Hæstiréttur íslands
Mál nr. 366/2008
Lykilorð
- Kærumál
- Aðild
- Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
|
|
Föstudaginn 5. september 2008. |
|
Nr. 366/2008. |
Gunnar Örn Þorvaldsson Gréta Björg Jósefsdóttir Jón Böðvarsson Friðrik Böðvarsson Skógræktarfélag Íslands Skógræktarfélag V-Húnvetninga Böðvar Sigvaldason Böðvar Sigvaldi Böðvarsson Karl Guðmundsson Stefán Einar Böðvarsson og Gunnlaugur Frosti Guðmundsson (Jörundur Gauksson hdl.) gegn Veiðifélagi Miðfirðinga (enginn) Með ehf. (Jón Höskuldsson hrl.) Heiðrúnu Brynju Guðmundsdóttur Benedikt Björnssyni Pétri Hafsteini Sigurvaldasyni Bjarneyju Öldu Benediktsdóttur Sigvalda Sigurjónssyni Önnu Axelsdóttur Axel Sigurgeirssyni Þorvaldi Pálssyni Eggerti Pálssyni Húnaþingi vestra (enginn) Minningarsjóði Ágústu Jónatansdóttur og Daníels Jónatanssonar (enginn) Lífsvali ehf. (enginn) Ingimar Steindóri Guðmundssyni Jóhönnu Gunnarsdóttur Barkarstaðaskógi ehf. Unni Sveinsdóttur Sigrúnu Aðalbjarnardóttur Ingu Hjördísi Aðalbjarnardóttur Aldísi Aðalbjarnardóttur Guðrúnu Benediktsdóttur Birnu Jónsdóttur Aðalbirni Benediktssyni Flaumi ehf. Finni Jónssyni Brynjólfi Jónssyni Leifi Jónssyni Skafta Jóhannssyni Jenný Jóhannsdóttur Rögnu Jóhannsdóttur Oddfríði Jóhannsdóttur Kristínu Jóhannsdóttur Ólafi Helga Jóhannssyni Jóhannesi Jóhannssyni Jóni Jóhannssyni Bryndísi Jóhannsdóttur Berki Benediktssyni Sigrúnu Kristínu Barkardóttur Birni Helga Barkarsyni Sigurrós K. Indriðadóttur Örnólfi F. Björgvinssyni Jóhannesi Guðmundi Þorbergssyni Hauki Stefánssyni Flugastraumi ehf. Sigfúsi Leví Jónssyni Ragnari Leví Jónssyni Jóni Bergmann Sigfússyni Sævari Þór Sigurgeirssyni Hafdísi Sigurgeirsdóttur Grétu Guðmundsdóttur Þorsteini Baldri Helgasyni Ástu Sveinsdóttur Eyjólfi Val Gunnarssyni Fasteignafélaginu Rey ehf Fjársýslu ríkisins Ólöfu Guðrúnu Helgadóttur Birni Helgasyni Jóhönnu Hólmfríði Helgadóttur Elínbjörgu Helgadóttur Hjalta Sigursveini Helgasyni Helga BjörnssyniArinbirni Jóhannssyni Sigvalda Jóhannssyni Hólmfríði I. Jóhannsdóttur Karli H. Sigurðssyni Friðriki Jóhannssyni (Karl Axelsson hrl.) Kvísl ehf. (enginn) Guðfinnu Kristínu Ólafsdóttur Rafni Benediktssyni Þórarni Óla Rafnssyni Magnúsi Guðmundssyni (enginn) Kirkjumálasjóði(Jón Höskuldsson hrl.) Veiðifélagi Arnarvatnsheiðar Elínborgu B. Benediktsdóttur Jóni Guðmundi Benediktssyni Benediktu S. Benediktsdóttur Magnúsi Gunnlaugssyni og Guðmundi Víði Magnússyni (enginn) |
Kærumál. Aðild. Frávísunarúrskurður felldur úr gildi.
