Hæstiréttur íslands

Mál nr. 787/2015


Lykilorð

  • Kærumál
  • Afhending gagna
  • Matsgerð


                                            

Fimmtudaginn 7. janúar 2016.

Nr. 787/2015.

Orkuveita Reykjavíkur

(Jónas A. Aðalsteinsson hrl.)

gegn

Glitni hf.

(Ólafur Eiríksson hrl.)

Kærumál. Afhending gagna. Matsgerð.

Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfum O um að G yrði gert að afhenda sér og dómkvöddum matsmönnum nánar tiltekin gögn og að dómkvöddum matsmönnum yrði gert að afhenda gögn sem G hefði afhent þeim eftir janúar 2015. Í dómi Hæstaréttar var meðal annars rakið að samkvæmt 3. mgr. 62. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála væri hverjum sem hefði umráð þess sem matsgerð lyti að skylt að veita matsmanni aðgang að því nema hann mætti skorast undan vitnaskyldu eða væri óheimilt að bera vitni um það. Þá kæmi fram í 2. mgr. 80. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., sbr. 3. málslið 4. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, að sá sem sýndi skiptastjóra fram á að hann hefði lögvarinna hagsmuna að gæta gæti krafist að fá aðgang að skjölum þrotabús til skoðunar og eftirrit af þeim. Framangreind ákvæði væru þó háð takmörkunum sem meðal annars leiddu af þagnarskyldu starfsmanna fjármálafyrirtækja, sbr. 58. gr. laga nr. 161/2002, og væri það hlutverk dómstóla að leggja mat á í hverju tilviki hvort í bága færi við þagnarskyldu að veita upplýsingar eða afhenda gögn. Með beiðni í október 2014 krafðist O upplýsinga um heildarútlán til tólf nafngreindra hlutafélaga. Taldi Hæstiréttur að um væri að ræða tilgreindar og almennar upplýsingar sem G væri skylt að afhenda gögn um og var með sömu rökum fallist á að O fengi afrit þeirra. Hæstiréttur hafnaði á hinn bóginn kröfu O um afhendingu gagna samkvæmt beiðni í júní 2015, enda teldist beiðnin of sértæk þar sem óskað væri eftir sundurgreindum upplýsingum um þá aðila sem hún tæki til og vörðuðu þær meðal annars persónuleg fjármál einstaklinga sem þagnarskylda ríkti um. Þá var fallist á með héraðsdómi að O fengi ekki á ný lagt fyrir dóm ágreining sem þegar hefði verið tekin afstaða til með úrskurði í apríl 2015. Með hliðsjón af meginreglu einkamálaréttarfars um jafnræði aðila og þeim grunnrökum sem búa að baki 2. mgr. 62. gr. laga nr. 91/1991 var aftur á móti fallist á kröfu O um afhendingu annarra gagna en þeirra sem úrskurðurinn tæki til.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Benedikt Bogason og Greta Baldursdóttir.

Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. nóvember 2015, en kærumálsgögn bárust réttinum 2. desember sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. nóvember 2015 þar sem hafnað var kröfum sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert að afhenda sér og dómkvöddum matsmönnum nánar tiltekin gögn og að dómkvöddum matsmönnum yrði gert að afhenda sóknaraðila gögn sem varnaraðili hefði afhent þeim eftir 30. janúar 2015, en síðastnefndu kröfunni var að öðru leyti vísað frá dómi. Kæruheimild er í c. og d. liðum 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að afhenda sér og dómkvöddum matsmönnum öll gögn sem hinir dómkvöddu menn óskuðu eftir með beiðnum 22. október 2014 og 10. júní 2015. Jafnframt að dómkvöddum matsmönnum verði gert að afhenda sér öll gögn sem þeir hafa fengið frá varnaraðila í þágu matsins og að hafnað verði frávísun héraðsdóms á hluta þeirrar kröfugerðar sóknaraðila. Þá krefst hann kærumálskostnaðar.

Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.

I

Eins og nánar er rakið í hinum kærða úrskurði gerðu málsaðilar með sér afleiðusamninga og hefur varnaraðili höfðað mál á hendur sóknaraðila til uppgjörs átta þeirra. Með matsbeiðni 13. febrúar 2014 óskaði varnaraðili dómkvaðningar tveggja manna í því skyni að færa sönnur á að varnaraðili hafi veitt rangar upplýsingar um fjárhagsstöðu sína sem hafi nokkru fyrir samningagerð aðila, við hana og allt til 7. október 2008 verið miklum mun verri en opinberar upplýsingar gáfu til kynna. Matsmenn munu hafa óskað eftir og fengið ýmis gögn frá varnaraðila, en hann synjað afhendingu hluta þeirra. Þá hefur sóknaraðili fengið ýmis gögn í hendur, en þó ekki öll þau gögn sem varnaraðili hefur afhent matsmönnum. Í þinghaldi 20. apríl 2015 krafðist sóknaraðili úrskurðar um afhendingu tilgreindra gagna úr hendi matsmanna eða varnaraðila. Með úrskurði héraðsdóms 29. sama mánaðar var kröfum sóknaraðila hafnað. Með dómi Hæstaréttar 5. júní 2015 í máli nr. 336/2015 var úrskurðurinn staðfestur, en eins og kröfugerð sóknaraðila var háttað fyrir réttinum reyndi aðeins á skyldu varnaraðila til afhendingar gagnanna.

Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði hefur sóknaraðili gert kröfu um afhendingu fjölda gagna. Í fyrsta lagi um að varnaraðili afhendi matsmönnum gögn sem þeir höfðu óskað eftir með beiðnum 22. október 2014, 7. nóvember sama ár og 10. júní 2015. Í beiðni matsmanna 22. október 2014 var óskað eftir nánar tilgreindum upplýsingum um útlán og „aðrar fyrirgreiðslur“ varðandi 25 tilgreind félög. Varnaraðili varð við beiðni matsmanna að því er varðaði þrettán félög, en synjaði um afhendingu gagna að því er varðaði tólf þeirra. Þessi tólf félög eru Stoðir fasteignir ehf., Hitaveita Suðurnesja, Rákungur ehf., Svartháfur ehf., Lyf og heilsa ehf., L&H eignarhaldsfélag ehf., Kistan ehf., Lyfjablóm ehf., Vafningur ehf., Kristinn ehf., Sund ehf. og BLÓ ehf. Í beiðni matsmanna 7. nóvember sama ár var óskað eftir listum dómskjala í tveimur nánar tilgreindum dómsmálum, en fyrir Hæstarétti hefur sóknaraðili fallið frá kröfu um afhendingu gagna samkvæmt þessari beiðni. Í beiðni matsmanna 10. júní 2015 var óskað eftir upplýsingum um lán varnaraðila til fjölmargra einstaklinga og félaga miðað við 31. desember 2007 og 31. mars 2008, auk afrita af ýmsum tegundum samninga. Í öðru lagi krefst sóknaraðili þess að varnaraðili afhendi sér sömu gögn og hann gerir kröfu um að matsmenn fái í hendur. Í þriðja lagi óskar sóknaraðili eftir að sér verði afhent þau gögn sem varnaraðili hefur þegar afhent matsmönnum.

II

Samkvæmt 3. mgr. 62. gr. laga nr. 91/1991 er þeim, sem hefur umráð þess sem matsgerð lýtur að, skylt að veita matsmanni aðgang að því nema hann megi skorast undan vitnaskyldu um matsatriði eða sé óheimilt að bera vitni um það. Þá kemur fram í 2. mgr. 80. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. að sá sem sýni skiptastjóra fram á að hann hafi lögvarinna hagsmuna að gæta geti krafist að fá aðgang að skjölum þrotabús til skoðunar og eftirrit af þeim á eigin kostnað meðan skiptastjóri hefur þau í vörslum sínum, en þetta ákvæði gildir um slitameðferð varnaraðila, sbr. 3. málslið 4. mgr. 101. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þá er ljóst að sóknaraðili hefur lögvarinna hagsmuna að gæta í skilningi ákvæðisins, en auk þess að taka til varna í þessu máli hefur hann lýst kröfu við slit varnaraðila vegna samninga sem um ræðir í málinu.

Framangreind ákvæði um heimildir matsmanna til gagnaöflunar og skyldu þrotabús til afhendingar gagna eru þó háð takmörkunum sem meðal annars leiða af þagnarskyldu starfsmanna fjármálafyrirtækja, sbr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Til þess að unnt sé að meta hvort beiðni um gögn eða upplýsingar fari í bága við þagnarskyldu samkvæmt greininni verður sá sem óskar aðgangs að gögnunum að tilgreina nægilega skýrt hvaða gagna sé óskað. Almenn staðhæfing fjármálafyrirtækis um að gögn séu háð þagnarskyldu leiðir á hinn bóginn ekki ein og sér til þess að þau verði ekki afhent. Er það hlutverk dómstóla að leggja mat á í hverju tilviki hvort í bága fari við þagnarskyldu að veita upplýsingar eða afhenda gögn. Við það mat hefur verið lagt til grundvallar að ekki sé sama ástæða til að veita félögum, sem tekin hafa verið til gjaldþrotaskipta eða slita, jafn ríka vernd og einstaklingum, sbr. XII. kafla laga nr. 161/2002 og til hliðsjónar áðurnefnda 2. mgr. 80. gr. laga nr. 21/1991, en varnaraðili er í slitum.

