Hæstiréttur íslands

Mál nr. 641/2009


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gagn
  • Kæruheimild
  • Frávísun frá Hæstarétti


Mánudaginn 16

 

Mánudaginn 16. nóvember 2009.

Nr. 641/2009.

Ákæruvaldið

(Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari)

gegn

X

(Gestur Jónsson hrl.)

Y

(Jakob R. Möller hrl.)

Z og

(Kristín Edwald hrl.)

Þ ehf.

(Kristín Edwald hrl.)

Kærumál. Gögn. Kæruheimild. Frávísun máls frá Hæstarétti.

X, Y, Z og Þ ehf. voru ákærð fyrir skattalagabrot. Þau kærðu úrskurð héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu þeirra um að ákæruvaldinu yrði gert skylt að afhenda verjendum þeirra gögn málsins að nýju í samræmi við skilyrði laga um meðferð sakamála, þannig að þar verði engin óviðkomandi gögn að finna, að ákæranda verði gert skylt að tilgreina hvaða gögn málsins heyri undir hvern lið ákæru og hvaða gögn málsins heyri undir hvert ákærðu. Málinu var vísað frá Hæstarétti þar sem kæruheimild skorti.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. 

Varnaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 2. nóvember 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. október 2009, þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um „að ákæranda verði gert skylt að afhenda verjendum gögn málsins að nýju í samræmi við skilyrði laga um meðferð sakamála, þannig að þar verði engin óviðkomandi gögn að finna, að ákæranda verði gert skylt að tilgreina hvaða gögn málsins heyri undir hvern lið ákæru og hvaða gögn málsins heyri undir hvert ákærðu.“ Um kæruheimild vísa varnaraðilar til 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.

Varnaraðilar krefjast þess að viðurkennt verði að gagnaframlagning sóknaraðila brjóti í bága við skilyrði laga nr. 88/2008. Einnig krefjast þau þess að sóknaraðila verði gert skylt að afhenda verjendum gögn málsins að nýju í samræmi við skilyrði laga um meðferð sakamála, þannig að þar verði engin óviðkomandi gögn að finna, tilgreint verði hvaða gögn málsins heyri undir hvern lið ákæru og hvaða gögn málsins varði hvert ákærðu. Þá krefjast þau kærumálskostnaðar.

Sóknaraðili krefst aðallega frávísunar málsins frá Hæstarétti en til vara staðfestingar hins kærða úrskurðar.

Mál þetta var höfðað með útgáfu ákæru 18. desember 2008. Ekki sýnist ágreiningur um að eftir gildistöku laga nr. 88/2008, 1. janúar 2009, sbr. 232. gr. laganna, skuli þau gilda um málsmeðferðina. Um kæruheimildir gilda ákvæði 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008. Ágreiningsefni málsins varðar skipan gagnaframlagningar ákæruvalds og ætlaða skyldu þess til að afhenda verjendum ákærðu gögn málsins að nýju í því horfi sem lýst er að framan. Eins og ágreiningsefni máls þessa er vaxið fellur það ekki undir tilgreindar kæruheimildir. Verður því málinu vísað frá Hæstarétti.

Kærumálskostnaður dæmist ekki.

Dómsorð:

Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.

 

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. október 2009.

Ár 2009, föstudaginn 30. október, er á dómþingi héraðsdóms Reykjavíkur, sem haldinn er af Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara í Dómhúsinu við Lækjartorg, í sakamálinu nr. 1957/2008: Ákæruvaldið gegn X, Y, Z og Þ ehf., kveðinn upp úrskurður þessi.

Málavextir

Í þinghaldi í málinu, 13. október sl., lögðu verjendur ákærðu fram bókun þar sem þess var krafist, með skírskotun 1. og 2. mgr. 181. gr. 1aga um meðferð sakamála nr. 88, 2008, að dómari málsins kveði upp úrskurð þess efnis:

1.             Að viðurkennt verði að gagnaframlagning ákæranda brjóti í bága við skilyrði laga um meðferð sakamála.

2.             Að ákæranda verði gert skylt að afhenda verjendum gögn málsins að nýju í samræmi við skilyrði laga um meðferð sakamála, þannig að þar verði engin óviðkomandi gögn að finna.

3.             Að ákæranda verði gert skylt að tilgreina hvaða gögn málsins heyri undir hvern lið ákæru.

4.             Að ákæranda verði gert skylt að tilgreina hvaða gögn málsins heyri undir hvert ákærðu.

                Af ákæruvaldsins hálfu er þessari kröfugerð mótmælt og þess krafist að henni verði synjað að öllu leyti.

Í rökstuðningi fyrir kröfunni segja verjendur að við fyrirtöku málsins 2. október sl. hafi ákærandi lagt fram uppfærða skjalaskrá í málinu sem beri heitið „Aðalskjalaskrá með útfellingum í september 2009". Verði að ætla að með framlagningu skrárinnar telji ákærandi sig hafa bætt úr þeim annmörkum á gagnaframlagningu í málinu, sem verjendur hafi upphaflega vakið athygli á með bókun við fyrirtöku málsins 25. febrúar sl. og fylgt eftir með fjölmörgum bréfum og tölvubréfum til dómara og ákæranda. Um þetta vísist nánar til bókunar verjenda við fyrirtöku málsins 2. október sl. Verjendur hafi farið yfir úrbætur ákæranda með tilliti til þess hvort gagnaframlagningin teljist nú uppfylla skilyrði laga um meðferð sakamála og komist að því að svo sé ekki. Byggist sú afstaða annars vegar á því að þau gögn, sem ákærandi hafi sjálfur talið að varði ekki málið og strikað hafi verið yfir í hinni uppfærðu skjalaskrá, tilheyri í raun ennþá gögnum málsins. Úrbætur ákæranda í formi yfirstrikana hafi engu breytt um þá staðreynd. Hins vegar séu margar villur ennþá að finna í hinni uppfærðu skjalaskrá, þrátt fyrir úrbætur ákæranda. Sem dæmi megi nefna að á fyrstu blaðsiðu uppfærðu skjalaskrárinnar sé AB hf. tilgreindur sem sakborningur í málinu. Þetta megi ákæranda vera fulljóst að sé ekki rétt, enda hafi málið verið fellt niður gagnvart þessum aðila við fyrirtöku málsins fyrr á þessu ári. Þá hafi skýrslur af B, dagsettar 14. apríl 2004, C, dagsettar 14. maí 2004, og D, dagsett 24. maí 2004, hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins ekki verið yfirstrikaðar, þrátt fyrir það að þessir einstaklingar séu ekki tilgreindir sem vitni samkvæmt framlögðum vitnalista ákæranda. Ennfremur gæti ennþá ónákvæmni í listum yfir einstök rannsóknartilvik, s.s. varðandi tilgreiningu skjala, sakborninga o.s.frv. Þá megi geta þess að sakborningarnir X, Y og Z eru tilgreindir sem vitni á lista ákæruvaldsins. Auk þessa telji verjendur að boð ákæranda um að taka hin yfirstrikuðu gögn út úr möppum dómara, en ekki verjenda, gangi í berhögg við jafnræði málsaðila fyrir dómi, sbr. 65. gr. og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár nr. 33, 1944, sbr. og 1. og 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 1ög nr. 62, 1994. Ákæruvaldinu hljóti að vera skylt að afhenda sakborningum gögn málsins í sama formi og dómendum.

