Hæstiréttur íslands

Mál nr. 553/2013


Lykilorð

  • Kærumál
  • Fjármálafyrirtæki
  • Slit
  • Greiðsla
  • Gjaldmiðlar
  • Gengi


                                              

Þriðjudaginn 24. september 2013.

Nr. 553/2013.

Financial Services Compensation Scheme Limited

(Baldvin Björn Haraldsson hrl.)

íslenska ríkið

(Lárus L. Blöndal hrl.)

Aylesbury Vale District Council

Barnet (London Borough of Barnet)

Bassetlaw District Council

Bolsover District Counsel

Bolton Council

Braintree Borough Council

Breckland District Council

Bristol City Council

Buckinghamshire County Council

Burnley Borough Council

Caerphilly County Borough Council

Cambridge City Council                   

Ceredigion County Council

Cheltenham Borough Council

Chorley Borough Council

Colchester Borough Council

Cornwall Council                              

Daventry District Council

Doncaster Metropolitan Borough Council

Dorset County Council

Dover District Council

Durham County Council

East Staffordshire Borough Council

Exeter City Council                           

Flintshire County Council

Gloucestershire County Council

Gwent Police Authority

Haringey (London Borough of Haringey)

Havering (London Borough of Havering)

Hertfordshire County Council

High Peak Borough Council

Hillingdon (London Borough of Hillingdon)

Ipswich Borough Council

Kent County Council

Kent Police Authority

Kirklees Council

Lancashire County Council

Lancaster City Council

Lewes District Council

Metropolitan Police Authority          

Moray Council

Neath Port Talbot County Borough Council

Newham (London Borough of Newham)

Norfolk County Council

North Ayrshire Council

Nort East Lincolnshire Council

North Lincolnshire Council

North Somerset District Council

Northumberland County Council

Nottingham City Council

Nuneaton and Bedworth Borough Council

Oxfordshire County Council

Plymouth City Council

Powys County Council

Purbeck District Council

Reigate and Banstead Borough Council

Rotherham Metropolitan Borough Council

Rugby Borough Council

South Yorkshire Pensions Authority

South Yorkshire Joint Secretariat

South Yorkshire Passanger Transport Executive Scottish Borders Council

Sevenoaks District Council

Shropshire Council

Solihull Metropolitan Borough Council

Somerset County Council

South Ayrshire Council

South Lanarkshire Council              

South Ribble Borough Council

South Wales Police Authority

Stoke-on-Trent City Council

Surrey County Council

Surrey Heath Borough Council

Tewkesbury Borough Council

Thames Valley Police Authority

Tonbrigde and Malling Borough Council

Uttlesford District Council

Vale of White Horse District Council

Wakefield (City of Wakefield Metropolitan District Council)

West Lindsey District Council

West Midlands Police Authority

West Oxfordshire District Council

West Yorkshire Police Authority

Westminster City Council                 

Wiltshire Council

Wokingham Borough Council

Wychavon District Council

Wyre Forest District Council

Star Energy Ltd.

Audit Commission

Oxford University

Bradford University

Exeter University

University of Wales

USAF Management 6 Limited

(Ólafur Eiríksson hrl.)

Conseq Invest plc.

Conseq Investment Management AS.

CVI GVF (Lux) Master S.a.r.l.

LMN Finance Ltd.

Ohio National Life Assurance Corporation.

(Ragnar Aðalsteinsson hrl.)

gegn

LBI hf. 

(Halldór Backman hrl.

Kristinn Bjarnason hrl.)

Kærumál. Fjármálafyrirtæki. Slit. Greiðsla. Gjaldmiðlar. Gengi.

Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem staðfest var sú ákvörðun slitastjórnar L hf. að reikna virði tveggja greiðslna, sem inntar voru af hendi í erlendum gjaldmiðlum 2. desember 2011 og 24. maí 2012, upp í forgangskröfur samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., til íslenskrar krónu eftir skráðu sölugengi viðkomandi gjaldmiðils hjá Seðlabanka Íslands 22. apríl 2009, en þann dag var L hf. tekinn til slita. Í málinu greindi aðila á um það hvaða aðferð hefði átt að beita við umreikning þessara greiðslna í íslenskar krónur. Vísað var til þess að samkvæmt 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 skyldu kröfur á hendur þrotabúi í erlendum gjaldmiðlum færðar til íslensks gjaldmiðils eftir skráðu sölugengi á þeim degi sem úrskurður gekk um að búið væri tekið til gjaldþrotaskipta að því leyti sem þeim yrði ekki fullnægt samkvæmt 109. gr. til 111. gr. laganna. Við það yrðu kröfur, sem lýst hefði verið í erlendum gjaldmiðlum, að kröfum í íslenskum krónum. Því til samræmis gerðu lög nr. 21/1991 ráð fyrir því að við úthlutun úr þrotabúi væru kröfur greiddar kröfuhöfum í íslenskum krónum og bæru kröfuhafar, sem lýst hefðu kröfum í erlendum gjaldmiðlum, áhættu af gengismun eftir að úrskurður um gjaldþrotaskipti væri kveðinn upp þar til þeir fengju kröfur sínar greiddar í íslenskum krónum, sbr. 1. tölul. 114. gr. laganna. Talið var, meðal annars með vísan til þeirrar meginreglu kröfuréttar að greiðslu bæri að inna af hendi í þeirri mynt sem hún væri tilgreind í, að L hf. gæti ávallt staðið skil á greiðslum til kröfuhafa í íslenskum krónum. Þá var talið að kröfuhafar við slit fjármálafyrirtækja, sem lýst hefðu kröfum í erlendum gjaldmiðlum, yrðu á sama hátt og kröfuhafar þrotabúa að bera áhættu af þróun gengis íslenskrar krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum, sbr. 3. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lagarök voru því ekki talin standa til annars en að umreikna tvær áðurgreindar hlutagreiðslur L hf. í erlendum gjaldmiðlum til forgangskröfuhafa í íslenskar krónur miðað við gengi krónunnar gagnvart hlutaðeigandi gjaldmiðlum á hvorum greiðsludegi um sig, á sama hátt og greiðslurnar hefðu verið inntar af hendi í íslenskum krónum, en með því væri gætt jafnræðis milli þeirra kröfuhafa sem lýstu kröfum í erlendum gjaldmiðlum innbyrðis og gagnvart þeim er höfðu uppi kröfur í íslenskum krónum. L hf. var talið rétt að miða við skráð sölugengi Seðlabanka Íslands á greiðsludegi með vísan til þess að ef hann hefði greitt í íslenskum krónum, svo sem honum var heimilt að gera, hefðu hlutaðeigandi kröfuhafar þurft að selja þær krónur á markaði til að fá fyrir þær erlendan gjaldeyri. Að öllu virtu var því talið að L hf. hefði verið skylt, við umreikning hlutagreiðslnanna til kröfuhafa hina tilteknu daga, að miða við skráð sölugengi Seðlabanka Íslands á íslenskri krónu gagnvart hlutaðeigandi erlendum gjaldmiðlum á þeim degi þegar greiðslurnar voru inntar af hendi.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Benedikt Bogason, Eiríkur Tómasson, Greta Baldursdóttir og Helgi I. Jónsson.

Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kærum 30. og 31. júlí 2013 sem bárust réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. ágúst sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 17. júlí 2013, þar sem staðfest var sú ákvörðun slitastjórnar varnaraðila, sem kynnt var á kröfuhafafundi 31. maí 2012, að reikna virði hlutagreiðslna, sem inntar voru af hendi í erlendum gjaldmiðlum, annars vegar 2. desember 2011 og hins vegar 24. maí 2012, upp í forgangskröfur samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., til íslenskrar krónu eftir skráðu sölugengi viðkomandi gjaldmiðils hjá Seðlabanka Íslands 22. apríl 2009. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. sömu laga.

Sóknaraðilinn Financial Services Compensation Scheme Limited krefst þess að viðurkennt verði að varnaraðila hafi verið óheimilt, við framkvæmd hlutagreiðslna til kröfuhafa við slit varnaraðila 2. desember 2011 og 24. maí 2012, að notast við opinbert sölugengi Seðlabanka Íslands 22. apríl 2009 sem gengisviðmiðun við útreikning á virði hlutagreiðslnanna í íslenskum krónum. Þá krefst hann þess aðallega að viðurkennt verði að varnaraðila hafi borið, við framkvæmd greiðslnanna til sóknaraðila, að notast við opinbert kaupgengi erlendra gjaldmiðla Seðlabanka Íslands fyrir viðeigandi gjaldmiðil við útreikning á virði hlutagreiðslunnar í íslenskum krónum, eins og það gengi var birt á þeim degi þegar viðkomandi hlutagreiðsla var framkvæmd, óháð því hvort viðkomandi greiðsla hafi borist kröfuhafa á þeim degi eða ekki. Til vara gerir hann samhljóða kröfu að öðru leyti en því að miða hafi átt við opinbert miðgengi Seðlabanka Íslands á nefndum dögum, en að því frágengnu að miða skyldi við opinbert sölugengi bankans. Í öllum tilvikum krefst sóknaraðilinn málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.

Sóknaraðilinn íslenska ríkið, vegna ríkisábyrgðasjóðs, krefst þess að viðurkennt verði að úthlutunaraðferð varnaraðila, sem falist hafi í því að reikna virði fyrrgreindra hlutagreiðslna til íslenskrar krónu eftir skráðu sölugengi viðkomandi gjaldmiðils hjá Seðlabanka Íslands 22. apríl 2009, hafi verið ólögmæt. Einnig er þess krafist að viðurkennt verði að varnaraðila sé við útreikning á virði hlutagreiðslna upp í forgangskröfur, sem inntar eru af hendi í erlendum gjaldmiðlum, skylt að umreikna greiðslur í einstökum gjaldmiðlum í íslenskar krónur miðað við sölugengi Seðlabanka Íslands þann dag sem þær eru greiddar út og leiðrétta með sama hætti þær hlutagreiðslur sem þegar hafi farið fram. Þá krefst sóknaraðilinn málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.

Sóknaraðilinn Aylesbury Vale District Council og níutíu og fjórir aðrir í sama hópi krefjast þess aðallega að viðurkennt verði að varnaraðila hafi verið og sé skylt við gengisviðmiðun hlutagreiðslna til sóknaraðila í erlendum gjaldmiðli að miða verðgildi erlends gjaldmiðils við skráð kaupgengi gagnvart íslensku krónunni hjá Seðlabanka Íslands á útgreiðsludegi hlutagreiðslna, án tillits til þess hvenær viðkomandi greiðsla hafi borist kröfuhafa og að varnaraðila sé skylt að leiðrétta gengisviðmiðun hlutagreiðslnanna sem voru inntar af hendi 2. desember 2011 og 24. maí 2012 á þann hátt að þær skuli endurreikna miðað við skráð kaupgengi hlutaðeigandi gjaldmiðils gagnvart íslensku krónunni hjá Seðlabanka Íslands á útgreiðsludegi. Til vara gera þessar sóknaraðilar samhljóða kröfu að öðru leyti en því að miðað skuli við skráð miðgengi Seðlabanka Íslands á útgreiðsludegi, en að því frágengnu að miðað skuli við skráð sölugengi bankans á útgreiðsludegi. Í öllum tilvikum krefjast þeir málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.

Sóknaraðilinn Conseq Invest plc. og fjórir aðrir í sama hópi krefjast þess að áðurgreind ákvörðun slitastjórnar varnaraðila verði ógilt. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðila og annarra sóknaraðila, aðallega óskipt, en til vara úr hendi hvers þeirra um sig.

Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.

I

Í hinum kærða úrskurði er gerð grein fyrir málsatvikum og málsástæðum aðila. Varnaraðili var tekinn til slita 22. apríl 2009 við gildistöku laga nr. 44/2009 um breyting á lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki með síðari breytingum. Samkvæmt 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 1. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002, voru allar kröfur á hendur varnaraðila, sem lýst var í erlendum gjaldmiðlum og skipað hefur verið í réttindaröð eftir  112. gr. og 113. gr. fyrrgreindu laganna, færðar til íslenskrar krónu eftir skráðu sölugengi Seðlabanka Íslands 22. apríl 2009.

Á fundi með kröfuhöfum 17. nóvember 2011 kynnti slitastjórn varnaraðila þá fyrirætlan sína að efna viðurkenndar forgangskröfur á hendur honum samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991 með því að greiða hluta þeirra í reiðufé samkvæmt heimild í 6. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002. Á fundinum kom fram að slitastjórn hygðist miða verðmæti greiðslna í erlendum gjaldmiðlum við skráð sölugengi íslenskrar krónu 22. apríl 2009. Var fyrsta hlutagreiðslan innt af hendi 2. desember 2011 í fjórum gjaldmiðlum, sterlingspundum, evrum, Bandaríkjadölum og íslenskum krónum, og önnur greiðslan 24. maí 2012, eingöngu í sterlingspundum. Á kröfuhafafundi 31. maí 2012 var gerð grein fyrir þessum tveimur hlutagreiðslum og komu þá þegar fram mótmæli kröfuhafa við þeirri ákvörðun slitastjórnar sem að framan greinir. Í framhaldinu var reynt að jafna ágreininginn, þar á meðal á fundi 14. september 2012, en þegar það tókst ekki beindi varnaraðili honum 27. sama mánaðar til úrlausnar héraðsdóms samkvæmt 171. gr. laga nr. 21/1991. Í upphafi þess bréfs sagði: „Ágreiningsatriði það sem beint er til úrlausnar er lögmæti þeirrar ákvörðunar slitastjórnar [varnaraðila] að reikna virði hlutagreiðslna upp í forgangskröfur samkvæmt 112. gr. gjaldþrotalaga nr. 21/1991 o.fl., sem inntar eru af hendi í erlendum gjaldmiðlum, til íslenskrar krónu eftir sömu gengisviðmiðun og kröfur á hendur bankanum eru umreiknaðar eftir sbr. 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991“. Í bréfinu var greint frá fundinum 14. september 2012 með fulltrúum þeirra kröfuhafa, sem mótmælt höfðu ákvörðun slitastjórnar, og sagði þar meðal annars: „Á fundinum áréttaði slitastjórn að ágreiningsefnið sem óskað yrði dómsúrlausnar um væri afmarkað á þann hátt að um væri að ræða ágreining um með hvaða hætti ætti að reikna virði erlendra gjaldmiðla sem notaðir væru til greiðslu upp í viðurkenndar kröfur sem umreiknaðar hefðu verið í íslenskar krónur í samræmi við 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991“. Eftir að ágreiningi aðila hafði verið beint til úrlausnar héraðsdóms mun varnaraðili síðan 5. október 2012 hafa innt af hendi þriðju hlutagreiðsluna til forgangskröfuhafa.

II

Varnaraðili heldur því fram að eins og ágreiningsefni málsins sé háttað og með vísan til þess með hvaða hætti því hafi verið beint til dómstóla geti dómur í málinu einungis kveðið á um staðfestingu eða ómerkingu þeirrar ákvörðunar slitastjórnar varnaraðila sem ágreiningur hafi risið um á kröfuhafafundi 31. maí 2012. Verði ákvörðunin felld úr gildi sé óhjákvæmilegt annað en að varnaraðili kynni nýja ákvörðun á kröfuhafafundi þar sem kröfuhöfum verði gefinn kostur á að mótmæla. Aðstaðan sé ekki sambærileg því þegar ágreiningur rísi um tiltekna kröfu, sem lýst hafi verið, enda varði sakarefnið við slíkar aðstæður aðeins viðkomandi kröfuhafa með beinum hætti. Sóknaraðilinn Conseq Invest plc. og fjórir aðrir í sama hópi tefla fram sömu sjónarmiðum gegn því að dómstólar geti tekið til úrlausnar þær kröfur annarra sóknaraðila að viðurkennt verði með dómi hvaða aðferð eigi eða hafi átt að leggja til grundvallar við umreikning á hlutagreiðslum til kröfuhafa í erlendum gjaldmiðlum  í íslenskar krónur.

Ágreiningur aðila er tvíþættur eins og gerð var grein fyrir í bréfi varnaraðila til héraðsdóms 27. september 2012. Í fyrsta lagi hvort sú ákvörðun slitastjórnar varnaraðila að reikna virði hlutagreiðslna, sem inntar hafa verið af hendi í erlendum gjaldmiðlum, til íslenskra króna eftir skráðu sölugengi Seðlabanka Íslands 22. apríl 2009 sé lögmæt. Í öðru lagi   „með hvaða hætti ætti að reikna virði erlendra gjaldmiðla sem notaðir væru til greiðslu upp í viðurkenndar kröfur sem umreiknaðar hefðu verið í íslenskar krónur í samræmi við 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991“. Þegar ágreiningnum var beint til héraðsdóms höfðu aðeins tvær hlutagreiðslur verið inntar af hendi 2. desember 2011 og 24. maí 2012 og var gerð grein fyrir þeim í áðurnefndu bréfi varnaraðila til dómsins. Þegar af þeirri ástæðu verður ekki leyst úr því í þessu máli hvort sú ákvörðun slitastjórnar að beita sömu aðferð við umreikning frekari hlutagreiðslna í erlendum gjaldmiðlum í íslenskar krónur og gert var í þessi tvö skipti sé lögmæt eða hvaða aðferð eigi að viðhafa við umreikning á þeim greiðslum.

Samkvæmt því sem áður segir greinir aðila á um það hvaða aðferð hafi átt að beita við umreikning hlutagreiðslna, sem varnaraðili innti af hendi til forgangskröfuhafa í erlendum gjaldmiðlum 2. desember 2011 og 24. maí 2012, í íslenskar krónur. Úrlausn á þeim ágreiningi ræðst einvörðungu af skýringu laga, jafnt settra lagaákvæða sem óskráðra réttarreglna, og er það hvorki á valdi kröfuhafafundar né slitastjórnar varnaraðila að breyta þeirri niðurstöðu sem þannig fæst. Af þeim sökum eiga þeir sóknaraðilar, sem krafist hafa viðurkenningar á því  hvaða aðferð hafi átt að leggja til grundvallar við umreikning umræddra hlutagreiðslna í íslenskar krónur, rétt á að leyst verði úr þeim kröfum af dómstólum, enda miða ákvæði laga nr. 21/1991 að því að ágreiningi verði til fullnaðar ráðið til lykta í einu máli ef honum er beint til dómstóla og þess er yfir höfuð kostur, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 28. nóvember 2011 í máli nr. 441/2011.