Héraðsdómur vísaði máli G o.fl. gegn V o.fl. frá dómi á þeim grundvelli að aðild málsins, að því er varðarði jörðina H, hafi ekki komist í réttan farveg fyrr en við endurupptöku málsins. Hæstiréttur felldi úrskurð héraðsdóms úr gildi. Vísað var til þess að aðild að málinu, er varðarði umrædda jörð, hafi komist í formlega réttan búning áður en málið gekk endanlega til dóms, auk þess sem fyrir hefði legið yfirlýsing af hálfu eigenda jarðarinnar um að hagsmuna þeirra hefði verið gætt við rekstur málsins frá upphafi.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.
Sóknaraðilar skutu máli þessu til Hæstaréttar með kæru 24. júní 2008 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 3. júlí sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra 13. júní 2008, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefjast þeir kærumálskostnaðar.
Varnaraðilar hafa ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti.
Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði var hinn 13. desember 2006 móttekin til þinglýsingar skiptayfirlýsing um jörðina Huppahlíð, þar sem fram kemur að við skipti á dánarbúi Þorbjargar Sveinbjarnardóttur hafi jörðin komið í hlut fimm barna hennar Ólafar Guðrúnar, Björns, Jóhönnu Hólmfríðar, Elínbjargar og Hjalta Sigursveins Helgabarna. Stefna var hins vegar birt 4. janúar 2007 á hendur dánarbúi Þorbjargar fyrir eftirlifandi sambúðarmanni hennar Helga Björnssyni, sem einnig var stefnt vegna jarðarinnar, og sagt að hann væri fyrirsvarsmaður dánarbúsins. Við þingfestingu málsins var bókað að mætt væri fyrir dánarbúið og Helga Björnsson vegna jarðarinnar. Málið var síðan, að því er þessa jörð varðar, rekið í nafni þessara aðila, þar til það var endurupptekið til munnlegs málflutnings á ný 29. maí 2008. Var þá bókuð yfirlýsing lögmanns eigenda jarðarinnar um að í stað dánarbúsins komi framangreind börn Þorbjargar og Helga og jafnframt bókað eftir honum að hann hefði frá upphafi gætt hagsmuna þeirra. Var málið síðan tekið til dóms í lok þessa þinghalds.
Börn Þorbjargar heitinnar voru aðilar að dánarbúi hennar þar til skiptum lauk á því. Þó að skiptum hafi lokið áður en málið var höfðað komst aðild að málinu að því er jörðina Huppahlíð varðar í formlega réttan búning áður en það gekk endanlega til dóms, auk þess sem þá lá fyrir yfirlýsing af hálfu barnanna um að hagsmuna þeirra hefði verið gætt við rekstur málsins frá upphafi. Voru við svo búið ekki efni til þess að vísa málinu frá dómi svo sem héraðsdómur gerði með hinum kærða úrskurði. Verður hann því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til munnlegs málflutnings og dómsálagningar.
Eins og málið er vaxið verða varnaraðilar ekki dæmdir til greiðslu kærumálskostnaðar. Fellur hann því niður.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til munnlegs málflutnings og dómsálagningar.
Kærumálskostnaður fellur niður.
Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra 13. júní 2008.
