Hæstiréttur íslands

Mál nr. 234/2014


Lykilorð

  • Kærumál
  • Dánarbússkipti
  • Erfðaskrá


                                                                                              

Miðvikudaginn 30. apríl 2014.

Nr. 234/2014.

A

(Hilmar Magnússon hrl.)

gegn

B

C

D

E

F og

G

(Haukur Örn Birgisson hrl.)

Kærumál. Dánarbússkipti. Erfðaskrá.

Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu A um að erfðaskrá H yrði metin ógild. Hæstiréttur tók kröfu A til greina að virtum þeim annmörkum sem voru á erfðaskránni. Þannig var í erfðaskránni ekki að finna yfirlýsingu H um arfleiðslu. Þá voru tvö af þremur lausum blöðum sem erfðaskráin var rituð á og höfðu að geyma eiginlegt efni hennar, óundirrituð og óvottfest og ekki var talið unnt að byggja á þeim að framkomnum andmælum A gegn gildi erfðaskrárinnar, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 6. maí 1960 í máli nr. 28/1960, birtur í dómasafni réttarins það ár á bls. 420. Loks uppfyllti arfleiðsluvottorð á þriðja blaði erfðaskrárinnar ekki áskilnað 1. mgr. og 3. mgr. 42. gr. erfðalaga nr. 8/1962.

Dómur Hæstaréttar

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.

Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. mars 2014, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. apríl sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. mars 2014, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að erfðaskrá H frá 23. janúar 2012 yrði metin ógild við opinber skipti á dánarbúi hennar. Kæruheimild er í 1. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess að fyrrgreind krafa hennar verði tekin til greina. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.

Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.

H, fædd árið 1918, gerði 23. janúar 2012 erfðaskrá, þar sem getið var níu nafngreindra manna, nánar tiltekið fjögurra af fimm lögerfingjum hennar að sóknaraðila undanskilinni og niðja þeirra. Varnaraðilar voru öll meðal þeirra, sem var getið í erfðaskránni.

Eins og málið liggur fyrir verður að ganga út frá því að erfðaskráin hafi verið á þremur lausum blöðum eins og greinir í hinum kærða úrskurði. Þar segir svo á fyrsta blaðinu: „Ég undirrituð H ... geri hér með svohljóðandi: ERFÐASKRÁ E ... Borðstofuborð og 6 borðstofustólar ásamt tilheyrandi stofuskáp. Spegill og brúnt útskorið forstofuborð með fjórum fótum. Útsaumuð mynd af barni. BROWN matvinnsluvél. C ... Irish Coffie glös með tilheyrandi skeiðum. 10 hvítir og bláir kaffibollar. Svartur stafur með silfur handfangi. B ... Kristalskál á 3 fótum. Hár kristals blómavasi. Útsaumuð mynd af sálmabók. Mynd af Garðsvík. Fjallamynd eftir Ísfjörð. Kristalsljósakróna. 2 gylltir veggkertastjakar. Skatthol. Höganäs krús. Gler kökufat á fæti. 6 Kínverskir bollar. Mynd frá Húsavík.“ Á öðru blaðinu segir: „I ... Lampi með reyklituðum glerskermi á málmfæti. Sporöskjulagað borð. Skrifborð (J). 7 rauðir bollar með hvítum blómum. F ... Öldin Okkar og Öldin sem leið 7 bindi. Lítil bókahilla. Útskriftarmynd af K afa. Útsaumuð mynd af dreng. Philips sjónvarp með flatskjá. Klippt mynd af mávum gerð af H. Barómet sem J afi gerði. G ... Kommóða lítil. Útsaumuð mynd af fólki að dansa. Klippt mynd af stelpu með gæsir gerð af H. Bleik lítil klukka. L ... Útsaumuð mynd af öskustó. Mynstruð skál á þrem fótum með gullröndum og tveir kertastjakar í stíl. M ... Gylltur lampi frá gólfi í þak. D ... Blómamynd eftir Ísfjörð.“ Á þriðja blaðinu segir: „Að öðru leyti en að framan greinir, skal um skipti á eignum mínum við fráfall, fara eftir erfðalögum nr. 8/1962. Erfðaskrá þessa undirrita ég í viðurvist tveggja tilkvaddra arfleiðsluvotta. Dags: 23/1 ´12“ og ritað eigin hendi „H“. Neðar á þessu blaði var fært svofellt arfleiðsluvottorð: „Við undirrituð, sem höfum verið sérstaklega kvödd til þess að vera vottar að framanskráðri erfðaskrá, vottum hér með að H, ritaði að okkur viðstöddum nöfn sín undir erfðaskrá þessa, sem hún kvað hafa að geyma hinsta vilja sinn. Gerði hún þetta heil heilsu, andlega og líkamlega, allsgáð og af fúsum og frjálsum vilja. Þetta erum við reiðubúin að staðfesta með eiði, ef krafist yrði.“ Tveir vottar rituðu undir arfleiðsluvottorðið, en það var hvorki staðsett né dagsett.

H lést [...] 2012 og var dánarbú hennar tekið til opinberra skipta 21. september sama ár. Við skiptin kom upp ágreiningur meðal annars um réttindi til arfs samkvæmt framangreindri erfðaskrá, sem ekki tókst að jafna, og beindi skiptastjóri honum til úrlausnar héraðsdóms. Með hinum kærða úrskurði var svo sem áður greinir hafnað kröfu sóknaraðila um að erfðaskráin yrði metin ógild.

Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði hefur sóknaraðili meðal annars borið því við að erfðaskráin frá 23. janúar 2012 uppfylli ekki áskilnað erfðalaga um form. Í 1. mgr. 34. gr. erfðalaga segir að hver sá, sem orðinn er fullra 18 ára eða hefur stofnað til hjúskapar, geti aldurs vegna ráðstafað eignum sínum með erfðaskrá. Í 1. mgr. 40. gr. sömu laga er kveðið á um að erfðaskrá skuli vera skrifleg og arfleiðandi undirrita hana eða kannast við undirritun sína fyrir lögbókanda eða tveimur vottum. Þá er í 42. gr. laganna mælt fyrir um arfleiðsluvottorð. Þannig er í 1. mgr. fjallað um hvað greina skuli í slíku vottorði, þar á meðal að arfleiðandi hafi kvatt arfleiðsluvotta til þess verks, og í 2. mgr. er boðið að geta skuli í vottorðinu um hvort arfleiðandi hafi verið svo heill heilsu andlega að hann hafi verið hæfur til að gera erfðaskrá, svo og um önnur atriði, sem áhrif geti haft á mat á gildi erfðaskrár. Í 3. mgr. 42. gr. erfðalaga segir að arfleiðsluvottar skuli staðsetja og dagsetja vottorð sitt og greina þar nákvæmlega hvenær arfleiðandi hafi ritað undir erfðaskrá eða kennst við efni hennar. Þeir skuli og greina heimilisföng sín svo að ekki verði um villst. Af þessum lagaákvæðum leiðir að arfleiðsluvottorð verður að fela í sér staðfestingu á því að arfleiðandi hafi að báðum vottum viðstöddum ritað eigin hendi undir erfðaskrá eða kannast við undirritun sína, svo og að hann hafi staðfest við þá að efni erfðaskrárinnar hafi að geyma hinsta vilja sinn um ráðstöfun eigna að sér gengnum.

Í erfðaskrá H er ekki að finna yfirlýsingu hennar um arfleiðslu, þótt skjalið beri fyrirsögnina „erfðaskrá“. Þeir annmarkar eru einnig á erfðaskránni að arfleiðsluvottar hafa ekki vottað þau ætluðu fyrirmæli, sem þar er að finna um ráðstöfun eigna til nafngreindra manna. Sem fyrr greinir er erfðaskráin á þremur lausum blöðum og hafa tvö þau fyrri að geyma ætluð fyrirmæli um ráðstöfun tiltekinna muna H, en á þriðja blaðinu er ekki annað tiltekið en að um ráðstöfun eigna hennar fari að öðru leyti eftir fyrirmælum erfðalaga, auk sem þar er að finna undirritun hennar, arfleiðsluvottorð og undirritun tveggja arfleiðsluvotta. Samkvæmt þessu er eiginlegt efni erfðaskrárinnar ritað á tvö óundirrituð og óvottfest blöð, sem ekki er unnt að byggja á að framkomnum andmælum sóknaraðila gegn gildi hennar, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 6. maí 1960 í máli nr. 28/1960, sem birtur er í dómasafni þess árs á bls. 420. Loks verður hvorki ráðið af arfleiðsluvottorði á þriðja blaði erfðaskrárinnar að H hafi kvatt viðkomandi menn til að votta arfleiðslu sína, sbr. 1. mgr. 42. gr. erfðalaga, né uppfyllir vottorðið formkröfur 3. mgr. sömu lagagreinar svo sem áður er rakið. Að virtum öllum þessum annmörkum á erfðaskránni verður að meta hana ógilda og taka þannig til greina dómkröfu sóknaraðila.

Varnaraðilum verður gert að greiða sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað, sem ákveðinn er í einu lagi eins og í dómsorði greinir.

Dómsorð:

Við opinber skipti á dánarbúi H skal erfðaskrá frá 23. janúar 2012 metin ógild.

Varnaraðilar, B, C, D, E, F og G, greiði óskipt sóknaraðila, A, samtals 600.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. mars 2014.

