Hæstiréttur íslands

Mál nr. 697/2012


Lykilorð

  • Skjalafals
  • Fjársvik
  • Hilming
  • Hegningarauki
  • Skilorðsrof


                                     

Miðvikudaginn 19. júní 2013.

Nr. 697/2012.

Ákæruvaldið

(Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari)

gegn

Jens Tryggva Jenssyni

(Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hrl.)

Skjalafals. Fjársvik. Hilming. Hegningarauki. Skilorðsrof.

J var sakfelldur fyrir hilmingu með því að hafa veitt viðtöku á bankareikningi sínum 2.100.000 krónum sem var ávinningur af broti annars manns og með því að hafa tekið fjárhæðina í kjölfarið út af reikningnum. Var brotið talið varða við 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir skjalafals með því að hafa notað fölsuð skjöl til að blekkja með í lögskiptum og hafa þannig 19.800.000 af Íbúðalánasjóði með nánar tilteknum hætti. Var brotið talið varða við 155. gr. almennra hegningarlaga. Loks var J sakfelldur fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér 12.000.000 krónur af bankareikningi H ehf. með úttekt af reikningnum og millifærslu yfir á eigin bankareikning auk bankareikninga tveggja annarra manna, en hann hafði öðlast vörslur yfir fjármununum á grundvelli framangreinds skjalafalsbrots. Var brotið talið varða við 247. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um mikil verðmæti hefði verið að ræða sem ekki var vitað hvað hefði orðið um, brotavilji J hefði verið styrkur og einbeittur og brot hans framið í félagi við annan mann, Þ. Játning J var hins vegar virt honum til málsbóta sem og ungur aldur hans þegar brotið var framið. Þá hefði J stuðlað að því að ákæra hefði verið gefin út á hendur Þ, sem einnig var sakfelldur í héraði. J hefði hvorki haft þekkingu né burði til að skipuleggja og útfæra jafn umfangsmikið og flókið brot og væri ljóst að hann hefði ekki verið skipuleggjandi þess. Var framburður hans um að hann hefði sætt þvingunum einnig lagður til grundvallar við refsiákvörðun. Með vísan til 60. gr., 77. gr. og 78. gr. almennra hegningarlaga var refsing J ákveðin fangelsi í þrjú ár.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson.

Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 20. nóvember 2012 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að refsing ákærða verði þyngd.

Ákærði krefst mildunar á refsingu.

Fram er komið að nokkur dráttur varð á að ákæra væri gefin út eftir að rannsókn lögreglu lauk. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísun til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur.

Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir.

Dómsorð:

Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.

Ákærði, Jens Tryggvi Jensson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, samtals 315.540 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns, 251.000 krónur.

Dómur Héraðsdóms Reykjaness þriðjudaginn 30. október 2012.

             Mál þetta, sem dómtekið var 15. október 2012, er höfðað með ákæru útgefinni af sérstökum saksóknara 9. mars 2012 á hendur X, kt. [...], [...], [...], Jens Tryggva Jenssyni, kt. [...], [...], [...], Y, [...], [...], [...], Z, kt. [...], [...], [...],

„fyrir eftirtalin brot gegn almennum hegningarlögum:

I.

Á hendur ákærða Z fyrir skjalafals og fjársvik, með því að hafa notað fölsuð skjöl til að blekkja með í lögskiptum og hafa þannig 19.800.000 krónur af Íbúðalánasjóði 8. júní 2009, sem var andvirði falsaðs ÍLS-veðbréfs að fjárhæð 20.000.000 krónur, gefið út á grundvelli óundirritaðrar lánsumsóknar, sem send var Íbúðalánasjóði 28. maí 2009, af óþekktum aðila á rafrænu formi frá bókasafni [...], [...], í nafni A, án heimildar og vitneskju hans, en með umsókninni var lagt fram falsað kauptilboð um fasteignina að [...] í Reykjavík, fastanúmer [...]. Ákærði lagði fram fölsuð skjöl hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, 3. júní 2009 til að öðlast formlegt umboð til að skuldbinda félagið B ehf., kt. [...], þinglýstan eiganda fasteignarinnar að [...] í Reykjavík.  Í kjölfar þess sótti ákærði um að opna sparireikninga lögaðila í Landsbankanum (NBI hf.) fyrir B ehf. og lagði fram falsað umboð til úttekta af innlánsreikningum B ehf., 5. júní 2009.  Ákærði lagði fram hið falsaða veðbréf til þinglýsingar hjá sýslumanninum í Reykjavík 5. júní 2009, ásamt fölsuðum kaupsamningi um fasteignina að [...] í Reykjavík, og var skjölunum þinglýst á fasteignina 8. júní 2009.  Eftir móttöku veðbréfsins lagði Íbúðalánasjóður sama dag andvirði veðbréfsins, 19.800.000 krónur, inn á bankareikning B ehf. í Landsbankanum. Ákærði tók 19.799.000 krónur út af reikningnum 9. júní 2009, þar af 1.500.000 krónur í peningum en lagði samtals 9.899.000 krónur inn á bankareikninga sína, sem nánar greinir síðar í þessum kafla ákæru og samtals 8.400.000 krónur inn á bankareikninga meðákærðu X og Jens Tryggva, sem nánar greinir í kafla II. í ákæru.  

Nánar tiltekið notaði ákærði eftirfarandi fölsuð skjöl í þeim tilgangi að blekkja með þeim í lögskiptum og hafa þannig 19.800.000 krónur af Íbúðalánasjóði: 

1)       Tilkynning, dagsett 1. maí 2009, um breytingu á stjórn B ehf., kt. [...], undirrituð af ákærða Z og með fölsuðum undirritunum C, kt. [...], formanns stjórnar og D, kt. [...], varamanns í stjórn, lögð fram hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, Reykjavík 3. júní 2009, en í tilkynningunni var ákærði tilgreindur sem meðstjórnandi félagsins. 

2)       Tilkynning, dagsett 1. maí 2009, um breytingu á póstfangi/lögheimili B ehf., undirritað af ákærða Z og með falsaðri undirritun C, kt. [...],  lögð fram hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra,  Laugavegi 166, Reykjavík 3. júní 2009, en í tilkynningunni var nýtt lögheimili B ehf. tilgreint að [...], [...], á þáverandi dvalarstað ákærða Z.

3)       Tilkynning, dagsett 1. maí 2009, um breytingu á framkvæmdastjórn og prókúru hjá B ehf., með eiginhandarundirritun ákærða Z og með falsaðri undirritun D og falsaðri eiginhandarundirritun C, lögð fram hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, Reykjavík 3. júní 2009, en í tilkynningunni var ákærði Z tilgreindur sem framkvæmdastjóri félagsins og prókúruhafi og C, kt. [...], tilgreind sem prókúruhafi. 

4)       Nýjar samþykktir, dagsettar 1. maí 2009, fyrir B ehf., undirritaðar af ákærða Z en með falsaðri undirritun C, lagðar fram hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, Reykjavík, 3. júní 2009, en í samþykktunum var nýtt heimilisfang félagsins tilgreint að [...], [...]. 

5)       Umboð til úttekta af innlánsreikningum B ehf., ódagsett, undirritað af ákærða Z en með falsaðri undirritun C, kt. [...], sem stjórnarmanns B ehf. og fölsuðum undirritunum votta, þeirra E, kt. [...] og F, kt. [...], lagt fram í Landsbankanum við [...] í [...] 5. júní 2009.

6)       Kaupsamningur um fasteignina að [...] í Reykjavík, dagsettur 4. júní 2009, undirritaður af ákærða Z fyrir hönd B ehf. sem seljanda en með fölsuðum undirritunum C, fyrir hönd B ehf. sem seljanda og A sem kaupanda og fölsuðum undirritunum votta, þeirra E, kt. [...] og F, kt. [...], lagður fram til þinglýsingar hjá sýslumanninum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, 5. júní 2009. 

Kaupsamningnum var þinglýst hjá sýslumanninum í Reykjavík 8. júní 2009, þannig að A varð þinglýstur eigandi fasteignarinnar að [...] í Reykjavík.

7)       ÍLS – Veðbréf að fjárhæð 20.000.000 krónur, dagsett 4. júní 2009, með Íbúðalánasjóð sem skráðan kröfuhafa, tryggt með 1. veðrétti í fasteigninni að [...] í Reykjavík, með falsaðri undirritun A, kt. [...], sem lántaka og staðfestingu á ráðstöfun lánsfjárhæðar inn á bankareikning B nr. [...]-[...]-[...]70, falsaðri undirritun C, sem samþykkrar fyrir hönd þinglýsts eiganda og til staðfestingar á ráðstöfun lánsfjárhæðar inn á bankareikning B ehf., nr. [...]-[...]-[...]70 og fölsuðum undirritunum votta, þeirra E, kt. [...] og F, kt. [...].

Veðbréfið var lagt fram til þinglýsingar hjá sýslumanninum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, 5. júní 2009, því þinglýst 8. sama mánaðar og komið til Íbúðalánasjóðs, Borgartúni 21, Reykjavík, sem lagði sama dag 19.800.000 krónur inn á bankareikning B nr. [...]-[...]-[...]70.

Ákærði Z tók 19.799.000 krónur út af reikningnum 9. júní 2009, þar af 1.500.000 krónur í peningum, en millifærði samtals 8.400.000 krónur inn á bankareikninga meðákærðu X og Jens Tryggva, sbr. kafla II í ákæru og millifærði inn á eigin bankareikninga 9.899.000 krónur, sem hér greinir:

a.       Á bankareikning nr. [...]-[...]-[...]52 hjá Íslandsbanka hf. 2.100.000 krónur, en ákærði Z tók sömu fjárhæð út af reikningnum í útibúi Íslandsbanka við [...] í [...] 9. júní 2009.

b.       Á bankareikning nr. [...]-[...]-[...]66 hjá Íslandsbanka hf. 2.100.000 krónur, en ákærði Z tók sömu fjárhæð út af reikningum í útibúi Íslandsbanka hf. við [...] í [...] 9. júní 2009.

c.        Á bankareikning nr. [...]-[...]-[...]16 hjá Landsbankanum 1.499.000 krónur, en ákærði Z tók 1.588.700 krónur út af reikningnum í útibúi Landsbankans við [...] í [...] 9. júní 2009.

d.       Á bankareikning nr. [...]-[...]-[...]91 hjá Nýja Kaupþing banka hf. 2.100.000 krónur, en ákærði Z tók sömu fjárhæð út af reikningnum í útibúi Nýja Kaupþings banka hf. í [...], [...] 9. júní 2009.

e.        Á bankareikning nr. [...]-[...]-[...]83 hjá Nýja Kaupþing banka hf. 2.100.000 krónur, en ákærði Z tók sömu fjárhæð út af reikningnum í útibúi Nýja Kaupþings banka hf. í [...], [...] 9. júní 2009.

II.

Á hendur ákærðu X og Jens Tryggva fyrir hylmingu, en til vara peningaþvætti, með því að hafa veitt viðtöku á bankareikningum sínum samtals 8.400.000 krónum, sem var ávinningur af broti því sem lýst er í kafla I og ákærði Z millifærði 9. júní 2009 af bankareikningi B ehf. nr. [...]-[...]-[...]70 hjá Landsbankanum, [...] í [...] yfir á bankareikninga ákærðu, og jafnframt með því að hafa tekið fjárhæðirnar í kjölfarið út af reikningunum, en þannig tóku ákærðu þátt í ávinningi af brotinu og aðstoðuðu ákærða Z til þess að halda ávinningi brotins, þrátt fyrir að ákærðu hafi hlotið að vera það ljóst að um ólöglega fengið fé væri að ræða.  Háttsemi ákærðu var sem hér greinir: 

1)       Ákærði X veitti viðtöku á eftirfarandi bankareikningum sínum samtals 6.300.000 krónum og ráðstafaði með eftirgreindum hætti:

a.       Á bankareikningi nr. [...]-[...]-[...]25 hjá Nýja Kaupþing banka hf. 2.100.000 krónum, en ákærði X tók 2.099.000 krónur út af reikningnum í útibúi Nýja Kaupþings banka hf. við [...] í [...] 9. júní 2009.

b.       Á bankareikningi nr. [...]-[...]-[...]90 hjá Landsbankanum 2.100.000 krónum, en ákærði X tók 2.175.500 krónur út af reikningnum í útibúi Landsbankans við [...] í [...] 9. júní 2009.

c.        Á bankareikningi nr. [...]-[...]-[...]690 hjá Byr Sparisjóði 2.100.000 krónum, en ákærði X millifærði alla fjárhæðina á bankareikning nr. [...]-[...]-[...]98 hjá Byr Sparisjóði, tók út 1.000.000 krónur í peningum af reikningnum í útibúi Byrs í [...] í [...], 9. júní 2009 og 1.099.000 krónur síðar sama dag í sama útibúi, þar af 1.000.000 krónur í peningum og millifærði 98.900 krónur inn á bankareikning nr. [...]-[...]-[...]90, en ákærði tók 99.000 krónur sama dag út af reikningnum í útibúi Landsbankans við [...] í [...].

2)       Ákærði Jens Tryggvi veitti viðtöku á bankareikningi nr. [...]-[...]-[...]79 í Íslandsbanka hf. 2.100.000 krónum, en ákærði Jens Tryggvi tók alla fjárhæðina út af reikningnum í útibúi Íslandsbanka við [...] í [...] 9. júní 2009. 

III.

Á hendur ákærða Jens Tryggva fyrir skjalafals og fjársvik, með því að hafa notað fölsuð skjöl til að blekkja með í lögskiptum og hafa þannig 19.800.000 krónur af Íbúðalánasjóði, 2. júlí 2009, sem var andvirði falsaðs ÍLS-veðbréfs að fjárhæð 20.000.000 krónur, sem gefið var út á grundvelli óundirritaðrar lánsumsóknar, sem send var Íbúðalánasjóði 18. júní 2009, af óþekktum aðila á rafrænu formi frá [...] í [...] í nafni G án heimildar og vitneskju hennar.  Ákærði lagði fram fölsuð skjöl hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, 29. júní 2009 til að öðlast formlegt umboð til að skuldbinda félagið H ehf., kt. [...], þinglýstan eiganda fasteignarinnar að [...] í Reykjavík, fastanúmer [...].  Ákærði lagði fram hið falsaða veðbréf til þinglýsingar hjá sýslumanninum í Reykjavík 1. júlí 2009, ásamt fölsuðum kaupsamningi um fasteignina að [...] í Reykjavík og var skjölunum þinglýst 2. júlí 2009.  Eftir móttöku veðbréfsins lagði Íbúðalánasjóður, sama dag andvirði veðbréfsins, 19.800.000 krónur inn á reikning H ehf. Ákærði tók 31.800.000 krónur út af bankareikningnum 3. júlí 2009, en það var andvirði veðbréfsins auk 12.000.000 króna sem voru fyrir á greindum bankareikningi, sbr. IV. kafla ákæru og lagði 4.542.858 krónur inn á bankareikninga sína, sem nánar greinir síðar í þessum kafla ákæru og samtals 27.257.142 krónur inn á bankareikninga meðákærðu X og Y, sem nánar greinir í V. kafla  ákæru. 

Nánar tiltekið notaði ákærði eftirfarandi fölsuð skjöl í þeim tilgangi að blekkja með þeim í lögskiptum og hafa þannig 19.800.000 krónur af Íbúðalánasjóði: 

1)       Tilkynning, dagsett 1. júní 2009, um breytingu á stjórn H ehf., kt. [...], undirrituð af ákærða Jens Tryggva og með fölsuðum undirritunum I, kt. [...], meðstjórnanda og J, kt. [...], varamanns í stjórn, lögð fram hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, Reykjavík 29. júní 2009, en  í tilkynningunni var ákærði Jens Tryggvi tilgreindur sem formaður stjórnar.

2)       Tilkynning, dagsett 1. júní 2009, um breytingu á póstfangi/lögheimili H ehf., undirrituð af ákærða Jens Tryggva og með falsaðri undirritun I, kt. [...], lögð fram hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, Reykjavík 29. júní 2009 en í tilkynningunni var lögheimili félagsins tilgreint að [...] í [...] á þáverandi dvalarstað ákærða Jens Tryggva.

3)       Tilkynning, dagsett 1. júní 2009, um breytingu á framkvæmdastjórn og prókúru hjá H ehf., með eiginhandarundirritun ákærða Jens Tryggva og með falsaðri undirritun J og falsaðri eiginhandarundirritun I, lögð fram hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, Reykjavík 29. júní 2009, en í tilkynningunni var ákærði Jens Símon tilgreindur sem prókúruhafi, auk I.

4)       Nýjar samþykktir fyrir H ehf., dagsettar 1. júní 2009, undirritaðar af ákærða Jens Tryggva og með fölsuðum undirritunum I og J, lagðar fram hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, Reykjavík 29. júní 2009, en í samþykktunum var nýtt heimilisfang félagsins tilgreint að [...] í [...].

5)       Kaupsamningur um fasteignina að [...] í Reykjavík, dagsettur 29. júní 2009, undirritaður af ákærða Jens Tryggva fyrir hönd H ehf. sem seljanda, en með fölsuðum undirritunum I, f.h. H ehf. sem seljanda og G, sem kaupanda  og  fölsuðum undirritunum votta, þeirra K, kt. [...] og L, kt. [...], lagður fram til þinglýsingar hjá sýslumanninum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, 1. júlí 2009. 

Kaupsamningnum var þinglýst hjá sýslumanninum í Reykjavík 2. júlí 2009, þannig að G varð þinglýstur eigandi fasteignarinnar að [...] í Reykjavík.

6)       ÍLS – Veðbréf, að fjárhæð 20.000.000 krónur, dagsett 29. júní 2009, með Íbúðalánasjóð sem skráðan kröfuhafa, tryggt með 1. veðrétti í fasteigninni að [...] í Reykjavík, með falsaðri undirritun G, kt. [...], sem lántaka og staðfestingu á ráðstöfun lánsfjárhæðar inn á bankareikning H ehf., nr. [...]-[...]-[...]10, falsaðri undirritun I, sem samþykks fyrir hönd  þinglýsts eiganda og staðfestingu á ráðstöfun lánsfjárhæðar inn á bankareikning H ehf., nr. [...]-[...]-[...]10, og fölsuðum undirritunum votta, þeirra K, kt. [...] og L, kt. [...].

Veðbréfið var lagt fram til þinglýsingar hjá sýslumanninum í Reykjavík 1. júlí 2009 því þinglýst 2. júlí 2009 og komið til Íbúðalánasjóðs, Borgartúni 21, Reykjavík, sem lagði sama dag 19.800.000 krónur inn á bankareikning H ehf. nr. [...]-[...]-[...]10. 

7)       Umboð til úttektar fyrir bankareikninga H ehf., nr. [...]-[...]-[...]10 og [...]-[...]-[...]72, dagsett 3. júlí 2009, með rithandarsýni ákærða Jens Tryggva sem umboðshafa og fölsuðum undirritunum I, kt. [...] og J, kt. [...] og fölsuðum undirritunum votta, þeirra M, kt. [...] og N, kt. [...], lagt fram í Íslandsbanka hf., [...]útibúi í  Reykjavík 3. júlí 2009, en samkvæmt skjalinu var ákærða Jens Tryggva veitt umboð til úttektar af greindum bankareikningum. 

Ákærði tók 31.800.000 krónur út af bankareikningi nr. [...]-[...]-[...]10, 3. júlí 2009 en það var andvirði veðbréfsins, auk andlags brots samkvæmt IV. kafla ákæru og lagði þar af 4.542.858 krónur inn á eigin bankareikning nr. [...]-[...]-[...]79 hjá Íslandsbanka hf., en tók stærstan hluta fjárhæðarinnar sama dag út af reikningnum, 2.500.000 krónur í Íslandsbanka hf., [...] og 2.040.000 krónur í Íslandsbanka hf. við [...] í [...], en lagði samtals 27.257.142 krónur inn á bankareikninga ákærðu X og Y eins og lýst er í V. kafla  ákæru.

IV.

Á hendur ákærða Jens Tryggva fyrir fjárdrátt, en til vara umboðssvik, með því að hafa 3. júlí 2009 dregið sér 12.000.000 krónur af bankareikningi H ehf. nr. [...]-[...]-[...]10 í Íslandsbanka hf., [...] í [...] með úttekt af reikningnum og millifærslu yfir á eigin bankareikninga og bankareikninga ákærðu X og Y, líkt og lýst er í niðurlagi III. kafla ákæru, en ákærði Jens Tryggvi hafði öðlast vörslur yfir fjármununum með háttsemi þeirri sem lýst er í kafla  III. 3) og III. 7) í ákæru og misnotaði þá aðstöðu sem hann hafði komist í með þeirri háttsemi.

V.

