Hæstiréttur íslands
Mál nr. 759/2009
Lykilorð
- Kærumál
- Gjaldþrotaskipti
- Sértökuréttur
- Kröfugerð
|
|
Miðvikudaginn 20. janúar 2010. |
|
Nr. 759/2009. |
Quick Bauprodukte GmbH (Skarphéðinn Pétursson hrl.) gegn þrotabúi Tækja, tóla og byggingavara ehf. (Steinunn Guðbjartsdóttir hrl.) |
Kærumál. Gjaldþrot. Sértökuréttur. Kröfugerð.
Í dómi Hæstaréttar kom fram að þegar skiptastjóri vísi ágreiningi til héraðsdóms samkvæmt 120. gr., sbr. 171. gr., laga nr. 21/1991 séu ekki aðrar kröfur til meðferðar fyrir dómi en þær sem skiptastjóri hafi tiltekið. Með hliðsjón af því var litið svo á að krafa Q í málinu væri um að þrotabú T ehf. afhenti honum vörur sem það kvaðst hafa selt T ehf. með eignarréttarfyrirvara. Fram komi í gögnum málsins að einungis hluta varanna hafi verið að finna á lager T ehf. nokkrum dögum fyrir gjaldþrot þess. Það sé skilyrði fyrir afhendingu eignar úr þrotabú eftir 109. gr. laga nr. 21/1991 að eignin sé í vörslu þrotabúsins. Krafa Q um afhendingu væri sett fram án tilgreiningar á því hvaða munir væru enn í vörslum þrotabúsins. Þessi annmarki á kröfunni valdi því að ekki séu skilyrði til að verða við henni. Var úrskurður héraðsdóms staðfestur þegar af þessari ástæðu.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Jón Steinar Gunnlaugsson.
Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. desember 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. desember 2009, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um viðurkenningu á eignarhaldi hans gagnvart varnaraðila á tilteknum vörum, að sértökukrafa hans gagnvart varnaraðila um afhendingu varanna næði fram að ganga og varnaraðila yrði gert að afhenda vörurnar án tafar. Kæruheimild er í 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess að framangreindar kröfur verði teknar til greina. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.
Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.
Í 1. mgr. 109. gr. laga nr. 21/1991 er að finna heimild þriðja manns til að krefjast afhendingar á eign úr þrotabúi. Slíka kröfu gerði sóknaraðili á hendur varnaraðila með bréfi 30. september 2008. Skiptastjóri hafnaði kröfunni 22. október 2008 og vísaði ágreiningi sem sóknaraðili gerði um þessa afstöðu til Héraðsdóms Reykjavíkur 19. febrúar 2009 með vísan til 120. gr., sbr. 171. gr. laga nr. 21/1991. Í greinargerð til héraðsdóms 13. maí 2009 setti sóknaraðili kröfu sína fram með þeim hætti sem lýst er að framan og tekið er upp í hinn kærða úrskurð. Er þar meðal annars að finna kröfu um að „viðurkennt verði eignarhald sóknaraðila gagnvart varnaraðila á eftirfarandi vörum ...“.
Þegar skiptastjóri vísar ágreiningi til héraðsdóms samkvæmt fyrrgreindri lagaheimild eru ekki aðrar kröfur til meðferðar fyrir dómi en þær sem skiptastjóri lýsir. Með hliðsjón af þessu verður litið svo á að krafa sóknaraðila sé um að varnaraðili afhendi honum vörur sem hann kveðst hafa selt Mest ehf., síðar Tæki, tól og byggingavörur ehf., með eignarréttarfyrirvara. Hann hefur þann hátt á að krefjast afhendingar á öllum þeim vörum sem taldar eru upp á tveimur sölureikningum dagsettum 24. janúar 2008. Óumdeilt er að vörur þessar voru ætlaðar til endursölu hjá kaupanda. Í gögnum málsins, meðal annars greinargerð sóknaraðila til héraðsdóms, kemur fram að einungis hluta þeirra vara, sem krafa sóknaraðila beinist að, hafi verið að finna á lager Tækja, tóla og byggingavara ehf. 24. júlí 2008, nokkrum dögum áður en bú félagsins var tekið til gjaldþrotaskipta.
Það er skilyrði fyrir kröfu um afhendingu eignar úr þrotabúi eftir 109. gr. laga nr. 21/1991 að eign sú sem krafa beinist að sé í vörslu þrotabús. Svo sem að framan greinir tiltekur sóknaraðili í kröfu sinni muni sem hann kveðst hafa selt hinu gjaldþrota fyrirtæki í janúar 2008 án nokkurrar tilgreiningar á því hverjir þeirra séu ennþá í vörslu þrotabúsins. Þessi annmarki á kröfu sóknaraðila veldur því að ekki eru skilyrði til að verða við henni. Þegar af þessari ástæðu verður hinn kærði úrskurður staðfestur.
Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Sóknaraðili, Quick Bauprodukte GmbH, greiði varnaraðila, þrotabúi Tækja, tóla og byggingavara ehf., 200.000 krónur í kærumálskostnað.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. desember 2009.