III

Samkvæmt 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 skulu kröfur á hendur þrotabúi í erlendum gjaldmiðlum færðar til íslensks gjaldmiðils eftir skráðu sölugengi á þeim degi sem úrskurður gekk um að búið væri tekið til gjaldþrotaskipta að því leyti sem þeim verður ekki fullnægt samkvæmt 109. gr. til 111. gr. laganna. Með „skráðu sölugengi“ er vísað til sölugengis íslenskrar krónu sem Seðlabanki Íslands skráir ásamt kaupgengi og miðgengi gagnvart helstu gjaldmiðlum samkvæmt 19. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Þetta opinbera viðmiðunargengi, sem svo er nefnt, er reiknað út og birt, meðal annars á heimasíðu bankans, sbr. 7. gr. reglna nr. 1098 um gjaldeyrismarkað sem settar hafa verið á grundvelli 3. mgr. 18. gr. laga nr. 36/2001. Við það að kröfur, sem lýst hefur verið í þrotabú í erlendum gjaldmiðlum, eru samkvæmt framansögðu færðar til íslenskrar krónu verða þær að kröfum á hendur búinu í þeim gjaldmiðli. Í samræmi við það er gert ráð fyrir því í lögum nr. 21/1991 að við úthlutun úr þrotabúi séu kröfur greiddar kröfuhöfum í íslenskum krónum, hvort sem kröfurnar eru greiddar í einu lagi eða aðeins hluti þeirra, eins og heimilt er að gera eftir 156. gr. og 157. gr., sbr. 163. gr. og 164. gr. laganna. Ef myndast hefur gengismunur vegna þess að gengi íslenskrar krónu gagnvart þeim gjaldmiðli, sem kröfu var lýst í, hefur lækkað eftir að úrskurður um gjaldþrotaskipti var kveðinn upp greiðist slík krafa því aðeins að kröfur samkvæmt 109. gr. til 113. gr. laganna séu áður greiddar, sbr. 1. tölulið 114. gr. þeirra. Í síðastnefndu lagaákvæði er ekki gerður greinarmunur á því hvort gengismunur á rætur að rekja til forgangskröfu eða almennrar kröfu. Þetta hefur í för með sér að kröfuhafi, sem lýst hefur kröfu á hendur þrotabúi í erlendum gjaldmiðli, ber áhættuna af þróun gengis íslenskrar krónu gagnvart þeim gjaldmiðli frá því að úrskurður er kveðinn upp og þar til hann fær kröfu sína greidda í íslenskum krónum.

Svo sem áður greinir voru allar kröfur á hendur varnaraðila, sem lýst var í erlendum gjaldmiðlum og skipað í réttindaröð eftir 112. gr. og 113. gr. laga nr. 21/1991, færðar til íslenskrar krónu eftir skráðu sölugengi Seðlabanka Íslands 22. apríl 2009, eins og mælt er fyrir um í 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 1. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002. Við það urðu þessar kröfur á hendur varnaraðila að kröfum í íslenskum krónum. Þótt í 6. mgr. síðastnefndrar lagagreinar, eins og henni var breytt með 4. gr. laga nr. 78/2011, sé gert ráð fyrir að greiðslur á forgangskröfum, þar á meðal greiðslur á þeim að hluta, geti farið fram í öðrum gjaldmiðlum en íslenskri krónu verður að líta svo á, meðal annars með hliðsjón af þeirri meginreglu kröfuréttar að greiðslu beri að inna af hendi í þeirri mynt sem hún er tilgreind í, að varnaraðili geti ávallt staðið skil á greiðslum til kröfuhafa í íslenskum krónum.

Í 3. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 er kveðið á um að við slit fjármálafyrirtækis gildi almennt sömu reglur og um rétthæð krafna á hendur þrotabúi. Samkvæmt því verður kröfuhafi, sem lýsti kröfu á hendur varnaraðila í erlendum gjaldmiðli, að bera á sama hátt og kröfuhafi þrotabús áhættuna af þróun gengis íslenskrar krónu gagnvart þeim gjaldmiðli frá 22. apríl 2009 og þar til hann fær kröfu sína greidda, eftir atvikum í íslenskum krónum. Það þýðir að fáist ekkert upp í kröfu vegna gengismunar samkvæmt 1. tölulið 114. gr. laga nr. 21/1991 verður kröfuhafinn fyrir tjóni í þeim gjaldmiðli ef gengi íslenskrar krónu veikist gagnvart honum, en að sama skapi hagnast kröfuhafinn ef gengi krónunnar styrkist.

Að öllu þessu virtu standa ekki lagarök til annars en að umreikna hlutagreiðslur varnaraðila til forgangskröfuhafa í erlendum gjaldmiðlum, sem fram fóru 2. desember 2011 og 24. maí 2012, í íslenskar krónur miðað við gengi íslenskrar krónu gagnvart þeim gjaldmiðlum á hvorum greiðsludegi um sig, á sama hátt og greiðslurnar hefðu verið inntar af hendi í íslenskum krónum. Með því að kröfuhöfum, sem lýst hafa kröfum í erlendum gjaldmiðlum, er gert að sæta því að kröfur þeirra séu færðar til íslenskrar krónu er á þennan hátt gætt jafnræðis milli þeirra innbyrðis og gagnvart kröfuhöfum, sem haft hafa uppi kröfur í íslenskum krónum, þar sem greiðslur til þeirra allra verða með þessu móti virtar eins í íslenskum krónum á greiðsludegi sem þýðir að þeir hafa borið sömu áhættu á breytingum á gengi íslenskrar krónu gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá 22. apríl 2009 og þar til þeir fengu greitt. Vegna þess að kröfur í hinum erlendu gjaldmiðlum voru færðar til íslenskrar krónu á grundvelli skráðs gengis Seðlabanka Íslands ber samkvæmt eðli máls og viðteknum lögskýringarsjónarmiðum að miða umreikning á hlutagreiðslunum við skráð gengi bankans eftir 19. gr. laga nr. 36/2001, en ekkert hald er í þeirri röksemd að ástæða sé til að gagnálykta frá svo almennt orðuðu ákvæði sem 2. málsliður þeirrar lagagreinar er. Ef varnaraðili hefði greitt í íslenskum krónum, svo sem honum hefði samkvæmt framansögðu verið heimilt, hefðu þeir kröfuhafar, sem í hlut áttu, þurft að selja þær krónur á markaði til að fá fyrir þær erlendan gjaldeyri. Af þeim sökum er rétt að miða við skráð sölugengi Seðlabanka Íslands, annars vegar 2. desember 2011 og hins vegar 24. maí 2012.

Með vísan til alls þess, sem að framan greinir, er fallist á kröfur sóknaraðilanna Financial Services Compensation Scheme Limited, íslenska ríkisins og Aylesbury Vale District Council og níutíu og fjögurra annarra í sama hópi eins og nánar greinir í dómsorði.

Eftir þessum málsúrslitum verður varnaraðila gert að greiða þessum sóknaraðilum málskostnað í héraði og kærumálskostnað sem ákveðinn verður í einu lagi eins og nánar segir í dómsorði. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur að öðru leyti niður.

Dómsorð:

Viðurkennt er að varnaraðila, LBI hf., hafi verið skylt, við umreikning hlutagreiðslna til kröfuhafa í erlendum gjaldmiðlum 2. desember 2011 og 24. maí 2012 í íslenskar krónur, að miða við skráð sölugengi Seðlabanka Íslands á íslenskri krónu gagnvart hlutaðeigandi erlendum gjaldmiðlum á þeim degi þegar greiðslurnar voru inntar af hendi.

Varnaraðili greiði sóknaraðilunum Financial Services Compensation Scheme Limited og íslenska ríkinu 400.000 krónur, hvorum um sig, og sóknaraðilunum Aylesbury Vale District Council, Barnet (London Borough of Barnet), Bassetlaw District Council, Bolsover District Counsel, Bolton Council, Braintree Borough Council, Breckland District Council, Bristol City Council, Buckinghamshire County Council, Burnley Borough Council, Caerphilly County Borough Council, Cambridge City Council, Ceredigion County Council, Cheltenham Borough Council, Chorley Borough Council, Colchester Borough Council, Cornwall Council, Daventry District Council, Doncaster Metropolitan Borough Council, Dorset County Council, Dover District Council, Durham County Council, East Staffordshire Borough Council, Exeter City Council, Flintshire County Council, Gloucestershire County Council, Gwent Police Authority, Haringey (London Borough of Haringey), Havering (London Borough of Havering), Hertfordshire County Council, High Peak Borough Council, Hillingdon (London Borough of Hillingdon), Ipswich Borough Council, Kent County Council, Kent Police Authority, Kirklees Council, Lancashire County Council, Lancaster City Council, Lewes District Council, Metropolitan Police Authority, Moray Council, Neath Port Talbot County Borough Council, Newham (London Borough of Newham), Norfolk County Council, North Ayrshire Council, Nort East Lincolnshire Council, North Lincolnshire Council, North Somerset District Council, Northumberland County Council, Nottingham City Council, Nuneaton and Bedworth Borough Council, Oxfordshire County Council, Plymouth City Council, Powys County Council, Purbeck District Council, Reigate and Banstead Borough Council, Rotherham Metropolitan Borough Council, Rugby Borough Council, South Yorkshire Pensions Authority, South Yorkshire Joint Secretariat, South Yorkshire Passanger Transport Executive Scottish Borders Council, Sevenoaks District Council, Shropshire Council, Solihull Metropolitan Borough Council, Somerset County Council, South Ayrshire Council, South Lanarkshire Council, South Ribble Borough Council, South Wales Police Authority, Stoke-on-Trent City Council, Surrey County Council, Surrey Heath Borough Council, Tewkesbury Borough Council, Thames Valley Police Authority, Tonbrigde and Malling Borough Council, Uttlesford District Council, Vale of White Horse District Council, Wakefield (City of Wakefield Metropolitan District Council), West Lindsey District Council, West Midlands Police Authority, West Oxfordshire District Council, West Yorkshire Police Authority, Westminster City Council, Wiltshire Council, Wokingham Borough Council, Wychavon District Council, Wyre Forest District Council, Star Energy Ltd., Audit Commission Oxford University, Bradford University, Exeter University, University of Wales og USAF Management 6 Limited 15.000 krónur, hverjum um sig, í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur að öðru leyti niður.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 17. júlí 2013.

                Máli þessu, sem er ágreiningsmál við slit varnaraðila, var beint til dómsins með bréfi slitastjórnar varnaraðila 27. september 2012, sem móttekið var af héraðsdómi 2. október sama ár. Um lagagrundvöll vísaði slitastjórn til 171. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., sbr. 102. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Málið var tekið til úrskurðar miðvikudaginn 19. júní sl.

                Í ofangreindu bréfi slitastjórnar til dómsins kemur m.a. fram að ágreiningsefni það sem beint sé til úrlausnar dómsins sé lögmæti þeirrar ákvörðunar slitastjórnar varnaraðila að reikna virði hlutagreiðslna upp í forgangskröfur samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991 sem inntar hafi verið af hendi í erlendum gjaldmiðlum, til íslenskrar krónu eftir sömu gengisviðmiðum og kröfur á hendur varnaraðila hafi verið umreiknaðar eftir, sbr. ákvæði 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991.

                Sóknaraðilar málsins eru annars vegar forgangskröfuhafar og hins vegar almennir kröfuhafar og koma ýmist fram sem einstakir aðilar eða sameiginlega sem hópur.

                Ágreiningsefni málsins lúta að meginstefnu að því hvort sú ákvörðun slitastjórnar varnaraðila að miða verðmæti erlendra gjaldmiðla við gengisskráningu 22. apríl 2009 hafi verið lögmæt. Byggja sóknaraðilar allir á því að svo sé ekki og flestir þeirra, en ekki allir, krefjast þess að dómurinn úrskurði einnig um hvaða gengisviðmiðun skuli þá nota. Telja þeir málið hafa verið borið undir dóminn með þeim formerkjum að leysa beri úr ágreiningi aðila til fulls. Varnaraðili byggir á hinn bóginn á því að úrskurður í málinu, eins og ágreiningurinn hafi verið lagður fyrir dóminn, geti aðeins mælt fyrir um hvort fyrrgreind ákvörðun slitastjórnar hafi verið lögmæt eða ekki. Undir þessi sjónarmið varnaraðila taka sóknaraðilarnir Conseq Invest plc. o.fl.

I

                Sóknaraðilinn, De Nederlandsche Bank N.V., er seðlabanki Hollands og á samþykkta forgangskröfu í slitabú varnaraðila.

                Þessi sóknaraðili krefst þess að viðurkennt verði við slitameðferð varnaraðila aðallega að varnaraðila hafi verið og sé skylt við gengisviðmiðun hlutagreiðslna til sóknaraðila í erlendum gjaldmiðli að miða verðgildi erlends gjaldmiðils við skráð kaupgengi gagnvart íslensku krónunni hjá Seðlabanka Íslands á útgreiðsludegi hlutagreiðslna, án tillits til þess hvenær viðkomandi greiðsla barst varnaraðila og að varnaraðila sé skylt að leiðrétta gengisviðmiðun hlutagreiðslna sem voru inntar af hendi í erlendum gjaldmiðli 2. desember 2011 og 24. maí 2012 á þann hátt að þær skuli endurreikna miðað við skráð kaupgengi hlutaðeigandi gjaldmiðils gagnvart íslensku krónunni hjá Seðlabanka Íslands á útgreiðsludegi.

                Varakrafa varnaraðila er eins orðuð utan að gert er ráð fyrir að miða skuli við miðgengi Seðlabanka Íslands annars vegar 2. desember 2011 og hins vegar 24. maí 2012 og um þrautavarkröfu er það sama að segja utan að þar er gert ráð fyrir að miðað sé við sölugengi á sömu dögum.

                Þá krefst sóknaraðili þess í öllum tilvikum að honum verði dæmdur málskostnaðar úr hendi varnaraðila að skaðlausu, að teknu tilliti til þess að sóknaraðili sé ekki virðisaukaskattskyldur aðili samkvæmt íslenskum lögum.

                Sóknaraðilinn Financial Services Compensation Scheme Limited á samþykkta forgangskröfu í slitabú varnaraðila.

                Þessi sóknaraðili krefst þess aðallega að viðurkennt verði að varnaraðila hafi verið óheimilt, við framkvæmd hlutagreiðslna til sóknaraðila úr slitameðferð varnaraðila, í fyrsta sinn þann 2. desember 2011 og í annað sinn þann 29. maí 2012 að notast við opinbert sölugengi Seðlabanka Íslands þann 22. apríl 2009 sem gengisviðmiðun við útreikning á virði hlutagreiðslunnar í íslenskum krónum og að viðurkennt verði að varnaraðila hafi borið, við framkvæmd umræddra greiðslna, í fyrsta sinn 2. desember 2011 og í annað sinn 29. maí 2012, að notast við opinbert kaupgengi erlendra gjaldmiðla Seðlabanka Íslands fyrir viðeigandi gjaldmiðil eins og það gengi er birt á þeim degi þegar viðkomandi hlutagreiðsla er framkvæmd, óháð því hvort viðkomandi greiðsla berst kröfuhafa á þeim degi eða ekki, við útreikning á virði hlutagreiðslunnar í íslenskum krónum. Varnaraðili gerir samhljóða kröfu til vara utan að miða eigi við miðgengi Seðlabanka Íslands á nefndum dögum og til þrautavara að miða skuli við sölugengi.

                Þá krefst hann í öllum tilfellum, málskostnaðar og að tekið verði tillit til þess að hann sé ekki virðisaukaskattskyldur á Íslandi.

                Íslenska ríkið vegna ríkisábyrgðasjóðs hefur lýst almennri kröfu í slitabú varnaraðila. Af hálfu þessa sóknaraðila er þess krafist að viðurkennt verði að úthlutunaraðferð varnaraðila, slitastjórnar LBI hf., að reikna virði hlutagreiðslna upp í forgangskröfur samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991, sem inntar eru af hendi í erlendum gjaldmiðlum til íslenskrar krónu, eftir sömu gengisviðmiðum og kröfur á hendur bankanum eru umreiknaðar samkvæmt 3. mgr. 99. gr., sé ólögmæt. Ennfremur er þess krafist að viðurkennt sé að varnaraðila sé skylt við útreikning á virði hlutagreiðslna upp í forgangskröfur, sem inntar eru af hendi í erlendum gjaldmiðlum, að umreikna greiðslur í einstökum gjaldmiðlum í íslenskar krónur miðað við sölugengi Seðlabanka Íslands þann dag sem þær eru greiddar út og leiðrétta með sama hætti þær hlutagreiðslur sem þegar hafi farið fram.

                Þá er krafist málskostnaðar að teknu tilliti til virðisaukaskatts.

                Eftirtaldir sóknaraðilar, sem hér í frá verða auðkenndir einu nafni, Gemeente Asten o.fl., eru hollenskir kröfuhafar sem eiga viðurkenndar forgangskröfur í slitabú varnaraðila. Þeir eru Gemeente Asten, Gemeente Alphen aan de Rijn, Gemeente Amstelveen, Gemeente Dordrecht, Gemeente Goes, Gemeente Molenwaard, Gemeente Naarden, Gemeente Opmeer, Gemeente Pijnacker Nootdorp, Gemeente Texel, Gemeente Veere, Gemeente Zundert, Provincie Noord-Holland, Gemeente regeling Drechtsteden, N.V. Elektriciteits Produtoemaatschappij Zuid-Nederland EPZ, Gemeenschappelijke Regeling Samenwerkingsverband Belastingen en Waardebepaling (SaBeWa) og Waterschap Roer en Overmaas. Það athugast að í þingbók málsins hefur N.V. Elektriciteits Produtoemaatschappij Zuid-Nederland EPZ verið talinn sérstakur aðili. Við skil greinargerðar ofangreindra aðila í málinu gekk umræddur aðili inn í þann hóp og verður því ekki sérgreindur frekar.

                Þessir sóknaraðilar krefjast þess að viðurkennt verði að varnaraðila hafi verið óheimilt, við framkvæmd hlutagreiðslna til sóknaraðila úr slitameðferð varnaraðila, 2. desember 2011 og 29. maí 2012, að notast við opinbert sölugengi Seðlabanka Íslands þann 22. apríl 2009 sem gengisviðmiðun við útreikning á virði hlutagreiðslunnar í íslenskum krónum og að viðurkennt verði að varnaraðila hafi borið, við framkvæmd framangreindra hlutagreiðslna til sóknaraðila að notast við opinbert kaupgengi erlendra gjaldmiðla Seðlabanka Íslands fyrir viðeigandi gjaldmiðil eins og það gengi er birt á þeim degi þegar viðkomandi hlutagreiðsla er framkvæmd, óháð því hvort viðkomandi greiðsla berst kröfuhafa á þeim degi eða ekki, við útreikning á virði hlutagreiðslunnar í íslenskum krónum.

                Varakrafa er samhljóða aðalkröfu utan að krafist er að notast verði við miðgengi Seðlabanka Íslands á erlendum gjaldmiðlum á þeim degi þegar hlutagreiðsla er framkvæmd og til þrautavara að miða eigi við sölugengi á sama degi. Að framangreindum kröfum frágengnum krefjast sóknaraðilar þess að hin umdeilda ákvörðun varnaraðila verði staðfest.