                Mál þetta, sem barst Héraðsdómi Reykjavíkur með bréfi mótteknu 14. janúar 2013, var tekið til úrskurðar 18. febrúar sl.

                Sóknaraðili er A, [...] í [...].

                Varnaraðilar eru B, [...] í [...],[...], D, [...] í [...], E, [...] í [...], C, [...] í [...],[...], F, [...] í [...] og G, [...] í [...]. Fyrirsvarsmaður F og G er móðir þeirra, varnaraðilinn, D.

                Dómkröfur sóknaraðila eru þær að erfðaskrá H, kt. [...], sem lést [...] 2012, dags. 23. janúar 2012, verði dæmd ógild og að ekki skuli leggja hana til grundvallar við skipti á dánarbúinu. Þá krefst sóknaraðili þess að varnaraðilum verði gert að greiða málskostnað ásamt virðisaukaskatti.

                Varnaraðilar krefjast þess að öllum kröfum sóknaraðila verði hafnað og að erfðaskrá H frá 23. janúar 2012 verði metin gild og lögð til grundvallar við skipti á dánarbúi hennar. Þá krefjast þau málskostnaðar að teknu tilliti til virðisaukaskatts.

I

                H, sem fædd var [...] 1918, lést [...] 2012. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 21. september 2012 var dánarbú hennar tekið til opinberra skipta. Herdís Þorgeirsdóttir héraðsdómslögmaður var skipuð skiptastjóri í dánarbúinu. Lögerfingjar hinnar látnu eru dætur hennar, sóknaraðili, A, varnaraðili, B, og L, ásamt sonardætrum hinnar látnu, varnaraðilum, D og E. Við andlát H sat hún í óskiptu búi eftir eiginmann sinn, J, sem lést [...] 2010.

                Með erfðaskrá, dags. 23. janúar 2012, ráðstafaði H hluta innbúsins til níu afkomenda sinna; varnaraðila B, C, sonar B, E, D, F og G, barna D, auk L dóttur sinnar og afkomenda hennar, M og I. Erfðaskráin var afhent Sýslumanninum í Reykjavík 13. apríl 2012, fimm dögum eftir andlát H. Mun hún til þess tíma hafa verið geymd í peningaskáp hjá N, móður varnaraðila, D, sem er eini lögerfingi H sem ekki er getið í erfðaskránni, hefur vefengt gildi hennar.

                Skiptastjóri vísaði framangreindum ágreiningi aðila til Héraðsdóms Reykjavíkur til úrlausnar, með vísan til 122. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. með bréfi, dags. 11. janúar 2013. Bréferfingjarnir L, M og I hafa ekki látið sig mál þetta varða.

                Við aðalmeðferð málsins gaf sóknaraðili skýrslu og varnaraðilarnir B, D og E, auk læknanna Thorbjörns Andersen og Árna T. Ragnarssonar, O, P, N, L og Q. Verður framburður þeirra rakinn eftir því sem tilefni þykir til.

II

                Sóknaraðili kveðst byggja kröfu sína um ógildi erfðaskrárinnar á því að skortur á að gæta form- og efnisreglna erfðalaga leiði til þeirrar niðurstöðu. Í fyrsta lagi sé byggt á því að umrædd erfðaskrá, geti ekki talist erfðaskrá í skilningi erfðalaga, þar sem skorti það grundvallarskilyrði að með erfðaskránni sé eignum ráðstafað, sbr. efnisskilyrði 1. mgr. 34. gr. erfðalaga. Í fyrirliggjandi erfðaskrá sé ekki að finna yfirlýsingu arfláta um að nánar tilgreindar eignir sem listaðar séu upp í skránni skuli falla til eða vera ráðstafað til nánar tilgreindra erfingja og því síður að eignirnar skuli verða eign viðkomandi. Sé alls óljóst hvað upptalning á börnum og barnabörnum arfláta feli í sér, svo og upptalning innbús, sem í fjölmörgum tilfellum tilheyri J. Verði ekki annað séð en að arfláta skorti þar með heimild til að ráðstafa ýmsum munum, teljist skráin fela í sér einhvers konar ráðstöfun yfirhöfuð. Með því hafi arfláti brotið gegn 20. gr. erfðalaga nr. 8/1962, en hún hafi setið í óskiptu búi.

                Alls ekki sé ljóst, eins og erfðaskráin sé úr garði gerð, að í henni felist ráðstöfun arfláta á eignum sínum, þar sem hún sé ekki staðfest með áritun arfláta á þær blaðsíður þar sem meint ráðstöfun eigna fari fram. Skortur á því leiði til þess að ekki sé hægt að meta erfðaskrána sem staðfestingu á ráðstöfun eigna, sem eins og fyrr segi sé grundvallarskilyrði þess að um erfðaskrá sé að ræða.

                Samkvæmt erfðalögum sé aðalreglan sú að lögerfingjar taki arf eftir arfláta, sé þeim til að dreifa. Löggjafinn hafi þó sett í lög ákvæði sem heimili arfláta að ráðstafa eignum sínum með öðrum hætti, að nánar uppfylltum skilyrðum. Þó geti ráðstöfun aldrei farið fram úr 1/3 af eignum arfláta láti hann eftir sig lögerfingja. Með þessu sé undirstrikuð sú meginregla að lögerfingjar taki alltaf arf og allar undantekningar frá því beri að skýra þröngt. Af þeim sökum séu gerðar strangar formkröfur um erfðaskrár, eigi þær að halda gildi sínu. Ákvæði VI. kafla erfðalaga séu þessu marki brennd.

                Í lögunum sé að finna mjög ströng ákvæði um form erfðaskráa og vottun þeirra, til að þær geti talist gildar. Erfðaskrá sú sem hér um ræði fullnægi fráleitt ákvæðum laganna um þau formskilyrði sem þar séu sett, til að geta talist gild. Frágangur á vottorði og vottun arfleiðsluvottanna séu andstæð kröfum erfðalaga og uppfylli ekki þau skilyrði sem gera megi til þeirra og fram komi í lögunum.

                Vottorð arfleiðsluvotta sé ekki stað- eða dagsett, sbr. 3. mgr. 42. gr. laga nr. 8/1962, sem valdi skilyrðislaust því að erfðaskráin teljist ekki gild. Vottunin sé ólögmæt og arfleiðsluvottorðið því að engu hafandi.

                Verulegum vafa sé undirorpið hvenær arfleifandi hafi ritað undir erfðaskrána, en í henni sjálfri sé dagsetningin 23. janúar 2012 handrituð fyrir ofan nafn arfleifanda, sem ekki virðist vera frá henni komið. Á skiptafundi hjá skiptastjóra hafi varnaraðili, B, og N borið að gengið hafi verið frá erfðagerningnum 27. janúar 2012, en þær hafi báðar verið í íbúð arfleifanda þegar það hafi verið gert, að þeirra sögn. Leiði það af sjálfu sér að arfleifandi hafi ekki getað undirritað erfðaskrána áður en hún hafi raunverulega verið gerð. Þannig sé verulegur vafi á því hvenær arfleifandi hafi ritað undir erfðaskrána og hvort það hafi verið gert að viðstöddum vottum, svo sem skýlaust sé krafist samkvæmt 40. gr. erfðalaga. Því skilyrði sé því ekki fullnægt að greint sé frá því nákvæmlega hvenær arfleifandi hafi ritað undir erfðaskrána, enda sé arfleiðsluvottorðið ódagsett. Þar sem þessa hafi ekki verið gætt verði skjalið ekki metið gild erfðaskrá.

                Þá sé ekki uppfyllt skilyrði um að arfleifandi hafi kvatt til umrædda votta, en í vottorðinu komi aðeins fram að vottarnir hafi verið sérstaklega tilkvaddir, án þess að það komi fram að arfleifandi hafi gert það, svo sem skylt sé. Sóknaraðili telji líklegt að það hafi verið B og N sem hafi kvatt vottana til að votta arfleiðsluna, hafi hún raunverulega farið fram, enda hafi H heitin ekki þekkt vottana og þeir ekki hana. Annar votturinn sé aftur á móti mjög góð vinkona B og hinn votturinn samstarfskona N. Sóknaraðili telji það hafið yfir allan vafa að brotið hafi verið ákvæði 1. mgr. 42. gr. erfðalaga um tilkvaðningu votta.

                Sóknaraðili telji vafasamt að umræddir vottar hafi vitað að þeir væru að vottfesta erfðaskrá eða hvers efnis hún væri, en áritun votta sé aðeins að finna á síðustu síðu erfðaskrárinnar þar sem ekki sé að finna neina útlistun á ráðstöfun bréfarfsins. Erfðaskráin sé ekki heldur vottuð í heild sinni, svo sem áskilið sé, þar sem hvorki arfleifandi né vottar áriti tvær fyrstu lausu síður erfðaskrárinnar, sem þó geymi allt meginefni hennar. Þannig sé óljóst hver vilji arfleifanda hafi verið, að minnsta kosti skortir áritun hans þar um á meginefni skjalsins, auk þess sem vottun skorti á hin lausu blöð. Erfðaskráin sé því að þessu leyti hvorki undirrituð af arfleifanda né vottuð með þeim hætti sem áskilið sé í 40. gr. erfðalaga, auk þess sem vottunin á þriðja blaðinu sé ekki í samræmi við 42. gr. laganna, og geti því ekki talist erfðaskrá í skilningi erfðalaga.