Með bréfi skiptastjóra í þrotabúi Tækja, tóla og byggingavara ehf., mótteknu 20. febrúar 2009, var ágreiningsefni máls þessa skotið til úrlausnar dómsins. Málið var þingfest 6. mars 2009 og tekið til úrskurðar 5. nóvember sl.
Sóknaraðili er Quick Bauprodukte GmbH kt., Westendamm 3, 58239 Schwerte, Þýskalandi.
Varnaraðili er þrotabú Tækja, tóla og byggingavara ehf.
Af hálfu sóknaraðila er þess krafist að viðurkennt verði eignarhald sóknaraðila gagnvart varnaraðila á eftirfarandi vörum og að sértökukrafa sóknaraðila gagnvart varnaraðila um afhendingu varanna nái fram að ganga og varnaraðila verði gert að afhenda vörurnar án tafar.
Vörurnar eru allar úr framleiðslu sóknaraðila:
|
Vörunúmer |
Nafn |
Magn |
Verð í evrum |
|
13624 |
Special sprayer, stainless steel, 10 l |
5 |
2.092,50 |
|
22119 |
Kapo 30/3-10, with one steel clip |
1.000 |
171,20 |
|
22194 |
Supo 30 Duo |
1.000 |
297,60 |
|
14676 |
Concrete & Rock anchor BFA 15,0 S |
500 |
1.605,00 |
|
14649 |
Caster water barrier WSG 15,0 |
134 |
201,00 |
|
13623 |
Special-sprayer, stainless steel, 5 l |
5 |
1.325,00 |
|
15662 |
Joint sheet, coated on both sides |
1500 |
9.360,00 |
|
60 |
Plastic cones DK 22/15 |
45.000 |
738,00 |
|
60 |
Plastic cones DK 22/30 |
10.000 |
944,00 |
|
11415 |
Spacer Tube 22/26 |
5700 |
1.539,00 |
|
11434 |
Plastic Pug 22 |
200.000 |
3.840,00 |
|
21102 |
Plastic Rebar Spacer KKA 30 |
40.950 |
1.224,41 |
|
21103 |
Plastic Rebar Spacer KKA 35 |
76.000 |
4.694,40 |
|
21104 |
Plastic Rebar Spacer KKA 40 |
16.100 |
666,54 |
|
21105 |
Plastic Rebar Spacer KKA 50 |
9.000 |
584,10 |
|
21106 |
Plastic Rebar Spacer KKA 75 |
4.500 |
1.099,80 |
|
21205 |
Strip Spacer KL 10, L = 2 m |
5.400 |
923,94 |
|
21206 |
Strip Spacer KL 25, L = 2 m |
9.000 |
1.638,00 |
|
21207 |
Strip Spacer KL 30, L = 2 m |
6.900 |
1.341,36 |
|
21209 |
Strip Spacer KL 40, L = 2 m |
3.080 |
1.045,66 |
|
21210 |
Strip Spacer KL 50, L = 2 m |
1.550 |
659,53 |
|
15452 |
Formwork tube SR 30, L = 3,30 m |
33 |
262,68 |
|
15453 |
Formwork tube SR 35, L = 3,30 m |
33 |
348,81 |
|
15454 |
Formwork tube SR 40, L = 3,30 m |
33 |
417,78 |
|
15455 |
Formwork tube SR 45, L = 3,30 m |
33 |
481,80 |
|
15456 |
Formwork tube SR 50, L = 3,30 m |
33 |
534,60 |
|
15458 |
Formwork tube SR 60, L = 3,30 m |
33 |
738,21 |
|
22546 |
BRA 8-A-10/15, L = 1,25 m |
1.000 |
6.550,00 |
|
22547 |
BRA 8-A-10/20, L = 1,25 m |
400 |
6.400,00 |
|
22550 |
BRA 10-A-12/15, L = 1,25 m |
200 |
1.790,00 |
|
24514 |
BRA 15-B-10/15, L = 1,25 m |
500 |
6.275,00 |
|
24515 |
BRA 15-B-10/20, L = 1,25 m |
500 |
5.425,00 |
|
24517 |
BRA15-B-12/15, L = 1,25 m |
300 |
6.731,25 |
|
24522 |
BRA 20-B-10/15, L = 1,25 m |
600 |
11.025,00 |
|
24523 |
BRA 20-B-10/20, L = 1,25 m |
360 |
5.793,75 |
|
24526 |
BRA 20-B-12/15, L = 1,25 m |
120 |
2.775,00 |
|
|
Samtals |
|
91.539,92 |
Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar.
Varnaraðili gerir eftirfarandi kröfur:
1. Að kröfu sóknaraðila um viðurkenningu á eignarhaldi á vörum samkvæmt lista, í greinargerð sóknaraðila, verði hafnað.
2. Að sértökukröfu sóknaraðila um afhendingu á vörum samkvæmt lista, í greinargerð sóknaraðila, verði hafnað.
3. Jafnframt er krafist málskostnaðar.
I.