Þau gögn sem matsmenn telja að séu nauðsynleg vegna matsstarfa eru tíunduð hér að framan og í hinum kærða úrskurði. Samkvæmt 2. og 3. mgr. 62. gr. laga nr. 91/1991 er matsmönnum rétt að afla sér gagna til afnota við matið og er hverjum þeim sem hefur umráð þess sem matsgerð lýtur að skylt að veita matsmönnum aðgang að því, með þeim takmörkunum sem áður greinir. Ekki verður vefengt að gögn þau sem um ræðir kunni að nýtast við matið. Verður á hinn bóginn að taka afstöðu til réttmætis beiðni matsmanna um að fá aðgang að þessum gögnum og upplýsingum eftir þeim reglum sem áður greinir.

Það sem eftir stendur af fyrrgreindri beiðni matsmanna 22. október 2014 varðar upplýsingar um heildarútlán til tólf nafngreindra hlutafélaga. Hér er um tilgreindar og almennar upplýsingar að ræða og er því fallist á að varnaraðila sé skylt að afhenda gögn um heildarútlán til þessara aðila. Með sömu rökum er fallist á kröfu sóknaraðila um afhendingu á afritum gagnanna, enda verða slík gögn ekki afhent matsmönnum með áskilnaði um að þau verði ekki afhent gagnaðila. Á hinn bóginn standa ekki rök til þess að fallast á beiðni um afhendingu gagna um svokallaðar „aðrar fyrirgreiðslur“ varðandi þessi tólf félög, enda hefur sóknaraðili ekki tilgreint nægilega hvað í þessu felist.

Í áðurnefndri beiðni matsmanna 10. júní 2015 er farið fram á ítarlegar upplýsingar um lánveitingar til fjölda lögaðila og einstaklinga. Þessi beiðni er of sértæk, enda er óskað eftir sundurgreindum upplýsingum um þá aðila sem hún tekur til og varða upplýsingarnar meðal annars persónuleg fjármál einstaklinga sem þagnarskylda ríkir um, sbr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Að þessu gættu verður staðfest niðurstaða héraðsdóms um höfnun á afhendingu þeirra gagna sem ekki hafa þegar verið afhent matsmönnum samkvæmt þessari beiðni.

Fallist er á með héraðsdómi að sóknaraðili fái ekki lagt á ný fyrir dóm ágreining sem þegar hefur verið tekin afstaða til með úrskurði héraðsdóms 29. apríl 2015, en hann leitaði ekki endurskoðunar á þeirri niðurstöðu með kæru til Hæstaréttar í fyrrgreindu máli nr. 336/2015. Stendur úrskurðurinn óhaggaður að því leyti og kemur krafan því ekki til álita hér fyrir dómi. Krafa sóknaraðila um afhendingu annarra gagna en þeirra sem úrskurðurinn tekur til varðar gögn sem varnaraðili hefur þegar afhent matsmönnum. Með hliðsjón af meginreglu einkamálaréttarfars um jafnræði aðila og þeim grunnrökum sem búa að baki 2. mgr. 62. gr. laga nr. 91/1991, verður fallist á kröfu sóknaraðila um afhendingu gagnanna á þann hátt sem í dómsorði greinir. 

Varnaraðili verður dæmdur til að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur að öðru leyti en því að varnaraðila, Glitni hf., ber að afhenda sóknaraðila, Orkuveitu Reykjavíkur, gögn um heildarútlán til Stoða fasteigna ehf., Hitaveitu Suðurnesja, Rákungs ehf., Svartháfs ehf., Lyfja og heilsu ehf., L&H eignarhaldsfélags ehf., Kistunnar ehf., Lyfjablóms ehf., Vafnings ehf., Kristins ehf., Sunds ehf. og BLÓ ehf. samkvæmt beiðni 22. október 2014 og gögn sem varnaraðili hefur þegar afhent matsmönnum eftir 30. janúar 2015.

Varnaraðili greiði sóknaraðila 400.000 krónur í kærumálskostnað.

                                                                                  

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. nóvember 2015.

Mál þetta sem tekið var til úrskurðar 21. október 2015 um kröfu um afhendingu gagna vegna matsgerðar, var höfðað 15. október 2012 af hálfu Glitnis hf., Sóltúni 26 Reykjavík á hendur Orkuveitu Reykjavíkur, Hvassaleiti 99, Reykjavík, til greiðslu skuldar, að höfuðstól að fjárhæð 747.341.624 krónur. Stefndi er sóknaraðili í þessum þætti málsins og stefnandi er varnaraðili.

Frá árinu 2002 þar til í október 2008 gerðu stefnandi og stefndi með sér fjölmarga afleiðusamninga og er málið höfðað til uppgjörs átta samninga sem nánar er lýst í stefnu, greinargerð og skjölum málsins. Stefndi byggir sýknukröfu sína m.a. á gögnum slitastjórnar stefnanda, sem stefndi telur að sýni að stefnandi hafi brotið fjölda ákvæða laga sem gilda á fjármagnsmarkaði á árunum 2007 og 2008, með saknæmum og ólögmætum hætti allt til þess tíma þegar fjármálaeftirlitið tók yfir vald hluthafafundar stefnanda hinn 7. október 2008. Af því leiði að ógilda beri samninga aðila á grundvelli 30., 33. eða 36. gr. laga nr. 7/1936, m.a. vegna þess að stefnandi hafi orðið ófær um að efna aðalskyldu samninganna þegar hann hafi í raun og sanni verið ógjaldfær.

Með matsbeiðni 13. febrúar 2014 óskaði stefndi dómkvaðningar tveggja matsmanna í því skyni að færa sönnur á að stefnandi hafi veitt rangar upplýsingar um fjárhagsstöðu sína og að raunsönn fjárhagsleg staða matsþola hafi nokkru fyrir samningsgerð aðila, við samningagerðina og allt til 7. október 2008 verið miklum mun verri en opinberar upplýsingar hafi gefið til kynna. Tveir menn voru kvaddir til matsstarfa á dómþingi í máli þessu hinn 15. maí 2014, en frá þeim tíma hafa þeir báðir sagt sig frá starfanum og tveir aðrir matsmenn hafa verið dómkvaddir í þeirra stað. Matsmenn hafa aflað gagna frá stefnanda við matsvinnuna og krafðist stefndi úrskurðar um afhendingu afrits þeirra frá matsmönnum eða frá stefnanda til sín. Þeim kröfum stefnda var hafnað með úrskurði héraðsdóms 29. apríl 2015 sem, að því er varðar afhendingu gagna frá stefnanda, var staðfestur með dómi Hæstaréttar 5. júní s.á., í máli nr. 336/2015.

Hér er til úrlausnar beiðni stefnda frá 16. september 2015 um úrskurð um afhendingu gagna á þrjá vegu, í fyrsta lagi um afhendingu gagna frá stefnanda til matsmanna, í öðru lagi um afhendingu sömu gagna frá stefnanda til stefnda og loks í þriðja lagi um afhendingu matsmanna til stefnda, á gögnum sem þeir hafa fengið frá stefnanda. Stefnandi krefst þess að kröfum stefnda samkvæmt beiðninni verði hafnað. Stefnandi lagði fram bókun til þess að koma skriflega á framfæri helstu athugasemdum sínum við beiðni stefnda. Lögmenn aðila lýstu sjónarmiðum aðila að öðru leyti í munnlegum málflutningi fyrir dóminum. Stefnandi gerir kröfu um málskostnað í þessum þætti málsins en stefndi gerir það ekki.

Matsbeiðni og matsvinna

Þau atriði sem dómkvöddum matsmönnum var falið að meta eru eftirfarandi.

„1. Lagt verði mat á hlutfall eigin fjár matsþola annars vegar hinn 31. desember 2007 og hins vegar hinn 25. mars 2008.

2. Lagt verði mat á hvort matsþoli hafi með framvirkum samningum allt frá árinu 2007 byggt upp gjaldeyriseignir í jöfnuði sínum.