Bókun þessari fylgdi minnisblað með athugasemdum og spurningum út í einstök skjöl og málsatriði, sem ekki er efni til þess að rekja hér.

Í þinghaldi 22. október sl. lagði ákæruvaldið fram bókun þar sem þess er krafist að öllum framangreindum kröfum verjenda í málinu verði hafnað. Í rökstuðningi fyrir kröfunni segir að þegar málið var höfðað hafi verið í gildi lög um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991. Hafi ákæra ásamt rannsóknargögnum lögreglu verið send héraðsdómi í samræmi við þágildandi réttarfarslög. Framlagning gagnanna í dómi hafi því verið í höndum dómarans, sbr. 158. gr. núgildandi laga um meðferð sakamála. Með þeim lögum, sem tóku gildi 1. janúar sl. hafi verið gerðar óverulegar breytingar á reglum um framlagningu gagna í sakamálum. Helstu breytingarnar séu þær að óheimilt sé að leggja fram skýrslur af vitnum sem teknar hafi verið af lögreglu eða öðrum stjórnvöldum, þegar ekki standi til að leiða vitnin til að gefa skýrslu fyrir dómi, nema ekki sé kostur á að fá þau fyrir dóm til að gefa skýrslu, sbr. 2. mgr. 134. gr. laganna. Aðra óverulega breytingu sé að finna í 2. mgr. 134. gr. laganna þar sem segi að ákærandi leggi fram þau skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn sem sönnunargildi hafa að hans mati” en í 2. mgr. 119. gr. eldri laga um meðferð opinberra mála hafi sagt að ákæra skyldi send héraðsdómi ásamt gögnum málsins”. Verði að telja að í ákvæðum þessum felist hið sama þótt orðalaginu hafi verið breytt, enda sé ekki getið um það í athugasemdum við 134. gr. sakamálalaganna að gera hafi átt breytingu þar á. Í II. gr. ákvæða til bráðabirgða við sakamálalög segir svo um lagaskil að þegar mál hafi verið höfðuð fyrir gildistöku lagnna, skuli þau eftir því sem átt getur við” rekin áfram fyrir dómi eftir reglum þeirra að frátöldum undantekingum sem ekki eigi við í þessu samhengi.

Vegna ítrekaðra athugasemda verjanda um framlagningu gagna í málinu hafi ákærandi tilkynnt dómara í með töluvupósti 29. maí sl. að hann myndi yfirfara rannsóknargögn lögreglu í málinu með tilliti til þess hvort eitthvað mætti fella út af gögnum og ljósrita eintök fyrir meðdómendur. Þó verði að árétta að ákæruvaldið hefur ekki fallist á eða lýst yfir afstöðu til þess hvernig túlka beriframangreint ákvæði II. gr. til bráðabirgða að þessu leyti. Það liggi fyrir að framlagning skjala af hendi ákæruvalds hafi farið fram í tíð eldri laga og geti því yngri lög ekki átt við um hana. Þótt ákærandinn hafi fallist á að hreinsa til í rannsóknargögnum með tilliti til 2. mgr. 134. gr. salamálalaga hafi framlagning þeirra verið og sé í samræmi við gildandi lög. Auk þess sé framlagning þeirra í samræmi við áralanga venju í málum sem þessum og hafi hún ekki sætt athugasemdum til þessa. Þá sé ljóst af orðalagi 2. mgr. 134. gr. sakamálalaga að um þau gögn sem ákæruvaldið leggi fram verði að miða við mat þess á sönnunargildi þeirra en hvorki við mat verjanda né dómara á því atriði. Ætli dómari sér á fyrstu stigum málsmeðferðar að taka afstöðu til þess hvað hann telji nauðsynleg sönnunargögn í máli sé hann að fara inn í hlutverk ákæranda. Sé slíkt í andstöðu við þá þróun sem orðið hafi á íslensku sakamálaréttarfari frá rannsóknarréttarfari til ákæruréttarfars, sem enn frekar er undirstrikað í nýjum lögum um meðferð sakamála. Sönnunarbyrðin sé ákæruvaldsins og sé það ákærandans í málinu að gera grein fyrir sönnunargögnum málsins við aðalmeðferð í því. Verði talið að gögnin nægi ekki til að sanna sök í máli leiði slíkt til sýknu að lokinni efnismeðferð máls. Efnahagsbrotamál séu oft flókin og umfangsmikil og það eigi við um þetta mál. Þótt ætíð sé reynt að einfalda uppsetningu sönnunargagna verði ekki hjá því komist að dómarar og verjendur setji sig inn í rannsóknargögnin þótt það kosti tíma og fyrirhöfn, rétt eins og ákærandinn.

Um einstök atriði í bókun verjendanna sé þetta að segja:

AB hafi verið ákærður í málinu og rannsóknargögn máls varðað það félag einnig. Breyti engu um framsetningu sönnunargagna þótt ákæra hafi verið felld niður við gjaldþrot félagsins. Fráleitt sé að ætla að niðurfelling saksóknar á hendur sakborningi eigi að leiða til afturköllunar allra sönnunargagna í máli, til breytinga og endurframlagningar. Lægi þá beinna við að krefjast þess að gefin yrði út ný ákæra í máli þar sem umrædds sakbornings yrði ekki getið, sem sé þó fráleitt.

Ákærðu séu vitni í málinu vegna sakargifta sem eingöngu varði aðra sakborninga en þau sjálf. Sakborningsstaða lúti aðeins þeirra eigin sökum en ekki sökum meðákærðu. Rétt sé því að geta þeirra á lista yfir vitni.

Með því að skipta um skjalaskrá í gögnum dómara og fjarlægja þaðan ónauðsynleg gögn var á engan hátt vegið að jafnræði málsaðila. Dómari máls sé ekki málsaðili og því sé ekki mismunun fyrir að fara. Ákæruvaldið sé á hinn bóginn málsaðili og þurfi, eins og verjendur, að fjarlægja gögn úr sínu eintaki málsgagnanna. Verjendur hafi fengið gögn málsins afhent í sama formi og dómendur þegar málið var sent dóminum 18. desember 2008.

Mál þetta var höfðað með ákæru ríkislögreglustjóra, dagsettri 18. desember sl. á hendur X, kt. [...],[...], Y, kt. [...],[...], Z, kt. [...],[...], AB hf., kt. [...],[...] (fyrirsvarsmaður: Z, stjórnarformaður) og Þ ehf., kt. [...],[...] (fyrirsvarsmaður: Z, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður).

