrirmæli voru honum gefin af yfirmanni um að sleppa venjulegum helgarfríum. Tilvísun stefnanda til ákvæða kjarasamnings VR í þessu sambandi getur ekki átt við af sömu ástæðu og að framan er rakin. Mótmælt sé öllum málatilbúnaði stefanda sem lúti að því að verkefnastaða hans hafi verið með þeim hætti að hann hafi átt mjög örðugt með að komast í frí og að hann hafi oftar en einu sinni verði kallaður úr fríi vegna anna.
Stefndi mótmælir því að á honum hafi hvílt skylda til að gera nýjan ráðningarsamning við stefnanda, þegar ákveðið var að hækka laun hans, og að þess vegna beri að líta á launahækkanirnar án tillits til þess að þar væri m.a. um að ræða að stefndi væri að bæta stefnanda upp að aðilar teldu að vinnustundir hans væru að meðaltali fleiri en 184 stundir á mánuði yfir árið, eins og gert hafi verið ráð fyrir við gerð ráðningarsamningsins. Vísað sé til þess að engin skylda hvíli á vinnuveitanda að hækka laun starfsmanns hlutfallslega miðað við hækkanir almennra launa skv. kjarasamningum enda séu greidd laun eigi lakari en kjarasamningar kveði á um, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, sbr. og Hæstaréttardóm í máli nr. 308/2010. Því sé sérstaklega mótmælt að kauphækkanir til stefnanda og frítaka hans umfram umsamið orlof hafi ekki fyllilega nægt til að laun hans teldust áfram vera langt umfram umsamda launataxta bakara.
Stefndi byggir einnig sérstaklega á því að tómlæti stefnanda við að hafa uppi kröfur þær sem hann setur fram í máli þessu leiði til þess að hann eigi engar frekari kröfur vegna vinnusamningsins. Er í því sambandi sérstaklega vísað til þess að stefnandi hreyfði aldrei við því við stefnda að hann teldi sig eiga viðbótarkröfur umfram þau laun sem honum hafi mánaðarlega verið greidd og heldur ekki þegar hann þáði aukagreiðslur frá stefnda. Þá sé sérstaklega vísað til þess að stefnandi gerði aldrei athugasemdir við stefnda um launauppgjör á meðan hann var starfsmaður. Þvert á móti gat starfsmannastjóri stefnda ekki skilið annað á stefnanda, á fundum þeirra þegar vinnufyrirkomulag hans var til umræðu, en að hann væri mjög sáttur og að hann gerði sér vel grein fyrir því að launahækkanir og frítaka kæmu til móts við að vinnutími hans hefði reynst lengri en upphaflega ver gert ráð fyrir til viðmiðunar. Tómlæti og aðgerðarleysi stefnanda í þessu sambandi, og fyrirvaralaus móttaka á launauppgjörum, hafi þau áhrif að stefnandi geti nú ekki haft uppi þær kröfur sem málatilbúnaðurinn lúti að, sbr. dóma Hæstaréttar í málum nr. 273/2010 og nr. 438/2012. Ekki verði annað séð af málatilbúnaði stefnanda en að hann hafi við starfslok einungis gert athugasemdir við að hafa ekki fengið greidda yfirvinnutíma, sbr. tölvupóst á dómskjali 4, en engar athugasemdir sé þar að finna um önnur atriði sem hann krefji nú stefna um greiðslu á.
Allar kröfur stefnanda á hendur stefnda um laun sem í gjalddaga séu talin hafa fallið, samkvæmt málatilbúnaði stefnanda, fyrir 27. febrúar 2013 séu fyrndar skv. 3. gr. laga um fyrningu kröfuréttinda nr. 150/2007 en fyrningu hafi verið slitið með birtingu stefnu hinn 27. febrúar 2017. Eigi þetta við um allar kröfur hans vegna ársins 2012 og vegna janúar 2013. Beri því, hvernig sem málið fari að öðru leyti, að lækka kröfur stefnanda vegna þessa. Mótmælt sé að kaupaukagreiðslur á árinu 2013 verði taldar „uppgjör“ á kröfum sem til féllu á árinu 2012 svo sem málatilbúnaður stefnanda lúti að.