3. Komist matsmenn að þeirri niðurstöðu að hlutfall eigin fjár matsþola hafi verið annað en opinber gögn hafi gefið til kynna og/eða að matsþoli hafi með framvirkum samningum byggt upp gjaldeyriseignir í jöfnuði sínum, er þess óskað að lagt verði mat á:

a.                   áhrif fyrrgreinds á íslensku krónuna ef þessar upplýsingar hefðu verið opinberar í lok árs 2007 eða á fyrsta ársfjórðungi 2008,

b.                   áhrif fyrrgreinds á gengisvísitölu íslensku krónunnar frá árslokum 2007 til 30. júní 2008, þ.e. er fullvíst eða eru verulegar líkur á að gengisvísitalan hefði orðið hærri eða lægri en sú sem var skráð og opinber á nefndu tímabili, og

c.                   hver hefði verið líkleg gengisvísitala íslensku krónunnar hinn 31. desember 2007 og hinn 25. mars 2008.

4. Lagt verði mat á það á hvaða tímapunkti fjárhagsleg staða matsþola varð þannig að fyrirsjáanlegt var að hann gæti ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra féllu í gjalddaga og ekki var sennilegt að greiðsluörðugleikar hans myndu líða hjá innan skamms tíma.“

Á fyrsta matsfundi 21. október 2014 lögðu matsmenn fram beiðni til matsþola um framlagningu gagna. Stefnandi óskaði eftir nánari útskýringum á þeirri beiðni og tók sér frest til að taka afstöðu til hennar. Á öðrum matsfundi hinn 5. nóvember 2014 var farið yfir afstöðu matsþola til gagnabeiðni matsmanna og matsbeiðandi áréttaði áskorun til matsþola um að afhenda matsmönnum umbeðin gögn með vísan til 2. og 3. mgr. 62. greinar laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Á þriðja matsfundi hinn 30. janúar 2015 afhenti matsþoli matsmönnum „öll umbeðin gögn nema fundargerðir stjórnar“ á USB-lyklum samkvæmt fundargerð þess fundar. Kröfu stefnda um úrskurð um að hann fengi þessi gögn afhent var hafnað með úrskurði 29. apríl 2015, sbr. og dóm Hæstaréttar í máli nr. 336/2015. Með nýrri beiðni, 10. júní 2015 óskuðu matsmenn frekari gagna frá matsþola og var hluti þeirra gagna afhentur matsmönnum á sjötta matsfundi 21. ágúst 2015, en synjað um afhendingu annarra.

Beiðni um úrskurð um afhendingu gagna og sjónarmið sóknaraðila, stefnda

Dóminum barst þann 16. september 2015 sú beiðni stefnda um afhendingu gagna sem hér er til úrlausnar, en af beiðninni verður ráðið að matsmenn telji stefnanda ekki hafa afhent þeim öll umbeðin gögn á matsfundinum 30. janúar 2015. Krafist er úrskurðar um þrjá kröfuliði. Í fyrsta lagi er í B-lið beiðninnar krafist úrskurðar um að stefnanda sé skylt að afhenda matsmönnum gögn sem þeir hafi óskað eftir en ekki fengið, í öðru lagi er í C-lið þess krafist að stefnanda verði gert að afhenda stefnda þessi gögn, verði stefnanda gert að afhenda matsmönnum þau og í þriðja lagi er í D-lið beiðninnar óskað úrskurðar um skyldu matsmanna til að afhenda stefnda þau gögn sem matsmenn hafa þegar fengið afhent frá stefnanda.

1. Beiðni matsmanna um úrskurð héraðsdóms um skyldu stefnanda til að afhenda matsmönnum tiltekin gögn varðandi matsandlagið sem stefnandi hefur undir höndum

Í beiðni stefnda segir að með beiðni dómkvaddra matsmanna sé óskað úrskurðar um skyldu stefnanda til að afhenda gögn sem stefnandi hafi alfarið neitað að afhenda þeim. Umbeðin gögn ásamt rökstuðningi matsmanna séu tiltekin í þremur beiðnum þeirra. Gögnin varði öll matsandlagið og telji matsmenn þau nauðsynleg til þess að geta svarað matsspurningum. Beiðnin sé skýr og einföld, óskað sé gagna um heildarfyrirgreiðslu til sérhvers tilgreindra aðila á tilteknum dagsetningum í fyrstu beiðni þeirra, tiltekins skjals í þeirri næstu og tilgreindra upplýsinga varðandi tiltekna aðila í þeirri síðustu.

Beiðni matsmanna, dags. 22. október 2014. Útlán og aðrar fyrirgreiðslur

Hér hafi upphaflega verið óskað upplýsinga um heildarfyrirgreiðslu Glitnis banka hf. til sérhvers eftirtalinna aðila í árslok 2007 og í marslok 2008 á samstæðugrunni.

1.    Hagar hf.

2.    FL Group hf.

3.    Eik fasteignafélag ehf.

4.    FS6 ehf. / Reitir VI ehf.

5.    Stoðir fasteignir ehf. (*)

6.    Landsafl ehf.

7.    Jarðboranir hf.

8.    Hitaveita Suðurnesja (*)

9.    Smáralind ehf.

10. Faxar ehf.

11. Avant hf.

12. Rákungur ehf. (*)

13. Svartháfur ehf. (*)

14. Sjóvá-Almennar tryggingar hf.

15. Karl Wernersson

16. Lyf og Heilsa ehf. (*)

17. L&H Eignarhaldsfélag (*)

18. Racon Holding AB

19. Gnúpur fjárfestingafélag hf.

20. Kistan ehf. (*)

21. Lyfjablóm ehf. (*)

22. Vafningur ehf. (*)

23. Kristinn ehf. (*)

24. Sund ehf. (*)

25. BLÓ ehf. (*)

Um útlán hafi verið óskað eftir lánaskjölum, veðskjölum, mati á tryggingum, innra mati bankans á þörf fyrir niðurfærslu og bókfærðri stöðu lánanna í reikningsskilum í árslok 2007 og marslok 2008. Um afleiðusamninga var óskað eftir samningum, innra mati bankans á virði þeirra og bókfærðri stöðu þeirra í reikningsskilum í árslok 2007 og marslok 2008. Matsmenn hafi fært fyrir því rök að umbeðin gögn séu nauðsynleg til að svara einstökum matsspurningum og þá aðallega fyrstu matsspurningu. Stefnandi hafi þrátt fyrir það synjað matsmönnum um afhendingu gagna er tengist þeim aðilum sem eru merktir (*) í framangreindri upptalningu, sbr. fundargerð 4. matsfundar dags. 27. mars 2015. Samkvæmt þeirri fundargerð telji stefnandi að synjun hans fái stoð í dómi Hæstaréttar í máli nr. 281/2014, Glitnir hf. gegn Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, en stefnandi hafi að öðru leyti ekki fært frekari rök fyrir synjun afhendingar. Matsmenn og stefndi hafi andmælt þessari túlkun stefnanda á dómi Hæstaréttar sem rangri á fjórða matsfundi.

Beiðni matsmanna, dags. 7. nóvember 2014

Í gagnabeiðni þessari hafi matsmenn óskað eftir upplýsingum um dómskjöl í tveimur nánar tilgreindum málum sem stefnandi hafi höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, auk lista yfir dómskjöl í máli sem Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hafi höfðað gegn stefnanda. Matsmenn telji lista þessa upplýsandi um fyrirliggjandi skjöl í málum þessum sem öll varði matsandlagið. Stefnandi hafi ekki afhent yfirlit yfir dómskjöl í síðastgreinda málinu, þ.e. máli nr. X-69/2010 og hafi engin rök sett fram fyrir synjun afhendingar. Ætla megi að stefnandi leyni efnisþáttum í gögnum sem byggt sé á í öðru dómsmáli, sem varpað geti ljósi á það hvaða gögn komi að gagni við matsvinnuna.

Beiðni matsmanna, dags. 10. júní 2015

Stefndi kveður matsmenn hafa í þessari gagnabeiðni óskað m.a. eftir upplýsingum, miðað við 31. desember 2007 og 31. mars 2008, um lán til starfsmanna Glitnis vegna hlutabréfakaupa í bankanum sem greini í fylgiskjali með beiðninni. Óskað sé eftir afritum af samningum starfsmanna vegna hlutabréfakaupa, það er kaupsamningum, söluréttarsamningum, skuldabréfum vegna kaupanna og öðrum samningum sem kunni að hafa verið gerðir. Sé um staðlaða samninga að ræða sé nægjanlegt að fá eitt eintak af hverri tegund samninga. Þá sé óskað upplýsinga, miðað við 31. desember 2007 og 31. mars 2008, um heildarskuldbindingar og sundurliðun þeirra, vegna fjölmargra aðila samkvæmt lista í fylgiskjali og matsmenn telji að tengist stærstu viðskiptavinum Glitnis, þeir teljist því hluti af sömu áhættu og hafi þar með mögulega áhrif á eiginfjárhlutfall bankans.