I.            Á hendur X vegna eigin skattskila

Fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, með því að hafa skilað röngum skattframtölum á árunum 1999, 2000, 2001, 2002 og 2003 þar sem hann vantaldi tekjur sínar sem skattskyldar eru samkvæmt 1. tölulið A-liðar 7. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, sbr. áður lög nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 19. og 21. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, vantaldi á skattframtölum 1999, 2002 og 2003 fjármagnstekjur sínar, sem skattskyldar eru samkvæmt 3. og 4. tölulið C-liðar 7. gr. laga um tekjuskatt og hafa þannig komið sér undan greiðslu tekjuskatts, útsvars og sérstaks tekjuskatts framangreind ár samtals að fjárhæð kr. 14.975.863 og greiðslu fjármagnstekjuskatts samtals að fjárhæð kr. 14.927.490 og sundurliðast eftir árum sem hér greinir:

1.       Tekjuárið 1998 vantalið á skattframtali 1999

Með því að vantelja á skattframtali sínu árið 1999 fjármagnstekjur sínar um samtals kr. 11.784.344 og hafa með því komið sér undan greiðslu fjármagnstekjuskatts að fjárhæð kr. 1.178.434, sem sundurliðast nánar með eftirgreindum hætti:

A.                  Sundurliðun vantalinna fjármagnstekna og vangoldins fjármagnstekjuskatts

Vantaldar fjármagnstekjur, þóknun vegna sölu hlutabréfa, sem ákærði fékk greidda frá E sf., kt. [...], inn á bankareikning sinn kr. 10.000.000, 25. ágúst 1998 og var færð á viðskiptareikning hans hjá E sf. kr. 1.784.344, og E sf. greiddi til Kaupþings hf. vegna ákærða 27. nóvember sama ár, og voru tekjur af hlutareign hans í Þ ehf., sbr. 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981.

kr.

11.784.344

Vangoldinn fjármagnstekjuskattur 10%

kr.

1.178.434

 

 

 

2.       Tekjuárið 1999 vantalið á skattframtali 2000

Með því að vantelja á skattframtali sínu árið 2000 launatekjur sínar og skattsstofn til útreiknings tekjuskatts og útsvars um samtals kr. 18.929.076 og hafa með því komið sér undan greiðslu tekjuskatts, útsvars og sérstaks tekjuskatts að fjárhæð kr. 8.593.800, sem sundurliðast nánar með eftirgreindum hætti:

A.                  Sundurliðun vantalinna tekna

a. Vantaldar tekjur vegna greiðslu A hf., kt. [...], á iðgjaldi af líftryggingu ákærða.

kr.

129.076

b. Vantaldar tekjur af nýtingu kaupréttar á hlutabréfum í A hf. sem ákærði öðlaðist vegna starfa fyrir félagið og greiddar voru í júlí 1999.

kr.

18.800.000

Samtals:

kr.

18.929.076

Sundurliðun útreiknings vangoldins tekjuskatts og útsvars

Vantaldar tekjur samkvæmt niðurstöðu rannsóknar:

kr.

18.929.076

Tekjuskattur, skattprósenta 26,41:

kr.

4.999.169

Útsvar, útsvarsprósenta 11,99:

kr.

2.269.596

Sérstakur tekjuskattur, skattprósenta 7,0:

kr.

1.325.035

Vangoldinn tekjuskattur og útsvar samtals:

kr.

8.593.800

3.       Tekjuárið 2000 vantalið á skattframtali 2001

Með því að vantelja á skattframtali sínu árið 2001 launatekjur sínar og skattsstofn til útreiknings tekjuskatts og útsvars um samtals kr. 5.209.633 og hafa með því komið sér undan greiðslu tekjuskatts, útsvars og sérstaks tekjuskatts að fjárhæð kr. 2.365.173, sem sundurliðast nánar með eftirgreindum hætti:

A.                  Sundurliðun vantalinna tekna

a. Vantaldar tekjur vegna greiðslu A hf. á iðgjaldi af líftryggingu ákærða.

kr.

307.584

b. Vantaldar tekjur í formi launauppbótar bónusgreiðslu“ frá A hf. samkvæmt starfssamningi, innt af hendi 03.10.2000.

kr.

4.000.000

c. Vantaldar tekjur í formi skattskyldra bifreiðahlunninda, samkvæmt mati Ríkisskattstjóra, vegna afnota ákærða af bifreiðinni F af gerðinni [...], sem var í eigu Þ ehf.

kr.

902.049

Samtals.

kr.

5.209.633

Sundurliðun útreiknings vangoldins tekjuskatts og útsvars

Vantaldar tekjur samkvæmt niðurstöðu rannsóknar:

kr.

5.209.633

Tekjuskattur, skattprósenta 26,41:

kr.

1.375.864

Útsvar, útsvarsprósenta 11,99:

kr.

624.635

Sérstakur tekjuskattur, skattprósenta 7,0:

kr.

364.674

Vangoldinn tekjuskattur og útsvar samtals:

kr.

2.365.173

4.       Tekjuárið 2001 vantalið á skattframtali 2002

Með því að vantelja á skattframtali sínu árið 2002 launatekjur sínar og skattsstofn til útreiknings tekjuskatts og útsvars um samtals kr. 3.625.685 og fjármagnstekjur sínar um samtals kr. 67.142.364 og hafa með því komið sér undan greiðslu tekjuskatts, útsvars og sérstaks tekjuskatts að fjárhæð kr. 1.659.839 og fjármagnstekjuskatts að fjárhæð kr. 6.714.236, sem sundurliðast nánar með eftirgreindum hætti:

A.                  Sundurliðun vantalinna tekna

a. Vantaldar tekjur vegna greiðslu A hf. á iðgjaldi af líftryggingu ákærða.

b. Vantaldar tekjur í formi skattskyldra bifreiðahlunninda, samkvæmt mati Ríkisskattstjóra, vegna afnota ákærða af bifreiðunum F af gerðinni [...], G af gerðinni [...], og H af gerðinni [...], sem voru í eigu Þ ehf.

 

kr.

 

kr.

 

345.904

 

3.279.781

Samtals:

kr.

3.625.685

 

 

 

 

 

 

 

Sundurliðun útreiknings vangoldins tekjuskatts og útsvars

Framtalinn tekjuskatts- og útsvarsstofn á skattframtali 2002:

kr.

3.625.685

Tekjuskattur, skattprósenta 26,08:

kr.

945.579

Útsvar, útsvarsprósenta 12,70:

kr.

460.462

Sérstakur tekjuskattur, skattprósenta. 7,0:

kr.

253.798

Vangoldinn tekjuskattur og útsvar samtals:

kr.

1.659.839

B.                  Sundurliðun vantalinna fjármagnstekna og vangoldins fjármagnstekjuskatts

a. Vantalinn söluhagnaður vegna sölu ákærða á hlutabréfum í A hf. árið 1999 með því að stofnverð bréfanna var tilgreint of hátt í skattframtali ákærða og söluhagnaður þeirra var að sama skapi vantalinn. Tekjufærslu söluhagnaðarins er frestað um tvenn áramót, sbr. 7. mgr. 17. gr. laga nr. 75/1981.

kr.

7.942.364

b. Vantaldar tekjur af hlutareign ákærða í Þ ehf. sem hann fékk greiddar 12. janúar 2001.

kr.

59.200.000

Stofn til útreiknings fjármagnstekjuskatts:

kr.

67.142.364

Vangoldinn fjármagnstekjuskattur 10%

kr.