Mál þetta sem tekið var til dóms að loknum munnlegum flutningi 29. maí sl. var höfðað, með stefnum birtum í desember 2006 og janúar 2007, af Gunnari Erni Þorvaldssyni, Litla-Ósi, Húnaþingi vestra, Grétu Björgu Jósefsdóttur, sama stað, Jóni Böðvarssyni, Syðsta-Ósi, Húnaþingi vestra, Friðriki Böðvarssyni, sama stað, Skógræktarfélagi Íslands, Skúlatúni 6, Reykjavík, Skógræktarfélagi Vestur- Húnvetninga, Hvammstangabraut 32, Hvammstanga, Böðvari Sigvaldasyni, Barði, Húnaþingi vestra, Böðvari Sigvalda Böðvarssyni, Mýrum II, Húnaþingi vestra, Karli Guðmundssyni, sama stað, Stefáni Einari Böðvarssyni, sama stað, og Gunnlaugi Frosta Guðmundssyni, Söndum, Húnaþingi vestra, gegn Veiðifélagi Miðfirðinga, Fosshóli, Húnaþingi vestra, Með ehf., Sundaborg 15, Reykjavík, Magnúsi Gunnlaugssyni, Efri-Torfustöðum, Húnaþingi vestra, Guðmundi Víði Magnússyni, sama stað, Heiðrúnu Brynju Guðmundsdóttur, Benedikt Björnssyni, Pétri Hafsteini Sigvaldasyni, Bjarney Öldu Benediktsdóttur, öllum til heimils að Neðri-Torfustöðum, Húnaþingi vestra, Sigvalda Sigurjónssyni, Urriðaá, Húnaþingi vestra, Önnu Axelsdóttur, Fífusundi 9, Hvammstanga, Axel Sigurgeirssyni, Bjargi, Húnaþingi vestra, Þorvaldi Pálssyni, Ytra-Bjargi, Húnaþingi vestra, Eggert Pálssyni, Bjargshóli, Húnaþingi vestra, Húnaþingi vestra, Klapparstíg 4, Hvammstanga, Minningarsjóði hjónanna Ágústu Jónatansdóttur og Daníels Jónatanssonar, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, Ingimar Steindóri Guðmundssyni, Uppsölum, Húnaþingi vestra, Jóhönnu Gunnarsdóttur, Furugrund 36, Kópavogi, Lífsvali ehf., Vesturhlíð 9, Reykjavík, Barkarstaðaskógi ehf., Barkarstöðum, Húnaþingi vestra, Unni Sveinsdóttur, Norðurvangi 25, Hafnarfirði, Sigrúnu Öldu Aðalbjarnardóttur, Hvassaleiti 89, Reykjavík, Ingu Hjördísi Aðalbjarnardóttur, Fjarðarási 27, Reykjavík, Aldísi Aðalbjarnardóttur, Brekkuhvarfi 9, Kópavogi, Elínborgu B. Benediktsdóttur, Hellu, Þingeyjarsveit, Jóni Guðmundi Benediktssyni, Fífumóa 8, Reykjanesbæ, Benediktu S. Benediktsdóttur, Melabraut 11, Garði, Birnu Jónsdóttur, Breiðuvík 65, Reykjavík, Aðalbirni Benediktssyni, Neðstaleiti 4, Reykjavík, Flaumi ehf., Klettagerði 4, Akureyri, Veiðifélagi Arnarvatnsheiðar, Fosshóli, Húnaþingi vestra, Finni Jónssyni, Heiðarlundi 8, Garðabæ, Brynjólfi Jónssyni, Belgíu, Leifi Jónssyni, Heiðarlundi 6, Garðabæ, Skafta Jóhannssyni, Spóahöfða 15, Mosfellsbæ, Jenný Jóhannsdóttur, Skarði, Árborg, Rögnu Jóhannsdóttur, Silungakvísl 15, Reykjavík, Oddfríði Jóhannsdóttur, Heiðargerði 