Hæstiréttur íslands

Mál nr. 513/2010


Lykilorð

  • Kærumál
  • Kærufrestur
  • Frávísun frá Hæstarétti


Mánudaginn 20. september 2010.

Nr. 513/2010:

Egilsson hf.

(Guðmundur B. Ólafsson hrl.)

gegn

Verslunartækni ehf.

(Heiðar Ásberg Atlason hrl.)

Kærumál. Kærufrestur. Máli vísað frá Hæstarétti.

Kærður var úrskurður héraðsdóms, þar sem fallist var á kröfu V um að félaginu yrði heimilað að fá nánar tilgreinda muni tekna með beinni aðfarargerð úr vörslum E. Kæra barst ekki héraðsdómi fyrr en að liðnum kærufresti og var málinu því vísað frá Hæstarétti.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson.

Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. ágúst 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. júlí 2010, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að honum yrði heimilað að fá nánar tilgreinda muni tekna með beinni aðfarargerð úr vörslum sóknaraðila. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Sóknaraðili krefst þess að synjað verði um aðför og varnaraðili verði dæmdur til að greiða honum málskostnað í héraði og kærumálskostnað.

Varnaraðili krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti, en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Í báðum tilvikum krefst hann kærumálskostnaðar.

Ekki var sótt þing af hálfu sóknaraðila þegar hinn kærði úrskurður var kveðinn upp 7. júlí 2010. Fyrir liggur að héraðsdómari sendi lögmanni sóknaraðila tilkynningu daginn áður um þinghaldið og tók fram að úrskurður yrði þá upp kveðinn. Kom svar frá skrifstofu lögmannsins um hæl, þar sem sagt var að hann væri í fríi og yrði ekki viðstaddur „uppkvaðningu á morgun“. Samkvæmt 1. mgr. 144. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989, er kærufrestur tvær vikur og byrjar hann að líða þegar málsaðili eða umboðsmaður hans „fékk vitneskju um úrskurð eða dómsathöfn.“ Talið verður að þessi frestur hafi byrjað að líða þegar við uppkvaðningu hins kærða úrskurðar, þar sem lögmaður sóknaraðila hafði verið boðaður til þinghaldsins og tilkynnt að úrskurður yrði þá upp kveðinn. Kærufrestur var því liðinn þegar sóknaraðili sendi héraðsdómi kæruna. Verður aðalkrafa varnaraðila því tekin til greina og málinu vísað frá Hæstarétti.

Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir.

Dómsorð:

Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.

Sóknaraðili, Egilsson hf., greiði varnaraðila, Verslunartækni ehf., 200.000 krónur í kærumálskostnað.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. júlí 2010.

Með aðfararbeiðni, sem barst héraðsdómi 15. desember sl., hefur sóknaraðili, Verslunartækni ehf., kt. 520690-1589, Draghálsi 4, Reykjavík, krafist dóms­úrskurðar um að nánar tilgreint lausafé, ásamt öllu því sem fylgir og fylgja ber, verði með beinni aðfarargerð tekið úr vörslum varnaraðila og fengið sóknaraðila í hendur.

Krafist er innsetningar í eftirtalda muni:

Vörunúmer

Vöruheiti

Magn Ein

Reikn. 028485

L-428164

Linde uppistaða 2200x80

106 stk

L-423280

Linde sökkulfótur 460

179 stk

L-400104

Linde bak 480x1250

164  stk.

L-400105

Linde bak 300x1250

168  stk.

L-400106

Linde bak 240x1250

57 stk.

L-400205

Linde bak 300x1000

68  stk.

L-400206

Linde bak 240x1000

4 stk.

L-400190

Linde gatabak 480x1250

150  stk.

L-400290

Linde gatabak 480x1000

50 stk.

L-422132

Linde hilla 360x1250

205  stk.

L-422133

Linde hilla 410x1250

217  stk.

L-422134

Linde hilla 460x1250

158  stk.

L-422142

Linde hilla 360x1000

28  stk.

L-428330

Linde hilluberar 360

360  stk

L-428331

Linde hilluberar 410

702  stk

L-424000

Linde sökkuII 1250x110 grár

113 stk

L-424001

Linde sökkull 1000x110 grár

34  stk

NL-428111

LINDE UPPISTAÐA 30X30

35

L-421011

Linde datalisti 1000

200  stk.

L-421010

Linde datalisti 1250

730 stk.