                Í öllum tilvikum krefjast framangreindir sóknaraðilar málskostnaðar að teknu tilliti til þess að þeir séu ekki virðisaukaskattskyldir á Íslandi.

                Eftirtaldir sóknaraðilar, sem hér eftir verða auðkenndir einu nafni sem Aylesbury Vale District Council o.fl., eru breskir kröfuhafar sem eiga samþykktar forgangskröfur við slitameðferð varnaraðila. Þeir eru Aylesbury Vale District Council, Barnet (London Borough of Barnet), Bassetlaw District Council, Belsover District Counsel, Bolton Council, Braintree Borough Council, Breckland District Council, Bristol City Council, Buckinghamshire County Council, Burnley Borough Council, Caerphilly County Borough Council, Cambridge City Council, Ceredigion County Council, Cheltenham Borough Council, Chorley Borough Council, Colchester Borough Council, Cornwall Council, Daventry District Council, Doncaster Metropolitan Borough Council, Dorset County Council, Dover District Council, Durham County Council, East Staffordshire Borough Council, Exeter City Council, Flintshire County Council, Gloucestershire County Council, Gwent Police Authority, Haringey (London Borough of Haringey), Havering (London Borough of Havering), Hertfordshire County Council, High Peak Borough Council, Hillingdon (London Borough of Hillingdon), Ipswich Borough Council, Kent County Council, Kent Police Authority, Kirklees Council, Lancashire County Council, Lancaster City Council, Lewes District Council, Metropolitan Police Authority, Morey Council, Neath Port Talbot County Borough Council, Newham (London Borough of Newham), Norfolk County Council, North Ayrshire Council, Nort East Lincolnshire Council, North Lincolnshire Council, North Somerset District Council, Northumberland County Council, Nottingham City Council, Nuneaton and Bedworth Borough Council, Oxfordshire County Council, Plymouth City Council, Powys County Council, Purbeck District Council, Reigate and Banstead Borough Council, Rotherham Metropolitan Borough Council, Rugby Borough Council, South Yorkshire Pensions Authority, South   Yorkshire Joint Secretariat, South Yorkshire Passanger Transport Executive, Scottish Borders Council, Sevenoaks District Council, Shropshire Council, Solihull Metropolitan Borough Council, Somerset County Council, South Ayrshire Council, South Lanarkshire Council, South Ribble Borough Council, South Wales Police Authority, Stoke-on-Trent City Council, Surrey County Council, Surrey Heath Borough Council, Tewkesbury Borough Council, Thames Valley Police Authority, Tonbrigde and Malling Borough Council, Uttlesford District Council, Vale of White Horse District Council, Wakefield (City of Wakefield Metropolitan District Council), West Lindsey District Council, West Midlands Police Authority, West Oxfordshire District Council, West Yorkshire Plice Authority, Westminster City Council, Wiltshire Council, Wokingham Borough Council, Wychavon District Council, Wyre Forest District Council, Star Energy Ltd., Audit Commission, Oxford University, Bradford University, Exeter University, University of Wales og USAF Management 6 Limited.

                Af hálfu þessara sóknaraðila er þess krafist aðallega að viðurkennt verði að varnaraðila hafi verið og sé skylt við gengisviðmiðun hlutagreiðslna til sóknaraðila í erlendum gjaldmiðli að miða verðgildi erlends gjaldmiðils við skráð kaupgengi gagnvart íslensku krónunni hjá Seðlabanka Íslands á útgreiðsludegi hlutagreiðslna, án tillits til þess hvenær viðkomandi greiðsla barst varnaraðila og að varnaraðila sé skylt að leiðrétta gengisviðmiðun hlutagreiðslna sem voru inntar af hendi í erlendum gjaldmiðli 2. desember 2011 og 24. maí 2012 á þann hátt að þær skuli endurreikna miðað við skráð kaupgengi hlutaðeigandi gjaldmiðils gagnvart íslensku krónunni hjá Seðlabanka Íslands á útgreiðsludegi. Varakrafa sóknaraðila er orðuð með sama hætti utan að krafist er að miðað skuli við miðgengi Seðlabanka Íslands á útgreiðsludegi. Sama er að segja um þrautavarakröfu nema þar er þess krafist að miðað sé við skráð sölugengi á útgreiðsludegi. Þá krefjast sóknaraðilar þess í öllum tilvikum að þeim verði dæmdur málskostnaðar úr hendi varnaraðila að teknu tilliti til þess að sóknaraðilar eru ekki virðisaukaskattskyldir aðilar samkvæmt íslenskum lögum.

                Eftirtaldir sóknaraðilar, sem hér eftir verða auðkenndir einu nafni sem Conseq Invest plc. o.fl., eru almennir kröfuhafar við slitameðferð varnaraðila. Þeir eru Conseq Invest plc., Conseq Investment Management AS., CVI GVF (Lux) Master S.a.r.l., LMN Finance Ltd., Ohio National Life Assurance Corporation. Þessir kröfuhafar voru fleiri við þingfestingu málsins en aðeins var skilað greinargerð fyrir þá sem greindir eru hér að ofan.

                Þessir sóknaraðilar gera þær dómkröfur að ógilt verði með dómi og felld úr gildi ákvörðun slitastjórnar varnaraðila, LBI hf., sem kynnt var á kröfuhafafundi 31. maí 2012 þess efnis að reikna eigi virði hlutagreiðslna upp í forgangskröfur, samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., sem inntar eru af hendi í erlendum gjaldmiðlum, til íslenskrar krónu eftir skráðu sölugengi Seðlabanka Íslands þann 22. apríl 2009. Þá krefjast sóknaraðilar málskostnaðar úr hendi varnaraðila og annarra sóknaraðila, aðallega in solidum en til vara hvers um sig, með hliðsjón af hagsmunum í húfi og að teknu tilliti til virðisaukaskatts.

                Varnaraðili krefst þess að öllum kröfum sóknaraðila verði hafnað og að staðfest verði ákvörðun slitastjórnar varnaraðila, sem kynnt var á kröfuhafafundi þann 31. maí 2012, þess efnis að reikna virði hlutagreiðslna, sem inntar voru af hendi í erlendum gjaldmiðlum, annars vegar 2. desember 2011 og hins vegar 24. maí 2012, upp í forgangskröfur skv. 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., til íslenskrar krónu eftir skráðu sölugengi Seðlabanka Íslands þann 22. apríl 2009.

                Þá krefst varnaraðili málskostnaðar úr hendi allra sóknaraðila, aðallega óskipt en til vara úr hendi hvers sóknaraðila um sig, að teknu tilliti til þess að varnaraðili er ekki virðisaukaskattskyldur aðili. Fallist dómurinn ekki á kröfur varnaraðila í málinu er þess krafist að málskostnaður verði látinn niður falla milli aðila.

                Varnaraðili krafðist í greinargerð sinni frávísunar á þeim hluta kröfugerðar sumra sóknaraðila sem laut að hlutagreiðslu sem innt var af hendi eftir að máli þessu var vísað til dómsins. Taldi varnaraðili að ekki yrði að réttu fjallað í málinu um víðtækari ágreining en slitastjórn varnaraðila hafði vísað til dómsins. Viðkomandi sóknaraðilar féllust á að breytta kröfum sínum þannig að aðeins væri til úrlausnar álitaefni er varða þær tvær hlutagreiðslur sem varnaraðili vísaði til er hann bar ágreininginn undir dóminn. Féll varnaraðili við svo búið frá frávísunarkröfu sinni.

II

                Eins og að framan er getið er varnaraðili fjármálastofnun í slitameðferð. Fjármálaeftirlitið beitti 7. október 2008 heimild stjórnvalda samkvæmt 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., til að taka yfir starfsemi varnaraðila. Skipaði Fjármálaeftirlitið þá skilanefnd til að taka við stjórn bankans. Varnaraðili var í samræmi við ákvæði laga nr. 44/2009 tekinn til slita og miðaðist upphaf slitameðferðar við gildistöku laganna 22. apríl 2009. Í kjölfarið var bankanum skipuð slitastjórn 29. apríl sama ár. Samkvæmt ákvæðum XII. kafla laga nr. 161/2002, sbr. lög nr. 44/2009, gilda í meginatriðum reglur laga nr. 21/1991 við slitameðferð fjármálafyrirtækja, þar á meðal um meðferð krafna á hendur slíku fyrirtæki. Þann 30. apríl 2009 gaf slitastjórn varnaraðila út innköllun til kröfuhafa. Frestur til að lýsa kröfum rann út sex mánuðum síðar og lauk því á miðnætti 30. október 2009.

                Sóknaraðilar máls þessa eru flestir eigendur samþykktra forgangskrafna við slitameðferðina, en einnig eiga aðild að málinu íslenska ríkið sem almennur kröfuhafi og Conseq Invest plc. o. fl. sem einnig eiga almennar kröfur.

                Með vísan til 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. hafa allar kröfur við slitameðferð varnaraðila í erlendum gjaldmiðli, sem standa í skuldaröð eftir 112. og 113. gr. laganna verðið færðar til íslensks gjaldmiðils eftir skráðu sölugengi Seðlabanka Íslands hinn 22. apríl 2009 sem telst samkvæmt framansögðu upphafsdagur slitameðfarðar varnaraðila.

                Ágreiningur aðila á rætur að rekja til þess að varnaraðili kynnti á kröfuhafafundi þá ætlun sína að beita heimild í 6. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki til að inna af hendi hlutagreiðslur til forgangskröfuhafa.

                Liggur fyrir að varnaraðili hefur greitt út þrjár hlutagreiðslur, en tvær þeirra eru til meðferðar hér, 2. desember 2011 og 24. maí 2012.    

                Fyrir liggur að varnaraðili beitti heimild í 6. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 til að inna umræddar greiðslur af hendi að stærstum hluta í öðrum gjaldmiðli en íslenskri krónu. Fóru greiðslurnar fram í enskum pundum, bandaríkjadölum og evrum, en einnig að litlum hluta í íslenskum krónum.

                Á kröfuhafafundi 31. maí 2012 greindi slitastjórn frá hlutagreiðslunum og kynnti hvert væri reiknað virði þeirra sem greiðslna upp í forgangskröfur skv. 112. gr. laga nr. 21/1991 samkvæmt ákvörðun slitastjórnar. Annars vegar taldi slitastjórn að greiðsla 2. desember 2011 væri að jafnvirði 432.048.600.000 krónur og hins vegar að greiðsla 24. maí 2012 væri að jafnvirði 162.418.000.000 krónur. Fyrri greiðslan var talin hafa svarað til 31,2149% og síðari greiðslan 12,2339% af forgangskröfunum og samtals hefðu því verið greidd 43,4488% af þeim kröfum. Byggðist þessi útreikningur á gengi viðkomandi gjaldmiðla 22. apríl 2009, en þá var bandaríkjadalur skráður á 130 krónur, evra á 169,23 krónur og bresk pund á 191,08 krónur.

                Allir sóknaraðilar málsins telja framangreinda ákvörðun slitastjórnar ólögmæta og hafa mótmælt henni með lögboðnum hætti á kröfuhafafundum. Slitastjórn vísaði ágreiningi til dómsins eins og fyrr er rakið.

III

                Sóknaraðilinn De Nederlandsche Bank N.V. telur að gengisviðmið sem varnaraðili hafi notað við hlutagreiðslur sé óeðlilegt og rangt og stríði gegn tilgangi laga nr. 21/1991, sérstaklega 1. tölul. 114. gr., en einnig 3. mgr. 99. gr. laganna.

                Sóknaraðili kveðst byggja á því að ekkert annað gengisviðmið geti komið til greina í fyrirliggjandi máli en gengisviðmið sem gefið sé út af Seðlabanka Íslands. Sé það eina opinbera og skráða gengisviðmiðið sem notað sé til að mæla verðgildi íslenskrar krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Í þessu samhengi kveðst hann vísa til 19. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Ljóst sé að hvorki lög nr. 21/1991 né lög nr. 161/2002 tiltaki annað gengisviðmið hvað varði hlutagreiðslur til kröfuhafa sem eigi sér stað í erlendum gjaldeyri.

                Sóknaraðili byggi á því að varnaraðili hafi í þessum efnum ekki frjálst val um það hvaða gengisviðmið skuli nota við útreikninga á útgreiðslum. Beri varnaraðila að nota það gengisviðmið sem sé rétt m.t.t. þeirra lagaákvæða sem komi til greina og hafa megi til hliðsjónar við mat á þessu álitaefni.

                Áhrif ákvörðunar varnaraðila um að miða gengi hlutagreiðslna við skráð sölugengi Seðlabanka Íslands við upphaf slitameðferðar 22. apríl 2009 séu þau að líkist því að kröfum, sem verið hafi upphaflega í erlendum gjaldmiðli en hafi verið umbreytt í íslenskar krónur, sbr. 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991, hafi ekki verið breytt. Sóknaraðili telji að slík niðurstaða fái ekki samrýmst fyrrgreindu lagaákvæði.

                Rökin að baki ákvæði 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 lúti aðallega að jafnfræði kröfuhafa. Samkvæmt ákvæðinu verði þeir kröfuhafar sem fari með kröfur sem upphaflega hafi verið í erlendum gjaldmiðli eins settir varðandi rétt til gengismunar og vaxta af kröfum sínum og þeir kröfuhafar sem fari með kröfur í íslenskum krónum varðandi rétt til verðbóta og vaxta.

                Bein skýring ákvæðisins feli í sér að við úthlutun ætti ekki að vera tekið tillit til lækkunar eða hækkunar á gengi erlends gjaldmiðils eftir að dómsúrskurður hafi gengið um að fyrirtækið skuli tekið til slitameðferðar. Rétt eins og ekki sé tekið tillit til verðbólgu þegar upprunamyntin sé íslenskar krónur.

                Kröfur sem upphaflega hafi verið lýst í erlendum gjaldeyri séu, eftir umbreytingu í íslenskar krónur, ekkert annað en kröfur um íslenskar krónur en ekki kröfur um þann gjaldmiðil sem upphaflega hafi verið gerð krafa um. Með vísan til þess sem áður greini, beri allir kröfuhafar sem standi í skuldaröð eftir 112. og 113. gr. laga nr. 21/1991 sömu áhættu eftir umbreytingu hvað varði gengisbreytingu og verðbólgu. Af hálfu þessara kröfuhafa verði kröfur um gengismun og verðbætur ekki gerðar nema á grundvelli 114. gr. laga nr. 21/1991, þ.e. sem eftirstæðar kröfur. 

                Ákvæði 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 sé ófrávíkjanlegt og sé varnaraðila skylt að beita því, sem hann hafi og gert. Sóknaraðili telji að notkun sama gengisviðmiðs við ákvörðun á virði hlutagreiðslna í erlendum gjaldmiðli, sem eigi sér stað jafnvel mörgum árum eftir upphaf slitameðferðar, sé ólögmæt tilraun varnaraðila til að fara fram hjá fyrrgreindu ákvæði 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 enda hafi sú aðferðarfræði þau áhrif að upphafleg umbreyting yfir í íslenskar krónur sé tekin úr sambandi.

                Sóknaraðili byggi á því að notkun varnaraðila á sama gengisviðmiði við upphaflega umbreytingu krafna og síðar við ákvörðun á virði hlutagreiðslna í erlendum gjaldmiðli feli í sér samskonar áhrif og ef íslenskar kröfur væru verðtryggðar. Lög nr. 21/1991 geri ekki ráð fyrir verðtryggingu íslenskra krafna eftir að úrskurður er kveðinn upp um gjaldþrotaskipti eða fyrirtæki tekið slita. Slíkt þekkist heldur ekki í almennri framkvæmd. Af þeim sökum sé notkun sama gengisviðmiðs með þessum hætti gagnrýniverð enda setji það kröfuhafa ekki í sömu stöðu líkt og þeir séu í samkvæmt 114. gr. laga nr. 21/1991.

                Þá byggi sóknaraðili á að með 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 hafi verið gerð breyting á samskonar reglu eldri laga, þ.e. 3. mgr. 31. gr. laga nr. 6/1978, hvað varði tímamörk á því hvenær kröfur í erlendum gjaldmiðli skuli færðar yfir í íslenskrar krónur. Regla eldri laga hafi gert ráð fyrir að umreikningur krafna færi fram við það tímamark er kröfuhafi hafi fengið vitneskju um að hann gæti fengið greiðsluna (almennt við gerð frumvarps um úthlutun). Þannig hafi erlendir kröfuhafar staðið betur að vígi en þeir íslensku þar sem þeir hafi verið tryggðir fyrir veikingu krónunnar. Með aðferðafræði varnaraðila að nota sama gengisviðmið við fastsetningu krafna í erlendum gjaldmiðli yfir í íslenskar kröfur og við ákvörðun á virði hlutagreiðslna í erlendum gjaldmiðli, jafnvel mörgum árum síðar, felist í raun sama niðurstaða og ef regla eldri laga væri enn í gildi. En það sé alveg skýrt að reglunni hafi átt að breyta og hafi verið breytt með lögum nr. 21/1991. Að mati sóknaraðili gangi slík niðurstaða ekki upp og því beri að hnekkja ákvörðun varnaraðila og fallast á dómkröfur sóknaraðila.

                Sóknaraðili byggi á því að íslensk lög feli í sér að það sé kröfuhafinn sem beri áhættuna af gengisbreytingum fram að úthlutun. Það sé því beinlínis rangt að nota sama gengisviðmið við ákvörðun á virði hlutagreiðslna og við umbreytingu krafna í erlendum gjaldmiðli í upphafi, þ.e. með fastsetningu þeirra yfir í íslenskar krónur. Enda sé með slíkri aðferðafræði verið að þurrka út áhættu vegna gengisbreytinga.

                Sóknaraðili bendi á að ákvæði 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 séu sama efnis og reglur danskrar löggjafar um sama efni. Samkvæmt dönskum rétti geti kröfuhafi ekki krafist bóta fyrir það tjón sem hann verði fyrir vegna gengisbreytinga sem eigi sér stað frá því að úrskurður um gjaldþrotaskipti sé kveðinn upp og þar til úthlutun fari fram. Kröfuhafi samkvæmt dönskum rétti beri þannig áhættu af gengisbreytingum sem verði á þessu tímabili líkt og sé tilgangur ákvæðis 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991. Að mati sóknaraðila renni þetta enn fremur stoðum undir það að ákvörðun um gengisviðmið við útgreiðslu hlutagreiðslna í erlendum gjaldmiðli geti ekki verið valkvæð heldur hljóti ákvörðun í þessum efnum að lúta meginreglum laga um gjaldþrotaskipti og markmiði einstakra ákvæða þeirrar löggjafar.

                Seðlabanki Íslands birti daglega upplýsingar um skráð kaupgengi, miðgengi og sölugengi erlendra gjaldmiðla gagnvart íslenskri krónu. Beri að nota þau viðmið í opinberum samningum, dómsmálum og öðrum samningum milli aðila þegar önnur gengisviðmiðun sé ekki sérstaklega tiltekin, sbr. 19. gr. laga nr. 36/2001. Á þessu byggi dómkröfur sóknaraðila.