17, Reykjavík, Kristínu Jóhannsdóttur, Búlandi 18, Reykjavík, Ólafi Helga Jóhannssyni, Safamýri 46, Reykjavík, Jóhannesi Jóhannssyni, Bandaríkjunum, Jóni Jóhannssyni, Skúlagötu 62, Reykjavík, Bryndísi Jóhannsdóttur, Bergholti 5, Mosfellsbæ, Berki Benediktssyni, Núpsdalstungu, Húnaþingi vestra, Sigrúnu Kristínu Barkardóttur, Háulind 6, Kópavogi, Birni Helga Barkarsyni, Sóltúni 31, Selfossi, Sigurrós K. Indriðadóttur, Bjargtanga 3, Mosfellsbæ, Örnólfi F. Björgvinssyni, sama stað, Jóhannesi Guðmundi Þorbergssyni, Neðra-Núpi, Húnaþingi vestra, Hauki Stefánssyni, Haugi, Húnaþingi vestra, Flugastraumi ehf., Klettagarði 4, Akureyri, Sigfúsi Levi Jónssyni, Jörfabakka 32, Reykjavík, Ragnari Leví Jónssyni, Sæviðarsundi 19, Reykjavík, Jóni Bergmann Sigfússyni, Hringbraut 119, Reykjavík, Sævari Þór Sigurgeirssyni, Stigahlíð 62, Reykjavík, Guðrúnu Benediktsdóttur, Neðstaleiti 4, Reykjavík, Aðalbirni Benediktssyni, sama stað, Hafdísi Sigurgeirsdóttur, Logafold 163, Reykjavík, Grétu Guðmundsdóttur, Goðheimum 9, Reykjavík, Þorsteini Baldri Helgasyni, Fosshóli, Húnaþingi vestra, Ástu Sveinsdóttur, sama stað, Eyjólfi Val Gunnarssyni, Bálkastöðum 2, Húnaþingi vestra, Fasteignafélaginu Reyr ehf., Sundagörðum 2, Reykjavík, Fjársýslu ríkisins, Sölvhólsgötu 7, Reykjavík, dánarbúi Þorbjargar Sveinbjarnardóttur, Huppahlíð, Húnaþingi vestra, Helga Björnssyni, sama stað, Arinbirni Jóhannssyni, Brekkulæk, Húnaþingi vestra, Sigvalda Jóhannssyni, Fífuseli 11, Reykjavík, Hólmfríði I. Jóhannsdóttur, Dalbrún 13, Egilsstöðum, Karli H. Sigurðssyni, sama stað, Friðriki Jóhannssyni, Brekkulæk, Húnaþingi vestra, Kvísl ehf., Birkigrund 23, Kópavogi, Guðfinnu Kristínu Ólafsdóttur, Staðarbakka 1, Húnaþingi vestra, Rafni Benediktssyni, sama stað, Þórarni Óla Rafnssyni, sama stað, Magnúsi Guðmundssyni, Staðarbakka, Húnaþingi vestra, og Kirkjumálasjóði, Laugavegi 31, Reykjavík (áður Prestsetrasjóður).
Dómkröfur
Stefnendur krefjast þess að arðskrá Veiðifélags Miðfirðinga, dagsett 5. júlí 2006, fyrir Miðfjarðará verði dæmd ógild. Þá krefjast stefnendur þess að stefndu verði dæmd óskipt til að greiða þeim málskostnað að viðbættum virðisaukaskatti samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Við munnlegan flutning málsins féllu stefnendur frá kröfu um málskostnað úr hendi stefnda Kvíslar ehf.
Stefndi Veiðifélag Miðfirðinga krefst sýknu af kröfum stefnenda jafnframt því sem þess er krafist að stefnendum verði sameiginlega gert að greiða málskostnað eftir mati dómsins.