Stefndi mótmælir öllum útreikningum stefnanda og þeim forsendum sem hann hafi gefið sér og lagt til grundvallar kröfugerð sinni. Sérstaklega sé vísað til þess að stefndi samþykkir ekki að leggja eigi til grundvallar einhliða fullyrðingu stefnanda um tímakaup fyrir yfirvinnu, sem hann gefi sér að sé samkvæmt kjarasamningi þegar litið sé til þess að inntak samnings aðila hafi ekki verið um að stefndi ætti að greiða stefnanda tiltekna kjarasamningsbundna hlutfallstölu fyrir yfirvinnutíma.
Verði fallist á að stefnda beri að greiða stefnanda fyrir einhverjar klukkustundir sem hann hafi ekki þegar greitt honum sé á því byggt að stefnda beri þá að greiða honum meðallaun stefnanda fyrir hverja klukkustund eða 2.011 krónur (kr. 370.000/184 klst.) frá 22. ágúst 2012 til 1. september 2013; 2.336 krónur (kr. 430.000/184 klst.) frá þeim degi til 1. janúar 2014; 2.429 krónur (kr. 442.000/184 klst.) frá þeim degi til 1. nóvember 2013 og 2.523 krónur (kr. 464.142/184 klst.) frá þeim degi.
Mótmælt sé að stefnandi reikni sér 17,26 klukkustundir vegna „rauðra daga“, þ.e. 25., 26. og 31. desember 2012 og 1. janúar 2013, enda stefnandi ekki við vinnu þessa daga. Að endingu vill stefndi árétta að hann telji að með greiðslu sinni, umfram skyldu, hinn 14. júlí 2015, hafi launauppgjöri við stefnanda lokið.
Skýrslur fyrir dómi.
Stefnandi kom fyrir dóminn og kvaðst hafa hafið störf hjá stefnda 21. ágúst 2012. Samkvæmt starfssamningi átti stefnandi að vinna frá kl. 6.00 til 15.00 á daginn en samkomulag var um að stefnandi gæti ráðið því nokkuð sjálfur eftir því sem starfið þróaðist. Hafi stefnandi verið eini bakarinn á veitingasviði. Arnar hafi verið yfirmaður veitingasviðs og hafi hann ákveðið hvað og hvenær þyrfti að vinna, t.d. fyrir helgar. Samið hafi verið um 184 meðalvinnustundir á mánuði miðað við árið og þá í samráði við yfirmann. Stefnandi hafi ráðið vinnutíma sínum nokkuð sjálfur og hafi hann getað farið þegar verkefni dagsins væri lokið. Samið hafi verið um 370.000 króna flöt laun en rætt hafi verið um að stefnandi tæki yfirvinnu umfram 184 klukkustundir út í fríi. Stimpilklukka hefði verið á staðnum og allar vinnustundir verið skráðar samkvæmt henni. Hins vegar hafi verið erfitt að fá frí því að sífellt hafi menn verið að hringja í stefnanda í fríi til að spyrja um hvar þetta eða hitt væri keypt og jafnvel hafi stefnandi verið beðinn um að koma úr fríi til að vinna. Mikið álag hafi verið á bakaríinu og hafi stefnandi í raun stjórnað öllu verklagi í því. Stefnandi kvaðst hafa rætt álagið við Guðbjart og fleiri yfirmenn á árinu 2012 og 2013. Stefnandi kvaðst hafa sent yfirmanni sínum tölvupóst með fyrirspurn um yfirvinnutíma stefnanda og hafi hann fengið svar um að haldið væri utan um yfirvinnustundir hans. Stefnandi kvaðst ekki hafa litið svo á að föst laun hans hafi átt að vera fyrir alla