                Sóknaraðili byggi kröfu sína einnig á því að vottarnir hafi ekki gætt að andlegri og líkamlegri heilsu arfláta. Arfláti hafi í janúar 2012 verið líkamlega hrum og bundin hjólastól. Hún hafi strítt við langt gengið krabbamein og tekið sterk lyf, þar á meðal verkjalyf eins og morfín. Sóknaraðili telji ástand arfláta ekki hafa átt að geta farið fram hjá vottunum, en einskis sé getið um bágt líkamlegt ástand arfláta, sem þó hafi verið full ástæða til. Yfirlýsing þeirra um að arfláti hafi verið heil heilsu líkamlega sé því beinlínis röng og gefi tilefni til að ætla að þeir hafi ekki hitt arfláta fyrir.

                Vegna bágs ástands arfláta, langt gengins banvæns sjúkdóms hennar og mikillar lyfjagjafar, sem án efa hafi sljóvgað mjög dómgreind hennar, minni og mótstöðuafl, telji sóknaraðili að arfláti hafi ekki verið svo heil heilsu andlega að hún hafi verið fær um að ráðstafa eigum sínum á skynsamlegan hátt, eins og áskilið sé í 34. gr. erfðalaga, eða gert sér grein fyrir eðli gerningsins og hvað í honum hafi falist, sérstaklega vegna þeirrar staðreyndar að arfláti hafi ekki undirritað tvær fyrstu síður erfðaskrárinnar. Af þeim sökum sé erfðaskráin ekki gild.

                Þá byggir sóknaraðili kröfu sína einnig á því að arfleifandi hafi verið beitt nauðung og/eða misneytingu við gerð erfðaskrárinnar og jafnvel svikum, sbr. 37. gr. erfðalaga, og því sé hún ógild.

                Sóknaraðili telji að a.m.k. einn varnaraðila, B, hafi lagt mjög á arfláta að gera erfðaskrána og að hún sé í raun samin af henni, enda beri orðalag hennar það með sér. Varnaraðili, B, hafi verið búsett í [...] um áratugaskeið og telji sóknaraðili t.d. það orðfæri í erfðaskránni að tala um gylltan lampa frá gólfi í þak, sýna sænsk máláhrif. Þetta sé ekki orðfæri sem Íslendingar noti þegar þeir lýsi lampa sem nái upp í loft.

                Arfláti hafi vegna ástands síns átt mjög erfitt með að standa á móti dóttur sinni, sem hafi alla tíð beitt hana miklum þrýstingi og ofríki. Það hafi hún einnig gert gagnvart systrum sínum, sóknaraðila og L. Framlögð gögn sýni hug varnaraðila, B, þar sem fram komi beinar hótanir í garð sóknaraðila um að hún muni grípa til sinna ráða og fara „aðrar leiðir“ svo sem hún virðist hafa gert. Þá beri önnur framlögð gögn með sér að varnaraðila, B, sé mikið niðri fyrir og finni sóknaraðila allt til foráttu. Hún hafi lýst því að hún muni sjá til þess að málin verði tekin upp við endanlegt búsuppgjör, þrátt fyrir að hafa lagt á ráðin um að taka til sín verulegt fé og um leið að fara á bak við dætur bróður þeirra, sem séu erfingjar og meðal varnaraðila í máli þessu. Þessi skrif B séu með ólíkindum og gefi fullt tilefni til að ætla að hún hafi staðið á bak við gerð erfðaskrárinnar og blekkt arfláta eða misnotað aðstöðu sína til að klekkja á sóknaraðila, sem hafi verið í miklu og nánu sambandi við foreldra sína, ásamt börnum hennar og barnabörnum. Þá bendi skrif L í tölvupósti frá 1. nóvember 2012 til þess að varnaraðili, B, hafi haft ægivald yfir arfláta og stjórnað öllum hennar gerðum. Sóknaraðili telji engar líkur á því að arfláti hafi viljað útiloka hana í erfðaskrá, hafi staðið til að skipta upp innbúi hennar.

                Vegna þeirrar sönnunarreglu sem fram komi í 2. mgr. 45. gr. erfðalaga og þar sem áritun arfláta á erfðaskrána og arfleiðsluvottorðið fullnægi fráleitt ákvæðum erfðalaga, beri varnaraðilar sönnunarbyrðina um hið gagnstæða.

                Sóknaraðili vísi til erfðalaga nr. 8/1962, einkum VI. kafla, og laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Krafa um málskostnað styðjist við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá sé vísað til laga nr. 50/1988 vegna virðisaukaskatts á lögfræðiþjónustu.

III

                Varnaraðilar, B og C, byggja dómkröfu sína í fyrsta lagi á því að erfðaskrá arfláta, frá 23. janúar 2012, sé gildur erfðagerningur og að erfðaskráin uppfylli skilyrði ákvæða VI. kafla erfðalaga nr. 8/1962, bæði hvað varði form og efni, eins og þau hafi verið túlkuð í réttarframkvæmd. Því til stuðnings vísi varnaraðilar til þess að erfðaskráin sé skrifleg, sbr. ákvæði 40. gr. erfðalaga. Hún sé rituð á þrjár tölusettar blaðsíður. Yfirskrift hennar og upphafsorð beri það augljóslega með sér að vera erfðaskrá hinnar látnu, H, en þar segi: ,,Ég undirrituð H kt. [...] til heimilis að [...],[...] geri hér með svohljóðandi erfðaskrá“. Á fyrstu tveimur blaðsíðum erfðaskrárinnar komi fram með skýrum hætti upptalning á sérgreindum hlutum úr innbúi arfláta og sé skilmerkilega tilgreint hvernig þeim skuli ráðstafað til þeirra níu bréferfingja sem þar séu nafngreindir ásamt kennitölum, að undanskilinni kennitölu varnaraðila, C, sem sé búsettur erlendis. Sú ráðstöfun eigna sem þar sé tilgreind sé í algjöru samræmi við vilja arfláta og samkvæmt ákvörðun hennar sjálfrar. Hún muni hafa rætt um áform sín við fjölda einstaklinga áður en hún hafi undirritað erfðaskrána. Varnaraðilar, B og C, telji að ákvæði erfðaskrárinnar um ráðstöfun eigna séu skýr og greinargóð og að hafið sé yfir vafa hvað í henni felist.

                Erfðaskráin sé undirrituð af arfláta á blaðsíðu 3 í samræmi við upphafsorð hennar og ákvæði 40. gr. erfðalaga, hinn 23. janúar 2012. Varnaraðilar, B og C, mótmæli því að annmarkar séu á undirritun arfláta á erfðaskrána sem leiði til þess að ekki sé hægt að meta hana sem staðfestingu á ráðstöfun eigna og að hana skuli því ógilda. Þau telji að þó svo að blaðsíður 1 og 2 í erfðaskránni séu ekki áritaðir með upphafsstöfum arfláta og arfleiðsluvotta geti það hvorki leitt til þeirrar niðurstöðu að ráðstöfun eigna samkvæmt henni sé óljós, né að erfðaskráin verði metin ógild af þeirri ástæðu að slíka áritun skorti. Undirritun arfláta undir erfðaskrána sé fullnægjandi og í fullu samræmi við upphafsorð hennar sjálfrar og ákvæði 40. gr. erfðalaga. Það ákvæði geri einungis áskilnað um að skriflega erfðaskrá skuli undirrita, líkt og arfláti hafi gert. Hvergi sé í ákvæðinu að finna fyrirmæli um að árita skuli hverja blaðsíðu erfðaskrár sérstaklega, sé hún lengri en ein blaðsíða, hvað þá að skortur á slíkri áritun kunni að leiða til ógildingar. Sé erfðaskráin því ekki haldin formgalla að þessu leyti, sem leiða kunni til ógildingar, heldur sé erfðaskráin gildur erfðagerningur.

                Augljóst sé að erfðaskráin myndi eina heild sem mæli með skýrum hætti fyrir um ráðstöfun þeirra eigna sem þar séu tilgreindar og hvert þær skuli renna. Fráleitt sé að ætla að undirritun arfláta undir erfðaskrána nái einungis til þess hluta hennar sem sannarlega sé undirritaður af arfláta, þ.e. blaðsíðu 3, en ekki til annarra hluta hennar.

                Þá sé byggt á því að arfleiðsluvottorð erfðaskrárinnar og vottun arfleiðsluvottanna tveggja, P og O, uppfylli formskilyrði 42. gr. erfðalaga eins og það ákvæði hafi verið túlkað í réttarframkvæmd. Arfleiðsluvottarnir hafi verið kvaddir til að beiðni arfláta og vottað erfðaskrána þann dag sem arfláti hafi undirritað hana, 23. janúar 2012.

                Vísað sé til þess að reglur erfðalaga um form erfðaskráa hafi verið settar til þess að arfleiðsluvilji arfláta kæmi skýrlega fram og að staðreyna mætti hann eftir andlát arfláta. Í máli þessu liggi fyrir skrifleg erfðaskrá, undirrituð af arfláta og vottuð af tveimur óvilhöllum arfleiðsluvottum. Þar staðfesti vottarnir með undirritun sinni meðal annars að arfláti hafi verið andlega heill heilsu þegar erfðaskráin hafi verið gerð, hún hafi verið gerð af fúsum og frjálsum vilja og hafi að geyma hinsta vilja arfláta. Séu grundvallarformskilyrði 42. gr. erfðalaga því uppfyllt.