Málavextir eru þeir að með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, uppkveðnum 30. júlí 2008, var bú Tækja, tóla og byggingavara ehf., tekið til gjaldþrotaskipta. Sama dag var Steinunn Guðbjartsdóttir hrl. skipuð skiptastjóri búsins. Af hálfu sóknaraðila var lýst sértökukröfu í búið sem var hafnað af hálfu skiptastjóra með bréfi 22. október 2008. Sóknaraðili mótmælti afstöðu skiptastjóra með bréfi og ítrekaði afstöðu sína á skiptafundum. Með heimild í 120., sbr. 171. gr. gjaldþrotaskiptalaga beindi skiptastjóri ágreiningnum til úrlausnar Héraðsdóms Reykjavíkur, og var bréf skiptastjóra móttekið 20. febrúar sl.
Sóknaraðili er þýskt fyrirtæki sem framleiðir meðal annars steypumót og fylgihluti, öryggisvörur á byggingarsvæði og muni sem tengjast byggingu brúa. Fyrirtækið Mest ehf. átti í viðskiptum við sóknaraðila og keypti vörur af honum. Sóknaraðili hafi síðast sent Mest ehf. vörur 24. janúar 2008 samkvæmt tveimur framlögðum reikningum, reikningi nr. 9824208, útgefnum 24. janúar 2008, vörur að andvirði 4.367,30 evrur, en samkvæmt reikningi nr. 9824209, útgefnum þann 24. janúar 2008, vörur að andvirði 87.172,62 evrur. Sóknaraðili telur upp vörurnar sem keyptar voru:
samkvæmt reikningi nr. 9824208:
|
Vörunúmer |
Nafn |
Magn |
Verð í evrum |
|
13624 |
Special sprayer, stainless steel, 10 l |
5 |
2.092,50 |
|
22119 |
Kapo 30/3-10, with one steel clip |
1.000 |
171,20 |
|
22194 |
Supo 30 Duo |
1.000 |
297,60 |
|
14676 |
Concrete & Rock anchor BFA 15,0 S |
500 |
1.605,00 |
|
14649 |
Caster water barrier WSG 15,0 |
134 |
201,00 |
|
|
Samtals |
|
4.367,30 |
samkvæmt reikning nr. 9824209:
|
Vörunúmer |
Nafn |
Magn |
Verð í evrum |
|
13623 |
Special-sprayer, stainless steel, 5 l |
5 |
1.325,00 |
|
15662 |
Joint sheet, coated on both sides |
1500 |
9.360,00 |
|
60 |
Plastic cones DK 22/15 |
45.000 |
738,00 |
|
60 |
Plastic cones DK 22/30 |
10.000 |
944,00 |
|
11415 |
Spacer Tube 22/26 |
5700 |
1.539,00 |
|
11434 |
Plastic Pug 22 |
200.000 |
3.840,00 |
|
21102 |
Plastic Rebar Spacer KKA 30 |
40.950 |
1.224,41 |
|
21103 |
Plastic Rebar Spacer KKA 35 |
76.000 |
4.694,40 |
|
21104 |
Plastic Rebar Spacer KKA 40 |
16.100 |
666,54 |
|
21105 |
Plastic Rebar Spacer KKA 50 |
9.000 |
584,10 |
|
21106 |
Plastic Rebar Spacer KKA 75 |
4.500 |
1.099,80 |
|
21205 |
Strip Spacer KL 10, L = 2 m |
5.400 |
923,94 |
|
21206 |
Strip Spacer KL 25, L = 2 m |
9.000 |
1.638,00 |
|
21207 |
Strip Spacer KL 30, L = 2 m |
6.900 |
1.341,36 |
|
21209 |
Strip Spacer KL 40, L = 2 m |
3.080 |
1.045,66 |
|
21210 |
Strip Spacer KL 50, L = 2 m |
1.550 |
659,53 |
|
15452 |
Formwork tube SR 30, L = 3,30 m |
33 |
262,68 |
|
15453 |
Formwork tube SR 35, L = 3,30 m |
33 |
348,81 |
|
15454 |
Formwork tube SR 40, L = 3,30 m |
33 |
417,78 |
|
15455 |
Formwork tube SR 45, L = 3,30 m |
33 |
481,80 |
|
15456 |
Formwork tube SR 50, L = 3,30 m |
33 |
534,60 |
|
15458 |
Formwork tube SR 60, L = 3,30 m |
33 |
738,21 |
|
22546 |
BRA 8-A-10/15, L = 1,25 m |
1.000 |
6.550,00 |
|
22547 |
BRA 8-A-10/20, L = 1,25 m |
400 |
6.400,00 |
|
22550 |
BRA 10-A-12/15, L = 1,25 m |
200 |
1.790,00 |
|
24514 |
BRA 15-B-10/15, L = 1,25 m |
500 |
6.275,00 |
|
24515 |
BRA 15-B-10/20, L = 1,25 m |
500 |
5.425,00 |
|
24517 |
BRA15-B-12/15, L = 1,25 m |
300 |
6.731,25 |
|
24522 |
BRA 20-B-10/15, L = 1,25 m |
600 |
11.025,00 |
|
24523 |
BRA 20-B-10/20, L = 1,25 m |
360 |
5.793,75 |
|
24526 |
BRA 20-B-12/15, L = 1,25 m |
120 |
2.775,00 |
|
|
Samtals |
|
87.172,62 |
Vörurnar voru afhentar kaupanda, Mest ehf., við verksmiðju sóknaraðila í Þýskalandi. Sóknaraðili kveður kostnað við flutning varanna til Íslands og ábyrgð á þeim hafa verið hjá kaupanda frá afhendingu, og reikningana hafa verið gefna út við afhendingu varanna. Þeir hafi verið með 30 daga greiðslufresti eða til 23. febrúar 2008. Vörurnar hafi verið seldar með eignarréttarfyrirvara samkvæmt almennum sölu- og sendingaskilmálum stefnanda.