Á hendur ákærðu X og Y fyrir hylmingu, en til vara peningaþvætti með því að hafa veitt viðtöku á bankareikningum sínum samtals 27.257.142 krónum sem var ávinningur af brotum þeim sem lýst er í III. og IV. kafla ákæru og ákærði Jens Tryggvi millifærði 3. júlí 2009 af bankareikningi H ehf. nr. [...]-[...]-[...]10 hjá Íslandsbanka hf., [...] í [...] og jafnframt með því að hafa tekið fjárhæðirnar í kjölfarið út af reikningunum, en þannig tóku ákærðu þátt í ávinningi af brotunum og aðstoðuðu ákærða Jens Tryggva til þess að halda ávinningi brotanna, þrátt fyrir að ákærðu hafi hlotið að vera það ljóst að um ólöglega fengið fé væri að ræða. Háttsemi ákærðu var sem hér greinir:

1)       Ákærði X veitti viðtöku á eftirfarandi bankareikningum sínum samtals 13.628.571 krónum og ráðstafaði með eftirgreindum hætti:

a.       Á bankareikningi nr. [...]-[...]-[...]25 hjá Nýja Kaupþing banka hf. 4.542.857 krónum, en ákærði X tók 2.000.000 krónur út af reikningnum í útibúi Kaupþings við [...] í [...] og 2.543.000 krónur út af reikningnum í útibúi Kaupþings, [...] í [...] 3. júlí 2009.

b.       Á bankareikningi nr. [...]-[...]-[...]90 hjá Landsbankanum 4.542.857 krónum, en ákærði X tók 1.000.000 krónur út af reikningnum í útibúi Landsbankans við [...] í [...] 1.000.000 krónur í útibúi Landsbankans í [...] í [...] og 2.500.000 krónur í útibúi Landsbankans við [...] í [...] 3. júlí 2009.

c.        Á bankareikningi nr. [...]-[...]-[...]47 hjá Íslandsbanka 4.542.857 krónum, en ákærði X tók 2.500.000 krónur út af reikningnum í útibúi Íslandsbanka við [...] í [...] og 2.040.000 krónur í útibúi Íslandsbanka við [...] í [...] 3. júlí 2009. 

2)       Ákærði Y veitti viðtöku á eftirfarandi bankareikningum sínum samtals 13.628.571 krónum og ráðstafaði með eftirgreindum hætti:

a.       Á bankareikningi nr. [...]-[...]-[...]36 í Nýja Kaupþing banka hf. 4.542.857 krónum, en ákærði Y tók 2.500.000 krónur út af reikningnum í útibúi Kaupþings við [...] í [...] og 2.043.000 krónur í útibúi Kaupþings í [...], [...] 3. júlí 2009. 

b.       Á bankareikningi nr. [...]-[...]-[...]64 í Íslandsbanka hf. 4.542.857 krónum, en ákærði Y tók 2.500.000 krónur út af reikningnum í útibúi Íslandsbanka hf., [...] í [...] og 2.000.000 krónur í útibúi Íslandsbanka, [...] í [...] 3. júlí 2009.

c.        Á bankareikningi nr. [...]-[...]-[...]766 í Landsbankanum 4.542.857 krónum, en ákærði Y tók 2.500.000 krónur út af reikningnum í útibúi Landsbankans við [...] í [...] og 2.042.857 krónur í útibúi Landsbankans við [...] í [...] 3. júlí 2009.

VI.

Telst háttsemi ákærða Z samkvæmt I. kafla og háttsemi ákærða Jens Tryggva samkvæmt III. kafla ákæru varða við 155. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Telst háttsemi ákærða Jens Tryggva samkvæmt IV. kafla ákæru varða við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara við 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 

Telst háttsemi ákærðu X og Jens Tryggva samkvæmt II. kafla og háttsemi ákærðu X og Y samkvæmt V. kafla ákæru aðallega varða við 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara við 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 10/1997.

Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. 

Þess er krafist að ákærði Y verði dæmdur til að sæta upptöku á ökutækinu [...], með vísan til 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 10/1997.“

             Hinn 16. maí 2012 var mál nr. S-237/2012, sem var höfðað á hendur ákærða Y með ákæru sérstaks saksóknara, útgefinni 28. mars 2012, sameinað þessu máli, sbr. heimild í 1. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þar eru ákærða gefin að sök eftirtalin brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni:

1.         Eignaspjöll, með því að hafa, sunnudaginn 12. september 2010, kastað grjóti í 138*149 cm rúðu á framhlið lögreglustöðvarinnar við Flatahraun 11 í Hafnarfirði, með þeim afleiðingum að ytra byrði rúðunnar brotnaði.

             Þetta er talið varða við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

             Í málinu gerir O, kt. [...], fyrir hönd Fasteigna ríkissjóðs, þá kröfu að ákærði verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð 121.125 krónur. Krafist er vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá tjónsdegi en síðan dráttarvaxta samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga til greiðsludags.

2.         Brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa laugardaginn 11. júní 2011, í tveimur bílskúrum að [...] í [...], haft í vörslum sínum samtals 10 kannabisplöntur og að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur.

             Þetta er talið varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2011, og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002.

             Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig er þess krafist að 10 kannabisplöntur verði gerðar upptækar samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. lög nr. 10/1997 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Þá er krafist upptöku á 3 ræktunartjöldum, 3 straumbreytum, 4 hitamælum, 4 viftum, 11 gróðurhúsalömpum og 2 loftsíum sem hald var lagt á samkvæmt 7. mgr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 10/1997 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001.

             Hinn 24. maí 2012 var þingfest framhaldsákæra, útgefin 16. maí 2012, á hendur ákærða Þ, kt. [...], [...], [...]. Framhaldsákæran var gefin út með vísan til 1. mgr. 153. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, vegna upplýsinga sem ekki voru fyrirliggjandi við útgáfu framangreindrar ákæru, dags. 9. mars 2012.

             Í framhaldsákæru er ákært „fyrir eftirtalin brot gegn almennum hegningarlögum (viðbætur við texta upphaflegrar ákæru eru skáletraðar): 

I.

Á hendur ákærða Þ ásamt ákærða Z fyrir skjalafals og fjársvik, með því að hafa notað fölsuð skjöl til að blekkja með í lögskiptum og hafa þannig 19.800.000 krónur af Íbúðalánasjóði 8. júní 2009, sem var andvirði falsaðs ÍLS-veðbréfs að fjárhæð 20.000.000 krónur, gefið út á grundvelli óundirritaðrar lánsumsóknar, sem send var Íbúðalánasjóði 28. maí 2009, af óþekktum aðila á rafrænu formi frá bókasafni [...], [...], í nafni A, án heimildar og vitneskju hans, en með umsókninni var lagt fram falsað kauptilboð um fasteignina að [...] í Reykjavík, fastanúmer [...]. Ákærði Z lagði fram fölsuð skjöl hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, 3. júní 2009 til að öðlast formlegt umboð til að skuldbinda félagið B ehf., kt.[...], þinglýstan eiganda fasteignarinnar að [...] í Reykjavík.  Í kjölfar þess sótti ákærði Z um að opna sparireikninga lögaðila í Landsbankanum (NBI hf.) fyrir B ehf. og lagði fram falsað umboð til úttekta af innlánsreikningum B ehf., 5. júní 2009.  Ákærði Z lagði fram hið falsaða veðbréf til þinglýsingar hjá sýslumanninum í Reykjavík 5. júní 2009, ásamt fölsuðum kaupsamningi um fasteignina að [...] í Reykjavík, og var skjölunum þinglýst á fasteignina 8. júní 2009.  Eftir móttöku veðbréfsins lagði Íbúðalánasjóður sama dag andvirði veðbréfsins, 19.800.000 krónur, inn á bankareikning B ehf. í Landsbankanum. Ákærði Z tók 19.799.000 krónur út af reikningnum 9. júní 2009, þar af 1.500.000 krónur í peningum en lagði samtals 9.899.000 krónur inn á bankareikninga sína, sem nánar greinir síðar í þessum kafla ákæru og samtals 8.400.000 krónur inn á bankareikninga meðákærðu X og Jens Tryggva, sem nánar greinir í kafla II. í ákæru, útgefinni 9. mars 2012.  

Ákærði Þ aflaði upplýsinga og gagna varðandi félagið B ehf. í gegnum kerfi Creditinfo og Landskrár fasteigna, þar á meðal undirritaðra skjala varðandi fasteignina að [...] í Reykjavík og B ehf., og annarra undirritaðra skjala, þannig að unnt væri að líkja eftir undirritunum og falsa þannig þau skjöl sem notuð voru, útbjó skjölin sem notuð voru og lagði fyrir ákærða Z að undirrita skjölin í eigin nafni og falsa undirritanir annarra á skjölin, þar á meðal votta, og gaf honum fyrirmæli um hvar hann ætti að framvísa skjölunum.

Nánar tiltekið notuðu ákærðu eftirfarandi fölsuð skjöl í þeim tilgangi að blekkja með þeim í lögskiptum og hafa þannig 19.800.000 krónur af Íbúðalánasjóði: 

8)       Tilkynning, dagsett 1. maí 2009, um breytingu á stjórn B ehf., kt. [...], undirrituð af ákærða Z og með fölsuðum undirritunum C, kt. [...], formanns stjórnar og D, kt. [...], varamanns í stjórn, lögð fram hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, Reykjavík 3. júní 2009, en í tilkynningunni var ákærði Z tilgreindur sem meðstjórnandi félagsins. 

9)       Tilkynning, dagsett 1. maí 2009, um breytingu á póstfangi/lögheimili B ehf., undirritað af ákærða Z og með falsaðri undirritun C, kt. [...],  lögð fram hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra,  Laugavegi 166, Reykjavík 3. júní 2009, en í tilkynningunni var nýtt lögheimili B ehf. tilgreint að [...], [...], á þáverandi dvalarstað ákærða Z.

10)   Tilkynning, dagsett 1. maí 2009, um breytingu á framkvæmdastjórn og prókúru hjá B ehf., með eiginhandarundirritun ákærða Z og með falsaðri undirritun D og falsaðri eiginhandarundirritun C, lögð fram hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, Reykjavík 3. júní 2009, en í tilkynningunni var ákærði Z tilgreindur sem framkvæmdastjóri félagsins og prókúruhafi og C, kt. [...], tilgreind sem prókúruhafi. 

11)   Nýjar samþykktir, dagsettar 1. maí 2009, fyrir B ehf., undirritaðar af ákærða Z en með falsaðri undirritun C, lagðar fram hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, Reykjavík, 3. júní 2009, en í samþykktunum var nýtt heimilisfang félagsins tilgreint að [...], [...]. 

12)   Umboð til úttekta af innlánsreikningum innlánsreikningum B ehf., ódagsett, undirritað af ákærða Z en með falsaðri undirritun C, kt. [...], sem stjórnarmanns B ehf. og fölsuðum undirritunum votta, þeirra E, kt. [...] og F, kt. [...], lagt fram í Landsbankanum við [...] í [...] 5. júní 2009.

13)   Kaupsamningur um fasteignina að [...] í Reykjavík, dagsettur 4. júní 2009, undirritaður af ákærða Z fyrir hönd B ehf. sem seljanda en með fölsuðum undirritunum C, fyrir hönd B ehf. sem seljanda og A sem kaupanda og fölsuðum undirritunum votta, þeirra E, kt. [...] og F, kt. [...], lagður fram til þinglýsingar hjá sýslumanninum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, 5. júní 2009. 

Kaupsamningnum var þinglýst hjá sýslumanninum í Reykjavík 8. júní 2009, þannig að að A varð þinglýstur eigandi fasteignarinnar að [...] í Reykjavík.

14)   ÍLS – Veðbréf að fjárhæð 20.000.000 krónur, dagsett 4. júní 2009, með Íbúðalánasjóð sem skráðan kröfuhafa, tryggt með 1. veðrétti í fasteigninni að [...] í Reykjavík, með falsaðri undirritun A, kt. [...], sem lántaka og staðfestingu á ráðstöfun lánsfjárhæðar inn á bankareikning B nr. [...]-[...]-[...]70, falsaðri undirritun C, sem samþykkrar fyrir hönd þinglýsts eiganda og til staðfestingar á ráðstöfun lánsfjárhæðar inn á bankareikning B ehf., nr. [...]-[...]-[...]70 og fölsuðum undirritunum votta, þeirra E, kt. [...] og F, kt. [...].

Veðbréfið var lagt fram til þinglýsingar hjá sýslumanninum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, 5. júní 2009, því þinglýst 8. sama mánaðar og komið til Íbúðalánasjóðs, Borgartúni 21, Reykjavík, sem lagði sama dag 19.800.000 krónur inn á bankareikning B nr. [...]-[...]-[...]70.

Ákærði Z tók 19.799.000 krónur út af reikningnum 9. júní 2009, þar af 1.500.000 krónur í peningum, en millifærði samtals 8.400.000 krónur inn á bankareikninga meðákærðu X og Jens Tryggva, sbr. kafla II í ákæru, útgefinni 9. mars 2012 og millifærði inn á eigin bankareikninga 9.899.000 krónur, sem hér greinir:

f.        Á bankareikning nr. . [...]-[...]-[...]52 hjá Íslandsbanka hf. 2.100.000 krónur, en ákærði Z tók sömu fjárhæð út af reikningnum í útibúi Íslandsbanka við [...] í [...] 9. júní 2009.

g.        Á bankareikning nr. [...]-[...]-[...]66 hjá Íslandsbanka hf. 2.100.000 krónur, en ákærði Z tók sömu fjárhæð út af reikningum í útibúi Íslandsbanka hf. við [...] í [...] 9. júní 2009.

h.       Á bankareikning nr. [...]-[...]-[...]16 hjá Landsbankanum 1.499.000 krónur, en ákærði Z tók 1.588.700 krónur út af reikningnum í útibúi Landsbankans við [...] í [...] 9. júní 2009.

i.         Á bankareikning nr. . [...]-[...]-[...]91 hjá Nýja Kaupþing banka hf. 2.100.000 krónur, en ákærði Z tók sömu fjárhæð út af reikningnum í útibúi Nýja Kaupþings banka hf. í [...], [...] 9. júní 2009.

j.         Á bankareikning nr. [...]-[...]-[...]83 hjá Nýja Kaupþing banka hf. 2.100.000 krónur, en ákærði Z tók sömu fjárhæð út af reikningnum í útibúi Nýja Kaupþings banka hf. í [...], [...] 9. júní 2009.

II.

(samsvarar kafla III í ákæru, útgefinni 9. mars 2012)

Á hendur ákærða Þ ásamt ákærða Jens Tryggva fyrir skjalafals og fjársvik, með því að hafa notað fölsuð skjöl til að blekkja með í lögskiptum og hafa þannig 19.800.000 krónur af Íbúðalánasjóði, 2. júlí 2009, sem var andvirði falsaðs ÍLS-veðbréfs að fjárhæð 20.000.000 krónur, sem gefið var út á grundvelli óundirritaðrar lánsumsóknar, sem send var Íbúðalánasjóði 18. júní 2009, af óþekktum aðila á rafrænu formi frá [...] í [...] í nafni G án heimildar og vitneskju hennar.  Ákærði Jens Tryggvi lagði fram fölsuð skjöl hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, 29. júní 2009 til að öðlast formlegt umboð til að skuldbinda félagið H ehf., kt. 441292-2959, þinglýstan eiganda fasteignarinnar að [...] í Reykjavík, fastanúmer [...].  Ákærði Jens Tryggvi lagði fram hið falsaða veðbréf til þinglýsingar hjá sýslumanninum í Reykjavík 1. júlí 2009, ásamt fölsuðum kaupsamningi um fasteignina að [...] í Reykjavík og var skjölunum þinglýst 2. júlí 2009.  Eftir móttöku veðbréfsins lagði Íbúðalánasjóður, sama dag andvirði veðbréfsins, 19.800.000 krónur inn á reikning H ehf. Ákærði Jens Tryggvi tók 31.800.000 krónur út af bankareikningnum 3. júlí 2009, en það var andvirði veðbréfsins auk 12.000.000 króna sem voru fyrir á greindum bankareikningi, sbr. IV. kafla ákæru, útgefinni 9. mars 2012 og lagði 4.542.858 krónur inn á bankareikninga sína, sem nánar greinir síðar í þessum kafla ákæru og samtals 27.257.142 krónur inn á bankareikninga meðákærðu X og Y, sem nánar greinir í V. kafla ákæru, útgefinni 9. mars 2012. 

Ákærði Þ aflaði upplýsinga og gagna varðandi félagið H ehf., í gegnum kerfi Landskrár fasteigna um fasteignina að [...] í Reykjavík og þáverandi heimilisfang G að [...] í [...], en sótt var um lánið í hennar nafni, útbjó skjölin sem notuð voru, lagði fyrir ákærða Jens Tryggva að undirrita þau í eigin nafni og gaf ákærða Jens Tryggva fyrirmæli um hvar hann ætti að framvísa skjölunum.

Nánar tiltekið notuðu ákærðu eftirfarandi fölsuð skjöl í þeim tilgangi að blekkja með þeim í lögskiptum og hafa þannig 19.800.000 krónur af Íbúðalánasjóði: 

8)       Tilkynning, dagsett 1. júní 2009, um breytingu á stjórn H ehf., kt. [...], undirrituð af ákærða Jens Tryggva og með fölsuðum undirritunum I, kt. [...], meðstjórnanda og J, kt. [...], varamanns í stjórn, lögð fram hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, Reykjavík 29. júní 2009, en  í tilkynningunni var ákærði Jens Tryggvi tilgreindur sem formaður stjórnar.

9)       Tilkynning, dagsett 1. júní 2009, um breytingu á póstfangi/lögheimili H ehf., undirrituð af ákærða Jens Tryggva og með falsaðri undirritun I, kt. [...], lögð fram hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, Reykjavík 29. júní 2009 en í tilkynningunni var lögheimili félagsins tilgreint að [...] í [...] á þáverandi dvalarstað ákærða Jens Tryggva.

10)   Tilkynning, dagsett 1. júní 2009, um breytingu á framkvæmdastjórn og prókúru hjá H ehf., með eiginhandarundirritun ákærða Jens Tryggva og með falsaðri undirritun J og falsaðri eiginhandarundirritun I, lögð fram hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, Reykjavík 29. júní 2009, en í tilkynningunni var ákærði Jens Símon tilgreindur sem prókúruhafi, auk I. 

11)   Nýjar samþykktir fyrir H ehf., dagsettar 1. júní 2009, undirritaðar af ákærða Jens Tryggva og með fölsuðum undirritunum I og J, lagðar fram hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, Reykjavík 29. júní 2009, en í samþykktunum var nýtt heimilisfang félagsins tilgreint að [...] í [...].

12)   Kaupsamningur um fasteignina að [...] í Reykjavík, dagsettur 29. júní 2009, undirritaður af ákærða Jens Tryggva fyrir hönd H ehf. sem seljanda, en með fölsuðum undirritunum I, f.h. H ehf. sem seljanda og G, sem kaupanda  og  fölsuðum undirritunum votta, þeirra K, kt. [...] og L, kt. [...], lagður fram til þinglýsingar hjá sýslumanninum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, 1. júlí 2009. 

Kaupsamningnum var þinglýst hjá sýslumanninum í Reykjavík 2. júlí 2009, þannig að G varð þinglýstur eigandi fasteignarinnar að [...] í Reykjavík.

13)   ÍLS – Veðbréf, að fjárhæð 20.000.000 krónur, dagsett 29. júní 2009, með Íbúðalánasjóð sem skráðan kröfuhafa, tryggt með 1. veðrétti í fasteigninni að [...] í Reykjavík, með falsaðri undirritun G, kt. [...], sem lántaka og staðfestingu á ráðstöfun lánsfjárhæðar inn á bankareikning H ehf., nr. [...]-[...]-[...]10, falsaðri undirritun I, sem samþykks fyrir hönd  þinglýsts eiganda og staðfestingu á ráðstöfun lánsfjárhæðar inn á bankareikning H ehf., nr. [...]-[...]-[...]10, og fölsuðum undirritunum votta, þeirra K, kt. [...] og L, kt. [...].

Veðbréfið var lagt fram til þinglýsingar hjá sýslumanninum í Reykjavík 1. júlí 2009 því þinglýst 2. júlí 2009 og komið til Íbúðalánasjóðs, Borgartúni 21, Reykjavík, sem lagði sama dag 19.800.000 krónur inn á bankareikning H ehf. nr. [...]-[...]-[...]10. 

14)   Umboð til úttektar fyrir bankareikninga H ehf., nr. [...]-[...]-[...]10 og [...]-[...]-[...]72, dagsett 3. júlí 2009, með rithandarsýni ákærða Jens Tryggva sem umboðshafa og fölsuðum undirritunum I, kt. [...] og J, kt. [...] og fölsuðum undirritunum votta, þeirra M, kt. [...] og N, kt. [...], lagt fram í Íslandsbanka hf., [...]útibúi í  Reykjavík 3. júlí 2009, en samkvæmt skjalinu var ákærða Jens Tryggva veitt umboð til úttektar af greindum bankareikningum. 

Ákærði Jens Tryggvi tók 31.800.000 krónur út af bankareikningi nr. [...]-[...]-[...]10, 3. júlí 2009 en það var andvirði veðbréfsins, auk andlags brots samkvæmt IV. kafla ákæru, útgefinni 9. mars 2012 og lagði þar af 4.542.858 krónur inn á eigin bankareikning nr. . [...]-[...]-[...]79 hjá Íslandsbanka hf., en tók stærstan hluta fjárhæðarinnar sama dag út af reikningnum, 2.500.000 krónur í Íslandsbanka hf., [...] og 2.040.000 krónur í Íslandsbanka hf. við [...] í [...], en lagði samtals 27.257.142 krónur inn á bankareikninga ákærðu X og Y eins og lýst er í V. kafla ákæru, útgefinni 9. mars 2012.

III.

Telst háttsemi ákærða Þ samkvæmt I. og II. kafla ákæru varða við 155. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. 