yfirvinnu hans. Stefnandi kvaðst hafa tekið sex aukafrídaga umfram orlof á tímabilinu. Varðandi launahækkanir, sem stefnandi fékk umfram lögbundna hækkun samkvæmt kjarasamningi, kvaðst stefnandi hafa litið svo á að þær væru vegna velunninna starfa enda hafi honum verið tjáð það á fundi með yfirmönnum. Honum hafi verið hrósað fyrir störf sín. Stefnandi fékk 300.000 króna greiðslu í desember 2013 og hafi Fjóla, yfirmaður hans, hringt í hann og sagt það vera bónus vegna velunninna starfa. Stefnandi kvaðst hafa óskað eftir því að fá yfirvinnu greidda þegar hann hætti störfum en ekki fengið. Stefnandi kvað skýringu á því að hann hafi ekki fengið lögbundna 11 klukkustunda hvíld vera mistök sem hafi orðið í bakaríinu og hafi stefnandi ákveðið að taka það á sig svo að varan yrði tilbúin til sölu morguninn eftir og hafi því verið fram eftir degi að vinna. Stefnandi hafi orðið að mæta daginn eftir klukkan 6.00 til að hefa deig og baka svo að varan yrði tilbúin fyrir viðskiptavini klukkan 9.00 um morguninn. Því hafi verið ómögulegt að ná ellefu stunda hvíld í það skipti. Þá hafi stefnandi ekki alltaf fengið einn hvíldardag á sjö daga fresti eins og lögbundið sé. Það hafi t.d. gerst í kringum jól en þá hafi verið mikið um smákökukynningar um helgar. Hafi stefnandi þurft að vera á staðnum til að kenna nýjum krökkum sem voru komnir í hlutavinnu til að fylla á, frysta og kæla smákökur auk þess að baka fyrir bakaríið. Stefnandi hafi tekið þetta að sér í samráði við yfirmenn en ekki hafi verið rætt um að hann tæki þá vinnu út í fríi.
Stefnandi kveðst hafa litið á „flöt laun“ sem laun sem stefnandi fengi greidd í lok mánaðar ef hann uppfyllti 184 klukkustunda vinnu á undangengnum mánuði. Kvað stefnandi að ef hann ynni ekki 184 klukkustundir einn mánuðinn þá myndi mánuður sem hann ynni fleiri klukkustundir jafna það út. Stefnandi kvað í upphafi hafi verið samið um að ef hann ynni að meðaltali meira en 184 klst. á mánuði yfir árið þá tæki hann það út í fríi. Stefnandi kvað launahækkanir sem hann fékk hafa verið vegna vel unninna starfa en ekki fyrir unna yfirvinnu. Þá hafi Fjóla, yfirmaður hans, hringt í hann þegar bónusar voru greiddir og sagt að það væri vegna vel unninna starfa. Stefnandi hafi ekki litið svo á að það væru greiðslur fyrir unna yfirvinnu. Stefnandi kvaðst hafa óskað eftir því að starfssamningur hans yrði endurskoðaður eftir sex mánaða starf en svo hafi ekki verið gert. Stefnandi útskýrði „veikindabónus“ þannig að ef hann væri ekki veikur yfir árið væri veikindabónus greiddur. Aðspurður kvað stefnandi ekki hafa verið rætt við hann um hvernig ætti að greiða honum fyrir yfirvinnu utan að hann hafi ætlað að taka hana út með fríi en bjóst við því að kjarasamningar myndu annars gilda. Stefnandi kvaðst hafa verið eini bakarinn á sinni starfstöð en fleiri bakarar störfuðu innan stefnda.