6.714.236

5.       Tekjuárið 2002 vantalið á skattframtali 2003

Með því að vantelja á skattframtali sínu árið 2003 launatekjur sínar og skattsstofn til útreiknings tekjuskatts og útsvars um samtals kr. 5.186.031 og fjármagnstekjur sínar um samtals kr. 70.348.204 og hafa með því komið sér undan greiðslu tekjuskatts, útsvars og sérstaks tekjuskatts að fjárhæð kr. 2.357.051 og fjármagnstekjuskatts að fjárhæð kr. 7.034.820, sem sundurliðast nánar með eftirgreindum hætti:

A.                  Sundurliðun vantalinna tekna

a. Vantaldar tekjur vegna greiðslu A hf. á iðgjaldi af líftryggingu ákærða.

kr.

375.675

b. Vantaldar tekjur í formi skattskyldra bifreiðahlunninda, samkvæmt mati Ríkisskattstjóra, vegna afnota ákærða af bifreiðunum F af gerðinni [...], G af gerðinni [...] og H af gerðinni [...], sem voru í eigu Þ ehf.

kr.

4.810.356

Samtals:

kr.

5.186.031

Sundurliðun útreiknings vangoldins tekjuskatts og útsvars

Vantaldar tekjur samkvæmt niðurstöðu rannsóknar:

kr.

5.186.031

Tekjuskattur, skattprósenta 25,75:

kr.

1.335.403

Útsvar, útsvarsprósenta 12,70:

kr.

658.626

Sérstakur tekjuskattur, skattprósenta. 7,0:

kr.

363.022

Vangoldinn tekjuskattur og útsvar samtals:

kr.

2.357.051

B.                  Sundurliðun vantalinna fjármagnstekna og vangoldins fjármagnstekjuskatts

Vantalinn söluhagnaður vegna sölu ákærða á hlutabréfum í A hf. árið 2002, með því að stofnverð bréfanna var tilgreint of hátt í skattframtali ákærða og söluhagnaður þeirra var að sama skapi vantalinn.

kr.

70.348.204

Vangoldinn fjármagnstekjuskattur 10%

kr.

7.034.820

I.                     Á hendur Y vegna eigin skattskila

Fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, með því að hafa skilað röngum skattframtölum á árunum 1999, 2000, 2001, 2002 og 2003 þar sem hann vantaldi tekjur sínar sem skattskyldar eru samkvæmt 1. tölulið A-liðar 7. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, sbr. áður lög nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 19. og 21. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, og hafa þannig komið sér undan greiðslu tekjuskatts, útsvars og sérstaks tekjuskatts framangreind ár samtals að fjárhæð kr. 13.277.400, og sundurliðast eftir árum sem hér greinir:

1.       Tekjuárið 1998 vantalið á skattframtali 1999

Með því að vantelja á skattframtali sínu árið 1999 launatekjur sínar og skattsstofn til útreiknings tekjuskatts og útsvars um samtals kr. 5.000.000 og hafa með því komið sér undan greiðslu tekjuskatts, sérstaks tekjuskatts og útsvars að fjárhæð kr. 2.282.500, sem sundurliðast nánar með eftirgreindum hætti:

Sundurliðun vantalinna tekna

Vantaldar tekjur í formi starfstengdrar upphafsgreiðslu frá A hf., innt af hendi 31.12.1999.

kr.

5.000.000

Samtals:

kr.

5.000.000

Sundurliðun útreiknings vangoldins tekjuskatts og útsvars

Vantaldar tekjur samkvæmt niðurstöðu rannsóknar:

kr.

5.000.000

Tekjuskattur, skattprósenta 27,41:

kr.

1.370.500

Útsvar, útsvarsprósenta 11,24:

kr.

562.000

Sérstakur tekjuskattur, skattprósenta 7,0:

kr.

350.000

Vangoldinn tekjuskattur og útsvar samtals:

kr.

2.282.500

2.       Tekjuárið 1999 vantalið á skattframtali 2000

Með því að vantelja á skattframtali sínu árið 2000 launatekjur sínar og skattsstofn til útreiknings tekjuskatts og útsvars um samtals kr. 18.957.724 og hafa með því komið sér undan greiðslu tekjuskatts, sérstaks tekjuskatts og útsvars að fjárhæð kr. 8.606.807, sem sundurliðast nánar með eftirgreindum hætti:

Sundurliðun vantalinna tekna

a. Vantaldar tekjur vegna greiðslu A hf. á iðgjaldi af líftryggingu ákærða.

kr.

157.724

b. Vantaldar tekjur af nýtingu kaupréttar á hlutabréfum í A hf. sem ákærði öðlaðist vegna starfa fyrir félagið og greiddar voru í júlí 1999.

kr.

18.800.000

Samtals:

kr.

18.957.724

Sundurliðun útreiknings vangoldins tekjuskatts og útsvars

Vantaldar tekjur samkvæmt niðurstöðu rannsóknar:

kr.

18.957.724

Tekjuskattur, skattprósenta 26,41:

kr.

5.006.735

Útsvar, útsvarsprósenta 11,99:

kr.

2.273.031

Sérstakur tekjuskattur, skattprósenta 7,0:

kr.

1.327.041

Vangoldinn tekjuskattur og útsvar samtals:

kr.

8.606.807

3.       Tekjuárið 2000 vantalið á skattframtali 2001

Með því að vantelja á skattframtali sínu árið 2001 launatekjur sínar og skattsstofn til útreiknings tekjuskatts og útsvars um samtals kr. 5.034.227 og hafa með því komið sér undan greiðslu tekjuskatts, sérstaks tekjuskatts og útsvars að fjárhæð kr. 2.285.539, sem sundurliðast nánar með eftirgreindum hætti:

Sundurliðun vantalinna tekna

a. Vantaldar tekjur vegna greiðslu A hf. á iðgjaldi af líftryggingu ákærða.

kr.

34.227

b. Vantaldar tekjur í formi launauppbótar, bónusgreiðsla“, frá A hf. innt af hendi 31.03.2000.

kr.

5.000.000

Samtals:

kr.

5.034.227

Sundurliðun útreiknings vangoldins tekjuskatts og útsvars

Vantaldar tekjur samkvæmt niðurstöðu rannsóknar:

kr.

5.034.227

Tekjuskattur, skattprósenta 26,41:

kr.

1.329.539

Útsvar, útsvarsprósenta 11,99:

kr.

603.604

Sérstakur tekjuskattur, skattprósenta 7,0:

kr.

352.396

Vangoldinn tekjuskattur og útsvar samtals:

kr.

2.285.539

4.       Tekjuárið 2001 vantalið á skattframtali 2002

Með því að vantelja á skattframtali sínu árið 2002 launatekjur sínar og skattsstofn til útreiknings tekjuskatts og útsvars um samtals kr. 103.096 og hafa með því komið sér undan greiðslu tekjuskatts, sérstaks tekjuskatts og útsvars að fjárhæð kr. 47.197, sem sundurliðast nánar með eftirgreindum hætti:

Sundurliðun vantalinna tekna

Vantaldar tekjur vegna greiðslu A hf. á iðgjaldi af líftryggingu ákærða.

kr.

103.096

Sundurliðun útreiknings vangoldins tekjuskatts og útsvars

Vantaldar tekjur samkvæmt niðurstöðu rannsóknar:

kr.

103.096

Tekjuskattur, skattprósenta 26,08:

kr.

26.887

Útsvar, útsvarsprósenta 12,70:

kr.