             Ákærði X krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins, en til vara vægustu refsingar er lög leyfa. Þá gerir verjandi kröfu um hæfilega þóknun sér til handa.

             Ákærði Jens Tryggvi krefst þess að honum verði ekki gerð refsing en til vara að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög frekast heimila og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti. Komi til þess að ákærða verði dæmd óskilorðsbundin fangelsisrefsing er þess krafist að gæsluvarðhald, sem ákærði sætti frá 23. júlí 2009 til og með 5. ágúst 2009, komi til frádráttar tildæmdri refsivist með fullri dagatölu. Þá er þess krafist að verjanda ákærða verði tildæmd hæfileg málsvarnarlaun úr ríkissjóði, þ.m.t. vegna verjandastarfa á rannsóknarstigi máls.

             Ákærði Y krefst þess að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins samkvæmt ákæru 9. mars 2012 og framhaldsákæru 16. maí 2012, en til vara að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög frekast heimila og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti. Til þrautavara er gerð sú krafa að ákærða verði gerð sú vægasta óskilorðsbundna refsing sem lög leyfa. Hvað varðar ákæru 28. mars 2012 er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Komi til þess að ákærða verði ákvörðuð óskilorðsbundin fangelsisrefsing er þess krafist að gæsluvarðhald, er ákærði sætti frá 23. júlí 2009 til og með 5. ágúst 2009, komi til frádráttar tildæmdri refsivist með fullri dagatölu. Þá er þess krafist að skipuðum verjanda ákærða verði tildæmd hæfileg málsvarnarlaun verjanda, þ.m.t. vegna verjandastarfa á rannsóknarstigi máls.

             Ákærði Z krefst þess að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög frekast heimila og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti eða að hluta. Komi til þess að ákærða verði dæmd óskilorðsbundin fangelsisrefsing er þess krafist að gæsluvarðhald, er ákærði sætti frá 23. júlí 2009 til og með 5. ágúst 2009, komi til frádráttar tildæmdri refsivist með fullri dagatölu. Þá er þess krafist að skipuðum verjanda ákærða verði tildæmd hæfileg málsvarnarlaun úr ríkissjóði, þ.m.t. vegna verjandastarfa á rannsóknarstigi máls. 

             Ákærði Þ gerir aðallega þær dómkröfur að hann verði sýknaður af öllum kröfum en til vara að honum verði gerð lægsta möguleg refsing. Þá er krafist hæfilegra málsvarnarlauna til handa verjanda og þess að málsvarnarlaunin sem og allur sakarkostnaður málsins verði greiddur úr ríkissjóði.

Ákæra 9. mars og framhaldsákæra 16. maí 2012.

I.

             Með bréfi 15. júlí 2009 lagði B ehf. fram kæru hjá lögreglu á hendur ákærða Z vegna meintra brota á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 og lögum um einkahlutafélög nr. 138/1994. Í kærubréfinu segir að hinn 13. júlí 2009 hafi forráðamenn B ehf. orðið þess áskynja að hinn 3. júlí s.á. hafi fyrirtækjaskrá móttekið skjöl sem hafi verið sögð varða félagið. Þannig hafi verið tilkynnt um breytingu á stjórn félagsins og ákærði Z verið gerður að meðstjórnanda. Einnig hafi ákærði Z verið tilgreindur sem framkvæmdastjóri og prókúruhafi. Þá hafi póstfangi félagsins og lögheimili verið breytt. Enn fremur segir í kærunni að framlögð skjöl hafi verið undirrituð af C og hluti af þeim hafi einnig verið með nafni D. Hvorki C né D hafi hins vegar undirritað skjölin og því væru þau fölsuð. Ákærða Z hafi ekki verið falin nein störf fyrir B ehf. og forráðamenn félagsins kunni engin deili á honum. Enn fremur segir í kærunni að hinn 4. júní 2009 hafi verið gerður kaupsamningur um fasteign að [...] í Reykjavík, að fjárhæð 25.080.000 krónur, og B ehf. verið tilgreindur seljandi. Kaupverðið hafi átt að greiða annars vegar með skuldabréfi, 5.080.000 krónur, og hins vegar með veðskuldabréfi frá Íbúðalánasjóði, að fjárhæð 20.000.000 króna. Samningurinn hafi verið undirritaður af ákærða Z og C, en nafn hennar hafi verið falsað. ÍLS veðbréf, með 1. veðrétti í umræddri eign, hafi verið gefið út 4. júní 2009 og ákærði Z ritað undir bréfið og nafn C verið falsað á það. Téð veðbréf hafi verið móttekið hjá sýslumanni til þinglýsingar 5. júní 2009 og það verið innfært í þinglýsingabók 8. s.m. Jafnframt segir í kærunni að 5. júní 2009 hafi verið stofnaður bankareikningur í nafni B ehf. og 8. júní 2009 hafi verið lagðar 19.800.000 krónur inn á hann, en reikningurinn hafi svo verið tæmdur. Um þetta hafi forráðamenn B ehf. ekkert vitað.  

             Í kærubréfi H ehf., dags. 16. júlí 2009, á hendur ákærða Jens Tryggva, kemur fram að hinn 15. júlí 2009 hafi komist upp um að fyrirtækjaskrá hafi móttekið fjögur skjöl 29. júní 2009 sem voru sögð varða félagið, en þau hafi verið send án vitundar og samþykkis forráðamanna félagsins. Nánar tiltekið hafi verið tilkynnt að ákærði Jens Tryggvi væri prókúruhafi félagsins og nöfn forráðamanna þess verið fölsuð á tilkynninguna. Þá hafi verið tilkynnt um flutning á lögheimili. Ákærði Jens Tryggvi hafi undirritað tilkynninguna og nöfn forráðamanna félagsins verið fölsuð á hana. Jafnframt hafi verið lagðar fram breyttar samþykktir félagsins, sem ákærði Jens Tryggvi hafi undirritað og nöfn þess verið fölsuð á þær. Þá hafi verið gerður kaupsamningur 1. júní 2009 milli H ehf. sem seljanda og G sem kaupanda á fasteign að [...] í Reykjavík. Kaupverðið hafi átt að greiða með 5.800.000 krónum í peningum og veðbréfi frá Íbúðalánasjóði að fjárhæð 20.000.000 króna. Samningurinn hafi verið undirritaður af ákærða Jens Tryggva og I fyrir hönd H ehf. Umræddur kaupsamningur hafi verið gerður án vitundar hans og undirskrift hans verið fölsuð og ákærða Jens Tryggva hafi engin verkefni verið falin fyrir hönd félagsins. Þá segir í kærubréfinu að hinn 29. júní 2009 hafi verið gefið út ÍLS veðbréf með 1. veðrétti í umræddri eign. Ákærði Jens Tryggvi hafi undirritað bréfið og nafn I verið falsað á það. Veðbréfið hafi verið móttekið til þinglýsingar hjá sýslumanni 1. júlí 2009 og degi síðar hafi það verið innfært í þinglýsingabók. Hinn 2. júlí 2009 hafi verið lagðar inn 19.800.000 krónur á reikning H ehf., en fyrir hafi verið á honum 12.000.000 króna. Degi síðar hafi öll innistæða félagsins verið tekin út með sjö aðskildum færslum, öllum að sömu fjárhæð eða 4.542.857 krónum. Enginn forráðamanna H ehf. hafi vitað af þessu.

II.

             Ákærði Z var yfirheyrður hjá lögreglu 22. júlí 2009. Þegar ákærði var beðinn um að tjá sig sjálfstætt um sakarefnið kvaðst hann hafa skuldað pening og honum hafi boðist að gera þetta. Hann hafi ákveðið að gera þetta, en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig frekar. Ákærða var kynnt tilkynning um breytingu á stjórn B ehf. og kvaðst hann hafa útbúið þetta skjal sjálfur og ritað nöfn allra sem fram á því koma. Hann hefði svo framvísað skjalinu hjá fyrirtækjaskrá. Ákærði vildi ekki tjá sig um það hvers vegna hann hefði notað upplýsingar um B ehf. og hvernig hann hefði komist yfir nauðsynlegar upplýsingar um félagið til að framkvæma þetta. Jafnframt sagði ákærði að hann hefði útbúið og undirritað önnur skjöl sem rakin voru hér að framan og varða B ehf. og [...] og falsað undirskriftir á þau. Auk þess kvaðst hann hafa stofnað bankareikning á nafni B ehf. og tekið allt út af honum. Ákærði vildi ekki segja hvort hann hefði fengið einhverja greiðslu fyrir að gera þetta og vildi hann ekki tjá sig um það. Hann kvaðst hafa verið einn að verki.

             Ákærði Z var aftur yfirheyrður hjá lögreglu 28. júlí 2009 og breytti hann þá fyrri framburði sínum og sagði að hann hefði orðið að gera þetta til að tryggja öryggi fjölskyldu sinnar, en honum hafi verið hótað. Aðspurður kvaðst ákærði hafa sótt sjálfur um lánið vegna [...] til Íbúðalánasjóðs, en hann vildi ekki upplýsa úr hvaða tölvu hann hefði gert það. Þá vildi ákærði ekki tjá sig um það hvað hann hefði gert við þá fjármuni sem hann komst yfir. Borið var undir ákærða yfirlit yfir reikning sem hann stofnaði í nafni B ehf., þar sem fram koma úttektir af  reikningnum á eigin reikning og reikninga sem meðákærðu X og Jens Tryggvi eiga. Ákærði gaf þá skýringu á þessum færslum að hann hefði sagt meðákærða X, sem væri góður vinur sinn, og meðákærða Jens Tryggva, félaga sínum, að hann myndi leggja inn á þá peninga sem þeir ættu síðan að taka út og afhenda ákærða. Með þessu hafi hann viljað gera þeim greiða, til að þeir væru með veltu á reikningunum. Meðákærðu X og Jens Tryggvi hafi ekki gert athugasemdir við þetta og ekkert haft á móti þessu. Ákærði vildi ekki segja hvað hann hefði svo gert við peningana.  

             Við yfirheyrslu lögreglu af ákærða Z 5. ágúst 2009 var honum m.a. kynnt að lögreglan teldi að hann hefði ekki þá þekkingu sem þyrfti til að framkvæma jafn skipulagt auðgunarbrot og hér um ræðir. Jafnframt var honum kynnt að framburður hans um að honum hefði verið hótað væri ótrúverðugur þar sem hann sjálfur og meðákærðu tengdust Fáfni, hópi manna sem orðaður hefði verið við ofbeldisverk. Ákærði svaraði því til að lögreglu væri frjálst að halda það sem hún héldi en hann hefði ekkert fengið greitt fyrir þetta og hann ætlaði ekki að tjá sig um það hvert peningarnir hefðu farið. Aðspurður kvaðst ákærði ekki þekkja til meðákærða Þ. Í skýrslutöku 29. mars 2010 var ákærði spurður út í yfirlit yfir símtöl og sms-skilaboð milli hans og meðákærða Þ, en ákærði neitaði að tjá sig um þau.

             Lögregla tók skýrslu af ákærða Jens Tryggva 28. júlí 2009. Hann kvaðst hafa verið kominn í rugl, þ.e. skuldir, og honum hefði boðist að klára málið svona, en hann þyrði ekki að segja hver hefði boðið honum það. Hann hefði fengið einhverja pappíra og gert það sem honum hafi verið sagt. Hann kvaðst ekki muna hvert hann hefði farið með pappírana en þetta hafi allt verið frekar flókið. Ákærði viðurkenndi að hafa undirritað nafn sitt á skjöl sem rakin voru hér að framan og varða H ehf. og [...]. Ákærði var ekki viss hvort aðrar undirskriftir hefðu verið á skjölunum þegar hann skrifaði undir þau. Ákærði viðurkenndi einnig að hann hefði tekið 31.800.000 krónur út af bankareikningi H ehf. og lagt inn á eigin reikning og reikninga meðákærðu Y og X. Ákærði kvaðst hafa lagt inn á reikninga meðákærðu vegna þess að hann hafi ekki getað tekið út svo mikla fjárhæð af eigin reikningi. Hann hefði beðið meðákærðu Y og X um að hjálpa sér og þeir hafi leyft honum að nota reikninga sína. Meðákærðu hefðu hins vegar ekki vitað um hvað málið snerist. Meðákærðu hefðu svo tekið peningana út af reikningum sínum og afhent ákærða þá. Ákærði hefði svo farið með peningana til manna sem hann vildi ekki greina frá hverjir væru.

             Við yfirheyrslu 5. ágúst 2009 sagði ákærði Jens Tryggvi að honum og fjölskyldu hans hefði verið hótað öllu illu ef hann myndi ekki borga skuldina eða framkvæma þetta. Hann hefði ákveðið að gera þetta til að losna undan hótununum. Í skýrslutöku 25. mars 2010 var ákærði m.a. inntur eftir því hvort hann þekkti meðákærða Þ og kvaðst hann ekki gera það. Þá neitaði ákærði því að hafa átt í símasamskiptum við hann. Spurður hverjir hefðu verið með ákærða þegar féð var millifært kvaðst hann ekki muna það, en það hefði verið einhver af strákunum, þ.e. X, Y eða Z. Ákærði var aftur yfirheyrður 23. febrúar 2012 en ekki er ástæða til að rekja hér framburð hans þá.

             Ákærði X var yfirheyrður hjá lögreglu 22. júlí 2009. Hann var  spurður hvort hann þekki meðákærða Jens Tryggva og sagði ákærði að hann kannaðist við hann en þeir væru ekki vinir. Ákærða voru svo kynnt fyrirliggjandi skjöl vegna H ehf. og [...] en ákærði kvaðst ekkert kannast við þau. Þá voru ákærða kynntar upplýsingar um að meðákærði Jens Tryggvi hefði lagt peninga inn á bankareikning ákærða og sagði ákærði að um hafi verið að ræða fjármuni sem meðákærði Jens Tryggvi hefði skuldað honum, en hann vildi ekki tjá sig frekar um þetta. Ákærði neitaði því að hann tengdist á einhvern hátt máli vegna B ehf.

             Í skýrslutöku 27. júlí 2009 var ákærði X spurður um tengsl sín við meðákærða Z og sagði ákærði að þeir væru frændur og ágætt samband væri á milli þeirra. Þá sagði ákærði að meðákærðu Jens Tryggvi og Y væru kunningjar sínir. Lagt var fyrir ákærða yfirlit yfir bankareikning hans og hann spurður hvers vegna H ehf. hefði lagt inn á reikning hans. Ákærði kvaðst ekki vita það en sagði að meðákærði Jens Tryggvi hefði sagt honum að hann myndi leggja inn á reikning hans út af skuld. Þessi skuld hefði verið á milli 13 og 14 milljónir króna. Ákærði vildi ekki tjá sig um það hvers vegna meðákærði Jens Tryggvi skuldaði honum svo mikla fjármuni og hann vildi ekki tjá sig um það hvað hann hefði gert við þessa fjármuni. Um ástæðu þess að ákærði tók út fé 3. júlí 2009 í mörgum bönkum en ekki einni færslu sagði ákærði að í einum bankanum hefði honum verið sagt að ekki væru til nægir peningar til að greiða út alla fjárhæðina. Spurður af hverju hann hefði fengið inn á reikning sinn greiðslu frá B ehf. hinn 9. júní kvaðst ákærði ekki geta skýrt það en sagði að meðákærði Jens Tryggvi hefði verið að leggja inn á reikning hans vegna skuldarinnar. Þá sagði ákærði að meðákærði Z skuldaði sér peninga en hann vildi ekki segja hve mikið og hvers vegna. Þá neitaði ákærði því að hann hefði vitað að umræddir fjármunir væru illa fengnir og hann vildi ekki segja hvað hann hefði gert við þá. Aðspurður kvaðst ákærði ekki kannast við meðákærða Þ. Ákærða var kynnt að samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði sótti ákærði um lán 4. febrúar 2009 til kaupa á fasteign að [...]. Seljandi hafi verið P ehf. Lánsupphæðin hafi verið 20 milljónir króna og starfsmaður hafi rétt náð að staðfesta innistæðu á reikningi ákærða en 10 mínútum síðar hafi féð verið fært af reikningi hans. Um þetta sagði ákærði að hann hefði ekki fengið lánið og að hann hafi sjálfur ætlað að búa í íbúðinni ásamt meðákærða Z og greiða af láninu. Jafnframt var ákærði beðinn um að gera grein fyrir færslum á bankareikningi sínum 18. febrúar 2009, en þá lagði bróðir hans, Q, inn á ákærða 5.300.000 krónur, og gaf ákærði þá skýringu að um tryggingabætur bróður hans hafi verið að ræða, en hann hafi fengið 13 eða 14 milljónir króna í bætur. Þá var ákærði beðinn um að skýra af hverju sama fjárhæð, 5.300.000 krónur, hafi verið tekin út af reikningi ákærða tveimur dögum síðar og lögð inn á reikning í eigu P ehf., en hann kvaðst ekkert vita um þessa greiðslu.

             Ákærði X var aftur yfirheyrður hjá lögreglu 4. ágúst 2009 en hann neitaði að tjá sig um sakarefnið. Við skýrslutöku 25. mars 2010 sagði ákærði hins vegar að meðákærði Z hefði beðið sig um að lána sér bankareikninga vegna þess að hann væri í vanskilum og allur peningur sem færi inn á reikning hans yrði tekinn af honum. Ákærði hefði því lánað meðákærða bankareikninga sína. Meðákærði hefði svo haft samband við ákærða þegar hann hafi verið búinn að leggja inn peninga og ákærði hefði svo tekið þá út og afhent meðákærða. Ákærði sagði að hann hefði ekki vitað að um stolið fé hafi verið að ræða og hann kvaðst ekki hafa vitað hvaða fjárhæð meðákærði ætlaði að leggja inn á hann. Hann hefði ekkert spáð í það hvers vegna meðákærði hefði lagt inn á marga reikninga í nafni ákærða, en taldi að það hefði verið til að útbúa veltu á reikningana þar sem þeir hafi verið að spá í að kaupa hús í nafni ákærða. Ákærði sagði jafnframt að meðákærði hefði aftur haft samband við sig og sagt að frekari fjármunir yrðu lagðir inn á reikning hans og hann ætti því að fylgjast með reikningunum. Ákærði hefði eins og áður haldið að meðákærði væri að útbúa veltu á reikningum ákærða. Ákærði hefði svo séð að búið hafi verið að leggja inn peninga og hann hefði þá farið og tekið peningana út og afhent meðákærða þá. Ákærði sagði að hann hefði ekkert spáð í það hvaðan þessir peningar væru komnir og gat sér þess til að hluti af þessum peningum væru peningar sem Q, bróðir ákærða, hefði fengið í tryggingabætur. Ákærði var aftur spurður um tengsl sín við meðákærða Þ og sagði ákærði að hann væri fyrrverandi maður frænku sinnar en annars viti hann ekkert um hann.

             Ákærði Y var yfirheyrður hjá lögreglu 28. júlí 2009. Borin voru undir ákærða skjöl sem varða H ehf. og [...] og kvaðst hann ekkert kannast við þau. Um tengsl sín við meðákærðu sagði ákærði að Jens Tryggvi og X væru æskuvinir sínir og Z væri ágætur félagi sinn en þeir hefðu ekki mikil samskipti. Ákærða var kynnt yfirlit yfir innborganir á reikning hans af bankareikningi H ehf. og spurður af hverju hann hefði fengið greiðslur frá fyrirtæki sem hann kannist ekkert við. Ákærði svaraði því til að hann vissi ekki hver hefði gert það eða hvers vegna þessar upphæðir hafi verið greiddar inn á reikninga hans. Hann hefði verið beðinn um að taka þessar fjárhæðir út af reikningnum. Hann kvaðst ekki vita hver hefði beðið hann um það og hann hefði ekki fengið neitt af þessum fjármunum í sínar hendur. Það hefði verið hringt í hann og hann beðinn um að taka þessa peninga út af reikningnum, en hann vildi ekki tjá sig nánar um þetta. Þá var hann spurður af hverju hann hefði tekið út fjármuni 3. júlí 2009 í mismunandi útibúum en ekki einni færslu og sagði ákærði að það hefði ekki verið til nógu mikið af peningum í bönkunum. Ákærði vildi ekki segja hvað hann hefði gert við peningana sem hann tók út.