Stefndu Ingimar Steindór Guðmundsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Barkarstaðaskógur ehf., Unnur Sveinsdóttir, Sigrún Aðalbjarnardóttir, Inga Hjördís Aðalbjarnardóttir, Aldís Aðalbjarnardóttir, Birna Jónsdóttir, Flaumur ehf., Finnur Jónsson, Brynjólfur Jónsson, Leifur Jónsson, Skafti Jóhannsson, Jenný Jóhannsdóttir, Ragna Jóhannsdóttir, Oddfríður Jóhannsdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Ólafur Helgi Jóhannsson, Jóhannes Jóhannsson, Jón Jóhannsson, Bryndís Jóhannsdóttir, Börkur Benediktsson, Sigrún Kristín Barkardóttir, Björn Helgi Barkarson, Sigurrós K. Indriðadóttir, Örnólfur F. Björgvinsson, Jóhannes Guðmundur Þorbergsson, Haukur Stefánsson, Flugastraumur ehf., Sigfús Levi Jónsson, Ragnar Leví Jónsson, Jón Bergmann Sigfússon, Sævar Þór Sigurgeirsson, Guðrún Benediktsdóttir, Aðalbjörn Benediktsson, Hafdís Sigurgeirsdóttir, Gréta Guðmundsdóttir, Þorsteinn Baldur Helgason, Ásta Sveinsdóttir, Eyjólfur Valur Gunnarsson, Fasteignafélagið Reyr ehf. dánarbú Þorbjargar Sveinbjarnardóttur, Fjársýsla ríkisins, Helgi Björnsson, Arinbjörn Jóhannsson, Sigvaldi Jóhannsson, Hólmfríður I. Jóhannsdóttir og Friðrik Jóhannsson krefjast þess að þau verði sýknuð af kröfum stefnenda og að þeim verði in solidum dæmdur málskostnaður að viðbættum virðisaukaskatti úr hendi stefnenda samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Það athugast að í greinargerð Karls Axelssonar hæstaréttarlögmanns er ekki að finna nöfn Guðrúnar Benediktsdóttur, Aðalbjörns Benediktssonar og Eyjólfs Vals Gunnarssonar en þau eru hins vegar á lista sem lögmaðurinn afhenti dóminum og inniheldur nöfn umbjóðenda hans og þá var bókað við þingfestingu málsins að hann gætti hagsmuna þeirra. Þykir því rétt að líta svo á nöfn þeirra hafi fyrir mistök fallið niður og að hann hafi gætt hagsmuna þeirra og gert fyrir þeirra hönd þær kröfur sem að framan eru raktar.
Stefndu Með ehf. og Kirkjumálasjóður krefjast sýknu af kröfum stefnenda og að stefnendum verði sameiginlega gert að greiða hvorum um sig málskostnað að mati dómsins.
Stefndi Kvísl ehf. samþykkir kröfur stefnenda um ógildingu arðskrár Veiðifélags Miðfirðinga. Þá gerir hann ekki kröfu um málskostnað úr hendi stefnenda enda verði málskostnaður felldur niður að því er hann varðar.
Stefndu, Lífsval ehf., Heiðrún Brynja Guðmundsdóttir, Þorvaldur Pálsson, Eggert Pálsson, Anna Axelsdóttir, Axel Sigurgeirsson, Rafn Benediktsson, Magnús Guðmundsson, Sigvaldi Sigurjónsson, Benedikt Björnsson, Bjarney Alda Benediktsdóttir, Pétur Hafsteinn Sigurvaldason, Húnaþing vestra, Guðfinna Kristín Ólafsdóttir og Þórarinn Óli Rafnsson gera ekki aðrar kröfur í málinu en að þau verði ekki dæmd til greiðslu málskostnaðar. Af hálfu Guðfinnu Kristínar og Þórarins Óla var ekki skilað greinargerð en krafan kom fram við munnlegan flutning málsins.
Stefndu Veiðifélag Arnarvatnsheiðar, Elínborg B. Benediktsdóttir, Jón Guðmundur Benediktsson, Benedikta S. Benediktsdóttir, Magnús Gunnlaugsson, Guðmundur Víðir Magnússon, Karl Heiðar Sigurðsson og Minningarsjóður hjónanna Ágústu Jónatansdóttur og Daníels Jónatanssonar hafa ekki látið málið til sín taka.
Niðurstaða
Mál þetta var tekið til dóms að loknum munnlegum flutningi 12. mars sl. Dómara tókst ekki að ljúka dómi á málið innan tilskilins frests og bar því að endurupptaka málið og láta munnlegan málflutning fara fram að nýju. Var það gert 29. maí sl.