13.093

Sérstakur tekjuskattur skattprósenta, 7,0:

kr.

7.217

Vangoldinn tekjuskattur og útsvar samtals:

kr.

47.197

5.       Tekjuárið 2002 vantalið á skattframtali 2003

Með því að vantelja á skattframtali sínu árið 2003 launatekjur sínar og skattsstofn til útreiknings tekjuskatts og útsvars um samtals kr. 121.799 og hafa með því komið sér undan greiðslu tekjuskatts, sérstaks tekjuskatts og útsvars að fjárhæð kr. 55.357, sem sundurliðast nánar með eftirgreindum hætti:

Sundurliðun vantalinna tekna

Vantaldar tekjur vegna greiðslu A hf. á iðgjaldi af líftryggingu ákærða.

kr.

121.799

Sundurliðun útreiknings vangoldins tekjuskatts og útsvars

Vantaldar tekjur samkvæmt niðurstöðu rannsóknar:

kr.

121.799

Tekjuskattur, skattprósenta 25,75:

kr.

31.363

Útsvar, útsvarsprósenta 12,70:

kr.

15.468

Sérstakur tekjuskattur, skattprósenta, 7,0:

kr.

8.526

Vangoldinn tekjuskattur og útsvar samtals:

kr.

55.357

III.                 Brot framin í rekstri A hf. (síðar AB hf.)

Á hendur ákærða X sem framkvæmdastjóra A hf. frá 2. júlí 1998 til 30. maí 2002 og ákærða Y sem framkvæmdastjóra AB hf. frá 30. maí 2002 og AB hf. vegna eftirtalinna brota sem framin voru í rekstri félagsins:

1. Á hendur ákærða X og AB hf. fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa á árunum 1998, 1999, 2000, 2001 og 2002, skilað röngum skilagreinum staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir félagið, sem þá hét A hf., þar sem greidd laun og skilaskyld staðgreiðsla voru vantalin og hafa látið undir höfuð leggjast að halda eftir og standa ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli í III. kafla laga um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987, vegna launagreiðslna, afhendingar á bifreið og húsgögnum auk greiðslna félagsins á líftryggingariðgjaldi í þágu ákærða X og þriggja annarra stjórnenda og starfsmanna þess, en samtals námu hin vantöldu laun kr. 27.631.277 og vangoldin staðgreiðsla opinberra gjalda samtals kr. 10.633.204, og sundurliðast sem hér greinir:

Greiðslutímabil:

 

 

Vantaldar launagreiðslur:

 

 

Vangoldin staðgreiðsla:

Árið 1998

 

 

 

 

 

Nóvember

kr.

65.277

 

kr.

25.471

Desember

kr.

5.000.000

 

kr.

1.951.000

 

kr.

5.065.277

 

kr.

1.976.471

Árið 1999

 

 

 

 

 

Mars

kr.

66.811

 

kr.

25.615

Júní

kr.

5.100.000

 

kr.

1.955.340

September

kr.

129.568

 

kr.

49.676

Október

kr.

26.074

 

kr.

9.997

Nóvember

kr.

25.548

 

kr.

9.795

Desember

kr.

7.307.767

 

kr.

2.801.798

 

kr.

12.655.768

 

kr.

4.852.221

Árið 2000

 

 

 

 

 

Janúar

kr.

25.396

 

kr.

9.744

Febrúar

kr.

24.511

 

kr.

9.405

Mars

kr.

5.024.292

 

kr.

1.927.821

Apríl

kr.

24.159

 

kr.

9.270

Maí

kr.

23.730

 

kr.

9.105

Júní

kr.

24.155

 

kr.

9.268

Júlí

kr.

25.064

 

kr.

9.617

Ágúst

kr.

24.899

 

kr.

9.554

September

kr.

34.915

 

kr.

13.397

Október

kr.

4.024.881

 

kr.

1.544.347

Nóvember

kr.

59.535

 

kr.

22.844

Desember

kr.

26.274

 

kr.

10.081

 

kr.

9.341.811

 

kr.

3.584.453

Árið 2001

 

 

 

 

 

Janúar

kr.

27.364

 

kr.

10.606

Febrúar

kr.

27.592

 

kr.

10.695

Mars

kr.

27.307

 

kr.

10.584

Apríl

kr.

152.211

 

kr.

58.997

Júní

kr.

30.544

 

kr.

11.839

Júlí

kr.

29.721

 

kr.

11.520

Ágúst

kr.

30.575

 

kr.

11.851

September

kr.

30.644

 

kr.

11.878

Október

kr.

31.218

 

kr.

12.100

Desember

kr.

61.824

 

kr.

23.963

 

kr.

449.000

 

kr.

174.033

 

Árið 2002

 

 

 

 

 

Janúar

kr.

30.072

 

kr.

11.590

Febrúar

kr.

30.072

 

kr.

11.590

Mars

kr.

30.072

 

kr.

11.590

Apríl

kr.

29.205

 

kr.

11.256

 

kr.

119.421

 

kr.

46.026

 

 

 

 

 

 

Samtals:

kr.

27.631.277

 

kr.

10.633.204

 

2. Á hendur ákærða Y og AB hf. fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa á árinu 2002, skilað röngum skilagreinum staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir félagið þar sem greidd laun og skilaskyld staðgreiðsla voru vantalin og hafa látið undir höfuð leggjast að halda eftir og standa ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli í III. kafla laga um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987, vegna launagreiðslna og greiðslna félagsins á líftryggingariðgjöldum vegna ákærða Y og tveggja annarra stjórnenda og starfsmanna þess, en samtals námu hin vantöldu laun kr. 8.400.620 og vangoldin staðgreiðsla opinberra gjalda samtals kr. 3.237.598, og sundurliðast sem hér greinir:

Greiðslutímabil:

 

 

Vantaldar launagreiðslur:

 

 

Vangoldin staðgreiðsla:

 

Árið 2002

 

 

 

 

 

Maí

kr.

195.429

 

kr.

75.318

Júní

kr.

8.028.617

 

kr.

3.094.229

Júlí

kr.

28.262

 

kr.

10.892

Ágúst

kr.

28.293

 

kr.

10.904

September

kr.

29.468

 

kr.

11.357

Október

kr.

28.711

 

kr.

11.065

Nóvember

kr.

61.840

 

kr.

23.833

 

 

 

 

 

 

Samtals:

kr.

8.400.620

 

kr.

3.237.598

IV.                Brot framin í rekstri Þ ehf.

Á hendur ákærða X sem starfandi framkvæmdastjóra Þ ehf. til 27. ágúst 1999, og stjórnarmanni þess og ákærðu Z sem framkvæmdastjóra félagsins frá 27. ágúst 1999 og stjórnarmanni þess og Þ ehf. vegna eftirtalinna brota sem framin voru í rekstri félagsins:

1. Á hendur ákærðu X og Þ ehf. fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa á árinu 1999, skilað röngum skilagreinum staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir félagið þar sem greidd laun og skilaskyld staðgreiðsla voru vantalin og hafa látið undir höfuð leggjast að halda eftir og standa ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli í III. kafla laga um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987, vegna launagreiðslna og bifreiðahlunninda til starfsmanns félagsins, en samtals námu hin vantöldu laun kr. 1.038.875 og vangoldin staðgreiðsla opinberra gjalda samtals kr. 398.305, og sundurliðast sem hér greinir:

Greiðslutímabil:

 

 

Vantaldar launagreiðslur:

 

 

Vangoldin staðgreiðsla:

Árið 1999

 

 

 

 

 

Janúar

kr.