                Því sé mótmælt að skortur á sérstakri áritun dagsetningar arfleiðsluvottorðsins skuli leiða til þeirrar niðurstöðu að ógilda skuli erfðaskrána. Varnaraðilar, B og C, bendi á að í réttarframkvæmd hafi skortur á að slíkra dagsetninga sé getið í erfðaskrám ekki leitt til þess að dómstólar hafi metið þær ógildar, a.m.k. ekki þegar ofangreind grundvallarformskilyrði 42. gr. erfðalaga teljist uppfyllt og erfðaskrá teljist endurspegla arfleiðsluvilja arfláta.

                Ekkert í málinu bendi til annars en að sú erfðaskrá sem um ræði endurspegli arfleiðsluvilja arfláta, enda sé hún skýr og greinargóð, undirrituð með sannarlegum hætti af arfláta sjálfum og sú undirritun vottuð af tveimur arfleiðsluvottum.

                Varnaraðilar, B og C, mótmæli því að arfláti hafi ekki þekkt arfleiðsluvottana og þær ekki arfláta. Þvert á móti hafi arfláti þekkt vottinn P allvel um langt skeið. Þá hafi votturinn O verið arfláta vel kunnug. Vangaveltur sóknaraðila um að vafasamt sé að arfleiðsluvottarnir hafi vitað að þeir væru að vottfesta erfðaskrá, eða hvers efnis hún væri, séu með öllu tilhæfulausar. Umræddum arfleiðsluvottum hafi verið fullkunnugt um að þeir væru að vottfesta erfðaskrá arfláta, enda til þess sérstaklega kvaddir að beiðni arfláta. Auk þess komi fram með skýrum hætti bæði á erfðaskránni sjálfri og í arfleiðsluvottorðinu, sem arfleiðsluvottarnir hafi undirritað, að um erfðaskrá arfláta væri að ræða. Vottarnir hafi jafnframt átt samtal um hana við arfláta þar sem skýrt hafi komið fram að efni erfðaskrárinnar væri í samræmi við vilja arfláta.

                Í annan stað byggi varnaraðilar, B og C, dómkröfur sínar á þeirri málsástæðu að erfðaskráin uppfylli samkvæmt efni sínu skilyrði 1. mgr. 34. gr. erfðalaga um ráðstöfun eigna. Ráðstöfun arfláta á eignum sínum með erfðaskránni hafi verið eðlileg og rúmist innan ákvæða erfðalaga sem arfleiðsluheimild.

                Af framsetningu erfðaskrárinnar megi vera ljóst að með henni hafi arfláti verið að ráðstafa sérgreindum hlutum úr innbúi sínu, sem þar séu skilmerkilega tilgreindir, til þeirra níu bréferfingja sem nafngreindir séu. Varnaraðilar telji að ráðstöfun arfláta á þeim eignum sem erfðaskráin taki til sé skýr og greinargóð og að hafið sé yfir vafa hvað í henni felist.

                Því sé mótmælt að efni erfðaskrárinnar sé ,,afar óvenjulegt“ eins og haldið sé fram í greinargerð sóknaraðila. Þvert á móti hafi arfláti ráðstafað eignum sínum með eðlilegum og skynsamlegum hætti. Ráðstöfun eigna samkvæmt erfðaskránni lúti einungis að munum úr innbúi arfláta, en ætla verði að fjárhagslegt virði þeirra sé mjög óverulegt. Helstu eignir arfláta, s.s. fasteignin að Dalbraut 14, verði hins vegar lagðar til grundvallar við skipti á dánarbúinu, óháð erfðaskránni. Varnaraðilar telji að ráðstöfun eignanna hafi að öllu leyti verið í samræmi við vilja arfláta, enda liggi fyrir að arfláti hafði undirbúið gerð erfðaskrárinnar vandlega.

                Sú staðreynd að sóknaraðili sé ekki meðal bréferfingja geti ekki leitt til þess að fallist verði á kröfu sóknaraðila um ógildingu erfðaskrárinnar. Arfláti hafi sjálf tekið þessa ákvörðun. Hún hafi helgast af því hvernig samskiptum sóknaraðila og arfláta hafi verið háttað um árabil. Þau samskipti hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að arfláti hafi ákveðið að sóknaraðili yrði ekki á meðal bréferfingja.

                Varnaraðilar mótmæli því að arfláta hafi að einhverju leyti skort heimild til að ráðstafa munum úr innbúi sínu, sem tilgreindir séu í erfðaskránni, þar sem þeir hafi tilheyrt J heitnum [...], og þannig brotið gegn 20. gr. erfðalaga. Eins og áður segi verði að ætla að fjárhagslegt virði þeirra sé mjög óverulegt og að þeir teljist fremur til hjúskapareigna J heitins og arfláta, fremur en að þeir teljist séreignir hans. Arfláta hafi því verið heimilt að ráðstafa þeim með erfðaskrá, sbr. 2. mgr. 36. gr. erfðalaga.

                Varnaraðilar telji að hafi sóknaraðili viljað freista þess að undanskilja muni sem tilgreindir séu í erfðaskránni, og hún telji hafa tilheyrt J heitnum [...], hefði hún, samkvæmt meginreglum réttarfars, þurft að gera sérstaka dómkröfu til ógildingar erfðaskrárinnar að því er þá varði. Þar sem slík dómkrafa sé ekki gerð í málinu af hálfu sóknaraðila telji varnaraðili að þessi málsástæða hafi ekki þýðingu í málinu og komi ekki til álita við úrlausn þess.

                Í þriðja lagi sé mótmælt fullyrðingum sóknaraðila um að arfláti hafi verið andlega vanhæf til þess að gera þá erfðaskrá sem um ræði og ráðstafa með henni eignum sínum með skynsamlegum hætti. Sóknaraðili hafi ekki með nokkrum hætti sýnt fram á sannleiksgildi þeirra fullyrðinga sinna. Engin læknisfræðileg gögn hafi verið lögð fram af hennar hálfu sem sýni fram á andlegt vanhæfi arfláta eða mikla lyfjanotkun hennar þegar erfðaskráin hafi verið gerð 23. janúar 2012. Varnaraðili byggi dómkröfur sína á því að arfláti hafi þvert á móti verið fullkomlega fær um að ráðstafa réttindum sínum sjálf og verið svo heil heilsu andlega að hún hafi verið hæf til þess gera erfðaskrá í skilningi 2. mgr. 34. gr. erfðalaga þann 23. janúar 2012.

                Þrátt fyrir að arfláti hafi átt við líkamleg veikindi að stríða hafi hún verið andlega heil heilsu þegar erfðaskráin hafi verið gerð. Hún hafi verið ern og skýr og ráðstafað eignum sínum samkvæmt eigin vilja, eftir vandaðan undirbúning, og gert sér fulla grein fyrir eðli gerningsins og því hvað í honum hafi falist. Þetta staðfesti gögn málsins, s.s. vottun arfleiðsluvottanna P og O og bréf varnaraðila, E, til skiptastjóra dánarbúsins.

                Í greinargerð sóknaraðila komi fram að krafa um ógildingu erfðaskrárinnar byggi á því að arfláti hafi verið beitt nauðung og/eða misneytingu við gerð erfðaskrárinnar, jafnvel svikum, í skilningi 37. gr. erfðalaga. Málatilbúnaði sóknaraðila að þessu leyti sé mótmælt í heild sem röngum og ósönnuðum. Sérstaklega sé mótmælt þeim alvarlegu ávirðingum sem þar birtist í garð varnaraðila, B. Því sé mótmælt að hún hafi „alla tíð“ beitt arfláta „miklum þrýstingi og ofríki“ og „blekkt arfláta eða misnotað aðstöðu sína til að klekkja á sóknaraðila“. Því sé jafnframt mótmælt að varnaraðili, B, hafi haft „ægivald yfir arfláta og stjórnað öllum hennar gerðum“. Þær ávirðingar sem birtist í greinargerð sóknaraðila séu fráleitar, rangar og ósannaðar. Virðist sem þær séu settar fram í annarlegum tilgangi. Það sé rangt að varnaraðili, B, hafi beitt arfláta miklum þrýstingi, ofríki eða blekkingum, misnotað aðstöðu sína gagnvart henni, haft yfir henni ægivald og stjórnað öllum hennar gerðum. Nægi í því sambandi að nefna að varnaraðili, B, hafi flutt af landi brott árið 1969. Hún hafi því verið búsett erlendis í um 44 ár, lengst af í [...], en einnig í [...] og [...]. Þegar af þeirri ástæðu blasi við að hún hafi frá þeim tíma augljóslega ekki verið í neinni aðstöðu til þess að beita arfláta því ofríki, ægivaldi og blekkingum og öðru því sem sóknaraðili haldi fram að hún hafi gert „alla tíð“.

                Samband varnaraðila, B, við báða foreldra sína hafi þvert á móti verið afar gott alla tíð og með engu móti verið í samræmi við þær lýsingar sem fram komi í greinargerð sóknaraðila. Í því ljósi verði ógilding erfðaskrárinnar ekki byggð á ákvæði 37. gr. erfðalaga, auk þess sem sönnunarregla 2. mgr. 45. gr. erfðalaga eigi samkvæmt efni sínu ekki við í máli þessu.