Stefndi kveður stefnanda hafa afhent hluta umbeðinna gagna á sjötta matsfundi 21. ágúst sl., en synjað um afhendingu verulegs hluta, sem greini í fylgiskjali frá matsmönnum. Matsmenn óski nú eftir úrskurði um skyldu stefnanda til að afhenda þau gögn. Synjun stefnanda hafi verið studd sambærilegum rökum og fyrri synjun og þeim rökum að 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki heimili honum ekki að afhenda fjárhagsupplýsingar lögaðila sem enn séu í rekstri. Matsmenn og stefndi hafi mótmælt þessari túlkun stefnanda sem rangri.

Stefnandi sem matsþoli hafi unað dómkvaðningu matsmanna 15. maí 2014. Matsmenn telji að öll umbeðin gögn varði andlag matsgerðar samkvæmt matsbeiðni og óumdeilt sé að stefnandi hafi öll umbeðin gögn undir höndum. Stefndi byggi á því að svo stöddu að það sé skylda stefnanda að aðstoða matsmenn við matsgerð eftir því sem hann getur, sbr. 62. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og að stefnanda sé skylt að veita matsmönnum aðgang að umbeðnum gögnum samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 62. gr. laga um meðferð einkamála. Með synjun stefnanda á því að afhenda matsmönnum nánar tilgreind gögn telji stefndi að stefnandi hafi farið gegn fyrrgreindum lagaákvæðum og sé því leitað úrlausnar dómsins um þá synjun á grundvelli 1. mgr. 66. gr. laga um meðferð einkamála um framkvæmd matsgerða. Skýrlega sé kveðið á um það í X. kafla sömu laga að aðila að dómsmáli sé skylt að afhenda gögn sem óskað sé eftir eða skorað á hann að leggja fram.

Stefnandi hafi aðallega vísað til dóms Hæstaréttar í máli nr. 281/2014, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins gegn Glitni hf., til stuðnings synjun afhendingar. Þessu mótmæli stefndi og telji dóminn þvert á móti styðja afhendingu hlutaðeigandi gagna. Í málinu hafi Glitni hf. verið gert að afhenda Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, gögn sem nánar hafi verið tilgreind í nokkrum stafliðum. Hafi Glitni hf. m.a. borið að afhenda lánssamninga, veðskjöl, framvirka samninga, skilmálabreytingar og aðrar upplýsingar er lutu að lánveitingum til fjölda lögaðila. Í dómi Hæstaréttar hafi aðeins verið synjað um afhendingu gagna sem vörðuðu „tengda aðila“ nokkurra lögaðila, þar sem Hæstiréttur taldi slíka tilgreiningu, líkt og hún var sett fram, of óljósa til þess að unnt væri að fallast á hana. Í þeirri beiðni matsmanna sem hér er fjallað um séu þau félög sérstaklega tilgreind sem óskað sé upplýsinga um, auk þess sem matsmenn hafi gefið skýringar á því hvernig beiðnin tengist einstökum matsspurningum. Beiðni matsmanna sé því skýr að þessu leyti, þannig að taka megi afstöðu til hennar. Ekki sé um að ræða einstaklinga, sem viðurkennt sé að njóti ríkari verndar með hliðsjón af 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 2. mgr. 80. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Stefndi telji ljóst að stefnanda sé skylt að afhenda gögnin og mótmæli því að þagnarskylduákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki geti átt við um gögn þau sem hér sé fjallað um.

Stefnandi hafi þegar orðið við óskum um afhendingu ýmissa gagna þar sem fram komi upplýsingar um fjárhag fyrirtækja. Stefnandi hafi sjálfur lagt fram sambærileg gögn í dómsmálum sem hann hafi höfðað gegn öðrum en stefnda. Um þetta vísist m.a. til stefnu og skjalaskrár í skaðabótamáli sem stefnandi hafi höfðað gegn fyrrum stjórnendum Glitnis banka hf., þar sem stefnandi hafi lagt fram fjölda sambærilegra gagna. Þar megi m.a. nefna fjölda fundargerða stjórnar og áhættunefndar bankans, þar sem fjallað var um fjárhagsmálefni einstaklinga og lögaðila. Stefnandi hafi því til þessa ekki talið að þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki standi því í vegi að hlutaðeigandi skjöl eða sambærileg skjöl verði lögð fram í dómsmáli. Mótbárur hans séu því að þessu leyti hvorki rökréttar né marktækar. Stefnanda hafi enn fremur verið gert að afhenda sambærileg gögn með dómi Hæstaréttar í máli nr. 281/2014, Glitnir hf. gegn Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.

Stefndi telji að hlutaðeigandi gögn séu ekki þess eðlis að stefnandi geti komist hjá afhendingu vegna þess að hann geti skorast undan vitnaskyldu um matsatriði eða honum sé óheimilt að bera vitni um það, sbr. 3. mgr. 62. gr. eml. Stefnanda beri að afhenda matsmönnum gögnin. Stefndi byggi á því að hann sem matsbeiðandi eigi aðild að kröfugerð um afhendingu umræddra gagna í þágu matsgerðar að beiðni matsmanna. Krafa um afhendingu umbeðinna gagna til matsmanna sé með vísan til ákvæða IX. kafla laga nr. 91/1991, sérstaklega 2. og 3. mgr. 62. gr. og 66. gr. laganna.

2. Beiðni stefnda um úrskurð héraðsdóms um skyldu stefnanda til að afhenda stefnda gögn varðandi matsandlagið sem stefnandi hefur undir höndum og honum verður gert að afhenda matsmönnum samkvæmt lið 1 hér að framan

Stefndi hafi ítrekað skorað á stefnanda að afhenda sér afrit þeirra sömu gagna og hann afhendi matsmönnum og byggi á því að hann eigi rétt á því að stefnandi afhendi sér afrit þeirra gagna sem úrskurðað verði um að stefnanda sé skylt að afhenda matsmönnum í þessu máli. Stefndi geri þá kröfu, samhliða kröfu um skyldu stefnanda til að afhenda matsmönnum umbeðin gögn, að úrskurðað verði að stefnanda sé einnig skylt að afhenda stefnda gögnin, samhliða afhendingu þeirra til matsmanna.

Stefndi telji að boð stefnanda um aðgang stefnda að gögnum sem matsmenn hafi fengið og muni fá, sé óásættanlegt vegna umfangs og eðli gagnanna. Boðið nái aðeins til þess að stefndi kynni sér gögnin á matsfundi eða á starfsstöð stefnanda, en ekki til þess að stefndi fái afrit gagnanna í hendur. Um þetta snúist ágreiningur aðila fyrst og fremst. Aðilum sé ekki tryggt jafnræði þegar umfangsmikil gögn séu í raun aðeins öðrum aðila málsins til reiðu. Krafa um afhendingu stefnanda á gögnum til stefnda tengist gagnabeiðni matsmanna og taki til sömu gagna. Afhendingarkrafa stefnda sé háð staðfestingu héraðsdóms á skyldu stefnanda til að afhenda matsmönnum gögnin í þágu matsvinnu þeirra. Krafa stefnda tengist því ákvæðum laga um meðferð einkamála um afhendingarskyldu á gögnum til hinna dómkvöddu matsmanna. Í ákvæðum X. kafla eml., einkum 2. mgr. 67. gr., og meginreglum einkamálaréttarfars um jafnræði aðila séu fólgnar reglur um rétt málsaðila til að krefjast afhendingar skjala sem gagnaðili hafi í vörslum sínum. Krafa stefnda um afhendingu umræddra gagna í þessu máli sé byggð á þeim lagaákvæðum og meginreglum. Þess sé krafist að úrskurðað verði að stefnanda sé skylt að afhenda bæði matsmönnum og stefnda, eftir atvikum, öll þau gögn sem matsmenn hafi óskað eftir að fá afhent.

3. Beiðni matsmanna um að stefndi óski eftir úrskurði héraðsdóms um skyldu matsmanna til að afhenda stefnda þau gögn um matsandlagið sem matsmenn hafa fengið afhent frá stefnanda

Matsmenn hafi beint því til lögmanna stefnda með tölvupósti 1. september 2015 að leita úrskurðar um skyldu matsmanna til að afhenda stefnda þau gögn sem stefnandi hafi afhent matsmönnum. Tilefnið hafi verið tölvupóstur héraðsdómara til matsmanna 27. ágúst 2015, um að niðurstaða úrskurðar hennar frá 29. apríl 2015 um að hafna skyldu matsmanna til að afhenda stefnda móttekin gögn standi enn óhögguð. Matsmenn telji því að þeim sé óheimilt að afhenda stefnda gögnin.

Stefndi líti svo á að með tölvupósti héraðsdómarans hafi matsmönnum aðeins verið leiðbeint um stöðu málsins. Dómarinn hafi ekki kveðið upp úrskurð um það álitaefni sem borið var undir hann í tölvupósti matsmanns til héraðsdómarans 24. ágúst 2015. Dómarinn hafi hvorki borið álitaefni þetta undir aðila matsmálsins né gefið þeim kost á því að tjá sig um það. 