Í júní 2008 blöstu við fjármálaerfiðleikar hjá Mest ehf. Ofangreindir reikningar auk reiknings nr. 9824523, útgefnum þann 3. apríl 2008 vegna flutningskostnaðar af sýnishorni, voru í vanskilum. Höfuðstóll skuldarinnar var að fjárhæð 91.689.92 evrur, en Mest ehf. greiddi 30.000 evrur inn á skuldina 25. apríl 2008 og var innborguninni ráðstafað fyrst til greiðslu dráttarvaxta, en svo til greiðslu höfuðstóls.
Vegna þessara vanskila ákvað sóknaraðili að rifta kaupsamningum um ofangreindar vörur og var honum rift með skeyti lögmanns sóknaraðila til Mest ehf. dags. 18. júlí 2008, en afhent 21. júlí 2008.
Nokkrum dögum síðar eða þann 30. júlí 2008 var Mest ehf. sem hafði þá skipt um nafn og hét Tæki, tól og byggingavörur ehf. úrskurðað gjaldþrota og var sértökukröfu lýst í þrotabúið af hálfu sóknaraðila.
II.
Krafa sóknaraðila er studd þeim rökum að eignarréttur á vörunum hafi alla tíð verið hjá sóknaraðila og aldrei færst yfir til Mest ehf. eða þrotabús þess. Vörurnar hafi verið seldar með eignarréttarfyrirvara samkvæmt þýskum réttarreglum sem feli í sér að kaupandi sé eigandi að vörunum þar til kaupverðið sé að fullu greitt. Kaupverðið hafi verið í vanskilum, og samningi því rift af hálfu sóknaraðila með skeyti afhentu 21. júlí 2008. Með því hafi sóknaraðili öðlast rétt til afhendingar varanna. Afhending til sóknaraðila hafi hins vegar ekki átt sér stað.
Krafan byggi á því að um réttarsamband milli sóknaraðila og Mest ehf. hafi farið eftir þýskum réttarreglum. Um hafi verið að ræða sendingarkaup en afhending átt sér stað við verksmiðju sóknaraðila í Þýskaland, EXW, ex works. Mest ehf. hafi greitt fyrir flutninginn og borið ábyrgð á honum.
Hluti af kaupsamningi hafi verið almennir sölu- og sendingarskilmálar sóknaraðila en í þá sé vísað á reikningseyðublaði sóknaraðila. Skilmálana sé að finna á baksíðu reikninganna og á heimasíðu sóknaraðila og hafi því verið Mest ehf. aðgengilegir. Samkvæmt þýskum rétti ríki formfrelsi og almennt sé viðurkennt að slík vísun í almenna viðskiptaskilmála á reikningseyðublöðum fullnægi skilyrðum laga, en fyrirkomulagið tíðkist í verslunarsamböndum. Þar sem kaupandinn, Mest ehf. mótmælti ekki þessum almennu viðskiptaskilmálum, hafi hann samþykkt þá þegjandi og teljist þeir þannig hluti samninga milli sóknaraðila og Mest ehf.
Í 11. gr. almennra sölu- og sendingarskilmála sóknaraðila hafi verið samið um lagaval. Þar komi fram að einungis þýskur réttur eigi að gilda milli aðila. Gert sé ráð fyrir lagavali í 1. mgr. 27. gr. inngangslaga fyrir þýsku einkamálalögbókina (EGBGB). Samkvæmt ákvæðinu gildi lagavalið fyrir samninginn í heild. Formkröfur um samninginn samkvæmt 11. gr. EGBGB séu uppfylltar, þar sem uppfylltar séu formkröfur sem gildi í öðru hvoru landinu. Þýsk lög geri almennt ráð fyrir formfrelsi og sé ákvæðið um lagaval því formlega gilt. Slíkir samningar um lagaval séu jafnframt almennt viðurkenndir í íslenskum rétti. Samningurinn um lagaval hafi því verið gildur milli sóknaraðila og Mest ehf. og þýskar réttarreglur gilt í viðskiptasambandi þeirra.
Krafa sóknaraðila byggi á eignarréttarfyrirvara sem stofnast hafi yfir öllum seldum hlutum samkvæmt 1. mgr. 6 gr. almennra viðskiptaskilmála sóknaraðila.
Samkvæmt þýskum réttarreglum hafi eignarréttarfyrirvarinn stofnast með löglegum hætti. Samningsaðilar hafi samið um eignarréttarfyrirvarann í almennum sölu- og sendingarskilmálum sóknaraðila, en þeir orðið hluti hvers kaupsamnings fyrir sig með tilvísun til þeirra á reikningseyðublaði sóknaraðila. Með því sé fullnægt ákvæðum 1. tl. 2. mgr. 305. gr. BGB.