NL-422134

LINDE HILLA 460X1250

228

NL-400104

LINDE BAK 480X1250

124

NL-400204

LINDE BAK 480X1000

70

NL-422143

LINDE HILLA 410X1000

148

NL-422144

LINDE HILLA 460X1000

41

NL-400107

LINDE BAK 180X1250

52

L-428340

Linde hilluberar 460 H/D

619  stk

NL-423279

LINDE SÖKKULFÓTUR 410/110

2

NL-400205

LINDE BAK 300X1000

2

L-403185

Linde framgler L 1250 H 90

30

Reikn. 028486

APL3E/W 

ABBOTT PANLL PORTRAIT HVÍTU

19

INAU2400L-P12

ABBOTT ÁLLISTAR FY LAND 12 S

27

APL2E/W

ABBOTT PANLL LANDSCAPE HVÍT

8

F291

ABBOTT KRÓKAR FY PANIL 15CM

200

F111-10

ABBOTT HALLANDI ARMUR KÚLU

80

129032

Verðm. fyrir teina 15cm

200

129401

Verðm. fyrir pinna 10cm

100

F290

ABBOTT KRÓKAR FY PANIL 10 CM

300

Sprautun+vinna

Sprautun og vinna

1 stk

Akryl

Akryl frontar á hillurekka

1

Reikn. 028487

L-421200

Linde krókar einf .m/epos 200

1.040 stk.

L-425401

Linde límlisti fy króka 40X9

1.040

NL-421201

LINDE KRÓKAR EINF.M.EPOS 300

40

200105

Borðar í verðmerkingalista

1

L-40mm

Linde blár renningur f/Datal

3 stk.

Reikn. 028488

NL-428161

LINDE UPPISTAÐA 1600X80

30

L-423280

Linde sökkulfótur 460

60 stk

I-403283

Linde framlenging á fót 300

32

L-423279

Linde sökkulfótur410

28 stk.

L-424000

Linde sökkull 1250x110 grár

40 stk.

NL-400107

LINDE BAK 180X1250

40

NL-400106

LINDE BAK 240X1250

40

1-400104

Linde bak 480x1250

40 stk.

L-400595

Linde uppislöðulok 30x80

30 stk.

L-400493

Linde eyjulok 1250

20 stk.

L-422134

Linde hilla 460x1250

80 stk,

NL-422131

LINDE HILLA 310X1250

40

L-428340

Linde hilluberar 460 H/D

80 stk.

L-421010

Linde datalisti 1250

80 stk.

Reikn. 028489

L-403307                     

Linde blaðahilla 1250x300x 10

30 stk.

I-403024                     

Linde ugla w 90 par

30

PR-SCA 020                  

VKF SMELLULISTI FYRIR VÍRHIL

30

Reikn. 028490

200100

Þjónustuborð

1

SKEINKUR

Afgreiðsluborð

1

Reikn. 028491

L-428160

Linde Uppistaða 1400x80

12

L-423280

Linde sökkulfótur460

24 stk

L-400105

Linde bak 300x1250

12 stk

L-400104

Linde bak 480x1250

12 stk

L-400595

Linde uppistöðulok 30x80

12 stk

L-400493

Linde eyjulok 1250

6 stk

L-422134

Linde hilla 460x1250

12 stk

L-422133

Linde hilla 410x1250

36 stk

L-428331

Linde hilluberar 410

72 stk

L-421010

Linde datalisti 1250

48 stk

L-400190

Linde gatabak 480x1250

12 stk

Sóknaraðili kveður ofangreint lausafé staðsett í verslun varnaraðila sem rekin sé undir nafni Office 1 að Korputorgi í Reykjavík eftir því sem næst verði komist.

Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins auk þess sem fjárnám verði heimilað fyrir kostnaði af væntanlegri gerð.

Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað. Þá krefst varnaraðili málskostnaðar úr hendi sóknaraðila ásamt virðisaukaskatti á málflutningsþóknun.

Málið var tekið til úrskurðar 10. júní sl. að loknum munnlegum málflutningi.

I

Í aðfararbeiðni vísar sóknaraðili til þess að í mars 2009 hafi hann selt varnar­aðila þær vörur sem séu tilgreindar í kröfugerð. Þetta séu innréttingar, standar og fleiri vörur vegna opnunar nýrrar verslunar varnaraðila undir nafninu Office 1 að Korpu­torgi í Reykjavík. Vörurnar hafi verið afhentar í sama mánuði og hafi sóknar­aðili síðan gert varnaraðila reikninga fyrir kaupunum sem hafi verið á gjalddaga 31. mars 2009.

Á gjalddaga hafi hins vegar ekki borist neinar greiðslur. Ljóst hafi verið að varnar­aðili ætti í greiðsluerfiðleikum á þessum tíma og því hafi hann óskað eftir því að gerður yrði samningur um greiðsluáætlun vegna hins selda eins og fram komi í framlögðu rafbréfi.