             Við yfirheyrslu 4. ágúst 2009 sagði ákærði Y sem fyrr að ókunnugur maður hefði beðið hann um að fá að leggja fé inn á bankareikning hans og ákærði hefði samþykkt það. Ákærði hefði svo tekið féð út 3. júlí 2009. Aðspurður hvort honum hefði ekki þótt þetta athugavert sagði ákærði að honum hefði þótt eitthvað athugavert við þetta en hann hafi talið að þetta hefði verið í lagi. Þá sagði ákærði að hann hefði ekki fengið neina greiðslu fyrir. Ákærða var svo kynntur framburður meðákærða Jens Tryggva um að hann hefði beðið ákærða um leyfi til að leggja inn á reikning hans. Ákærði sagði fyrst að þetta væri rangur framburður hjá Jens Tryggva en svo sagði ákærði að þetta væri rétt, Jens Tryggvi hefði beðið hann um þetta. Ákærði sagði jafnframt að hann hefði ekki vitað hvaðan peningarnir komu. Þegar ákærði var spurður hvort hann hefði ekki vitað meira um þetta þar sem ólíklegt væri að meðákærði Jens Tryggvi hefði yfir svo miklum fjármunum að ráða sagði ákærði að hann hefði ekkert spáð í það. Honum hefði þó verið ljóst að það væri eitthvað skrýtið við þetta en hann hefði ekkert viljað vita. Honum hefði þótt betra að vita sem minnst. Inntur eftir því hvað hann hefði gert við féð sem var lagt inn á reikning hans, 13.628.571 kr., sagði ákærði að hann hefði afhent meðákærða Jens Tryggva þá. Spurður hvort þeir hefðu verið allir þrír saman, þ.e. ákærði, Jens Tryggvi og X, þegar féð var tekið út, sagði ákærði að hann minnti að þeir hefðu bara verið tveir, þ.e. ákærði og Jens Tryggvi. Um ástæðu þess að hann hefði svo tekið féð út í mörgum færslum sagði ákærði að hann hefði haldið að það væri ekki hægt að taka háar fjárhæðir út í einu. Ákærði var spurður hvort hann hefði ekki viljað vita meira um alla þessa fjármuni og sagði ákærði að hann hefði ekkert spurt meðákærða Jens Tryggva en hann hefði þó gert sér grein fyrir því að það væri eitthvað ólöglegt við þetta. Hann hefði hins vegar ekkert viljað vita meira um þetta þar sem það væri best að vita sem minnst. Ákærði sagði sem fyrr að hann hefði ekkert fengið greitt fyrir þetta.

             Ákærði Y var aftur yfirheyrður hjá lögreglu 25. mars 2010. Hann var m.a. spurður hvort hann þekkti meðákærða Þ  og kvaðst hann ekki gera það. Ekki er ástæða til að rekja framburð ákærða frekar.

             Tekin var skýrsla af ákærða Þ hjá lögreglu 18. ágúst 2009. Hann kvaðst ekkert vita um þetta mál og sagði að hann hefði ekkert með þessi fyrirtæki að gera, þ.e. B ehf. og H ehf. Spurður hvort hann hefði tengsl við meðákærða Z sagði ákærði að þau væru í raun engin, en meðákærði væri kunningi Q, sem væri frændi fyrrverandi konu ákærða. Ákærði sagði að hann hefði hitt meðákærða Z nokkrum sinnum en samskipti þeirra í milli væru engin. Þá sagði ákærði að hann væri í engum samskiptum við meðákærða X. Ákærði kvaðst ekki þekkja meðákærðu Jens Tryggva og Y. Ákærða voru þá kynnt gögn sem sýna að félag í eigu ákærða, P ehf., lagði inn 5.300.000 krónur á reikning meðákærða X 18. febrúar 2009 og tveimur dögum síðar lagði meðákærði sömu fjárhæð inn á reikning P ehf. Ákærði svaraði því til að hann hafi ætlað að kaupa fasteign í [...] ásamt Q og taka lán en það hefði ekki gengið upp. Það hafi verið Q sem hefði ráðið því að nafn meðákærða X hafi verið notað. Ákærði var þá spurður af hverju þeir hafi ætlað að kaupa saman fasteign þar sem P ehf. hafi átt fasteignina og sagði ákærði þá að það hafi verið Q sem hafi ætlað að kaupa hana. Ákærði óskaði svo eftir því að hlé yrði gert á skýrslutökunni og þegar henni var fram haldið sagði ákærði að það hafi verið Q sem hafi ætlað að kaupa fasteignina ásamt meðákærða X. Ákærða var þá kynnt að meðákærði X hefði sagt að það hafi verið meðákærði Z sem hafi í raun ætlað að kaupa fasteignina en hann hafi ekki getað sótt um lán og því hafi verið sótt um það í nafni X. Ákærði kvaðst þá í raun ekki vita hver hafi ætlað að kaupa íbúðina en meðákærði X hafi látið hann hafa reikningsnúmerið sitt og ákærði lagt inn á reikninginn. Ákærði hefði ekki verið í samskiptum við meðákærða Z vegna þessara fasteignakaupa og hann vissi í raun ekki um þátt Q í þessu.

             Ákærði Þ var spurður um tengsl hans við einkahlutafélag að nafni R og kvaðst ákærði ekkert kannast við félagið. Ákærða var þá kynnt að sótt hefði verið um áskrift að tölvukerfum Creditinfo 8. apríl 2009 í nafni R ehf. úr IP tölu tölvu á heimili ákærða að [...] í [...]. Ákærði sagði að hann kannaðist ekkert við þetta, fullt af fólki hefði aðgang að tölvu á heimili hans og stundum hafi vinir hans notað tölvuna. Ákærða var þessu næst kynnt að notandi R hefði gert 1142 fyrirspurnir í gagnagrunn Creditinfo á tímabilinu 29. maí til 15. júní 2009, úr tölvu á heimili ákærða, og einnig hefðu verið gerðar 5 fyrirspurnir að kvöldi 27. maí 2009 um einkahlutafélagið B ehf. úr tölvu sem tilheyri fyrirtæki föður ákærða, S ehf. Ákærði vildi ekki tjá sig um þetta en sagði að hann væri ekki með lykil að fyrirtækinu, en hann fengi lánaðan lykil hjá bróður sínum þegar hann þyrfti að komast þar inn. Ákærða var jafnframt kynnt að úr tölvu fyrirtækisins hefðu verið gerðar fyrirspurnir í gagnagrunn Creditinfo um fasteignina að [...] og nöfn aðila sem voru fölsuð á kaupsamning um eignina og veðbréf. Ákærði neitaði að tjá sig um þetta.

             Borin voru undir ákærða Þ ýmis gögn sem lögregla haldlagði á heimili hans við rannsókn málsins, m.a. tilkynning til fyrirtækjaskrár, dags. 10. desember 2007, um breytingu á prókúruhöfum í B ehf., samþykktum fyrir B frá árinu 2007 og blað sem handritað var á „I [...]“, en ákærði neitaði að tjá sig um þetta. Jafnframt voru borin undir ákærða gögn um símasamskipti milli hans og meðákærðu Jens Tryggva, X, Z og Y, á þeim tíma sem peningarnir voru sviknir út úr Íbúðalánasjóði, en ákærði vildi heldur ekki tjá sig um þau eða gögnin sem rakin eru hér að framan í I. kafla.

             Í skýrslutöku 19. ágúst 2009 var ákærði Þ inntur eftir menntun og fyrri störfum og greindi hann frá því að hann hefði byrjað í viðskiptafræði í [...] en ekki lokið því námi. Hann hefði verið í föstu starfi í fyrirtæki föður síns, S ehf., á árinu 2005, en eftir þann tíma hafi hann verið með starfsmannaleigu og meðan fasteignamarkaðurinn hafi verið góður hafi hann keypt og selt fasteignir. Hann eigi hins vegar engar fasteignir í dag. Spurður hvort hann hefði skrifað „I [...]“ á blað sem fannst á heimili hans kvaðst ákærði ekki muna það. Ákærða var þá kynnt að kona hans, T, hefði þekkt rithönd ákærða á blaðinu og sagði ákærði að það gæti verið en hann vildi ekki tjá sig um það. Ákærði var beðinn um að útskýra ýmis sms-skilaboð sem fundust í síma hans, m.a. skilaboð þar sem segir „A“, skilaboð með „R“, skilaboð frá meðákærða Z þar sem hann gefur upp kennitölu sína og skilaboð þar sem fram kemur kennitala meðákærða Jens Tryggva, en ákærði neitaði að tjá sig um þau.  

             Ákærði Þ var yfirheyrður á ný hjá lögreglu 26. maí 2010. Honum var m.a. kynnt að 160 fyrirspurnir hefðu verið gerðar 16. maí 2009 í gagnagrunn Creditinfo með aðgangi R ehf. úr tölvu sem tilheyrir Orlofsbyggð [...] við [...], en samkvæmt upplýsingum frá [...] hafi þáverandi tengdafaðir ákærða þann dag verið skráður fyrir orlofshúsi. Ákærði sagði að þetta gæti vel verið en hann muni ekki eftir því hvort hann hefði verið umrætt sinn í orlofshúsinu. Ákærða var einnig kynnt að 17. júní 2009 hafi verið gerðar uppflettingar vegna [...] úr tölvu á heimili ákærða en ákærði neitaði að tjá sig um þetta. Hann neitaði einnig að tjá sig um símagögn sem sýna að ákærði hafi verið staðsettur á svipuðum tíma og stað og þegar uppflettingar áttu sér stað, en undantekning væri 24. apríl kl. 20:00, en engin notkun væri á símum ákærða eftir kl. 18:19 það kvöld. Ákærði var enn fremur spurður út í fjölmörg önnur gögn í málinu, tengsl við meðákærðu o.fl. en hann neitaði að tjá sig.

             Með bréfi sérstaks saksóknara 13. febrúar 2012 var ákærða Þ tilkynnt að það sem fram hefði komið við rannsókn málsins væri ekki talið nægilegt eða líklegt til sakfellis hvað ákærða varðar. Málið væri því fellt niður gagnvart ákærða með vísan til 145. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Hinn 9. mars 2012 var svo gefin út ákæra á hendur ákærðu X, Jens Tryggva, Y og Z og var hún þingfest 2. apríl 2012.  

III.

             Tveimur dögum eftir þingfestingu málsins, hinn 4. apríl, mætti ákærði Z til lögreglu að eigin frumkvæði og skýrði frá því að hann þekki meðákærða Þ, en hann væri sá sem hefði skipulagt og útfært „Íbúðalánasjóðasvindlið“ frá A-Ö. Þá sagði ákærði sem fyrr að hann hefði verið neyddur út í þetta með hótunum. Þeir sem hefðu hótað ákærða hefðu fengið meðákærða Þ í lið með sér til að útfæra þetta allt, en hann hefði haft þekkinguna til þess. Einnig greindi ákærði frá því að meðákærði Þ hefði látið ákærða fá alla pappíra og sagt honum hvar hann ætti að kvitta á þá og keyrt hann á viðeigandi staði, s.s. til sýslumannsins í Reykjavík, ríkisskattstjóra, Íbúðalánasjóðs og í Landsbankann. Meðákærði Þ hefði þannig verið með ákærða allan tímann en meðákærði hefði ekki farið inn. Ákærði sagði að þeir hefðu verið á dökkbláum bíl, [...] eða eitthvað álíka, en hann myndi það ekki. Ákærði sagði einnig að honum hefði fundist sem þeir hefðu verið eltir og fylgst hafi verið með þeim. Nánar um þátt meðákærða Þ sagði ákærði að hann hefði leiðbeint sér um það hvernig hann ætti að bera sig að og hvað hann ætti að biðja um. Spurður um ástæðu þess að ákærði hefði ákveðið að skýra frá þessu núna sagði ákærði að hann ætti nú barn og hann vildi ekki vera frá því meira en hann mögulega þurfi og hann vonaðist til að fá einhverja styttingu á dómi. Lögð voru aftur fyrir ákærða ýmis skjöl í málinu, sem rakin eru í I. kafla hér að framan, og skýrði hann frá því að undirskriftir hefðu verið falsaðar á þau með því að blöð sem voru með undirritunum voru sett á glerborð með ljósi undir, blað sett yfir og undirskriftin dregin upp. Þetta hefði ýmist verið gert heima hjá ákærða eða meðákærða Þ, sem hafi búið í [...], á [...], [...] eða eitthvað álíka. Enn fremur skýrði ákærði frá því að þeir hefðu eitt sinn farið í tölvu á bókasafninu í [...] og sent úr henni lánsumsókn til Íbúðalánasjóðs. Inntur eftir því af hverju nafnið A hafi verið notað sagði ákærði að meðákærði Þ hefði valið það. Þetta væri eitthvað sem meðákærði Þ hefði fundið út og hann væri „bara svindlari og braskari … í fremsta flokki sko“ og hann væri búinn að vera fasteignasali. Þá greindi ákærði m.a. frá því að þeir hefðu einu sinni eða tvisvar að kvöldi til notað aðstöðuna hjá [...]fyrirtæki föður ákærða í [...]. Um aðkomu meðákærðu Jens Tryggva og X sagði ákærði að meðákærði Þ hefði sagt að ákærði mætti ekki taka allt féð af bankareikningnum í einu. Ákærði kvaðst hafa spurt meðákærða Þ hvernig hann ætti að fara að því og meðákærði hefði sagt honum að finna út úr því. Ákærði hefði svo notað reikninga meðákærðu Jens Tryggva og X, en þeir hefðu ekkert vitað um mál þetta. Aðspurður kvaðst ákærði halda að meðákærða Þ hefði ekki verið hótað og hann hefði fengið greitt fyrir þetta, en ákærði vildi ekki tjá sig um það hvernig hann vissi það.

             Ákærði Jens Tryggvi var yfirheyrður hjá lögreglu 10. apríl 2012. Í upphafi skýrslutökunnar kvaðst hann ekkert vilja breyta eða bæta við fyrri framburð. Ákærða var þá kynntur framburður meðákærða Z frá 4. apríl 2012 um að meðákærði Þ hefði séð um skipulagninguna, s.s. útbúið skjöl og leiðbeint meðákærða Z með það hvar hann ætti að rita nöfn o.fl. Ákærði sagði þá: „Sko ég hér veit alveg hver þessi Þ er þú veist. Ég veit ekkert hvað hann gerði eða neitt í þessu en ég veit að hann sé ekkert saklaus sko. Þú veist ég talaði voðalega lítið við hann sko en, en þú veist ég veit ekkert hvað hann gerði í þessu máli sko en held að Z viti það betur sko.“ Ákærði sagði að honum hefði bara verið sagt hvað hann ætti að skrifa. Ákærði kvaðst ekki vita hvar hann hefði verið staddur þegar hann undirritaði skjölin en það hefði ekki verið heima hjá honum. Spurður hvernig hafi verið skrifað á skjölin sagði ákærði: „Það var engin hótun eða neitt sko. Það var bara sagt mér hvar ég ætti að skrifa sko.“ Ákærði kvaðst ekki muna hvort aðrar undirskriftir hefðu verið á skjölunum þegar hann undirritaði þau, en hann sagði að hann hefði ekki falsað neinar undirskriftir. Meðákærði Þ hefði látið hann fá skjölin og svo hefði hann tekið þau. Þá sagði ákærði að hann hefði sjálfur farið með skjöl á ýmsa staði sem meðákærði Þ hefði sagt honum að fara á. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa útbúið rafræna umsókn til Íbúðalánasjóðs. Inntur eftir því hvernig meðákærði Þ hefði komist í samband við ákærða sagði ákærði að það hefði verið í gegnum „þessa gaura“ sem hann hafi verið að gera þetta fyrir, en ákærði vildi ekki segja hverjir það væru. Enn fremur var ákærði spurður hvort hann hefði verið í símasamskiptum við meðákærða Þ og sagði ákærði að þeir hefðu ekki verið í miklum símasamskiptum. Um aðild meðákærðu X og Y sagði ákærði að þeir vissu ekkert um mál þetta.

             Ákærðu Y og X voru yfirheyrðir hjá lögreglu 18. apríl 2012, en ekki er ástæða til að rekja framburð þeirra.

             Ákærði Þ var yfirheyrður hjá lögreglu 23. apríl 2012 og spurður ýmissa spurninga en hann vildi ekki tjá sig. 

             Teknar voru skýrslur af ákærðu Z og Jens Tryggva fyrir dómi 11. maí 2012 þar sem þeir greindu frá atvikum með sama hætti. Verður vísað síðar til framburðar þeirra eftir því sem ástæða er til. 

             Framhaldsákæra á hendur ákærða Þ var svo gefin út 16. maí 2012.

IV.

             Ákærðu lögðu hver um sig fram skriflega greinargerð, sbr. 1. mgr. 165. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, nema ákærði X.

             Ákærði Z vísar í greinargerð sinni til 6. tl. 1. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og segir að hann hafi verið beittur þvingunum til að fremja umrædd afbrot, eins og fram hafi komið í skýrslutökum af ákærða hjá lögreglu og fyrir dómi, þ.e. að honum og fjölskyldu hans hafi verið hótað af aðilum sem hann skuldaði peninga vegna fíkniefnakaupa er hann hafi verið í neyslu. Ákærði hafi í raun verið notaður sem viljalaus staðgengill til að fremja brotið og allur ávinningur af því hafi átt að renna til þeirra er stýrðu að baki. Ákærði hafi ekki notið annars ávinnings af brotinu en að losna frá umræddri fíkniefnaskuld. Enn fremur er vísað til þess að ákærði hafi hreinskilnislega játað sakargiftir og skilmerkilega greint frá öllum atvikum varðandi þann þátt málsins sem hann hafi verið þátttakandi í. Er í þessu sambandi vísað til 9. tl. 1. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga.

             Hvað heimfærslu til refsiákvæða samkvæmt ákærunni varðar telur ákærði að ekki eigi við að vísa bæði til 155. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þar sem 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga tæmi sök gagnvart síðarnefnda ákvæðinu, sbr. t.d. hrd. 2003:1429 (bls. 1430).

             Þá bendir ákærði á að þrjú ár séu liðin frá því að umrætt brot átti sér stað og ákærði hafi á þeim tíma tekið upp aðra og betri lifnaðarhætti. Hann stundi nú fulla atvinnu, sé í sambúð með unnustu sinni og saman eigi þau barn á fyrsta ári, og hann sé hættur allri fíkniefnaneyslu. Er hér m.a. vísað til 5. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 

             Hvað varðar kröfur ákærða um vægustu refsingu er einkum vísað til 8. og 9. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fyrir liggi að ákærði hafi veitt mikilvæga aðstoð við að upplýsa málið, m.a. hafi framburður hans skipt sköpum til að upplýsa um aðild meðákærða Þ. Vísað er til þess að í dómaframkvæmd hafi þessi heimild til lækkunar refsingar varðað mjög miklu við refsiákvörðun, sbr. t.d. hrd. 2005:4956 (á bls. 4958), dóm Hæstaréttar frá 2. apríl 2009 í máli nr. 377/2008 (bls. 13 í endurriti af vef Hæstaréttar) og dóm Hæstaréttar frá 3. desember 2009 í máli nr. 509/2009 (bls. 17 í endurriti af vef Hæstaréttar). 

             Um lagarök er vísað til 5., 8. og 9. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 651/2009 um réttarstöðu handtekinna manna, yfirheyrslur hjá lögreglu o.fl. Jafnframt er vísað til 6. og 9. tl. 1. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga. Varðandi kröfu um málsvarnarlaun er vísað til 38. gr. laga nr. 88/2008 og tilkynningar dómstólaráðs nr. 1/2010.

V.

             Í greinargerð ákærða Jens Tryggva segir að hann játi skýlaust aðild sína að þeim afbrotum sem lýst er í ákæru og sök sína í málinu. Hann hafi verið trúverðugur í framburði sínum og jafnframt aðstoðað við að upplýsa málið.

             Af hálfu ákærða er vísað til 6. tl. 1. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en hann kveðst hafa verið beittur þvingunum til að fremja umrædd afbrot. Þá hafi hann verið öðrum háður og notaður sem viljalaus staðgengill til að fremja brotin. Allur ávinningur hafi átt að renna til þeirra sem hafi stýrt að baki. Enn fremur vísar ákærði til þess að hann hafi hreinskilnislega játað sakargiftir og skilmerkilega greint frá öllum atvikum varðandi þann þátt málsins sem hann hafi verið þátttakandi í. Ákærði vísar í þessu sambandi til 9. tl. 1. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga.

             Hvað heimfærslu til refsiákvæða í ákærunni varðar telur ákærði að ekki eigi við að vísa bæði til 155. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þar sem 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga tæmi sök gagnvart síðarnefnda ákvæðinu, sbr. t.d. hrd. 2003:1429.

             Þá bendir ákærði á að þrjú ár séu liðin frá því að umrætt brot hafi átt sér stað og að ákærði hafi á þeim tíma tekið upp aðra og betri lifnaðarhætti. Hann stundi nú nám með ágætum árangri, hann sé hættur allri fíkniefnaneyslu og hafi snúið við blaðinu í lífi sínu. Ákærði vísar hér m.a. til 5. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 

             Hvað varðar kröfur ákærða um vægustu refsingu er einkum vísað til 8. og 9. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði segir að fyrir liggi að hann hafi veitt mikilvæga aðstoð við að upplýsa málið, m.a. hafi framburður hans skipt sköpum til að upplýsa um aðild meðákærða Þ. Í dómaframkvæmd hafi þessi heimild til lækkunar refsingar varðað mjög miklu við refsiákvörðun, sbr. t.d. hrd. 2005:4956, dóm Hæstaréttar frá 2. apríl 2009 í máli nr. 377/2008 og dóm Hæstaréttar frá 3. desember 2009 í máli nr. 509/2009.

