Hæstiréttur íslands

Mál nr. 71/2004


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991


Mánudaginn 16

Mánudaginn 16. febrúar 2004.

Nr. 71/2004.

Lögreglustjórinn í Reykjavík

(Egill Stephensen saksóknari)

gegn

X

(enginn)

 

Kærumál. Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

X var gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. febrúar 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. febrúar 2004, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að varnaraðili sætti gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 26. febrúar 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verður felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími.

Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.

Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. febrúar 2004.

Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X verði á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 26. febrúar 2004 kl. 16.00.

[...] 

Kærða er grunuð um brot á lögum um ávana og fíkniefni nr. 65/1974 sem geta varðað hana fangelsisrefsingu ef sannast. [...] Rannsókn málsins er á frumstigi. Rannsóknargögn málsins veita rökstuddan grun um að fleiri en kærða kunni að tengjast málinu. Telja verður brýnt að lögreglu gefist ráðrúm til þess að yfirheyra þá aðila. Fallist er á það með lögreglustjóra að nauðsynlegt sé að kærða sæti gæslu þar sem hún geti hugsanlega torveldað rannsókn málsins, svo sem með því að hafa áhrif á vitni eða hugsanlega samseka hafi hún óskert frelsi. 

                Samkvæmt framansögðu eru að mati dómsins uppfyllt lagaskilyrði til að taka kröfu þessa til greina, sbr. a-lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og verður hún því tekin til greina eins og hún er framsett.

Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.

Úrskurðarorð

                Kærða, X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 26. febrúar 2004 kl. 16.00.