Það hafi orðið úr að sóknaraðili og varnaraðili hafi gert samning, dagsettan 27. apríl 2009. Í honum komi nánar fram að varnaraðili lofi að inna af hendi tilteknar greiðslur, samtals 12.000.000 króna auk vaxta, með nánar tilgreindum innborgunum á mánaðar­fresti á tímabilinu frá maí 2009 til ágúst 2010, sbr. 3. gr. samningsins. Í þessum samningi hafi auk þess verið tilgreint að hið selda, sem var nánar tilgreint í viðauka 1 með samningnum, væri bundið eignarréttar­fyrir­vara í skilningi 109. gr. laga um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991 og skyldi afhent út úr þrotabúi varnar­aðila yrði félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Hið sama gilti yrðu vanefndir á greiðslum samkvæmt sam­komu­laginu, sbr. 4. gr. samningsins. Í 6. gr. hafi jafnframt verið kveðið á um að yrðu vanefndir á greiðslum samkvæmt samningnum gæti sóknar­aðili fyrirvara­laust og án viðvarana gjaldfellt allar eftirstöðvar samningsins, og eins ef bú varnar­aðila yrði tekið til gjaldþrotaskipta eða ef félaginu yrði veitt heimild til nauða­samn­ingsumleitana. Sóknar­aðila væri þá heimilt að krefja varnaraðila um allar greiðslur samkvæmt samningnum eða honum væri heimilt að nýta sér eigna­réttar­fyrirvara 4. gr. og taka til baka allt hið selda. 

Varnaraðili hafi ekki innt af hendi umsamdar innborgarnir sem átti að greiða 1. maí 2009 og 1. júní 2009 samkvæmt samkomulaginu. Hinn 16. júní 2009 hafi varnar­aðila verið veitt heimild til greiðslustöðvunar af Héraðsdómi Reykjavíkur. Í kjölfarið, eða hinn 15. október 2009, hafi varnaraðili fengið heimild dómstólsins til nauðasamn­ings­umleitana.

Þá hafi sóknaraðili krafist þess, með bréfi dags. 4. nóvember 2009, að varn­ar­aðili afhenti sóknaraðila aftur hinar seldu vörur á grund­velli eignarréttar­fyrir­varans í samningi aðila frá 27. apríl 2009 eða gerði ráðstafanir og tæmdi vörulager áður en að hið selda yrði fjarlægt úr verslun varnaraðila. Með bréfi dags. 26. nóvem­ber 2009, hafi samningi aðila verið rift formlega og enn krafist afhendingar hins selda.

Þar sem varnaraðili hafi ekki orðið við ítrekuðum áskorunum sóknaraðila um afhendingu hins selda, sé sóknaraðila nauðsynlegt að krefjast afhendingar þess með atbeina dómstóla. Fyrir liggi að með samningi dags. 27. apríl 2009 hafi sóknaraðili og varnaraðili samið svo um sín á milli að hið selda skyldi vera eign sóknaraðila þar til allt kaupverðið hefði verið greitt og að sóknaraðila væri heimilt að taka til baka allt hið selda við vanefndir eða fengi varnaraðili heimild til nauðasamningsumleitana. Fyrir liggi að ekkert af kaupverðinu hafi verið greitt auk þess sem varnaraðila hafi verið veitt heimild til nauðsamningaumleitana. Sóknaraðili sé því löglegur eigandi alls hins selda samkvæmt ákvæðum samnings hans við varnaraðila og hafi fulla heimild til að krefjast afhendingar þess úr hendi varnaraðila.

Sóknaraðili byggir kröfur sínar einnig á því að með framangreindum samningi hans við varnaraðila hafi hann áskilið sér söluveð í hinu selda samkvæmt ákvæðum 35. - 42. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997, og á grundvelli þess réttar eigi hann rétt á að krefjast afhendingar alls hins selda, sbr. 4. mgr. 38. gr. laganna. Telur hann að öll skilyrði laganna séu uppfyllt svo að til gilds söluveðs hafi stofnast milli aðila framan­greinds samnings, og því beri að fallast á kröfur hans.

Sóknaraðili telur að skilyrði 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför séu uppfyllt og beri að fallast á kröfu hans. Varnaraðili hafi neitað að afhenda umræddar vörur þrátt fyrir skýran rétt sóknaraðila til þeirra. Sóknaraðila sé því nauðugur sá kostur að leita atbeina dómstóla.

Um lagarök er vísað til meginreglna kröfu- og samningaréttar um skuldbind­ing­argildi samninga, svo og meginreglna þeirra sem gilda um eignarrétt og eignar­réttar­fyrirvara. Þá er vísað til framangreindra ákvæða laga um samningsveð nr. 75/1991. Einnig er vísað til 12. kafla laga nr. 90/1989 um aðför, einkum 78. greinar. Um málskostnað er vísað til laga um meðferð einkamála nr. 91/1991.

II

Varnaraðili byggir kröfu sína á því að ekki sé til staðar heimild til innsetningar. Samningurinn sem sóknaraðili byggi kröfur sínar á fullnægi ekki þeim skilyrðum að unnt sé að verða við slíkri kröfu.