             Sértaklega er vísað til þess að ákærði hafi greinst með [...] ásamt því að vera með [...]. Sjúkdómur hans virðist hafa verið undirliggjandi ástæða afbrota hans en hann leiti nú sálfræðiaðstoðar til að vinna með sjúkdóminn og hann hafi fengið viðeigandi lyfjameðferð. Ákærði hafi verið haldinn sjúkdómnum frá yngri árum en það sé einungis fremur stutt síðan grunur hafi vaknað um tengsl sjúkdómsins og afbrota. U, sérfræðingur um slíka sjúkdóma, hafi greint og annast ákærða, en frá því að tengsl sjúkdómsins og afbrota hafi orðið ljós hafi líf ákærða tekið algjörum stakkaskiptum. Hann hefur ekki komist í kast við lögin og yfirgefið þann félagsskap sem tengdi hann við afbrot en þess í stað hafi hann hafið nám í [...] með góðum árangri. Með sérfræðiaðstoð og lyfjagjöf hafi honum tekist að ná góðum tökum á sjúkdómi sínum og ekki „misst taktinn“. Þessi umsnúningur í lífi ákærða feli í sér sönnur fyrir því að bein tengsl séu á milli [...]sjúkdómsins og [...] annars vegar og afbrota hins vegar. Samkvæmt áliti sérfræðings á þessu sviði og lífsgöngu ákærða verði að telja að mikill vafi leiki á um meðvitund hans á þeim stundum sem afbrot hans hafi verið framin. Hér skuli einnig leggja áherslu á að sjúkdómur ákærða tengist vímuefnaneyslu sem hann var í. Á sama hátt og sjúkdómurinn geti verið orsök vímuefnaneyslu hafi neyslan mikil og neikvæð áhrif á sjúkdóminn. Á sama tíma og meðferð ákærða við sjúkdómnum hafi hafist og viðsnúningur orðið í lífi hans hafi hann hætt neyslu og ekki neytt vímuefna upp frá því. Það sé enn eitt merkið um hvernig sjúkdómur ákærða hafi haft áhrif á líf hans og gjörðir. Því verði að taka tillit til þess, hins afgerandi þáttar sjúkdómsins. Hann sé líklega bein orsök vímuefnaneyslu og ástæða afbrota, eða a.m.k. verði að telja yfirgnæfandi líkur á að svo sé.

             Fari svo í máli þessu að ákærði verði dæmdur til fangelsisrefsingar hljóti að vera ljóst að sú niðurstaða hefði verulega neikvæð áhrif á líf hans og meðferð sjúkdómsins. Um sé að ræða sjúkdóm sem annars sé erfitt að meðhöndla og óráðlegt sé að sjúklingur sem þjáist af [...] og [...] afpláni fangavist til lengri eða skemmri tíma.

             Sjúkdóm ákærða beri að virða honum til málsbóta hvað varðar afbrot þau sem hann hefur framið og hér eru til meðferðar. Krafa um sýknu byggist á því að sjúkdómurinn sé afgerandi þáttur og því skuli ekki refsa ákærða í málinu. Ástandi hans á þeim tíma sem afbrotin voru framin megi jafna til rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands og að hann hafi oft og tíðum verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum á þeim tíma sem verk hans voru unnin, sbr. 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Enn sé vísað til þess að hin beinu tengsl við sjúkdóminn hafi ekki uppgötvast fyrr en eftir að afbrot ákærða voru framin og því hafi ákærða verið ómögulegt að bregðast við sjúkdómnum og afstýra þannig verknuðunum. Hann hafi hins vegar gert það síðar og sýnt mikla ábyrgð í þeim efnum.

             Telji dómurinn að 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eigi ekki við verði að líta til 75. gr. laganna. Ljóst verði að telja að verk ákærða hafi a.m.k. verið unnin vegna ójafnvægis á geðsmunum og afbrotin því ekki líkt því eins refsiverð og venjulegt er um sams konar brot. Því verði að færa refsingu ákærða niður og jafnvel láta hana niður falla. Ákærði eigi sér miklar málsbætur er lýsi sér í sjúkdómi hans og geðrænu ástandi vegna hans. Einnig verði að líta til annarra atriða sem hafi áhrif á refsihæðina. Sýnt hafi verið fram á að ákærði hafi snúið við blaðinu eftir að hann fékk tækifæri til að takast á við sjúkdóm sinn og afleiðingar hans. Þá verði einnig að líta til ungs aldurs ákærða en hann hafi einungis verið nýorðinn 20 ára gamall þegar brotin voru framin. Vísast í því sambandi til 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Einnig beri að líta til þess að ákærði hafi verið öðrum háður er brotin voru framin og beittur þvingunum, sbr. 74. gr. almennra hegningarlaga, en hann hafi nú snúið baki við þeim félagsskap sem tengdist afbrotum hans. Þá er minnt á þátt hans í að upplýsa málið, eins og að framan var rakið.

             Um lagarök er vísað til 15. gr., 4., 5., 8. og 9. tl. 1. mgr. 70. gr.  almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 651/2009 um réttarstöðu handtekinna manna, yfirheyrslur hjá lögreglu o.fl. Jafnframt er vísað til 5., 6. og 9. tl. 1. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Varðandi kröfu um málsvarnarlaun er vísað til 38. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og tilkynningar dómstólaráðs nr. 1/2010.

             Í þinghaldi 30. ágúst 2012 var bókað eftir verjanda í tilefni af tilvísun í greinargerð til 15. gr. almennra hegningarlaga að ekki væri á því byggt að ákærði Jens Tryggvi sé ósakhæfur heldur væri á því byggt að líta eigi til veikinda hans við ákvörðun refsingar í málinu og að ekki væri ástæða til að ákærði gangist undir geðrannsókn eða aðra heilbrigðisrannsókn.

VI.

             Í greinargerð ákærða Y segir að hann neiti sök í málinu hvað varðar ákæru 9. mars 2012 og framhaldsákæru 16. maí 2012. Hann kveðst hafa verið trúverðugur í framburði sínum og ekkert bendi til sektar hans.

             Ákærði telur með öllu ósannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann er sakaður um. Vissulega hafi verið millifærðir fjármunir inn á reikning hans en ákærði hafi einungis verið að móttaka peninga fyrir hönd félaga síns, án þess að hafa neitt refsivert í huga. Ákærði hafi einungis verið að geyma féð á reikningi sínum sem vinargreiða og tekið það út í reiðufé og afhent það meðákærða Jens Tryggva án þess að hljóta af því nokkurn ávinning.

             Ákærði hafi viðurkennt að hafa veitt meðákærða Jens Tryggva leyfi til að reikningar hans yrðu nýttir til að leggja inn fé og taka það út aftur. Ákærði hafi ekki vitað um uppruna fjárins en hafi þó gert grein fyrir því við skýrslutökur að hann teldi að um tryggingafé væri að ræða. Sönnunarbyrði um sekt ákærða hvíli á ákæruvaldinu, skv. 108. gr. laga nr. 88/2008. Dómari meti hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum vafa, sé komin fram um hvert það atriði sem varði sekt og viðurlög, skv. 109. gr. laga nr. 88/2008. Allan skynsamlegan vafa verði að meta ákærða til hagsbóta. Hvorki framburður vitna eða meðákærðu styðji sekt ákærða í máli þessu. Því verði ekki talið að komin sé fram lögformleg sönnun um sekt hans og beri því að sýkna hann af kröfum ákæruvaldsins. Um sönnunarfærsluna og sambærileg atvik er vísað til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu nr. S-252/2008.

             Þá segir ákærði að hann hafi ekki haft skýra mynd af því sem fram fór og að í gerðum hans hafi ekki falist ásetningur til að hylma yfir auðgunarbroti í skilningi 254. gr. eða 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Það kunni að hafa verið gáleysi hjá ákærða að móttaka peningana án þess að spyrjast fyrir um þá frekar. Gáleysi dugi hins vegar ekki til sakfellingar og því beri að sýkna ákærða samkvæmt því. Hér er enn vísað til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu nr. S-252/2008.

             Það sé hlutverk ákæruvaldsins að sýna fram á sekt ákærða og að hún sé hafin yfir skynsamlegan vafa. Það sé einnig hlutverk ákæruvaldsins að sýna fram á og sanna að ákærði hafi haft vitneskju um afbrot meðákærða Jens Tryggva og jafnframt haft ásetning til að hjálpa til við afbrotið. Það eitt að ákærði hafi móttekið fé á reikningi sínum sé eitt og sér ekki nægjanlegt til sakfellingar. Skýringar ákærða við skýrslutökur hjá lögreglu og fyrir dómi séu trúverðugar og verði ekki vefengdar nema annað teljist sannað. Það sé þekkt að menn móttaki fé á reikninga sína samkvæmt beiðnum ættingja og vina án þess að um refsivert athæfi hafi verið að ræða.

             Vilji svo ólíklega til að komist verði að þeirri niðurstöðu að ákærði hafi gerst sekur um afbrot er bent á það að þrjú ár eru liðin frá því að umrætt brot átti sér stað. Rannsókn málsins hafi dregist úr hófi fram og sé það á ábyrgð ákæruvaldsins. Skuli meta það ákærða til refsilækkunar. Þá beri einnig að líta til ungs aldurs ákærða en hann hafi verið liðlega 20 ára þegar hið meinta brot var framið. Vísast í því sambandi til 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

             Varðandi þau brot sem ákærði hefur játað, samkvæmt ákæru 28. mars 2012, beri að líta til sömu sjónarmiða, auk þess sem brotin hafi verið minni háttar. Ákærði hafi játað sök sína greiðlega og verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Skuli það einnig metið honum til refsilækkunar. Hér verði einnig að líta til þess að ákærði eigi stuttan sakaferil að baki. Hann hafi tvær færslur á sakavottorði; annars vegar sátt árið 2010 vegna umferðarlagabrots, en hins vegar viðurlagaákvörðun árið 2008, þegar hann hafi einungis verið 17 ára. Hvorugt brotið hafi áhrif á niðurstöðu dóms nú. Varðandi kröfu ákæruvaldsins um haldlagningu á ökutækinu [...] þá hafi ákærði þegar lýst því yfir að hann mótmæli kröfunni ekki.

             Um lagarök er vísað til 108. gr. og 109. gr. laga nr. 88/2008, 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum 4. tl. og til 1. mgr. 74. gr. sömu laga, einkum 9. tl. Varðandi kröfu um málsvarnarlaun er vísað til 38. gr. laga nr. 88/2008 og tilkynningar dómstólaráðs nr. 1/2010.

VII.

             Í greinargerð ákærða Þ segir að hann neiti því sem honum er gefið að sök í ákæru. Gögn málsins beri það heldur ekki með sér, þannig að hafið sé yfir vafa, að ákærði hafi gerst sekur um þau brot sem hann er ákærður fyrir. Hafi það enda verið svo að ákæruvaldið felldi niður málið á hendur ákærða 13. febrúar 2012 með vísan til 145. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Mál hafi hins vegar verið höfðað á hendur meðákærðu í málinu, en þeir hafi allir að sínu leyti staðfest undir rannsókn málsins hjá lögreglu að hafa komið nærri þeirri atburðarás sem ákæran varðar, mismikið þó, meðákærði Z sýnu mest. Það sé hins vegar fyrst nokkru eftir þingfestingu ákæru, eða í apríl 2012, að meðákærði Z gjörbreyti framburði sínum hjá lögreglu. Í hinum breytta framburði meðákærða beri hann á ákærða að hafa staðið að skipulagningu og útfærslu þeirra brota sem ákært er fyrir og að meðákærði Z hafi verið því sem næst viljalaust verkfæri í höndum ákærða.

             Um ástæður hins breytta framburðar beri meðákærði Z fyrir lögreglu að hann sé kominn með barn og að hann ætlaði ekki að vera lengur frá því en hann mögulega þyrfti. Breyttur framburður væri í von um að hann fengi einhverja styttingu á refsidómi. Æði margt í hinum breytta framburði meðákærða Z fái hins vegar illa staðist skoðun, m.a. sé á reiki hjá honum hvort ákærði hafi ritað undir einhver skjöl. Ýmist segi hann ákærða aldrei hafa viljað rita nein nöfn á skjölin eða að ákærði hafi falsað nöfn á skjöl og látið meðákærða Z kvitta á. Sömuleiðis sé mjög á reiki hvernig ákærði á að hafa ekið meðákærða Z á milli staða þegar hann var að framvísa hinum fölsuðu skjölum. Við skýrslutöku hjá lögreglu hafi hann borið um að ákærði hafi verið á blárri [...] smábifreið en við skýrslutöku fyrir dómi hafi ákærði hins vegar sagt að hann hafi stundum verið á gráum [...] jeppa og stundum á dökkgráum [...] eða [...] smábíl. Það hafi verið japanskur bíll, hann muni það. Þá hafi hann verið tvísaga um hvort hann hafi einn fyllt út og sent lánsumsókn frá Bókasafninu í [...] eða hvort ákærði hafi verið með honum og þá jafnvel fyllt út umsóknina.

             Með þennan breytta framburð meðákærða Z í höndum snúi lögregla sér að meðákærða Jens Tryggva og kynni honum hvað meðákærði Z hafi borið. Svör meðákærða Jens Tryggva hafi verið eftirfarandi: „Sko ég hérna veit alveg hver þessi Þ er þú veist. Ég veit ekkert hvað hann gerði eða neitt í þessu en ég veit að hann sé ekkert saklaus sko. Þú veist ég talaði voðalega lítið við hann sko en, en þú veist ég veit ekkert hvað hann gerði í þessu máli sko en ég held að Z viti það betur sko.“

             Áfram haldi lögregla í skýrslutökunni, sem virðist hafa þann eina tilgang að tengja ákærða sem mest við málið og beri spurningar lögreglu þess merki. Viðbrögð meðákærða Jens Tryggva séu að spyrja: „Segir Z að þetta sé allt frá Þ?“ Framburður meðákærða Jens Tryggva sé eftir þetta afar óljós um aðkomu ákærða. Slái hann í og úr þar um, en lögregla/ákæruvald haldi nafni ákærða vel að meðákærða Jens Tryggva við skýrslutökurnar, fyrst hjá lögreglu og síðar fyrir dómi.

             Ekki sé að sjá að gögn málsins feli í sér sönnun um að ákærði hafi útbúið þau fölsuðu skjöl sem ákæran varðar. Ekkert sé ákveðið í framburði meðákærðu Þ eða Jens Tryggva um að þeir hafi séð ákærða útbúa hin fölsuðu skjöl sem hann á að hafa afhent þeim, eða ritað á þau nöfn. Í þessu samhengi bendir ákærði á að engin þeirra skjala sem fölsuð hafa verið séu í raun flóknari en svo að form þeirra megi velflest nálgast rafrænt á heimasíðum þeirra stofnana og fyrirtækja sem þau beinast að (Hlutafélagaskrá, Íbúðalánasjóður, bankar), með ítarlegum leiðbeiningum um útfyllingu upplýsinga, sem séu iðulega einfaldar; eða hafa verið fyllt út af hálfu þeirra stofnana eða fyrirtækja sem þeim er beint að, þannig að nánast hafi einungis þurft undirskriftir. Önnur skjöl (kauptilboð, kaupsamningar) séu sýnilega úr einföldum og stöðluðum slíkum skjalaformum sem finna megi með auðveldum hætti í gegnum hvaða tölvu sem er sem hefur netsamband. Ekki þurfi því yfirgripsmikla þekkingu í frágangi þeirra. Ekki sé að sjá að nein eiginleg skjalarannsókn hafi farið fram af hálfu lögreglu í málinu, þrátt fyrir að rannsóknin hafi spannað hartnær 3 ár.

             Meðákærði Jens Tryggvi hafi raunar jafnframt borið hjá lögreglu að „kannski einhverjir ónefndir aðilar“ aðrir en ákærði hafi komið með skjöl til hans til undirritunar, sem hann þori þó ekki að nafngreina. Meðákærðu Z og Jens Tryggvi beri reyndar báðir um einn eða tvo menn sem eigi að hafa hótað þeim og fjölskyldum þeirra og það hafi leitt til atbeina þeirra til verksins. Lögregla hafi hins vegar augljóslega verið þeirrar skoðunar að meðákærðu hefðu ekkert að óttast vegna ætlaðrar aðildar þeirra að Fáfni, hópi manna sem orðaður hafi verið við ofbeldisverk eftir því sem lögregla segi. Hvorugur meðákærðu bendi þó á umrædda menn við skýrslutökur, enda þótt þeir séu ítrekað spurðir.

             Þá liggi fyrir að það hafi ekki verið ákærði sem hafi framvísað hinum fölsuðu skjölum eða notað þau með öðrum hætti til að blekkja með í lögskiptum, svo sem hann er ákærður fyrir og áskilnaður er um í verknaðarlýsingu 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 fyrir refsiábyrgð samkvæmt ákvæðinu. Það hafi meðákærðu Z og Jens Tryggvi hins vegar gert, svo sem þeir hafi játað við skýrslutökur, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi.

             Í málinu liggur ekki fyrir að ákærði hafi tekið við þeim fjármunum sem sviknir voru út með hinum fölsuðu skjölum, ef frá er talinn breyttur framburður meðákærða Z, en sá framburður hafi aftur á móti ekki stoð í framburði annarra eða öðrum gögnum málsins, að séð verði. Meðákærði Jens Tryggvi beri aftur á móti skýrt að hann hafi ekki afhent fjármunina ákærða heldur þvert á móti hafi ónefndur aðili sagt honum að taka hina sviknu fjármuni út af reikningum og hafi meðákærði Jens Tryggvi afhent þessum ónefnda aðila þá fjármuni. Ákærði hafi ekkert að því komið.

             Að frátöldum breyttum framburði hinna tveggja meðákærðu manna, Z og Jens Tryggva, sem fyrst komi fram eftir þingfestingu ákæru, sem eigi þann hvata og aðdraganda sem rakinn hefur verið, hafi engin ný gögn eða upplýsingar komið fram frá því að ákæruvaldið felldi niður málið gagnvart ákærða, á þeim forsendum að það sem fram hefði komið við rannsókn málsins væri ekki talið nægilegt eða líklegt til sakfellis, að því er hann varðaði.

             Samkvæmt framangreindu verði ekki séð að sönnun sé komin fram um að ákærði hafi gerst sekur um meint brot gegn 155. gr. eða 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, svo sem byggt er á í ákæru, en fyrrnefnda ákvæðið tæmi reyndar sök gagnvart því síðarnefnda, sbr. m.a. dóm Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 484/2002, þannig að ákæra sé röng að því marki. Beri því að sýkna hann af ákæru þar að lútandi.

             Komi til þess að ákærði verði fundinn sekur um einhver af þeim meintu brotum sem hann er ákærður fyrir, er gerð sú krafa að honum verði gerð lægsta mögulega refsing lögum samkvæmt. Í því sambandi verði þá litið til þess sem sannað sé um þátt annarra, en í því ljósi geti þáttur ákærða ekki verið annað en óverulegur. Þá verði litið til þess að meðferð málsins hafi dregist umtalsvert án þess að ákærða verði alfarið um það kennt, en þrjú ár séu nú síðan rannsókn málsins hófst hjá lögreglu. Þar af virðist ekkert hafa verið unnið í málinu af hálfu lögreglu frá því snemma árs 2010 og þar til í ársbyrjun 2012, eða í tæp 2 ár.

VIII.

             Verður nú rakinn framburður ákærðu og vitna fyrir dómi við aðalmeðferð málsins.

             Ákærði Z kvaðst hafa skuldað mönnum peninga, 500.000 krónur, vegna fíkniefnaskuldar. Hann vildi ekki nafngreina mennina af ótta við hefndaraðgerðir. Hann kvaðst hafa verið látinn falsa undirskriftir, stofna bankareikninga, tilkynna fyrirtækjaskrá um breytingar á stjórn, sækja um lán hjá Íbúðalánasjóði, taka út peninga þegar lánið hafi verið greitt út og finna menn og fá þá til að leggja inn á reikninga þeirra og taka svo út af þeim. Þá sagði ákærði að það hefði verið meðákærði Þ, sem hann hefði ekki þekkt, sem hefði leiðbeint sér um hvað hann ætti að gera, en mennirnir tveir sem ákærði vildi ekki nafngreina hefðu sett hann í samband við sig. Ákærði hefði hlýtt meðákærða þar sem hann hefði ekki viljað að ráðist yrði á fjölskyldu sína. Meðákærði hefði leiðbeint honum og t.d. sagt að ákærði mætti ekki láta sjást í húðflúrin og hann ætti að vera snyrtilega klæddur. Einnig hefði meðákærði sagt hvar hann ætti að skrifa fölsuð nöfn og hvernig best væri að orða það sem hann þyrfti að biðja um. Meðákærði hefði verið með skjöl með nöfnum sem átti að nota og við falsanir á nöfnunum hafi verið notast við glerborð með lampa undir. Allt þetta hafi tekið einn og hálfan mánuð, stundum hafi þeir hist tvisvar á dag og stundum ekki. Þeir hefðu ýmis hist heima hjá ákærða eða á þáverandi heimili  meðákærða. Ákærði lýsti heimili meðákærða þannig að hægra megin við anddyrið væri þvottahús og innangengt af því væri bílskúr. Þegar farið væri úr anddyrinu, á vinstri hönd, væri aftur á vinstri hönd baðherbergi, en til hægri væri eldhús og þar inn af stofa. Ákærða minnti að stigi hafi verið hjá eldhúsinu upp á aðra hæð þar sem væru svefnherbergi. Þeir hefðu notað tölvu á heimili ákærða og ákærði hefði prentað þar út skjöl með nöfnum þeirra sem átti að falsa. Spurður hvað hefði orðið um skjöl sem þessi, sagði ákærði að meðákærði hefði fargað hluta af þeim og meðákærði hefði jafnframt látið ákærða farga skjölum. Ákærði kvaðst hafa brennt þau.