67.500

 

kr.

25.880

Febrúar

kr.

157.500

 

kr.

60.386

Mars

kr.

123.350

 

kr.

47.292

Maí

kr.

361.700

 

kr.

138.676

Júní

kr.

124.200

 

kr.

47.618

Júlí

kr.

204.625

 

kr.

78.453

 

Samtals:

kr.

1.038.875

 

kr.

398.305

2. Á hendur ákærðu Z og Þ ehf. fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa á árunum 1999, 2000, 2001 og 2002 skilað röngum skilagreinum staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir félagið þar sem greidd laun og skilaskyld staðgreiðsla voru vantalin og hafa látið undir höfuð leggjast að halda eftir og standa ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli í III. kafla laga um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987, vegna skattskyldrar nýtingar ákærða X af bifreiðum í eigu félagsins og greiðslna launa og bifreiðahlunninda og annarra hlunninda til starfsmanns félagsins, en samtals námu hin vantöldu laun kr. 71.050.925 og vangoldin staðgreiðsla opinberra gjalda samtals kr. 27.515.602, og sundurliðast sem hér greinir:

Greiðslutímabil:

 

 

Vantaldar launagreiðslur:

 

 

Vangoldin staðgreiðsla:

 

Árið 1999

 

 

 

 

 

Ágúst

kr.

28.675

 

kr.

10.994

September

kr.

500.350

 

kr.

191.834

Október

kr.

28.675

 

kr.

10.994

Nóvember

kr.

208.100

 

kr.

79.786

Desember

kr.

299.675

 

kr.

114.895

 

kr.

1.065.475

 

kr.

408.503

 

 

 

 

 

 

Árið 2000

 

 

 

 

 

Janúar

kr.

79.025

 

kr.

30.322

Febrúar

kr.

447.674

 

kr.

171.772

Mars

kr.

106.975

 

kr.

41.046

Apríl

kr.

318.524

 

kr.

122.218

Maí

kr.

106.975

 

kr.

41.046

Júní

kr.

225.524

 

kr.

86.534

Júlí

kr.

106.975

 

kr.

41.046

Ágúst

kr.

106.975

 

kr.

41.046

September

kr.

207.424

 

kr.

79.589

Október

kr.

106.975

 

kr.

41.046

Nóvember

kr.

103.524

 

kr.

39.722

Desember

kr.

106.975

 

kr.

41.046

 

kr.

2.023.545

 

kr.

776.433

Árið 2001

 

 

 

 

 

Janúar

kr.

59.305.676

 

kr.

22.986.880

Febrúar

kr.

95.449

 

kr.

36.996

Mars

kr.

105.676

 

kr.

40.960

Apríl

kr.

185.076

 

kr.

71.735

Maí

kr.

208.359

 

kr.

80.760

Júní

kr.

247.599

 

kr.

95.969

Júlí

kr.

445.827

 

kr.

172.803

Ágúst

kr.

445.827

 

kr.

172.803

September

kr.

431.445

 

kr.

167.228

Október

kr.

445.827

 

kr.

172.803

Nóvember

kr.

431.445

 

kr.

167.228

Desember

kr.

445.827

 

kr.

172.803

 

kr.

62.794.033

 

kr.

24.338.968

Árið 2002

 

 

 

 

 

Janúar

kr.

441.796

 

kr.

170.268

Febrúar

kr.

416.784

 

kr.

160.629

Mars

kr.

461.440

 

kr.

177.839

Apríl

kr.

446.555

 

kr.

172.102

Maí

kr.

461.440

 

kr.

177.839

Júní

kr.

446.555

 

kr.

172.102

Júlí

kr.

461.440

 

kr.

177.839

Ágúst

kr.

461.440

 

kr.

177.839

September

kr.

446.555

 

kr.

172.102

Október

kr.

411.922

 

kr.

158.755

Nóvember

kr.

350.137

 

kr.

134.943

Desember

kr.

361.808

 

kr.

139.441

 

kr.

5.167.872

 

kr.

1.991.698

 

 

 

 

 

 

Samtals:

Kr.

71.050.925

 

Kr.

27.515.602

3. Á hendur ákærðu Z og Þ ehf. fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa skilað röngu skattframtali fyrir Þ ehf. gjaldaárið 2001, vegna 2000, þar sem tekjur félagsins, sem skattskyldar eru samkvæmt B-lið 7. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, sbr. áður lög nr. 75/1981, voru rangfærðar sem hér segir;

a) með því að vantelja til tekna söluhagnað af viðskiptum félagsins með hlutabréf í A hf. á árinu 2000, um kr. 916.105.197, og

b) með því að oftelja til gjalda í bókhaldi og skattframtali vaxtagjöld að fjárhæð kr. 15.700.075.

4. Á hendur ákærðu Z og Þ ehf. fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa skilað röngu skattframtali fyrir Þ ehf. fyrir gjaldaárið 2003, vegna ársins 2002, þar sem oftalin var til gjalda niðurfærsla hlutabréfa í sænska félaginu I AB. um kr. 74.000.000, en með þessu var tap félagsins oftalið um sömu fjárhæð. Tapið var yfirfæranlegt til síðari ára og nýtanlegt til lækkunar hreinna tekna, sem skattskyldar eru samkvæmt B-lið 7. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, sbr. áður lög nr. 75/1981.

V.                  Brot framin í rekstri Þ ehf.(hf.)

Á hendur ákærðu Z sem framkvæmdastjóra og X sem starfandi framkvæmdastjóra Þ ehf. (hf. frá 28.09.1998), kt. [...], báðum sem stjórnarmönnum, vegna eftirtalins brots sem framið var í rekstri félagsins:

1. Fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa látið undir höfuð leggjast að skila skattframtali fyrir Þ ehf. (hf.) gjaldaárið 1999 vegna fyrstu 6 mánaða ársins 1998, og hafa vantalið skattskyldar tekjur félagsins um kr. 668.519.432, sem skattskyldar eru samkvæmt B-lið 7. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, sbr. áður lög nr. 75/1981, að teknu tilliti til nýtingar heimildar til að fresta tekjufærslu á kr. 107.030.554 af söluhagnaðinum af sölu á hlutabréfum. Söluhagnaðurinn sem samtals nam kr. 775.549.986, var af sölu félagsins á 25 % eignarhluta Þ ehf. í félögunum E sf., J ehf. og K ehf. og 12,5 % eignarhlut í A ehf. sem gengu, ásamt peningalegri milligjöf, til greiðslu á kaupverði vegna kaupa Þ ehf. á 25 % hlutafjár í fyrirhuguðu félagi, L hf., sem síðar fékk kennitöluna [...], samkvæmt kaupsamningi Þ ehf. (hf.) við eigendur L hf., kt. [...], dags. 3. júní 1998, og hafa með þessu komið félaginu undan greiðslu tekjuskatts að fjárhæð kr. 200.555.830.