                Til viðbótar þeim málsástæðum sem varnaraðilar, B og C, byggi dómkröfur sínar á, sé málatilbúnaði sóknaraðila mótmælt í heild sinni. Varnaraðilar telji að sönnunarfærslu sóknaraðila sé verulega ábótavant og að hún samræmist ekki með nokkrum hætti ákvæðum VI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómkröfur sóknaraðila byggist á fullyrðingum, ávirðingum og jafnvel getgátum, sem ýmist séu rangar eða engin sönnun hafi verið færð fyrir. Svo virðist sem þær séu settar fram og á þeim byggt af hálfu sóknaraðila í því skyni að varpa sönnunarbyrði um atvik máls yfir á varnaraðila.

                Varnaraðilar, B og C, telji, með vísan til ákvæða VI. kafla laga nr. 91/1991 um sönnun og sönnunarfærslu og til meginreglna einkamálaréttarfars, að sóknaraðili verði að bera sönnunarbyrðina fyrir þeim fullyrðingum sem dómkröfur hennar byggist á. Í ljósi þess hversu verulega skorti á sönnunarfærslu sóknaraðila beri að hafna dómkröfu hennar, en fallast á kröfur varnaraðila.

                Dómkröfum sínum til stuðnings vísi varnaraðilar til ákvæða erfðalaga nr. 8/1962, einkum 20., 34., 36., 37., 40., 42. og 2. mgr. 45. gr. Um sönnun og sönnunarbyrði vísi þau til ákvæða VI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og meginreglna einkamálaréttarfars. Málskostnaðarkrafa byggist á ákvæðum XXI. kafla laga nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr. laganna. Krafa um virðisaukaskatt á málskostnaðarfjárhæðina byggist á ákvæðum laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, en varnaraðilar séu ekki virðisaukaskattsskyld.

IV

                Varnaraðilar, D, E, F og G, kveða augljóst af orðalagi hinnar umdeildu erfðaskrár að arfleifandi sé með henni að ráðstafa eignum sínum til þeirra sem þar séu listaðir upp og með þeim hætti sem þar greini. Á blaðsíðu 3 í erfðaskránni segi meðal annars „að öðru leyti en að framan greinir, skal um skipti á eignum mínum við fráfall, fara eftir erfðalögum“. Engin sérstök skilyrði komi fram í 1. mgr. 24. gr. erfðalaga eða lögskýringargögnum um það með hvaða hætti ráðstöfun eigna skuli sett fram í erfðaskrá. Vandséð sé hver annar tilgangur gæti verið með slíkri upptalningu í skjali sem sé klárlega erfðaskrá. Með hliðsjón af framangreindu verði að telja það ljóst að arfleifandi sé að ráðstafa eignum sínum samkvæmt 1. mgr. 34. gr. erfðalaga og því beri að hafna kröfu sóknaraðila sem byggist á því að grundvallarskilyrðum ákvæðisins sé ekki fullnægt.

                Varðandi fullyrðingu sóknaraðila um að H heitinni hafi verið óheimilt að ráðstafa tilteknum hlutum sem hafi tilheyrt J, skammlífari maka H, beri fyrst og fremst að líta til þess að í greinargerð sóknaraðila sé hvergi talið upp hvaða hlutir það séu sem hafi tilheyrt J, eða færð sönnun fyrir því hvernig þeir hlutir hafi tilheyrt honum. Jafnframt verði að líta til þess að H hafi setið í óskiptu búi eftir J. Samkvæmt 11. gr. erfðalaga sé ekki heimilt að sitja í óskiptu búi með séreign skammlífari maka, þ.e. séreign komi ávallt til skipta við andlát og teljist ekki hluti af óskiptu búi langlífari maka. Með hliðsjón af framangreindu verði ekki annað séð en að allar þær eignir sem séu tilteknar í erfðaskránni hljóti annaðhvort að vera séreign H eða hjúskapareignir hennar og J. Að öðrum kosti hefði þessum eignum verið ráðstafað við skipti á dánarbúi J eftir andlát hans. Með hliðsjón af 11. gr., 20. gr., 35. gr. og 2. mgr. 36. gr. erfðalaga sé ljóst að H hafi verið fullkomlega heimilt að ráðstafa þeim hlutum sem taldir séu upp í erfðaskránni þar sem þeir séu ekki séreign J, engin fyrirmæli hafi verið til staðar um ráðstöfun þeirra og ráðstöfun eignanna sé innan þeirra marka sem H hafi verið heimilt að ráðstafa til bréferfingja með erfðaskrá. Ekki verði heldur séð hvernig framangreint geti leitt til þess að erfðaskráin verði ógild í heild sinni. Þessi málsástæða sé því ekki í samræmi við kröfugerð sóknaraðila.

                Varðandi hugsanlega formgalla á erfðaskrá byggi sóknaraðili kröfu sína um ógildingu meðal annars á því að ekki sé áritun votta og arfláta á öllum blaðsíðum erfðaskrárinnar, heldur aðeins í lokin á blaðsíðu 3. Af 40. gr. erfðalaga eða lögskýringagögnum verði hins vegar ekki ráðið að gerð sé krafa um að hver blaðsíða sé undirrituð af arfláta og vottum. Ekki hafi verið gerð nein tilraun til að sýna fram á að fyrstu tvær blaðsíðurnar séu ekki hluti erfðaskrárinnar, enda myndu arfleiðsluvottar og aðrir viðstaddir staðfesta það, ásamt því sem erfðaskráin hafi verið heftuð saman og geymd þannig. Á fyrstu blaðsíðu erfðaskrárinnar hafi nafn H heitinnar verið ritað og því sé ekki um að villast að þetta sé erfðaskrá hennar. Af þessum sökum sé því hafnað að skortur á staðfestingu undirskriftar á fyrstu tveimur blaðsíðum erfðaskrárinnar geti valdið ógildingu hennar.

                Hvað frágang arfleiðsluvottorðs erfðaskrárinnar varði beri að líta til þess að vottorð arfleiðsluvotta sé á sömu blaðsíðu og dagsett undirskrift H. Því beri að leggja dagsetningu undirritunar H til grundvallar varðandi undirritun arfleiðsluvottana, ef ekki er líklegt að undirritun hafi farið fram á öðrum degi. Ekkert í greinargerð sóknaraðila bendi til þess að vottun hafi farið fram á öðrum degi en undirritun H. Sóknaraðili byggi einnig á því að ekki sé getið um staðinn þar sem arfleiðsluvottun hafi farið fram. Á fyrstu blaðsíðu erfðaskrárinnar komi fram heimilisfang H. Óumdeilt sé að erfðaskráin hafi verið gerð á heimili hennar í Reykjavík eins og staðfest fáist með vitnisburði votta. Efasemdir sóknaraðila um undirritunardag og frágang erfðaskrárinnar, sem byggist á fundagerð skiptastjóra vegna skiptafunda í búinu 2. og 6. nóvember 2012, séu órökstuddar. Einungis hafi verið um misritun að ræða þar sem talið hafi verið að erfðaskráin hefði verið frágengin 27. janúar 2012. Hið rétta sé að erfðaskrá hafi verið undirrituð, vottuð og frágengin 23. janúar 2012 eins og efni hennar beri með sér.

                Sóknaraðili beri því við á einum stað í greinargerð sinni að H heitin hafi ekki þekkt vottana og þeir hafi ekki þekkt hana. Á öðrum stað í greinargerðinni komi fram að sóknaraðili viti ekki til þess að vottarnir hafi þekkt eða hitt H áður eða þekkt aðstæður hennar að öðru leyti. Það verði að teljast einkennilegt að sóknaraðili geti haldið því fram staðfastlega að arfleifandi hafi ekki þekkt vottana og þeir ekki hana, á sama tíma og sóknaraðili viti ekki til þess að vottarnir hafi þekkt eða hitt H. Í ljósi þessa misræmis sé rétt að upplýsa það að báðir vottarnir, P og O, hafi hitt H í að minnsta kosti eitt skipti áður en þær hafi hist til að votta og ganga frá erfðaskránni.

                Sóknaraðili byggi ógildingarkröfu sína einnig á þeirri málsástæðu að ekki sé tekið fram í arfleiðsluvottorði að H sjálf hafi kvatt til vottana. Samkvæmt löghelgaðri venju og dómaframkvæmd hafi ákvæði 1. mgr. 42. gr. erfðalaga ekki verið skýrt svo að vottar skuli vera tilkvaddir sérstaklega af arfláta, heldur hafi verið talið nægja að vottar hafi verið kvaddir til af einhverjum nákomnum arfláta og/eða þeim sem sé arfláta innan handar við gerð erfðaskrárinnar eins og raunin hafi verið í því tilfelli sem hér um ræði.

                Í greinargerð sóknaraðila komi fram að arfleiðsluvottarnir hafi ekki gætt að líkamlegri heilsu H við vottunina. Ekki er gerður sérstakur áskilnaður um það í erfðalögum að vottar þurfi að leggja mat á líkamlegt ástand arfláta. Þrátt fyrir að vottar tilgreini í arfleiðsluvottorði að arftaki sé við heila líkamlega heilsu þá geti það ekki talist ógildingarástæða. Fráleitt sé að halda því fram að það orðalag í arfleiðsluvottorði gefi tilefni til að ætla að vottar hafi ekki hitt arfláta fyrir.