Vitnið Fjóla Helgadóttir gaf símaskýrslu fyrir dóminum. Kvaðst hún hafa starfað sem mannauðsstjóri, þegar stefnandi var ráðinn til starfa, og undirritað ráðningasamninginn við stefnanda. Spurð um „fullt starf 100%“ og „launakjör 370.000 flöt laun“ kvað vitnið þetta hafa verið föst laun miðað við fullt starf. Um væri að ræða sömu föstu krónutöluna hvort sem starfsmaður ynni ekki fullt starf eða umfram fullt starf þá væri greidd sama fjárhæðin. Áætlað hafi verið að stefnandi ynni 184 klukkustundir að meðaltali á mánuði yfir árið þar sem mismunandi gæti verið hversu mikið unnið væri. Átti þetta að vera einhvers konar viðmið og reiknað hafi verið með að einhver yfirvinna yrði á álagstímum og það síðan jafnað út eftir árið. Ef annað kæmi í ljós ætti að endurskoða þetta. Þá hafi verið rætt um að stefnandi fengi aukafrí ef hann ynni meira en þetta og/eða einhvers konar bónus. Hafi verið um nýtt starf að ræða og hafi stefnandi komið að þróun og skipulagi en stefnandi hafi verið eini bakarinn í þessu bakaríi. Stefnandi hafi haft í hendi sér hvort hann mætti klukkan sjö eða átta á morgnana en það færi eftir því hvernig starfið þróaðist og átti hann að gera það í samræmi við veitingastjórann. Stefndi hafi endurskoðað laun stefnanda í febrúar 2013 en hann hafi þá séð að þetta var mikil vinna og stefnandi verið mjög samviskusamur og skilað vel sínu starfi. Fyrirtækinu hafi því fundist rétt að hækka laun stefnanda. Það sama hafi verið í september 2013. Fyrst hafi stefndi talið að mikil vinna væri tímabundin en svo hafi ekki reynst vera. Í nóvember 2014 hafi stefndi ákveðið að hækka laun stefnanda vegna vel unninna starfa hans. Bónusgreiðslur til stefnanda, 300.000 krónur, hafi verið vegna mikils álags fyrir jól og stefnandi unnið mikið. Stefnda hafi því þótt rétt að greiða stefnda bónus vegna þessa. Vitnið hafi hringt sérstaklega í stefnanda milli jóla og nýárs og tilkynnt honum það. Stefnandi hafi þá verið í fríi. Það sama hafi verið þegar stefnandi fékk 50.000 krónur greiddar í bónus. Vitnið kvaðst hafa rætt við næstu yfirmenn stefnanda um það hvort stefnandi væri ekki að taka yfirvinnu út með fríum. Aðspurt um það hvort stefnandi ætti að fá umbun fyrir vinnu umfram 184 klukkustundir að meðaltali á mánuði hafi það verið rætt með kaupaukum eða fríi eða endurskoðun launa. Í tölvupósti í maí 2015 hafi verið rætt um að stefnandi tæki yfirvinnu út með fríum en vitnið kvaðst ekki muna það sérstaklega. Hugsun stefnda með hækkuðum launum til stefnanda hafi verið til að mæta auknu vinnuálagi.
Forsendur og niðurstaða.
Á þeim tíma er stefnandi réð sig til vinnu hjá stefnda var í gildi kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins sem gilti frá 22. júní 2011 til 31. janúar 2014. Stefnandi undirritaði ráðningarsamning við stefnda þann 2. júní 2012. Var í ráðningarsamningnum samið um föst laun fyrir 100% starfshlutfall sem fólst í 184 klukkustunda vinnu að meðaltali á mánuði yfir árið. Áttu vinnustundir að jafnast út milli mánaða færi svo að einhverjir mánuðir teldu færri en 184 klukkustundir og einhverjir mánuðir fleiri klukkustundir. Inni í launum stefnanda, sem voru í upphafi 370.000 krónur, átti að rúmast sú yfirvinna sem talin var að fylgdi starfinu. Þá liggur fyrir og er óumdeilt að stefnanda stóð til boða að taka vinnu umfram 184 klukkustundir út í launuðu fríi. Samkvæmt stefnanda vannst ekki tími til þess nema að litlu leyti en hann hafi samtals tekið út sex frídaga utan lögbundins orlofs á tímabilinu. Er ekki ágreiningur um það.
