Hæstiréttur íslands
Mál nr. 123/2000
Lykilorð
- Kærumál
- Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
|
|
Fimmtudaginn 23. mars 2000. |
|
Nr. 123/2000. |
Sýslumaðurinn á Akureyri(Eyþór Þorbergsson fulltrúi) gegn X(Gunnar Sólnes hrl.) Y og(Sigurður Eiríksson hdl.) Z(Árni Pálsson hrl.) |
Kærumál. Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.
Úrskurður héraðsdóms um að X, Y og Z skyldu sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson.
Varnaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kærum 15. mars 2000, sem bárust réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 15. mars 2000, þar sem varnaraðilunum var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 29. mars nk. kl. 15. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðilarnir Hákon og Einar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Varnaraðilinn Haukur krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími.
Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
Það athugast að réttara hefði verið að sóknaraðili leitaði gæsluvarðhalds sérstaklega yfir hverjum varnaraðila fyrir sig, svo og að fjallað hefði verið um mál hvers þeirra í sjálfstæðum úrskurði.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 15. mars 2000.
Mál þetta barst dóminum í dag með bréfi sýslumannsins á Akureyri, dags. í dag, og var þegar tekið til úrskurðar eftir að skýrslur höfðu verið teknar af kærðu hér fyrir dóminum.
Er krafa sýslumannsins á Akureyri sú að X, [...], Y, [...], og Z, [...],verði allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 29. mars n.k.
[...]
Kveðst sýslumaður byggja kröfu sína á a-lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19, 1991.
Kærðu hafa hér fyrir dóminum allir mótmælt kröfu um gæsluvarðhald.
Kærðu hafa allir gefið frumskýrslur hjá lögreglu, sem lagðar eru fram í málinu. Þá liggja fyrir í málinu skýrslur lögreglunnar um húsleit og símahleranir hjá kærðu og eru gögn þessi í samræmi við framangreint og skjóta stoðum undir þann grun lögreglu að kærðu hafi allir framið eða átt þátt í að fremja brot á ákvæðum laga um meðferð og sölu fíkniefna, með kaupum, neyslu og dreifingu fíkniefna. Þykja skilyrði a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19, 1991 vera fyrir hendi skv. framansögðu til að taka kröfu sýslumannsins til greina og verða kærðu því allir úrskurðaðir til að sæta gæsluvarðhaldi til miðvikudagsins 29. mars árið 2000 kl. 15:00.
Úrskurð þennan kveður upp Freyr Ófeigsson dómstjóri.
Á l y k t a r o r ð:
Kærðu, X, [...], Y, [...], og Z, [...], sæti hver um sig gæsluvarðhaldi til 29. mars 2000 kl. 15:00.