Stefnandi hafi talið sér óskylt að afhenda stefnda afrit þeirra gagna er afhent hafa verið matsmönnum á grundvelli matsvinnunnar. Matsmenn hafi hins vegar umráð þessara gagna. Með vísan til 2. mgr. 62. gr. eml. og meginreglu einkamálaréttarfars um jafnræði aðila, telji stefndi að matsmönnum beri að afhenda stefnda hlutaðeigandi gögn, enda geti stefndi að öðrum kosti ekki metið hvort matsgerð matsmanna komi að gagni.

Grundvallarforsenda úrskurðar héraðsdóms í máli þessu 29. apríl 2015 varðandi þetta hafi verið sú að dómurinn hefði ekki vald til að skylda matsmann, sem móttekið hefði gögn þau sem um var rætt í málinu í trúnaði, til að afhenda þau gögn. Þessari niðurstöðu héraðsdóms var ekki skotið til Hæstaréttar. Þrátt fyrir það segi orðrétt um þessa grundvallarforsendu héraðsdóms í dómi Hæstaréttar: Í IX. kafla laga nr. 91/1991 er hvergi að finna stoð fyrir því að aðili máls geti afhent matsmönnum gögn við framkvæmd matsgerðar með áskilnaði um að gagnaðili sinn fá ekki aðgang að þeim eða að matsmenn geti farið á svig við meginreglu einkamálaréttarfars um jafnræði aðila með því að verða við slíkum áskilnaði.

Stefnandi hafi þá fellt trúnaðarskuldbindingar matsmannanna alfarið niður og játað ólögmæti þeirra með þeim hætti. Sú yfirlýsing stefnanda sé bókuð í fundargerð fimmta matsfundar matsmanna. Umrædd grundvallarforsenda héraðsdóms fyrir höfnun skyldu matsmanna til að afhenda stefnda þau gögn sem matsmenn hafi móttekið sé því ekki lengur fyrir hendi. Krafa stefnda um afhendingu gagna frá matsmönnum í þessu máli sé þannig í fullu samræmi við forsendur dóms Hæstaréttar í málinu nr. 336/2015, bæði forsendur meirihluta þess dóms og sératkvæði eins dómara í málinu.

Stefndi mótmæli því að meginregla einkamálaréttarfars um jafnræði málsaðila sé virt við það að stefnandi bjóði stefnda að kynna sér verulegt magn gagna á starfsstöð stefnanda en stefndi fái ekki afrit gagnanna líkt og matsmenn. Fyrir liggi að bæði stefnandi og matsmenn hafi afrit hlutaðeigandi gagna og því sé fráleitt að stefndi eigi að þurfa að sæta því að kynna sér þessi gögn á starfsstöð stefnanda, án þess að fá afrit þeirra. Líta beri til þess að umfang gagnanna er verulegt og um sé að ræða ýmiss konar fjárhagslegar upplýsingar, sem hvorki stefndi né lögmenn stefnda hafi sérstaka þekkingu til að leggja mat á með hliðsjón af matsgerð. Stefndi þurfi því svigrúm í tíma og mögulega sérfræðiaðstoð til yfirferðar hlutaðeigandi gagna. Því sé með öllu ótækt að stefndi þurfi að sæta því að vera til langs tíma á starfsstöð stefnanda til að blaða í gegnum gögn. Stefndi byggi á því að ákvæði 2. mgr. 62. greinar laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála segi fyrir um þá skyldu matsmanna að kynna aðilum móttekin matsgögn matsmanna. Í því felist réttur stefnda til að fá aðgang og kynningu á þeim gögnum á hliðstæðan hátt og stefnandi sem hafi þau gögn undir höndum. Aðeins með þeim hætti verði réttur beggja aðila samkvæmt meginreglum einkamálaréttarfars um jafnræði virtur. Það blasi við að stefnda sé gert verulega erfitt fyrir, ef ekki ómögulegt, að kynna sér með fullnægjandi hætti hlutaðeigandi gögn svo að væntanlegt mat komi að gagni samkvæmt framangreindri lagareglu sé jafnræði aðila ekki virt með þessum hætti. Þau gögn sem um ræði séu það flókin og mikil að magni til.

Krafa stefnda í þessum þætti málsins sé sú að úrskurðað verði að matsmönnum sé skylt að kynna og afhenda stefnda öll þau gögn sem matsmenn hafi fengið frá stefnanda í þágu matsins. Stefndi byggi á því að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá 29. apríl 2015 og dómur Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 336/2015 hafi ekki áhrif á þessa beiðni hans. Þessi liður í beiðni stefnda sé kominn til vegna þess vafa sem matsmenn telji vera um skyldur sínar til afhendingar gagna til stefnda, í ljósi ágreinings aðila matsmálsins, sem þurfi að leysa úr.

Krafa um að matsmönnum verði afhent umbeðin gögn sé studd með vísan til ákvæða IX. kafla laga nr. 91/1991, sérstaklega 2. og 3. mgr. 62. gr. og 66. gr. laganna. Krafa um að matsmenn afhendi stefnda gögn sem matsmenn hafi þegar fengið afhent sé studd með vísan til sömu ákvæða. Stefndi telji að almennar jafnræðisreglur einkamálaréttarfars og stjórnsýsluréttar styðji einnig kröfu stefnda um afhendingu þeirra gagna sem afhent hafi verið matsmönnum en ekki stefnda. Krafa um að stefnanda verði gert að afhenda stefnda afrit gagna sem þegar hafi verið afhent matsmönnum styðst við ákvæði X. kafla eml., einkum ákvæði 2. mgr. 67. gr. laganna.

Sjónarmið varnaraðila, stefnanda

1. Beiðni matsmanna um úrskurð héraðsdóms um skyldu stefnanda til að afhenda matsmönnum tiltekin gögn varðandi matsandlagið sem stefnandi hefur undir höndum

Stefnandi telji sér hvorki heimilt né skylt að láta af hendi þau gögn sem matsmenn krefjast að sér verði afhent. Skylda til afhendingar gagna, sbr. 3. mgr. 62. gr. laga um meðferð einkamála, sé ekki án takmarkana. Óheimilt geti verið að afhenda gögn og séu brot gegn reglum um bankaleynd refsiverð og bótaskyld. Beiðni um gögn sé of víðfeðm og ekki sé unnt að verða við henni.

Beiðni matsmanna dags. 22. október 2014 og beiðni matsmanna dags. 10. júní 2015

Umbeðin gögn varði viðskipta- og einkamálefni sem njóti að mati stefnanda verndar á grundvelli 58. gr. laga nr. 161/2002. Dómaframkvæmd Hæstaréttar sé skýr um að tilslakanir á bankaleynd eigi ekki við með sama hætti um félög í rekstri og þau sem tekin hafi verið til gjaldþrotaskipta og taki dómur Hæstaréttar í máli nr. 281/2014 af tvímæli um það.

Því sé hafnað að skýrlega sé kveðið á um það í X. kafla laga nr. 91/1991 að aðila að dómsmáli sé skylt að afhenda gögn sem óskað sé eftir eða skorað á hann að leggja fram. Margdæmt hafi verið í Hæstarétti að úrræði aðila til að knýja á um að fá aðgang að skjali í vörslum gagnaðila séu tæmandi talin með vísan til 67. gr. og 68. gr. laga nr. 91/1991. Ákvæðum þessum hafi verið beitt þannig saman að þau geti aðeins leitt til þess, verði gagnaðili ekki við fullnægjandi áskorun, að dómari samþykki frásögn áskoranda um efni skjalsins, sbr. dóma réttarins í málum nr. 336/2015, nr. 11/2015, nr. 654/2011, nr. 14/2002 og nr. 99/1995.

Þar sem gögn séu háð bankaleynd telji stefnandi að sér sé óheimilt að láta þau af hendi með vísan til 58. gr. laga nr. 161/2002 sem geri áskilnað um að lagaskylda verði að vera til þess að veita upplýsingarnar. Slík lagaskylda sé ekki fyrir hendi eins og hér hátti til með vísan til 3. mgr. 62. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 2. mgr. 53. gr. sömu laga.

Skilyrði þess að aðila matsmáls sé skylt að afhenda gögn sé að aðili hafi umráð þeirra. Gögnin séu nú í vörslum Íslandsbanka, en stefnandi geti samkvæmt þjónustusamningi óskað eftir athugun á því hvort gögn séu til og greiði þá fyrir hverja gagnaleit. Matsmenn þurfi að sýna fram á að umbeðin gögn séu til áður en ráðist sé í leit, en þeir hafi ekki óskað upplýsinga frá Íslandsbanka um það.