                Sóknaraðili byggi einnig á því að arfláti hafi haft mjög sljóvgaða dómgreind og ekki verið nægilega heil heilsu til að ráðstafa hagsmunum sínum, sbr. 2. mgr. 34. gr. erfðalaga. Sóknaraðili hafi ekki lagt fram nein gögn til stuðnings þessari fullyrðingu sinni sem gætu varpað rýrð á yfirlýsingu arfleiðsluvotta, sem hægt sé að sannreyna með eiðsvörnum vitnisburði ef þörf verði á. Sóknaraðili beri því hallann af því að engin gögn hafi verið lögð til grundvallar fullyrðingu hans um þetta atriði.

                Þá byggist krafa sóknaraðila einnig á því að arfláti hafi verið beitt nauðung og/eða misneytingu við gerð erfðaskrárinnar. Þetta sé rökstutt með því að orðalag erfðaskrárinnar beri þess merki að varnaraðili, B, sem lengi hafi verið búsett í [...] hafi samið erfðaskrána. Eins og fram komi í fundargerð skiptastjóra, vegna skiptafunda í búinu 2. og 6. nóvember 2012, hafi það verið N, móðir varnaraðila, D, sem hafi ritað erfðaskrána, en ekki varnaraðili, B, þrátt fyrir að hún hafi verið á staðnum þegar erfðaskráin hafi verið rituð. Óumdeilt sé að áralangar deilur hafi verið á milli þeirra systra. Einhliða samskipti varnaraðila, B, við sóknaraðila og L systur þeirra sýni ekki fram á að varnaraðili, B, hafi beitt móður sína misneytingu og/eða nauðung við gerð erfðaskrárinnar. Því sé alfarið mótmælt sem ósönnuðu og órökstuddu að um misneytingu og/eða nauðung hafi verið að ræða gagnvart arfláta við gerð erfðaskrárinnar. Eins og fram komi í lokin á arfleiðsluvottorði séu vottarnir reiðubúnir að staðfesta með eiði efni arfleiðsluvottorðs síns, meðal annars að H hafi gert erfðaskrána heil heilsu og af fúsum og frjálsum vilja.

                Þrátt fyrir að gera verði strangar kröfur um form og efni arfleiðsluvottorðs verði einnig að hafa til hliðsjónar hver raunverulegur vilji arfláta hafi verið. Ef ekki er tilefni til að efast um vilja arfláta verði að byggja á erfðaskránni. Ljóst sé að athugasemdir sóknaraðila um arfleiðsluhæfi og vottun erfðaskrár séu órökstuddar og ósannaðar. Sóknaraðili verði að bera hallann af því. Sóknaraðili hafi ekki axlað þá byrði að gera það líklegt að erfðaskráin fullnægi ekki skilyrðum 40.-43. gr. erfðalaga. Ekki sé hægt að ætlast til þess að varnaraðilar þurfi að hrinda órökstuddum og ósönnuðum staðhæfingum sóknaraðila um það. Þá muni vitnisburður votta samkvæmt 2. mgr. 45. gr. erfðalaga einnig staðfesta það sem fram komi í greinargerð varnaraðila.

                Vísað sé til erfðalaga nr. 8/1962. Krafa um málskostnað styðjist við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá sé vísað til laga nr. 50/1988 vegna virðisaukaskatts á lögfræðiþjónustu.

V

                Í máli þessu deila aðilar um gildi erfðaskrár H frá 23. janúar 2012. Sóknaraðili krefst þess að erfðaskráin verði dæmd ógild. Byggir hún kröfur sínar á því að ekki hafi verið gætt formreglna við gerð og vottun hennar, auk þess sem fyrirmæli hennar séu óskýr og óvenjuleg. Þá hafi H ekki verið nægilega heil heilsu til að gera sér grein fyrir þeirri ráðstöfun sem hafi falist í erfðaskránni, sbr. 2. mgr. 34. gr. erfðalaga nr. 8/1962. Að lokum er byggt á því að um nauðung, misneytingu eða jafnvel svik hafi verið að ræða.

                Sóknaraðili telur í fyrsta lagi að erfðaskráin uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 34. gr. erfðalaga þar sem ekki sé ljóst af henni að verið sé að ráðstafa eignum með henni. Óljóst sé hvað upptalning muna í henni feli í sér. Erfðaskráin er þrjár blaðsíður að lengd. Hún hefst á orðunum: „Ég undirrituð H, kt. [...] til heimilis að [...],[...] geri hér með svohljóðandi: ERFÐASKRÁ.“ Á sömu blaðsíðu og þeirri næstu á eftir eru taldir upp níu afkomendur H. Fyrir neðan hvert nafn er að finna upptalningu á innbúsmunum. Á þriðju og síðustu blaðsíðu erfðaskrárinnar segir: „Að öðru leyti en framan greinir, skal um skipti á eignum mínum við fráfall, fara eftir erfðalögum, nr. 8/1962.“ Dómurinn telur það hafið yfir vafa að með framangreindri upptalningu hafi verið ætlun H að ráðstafa tilteknum eignum til viðkomandi aðila í samræmi við 1. mgr. 34. gr. erfðalaga. Verður ekki fallist á að erfðaskráin uppfylli ekki ákvæði erfðalaga að þessu leyti.

                Sóknaraðili byggir á því að H hafi skort heimild, sbr. 20. gr. erfðalaga, til þess að ráðstafa ýmsum munum, þar sem þeir hafi í fjölmörgum tilfellum tilheyrt J, eiginmanni H, en eins og fyrr greinir sat hún í óskiptu búi eftir hann. Sóknaraðili hefur ekki gert neina grein fyrir því hvaða munir það séu sem hafi tilheyrt J. Þeir munir sem H ráðstafaði með erfðaskránni eru allir innanstokksmunir; húsgögn, lampar, glös, skálar, bækur o.fl., sem líklegt má telja að hafi verið hluti hjúskapareigna þeirra hjóna. Samkvæmt bréfi skiptastjóra frá 11. janúar 2013 hefur ekki verið lagt mat á verðmæti þeirra muna sem getið er í erfðaskránni, eða hvert hlutfall þess sé af eignum hinnar látnu. Verðgildi munanna virðist þó ekki ýkja mikið. Samkvæmt 20. gr. erfðalaga getur maki, sem situr í óskiptu búi, aðeins ráðið yfir sínum hluta úr búinu með erfðaskrá. Honum er heimilt að ráðstafa einstökum munum innan þessara eignarmarka, ef það gengur ekki í berhögg við fyrirmæli hins látna maka samkvæmt 2. mgr. 36. gr. Ekkert hefur komið fram um fyrirmæli J heitins varðandi ráðstöfun eignanna. Sóknaraðili hefur ekki sýnt fram á það í málinu að brotið hafi verið gegn framangreindu ákvæði 20. gr. erfðalaga við gerð erfðaskrárinnar. Þá liggur ekkert fyrir um að ráðstöfunin hafi farið fram úr þeim ⅓ hluta eigna sem heimilt er að ráðstafa samkvæmt 35. gr. erfðalaga, en fram er komið að meðal eigna dánarbúsins var fasteign.

                Sóknaraðili telur erfðaskrána frá 23. janúar 2012 ekki uppfylla formreglur erfðalaga. Vísar sóknaraðili meðal annars til þess að undirritun H sé einungis að finna á þriðju og síðustu blaðsíðu erfðaskrárinnar, en ekki á tveimur fremri síðunum, þar sem ráðstöfun eigna fari fram. Samkvæmt 40. gr. erfðalaga skal erfðaskrá vera skrifleg og skal arfleifandi undirrita hana eða kannast við undirritun sína fyrir lögbókanda eða tveimur vottum. Ekki er að finna nein fyrirmæli um að árita þurfi hverja blaðsíðu erfðaskrár sérstaklega, sé hún lengri en ein blaðsíða. Umrædd erfðaskrá er eins og fyrr greinir þrjár blaðsíður að lengd. Blaðsíðurnar eru tölusettar og ritaðar með sama letri. Nafns, kennitölu og heimilisfangs H er getið á fyrstu síðunni. Er ekki að sjá annað en að erfðaskráin myndi eina heild og ekki hafi verið um nein laus blöð að ræða sem hugsanlega sé skeytt saman. Þá verður litið til þess að báðir vottar að erfðaskránni, P og O, báru um það fyrir dóminum að hafa litið yfir erfðaskrána og könnuðust við hana. Verður ekki fallist á að erfðaskráin sé haldin formgalla að þessu leyti.