Þá hefur ekki verið gerður ágreiningur um fjölda vinnustunda sem stefnandi hefur unnið enda teknir út úr skráningarkerfi stefnda. Stefndi heldur því hins vegar fram að stefnandi hafi þegar fengið fullnaðargreiðslu fyrir vinnuframlag sitt og hafi launahækkanir til dæmis verið til að greiða fyrir vinnu umfram 184 meðalklukkustundir á mánuði.
Í ráðningarsamningi milli aðila segir í kaflanum „Annað/nánari skýring á launakjörum/greiðslufyrirkomulag“ að mánaðarlaun reiknist frá 1. til 31. hvers mánaðar (eftir- og yfirvinna frá 24. til 24. hvers mánaðar). Í kaflanum um neysluhlé utan dagvinnutímabils segir að sé unnið í neysluhléum milli kl. 9:00 og 18:00 greiðist yfirvinnukaup til starfsfólks í fullu starfi. Gildi það bæði á virkum dögum og um helgar. Samkvæmt þessu hefur stefndi gert ráð fyrir því að greiða stefnanda yfirvinnukaup við ákveðnar aðstæður. Af þessu telur dómurinn að stefndi hafi ekki sýnt fram á að öll yfirvinna stefnanda væri innifalin í 184 klukkustunda vinnuframlagi að meðaltali á mánuði. Miðað við þann tímafjölda sem stefnandi vann hefði það verið brot á kjarasamningi VR og SA. Þá hefur stefndi viðurkennt í framkvæmd, með því að greiða stefnanda fyrst 50.000 krónur og síðan 300.000 krónur, að stefndi hafi unnið umfram umsaminn tímafjölda samkvæmt ráðningarsamningi. Telur dómurinn að stefndi geti ekki með einhliða ákvörðun, án samráðs við stefnanda, ákveðið hvaða greiðslur stefnanda beri fyrir vinnuframlag sitt umfram umsamda vinnuskyldu. Stefndi heldur því fram að með launahækkunum í september 2013 hafi stefndi verið að greiða stefnanda fyrir umfram vinnuframlag. Þessu mótmælir stefnandi og kveðst hafa fengið launahækkun vegna ánægju vinnuveitanda hans með störf hans. Vitnið Fjóla kvað rétt að stefndi hafi verið ánægður með vinnu stefnanda og viljað umbuna honum með launahækkun. Gegn neitun stefnanda telur dómurinn að stefndi hafi ekki sýnt fram á að umræddar launahækkanir hafi verið til að greiða fyrir unna yfirvinnu enda hefði slíkt þurft að koma fram á launaseðli eða á annan óyggjandi hátt. Svo var ekki. Þá greiddi stefndi stefnanda sérstaklega 350.000 krónur aukalega sem stefndi kvað vera vegna yfirvinnu stefnanda. Að öllu ofangreindu virtu telur dómurinn að stefnandi hafi sýnt fram á að hann hafi átt að fá yfirvinnu umfram 184 klukkustundir greiddar aukalega. Staðfesti vitnið Fjóla að stefnandi hafi getað tekið umfram yfirvinnustundir út með fríi. Svo leit stefnandi einnig á en kvað það hafa verið ómögulegt vegna mikils vinnuálags og anna. Því hafi hann átt inni óuppgerða yfirvinnu þegar hann lauk störfum í janúar 2015. Þegar Verslunarmannafélag Reykjavíkur gerði athugasemdir með bréfi dagsettu 22. júní 2015 til stefnda, greiddi stefndi stefnanda 249.905 krónur 14. júlí 2015 sem hann kvað vera lokauppgjör. Í þeirri greiðslu felst viðurkenning á því að stefndi ætti ógreiddar greiðslur til stefnanda.