                Sóknaraðili byggi aðallega á því að rétt og viðeigandi gengisviðmið sé skráð kaupgengi Seðlabanka Íslands á erlendum gjaldmiðlum á útgreiðsludegi, þ.e. þeim degi sem sérhver hlutagreiðsla hafi verið innt af hendi af hálfu varnaraðila. Þessi málsástæða sóknaraðila byggi á alþekktum fjárhags- og hagfræðilegum staðreyndum sem skráning gengisviðmiða hvaðanæva í heiminum grundvallist á.

                Í flestum tilvikum myndu hlutagreiðslur af hálfu íslensks þrotabús vera inntar af hendi í íslenskum krónum. Varnaraðili hafi hins vegar hingað til innt af hendi hlutagreiðslur í nokkrum gjaldmiðlum, þ. á m. íslenskum krónum, með vísan til heimildar í 6. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002. Varnaraðili sé ekki skyldugur til að greiða út hlutagreiðslur í öðrum gjaldmiðlum en íslensku krónunni en hafi aftur á móti heimild til þess. Hverja hlutagreiðslu sem innt sé af hendi í erlendum gjaldeyri verði þó að umreikna í íslenskar krónur í því tilliti að viðhalda jafnræði milli kröfuhafa. Hafa megi framangreint til hliðsjónar í fyrirliggjandi máli við ákvörðun á því hvað sé rétt gengisviðmið.

                Ef varnaraðili myndi ákveða að greiða út hlutagreiðslur einungis í íslenskum krónum yrði skráð kaupgengi notað til að ákvarða fjárhæð íslenskra króna sem varnaraðili mundi fá í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri sem varnaraðili hygðist selja til að geta notað til að greiða íslenskar krónur til kröfuhafa. Í kjölfarið gæti varnaraðili úthlutað hinum íslensku krónum sem hann hefði keypt. Notkun kaupgengis við þessar aðstæður, þ.e. til ákvörðunar á fjárhæð í íslenskum krónum við sölu á erlendum gjaldeyri, sé staðreynd sem sé alkunn bæði í bönkum hérlendis sem og erlendis.

                Með vísan til framangreinds sé skráð kaupgengi Seðlabanka Íslands það viðmiðunargengi sem sé rétt og mest viðeigandi við ákvörðun á virði hlutagreiðslna í erlendri mynt til kröfuhafa. Í ljósi þess að varnaraðili eigi í sínum fórum erlendan gjaldeyri sem allt eins megi líta á sem svo að hann sé að selja til þriðja aðila þegar hlutagreiðsla fari fram, en þennan erlenda gjaldeyri þurfi svo að umreikna og virða yfir í íslenskar krónur. Sóknaraðilar telja, að verði krafa um breytta gengisviðmiðun tekin til greina, að gera verði varnaraðila að leiðrétta þær greiðslur sem þegar hafi farið fram til samræmis við kröfur sóknaraðila um breytta gengisviðmiðun. Vísi sóknaraðilar því til stuðnings að þeir hafi ætíð mótmælt þeirri ákvörðun varnaraðila að miða gengisviðmið hlutagreiðslna í erlendum gjaldeyri við skráð sölugengi Seðlabanka Íslands 22. apríl 2009. Að öllu framangreindu virtu telji sóknaraðili að taka beri aðalkröfu hans til greina.

                Til vara byggi sóknaraðili á því að ákvarða skuli virði hlutagreiðslna í erlendum gjaldeyri miðað við skráð miðgengi Seðlabanka Íslands. Miðgengið sé miðgildi á skráðu kaupgengi og sölugengi. Sóknaraðili byggi á því að telja verði miðgengið sanngjarna niðurstöðu um hvaða gengisviðmið sé réttast fallist dómurinn ekki á að kaupgengið sé rétt viðmið. Notkun miðgengis sé sanngjörn niðurstaða með vísan til þess að aðstæður þær sem uppi séu í málinu varði ekki eiginleg kaup eða eiginlega sölu á erlendum gjaldeyri, en miðgengið segi til um ákveðið virði erlendra gjaldmiðla gagnvart íslenskri krónu sem beinist ekki beint að kaupum eða sölu.

                Að öðru leyti sé vísað til sömu raka og í aðalkröfu varðandi það við hvaða tímamark miða beri útgreiðslur, það er útgreiðsludag hlutagreiðslna, og varðandi leiðréttingu viðmiðunar vegna hlutagreiðslna sem nú þegar hafi farið fram.

                Verði aðal- og varakröfu sóknaraðila hafnað þá byggi sóknaraðili á því til þrautavara að ákvarða skuli virði hlutagreiðslna í erlendum gjaldeyri miðað við skráð sölugengi Seðlabanka Íslands. Byggist þessi málsástæða sóknaraðila á þeim grundvelli að umreikna verði allar hlutagreiðslur yfir í íslenskar krónur til að ákvarða virði hlutagreiðslna með nákvæmum hætti. Þessu til samræmis verði að ákvarða virði viðkomandi erlends gjaldmiðils á útgreiðsludegi með hliðsjón af því að varnaraðili selji hann í sjálfu sér (fræðilega séð) til kröfuhafa. Slík sala á gjaldeyri frá varnaraðila til sóknaraðila færi eftir skráðu sölugengi Seðlabanka Íslands. Að öðru leyti sé vísað til sömu raka og í aðalkröfu varðandi það við hvaða tímamark miða beri útgreiðslur, það er útgreiðsludag hlutagreiðslna, og varðandi leiðréttingu viðmiðunar vegna hlutagreiðslna sem nú þegar hafi farið fram.

                Um málskostnað kveðst sóknaraðili vísa til 129. gr., sbr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 178. gr. laga nr. 21/1991. Að auki sé vísað til laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt hvað varði kröfu sóknaraðila um að tekið verði tillit til þess við ákvörðun málskostnaðar að sóknaraðili sé ekki virðisaukaskattskyldur aðili samkvæmt íslenskum lögum.

                Við munnlegan málflutning mótmælti sóknaraðili að dómurinn væri bundinn við að skera aðeins úr um það hvort umdeild ákvörðun slitastjórnar varnaraðila væri ólögmæt eða ekki. Var meðal annars vísað til þess að leiða ætti ágreining að fullu til lykta í einu máli væri það hægt. Frekari röksemdum var teflt fram sem ekki þykir ástæða til að tíunda nánar hér.

IV

                Aðalkrafa sóknaraðila Financial Services Compensation Scheme Limited er sögð byggð á því að við útreikning á virði hinna umdeildu hlutagreiðslna sé lögfræðilega rangt að miða við opinbert sölugengi erlendra gjaldmiðla hjá Seðlabanka Íslands 22. apríl 2009.

                Samkvæmt 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti ofl. sé skiptastjóra skylt að umreikna kröfur á hendur þrotabúi í erlendum gjaldmiðlum til íslensks gjaldmiðils eftir skráðu sölugengi á þeim degi sem úrskurður hafi gengið um að búið væri tekið til gjaldþrotaskipta. Markmið þessa ákvæðis sé að gæta þess að grundvöllur kröfunnar sé alltaf sá sami fyrir alla kröfuhafa, og sjá þannig til þess að áhætta kröfuhafa sé háð sömu breytum, þ.e. gengi og virði íslensku krónunnar. Af þessu leiði að kröfuhafar með kröfur í erlendum gjaldmiðlum þurfi að bera áhættuna af gengisbreytingum og kröfuhafar með kröfur í íslenskum krónum þurfi að bera áhættuna af verðbólgu og gengi íslensku krónunnar.

                Þegar greiðslur úr þrotabúi, eða slitameðferð, séu framkvæmdar í öðrum gjaldmiðlum en íslenskum krónum vakni upp sú spurning við hvaða dagsetningu skuli miða gengi þeirra erlendu gjaldmiðla sem greitt sé með þegar reiknað sé hversu há greiðslan sé í íslenskum krónum, þ.e. hversu mikið kröfuhafinn eigi eftir af kröfu sinni þegar búið sé að greiða í erlendum gjaldmiðlum.

                Sóknaraðili telji og byggi á því að í ofangreindum tilvikum sé lögfræðilega rétt að miða við opinbert kaupgengi viðkomandi erlends gjaldmiðils hjá Seðlabanka Íslands á þeim degi, líkt og lýst sé í aðalkröfu sóknaraðila, sem greiðslan eigi sér raunverulega stað („útgreiðsludagur“), óháð því hvenær viðkomandi kröfuhafi móttaki fjármunina. Þannig væri tryggt að kröfur allra kröfuhafa þróist með sama hætti fram að þeim degi er hlutagreiðsla fari fram, óháð því í hvaða gjaldmiðli krafa hafi verið gerð við slitameðferðina.

                Enn fremur sé ljóst að verði miðað við sama dag og miðað hafi verið við þegar kröfur í erlendri mynt hafi verið umreiknaðar í kröfuskrá, eða 22. apríl 2009, muni það leiða til þess að ákvæði 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 yrði merkingarlaust með öllu þar sem áðurnefndur áhættuþáttur íslensku krónunnar gildi ekki fyrir kröfuhafa með kröfur í erlendum gjaldmiðli.

                Sóknaraðila sé ljóst að hvorki sé að finna ákvæði í gjaldþrotalögum nr. 21/1991 né í lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 sem mæli fyrir um hvaða dagsetningar skuli miða við þegar ákvarðað sé hvaða gengi beri að nota til að reikna út virði hlutagreiðslna í erlendum gjaldmiðlum og að sú dagsetning sem varnaraðili miði við geti talist rökræn og eðlileg – þó hana skorti lagagrundvöll – þegar litið sé til sérstakra kringumstæðna slitameðferðar varnaraðila, þar sem mikill meirihluti forgangskröfuhafa eigi kröfur í erlendum gjaldmiðlum. Þrátt fyrir framangreint telji sóknaraðili það lagalega rétt – í ljósi reglu 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 og þeirra raka sem sú regla grundvallist á – að miða við skráð kaupgengi erlendra gjaldmiðla á þeim degi sem viðkomandi hlutagreiðsla eigi sér stað.

                Í ljósi ofangreinds telji sóknaraðili að varnaraðila sé skylt að miða útreikninga sína við þann dag sem hlutagreiðslan eigi sér raunverulega stað, á grundvelli 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 og meginreglunnar um jafnræði kröfuhafa, sem fyrrnefnt ákvæði eigi að tryggja.

                Um það álitaefni hvaða gengi á útgreiðsludegi beri að miða við byggi sóknaraðili aðalkröfu sína á því að miða beri við opinbert kaupgengi Seðlabanka Íslands á útgreiðsludegi. Kaupgengið sé hið rétta gengi sé litið til þess að það væri gengið sem slitastjórnin fengi íslenskar krónur á ef hún hygðist skipta þeim erlenda gjaldeyri sem hún ætti yfir í íslenskar krónur til að greiða í hlutagreiðslu, sem og það gengi sem kröfuhafar myndu fá íslenskar krónur á ef þeir hygðust skipta þeim erlenda gjaldeyri sem þeir hafi fengið í hlutagreiðslu í íslenskum krónum. Ástæðan fyrir því að sóknaraðili telji að nota beri opinbert gengi Seðlabanka Íslands sé að þar sé eina opinberlega birta og skráða gengi gjaldmiðla á Íslandi sem allir kröfuhafar – hvort sem þeir eigi kröfur í íslenskum krónum eða erlendum gjaldmiðlum – verði að lúta og sætta sig við. Sóknaraðili mótmæli þar með og hafni öllum kröfum um að miðað verði við annað gengi en það gengi sem birt sé opinberlega af Seðlabanka Íslands.

                Verði ekki fallist á aðalkröfu sóknaraðila um að nota beri opinbert kaupgengi Seðlabanka Íslands, krefjist sóknaraðili þess að opinbert miðgengi Seðlabanka Íslands verði notað. Miðgengi taki ekki tillit til þess hvort verið sé að kaupa eða selja erlenda gjaldmiðla og sé hlutlaust hvað það varði. Þannig skipti ekki máli hvort viðkomandi kröfuhafar sem fengið hafi erlendan gjaldeyri hyggist skipta honum yfir í aðrar myntir eða halda þeim myntum sem þeir hafi fengið og sé notkun miðgengisins því eðlileg hvað þetta varði.

                Að framangreindum kröfum frágengnum krefst sóknaraðili þess til þrautavara að notast verði við opinbert sölugengi Seðlabanka Íslands. Þannig byggi sóknaraðili á því að beiting sölugengis sé, að frágengnu því gengi sem krafist sé í aðal- og varakröfu sóknaraðila, eini eftirstandandi möguleikinn hvað varði opinberar gengisviðmiðanir Seðlabanka Íslands í þeim útreikningum sem fjallað hafi verið um að framan. Þannig geti engir aðrir möguleikar komið til skoðunar.

                Sóknaraðili kveðst mótmæla og hafna öllum kröfum og málsástæðum, sem kunni að vera settar fram undir meðferð þessa máls, um beitingu annarrar gengisviðmiðunar en þeirrar sem Seðlabanki Íslands birti opinberlega.

                Sóknaraðili kveðst byggja málatilbúnað sinn á 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og almennum meginreglum gjaldþrotaréttar. Krafa sóknaraðila um málskostnað byggi á 128. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

                Við munnlegan málflutning mótmælti sóknaraðili að dómurinn væri bundinn við að skera aðeins úr um það hvort umdeild ákvörðun slitastjórnar varnaraðila væri ólögmæt eða ekki. Var meðal annars vísað til þess að leiða ætti ágreining að fullu til lykta í einu máli væri það hægt. Frekari röksemdum var teflt fram sem ekki þykir ástæða til að tíunda nánar hér.

V

                Kröfugerð sóknaraðilans íslenska ríkisins er rökstudd með þeim hætti að hann telji úthlutunaraðferð varnaraðila ólögmæta. Úthlutunaraðferðin felist í því að reikna virði hlutagreiðslna upp í forgangskröfur sem inntar séu af hendi í erlendum gjaldmiðlum til íslenskrar krónu, eftir sömu gengisviðmiðum og kröfur á hendur bankanum séu umreiknaðar samkvæmt 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.

                Ekki sé fjallað um það í lögum nr. 21/1991 hvernig úthlutun eigi að fara fram í öðru en íslenskum krónum eða hvort slíkt sé almennt heimilt. Af 6. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki megi þó ráða að gert sé ráð fyrir að þessi möguleiki sé fyrir hendi þegar kröfuhöfum verði greitt út við slit fjármálafyrirtækja.

                Samkvæmt 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. skulu kröfur á hendur varnaraðila í erlendum gjaldmiðli færðar til íslensks gjaldmiðils eftir skráðu sölugengi á þeim degi sem úrskurður gekk um að búið væri tekið til gjaldþrotaskipta að því leyti sem þeim verði ekki fullnægt skv. 109. – 111. gr. Þetta ákvæði eigi við um slitameðferð varnaraðila sbr. 1. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002. Í samræmi við 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 hafi kröfum á hendur varnaraðila í erlendum gjaldmiðlum verið umbreytt í íslenskar krónur miðað við sölugengi Seðlabanka Íslands þann 22. apríl 2009. Eftir það eigi að meðhöndla þessar kröfur sem kröfur í íslenskum krónum og sé því búið að festa stöðu þeirra krafna sem gerðar séu við slitameðferðina.

                Tilgangur 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 sé að tryggja jafnræði lánardrottna, enda verði þá þeir lánardrottnar, sem fari með kröfur í erlendum gjaldmiðli, eins settir varðandi rétt til gengismunar og vaxta af kröfum sínum og lánardrottnar, sem fari með kröfur í íslenskum krónum, varðandi rétt til verðbóta og vaxta, sbr. nánar 1. tölul. 114. gr. laganna, eins og fram komi í athugasemdum sem fylgt hafi frumvarpi til þeirra.

                Sóknaraðili álíti að þrátt fyrir að varnaraðili kjósi að greiða kröfuhöfum með því að afhenda þeim erlendar myntir þá beri eftir sem áður að miða við að verið sé að greiða kröfu í íslenskum krónum og því fari greiðsla í eðli sínu fram með sama hætti og greitt hefði verið í íslenskum krónum. Þar sem varnaraðili kjósi að afhenda önnur verðmæti en íslenskar krónur þá verði að verðmeta hin afhentu verðmæti þegar greiðslan fari fram.

                Á meðan á slitameðferð fjármálafyrirtækis standi njóti fyrirtækið hæfis til að eiga og öðlast réttindi og hæfi til þess að bera og baka sér skyldur sbr. 3. mgr. 72. gr. laga nr. 21/1991. Samkvæmt 73. gr. laganna eignist þrotabúið þau fjárhagslegu réttindi sem ella hefðu fallið til þrotamannsins. Þrátt fyrir að búið sé að festa stöðu krafna á hendur varnaraðila þá geti verðgildi eigna hans áfram sveiflast til eftir markaðsaðstæðum hverju sinni. Verðgildi þess fjár sem varnaraðili hafi átt í erlendum myntum við upphaf slitameðferðar og hafi eignast síðar taki breytingum frá degi til dags eftir markaðsaðstæðum hverju sinni. Að mati sóknaraðila sé það ekki fyrr en þetta fé eða eignir sé afhent öðrum, annað hvort með því að það sé selt í skiptum fyrir íslenskar krónur eða afhent kröfuhöfum sem greiðsla, sem unnt sé að meta endanlegt verðmæti þessa fjár fyrir varnaraðila. Síðan sé það ekki fyrr en varnaraðili greiði þessi verðmæti eða andvirði þeirra út til kröfuhafa sinna sem ljóst sé hvernig þau nýtist til að mæta kröfum kröfuhafa enda beri varnaraðili skyldur, réttindi og aðra áhættu af rekstri sínum þar til skiptum sé lokið sbr. fyrrgreind lagaákvæði. Ef varnaraðili kjósi að afhenda kröfuhöfum erlendar myntir sem greiðslur upp í kröfur þeirra þá telji sóknaraðili það leiða af almennum reglum gjaldþrotaskiptaréttar að tímamark afhendingar sé það tímamark sem verðgildi greiðslunnar sé metið. Ef notað sé margra ára gamalt verðmat á hinni afhentu greiðslu sé augljóst að greiðslan veiti kröfuhafanum ekki réttar efndir í samræmi við kröfu hans. Þá sé ennfremur hin afhenta eign ekki meðhöndluð með þeim hætti að varnaraðili hafi borið réttindi og skyldur sem fylgt hafi eigninni sem afhent sé kröfuhöfum heldur hafi þeir forgangskröfuhafar sem fái greitt miðað við gengi 22. apríl 2009 í raun haft réttindi og borið skyldur sem leiði af gengisbreytingum frá þeim tíma. Kröfuhafarnir sem allir eigi kröfu í íslenskum krónum samkvæmt 3. mgr. 99. gr. fái þá ýmist ofgreiðslu eða vangreiðslu eftir því hvernig verðgildi hinna erlendu mynta hafi þróast frá 22. apríl 2009.