Varnaraðili vísar til þess að samkvæmt 42. gr. laga 75/1997 um samningsveð skuli fara með samning, sem gerður sé með fyrirvara um eignarrétt seljanda, sem væri hann söluveðssamn­ingur. Ákvæði um eignar­réttarfyrirvara séu því í raun ekki til, en hægt sé að gera samninga og áskilja veð í hinu selda við sölu, söluveð. Þar sem sá samn­ingur sem sóknaraðili byggi á fullnægi ekki skilyrðum laga nr. 75/1997 um samningsveð, geti hann ekki byggt kröfu sína á þeim lögum.

Ljóst sé að sóknaraðili hafi selt varnaraðila þær vörur sem um ræðir, og að hann hafi gefið út reikning í lok mars 2009, án þess að gera áskilnað um söluveð í síðasta lagi við afhend­ingu. Rúmum mánuði seinna hafi verið gert greiðslu­sam­komu­lag. Í samningnum séu hvorki taldar upp þær vörur sem seldar hafi verið, né hafi samningurinn verið gerður samtímis afhendingu hins selda, eins og áskilið sé í 1. mgr. 38. gr. laga um samningsveð. Það sé skilyrði réttarverndar skv. 2. mgr. 38. gr. að sér­stak­lega séu greind þau verðmæti sem veðrétturinn skuli ná til og að hann hafi verið gerður samtímis sölunni. Hvorugu þessara skilyrða sé fullnægt og því ljóst að samningurinn uppfylli ekki skilyrði 38. gr. laganna varðandi réttarvernd. Því sé ljóst að ekki hafi stofnast gilt söluveð. Samningurinn sé einungis samningur um greiðslu þeirrar almennu skuldar sem til hafi verið stofnað við kaup varnaraðila á þeim vörum sem sóknaraðili krefjist nú afhendingar á. Því standist ekki vísan í 4. gr. hans til 109. gr. gjaldþrotalaga og þess að taka megi hið selda úr vörslum gerðarþola, leiti hann nauða­samninga.

Hefði samningurinn uppfyllt skilyrði laga um samningsveð hefði sóknaraðili getað óskað nauðungarsölu á hinu selda, hefði verið áskilnaður um slíka nauðungar­sölu­heimild í samningi aðila. Sóknaraðili hafi ekki farið þá leið að óska nauðungar­sölu, enda sé ljóst að samningurinn sem sóknaraðili byggi á fullnægir engan veginn skil­yrðum laganna, hvorki fyrir réttarvernd né nauðungarsöluheimild.

Þá sé ekki sérstök riftunarheimild í samningi aðila. Skilyrðum riftunar á grund­velli almennra reglna sé heldur ekki fullnægt. Riftun á grundvelli almennra reglna gerist ekki með innsetningargerð eins og í þessu máli, heldur í almennu dómsmáli.

Af framansögðu sé ljóst að skilyrðum 35.-42. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997, sé ekki fullnægt og því geti sóknaraðili ekki byggt á þeim lögum.

Varnaraðili vísar til þess að samningurinn í heild sé óskýr að flestu leyti, m.a. standi í 7. grein hans hann sé húsaleigusamningur.

Að mati varnaraðila séu réttindi sóknaraðila því ekki svo ljós sem 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför áskilji og beri því með vísan til 83. gr. laganna að hafna kröfum sóknar­aðila, enda ljóst að aðfararbeiðni skuli að jafnaði hafnað sé varhugavert að telja að gerðin nái fram að ganga á grundvelli þeirra gagna sem lögð séu fram. Þar sem kröfur sóknaraðila séu óljósar og umdeildar beri að hafna öllum kröfum sóknaraðila í málinu.

Þá er vísað er til almennra reglna samninga- og kröfuréttar. Málskostnaðar­krafan byggist á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. 

Við málflutning féll varnaraðili frá málsástæðu sem laut að nauðasamningi sem varnaraðili gerði og sóknaraðili staðfesti. Sá samningur kemur ekki til skoðunar í þessu máli þar sem hann varðar aðrar kröfur milli málsaðila en kröfur samkvæmt þeim samningi sem hér er til umfjöllunar.