Gagnabeiðni þurfi að vera skýr og afmörkuð til að unnt sé að meta hvort bankaleynd eigi við og beri að hafna beiðni um gögn sé beiðni of víðtæk. Ákvæði b-liðar 2. mgr. 53. gr. laga um meðferð einkamála komi í veg fyrir að vitni geti rofið þagnarskyldu, þegar það eigi við sé óheimilt að afhenda gögn. Einkahagir lögpersónu falli hér undir eins og einkahagir einstaklinga. Þagnarskylduákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki beri að skýra svo að sé vafi þá gildi þagnarskyldan. Aðeins ef lögbundin skylda er til upplýsingagjafar eða heimild almennings til aðgangs er fyrir hendi, þá gildi ekki þagnarskyldan. Hún gildi áfram þótt fjármálafyrirtæki sé í slitameðferð.

Ágreiningur sé um túlkun dóms Hæstaréttar í máli nr. 281/2014, í málinu hafi verið krafist afhendingar gagna til matsmanna en ekki til gagnaðila, þótt dómsorð kveði á um það. Samkvæmt dóminum geti verið erfitt að sjá hagsmuni viðskiptamanns sem er gjaldþrota af bankaleynd, en þeir aðilar sem krafan hér nái til séu væntanlega enn í rekstri. Það hvort félag sé gjaldþrota ráði ekki alfarið, hagsmunamat þurfi að fara fram. Þau gögn sem afhent hafi verið matsmönnum varði félög sem tengist eigendum Glitnis eða Íslandsbanka.

Krafa stefnda sé of víðtæk til að unnt sé að meta hvort hún falli undir bankaleynd samkvæmt 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Lánaskjöl og veðskjöl séu alltaf háð bankaleynd og varði einkamálefni og sé vitnaskylda um slíkt ekki fyrir hendi. Stefndi hafi ekki óskað eftir eða fengið samþykki þessara viðskiptamanna fyrir afhendingu gagna varðandi þá.

Enginn lagagrundvöllur sé fyrir hendi til að krefjast upplýsinga, svo sem gert sé í beiðni 10. júní 2015, aðeins til að krefjast gagna. Gögn til að finna umbeðnar upplýsingar séu ekki í vörslum stefnanda, heldur Íslandsbanka og þau séu gögn háð bankaleynd þar sem ekki hafi verið aflað samþykkis viðskiptamanna fyrir afhendingu þeirra.

Beiðni matsmanna dags. 7. nóvember 2014

Réttur matsmanna til aðgangs að gögnum nái aðeins til þess sem matið lúti að, ekki eigi að afla annarra gagna en þurfi til að semja matsgerð. Skjalaskrá í dómsmáli varði að mati stefnanda ekki matsandlagið beint og sé ekki nauðsynleg fyrir matið. Sagt sé að hún geti auðveldað matsmönnum vinnu þar sem einhver af gögnum málsins gætu varðað matsefnin. Stefnandi telji sér óheimilt að leggja fram upplýsingar um gögn sem gagnaðili í máli nr. X-69/2010 lagði fram, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr. 108/2014, enda þótt málið hafi verið fellt niður. Ekkert liggi fyrir um samþykki gagnaðila stefnanda í málinu eða að honum hafi verið gefinn kostur á að tjá sig um gagnabeiðnina. Stefnandi mótmæli því alfarið að héraðsdómur eða matsmenn geti annars vegar byggt niðurstöðu þessa máls og hins vegar niðurstöðu matsgerðar á fullyrðingum stefnanda í öðrum dómsmálum. Það ætti að segja sig sjálft að fullyrðingar aðila dómsmáls teljast ekki sönnun á málsatvikum auk þess sem fullyrðingar aðila dómsmáls í öðru dómsmáli teljist ekki ráðstöfun á sakarefni í þessu máli. Ætti að vera nægilegt að vísa til framlagðra skjala úr þeim sömu dómsmálum til upplýsingar um að fullyrðingar í þeim málum séu ekki óumdeildar. Einhver þeirra skjala hafi verið lögð fram í þessu máli.

2. Beiðni stefnda um úrskurð héraðsdóms um skyldu stefnanda til að afhenda stefnda gögn varðandi matsandlagið sem stefnandi hefur undir höndum og honum verður gert að afhenda matsmönnum samkvæmt lið 1 hér að framan

Stefnandi hafni því að honum sé skylt að afhenda gögn með vísan til ákvæða X. kafla laga nr. 91/1991 eða meginreglna einkamálaréttarfars. Stefnandi vísi til þess hvernig ákvæðum X. kafla laga nr. 91/1991 er beitt í framkvæmd. Þá byggi hann á því að það sé á forræði stefnanda í samræmi við málsforræðisreglu einkamálaréttarfars og meginreglur laga nr. 91/1991 að ákveða hvaða gögn hann leggi fram í málinu.

Úrræði til að knýja á um aðgang séu tæmandi talin með þessum hætti og almennar réttarfarsreglur og dómvenja séu ekki til staðar sem bjóði önnur úrræði. Því stoði ekki fyrir stefnda að vísa til meginreglu einkamálaréttarfars um jafnræði aðila. Dómaframkvæmd Hæstaréttar sé skýr um að meginreglan um jafnræði málsaðila takmarkist af meginreglunni um málsforræði aðila. Engin rök standi til þess að dómkvaðning matsmanna eigi að raska samspili reglnanna.

Stefnandi hafni því að lög standi til þess að stefnda verði afhent gögn enda mæli 2. málsliður 2. mgr. 62. gr. laga nr. 91/1991 fyrir um að matsmanni sé rétt að afla sér gagna til afnota við matið, en aðilum, sem eru viðstaddir „skal þá gefinn kostur á að tjá sig um þau eftir þörfum“. Samkvæmt orðanna hljóðan felist í þessu réttur til andmæla en ekki réttur til afhendingar og eigi sú túlkun sér jafnframt stoð í dómaframkvæmd og fræðum. Ef fallist yrði á að víkka út andmælaréttinn byggi stefnandi á því að sníða verði slíkri rúmri lögskýringu eins þröngan stakk og mögulegt sé með því að heimila aðeins aðgang, á matsfundum, en ekki rétt til afhendingar.

3. Beiðni matsmanna um að stefndi óski eftir úrskurði héraðsdóms um skyldu matsmanna til að afhenda stefnda þau gögn um matsandlagið sem stefnandi hefur afhent matsmönnum

Stefnandi hafni því að matsmönnum verði með úrskurði gert skylt að afhenda stefnda þau gögn um matsandlagið sem stefndi hafi afhent matsmönnum

Engu breyti í þessu sambandi þótt stefnandi hafi fyrir sitt leyti fellt niður trúnaðarskuldbindingar gagnvart matsmönnum enda ekki á hans forræði að aflétta bankaleynd. Það séu ekki viðskipta- eða einkamálefni hans sem njóti verndar. Það skjóti skökku við að aðili máls gæti aflétt trúnaði sem héraðsdómur taldi sig ekki hafa vald til að víkja til hliðar, sbr. úrskurð dómara frá 29. apríl 2015. Sú niðurstaða standi enn vegna þess að hún kom ekki til kasta Hæstaréttar.

Hvað öll gögnin varði sem falla undir þessa beiðni byggi stefnandi á því að heimild dómara samkvæmt 1. mgr. 66. gr. laga nr. 91/1991 til að úrskurða um atriði sem varði framkvæmd matsgerðar feli dóminum ekki vald til þess að skylda matsmann til þess að afhenda aðila máls slík gögn.

Stefnandi telji, að því er varði þau gögn sérstaklega sem hann hafi afhent matsmönnum á matsfundi hinn 30. janúar 2015, að krafa um afhendingu þeirra verði ekki borin undir dómstóla á nýjan leik og beri að vísa henni frá dómi með vísan til 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991.

Stefnandi mótmæli því að í þessu máli sé unnt að skylda matsmenn til að afhenda gögn, þeir séu ekki aðilar að málinu og á þá verði ekki lagðar skyldur með úrskurði varðandi gögn sem þeir séu nú vörslumenn að og háð séu bankaleynd. Aðgangur aðila að skjölum í vörslum gagnaðila er takmarkaðri en aðgangur matsmanna, sbr. IX. og X. kafla laga um meðferð einkamála.

Stefnda sé heimilt að kynna sér gögnin á matsfundi eftir þörfum, tjá sig um þau og andmæla, þetta eigi við um öll gögn sem matsmenn hafi fengið. Stefnandi hafi einnig boðið stefnda að koma á starfsstöð stefnanda til að kynna sér gögnin, en stefnandi telji sér ekki heimilt að afhenda gögnin eða afrit þeirra.

Niðurstaða

Samkvæmt 1. mgr. 66. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 leysir dómari úr ágreiningi um atriði sem varða framkvæmd matsgerðar með úrskurði. Ágreiningur aðila um beiðni stefnda um afhendingu gagna er lögð fyrir dóminn á þeim grundvelli.