                Eftir að kröfum hafi verið lýst og þær færðar til íslenskra króna samkvæmt framangreindu telji sóknaraðili það leiða af almennum reglum gjaldþrotaskiptaréttar að allir kröfuhafar eigi að njóta jafnræðis þannig að þeir njóti sameiginlega þess hagnaðar eða beri sameiginlega það tap sem verði af breytingum á verðmæti eigna á þeim tíma sem slitameðferðin standi yfir. Með þeirri aðferð sem slitastjórn varnaraðila hafi viðhaft séu engin tengsl á milli þess virðis sem endanlega fáist eða geti fengist fyrir verðmætin og því viðmiði sem notað sé við úthlutunina. Með sömu aðferð og slitastjórn varnaraðila hafi viðhaft mætti halda því fram að við úthlutun til forgangskröfuhafa ætti að miða við mat á stöðu verðmæta þrotabúsins á einhverjum tilteknum degi í fortíðinni án tillits til þess hvað fengist fyrir þessi verðmæti síðar.

                Úthlutunaraðferð slitastjórnar varnaraðila feli það í sér að kröfuhafar sem hafi átt kröfur í erlendum gjaldmiðlum haldi þessum kröfum að stórum hluta áfram í erlendum gjaldmiðlum, nánar tiltekið þeim myntkörfum sem slitastjórn varnaraðila hafi eða muni úthluta með, þar sem við úthlutunina sé miðað við sama gengi og notað hafi verið þegar þessum kröfum hafi verið umbreytt yfir í íslenskar krónur. Það megi því segja að aðferð slitastjórnar leiði í reynd til þess að í stað þess að kröfur hafi breyst þann 22. apríl 2009 í íslenskar krónur eins og lögin geri ráð fyrir þá hafi þær breyst úr tiltekinni mynt í þær myntkörfur sem slitastjórn síðar úthluti í. Sóknaraðili telji að með því að miða greiðslur í erlendum gjaldmiðlum við sama gengi og sölugengi Seðlabanka Íslands þann 22. apríl 2009 sé í reynd verið að virða ákvæði 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 að vettugi þar sem aðferðin leiði af sér að kröfurnar séu alls ekki meðhöndlaðar sem kröfur í íslenskum krónum.

                Sóknaraðili telji að engin lagaheimild standi til þess að miða verðmæti hlutagreiðslna við stöðu gjaldmiðla þann 22. apríl 2009 eða upphafsdag slitameðferðar. Sem dæmi um hversu fráleitt það sé að miða úthlutun við gengi gjaldmiðla á fyrrgreindum degi vilji sóknaraðili benda á að 22. apríl 2009 hafi varnaraðili ekki eignast stærstan hluta þess gjaldeyris sem úthlutað sé til forgangskröfuhafa heldur hafi hann komið til síðar vegna sölu eigna og hafi verðmæti þessa gjaldeyris fyrir varnaraðila ekki miðast við gengi gjaldmiðla fyrrgreindan dag.

                Sóknaraðili telji að framangreind afstaða sín um að miða eigi við sölugengi á úthlutunardegi fái stoð í almennum reglum kröfuréttar. Þessar almennu reglur birtist t.d. í 41. gr. víxillaga nr. 93/1933 og 36. gr. tékkalaga nr. 94/1933 þar sem komi fram að þegar inna eigi af hendi greiðslu í mynt samkvæmt víxli eða tékka sem ekki sé gjaldgeng á greiðslustaðnum megi greiða í þeirri mynt sem sé gjaldgeng á greiðslustaðnum eftir gengi hennar á greiðsludegi. Í þessu sambandi bendi sóknaraðili á að slitameðferð varnaraðila fari fram samkvæmt íslenskum lögum, kröfur séu allar færðar yfir í íslenskar krónur og skiptin fari því fram í íslenskum krónum. Úthlutun við skipti varnaraðila fari því einnig fram í íslenskum krónum þótt slitastjórn varnaraðila kjósi að afhenda kröfuhöfum erlendar myntir sem greiðslu. Samkvæmt framangreindum meginreglum verði því við greiðslur í erlendum myntum að miða við gengi þeirra gjaldmiðla á greiðsludegi.

                Krafa sóknaraðila, um viðurkenningu á að úthlutunaraðferð varnaraðila sé ólögmæt, byggist á því að engin lagaleg rök séu fyrir þeirri úthlutunaraðferð sem slitastjórn hafi beitt, heldur þvert á móti sé með henni brotið gegn almennum reglum um úthlutun við slitameðferð, jafnræði kröfuhafa við slitameðferð og hún sé í grundvallaratriðum í ósamræmi við eðlilega meðferð fjármuna fjármálafyrirtækis í slitameðferð.

                Sóknaraðili krefjist þess að viðurkennt verði að við útreikning á virði hlutagreiðslna sem inntar séu af hendi í erlendum gjaldmiðlum verði greiðslur í einstökum gjaldmiðlum umreiknaðar yfir í íslenskar krónur miðað við sölugengi þann dag sem þær séu greiddar út.

                Krafa sóknaraðila, um að virði greiðslna til forgangskröfuhafa í erlendum gjaldmiðlum miðist við gengi gjaldmiðla á úthlutunardegi byggi á meginreglum kröfuréttar og gjaldþrotaskiptaréttar um að við afhendingu á verðmætum til kröfuhafa við skipti beri að miða við verðmætið á þeim tíma sem það sé afhent. Ennfremur sé byggt á sjónarmiðum um jafnræði kröfuhafa og almennum reglum um meðferð krafna og fjármuna fjármálafyrirtækis í slitameðferð. Um nánari grein fyrir einstökum málsástæðum vísist í þær málsástæður sem raktar séu hér fyrr.

                Í kröfu sóknaraðila felist að greiðslur í erlendum gjaldmiðlum verði umreiknaðar yfir til íslenskra króna miðað við sölugengi Seðlabanka Íslands á greiðsludegi. Sóknaraðili telji að í ljósi þess að varnaraðili sé íslenskur aðili og um skipti hans fari samkvæmt íslenskum lögum þá beri að miða við það sölugengi sem Seðlabanki Íslands ákveði. Sóknaraðili byggi þetta m.a. á 18. og 19. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Samkvæmt 19. gr. laganna skuli Seðlabanki Íslands skrá gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum og það gengi skuli notað til viðmiðunar í opinberum samningum, dómsmálum og öðrum samningum milli aðila þegar önnur gengisviðmiðun sé ekki sérstaklega tiltekin.

                Sóknaraðili telji eðlilegt að miðað sé við sölugengi við úthlutun þar sem ef greitt hefði verið út í íslenskum krónum þá hefði varnaraðili þurft að selja eignir sínar sem bundnar séu í erlendum gjaldeyri og þeir fjármunir sem þannig hefðu orðið til hefðu komið til úthlutunar.

                Að öðru leyti vísi sóknaraðili til fyrri röksemda um ólögmæti aðferðar varnaraðila fyrir kröfu sinni um að úthluta eigi miðað við þann dag sem verðmætin eru afhent.

                Til stuðnings kröfum sínum þá vísi sóknaraðili til laga nr. 21/1991, einkum 3. mgr. 99. gr. laganna. Um slitameðferð varnaraðila vísist til laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki með síðari breytingum. Þá byggi sóknaraðili ennfremur á almennum reglum kröfuréttar og meginreglum skiptaréttar um úthlutun. Krafa um hvaða gengi skuli nota til viðmiðunar útgreiðslum styðjist við 18. og 19. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Krafa um málskostnað byggist á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 178. gr. laga nr. 21/1991.

                Við munnlegan málflutning mótmælti sóknaraðili að dómurinn væri bundinn við að skera aðeins úr um það hvort umdeild ákvörðun slitastjórnar varnaraðila væri ólögmæt eða ekki. Var meðal annars vísað til þess að leiða ætti ágreining að fullu til lykta í einu máli væri það hægt. Frekari röksemdum var teflt fram sem ekki þykir ástæða til að tíunda nánar hér.

VI

                Aðalkrafa, varakrafa og þrautavarakrafa sóknaraðilanna Gemeente Asten o.fl. eru rökstuddar með sama hætti í greinargerð þeirra og kröfur sóknaraðilans Financial Services Compensation Scheme Limited. Þykir óþarfi að endurtaka þá lýsingu málsástæðna og vísast um hana til kafla IV hér að framan.

                Sóknaraðilar byggja og á, að frágengnum framagreindum kröfum, að hin umdeilda ákvörðun varnaraðila verði staðfest á sömu forsendum og varnaraðili hafi byggt hana. Sóknaraðilar setji fram þessa varakröfu á grundvelli þess sjónarmiðs að ef dómurinn samþykki ekki aðalkröfu og fyrstu- og aðra varakröfu sóknaraðila, þá skuli engar aðrar kröfur sem kunni að koma fram undir rekstri þessa máls verða teknar til greina, aðrar en kröfur um staðfestingu á hinni umdeildu ákvörðun.

                Sóknaraðilar byggi málatilbúnað sinn á 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og almennum meginreglum gjaldþrotaréttar. Krafa sóknaraðila um málskostnað byggi á 128. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

                Við munnlegan málflutning mótmæltu sóknaraðilar að dómurinn væri bundinn við að skera aðeins úr um það hvort umdeild ákvörðun slitastjórnar varnaraðila væri ólögmæt eða ekki. Var meðal annars vísað til þess að leiða ætti ágreining að fullu til lykta í einu máli væri það hægt. Frekari röksemdum var teflt fram sem ekki þykir ástæða til að tíunda nánar hér.

VII

                Sóknaraðilarnir Aylesbury Vale District Council o.fl. byggja kröfur sínar aðallega á því að rétt og eðlilegt gengisviðmið sé skráð kaupgengi Seðlabanka Íslands á erlendum gjaldmiðlum á útgreiðsludegi, þ.e. á þeim degi sem hlutagreiðsla hverju sinni sé innt af hendi af hálfu varnaraðila.

                Í raun sé það svo að hvorki lög nr. 21/1991 né lög nr. 161/2002 hafi að geyma ákvæði sem mæli fyrir um hvaða gengisviðmið skuli nota þegar úthlutun upp í kröfur fari fram í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum, en ákvæði 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 megi hafa til hliðsjónar að einhverju leyti.

                Upphaf slitameðferðar varnaraðila miðist við 22. apríl 2009. Sú ákvörðun varnaraðila að miða gengisviðmið hlutagreiðslna við skráð sölugengi Seðlabanka Íslands 22. apríl 2009 valdi því að áhrif þess á kröfur í erlendum gjaldmiðli sem þegar hafi verið umbreytt í íslenskar krónur með vísan til ófrávíkjanlegrar reglu 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991, verði sem líkust því að umbreyting hafi aldrei átt sér stað (sbr. þó gengisbreytingar á milli mismunandi gjaldmiðla). Sóknaraðilar telji að slík niðurstaða fái ekki samrýmst fyrrgreindu lagaákvæði.

                Rökin að baki ákvæði 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 lúti aðallega að jafnfræði kröfuhafa en samkvæmt ákvæðinu ættu þeir kröfuhafar sem fari með kröfur í erlendum gjaldmiðli að vera eins settir varðandi rétt til gengismunar og vaxta af kröfum sínum og þeir kröfuhafar sem fari með kröfur í íslenskum krónum ættu að vera í varðandi rétt til verðbóta og vaxta.

                Túlkun ákvæðisins leiði af sér að við úthlutun ætti ekki að vera tekið tillit til lækkunar eða hækkunar á gengi erlends gjaldmiðils eftir að dómsúrskurður hafi gengið um að fyrirtækið skuli tekið til slita. Rétt eins og ekki sé tekið tillit til verðbólgu þegar upprunamyntin sé íslenskar krónur.

                Kröfur sem upphaflega hafi verið lýst í erlendum gjaldeyri séu eftir umbreytingu í íslenskar krónur ekkert annað en kröfur um íslenskar krónur en ekki kröfur um þann gjaldmiðil sem upphaflega hafi verið gerð krafa um. Með vísan til þess sem áður greini, beri allir kröfuhafar sem standi í skuldaröð eftir 112. og 113. gr. laga nr. 21/1991 sömu áhættu eftir umbreytingu krafna í íslenskar krónur hvað varði gengisbreytingu og verðbólgu. Af hálfu þessara kröfuhafa verði kröfur um gengismun og verðbætur ekki gerðar nema á grundvelli 114. gr. laga nr. 21/1991, þ.e. sem eftirstæðar kröfur. 

                Ákvæði 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 sé sem fyrr segi ófrávíkjanlegt og sé varnaraðila skylt að beita því. Í samræmi við það hafi varnaraðili umbreytt kröfum á kröfuskrá sem séu í skuldaröð eftir 112. og 113. gr. laganna í íslenskar krónur. Sóknaraðilar telji að notkun sama gengisviðmiðs við ákvörðun á virði hlutagreiðslna í erlendum gjaldmiðli sé ólögmæt enda sé með því farið fram hjá fyrrgreindu ákvæði 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991, en sú aðferðarfræði hafi þau áhrif að upphafleg umbreyting sé tekin úr sambandi.

                Sóknaraðilar telji að nálgun varnaraðila feli í sér samskonar áhrif og ef íslenskar kröfur væru verðtryggðar. Lög um gjaldþrotaskipti geri ekki ráð fyrir verðtryggingu íslenskra krafna eftir að úrskurður hafi verið kveðinn upp um gjaldþrotaskipti eða að fyrirtæki hafi verið tekið til slita, en slíkt þekkist heldur ekki í almennri framkvæmd. Af þeim sökum sé notkun sama gengisviðmiðs með þessum hætti gagnrýniverð enda setji það kröfuhafa ekki í sömu stöðu líkt og þeir ættu að vera skv. 114. gr. laga nr. 21/1991.

                Þá bendi sóknaraðilar á að með 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 hafi verið gerð breyting á samskonar reglu eldri laga, þ.e. 3. mgr. 31. gr. laga nr. 6/1978 hvað tímamörk umreiknings krafna í erlendum gjaldmiðli varði. Regla eldri laga hafi gert ráð fyrir að umreikningur krafna færi fram við það tímamark er kröfuhafi hafi fengið vitneskju um að hann gæti fengið greiðsluna. Þannig hafi erlendir kröfuhafar staðið betur að vígi en þeir íslensku þar sem þeir hafi í meginatriðum verið tryggðir fyrir verðbólgu innanlands. Með þeirri aðferð varnaraðila að nota sama gengisviðmið við fastsetningu krafna í erlendum gjaldmiðli og við ákvörðun á virði hlutagreiðslna felist í raun sama niðurstaða og ef regla eldri laga væri enn í gildi, en það sé alveg skýrt að reglunni hafi átt að breyta með lögum nr. 21/1991. Að mati sóknaraðila gangi sú niðurstaða ekki upp.

                Sóknaraðilar byggi á því að það sé kröfuhafinn sem eigi að bera áhættuna af gengisbreytingum fram að úthlutun en það sé í samræmi við tilgang núgildandi 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991. Það sé því beinlínis rangt að nota sama gengisviðmið við ákvörðun á virði hlutagreiðslna og við umbreytingu krafna í erlendum gjaldmiðli í upphafi, þ.e. með fastsetningu þeirra yfir í íslenskar krónur, enda sé þar með verið að þurrka út áhættu vegna gengisbreytinga.

                Sóknaraðilar bendi á að ákvæði 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 sé sama efnis og reglur danskrar löggjafar um sama efni. Samkvæmt dönskum rétti geti kröfuhafi ekki krafist bóta fyrir það tjón sem hann verði fyrir vegna gengisbreytinga sem eigi sér stað frá því að úrskurður um gjaldþrotaskipti sé kveðinn upp og þar til úthlutun fari fram. Kröfuhafi samkvæmt dönskum rétti beri þannig áhættu af gengisbreytingum sem verði á þessu tímabili líkt og sé tilgangur ákvæðis 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991. Að mati sóknaraðila renni þetta enn fremur stoðum undir það að ákvörðun um gengisviðmið við útgreiðslu hlutagreiðslna í erlendum gjaldmiðli geti ekki verið valkvæð heldur hljóti ákvörðun í þessum efnum að lúta meginreglum laga um gjaldþrotaskipti og markmiði einstakra ákvæða þeirrar löggjafar eins og við eigi hverju sinni.

                Samkvæmt 19. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands skuli gengi krónunnar sem Seðlabanki Íslands skrái gagnvart helstu gjaldmiðlum notað í opinberum samningum, dómsmálum og öðrum samningum milli aðila þegar önnur gengisviðmiðun sé ekki sérstaklega tiltekin. Við ákvörðun þess hvaða opinbera gengisviðmið Seðlabanka Íslands sé viðeigandi í fyrirliggjandi máli, af þeim sem komi til skoðunar, þ.e. kaupgengi, miðgengi eða sölugengi, byggi sóknaraðilar á því að eðlilegast sé að skráðu kaupgengi Seðlabanka Ísland verði beitt. Þessi málsástæða sóknaraðila byggi á alþekktum fjárhags- og hagfræðilegum staðreyndum sem skráning gengisviðmiða hvaðanæva í heiminum grundvallist á.

                Í flestum tilvikum myndu hlutagreiðslur af hálfu íslensks þrotabús vera inntar af hendi í íslenskum krónum. Varnaraðili hafi hins vegar hingað til innt af hendi hlutagreiðslur í nokkrum gjaldmiðlum, þ. á m. íslenskum krónum, með vísan til heimildar þar um í 6. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 í ljósi þess að flestar eignir varnaraðila séu í erlendum gjaldeyri. Varnaraðili sé ekki skyldugur til að greiða út hlutagreiðslur í öðrum gjaldmiðlum en íslensku krónunni en hafi aftur á móti heimild til þess. Hverja hlutagreiðslu sem innt sé af hendi í erlendum gjaldeyri verði þó að umreikna í íslenskar krónur í því tilliti að viðhalda jafnræði milli kröfuhafa. Hafa megi framangreint til hliðsjónar í fyrirliggjandi máli við ákvörðun á því hvað sé rétt gengisviðmið.

                Ef varnaraðili ákvæði að greiða út hlutagreiðslur einungis í íslenskum krónum yrði skráð kaupgengi notað til að ákvarða fjárhæð íslenskra króna sem varnaraðili mundi fá í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri sem varnaraðili hygðist selja banka. Þetta sé almenn staðreynd. Taka megi sem dæmi venjubundna hugtakanotkun í ímynduðum gjaldeyrisviðskiptum tveggja aðila undir venjulegum kringumstæðum.