             Borin voru undir ákærða Z öll þau skjöl sem varða B ehf. og kaupsamning vegna [...] og sagði ákærði að hann hefði ritað nafn sitt á þau og falsað nöfn, allt eins og greinir í ákæru málsins. Þá sagði ákærði að stofnaður hafi verið reikningur í nafni B ehf. sem enginn annar hafi vitað um svo enginn annar gæti tekið út af honum. Það hafi þurft að vera 10 milljóna króna millifærsluheimild á honum á sólarhring. Meðákærði hefði ekið ákærða á alla þá staði sem hann hafi þurft að fara á, s.s. Íbúðalánasjóð, Landsbankann og Fyrirtækjaskrá. Meðákærði hafi ýmist verið á silfurlituðum smábíl eða dökkgráum [...] jeppa. Jafnframt sagði ákærði að þeir hefðu hist seint um kvöld í [...] á [...] í [...] í eigu föður ákærða. Fram kom að ákærði hefði ekki séð meðákærða Þ undirrita nein skjöl.

             Ákærða Z var kynnt sms úr síma meðákærða Þ frá 4. mars 2009, þar sem fram kemur nafn ákærða og kennitala, og sagði ákærði að mennirnir tveir sem hann vildi ekki nafngreina hefðu gefið honum númer sem hann hafi átt að senda nafn og kennitölu sína á. Spurður af hverju hann væri skráður í stjórn einkahlutafélags að nafni V, og meðákærði Þ skráður sem varamaður, kvaðst ákærði ekki gegna neinu hlutverki í þessu félagi og ekki vita af hverju hann væri þarna skráður, en hann hefði aldrei gefið samþykki sitt fyrir því. 

             Þá greindi ákærði Z frá því að hann hefði fengið símtal frá meðákærða Þ þegar lánið frá Íbúðalánasjóði hafi verið greitt út og honum sagt að hann þyrfti að taka út peninginn, en ekki í einu lagi, og að hann þyrfti að redda reikningum hjá einhverjum strákum sem hægt væri að leggja inn á og þeir myndu svo taka út af þeim. Í þessu skyni hefði ákærði haft samband við félaga sína, meðákærðu X og Jens Tryggva. Ákærði hefði ekki sagt þeim neitt um málið, en það gæti verið að hann hefði bullað einhverja sögu til að róa þá niður og gera þá ekki tortryggna. Ekki hefði komið fram hvað hann ætlaði að leggja mikið inn á þá. Ákærði kvaðst hafa farið í Landsbankann í [...] og tekið út eina eða tvær milljónir, lagt þær inn á þrjá reikninga sem hann eigi sjálfur og svo lagt restina jafnt á meðákærðu X og Jens Tryggva. Það hafi verið fyrirskipun frá meðákærða Þ að dreifa fénu sem mest. Ákærði hefði svo hitt meðákærðu X og Jens Tryggva og beðið þá um að taka út af reikningum sínum. Ákærði kvaðst hafa verið í sambandi við meðákærðu X og Jens Tryggva hvorn í sínu lagi, en þeir hefðu svo farið saman til að taka féð út. Ákærði kvaðst ekki muna hvað hann hefði þá sagt þeim en meðákærðu hefðu áreiðanlega fattað strax þegar þeir voru með ákærða í bílnum að þeir hefðu báðir lánað honum reikninga sína. Þegar meðákærðu hafi verið búnir að taka féð út hafi ákærði kvatt þá og hitt meðákærða Þ og látið hann fá peninginn. Ákærði kvaðst ekki muna hvar þeir hefðu hist, en það gæti verið að það hafi verið heima hjá ákærða. Einnig sagði ákærði að meðákærðu X og Jens Tryggvi hefðu verið hissa á því hvað um miklar fjárhæðir var að ræða en þeir hefðu ekki spurt neins og ekki fengið neina greiðslu fyrir. Um ástæðu þess að féð var tekið út í mörgum bönkum sagði ákærði að það hefði verið til að dreifa úttektinni. Eitt sinn hefði verið sagt að það væri ekki til nógu miklar peningar og þeir því þurft að fara í annan banka. Ákærði kvaðst hafa frétt af því að meðákærði Þ hefði fengið 10 milljónir króna fyrir að gera þetta en ákærði hefði ekki fengið neitt greitt. Hann hefði hins vegar ekki verið rukkaður um 500.000 króna skuldina.     

             Spurður af hverju ákærði Z hefði ekki greint fyrr en hann gerði frá aðild meðákærða Þ kvaðst hann ekki hafa vitað hvernig meðákærði tengdist mönnunum tveimur sem hann vildi ekki nafngreina. Ákærði hefði svo heyrt að þeir myndu henda meðákærða Þ fyrir strætó af minnsta tilefni og ákærði hefði ekki ástæðu til að óttast hefndaraðgerðir þótt hann segði frá þætti meðákærða Þ. Einnig sagði ákærði að margt hefði breyst í lífi hans, hann væri nú edrú, hann væri í sambúð og ætti sjö mánaða gamlan son og hann vonaðist til að hann fengi styttri dóm.

             Borið var undir ákærða Z misræmi í framburði hans hjá lögreglu og fyrir dómi, eins og því að samkvæmt framburði hans í skýrslutöku hjá lögreglu 4. apríl 2012 hafi hann og Þ brennt einn bunka af skjölum hjá [...] í [...] og annan bunkann hefði ákærði brennt, en fyrir dómi hefði hann sagt að meðákærði hefði einn fargað einum bunka og ákærði öðrum. Ákærði gaf þá skýringu á misræmi sínu að langur tími væri liðinn og hann hefði verið í neyslu fíkniefna. Spurður um misræmi í framburði sínum varðandi lit á smábíl sem ákærði var á sagði ákærði að hann væri ekki sérfræðingur í bílum, en hann þekki [...]-merkið. Hann hefði ekki sagt að smábíllinn væri blár, eins og haft er eftir honum í lögregluskýrslu, heldur grár. Þá var ákærði inntur eftir því af hverju hann hefði sagt í skýrslutöku 11. maí sl. að hann og meðákærði [...] hefðu hist á heimili þess síðarnefnda til að afhenda peninginn en fyrir dómi hafi hann sagt að hann muni ekki hvar þeir hefðu hist og sagði ákærði að langt væri um liðið.

             Fram kom að ákærði Z og meðákærði X eru tengdir fjölskylduböndum. Aðspurður sagði ákærði að sig minnti að það hefði einhvern tímann verið rætt um að þeir ætluðu að fjárfesta saman í fasteign og að meðákærði X hefði sótt um lán hjá Íbúðalánasjóði á sínu nafni þar sem ekki hafi verið hægt að fá lán út á nafn ákærða. Ákærði kvaðst ekki muna hvenær þetta hefði verið rætt. Það gæti verið að ákærði hafi sagt meðákærða X að hann ætlaði að leggja inn á hann til að búa til veltu á reikningi hans svo hann kæmist í gegnum greiðslumat og fengi lán.        

             Ákærði Jens Tryggvi sagði um hylmingu, sem honum er gefin að sök í II. kafla ákæru 9. mars 2012, að meðákærði Z hefði beðið hann um að fá að leggja inn á hann upphæð, sem hafi átt að vera há, og ákærði ætti svo að taka hana út. Ákærði sagði að sig hefði grunað að um væri að ræða eins mál og hjá sér. Þegar búið hafi verið að leggja inn á bankareikning ákærða hafi hann farið í banka, tekið féð út og látið meðákærða Z fá það. Ákærði kvaðst ekki muna hvort einhver hafi verið með honum í för þegar hann tók féð út en það gæti verið. Þá kvaðst ákærði ekki muna hvar hann hefði látið meðákærða Z fá féð, en hélt að það hefði verið heima hjá þeim síðarnefnda. Ákærði kvaðst ekki hafa fengið neitt fyrir að gera þetta. Hann hefði verið að gera vini sínum greiða, en hann hafi verið í vandræðum. Ákærði var spurður hvort hann hefði vitað að meðákærði Z lagði einnig inn á meðákærða X og sagði ákærði að hann hefði vitað að meðákærði Z hefði þurft að leggja inn á fleiri. Jafnframt sagði ákærði að hann viti til þess að meðákærði Z hafi ekki haldið fénu heldur látið aðra fá það, en ákærði vildi ekki segja hverja. 

             Um III. kafla ákæru 9. mars 2012 sagði ákærði Jens Tryggvi að hann hefði skuldað um eina milljón króna og hann hafi „bara þurft að gera þetta“ en honum hefði verið hótað. Ákærði kvaðst ekki vilja upplýsa hverjum hann skuldaði af ótta við hefndaraðgerðir. Þá sagði ákærði að hann hefði ekki skilið þau skjöl sem hann hefði undirritað, hann væri lesblindur og hann hefði enga reynslu af fasteignaviðskiptum eða stjórnum fyrirtækja. Hann skýrði frá því að hann hefði m.a. farið eitthvað til að láta þinglýsa einhverju skjali og breyta prókúru fyrirtækis. Einnig hefði honum verið sagt að hann ætti að millifæra féð á nokkra reikninga og hann hefði fengið meðákærðu X og Y til þess. Svo hefðu þeir tekið féð út og látið ákærða fá það. Jafnframt sagði ákærði að það hefði verið meðákærði Þ sem hefði látið hann fá skjöl til undirritunar og sagt honum hvert hann ætti að fara með þau. Meðákærði Þ væri heilinn á bak við þetta, en hann hafi alltaf vitað hvað hafi átt að gera. Ákærði kvaðst hafa ritað nafn sitt á skjölin en ekki önnur nöfn. Þá skýrði ákærði frá því að hann hefði eitt sinn komið að heimili meðákærða Þ, sem hafi verið raðhús á [...] í [...]. Jafnframt skýrði ákærði frá því að meðákærði Þ hefði verið á [...] bifreið. Fram kom að ákærði hefði ekki séð meðákærða Þ undirrita nein skjöl.

             Spurður af hverju ákærði Jens Tryggvi hefði tekið 31.800.000 krónur út af bankareikningi í eigu H ehf. en ekki bara fjárhæð lánsins sagði ákærði að hann hefði ekki vitað hver lánsfjárhæðin hefði verið og honum hefði verið sagt að taka allt út af reikningnum. Mennirnir sem höfðu hótað honum hefðu sagt honum að gera það. Það hefðu einnig verið þeir sem hefðu sagt honum að hann gæti ekki tekið allt féð út einn og hann yrði að leggja inn á aðra. Þá sagði ákærði að hann hefði ekki sagt meðákærðu X og Y af hverju hann ætlaði að leggja inn á þá en „þeir vissu samt alveg örugglega, eða svona grunaði það“. Ákærði hélt að hann hefði ekki sagt meðákærðu hvað hann ætlaði að leggja mikið inn á þá, en hann myndi það ekki. Jafnframt sagði ákærði að hann vissi ekki hvort meðákærðu X og Y hefðu vitað að ákærði lagði inn á þá báða og hann kvaðst ekki muna hvort þeir hefðu verið þrír saman að taka féð út, eða hvort hann hefði farið með öðrum þeirra fyrst og svo hinum. Þá sagði ákærði aðspurður að meðákærðu hefðu ekkert spurt þegar þeir tóku féð út og létu ákærða fá það. Ákærði hefði svo látið mann, sem hann vildi ekki nafngreina, fá féð og sá maður hefði farið með féð til annarra tveggja manna. Enn fremur greindi ákærði frá því að hann hefði ekki þurft að borga skuld sína. Hann hefði verið í óreglu á umræddum tíma, þ.e. neyslu fíkniefna og hann hefði ekki verið í vinnu. Skuld hans hefði verið vegna fíkniefna. Fram kom að hann hefði hætt fíkniefnaneyslu fyrir einu ári og sjö mánuðum og væri í vinnu.

             Ákærði Jens Tryggvi var inntur eftir því hvort hann hefði á umræddum tíma heyrt af því að meðákærði X ætlaði að kaupa íbúð og sagði ákærði að meðákærði hafi ætlað að kaupa íbúð, en það hefði verið í fyrra. Spurður af hverju Æ hefði sent meðákærða Þ kennitölu ákærða í sms-skeyti kvaðst hann ekki vita það. Um ástæðu þess að ákærði greindi ekki frá aðild meðákærða Þ fyrr en eftir að ákæra var gefin út í málinu sagði ákærði að hann hefði ekki vitað hver hann væri en ákærði viti í dag að „hann er ekkert svona maður eins og hinir“.

             Ákærði X viðurkenndi að hann hefði veitt viðtöku á bankareikningum sínum 6.300.000 krónum, sbr. II. lið ákæru 9. mars 2012. Þá greindi ákærði frá því að bróðir hans, Q, hefði lent í [...]slysi einu eða tveimur árum áður og hann hefði fengið greiddar tryggingabætur, 13 milljónir króna. Ákærði hefði ætlað að kaupa íbúð og meðákærði Z hafi ætlað að aðstoða hann við að búa til veltu á reikningi sínum. Ákærði hefði haldið að peningarnir sem voru lagðir inn á hann hefðu verið frá bróður hans. Ákærði hefði svo verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu og settur í gæsluvarðhald. Spurður af hverju meðákærði Z hafi ætlað að hjálpa ákærða við íbúðakaup sagði ákærði: „Hann hafði bara tíma til að hjálpa mér sagði hann.“ Meðákærði Z hefði sagt að það yrði lagt inn á ákærða og svo hefði hann seinna sagt: „Förum í bankann og tökum þetta út. Núna erum við að búa til veltu á þig.“ Ákærði hefði svo látið meðákærða Z fá peninginn. Spurður hvort meðákærði Z eða einhver hefði farið með ákærða til að taka út peninginn kvaðst ákærða ekki vera viss um það. Langt væri um liðið og það hefði verið mikið rugl í gangi á þessum tíma. Það gæti verið að Jens Tryggvi hefði verið með í för. Ákærði sagði að þegar hann liti til baka þá „er þetta geðveikt skrýtið“ en á sínum tíma hefði honum ekki þótt neitt undarlegt við þetta. Þá sagði ákærði að hann hefði vitað að meðákærði Z var ekki í vinnu á umræddum tíma og að hann hefði verið í neyslu fíkniefna. Ákærði sagði að hann hefði ekki grunað neitt ólöglegt þar sem hann hefði staðið í þeirri trú að um hafi verið að ræða fé sem bróðir hans hefði fengið í tryggingabætur. Spurður um ástæðu þess að féð var lagt inn á ákærða á nokkra reikninga en ekki einn, hafi tilgangurinn verið að búa til veltu, gat ákærði ekki útskýrt það og sagði að meðákærði Z hafi viljað hafa þetta svona. Þá var ákærði spurður hvort hann hefði vitað að meðákærði Jens Tryggvi hefði einnig lánað meðákærða Z bankareikninga sína og sagði ákærði að hann hefði vitað það, en hann hefði ekki vitað um hvaða fjárhæðir hafi verið að ræða. Ákærði kvaðst ekki hafa vitað hvað hafi legið þar að baki og hvaðan þeir peningar hafi komið.

             Um V. ákærulið, sem varðar viðtöku ákærða X á 13.628.571 krónu, sagði hann að hann hefði litið svo á, eins og í II. ákærulið, að það hafi verið til þess að búa til veltu á bankareikningum hans svo hann gæti keypt íbúð og sem fyrr hafi það verið meðákærði Z sem hafi verið að aðstoða hann. Ákærði hefði skoðað íbúð að [...] í [...] sem kostaði yfir 30 milljónir króna og því hafi hann þurft að vera með veltu á bankareikningum sínum. Ákærði kannaðist ekki við að meðákærði Jens Tryggvi hefði rætt við hann um að leggja inn á bankareikninga hans. Hann hefði látið ákærða Z fá upplýsingar um bankareikninga sína en ekki meðákærða Jens Tryggva. Ákærði kvaðst hafa látið meðákærða Z fá féð. Meðákærði Jens Tryggvi hafi stundum verið með í bankaferðunum og því hafi ákærði „kannski rétt þeim þá“ þótt hann hafi rétt meðákærða Z féð. Ákærða var þá kynnt að meðákærði Z neiti því að hafa tekið við þessu fé sem ákærði tók út, 13.628.571 krónu, og sagði ákærði þá að hann muni atvik ekki vel, en hann hafi verið í fíkniefnaneyslu. Spurður hvort meðákærði Jens Tryggvi hefði skuldað ákærða pening svaraði hann neitandi. Ákærða var kynntur framburður hans hjá lögreglu 27. júlí 2009, um að meðákærði Jens Tryggvi skuldaði honum á milli 13 og 14 milljónir króna, og sagði ákærði þá að það hefði ekki verið rétt að meðákærði hefði skuldað honum. Ákærði gaf þá skýringu á framburði sínum hjá lögreglu að hann hefði verið stressaður.   

             Inntur eftir því hvernig hann hafi ætlað að fjármagna íbúðarkaup sín og hvort hann hafi átt fyrir útborgun kvaðst ákærði X hafa ætlað að fá lánað hjá bróður sínum, en það hafi ekki verið mikið sem hann hefði þurft að borga út í íbúðinni. Ákærði var þá spurður hvernig hann hafi ætlað að standa undir afborgunum af láni þar sem hann var atvinnulaus og kvaðst hann hafa ætlað að leigja íbúðina út. Ákærði kvaðst ekki muna hvað þetta hefði verið stór íbúð sem hann hefði skoðað og hvað hann hefði hugsanlega getað fengið í leigutekjur. Hann hefði ekki pælt mikið í þessu á sínum tíma en fundist það góð hugmynd að kaupa íbúð. Fram kom að ákærði sótti um lán hjá Íbúðalánasjóði í febrúar 2009 vegna fyrirhugaðra kaupa á fasteign að [...], en umsókninni var synjað. Um samband milli bróður ákærða og meðákærða Z sagði ákærði að þeir væru félagar en „ekkert vinir skilurðu“. Þeir töluðu saman annað slagið. Ákærði var spurður hvernig meðákærðu Jens Tryggvi og Z stóðu fjárhagslega og sagði ákærði: „Ekkert skárr en ég held ég.“ Einnig var ákærði spurður hvort hann hafi ætlað að kaupa íbúðina sjálfur eða með meðákærða Z og kvaðst hann hafa ætlað að kaupa íbúð fyrir sig. Inntur eftir því hvort hann hefði ekkert rætt við bróður sinn um þessa veltu sem hafi átt að mynda á reikningi ákærða kvaðst ákærði ekki hafa gert það. Ákærði sagði að hann hefði talað við bróður sinn um fyrirhuguð íbúðakaup „en svo kom Z og sagðist ætla að hjálpa mér með þetta“ og hann hefði látið meðákærða Z fá peninginn. Ákærði bætti svo við: „Ég veit að þetta er fáránlegt, að heyra þetta. Mér finnst það líka, bara að segja þetta finnst mér asnalegt. Að ég skuli ekki hafa fattað neitt eða grunað ekki neitt.“

             Ákærði Y sagði að það hefði ekki hvarflað að sér að það hefði verið eitthvað ólöglegt við það að lána meðákærða Jens Tryggva bankareikninga sína og hann hefði ekki fengið neitt greitt fyrir að gera það. Ákærði viðurkenndi að hann hefði veitt viðtöku á bankareikningum sínum samtals 13.628.571 krónu, en hann kvaðst ekki muna aðdraganda þess að meðákærði Jens Tryggvi fékk að nota bankareikninga hans. Það hefði aðeins verið rætt um að meðákærði ætlaði að leggja inn á hann. Þegar meðákærði hafi verið búinn að leggja inn á ákærða hafi hann farið í nokkra banka og tekið út peningana. Ákærði kvaðst ekki muna hvort meðákærði eða einhver annar hefði þá verið með í för. Jafnframt kvaðst ákærði ekki vita af hverju meðákærði hefði lagt inn á þrjá bankareikninga í hans eigu og hann hefði ekkert spurt út í það. Þá sagði ákærði að hann myndi ekki af hverju hann hefði farið í þrjá banka til að taka út féð. Ákærði kvaðst ekki hafa vitað að meðákærði X hefði einnig lánað meðákærða bankareikninga sína. Fram kom að ákærði hafi vitað að meðákærði Jens Tryggvi hefði verið í neyslu fíkniefna á umræddum tíma. Þegar ákærða var kynntur framburður hans hjá lögreglu 4. ágúst 2009, um að honum hefði verið ljóst að eitthvað væri skrýtið við þetta og að hann hefði gert sér grein fyrir því að það væri eitthvað ólöglegt við þetta en hann hefði ekki viljað vita neitt nánar þar sem best væri að vita sem minnst, kvaðst ákærði ekki muna eftir að hafa sagt þetta. Hann hefði kannski sagt þetta „til að losna“.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                             

             Vitnið T, fyrrverandi eiginkona ákærða Þ, kvaðst ekki þekkja aðra sakborninga í málinu en X, en þau væru tengd fjölskylduböndum. Fjölskyldan væri náin og þau þekkist öll mjög vel. Ákærði Þ og X hefðu stundum hist en vitnið kvaðst ekki vita hvað þeim hefði farið á milli. Þá greindi vitnið frá því að Þ hafi ekki verið í fastri vinnu síðan hann rak starfsmannaleigu. Heimilislífið hefði verið þannig að hann hefði farið út á hverju kvöldi eftir kvöldmat og ekki komið heim fyrr en klukkan þrjú eða fjögur á nóttinni og hann hafi kallað þetta að „fara út að rukka“ því hann hafi átt fullt af íbúðum. Aðspurt sagði vitnið að ákærði hefði unnið með manni á fasteignasölu að [...] „í þessu braski“. Maðurinn, sem heiti Ö, væri fasteignasali og ákærði væri klókur að finna eignir á góðu verði og selja aftur. Enn fremur greindi vitnið frá því að það hefði átt [...] og að ákærði hafi alltaf verið á bílnum. Einnig hefðu þau átt gráan [...] jeppa. Borið var undir vitnið skjal sem lögregla lagði hald á að [...] þar sem handritað er „I kennitala [...]“ og kvaðst vitnið vera fullvisst um að þetta væri rithönd ákærða Þ. Þá kom fram hjá vitninu að það gæti verið að einhverjir gestir ákærða hefðu haft aðgang að tölvu á heimilinu.       