                Sóknaraðili telur arfleiðsluvottorð erfðaskrárinnar vera ófullnægjandi. Vísar hún til þess að vottunin sé ekki stað- eða dagsett, sbr. 3. mgr. 42. gr. erfðalaga. Vottorðið sé af þessum sökum að engu hafandi. Þá sé vafi um hvenær ritað hafi verið undir erfðaskrána. Vafi sé á að ritað hafi verið undir að vottum viðstöddum, sbr. 40. gr. sömu laga. Þá hafi arfleifandi ekki kvatt til vottana svo sem skylt sé samkvæmt 1. mgr. 42. gr. laganna og ekki ritað undir eða kannast við undirritun sína fyrir vottunum á sama tíma. Var þessi málsástæða höfð uppi af sóknaraðila við aðalmeðferð málsins í tilefni af framburði vitna. Þá telur sóknaraðili vafa leika á því að vottarnir hafi vitað að þeir væru að votta erfðaskrá, enda sé vottun þeirra einungis að finna á síðustu blaðsíðunni. Þá hafi vottarnir ekki gætt að andlegri eða líkamlegri heilsu arfleifanda. Yfirlýsing vottorðsins um líkamlega heilsu arfleifanda hafi verið röng og gefi tilefni til að ætla að vottarnir hafi ekki hitt arfleifanda.

                Í erfðaskránni segir fyrir neðan nafn arfleifanda: „Arfleiðsluvottorð: Við undirrituð, sem höfum verið sérstaklega kvödd til þess að vera vottar að framanskráðri erfðaskrá, vottum hér með að H, ritaði að okkur viðstöddum nöfn sín undir erfðaskrá þessa, sem hún kvað hafa að geyma hinsta vilja sinn. Gerði hún þetta heil heilsu, andlega og líkamlega, allsgáð og af fúsum og frjálsum vilja. Þetta erum við reiðubúin að staðfesta með eiði, ef krafist yrði.“ Undir þetta rita vottarnir P og O.

                N skýrði frá því fyrir dóminum að hún hefði vélritað erfðaskrána upp fyrir arfleifanda að hennar beiðni. Hún kvaðst hafa tekið texta arfleiðsluvottorðsins upp af netinu, án þess að hugsa sérstaklega um hann. Hún kvaðst hafa verið viðstödd undirritun arfleifanda á erfðaskrána og vottun beggja vottanna. Báðir arfleiðsluvottarnir komu fyrir dóminn og staðfestu undirritun sína. O lýsti því að hún teldi erfðaskrána hafa verið undirritaða 23. janúar 2012 eins og erfðaskráin bæri með sér. Hún vissi ekki hvers vegna ekki hefði verið sett dagsetning við arfleiðsluvottorðið, en taldi undirritun sína hafa farið fram þennan sama dag. P lýsti því sömuleiðis að hún teldi undirritunina hafa farið fram þennan sama dag. Bæði varnaraðili, B, og N sem voru heima hjá arfleifanda fullyrtu að erfðaskráin hefði verið undirrituð af arfleifanda og vottunum þennan dag. Er ekkert komið fram sem styður að undirritunin hafi átt sér stað 27. janúar 2012 svo sem fram kemur í fundargerð skiptastjóra, en hugsanlega er um misritun eða misskilning að ræða. Verður því ekki talið að vafi leiki á um það hvenær erfðaskráin var undirrituð eða hvenær hún var vottuð. Samkvæmt 3. mgr. 42. gr. erfðalaga skulu arfleiðsluvottar staðsetja og dagsetja vottorð sitt. Fram er komið og er óumdeilt að undirritun vottanna fór fram á heimili arfleifanda að [...] í Reykjavík. Þá hafa vottarnir staðfest að undirritunin hafi farið fram sama dag og erfðaskráin er dagsett. Með hliðsjón af því þykir sýnt hvar og hvenær vottunin fór fram og er vottunin því ekki andstæð framangreindu ákvæði.

                Sóknaraðili telur vottun erfðaskrárinnar jafnframt vera andstæða 1. mgr. 42. gr. erfðalaga þar sem arfleifandi hafi ekki sjálf kvatt til vottana og ekki ritað undir eða kannast við undirritun sína að þeim báðum viðstöddum. Fram kom fyrir dóminum að varnaraðili, B, fékk P til að koma og votta erfðaskrána. Þá leitaði N til O um vottun. P bar um það að hafa hitt arfleifanda nokkrum sinnum áður, en hún hafi meðal annars litið til hennar meðan hún hafi dvalið á spítala. Hún kvaðst hafa talað við arfleifanda þegar hún hafi komið til hennar til að votta erfðaskrána, en ekki muna nákvæmlega um hvað. Hún hafi vitað að um erfðaskrá væri að ræða og litið yfir hana. Arfleifandi hafi verið viðstödd þegar hún hafi vottað. Hana minnti að hún hefði séð arfleifanda undirrita erfðaskrána. O kvaðst hafa hitt arfleifanda í afmælisveislu varnaraðila, F. Hún hafi rætt stuttlega við arfleifanda þegar hún hafi komið til að votta erfðaskrána. Erfðaskráin hafi þá þegar verið undirrituð og arfleifandi hafi þakkað sér fyrir að votta hana. Af framburði vitna er ekki ljóst hvort P eða O kom á undan til að votta erfðaskrána, en hins vegar er ljóst að þær voru ekki á sama tíma hjá arfleifanda. Vottarnir lýstu því þó báðar að hafa vitað af því að þær væru að votta erfðaskrá. Þær hafi litið á efni hennar, rætt nokkuð við arfleifanda og ritað undir að henni viðstaddri. Af dómi Hæstaréttar Íslands frá 17. febrúar 2014 í málinu nr. 28/2014 verður ráðið að þess sé ekki krafist að arfleifandi hafi sjálfur kallað til votta að erfðaskrá sinni, heldur sé fullnægjandi að hann samþykki þá í orði eða verki. Er vottunin að þessu leyti ekki andstæð 1. mgr. 42. gr. erfðalaga. Hins vegar er sá áskilnaður gerður í ákvæðinu að arfleifandi undirriti eða kannist við undirritun sína að báðum vottum viðstöddum. Þar sem vottarnir voru ekki staddir hjá arfleifanda samtímis uppfyllir vottunin ekki ákvæði 1. mgr. 42. gr. erfðalaga. Þegar svo háttar til og erfingi telur að ógilda beri erfðaskrá samkvæmt 34. gr. eða 37.-38. gr. erfðalaga, verður sá, sem vill byggja rétt á henni að hrinda staðhæfingu þess er rengir, með vættisburði arfleiðsluvotta eða öðrum sönnunargögnum, sbr. 2. mgr. 45. gr. laganna. Sóknaraðili byggir á því að H hafi ekki verið fær um að gera erfðaskrá, sbr. 2. mgr. 34. gr. erfðalaga. Verður því að leggja sönnunarbyrði um hið gagnstæða á varnaraðila.

                Í málinu liggja fyrir tvö vottorð lækna um heilsufar arfleifanda síðustu mánuði fyrir andlát hennar. Í vottorði Torbjörns Andersen heimilislæknis [...], dags. 16. september 2013, kemur fram að hún hafi í mörg ár átt við alvarleg og kronisk heilsuvandamál að stríða. Þar beri helst að nefna myeloma, sem sé blóðsjúkdómur, hjartabilun og slitgigt. Hún hafi meðal annars notað morfín vegna verkja og þurft svefnlyf til að sofa. Þetta séu slævandi lyf sem hafi áhrif á dómgreind. H hafi verið illa haldin og södd lífdaga síðustu mánuðina, enda háöldruð. Hún hafi oft verið inni á sjúkrahúsi vegna ástands síns síðustu árin. Það sé mat læknisins að hún hafi vegna heilsuleysis og lyfjanotkunar ekki verið fær um að gera yfirvegaðar og sjálfstæðar ráðstafanir um sín fjármál, eins og t.d. erfðaskrá í janúar 2012. Í vottorði Árna T. Ragnarsson yfirlæknis á [...], dags. 7. nóvember 2013, kemur fram að H hafi dvalist á [...] í febrúar 2012. Hún hafi verið andlega skýr og vel áttuð að mati lækna [...] og einnig í vistunarmati sem gert hafi verið í janúar 2012. Minnispróf (MMSE) sem gert hafi verið í febrúar 2011 á Landspítala hafi verið eðlilegt fyrir aldur (27/30). Það sé því engin ástæða til að efast um að hugsun hennar og dómgreind hafi verið skýr á þessum tíma og þar á undan.

                Báðir læknarnir komu fyrir dóminn. Vitnið, Torbjörn Andersen heimilislæknir, skýrði frá því að hann hafi verið heimilislæknir H og hafi hitt hana oft, sérstaklega síðari hluta ársins 2011. Hann hafi oft farið í vitjanir til hennar, en erfitt hafi verið fyrir hana að koma til hans vegna líkamlegs ástands. Hún hafi haft blóðsjúkdóm, hjartasjúkdóma og slitgigt. Hún hafi notað sterk verkjalyf og svefnlyf. Hún hafi auk þess átt við vandamál vegna sára að stríða og verið lögð inn á sjúkrahús vegna sýkinga. Hún hafi ekki haft heilabilun og hafi verið andlega vel á sig komin. Hún hafi komið vel út úr minnisprófi. Hún hafi hins vegar verið kvíðin og döpur og mjög hjálparþurfi. Hann telji að auðvelt hafi verið að hafa áhrif á ákvarðanatöku hennar vegna heilsuleysis. Líkamlegir sjúkdómar, kvíði og depurð geti haft áhrif á dómgreind. Hún hafi fengið hjartalyf, þvagræsilyf, steralyf, oxycontin og svefnlyf. Hann viti ekki hversu mikið hún hafi tekið af lyfjunum, en miðað við sumarið 2011 hafi hann skrifað út 5 og 10 mg af oxycontin. Þetta séu með minnstu skömmtum sem séu notaðir af þessu lyfi. Lyfin væru slævandi og gætu haft áhrif á dómgreind og vökustig. Hann lýsti því að H hefði virkað bjartsýn og ekki verið á þunglyndislyfjum. Hins vegar þegar fólk væri líkamlega veikburða og upp á aðstoð annarra komið hlyti mikill kvíði að fylgja því. Þetta hafi áhrif á ákvarðanagetu og gildismat. H hafi ekki haft áhyggjur af fjármálum, en auðvelt hafi verið að hafa áhrif á hana. Það sem hafi haft mest áhrif á hana hafi ekki verið verkjalyfin, heldur almennt líkamlegt ástand. Slíkt geti fræðilega séð haft áhrif á getu hennar til að taka yfirvegaðar ákvarðanir. Vitnið kvaðst ekki muna sérstök dæmi minnisleysis eða þess að H hefði verið rugluð. Honum hafi komið á óvart að hún hefði gert erfðaskrá án vitneskju dætra sinna, sóknaraðila og l, en önnur þeirra hafi ávallt verið með henni þegar hann hafi hitt hana.