                Þegar aðili teljist vera að kaupa EUR/ISK, þá sé sá aðili í raun að kaupa evrur en á sama tíma selji hann íslenskar krónur; þegar aðili hins vegar teljist vera að selja EUR/ISK þá sé sá aðili í raun að selja evrur og kaupa íslenskar krónur. Fyrri gjaldmiðillinn í framangreindri gjaldmiðlajöfnu (e. currency pair) nefnist grunngjaldmiðill (e. base currency) en vísað sé til annars gjaldmiðilsins sem viðmiðsgjaldmiðils eða gagngjaldmiðils (e. the quote or counter currency). Þegar gjaldmiðlajafna sé seld þá eigi viðeigandi gengisviðmið að sýna hversu margar einingar af viðmiðsgjaldmiðli aðili muni fá þegar hann selji eina einingu af grunngjaldmiðli. Kaupgengi (e. buying rate or bid rate) sé það gengi sem aðilinn fái þegar hann selji gjaldeyri til markaðarins, t.d. þegar hann selji til banka. Þegar grunngjaldmiðill sé seldur þá teljist kaupgengið rétt viðmiðunargengi.

                Með hliðsjón af þessu virðist skráð kaupgengi Seðlabanka Íslands það viðmiðunargengi sem sé hvað réttast og mest viðeigandi að nota við ákvörðun á virði hlutagreiðslna í ljósi þess að varnaraðili eigi, líkt og í dæminu að ofan, erlendan gjaldeyri (e. base currency) sem þurfi að umreikna og virða yfir í íslenskar krónur.

                Sóknaraðilar telji einnig, verði krafa um breytta gengisviðmiðun tekin til greina, að gera verði varnaraðila að leiðrétta þær greiðslur sem þegar hafi farið fram til samræmis við kröfur sóknaraðila um breytta gengisviðmiðun. Vísi sóknaraðilar því til stuðnings til þess að þeir hafi ætíð mótmælt þeirri ákvörðun varnaraðila að miða gengisviðmið hlutagreiðslna í erlendum gjaldeyri við skráð sölugengi Seðlabanka Íslands 22. apríl 2009. Að öllu framangreindu virtu telji sóknaraðilar að taka beri aðalkröfur þeirra til greina.

                Verði aðalkrafa sóknaraðila ekki tekin til greina þá byggi sóknaraðilar á því til vara að ákvarða eigi virði hlutagreiðslna í erlendum gjaldeyri miðað við skráð miðgengi Seðlabanka Íslands. Miðgengið sé miðgildi á skráðu kaupgengi og sölugengi. Sóknaraðilar byggi á því að telja verði miðgengið sanngjarna niðurstöðu um hvaða gengisviðmið sé réttast fallist dómurinn ekki á að kaupgengið sé rétt viðmið. Notkun miðgengis sé sanngjörn niðurstaða með vísan til þess að aðstæður þær sem uppi séu í málinu varði ekki eiginleg kaup eða eiginlega sölu á erlendum gjaldeyri, en miðgildið segi til um ákveðið virði sem beinist ekki beint að kaupum eða sölu. Að öðru leyti sé vísað til sömu raka og í aðalkröfu varðandi það við hvaða tímamark miða beri útgreiðslur, það er útgreiðsludag hlutagreiðslna, og varðandi leiðréttingu viðmiðunar vegna hlutagreiðslna sem nú þegar hafi farið fram.

                Verði aðal- og varakröfu sóknaraðila hafnað þá byggi sóknaraðili á því til þrautavara að ákvarða ætti virði hlutagreiðslna í erlendum gjaldeyri miðað við skráð sölugengi Seðlabanka Íslands. Byggist þessi málsástæða sóknaraðila á þeim grundvelli að umreikna verði allar hlutagreiðslur yfir í íslenskar krónur til að ákvarða virði hlutagreiðslna með nákvæmum hætti. Þessu til samræmis verði að ákvarða virði viðkomandi erlends gjaldmiðils á útgreiðsludegi með hliðsjón af því að varnaraðili selji hann í sjálfu sér (fræðilega séð) til að fá íslenskar krónur. Að öðru leyti sé vísað til sömu raka og í aðalkröfu varðandi það við hvaða tímamark miða beri útgreiðslur, það er útgreiðsludag hlutagreiðslna, og varðandi leiðréttingu viðmiðunar vegna hlutagreiðslna sem nú þegar hafi farið fram.

                Sóknaraðilar telji að ekkert annað gengisviðmið geti komið til greina en gengisviðmið Seðlabanka Íslands, enda sé það eina opinbera gengið sem miðað sé við á Íslandi. Þar af leiðandi og með vísan til 19. gr. laga nr. 36/2001, verði öllum kröfum sóknaraðila hafnað, telji sóknaraðilar þann einan valkost mögulegan að kröfur varnaraðila verði teknar til greina. Mögulegar kröfur um önnur gengisviðmið geti ekki komið til skoðunar.

                Um málskostnað vísi sóknaraðilar til 129. gr., sbr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 178. gr. laga nr. 21/1991. Að auki sé vísað til laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt hvað varði kröfu sóknaraðila um að tekið verði tillit til þess við ákvörðun málskostnaðar að sóknaraðilar séu ekki virðisaukaskattskyldir aðilar samkvæmt íslenskum lögum.

                Við munnlegan málflutning mótmæltu sóknaraðilar að dómurinn væri bundinn við að skera aðeins úr um það hvort umdeild ákvörðun slitastjórnar varnaraðila væri ólögmæt eða ekki. Var meðal annars vísað til þess að leiða ætti ágreining að fullu til lykta í einu máli væri það hægt. Frekari röksemdum var teflt fram sem ekki þykir ástæða til að tíunda nánar hér.

VIII

                Sóknaraðilarnir Conseq Invest plc. o.fl. vísa til þess í greinargerð sinni að þeir telji að ekki sé rétt af hálfu slitastjórnar að vísa máli þessu til dómsins á grundvelli 1. mgr. 171. gr. laga nr. 21/1991. Telja þeir málsmeðferðina ekki háða vilja eða valkvæðri heimild slitastjórnar, en að ákvæði 3. mgr. 128. gr. laganna eigi við í málinu, enda sé um að ræða mótmæli kröfuhafa gegn ákvörðunum sem kynntar hafi verið á kröfuhafafundum. Ákvæði 128. gr. mæli fyrir um skyldu slitastjórnar til þess að vísa ágreiningi til dóms, sé hann ekki jafnaður.

                Í greinargerð þessara sóknaraðila kemur og fram að ákvæði laga nr. 21/1991 mæli fyrir um að lýstar kröfur við slitameðferðir fjármálafyrirtækja verði færðar yfir í íslenskar krónur. Aftur á móti mæli ekkert lagaákvæði fyrir um skyldu til þess að útgreiðslur upp í slíkar kröfur skuli vera í íslenskum krónum. Það liggi raunar fyrir að útgreiðslur til kröfuhafa geti verið í erlendum gjaldmiðlum.

                Ólíkt því sem gildi um umbreytingu krafna yfir í íslenskar krónur, en um það gildir 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991, sé ekki að finna ákvæði í settum lögum um það hvernig reikna beri verðmæti útgreiðslna í erlendum gjaldmiðlum gagnvart kröfum í íslenskum krónum. Þar af leiðandi beri slitastjórn að líta til almennra meginreglna og grunnreglna að baki lögum nr. 21/1991 er hún meti virði útgreiðslna í erlendum myntum.

                Líkt og fram hafi komið hafi slitastjórn varnaraðila ákveðið að beita skráðu sölugengi Seðlabanka Íslands 22. apríl 2009 við umreikning á þeim erlendu gjaldmiðlum sem greiddir hafi verið í þeim þremur hlutagreiðslum sem framkvæmdar hafa verið. Sóknaraðilar byggi á því að engin heimild standi til þess að beita þessu gengi við umreikning á hlutagreiðslum í erlendum myntum og ennfremur að þessi aðferð sé í andstöðu við þær meginreglur sem gildi við slitameðferð varnaraðila. Sóknaraðilar telji að slitastjórn varnaraðila hefði átt að beita raunverulegu markaðsgengi miðað við hvern útgreiðsludag. Í öllum tilvikum byggi sóknaraðilar á því að slitastjórn sé að sjálfsögðu skylt að beita hinni réttu gengisviðmiðun bæði varðandi þær hlutagreiðslur í erlendum gjaldmiðlum sem framkvæmdar hafi verið nú þegar og varðandi allar framtíðarútgreiðslur í erlendum gjaldmiðlum.

                Um umreikning krafna yfir í íslenskar krónur gildi skýrar reglur hvað varði gengisviðmiðun. Engin sambærileg regla gildi um það hvernig slitastjórn skuli reikna virði hlutagreiðslna í erlendum gjaldmiðli gagnvart kröfum við slitameðferðina sem hafi verið færðar yfir í íslenskar krónur. Slitastjórn hafi sem fyrr segi beitt skráðu sölugengi Seðlabanka Íslands hinn 22. apríl 2009 við mat á virði hlutagreiðslnanna en hafi ekki vísað til neinnar lagaheimildar þar að lútandi. Sóknaraðilar telji að engin slík lagaheimild sé fyrir hendi. Því telji sóknaraðilar að ákvörðun slitastjórnar, um að beita skráðu sölugengi Seðlabanka Íslands 22. apríl 2009 við umreikning á verðmæti hlutagreiðslnanna sem inntar hafi verið af hendi svo og beiting þessarar gengisviðmiðunar varðandi framtíðarútgreiðslur, sé án lagaheimildar og því ólögmæt og því verði að fella hana úr gildi.

                Sóknaraðilar byggi á því að gengisviðmiðun við mat á virði hlutagreiðslna í erlendum gjaldmiðlum verði að miðast við það gengi sem endurspegli raunverulegt markaðsvirði umræddra hlutagreiðslna í erlendum gjaldmiðlum. Þá byggi sóknaraðilar á því í fyrsta lagi að gengisviðmiðunin verði að miða við gengi á þeim degi sem hver hlutagreiðsla eigi sér stað, þ.e. á útgreiðsludegi og í öðru lagi að það gengi íslensku krónunnar sem endurspegli best raunverulegt markaðsvirði hlutagreiðslna í erlendum gjaldmiðlum sé það gengi sem notað sé í gjaldeyrisuppboðum Seðlabanka Íslands og nefnt verði til einföldunar uppboðsgengi Seðlabankans. Eins og fram hafi komið þá leiði af 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 að allar kröfur við slitameðferð varnaraðila (og við aðrar slita- og gjaldþrotaskiptameðferðir hér á landi) séu færðar yfir í íslenskar krónur á tilteknum degi. Í tilviki varnaraðila sé sá dagur 22. apríl 2009. Tilgangur þessa umreiknings í íslenskar krónur sé að tryggja að allir kröfuhafar hljóti sömu meðferð óháð því í hvaða gjaldmiðli hin upphaflega krafa hafi verið. Ákvæði 3. mgr. 99. gr. leiði því til þess að farið sé með alla kröfuhafa (að undanskildum þeim sem eigi kröfur skv. 109. – 111. gr. laganna) sem handhafa krafna í íslenskum krónum við slitameðferðina. Það þýði að kröfuhafar eigi rétt á að fá greitt samsvarandi verðmæti og ef þeir hefðu í raun fengið útgreiðslur í íslenskum krónum. Þótt ljóst sé að slitastjórn sé heimilt að greiða kröfuhöfum í erlendum myntum þá sé slitastjórn jafnframt skylt að tryggja að hver kröfuhafi fái einungis í sinn hlut samsvarandi verðmæti og sem nemi kröfu hans, sem sé í íslenskum krónum. Þar af leiðandi verði virði útgreiðslna í erlendum myntum að endurspegla samsvarandi verðmæti greiðslna í íslenskum krónum á sama tíma. Gengisviðmiðanir við mat á þessu verðmæti verði því að miðast við útgreiðsludag fyrir viðkomandi hlutagreiðslu. Beiting tiltekins fasts gengis, líkt og slitastjórn hafi ákveðið að gera, sé einnig í andstöðu við 1. tölul. 1. mgr. 114. gr. laga nr. 21/1991 þar sem fram komi að kröfur um gengismun teljist eftirstæðar kröfur. Ljóst sé að lögin geri ráð fyrir því að það séu kröfuhafarnir sem beri alla gengisáhættu og forsenda þess að svo sé sé að breytilegu gengi sé beitt við gengisviðmiðanir útgreiðslna en ekki föstu gengi. Þá telji sóknaraðilar að almenn regla íslensks réttar sé sú að miða verði við gengi á útgreiðsludegi eða viðskiptadegi. Án skýrrar lagaheimildar um annað verði að miða myntbreytingar og gengisútreikninga við þann dag sem útreikningar fari fram. Ekki verði fallist á að heimilt sé að miða afturvirkt við gengi sem gilt hafi á tilteknum degi í fortíðinni.

                Eins og fram hafi komið sé markmið laga nr. 21/1991, og sérstaklega 3. mgr. 99. gr. þeirra, svo og meginreglna á sviði skiptaréttar að tryggja að kröfuhafar fái í hendur verðmæti sem samsvari kröfum þeirra, umreiknuðum í íslenskar krónur, á þeim tíma sem greiðslur fari fram. Gengisviðmiðun við mat á virði hlutagreiðslna í erlendum myntum verði því að endurspegla hið „raunverulega“ virði þessara hlutagreiðslna. Þetta „raungengi“ birtist almennt í markaðsgengi, þ.e. því gengi sem aðilar gætu notað til þess að skipta hlutagreiðslum í erlendum gjaldmiðlum. Á virkum markaði væri slíkt gengi annað hvort skráð gengi hjá viðkomandi seðlabanka (og því vísi 3. mgr. 99. gr. gjaldþrotaskiptalaga til þess gengis) eða skráð gengi hjá viðskiptabönkum sem bjóðist til að kaupa og selja gjaldmiðla í miklum mæli. Staðan sé hins vegar sú að slíkar gengisviðmiðanir séu annað hvort ekki til fyrir íslensku krónuna eða endurspegli ekki raunverulegt verðmæti hennar. Ástæðan sé hin umfangsmiklu höft á gjaldeyrisviðskiptum og flutningi fjármagns milli landa sem fram komi í lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Hin víðtæku áhrif haftanna komi í fyrsta lagi fram í því að ekkert áreiðanlegt markaðsgengi sé skráð hjá viðskiptabönkum. Til dæmis birti hvorki Bloomberg né Financial Times gengi íslensku krónunnar. Í öðru lagi leiði af gjaldeyrishöftunum að hið skráða gengi Seðlabankans fyrir íslensku krónuna sé sterkara en innstæða sé fyrir. Sé þetta gert til þess að efla stöðugleika í efnahagskerfinu og koma í veg fyrir verulegt og stjórnlaust gengisfall. Megi gera ráð fyrir að þessi staða haldist óbreytt þar til gjaldeyrishöftin verði afnumin eða a.m.k. slakað verulega á þeim. Dómstólar og slitastjórn verði því að líta til annarra gengisviðmiðana við mat á virði hlutagreiðslna í erlendum gjaldmiðlum þannig að viðmiðin endurspegli í reynd verðmæti greiðslnanna gagnvart kröfunum sem séu í íslenskum krónum.

                Sóknaraðilar telji að eina gengisviðmiðunin sem raunverulega endurspegli þetta sé það gengi sem gildi í gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands. Þar sé um að ræða eina vettvanginn sem heimili gjaldeyrisviðskipti með íslenskar krónur og erlenda gjaldmiðla og eina gengið sem erlendir kröfuhafar varnaraðila gætu miðað við og skipt á, til þess að losa ISK-stöðu sína, ef útgreiðslur úr slitabúi varnaraðila færu fram í íslenskum krónum. Seðlabankinn hafi fyrst haldið slíkt útboð árið 2011 sem skref í átt að því að aflétta gjaldeyrishöftunum. Lagagrundvöllur útboðanna sé 18. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og bráðabirgðaákvæði III í lögum um gjaldeyrismál, ásamt skilmálum um gjaldeyrisviðskipti samkvæmt fjárfestingarleið að losun gjaldeyrishafta (með breytingum, fyrst birt 18.11.2011). Tilgangur útboðanna sé að gera Seðlabankanum kleift að byggja upp gjaldeyrisforða sinn og jafnframt að draga úr óstöðugleika og koma í veg fyrir ósamræmi í gengismálum þegar gjaldeyrishöftunum verði loks aflétt. Fyrirkomulagið tryggi einnig að lausafjárstöðu sé stýrt með það fyrir augum að tryggja stöðugleika bankakerfisins. Útboðin gangi þannig fyrir sig að Seðlabankinn bjóðist til að kaupa erlendan gjaldeyri í skiptum fyrir krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi eða gegn greiðslu í ríkisverðbréfum til langs tíma. Fjárfestar sem æski þess að fjárfesta hér á landi geti selt erlendan gjaldeyri beint til Seðlabankans á hagstæðu gengi ef samsvarandi fjárhæð sé seld íslensku fjármálafyrirtæki. Endanleg útboðsfjárhæð ráðist af þátttöku. Útboðsfyrirkomulag sé með þeim hætti að öll samþykkt tilboð bjóðist fjárfestum á sama verði (e. single price). Tilboð undir útboðsgenginu séu samþykkt í heild en tilboðum yfir útboðsgenginu sé hafnað í heild sinni. Tilboð sem séu jöfn útboðsgenginu séu samþykkt pro rata. Með þessum hætti sé öllum þátttakendum í útboðinu boðið sama gengi íslensku krónunnar. Til dagsins í dag hafi u.þ.b. 178 milljarðar íslenskra króna verið seldir erlendum fjárfestum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri í alls ellefu útboðum.

                Í greinargerð sinni setja sóknaraðilar fram töflu sem þeir kveða sýna mismun á útboðsgengi Seðlabanka Íslands og skráðu kaupgengi hans, sem sóknaraðilar nefna álandsgengi. Ekki þykir þó ástæða til að rekja þessar tölur nánar hér.       Sóknaraðilar kveðast byggja á því að útboðsgengi Seðlabankans sé það gengi sem komist næst því að endurspegla markaðsvirði íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum og í raun eina gengið sem komi til greina í því sambandi. Því sé það réttasta gengisviðmiðunin til þess að meta raunverulegt verðmæti hlutagreiðslna í erlendum gjaldmiðlum. Þá sé ekki nóg með að útboðsgengi Seðlabankans gefi réttustu myndina af raunverulegu markaðsvirði krafna í íslenskum krónum heldur sé útboðsgengið eina gengið sem standi erlendum kröfuhöfum varnaraðila til boða, enda geri gjaldeyrishöftin það að verkum að erlendir kröfuhafar geti ekki átt viðskipti á skráðu gengi Seðlabankans (álandsgenginu). Varðandi beitingu útboðsgengis Seðlabankans á útgreiðsludegi hlutagreiðslnanna þá byggi sóknaraðilar á því að miða verði við gengið í síðasta útboði fyrir hverja hlutagreiðslu fyrir sig. Gengisviðmiðanirnar séu þá eftirfarandi: Fyrir hlutagreiðslu sem innt hafi verið af hendi 7. desember 2011 skuli styðjast við útboð SÍ 2. ágúst það ár, en þá hafi gengið verið 210.0 krónur fyrir hverja evru. Fyrir hlutagreiðslu 25. maí 2012 skuli styðjast við útboð 22. maí sama ár, en þá hafi gengið verið 245 krónur fyrir hverja evru.