Um eignarréttarfyrirvara gildi svo 449., 929. og 158. gr. þýsku einkamálalögbókarinnar, BGB.
Með samningi um eignarréttarfyrirvara kaupandinn, Mest ehf., öðlast rétt til að eignast vörurnar, en sá réttur verið bundin því skilyrði að kaupverð væri greitt. Mest ehf. hafi fengið vörurnar afhentar en ekki eignast þær strax, heldur aðeins fengið umráð þeirra auk tilkallsréttar bundinn greiðslu kaupverðs. Afleiðingin sé sú að eignarhald færist ekki frá seljanda til kaupanda fyrr en að uppfylltu skilyrði um greiðslu kaupverðs.
Milli aðila hafi verið samið um svokallaðan rýmkaðan eignarréttarfyrirvara, sem geri ráð fyrir að annars vegar séu allar ógreiddar kröfur hluti af samkomulaginu og hins vegar allar vörur sem til séu á lager á hverjum tímapunkti fyrir sig, óháð því hvort þær vörur sem til eru séu greiddar eða ekki. Samkvæmt þessu falli undir eignarréttarfyrirvarann allar vörur sem til séu á lager, að því verði sem útistandandi sé á hverjum tíma. Ákvæði BGB heimili slíkan eignarréttarfyrirvara eins og fram komi í lögskýringarriti Palandt, sem lagt hefur verið fram í málinu af hálfu sóknaraðila, ekki þurfi að skilgreina nánar upphæð krafna á hverjum tíma fyrir sig né þá hluti sem settir væru að veði í hvert skipti. Það nægi að unnt sé að afmarka kröfurnar og hlutina og þessu skilyrði sé fullnægt hér, kröfur hafi verið samkvæmt ógreiddum reikningum og hlutirnir á lager hjá Mest ehf.
Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum sé verð varanna sem eftir voru á lager þann 24. júlí 2008 samtals að fjárhæð 65.007,75 evrur og rúmist því vel innan þeirrar upphæðar sem útistandandi sé, að höfuðstól 91.689,92 evrur auk dráttarvaxta en að frádreginni innborgun að fjárhæð 30.000,00 evrur. Eignarréttarfyrirvarinn taki því til allra þeirra vara sem varnaraðili hafi í sínum fórum.
Aðalkrafa byggi jafnframt á því að engin breyting hafi orðið á eignarhaldi varanna með flutningi þeirra til Íslands. Málið snerti engan þriðja aðila, tilvitnaðir lagavalsskilmálar séu í fullu gildi og eignarréttarfyrirvarinn gildi áfram. Inntak réttinda breytist ekki með flutningi vara milli landa, það sé einungis beiting réttindanna sem geti verið takmörkuð samkvæmt 43. gr. inngangslaga fyrir þýsku einkamálalögbókina (EGBGB), en þessi lögbók fjalli sérstaklega um þýskan alþjóðlegan einkamálarétt.
Riftun samninganna með skeyti dags. 18. júlí 2008 hafi verið réttmæt, enda kaupandinn Mest ehf. í vanskilum með greiðslur og riftunin formlega gild. Sérstakt ákvæði um riftun sé að finna í 1. mgr. 6. gr. almennra sölu- og sendingarskilmála sóknaraðila. Riftunin teljist lögmæt ef um vanskil af hálfu kaupanda sé að ræða eins og í þessu tilfelli, samkvæmt 323. gr. BGB. Samkvæmt ákvæðum 349. gr. BGB leiði riftunin til þess að kaupandinn missi rétt sinn til umráða yfir vörunni og geti seljandinn því krafist tafarlausrar afhendingar hennar.
Með riftun á ófrágengnum og ógreiddum kaupsamningum hafi tilkallsréttur sem Mest ehf. átti gagnvart sóknaraðila fallið niður, en í honum hafi falist að geta eignast hlutina um leið og greiðsla bærist. Jafnframt hafi sóknaraðili aftur eignast ráðstöfunarrétt yfir hlutunum, en kaupandinn Mest ehf. orðið réttindalaus og átt að skila vörunum án tafar.
Við gjaldþrot þann 30. júlí Tækja, tóla og byggingavara ehf. hafi þrotabúið tekið við öllum skyldum og réttindum félagsins. Skylda til afhendingar vara í eigu sóknaraðila hafði stofnast fyrir þann tíma og færst yfir frá félaginu til þrotabúsins.
Sóknaraðili sem hafi átt eignar- og ráðstöfunarrétt yfir vörunum hafi verið knúinn til að beina sinni kröfu um afhendingu að þeim aðila sem hafði umráð yfir vörunum, og hafi það gert það með því að lýsa kröfu í þrotabúið.
Sóknaraðili vísar til ákvæða 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 sbr. stjórnskipunarlög nr. 97/1995, um friðhelgi eignarréttar en þá lagagrein verði að skýra með hliðsjón af 1. gr. samningsviðauka nr. 1 við mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994.