                Vitnið, Árni T. Ragnarsson yfirlæknir, staðfesti vottorð sitt. Hann kvaðst hafa hitt H og skoðað hana. Samkvæmt vistunarmati hafi hún ekki verið haldin neinni heilabilun. Minnispróf sem hafi verið framkvæmt á henni hafi verið eðlilegt fyrir manneskju á hennar aldri. Hann taldi þessa niðurstöðu ekki geta breyst fljótt nema hún yrði fyrir einhverju áfalli, en honum væri ekki kunnugt um neitt slíkt. Hann taldi það ekki standast að hún hafi ekki haft heilsu til þess að ráðstafa fjármálum sínum. Hún hafi verið á lyfjum, en ekki svo sterkum eða í því magni að það gæti haft áhrif á hæfni hennar.

                Sóknaraðili lýsti því fyrir dóminum að móðir hennar hafi verið orðin veikburða og mjög þreytt. Hún hafi verið orðin gleymin og ekki skilið hluti. Til að mynda hafi hún ekki náð samhengi í sjónvarpsþáttum og ítrekað spurt sömu spurninga. Hún hafi hins vegar munað eftir ættingjum og aftur í tímann. Hún telji hana ekki hafa verið færa um að gera erfðaskrá, enda hafi hún aldrei minnst á erfðaskrá við sig.

                Varnaraðili, B, taldi móður sína hafa verið andlega skýra og því hæfa til að ráðstafa fjármunum sínum. Varnaraðili, E, taldi ekkert hafa verið að arfleifanda andlega. Ekkert minnistap hafi verið hjá henni á þeim tíma sem hún hafi gert erfðaskrána, en hún hafi einungis orðið vör við slíkt hjá henni síðustu einu og hálfu viku lífs hennar. Þá hafi hún ekki verið undir áhrifum af lyfjum fyrr en undir lokin þegar hún hafi dvalið á [...]. Varnaraðili, D, taldi arfleifanda hafa verið vel áttaða og skýra í kollinum.

                Vitnið, O arfleiðsluvottur, lýsti því að hún hefði rætt við arfleifanda þegar hún hafi komið til að votta erfðaskrána. Hún hafi verið vel með á nótunum og alveg vitað um hvað væri að ræða. Hún hafi setið í hjólastól, en ekki hafi verið að sjá að líkamleg veikindi hennar hefðu nein áhrif á andlega hæfni hennar. Þá hafi ekki borið á neinum sljóleika vegna lyfja.

                Vitnið, P arfleiðsluvottur, kvaðst hafa hitt arfleifanda nokkrum sinnum. Hún hafi verið skýr og gaman hafi verið að spjalla við hana. Hún kvaðst aldrei hafa tekið eftir því að hún væri illa áttuð. Dómgreind hennar hafi verið í fullkomnu lagi þegar gengið hafi verið frá erfðaskránni, þrátt fyrir líkamleg veikindi. Hún hafi ekki verið undir áhrifum lyfja.

                Vitnið, N, kvað arfleifanda hafa verið fulláttaða. Hún hafi ekki glímt við minnisleysi eða neitt slíkt. Hún hafi átt við líkamleg veikindi að stríða, en það hafi ekki haft áhrif á hana andlega.

                Vitnið, L, dóttir arfleifanda og bréferfingi samkvæmt erfðaskránni, kvað móður sína hafa verið orðna gleymna og dómgreindarlausa, þrátt fyrir að vera ern að mörgu leyti. Hún hafi til að mynda margspurt að því sama. Hún hafi verið allt of veik til að gera erfðaskrá. Aðspurð um ummæli í greinargerð hennar í máli nr. Q-12/2013, um að arfleifandi hafi verið við góða andlega heilsu allt til dauðadags, taldi hún þau ummæli ekki stafa frá sér.

                Vitnið, Torfi Sigurjónsson, stjúpfaðir varnaraðila, E, kvaðst hafa heimsótt arfleifanda á sjúkrahús og spjallað við hana. Hún hafi verið áberandi skýr miðað við aldur og alveg vitað hvað hún sagði og gerði. Hún hafi ekki verið komin með elliglöp.

                Með hliðsjón af framangreindum læknisvottorðum og framburði aðila og vitna sem rakinn hefur verið þykir dóminum enginn vafi leika á því að H hafi verið svo heil heilsu andlega að hún hafi verið fær um að gera erfðaskrá 23. janúar 2012, sbr. 1. mgr. 34. gr. erfðalaga. Rannsóknir á minni H benda til þess að minni hennar hafi verið mjög gott. Læknar þeir sem komu fyrir dóminn voru sammála um það að hún hafi ekki verið haldin heilabilun og hún hafi verið andlega vel á sig komin. Engin dæmi hafa verið nefnd um háttsemi sem gæti bent til þess að andleg heilsa hennar hafi ekki verið góð. Óumdeilt er að H átti við líkamlega vanheilsu að stríða og var á lyfjum. Af framburði lækna er ljóst að þeir lyfjaskammtar voru ekki slíkir að þeir gætu haft áhrif á andlega hæfni hennar. Þykja varnaraðilar því hafa fært sönnur á að H hafi verið fær til þess að gera erfðaskrá 23. janúar 2012, samkvæmt 2. mgr. 34. gr. erfðalaga.

                Sóknaraðili hefur borið því við að arfleifandi hafi verið beitt nauðung, misneytingu og jafnvel svikum til að gera erfðaskrána og hana beri því að ógilda á grundvelli 37. gr. erfðalaga. Byggir sóknaraðili á því að varnaraðili, B, hafi lagt að arfleifanda að gera erfðaskrána og hún hafi verið samin af henni. Dómurinn telur ekkert hafa komið fram í málinu sem rennir stoðum undir framangreindar fullyrðingar sóknaraðila. Bæði varnaraðilar og vitni báru um það fyrir dóminum að arfleifandi hefði um nokkurt skeið spurt ættingja sína hvað þeir vildu fá af eigum hennar og skrifað það hjá sér. Varnaraðili, B, hafi aðstoðað hana við skrásetningu þess, ásamt N, sem hafi vélritað erfðaskrána, prentað hana út og geymt. Fram kom hjá N að arfleifandi hefði lesið yfir skrána, eins og hún hafi vélritað hana upp, og viljað taka muni út úr skránni þar sem henni hafi fundist þetta of mikið. Þetta hafi verið munir sem varnaraðili, B, hafi átt að fá. Hún hafi tekið þetta út úr erfðaskránni og varnaraðili, B, hafi engar athugasemdir gert við það. Arfleiðsluvottar báru báðir að þeir hefðu ekki orðið varir neinnar þvingunar eða nokkurs óeðlilegs. Þrátt fyrir að það kunni að virðast einkennilegt að sóknaraðila og afkomenda hennar hafi ekki verið getið í erfðaskránni þykir það út af fyrir sig ekki gefa tilefni til að ætla að arfleifandi hafi verið beitt einhvers konar nauðung eða að erfðaskráin hafi ekki verið að hennar vilja. Hefur ekkert komið fram í málinu um að varnaraðili, B, eða nokkur annar, hafi haft nein slík áhrif á arfleifanda að það falli undir framangreint ákvæði erfðalaga. Verður því ekki fallist á ógildingu erfðaskrárinnar á þessum grundvelli.

                Með hliðsjón af öllu framangreindu verður hafnað kröfu sóknaraðila um ógildingu erfðaskrár H frá 23. janúar 2012.

                Samkvæmt úrslitum málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, verður sóknaraðila gert að greiða varnaraðilum málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 200.000 krónur til varnaraðila, B og C, hvors um sig og 100.000 krónur til varnaraðila D, E, F og G, hvers um sig.

                Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn ásamt meðdómendunum Jóni Eyjólfi Jónssyni öldrunarlækni og Maríu Ólafsdóttur heimilislækni.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð:

                Kröfu sóknaraðila, A, um að erfðaskrá H frá 23. janúar 2012, verði dæmd ógild, er hafnað.

                Sóknaraðili greiði varnaraðilum, B og C, hvoru um sig 200.000 krónur í málskostnað og varnaraðilum, D, E, F og G, hverju um sig 100.000 krónur í málskostnað.