Hæstiréttur íslands
Mál nr. 468/2012
Lykilorð
- Kærumál
- Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
|
Þriðjudaginn 3. júlí 2012. |
|
Nr. 468/2012. |
Lögreglustjórinn
á höfuðborgarsvæðinu (Jón H.B. Snorrason saksóknari) gegn X (Stefán Karl Kristjánsson hdl.) |
Kærumál.
Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008.
Úrskurður héraðsdóms um
að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr.
88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
Dómur
Hæstaréttar.
Mál þetta dæma Þorgeir Örlygsson hæstaréttardómari og Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson settir hæstaréttardómarar.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. júní 2012 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. júlí sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. júní 2012, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, en þó eigi lengur en til „fimmtudagsins 1. nóvember kl. 16:00.“ Kæruheimild er í b. lið 2. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími.
Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur á þann hátt sem í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Varnaraðili, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi, en þó eigi lengur en til fimmtudagsins 1. nóvember 2012 klukkan 16.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur föstudaginn 29. júní
2012.
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist
þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, kt. [...], verði gert að sæta
gæsluvarðhaldi, á meðan mál hans er til meðferðar fyrir Hæstarétti Íslands, þó
eigi lengur en til fimmtudagsins 1. nóvember kl. 16:00.
Í
greinargerð kemur fram að með dómi Hæstaréttar Íslands nr. 380/2012 hafi
dómfellda X verið gert að sæta gæsluvarðhaldi til föstudagsins 29. júní 2012 á
grundvelli c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.
Dómfelldi hafi hlotið 2 ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 4. maí í
máli s-191/2012. Þar hafi dómfelldi verið sakfelldur fyrir fjölmörg brot, þjófnaði,
gripdeild, fjársvik, hylmingu, nytjastuld og umferðarlagabrot, sem ákærð hafði
áfrýjað til Hæstaréttar þann 29. maí 2012. Þar hafi verið um að ræða samtals um
30 brot, sem dómfelldi hafi verið ákærður fyrir einn eða með öðrum á tímabilinu
frá júní 2011 fram til mars 2012. Þar af hafi verið um að ræða um 9
auðgunarbrot eftir dóma, en dómfelldi hafi hlotið 1 mánaðar fangelsisdóm 10.
janúar sl. við héraðsdóm Suðurlands og
12 mánaða fangelsisdóm 24. nóvember 2011 við hd. Rvk. fyrir fjölmörg
auðgunarbrot skilorðsbundið í 3 ár. Í dag hafi dómfelldi hlotið dóm fyrir
þjófnað og fjársvik, en ekki verið gerð sérstök refsing.
Dómur
Héraðsdóms Reykjavíkur nr. S-191/2012 sé ekki fullnustuhæfur þar sem
dómfelldi hafi áfrýjað dómnum til
Hæstaréttar Íslands. Áfrýjunarstefna hafi verið gefin út af ríkissaksóknara
þann 29. maí sl.
Brotaferill
dómfellda hafi verið samfelldur frá því að dómar féllu á hann þann 24. nóv. og
10. jan. sl. en dómfelldi hafi verið handtekinn þann 3. maí sl. og hafi sætt
gæsluvarðhaldi síðan.
Dómfelldi
hafi nú hlotið fangelsisrefsingu og sé það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi
líkur séu á því að dómfelldi muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls
ferða sinna og það sé brýnt að dómfelldi sæti gæsluvarðhaldi.
Með
vísan til framangreinds, framlagðra gagna og
c.-liðar 1. mgr. 95. gr., sbr. 3. mgr. 97. gr. laga 88, 2008 um meðferð sakamála er þess
krafist að krafan nái fram að ganga eins og hún sé sett fram.
Eins
og að framan er rakið hefur brotaferill dómfellda verið nokkuð samfelldur um
alllangan tíma allt þar til hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald 3. maí sl.
Hann var með dómi héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 4. maí sl. dæmdur í tveggja
ára fangelsi fyrir fjölmörg afbrot framin á tímabilinu frá júní 2011 til mars
2012. Með sumum brotanna rauf hann skilorð. Kærði hefur áfrýjað dóminum.
Eins
og að framan er rakið hefur brotaferill kærða verið samfelldur og verður því að
telja yfirgnæfandi líkur á að hann muni halda áfram brotastarfsemi fari hann
frjáls ferða sinna.
Samkvæmt
framansögðu er fallist á með lögreglustjóra að skilyrði c.-liðar 1. mgr. 95.
gr. laga 88/2008 um meðferð sakamála séu fyrir hendi. Er krafa um gæsluvarðhald
því tekin til greina eins og nánar greinir í úrskurðarorði en ætla má að dómur gangi í Hæstarétti í máli
dómfellda fyrir 1. nóvember nk.
Arngrímur
Ísberg kveður upp úrskurð þennan.
Ú R S K U R Ð A R O R
Ð:
Dómfelldi,
X, kt. [...], skal sæta áfram gæsluvarðhaldi, þó eigi lengur en til
fimmtudagsins 1. nóvember kl. 16:00.