Fyrir liggur að stefnandi er fjármálafyrirtæki í slitameðferð og ágreiningslaust er að ákvæði laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki taki til þess. Í 58. gr. laganna er m.a. mælt fyrir um þagnarskyldu um viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Stefndi telur slíka lagaskyldu varðandi þær upplýsingar sem matsmenn óska eftir felast í 3. mgr. 62. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem hefur umráð þess sem matsgerð lýtur að skylt að veita matsmanni aðgang að því, nema hann megi skorast undan vitnaskyldu um matsatriði eða sé óheimilt að bera vitni um það. Í 2. mgr. 53. gr. laga um meðferð einkamála, sbr. b-lið þess ákvæðis, segir m.a. að vitni sé óheimilt án leyfis þess sem í hlut eigi að svara spurningum um einkahagi manns, sem því hefur verið trúað fyrir eða það hefur komist að á annan hátt í starfi sem trúnaðarskylda fylgi. Samkvæmt ákvæðinu getur því sá sem í hlut á leyst vitni undan trúnaðarskyldu og með svipuðum hætti er samkvæmt 60. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 heimilt að miðla til utanaðkomandi aðila þeim upplýsingum um viðskiptamenn, sem um geti í 58. gr. laganna, að fengnu skriflegu samþykki þess er í hlut eigi. Í samþykki skuli koma fram til hvaða upplýsinga það taki, til hvaða aðila sé heimilt að miðla upplýsingum á grundvelli þess og í hvaða tilgangi upplýsingunum sé miðlað. Hvorki er á því byggt að slíkt samþykki viðskiptamanna stefnenda liggi fyrir né er fram komið að eftir því hafi verið leitað.

Stefndi styður beiðni um að fallist verði á gagnabeiðnir matsmanna m.a. við dóm Hæstaréttar í máli nr. 281/2014. Í forsendum þess dóms kemur fram að það sé hlutverk dómstóla að leggja mat á það í hverju tilviki hvort það fari í bága við þagnarskyldu að veita upplýsingar eða afhenda gögn. Við það mat hafi í dómaframkvæmd verið lagt til grundvallar að ekki sé sama ástæða til að veita félögum, sem tekin hafa verið til gjaldþrotaskipta, jafn ríka vernd og einstaklingum, sbr. til hliðsjónar 2. mgr. 80. gr. laga nr. 21/1991.

Ákvæði laga um meðferð einkamála um heimildir matsmanna til gagnaöflunar og skyldu vörslumanns til að láta gögn af hendi eru háð takmörkunum sem meðal annars leiða af 58. gr. laga nr. 161/2002 sem fyrr greinir. Til þess að unnt sé að meta hvort beiðni um gögn eða upplýsingar fari í bága við þagnarskyldu samkvæmt greininni verður að tilgreina nægilega skýrt hvaða gagna sé óskað. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 281/2014 og í úrskurði héraðsdóms í málinu eru þau gögn tíunduð, sem matsmenn í því máli telja að séu nauðsynleg vegna matsstarfans, en mats var þar m.a. óskað um tilteknar lánveitingar stefnanda til tiltekinna viðskiptamanna. Segir í forsendum dóms Hæstaréttar að taka verði afstöðu til réttmætis beiðni matsmanna um að fá aðgang að þessum gögnum og upplýsingum eftir framangreindum reglum.

Beiðni stefnda í þessu máli um afhendingu gagna til matsmanna samkvæmt fyrsta lið (B-lið) er mjög víðtæk og taka verður undir það með stefnanda að hún er alls ekki skýr. Gögnin sem óskað er afhendingar á eru ekki tíunduð í beiðni stefnda heldur er vísað til beiðna matsmanna í fylgiskjölum. Í þeim beiðnum er vísað til fylgiskjala sem hafa að geyma upptalningu á fjölda viðskiptamanna. Aðeins með samlestri á beiðni stefnda, gagnabeiðnum matsmanna og fylgiskjölum með þeim er unnt að fá hugmynd um það hvaða gögn matsmenn hafa beðið um. Samkvæmt málatilbúnaði stefnda hafa matsmenn fengið umbeðin gögn afhent að einhverju marki, en þrátt fyrir skoðun fundargerða matsfunda og fylgiskjala með beiðnum matsmanna er erfitt að greina með fullri vissu hvaða gögn matsmenn hafa þegar fengið afhent og hver ekki.

Að því er varðar rökstuðning fyrir beiðni matsmanna þá kemur aðeins fram í upphaflegri beiðni þeirra um gögn úr hendi stefnanda, dags. 22. október 2014, sbr. fyrsta kröfulið í fyrirliggjandi beiðni, að matsmönnum sé við matið þörf á gögnum um útlán og aðrar fyrirgreiðslur sem varði hin 12 stjörnumerktu félög. Vísað er í beiðni matsmanna til fyrstu matsspurningar varðandi þessi gögn, án þess að greint sé frá því hvernig gögnunum sé ætlað að nýtast við matið, en fyrsta matsspurningin er sú að lagt verði mat á hlutfall eigin fjár matsþola annars vegar hinn 31. desember 2007 og hins vegar hinn 25. mars 2008.

Í beiðni matsmanna um gögn frá 10. júní 2015 er óskað upplýsinga um lán til starfsmanna vegna hlutabréfakaupa, miðað við 31. desember 2007 og 31. mars 2008, auk afrita af ýmsum tegundum samninga, og fylgir beiðninni listi á fylgiskjali 1, um tugi einstaklinga og félaga. Þá er óskað upplýsinga um heildarskuldbindingar og sundurliðun þeirra miðað við 31. desember 2007 og 31. mars 2008 vegna aðila sem taldir eru upp á fylgiskjali 2. Skipta þeir aðilar hundruðum sem þar eru taldir, félög og einstaklingar. Segir í beiðninni að matsmenn telji að þeir aðilar tengist stærstu viðskiptavinum Glitnis og teljist því hluti af sömu áhættu og hafi þar með mögulega áhrif á eiginfjárhlutfall bankans. Loks er í beiðninni óskað upplýsinga, án frekari tilgreiningar á þeim upplýsingum, um þá 26 aðila sem taldir eru upp í fylgiskjali 3. Um rökstuðning segir aðeins að úrskurð dómara þurfi um það hvort stefnanda beri að afhenda matsmönnum upplýsingar um þessa aðila, sem óskað hafi verið eftir í fyrri gagnabeiðnum, þar sem stefnandi hafi hafnað afhendingu á grundvelli þagnarskyldu.

Í máli þessu hafa ekki verið færð fram fullnægjandi gögn sem sýni fram á að svo sé ástatt um þessa fjölmörgu aðila að þeir teljist ekki lengur hafa hagsmuni af þeirri leynd sem fyrrnefndri 58. gr. laga nr. 161/2002 er ætlað að tryggja. Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki annað séð en að þau skjöl og upplýsingar sem matsmenn óska eftir séu þess eðlis að þau falli undir þagnarskylduákvæðið, svo sem stefnandi ber fyrir sig, og verði aðeins afhent samkvæmt fyrirmælum laga. Þau lagafyrirmæli sem við geta átt eru aftur háð þeim takmörkunum sem leiða af ákvæðum laga um meðferð einkamála um vitnaskyldu, svo sem fram er komið.

Hvorki er í framangreindum beiðnum matsmanna til lögmanns stefnda né í beiðni hans til dómsins að finna fullnægjandi rökstuðning fyrir því hvers vegna matsmönnum sé þörf á þessum gögnum, eða gerð nægilega skýr grein fyrir því hverra gagna sé óskað, til þess að unnt sé að meta réttmæti beiðni þeirra, í ljósi þagnarskyldu, í samanburði við þá hagsmuni viðskiptamanna stefnanda sem ákvæðum laga um bankaleynd er ætlað að tryggja.

Verður því eins og málið er lagt fyrir dóminn að hafna því að stefnanda verði gert að afhenda gögn samkvæmt beiðnum matsmanna frá 22. október 2014 og 10. júní 2015, sem stefnandi telur að feli í sér rof á bankaleynd. Stefndi hefur ekki hnekkt því mati stefnanda að því er varðar einstök skjöl, einstaka viðskiptamenn eða umbeðin skjöl í heild sinni.

Í rökstuðningi matsmanna fyrir þriðju gagnabeiðninni samkvæmt fyrsta lið í beiðni stefnda, dags. 7. nóvember 2014, þar sem óskað er skjala úr öðrum dómsmálum, segir að ástæða beiðninnar sé sú að Glitnir hafi hafnað framlagningu nokkurra skjala, sem matsmenn hafi óskað eftir að lögð séu fram, á þeim forsendum að þau séu ekki til. Matsmenn geti illa getið sér til um það nákvæmlega hvaða skjöl sem skipti máli við matið séu til hjá Glitni, en listar yfir þau skjöl sem þegar hafi verið lögð fram í öðrum sambærilegum málum auðveldi það verk. Í þessu ágreiningsmáli er gerð krafa um afhendingu lista um dómskjöl, skjalaskrá, í máli nr. X-69/2010, en málið varðaði ágreining milli stefnanda og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Því máli lauk í héraðsdómi þannig að það var fellt niður, en margnefndur dómur Hæstaréttar í máli nr. 281/2014 hafði þá gengið um ágreining aðila um gagnabeiðni matsmanna.