III

Fyrirsvarsmaður sóknaraðila, Sigurður Hinrik Teitson, bar fyrir dómi að varn­ar­aðili hefði átt viðskipti við sóknaraðila í nokkur ár. Vegna þess verkefnis, sem hér er deilt um, hafi fulltrúi varnaraðila komið að máli við fulltrúa sóknaraðila í janúar eða febrúar 2009 og óskað eftir að sóknaraðili gerði tillögur og teikningar að verslun sem varnaraðili hygðist opna í Korputorgi. Þáverandi framkvæmdastjóri Office 1 hefði átt samskipti við fyrirsvarsmann sóknaraðila. Seinna hafi varnaraðili óskað eftir því að sóknaraðili gerði tilboð í svokallaðan grunnpakka innréttinga í versluninni. Varnar­aðili hafi tekið tilboði sóknaraðila í innréttingarnar sem hafi numið 5-6 milljónum króna. Síðan hafi fleiri munir smátt og smátt bæst við það sem upphaflega hafi verið boðið í svo sem eyjur, tilboðs­standar, kassa­borð og á endanum hafi sóknaraðili séð um allt sem tilheyrði verslunar­inn­réttingum í þessari verslun. Sóknaraðili kvaðst einnig hafa sóst eftir verkinu og hluti af því hafi verið að sóknaraðili hafi boðist til að inna af hendi vinnu við upp­setn­ingu á inn­rétt­ingunum varnaraðila að kostnaðarlausu. Sóknar­aðili hafi sett allar inn­rétt­ing­arnar upp í marsmánuði 2009 og hafi þær verið afhentar þá en sóknaraðili hafi selt varnar­aðila vörur út júní-mánuð. Jafnframt hafi sóknar­aðili látið smíða kassaborð og hafi haft smið og fengið aðkeypta sprautun. Útlagður kostnaður sóknaraðila vegna þessa hafi numið 1.500.000 - 1.800.000 krónum.

Þegar verkinu var lokið hafi sóknaraðili skrifað út alla reikningana og sent þá varnar­aðila. Sóknaraðili hafi kallað eftir svörum og greiðslum en þáverandi fram­kvæmdastjóri Office 1 hafi ætíð verið vant við látinn. Ítrekað hafi verið reynt að fá svör eða innborganir en hvorugt hafi fengist.

Í apríl hafi komið í ljós að framkvæmdastjórinn hefði látið af störfum og annar tekið við. Seinna í apríl hafi komið í ljós að varnaraðili gæti ekki staðið við greiðslur. Eftir nokkur samtöl hafi nýi framkvæmdastjórinn sent sóknaraðila tillögur að greiðslu­plani sem varnaraðili treysti sér til að greiða eftir frá maí 2009 til september 2010. Hafi sóknar­aðili ekki séð annan kost í stöðunni en að gangast inn á það greiðsluplan. Hafi hann fengið þáverandi lögfræðing sinn til að stilla upp samningi sem myndi tryggja sóknar­aðila vexti af greiðslunum og tryggja að hann tapaði ekki vörunum. Sóknar­aðili hafi farið með samninginn til varnaraðila og ritari hafi tekið við honum. Fyrir­svarsmaður varnar­aðila hafi sent sóknaraðila samninginn daginn eftir undir­ritaðan og vottaðan. Reikningana yfir þær vörur sem fóru í verslunina hefði hann áður sent sóknaraðila.

Varnaraðili hafi ekki staðið við samninginn en hafi þó greitt 500.000 kr. í maí-lok 2009. Fyrirsvarsmaðurinn viti þó ekki fyrir hvað sú greiðsla sé þar sem varnaraðili hafi einnig skuldað sóknaraðila vegna annarra verka. Ennfremur hafi borist greiðsla 12. febrúar 2010 sem nam 92.000 krónum en henni hafi ekki fylgt neinar skýringar. Sóknaraðili kvaðst alls ekki hafa mátt við þessu áfalli og hafi fyrirsvarsmaðurinn talið að hann væri að missa fyrirtækið í gjaldþrot og hafi starfsmönnum verið sagt upp.

Fyrirsvarsmaður varnaraðila, Kjartan Örn Sigurðsson, bar fyrir dómi að allar vörurnar sem tilgreindar séu í samningnum hefðu verið afhentar áður en hann undir­ritaði samninginn. Hann bar að varnaraðili hefði fengið reikninga vegna munanna og þeir hefðu verið bókaðir í kerfi varnaraðila áður en samningurinn barst en hafi ekki verið fylgiskjal samningsins þegar hann hafi borist til undirritunar. Sérstaklega að því spurður kvaðst fyrirsvarsmaður varnaraðila ekki muna eftir reikningunum með samn­ingnum en mögulegt sé að ljósrit af þeim hafi fylgt honum.

Fyrirsvarsmaður varnaraðila kvaðst klárlega hafa lesið samninginn og gert sér grein fyrir því hvað stæði í honum áður en hann undirritaði hann. Samningurinn hafi verið gerður í góðri trú um það að varnaraðila tækist að greiða skuldina. Á þeim tíma hafi ekki verið fyrirséð að nokkrum mánuðum síðar myndi varnaraðili leita greiðslu­stöðvunar og nauða­samn­ings. Greiðslustöðvunin hafi haft það í för með sér að allir samningar, munnlegir og skriflegir, hefðu ekki verið greiddir. Farið hafi verið með alla samn­inga fyrirtækisins í nauðasamning. Í maí hafi sóknaraðila verið greiddar 500.000 krónur vegna þess samnings sem hér sé til umfjöllunar. Sóknaraðili hafi lýst kröfu í nauða­samning og hafi fengið greiðslu samkvæmt þeim nauðasamningi 92.000 krónur og séu það 20% af þeim 30% sem samið hafi verið um.