Telur dómurinn að stefnandi hafi sannað, þrátt fyrir mótmæli stefnda, að honum beri að fá greitt fyrir yfirvinnu umfram 184 klukkustundir að meðaltali á mánuði.
Stefndi byggir á því að kröfur stefnanda séu niður fallnar vegna tómlætis stefnanda. Þessu mótmælir stefnandi. Í gögnum málsins liggur fyrir að uppgjör aðila átti að fara fram um áramót eða þegar séð væri hvort 184 klukkustunda vinnuframlagi væri náð að meðaltali yfir árið. Stefnandi hóf störf 21. ágúst 2012 en samkvæmt útreikningi stefnanda átti hann þá óuppgerðar 109,95 klukkustundir um næstu áramót. Stefndi greiddi stefnanda í apríl og desember 2013 samtals 350.000 krónur sem stefnandi reiknar með sem yfirvinnugreiðslu í uppgjöri aðila. Í janúar 2014 sendi stefnandi fyrirspurn til stefnda í tölvupósti um hvort einhver hætta væri á því að allir yfirvinnutímarnir gufuðu upp og var honum tjáð að haldið væri utan um þá alla. Í mars 2015 sendi stefnandi aftur fyrirspurn um uppsafnaða yfirvinnutíma hjá stefnda og fékk hann það svar að meiningin væri að hann myndi jafna þá yfirvinnu út með fríum. Stefnandi leitaði til Verslunarmannafélags Reykjavíkur sem gerði kröfu á stefnda vegna ógreiddrar yfirvinnu stefnda í júní 2015. Í kjölfar greiddi stefndi stefnanda laun sem stefnandi heldur fram að hafi farið til greiðslu á elstu skuld stefnda við stefnanda í júlí 2015. Að þessu sögðu er því hafnað að krafa stefnanda hafi fallið niður sökum tómlætis. Mátti stefnandi vera í þeirri trú að stefndi myndi gera upp óuppgerða yfirvinnu samkvæmt tímaskráningu í skráningarkerfi stefnda.
Ágreiningslaust er að óheimilt er að semja um lægri laun en gildandi kjarasamningar segja til um á hverjum tíma. Heimilt er að semja um hærri laun og innihélt ráðningarsamningur aðila í sér hærri laun en lægstu launataxtar VR gera ráð fyrir.
Á þeim tíma sem stefnandi starfaði hjá stefnda segir í grein 1.7.1 í kjarasamningi VR og SA að tímafjöldi fyrir fulla dagvinnu sé á mánuð171,15 klukkustundir og skuli vinna sem unnin er umfram það greiðast með tímakaupi sem nemi 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Af þessu verður sú ályktun dregin að öll dagvinna, 171,5 klukkustundir, rúmist innan 184 klukkustunda vinnuframlags stefnanda en 12,5 klukkustundir hafi verið reiknaðar inn sem yfirvinna. Um lakari kjör gat stefndi ekki samið þrátt fyrir að hann hafi greitt stefnanda hærri mánaðarlaun en lágmarkstaxti kjarasamningsins sagði til um.
Ekki er ágreiningur um þann tímafjölda sem stefnandi vann og er skráður í skráningarkerfi stefnda. Stefnandi lagði fram leiðrétta útreikninga fyrir kröfu sinni undir rekstri málsins. Á árinu 2012 vann stefnandi 109,95 klukkustundir umfram 184 klukkustundir að meðaltali á mánuði. Á árinu 2013 vann stefnandi samtals 295,9 klukkustundir umfram 184 klukkustundir að meðaltali á mánuði. Á árinu 2014 vann stefnandi 128,5 klukkustundir umfram 184 klukkustundir að meðaltali á mánuði.