Í málinu er gerð krafa um ógildingu arðskrár, sem er bindandi fyrir alla þá sem aðild eiga að félaginu. Af þeim sökum hefur niðurstaða málsins áhrif á arðshlut allra þeirra jarða sem tilheyra vatnasvæði Miðfjarðarár. Var því ekki nægjanlegt að stefna eingöngu Veiðifélagi Miðfirðinga enda eru hagsmunir félagsmanna við arðskrármatið mismunandi eins og glögglega má ráða af máli þessu. Var því ekki hjá því komist að stefna eigendum allra jarða sem eru á svæði veiðifélagsins.
Stefnendur leituðust réttilega við að stefna öllum eigendum jarðanna sem tilheyra félagssvæði Veiðifélags Miðfirðinga. Meðal þeirra jarða sem aðild eiga að veiðifélaginu er jörðin Huppuhlíð. Sem eigendum þeirrar jarðar var stefnt til að sækja þing í máli þessu dánarbúi Þorbjargar Sveinsdóttur og Helga Björnssyni. Héraðsdómsstefna var birt fyrir Helga Björnssyni persónulega og sem fyrirsvarsmanni dánarbúsins. Í 4. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. er mælt svo fyrir að dómsmál verði ekki höfðað í héraði á hendur dánarbúi nema svo sé mælt fyrir í lögum eða um opinbert mál sé að ræða og krafist sé refsiviðurlaga sem má ákvarða á hendur dánarbúi. Vegna þessa bar stefnendum að beina málssókn sinni að erfingjum Þorbjargar heitinnar þeim Ólöfu Guðrúnu, Birni, Jóhönnu Hólmfríði, Elínbjörgu og Hjalta Sigursveini Helgabörnum. Í boðunarbréfi til lögmanna vegna endurflutnings málsins óskaði dómari eftir því að gerð yrði grein fyrir aðild dánarbúsins að málinu. Stefnendur lögðu fram skiptayfirlýsingu þar sem fram kom að jörðin Huppuhlíð er nú í eigu nefndra barna Þorbjargar heitinnar og Helga Björnssonar. Skiptayfirlýsingin var móttekin til þinglýsingar 13. desember 2006 og þinglýst daginn eftir. Í skiptayfirlýsingunni kemur fram að skiptum á dánarbúinu sé lokið. Háttar því svo til að þegar stefna var birt fyrir Helga Björnssyni fyrir hönd dánarbús Þorbjargar Sveinbjarnardóttur hinn 4. janúar 2007 var skiptum á dánarbúinu lokið. Við flutning málsins hélt lögmaður stefnenda því fram að af hálfu nafngreindra barna Helga og Þorbjargar hafi þing frá upphafi verið sótt þrátt fyrir að þeim hafi ekki verið löglega stefnt. Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður lýsti því yfir að hann hefði frá upphafi gætt hagsmuna eigenda Huppuhlíðar og þar á meðal séu áður nefnd börn Helga og Þorbjargar. Er nú á því byggt af hálfu stefnenda og að eigendur Huppuhlíðar hafi sótt þing óstefndir. Fyrir liggur að við þingfestingu málsins var sótt þing af hálfu dánarbús Þorbjargar Sveinbjarnardóttur líkt og fram kemur í endurriti þess þinghalds. Málið var síðan tekið fyrir nokkrum sinnum án þess að af hálfu stefnenda eða Helgabarna hafi verið vakin athygli á því að aðild að málinu hafi breyst frá því sem fram kemur í stefnu. Í greinargerð sem Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður skilaði til dómsins er tekið fram að meðal umbjóðenda hans sé nefnt dánarbú en Helgabarna í engu getið og þá er dánarbúið á lista yfir umbjóðendur lögmannsins sem afhentur var undir rekstri málsins. Þegar málið var flutt munnlega fyrir dóminum hinn 12. mars 2008 vakti dómari athygli á því að meðal stefndu væri títtnefnt dánarbú en af hálfu aðila málsins var ekkert vikið að því við málflutninginn. Það er álit dómsins yfirlýsing um aðild barna Helga og Þorbjargar að málinu hafi komið of seint fram en aðild þeirra að málinu var eins og áður greinir fyrst haldið fram þegar málið var endurupptekið og flutt munnlega á ný hinn 29. maí sl. Verður því ekki hjá því komist að vísa málinu frá dómi.