VI.                 Heimfærsla til refsiákvæða

Brot ákærðu X, Y og Z teljast varða við:

1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig;

a) 1. mgr. 109. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, sbr. áður 1. mgr. 107. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, að því er varðar, brot ákærða X samkvæmt I. kafla og brot Y samkvæmt II. kafla ákæru, brot ákærðu Z samkvæmt 3. og 4. tölulið IV. kafla ákæru og brot ákærðu X og Z samkvæmt V. kafla ákæru,

b) 2. mgr. 22. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, að því er varðar, brot ákærða X samkvæmt stafliðum A, í 2. – 5. tölulið I. kafla ákæru og brot ákærða Y samkvæmt II. kafla ákæru,

c) 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 2. gr. laga nr. 42/1995 og 1. gr. laga nr. 134/2005 að því er varðar brot ákærða X samkvæmt 1. tölulið III. kafla ákæru og 1. tölulið IV. kafla ákæru, brot Y samkvæmt 2. tölulið III. kafla ákæru og brot ákærðu Z samkvæmt 2. tölulið IV. kafla ákæru,

Brot AB hf. samkvæmt III. kafla ákæru teljast varða við:

d) 9. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. tilvitnuð ákvæði í c) lið að framan,

Brot Þ ehf. samkvæmt IV. og V. kafla ákæru teljast varða við:

e) 8. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt sbr. tilvitnuð ákvæði í a) lið að framan, að því er varðar 3. og 4. tölulið IV. kafla ákæru,

f) 9. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. tilvitnuð ákvæði í c) lið að framan, að því er varðar 1. og 2. tölulið IV. kafla ákæru.

Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar fyrir framangreind brot.”

Fallið var frá ákæru á hendur AB hf. með bókun í þinghaldi 13. mars sl., en félagið hafði þá verið úrskurðað gjaldþrota.

Við þingfestingu málsins 25. febrúar sl. var lögð fram bókun verjenda þar sem sagði að í málinu hefðu verið lagðar fram skýrslur vitna hjá lögreglu sem ekki vörðuðu sakarefnið í málinu og fólk þetta myndi því ekki gefa skýrslu í meðferð málsins. Væri þetta í andstöðu við 134. gr. laga um meðferð sakamála. Var þess óskað að dómarinn í málinu mæltist til þess við sækjandann að hagaði framlagningu gagna í samræmi við ákvæði laganna. Var þessi bókun svo ítrekuð með annarri bókun 2. október sl. en fram að því höfðu verjendur ritað dómaranum nokkur bréf og tölvuskeyti í sömu veru. Í tölvupósti dómarans til ákærandans 27. maí sl. var óskað eftir því að útbúin yrðu tvö eintök af málskjölunum fyrir meðdómendur í málinu og því jafnframt beint til sækjandans að hann yfirfæri málsgögnin með hliðsjón af 134. gr. núgildandi laga um meðferð sakamála. Í svarskeyti 29. maí kvaðst ákærandinn myndu útbúa gögn fyrir meðdómsmennina í samræmi við breytt lög og ábendingar verjenda og taka út þau skjöl sem ekki ættu við. Fengju dómsformaður og verjendur í hendur endurskoðaða (yfirstrikaða) skjalaskrá og mætti síðan grisja gögnin eftir því sem nauðsynlegt teldist. Það dróst hins vegar fram til 2. október sl. að skjalaskráin yrði afhent og lögð fram í málinu. Í bréfi ákærandans sem fylgdi hinni endurskoðuðu skjalaskrá segir svo m.a.:

Að ósk dómara hefur ákærandi yfirfarið rannsóknargögn málsins með tilliti til þess hvort fella megi út einhver gögn sem þar eru, sbr. 2. mgr. 134. gr. laga nr. 88/2008, (sml) sem tóku gildi eftir útgáfu ákæru í málinu. Meðfylgjandi er afrit af skjalaskrá lögreglumáls 006-2004-0076, sem geymir lista yfir sönnunargögn málsins. Eins og sjá má á framlögðum gögnum og eldri skjalaskrá hafði umtalsvert magn gagna verið fellt út úr málsgögnum lögreglu fyrir útgáfu ákæru og var tilgreining þeirra í skjalaskrá lögreglu yfirstrikuð, en til upplýsingar þótti rétt að lýsing á skjölunum í skjalaskránni héldist og til að halda samhengi í uppsetningu rannsóknargagnanna. Umræddar útfellingar voru gerðar vegna gegna sem tengdust sakarefnum sem ekki þótti nægjanlegt tilefni til að gefa út ákæru vegna.

Við þá yfirferð sem nú hefur verið gerð yfir rannsóknargögnin hefur þótt ástæða til að fella út nokkur skjöl umfram það sem áður hafði verið gert. Meðfylgjandi er afrit af nýrri skjalaskrá málsins og eru skjöl sem felld voru út úr rannsóknargögnum fyrir útgáfu ákæru tvíyfirstrikuð til glöggvunar en þau sem nú hafa bæst við eru yfirstrikuð einu sinni. Breytingin er ekki umtalsverð og tengist einkum ónauðsynlegum lögregluskýrslum. Sama gildir um skýrslur sem Skattrannsóknarstjóri tók af vitnum og sakborningum, hluti þeirra hefur verið felldur út og fylgir ljósrit af skjalaskrá úr möppum SRS með yfirstrikunum. Með vísan til 2. mgr. 134. gr. sml hafa lögregluskýrslur verið yfirfarnar og vitnalisti útbúinn. Hafður var sami háttur á um brottfellingu lögregluskýrslna þeirra vitna og sakborninga sem ekki er óskað að gefi skýrslu fyrir dómi, að lýsing á skjölunum er yfirstrikuð í skjalaskrá.

Ekki þykir tilefni til að ljósrita gögn máls lögreglu 006-2004-76 upp á nýtt enda hafa engin gögn bæst við né skjalmerkingar og uppröðun breyst. Væri slíkt óþarfa sóun á pappír. Tiltölulega einfalt er að taka umframgögn út úr gagnamöppum máls 006-2004-76 í samræmi við yfirstrikanir í skjalaskránni, sérstaklega í ljósi þess að þegar hefur stór hluti þeirra gagna sem nú eru yfirstrikuð verið tekin út úr gögnunum og var gert fyrir ákæru. Fullyrðingar um að aðilar og dómarar verði með mismunandi eintök af málsgögnum er ekki réttar. Ákærandi mun bjóða dómara að taka umrædd gögn út úr hans eintaki og skipta um skjalaskrá. Önnur framlögð skjöl telur ákærandi nauðsynleg fyrir meðferð málsins og sönnunarfærslu.

Í bréfum sínum fullyrða verjendur að ákæranda beri, auk þess að leggja fram lista yfir vitni, að gefa skýringar á um hvað þau eigi að vitna. Vísa verjendur til 154. gr. sml. þessu til stuðnings. Verður ekki séð að nein slík skylda hvíli á ákærenda né verði leidd af umræddu lagaákvæði, auk þess sem skýrslur af vitnum og sakborningum upplýsa um að komu þeirra að málinu og vitneskju um sakargiftir.