Aðdragandinn að kaupum varnaraðila á innréttingunum hafi verið sá að þáverandi framkvæmdastjóri varnaraðila hafi leitað tilboða í innréttingarnar og ákveðið hafi verið að taka tilboði sóknaraðila upp á 5-6 milljónir. Frá upphafi hafi verið samið, munnlega, um það milli málsaðila að sú fjárhæð yrði greidd í skömmtum út árið 2009.

Fyrirsvarsmaður varnaraðila bar að hrunið 2008 hafi haft veruleg áhrif á stöðu fyrirtæk­is­ins. Það hafi á sínum tíma tekið mörg erlend lán og hefðu þau hækkað verulega. Veltan hafi verið í jafnvægi og hafi aukist. Tekist hefði að draga úr kostnaði og rekstur­inn hafi haldið sjó. Stærstu skuldir félagsins hafi verið í vinnsluferli. Aðdragandinn að greiðslustöðvun varnaraðila sé að helstu keppinautarnir, A4 og Penninn, hafi verið yfirteknir af bönkunum og gerðir gjaldþrota 1. apríl 2009. Þetta hafi leitt til þess að varnaraðili óskaði greiðslustöðvunar í júní sama ár.

Sérstaklega að því spurður bar fyrirsvarsmaðurinn að það hefði ekki verið ljóst þegar samið var um kaupin á innréttingunum að varnaraðili myndi ekki geta greitt þær. Til grundvallar því að varnaraðili flutti inn í Korputorg hafi verið fjármögnun frá leigu­sala. Sú fjármögnun hafi síðan brugðist. Það hafi hinsvegar ekki verið fyrirséð í mars.

Niðurstaða

Sóknaraðili krefst afhendingar á vörum sem hann seldi varnaraðila í mars 2009. Kröfu sína byggir sóknaraðili á verulegri vanefnd varnaraðila, riftun á grund­velli hennar og fyrirvara um eignarrétt sóknaraðila í hinu selda samkvæmt 4. gr. samnings sem gerður var um söluna.

Varnaraðili ber því við að eignarréttarfyrirvarinn í samningnum sé ekki gildur milli aðila, að ekki sé sérstök riftunarheimild í samningnum, að honum hafi þar fyrir utan ekki verið rift með réttum hætti og því að svo margir hnökrar séu á texta samn­ingsins að sóknaraðili geti ekki byggt ótvíræðan rétt á honum.

Í 4. gr. samningsins er svohljóðandi ákvæði: „Hið selda er bundið eignar­réttar­fyrir­vara í skilningi 109 gr. laga um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991 og skal afhent út úr þrotabúi Egilsson verði félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Sama gildir verði vanefndir á greiðslum samkvæmt 3. gr. og 6. gr. Slík vanefnd heimilar Verslunartækni að taka í sínar vörslur allt hið selda án fyrirvara.“

Sjötta grein samningsins hljóðar þannig: „Verði einhver greiðsla samkvæmt greiðslu­áætlun í 3. gr. ekki greidd í síðasta lagi á eindaga getur Verslunartækni fyrir­vara­laust og án viðvarana gjaldfellt allar eftirstöðvar greiðsluáætlunarinnar skv. 3. gr. ásamt áföllnum vöxtum og öðrum greiðslum. Sama gildir verði bú Egilsson tekið til gjaldþrotaskipta eða félaginu veitt heimild til nauðasamninga. Verslunartækni er þá heimilt að krefja Egilsson um alla greiðsluna skv. 3. gr. eða nýtt sér eignar­réttar­fyrirvara sinn skv. 4. gr. og tekið til baka það sem afhent var í mars 2009.“

Samkvæmt 42. gr. laga um samn­ing­sveð nr. 75/1997 skal fara með samning, sem gerður er með fyrirvara um eignarrétt seljanda, sem væri hann söluveðssamn­ingur. Í ákvæði 42. gr. er ekki gert að skilyrði að vísað sé í slíku samningsákvæði til laga um samningsveð. Nægjanlegt er að seljandi hafi áskilið sér eignarrétt í hinu selda og hafi áskilið sér rétt til að taka hlutinn við greiðslufall eins og gert er í samningi málsaðila. Eignarréttarfyrirvarinn veitir sóknaraðila ekki réttarvernd gagnvart kröfum þriðja manns í vörurnar þar sem samningurinn var ekki gerður samtímis afhendingu söluhlutarins til kaupanda sbr. 1. mgr. 38. gr. veðlaga. Eignarréttarfyrirvarinn er engu að síður gildur milli málsaðila þar sem hann uppfyllir skilyrði 35. og 36. gr. laga um samnings­veð. Fyrirvarinn eða söluveðið tekur til endurgjaldsins ásamt vöxtum og kostnaði og hvílir á munum sem ekki eru ætlaðir til endursölu.