                Sóknaraðilar kveðast m.a. vísa til neyðarlaganna nr. 125/2008, laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Þá vísi sóknaraðilar til stjórnarskrárinnar, einkum 65. og 72. gr. og meginreglna stjórnskipunarréttar svo og til Mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994 og laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa sóknaraðila um málskostnað styðjist við 130. gr. laga nr. 91/1991. Málskostnaðarkrafan feli í sér kröfu um álag vegna virðisaukaskatts sbr. lög nr. 50/1998 þar sem sóknaraðilar stundi ekki virðisaukaskattskylda starfsemi hér á landi.

                Við munnlegan málflutning tók lögmaður sóknaraðila undir með varnaraðila um að úrlausn í máli þessu væri að réttu bundin við það eitt að skera úr um hvort ákvörðun slitastjórnar skuli standa eða hana beri að ógilda.

IX

                Varnaraðili kveður í greinargerð sinni að ágreiningur sá sem til úrlausnar sé í málinu sé um atriði sem hafi veigamikla þýðingu fyrir slitameðferð varnaraðila enda ráði niðurstaða um hann meðal annars úrslitum um það hvenær forgangskröfur teljist að fullu greiddar. Af þeim sökum hafi slitastjórn talið nauðsynlegt að krefjast úrlausnar dómsins um umrædda ákvörðun á grundvelli heimildar í 1. mgr. 171. gr. laga nr. 21/1991. Varnaraðili kveðst árétta vegna sjónarmiða sem komi fram hjá sóknaraðilum í kafla VIII hér að framan að hann telji að hlutagreiðslur upp í forgangskröfur séu ekki ráðstöfun á hagsmunum varnaraðila í skilningi XIX. kafla laga nr. 21/1991 og þegar af þeirri ástæðu sé ekki unnt að beina ágreiningi um slíkar greiðslur til úrlausnar héraðsdóms eftir 3. mgr. 128. gr. laganna.

                Svo sem lýst hafi verið sé ágreiningsefni það sem slitastjórn hafi ákveðið að beina til úrlausnar héraðsdóms bundið við lögmæti ákvörðunar, sem kynnt hafi verið á kröfuhafafundi þann 31. maí 2012, um að reikna virði hlutagreiðslna upp í forgangskröfur skv. 112. gr. laga nr. 21/1991, sem inntar hafi verið af hendi í erlendum gjaldmiðlum, til íslenskrar krónu eftir sömu gengisviðmiðun og kröfur á hendur bankanum séu umreiknaðar eftir skv. 3. mgr. 99. gr. laganna, þ.e. miðað við skráð sölugengi Seðlabanka Íslands 22. apríl 2009.

                Mótmæli sóknaraðila og umfjöllun á fundum varnaraðila, sem og afmörkun ágreiningsefnisins af hálfu slitastjórnar, sé takmörkuð við það sem kynnt hafi verið á kröfuhafafundi þann 31. maí 2012. Af þeirri ástæðu séu einungis til úrlausnar í máli þessu fyrstu tvær hlutagreiðslur varnaraðila, þ.e. hlutagreiðslur sem inntar hafi verið af hendi 2. desember 2011 og 24. maí 2012. Hlutagreiðslur sem varnaraðili hafi innt af hendi 5. október 2012, og hafi verið kynntar á kröfuhafafundi 28. nóvember 2012, komi því ekki til álita í málinu með beinum hætti.

                Varnaraðili kveðst krefjast þess að hafnað verði öllum kröfum sóknaraðila og að staðfest verði ákvörðun slitastjórnar hans, sem kynnt hafi verið á kröfuhafafundi þann 31. maí 2012, um hvernig beri að reikna virði hlutagreiðslna sem inntar hafi verið af hendi þann 2. desember 2011 og 24. maí 2012 í erlendum gjaldmiðlum upp í forgangskröfur sem hafi verið umreiknaðar í íslenskar krónur skv. 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991. Að mati varnaraðila sé í úrskurðarorði einungis unnt að kveða á um hvort tilgreind ákvörðun slitastjórnar um virði hlutagreiðslna í erlendum gjaldmiðlum skuli standa óhögguð eða að hún skuli felld úr gildi.

                Samkvæmt 1. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 gildi sömu reglur og við gjaldþrotaskipti um kröfur á hendur fjármálafyrirtæki, með þeirri undantekningu að regla 1. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 um sjálfkrafa gjaldfellingu krafna eigi ekki við. Af þessu leiði að regla 3. mgr. 99. gr. laganna eigi við um kröfur á hendur varnaraðila og hafi kröfur sem lýst sé með rétthæð skv. 112. og 113. gr. laganna þannig verið færðar til íslenskrar krónu samkvæmt skráðu sölugengi þann 22. apríl 2009. Ekki sé sérstaklega vísað til skráðs sölugengis Seðlabanka Íslands í 3. mgr. 99. gr. GÞL en ágreiningslaust sé að miða skuli umreikning krafna í erlendum gjaldmiðlum við þá skráningu enda styðjist það við fjölmörg dómafordæmi Hæstaréttar Íslands. Slíkum umreikningi erlendra krafna í íslenskar krónur sé ætlað tryggja jafnræði þeirra kröfuhafa sem reglan nái til, en svo sem fram komi í lokamálslið 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 verði kröfum samkvæmt 109. -111. gr. laganna fullnægt í þeim gjaldmiðli sem viðkomandi krafa sé í. Með því að ákvarða upphafsdag slitameðferðar varnaraðila og færa kröfur í erlendum gjaldmiðlum samkvæmt 112. – 113. gr. laga nr. 21/1991 til íslensks gjaldmiðils sé búið að festa skuldahlið varnaraðila í íslenskum krónum hvað þessar kröfur varði miðað við stöðu þeirra og gengi þann 22. apríl 2009.

                Hvorki 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991, önnur ákvæði þeirra né 6. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 kveði á um með beinum hætti með hvaða hætti skuli reikna virði greiðslna upp í kröfur samkvæmt 112. gr. og 113. gr. laga nr. 21/1991 sem inntar séu af hendi í öðrum gjaldmiðlum en íslenskum krónum. Niðurstöðu um þetta verði því að reisa á meginreglum laga, eðli máls og lögskýringum.

                Rétt sé að halda því til haga að reglur XXII. kafla laga nr. 21/1991, um úthlutun og lok gjaldþrotaskipta, gildi ekki í slitameðferð skv. XII. kafla laga nr. 161/2002. Þvert á móti gildi samkvæmt 103. gr. a laga nr. 161/2002 sérreglur sem kveði meðal annars á um að ef ekki sé hægt að ljúka slitameðferð með greiðslu allra viðurkenndra krafna skuli leitað nauðasamnings eftir nánari fyrirmælum 3. mgr. 103. gr. a laganna, að því tilskyldu að forgangskröfur hafi verið greiddar að fullu eða fullnægjandi trygging sett fyrir greiðslu þeirra. Takist ekki að koma á nauðasamningi, eða ef slitastjórn telji forsendur ekki til þess að leita nauðasamnings, skuli ljúka slitameðferð með því að leita úrskurðar um gjaldþrotaskipti á búi fjármálafyrirtækisins, sbr. nánar 4. mgr. 103. gr. a laga nr. 161/2002.

                Það leiði því af lögmæltri sérstöðu slitameðferða að reglur laga nr. 21/1991 um úthlutun til kröfuhafa komi ekki til álita. Þá liggi fyrir að grundvöllur laga nr. 21/1991 hljóti að vera sá að almennt séu kröfur við íslenska gjaldþrotaskiptameðferð greiddar í íslenskum krónum. Ennfremur að eignir þrotabús séu almennt og að mestu leyti til reiðu í íslenskum krónum frá upphafi og loks hljóti að vera grundvallaratriði að það sé talið forsvaranleg ráðstöfun skiptastjóra á hagsmunum þrotabús að breyta þeim eignum sem til kunni að vera í erlendum gjaldmiðli, í íslenskar krónur þar sem viðskipti með þær séu í eðlilegu horfi. Slík umbreyting væri og háð því að umfang hinna erlendu eigna sé að öðru leyti slíkt að það raski ekki hagsmunum kröfuhafa þrotabúsins að breyta þeim í íslenskar krónur.

                Um hlutagreiðslur við slitameðferð fjármálafyrirtækja sé sérstök regla í 6. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002. Reglan eigi sér ekki beina hliðstæðu í íslenskum lögum og að því leyti sem það varði ágreining aðila í þessu máli sé rétt að undirstrika að í henni sé gert ráð fyrir því að hlutagreiðslur til forgangskröfuhafa geti farið fram í „í fleiri en einum gjaldmiðli“.

                Þrátt fyrir þetta beri lögin ekki með sér leiðbeiningu um það hvernig, fari hlutagreiðslur á annað borð fram í fleiri en einum gjaldmiðli, skuli reikna hlutagreiðslur í erlendum gjaldmiðlum á móti þeim kröfum sem verið sé að greiða upp í og sem færðar hafi verið til íslenskrar krónu.

                Eins og nánar muni rökstutt hér á eftir byggi varnaraðili á því að í ljósi þeirrar sérstöku stöðu sem uppi sé í slitameðferð varnaraðila og með tilliti til almennra og viðurkenndra meginreglna á sviði íslensks skiptaréttar, sem og með tilliti til alþjóðlegra mælikvarða og meginreglna á sama sviði, beri að staðfesta þá ákvörðun slitastjórnar að meta virði hlutagreiðslna í erlendum gjaldmiðlum eftir sama gengi, og þar með á sama mælikvarða, og notaður hafi verið er kröfur sem lýst hafi verið í erlendum gjaldmiðlum hafi verið færðar í íslenskar krónur. Einungis þannig sé unnt að tryggja jafnræði kröfuhafa í slitameðferðinni og koma því leiðar að hvorugur hópur kröfuhafa, þ.e. forgangskröfuhafar annars vegar og almennir kröfuhafar hins vegar, geti hagnast á stöðu og þróun gengis íslensku krónunnar frá einum tíma til annars á kostnað hins.

                Í málatilbúnaði sóknaraðila kristallist í raun hversu óljóst hið lögfræðilega álitaefni máls þessa sé. Þannig reifi sóknaraðilar alls fjórar aðferðir sem þeir telji að eigi að gilda í stað ákvörðunar slitastjórnar. Þrjár aðferðir valdi því að þeir fjármunir í erlendum gjaldmiðlum, sem notaðir hafi verið í hlutagreiðslum varnaraðila, svari til lægri fjárhæðar mælt í íslenskum krónum en ákvörðun slitastjórnar feli í sér, sem aftur fæli í sér að minna hefði verið greitt af forgangskröfum en samkvæmt ákvörðun slitastjórnar. Fjórða aðferðin sé svo á öndverðum meiði og leiði til gagnstæðrar niðurstöðu. Samkvæmt henni hafi þeir fjármunir í erlendum gjaldmiðum, sem notaðir hafi verið í hlutagreiðslum varnaraðila, svarað til hærri fjárhæðar virt í íslenskum krónum en ákvörðun slitastjórnar mæli, sem aftur leiddi til þess að meira hefði verið greitt og þar með væri meira afgangs fyrir almenna kröfuhafa í slitameðferðinni. Forgangskröfur yrðu samkvæmt því greiddar að fullu með lægri fjárhæðum í erlendum gjaldmiðlum en ella.

                Þvert á það sem sóknaraðilar haldi fram, með ýmsum rökum og útfærslum samkvæmt framangreindu, telji varnaraðili að nauðsynlegt sé að horfa á heildarmyndina og gæta að meginreglum um jafnræði kröfuhafa, hvort sem þeir teljist eiga forgangskröfur samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991 eða almennar kröfur samkvæmt 113. gr. laganna. Í því felist að við þær aðstæður þegar hlutagreiðslur fari á annað borð fram í erlendum gjaldmiðlum, að einhverju eða öllu leyti, þurfi að finna einn samnefnara um hvernig slíkar hlutagreiðslur verði metnar til verðs og að slíkur samnefnari sé þess eðlis að í honum felist í fyrsta lagi fastur punktur sem hægt sé að nota til viðmiðunar við allar hlutagreiðslur og aðrar úthlutanir til kröfuhafa og í öðru lagi staða þar sem kröfuhöfum sé hvorki boðið upp á ávinning eða tap vegna gengisþróunar gjaldmiðils sem hafi hverfandi áhrif í slitameðferðinni og breyti engu um raunverulegt verðmæti þeirra erlendu eigna sem til staðar séu fyrir þá kröfuhafa sem um ræði.

                Byggi slitastjórn á því að öll efnisrök mæli með því að við þessar sérstöku kringumstæður sé leitað leiða til að láta ekki íslensku krónuna, stöðu hennar, veikleika og smæð í samhenginu, ráða úrslitum um mikilvæga hagsmuni kröfuhafa varnaraðila.

                Þegar hlutagreiðsla til kröfuhafa fari fram í fleiri en einum gjaldmiðli sé því bæði rétt og óhjákvæmilegt að mati varnaraðila að leita leiða til að jafngilda þá erlendu gjaldmiðla íslensku krónunni sem greiðslumiðli eftir því sem frekast sé unnt. Að öðrum kosti sé virði hlutagreiðslna hverju sinni breytilegt og háð gengisþróun íslensku krónunnar en ekki fast, svo sem grunnforsendur 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 geri ráð fyrir að gilda eigi um kröfur á hendur varnaraðila. Slitastjórn byggi á því að eina leiðin til að ná slíku jafngildi fram sé að reikna virði erlendra gjaldmiðla í hlutagreiðslum með þeim hætti sem slitastjórn hafi ákveðið.

                Öfugt við það sem haldið sé fram í greinargerðum flestra sóknaraðila málsins sé sú aðferð sem ákvörðun slitastjórnar byggist á helst til þess fallin að tryggja það jafnræði sem reglunni í 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 sé ætlað að tryggja. Sé því sérstaklega mótmælt að ákvörðun slitastjórnar grafi undan tilgangi ákvæðisins eða sé ólögmæt á þeim grunni að hún fari gegn ákvæðinu.

                Á hinn bóginn liggi fyrir að regla 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991, sem og sambærileg regla 2. mgr. 30. gr. sömu laga, byggi á þeirri grundvallarforsendu að með því að færa allar kröfur í íslenskar krónur sé verið að koma því til leiðar að kröfur greiðist með tiltekinni fjárhæð er miðast við upphaflegar forsendur, þ.e. fjárhæð kröfu á þeim degi er hún hafi verið færð í íslenskar krónur við hlið krafna sem lýst hafi verið í íslenskum krónum miðað við sama tímamark (úrskurðardag almennt eða 22. apríl 2009 í tilfelli varnaraðila). Sú upphafsstaða eigi ekki að breytast eftir því sem á gjaldþrotaskipti eða nauðasamningsumleitanir líði, í skilningi framangreindra lagaákvæða, og ekki eigi að vera breytilegt hvort kröfur í erlendum gjaldmiðlum greiðist með hærri eða lægri fjárhæð í íslenskum krónum en ráðgert hafi verið við upphafsdaginn (úrskurðardag eða 22. apríl 2009 í tilfelli varnaraðila). Telji varnaraðili að í þessu felist augljóst merki um að kröfur á hendur varnaraðila skuli taldar greiddar að fullu þegar umræddir kröfuhafar hafi fengið greidda fjármuni, eftir atvikum í erlendum gjaldmiðlum, sem svari til kröfufjárhæðarinnar mælt eftir sama gengi og notað hafi verið við að færa kröfuna í íslenskar krónur. Að öðrum kosti sé það breytilegt í framvindu slitanna hvort kröfur greiðist með hærri eða lægri fjárhæð mælt í íslenskum krónum frá upphafsdegi slita að telja. Eina leiðin til að ná í senn fram tilgangi 3. mgr. 99. gr. (og 2. mgr. 30. gr.) annars vegar og hins vegar því að gengismunur sé ekki gerður hluti af forgangskröfu sé að nota sama mælikvarða, þ.e. sömu gengisviðmiðun, á erlenda gjaldmiðla í hlutagreiðslum og notaður hafi verið við að færa erlendar kröfur til íslenskrar krónu.

                Það liggi fyrir að kröfur um gengismun séu eftirstæðar skv. 1. tl. 114. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 3. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002. Í þessu felist að ákvæði laga nr. 21/1991 geri ekki ráð fyrir því að kröfuhafi geti tekið til sín jákvæðan gengismun af kröfu sinni nema því aðeins að allar aðrar kröfur hafi verið greiddar fyrst. Aðferð við að færa til verðs hlutagreiðslur til kröfuhafa í erlendum gjaldmiðlum, sem hafi í för með sér gengismun, þ.e. gengishagnað, þannig að tiltekinn hópur kröfuhafa fái í raun hærri greiðslu til sín af eignum viðkomandi bús en ella, gangi í bága við þessa reglu. Aðferð sú sem slitastjórn hafi ákveðið að beita sé á hinn bóginn best til þess fallin að sérregla 6. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 og sú sérstaka aðstaða að hlutagreiðslur fari fram í fleiri en einum gjaldmiðli samrýmist þessari reglu í 1. tl. 114. gr. laga nr. 21/1991.

                Hér hljóti einnig að koma til skoðunar almenn sjónarmið kröfuréttar um fullar efndir kröfu. Samkvæmt því beri að leita leiða til að ná fram þeirri niðurstöðu sem sé síst líkleg til að valda því að einn hópur kröfuhafa fái í raun meira af eignum varnaraðila upp í kröfur sínar á kostnað hins.

                Rétt sé að benda á að slitameðferð varnaraðila sé í raun alþjóðleg enda teygi hún anga sína til ýmissa landa. Eignir og réttindi varnaraðila sé að finna vítt og breitt um veröldina og sama megi segja um þá flóru kröfuhafa sem lýst hafi kröfum í slitameðferðinni. Varnaraðili hafi af því beina hagsmuni að framvinda slitameðferðarinnar, lagaleg umgjörð hennar og ekki síst dómaframkvæmd séu, og verði talin, í samræmi við alþjóðlega viðurkennda staðla á þessum sviðum. Í því felist að margumræddar meginreglur um jafnræði kröfuhafa, þrönga skýringu á frávikum í formi forgangsréttar og bann við mismunun á grundvelli þjóðernis í hvaða formi sem sé, svo dæmi séu nefnd, þurfi að vera til staðar og endurspegla þær ráðstafanir sem ráðist sé í, túlkun þeirra laga sem um slitameðferðina gildi og þær dómsniðurstöður sem kveði á um rétt og skyldu kröfuhafa. Að mati varnaraðila sé staða íslenskrar krónu, bæði almennt og m.t.t. slitameðferðar varnaraðila, sem og staða kröfuhafa varnaraðila almennt, þess eðlis að sú ákvörðun slitastjórnar sem hér sé til umfjöllunar sé best til þess fallin að viðhalda þeirri ásýnd, þeim grundvallarreglum og þeim stöðugleika sem leikreglur alþjóðasamfélagsins geri kröfu um.