Stefndi mótmælir því að við útreikning á yfirvinnu skuli 1,0385% lögð ofan á mánaðarlaun stefnanda. Telur dómurinn að þar sem um heildarlaun hafi verið samið eða „flöt laun“ verði ekki litið svo á að sérstaklega verði útreiknað hvað hefði átt að greiða fyrir dagvinnu og hvaða hluti launanna hafi verið fyrir yfirvinnu. Að þessu virtu verða kröfur stefnanda eins og þær eru fram settar í stefnu teknar til greina enda í samræmi við kjarasamning VR og SA.
Stefndi mótmælti því að stefnandi hafi ekki fengið 11 klukkustunda lögboðið frí eins og hann heldur fram. Af framburði stefnanda fyrir dómi um að hann hafi orðið að mæta til vinnu áður en hann hafði náð að taka 11 klukkustunda frí, og styðst við tímaskráningu stefnda, telur dómurinn fram komna sönnun um að stefnandi eigi rétt á greiðslum samkvæmt því.
Stefndi mótmælir því að stefnandi hafi ekki náð að taka einn lögbundinn frídag á sjö daga tímabili en hann hafi ráðið vinnutíma sínum nokkuð sjálfur. Vitnið Fjóla kvað fyrir dómi að stefnandi hafi staðið sig vel í vinnu og verið samviskusamur og því hafi honum verið umbunað með hærri launum og bónusum. Styður það framburð stefnanda um að hann hafi ekki getað tekið sér lögbundna frídaga vegna álags og stöðu verkefna enda hafi hann verið eini bakarinn á þessari vinnustöð. Telur dómurinn að stefnandi hafi sýnt fram á að honum beri greiðslur fyrir þessa daga.
Eins og rakið hefur verið kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að stefnandi hafi sýnt með nægilegum hætti fram á að stefnda beri að greiða stefnanda fyrir yfirvinnu sem var umfram vinnuskyldu samkvæmt ráðningarsamningi aðila auk lögboðinna greiðslna, s.s. orlof og fyrir hvíldartíma. Verða kröfur stefnanda því teknar að fullu til greina. Við kröfugerð stefnanda hefur verið tekið tillit til innborgana stefnda að fullu. Samkvæmt þessu verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 2.438.514 krónur ásamt dráttarvöxtum skv. 1, sbr. 6., gr. laga nr. 38/2001 af 408.186 krónum frá 24. desember 2012 til 24. janúar 2013 en af 472.265 krónum frá þeim degi til 24. ágúst 2013, en af 961.270 krónum frá þeim degi til 24. desember 2013, en af 1.021.440 krónum frá þeim degi til 24. október 2014, en af 1.613.078 krónum frá þeim degi til 24. janúar 2015, en af 2.438.514 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 50.000 krónum er greiddar voru 30. apríl 2013, 300.000 krónum sem greiddar voru 30. desember 2013 og 249.905 krónum sem greiddar voru 31. júlí 2015. Þess er krafist að dæmt verði,að dráttarvextir skuli leggjast við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 1. janúar 2015 en síðan árlega þann dag. Með vísan til 12. gr. laga nr. 38/2001 er óþarft að dæma um þá vaxtakröfu.
Með vísan til 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, samtals 800.000 króna.
Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan.
Dómsorð.
Stefndi, Miklatorg hf., greiði stefnanda, Guðmundi Vikari Sigurðssyni, 2.438.514 krónur ásamt dráttarvöxtum skv. 1., sbr. 6., gr. laga nr. 38/2001 af 408.186 krónum frá 24. desember 2012 til 24. janúar 2013 en af 472.265 krónum frá þeim degi til 24. ágúst 2013, en af 961.270 krónum frá þeim degi til 24. desember 2013, en af 1.021.440 krónum frá þeim degi til 24. október 2014, en af 1.613.078 krónum frá þeim degi til 24. janúar 2015, en af 2.438.514 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 50.000 krónum sem greiddar voru 30. apríl 2013, 300.000 krónum sem greiddar voru 30. desember 2013 og 249.905 krónum sem greiddar voru 31. júlí 2015.
Stefndi greiði stefnanda 800.000 króna í málskostnað.