Jafnframt vísar sóknaraðili til þýskra lagareglna, 11. gr. EGBGB um form samninga, 27. gr. EGBGB um lagaval, 43 gr. EGBGB um rétt að hlutum, 449. gr. og 158 gr. BGB um eignaréttarfyrirvara, 305. gr. BGB um almenna viðskiptaskilmála, 323. gr. BGB um riftun, 349. gr. BGB um réttaráhrif riftunar og 929 gr. BGB um yfirfærslu eignaréttar.
Þá vísar sóknaraðili til laga nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samningaréttar, einkum 1. mgr. 3. gr. laganna, til laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup, 41. gr., og til reglna samnings Sameinuðu þjóðanna frá 1980 um alþjóðleg lausafjárkaup sbr. 1. mgr. 88. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup.
Varðandi yfirfærslu réttinda og skyldna frá félagi til þrotabús vísar hann til laga um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991, einkum til 72. gr. laganna. Málskostnaðarkrafa er studd við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 178. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti.
III.
Varnaraðili bendir á að sóknaraðili styðji kröfu sína um viðurkenningu á eignarhaldi að umræddum vörum þeim rökum að vörurnar hafi verið seldar varnaraðila með eignarréttarfyrirvara samkvæmt þýskum réttarreglum. Ennfremur því að samningi um kaupin hafi verið rift af hálfu sóknaraðila og þannig hafi hann öðlast rétt til afhendingar varanna.
Sóknaraðili byggi kröfu sína aðallega á því að um réttarsamband aðila fari eftir þýskum réttarreglum. Þessu til stuðnings bendir hann á að samkvæmt 11. gr. almennra sölu- og sendingarskilmála sóknaraðila hafi verið samið um lagaval og að þýskur réttur hafi átt að gilda milli aðila. Slíkur samningur sé heimill samkvæmt þýskum rétti. Af hálfu varnaraðila er ekki fallist á að varnaraðili hafi samþykkt að um viðskipti aðila gilti þýskur réttur. Eins og fram hafi komið hafi ekki verið gerður sérstakur kaupsamningur á milli aðila vegna viðskiptanna né heldur almennur viðskiptasamningur þeirra á milli. Ekki verði fallist á að einhliða vísun sóknaraðila til almennra söluskilmála jafngildi því að aðilar hafi samið um að þýskur réttur gilti um samningssamband þeirra. Ekkert hafi komið fram um að þessir almennu skilmálar sóknaraðila hafi verið kynntir sérstaklega fyrir varnaraðila en þegar varnaraðili fékk reikningana, þar sem þessi áskilnaður var gerður, hafi kaupin þegar verið komin á. Sóknaraðili vísi til þess að lagaval sé heimilt að þýskum rétti og vísi því til stuðnings til 1. mgr. 27. gr. inngangslaga fyrir þýsku einkamálalögbókina. Þar komi fram að samningur falli undir þau lög sem samningsaðilar velji. Ljóst sé að ákvæðið geri ráð fyrir að gerður sé sérstakur samningur á milli aðila sem m.a. taki á þessu atriði en um slíkt hafi ekki verið að ræða í viðskiptum aðila.
Ágreiningurinn varði rétthæð krafna á hendur þrotabúi sem fari eftir XVII. kafla sbr. 171. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991. Varnaraðili sé íslenskt félag, gjaldþrotaskipti þess fari fram á Íslandi og um gjaldþrotaskiptin gildi íslenskar réttarreglur. Við mat skiptastjóra á rétthæð kröfu á hendur þrotabúi verði fyrst og fremst að hafa í huga hagsmuni annarra kröfuhafa og meginreglur íslensks gjaldþrotaréttar varðandi jafnræði kröfuhafa. Varnaraðili telji það ekki á forræði aðila að semja á þá leið að erlendar réttarreglur gildi við mat á því hvort krafa eigi að njóta sértökuréttar við gjaldþrotaskipti sem fari eftir íslenskum lögum. Með öðrum orðum verði ekki talið að staðlaðir samningsskilmálar geti gilt um gjaldþrotaskipti hvað þetta varði.
Varnaraðili krefst þess að sértökukröfu sóknaraðila verði hafnað og er krafan studd þeim rökum að sértökukrafa við gjaldþrotaskipi verði ávallt að uppfylla skilyrði 109. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991. Ákvæðið sé undantekning frá meginreglu gjaldþrotalaganna um jafnræði kröfuhafa og séu því sett þröng hlutlæg skilyrði fyrir afhendingu verðmæta úr þrotabúi utan skuldaraðar til að tryggja jafnræði kröfuhafa við gjaldþrotaskipti. Ákvæðið verði að túlka mjög þröngt þar sem um forgangskröfu sé að ræða.