Andvirði þeirra muna sem sóknaraðili krefst afhendingar á er 11.263.357 krónur. Greiðsluáætlun samkvæmt 3. gr. samningsins nemur 12 milljónum króna. Er hún því 736.643 krónum hærri en andvirði munanna. Það hefur þó ekki þýðingu í þessu máli þar sem ekki er krafist afhendingar á öðrum munum en þeim sem varnar­aðila voru afhentir í mars 2009 og tilgreindir eru í framlögðum reikningum.

Varnaraðili getur enn síður borið fyrir sig ónákvæmni í samningnum sem byggir á þessu misræmi milli fjárhæðar reikninga og greiðsluáætlunar þar sem greiðslu­áætlun 3. gr. samningsins er sú greiðsluáætlun sem fyrrum fram­kvæmda­stjóri varnar­aðila sendi sóknaraðila í rafpósti 21. apríl 2009. Er því ekki við sóknaraðila að sakast í þessu efni.

Þrátt fyrir að varnaraðili hefði sjálfur samið þá greiðsluáætlun sem tekin var upp í samninginn auðnaðist honum ekki að standa við hana þar sem í maí-mánuði 2009 voru einungis greiddar 500.000 krónur af þeirri 1 milljón króna sem bar að greiða. Frekari greiðslur bárust sóknaraðila ekki frá varnaraðila vegna þessa samnings.

Á grundvelli þessara vanefnda rifti sóknaraðili samningnum formlega með bréfi dags. 26. nóvember 2009 og var þá jafnframt ítrekuð krafa um afhendingu hins selda. Líta verður svo á að lög um lausafjárkaup nr. 50/2000 eigi við um þennan samning enda kemur ekki fram í honum að málsaðilar hafi samið um að þau lög gildi ekki um samninginn. Samkvæmt 4. mgr. 54. gr. laga um lausafjárkaup getur seljandi því aðeins rift kaupum, þar sem kaupandi hefur þegar tekið við söluhlut, að seljandi hafi gert fyrirvara um það eða kaupandi hafni hlutnum. Þegar litið er til efnis og orðalags ákvæðis 4. gr. samningsins verður það ekki skilið á annan hátt en þann að í því ákvæði felist riftunarheimild vegna vanefnda, sbr. einnig 6. gr. samningsins. Því verður að líta svo á að riftunin hafi verið sóknaraðila heimil enda er hún nauðsynleg forsenda þess að eignarréttarfyrirvarinn hafi þau réttaráhrif sem um var samið samanber 2. málslið 4. mgr. 38. gr. laga um samn­ings­veð nr. 75/1997. Í því laga­ákvæð­i segir að rifti veðhafi söluveðssamningi samkvæmt heimild í veðsamningnum eða á grund­velli almennra reglna geti hann krafist afhendingar hins veðsetta úr hendi veðsala.

Á grundvelli verulegra vanefnda varnaraðila var sóknaraðila heimilt að rifta samn­ingnum. Þar sem eignarréttarfyrirvarinn er gildur milli málsaðila er sóknaraðila heimilt samkvæmt áðurnefndum 2. málslið 4. mgr. 38. gr. laga um samningsveð að krefjast afhendingar hins selda úr hendi varnaraðila.

Skilyrði 1. mgr. 78. gr. aðfararlaga nr. 90/1989 þykja því vera fyrir hendi. Þótt orðalag margnefnds samnings um viðskipti málsaðila hefði að ósekju mátt vera vandaðra kemur fram í samningnum það sem skiptir máli og þykir ekki varhugavert að láta gerðina ná fram að ganga á grundvelli hans.

Hluti af því sem talið er upp í kröfu sóknaraðila er „sprautun og vinna“. Þeirri kröfu er vísað frá dómi.

Með vísan til þessarar niðurstöðu og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður varnaraðili dæmdur til að greiða sóknaraðila 250.000 kr. í málskostnað.

Ekki eru efni til þess að mæla fyrir um heimild til fjárnáms fyrir málskostnaði og kostnaði af væntanlegri gerð vegna ákvæða 2. mgr. 1. gr. laga nr. 90/1989.

Ingiríður Lúðvíksdóttir, settur héraðsdómari, kveður upp þennan úrskurð.

Úrskurðarorð:

 Sóknaraðila, Verslunartækni ehf., er heimilt að láta taka með beinni aðfarar­gerð úr vörslum varnaraðila, Egilsson hf., neðangreinda muni:

Vörunúmer

Vöruheiti

Magn Ein

Reikn. 028485

L-428164

Linde uppistaða 2200x80

106 stk

L-423280

Linde sökkulfótur 460

179 stk

L-400104

Linde bak 480x1250

164  stk.