Í bréfum sínum krefjast verjendur að ákærandi skýri undir hvaða ákærulið framlagt skjal heyri. Þetta hefur þegar verið gert enda er uppstilling málsins mjög skýr um þetta og hefðbundin. Í fyrirsögnum í skjalaskrá er gerð grein fyrir sakarefninu og koma gögnin í röð þar undir. Nokkuð er um að gögn tengist fleirum en einum ákærulið t.d. úrskurðir Ríkisskattstjóra og Yfirskattanefndar, skattframtöl, andmæli sakborninga, gögn um almenna meðferð málsins o.s.frv. Slík gögn verða skiljanlega ekki spöðuð niður undir einstök sakarefni og verður ekki hjá því komist að verjendur kynni sér öll gögn málsins. Að öðru leyti mun ákærandi gera frekari grein fyrir þeim gögnum sem hann byggir á í tengslum við aðalmeðferð málsins.”

Eins og ráða má af ákærunni er mál þetta viðamikið og gögn í því eru mikil að vöxtum. Er þar fyrst að taka til 23 bindi af fyrrnefndri skýrslur skattrannsóknarstjórans. Þá er að geta sjálfrar lögreglurannsóknarinnar, sem ákærunni fylgdi, margvíslegra rannsóknargagna í 9 gatamöppum, samtals 4139 síður. Talsverður hluti af því efni sýnist þó vera ljósrit úr skattrannsóknarskýrslunum. Þá fer þar einnig mikið fyrir bréfum og úrskurðum skattyfirvalda um skattskyldu og skattfjárhæðir. Enn fremur eru þar margvísleg bréfaskipti lögmanna ákærðu og embættis ríkislögreglustjóra og gögn sem tengjast þeim skrifum. Einnig eru í málinu fjölmargar lögregluskýrslur, sem að mestu leyti voru teknar haustið 2006 af ákærðu og öðrum grunuðum í málinu og einnig af mörgum mönnum öðrum sem höfðu stöðu vitna í rannsókninni.

Lögreglurannsóknargögnunum er skipulega raðað upp í samræmi við skjalaskrána margnefndu og í samræmi við áralanga venju. Er henni skipt í sex meginkafla sem auðkenndir eru rómverskum tölum. Köflum þessum er skipt upp í undirkafla, sem svo aftur er skipt í undirkafla o. s. frv., allt niður í einstök skjöl. Undirkaflarnir eru auðkenndir með arabískum tölum og þegar um fleiri síður er að ræða í hverju skjali eru þær með hlaupandi númeri innan skjalsins. Allar blaðsíður í safninu eru svo merktar hlaupandi arabískum tölum, en ekki er samhengi á milli þessara blaðsíðunúmera og skjalaskrárinnar og engin tilvísun er í henni til blaðsíðunúmeranna.

Niðurstaða

Þegar mál þetta var höfðað voru í gildi margnefnd lög um meðferð opinberra mála en það var þingfest eftir að lög um meðferð sakamála tóku gildi. Samkvæmt II. ákvæði til bráðabirgða við sakamálalögin skal reka mál sem höfðuð voru í gildistíð eldri laga samkvæmt hinum nýrri lögum, eftir því sem við getur átt.

Í lögum um meðferð opinberra mála var ekki var að finna, frekar en í núgildandi sakamálalögum, ákvæði um frágang eða röðun sakargagna sem ákæru fylgja. Telja verður að ákæruvaldinu sé þó skylt að hafa sakargögn í skipulegri röð og merkja þau og jafnframt sé skylt að láta hentuga gagnaskrá fylgja þeim. Ætla má að skjala- eða gagnaskrá, af því tagi sem málinu fylgir, sé nauðsynleg meðan á rannsókn máls stendur svo að hægt sé, án rasks, að auka gögnum inn í hana. Slík skrá getur þó ekki talist vera handhæg í notkun fyrir dómara og sakflytjendur sem þurfa að grípa á einstökum stöðum í rannsókninni. Verður það t. d. að teljast bagalegt í jafn viðamiklu máli og þessu að ekki er vísað í skjalaskránni til hinna hlaupandi blaðsíðunúmera, en það hefði vel mátt gera þegar ákæra var ráðin í málinu. Allt að einu verður að telja að skjalaskrá og skjalaröð af því tagi, sem er í málinu, uppfylli almennar lágmarkskröfur sem gera verður um þessi atriði.

Um 1. tl. í kröfu verjenda ákærðu.

Þennan kröfulið verjendanna verður að skilja svo að hann sé til uppfyllingar síðari liðunum þremur og verður ekki fjallað um hann frekar.

Um 2. tl. í kröfu verjenda ákærðu.

Í 2. mgr. 119. gr. oml. sagði að ákæra skyldi send héraðsdómi ásamt gögnum málsins” og í samsvarandi ákvæði 2. mgr. 134. gr. laga um meðferð sakamála segir að ákærandi leggi fram „skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn sem aflað hefur verið við rannsókn og sönnunargildi hafa að hans mati.“ Verður ekki séð að neinn efnismunur sé á eldri og yngri lögum um þetta atriði og er nú einungis hnykkt á því, sem leiðir af eðli máls, að ákæruvaldið á mat um það hvaða gögnum það byggir málsókn sína á. Verður að telja að dómari og sakborningur verði almennt að una við það mat ákæruvaldsins. Eins og fram er komið hefur ákærandinn, í framhaldi af umkvörtun verjenda, strikað út úr skjalaskránni þau gögn sem hann álítur að hafi ekki þýðingu fyrir málið. Verður ekki annað séð en að þetta sé gert með nægilega glöggum hætti. Þá verður heldur ekki séð að önnur gögn í málinu séu því bersýnilega óviðkomandi. Ber því að synja þessum kröfulið verjenda ákærðu.

Um 3. og 4. tl. í kröfu verjenda ákærðu.

                Í 2. mgr. 166. gr. sakamálalaganna segir að ákærandi geri í upphafi aðalmeðferðar stuttlega grein fyrir ákærunni og hvaða gögnum hún er studd og er þetta samhljóða eldra ákvæði 3. mgr. 129. gr. oml. Hefur þetta ákvæði ekki verið skilið á þann veg að skylda hvíli á ákæruvaldinu að leggja fram í upphafi máls yfirlit um það hvaða gögn heyri til hverjum ákærulið eða hverjum ákærðra manna, þegar þeir eru fleiri en einn. Annan stað fyrir slíku er heldur ekki að finna í sakamálalögunum, þótt óneitanlega væri það mjög til glöggvunar og hægðarauka fyrir undirbúning aðalmeðferðar í stærri málum að ákæruvaldið léti slíkt yfirlit fylgja ákæru. Ber samkvæmt þessu að synja þessum kröfuliðum verjenda ákærðu.

Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.

Úrskurðarorð:

                Synjað er kröfu verjenda ákærðu í máli þessu að ákæranda verði gert skylt að afhenda verjendum gögn málsins að nýju í samræmi við skilyrði laga um meðferð sakamála, þannig að þar verði engin óviðkomandi gögn að finna, að ákæranda verði gert skylt að tilgreina hvaða gögn málsins heyri undir hvern lið ákæru og hvaða gögn málsins heyri undir hvert ákærðu.