Vitnið Q, bróðir ákærða X, skýrði frá því að hann hefði fengið greiddar tryggingabætur vegna [...]slyss á árinu 2009, tæpar 14 milljónir króna. Þá sagði vitnið að það og ákærði Z hefðu þekkst frá því þeir voru litlir strákar, þeir væru tengdir fjölskylduböndum og vitnið treysti honum jafn vel og bróður sínum X. Á umræddum tíma hefðu þeir oft verið saman. Aðspurt kvaðst vitnið kannast við að bróðir þess, X, hafi ætlað að kaupa fasteign í [...] og vitnið hafi ætlað að leggja til fé. [...] hafi ætlað að kaupa íbúðina í eigin nafni en vitnið átt að eiga hana. Vitnið var þá spurt af verjanda ákærða [...] hvort það hefði komið til tals að vitnið hafi ætlað að lána [...] fyrir útborgun og svaraði vitnið að það myndi ekki alveg hvernig þetta hafi átt að vera. Þeir hafi „eiginlega bara ætlað að kaupa hana saman“ en vitnið átt peninginn. Þá sagði vitnið aðspurt að vitnið og ákærðu X og Z hefðu rætt um að búa til veltu á bankareikningum ákærða X, með tryggingabótunum. Þegar vitnið var spurt um færsluyfirlit sem lagt var fram af hálfu ákærða X, þar sem fram kemur að 5. maí 2009 hafi verið lagðar inn á vitnið 13.832.141 króna og degi síðar hafi verið teknar út 8.100.000 krónur, kvaðst vitnið ekki muna eftir þessu. Þá kvaðst vitnið ekki muna eftir innborgun á reikning ákærða X sama dag, 6. maí, að fjárhæð 4.100.000 krónur. Ákærði kvaðst ekki heldur muna hvað hann hefði gert við tryggingabætur sínar og í hvað þær hefðu farið. Að lokum var vitnið spurt hvað hafi átt að gera við íbúðina og sagði vitnið að þeir hafi ætlað að eiga hana og búa í henni saman.

Ákærði Þ neitaði að mestu að tjá sig um sakarefnið. Hann neitaði m.a. að tjá sig um P ehf., V ehf., R ehf., gögn sem voru haldlögð á heimili hans, upplýsingar úr tölvu á heimili hans og fyrirtæki föður hans sem tengjast B ehf., og ýmis sms-skilaboð í síma ákærða, sem áður hafa verið rakin. Einnig neitaði ákærði að tjá sig um það hvort hann þekki meðákærðu. Ákærði kannaðist við að hafa haft starfsaðstöðu að [...] í [...]. Þá sagði hann að allir á þáverandi heimili ákærða að [...] og þeir sem voru þar gestkomandi hefðu notað tölvu á heimilinu. Jafnframt greindi hann frá því að faðir hans hefði átt [...] og að hann hefði haft aðgang að henni. Þá kannaðist ákærði við að hafa á umræddum tíma haft afnot af [...] og [...].  

             Vitnið Ö sem er sölumaður á fasteignasölu, kvaðst hafa kynnst ákærða Þ í gegnum fasteignaviðskipti og ákærði hefði haft starfsaðstöðu á fasteignasölunni. Ekki er ástæða til að rekja framburð vitnisins frekar.

             Vitnið Á, bróðir ákærða Þ, greindi frá því að ákærði hefði haft aðgang að fyrirtækinu sem faðir þeirra heitinn átti, en ekki er ástæða til að rekja framburð vitnisins frekar.

Vitnið Snorri Örn Árnason, sérfræðingur hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti skýrslu sem það gerði um staðsetningar og notkun á símanúmerum ákærða Þ.

             Þá komu eftirfarandi vitni fyrir dóm og staðfestu að nöfn þeirra hefðu verið fölsuð á skjöl í málinu og að þau þekki ekkert til ákærðu: C, framkvæmdastjóri B ehf., D, úr varastjórn B ehf., I, eigandi H ehf., og J, meðeigandi, E, L, F, É, N, M, Í, og G.

IX.

             Ákærði Z hefur játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök í I. lið ákæru 9. mars 2012, sbr. framhaldsákæru 16. maí 2012. Þannig hefur hann viðurkennt að hafa notað fölsuð skjöl til að blekkja með í lögskiptum og hafa þannig 19.800.000 krónur af Íbúðalánasjóði, með þeim hætti sem lýst er í ákæru. Þá hefur ákærði greint frá því að það hafi verið ákærði Þ sem hefði aflað upplýsinga og gagna varðandi B ehf. og [...], látið hann fá skjöl til að líkja eftir undirritunum tiltekinna manna og falsa þannig skjöl, látið hann undirrita sjálfur skjölin í eigin nafni og gefið honum fyrirmæli um hvar hann ætti að framvísa skjölunum. Jafnframt hefur ákærði Z greint frá því að hann hafi gert þetta vegna þess að hann hafi skuldað 500.000 krónur vegna fíkniefna og það hefði verið haft í hótunum við hann um að gera þetta. Um hafi verið að ræða tvo menn, en hann vildi ekki nafngreina þá þar sem hann óttaðist hefndaraðgerðir. Þá hefur hann sagt að hann þekki ekki ákærða Þ, en Þ hefði sett sig í samband við ákærða að undirlagi þessara manna. Hafa ber í huga að ákærða Z er ekki gefin að sök aðild að sams konar broti ákærða Jens Tryggva, sbr. III. ákærulið og framhaldsákæru.    

             Með hliðsjón af skýlausri játningu ákærða Z, gögnum málsins og framburði vitna er sannað að hann er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Verknaður ákærða Z er í ákæru talinn varða við 155. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fyrrgreinda ákvæðið tæmir sök gagnvart því síðarnefnda og verður brot ákærða því einvörðungu heimfært til 155. gr. laganna.            

             Í þinghaldi 16. maí 2012 játaði ákærði Jens Tryggvi sök skv. II., III. og IV. lið ákæru 9. mars 2012. Með þessu játaði ákærði hylmingu sem honum er gefin að sök í II. ákærulið, skjalafals og fjársvik í III. ákærulið og fjárdrátt í IV. ákærulið. Í greinargerð ákærða Jens Tryggva er áréttað að hann játi skýlaust aðild sína að þeim afbrotum sem lýst er í ákæru og sök sína í málinu.        

             Nánar tiltekið er ákærðu Jens Tryggva og X í II. lið ákæru 9. mars 2012 gefin að sök hylming, en til vara peningaþvætti, með því að hafa veitt viðtöku á bankareikningum sínum samtals 8.400.000 krónum sem var ávinningur af broti ákærða Z í I. ákærulið. Hafi ákærði X veitt viðtöku 6.300.000 krónum en ákærði Jens Tryggvi 2.100.000 krónum. Hylming samkvæmt 254. gr. almennra hegningarlaga er eftirfarandi hlutdeild í auðgunarbroti annars manns, en auðgunarbrot eru skilgreind í XXVI. kafla almennra hegningarlaga, þ.m.t. fjársvik samkvæmt 248. gr. laganna. Sakfelling fyrir hylmingu getur hins vegar átt við þótt um sakartæmingu sé að ræða eins og í máli þessu, þar sem 155. gr. um skjalafals, sem er í XVII. kafla laganna, tæmir sök gagnvart 248. gr.

             Eins og áður segir játaði ákærði Jens Tryggvi sök hvað II. ákærulið varðar í þinghaldi 16. maí 2012 og í greinargerð sinni. Framburður ákærða Jens Tryggva við aðalmeðferð málsins fól jafnframt í sér játningu á hylmingu og hann kvaðst hafa vitað að ákærði Z hafi þurft að leggja fé inn á bankareikninga fleiri en hans. Í málflutningsræðu verjanda ákærða var því hins vegar haldið fram að saknæmisskilyrði skorti hvað varðar hylmingu samkvæmt 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Nánar tiltekið var því haldið fram að ekki hafi verið um ásetning að ræða hjá ákærða heldur gáleysi, sem leiðir þá til sýknu þar sem ásetningur er áskilinn sem refsiskilyrði. Þessi afstaða er í ósamræmi við það sem fram hefur komið fyrir dómi hjá ákærða sjálfum og greinargerð hans.

             Með vísan til afdráttarlausrar játningar ákærða Jens Tryggva í þinghaldi 16. maí 2012, afstöðu hans í greinargerð, framburðar hans við aðalmeðferð málsins, um að hann hafi gert sér grein fyrir því að um sams konar skjalafals og fjársvik hafi verið að ræða hjá honum og ákærða Z, framburðar ákærða X, sem og gagna málsins, er sannað að ákærði Jens Tryggvi hafi gerst sekur um hylmingu, með þeim hætti sem honum er gefið að sök í II. ákærulið, enda eru engin efni til að fallast á þá málsvörn að saknæmisskilyrði skorti. Brot ákærða varðar við 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

              Ákærði Jens Tryggvi játar skýlaust þá háttsemi sem honum er gefin að sök í III. lið ákæru 9. mars 2012, sbr. framhaldsákæru 16. maí 2012. Nánar tiltekið játar hann að hafa notað fölsuð skjöl til að blekkja með í lögskiptum og hafa þannig 19.800.000 krónur af Íbúðalánasjóði, með þeim hætti sem nánar er lýst í ákæru. Jafnframt hefur hann lýst því að ákærði Þ hafi aflað nauðsynlegra upplýsinga og gagna um H ehf. og [...], útbúið skjöl sem notuð voru, lagt fyrir hann að undirrita þau í eigin nafni og gefið honum fyrirmæli um hvar hann ætti að framvísa skjölunum. Ákærði Jens Tryggvi gefur sömuleiðis þá skýringu á verknaði sínum að hann hafi staðið í skuld vegna fíkniefnaviðskipta og tveir menn hafi haft í hótunum við hann um að gera þetta. Líkt og ákærði Z vildi hann ekki gefa upp nöfn þeirra af ótta við hefndaraðgerðir og ákærði kveðst ekki hafa þekkt ákærða Þ. Hafa skal í huga að ákærða Jens Tryggva er ekki gefið að sök að hafa átt aðild að sams konar broti ákærða Z í I. ákærulið, sbr. framhaldsákæru.  

             Þegar litið er til játningar ákærða Jens Tryggva, gagna málsins og framburðar vitna er sannað að hann er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í III. lið ákæru 9. mars 2012, sbr. framhaldsákæru 16. maí 2012. Háttsemi ákærða Jens Tryggva er í ákæru talin varða við 155. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en eins og áður segir tæmir fyrrgreinda ákvæðið sök gagnvart því síðarnefnda. Brot ákærða verður því einvörðungu heimfært til 155. gr. laganna.

             Eins og rakið hefur verið hefur ákærði Jens Tryggvi játað sök skv. IV. ákærulið, þar sem hann er sakaður um að hafa dregið sér 12 milljónir króna af bankareikningi H ehf., eftir að hann notaði falsað skjal til að breyta framkvæmdastjórn og prókúru félagsins, og falsað umboð til úttektar af bankareikningum þess. Í málflutningsræðu verjanda var því haldið fram að um umboðssvik væri að ræða en ekki fjárdrátt. Sem prókúruhafi hafði ákærði aðgang að fénu og þannig vörslur þess. Ákærði dró sér féð og skiptir engu máli þótt vörslurnar hafi stofnast með ólöglegum hætti. Háttsemi ákærða kemur heim og saman við verknaðarlýsingu fjárdráttar í 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og er að mati dómsins ótvírætt að brot ákærða er fjárdráttur en ekki umboðssvik. Samkvæmt framansögðu verður verknaður ákærða í IV. ákærulið heimfærður undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

             Ákærði X neitar sök, en hann er ákærður fyrir hylmingu í tvígang, sbr. II. og V. ákærulið. Ákærði hefur verið margsaga í framburði sínum og misræmi er í framburði hans, meðákærðu og bróður hans, Q. Þegar ákærða voru kynntar hjá lögreglu 22. júlí 2009 upplýsingar um að ákærði Jens Tryggvi hefði lagt inn fé á bankareikninga hans gaf hann þá skýringu að Jens Tryggvi hefði skuldað honum peninga. Við yfirheyrslu 27. júlí gaf ákærði sömu skýringu og sagði að ákærði Jens Tryggvi hefði skuldað honum á milli 13 og 14 milljónir króna. Þá kvaðst ákærði ekki kannast við ákærða Þ. Þegar ákærða var kynnt að samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði hefði hann 4. febrúar 2009 sótt um lán vegna kaupa á fasteign af einkahlutafélaginu P ehf., sem ákærði Þ er skráður fyrir, sagði ákærði að hann hefði ætlað að búa í eigninni ásamt ákærða Z. Ákærði var svo beðinn um að gera grein fyrir því af hverju bróðir ákærða, Q, hefði lagt inn á reikning hans 5.300.000 krónur 18. febrúar 2009, og fjárhæðin tekin út tveimur dögum síðar, og sagði ákærði þá að bróðir hans hefði fengið 13 eða 14 milljónir í tryggingabætur vegna [...]slyss. Í skýrslutöku 4. ágúst 2009 sagði ákærði að ákærði Z hefði fengið að leggja inn fé á reikninga hans vegna þess að Z væri í vanskilum og allir peningar sem færu inn á reikning hans væru teknir af honum. Aftur spurður hvort hann þekkti ákærða Þ viðurkenndi hann að hann væri fyrrverandi maður frænku sinnar, T, en annars viti hann ekkert um hann. Samkvæmt vitnisburði T áttu ákærði og ákærði Þ í samskiptum og fram kemur í gögnum málsins að þeir áttu í símasamskiptum í júlí 2009, þ.e. hinn 12. og 13. þess mánaðar. Ákærði þekkir þannig mun betur til ákærða Þ en hann lætur uppi. Hafi fyrirhuguð íbúðakaup ákærða verið ástæða þess að peningarnir voru lagðir inn á bankareikninga hans sætir það furðu að ákærði hafi ekki strax í upphafi gefið þá skýringu, frekar en að segja ranglega að ákærði Jens Tryggvi hafi skuldað honum. Þá gerir það framburð ákærða tortryggilegan að honum og bróður hans ber ekki saman um í hvaða skyni kaupa átti íbúðina, þ.e. um það hvor þeirra átti að eiga íbúðina og hvort þeir hafi báðir ætlað að búa í henni eða ekki. Fyrir dómi kvaðst ákærði ekki hafa rætt þessa „veltu“ sem átti að mynda á bankareikningum hans og er það að mati dómsins með miklum ólíkindum. Einnig er erfitt að átta sig á því af hverju ákærði Z átti að vera einhver milliliður í þessu sambandi,  einkum í ljósi þess að um mjög miklar fjárhæðir var að ræða og ákærði sagði sjálfur fyrir dómi að bróðir ákærða og ákærði Z væru félagar en „ekkert vinir“. Þá skýrir framburður ákærða um íbúðakaupin og milligöngu ákærða Z ekki af hverju ákærði Jens Tryggvi fékk að nota bankareikninga hans. Þegar allt þetta er virt eru skýringar ákærða á innlögnum á bankareikninga hans afar ótrúverðugar og er framburður hans að engu hafandi.

             Fyrir liggur að ákærði X veitti viðtöku á bankareikningum sínum annars vegar 6.300.000 krónum, sem ákærði Z millifærði á hann af bankareikningi B ehf., og hins vegar 8.400.000 krónum sem ákærði Jens Tryggvi millifærði á hann af bankareikningi H ehf. Ákærði tók svo peningana út og afhenti þá annars vegar ákærða Z og hins vegar ákærða Jens Tryggva. Samkvæmt framburði ákærða fyrir dómi var honum kunnugt að ákærði Z fékk einnig að nota bankareikninga Jens Tryggva, sbr. II. ákærulið, en ekki liggur fyrir hvort ákærði vissi að ákærði Jens Tryggvi fékk einnig að leggja inn á ákærða Y, sbr. V. ákærulið. Að þessu virtu og eins og ákæru er háttað verður í síðarnefnda ákæruliðnum ekki litið svo á að ákærði og ákærði Y hafi staðið saman að hylmingu á samtals 27.257.142 krónum.

             Í ljósi þess að um verulegar fjárhæðir var að ræða, frá mönnum sem ákærði vissi að stóðu illa fjárhagslega og voru í fíkniefnaneyslu,  er sannað svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærða hlaut að vera ljóst að um ólögmætt fé var að ræða. Þar sem ekkert verður fullyrt um það hvort ákærða hafi verið ljóst að um ávinning af auðgunarbroti var að ræða en ekki einhverri annarri ólögmætri háttsemi, s.s. fíkniefnaviðskiptum, verður brot hans heimfært undir ákvæði um peningaþvætti, sbr. 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 10/1997. 

             Ákærði Y neitar sök, en hann og ákærði X eru ákærðir í V. ákærulið fyrir hylmingu, en til vara peningaþvætti, með því að hafa veitt viðtöku á bankareikningum sínum samtals 27.257.142 krónum, sem voru ávinningur af brotum ákærða Jens Tryggva í III. og IV. ákærulið. Í V. ákærulið segir svo að ákærðu hafi hvor um sig veitt viðtöku á bankareikningum sínum 13.628.571 krónu.

             Óumdeilt er að ákærði Y gaf samþykki sitt fyrir því að ákærði Jens Tryggvi legði inn á bankareikninga hans samtals 13.628.571 krónu. Ákærði tók svo féð út og lét ákærða Jens Tryggva fá það. Bæði ákærði og Jens Tryggvi hafa borið um að sá síðarnefndi hafi ekkert sagt um ástæðu þess að hann vildi nota bankareikninga ákærða. Þá kannast ákærði og ákærðu X og Jens Tryggvi ekki við að sá síðastnefndi hafi lagt inn á þá báða eða hvort þeir voru allir þrír saman þegar féð var tekið út. Að þessu virtu og eins og ákæru er háttað verður ekki litið svo á að ákærði og ákærði X hafi staðið saman að hylmingu á samtals 27.257.142 krónum og verður lagt til grundvallar í máli þessu að um tvö sjálfstæð brot sé að ræða.

             Ákærði Y gaf fyrst þá fjarstæðukenndu skýringu hjá lögreglu að ókunnugur maður hefði sett sig í samband við hann og beðið um að fá að leggja fé inn á bankareikningi hans, en hann viðurkenndi svo að það hefði verið ákærði Jens Tryggvi. Ákærði sagði svo að honum hefði verið ljóst að það hefði verið eitthvað skrýtið við þetta og hann hefði gert sér grein fyrir því að það væri eitthvað ólöglegt við þetta, en hann hefði ekki viljað vita neitt nánar þar sem best væri að vita sem minnst. Fyrir dómi kvaðst ákærði Y lítið muna um mál þetta, s.s. hver aðdragandi þess var að ákærði Jens Tryggvi fékk að nota bankareikninga hans og hvað bjó þar að baki. Þegar litið er til framangreinds framburðar ákærða Y hjá lögreglu, þess að um var að ræða verulega fjárhæð, rúmlega 13 milljónir króna, frá ákærða Jens Tryggva sem ákærði vissi að var í fíkniefnaneyslu, verður að telja sannað svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærða Y hlaut að vera ljóst að um ólögmætt fé var að ræða. Ekkert verður hins vegar fullyrt um það hvort ákærða Y hafi verið ljóst að um ávinning af auðgunarbroti var að ræða en ekki einhverri annarri ólögmætri háttsemi, s.s. fíkniefnaviðskiptum, og verður brot ákærða því heimfært undir ákvæði um peningaþvætti, sbr. 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 10/1997. 

             Ákærði Y fellst á upptöku á ökutækinu [...]. Að kröfu ákæruvaldsins og með vísan til 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verður honum því gert að sæta upptöku á ökutækinu. 

             Ákærði Þ neitar sök, en með framhaldsákæru málsins er hann í I. ákærulið sakaður um skjalafals og fjársvik ásamt ákærða Z, sbr. I. lið í ákæru 9. mars 2012. Nánar tiltekið er ákærða í framhaldsákæru gefið að sök að hafa aflað upplýsinga og gagna varðandi félagið B ehf. í gegnum kerfi Creditinfo og Landskrár fasteigna, þ. á m. undirritaðra skjala varðandi fasteignina að [...] og B ehf., og annarra undirritaðra skjala, þannig að unnt væri að líkja eftir undirritunum og falsa þannig þau skjöl sem notuð voru, útbúa skjölin sem notuð voru og leggja fyrir ákærða Z að undirrita skjölin í eigin nafni og falsa undirritanir annarra á skjölin, þar á meðal votta, og gefa honum fyrirmæli um hvar hann ætti að framvísa skjölunum. Skjölin hafi ákærðu notað í þeim tilgangi að blekkja með þeim og hafa þannig 19,8 milljónir króna af Íbúðalánasjóði. Í II. lið framhaldsákæru er ákærði Þ sakaður um skjalafals og fjársvik ásamt ákærða Jens Tryggva, sbr. III. lið ákæru 9. mars 2012, með því að hafa aflað upplýsinga og gagna varðandi félagið H ehf., í gegnum kerfi Landskrár fasteigna um fasteignina að [...] og þáverandi heimilisfang G að [...], en sótt var um lánið í hennar nafni, útbúið skjölin sem notuð voru, leggja fyrir ákærða Jens Tryggva að undirrita þau í eigin nafni og gefa ákærða Jens Tryggva fyrirmæli um hvar hann ætti að framvísa skjölunum. Ákærðu hafi notað fölsuð skjöl í þeim tilgangi að blekkja með þeim í lögskiptum og hafa þannig 19,8 milljónir króna af Íbúðalánasjóði, eins og nánar er lýst í ákæru. Hvað varðar ákærða Þ er því um að ræða samtals 39,6 milljónir króna.