Varnaraðili telur í fyrsta lagi að sóknaraðili hafi ekki sýnt fram á eignarrétt sinn að vörunum. 109. gr. gjaldþrotalaga geri sönnun á eignarrétti að skilyrði en þar komi fram að afhenda skuli eign eða réttindi sem séu í vörslum þrotabús þriðja manni ef hann sannar eignarrétt sinn að þeim. Sértökukröfu sóknaraðila sé lýst á grundvelli þess að umræddar vörur hafi verið seldar með eignarréttarfyrirvara (söluveði) og vísi sóknaraðili þessu til stuðnings til almennra söluskilmála sem áritaðir séu aftan á reikninga hans til varnaraðila. Slíkir almennir söluskilmálar sóknaraðila uppfylli ekki skilyrði 35. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð sbr. 1. mgr. 38. gr. s.l. þar sem fram komi að söluveðssamningur (eignarréttarfyrirvari) verði ávallt að vera gerður skriflega en auk þessa skilyrðis komi skýrt fram í 2. mgr. 38. gr. s.l. að söluveðssamningur verði að tiltaka sérstaklega þau verðmæti sem sett séu að söluveði og að samið hafi verið um slíkt með tilgreiningu hvers munar. Eins og fram hafi komið verði ekki séð að gerður hafi verið sérstakur kaupsamningur milli aðila varðandi kaupin. Ákvæði 38. gr. laga um samningsveð beri það skýrt með sér að ekki sé nóg að vísa til almennra skilmála á baksíðu reikningsyfirlits um margskonar viðskipti heldur verði að sérgreina alla þá muni sem lagðir séu að söluveði ella sé söluveð ekki gilt sem eignarréttarfyrirvari.
Varnaraðili telur í öðru lagi að eignarréttarfyrirvari sóknaraðila sé ekki gildur þar sem hann uppfylli ekki skilyrði 36. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997. Ekki verði annað séð en að þær vörur sem varnaraðili keypti af sóknaraðila hafi verið ætlaðar til endursölu og það hafi sóknaraðila verið ljóst þegar hann seldi varnaraðila umræddar vörur. Aðalstarfsemi varnaraðila hafi falist í rekstri verslana og sölu til stærri verktaka. Sóknaraðili hafi ekki útskýrt hvaða vörur sé um að ræða samkvæmt lista í greinargerð hans og tilgreining varanna á listanum sé ekki með þeim hætti að leikmaður geti með auðveldum hætti skilið hvers konar vörur sé um að ræða. Þegar magntölurnar séu skoðaðar sé hins vegar ljóst að hér hljóti að vera um að ræða vöru sem ætluð hafi verið til endursölu en magnið fari allt upp í 200 þúsund stykki af ákveðinni vörutegund. Sóknaraðili beri sönnunarbyrði fyrir því að varan hafi ekki verið ætluð til endursölu. Meginregla 36. gr. laga um samningsveð kveði á um að óheimilt sé að setja eignarréttarfyrirvara á vörur sem ætlaðar séu til endursölu og sé því ekki unnt að semja um söluveð í þeim tilvikum. Umræddar vörur hafi ekki verið sérgreindar í vörslum varnaraðila þegar búið var tekið til gjaldþrotaskipta heldur hafi þær verið búnar að blandast öðrum vörum.
Sóknaraðili hafi ennfremur haldið því fram að með yfirlýsingu um riftun hafi hann öðlast rétt til afhendingar varanna. Ekki hafi verið gerður sérstakur samningur um viðskipti aðila og því liggi ekki fyrir samningur um heimildir til riftunar. Almenn skilyrði riftunar séu að um verulega vanefnd sé að ræða og við mat á því hvað telst veruleg vanefnd í hvert sinn verði að miða við hvað hafi tíðkast í fyrri viðskiptum aðila þegar um viðvarandi samningssamband sé að ræða. Ekki verði talið að um slíka vanefnd hafi verið að ræða í þessu tilviki heldur hafi sóknaraðili orðið þess var að fjárhagsstaða varnaraðila var orðin tæp og því freistað þess að bæta réttarstöðu sína með riftunaryfirlýsingu enda yfirlýsingin send mjög skömmu fyrir úrskurð um gjaldþrotaskipti.
Varnaraðili vísar einnig til þess að samkvæmt 4. mgr. 54. gr. laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 geti seljandi því aðeins rift sölu, eftir að kaupandi hefur móttekið vöruna, að gerður hafi verið um það sérstakur fyrirvari. Sóknaraðili hafi bent á að slíkur fyrirvari sé í almennu söluskilmálunum en eins og fram hafi komið hafi ekki verið sýnt fram á að varnaraðila hafi verið kynntir þessi skilmálar sérstaklega. Þegar hann hafi fengið reikninga þar sem skilmálarnir voru, hafi hann þegar fengið vöruna afhenta. Slíkur fyrirvari hljóti að verða að koma til vitundar kaupanda áður en varan sé afhent þannig að viðkomandi geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji gangast undir skilmálana eða ekki. Ekki verði fallist á að varnaraðili geti öðlast betri rétt á hendur þrotabúinu með einhliða yfirlýsingu sinni um riftun en aðrir kröfuhafar sem einnig áttu kröfur í vanskilum við gjaldþrotaskiptin. Þá telur varnaraðili að riftunarkrafa sóknaraðila uppfylli ekki skilyrði 2. mgr. 93. gr. gjaldþrotalaga sem heimili ekki riftun gagnvart þrotabúi nema réttarregla í réttarsambandi milli aðila heimili slíkt. Ekki hafi verið fyrir hendi sérstakur kaupsamningur (söluveðssamningur) á milli aðila um kaupin.