Að fenginni þessari niðurstöðu ber að dæma stefnendur til að greiða stefndu málskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Við ákvörðun málskostnaðar hefur ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts.
Af hálfu stefnenda flutti málið Jörundur Gauksson héraðsdómslögmaður en af hálfu stefndu, hæstaréttarlögmennirnir Ásgeir Þór Árnason, Karl Axelsson, Stefán Ólafsson, Jón Höskuldsson, Stefán Geir Þórisson og Óttar Yngvarsson.
Halldór Halldórsson dómstjóri kveður upp úrskurð þennan.
ÚRSKURÐARORÐ
Máli þessu er vísað frá dómi.
Stefnendur, Gunnar Örn Þorvaldsson, Gréta Björg Jósefsdóttir, Jón Böðvarsson, Friðrik Böðvarsson, Skógræktarfélag Íslands, Skógræktarfélag Vestur Húnvetninga, Böðvar Sigvaldason, Böðvar Sigvaldi Böðvarsson, Karl Guðmundsson, Stefán Einar Böðvarsson, og Gunnlaugur Frosti Guðmundsson greiði í sameiningu Veiðifélagi Miðfirðinga 500.000 krónur í málskostnað.
Stefnendur greiði í sameiningu stefndu, Ingimar Steindóri Guðmundssyni, Jóhönnu Gunnarsdóttur, Barkarstaðaskógi ehf., Unni Sveinsdóttur, Sigrúnu Aðalbjarnardóttur, Ingu Hjördísi Aðalbjarnardóttur, Aldísi Aðalbjarnardóttur, Guðrúnu Benediktsdóttur, Birnu Jónsdóttur, Aðalbirni Benediktssyni, Flaumi ehf., Finni Jónssyni, Brynjólfi Jónssyni, Leifi Jónssyni, Skafta Jóhannssyni, Jenný Jóhannsdóttur, Rögnu Jóhannsdóttur, Oddfríði Jóhannsdóttur, Kristínu Jóhannsdóttur, Ólafi Helga Jóhannssyni, Jóhannesi Jóhannssyni, Jóni Jóhannssyni, Bryndísi Jóhannsdóttur, Berki Benediktssyni, Sigrúnu Kristínu Barkardóttur, Birni Helga Barkarsyni, Sigurrós K. Indriðadóttur, Örnólfi F. Björgvinssyni, Jóhannesi Guðmundi Þorbergssyni, Hauki Stefánssyni, Flugastraumi ehf., Sigfúsi Levi Jónssyni, Ragnari Leví Jónssyni, Jóni Bergmann Sigfússyni, Sævari Þór Sigurgeirssyni, Hafdísi Sigurgeirsdóttur, Grétu Guðmundsdóttur, Þorsteini Baldri Helgasyni, Ástu Sveinsdóttur, Eyjólfi Val Gunnarssyni, Fasteignafélaginu Reyr ehf., Fjársýslu ríkisins, Helga Björnssyni, Arinbirni Jóhannssyni, Sigvalda Jóhannssyni, Hólmfríði I. Jóhannsdóttur og Friðriki Jóhannssyni, sameiginlega 1.500.000 krónur í málskostnað.
Stefnendur greiði í sameiningu stefndu Með ehf. og Kirkjumálasjóði, hvorum um sig 200.000 í málskostnað.
Málskostnaður milli stefnenda og Veiðifélags Arnarvatnsheiðar, Elínborgar B. Benediktsdóttur, Jóns Guðmundar Benediktssonar, Benediktu S. Benediktsdóttur, Magnúsar Gunnlaugssonar, Guðmundar Víðis Magnússonar, Karls Heiðars Sigurðssonar og Minningarsjóðs hjónanna Ágústu Jónatansdóttur og Daníels Jónatanssonar fellur niður.