L-400105

Linde bak 300x1250

168  stk.

L-400106

Linde bak 240x1250

57 stk.

L-400205

Linde bak 300x1000

68  stk.

L-400206

Linde bak 240x1000

4 stk.

L-400190

Linde gatabak 480x1250

150  stk.

L-400290

Linde gatabak 480x1000

50 stk.

L-422132

Linde hilla 360x1250

205  stk.

L-422133

Linde hilla 410x1250

217  stk.

L-422134

Linde hilla 460x1250

158  stk.

L-422142

Linde hilla 360x1000

28  stk.

L-428330

Linde hilluberar 360

360  stk

L-428331

Linde hilluberar 410

702  stk

L-424000

Linde sökkuII 1250x110 grár

113 stk

L-424001

Linde sökkull 1000x110 grár

34  stk

NL-428111

LINDE UPPISTAÐA 30X30

35

L-421011

Linde datalisti 1000

200  stk.

L-421010

Linde datalisti 1250

730 stk.

NL-422134

LINDE HILLA 460X1250

228

NL-400104

LINDE BAK 480X1250

124

NL-400204

LINDE BAK 480X1000

70

NL-422143

LINDE HILLA 410X1000

148

NL-422144

LINDE HILLA 460X1000

41

NL-400107

LINDE BAK 180X1250

52

L-428340

Linde hilluberar 460 H/D

619  stk

NL-423279

LINDE SÖKKULFÓTUR 410/110

2

NL-400205

LINDE BAK 300X1000

2

L-403185

Linde framgler L 1250 H 90

30

Reikn. 028486

APL3E/W 

ABBOTT PANLL PORTRAIT HVÍTU

19

INAU2400L-P12

ABBOTT ÁLLISTAR FY LAND 12 S

27

APL2E/W

ABBOTT PANLL LANDSCAPE HVÍT

8

F291

ABBOTT KRÓKAR FY PANIL 15CM

200

F111-10

ABBOTT HALLANDI ARMUR KÚLU

80

129032

Verðm. fyrir teina 15cm

200

129401

Verðm. fyrir pinna 10cm

100

F290

ABBOTT KRÓKAR FY PANIL 10 CM

300

Akryl

Akryl frontar á hillurekka

1

Reikn. 028487

L-421200

Linde krókar einf .m/epos 200

1.040 stk.

L-425401

Linde límlisti fy króka 40X9

1.040

NL-421201

LINDE KRÓKAR EINF.M.EPOS 300

40

200105

Borðar í verðmerkingalista

1

L-40mm

Linde blár renningur f/Datal

3 stk.

Reikn. 028488

NL-428161

LINDE UPPISTAÐA 1600X80

30

L-423280

Linde sökkulfótur 460

60 stk

I-403283

Linde framlenging á fót 300

32

L-423279

Linde sökkulfótur410

28 stk.

L-424000

Linde sökkull 1250x110 grár

40 stk.

NL-400107

LINDE BAK 180X1250

40

NL-400106

LINDE BAK 240X1250

40

1-400104

Linde bak 480x1250

40 stk.

L-400595

Linde uppislöðulok 30x80

30 stk.

L-400493

Linde eyjulok 1250

20 stk.

L-422134

Linde hilla 460x1250

80 stk,

NL-422131

LINDE HILLA 310X1250

40

L-428340

Linde hilluberar 460 H/D

80 stk.

L-421010

Linde datalisti 1250

80 stk.

Reikn. 028489

L-403307                     

Linde blaðahilla 1250x300x 10

30 stk.

I-403024                      

Linde ugla w 90 par

30

PR-SCA 020                  

VKF SMELLULISTI FYRIR VÍRHIL

30

Reikn. 028490

200100

Þjónustuborð

1

SKEINKUR

Afgreiðsluborð

1

Reikn. 028491

L-428160

Linde Uppistaða 1400x80

12

L-423280

Linde sökkulfótur460

24 stk

L-400105

Linde bak 300x1250

12 stk

L-400104

Linde bak 480x1250

12 stk

L-400595

Linde uppistöðulok 30x80

12 stk

L-400493

Linde eyjulok 1250

6 stk

L-422134

Linde hilla 460x1250

12 stk

L-422133

Linde hilla 410x1250

36 stk

L-428331

Linde hilluberar 410

72 stk

L-421010

Linde datalisti 1250

48 stk

L-400190

Linde gatabak 480x1250

12 stk

Vísað er frá dómi kröfu sóknaraðila um innsetningu í sprautun og vinnu.

Varnaraðili greiði sóknaraðila 250.000 í málskostnað.