Stefndi hvarf frá fyrirætlan sinni um að kalla matsmenn fyrir dóminn til skýrslugjafar í þessu ágreiningsmáli, samkvæmt tölvupósti hans til dómara dags. 13. október sl., en lagði þess í stað við málflutning fram tölvupóst frá matsmanni, dags. 12. október sl., sem rökstuðning fyrir þessari kröfu. Þar segir að matsmenn hafi óskað eftir yfirliti um gögn úr málinu vegna þess að í því máli hafi verið unnið að mati þar sem að mörgu leyti sambærileg atriði hafi verið til skoðunar og í yfirstandandi matsvinnu. Í ljósi þess að erfiðlega hafi gengið að fá gögn um sum þeirra atriða sem matsmenn hafi þegar óskað eftir telji matsmenn að það geti auðveldað þeim matsvinnuna í þessu máli að fá yfirlit yfir gögn úr máli LSR gegn Glitni, þar sem einhver af þeim gögnum sem lögð voru fram þar gætu varðað matsefnin með beinum hætti og því nýst við matsvinnu í þessu máli.

Stefnandi hafnar kröfunni en ekki liggja fyrir upplýsingar um afstöðu gagnaðila málsins, LSR, til afhendingar lista um dómskjöl málsins. Óski aðili sem hagsmuna hefur að gæta eftir afriti af málskjali er unnt að beina slíkri beiðni til héraðsdóms. Fer þá um slíka beiðni eftir 14. gr. laga um meðferð einkamála og er við þá málsmeðferð aflað afstöðu aðila máls og mat lagt á það hvort beiðandi fullnægi skilyrði ákvæðisins um lögvarða hagsmuni o.fl. Hvorki liggja fyrir upplýsingar um að stefndi hafi freistað þess að fara þessa leið né að hann hafi óskað eftir þessum upplýsingum við gagnaðila stefnanda í málinu. Að þessu virtu og þeim ómarkvissa tilgangi matsmanna, að þar gæti verið að finna upplýsingar um skjöl sem þeir kynnu að vilja óska eftir, verður hafnað kröfu stefnda í þessu máli um afhendingu skjalsins til matsmanna.

Þótt stefnanda verði samkvæmt framansögðu ekki gert með þessum úrskurði að afhenda matsmönnum frekari gögn en afhent hafa verið kemur það ekki í veg fyrir að stefnandi geti veitt matsmönnum aðgang að gögnum sem þeir gera nægilega skýra grein fyrir að þeim sé nauðsyn á að fá og sem stefnanda er að lögum heimilt að veita.

Þar sem því er hafnað að stefnanda verði með úrskurði þessum gert að afhenda matsmönnum gögn samkvæmt fyrsta lið beiðninnar (B-lið) kemur krafa stefnda samkvæmt öðrum lið (C-lið) um að skylda stefnanda til að afhenda stefnda sömu gögn og stefnanda verði í máli þessu gert að afhenda matsmönnum, ekki til álita.

Aðgangur stefnda að gögnum sem matsmenn afla sér til afnota við mat fer samkvæmt 2. mgr. 62. gr. laga um meðferð einkamála, þar sem segir að matsmanni sé rétt að afla sér gagna til afnota við matið, en aðilum sem eru viðstaddir skal þá gefinn kostur á að tjá sig um þau eftir þörfum. Í því felst að aðilum er tryggður andmælaréttur með tilliti til matsins. Í máli þessu liggur fyrir að stefnda stendur til boða að kynna sér þau gögn sem matsmenn hafa fengið afhent í starfsstöð stefnanda, en stefndi telur gögnin of umfangsmikil til að unnt sé að skoða þau þannig. Ekki er að sjá að lög setji því takmörk hvar matsmenn haldi matsfundi eða hversu lengi þeir megi standa og gætu þeir því haldið matsfund í starfsstöð stefnanda og látið matsfund standa meðan stefndi og starfsmenn hans og sérfræðingar kynna sér gögnin. Stefndi og sérfræðingar hans virðast samkvæmt boði stefnanda einnig geta kynnt sér gögnin í starfsstöð stefnanda án þess að matsfundur standi yfir og tekið til þess þann tíma sem samræmist umfangi gagnanna, en stefnandi hefur ekki sett boði sínu um slíka skoðun nein tímamörk eða gert að skilyrði að aðeins lögmenn stefnda komi að skoðun gagnanna.

Sú beiðni matsmanna sem komið er á framfæri í þriðja lið (D-lið) í beiðni stefnda sýnist á þeim misskilningi þeirra byggð í fyrsta lagi að í úrskurði dómsins 29. apríl 2015 hafi þeim verið meinað að afhenda stefnda gögn. Í forsendum úrskurðarins segir m.a. að matsmaður ákveði hvernig hann kynni aðilum matsmáls gögn til þess að þeir geti tjáð sig um þau eftir þörfum, sbr. 3. málslið 2. mgr. 62. gr. laga um meðferð einkamála. Í úrskurðinum var því hafnað að ákveða með úrskurði að matsmönnum væri skylt að afhenda stefnda gögnin, en í því felst ekki að þeim sé meinað að gera það og þaðan af síður að skorður hafi verið settar varðandi kynningu gagnanna fyrir stefnda með þeim hætti sem stefnandi hefur fallist á. Í annan stað er það misskilningur matsmanna, telji þeir að dómarinn hafi tekið nýja ákvörðun um takmörkun á aðgangi stefnda að gögnum í tölvupósti 27. ágúst sl. Í svarpósti dómara við fyrirspurn matsmanns var til leiðbeininga vísað til forsendna og niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 336/2015, auk þess sem bent var á að um þann hluta málsins sem ekki var kærður til Hæstaréttar og varðar afhendingu gagna frá matsmönnum til stefnda, stæði niðurstaða héraðsdóms frá 29. apríl 2015.

Að því marki sem beiðni stefnda í þriðja lið (D-lið) varðar gögn, sem afhent voru matsmönnum 30. janúar 2015, hefur dómurinn þegar tekið afstöðu til þeirrar beiðni og verður sama beiðni ekki borinn undir héraðsdóm að nýju, sbr. 2. mgr. 116. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991. Engu breytir um þá niðurstöðu þótt trúnaðaryfirlýsing sú, sem fram kemur í forsendum dóms Hæstaréttar í máli nr. 336/2015 að engin lagaheimild stóð til að gefa, hafi verið felld úr gildi frá því að úrskurður héraðsdóms gekk. Verður beiðni samkvæmt þriðja lið (D-lið) varðandi þau gögn sem matsmenn fengu afhent 30. janúar 2015 því vísað frá dóminum.

Í umfjöllun stefnda um fyrsta lið í beiðni hans kemur m.a. fram að stefnandi hafi afhent matsmönnum á matsfundi 21. ágúst sl. hluta þeirra gagna sem þeir óska eftir í beiðni sinni dags. 10. júní sl., en undir dóminn hefur ekki áður verið borin spurning um skyldur matsmanna m.t.t. afhendingar þeirra gagna til stefnda.

Samkvæmt því sem lýst er að framan gefst stefnda við matið færi á að kynna sér þau gögn sem stefnandi hefur afhent matsmönnum til þess að hann geti tjáð sig um þau eftir þörfum, sbr. 2. mgr. 62. gr. laga um meðferð einkamála.

Dómurinn fellst á röksemdir stefnanda um að matsmönnum verði ekki með úrskurði í máli þessu gert að afhenda stefnda umrædd gögn og verður beiðni stefnda samkvæmt þriðja lið (D-lið), um úrskurð um afhendingu gagna sem stefnandi hefur afhent matsmönnum eftir matsfundinn 30. janúar 2015, hafnað.

Ákvörðun um málskostnað bíður dóms í málinu.

Úrskurð þennan kveður upp Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari.

Ú r s k u r ð a r o r ð

Hafnað er beiðni sóknaraðila, stefnda Orkuveitu Reykjavíkur, um að varnaraðila, stefnanda Glitni hf., verði gert að afhenda dómkvöddum matsmönnum gögn samkvæmt fyrsta lið (B-lið) beiðni stefnda.

Hafnað er beiðni sóknaraðila, stefnda, um að varnaraðila, stefnanda, verði gert að afhenda stefnda sömu gögn samkvæmt öðrum lið (C-lið) beiðni stefnda.

Hafnað er beiðni sóknaraðila, stefnda í þriðja lið (D-lið) um að dómkvöddum matsmönnum verði með úrskurði gert að afhenda honum gögn sem varnaraðili, stefnandi, hefur afhent þeim, eftir 30. janúar 2015. Beiðni stefnda samkvæmt þessum lið er að öðru leyti vísað frá dóminum.

Ákvörðun um málskostnað bíður dóms í málinu.