                Slitastjórn bendi einnig á að það geti vart talist viðunandi fyrir slitameðferð varnaraðila eða stöðu og hagsmuni kröfuhafa að helstu meginþættir í slitameðferðinni, þ.e. væntingar um endurheimtur kröfuhafa og fullnaðargreiðsla forgangskrafna, ráðist af því hver gengisþróun íslenskrar krónu kunni að verða næstu fimm til fimmtán árin.

                Slitastjórn telji rangt hjá sóknaraðilum að miða beri við skráð gengi íslenskrar krónu hverju sinni er hlutagreiðslur fari fram, hvort sem það sé kaupgengi, miðgengi eða sölugengi. Slík sýndarviðmiðun geti ekki verið réttmæt þegar fyrirliggjandi sé að raunveruleg gjaldeyrisviðskipti við viðtakendur hlutagreiðslna hafi ekki átt sér stað miðað við það gengi og kröfuhafar varnaraðila eigi almennt ekki kost á því að eiga viðskipti á þessu gengi. Slitastjórn telji að það fái ekki staðist að slíkt grundvallaratriði eins og það hversu stór hluti af kröfu hafi í raun verið greiddur með hlutagreiðslum í slitameðferðinni ráðist af þætti sem standi ekki í neinum rökréttum tengslum við hlutagreiðsluna sem slíka, stöðu varnaraðila eða stöðu viðkomandi kröfuhafa.

                Með þeirri aðferð sem slitastjórn hafi ákveðið að beita í tengslum við hlutagreiðslur liggi einnig fyrir að íslenskir kröfuhafar varnaraðila sitji við sama borð og hinir erlendu. Meginreglan sé sú að allir kröfuhafar fái sínar hlutagreiðslur í þeirri myntkörfu sem að framan sé getið. Allir kröfuhafar, íslenskir og erlendir, þurfi óhjákvæmilega að taka við gjaldmiðlum sem kunni að hafa mismunandi verðgildi gagnvart heimamyntum hvers kröfuhafa hverju sinni. Sú gengisáhætta sé almenn og lúti að gengismun á kröfu annars vegar og hins vegar því í hvaða gjaldmiðlum eignir varnaraðila innheimtist við slitameðferðina. Þessi staða sé óhjákvæmileg og í samræmi við þann skilning sem lagður verði með réttu í 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991. Það leiði og af reglu 6. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 að slitastjórn beri að gæta þess við framkvæmd hlutagreiðslna að allir forgangskröfuhafar sitji við sama borð og fái sömu verðmæti afhent í hlutfalli við kröfufjárhæð sína hverju sinni.

                Sumir sóknaraðila byggi á ákvæðum laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, einkum 19. gr. þeirra laga. Því sé sérstaklega mótmælt að þau lög ráði úrslitum í málinu eða hafi þýðingu að öðru leyti við úrlausn þess álitaefnis sem hér um ræði. Ljóst sé að ákvæði laga nr. 36/2001 séu ekki sett til að taka á þeirri sérstöku stöðu sem við blasi í slitameðferð varnaraðila né sé til þeirra vísað beint eða óbeint í ákvæðum laga nr. 21/1991 eða laga nr. 161/2002. Tilvísun til víxil- og tékkalaga sé einnig þýðingarlaus með öllu að mati varnaraðila.

                Því sé sérstaklega mótmælt að ákvörðun slitastjórnar geri að verkum að umbreyting í íslenskar krónur eftir 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 sé gerð óvirk eða að með henni sé brotið gegn þeirri reglu eða ákvæðum 114. gr. sömu laga. Þvert á móti sé ákvörðun slitastjórnar helst til þess fallin að ná fram tilgangi umræddra lagaákvæða, ekki síst þeirri kröfu um stöðugleika sem sé meginstoðin fyrir umbreytingunni í 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991.

                Sjónarmið flestra sóknaraðila byggi á þeirri röngu forsendu að framkvæma þurfi hlutagreiðslur í öðrum gjaldmiðlum en íslenskum krónum, eins og þær hefðu verið inntar af hendi í íslenskum krónum. Með öðrum orðum þurfi að búa til einskonar sýndarveruleika og gera stöðu aðila sambærilega því að þeir hefðu fengið íslenskar krónur. Að mati varnaraðila fái þetta ekki staðist. Staðreyndin sé sú að hlutagreiðslur hafi ekki farið fram í íslenskum krónum nema að því marki sem sá gjaldmiðill hafi verið til reiðu til hlutagreiðslna. Hlutagreiðslur fari fram í ýmsum gjaldmiðlum og hvergi í lögum eða réttarframkvæmd sé að finna stoð fyrir því að erlendur gjaldmiðill sem látinn sé af hendi í hlutagreiðslum af þessum toga skuli hafa einskonar sýndarverðgildi sem byggi á allt öðrum forsendum en lagðar hafi verið til grundvallar er krafa viðkomandi kröfuhafa hafi verið færð til íslenskrar krónu. Verðgildi erlendra gjaldmiðla á móti íslenskri krónu, á þeim degi sem þeir hafi verið afhentir kröfuhöfum, skipti með öðrum orðum ekki máli heldur það eitt hvert verðgildi þeirra sé gagnvart kröfunum eftir þeim forsendum sem lagðar hafi verið til grundvallar er þeim hafi verið breytt í íslenskar krónur.

                Málatilbúnaður allra sóknaraðila sé jafnframt reistur á þeirri grundvallarforsendu að virði hlutagreiðslu í erlendum gjaldmiðli skuli reiknað eftir því hversu margar íslenskar krónur viðtakandinn gæti mögulega fengið fyrir hinn erlenda gjaldmiðil á greiðsludeginum. Það sé svo mismunandi hversu margar þeir telji að þær krónur skuli vera eftir því hvaða gengisviðmiðun greiðsludagsins hver þeirra telur að nota eigi. Varnaraðili fái ekki annað séð en að framangreind grundvallarforsenda sóknaraðila sé í eðli sínu röng enda hafi fjárhæð skuldbindingarinnar sem verið sé að greiða verið fest við stöðu hennar í íslenskum krónum þann 22. apríl 2009. Það sé sú skuldbinding sem varnaraðila sé heimilt að efna með hlutagreiðslum. Vert sé að benda á að forgangskrafa teldist að fullu greidd með því að afhentar væru jafnmargar krónur og sem næmi viðurkenndri kröfu miðað við stöðu hennar 22. apríl 2009 þó verðgildi íslensku krónunnar hefði rýrnað frá þeim degi til greiðsludags. Með sama hætti geti virði hlutagreiðslu í erlendum gjaldmiðlum til uppgjörs á kröfu í íslenskum krónum ekki verið breytilegt eftir því hvernig verðgildi viðkomandi gjaldmiðils þróist gagnvart íslensku krónunni eftir að skuldbindingin hafi verið fest miðað við ákveðið tímamark. Með hliðsjón af þessu og eins og atvikum sé að öðru leyti háttað fái varnaraðili ekki séð að neina þýðingu geti haft hversu margar krónur kröfuhafi sem fái hlutagreiðslu í erlendum gjaldmiðli geti fengið fyrir hann á greiðsludeginum heldur hljóti að verða að reikna virði slíkrar greiðslu eftir sömu forsendum og fjárhæð kröfunnar sem verið sé að greiða hafi verið reiknuð eftir. Að mati varnaraðila hafi engin gild lagarök verið færð fyrir því að réttmætt sé að láta breytilegt gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum greiðslumyntum, eftir upphafsdag slita varnaraðila, ráða því hvernig erlend peningaeign varnaraðila skiptist á milli forgangskröfuhafa og almennra kröfuhafa.

                Með hliðsjón af öllu framangreindu sé á því byggt af hálfu varnaraðila að ekki séu efni til að hnekkja þeirri ákvörðun slitastjórnar hans sem um sé deilt í máli þessu og því ber að fallast á allar kröfur hans.

                Varnaraðili kveðst vísa til laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., eftir því sem við eigi, auk óskráðra meginreglna gjaldþrotaskiptaréttar. Þá sé vísað til meginreglna kröfuréttar um fullar efndir fjárkröfu og óréttmæta auðgun. Að því marki sem það kunni að hafa þýðingu í málinu sé vísað til laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál, laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og laga nr. 2/1993 um evrópska efnahagssvæðið. Um málskostnaðarkröfu sé vísað 129. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 178. gr. laga nr. 21/1991. Þá kveður varnaraðili að hann sé ekki virðisaukaskattskyldur aðili skv. lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og beri honum því nauðsyn til að tekið verði tillit til skattsins við ákvörðun málskostnaðar að skaðlausu.

X

                Eins og að framan greinir snýst ágreiningur máls þessa í fyrsta lagi um hvort lögmæt sé sú ákvörðun slitastjórnar varnaraðila sem kynnt var á kröfuhafafundi 31. maí 2012 um að við hlutagreiðslur til forgangskröfuhafa í erlendri mynt skyldi miða við kaupgengi viðkomandi gjaldmiðils 22. apríl 2009 þegar ákveðið væri að hvaða marki viðkomandi hlutagreiðsla fullnægði forgangskröfu viðkomandi kröfuhafa. Þá hafa flestir sóknaraðilar uppi kröfur um það hvaða gengisviðmið skuli þá gilda verði fallist á það með þeim að ákvörðunin teljist ólögmæt. Varnaraðili byggir á hinn bóginn á því að eins og málið sé borið undir dóminn geti úrskurðarorð einungis lotið að því annaðhvort að ógilda eða staðfesta umrædda ákvörðun. Verður fyrst vikið að lögmæti fyrrnefndrar ákvörðunar slitastjórnar varnaraðila.

                Varnaraðili er fjármálafyrirtæki í slitameðferð en um slitameðferð hans gilda ákvæði XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Í 1. mgr. 102. gr. laganna greinir m.a. að við slit fjármálafyrirtækis gildi sömu reglur og við gjaldþrotaskipti um gagnkvæma samninga þess og kröfur á hendur því að öðru leyti en því að að dómsúrskurður um að það sé tekið til slita leiði ekki sjálfkrafa til þess að kröfur á hendur því falli í gjalddaga.

                Af framangreindri reglu leiðir að 99. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. gildir um slitameðferð fjármálafyrirtækis með þeirri undantekningu sem fyrr er rakin um að kröfur falli sjálfkrafa í gjalddaga.

                Segir í 1. mgr. tilvitnaðs lagaákvæðis að allar kröfur á hendur þrotabúi falli sjálfkrafa í gjalddaga við uppkvaðningu úrskurðar héraðsdómara um að búið sé tekið til gjaldþrotaskipta án tillits til þess sem áður hafi verið um samið eða ákveðið með öðrum hætti.

                Sú undantekning frá gildissviði 1. mgr. 99. gr. sem leiðir af fyrrnefndu ákvæði 1. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 hefur að mati dómsins enga þýðingu í máli því sem hér er til meðferðar enda liggur ljóst fyrir að kröfur allra sóknaraðila málsins féllu í gjalddaga við upphaf slitameðferðar varnaraðila 22. apríl 2009.

                Umræddur dagur markar mikilvæg skil varðandi kröfur sem skipað er í skuldaröð eftir 112. gr. laga nr. 21/1991, forgangskröfur, og 113. gr. sömu laga , almennar kröfur. Fram að þeim degi fylgja kröfunum áfallnir vextir, verðbætur, gengismunur og kostnaður af innheimtu og fá þessir kostnaðarliðir sömu stöðu í skuldaröð eins og höfuðstóll kröfunnar. Má ráða síðastefnda reglu af gagnályktun af 1. tl. 114. gr. laga nr. 21/1991 þar sem segir m.a. að kröfur um vexti, verðbætur, gengismun og kostnað af innheimtu kröfu skv. 112. eða 113. gr. sem hafi fallið til eftir að úrskurður hafi gengið um að bú sé tekið til gjaldþrotaskipta komi í skuldaröð að baki öllum kröfum skv. 109. til 113. gr. laganna. Af framangreindum lagaákvæðum leiðir að kröfuhafi sem á forgangskröfu eða almenna kröfu í slitabú á að jafnaði einnig eftirstæða kröfu í slitabúið, sbr. 1. tl. 114. gr., sem nemur eftir atvikum vöxtum, verðbótum, gengismun og kostnaði af innheimtu sem fallið hefur til frá upphafsdegi slitameðferðar, enda getur liðið nokkur tími frá þeim degi þar til krafa fæst greidd.

                Samkvæmt 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 skal færa kröfur sem lýst er í þrotabú til íslensks gjaldmiðils eftir skráðu sölugengi á þeim degi sem úrskurður gekk um að búið væri tekið til gjaldþrotaskipta að því leyti sem þeim verður ekki fullnægt skv. 109. til 111. gr. laganna. Fyrir liggur að þetta var gert varðandi allar kröfur sóknaraðila þessa máls miðað við skráð sölugengi hvers gjaldmiðils fyrir sig 22. apríl 2009.

                Í 6. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki kemur meðal annars fram að þegar lokið er fyrsta kröfuhafafundi eftir lok kröfulýsingarfrests sé slitastjórn heimilt í einu lagi eða mörgu að greiða viðurkenndar kröfur samkvæmt 109. til 112. gr. laga nr. 21/1991 að hluta eða að fullu að því marki sem tryggt sé að eignir fjármálafyrirtækisins hrökkvi til að minnsta kosti jafnhárrar greiðslu allra annarra krafna sem standi eins í réttindaröð og ekki hafi enn verið endanlega hafnað við slitin. Eru í ákvæðinu tilgreindar nánari reglur til tryggingar því að jafnræðis sé gætt milli kröfuhafa sem ekki er ástæða til að rekja frekar hér. Loks kemur fram í ákvæðinu að fari hlutagreiðslur fram í fleiri en einum gjaldmiðli megi stofna sérstakan geymslureikning fyrir hvern gjaldmiðil. Af síðasttilvitnuðum orðum 6. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 má ráða að gert sé ráð fyrir því að hlutagreiðslur geti farið fram í öðrum gjaldmiðli en íslenskum.

                Aðilar málsins eru sammála um að ekki sé fyrir að fara lagareglu sem mæli fyrir um það hvernig verðmeta skuli greiðslur í erlendum gjaldmiðlum sem fari fram með framangreindum hætti.

                Að mati dómsins er vafalaust að ákvæði 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 sem að framan er rakin er til þess fallið að tryggja jafnræði með kröfuhöfum sem kunna að eiga kröfur í mismunandi gjaldmiðlum. Þá er þetta einnig þáttur í því að fastsetja hver hluti kröfu skuli teljast almenn- eða forgangskrafa eftir atvikum og hver hluti hennar teljast eftirstæð krafa. Miðast þessi skil við gjalddaga kröfunnar sem er upphafsdagur slitameðferðar 22. apríl 2009. Veldur þetta ekki vandkvæðum þegar greiðslur slitabús til kröfuhafa fara fram í íslenskum krónum.

                Sóknaraðilar krefjast þess allir að verðmæti greiðslu í erlendum gjaldmiðlum verði metið eftir gengi viðkomandi gjaldmiðils á útgreiðsludegi. Það er á hinn bóginn mat dómsins að skýra verði 3. mgr. 99. gr. og 1. tl. 114. gr. laga nr. 21/1991 til samræmis við 1. mgr. 99. gr. laganna, sem og til samræmis við meginreglu þeirra um jafnræði kröfuhafa, þannig að hlutagreiðslur slitabús varnaraðila til kröfuhafa sem fram fóru í öðrum gjaldmiðli en íslenskum skuli verðmeta á gengi þeirra gagnvart íslenskri krónu 22. apríl 2009, eða á gjalddaga krafnanna. Myndi gagnstæð niðurstaða leiða til þess að mati dómsins að litið væri framhjá ákvæði 1. tl. 114. gr. laga nr. 21/1991 sem kveður skýrlega á um að gengismunur teljist eftirstæð krafa. Getur sá hluti kröfu forgangskröfuhafa ekki fengist greiddur með heimild í 6. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 enda nær sú heimild aðeins til forgangskrafna. Er hafnað þeim röksemdum sóknaraðila að með þessari niðurstöðu sé á einhvern hátt litið framhjá efni 3. mgr. 99. gr. Verður í því sambandi að hafa í huga að ekki er nauðsynlegt samhengi á milli þess í hvaða gjaldmiðli kröfu var lýst og ákvörðun slitastjórnar um að beita heimild sinni til að inna af hendi greiðslur í erlendum gjaldmiðlum og þá hvaða gjaldmiðlum. Þá verður og að hafa í huga að greiðsla með erlendum gjaldmiðli verður ekki talin eins og hver önnur afhending verðmæta í eigu slitabúsins heldur verður að telja hana greiðslu í gjaldgengri mynt. Verður að meta verðmæti hennar með hliðsjón af reglum um að gjalddagi kröfu sé sá dagur sem slitameðferð hefjist og meginreglna um að á þeim degi skuli verðmæti kröfunnar fastsett.

                Þegar á grundvelli þeirra sjónarmiða og röksemda sem að framan hafa verið rakin er það mat dómsins að hin umdeilda ákvörðun slitastjórnar varnaraðila sé í fullu samræmi við lög og verður hún því staðfest. Leiðir það þegar af þessari niðurstöðu að hafna ber öllum kröfum sóknaraðila.

                Að fenginni framangreindri niðurstöðu eru ekki efni til að taka afstöðu til þess réttarfarslega ágreiningsefnis hvort úrskurðarorð í málinu gæti falið í sér ákvörðun um aðra gengisviðmiðun en varnaraðili studdist við.

                Með hliðsjón af því hvernig sakarefni máls þessa er vaxið þykja efni til að beita heimild í 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 til að láta hvern aðila bera sinn kostnað af málinu.

                Halldór Björnsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð

                Staðfest er ákvörðun slitastjórnar varnaraðila, sem kynnt var á kröfuhafafundi þann 31. maí 2012, þess efnis að reikna virði hlutagreiðslna, sem inntar voru af hendi í erlendum gjaldmiðlum, annars vegar 2. desember 2011 og hins vegar 24. maí 2012, upp í forgangskröfur skv. 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., til íslenskrar krónu eftir skráðu sölugengi viðkomandi gjaldmiðils hjá Seðlabanka Íslands þann 22. apríl 2009.

                Málskostnaður fellur niður.