             Grunur féll á ákærða Þ við umfangsmikla rannsókn málsins en í ljós kom að upplýsingar um B ehf., [...], [...] og aðila sem koma fram á fölsuðum skjölum í málinu höfðu verið skoðaðar í tölvukerfi Creditinfo úr tölvu á þáverandi heimili hans að [...] í [...], í gegnum aðgang einkahlutafélagsins R. Einnig var um uppflettingar að ræða úr tölvu í fyrirtæki föður ákærða sem ákærði hafði aðgang að. Rannsókn á síma ákærða sýnir að hann var í öllum tilvikum staðsettur þar sem uppflettingar fóru fram nema í einu tilviki en þá var engin notkun á símanum og því ekki hægt að staðsetja hann.

             Lögregla aflaði heimildar til húsleitar og fundust á heimili ákærða Þ margvísleg gögn sem tengja hann ótvírætt við málið, s.s. tilkynning til fyrirtækjaskrár um breytingu á prókúruhöfum B ehf. og samþykktir fyrir félagið frá árinu 2006. Þá fannst á heimili hans miði þar sem handskrifað var nafn I og kennitala einkahlutafélags hans og sagði fyrrverandi eiginkona ákærða fyrir dómi að enginn vafi væri á því að um væri að ræða rithönd ákærða. Í tölvu sem lögregla haldlagði á heimili hans fundust jafnframt fjölmörg gögn sem tengja ákærða við málið, eins og áskriftarsamningur milli R og Creditinfo, samþykktir B ehf., kauptilboð vegna [...] og óundirritaður kaupsamningur milli B ehf. og A. Einnig fundust í síma ákærða sms-skeyti með nafninu A, nafninu R og nafni ákærða Z og kennitölu. Þá leiddi rannsókn lögreglu í ljós að ákærði átti í símasamskiptum annars vegar við ákærða Z og hins vegar við ákærða Jens Tryggva. 

Við þetta allt bætist svo framburður ákærðu Z og Jens Tryggva við meðferð málsins fyrir dómi, um að það hafi verið ákærði Þ sem aflaði nauðsynlegra upplýsinga, lét þeim í té skjöl og gaf þeim fyrirmæli um hvað þeir ættu að gera og hvar ætti að framvísa skjölunum. Er ekkert komið fram í málinu sem gefur ástæðu til að ætla að ákærðu Z og Jens Tryggvi beri ákærða Þ röngum sökum. Þá kemur framburður þeirra, einkum ákærða Z, heim og saman við gögn málsins, s.s. um hann hafi komið á heimili ákærða Þ og í fyrirtæki föður hans og þar hafi verið notuð tölva til að afla upplýsinga og útvega skjöl. Að mati dómsins er ekkert sem gerir framburð þeirra um aðild ákærða Þ ótrúverðugan. Misræmi í framburði ákærða Z, t.d. um það hvort peningarnir voru afhentir á heimili hans eða ákærða Þ, hvaða litur var á smábíl sem ákærði Þ var á, hvort bílinn var japanskur eða ekki og hvort þeir voru saman þegar skjöl voru brennd eða ekki, þykir ekki hafa afgerandi þýðingu, enda styðja margvísleg gögn framburð hans og  sök ákærða Þ, langt er um liðið frá atvikum, brotaferlið var flókið og ákærði var í fíkniefnaneyslu. Þá þykir framburður ákærða Jens Tryggva trúverðugur, þótt framburður hans hafi einkennst af nokkurri tregðu til að upplýsa aðild ákærða Þ og minnisleysi, en langt er um liðið og ákærði Jens Tryggvi var í óreglu.

Þegar litið er til alls framangreinds er sannað að ákærði Þ er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í framhaldsákæru málsins. Skiptir í því sambandi engu máli þótt ákærði hafi ekki sjálfur falsað undirskriftir á skjölin eða framvísað þeim, sbr. t.d. dóma Hæstaréttar í máli nr. 122/1971 og máli nr. 275/2010. Brot ákærða eru í framhaldsákæru talin varða við 155. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en eins og fram hefur komið tæmir fyrrgreinda ákvæðið sök gagnvart því síðarnefnda. Verða brot ákærða því einvörðungu heimfærð til 155. gr. laganna.

Ákæra 28. mars 2012. Eignaspjöll og fíkniefnalagabrot.

             Ákærði Y hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að hann er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.

             Ákærði fellst á upptökukröfu í ákærunni. Að þessu virtu og að kröfu ákæruvaldsins verður ákærða gert að sæta upptöku, eins og nánar greinir í dómsorði.

             Eftir þessum úrslitum verður ákærða gert að greiða fyrirliggjandi skaðabótakröfu Fasteigna ríkissjóðs, að fjárhæð 121.125 krónur, auk vaxta. Dráttarvextir skulu reiknast frá 16. júní 2012 þegar liðinn var mánuður frá birtingu kröfunnar fyrir ákærða í dóminum, sbr. 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.

Ákvörðun refsingar.

             Ákærði Z er fæddur í [...] og var því 19 ára er hann framdi brot sitt. Sakaferill ákærða nær aftur til ársins 2005 en þá var honum með lögreglustjórasátt gert að greiða sekt fyrir umferðarlagabrot. Á árinu 2007 gerðist hann tvisvar sekur um umferðarlagabrot og á árinu 2008 var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Hinn 9. janúar 2009 var hann dæmdur til að greiða sekt fyrir umferðarlagabrot. Hinn 12. febrúar 2010 var ákærða gerð sekt með lögreglustjórasátt fyrir fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot. Með dómi 4. mars 2010 var ákærða gert að sæta 75 daga fangelsi fyrir umferðarlagabrot. Ákærði var aftur dæmdur í fangelsi fyrir umferðarlagabrot hinn 18. maí 2011, í fjóra mánuði. Ákærða var veitt reynslulausn 16. desember 2011 í eitt ár á eftirstöðvum refsingar, 120 dögum. Hinn 10. júní 2011 var ákærði svo dæmdur í fangelsi í 30 daga, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir brot gegn 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ber nú að dæma ákærða hegningarauka, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga, en skilorðsdómurinn frá 20. júní 2011 er dæmdur upp og ákærða gerð refsing í einu lagi, sbr. 60. og 77. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar ákærða verður litið til 1. og 2. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, en brot hans er stórfellt og um mikil verðmæti að ræða, 19,8 milljónir króna, sem ekki komust til skila. Þá verður litið til 6. tl. 1. mgr. 70. gr. og þess að brotavilji ákærða var styrkur og einbeittur. Brot hans var framið í félagi við ákærða Þ og er það virt til refsiþyngingar, sbr. 2. mgr. 70. gr. Ákærði hefur hins vegar játað brot sitt og er það virt honum til málsbóta, sbr. 9. tl. 1. mgr. 74. gr. Jafnframt ber að horfa til aldurs ákærða, sbr. 6. tl. 70. gr., en hann var fremur ungur að aldri er hann framdi brot sitt. Einnig ber að líta til 9. tl. 1. mgr. 70. gr., þar sem framburður ákærða við meðferð málsins fyrir dómi leiddi til ákæru á hendur ákærða Þ. Ákærði hefur haldið því fram að hann hafi framið brot sitt vegna þess að hann hafi sætt hótunum og við aðalmeðferð málsins var þessari staðhæfingu hans ekki andmælt af hálfu ákæruvaldsins. Að mati dómsins hafði ákærði hvorki þekkingu né burði til að skipuleggja og útfæra jafn umfangsmikið og flókið brot og hér um ræðir og er ljóst að hann var ekki skipuleggjandi þess. Ákærði Þ hafði hins vegar bæði tilskilda þekkingu og mikla reynslu í fasteignaviðskiptum og fyrirtækjarekstri. Með vísan til framangreinds og þar sem framburður ákærða um að hann hafi sætt þvingunum á sér nokkra stoð í málsatvikum og fyrirliggjandi gögnum verður þessi framburður hans lagður til grundvallar við refsiákvörðun hans, sbr. 6. tl. 1. mgr. 74. gr. Ákærði heldur því enn fremur fram að dráttur á rannsókn málsins og útgáfu ákæru eigi að leiða til refsilækkunar. Rannsókn hófst um miðjan júlí 2009, þegar kærur voru lagðar fram hjá lögreglu, og embætti sérstaks saksóknara fékk málið til meðferðar 1. september 2011. Í febrúar 2012 var málið aftur sent til rannsóknar vegna minni háttar atriða og ákæra var svo gefin út 9. mars 2012. Þótt fallast megi á að mál þetta hafi dregist nokkuð verður ekki hjá því litið að rannsókn þess var flókin og umfangsmikil og þykir dráttur í málinu því ekki geta leitt til refsilækkunar. Með vísan til alls framangreinds þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 15 mánuði. Með vísan til alvarleika brots ákærða og með tilliti til almennra varnaðaráhrifa refsinga eru ekki efni til að skilorðsbinda refsingu hans. Til frádráttar refsingu ákærða kemur gæsluvarðhald sem hann sætti frá 23. júlí til og með 5. ágúst 2009.

             Ákærði Jens Tryggvi er fæddur í [...] 1989. Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann á árinu 2007 dæmdur til að greiða sekt vegna umferðarlagabrots. Á árinu 2008 var hann dæmdur í fangelsi í fimm mánuði, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hinn 9. nóvember 2009 var ákærða gerð sekt með lögreglustjórasátt fyrir umferðarlagabrot og var hann sviptur ökurétti. Með dómi 12. nóvember 2010 var ákærði dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af voru sjö mánuðir skilorðsbundnir í þrjú ár, fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr., 1. mgr. 218. gr., 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga og umferðarlagabrot. Þá var ákærði dæmdur 19. apríl 2011 til að sæta fangelsi í tólf mánuði, en þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir í þrjú ár, fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. og 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Skilorðsdómurinn frá 12. nóvember 2010 var dæmdur upp. Ákærða verður nú dæmdur hegningarauki, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga, og verður skilorðsdómurinn frá 19. apríl 2011 dæmdur upp og ákærða gerð refsing í einu lagi sbr. 60. og 77. gr. almennra hegningarlaga. Eins og við ákvörðun refsingar ákærða Z ber við ákvörðun refsingar að líta til þess að brot hans samkvæmt 155. gr. almennra hegningarlaga er stórfellt, en um mikil verðmæti er að ræða, 19,8 milljónir króna. Einnig var um mikil verðmæti að ræða hvað varðar fjárdrátt ákærða, 12 milljónir króna. Þá er ákærði sakfelldur fyrir hylmingu. Ekki er vitað hvað varð af fénu. Líta verður til þess að brotavilji ákærða var styrkur og einbeittur og brot hans var framið í félagi við ákærða Þ. Er allt þetta virt ákærða til refsiþyngingar. Játning ákærða er hins vegar virt honum til málsbóta. Jafnframt ber að horfa til aldurs ákærða, en hann var rétt tæplega tvítugur er hann framdi brot sín. Einnig ber að líta til þess að framburður ákærða við meðferð málsins fyrir dómi stuðlaði að því að ákæra var gefin út á hendur ákærða Þ. Ákærði hefur eins og ákærði Z haldið því fram að hann hafi framið brot sitt vegna þess að hann hafi sætt hótunum og þeirri staðhæfingu var heldur ekki andmælt af hálfu ákæruvaldsins við aðalmeðferð málsins. Ákærði hafði hvorki þekkingu né burði til að skipuleggja og útfæra jafn umfangsmikið og flókið brot og hér um ræðir og er ljóst að hann var ekki skipuleggjandi þess. Ákærði Þ hafði hins vegar, eins og áður segir, bæði tilskilda þekkingu og mikla reynslu í fasteignaviðskiptum og fyrirtækjarekstri. Verður framburður ákærða Jens Tryggva um að hann hafi sætt þvingunum lagður til grundvallar við refsiákvörðun hans. Með vísan til þess sem áður segir verður að hafna því að dráttur í málinu leiði til refsilækkunar. Þá liggur ekkert fyrir í málinu sem gefur ástæðu til að ætla að 15. gr. almennra hegningarlaga, sem vísað er til í greinargerð ákærða, eigi við um ákærða. Ákvæði 75. gr. laganna þykir ekki heldur eiga við og [...], sem ákærði hefur verið greindur með, geta ekki leitt til refsileysis eða skipt máli við ákvörðun refsingar ákærða eða staðið í vegi fyrir að honum verði dæmd fangelsisrefsing. Að öllu þessu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár. Með vísan til alvarleika brota ákærða og með tilliti til almennra varnaðaráhrifa refsinga eru ekki efni til að skilorðsbinda refsingu hans. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 29. júlí til og með 5. ágúst 2009.

             Ákærði X er fæddur í [...] og var hann rétt tæplega 19 ára er hann framdi brot sín. Samkvæmt sakavottorði ákærða hlaut hann dóm 28. október 2009, fangelsi í 30 daga, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og umferðarlagabrot. Ber nú að dæma hegningarauka, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga, en dómurinn frá 28. október 2009 er dæmdur upp og ákærða gerð refsing í einu lagi, sbr. 60. og 77. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar verður horft til þeirra verðmæta sem um var að ræða, en ákærði er sakfelldur fyrir peningaþvætti á samtals 19.928.571 krónu. Þá er litið til þess að brotin sem hann er sakfelldur fyrir voru framin áður en lög nr. 149/2009 tóku gildi, en með 7. gr. þeirra voru refsimörk 264. gr. almennra hegningarlaga hækkuð. Einnig ber að líta til þess að ákærði var fremur ungur að árum er hann framdi brot sín og ekkert liggur fyrir um að hann hafi hlotið ávinning af þeim. Annars á ákærði sér engar málsbætur. Að öllu virtu þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í níu mánuði. Þar sem langt er um liðið frá broti ákærða og um er að ræða hegningarauka við skilorðsdóm þykir rétt að skilorðsbinda refsingu hans, eins og nánar greinir í dómsorði. Komi til fullnustu refsingar ákærða kemur gæsluvarðhald ákærða til frádráttar, sem hann sætti frá 23. júlí til og með 4. ágúst 2009.

             Ákærði Y er fæddur í [...] og var hann rétt tæplega tvítugur er hann framdi brot sitt. Fram kemur í sakavottorði ákærða að með viðurlagaákvörðun á árinu 2008 var honum gerð sekt fyrir brot gegn 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá gekkst ákærði undir 145.000 króna sektargreiðslu með lögreglustjórasátt hinn 5. nóvember 2010, fyrir umferðarlagabrot. Einnig var hann sviptur ökuréttindum. Ber nú að dæma honum hegningarauka. Við ákvörðun refsingar ákærða ber að horfa til þeirra verðmæta sem um var að ræða, 13.628.571 króna. Þá er litið til þess að brotin sem hann er sakfelldur fyrir voru framin áður en lög nr. 149/2009 tóku gildi, en með 7. gr. þeirra voru refsimörk 264. gr. almennra hegningarlaga hækkuð. Einnig verður að líta til þess að ákærði var fremur ungur að árum og ekkert liggur fyrir um að hann hafi hlotið ávinning af brotinu. Með vísan til framangreinds þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sjö mánuði, sem bundin verður skilorði, eins og nánar greinir í dómsorði. Komi til fullnustu refsingar ákærða kemur gæsluvarðhald til frádráttar, sem hann sætti frá 29. júlí til og með 4. ágúst 2009.

             Ákærði Þ er fæddur í [...]. Í sakavottorði ákærða kemur fram að með dómi Hæstaréttar [...] 2008 var honum gert að sæta fangelsi í tvo mánuði, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Auk þess var honum gert að greiða sekt, 2.500.000 krónur. Hinn 29. mars 2011 var ákærði dæmdur í sjö mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir sams konar brot og í framangreindum dómi. Þá var ákærða gert að greiða 28.300.000 krónur í sekt. Um var að ræða hegningarauka við dóminn 18. desember 2008. Ákærða verður nú dæmdur hegningarauki, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga, og verður skilorðsdómurinn frá 29. mars 2011 dæmdur upp og ákærða gerð refsing í einu lagi, sbr. 60. og 77. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar ákærða verður litið til þess að brot hans eru stórfelld, en um mjög mikil verðmæti var að ræða. Brotavilji ákærða var styrkur og einbeittur og hann framdi brot sín annars vegar í félagi við ákærða Z og hins vegar við ákærða Jens Tryggva. Á ákærði Þ sér engar málsbætur. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú og hálft ár. Vegna alvarleika verknaðar ákærða kemur ekki til álita að skilorðsbinda refsingu hans. 

Sakarkostnaður.

             Með vísan til 1. mgr. 219. gr. laga nr. 88/2008 ber ákærðu að greiða sakarkostnað.

             Ákærða Þ ber að greiða sakarkostnað vegna þóknunar verjanda síns á rannsóknarstigi, Garðars Guðmundar Gíslasonar hdl., en um er að ræða 112.950 krónur. Þóknun verjandans fyrir dómi þykir hæfilega ákveðin, með hliðsjón af tímaskýrslu, 840.850 krónur.

             Hvað varðar ákærða Z er um að ræða þóknun verjanda á rannsóknarstigi, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar hrl., að fjárhæð 520.072 krónur. Þóknun verjanda fyrir dómi, Björgvins Jónssonar hrl., þykir hæfilega ákveðin, með hliðsjón af tímaskýrslu, 891.050 krónur.

             Ákærða Jens Tryggva ber að greiða sakarkostnað vegna þóknunar verjanda á rannsóknarstigi, Grétars Dórs Sigurðssonar hdl., að fjárhæð 170.814 krónur. Þóknun verjanda fyrir dómi, Reynis Loga Ólafssonar hdl., þykir hæfilega ákveðin 1.004.000 krónur.

             Ákærði X skal greiða sakarkostnað vegna þóknunar verjanda á rannsóknarstigi, Sveins Andra Sveinssonar hrl., sem þykir hæfilega ákveðin 333.830 krónur. Þóknun verjanda fyrir dómi, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar hrl., þykir hæfilega ákveðin 878.500 krónur.

             Ákærða Y ber að greiða sakarkostnað vegna verjanda síns, en þóknun hans, Guðmundar St. Ragnarssonar hdl., þykir hæfilega ákveðin 941.250 krónur. 

             Í öllum tilvikum hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts við ákvörðun þóknunar verjenda.  

             Dóm þennan kveða upp Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari, Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari og Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri.

D ó m s o r ð:

             Ákærði Þ sæti fangelsi í þrjú og hálft ár.

             Ákærði Z sæti fangelsi í fimmtán mánuði. Til frádráttar refsingu komi gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 23. júlí til og með 5. ágúst 2009.

             Ákærði Jens Tryggvi Jensson sæti fangelsi í þrjú ár. Til frádráttar refsingu komi gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 29. júlí til og með 5. ágúst 2009.

             Ákærði X sæti fangelsi í níu mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Komi til fullnustu refsingar ákærða kemur gæsluvarðhald ákærða til frádráttar, sem hann sætti frá 23. júlí til og með 4. ágúst 2009.

             Ákærði Y sæti fangelsi í sjö mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Komi til fullnustu refsingar ákærða kemur gæsluvarðhald til frádráttar, sem hann sætti frá 29. júlí til og með 4. ágúst 2009.

             Ákærði Y skal sæta upptöku á ökutækinu [...], 10 kannabisplöntum, 3 ræktunartjöldum, 3 straumbreytum, 4 hitamælum, 4 viftum, 11 gróðurhúsalömpum og 2 loftsíum, sem lögregla lagði hald á.

             Ákærði Y greiði Fasteignum ríkissjóðs 121.125 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 12. september 2010 til 16. júní 2012, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.

             Ákærði Þ greiði 953.800 krónur í sakarkostnað, þar með talda 840.850 króna þóknun verjanda síns fyrir dómi, Garðars Guðmundar Gíslasonar héraðsdómslögmanns.

             Ákærði Z greiði 1.411.122 krónur í sakarkostnað, þar með talda þóknun verjanda síns fyrir dómi, Björgvins Jónssonar hæstaréttarlögmanns, að fjárhæð 891.050 krónur.

             Ákærði Jens Tryggvi  greiði 1.174.814 krónur í sakarkostnað, þar með talda þóknun verjanda síns fyrir dómi, Reynis Loga Ólafssonar héraðsdómslögmanns, að fjárhæð 1.004.000 krónur.

             Ákærði X greiði 1.212.330 krónur í sakarkostnað, en um er að ræða þóknun verjanda á rannsóknarstigi, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, að fjárhæð 333.830 krónur, og þóknun verjanda fyrir dómi, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns, að fjárhæð 878.500 krónur.

             Ákærði Y greiði í sakarkostnað 941.250 króna þóknun verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar héraðsdómslögmanns.