Samkvæmt framangreindu verði því ekki fallist á að sóknaraðili hafi sýnt fram á eignarrétt sinn að þeim vörum sem um sé að ræða né sérgreiningu þeirra hjá varnaraðila. Verði því ekki fallist á að sóknaraðili eigi sérstökurétt utan skuldaraðar. Að öllu framangreindu virtu telur varnaraðili ljóst að krafa sóknaraðila á hendur þrotabúinu njóti ekki stöðu sértökukröfu samkvæmt 109. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991, heldur sé almenn krafa samkvæmt 113. gr. s.l.
Varnaraðili vísar til laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 og þeirra meginreglna sem gilda um rétthæð krafna á hendur þrotabúi sbr. XVII kafla laganna. Þá vísar hann til laga um samningsveð nr. 75/1997, einkum ákvæða 35. gr., 36. gr. og 38. gr. þeirra laga varðandi söluveð og til laga um lausafjárkaup nr. 50/2000, einkum 54. gr. Krafa um málskostnað er reist á XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991.
IV.
Sóknaraðili byggir kröfu sína á því að hann hafi selt varnaraðila munina sem deilt er um með eignarréttarfyrirvara. Varnaraðili hafi ekki staðið skil á kaupverði og því hafi samningnum verið rift af hálfu sóknaraðila.
Deilt er um það hvort beita eigi þýskum réttarreglum við mat á hvort stofnast hafi eignarréttarfyrirvari. Sóknaraðili heldur því fram að svo sé og hefur lagt fram gögn um þýskar lagareglur á þessu sviði.
Í ákvæði á baksíðu reikninganna sem sóknaraðili gaf út segir að þýskur réttur skuli gilda í réttarsambandi aðilanna. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samningaréttar ber að líta til þýskra lagareglna um gildi ákvæðisins um lagaval. Samkvæmt þýskri reglu um lagaval fellur samningur undir þau lög sem samningsaðilar velja, sé valið nægilega ljóst. Telja verður með vísan til þessa, og með hliðsjón af ákvæðum 1. og 2. mgr. 4. gr. laga nr. 43/2000 þar sem samningurinn hefur sterkust tengsl við Þýskaland, að við mat á gildi ákvæðisins um eignarréttarfyrirvara skuli beita þýskum reglum.
Gert er ráð fyrir því í þýskri löggjöf að í viðskiptum milli atvinnurekenda sé unnt að kveða á um eignarréttarfyrirvara í almennum viðskiptaskilmálum. Almennir viðskiptaskilmálar eru samkvæmt 305. gr. einkamálalögbókar Þýskalands, allir samningsskilmálar sem eru almennt orðaðir fyrir fleiri en einn samning sem annar samningsaðili setur hinum þegar samningur er gerður. Reglur um eignarréttarfyrirvara er að finna í 449. gr. lögbókarinnar, en fram kemur að í vafatilvikum sé gert ráð fyrir að eignarréttur færist yfir með fullnaðargreiðslu kaupverðs. Samkvæmt framlögðum gögnum virðist þannig heimilt að kveða á um eignarréttarfyrirvara í almenum skilmálum, eins og gert er í máli þessu.
Fram kemur í nefndri 449. gr. að aðeins megi krefjast afhendingar hlutar hafi seljandi rift samningi. Gjalddagi reikninganna var í febrúar 2008 og sóknaraðili rifti með skeyti afhentu 21. júlí það ár. Verður því að líta svo á að sóknaraðili hafi fært nægileg rök fyrir kröfu sinni um eignarréttarfyrirvara og sértökurétt á grundvelli nefndra þýskra laga til að taka mætti hana til greina. Hins vegar er óljóst í málinu hvort vörur þær sem sértökuréttur nær til séu nægilega sérgreindar í vörslum varnaraðila. Þá virðist augljóst að hlutirnir sem hér um ræðir hafi verið ætlaðir til endursölu, sem veikir heldur málstað sóknaraðila um sértökurétt á grundvelli eignarréttar.
Líta verður til íslenskrar löggjafar um gjaldþrotaskipti og annarra réttarfarslaga við úrlausn þess hvort vörurnar sem deilt er um séu nægjanlega sérgreindar, sbr. 109 gr. gjaldþrotalaga nr. 21/1991. Fram kemur í greinargerð sóknaraðila að um er að ræða mikið magn af smávöru, allt að 200 þúsund stk. af hverri vörutegund. Ekki verður talið unnt að kveða á um það í úrskurði að tilteknir munir skuli afhentir úr þrotabúi varnaraðila, ef ekki eru líkur fyrir að munirnir séu þar nægjanlega sérgreindir og mögulegt sé að afhenda þá. Með vísan til framanritaðs og allra gagna málsins verður ekki hjá því komist að hafna öllum kröfum sóknaraðila í málinu.
Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður.
Christiane L. Bahner hdl. flutti málið af hálfu sóknaraðila og Feldís L. Óskarsdóttir hdl. af hálfu varnaraðila.
Anna M. Karlsdóttir, settur héraðsdómari, kveður upp úrskurðinn.
Úrskurðarorð:
Hafnað er öllum kröfum sóknaraðila í málinu.
Málskostnaður fellur niður.